Winamp Logo
Sandkorn: Stúdering á Svörtu söndum Cover
Sandkorn: Stúdering á Svörtu söndum Profile

Sandkorn: Stúdering á Svörtu söndum

Icelandic, TV & Video, 2 seasons, 12 episodes, 11 hours, 25 minutes
About
Eitthvað grasserar á Glerársandi og margir hverjir búast við svörum. Kvikmyndagerðarmaðurinn Baldvin Z og bíófíkillinn Tómas Valgeirsson grandskoða sjónvarpsseríuna Svörtu sanda í sameiningu, í 8 hlutum, og saman varpa ljósi á framvindu sögunnar, persónurnar og ýmis konar þemu eða myndlíkingar. Tómas skoðar hvern þátt út frá sjónarmiði neytandans og spyr leikstjórann spjörunum úr með yfirheyrslum sínum og vangaveltum; frá áhorfanda beint til skaparans.
Episode Artwork

11. Skál fyrir gömlum tímum

Óvænt áföll geta breytt tilverunni á örlagastundu og missirinn gagnvart nýlátnum einstaklingi er fljótur að taka sinn toll á nánustu aðstandendur. Mörk vinnulífs og fjölskyldulífs eru komin að frostmarki og er lítið annað en létt kaos í stöðunni þegar allir þekkjast í litlu bæjarsamfélagi og gegna nokkrum hlutverkum í einu. Má vissulega deila um hvort þetta sé besti tíminn fyrir Davíð til að varpa sannleikssprengju sem gæti haft grafalvarleg áhrif á útkomuna framundan. Annars eru stöllurnar Ragnheiður (Sólveig Arnars), Auður (Halldóra Geirharðsdóttir) og Hildur (Erla Ruth Harðardóttir) eru formlega sameinaðar á ný til að minnast vinkonu sína heitnu og gamla tíma í senn. Það sem virkar þó í fyrstu sem athöfn til að kveðja gömlu sárin verður hratt og bítandi að nýju upphafi þar sem mögulega er eitthvað enn verra í uppsiglingu en nýliðið dauðsfall sem skekur Glerársanda.   Ekki láta einfaldleikann blekkja, því nóg er til að róta í þegar kemur að þessum þriðja/ellefta þætti. Ekki síst blekkingarleikirnir sem hér ríkja á milli vinafólks og fjölskyldu.  Baldvin og Tómas skoða þáttinn í þaula og hvort það sé raunverulega þarna viðeigandi að skála fyrir gömlum tímum. 00:00 - Fríða og þynnkudýrið 02:24 - Einkalíf og löggulíf 05:37 - Aníta útundan 07:29 - Gústi reynir 08:40 - Suðupottur og suðupunktur 10:30 - Hús Ragnheiðar 12:25 - Þær þrjár 16:00 - Stöllur með reynslu af sprelli 18:48 - Davíð og erfiða samtalið 24:40 - Tommi á erfiðum stað 27:39 - Verksummerki í raunheimum 29:09 - Hver er sannleikurinn? 33:01 - Förunautar í þjáningu 34:03 - Merkelegt um skjalaverði 37:06 - Siglir í annað andaglas 40:51 - Lygin í loftinu 41:46 - Fuglarnir og Heiða 43:10 - “Farðu bara varlega” 45:59 - Yfirgefin
10/20/202447 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

10. Brotinn kross og hlaðinn koss

Aníta þarf nauðsynlega að komast út úr húsi í langþráð mömmufrí, en þá helst með ólíku móti en þar sem frá var horfið í þættinum áður. Gústi og Fríða standa frammi fyrir dularfullu máli sem er mögulega of persónulegt fyrir suma innan lögreglustöðvarinnar. Jonna er þó ekki lengi að dragast inn í nýjan vinahring þar sem örlög Salómons hafa verið mikið í brenndepli. Hvert það leiðir gæti haft í för með sér yfirnáttúrulega dularfullar afleiðingar. Baldvin er fjarri gamninu góða að sinni* og tekur þá Tómas á móti leikstjóra þáttarins, Erlendi Sveinssyni. Hann er með eldmóðinn mættur til að ræða sína nálgun á atburði Glerársanda, áskoranir innan sögunnar og vissulega nokkur leynibrögð á bakvið tjöldin. Og jú, smá kvikmyndadellu líka... Efnisyfirlit: 00:00 - Erlendur og innblásturinn 03:00 - Aðkoma í teymið 06:30 - Glæpavettvangur sviðssettur 10:31 - Stóra áskorunin við þátt tvö 12:20 - Einangrun Anítu og Bjarni Snæbjörnsson 16:21 - Kría á setti 18:50 - Félagslegt tengslanet unglings 20:55 - Listin að fanga hið óvænta 22:04 - Vinnuhittingur eða djamm? 25:25 - Hvað með Gabríel? 29:20 - Abstraktismi á Glerársöndum  32:10 - Krakkarnir komnir í andaglas 36:06 - Hugað að lögguhlutanum 38:08 - Draugabanar og eldgos 39:30 - Tengipunktar Anítu og Tómasar 41:50 - Hlaðinn koss í bíl 47:13 - Höfnun og táknmyndir 48:48 - *...eða hvað?
10/13/202449 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

9. Daufur er barnlaus bær

Þá er komið að seríu tvö. Baldvin og Tómas hafa sum sé framlengt ferðalag sitt um að djúpgreina helstu leyndarmál Glerársanda og framvinduna sem um ræðir í þetta sinn. Heill heljarinnar haugur af góðgætum bíður krufninga og má búast við alls konar sögum af framleiðslunni og meiru tengdu kvikmyndagerð. Tæplega þrjú ár hafa liðið síðan Svörtu sandar litu fyrst dagsins ljós en í heimi sögunnar eru fimmtán mánuðir liðnir frá örlagaríkri og átakanlegri viku þar sem áhorfendur skildu síðast við þau Anítu, Gústa, Fríðu og fleiri kunnuglega á Glerársöndum. Bætist að vísu við áhersla á næstu kynslóðina að þessu sinni. Einhver þarf auðvitað að hugsa um börnin. Skemmst er að segja frá því að martröðin er fjarri því að vera á enda og kemur þá upp nýtt sakamál, á besta tíma, nema í þetta skiptið verða hlutirnir enn nátengdari okkar ‘hetjum’ en fyrr. Allt þetta má rekja til gamla fósturheimilisins á Gullsöndum, þar sem deila má um hvort svörin vekja meiri óhug en spurningarnar. Efnisyfirlit: 00:00 - Listin speglar lífið 03:51- Þyrlur og löggubílar 05:10 - Hvernig small sería tvö saman? 13:52 - Krydd í handritsteymið 19:30 - Spákorn 21:29 - Ísköld opnun 25:25 - Hvernig gat þetta gerst? 30:05 - Bærinn hvorki barnlaus né daufur 33:32 - Stór heimsókn 37:30 - Valdið og veldi Davíðs 39:52 - Núans og ‘90s krakkar 47:02 - Erfið sena 53:50 - Tími til að lifa 58:04 - Erlendur gestur?
10/6/202458 minutes, 51 seconds