Winamp Logo
Skeggi Cover
Skeggi Profile

Skeggi

Icelandic, Investigative journalism, 1 season, 14 episodes, 4 hours
About
Fyrir átta árum kom út bókin Hljóðin í nóttinni eftir Björgu Guðrúnu Gísladóttur. Þar var Skeggi Ásbjarnarson kennari við Laugarnesskólann sakaður um kynferðisbrot gagnvart drengjum í skólanum. Málið fékk einhverja umfjöllun í fréttum á þessum tíma en síðan ekki söguna meir. Þorsteinn J. var í Laugarnesskólanum og honum var mjög brugðið yfir þessum meintu brotum Skeggja. Hann hóf rannsókn á málinu ásamt Sólveigu Ólafsdóttur doktor í sagnfræði. Í þáttaröðinni er skoðað hvað raunverulega gerðist í skólanum og hlustendur eru hvattir til að senda inn upplýsingar sem þeir kunna að búa yfir, á [email protected] Umsjón: Þorsteinn J. Framleiðandi: Þetta líf. Þetta líf ehf fyrir RUV.
Episode Artwork

6. þáttur: Veriði blessuð og sæl

Í lokaþættinum er rætt við Björgu Guðrúnu Gísladóttur. Hún svarar gagnrýni Matthildar Guðnýjar Guðmundsdóttur um bókina Hljóðin í nóttinni. Silja Aðalsteinsdóttir sem var í Laugarnesskólanum í tvo vetur, útskrifaðist 1955, segir frá reynslu sinni af Skeggja. Tæknimennirnir Þórir Steingrímsson og Hreinn Valdimarsson sögðu frá samstarfi sínu við Skeggja og þáttagerð. Sr Bjarni Karlsson segir frá því að orðrómur um kynferðisbrot Skeggja hafi verið í loftinu þegar hann kom til starfa í Laugarneskirkju 1996. Ragnar Þorsteinsson fyrrv sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg ræðir um viðbrögð borgarinnar árið 2014. Mjög fáir höfðu samband við borgina vegna Skeggjamálsins. Sólveig Ólafsdóttir og Björg Guðrún Gísladóttir ræða um að málið megi ekki sofna aftur. Björg les tölvupóst frá Guðrúnu Ögmundsdóttur, þar sem hún segist ekkert geta gert í málinu árið 2017. Viðmælendur: Björg Guðrún Gísladóttir Ólöf Ásta Ferestveit Silja Aðalsteinsdóttir Sr Bjarni Karlsson Sólveig Ólafsdóttir Hreinn Valdimarsson Þórir Steingrímsson Ragnar Þorsteinsson Umsjón: Þorsteinn J. Rannsóknarvinna: Sólveig Ólafsdóttir Vakin er athygli á því að í þáttunum er fjallað um málefni sem getur reynst erfitt fyrir viðkvæma hlustendur.
11/19/20220
Episode Artwork

6. þáttur: Veriði blessuð og sæl

Í lokaþættinum er rætt við Björgu Guðrúnu Gísladóttur. Hún svarar gagnrýni Matthildar Guðnýjar Guðmundsdóttur um bókina Hljóðin í nóttinni. Silja Aðalsteinsdóttir sem var í Laugarnesskólanum í tvo vetur, útskrifaðist 1955, segir frá reynslu sinni af Skeggja. Tæknimennirnir Þórir Steingrímsson og Hreinn Valdimarsson sögðu frá samstarfi sínu við Skeggja og þáttagerð. Sr Bjarni Karlsson segir frá því að orðrómur um kynferðisbrot Skeggja hafi verið í loftinu þegar hann kom til starfa í Laugarneskirkju 1996. Ragnar Þorsteinsson fyrrv sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg ræðir um viðbrögð borgarinnar árið 2014. Mjög fáir höfðu samband við borgina vegna Skeggjamálsins. Sólveig Ólafsdóttir og Björg Guðrún Gísladóttir ræða um að málið megi ekki sofna aftur. Björg les tölvupóst frá Guðrúnu Ögmundsdóttur, þar sem hún segist ekkert geta gert í málinu árið 2017. Viðmælendur: Björg Guðrún Gísladóttir Ólöf Ásta Ferestveit Silja Aðalsteinsdóttir Sr Bjarni Karlsson Sólveig Ólafsdóttir Hreinn Valdimarsson Þórir Steingrímsson Ragnar Þorsteinsson Umsjón: Þorsteinn J. Rannsóknarvinna: Sólveig Ólafsdóttir Vakin er athygli á því að í þáttunum er fjallað um málefni sem getur reynst erfitt fyrir viðkvæma hlustendur.
11/19/202240 minutes
Episode Artwork

5. þáttur: Blautur koss

Í fimmta þætti rætt við Matthildi Guðnýju Guðmundsdóttur kennara og eiginkonu Jóns Freys Þórarinssonar skólastjóra Laugarnesskóla. Hún er afar ósátt við bók Bjargar Guðrúnar Gísladóttur Hljóðin í nóttinni og lýsingar hennar á samskiptum þeirra Jóns. Bjarni, sem vill ekki segja til eftirnafns, segir frá ofbeldi Skeggja, í kennslustundum og svo í einkatímum á laugardögum. Hann segir jafnframt frá því að hann hafi lamið Skeggja þegar hann hitti hann á götu. Hjálmar Gunnar Sigmarsson segir frá áhrifum kynferðisofbeldis á drengi og hvernig þau sár gróa ekki. Sólveig Ólafsdóttir ræðir þögnina um Skeggja og hvað það sé undarlegt, að samkennari og samstarfsmaður Skeggja, Jón Freyr Þórarinsson hafi ekki skrifað um hann minningagrein. Viðmælendur: Matthildur Guðný Guðmundsdóttir Bjarni Hjálmar Gunnar Sigmarsson Sólveig Ólafsdóttir Umsjón: Þorsteinn J. Rannsóknarvinna: Sólveig Ólafsdóttir Vakin er athygli á því að í þáttunum er fjallað um málefni sem getur reynst erfitt fyrir viðkvæma hlustendur.
11/12/20220
Episode Artwork

5. þáttur: Blautur koss

Í fimmta þætti rætt við Matthildi Guðnýju Guðmundsdóttur kennara og eiginkonu Jóns Freys Þórarinssonar skólastjóra Laugarnesskóla. Hún er afar ósátt við bók Bjargar Guðrúnar Gísladóttur Hljóðin í nóttinni og lýsingar hennar á samskiptum þeirra Jóns. Bjarni, sem vill ekki segja til eftirnafns, segir frá ofbeldi Skeggja, í kennslustundum og svo í einkatímum á laugardögum. Hann segir jafnframt frá því að hann hafi lamið Skeggja þegar hann hitti hann á götu. Hjálmar Gunnar Sigmarsson segir frá áhrifum kynferðisofbeldis á drengi og hvernig þau sár gróa ekki. Sólveig Ólafsdóttir ræðir þögnina um Skeggja og hvað það sé undarlegt, að samkennari og samstarfsmaður Skeggja, Jón Freyr Þórarinsson hafi ekki skrifað um hann minningagrein. Viðmælendur: Matthildur Guðný Guðmundsdóttir Bjarni Hjálmar Gunnar Sigmarsson Sólveig Ólafsdóttir Umsjón: Þorsteinn J. Rannsóknarvinna: Sólveig Ólafsdóttir Vakin er athygli á því að í þáttunum er fjallað um málefni sem getur reynst erfitt fyrir viðkvæma hlustendur.
11/12/202240 minutes
Episode Artwork

4. þáttur: Ferðin til Limbó

Í fjórða þætti eru leiknar gamlar upptökur með Skeggja úr barnaefni Útvarpsins. Hann ræðir letina í barnatíma frá 1960 og stjórnar svo spurningaleik úr söngleikjum í útvarpssal. Steina Einarsdóttir sem var í öðrum af svokölluðum stjörnubekkjum Skeggja. Hún byrjaði árið 1946. Hún segir frá atviki sem gerðist í tíma þegar Skeggi hafði einn af bekkjarbræðrum hennar í fanginu. Sólveig Ólafsdóttir segir frá þeim gögnum sem hún fékk hjá Borgarskjalasafninu og sömuleiðis ljósmyndir og skólablöð sem fundust í Laugarnesskólanum. Axel sem vill ekki segja eftirnafnið sitt, segir frá misnotkun Skeggja í kenslustundum. Ólöf Ásta Farestveit forstjóri barna og fjölskylduhúss, segir frá því hvaða áhrif kynferðisofbeldi hefur á börn. Anna Björg Thorsteinsson bekkjarsystir Garðars Vals Jónssonar staðfestir kynferðisofbeldi Skeggja á strákum í bekknum. Viðmælendur. Steina Einarsdóttir. Sólveig Ólafsdóttir Axel Ólöf Ásta Farestveit Anna Björg Thorsteinsson Umsjón: Þorsteinn J. Rannsóknarvinna: Sólveig Ólafsdóttir Vakin er athygli á því að í þáttunum er fjallað um málefni sem getur reynst erfitt fyrir viðkvæma hlustendur.
11/5/20220
Episode Artwork

4. þáttur: Ferðin til Limbó

Í fjórða þætti eru leiknar gamlar upptökur með Skeggja úr barnaefni Útvarpsins. Hann ræðir letina í barnatíma frá 1960 og stjórnar svo spurningaleik úr söngleikjum í útvarpssal. Steina Einarsdóttir sem var í öðrum af svokölluðum stjörnubekkjum Skeggja. Hún byrjaði árið 1946. Hún segir frá atviki sem gerðist í tíma þegar Skeggi hafði einn af bekkjarbræðrum hennar í fanginu. Sólveig Ólafsdóttir segir frá þeim gögnum sem hún fékk hjá Borgarskjalasafninu og sömuleiðis ljósmyndir og skólablöð sem fundust í Laugarnesskólanum. Axel sem vill ekki segja eftirnafnið sitt, segir frá misnotkun Skeggja í kenslustundum. Ólöf Ásta Farestveit forstjóri barna og fjölskylduhúss, segir frá því hvaða áhrif kynferðisofbeldi hefur á börn. Anna Björg Thorsteinsson bekkjarsystir Garðars Vals Jónssonar staðfestir kynferðisofbeldi Skeggja á strákum í bekknum. Viðmælendur. Steina Einarsdóttir. Sólveig Ólafsdóttir Axel Ólöf Ásta Farestveit Anna Björg Thorsteinsson Umsjón: Þorsteinn J. Rannsóknarvinna: Sólveig Ólafsdóttir Vakin er athygli á því að í þáttunum er fjallað um málefni sem getur reynst erfitt fyrir viðkvæma hlustendur.
11/5/202240 minutes
Episode Artwork

3. þáttur: Komiði blessuð og sæl

Í þriðja þætti er rætt við Óttar Guðmundsson geðlækni sem lítur á Skeggja sem sinn besta kennara á öllum hans námsárum. Elín Bára Cooper segir frá tveimur atvikum sem hún segir vitna til um hina myrku hlið Skeggja sem kennara í Lauganesskóla. Það gerir Grímur Rúnar Friðgerisson fyrrverandi nemandi í Lauganesskóla líka. Rætt er við Hjört Pálsson, sem var dagskrárstjóri útvarpsins á árum áður, um útvarpsmanninn Skeggja. Kristín Ólafsdóttir, systir Páls Björgvins Ólafssonar sem Skeggi skirfaði minningargrein um, segir frá dauða bróður síns sem var bráðkvaddur á skólalóðinni. Einnig er rætt við Guðjón Heiðar Jónsson, eiginmann Kristínar, sem líka var í bekk hjá Skeggja og ber honum góða sögu, að mestu leyti. Umsjón: Þorsteinn J. Rannsóknarvinna: Sólveig Ólafsdóttir Vakin er athygli á því að í þáttunum er fjallað um málefni sem getur reynst erfitt fyrir viðkvæma hlustendur.
10/29/20220
Episode Artwork

3. þáttur: Komiði blessuð og sæl

Í þriðja þætti er rætt við Óttar Guðmundsson geðlækni sem lítur á Skeggja sem sinn besta kennara á öllum hans námsárum. Elín Bára Cooper segir frá tveimur atvikum sem hún segir vitna til um hina myrku hlið Skeggja sem kennara í Lauganesskóla. Það gerir Grímur Rúnar Friðgerisson fyrrverandi nemandi í Lauganesskóla líka. Rætt er við Hjört Pálsson, sem var dagskrárstjóri útvarpsins á árum áður, um útvarpsmanninn Skeggja. Kristín Ólafsdóttir, systir Páls Björgvins Ólafssonar sem Skeggi skirfaði minningargrein um, segir frá dauða bróður síns sem var bráðkvaddur á skólalóðinni. Einnig er rætt við Guðjón Heiðar Jónsson, eiginmann Kristínar, sem líka var í bekk hjá Skeggja og ber honum góða sögu, að mestu leyti. Umsjón: Þorsteinn J. Rannsóknarvinna: Sólveig Ólafsdóttir Vakin er athygli á því að í þáttunum er fjallað um málefni sem getur reynst erfitt fyrir viðkvæma hlustendur.
10/29/202240 minutes
Episode Artwork

2. þáttur: Þú varst sólargeisli

Í öðrum þætti segir Hrafnhildur Valgarðssdóttir frá kynnum sínum af Skeggja. Hún bjó að Kirkjuteigi 13, þar sem Skeggi kom í mat í um 40 ár. Hún var líka nemandi Skeggja í Laugarnesskóla. Sólveig Ólafsdóttir doktor í sagnfræði segir frá æviferli Skeggja og minningagrein sem hann skrifaði 1949. Páll Guðfinnur og Garðar Valur segja frá reynslu sína. Sex þátta heimildaröð unnin fyrir Rás 1 um Skeggja Ásbjarnarson kennara við Laugarnesskóla og meint kynferðisbrot hans gagnvart drengjum í skólanum. Fyrsti þáttur ber yfirskriftina Vinur barnanna. Umsjón: Þorsteinn J. Rannsóknarvinna: Sólveig Ólafsdóttir Vakin er athygli á því að í þáttunum er fjallað um málefni sem getur reynst erfitt fyrir viðkvæma hlustendur.
10/22/20220
Episode Artwork

2. þáttur: Þú varst sólargeisli

Í öðrum þætti segir Hrafnhildur Valgarðssdóttir frá kynnum sínum af Skeggja. Hún bjó að Kirkjuteigi 13, þar sem Skeggi kom í mat í um 40 ár. Hún var líka nemandi Skeggja í Laugarnesskóla. Sólveig Ólafsdóttir doktor í sagnfræði segir frá æviferli Skeggja og minningagrein sem hann skrifaði 1949. Páll Guðfinnur og Garðar Valur segja frá reynslu sína. Sex þátta heimildaröð unnin fyrir Rás 1 um Skeggja Ásbjarnarson kennara við Laugarnesskóla og meint kynferðisbrot hans gagnvart drengjum í skólanum. Fyrsti þáttur ber yfirskriftina Vinur barnanna. Umsjón: Þorsteinn J. Rannsóknarvinna: Sólveig Ólafsdóttir Vakin er athygli á því að í þáttunum er fjallað um málefni sem getur reynst erfitt fyrir viðkvæma hlustendur.
10/22/202240 minutes
Episode Artwork

1. þáttur: Vinur barnanna

Í þessum fyrsta þætti er aðdragandi sögunnar kynntur. Í bók Bjargar Guðrúnar Gísladóttir Hljóðin í nóttinni, sem kom út 2014, er sagt frá meintum kynferðisbrotum Skeggja Ásbjarnarsonar, kennara og eins umsjónarmanna barnatímans í Ríkisútvarpinu á árunum 1950-1972. Rætt við Björgu, Grétar fyrrum nemanda við skólann, Soffíu Guðbjörtu sem var í bekk með Björgu og Sólveigu Ólafsdóttir doktor í sagnfræði sem segir sögu sína og frá tengslum við Laugarnesskólann og Skeggja. Sex þátta heimildaröð unnin fyrir Rás 1 um Skeggja Ásbjarnarson kennara við Laugarnesskóla og meint kynferðisbrot hans gagnvart drengjum í skólanum. Fyrsti þáttur ber yfirskriftina Vinur barnanna. Umsjón: Þorsteinn J. Rannsóknarvinna: Sólveig Ólafsdóttir Vakin er athygli á því að í þáttunum er fjallað um málefni sem getur reynst erfitt fyrir viðkvæma hlustendur.
10/15/20220
Episode Artwork

1. þáttur: Vinur barnanna

Í þessum fyrsta þætti er aðdragandi sögunnar kynntur. Í bók Bjargar Guðrúnar Gísladóttir Hljóðin í nóttinni, sem kom út 2014, er sagt frá meintum kynferðisbrotum Skeggja Ásbjarnarsonar, kennara og eins umsjónarmanna barnatímans í Ríkisútvarpinu á árunum 1950-1972. Rætt við Björgu, Grétar fyrrum nemanda við skólann, Soffíu Guðbjörtu sem var í bekk með Björgu og Sólveigu Ólafsdóttir doktor í sagnfræði sem segir sögu sína og frá tengslum við Laugarnesskólann og Skeggja. Sex þátta heimildaröð unnin fyrir Rás 1 um Skeggja Ásbjarnarson kennara við Laugarnesskóla og meint kynferðisbrot hans gagnvart drengjum í skólanum. Fyrsti þáttur ber yfirskriftina Vinur barnanna. Umsjón: Þorsteinn J. Rannsóknarvinna: Sólveig Ólafsdóttir Vakin er athygli á því að í þáttunum er fjallað um málefni sem getur reynst erfitt fyrir viðkvæma hlustendur.
10/15/202240 minutes
Episode Artwork

Kynningarstikla

10/11/20220
Episode Artwork

Kynningarstikla

10/11/202238 seconds