Winamp Logo
Rauða borðið Cover
Rauða borðið Profile

Rauða borðið

Icelandic, Daily News, 1 season, 782 episodes, 5 days, 1 hour, 53 minutes
About
Róttæk samfélagsumræða. Við Rauða borðið er rætt um málefni dagsins, hagsmunamál almennings, samfélagið sem við eigum saman og hvernig við getum byggt það upp á grunni réttlætis, mannvirðingar, jöfnuðar og samkenndar.
Episode Artwork

Rauða borðið 24. okt - Kosningar, átök, hækkun matarverð, hernaðarandstæðingar, Gaza og vond leikrit

Fimmtudagurinn 24. október Kosningar, átök, hækkun matarverð, hernaðarandstæðingar, Gaza og vond leikrit Við ræðum pólitík í aðdraganda kosninga. Karen Halldórsdóttir fyrrum bæjarfulltrúi, Marinó G. Njálsson ráðgjafi, Guðríður Arnardóttir fyrrverandi form Félags framhaldsskólakennara og fyrrum bæjarfulltrúi og Hákon Gunnarsson varabæjarfulltrúi, allt Kópavogsbúar, koma fyrst og svo blaðamennirnir Jakob Bjarnar Grétarsson, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, Frosti Logason og Karen Kjartansdóttir. Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambandsins, fjallar um hækkun matvælaverðs og önnur neytendamál. Árni Hjartarson, sem var ritstjóri veglegar bókar um baráttu hernaðarandstæðinga, segir okkur frá bókinni og baráttunni. Árni segir enn: Ísland úr Nató og herinn burt. María Lilja fær til sín ungliða til að ræða þjóðarmorðið í Gaza: Gunnar Ásgrímsson kemur frá Ung Framsókn, Ármann Leifsson frá Ungum jafnaðarmönnum í Samfylkingunni, Karl Héðinn Kristjánsson frá Roða í Sósíalistaflokknum og Sverrir Páll frá Uppreisn í Viðreisn. Og Lára Magnúsardóttir ræðir um tvö leikrit á fjölum leikhúsanna og þær leiðir sem hægt er að fara til að virkja menningarstofnanir okkar til að styrkja íslensku og fólk sem vill læra íslensku.
10/25/20245 hours, 2 minutes
Episode Artwork

Rauða borðið 23. okt - Pallborð ungliða, pólitíkin, flokkur innflytjenda, leikhús, búverkabyltingin

Miðvikudagur 23. október Pallborð ungliða, pólitíkin, stjórnmálaafl innflytjenda, leikhús og forn vinnumenning Við hefjum leik á umræðu ungs fólks, heyrum hvað þeim finnst að stjórnmálaflokkar ættu að setja á oddinn nú fyrir kosningarnar. Þau Jósúa Gabríel Davíðsson, Valgerður Birna, Karl Héðinn Kristjánsson og Viktor Pétur Finnsson ræða málin með Birni Þorláks umsjónarmanni í beinni útsendingu. Að þeirri umræðu lokinni koma þau Oddný G. Harðardóttir þingmaður, Vigdís Hauksdóttir fyrrum þingmaður, Björg Eva Erlendsdóttir fyrrum fréttamaður og Sigmundur Ernir, sem er bæði fyrrum ritstjóri og fyrrum þingmaður og ræða ýmsa anga stjórnmálanana og bregðast að einhverju leyti við orðum unga fólksins. Jasmina Vajzovic ætlar svo að segja okkur frá höfnun og útilokun sem hún upplifði eftir röðun á lista Viðreisnar. Hún upplýsir um hugmyndir um stofnun nýs stjórnmálaflokks, sem aðeins yrði skipaður innflytjendum. Gunnar Smári fjallar um Óskalandið, gamandrama í Borgarleikhúsinu, og ræðir við leikstjórann Hilmi Snæ Guðnason og leikarana Esther Talíu Casay og Vilhelm Neto. Einnig kynnum við nýlega bók um forna búskaparhætti, Bjarni Guðmundsson kennari er höfundur hennar og segir hann okkur frá bókinni og efni hennar.
10/24/20243 hours, 38 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 22. okt - Kosningar, karlar, dans og ofbeldi

Þriðjudagurinn 22. október Kosningar, karlar, dans og ofbeldi Við höldum fram að ræða komandi kosningar: Jón Gnarr frambjóðandi Viðreisnar, Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur, Valur Gunnarsson sagnfræðingur og Frosti Sigurjónsson fyrrum þingmaður Framsóknar metra stöðuna og síðan halda þau áfram: Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur, Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur og þjóðfræðingarnir Auður Viðarsdóttir og Vilborg Bjarkadóttir. Í karlaspjalli á þriðjudegi ræðum við spaka karlinn. Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur leiðir samtalið og Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi, Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður og hönnuður, Sverrir Norland rithöfundur og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri taka þátt. Svartir fuglar er dansverk sem sýnt er í Tjarnarbíói, Lára Stefánsdóttir samdi dansa við ljóð Elísabetar Jökulsdóttur og Lára Þorsteinsdóttir dansar. Við fáum þær í heimsókn. Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins ræðir breytta birtingarmynd ofbeldis. Engin teikn eru á lofti um að útlendingar beiti frekar íslenskar konur ofbeldi en innfæddir karlar.
10/23/20244 hours, 51 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið: Kosningar, frambjóðendur, blaðamennska, Grindavík og Gaza

Mánudagurinn 21. október Kosningar, frambjóðendur, blaðamennska, Grindavík og Gaza Við höldum áfram þjóðfundi um komandi kosningar: Þórður Gunnarsson hagfræðingur, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Jón Magnús Kristjánsson læknir og Brynhildur Björnsdóttir fjölmiðlakona ræða pólitíkina og síðan koma: Bragi Páll Sigurðsson rithöfundur, Hrafn Jónsson kvikmyndagerðarmaður og Lóa Hjálmtýsdóttir myndlistarkona og greina stöðuna. Kristinn Hrafnsson blaðamaður greinir þunga stöðu blaðamennsku á Íslandi sem og í umheiminum og Magnús Gunnarsson trillukarl ræðir tímamótin sem urðu í dag þegar Grindavík var opnuð. Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Hildur Þórðardóttir ræða við Maríu Lilju Ingveldar-Þrastardóttur Kemp um þjóðarmorðin á Gaza.
10/21/20244 hours, 9 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Synir Egils: Hasar í pólitíkinni, fallin ríkisstjórn, veikir flokkar og rísandi

Sunnudagurinn 20. október: Synir Egils: Hasar í pólitíkinni, fallin ríkisstjórn, veikir flokkar og rísandi Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þær Sonja Þorbergsdóttir forseti BSRB, Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Stefanía Óskarsdóttir prófessor. Þeir bræður ræða stöðuna í stjórnmálunum og fá líka fleiri gesti til að meta stöðuna: Ólaf Þ. Harðarson prófessor, Helgu Völu Helgadóttur lögmann og Líf Magneudóttur borgarfulltrúa.
10/20/20242 hours, 45 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Helgi-spjall: Kristinn Sigmunds

Laugardagurinn 19. október Helgi-spjall: Kristinn Sigmunds Kristinn Sigmundsson segir okkur frá ferð sinni um lífið og óperuheiminn, hvernig tilviljanir og heppni ráða oft mestu í lífinu og hvernig best er að sætta sig við það og njóta.
10/19/202434 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið: Jovana Pavlović, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, Jón Ferdínand Estherarson og Rakel McMahon

Oddný Eir ræðir fréttir vikunnar með góðum gestum en að þessu sinni mæta þau Jovana Pavlović, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, Jón Ferdínand Estherarson og Rakel McMahon í Vikuskammt við Rauða borðið.
10/18/20241 hour, 20 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið: Dagskrárvald, Gaza, tónlistaruppeldi, andófs-usli

Rauða borðið: Dagskrárvald, Gaza, tónlistaruppeldi, andófs-usli. Rauða borðið heldur áfram að taka stöðuna og setja málefni á dagskrá kosninganna. Er allt mögulegt? Oddný Eir stýrir samræðu kvöldsins í beinni útsendingu sem hefst klukkan átta og er í tveimur liðum: Fyrst mæta til leiks þau Jón Ólafsson, heimspekingur og prófessor, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Auðunn Arnórsson, og Sigurjón Magnús Egilsson. Síðan mæta þau Kristín Ómarsdóttir, Árni Finnsson, Ásgeir Brynjar Torfason og Atli Ingólfsson. Björn Þorláksson ræðir svo við þau Herdísi Önnu Jónsdóttur og Þóri Jóhannsson um tónlistarlegt uppeldi í hinu bjarta norðri. María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp segir okkur nýjustu hörmungarfréttir í Radíó Gaza og Oddný Eir ræðir svo við Gunnar Þorra Pétursson um andófs-uslann í Meistaranum og Margarítu eftir Bulgakov.
10/17/20244 hours, 17 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 16. okt - Stjórnmál, samfélagið, klassísk tónlist og landflótti Íslendinga

Miðvikudagurinn 16. október 2024 Stjórnmál, samfélagið, klassísk tónlist og landflótti Íslendinga. Við hefjum leik á pólitíkinni og stöðunni sem upp er komin. Við munum kjósa í svartasta skammdeginu eftir nokkrar vikur. Stór hópur fólks hittist í beinni útsendingu og ræðir hvað ber að varast, auk þess sem óskalista kosningamála ber á góma. Þau Jódís Skúladóttir, þingmaður VG, Þórhildur Sunna, þingmaður pírata, Auður Önnu Magnúsdóttir hjá Kvenréttindafélaginu, Henry Alexander siðfræðingur, Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur, Sara Óskarsdóttir móðir og listamaður og Ólafur Arnarsson blaðamaður ræða við Björn Þorláks. Að lokinni pólitíkinni kemur Michael Clarke, tónlistarmaður á Akureyri, og ræðir norðlenska tónlistarsögu og stofnun Hljómsveitar Akureyrar. Rúsínan í pylsuendanum er Hlín Agnarsdóttir rithöfundur og leikhúsmanneskja. Hún ræðir alöru þess að hrekjast úr landi, en hnyttnin er aldrei fjarri þegar Hlín er annars vegar.
10/16/20243 hours, 15 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið: Dauð ríkisstjórn, kosningar, karlar og Bréf til Láru

Þriðjudagurinn 15. október Dauð ríkisstjórn, kosningar, karlar og Bréf til Láru Við höldum áfram að greina stöðuna í pólitíkinni, dauða stjórnar og komandi kosninganna. Þorvaldur Gylfason hagfræðingur, Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingkona, Ragnar Þór Pétursson kennari og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi ræða málin og síðan rithöfundarnir Guðmundur Andri Thorsson, Halldór Armand Ásgeirsson og Auður Jónsdóttir. Fjórði þáttur karlaspjallsins hefst svo: Valdimar Örn Flygenring leikari og leiðsögumaður, Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur og Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi ræða við Bjarna Karlsson prest og siðfræðing um staka karlinn. Í lokin fögnum við 100 ára afmæli Bréfs til Láru með Pétri Gunnarssyni rithöfundi og Soffíu Auði Birgisdóttur bókmenntafræðingi.
10/16/20243 hours, 53 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið: Ástandið í stjórnmálunum, rímnaskáld og ferðakapítalismi

Mánudagurinn 14. október Ástandið í stjórnmálunum, rímnaskáld og ferðakapítalismi Við höldum áfram að greina ástandið í pólitíkinni með gestum: Vilhjálmur Árnason þingmaður, Halla Gunnarsdóttir varaformaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Halldóra Mogensen þingkona, Drífa Snædal talskona Stígamóta, Gísli Tryggvason lögmaður og Björn Jón Bragason sagnfræðingur meta stöðuna. Mun allt fara samkvæmt vilja Bjarna Benediktssonar? Á næstu dögum kemur út bók um skáldverk Sigurðar Breiðfjörðs og hvernig Jónas Hallgrímsson hjólaði í rímur skáldsins og bar hvorugur barr sitt á eftir að mati höfundar. Óttar Guðmundsson geðlæknir ritar bókina og ræðir verk sitt. Hjörleifur Finnsson, heimspekingur og fyrrverandi frumkvöðull í ferðaiðnaði fer í gegnum óheillaþróun ferðamála á Íslandi og sýnir hvernig ferðamálin eru í heljargreipum stórkapítalismans.
10/15/20243 hours, 28 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - AUKAÞÁTTUR - Bjarni sprengir ríkisstjórn sína

Sunnudagurinn 13. október: Aukaþáttur Rauða borðsins: Bjarni sprengir ríkisstjórn sína Við fáum gesti og gangandi til að meta stöðuna eftir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sprengdi ríkisstjórn sína. Líklega verður kosið 30. nóvember, eftir 48 daga. Um hvað verður kosið? Lifa allir flokkar kosningarnar af? Áhugafólk um pólitík sest að borðinu: Karen Kjartansdóttir upplýsingafulltrúi, Brynjar Níelsson lögfræðingur, Hallur Magnússon verktaki, Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna, Tómas Ellert Tómasson fyrrum bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, Þórður Snær Júlíusson fyrrum ritstjóri, Atli Þór Fanndal fyrrum blaðamaður, Orri Páll Jóhannsson þingflokksformaður Vg, Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar, Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur, Davíð Þór Jónsson prestur og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi.
10/14/20242 hours, 43 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Synir Egils: Stjórnarkreppa, kosningar, Samfylkingin

Sunnudagurinn 13. október:  Synir Egils: Stjórnarkreppa, kosningar, Samfylkingin Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Helgi Seljan rannsóknarritstjóri Heimildarinnar, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi og Heimir Már Pétursson fréttamaður og fara yfir stöðuna í pólitíkinni. Vill einhver vera í þessari ríkisstjórn? Verður kosið fyrir jól? Þeir bræður fara líka yfir pólitíkina og það gerir líka Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar. Vill hún breyta stjórnarstefnunni og hvernig þá?
10/13/20242 hours, 34 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Helgi-spjall: Hallgrímur

Laugardagurinn 12. október Helgi-spjall: Hallgrímur Hallgrímur Helgason rithöfundur og málari segir okkur frá lífi sínu og list, fljótinu sem rennur í gegnum hann og því sem hann er og hefur orðið.
10/12/20242 hours, 29 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 41

Föstudagur 11. október Vikuskammtur: Vika 41 Í vikuskammt að þessu sinni koma þau Helga Þórey Önnudóttir Jónsdóttir, Sæþór Benjamín Randalsson, Grímur Atlason og Sólveig Arnarsdóttir að ræða fréttir vikunnar.
10/11/20241 hour, 38 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 10. okt - Fósturvísamálið. neytendur, spilling, fréttir frá Gaza, sýndarmennska

Fimmtudagurinn 10. október Fósturvísamálið. neytendur, spilling, fréttir frá Gaza, sýndarmennska Hallur Hallsson blaðamaður segir frá fósturvísamálinu, ótrúlegri sögu þess og viðbrögðum sem hann hefur fengið við frásögnum sínum. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna fer yfir neytendamál og Björn Þorláksson segir okkur frá bók sinni um spillingu á Íslandi. María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp ræðir við Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóra Ríkisútvarpsins um fréttaflutning frá Gaza og Einar Baldvin Brimar höfundur og Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri verksins Nauðbeygð Messa nýrra tíma segja okkur frá erindi þess og uppfærslu.
10/10/20244 hours, 6 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 9. okt - Viðreisn, framleiðni, pólitík, gæsla, heimsmálin, flugvöllur og kannabis

Miðvikudagurinn 9. október Viðreisn, framleiðni, pólitík, gæsla, heimsmálin, flugvöllur og kannabis Það hefur skapast örlítil ólga í Viðreisn eftir að Jón Gnarr sóttist óvænt eftir oddvitasæti í Reykjavík án þess að hafa nokkru sinni verið í flokknum. Þorbjörg Gunnlaugsdóttir þingmaður ræðir gusuganginn. Þórólfur Matthíasson prófessor greinir efnahaginn; hagvöxt, verðbólgu og vexti. Margrét Tryggvadóttir formaður Rithöfundasambandsins og Erna Bjarnadóttir varaþingkona Miðflokksins ræða við Sigurjón Magnús Egilsson um stjórnmál. Katrín Oddsdóttir mannréttindalögfræðingur telur að vopnaburður og öryggisgæsla í kringum ráðherra kunni að hafa gengið út í öfgar. Helen Ólafsdóttir öryggisráðgjafi ræðir heimsmálin á tímum stríðs og þjóðarmorðs. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur lýsir furðu sinni á umræðu um samgöngur og náttúruhamfarir þessa dagana. Hvassahraun er galin hugmynd. Magnús Þórsson prófessor á Rhode Island skýrir hvað cannabis science eru.
10/9/20244 hours, 46 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 8. okt - Kennarar, hjúkrunarfræðingar, svefn, karlar, klassík og vopn

Þriðjudagurinn 8. október Kennarar, hjúkrunarfræðingar, svefn, karlar, klassík og vopn Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags hjúkrunarfræðinga og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins ræða kjarabaráttu sinna félaga. Erla Björnsdóttir sálfræðingur og sérfræðingur í svefni segir að margir Íslendingar þurfi að sofa meira - ekki síst ungt fólk. Við höldum áfram að ræða karlmennsku með Bjarna Karlssyni presti og guðfræðingi. Karl Pétur Jónsson ráðgjafi, Ingólfur Gíslason prófessor og Jökull Sólberg Auðunsson ráðgjafi ræða við okkur út frá lúxuskarlinum. Sigrún Eðvaldsdóttir mun spila fiðlukonsert Brahms með Sinfóníunni á fimmtudaginn og kemur að Rauða borðinu ásamt Tryggva M. Baldvinssyni listræns ráðgjafa sveitarinnar og ræðir við klassíska tónlist við okkur og tónlistarnemana Sóley Lóu Smáradóttur og Sól Björnsdóttir. Í lokin segir Hildur Þórðardóttir fyrrum forsetaframbjóðandi okkur frá undirskriftasöfnun gegn vopnasendingum til Úkraínu.
10/8/20244 hours, 7 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið: Vinstrið, pólitíkin, kannabis, þjóðarmorð og rauðar heimsbókmenntir

Mánudagurinn 7. október Vinstrið, pólitíkin, kannabis, þjóðarmorð og rauðar heimsbókmenntir Við höldum fund með rótum Vg: Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingkona, Einar Ólafsson skáld og bókavörður, Margrét Pétursdóttir verkakona og Guðmundur Auðunsson hagfræðingur, sem öll hafa verið í Vg, ræða um stöðu vinstrisins í dag. Í Þinginu ræðir Björn Þorláks við Ólaf Harðarson stjórnmálafræðing. VG og framtíð ríkisstjórnarinnar ber þar hæst. Við ræðum hamp og kannibis við fjórar konur: Lára Bryndís Pálmadóttir hefur tekið inn cbd-olíu vegna verkja, Brynhildur Arthúrsdóttir er móðir stúlku með flogaveiki sem hefur líka notað cbd, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er aðstandandi sjúklings sem tók inn kannabisolíur og Þórunn Jónsdóttir er stofnandi og varaformaður Hampfélagsins og stendur fyrir ráðstefnu um hamp. María Lilja ræðir við mótmælendur á tímamótum sem hafa staðið vaktina með Palestínu síðasta árið. Bókmenntafræðingarnir Anna Björk Einarsdóttir og Benedikt Hjartarson eru gestaritstjórar Ritsins sem fjalla um rauða heimsbókmenntirnar. Þau segja okkur frá áhrifum þeirra á menningu og pólitík.
10/7/20244 hours, 37 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Synir Egils 6. okt - Pólitískar hræringar og Hrun

Sunnudagurinn 6 . október: Synir Egils: Pólitískur hræringar og Hrun Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Bryndís Haraldsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins, Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri hjá Eflingu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata og ræða fréttir vikunnar og stöðuna í pólitíkinni, veika stöðu ríkisstjórnar og flokkanna sem að henni standa. Þeir bræður fara yfir pólitíkina og ræða síðan um arfleið Hrunsins. Guðrún Johnsen hagfræðingur, Jón Þórisson arkitekt og Þorvaldur Logason sagnfræðingur ræða hvað hrundi og hvort nokkuð hafi verið reist við.
10/6/20242 hours, 46 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Helgi-spjall: Lilja Ingólfsdóttir

Laugardagurinn 5. október Helgi-spjall: Lilja Ingólfsdóttir Lilja Ingólfsdóttir segir okkur frá æsku sinni og tengslunum við Ísland og fólkið sitt hér, mótun og þroska, leið sinni að bíómyndinni Elskuleg sem fjallar um þránna eftir ást og vandanum við að þiggja hana og veita.
10/5/20241 hour, 44 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 40

Föstudagurinn 4. október Vikuskammtur: Vika 40 Í Vikuskammt við Rauða borðið koma í dag þau Anita Da Silva Bjarnadóttir öryrki og ungur Roði, Grímur Hákonarson leikstjóri, Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Margrét Manda Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af hrörnun ríkisstjórnar, innanflokksátökum, vaxandi stríðsógn og háum vöxtum.
10/4/20241 hour, 16 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 3. okt - Líbanon, hægrið, samkeppni og sagnfræði

Fimmtudagurinn 3. október Líbanon, hægrið, samkeppni og sagnfræði Við byrjum á Radíó Gaza: María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp ræðir um ástandið í Mið-Austurlöndum við Margréti Marinósdóttur alþjóðastjórnmálafræðing og Guðrúnu Margréti Guðmundsdóttur mannfræðing sem báðar þekkja þennan heimshluta vel. Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi er búinn að stofna Lýðræðisflokkinn. Hann kemur og segir okkur frá flokknum, hægrinu og samfélaginu. Benjamín Julian verkaefnastjóri í verðlagseftirliti Alþýðusambandsins segir okkur frá verðsamkeppni á matvörumarkaði og hvernig búðir geta haldið uppi verði þar sem samanburður er illframkvæmanlegur. Í lokin koma ungir sagnfræðingar, Unnur Helga Vífilsdóttir, Þórey Einarsdóttir og Kolbeinn Sturla G. Heiðuson, og segja okkar frá rannsóknum sínum og stöðu sögunnar í samtímanum.
10/3/20243 hours, 21 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 2. okt - Krakkaþing, elítur, eftirlaunafólk, búddistar og Einar Sigurður

Miðvikudagurinn 2. október Krakkaþing, elítur, eftirlaunafólk, búddistar og Einar Sigurður Krakkaþing Fíusólar hefur skilað niðurstöðum sínum. Tinna Sigfinnsdóttir framhaldsskólanemi og Guðmundur Brynjar Bergsson grunnskólanemi segja okkur frá þeim ásamt Þórunni Örnu Kristjánsdóttur leikstjóriaog leikkonu. Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur ræðir um íslenskar elítur og elítuhugsun. Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri lifdununa.is og Guðmumdur Þ. Ragnarsson fyrrverandi formaður VM, ræða við Sigurjón Magnús Egilsson um áskoranir sem mæta fólki á eftirlaunaaldri. Gyða Dröfn Tryggvadóttir og Ástvaldur Zenki Traustason ræða um búddismann í amstri dagsins og Einar Sigurður Jónsson segir frá lífi sínu.
10/2/20243 hours, 41 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 1. okt - Þriðja heimsstyrjöldin, vistkrísa, borgarlína, Elskuleg og karlar

Þriðjudagurinn 1. október Þriðja heimstyrjöldin, vistkrísa, borgarlína, Elskuleg og karlar Tjörvi Schiöth doktorsnemi segir okkur frá innrás Ísraelshers í Líbanon og veikri vígstöðu Úkraínuhers, sem hvort tveggja getur leitt til þriðju heimstyrjöldinni. Heldri eldhugar og fulltrúar eldri aðgerðarsinna Aldins, þeir Stefán Jón Hafstein og Árni Bragason koma að Rauða borðinu og varða veg úr vistkrísunni með alvöru aðgerðaráætlun í raunhæfri bjartsýni. Þórarinn Hjaltason samgönguverkfræðingur er í hópi skeptískra er kemur að Borgarlínu. Hann segir að Borgarlínan hafi þegar kostað höfuðborgarbúa mikið. Vera Wonder Sölvadóttir leikstjóri, Anna Svava Knútsdóttir leikkona, Vilborg Halldórsdóttir leikkona og Helga Rakel Rafnsdóttir leikstjóri ræða Elskuleg, mynd Lilju Ingólfsdóttir, sem fjallar um konur og skilnaði. Annar kafli í karlaspjallinu fjallar um seka karlinn. Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur leiðir samtal um karlmennsku. Rúnar Helgi Vignisson rithöfundur, Reinhold Richter eftirlaunamaður og Freyr Eyjólfsson öskukarl svara og segja frá.
10/1/20244 hours, 54 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 30. sept - Umboðsmaður Alþingis, píratar, lýðræðið, samgöngur og þýðingar

Fimmtudagurinn 26. september Rauða borðið: Umboðsmaður Alþingis, píratar, lýðræðið, samgöngur og þýðingar Í dag er síðasti dagurinn sem Skúli Magnússon umboðsmaður Alþingis getur talað frjálst. Við ræðum við Skúla um meðal annars Yazan-málið. Björn Leví Gunnarsson þingmaður pírata kemur og ræðir stemmninguna á Alþingi, fortíð og framtíð flokksins. Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor emerita, Sölvi Halldórsson rithöfundur og kynningarfulltrúi RIFF, Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur og Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri horfðu á franska heimildarmynd um búsáhaldarbyltinguna og lýðræðistilraun sem ekki er lokið. Þau ræða máli við Oddnýju Eir Ævarsdóttur. Gauti Kristmannsson, prófessor í þýðingafræði við Háskóla Íslands, fræðir okkur um störf þýðandans í tilefni af degi þýðenda. Og við endum á umræðu um samgöngur. Unnar Erlingsson, íbúi á Austurlandi ræðir reiði margra flugfarþega í innanlandsfluginu. Una Margrét Jónsdóttir dagskrárgerðarkona á Rúv og strætófarþegi slær svo botninn í þáttinn með því að lýsa veröld þeirra sem nota almenningssamgöngur á hverjum degi.
9/30/20244 hours, 3 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Synir Egils 29. sept - Byrlun, vinnumansal, pólitísk átök og skuldir ríkissjóðs

Sunnudagur 29. september Synir Egils: Byrlun, vinnumansal, pólitísk átök og skuldir ríkissjóðs Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Lára Zulima Ómarsdóttir almannatengill, Jón Gnarr listamaður og pólitíkus og Hjördís Rut Sigurjónsdóttir upplýsingafulltrúi og ræða fréttir vikunnar og stjórnmálaástandið. Þeir bræður munu taka púlsinn á pólitíkinni og síðan koma þrír þingmenn til að ræða stöðu ríkisfjármála, skuldasöfnun og vaxtabyrði: Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknar, Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata, Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar.
9/29/20242 hours, 12 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Helgi-spjall: Þóra Stína

Laugardagur 28. september Helgi-spjall: Þóra Stína Þórunn Kristín Emilsdóttir, líka kölluð Þóra Stína hefur starfað sem leiðbeinandi miðill í mörg ár og lýsir litríku starfi sínu og ræðir einnig um baráttu sína fyrir tjáningu á sannleikanum í gegnum réttarhöld, glæpa- og sálarrannsóknir.
9/28/20241 hour, 51 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 39

Vikuskammtur í dag, 27. september Efnahagsmál, náttúruvernd, pólitík, rasismi og vinnubrögð lögreglu verða meðal umræðuefna í Vikuskammti að þessu sinni. Gestir eru Gunnar Sigurðsson leikari, Sigmundur Ernir Rúnarsson blaðamaður, Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Landvernd og Sigmar Guðmundsson þingmaður. Umsjónarmaður er Björn Þorláks
9/27/20241 hour, 31 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 26. sept - Óspilltir blaðamenn, nýir Íslendingar, VG, líðan barna, alþjóðakerfið, kúrekar og dýraníð

Fimmtudagur 26. september Rauða borðið: Óspilltir blaðamenn, nýir Íslendingar, VG, börn og þeirra líðan, alþjóðakerfið, kúrekar og dýraníð. Aðalsteinn Kjartansson sem hefur um árabil haft réttarstöðu sakbornings ásamt fjölda annarra blaðamanna ræðir ákvörðun lögreglu fyrir norðan að hætta rannsókn á umtöluðu máli. Við fjöllum um innflytjendamál. Þau Morgane Priet-Mahéo stuðningsfulltrúi hjá Rétti barna á flótta, Hallfríður Þórarinsdóttir doktor í menningarmannfræði, Sema Erla Serdaroglu formaður Sólaris og Jasmina Vajzović stjórnmálfræðingur ræða stöðu nýrra Íslendinga, flóttafólks og fólks af erlendum uppruna. Hlynur Hallsson VG-félagi telur ekki ráðlegt að sprengja ríkisstjórnina. Hann hyggur að viðspyrna sé á næsta leyti. Geðheilsa barna verður til umfjöllunar. Þórhildur Ólafsdóttir barnasálfræðingur setur hnífamálið í stærra samfélagslegt samhengi. Ögmundur Jónasson segir okkur frá gagnrýni Alfred de Zayas, prófessors í alþjóðalögum, á veiklað alþjóðakerfið, en de Zayas heldur fyrirlestur á vegum Ögmundar í Þjóðmenningarhúsinu á laugardaginn. Árni Sveinsson leikstjóri og Jón Oddi Víkingsson aka Johnny King tónlistarmaður ræða Kúreka. Og við endum á umfjöllun um dýraníð og dýravernd. Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands gagnrýnir sinnuleysi.
9/26/20244 hours, 19 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið: Forseti, biskup, vinnumansal, Vg, fréttir og hrepparígur

Miðvikudagurinn 25. september  Forseti, biskup, vinnumansal, Vg, fréttir og hrepparígur Guðrún Karls Helgudóttir biskup og Halla Tómasdóttir forseti koma að Rauða borðinu og ræða vaxandi tilfinningu fyrir að samfélagið hafi sveigt af braut. Adam Kári Helgason, eftirlitsfulltrúi Fagfélaganna og Eflingar, Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur á lögfræði- og vinnumarkaðssviði ASÍ, Gundega Jaunlinina, varaformaður Verkalýðsfélagsins Hlífar og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands ræða vinnuframsal, starfsmannaleigur og brot á réttindum launafólks. Halla Gunnarsdóttir varaformaður VR ræðir tillögu sína og annarra fyrir flokksþing, um að stjórnarsamstarfinu verði slitið strax. Sigurjón Magnús Egilsson kemur og ræðir pólitík og fréttir vikunnar við blaðamennina Sigtrygg Ara Jóhannsson og Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur. Í lokin segir dr. Bjarki Þór Grönfeldt stjórnmálafræðingur okkur frá hrepparíg og ólíkan kúltúr milli bæjarfélaga.
9/25/20243 hours, 20 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið: Freki karlinn, aðgerðarleysi í loftlagsmálum, Brasilía, innanlandsflug, Sýslumaður dauðans og ull

Þriðjudagurinn 24. september Freki karlinn, aðgerðarleysi í loftlagsmálum, Brasilía, innanlandsflug, Sýslumaður dauðans og ull Við hefjum þáttinn á umræðu um karla með Bjarna Karlssyni; Bergsteinn Sigurðsson blaðamaður, Atli Þór Fanndal starfsmaður Pírata og Páll Baldvin Baldvinsson leikstjóri ræða karlmennsku og einkum freka karlinn. Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands., Auður Önnu Magnúsdóttir fyrrum framkvæmdastjóri Landverndar, Guðmundur Steingrímsson doktorsnemi í umhverfis- og auðlindafræði og Þorbjörg María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar gagnrýna aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftlagsmálum. Luciano Dutra segir okkur frá pólitíkinni í Brasilíu og Ólína Freysteinsdóttir íbúi á Akureyri frá hækkun á innanlandsflugi. Við ræðum leikritið Sýslumaður dauðans við höfundinn Birni Jón Sigurðsson, leikstjórann Stefán Jónsson, aðalleikarann Harald Ara Stefánsson og leikhússtjórann Brynhildi Guðjónsdóttur. Og í lokin segir Hulda Brynjólfsdóttir bóndi og eigandi Uppspuna okkur frá ullarvikunni.
9/25/20245 hours, 13 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið: Reiðhjól, karlmennska, öryggismál, Viðreisn og leikrit um fatlaða konu

Mánudagurinn 23. september Reiðhjól, karlmennska, öryggismál, Viðreisn og leikrit um fatlaða konu Fólk sem ferðast um borgina á hjólum ræðir samgöngumál við Rauða borðið: Sigmundur Ernir Rúnarsson blaðamaður, Herdís Schopka jarðfræðingur, Örn Bárður Jónsson prestur og Gísli Tryggvason lögmaður lýsa samgöngum höfuðborgarsvæðisins séð af hnakki reiðhjóls. Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur lítur við og ræðir samtöl um karlmennsku sem verða við Rauða borðið á næstu vikum. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir við okkur um Eystrasaltslöndin, aukin hernaðarútgjöld í Evrópu, hrörnandi hagkerfi og vaxandi stórveldaátök. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksmaður Viðreisnar segir frá áherslum flokksins og metur stöðu stjórnmála í vikulegum þætti þingsins. Við fjöllum um leikritið Taktu flugið, beibí sem segir sögu fatlaðrar konu. Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir höfundur, leikari og aðalpersóna, Ilmur Stefánsdóttir leikstjóri og leikararnir Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Ernesto Camilo Aldazábal Valdés og ræða verkið og erindi þess.
9/23/20243 hours, 48 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Synir Egils: Samfélagslegur harmur, pólitískur skjálfti og húsnæðiskreppa

Sunnudagurinn 22 . september:  Synir Egils: Samfélagslegur harmur, pólitískur skjálfti og húsnæðiskreppa Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Eyrún Magnúsdóttir fjölmiðlakona, Dagbjörg Hákonardóttir þingkona og Róbert Marshall leiðsögumaður og fara yfir fréttir vikunnar sem einkenndust af þungbærum fréttum og pólitískum óróa. Þeir bræður taka stöðuna á á pólitíkinni og síðan koma Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna, María Pétursdóttir formaður húsnæðishóps ÖBÍ og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og ræða viðvarandi húsnæðiskreppu, aðgerðaleysi stjórnvalda og hvað sé til ráða.
9/22/20242 hours, 15 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsjálfari í handbolta

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsjálfari í handbolta, er gestur Björns Þorláks í Helgi-spjalli. Snorri fer yfir lífið og leikinn en stór stund er framundan á komandi ári.
9/21/20242 hours, 3 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 38

Föstudagurinn 20. september Vikuskammtur: Vika 38 Í Vikuskammt við Rauða borðið koma í dag þau Aníta Sóley Scheving Þórðardóttir nemi, Bergþór Másson umboðsmaður og hlaðvarpari, Kristín Sveinsdóttir kennari og söngkona, Margrét Hugrún Gústavsdóttir Björnsson verkefnastjóri við HÍ og Marinó G. Njálsson ráðgjafi og samfélagsgreinir og ræða fréttir vikunnar sem einkennast af hörmungarfréttum, brottvísun, mótmælum og átökum
9/20/20241 hour, 38 minutes, 1 second
Episode Artwork

Rauða borðið 19. sept - Kvenfrumkvöðlar, orkuokur, foreldrar og börn, félagslegir töfrar og lífsleikni

Fimmtudagurinn 19. september Kvenfrumkvöðlar, orkuokur, foreldrar og börn, félagslegir töfrar og lífsleikni Verðlaunakvenfrumkvöðlar setjast með Oddnýju Eir Ævarsdóttur og ræða sín afrek og stöðu kvenna: Heiðdís Einarsdóttir, Elinóra Inga Sigurðardóttir, Hraundís Guðmundsdóttir og Björg Árnadóttir. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna ræðir um hækkun á orkuverði, rukkanir fyrir bílastæði, vöruskerðingu og önnur neytendamál. Ársæll Arnarsson prófessor í sálfræði ræðir uppeldi og samskipti foreldra við börn og Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði um hvað beri að gera til að endurvefa félagslegt net samfélagsins. Í lokin ræðir Róbert Jack heimspekingur um vanda skólakerfisins, um sjálfsstjórn, lífsleikni og tjáningu tilfinninga.
9/19/20243 hours, 18 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 18. sept - Niðurskurðarstefna, borgarlína, borgaraleg óhlýðni og Ólympíuleikar

Miðvikudagurinn 18. september  Niðurskurðarstefna, borgarlína, borgaraleg óhlýðni og Ólympíuleikar Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar segir okkur frá bók Clöru Mattei hagfræðiprófessor um Auðvaldsskipulagið og svelti- eða niðurskurðarstefnu. Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalisti og Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati deila um borgarlínu. Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International og Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki á Menntavísindasviði Háskóla Íslands ræða um gildi mótmæla og borgaralegrar óhlýðni. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson sagnfræðinemi og íþróttafréttamaður segir okkur frá för íslenskra keppenda og fylgdarliðs á Ólympíuleikana í London 1948.
9/18/20243 hours, 14 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 17. sept - Pólitískur skjálfti, mótmæli, breytt veðurkerfi og hávaði

Þriðjudagurinn 17. september Pólitískur skjálfti, mótmæli, breytt veðurkerfi og hávaði Við Rauða borðið í kvöld ræðir Sigurjón Magnús Egilsson við þingmann og blaðamann um stöðu ríkisstjórnarinnar í kjölfar gríðarlegrar ólgu vegna fyrirhugaðrar brottvísunar fatlaða drengsins Yazan. Þeir Björn Leví Gunnarsson pírati og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður verða gestir Sigurjóns. Gunnar Smári Egilsson ræðir við fjölda mótmælenda sem hafa staðið vaktina í andófi gegn brottvísun Yazan. Þau Anna Lára Steindal, Daníel Þór Bjarnason, Kristbjörg Arna Elínardóttir Þorvaldsdóttir, María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp og Pétur Eggerz Pétursson ræða baráttu fyrir mannréttindum og samkennd. Hvert veðurmetið á fætur öðru hefur verið slegið undanfarið. Áleitin spurning er hve mikil áhrif loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa á veðrið og aðra þætti mannlegrar tilveru. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kemur og ræðir stóru spurningarnar við Björn Þorláks. Rauða borðinu lýkur svo með spjalli við Daða Rafnsson, meðlim samtaka sem berjast gegn óþörfum hávaða við Reykjavíkurflugvöll. Auðmannadekur ber á góma.
9/17/20242 hours, 59 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið: Samfylking, áfengi, djöfulsins karlar og eitrið í samfélaginu

Mánudagurinn 16. september Samfylking, áfengi, djöfulsins karlar og eitrið í samfélaginu Logi Már Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar ræðir pólitískan samtíma og sögu flokksins frá því að Vinstri stjórnin var við völd eftir hrun. Árni Guðmundsson félagsfræðingur kærði sjálfan sig fyrir ólögleg áfengiskaup til að láta reyna á lög og reglur samfélagsins. Hann lýsir áhyggjum af bresti í forvörnum ungmenna og hans skilaboð til Hagkaupa eru: Hættið að selja áfengi! Þórdís Gísladóttir þýðandi segir okkur frá bókinni Þessi djöfulsins karlar eftir Andrev Walden, sem er uppvaxtarsaga en fjallar líka um konu sem vill bjarga körlum sem reynast bölvaðir drullusokkar þegar á reynir. Séra Örn Bárður Jónsson jarðsöng Bryndísi Klöru, sautján ára stúlku sem lést eftir árás. Hann segir að Íslendingar þurfi að ræða eitrið í samfélaginu.
9/16/20242 hours, 46 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Synir Egils 15. sept - Vaxtaokur, fjárlög og fallvölt ríkisstjórn

Sunnudagur 15. sept Synir Egils: Fjárlög, vaxtaokur og fallvölt ríkisstjórn Gestir verða Bogi Ágústsson, Ingibjörhg Sólrún Gísladóttir, Jakob Frímann Magnússon og Ólafur Þ. Harðarson. Vettvangur dagsins, Bogi, Ingibjörg og Jakob. Pólitík dagsins, vaxtaokur bankanna, aðför að heimilum, fjárlög. Seinni hluti Ólafur. Staða ríkisstjórnarinnar, lifir hun eða deyr. Heldur Samfylkingin fylginu eða hrapar hún? Hvað með flokkanna sjálfa? T.d. Sósíalistaflokkinn?
9/15/20242 hours, 9 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Helgi-spjall: María Bender

Laugrdagur 14. september Helgi-spjall: María Bender María Haraldsdóttir Bender er gestur Björns Þorlákssonar sem sér um Helgispjallið þessa vikuna. María átti veigamikinn þátt í að koma upp um barnaníðing á sínum tíma og ræðir mikilvægi þess að við stöndum sem sjálfum okkur.
9/14/20241 hour, 47 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 37

Föstudagur 13. september Vikuskammtur: Vika 37 Björn Þorláks stýrir þættinum og hittist þannig á að allir gestir hans fjórir eru konur. Gagga Jónsdóttir kvikmyndagerðarkona, Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri Bændablaðsins, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og Valgerður Rúnarsdóttir læknir á SÁÁ ræða helstu fréttamál þar sem stjórnmál, ofbeldi og áfengi kemur við sögu. Einnig verður létt og skemmtileg umræða eins og vera ber í vikulokin.
9/13/20241 hour, 17 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 12. sept - Stefnuræða, tónlistarskólar, Gaza, sálarástand og geirfuglinn

Fimmtudagurinn 12. september Stefnuræða, tónlistarskólar, Gaza, sálarástand og geirfuglinn Blaðamennirnir Sigurjón Magnús Egilsson og Björn Þorláksson fara yfir stefnuræðu Bjarna Benediktssonar og umræður um hana í þinginu. Við fáum síðan kennara til að meta kosti og galla tónlistarskólans í yfirferð okkar um skólakerfið: Jóhann Ingi Benediktsson kennari í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og Júlíana Rún Indriðadóttir skólastjóri sama skóla, Hjörleifur Örn Jónsson skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri og Sigrún Grendal formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum greina stöðuna. Magga Stína segir fréttir af þjóðarmorðinu á Gaza sem stjórnvöld á Vesturlöndum styðja í orði, á borði eða með aðgerðarleysi. Gísli Pálsson mannfræðingur segir okkur frá geirfuglinum og Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur ræðir um sálarástand landans.
9/12/20243 hours, 54 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 11. sept - Grunnskólinn, kappræður, ferðaþjónusta, ofbeldi systkina og Ísland anno 1703

Miðvikudagurinn 11. september Grunnskólinn, kappræður, ferðaþjónusta, ofbeldi systkina og Ísland anno 1703 Við höfum fjallað um skólakerfið í vikunni og nú er komið að grunnskólanum. Mjöll Matthíasdóttir formaður Félags grunnskólakennara, Gróa Axelsdóttir skólastjóri Stapaskóla Reykjanesbæ, Kristín Björnsdóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur og Þorsteinn Sæberg formaður Skólastjórafélags Íslands greina hvað er gott og hvað má betur fara í grunnskólum. Guðmundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði ræðir frammistöðu frambjóðendanna sem bítast um stól Bandaríkjaforseta í nótt. Guðmundur Björnsson aðjúnkt í ferðamálafræði við HÍ greinir hættur ferðaþjónustunnar og Þórdís Bjarnleifsdóttir félagsráðgjafi segir okkur frá systkinaofbeldi. Í lokin draga Guðmundur Jónsson prófessor og Óskar Guðlaugsson doktorsnemi í sagnfræði upp mynd af íslensku samfélagi í byrjun átjándu aldar.
9/11/20244 hours, 34 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 10. sept - Framhaldsskólinn, orkuskortur og orkuþjófnaður, Ítalía og ferðaiðnaður

Þriðjudagurinn 10. september Framhaldsskólinn, orkuskortur og orkuþjófnaður, Ítalía og ferðaiðnaður Við förum yfir mótmæli dagsins og ræðum svo stöðu framhaldsskólanna. Sandra Hlín Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi við Borgarholtsskóla og varamaður í stjórn Félags framhaldsskóla, Anton Már Gylfason, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum og áfangastjóri við Borgarholtsskóla, Guðjón Hreinn Hauksson, formaður FF og áður kennari við Menntaskólann á Akureyri og Ingibjörg Karlsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu FF og áður kennari við Menntaskólann í Kópavogi koma að Rauða borðinu og greina hvað er vel gert og hvað illa í framhaldsskólum. Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða og Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands ræða orkumál við Oddnýju Eir Ævarsdóttur, sem síðan ber sjónarmið þeirra undir Sigurð Hannesson framkvæmdastjóra Samtaka Iðnaðarins. Roberto Luigi Pagani aðjúnkt við HÍ segir okkur frá stjórnmálum á Ítalíu og reyndar líka af íslenskukennslu fyrir útlendinga. Og í lokin kemur Edward H. Huijbens, prófessor í menningar-landfræði við Wageningen háskóla, og ræðir ferðaiðnaðinn.
9/10/20244 hours, 31 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 9. sept - Bankasala, leikskólar, mótmæli og ofbeldi

Mánudagurinn 9. september Bankasala, leikskólar, mótmæli og ofbeldi Þingið hefur göngu sína í kvöld. Björn Leví Gunnarson þingmaður Pírata og Brynjar Níelsson, varaþingmaður  Sjálfstæðisflokks, ræða við Björn Þorláks um foringjakrísu sjálfstæðismanna og sölu Íslandsbanka. Við ræðum skólamál í vikunni, hvert skólastig fyrir sig. Sveinlaug Sigurðardóttir, varaformaður Félags leikskólakennara, Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, Jónína Hauksdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands og Sigurður Sigurjónsson formaður Félags stjórnenda leikskóla ræða hvað er gott og hvað vont í leikskólunum okkar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR ræðir mótmæli morgundagsins og Þráinn Bj. Farestveit framkvæmdastjóri Verndar ræðir ofbeldi ungmenna, nú og fyrr á tíð.
9/9/20243 hours, 6 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Sunnudagurinn 8 . september:  Synir Egils: Ofbeldi, innflytjendur, pólitík, verkó og mótmæli

Sunnudagurinn 8 . september:  Synir Egils: Ofbeldi, innflytjendur, pólitík, verkó og mótmæli Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og fyrrum þingmaður, Ragnheiður Ríkharðsdóttir fyrrum þingkona og bæjarstjóri og Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður Samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun og ræða fréttir vikunnar og stöðuna í pólitíkinni. Þeir bræður greina stöðuna og síðan koma þau Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB og Ragnar Þór Jónsson formaður VR og segja hvers vegna stærstu heildarsamtök launafólks sameinast í mótmælum við þingsetningu. Vettvangur dagsins: Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og fyrrum þingmaður Ragnheiður Ríkharðsdóttir fyrrum þingkona og bæjarstjóri  Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður Samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun Bræður spjalla Mótmæli Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB Ragnar Þór Jónsson formaður VR
9/8/20242 hours, 1 minute, 28 seconds
Episode Artwork

Laugardagurinn 7. september Helgi-spjall: Þórunn Valdimars

Laugardagurinn 7. september Helgi-spjall: Þórunn Valdimars Þórunn Valdimarsdóttir rithöfundur, sagnfræðingur og skáld segir frá lífi sínu, séð frá sjötugs afmælinu; æskunni og ástinni, áföllunum og seiglunni.
9/7/20242 hours, 13 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur föstudaginn 06. september: Breki Karlsson, Karen Kjartansdóttir, Ólafur Arnarson og Sara Stef Hildar

Vikuskammtur föstudaginn 06. september Samfélagið, pólitíkin og misskipting peninganna verður á boðstólnum á Samstöðinni klukkan 16 í dag þegar þátturinn Vikuskammtur fer í loftið í beinni útsendingu. Þátturinn hverfist um fréttir vikunnar og tíðaranda líðandi stundar. Gestir að þessu sinni verða Breki Karlsson, Neytendasamtökunum, Karen Kjartansdóttir almannatengill, Ólafur Arnarson blaðamaður og Sara Stef Hildar lausakona og launþegi. Björn Þorláks hefur umsjón með þættinum.
9/6/20241 hour, 26 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 5. sept - Úkraína, Gaza, blaðamenn og skólakerfið

Fimmtudagur 5. september Rauða borðið - Úkraína, Gaza, blaðamenn og skólakerfið Fastagestur Rauða borðsins, Hilmar Þór Hilmarsson prófessor, fer yfir stöðuna í stríðinu í Evrópu. Magga Stína fer yfir astöðuna á Gaza og blaðamennirnir Björn Þórláksson María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp fara yfir átakafund í Blaðamannafélaginu. Í lokin fer Björgvin G. Sigurðsson kennari og fyrrum þingmaður yfir stöðuna í skólakerfinu.
9/5/20243 hours, 32 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 4. sept - Pólitíkin, Viðreisn, útsölur, ungdómurinn, eldgos og kommar

Miðvikudagurinn 4. september Pólitíkin, Viðreisn, útsölur, ungdómurinn, eldgos og kommar Sigurjón Magnús Egilsson ræðir pólitíkina við Gunnar Smára bróður sinni og ræðir síðan við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar sem áður var varaformaður Sjálfstæðisflokksins, um þessa tvo flokka. Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambandsins, fjallar um samkeppni milli matvöruverslana og falskar útsölur. Listakonurnar Sara Óskarsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir hafa blandað sér í umræðu um hnífaburð ungmenna og Björn Þorláks ræðir við þær. Einnig við Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing sem segir yfirstandandi eldgos geta orðið hættulegt þótt það ógni ekki Grindavík. Í lokin segir Skafti Ingimarsson okkur frá sögu hreyfingar kommúnista og sósíalista á Íslandi.
9/4/20244 hours, 27 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 3. sept - Hnífaburður, Bandaríkin, Færeyjar, Sjálfstæðisflokkur og vinstrið

Þriðjudagurinn 3. september Hnífaburður, Bandaríkin, Færeyjar, Sjálfstæðisflokkur og vinstrið Sólveig Guðrún Hannesdóttir rektor MR ræðir hnífaburð ungmenna, Guðmundur Hálfdánarson prófessor ræðir forsetakosningar í Bandaríkjunum og Carl-Jóhan Jensen rithöfundur segir fréttir frá Færeyjum. Vilhjálmur Bjarnason fyrrum þingmaður og Jón Kristinn Snæhólm stjórnmálafræðingur ræða um stöðu Sjálfstæðisflokksins og Einar Már Jónsson prófessor við Sorbonne segir sögu vinstrisins frá stríðslokum að okkar tímum.
9/3/20244 hours, 31 minutes
Episode Artwork

Rauða borðið 2. sept - Hnignun meginstraumsmiðla, Gaza, hrun Valhallar og ofbeldi

Mánudagurinn 2. september Hnignun meginstraumsmiðla, Gaza, hrun Valhallar og ofbeldi Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir okkur frá því hvernig fréttir meginstraumsmiðla á Vesturlöndum af stríði og þjóðarmorði hafa misst alla gagnrýni og aðhald á stjórnarstefnuna. Magga Stína segir okkur fréttir frá Gaza og Palestínu, þar sem stefnu ríkisstjórnar Netanjahú var mótmælt í dag. Við fáum Vilhjálm Egilsson, fyrrum þingmann, til að meta veika staða Sjálfstæðisflokksins og hverjar eru orsakir hennar. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur ræðir stöðuna sem upp er komin í samfélaginu eftir að barn drap barn með hnífi.
9/2/20244 hours, 24 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Synir Egils 1. sept - Pólitískt umrót, efnahagslægð, lífskjarakrísa og kjaradeilur

Sunnudagurinn 1. september Synir Egils: Pólitískt umrót, efnahagslægð, lífskjarakrísa og kjaradeilur Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Helga Vala Helgadóttir lögmaður, Helgi Seljan rannsóknarritstjóri Heimildarinnar og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og ræða fréttir vikunnar, umrót í stjórnmálum, efnahagslægð og lífskajarakrísu. Að því loknu ræða þeir bræður stöðuna í pólitíkinni og síðan koma þær Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM, Svana Helen Björnsdóttir, formaður Félags verkfræðinga og Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins og ræða stöðu kjaramála stétta með lausa samninga.
9/1/20242 hours, 13 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Helgi-spjall: Þóra Bergný

Laugardagurinn 31. ágúst Helgi-spjall: Þóra Bergný Ævintýrakonan, farfuglinn og Seyðfirðingurinn Þóra Bergný Guðmundsdóttir segir frá uppruna sínum, æsku og æviskeiði í Helgi-spjalli við Rauða borðið.
8/31/20241 hour, 58 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 25

Föstudagur 30. ágúst Vikuskammtur: Vika 25 Í Vikuskammt í dag mæta þau Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi, Haukur Már Helgason, rithöfundur, Rebekka Atla Ragnarsdóttir, listfræðingur og Þorgeir Sigurðsson rafmagnsverkfræðingur og málfræðingur. Þátturinn er að þessu sinni í umsjón Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur.
8/30/20241 hour, 27 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 29. ágúst - Umpólun hægrisins, Gaza, einmanaleiki, karlmennska og gleymd bók

Fimmtudagurinn 29. ágúst Umpólun hægrisins, Gaza, einmanaleiki, karlmennska og gleymd bók Eiríkur Bergmann prófessor ræðir um þau sögulegu tíðindi sem urðu í vikunni, þegar Miðflokkurinn mældist stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í könnun Maskínu. Magga Stína segir fréttir frá Gaza og séra Bjarni Karlsson, prestur og guðfræðingur hjá sálgæslu- og sálfræðistofunni Haf, ræðir um einmanaleika. Rúnar Helgi Vignisson prófessor í ritlist skrifar um vanda karla á tímum upprisu kvenna í bókinni Þú ringlaði karlmaður. Hann ræðir efni hennar við Björn Þorláksson. Lena Rohrbach prófessor í norrænum fræðum í Basel og Zurich, Aðalheiður Guðmundsdóttir prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda og Jón Karl Helgason prófessor í íslensku og menningardeild Háskólans ræða um Eirík Laxdal og velta fyrir sér hvort þær séu fyrstu íslensku skáldsögurnar.
8/29/20243 hours, 33 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 28. ágúst - Pólitík, lágtekjukonur, hjónaband, Frakkland og nýfrjálshyggja

Miðvikudagurinn 28. ágúst: Pólitík, lágtekjukonur, hjónaband, Frakkland og nýfrjálshyggja Sigurjón Magnús Egilsson kemur að Rauða borðinu og fer yfir pólitíkina með Gunnari Smára, bróður sínum. Á eftir ræðir Sigurjón við heldri menn um stöðuna: Hrafn Magnússon og Þröstur Ólafsson. Björn Þorláks ræðir við Kristínu Hebu Gísladóttur forstöðukonu Vörðu, rannsóknaseturs vinnumarkaðarins um stöðu lágtekjukvenna á tímum ver-bólgu og okurvaxta. Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttir prófessor segir okkur frá gagnrýni kvenna á hjónabandið fyrir 200-300 árum og í lokin ræðir Oddný Eir Ævarsdóttir við Einar Má Jónsson prófessor í Sorbonne um frönsk stjórnmál og nýfrjálshyggju.
8/28/20243 hours, 14 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Lífskjör, íshellar, listamannalaun, kynusli og gyðingar

Þriðjudagurinn 27. ágúst Lífskjör, íshellar, listamannalaun, kynusli og gyðingar Stefán Ólafsson prófessor og sérfræðingur á skrifstofu Eflingar fer yfir stöðu efnahagsmála og hvernig merkja má forsendur kjarasamninga séu að leysast upp. Ólafur Ingólfsson prófessor í jarðfræði fer yfir hættuna af því að senda ferðamenn inn í íshella um mitt sumar. Margrét Tryggvadóttir formaður Rithöfundasambandsins ræðir efnahagslegan raunveruleika listamannalauna. Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur segir okkur frá Guðrúnu Sveinbjarnardóttur, sem var kona en gat samt barn. Og Jón Bjarni Atlason segir okkur frá flökkulífi gyðinga í Evrópu fyrir hundrað árum.
8/27/20243 hours, 9 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 26. ágúst - Skriður, skólastefna, stjórnmál í USA, fíkniefnadjöfullinn og Gaza

Mánudagur 26. ágúst Skriður, skólastefna, stjórnmál í USA, fíkniefnadjöfullinn og Gaza Þarf að endurskoða búsetu, mannvirkjagerð og umferð hér á landi vegna aukinnar úrkomu og hnattrænnar hlýnunar? Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur svarar því og ræðir sérstaklega slysið óhuggulega þar sem erlendir ferðamenn týndu lífinu undir ís. Magnús Helgason sagnfræðingur fer yfir stöðuna í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Við höldum umræðu um skólamál áfram með Kristjáni Kristjánssyni, prófessor í Birmingham. Íslensk börn skortir samhygð og forvitni. Hvernig bætum við úr? Ívar Örn Katrínarson skrifaði endurminningar sínar og nefndi þær: Ég ætla að djamma þar til ég drepst. Hann kemur og rekur ferð sína til helvítis dópheimsins og leiðina til baka. Og í lokin fer Magga Stína yfir fréttir frá Gaza og ræðir auk þess níðingsverk gegn föfluðu barni sem augljóslega er brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
8/26/20243 hours, 26 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Synir Egils 25. ágúst - Hægrið, pólitíkin, skólamál og Framsókn

Sunnudagurinn 25 . ágúst: Synir Egils: Hægrið, pólitíkin, skólamál og Framsókn Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Sigríður Á. Andersen lögfræðingur og fyrrverandi þingmaður og ráðherra, Tómas Ellert Tómasson byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg og Þórður Gunnarsson hagfræðingur og ræða pólitísk landslag á Íslandi og víðar og ekki síst þær umbreytingar sem hægrið gengur í gegnum. Þá mun Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra svara spurningum Gunnars Smára og Björn Þorlákssonar og í lokin fara þeir bræður yfir stöðu mála.
8/25/20242 hours, 18 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Helgi-spjall: Þorleifur Örn

Laugardagurinn 24. ágúst Helgi-spjall: Þorleifur Örn Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri segir okkur frá galdri óperunnar og lífsins, átökum og sigrum, glímu og efasemdum í Helgi-spjalli við Rauða borðið.
8/24/20242 hours, 34 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Föstudagur 23. ágúst Vikuskammtur - Ragnar Þór Ingólfsson, Heiðar Ingi Svansson og Magnea Marínósdóttir

Föstudagur 23. ágúst 2024 Vikuskammtur - Vika 34 Mjög góðir gestir mæta í Vikuskammt í dag. Ragnar Þór Ingólfsson verkalýðsleiðstogi, Heiðar Ingi Svansson bókabéus og Magnea Marínósdóttir stjórnmálafræðingur fara yfir fréttir vikunnar. Meðal umræðuefna verða drykkjuskapur, náttúruhamfarir og meint sjálfspíningarhvöt Íslendinga í efnahagsmálum! Björn Þorláks hefur umsjá með þættinum.
8/23/20241 hour, 39 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 22. ágúst - Prís, skólinn, Palestína og dánaraðstoð

Fimmtudagurinn 22. ágúst Prís, skólinn, Palestína og dánaraðstoð Benjamín Júlían verkefnastjóri verðlagseftirlit Alþýðusambandsins og Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna greina innrás Prís inn á dagvörumarkaðinn. Magga Stína segir okkur fréttir frá Gaza og Ragnar Þór Pétursson kennari bregst við viðtali okkar frá í gær við Þórdísi Jónu Sigurðardóttur forstjóra Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, þar sem hún tók undir gagnrýni Viðskiptaráðs á skólakerfið. Í lokin spilum við tvö viðtöl: Fida Abu Libdeh, orkuumhverfistæknifræðingur og frumkvöðull er íslenskur Palestínumaður, ræðir við okkur um ástandið á Gaza og afstöðu íslenskra stjórnvalda. Og Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins ræðir um dánaraðstoð, sem hún er alfarið á móti.
8/22/20242 hours, 52 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 21. ágúst - Skólinn, Vg, hinsegin bækur, ME-sjúkdómur, Frosti & Smári

Miðvikudagurinn 21. ágúst: Skólinn, Vg, hinsegin bækur, ME-sjúkdómur, Frosti & Smári Þórdís Sigurðardóttir sem veitir Miðstöð menntunar og skólaþjónustu forstöðu tekur undir margt af þeirri alvarlegu gagnrýni sem komið hefur fram á grunnskólakerfið. Sigurjón Magnús Egilsson ræðir við Orra Pál Jóhannsson þingflokksformann um Vg. Rithöfundarnir Kristín Ómarsdóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir segja frá Queer bókmenntahátíð og Helga Edwardsdóttir varaformaður ME félagsins segir frá þessum sjúkdómi og ráðum við honum. Í lokin spilum við viðtal Frosta Logasonar við Gunnar Smára Egilsson um efnahagsmál og kynusla.
8/21/20243 hours, 4 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 20. ágúst - Borgin, áfengi, kyn, kona í buxum og víkingar

Þriðjudagurinn 20. ágúst Borgin, áfengi, kyn, kona í buxum og víkingar Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi ræðir samband stjórnmála og áfengis en mörgum finnst þörf á bragarbót. Alex Diljar Birkisbur Hellsing, Veiga Grétarsdóttir Sulebust, Kitty Anderson og Una Theodór Braga ræða hvað er kyn fyrir einstaklingum og samfélagi. Auður Styrkársdóttir segir okkur frá Þuríði formanni, sem var kona í karlmannsbúningi. Og Guðrún Dröfn Whitehead lektor í safnafræði við Háskóla Íslands hefur skrifað bók þar sem hún leitar svara við því.
8/20/20242 hours, 42 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 19. ágúst - Áfengi og pólitík, Gaza, stjórnsýslan og þátttaka í lýðræðinu

Mánudagurinn 19. ágúst Áfengi og pólitík, Gaza, stjórnsýslan og þátttaka í lýðræðinu Jódís Skúladóttir þingmaður VG varpar sprengju í umræðuna og upplýsir að hún hafi gert athugasemd innan forsætisnefndar Alþingis vegna drykkju þingmanna við þinglok í vor. Magga Stína segir fréttir af Gaza og Þorvaldur Ingi Jónsson, þrautreyndur ríkisstarfsmaður segir mikla sóun eiga sér stað í stjórnsýslunni og að spara mætti stórfé með betri vinnubrögðum. Ole Anton Bieltvedt kaupsýslumaður og dýraverndarsinni skrifar oft greinar um samfélagsmál. Hann kemur til okkar og segir hvers vegna.
8/19/20243 hours, 37 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Synir Egils: Óvinsæl ríkisstjórn veikra flokka, verðbólga og okurvextir

Sunnudagurinn 18. ágúst: Synir Egils: Óvinsæl ríkisstjórn veikra flokka, verðbólga og okurvextir Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Drífa Snædal, talskona Stígamóta, Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og Þórður Snær Júlíusson, fyrrum ritstjóri Heimildarinnar og ræða veika stöðu stjórnarflokkanna og forystukreppu innan þeirra, helstu verkefni stjórnmálanna í vetur, harðnandi tón í kjaramálum lækna, kennara og annarra menntaðra stétta, viðvarandi verðbólgu og háa vexti. Á eftir taka þeir bræður stöðuna á pólitíkinni.
8/18/20241 hour, 39 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Helgi-spjall: Erpur

Laugardagurinn 17. ágúst Helgi-spjall: Erpur Erpur Eyvindarson kemur í helgi-spjall við Rauða borðið og segir okkar frá því hvernig hann varð sá sem hann er; frá ætt sinni og uppruna, fjölskyldu og vinum, kynslóð og Kópavogi og þeim þráðum sem mynda þann sem hann er í dag.
8/17/20242 hours, 43 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 33

Föstudagurinn 16. ágúst Vikuskammtur: Vika 33 Í Vikuskammt við Rauða borðið koma í dag þau Almar Blær Sigurjónsson leikari, Esther Bíbí Ásgeirsdóttir bassaleikari og safnvörður, Þorbjörn Rúnarsson tenór og kennari og Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af því að sumarleyfin eru að klárast og daglegt líf að finna venjubundnari takt og átökin um grundvallarmál samfélagsins að brjótast fram.
8/16/20241 hour, 19 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið: Ungt fólk, Gaza, vanlíðan, vindmyllur og fyndni

Rauða borðið: Ungt fólk, Gaza, vanlíðan, vindmyllur og fyndni Í Rauða borði kvöldsins ræðir Björn Þorláksson við Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur varaþingmann og Harvard-nema í hagfræði sem útilokar ekki að íslensk efnahagsstjórn kunni að vera sú versta í heimi. Magga Stína segir okkur fréttir frá Gaza og Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar mætir til skrafs við Björn og Steinunni Ólínu um geðheilbrigði ungmenna sem er framhald af umræðu Samstöðvarinnar sem hófst í vikunni um stöðu og líðan ungs fólks í landinu. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri kemur síðan til okkar og ræðir kosti og galla vindorkugarða á Íslandi. Hún er sammála Landvernd um að klára þurfi stefnumótun og að tímaröð framkvæmda þeirra sem fyrirhugaðar eru kunni að vera röng. Að lokum ræðir Gunnar Smári við sagnfræðinginn og rithöfundinn Þórunni Valdimarsdóttur en á dögunum komu út eftir hana ljóðabók og önnur merk bók um það kostulega en rannsóknarverða fyrirbæri, íslenska fyndni.
8/15/20243 hours, 17 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 14. ágúst - Pólitík, húsnæðismál, kaldur blettur, íþróttir og saksóknari

Miðvikudagurinn 14. ágúst: Pólitík, fjárlög, kaldur blettur, íþróttir og saksóknari Synir Egils, Sigurjón og Gunnar Smári Egilssynir, spjalla um pólitíkina. Síðan ræðir Sigurjón við tvo fulltrúa í fjárlaganefnd, Ásthildur Lóa Þórsdóttir í Flokki fólksins og Ágúst Bjarni Garðarsson frá Framsókn ræða komandi fjárlög. Halldór Björnsson, veðurfræðingur á Veðurstofunni, kemur og ræðir vendipunkta í veðri, umhverfi og afkomu og Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði svarar því hvers vegna Íslendingar vinna svona fáar medalíur á ólympíuleikunum. í lokin sláum við á þráðinn til Hauks Arnþórssonar stjórnsýslufræðings sem segir að pólitíkin kunni að blandast inn í mál Helga Magnússonar varasaksóknara.
8/14/20243 hours, 27 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Þriðjudagurinn 13. ágúst Vindmyllur, málfrelsi, rafbækur og risamálheildin

Þriðjudagurinn 13. ágúst Vindmyllur, málfrelsi, rafbækur og risamálheildin Björg Eva Erlendsdóttir hjá Landvernd kemur og ræðir fyrsta vindorkuverið á Íslandi. Svala Magnea Ásdísardóttir formaður Málfrelsis ræðir þöggun og stýringu umræðunnar. Barbara Helga Guðnadóttir borgarbókavörður ræðir um skort á rafbókum í rafbókasafninu. Hermann Stefánsson rithöfundur fjallar um risamálheildina. og hættunni sem að henni steðjar.
8/13/20243 hours, 29 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Ungt fólk, Gaza, einmanaleiki, og Ríkisútvarpið.

Mánudagur, 12. ágúst Ungt fólk, Gaza, einmanaleiki, og Ríkisútvarpið. Ungir hafa orðið, kalla Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Björn Þorláks, umræðu með Sóleyju Lóa Smáradóttir, 17 ára, Karli Héðini Kristjánssyni og Gunnari Ásgrímssyni, 24 ára. Þau ræða hlutskipti ungra Íslendinga á tímum óvissu og hraðra breytinga. Þá kemur Magga Stína og segir okkur fréttir af Gaza. Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir hjúkrunarfræðingur og fræðikona segir okkur frá því hvernig einmanaleikinn getur drepið fólk og svipt okkur lífsgæðum. Og hvernig við getum varist honum. Í lokin kemur Guðni Tómasson menningarritstjóri Ríkisútvarpsins og ræðir stöðu stofnunarinnar.
8/12/20243 hours, 59 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 32

Föstudagur, 9. ágúst Vikuskammtur: Vika 32 Þau Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Björn Þorláks ræða fréttir líðandi stundar með Atla Þór Fanndal og þeim Ólöfu Skaftadóttur og Kristínu Gunnarsdóttur sem stýra heitasta podcasti landsins; Komið Gott. Stálu Vestmannaeyingar þjóðhátíðinni? Nýr forseti, sálgreining á Elon Musk, versta sumarveður síðan 1984, afhverju virðist tískusveifla í þá átt að konur snúi aftur til heimilisstarfa? Dægurmenning og hörmungarhyggja. Mun ríkisstjórnin eyða sér sjálf í haust? Þetta og fleira verður til umræðu í Vikuskammtinum á Samstöðinni í dag.
8/9/20241 hour, 27 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Megas, óeirðir í Bretlandi, James Baldwin og heimsmálin

Fimmtudagurinn 8. ágúst Megas, óeirðir í Bretlandi, James Baldwin og heimsmálin Þáttur kvöldsins í er í umsjón Gunnars Smára og Steinunnar Ólínu. Þau fá Spessa ljósmyndara í heimsókn og ræða við hann um heimildarmynd hans um Megas. Björn Þorláks slær á þráðinn til Michael Jóns Clark sem segir honum frá rasisma í Bretlandi, rót óeirðanna þar. Við spyrjum hvers vegna Elon Musk kallaði Kamölu Harris kommúnista. Þorvaldur Kristinsson segir okkur frá James Baldwin, baráttumanni, rithöfundi og homma. Í lokin kemur Hilmar Þór Hilmarsson prófessor og fjallar um ófriðarhorfur í heiminum.
8/8/20243 hours, 23 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Gos, Gaza, hrun, herleysi og ást

Miðvikudagurinn 7. ágúst: Gos, Gaza, hrun, herleysi og ást Rauða borðið snýr aftur í kvöld, eftir stutt sumarfrí. Umsjónarmenn auk Gunnars Smára Egilssonar þau Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Þorláks og Oddný Eir Ævarsdóttir. Grindvíkingarnir Jóhanna Lilja Birgisdóttir sálfræðingur og Magnús Gunnarsson trillukarl segja frá bið heimafólks eftir næstu eldsumbrotum. Magga Stína segir fréttir frá Palestínu og Ásgeir Brynjar Torfason segir okkur frá áhrifum hruns á hlutabréfamörkuðum. Í lokin ræðum við um þrjár bíómyndir um ástina.
8/7/20244 hours, 7 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 22. júlí - Heimsendir og nýr heimur, börn og leikur

Mánudagurinn 22. júlí Heimsendir og nýr heimur, börn og leikur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir situr við Rauða borðið með Gunnar Smára Egilssyni og tekur á móti gestum: Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp blaðamaður koma og ræða um hvernig heimurinn leysist upp áður en nýr fæðist. Atli Harðarson prófessor segir okkur svo frá gildi leiksins, sem við erum kannski að taka frá börnunum.
7/22/20243 hours, 16 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 29

Föstudagurinn 19. júlí Vikuskammtur: Vika 29 Í Vikuskammt við Rauða borðið koma í dag þau Jóhann Dagur Þorleifsson aka Jói Dagur rappari, Unnur Mjöll S. Leifsdóttir fjöllistakona, Birgir Þórarinsson aka Biggi veira tónlistarmaður og Anna Þóra Björnsdóttir kaupmaður og uppiistandari og ræða fréttir vikunnar við Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur.
7/19/20241 hour, 13 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Endalok tímans, söngur frá Spáni og blessað Ríkisútvarpið

Miðvikudagurinn 17. júlí:  Endalok tímans, söngur frá Spáni og blessað Ríkisútvarpið Guðmundur Brynjólfsson djákni, Árni Pétur Guðjónsson leikari, Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona og Sara Stef. Hildar femínisti eru gestir Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur í léttu sumarspjalli um heimsendi. Þá koma feðginin Jón Sigurður Eyjólfsson og Alma Eyjólfsson Durand koma frá Spáni og syngja fyrir okkur. Í lokin ræðir Gunnar Smári Egilsson um Ríkisútvarpið. Fanney Birna Jónsdóttir dagskrárstjóri er gestur hans.
7/17/20243 hours, 16 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Baðlón, carbfix, morðtilræði og staða bænda

Mánudagurinn 15. júlí Baðlón, carbfix, morðtilræði og staða bænda Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur, Pétur Jónasson gítarleikari og Sara Riel myndlistarkona koma í heimsókn til Gunnars Smára og Oddnýjar Eirar og ræða túrisma, loftlagsmál, morðtilræði og hvert hægt sé að bjarga heiminum í léttu spjalli dagsins um endalok tímans. Ágústa Ágústsdóttir ferðabóndi á Meiðavöllum við Ásbyrgi ræðir síðan stöðu bænda og landsbyggðarinnar og hvernig kerfin vinna gegn fólkinu.
7/15/20243 hours, 42 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Guðmundur Arngrímsson, Erna Bjarnadóttir, Guðný Bjarnadóttir og Ingólfur Gíslason

Föstudagurinn 12. júlí Vikuskammtur: Vika 28 Í Vikuskammt við Rauða borðið koma í dag þau Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna, Erna Bjarnadóttir varaþingmaður Miðflokksins, Guðný S. Bjarnadóttir stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola og Ingólfur Gíslason aðjúnkt við menntavísindasvið og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af gömlum mönnum, óttanum við Kínamanninn, óánægju Evrópu með Ísland og aukinni fákeppni og einokun.
7/12/20241 hour, 49 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið: Létt spjall um heimsenda og íbúakosning um Carbfix

Miðvikudagurinn 10. júlí:  Létt spjall um heimsenda og íbúakosning um Carbfix Það koma gestir að Rauða borðinu, Kristinn Sigmundsson söngvari, Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og Heiða Eiríksdóttir heimspekingur og eiga létt spjall um endalok heimsins við þau Gunnar Smára Egilsson og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, sem er gestastjórnandi þáttarins í kvöld. Þau fá líka Hafnfirðinga í heimsókn til að ræða Carbfix og mögulega íbúakosningu um það verkefni: Davíð Arnar Stefánsson sérfræðingur á sviði sjálfbærrar landnýtingar hjá Land og skógi og oddviti Vg, Jón Ingi Hákonarson ráðgjafi í starfsendurhæfingu bæjarfulltrúi Viðreisnar og Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisgyðja hjá Orkuveitunni, sem hefur fylgst með þessu verkefni frá upphafi og verið virkur þátttakandi í því.
7/10/20243 hours, 16 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið: Starmer, Gaza, lýðræðið í hættu og túrisminn

Mánudagurinn 8. júlí Starmer, Gaza, lýðræðið í hættu og túrisminn Guðmundur Auðunsson hagfræðingur segir okkur hverju búast má við af ríkisstjórn Starmer og hvaða andstöðu hann mun fá. Bjarni Jónsson þýðandi segir okkur frá dagbók Atef Abu Saif frá Gaza. Við ræðum háskann í pólitíkinni við Gérard Lemarquis og Dominique Plédel Jónsson, sem eru frá Frakklandi, Nichole Leigh Mosty, sem er frá Bandaríkjunum, og Victoria Snærósu Bakshina, sem er frá Rússlandi. Í lokin ræðir Björn Þorláks við Þórarinn Leifsson, sem lýsir ævintýrum leiðsögumanns á Íslandi.
7/8/20243 hours, 45 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Birgir Örn Steinarsson, Birta Karen Tryggvadóttir, Hrönn Sveinsdóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir

Föstudagurinn 5. júlí Vikuskammtur: Vika 27 Í Vikuskammti við Rauða borðið koma í dag þau: Birgir Örn Steinarsson sálfræðingur og tónlistarmaður, Birta Karen Tryggvadóttir hagfræðingur, Hrönn Sveinsdóttir bíóstjóri og Þorbjörg Þorvaldsdóttir verkefnastjóri Samtakanna '78 og bæjarfulltrúi í Garðabæ og ræða við Oddnýju Eir Ævarsdóttur um fréttir vikunnar sem einkenndust af pólitískum skjálfum vestan hafs og austan. Og líka hér heima.
7/5/20241 hour, 28 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Aukaþáttur um mitt sumar um öryggismál

Föstudagurinn 5. júlí Aukaþáttur um mitt sumar um öryggismál Við ræðum við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor um hættusvæði innan Evrópu, möguleika á átökum, ólíka öryggishagsmuni Íslands og Bandaríkjanna, þróun úkraínustríðsins, vaxandi spennu á Norðurslóðum og önnur mál sem varða öryggi Íslands.
7/5/20242 hours, 8 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Sumarþáttur um heimsenda: Haukur Már Helgason, Þuríður Jónsdóttir, Pétur Gunnarsson, Guðmundur Auðunsson, Einar Már Jónsson og Ragnheiður Gyðu Jónsdóttir

Miðvikudagurinn 3. júlí:  Sumarþáttur um heimsenda Oddný Eir Ævarsdóttir er gestastjórnandi að þessu sinni ásamt Gunnar Smára Egilssyni. Þau fá heimsókn: Haukur Már Helgason rithöfundur, Þuríður Jónsdóttir tónskáld og Pétur Gunnarsson rithöfundur koma og ræða heim á heljarþröm, stríð, niðurbrot lýðræðis og hvernig heimsendir kann að líta út. Síðan heyrum við um kosningar: Guðmundur Auðunsson hagfræðingur segir okkur frá kosningum í Bretlandi á morgun og Einar Már Jónsson sagnfræðingur frá kosningum í Frakklandi um helgina. Í lokin ræðir Gunnar Smári við Ragnheiði Gyðu Jónsdóttur um Ríkisútvarpið.
7/3/20243 hours, 56 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Sumarþáttur Rauða borðsins

Mánudagurinn 1. júlí Sumarþáttur Rauða borðsins Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er gestastjórnandi Rauða borðsins í kvöld ásamt Gunnari Smára Egilssyni. Þau spjalla um heima og geima og fá til sín gesti, Marion Herrera heimspeking, þyrluflugmann og hörpuleikara og Einar Þór Jónsson þroskaþjálfara og aktivista. Í lokin ræðir Gunnar Smári við Ævar Kjartansson útvarpsmann um Ríkisútvarpið.
7/1/20243 hours, 38 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Synir Egils: Pólitískar sveiflur vestan hafs og austan og hér líka

Synir Egils: Pólitískar sveiflur vestan hafs og austan og hér líka Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Ögmundur Jónasson fyrrum þingmaður og ráðherra og ræða pólitík og samfélag, aldna forsetaframbjóðendur, lausn Julian Assange, veika stöðu Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og togstreitu í samfélaginu og átök. Þeir bræður munu síðan taka púlsinn á pólitíkinni.
6/30/20242 hours, 1 minute, 52 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Helgi-spjall: Sóley Tómasar

Laugardagurinn 29. júní Helgi-spjall: Sóley Tómasar Sóley Tómasdóttir kemur í helgi-spjall og segir okkur frá óþekktinni og femínismanum sem hún fékk í vöggugjöf, átökum við samherja og íhaldssemi, sigrunum sem konur hafa unnið og ósigrunum sem hún upplifði innan Vg.
6/29/20242 hours, 15 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 26

Föstudagurinn 28. júní Vikuskammtur: Vika 26 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Lóa Hjálmtýsdóttir myndlistakona og söngkona, Þórunn Wolfram doktor í umhverfisfræðum og varaþingmaður Viðreisnar, Svala Magnea Ásdísardóttir blaðakona og formaður Málfrelsis og Kjartan Orri Þórsson, sérfræðingur í málefnum Írans og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af elliglöpum, fylgishruni og kosningaskjálfta innan stjórnmála, frelsun manns úr fangelsi, fótbolta og okri.
6/28/20242 hours, 5 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 27. júní - Vg, húsnæðismarkaðurinn, heimsmálin og Frakkland

Fimmtudagurinn 27. júní Vg, húsnæðismarkaðurinn, heimsmálin og Frakkland Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vg talar um stöðu flokksins, rætur hans og framtíð. Jón Ferdínand Estherarson blaðamaður og Atli Þór Fanndal starfsmaður Pírata ræða um húsnæðismál og einkum leigumarkaðinn. Tjörvi Schiöth fjallar um Bólivíu, Ísrael og Bandaríkin og Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur og Mörður Árnason íslenskufræðingur fjalla um franska pólitík.
6/27/20243 hours, 56 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 26. júní - Vopnvæðing samsæriskenninga, vandi Vg og skóla og pólitísk list

Miðvikudagurinn 26. júní: Vopnvæðing samsæriskenninga, vandi Vg og skóla og pólitísk list Við ræðum við Eirík Bergmann um vopnvæðingu samsæriskenninga, nýja hægrið og könnun Maskínu sem mælir Sjálfstæðisflokkinn með 14,7% fylgi. Lilja Rafney Magnúsdóttir segir okkur hvers vegna grásleppa var kornið sem fyllti mælinn og fékk hana til að ganga úr Vg. Jón Pétur Zimsen aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla segir að lagaskyldu sé ekki sinnt þar sem nemendur í grunnskólum fái ekki þá menntun sem þeim ber samkvæmt lögum. Steinunn Gunnlaugsdóttir er með sýningu í Gluggagallerínu Stétt og kemur að ræða hana við Rauða borðið ásamt Jóni Proppé listfræðingi. Er listin að verða pólitískari?
6/26/20243 hours, 3 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 25. júní - Pólitíkin, Ríkisútvarpið og konur í sögunni

Þriðjudagurinn 25. júní Pólitíkin, Ríkisútvarpið og konur í sögunni Við byrjum á pólitísku uppgjöri. Þórður Pálsson forstöðumaður fjárfestinga hjá Sjóvá og Sjálfstæðisflokksmaður, Sigmundur Erni Rúnarsson blaðamaður, skáld og Samfylkingarmaður, Sunna Valgerðardóttir starfsmaður þingflokks Vg og Tómas Ellert Tómasson byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins ræða pólitíkina, um hvað hún er og hvert hún stefnir. Lára Magnúsdóttir sagnfræðingur ræðir um Ríkisútvarpið og skort á stefnu þar innandyra. Og Guðný Hallgrímsdóttir sagnfræðingur segir okkur frá vinnukonunni Guðrúnu Ketilsdóttur, sem kölluð var Gunna suða, og stórbýlinu Möðruvöllum í Hörgárdal þar sem Ragnheiður Scheving stýrði búi.
6/25/20243 hours, 31 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið: Stríð breiðist út, þinglok og fatlað fólk í sögunni

Mánudagurinn 24. júní Stríð breiðist út, þinglok og fatlað fólk í sögunni Hilmar Þór Hilmarsson prófessor og Tjörvi Schiöth doktorsnemi ræða stríðið í Úkraínu og skuldbindingar Íslands gagnvart því. Eru stjórnvöld að grafa undan öryggi landsins með stefnu sinni? Í síðasta Þingi Rauða borðsins fyrir sumarfrí verður farið yfir umdeild þingmál sem fóru í gegn á lokametrum vorþingsins. Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Inga Sæland og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi fara yfir stöðuna. Sólveig Ólafsdóttir doktor í sagnfræði segir okkur frá ritgerð sinni: Eitt hundrað og eina sögu af jaðri samfélagsins, sem fjallar um fatlað fólk í sögunni.
6/24/20243 hours, 58 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Synir Egils: Þinglok, goslok og endalok sumra flokka

Sunnudagurinn 23 . júní: Synir Egils: Þinglok, goslok og endalok sumra flokka Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Benedikt Erlingsson leikstjóri, Brynjar Níelsson lögmaður og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og ræða stöðu ríkisstjórnar og stjórnmálaflokka í þinglok, afgreid og óafgreidd mál á Alþingi, togstreitu í samfélaginu og átök. Þeir bræður munu síðan taka púlsinn á pólitíkinni.
6/23/20241 hour, 59 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Helgispjall: Guðrún Hallgríms

Laugardagurinn 22. júní Helgi-spjall: Guðrún Hallgríms Gestur okkar í Helgi-spjalli er Guðrún Hallgrímsdóttir verkfræðingur sem segir okkur frá Rauðsokkum, þörungum, Austur-Þýskalandi, sínu fólki , uppvexti og mótun, hugsjónum og harmi.
6/22/20242 hours, 23 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 25

Föstudagurinn 21. júní Vikuskammtur: Vika 25 Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Björgvin Þór Þórhallsson kennari, Jovana Pavlović mannfræðingur, Viktor Pétur Finnsson formaður SUS og Zúzanna Korpak nemi í hagnýtri siðfræði og þjálfari og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af þinglokum, hraunrennsli, þjóðhátíð og pólitískum átökum.
6/21/20241 hour, 47 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Bretland, mannúð, sagnaskemmtun og Gaza

Fimmtudagurinn 20. júní Bretland, mannúð, sagnaskemmtun og Gaza Halla Gunnarsdóttir varaformaður VR og Sveinn Máni Jóhannesson nýdoktor er hjón og áhugafólk um pólitík, ekki síst bresk stjórnmál. Þau ræða við okkur um komandi kosningar. Sigrún Steinarsdóttir sálfræðingur hlaut nýverið fálkaorðuna fyrir framlag til mannúðarmála. Hún berst gegn fátækt sem hún segir vaxandi vanda. Guðrún Ingólfsdóttir bókmenntafræðingur safnaði textum almennings í bók sem hún kallar Bragðaref, syrpu af kræsingum til að hafa sem húslestur. Í lok þáttar kemur Tjörvi Schiöth doktorsnemi í sagnfræði og ræðir ástandið í Palestínu og Ísrael.
6/20/20243 hours, 38 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 19. júní - Stjórnarandstaðan, Argentínuforseti og fæðingarorlof

Miðvikudagurinn 19. júní: Stjórnarandstaðan, Argentínuforseti og fæðingarorlof Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir ræðir ítarlega hlutskipti stjórnarandstöðunnar á tímum óvissu og sundrungar. Hólmfríður Garðarsdóttir prófessor segir okkur frá Javier Milei forseta Argentínu, stefnu hans og andstöðunni við hana. Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skólastjóri leikskólans á Holti ræðir við okkur um fæðingarorlof, umönnunargatið og stöðu barnafjölskyldna.
6/19/20242 hours, 23 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Biðlistar, Úkraína, Frakkland og blessuð sagan

Þriðjudagurinn 18. júní Biðlistar, Úkraína, Frakkland og blessuð sagan Hólmsteinn Bjarni Birgisson húsamálari segir okkur frá reynslu sinni af biðlistum eftir sérfræðilæknum. Tjörvi Schiöth doktorsnemi í sagnfræði segir okkur frá varnarsamningi Íslands og Úkraínu, stöðunni á vígvellinum og friðarsamningum. Torfi H. Tulinius prófessor ræðir um pólitíska upplausn í Frakklandi. Sigurður Gylfi Magnusson prófessor segir okkur frá hinni stórkostlegu ritröð: Sýnishorn íslenskrar alþýðumenningar, þar sem lesa má um persónur sögunnar sem ekki sjást í öðrum sögum.
6/18/20243 hours, 42 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Þorvaldur Þórðarson segir sína sögu en líka sögu Íslands og jarðarinnar

Laugardagurinn 15. júní Helgi-spjall: Þorvaldur Þórðarson Í Helgi-spjall kemur Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur og segir sína sögu en líka sögu Íslands og jarðarinnar í gegnum eldgos og alls kyns hræringar.
6/15/20242 hours, 48 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Bragi Páll Sigurðarson, Elín Agla Briem, Magnea Gná Jóhannsdóttir og Róbert Marshall

Föstudagurinn 14. júní Vikuskammtur: Vika 24 Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur, Elín Agla Briem þjóðmenningarbóndi, Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi og Róbert Marshall fjallamaður og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af pólitískum hrossakaupum, mótmælum og klassískum deilumálum, stríði, leit að vopnahléi og sveiflu til hægri.
6/14/20242 hours, 5 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Efnahagur, leigjendur, sjókvíar og Frakkland

Fimmtudagurinn 13. júní Efnahagur, leigjendur, sjókvíar og Frakkland Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar kemur til okkar og ræðir stöðu efnahagsmála. Drengur Óli Þorsteinsson, verkefnisstjóri hjá HMS, ræðir vanda leigjenda, enda ástandið ekki gott. Magnús Guðmundsson tölvunarfræðingur ræðir um sjókvíaeldi í Seyðisfirði, sem, íbúarnir vilja ekki sjá. Og Einar Már Jónsson sagnfræðiprófessor ræðir um pólitíska stöðu í Frakklandi, sem er viðsjárverð.
6/13/20243 hours, 23 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Drengirnir okkar, banaslys, Samherji og Þýskaland

Þriðjudagurinn 11. júní Drengirnir okkar, banaslys, Samherji og Þýskaland Ragnar Þór Pétursson kennari ræðir við okkur um stöðu drengja í skólakerfinu. Hvað er að? Eru drengirnir gallaðir eða skólinn? Þórhildur Elín Elínardóttir hjá Samgöngustofu kemur og ræðir hrinu dauðaslysa í umferðinni. Hvað er til ráða? Oddur Eysteinn Friðriksson myndlistarnemi kallaði yfir sig reiði Samherja og safnar nú fé til að gera varið sig fyrir stefnu fyrirtækisins í London. Ragnar Hjálmarsson stjórnmálafræðingur kemur til okkar og ræðir þýska pólitík, sem er í alvarlegri kreppu og átökum.
6/11/20243 hours, 12 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Þingið, veik ríkisstjórn, meintur orkuskortur og Evrópusambandið

Mánudagurinn 10. júní Þingið, veik ríkisstjórn, meintur orkuskortur og Evrópusambandið Þingmennirnir Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar og Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður pírata ræða hvort ríkisstjórnin springur á morgun ásamt Maríu Rut Kristinsdóttur sem situr nú á þingi fyrir Viðreisn. Bjarni Bjarnason fyrrum forstjóri Orkuveitunnar rökstyður álit sitt um að það þurfi lítið að virkja, að orkuskortur sé ekki fyrirsjáanlegur. Við ræðum svo úrslit kosninga til Evrópuþingsins við Íslendinga í ESB: Rósa Björk Brynjólfsdóttir í Frakklandi, Jón Sigurður Eyjólfsson á Spáni, Þorfinnur Ómarsson í Belgíu, Steingrímur Jónsson í Svíþjóð og Áslaug Hersteinsdóttir-Hölttä í Finnlandi.
6/10/20243 hours, 2 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Synir Egils: Vandi ríkisstjórnar og Vg, vopnasala og óafgreidd mál

Sunnudagurinn 9 . júní:  Synir Egils: Vandi ríkisstjórnar og Vg, vopnasala og óafgreidd mál Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalista, Svanborg Sigmarsdóttir framkvæmdastjóri Viðreisnar og Þórður Gunnarsson hagfræðingur og ræða stöðu ríkisstjórnar og stjórnmálaflokka, óafgreidd mál á Alþingi, togstreitu í varnarmálum milli forseta og ríkisstjórnar og margt fleiri. Þeir bræður munu síðan taka púlsinn á pólitíkinni.
6/9/20241 hour, 44 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Einar Már

Laugardagurinn 8. júní Helgi-spjall: Einar Már Einar Már Guðmundsson kemur í helgi-spjall við Rauða borðið og segir okkar frá því hvernig hann varð sá sem hann er; frá ætt sinni og uppruna, fjölskyldu og vinum, kynslóð og baráttu, geðveiki og alkóhólisma og öðru sem mótað hefur líf hans.
6/8/20243 hours, 36 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Vikuskammtur. Lenya Rún Taha Karim, Sara Stef. Hildar, Snorri Sturluson og Snorri Páll Jónsson

Föstudagur 7. júní Vikuskammtur: Vika 23 Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Lenya Rún Taha Karim varaþingkona, Sara Stef. Hildar feministi, Snorri Sturluson kvikmyndagerðarmaður og Snorri Páll Jónsson lausamaður og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af kjöri forseta, falli Vg, stríði og vetrarveðri og frásögnum af þrælavinnu og vondri stöðu drengja.
6/7/20241 hour, 33 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

ESB, öryggisstefna, blaðamenn og Indland

Fimmtudagurinn 6. júní ESB, öryggisstefna, blaðamenn og Indland Jón Steindór Valdimarsson formaður Evrópuhreyfingarinnar ræðir kosningar sem hófust í dag til Evrópuþingsins. Guðmundur Gunnarsson ræðir flótta fólks úr blaðamennsku yfir í pólitík og aðra geira. Helen Ólafsdóttir öryggisráðgjafi ræðir um öryggisstefnu Íslands, sem lituð er hernaðarhyggju. Guðmundur Gunnarsson ræðir eftirmál talningarklúðursins og stöðu fjölmiðlunar og stjórnmála. Flótta fjölmiðlamanna yfir í önnur störf ber á góma og sitthvað fleira. Og Guðjón Bjarnason arkitekt ræðir kosningarnar í Indlandi og það stóra og fjölmenna land.
6/7/20242 hours, 43 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 5. júní:  Fjórða valdið, innflytjendur, stétt, öryggi, óveður og leiklist

Sverrir Björnsson hönnuður gagnrýnir stóru fjölmiðlana fyrir að hafa verið of hliðhollir Katrínu Jakobsdóttur í kosningunum. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir unga innflytjendur ekki tengjast glæpum umfram aðra. Steinunn Gunnlaugsdóttir myndlistarkona opnar sýningu í Gluggagalleríinu Stétt. Hilmar Þór Hilmarsson ræðir um mun á áherslum nýkjörins forseta og stjórnvalda varðandi Úkraínustríðið. Sigurður Erlingsson landvörður segir frá vetri í júní. Og Níels Thibeaud Girerd kallaður Nilli mælir með leiklistarkennslu í grunnskólum.
6/5/20243 hours, 36 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Vg, Wolt, almannatryggingar, UK og Úkraína

Þriðjudagurinn 4. júní Vg, Wolt, almannatryggingar, UK og Úkraína Hvað verður um VG eftir brottför Katrínar Jakobsdóttur? Getur flokkurinn risið upp úr 3,3% fylgi? Vg-liðarnir Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson nýdoktor, Sunna Valgerðardóttir starfsmaður þingflokksins og Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi ræða um stöðu Vg. Saga Kjartansdóttir og Halldór Oddsson starfsmenn lögfræði- og vinnumarkaðssviðs Alþýðusambandsins segja okkur frá Wolt, sem flest bendir til að svíni á starfsfólki sínu. Við höldum áfram umræðu um breytingar á lögum um almannatryggingar. Nú eru komið að þingmönnum að ræða kosti og galla frumvarpsins. Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingu, Inga Sæland Flokki fólksins og Steinunn Þóra Árnasdóttir Vg. Guðmundur Auðunsson hagfræðingur og fréttaritari Samstöðvarinnar í London fjallar um kosningar í Bretlandi og Hilmar Þór Hilmarsson prófessor fjallar um Úkraínustríðið og öryggismál Evrópu og Íslands.
6/4/20243 hours, 56 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Lögregluárás, elítur, þingið og heimilisofbeldi

Mánudagurinn 3. júní Lögregluárás, elítur, þingið og heimilisofbeldi Við ræðum við fólk sem tók þátt í friðsamri mótmælastöðu við ríkisstjórnarfund en varð fyrir piparúðaárás lögreglunnar. Qussay Odeh, Christa Hlín Lehmann, Daníel Þór Bjarnason, Lukka Sigurðardóttir, Pétur Eggerz og Bergþóra Snæbjörnsdóttir. Við förum síðan í uppgjör á umræðunni fyrir forsetakjör. Nanna Hlín Halldórsdóttir heimspekingur, Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður, Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri og Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálaræðingur ræða deilur um elítur, valdastéttir og kvenhatur. Í ÞINGINU í umsjón Björn Þorláks kryfja þrír þingmenn þingmál komandi daga og áhrif forsetakjörs á stjórnmálin: Vilhjálmur Árnason í Sjálfstæðisflokki, Björn Leví Gunnarsson. Pírötum og Sigmar Guðmundsson í Viðreisn fara yfir málin. Loks ræðum við samspil jafnréttis og kynbundins ofbeldis við Lindu Dröfn Gunnarsdóttur framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins og Ingveldi Ragnarsdóttur ráðgjafi og vaktstýru athvarfsins.
6/3/20243 hours, 47 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Synir Egils 2. júní - Nýr forseti, pólitíkin og sjómenn

Sunnudagurinn 2 . júní: Sjómannadagurinn Synir Egils: Nýr forseti, pólitíkin og sjómenn Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Þorvaldur Gylfason, prófessor, Atli Þór Fanndal starfsmaður Pírata, Auður Jónsdóttir rithöfundur og blaðamaður og Helga Vala Helgadóttir lögmaður og ræða forsetakjörið og áhrif þess á samfélagið. Síðan kemur fólk úr kosningastjórn þriggja efstu í forsetakjörinu og ræða baráttuna: Karen Kjartansdóttir stuðningskona Höllu Hrundar Logadóttur, Friðjón R. Friðjónsson stuðningsmaður Katrínar Jakobsdóttur og Vigdís Jóhannsdóttir stuðningskona Höllu Tómasdóttur. Þröstur Leó Gunnarsson leikari og sjómaður flytur ávörp óþekka sjómannsins og þeir bræður spjalla um sjómannadaginn, pólitíkina og forsetann.
6/2/20242 hours, 28 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Þórir Baldursson

Laugardagurinn 1. júní Helgi-spjall: Þórir Baldursson Gestur okkar í Helgi-spjalli er Þórir Baldursson tónlistarmaður úr Keflavík sem hefur víða farið um lendur tónlistarinnar. Hann segir okkur frá uppruna sínum, æsku, ferli, áföllum og uppgötvunum.
6/1/20242 hours, 21 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 22

Föstudagurinn 31. maí Vikuskammtur: Vika 22 Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Estrid Þorvaldsdóttir jógakennari, Hermann Stefánsson rithöfundur, Ingvar Þór Björnsson útvarpsmaður og María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp blaðakona og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af jarðhræringum og skjálftum í menningarheimum, kosningabaráttu, stríði, mótmælum og piparúða.
5/31/20241 hour, 50 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Forsetakjör

Fimmtudagurinn 30. maí Forsetakjör Við förum yfir skoðanakannanir dagsins og kappræður með góðum gestum. Fyrst koma Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri, Þröstur Ólafsson hagfræðingur, Guðrún Jónsdóttir fyrrum talskona Stígamóta og Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor og síðan Hjálmar Gíslason framkvæmdastjóri, Sara Óskarsson listakona, Margrét Tryggvadóttir rithöfundur og Karl Héðinn Kristjánsson formaður Roða, félags ungra sósíalista.
5/31/20242 hours, 51 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Bein útsending af forsetafundi

Þriðjudagurinn 28. maí Upptaka af fundi frambjóðenda í Kolaportinu Forsetaframbjóðendurnir Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Þórisson, sem kalla sig Meistaradeildina, halda sameiginlegan framboðsfund og kvöldvöku í Kolaportinu. Samstöðin sendir beint út frá fundinum á venjulegum útsendingartíma Rauða borðsins. Fundarstjóri er Margrét Örnólfsdóttir.
5/29/20241 hour, 53 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Forsetakjör, Nató og kolefnalosun

Miðvikudagurinn 29. maí: Forsetakjör, Nató og kolefnalosun Við byrjum á umræðu um forsetakosningar og elítuna: Hallgrímur Helgason rithöfundur og málari, Oddný Eir Ævarsdóttir heimspekingur og rithöfundur, Magnús Scheving höfundur, leikstjóri og framleiðandi og Ester Bíbí Ásgeirsdóttir tónlistarkona ræða átökin í kringum kosningarnar, sem herðast og herðast. Við ræðum öryggisstefnu íslands í háskalegum heimi við Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóra félagssviðs Eflingar, Tjörvi Schiöth doktorsnema og Andrés Ingi Jónsson þingmann Pírata. Og í lokin kemur Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands og fjallar um afleiðingar þess að ekkert plan sé í gangi hjá íslenskum stjórnvöldum hvað varðar losun gróðurhúsalofttegunda.
5/29/20243 hours, 16 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Kosningar, snjóflóð, friður, fátækt og kynjaþing

Mánudagurinn 27. maí Kosningar, snjóflóð, friður, fátækt og kynjaþing Baldur Héðinsson stærðfræðingur segir okkur frá kosningaspá sinni og Þorkell Helgason stærðfræðingur og Þorvaldur Gylfason hagfræðingur segja okkur frá írsku aðferðinni í kosningum, sem meðal annars kemur í veg fyrir að óvinsæll frambjóðandi nái kjöri með takmarkað fylgi. Fjallið það öskrar er heimildarmynd um snjóflóðið á Súðavík. Hafsteinn Númason eftirlaunamaður, Daníel Bjarnason leikstjóri og Aron Guðmundsson meðframleiðandi og höfundur samnefndra útvarpsþátta koma að Rauða borðinu og ræða myndina og hina hryllilegu atburði. Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi ræðir við okkur um frið og stríðsógn og Ásta Lóa Þórsdóttir þingkona um fátækt. Í lokin koma þær Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB, og Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélagsins og segja okkar frá kynjaþingi og spá í stöðuna á kvenfrelsisbaráttunni.
5/27/20243 hours, 47 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Synir Egils: Pólitíkin og kosningar hér heima og erlendis

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur, Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur og Drífa Snædal talskona Stígamóta og ræða forsetakosningar og fleiri fréttir. Þeir bræður taka svo stöðuna á pólitíkinni og fá síðan heita stuðningsmenn fjögurra frambjóðenda: Helga Lára Haarde sálfræðingur er stuðningskona Höllu Hrundar, Margrét Kristmannsdóttir forstjóri Pfaff er stuðningskona Höllu Tómasar, Evert Víglundsson einkaþjálfari er stuðningsmaður Baldurs og Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM er stuðningskona Katrínar. Vettvangur dagsins: Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur Drífa Snædal talskona Stígamóta Bræður spjalla Forsetakosningar Helga Lára Haarde sálfræðingur og stuðningskona Höllu Hrundar Margrét Kristmannsdóttir forstjóri Pfaff og stuðningskona Höllu Tómasar Evert Víglundsson einkaþjálfari og stuðningsmaður Baldurs Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM og stuðningskona Katrínar
5/26/20242 hours, 3 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Inga Sæland

Laugardagurinn 25. maí Helgi-spjall: Inga Sæland Inga Sæland formaður Flokks fólksins kemur að Rauða borðinu og segir frá ætt sinni og uppruna, æsku og mótunarárum á Ólafsfirði, harðri lífsbaráttu og áföllum, en ræðir líka smá pólitík í lokin.
5/25/20242 hours, 28 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 21

Föstudagurinn 24. maí Vikuskammtur: Vika 21 Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt, Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona og Lára Zulima Ómarsdóttir almannatengill og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af baráttunni um Bessastaði, stríðum og átökum.
5/24/20241 hour, 51 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Forsetakjör, smáríki, húsaleigulög og sinfónía

Fimmtudagurinn 23. maí Forsetakjör, smáríki, húsaleigulög og sinfónía Við ræðum forsetakjör við Rauða borðið. Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður, Sigtryggur Ari Jóhannsson ljósmyndari og Helga Arnardóttir fjölmiðlakona ræða ýmsar hliðar baráttunnar. Síðan kemur Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi og ræðir um stöðu smáríkis í viðsjárverðum heimi. Steinunn Þóra Árnadóttir formaður velferðarnefndar ræðir frumvarp um húsaleigulög, sem leigjendur segja lítil hænuskref í átt að réttlæti. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur vakið athygli og verið til umræðu í erlendum fréttamiðlum síðustu vikur. Lára Sóley Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri kemur og segir okkur hvers vegna.
5/23/20243 hours, 44 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Fátækt, forsetakjör, fiskar og auðlindir

Miðvikudagurinn 22. maí: Fátækt, forsetakjör, fiskar og auðlindir Við ræðum við tvö forsetaframbjóðendur um mál sem þeir hafa lagt áherslu á. Halla Tómasdóttir segir okkur hvers vegna samfélagið er á villigötum og frá þeirri vakningu sem hún telur nauðsynlega. Halla Hrund Logadóttir segir okkur frá sinni sýn á auðlindir þjóðarinnar og hvers vegna við þurfum að móta stefnu um nýtingu þeirra. Í byrjun þáttar kemur Guðmunda Greta Guðmundsdóttir öryrki að Rauða borðinu, en hún hefur lýst kjörum öryrkja í pistlaskrifum. Útgerðarmenn og sjómenn segja að fiskurinn sé að horast upp. Við fáum Jón Kristjánsson til að segja okkur hvað það merkir. Og Benedikt Sigurðarson kemur við og ræðir auðlindanýtingu, til sjávar og sveita en ekki síst í ferðaþjónustu.
5/22/20243 hours, 31 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Forsetakosningar og stúdentauppreisn

Þriðjudagurinn 21. maí Forsetakosningar og stúdentauppreisn Forsetakosningarnar setja sitt mark á þátt kvöldsins. Fyrst koma þau Sigmundur Ernir Rúnarsson skáld og blaðamaður, Ásgeir Friðgeirsson PR-maður, Guðmundur Andri Thorsson rit- og pistlahöfundur og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor og fyrrum blaðakona og ræða kosningabaráttuna frá ýmsum sjónarhólum. Jón Gnarr forsetaframbjóðandi svarar til um hvað hann á við þegar hann segist vilja beita sér gegn leiðindum. Við sláum á þráðinn til Ísabellu Lenu Borgarsdóttur í Nijmegen í Hollandi þar stúdentar hafa reist tjaldbúðir á háskólalóðinni til stuðnings Palestínu. Og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi svarar til um hvað hún á við þegar hún segir að forseti verði að standa gegn þeim sem eiga og ráða.
5/21/20243 hours, 26 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 21. maí: Aukaþáttur - Grindavík

Þeir Sigurbjörn Daði Dagbjartsson blaðamaður, Aðalgeir Jóhannsson netagerðanmaður og Magnús Gunnarsson trillukarl eruí hópi örfárra íbúa sem sem enn gista í Grindavík og hafa engin áform uppi um að gefast upp. Þeir eru mjög ósáttir við margt og ræða hispuslaust tilfinningar sínar pg skort sem þeir upplifa á mannlegu viðmóti í samtali við Björn Þorláks.
5/21/20241 hour, 8 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Harpa Njáls

Laugardagurinn 18. maí Helgi-spjall: Harpa Njáls Harpa Njáls félagsfræðingur er gestur Helgi-spjalls, segir okkur frá baráttu sinni fyrir að samfélagið og stjórnmálin horfist í augu við fátæktina en líka frá uppvexti sínum á Suðureyri við Súganda, áföllum sem riðu yfir, basli og erfiðri lífsbaráttu, þátttöku sinni verkalýðsbaráttu og annarri baráttu fyrir betra lífi lágstéttanna.
5/18/20242 hours, 42 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur - Föstudagurinn 17. maí

Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Guðrún Þórsdóttir stjórnarkona í Geðhjálp, Svavar Halldórsson stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur, Vera Wonder Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona og Magnús Scheving höfundur, leikari og framleiðandi og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af baráttunni um Bessastaði, tröllum og tilfinningalegum gusum, grimmd gagnvart flóttakonum, bókabrennum og stríðum.
5/17/20241 hour, 54 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Breiðholt, dauðinn, karlmennska og fótbolti

Fimmtudagurinn 16. maí Breiðholt, dauðinn, karlmennska og fótbolti Helgi Gíslason, skólastjóri Fellaskóla, kemur að Rauða borðinu og segir okkur frá skólanum og hverfinu þar sem er hæst hlutfall innflytjenda og fólks sem ekki talar íslensku heima. Salvör Nordal umboðsmaður barna er heimspekingur sem fjallað hefur um heilbrigðiskerfið. Hún ræðir við okkur um um dánaraðstoð. Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar er leikrit um karlmennsku og fótbolta. Leikararnir Sveinn Ólafur Gunnarsson, Ólafur Ásgeirsson og Albert Halldórsson og söngvarinn Valdimar Guðmundsson taka þátt í þeirri sýningu og koma til okkar til að ræða hana, karlmennsku og fótbolta.
5/16/20242 hours, 29 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Forseti, hommar, húsaleiga og Breiðholt

Miðvikudagurinn 15. maí: Forseti, hommar, húsaleiga og Breiðholt Við byrjum á umræðu um forsetakosningarnar. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, Björn Þorláksson og Sigurjón Magnús Egilsson, gamalreyndir blaðamenn koma að Rauða borðinu og fjalla um kosningabaráttuna. Bjarni Snæbjörnsson leikari setti upp leikrit um eigin för sín út úr skápnum, Góðan daginn Faggi. Nú hefur hann skrifað bókina Mennsku um sama efni. hann segir okkur sína sögu. Í þinginu er frumvarp um breytingar á húsaleigulögum. Bjarni Þór Sigurðsson formaður húsnæðisnefndar VR og Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna greina frumvarpið út frá hagsmunum leigienda og almennings, en frumvarpið er mest sniðið að hagsmunum leigusala. Kennararnir Maria Sastre og Marta Wieczorek búa í Breiðholti og eru þar menningarsendiherrar. Þær segja okkur frá hverfinu sínu og þeim breytingum sem það gengur í gegnum.
5/15/20243 hours, 41 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Forseti fólks eða elítu, andmannúð, kennarar í vígahug, sjókvíar & fjölpóla heimur

Þriðjudagurinn 14. maí Forseti fólks eða elítu, andmannúð, kennarar í vígahug, sjókvíar og fjölpóla heimur Eru forsetakosningarnar átök milli elítunnar og fólksins? Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi svarar því. Íslensk stjórnvöld fluttu úr landi fórnarlömb mansals, sem þau höfðu hent á götuna fyrir tæpu ári. Drífa Snædal talskona Stígamóta reynir að ráða í hver sé ástæðan. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins ræðir stöðu kennara. Fara þeir í verkföll í haust? Jón Örn Pálsson sjávarútvegsfræðingur telur að við eigum að byggja upp sjókvíaeldi en alls ekki eins og gert hefur verið. Og Hilmar Þór Hilmarsson prófessor óttast kjarnorkustríð ef bandaríkin og Vesturveldin halda óbreyttri stefnu.
5/14/20243 hours, 53 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Kaupmáttur, vextir, þingið, fjölmiðlar og Nató

Mánudagurinn 13. maí Kaupmáttur, vextir, þingið, fjölmiðlar og Nató Hagráð verkalýðsins kemur að Rauða borðinu: Róbert Farestveit hagfræðingur Alþýðusambandsins, Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM og Stefán Ólafsson sérfræðingur Eflingar taka stöðuna á vaxta stefnu Seðlabankans og efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og velta fyrir sér hvort forsendur kjarasamninga muni halda. Þórunn Sveinbjarnardóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir settust saman á þing fyrir 25 árum, árið 1999. Björn Þorláks fær þær í heimsókn í Þingið og líka tvo blaðamenn sem nýverið réðu sig í þjónustu þingflokka; Atla Þór Fanndal starfsmann Pírata og Sunnu Valgerðardóttir starfsmann Vg. Í lokin kemur Hilmar Þór Hilmarsson prófessor og ræðir varnar- og öryggisstefnu stjórnvalda út frá yfirlýsingum Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra.
5/13/20244 hours, 2 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Synir Egils: Vaxtaokur, forsetakjör, pólitík og völd

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessu sinni koma þau Helga Jónsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi, Sunna Sæmundardóttir fréttakona og Viðar Eggertsson leikstjóri og ræða vexti, forseta, söngvakeppni, pólitík og samfélagsmál. Þeir bræður munu taka stöðuna á pólitíkinni og fá síðan Ragnhildi Helgadóttur rektor í spjall um valdsvið forsetans og hversu mikið megi teygja það og toga.
5/12/20242 hours, 21 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Fida

Laugardagurinn 11. maí Helgi-spjall: Fida Fida Abu Libdeh er frumkvöðull, palestínskur Íslendingur, sem ólst upp í Jerúsalem en kom hingað ung kona. Hún segir okkur frá ætt sinni og uppruna, æsku og mótun, reynslu hennar sem innflytjandi á Íslandi og hvernig henni tókst að yfirvinna margvíslega erfiðleika.
5/11/20242 hours, 17 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur 10. maí

Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur, Lóa Björk Björnsdóttir útvarpskona, Margrét Hugrún Gústavsdóttir Björnsson verkefnastjóri við HÍ og Þórarinn Hjartarson hlaðvarpsstjóri og ræða fréttir vikunnar sem voru markaðar af baráttunni um Bessastaði, af þjóðarmorði á Gaza, háum vöxtum og deilum um frammistöðu fjölmiðla og stjórnmálafólks.
5/10/20241 hour, 42 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Vextir, kynlaust mál og samfélagsmál við eldhúsborðið

Miðvikudagurinn 8. maí: Vextir, kynlaust mál og samfélagsmál við eldhúsborðið Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins er agndofa yfir að Seðlabankinn lækkar ekki vexti. Hann hvetur til fjöldamótmæla við Seðlabankann. Við fáum Völu Hafstað, umtalaðasta greinahöfund dagsins, til okkar en hún hafnar kynhlutleysi íslenskunnar. Í lokin fáum við hjónin Helgu Völu Helgadóttur og Grím Atlason og dóttur þeirra, Ástu Júlíu Grímsdóttur körfuboltakonu, til að segja okkur frá hvernig rætt er um samfélagsmál við eldhúsborðið á þeirra heimili, til dæmis hvernig þar er nú rætt um forsetakosningar.
5/8/20242 hours, 31 minutes
Episode Artwork

Ráðherra, ópera, góðverk, kynslóðir og forseti

Þriðjudagurinn 7. maí Ráðherra, ópera, góðverk, kynslóðir og forseti Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vg og félagsmálaráðherra kemur að Rauða borðinu og ræðir um breytingar á almannatryggingum og eilítið um pólitík. Þórunn Gréta Sigurðardóttir tónskáld, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir leikstjóri og Herdís Anna Jónasdóttir sópran ræða við okkur um Óperuna hundrað þúsund og Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir, Salvör Árnadóttir og Vésteinn Gunnarsson nemendur í Hagaskóla um samfélagslega ábyrgð. Einar Lövdahl Gunnlaugsson skrifaði bókina Gegnumtrekkur sem Hallgrímur Helgason las. Þeir koma til okkar og ræða bókina, kynslóðir, karlmennsku og margt annað. Í lokin segir Viktor Traustason okkur frá forsetaframboði sínu.
5/7/20243 hours, 52 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Átök í þinginu, auðlindir, Gaza og maður í framboði

Mánudagurinn 6. maí Átök í þinginu, auðlindir, Gaza og maður í framboði Björn Þorláks fær fjóra þingmenn og einn varaþingmann til að ræða málin í Þinginu, þar sem einn þingmaður ásakar annan um að vera eitrið sem hafi átt að uppræta. Þingmennirnir Jódís Skúladóttir frá Vg, Andrés Ingi Jónsson frá Pírötum, Dagbjört Hákonardóttir úr Samfylkingunni og Ingibjörg Isaksen frá Framsókn og Brynjar Níelsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins takast á. Þorvaldur Gylfason prófessor gagnrýnir frumvarp um lagareldi af ákefð og ekki síður tilraunir Katrínar Jakobsdóttur til að breyta stjórnarskránni. Fida Abu Libdeh orkuumhverfistæknifræðingur og frumkvöðull er íslenskur Palestínumaður og ræðir við okkur um ástandið á Gaza og afstöðu íslenskra stjórnvalda. Í lokin fáum við forsetaframbjóðanda að Rauða borðinu. Eiríkur Ingi Jóhannsson rafvirki segir okkur hvers vegna hann vill verða forseti.
5/6/20243 hours, 36 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Synir Egils 5. maí - Forseti, mútur, spilling og almannatryggingar

Sunnudagurinn 5 . maí Synir Egils: Forseti, mútur, spilling og almannatryggingar Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Helgi Seljan rannsóknarritstjóri á Heimildinni, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og ræða fréttir vikunnar, stöðu stjórnmála og samfélags. Síðan taka þeir bræður stöðuna á pólitíkinni. Alma Ýr Ingólfsson formaður ÖBÍ, Svava Arnardóttir formaður Geðhjálpar og Unnur Helga Óttarsdóttir formaður Þroskahjálpar koma síðan að borðinu og fjalla um frumvarp til breytinga á almannatryggingum
5/5/20242 hours, 29 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Friðrik Þór

Laugardagurinn 4. maí Helgi-spjall: Friðrik Þór Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri og sagnamaður kemur í Helgi-spjall og segir frá foreldrum sínum, hverfinu og kynslóðinni sem hann spratt af.
5/4/20242 hours, 45 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur - Vika 18

Föstudagur, 3. mai Vikuskammtur - Vika 18 Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Hrönn Sveinsdóttir bíóstjóri, Freyr Eyjólfsson tónlistarmaður, Ellen Kristjánsdóttir söngkona og Jón Ferdínand Estherarson blaðamaður og ræða fréttir vikunnar sem voru litaðar af mikilli umfjöllun um forsetakosningar og lítilli um Júróvision, af deilum um hver ætti að eiga firðina, af landrisi á Reykjanesi og pólitísku sigi Vg.
5/3/20241 hour, 32 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Kennarastofan á Bifröst, Atli Örvars, strandeldi og vinstrið

Fimmtudagurinn 2. maí Kennarastofan á Bifröst, Atli Örvars, strandeldi og vinstrið Við byrjum á því að heyra hvernig kennarastofan á Bifröst ræðir um landsins gagn og nauðsynjar. Dr Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor og forseti félagsvísindadeildar; dr. Njörður Sigurjónsson, prófessor og fagstjóri i menningarstjórnun; dr. Magnús Árni Skjöld, dósent og fagstjóri stjórnvísinda; og Anna Hildur Hildibrandsdóttir, lektor og fagstjóri skapandi greina komaað Rauða borðinu. Við sláum á þráðinn til Atla Örvars sem nýverið vann til Bafta-verðlauna og ræðum við Jóhannes Sturlaugsson líffræðing um strandeldi. Í lokin ræðum við um pólitík og vinstrið sérstaklega við Rósu Björk Brynjólfsdóttur sem bæði hefur setið á þingi fyrir Vg og Samfylkingu.
5/2/20244 hours, 10 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Kristrún og Samfylkingin, dánaraðstoð, strandeldi og Fúsi

Þriðjudagurinn 30. apríl Kristrún og Samfylkingin, dánaraðstoð, strandeldi og Fúsi Við byrjum á viðtali við Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingarinnar um einmitt þettta, Kristrúnu og Samfylkinguna. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins kemur síðan að Rauða borðinu og ræðir um dánaraðstoð, sem hún er alfarið á móti. Alfreð Sturla Böðvarsson ljósamaður tók sig til og skrifaði gegn strandeldi vegna þess að honum ofbauð. Hvað fær svokallaðan venjulegan mann til að láta í sér heyra? Þeir frændur Agnar Jón Egilsson og Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson, kallaður Fúsi, hafa sett um heimildarleikrit um Fúsa. Við ræðum við þá um verkið, erindi þess og forsögu.
4/30/20242 hours, 42 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Strandeldi, auðlindir, Breiðholt og árshátíð Samstöðvarinnar

Mánudagurinn 29. apríl Strandeldi, auðlindir, Breiðholt og árshátíð Samstöðvarinnar Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar kemur til okkar og ræðir lagareldi og önnur auðlinda- og umhverfismál. Síðan kemur kemur Óskar Dýrmundur Ólafsson framkvæmdastjóri hverfismiðstöðvar Reykjavíkurborgar í Breiðholti og ræðir um stöðuna í hverfinu, áskoranir og aðgerðir. Síðan breytist Rauða borðið í eldhúspartí á árshátíð Samstöðvarinnar sem er í kvöld, við heyrum í fólkinu sem býr til þætti stöðvarinnar og ræðum fjölmiðla, samfélag og hlutverk Samstöðvarinnar.
4/30/20243 hours, 9 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Synir Egils 28. apríl: Forseti, pólitík og Breiðholt

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Hulda Þórisdóttir prófessor í stjórnmálafræði, Oddný Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og ræða fréttir vikunnar. Þeir bræður taka síðan stöðuna og fá svo Eðvarð Hilmarsson kennara í heimsókn til að ræða um hvort Breiðholt brenni.
4/28/20242 hours, 50 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur - Vika 17

Föstudagurinn 26. apríl Vikuskammtur: Vika 17 Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Atli Bollason myndlistarmaður, Óli Hjörtur Ólafsson kvikmyndagerðarmaður og hlaðvarpsstjarna, Tinna Jóhannsdóttir kaffihúsaþjónn, aðgerðarstjóri og ráðgjafi og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks og ræða fréttir vikunnar, sem einkenndust af landsölu, morðum, forsetakosningum og pólitískum átökum.
4/27/20241 hour, 32 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Brynjar Karl

Laugardagurinn 27. apríl Helgi-spjall: Brynjar Karl Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari kemur í Helgi-spjall og leyfir okkur að kynnast sér og sínum skoðunum, átökum og stríðum. Hvers vegna er hann alltaf í stríði? Hann segir okkur frá fjölmenningunni í Efra Breiðholti í dag og barnaveröld þess Breiðholts sem ól hann upp, segir hvað borgaryfirvöld eru getulaus til að mæta henni og frá goðsögunni um Aþenu, körfuboltafélagi.
4/27/20244 hours, 18 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Þingið, stjórnmálin, forsetinn og bíó

Miðvikudagurinn 24. apríl Þingið, stjórnmálin, forsetinn og bíó Björn Þorláks fær nokkra þingmenn til að fara yfir þingveturinn og það sem er fram undan: Sigmar Guðmundsson. Guðmundur Ingi Kristjánsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mæta að Rauða borðinu. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur kemur síðan og ræðir um stjórnmálaástandið. Og í lokin mætir Grímar Jónsson kvikmyndaframleiðandi og ræðir um bíó.
4/24/20242 hours, 51 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 23. apríl - Grindavík, spilling, morð og kvennaverkföll

Okkur langar að endurskapa kjaftaklúbba við Rauða borðið á næstunni, hópa þar sem fólk hittist á kaffihúsum, kaffistofum, heitum pottum, í saumaklúbbum og víðar og byrjum á Olís í Grindavík þar sem fólk, mest karlar, hittust á morgnanna fyrir jarðhræringarnar. Sigurbjörn Dagbjartsson blaðamaður, Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélagsins, Einar Hannes Harðarson sjómaður og formaður Sjómannafélagsins og Páll Valur Björnsson kennari koma og ræða málefni Grindavíkur hispurslaust og af krafti. Hlökk Theodórsdóttir skipulagsfræðingur gerði rannsókn á skipulagsvandi sveitarfélaganna og spurði meðal annars um spillingu. Niðurstöðurnar eru sláandi. Hlökk segir okkur frá þeim. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur ræði síðan manndrápsmál og hnífaburð og í lokin kemur Valgerður Þ. Pálmadóttir nýdoktor í hugmyndasögu og spjallar við okkur um kvennaverkföll fyrr og nú.
4/23/20242 hours, 46 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Aum stjórnsýsla, sjókvíaeldi, öryrkjar og Vg

Mánudagurinn 22. apríl Aum stjórnsýsla, sjókvíaeldi, öryrkjar og Vg Mikil umræða hefur orðið um eldmessu Katrínar Oddsdóttur lögmanns um sjókvíaeldi í þættinum Synir Egils á Samstöðinni í gær. Björg Eva Erlendsdóttir hjá Landvernd og Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur greina stöðuna. Er ástandið jafn hrikalegt og Katrín segir? Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ bregst við fjármálaáætlun, þar sem segir að öryrkjar verði látnir borga fyrir kjarapakka stjórnvalda vegna samninga á almennum markaði. Í lokin kemur Pétur Hrafn Árnason sagnfræðingur og höfundur ævisögu Vg, Hreyfingin rauð og græn, og segir okkur frá sögu þessa flokks sem nú er sannarlega í vanda.
4/22/20242 hours, 48 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Synir Egils: Flokkar, forseti, stjórnmál og hryllingurinn á Gaza

Sunnudagurinn 21 . apríl Synir Egils: Flokkar, forseti, stjórnmál og hryllingurinn á Gaza Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Árelía Eydís Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar, Katrín Oddsdóttir lögmaður og Vilhjálmur Þorsteinsson forritari og ræða helstu fréttir og stöðu samfélags og stjórnmála. Þá munu bræðurnir taka stöðunni á pólitíkinni og síðan kemur Sveinn Rúnar Hauksson læknir og baráttumaður fyrir frelsi Palestínu í tilefni af því að í vikunni verður hálft ár frá innrás Ísraelshers á Gaza sem þróast hefur í þjóðarmorð.
4/21/20243 hours, 7 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Kristín Vala

Laugardagurinn 20. apríl Helgi-spjall: Kristín Vala Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor í jarðfræði og baráttukona gegn umhverfisvá kemur í Helgi-spjall og leyfi okkur að kynnast sér, segir frá ætt sinni og uppruna, æsku og mótun, hvernig eitt samtal getur fenguð fólk til að breyta lífsstefnu sinni og hversu áríðandi það er að við rísum upp og berjumst, til að bjarga samfélaginu og jörðinni.
4/20/20242 hours, 26 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 16

Í Vikuskammti við Rauða borðið í dag koma þau Gagga Jónsdóttir kvikmyndagerðarkona, Garpur Ingason Elísabetarson kvikmyndagerðarmaður, Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur og Úlfur Karlsson myndlistarmaður og ræða fréttir vikunnar, sem einkenndust af pólitískum átökum, vantrausti og spennu, háum vöxtum og verðbólgu, loftárásum, biskups- og forsetakjöri.
4/19/20241 hour, 38 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Seðlabanki, ríkissjóður, brennivín og klerkar

Fimmtudagurinn 18. apríl Seðlabanki, ríkissjóður, brennivín og klerkar Gunnar Jakobsson sagði upp sem vara Seðlabankastjóri fjármálastöðugleika og er kominn með starf hjá ítölskum banka. Hann kemur við á Rauða borðinu og ræðir vexti, fyrirferð banka og öryggi þeirra, greiðslumiðlun og annað sem tengist Seðlabankanum. Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar mætir síðan og ræðir fjármálaáætlun, hallan á ríkissjóð og dauða nýfrjálshyggjunnar, sem yfirvöld á Íslandi virðast ekki hafa frétt af. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsu hjá landlækni, ræðir síðan skaðsemi áfengis, en rannsóknir sýna æ betur hvurslags eitur það er. Og í lokin kemur Kjartan Orri Þórsson sérfræðingur í málefnum Írans og segir okkur frá landinu, þjóðinni og stjórnvöldum. Og hvernig þau skilgreina öryggishagsmuni sína.
4/18/20243 hours, 37 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Mótmæli, barátta og skattar

Miðvikudagurinn 17. apríl Mótmæli, barátta og skattar Margrét Kristín Blöndal aka Magga Stína tónlustarkona og Sigtryggur Ari Jóhannsson aka Diddi ljósmyndari koma til okkar og ræða mótmæli, ekki síst af því tilefni að Magga Stína var fjarlægð af þingpöllum fyrir að grípa fram í fyrir Bjarna Benediktssyni. Við höldum áfram að tala um stjórnmál alþýðunnar og fáum Guðmund Hrafn Arngrímsson formann Leigjendasamtakana til að segja okkur frá skipulagi baráttusamataka, sem hefur alltaf verið forsenda aukinna réttinda almennings. Og í lokin kemur Haukur Viðar Alfreðsson doktorsnemi í hagfræði og ráðgjafi hjá Ráðsölu og fræðir okkur um alþjóðlegan lágmarksskatt.
4/17/20242 hours, 52 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Vantraust, ólögmætar kosningar, breyskt fólk og kratar

Þriðjudagurinn 16. apríl Vantraust, ólögmætar kosningar, breyskt fólk og kratar Við byrjum á spjalli við Björn Leví Gunnarsson og Ingu Sælandi um vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Síðan koma þeir Guðmundur Gunnarsson og Magnús Davíð Norðdahl og ræða um sigur sinn fyrir Mannréttindadómstólnum. And Björk of course eftir Þorvald Þorsteinsson er komið í Borgarleikhúsið frá Akureyri. Við ræðum við aðstandendur verksins: Grétu Kristínu Ómarsdóttur leikstjóra og leikarana Sverri Þór Sverrisson og Maríu Hebu Þorkelsdóttir um erindi verksins. Í lokin kemur Gylfi Þór Gíslason krati og formaður verkalýðsmálafélags Samfylkingarinnar og ræðir breytingar á flokknum.
4/16/20243 hours, 49 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Forsetaframboð, Þingið, undrabarn og færeysk tónlist

Rauða borðið, 15. apríl Forsetaframboð, Þingið, undrabarn og færeysk tónlist Þátturinn hefst með ítarlegu viðtali við Höllu Hrund Logadóttur forsetaframbjóðanda. Liðurinn ÞINGIÐ verður á sínum stað eins og alltaf á mánudögum. Andrés Ingi, Þorbjörg Sigríður og Hafdís Hrönn þingmenn ræða átakamál. Þá kemur Eva H. Önnudóttir stjórnmálafræðingur og ræðir stöðu stjórnarinnar. Færeyskar bókmenntir verða til umfjöllunar, ný bók frá vinum okkar í suðri. Og við ræðum við Daða Logason, undrabarn í stærðfræði – nema í grunnskóla sem er ekki bara langbestur í raungreinum hér á landi heldur einnig Íslandsmeistari í bardagaíþróttum.
4/15/20243 hours, 9 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Synir Egils: Ríkisstjórn, Alþingi, forseti og biskup

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Þórður Gunnarsson hagfræðingur, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingkona, Helga Vala Helgadóttir lögmaður og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og ráða í stöðu nýrrar ríkisstjórnar, stefnu hennar og lífslíkur, persónur og leikendur. Í seinni hluta þáttarins verður endursýnt samtal við þau þrjú sem eru í biskupskjöri, en þau eru: Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir.
4/14/20242 hours, 27 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Víkingur Heiðar

Laugardagurinn 13. apríl Helgi-spjall: Víkingur Heiðar Víkingur Heiðar Ólafsson kemur í Helgi-spjall og leyfi okkur að kynnast sér, uppruna sínum og æsku, ástum og ástríðu, seiglu og markmiðum.
4/13/20242 hours, 1 minute, 35 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 15

Föstudagurinn 12. apríl Vikuskammtur: Vika 15 Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur, María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp fjölmiðlakona, Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður og Sólveig Arnarsdóttir leikkona og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust að myndun nýrrar ríkisstjórnar, forsetakosningum og vangaveltum um framtíð lands og lýðræðis.
4/12/20241 hour, 34 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 11. apríl - Pólitískur óstöðugleiki, Indland og forsetakosningar

Við byrjum á stjórnmálaástandinu hér heima Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri Transparency International á Íslandi, Arnar Sigurðsson vínkaupmaður, Erna Bjarnadóttir varaþingkona Miðflokksins og Karen Kjartansdóttir upplýsingafulltrúi koma að Rauða borðinu og ræða stöðu stjórnar, flokka og stjórnmálanna almennt. Það verður kosið innan skamms á Indlandi, fjölmennasta ríki heims. Jón Ormur Halldórsson fer með okkur í ferðalag um stjórnmálin á Indlandi. Og við fáum forsetaframbjóðanda í heimsókn. Það er komið að Ásdísi Rán Gunnarsdóttur fyrirsætu, áhrifavaldi og frumkvöðli.
4/11/20243 hours, 17 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Ráðherraspjall, sniðganga og kona í framboði

Ráðherraspjall, sniðganga og kona í framboði verða meðal efnis við Rauða borðið á Samstöðinni í kvöld. Tveir ráherrar ríða á vaðið í samtali við Björn Þorláksson. Guðlaugur Þór Þórðarson fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins. Auður Styrkársdóttir eftirlaunakona og Lóa Hjálmtýsdóttir koma einnig að Rauða borðinu og ræða sniðgöngu á Rapyd og Júróvision. Hver eru áhrifin á samfélagið og okkur sjálf? Í lok þáttarins kynnum við forsetaframbjóðanda til leiks, röðin er komin að Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu.
4/10/20243 hours, 21 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 9. apríl - Nýr forsætisráðherra, strandeldi og forsetaframboð

Við fáum góðan hóp til að greina atburði dagsins við Rauða borðið: Inga Sæland, Kristinn Hrafnsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir og Sigmar Guðmundsson meta nýja ríkisstjórn, framtíð hennar og heilsu. Sigurður Jóhannesson forstöðumaður Hagfræðastofnunar Háskólans kemur að borðinu og ræðir hagrænan ávinning af strandeldi og hvers virði leyfin eru í raun sem fiskeldisfyrirtækjum voru gefin. Guðmundur Felix Grétarsson hefur átt magnaða ævi og mátt þola margt. Nú ætlar hann í forsetaframboð og segir okkur við Rauða borðið hvers vegna.
4/9/20243 hours, 10 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Þingið, samkennd grunnskólabarna og forsetaframboð

Þingkosningar í haust, Jón Gnarr forsetaframbjóðandi og skortur á samkennd íslenskra grunnskólabarna verður til umræðu við Rauða borðið á Samstöðinni í kvöld, mánudaginn 08. apríl. Brynjar Níelsson, Sjálfstæðisflokki og Jóhann Pál Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar takast á um stöðuna í ríkisstjórninni og þingmál fram undan. Auður Önnu Magnúsdóttir tekur þátt í umræðunni en hún er framkvæmdastýra Kvenréttindafélagsins, fyrrum Landverndarkona. Ómar Örn Magnússon skólastjóri Hagaskóla kemur og ræðir mælingar sem staðfesta minni samkennd meðal íslenskra nemenda í grunnskólum en hjá öðrum nemendum á hinum Norðurlöndunum. Hvað veldur? Undir lok þáttarins ræðir Gunnar Smári ítarlega við Jón Gnarr, leikara rithöfund og forsetaframbjóðanda. Jón segir framboð Katrínar Jakobsdóttur orka tvímælis.
4/8/20243 hours, 20 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Synir Egils: Afsögn, framboð og stjórnarkreppa

Sunnudagurinn 7 . apríl Synir Egils: Afsögn, framboð og stjórnarkreppa Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Benedikt Erlingsson leikstjóri, Ragnheiður Ríkarðsdóttir fyrrum þingkona og bæjarstjóri og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona og ræða afsögn forsætisráðherra, myndun nýrrar ríkisstjórnar í kjölfar hennar og mögulegar þingkosningar ofan í forsetakosningar. Þá munu þeir bræður taka stöðuna á pólitíkinni. Og í lokin verður flutt spjall við Ólaf Þ. Harðarson prófessor og Þórð Snæ Júlíusson ritstjóra frá föstudeginum um ákvörðun Katrínar, stöðu ríkisstjórnar og Vg.
4/7/20242 hours, 48 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 14

Föstudagurinn 5. apríl Vikuskammtur: Vika 14 Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Anton Helgi Jónsson skáld, Margrét Kristín Blöndal aka Magga Stína tónlistarkona, Natalie G Gunnarsdottir plötusnúður og hlaðvarpstjórnandi og Sigurður Ingólfsson skáld og bókmenntafræðingur og ræða fréttir vikunnar sem einkennast af bið eftir yfirlýsingu Katrínar Jakobsdóttur um framboð til forseta, framboði annarra, afmæli Nató, stríð og engum friði.
4/5/20241 hour, 27 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Aukaþáttur Rauða borðsins: Afsögn Katrínar

Föstudagurinn 5. apríl Aukaþáttur Rauða borðsins: Afsögn Katrínar Við blásum til aukaþáttar af Rauða borðinu í tilefni af afsögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ræðum stöðuna við gesti og gangandi.
4/5/20241 hour, 9 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Katrín, Nató, forsetakjör og Úkraína

Fimmtudagurinn 4. apríl Katrín, Nató, forsetakjör og Úkraína Rauða borðið byrjar á vangaveltum Gunnars Smára Egilssonar og Björns Þorlákssonar um stöðu stjórnmála í kjölfar löngunar Katrínar Jakobsdóttur til að verða forseti. Nató á afmæli í dag. Af því tilefni fáum við Ögmund Jónasson til að fara yfir sögu og stöðu þessa hernaðarbandalags. Við höldum áfram að ræða við forsetaframbjóðendur. Röðin er komin að Helgu Þórisdóttur forstjóra Persónuverndar. Í lokin kemur Hilmar Örn Hilmarsson prófessor og fer yfir stríðið í Úkraínu.
4/4/20243 hours, 51 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Ólög, forsetaframboð, fæðingartíðni og geðlyf

Miðvikudagurinn 3. apríl Ólög, forsetaframboð, fæðingartíðni og geðlyf Við Rauða borðið á Samstöðinni í kvöld setjast þeir Ólafur Stephensen og Breki Karlsson og ræða nýsamþykkt lög sem þeir segja að megi kalla spillingu. Við höldum áfram að ræða við forsetaframbjóðendur. Í kvöld er komið að Baldri Þórhallssyni prófessor sem leiðir baráttuna samkvæmt skoðanakönnunum. Fæðingartíðni hefur fallið á Íslandi eins og víðast hvar í heiminum. Við ræðum við Gylfa Magnússon um hverju sætir og hvaða afleiðingar það hefur. Svava Arnarsdóttir er nýr formaður Geðhjálpar. Hún ræðir við okkur um geðlyf og reynslu sínu og annarra af þeim, ekki síst af því að hætta á þessum lyfjum.
4/3/20243 hours, 25 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Biskup, sjálfbærni húsa og forsetaframboð

Þriðjudagurinn 26. mars Biskup, sjálfbærni húsa og forsetaframboð Elínborg Sturludóttir Dómkirkjuprestur, Guðmundur Karl Brynjarsson prestur í Lindakirkju og Guðrún Karls Helgudóttir prestur í Grafarvogskirkju eru í biskupskjöri. Þau koma að Rauða borðinu og ræða stöðu kirkjunnar, erindi kristninnar og hlutverk biskups. Jón Kristinsson fór ungur til náms í Hollandi og hefur starfað þar alla tíð, í meira en sextíu ár, sem arkitekt og uppfinningamaður á svið sjálfbærni og orkunýtingar. Hann kemur til okkar og segir fá lífshlaupi sínu og uppgötvunum. Halla Tómasdóttir fékk næst flest atkvæði í forsetakosningum fyrir átta árum og ætlar nú að reyna öðru sinni að verða forseti lýðveldisins. Við spyrjum hana hvers vegna.
3/26/20243 hours, 22 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Tveggja ríkja lausn, þingið, morðin á Sjöundá og sveltistefna

Mánudagurinn 25. mars Tveggja ríkja lausn, þingið, morðin á Sjöundá og sveltistefna. Magnús Bernharðsson prófessor ræðir hörmungarnar á Gaza og hvort nokkur von sé um frið. ÞINGIÐ - umræðuliður um pólitík og þingmál verður á sínum stað. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þinkona pírata takast á og Höskuldur Kári Schram þingfréttaritari kemur í heimsókn og ræðir breytta tíma á Alþingi. Már Jónsson sagnfræðingur ræðir morðin á Sjöundá, réttarskjölin sjálf en ekki síður af hverju við erum enn að hugsa um Steinunni og Bjarna. Sveinn Máni Jóhannesson nýdoktor ræðir svo niðurskurðarhyggju eða sveltistefnu, ekki í dag heldur fyrir hundrað árum þegar hér komst til valda ríkisstjórn sem skar gríðarlega niður ríkisútgjöld
3/25/20243 hours, 35 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Synir Egils 24. mars: Ríkisbankar, einkarekstur, pólitík, stríð og enginn friður

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum á pálmasunnudegi og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Andri Snær Magnason rithöfundur og skáld, Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands og Snorri Másson ritstjóri og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af átökum og ásökunum, framboði og eftirspurn, stríð og litlum friði. Þeir bræður munu taka stöðuna á pólitíkinni og fá síðan Hilmar Þór Hilmarsson prófessor til að fara yfir stríð í heiminum og áhrif þeirra á öryggismál og heimspólitíkina. Vettvangur dagsins: Andri Snær Magnason rithöfundur og skáld Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands Snorri Másson ritstjóri Bræður spjalla Umfjöllun: Stríð og alþjóðamál Hilmar Þór Hilmarsson
3/24/20242 hours, 43 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Inga Bjarnason

Laugardagurinn 23. mars Helgi-spjall: Inga Bjarnason Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Inga Bjarnason leikstjóri okkur frá uppeldi sínu í horfinni veröld nítjándu aldar, listrænni menntun sinni í gegnum þrjá eiginmenn, ævisagnaritun sinni og lesblindu og uppgötvun sinni á að hún er allt önnur manneskja en hún hélt.
3/23/20242 hours, 30 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 12

Föstudagurinn 22. mars Vikuskammtur: Vika 12 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Friðrik Þór Guðmundsson blaðamaður og sjálfstætt starfandi fræðimaður á sviði fjölmiðla, Sólveig Ásta Sigurðardóttir nýdoktor, Bergsteinn Sigurðsson sjónvarpsmaður og Bjarndís Helga Tómasdóttir formaður Samtakanna 78 og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af deilum um kaup banka á tryggingafélagi, engri vaxtalækkun þrátt fyrir litlar launahækkanir, forsetaframboðum, menningarstríði og tómri hamingju.
3/22/20241 hour, 49 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Vopnahlé, einkavæðing, félagsleg öfl og ólög

Fimmtudagurinn 21. mars Vopnahlé, einkavæðing, félagsleg öfl og ólög Helen Ólafsdóttir öryggisráðgjafi fer yfir stöðuna eftir samþykkt vopnahlés á Gaza, en einnig framgöngu íslenskra stjórnvalda síðustu mánuði. Guðmundur Auðunsson hagfræðingur ræðir við okkur um nýfrjálshyggju í tilefni af helgiriti Frjálsrar verslunar um einkavæðingu, sem tímaritið segir að sé mestu framfaraskref Íslandssögunnar. Benedikt Sigurðarson, fyrrverandi skólastjóri, kemur aftur til að ræða samspil stjórnmála og alþýðuhreyfinga, en ekki síður hvernig félagsleg markmið hafa vikið fyrir markaðslegum á svo til öllum sviðum mannlífsins. Í lokin kemur Haukur Arnþórsson og segir okkur frá bók sinni Mín eigin lög sem dregur fram veikleika Alþingis, sem er kannski ekki sú lýðræðislega stofnun sem hún ætti að vera.
3/21/20243 hours, 35 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Vextir, ópíum, aldraðir, ofbeldi og alþýðuhreyfingar

Miðvikudagurinn 20. mars Vextir, ópíum, aldraðir, ofbeldi og alþýðuhreyfingar Við ræðum við Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóra Vísbendingar um ákvörðun Seðlabankans um að lækka vexti bara ekki neitt. Sigmar Guðmundsson þingmaður kemur og ræðir svarta skýrslu um ópíóða. Kári Jónasson fyrrum fréttastjóri og eftirlaunamaður ræðir um vonbrigði eldri borgara um kjarasamninga. Drífa Jónasdóttir doktorsnemi fjallar um hið dulda mein - heimilisofbeldi. Í lokin kemur Benedikt Sigurðarson skólafrömuður og fyrrum formaður KEA og segir frá áhrifum alþýðuhreyfinga, samvinnu- og verkalýðshreyfingarinnar, á stjórnmálin og samfélagið.
3/20/20243 hours, 53 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Hægrið, Grindavík, morð og smábarnabækur

Þriðjudagurinn 19. mars Hægrið, Grindavík, morð og smábarnabækur Hægrið skelfur eftir kaup Landsbankans á TM. Hvað veldur? Er þetta guðlast gagnvart heitri trú hægrisins, að rekstur megi bara fara frá ríkinu til hinna ríku en aldrei öfuga leið? Við ræðum þetta og fleira við Þórð Pálsson, forstöðumann fjárfestinga hjá Sjóvá og eldheitan hægri mann, sem er óánægður með ríkisstjórnina og Sjálfstæðisflokkinn. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur, kemur til okkar og segir frá stöðu Grindavíkur undir linnulausum jarðeldum. Steinunn Kristjánsdóttir prófessor í fornleifafræði segir okkur frá morðunum á Sjöundá, aftökum og kúgun almúgans fyrir rúmum tvö hindruð árum. Og Jón Yngvi Jóhannsson dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands mætir með skemmtilegu smábarnabækurnar, sem eru ekki allar þær sem þær eru séðar.
3/19/20243 hours, 28 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Þingið, látinn leikstjóri og leigumarkaðurinn

Mánudagurinn 18. mars Þingið, látinn leikstjóri og leigumarkaðurinn Við byrjum Rauða borðið á nýjum dagskrárlið: Þingið í umsjón Björns Þorláks. Hann fær til sín þrjá þingmenn tiil að ræða stöðuna og vikuna fram undan: Logi Einarsson frá Samfylkingu, Hanna Katrín Friðriksson frá Viðreisn og Þórarinn Ingi Pétursson frá Framsókn. Rimas Tuminas leikstjóri hafði mikil áhrif á íslensk leikhús og það fólk sem vann með honum. Leikararnir Guðrún Gísladóttir, Jóhann Sigurðsson og Hilmir Snær Guðnason og túlkurinn hans , Ásdís Þórhallsdóttir leiksviðsstjóri, minnast Rimasar við Rauða borðið en hann lést 6. mars. Í lokin kemur Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna og ræðir vonbrigði sín með kjarapakka stjórnvalda sem hann segir að muni lítið sem ekkert bæta stöðu leigjenda.
3/18/20244 hours, 4 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Eldgos, velferðarríki, útlendingaandúð og kjarasamningar

Sunnudagurinn 17 . mars Synir Egils: Eldgos, velferðarríki, útlendingaandúð og kjarasamningar Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Margrét Marteinsdóttir blaðamaður, Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur og Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar og ræða fréttir vikunnar sem einkennast af hræringum ofan jarðar og neðan, lífsbaráttu almennings, stjórnmálaflokka og ríkisstjórnar, vaxandi útlendingaandúðar og vangaveltum um forsetaframboð. Þeir bræður munu taka stöðuna á pólitíkinni. Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar koma síðan og ræða stöðu verkalýðshreyfingarinnar eftir kjarasamninga aðildarfélaga Alþýðusambandsins.
3/17/20242 hours, 50 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Einar Þór Jónsson

Laugardagurinn 16. mars Helgi-spjall: Einar Þór Jónsson Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Einar Þór Jónsson okkur frá lífi sínu og baráttu, uppvexti og þroska á tímum sem menn eins og hann voru ekki velkomnir í samfélaginu, áhrifin af alnæmi á hans líf, áhrif heilabilunar á aðstandendur en þó mest um sigra og gleði.
3/16/20242 hours, 26 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 11

Föstudagurinn 15. mars Vikuskammtur: Vika 11 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Kristín Eiríksdóttir rithöfundur, Sherry Ruth verkakona, Viktor Orri Valgarðsson stjórnmálafræðingur og Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson nýdoktor í heimspeki og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af undirritun kjarasamninga og deilum um þá, vangaveltum um forsetaframboð, mansali, hryðjuverkum og Eurovison á tímum þjóðarmorðs.
3/15/20241 hour, 27 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Vondir samningar, baráttuleiðir, hnignun Bretlands og fíklar

Fimmtudagurinn 14. mars Vondir samningar, baráttuleiðir, hnignun Bretlands og fíklar Ragnar Þór Ingólfsson kemur að Rauða borðinu og segir hvers vegna hann er óánægður með samningana sem hann var að undirrita. Hjörtur Hjartarson frá Stjórnarskrárfélaginu, Salvör Gullbrá Þórarinsson frá Félaginu Ísland-Palestína og Guðmundur Hrafn Arngrímsson frá Leigjendasamtökunum ræða um baráttuleiðir sem samtök þeirra nota. Guðmundur Auðunsson hagfræðingur segir okkur frá hrörnun Bretlands. Dagbjört Ósk Steindórsdóttir og Jón K Jacobsen aka Nonni Lobo frá samtök aðstandenda og fíknisjúkra og Gunnar Ingi Valgeirsson, sem heldur úti þáttunum Lífið á biðlista, koma í lokin og ræða stöðu fíkla í samfélaginu.
3/14/20243 hours, 35 minutes, 1 second
Episode Artwork

Leigumarkaður, Chris Smalls og moldin

Miðvikudagurinn 13. mars Leigumarkaður, Chris Smalls og moldin Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar dregur upp mynd af íslenskum leigumarkaði sem hann segir að sé á vondum stað. Margt bendir til að miklar hækkanir séu fram undan. Andrea Helgadóttir er áhugamanneskja um alþjóðlega verkalýðshreyfingu. Hún segir okkur frá verkalýðshetjunni Chris Smalls sem er að koma til landsins. Ólafur Arnalds prófessor segir okkur svo frá moldinni sem bæði nærir okkur og mótar. Hvað verður um okkur þegar næringamáttur moldarinnar hverfur?
3/13/20242 hours, 25 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Kjarasamningarnir, kulnun og baráttan um háskólann

Þriðjudagurinn 12. mars Kjarasamningarnir, kulnun og baráttan um háskólann Þau koma til okkar hagráð verkalýðsins, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB, Róbert Farestveit hagfræðingur ASÍ og Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM og fara yfir stöðu efnahagsmála í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Eru þeir sögulegir? Munu lífskjör almennings batna? Kristín Þóra Haraldsdóttir er höfundur, leikstjóri, leikari og umfjöllunarefni einleiksins Á rauðu ljósi, sem er allt í senn leikrit, uppistand og fyrirlestur um kulnun. Við ræðum við hana um hvernig við örmögnumst og hvaða leið er út úr því standi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra er að breyta fjármögnun háskólanna til að stýra uppbyggingu þeirra. Eiríkur Smári Sigurðarson rannsóknastjóri og sérfræðingur við hugvísindasvið Háskóla Íslands kemur að Rauða borðinu og ræðir um átökin um háskólanna, um hver eigi að stýra þróun þeirra.
3/12/20242 hours, 49 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Kjarasamningar, hommasýning og ópíum

Mánudagurinn 11. mars Kjarasamningar, hommasýning og ópíum Við byrjum á að fá Stefán Ólafsson prófessor og starfsmann Eflingar til að skýra út kjarasamningana sem voru undirritaðir fyrir helgi. Þeir þykja sögulegir fyrir hversu mikið af kjarabótunum eiga að koma frá stjórnvöldum. Við ræðum síðan við þá Rúnar Guðbrandsson leikstjóra og leikarana Árna Pétur Guðjónsson og Sigurð Edgar Andersen um verkið …..og hvað með það? Þetta er verk um homma, ofbeldi og ást. Og við ræðum þetta allt við þá félaga. Það geisar ópíóðafaraldur á Íslandi og fólk deyr af hans völdum. Við ræðum við Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni á Vogi, um hvað veldur og hvað beri að gera? Og spyrjum um sjúklinga Árna Tómasar Ragnarssonar læknis, sem fengu dagleg morfínskammt en fá hann ekki lengur.
3/11/20242 hours, 52 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Synir Egils 10. mars: Kjaramál, útlendingar, deilur og Islam

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona, Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur og Kristinn Hrafnsson blaðamaður og fara yfir fréttirnar og stöðu mála. Þeir bræður taka síðan púlsinn á pólitíkinni en fá síðan þá Kristján Þór Sigurðsson, sem skrifaði doktorsritgerð um Islamska samfélagið á Íslandi, og Hauk Þór Þorvarðarson, sem skrifaði meistararitgerð um Islamófóbíu, til að ræða um Islamófóbíu og áhrif hennar á íslenskt samfélag, einstaklingana og stefnu stjórnvalda.
3/10/20242 hours, 43 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Elísabet Rónalds

Laugardagurinn 9. mars Helgi-spjall: Elísabet Rónalds Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Elísabet Rónaldsdóttir klippari okkur frá Hollywood og leið sinni þangað, frá baslinu og meðvirkninni, frá ástinni og ástríðunni, frá seiglunni og óþekktinni og öðru því sem búið hefur hana til.
3/9/20242 hours, 49 seconds
Episode Artwork

Vikuskamturinn 8. mars

Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Amnesty Internati­onal á Íslandi, Helga Arnarsdóttir fjölmiðlakona, Sigrún Elsa Smáradóttir framkvæmdastjóri og Sverrir Norland rithöfundur og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af kjarasamningum, félagsmálapökkum, handtökum, hótunum, hörku og huggulegheitum.
3/8/20241 hour, 37 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Fíklar, orð gegn orði, öryrkjar og innflytjendur í Lúx

Fimmtudagurinn 7. mars Fíklar, orð gegn orði, öryrkjar og innflytjendur í Lúx Alma D. Möller landlæknir kemur að Rauða borðinu og ræðir um stöðu fólks með fíknisjúkdóma, ekki síst út frá málum Árna Tómasar Ragnarsson læknis sem sviptur var leyfi til að gefa út ópíóðalyf. Þarf átak til að bæta líf og heilsu fíklanna? Er hægt að standa hjá þegar svo margir farast? Einleikurinn Orð gegn orði hefur slegið í gegn. Ebba Katrín Finnsdóttir leikari og Þóra Karitas Árnadóttir leikstjóri ræða um verkið og erindi þess, en þar er fjallað um hvernig dómskerfið leikur þolendur kynferðisofbeldis. Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ fer yfir afstöðu bandalagsins til tillagna félagsmálaráðherra um breytingar á almannatryggingum. Við sláum svo á þráðinn til Lúxemborgar og fáum Róbert Björnsson, sem segist vera efnahagslegur flóttamaður frá Íslandi, til að segja okkur hvernig þarlend stjórnvöld hafa tekið á mun hraðari fjölgun landsmanna en hér hefur orðið.
3/7/20242 hours, 55 minutes, 1 second
Episode Artwork

Fátækt fólk, Eimreið, byssur og forsetaframboð

Miðvikudagurinn 6. mars Fátækt fólk, Eimreið, byssur og forsetaframboð Varða, rannsóknarsetur vinnumarkaðarins, hefur sýnt fram á að stórir hópar vinnandi fólks búa við fátækt, draga fram lífið frá launatékk til launatékka. Kristín Heba Gísladóttir forstöðukona Vörðu segir okkur frá hvaða fólk þetta er og hvers vegna það er svona fátækt. Nýfrjálshyggjan er áfram á dagskrá Rauða borðsins. Kristin Vala Ragnarsdóttir prófessor og Þorvaldur Logason höfundur Eimreiðarelítunnar koma og segja frá áætlunum sem gerðar voru til að skipuleggja yfirtöku þessarar hugmyndafræði, sem átti eftir að kalla miklar hörmungar yfir samfélögin. Skotveiðimenn segjast mæta fordómum og skilningsleysi. Áki Ármann Jónsson upplýsir okkur um það og mikilvægi útvistar. Við höldum áfram að ræða við forsetaframbjóðendur. Röðin er komin að Agnieszku Sokolowska.
3/6/20242 hours, 43 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 5. mars

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram breytingar á útlendingalögum. Hún mætir við Rauða borðið og færir rök fyrir sínu máli. Eiríkur Bergmann prófessor hefur skoðað uppgang hægri popúlista áratugum saman. Hann greinir áhrif stefnubreytinga Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar í innflytjendamála á stjórnmálaumræðuna. Jónas Guðmundsson fyrrum rektor á Bifröst, kemur og ræðir um nýfrjálshyggjuna, sem hann segir að leiði til aukinnar samkeppni heldur þvert á móti til fákeppni og einokunar. Í lokin koma Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, heimspekingur og kynjafræðingur, og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá landlæknisembættinu og doktor í lýðheilsu, og ræða áhrif áfengis á samfélagið og einstaklinginn.
3/6/20244 hours, 43 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Dauði nýfrjálshyggju, hatur, Guantanamo, umhverfi og kjaraviðræður

Mánudagurinn 4. mars Dauði nýfrjálshyggju, hatur, Guantanamo, umhverfi og kjaraviðræður Þorvaldur Gylfason prófessor kemur að Rauða borðinu og segir okkar frá Joseph Stiglitz og erindi hans í Háskólanum, um dauða nýfrjálshyggjunnar og þörf fyrir nýtt stýrikerfi í samfélaginu. Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International ræðir hatur og rasisma. Ögmundur Jónasson segir okkur frá Máritínumanninn Mohamedou Ould Slahi sem heldur erindi á laugardaginn og bíómyndinni sem gerð var um hann. Auður H. Ingólfsdóttir sviðstjóri hjá Umhverfisstofnun kemur að Rauða borðinu og bregst meðal annars við spurningunni hvort heimurinn sé að óbreyttu að fara til helvítis. Og Sigurður Pétursson sagnfræðingur ræðir kjaraviðræður og greinir átökin sem þar birtast.
3/4/20242 hours, 59 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Synir Egils: Innflytjendur, orka, efnahagur, Vg og Sjálfstæðisflokkurinn

Sunnudagurinn 3. mars Synir Egils: Innflytjendur, orka, efnahagur, Vg og Sjálfstæðisflokkurinn Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Nichole Leigh Mosty, leikskólastjóri í Vík í Mýrdal, Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður Samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun og Ásgeir Brynjar Torfason, ritstjóri Vísbendingar, og ræða innflytjendamál, orkumál, efnahagsmál og önnur mál sem hafa verið ofarlega í umræðunni í vikunni. Bræðurnir fá að því búnu til sín Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og spyrja hana um þær breytingar sem hún stendur fyrir og hefur staðið fyrir, stöðuna á flokknum hennar og ríkisstjórninni. Fyrir hvað stendur Áslaug Arna í pólitíkinni? Að lokum spjalla þeir bræður um stöðu mála og samfélagsins og draga saman umræður dagsins.
3/3/20242 hours, 30 minutes, 1 second
Episode Artwork

Helgi-spjall: Björn Oddsson

Laugardagurinn 2. mars Helgi-spjall: Björn Oddsson Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Björn Oddsson jarðfræðingur okkur frá bókinni sem hann kemur með til landsins, eftir langdvalir í Sviss í meira en hálfa öld, frá muninum á samfélaginu á Íslandi og í Sviss, frá sprungunum í Grindavík, samfélaginu sem hann kom frá og mörgu öðru.
3/2/20242 hours, 51 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 09

Föstudagurinn 1. mars Vikuskammtur: Vika 09 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Matthías Matthíasson klínískur sálfræðingur og teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa, Heiða Eiríksdóttir aka Heiða í Unun, útvarps- og tónlistarkona, doktorsnemi í heimspeki, Páll Ásgeir Ásgeirsson leiðsögumaður og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af deilum um dýrahald, kjaradeilum og deilum um innflytjendastefnu, heimsóknum stjórnmálafólks til almúgans á tímum stjórnarmálalegra hræringa.
3/1/20241 hour, 53 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Læknir fíkla, hipparnir, ferðaþjónustan og bókaútgáfa

Fimmtudagurinn 29. febrúar Læknir fíkla, hipparnir, ferðaþjónustan og bókaútgáfa Árni Tómas Ragnarsson læknir hefur gefið út lyfseðla á morfín til fólks sem háð er ópíóðum. Landlæknir svipti hann leyfinu. Árni Tómas rekur þessa sögu frá sinni hlið við Rauða borðið í kvöld. Benóný Ægisson, Sigrún Huld Þorgrímsdóttir og Árni Pétur Guðjónsson eru af hippakynslóðinni, börn eftirstríðsárakynslóðarinnar, og upplifðu það Ísland sem þau ólust upp inna sem grátt, þröngt og óbærilega leiðinlegt. Við förum með þeim í tímaflakk til þessa tíma. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hafnar því að álag á innviði sé ferðamannaágangi að kenna innanlands, segir rótina liggja í ástandi sem skapaðist á árunum 2010-2016. Heiðar Ingi Svansson, formaður félags íslenskra bókaútgefenda, segir margt benda til að prentaðar bækur lifi allar breytingar af þótt bylting hafi orðið í háttum samtímafólks.
2/29/20243 hours, 25 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Okur, svik, heilbrigðiskerfið, pönk og hugaríþróttir

Rauða borðið 28. febrúar Okur, svik, heilbrigðiskerfið, pönk og hugaríþróttir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna kemur og ræðir nokkur sláandi álitamál auk svartrar skýrslu þar sem tjón íslenskra neytenda hleypur á ríflega 60 milljörðum vegna ætlaðrar sviksemi skipafélaga. Við spyrjum hann líka hvort það sé eðlilegt að einn flugmiði aðra leiðina innanlands kosti 50.000 kall. Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur kemur til okkar og segir frá innflytjendum, hælisleitendum og heilbrigðiskerfinu. Er kerfið að sligast undan álagi vegna fólks frá öðrum þjóðum? Taugadeildin var skammlíf síð-pönksveit sem hefur nú vaknað aftur til lífsins. Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur er einn meðlima og segir okkur frá gildi pönksins og hverju það breytti. Matthías Imsland slær botninn í þáttinn en hann stýrði áður flugfélögum og gegndi aðstoðarmennsku fyrir ráðherra en er nú með bridds á heilanum.
2/28/20242 hours, 34 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Breiðholt, körfubolti, skautun og Rússland

Þriðjudagurinn 27. febrúar Breiðholt, körfubolti, skautun og Rússland Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari segir okkur frá íþróttastarfi í efra Breiðholti, því hverfi þar sem hlutfall innflytjenda er hæst. Finnur Dellsén prófessor í heimspeki ræðir við okkur um skautun og Ingunn Hreinberg Indriðadóttir, aðjúnkt og námsgreinaformaður í rússnesku við Háskólann, segir okkur frá Rússlandi Pútins.
2/27/20243 hours, 13 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Úkraína, bíó, biskupskjör og Gaza

Mánudagurinn 26. febrúar Úkraína, bíó, biskupskjör og Gaza Við byrjum á að slá á þráðinn til Erlings Erlingssonar hernaðarsagnfræðings í tilefni af því að tvö ár eru liðin frá innrás rússneska hersins í Úkraínu. Er einhver að vinna þetta stríð? Eða allir að tapa? The Zone of Interest er sterk mynd um hversdagsleika illskunnar. Anna Sigrún Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur og feðgarnir Árni Óskarsson þýðandi og Bergur Árnason kvikmyndagerðarmaður koma að rauða borðinu og segja okkur frá myndinni og hvers vegna hún hafði svo sterk áhrif á þau. Við höldum kirkjuþing um biskupskjör með þeim Skúli S. Ólafsson presti í Neskirkju og Sigurvin Lárus Jónsson presti í Fríkirkjunni í Reykjavík, spyrjum um stöðuna á kirkjunni og frammistöðu biskupsefna í viðtölum við Rauða borðið. Í lokin kemur Hilmar Þór Hilmarsson prófessor á Akureyri og metur stöðuna á Gaza og áhrif ástandsins á Mið-Austurlönd og heimspólitíkina.
2/26/20244 hours, 28 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Synir Egils 25. feb - Kjaramál, pólitík og innflytjendur

Synir Egils 25. febrúar Kjaramál, pólitík og innflytjendur Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við gesti. Að þessi sinni koma Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis og Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur og ræða fréttir vikunnar og stöðuna í pólitíkinni. Þeir bræður taka svo stöðuna á pólitíkinni en fá svo að Rauða borðinu innflytjendur til að ræða innflytjendamál. Jasmina Vajzović Crnac sérfræðingur í málefnum flóttafólks og innflytjenda, Qussay Odeh aðgerðarsinni í málefnum Palestínumanna og Wiktoria Joanna Ginter túlkur og aktívisti í málum innflytjenda ræða breyttan tón í umræðu um innflytjendastefnu.
2/25/20242 hours, 42 minutes
Episode Artwork

Helgi-spjall: Lísa Páls

Laugardagurinn 24. febrúar Helgi-spjall: Lísa Páls Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Lísa Pálsdóttir okkur frá sjálfri sér, fólkinu sínu og hippakynslóðinni, frá óþekkt og óreglu, seiglu og skemmtilegheitum.
2/24/20242 hours, 32 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 08

Föstudagurinn 23. febrúar Vikuskammtur: Vika 08 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp fjölmiðlakona, Elísabet Ronaldsdóttir klippari , Sigtryggur Ari Jóhannsson ljósmyndari og Gunnar Lárus Hjálmsson aka Dr. Gunni tónlistarmaður og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af umræðum um innflytjendur og innviði, fréttum að stríðum og glæpum, samningum og sáttum.
2/23/20241 hour, 30 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Rasismi, rúmdýnur, Grindavík og framhaldsskólakrakkar

Hvöss gagnrýni á vendingar í innflytjendamálum, stytting náms til stúdentsprófs sem hryðjuverk og stormasamt viðtal við Jón Steinar Gunnlaugsson er meðal efnis við Rauða borðið í kvöld. Drífa Snædal, talskona Kvennaathvarfsins, ríður á vaðið sem fyrsti viðmælandi Samstöðvarinnar í beinni útsendingu klukkan 20 í kvöld. Umræðuefnið er rasismi, innflytjendamál og staða VG. Lífið í Grindavík verður á dagskrá. Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrum hæstaréttardómari ræðir opnun bæjarins sem hann þakkar málsókn sem hann sinnti fyrir Grindvíking. Hann segir morgunljóst að lokun bæjarins hafi verið brot á stjórnarskrá. Ársæll Guðmundsson, skólameistari sem var yfir námstímanefnd sem stytti nám til stúdentsprófs, skýrir sjónarmiðin að baki hinum umdeildu breytingum. Fyrrverandi kennari við Menntaskólann á Akureyri verður á línunni en hann kallar styttinguna hryðjuverk. Vilmundur Möller Sigurðsson slær svo botninn í þáttinn en hann heldur fram að tugþúsundir Íslendinga sofi illa vegna kemískra efna í rúmdýnum.
2/23/20241 hour, 50 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Víkingur Heiðar, heimurinn, Grindavík og Gaza

Tímamót í Grindavík með opnun bæjarins, viðbrögð við breyttri innflytjendastefnu ríkisstjórnarinnar, umhverfismál, Víkingur Heiðar konsertpíanisti og fleira verður á dagskrá við Rauða borðið á Samstöðinni í kvöld. Við hefjum leik í Grindavík þar sem bærinn er ekki lengur rammlæstur. Við ræðum við íbúa. Annar válegur veruleiki sem margir eru að tala um þessa dagana eru loftslagsmálin. Stærstu hita- og kuldamet falla nú um víða um völl svo nemur jafnvel fráviki upp á 6-7 gráður. Stefán Jón Hafstein, höfundur bókar um umhverfismál, kemur og ræðir andvaraleysið í heiminum gagnvart ógninni sem nú er smám saman að fá á sig andlit og rödd. Það verður einnig fjallað um menningu við Rauða borðið. Undrið Víkingur Heiðar Ólafsson píanisti er á margra vörum þessa dagana, jafnt innan sem utan landsteinanna. Við fáum einn þekktasta tónlistarkrítíker landsins, Arndísi Björk Ásgeirsdóttur í heimsókn, hún ætlar að segja okkur söguna alla á bak við Víking. Síðast í þættinum kemur svo Hjálmtýr Heiðdal fyrir hönd Ísland-Palestínu, hann ætlar að greina nýjustu vendingar í stríðinu á Gaza og segja okkur frá mikilli fjögun félagsmanna undanfarið. Við fáum líka viðbrögð hans við einu stærsta fréttamáli dagsins sem er breytt stefna ríkisstjórnarinnar í innflytjendamálum.
2/21/20242 hours, 2 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Synir Egils: Pólitískar vendingar og Gaza

Sunnudagurinn 18. febrúar Synir Egils: Pólitískar vendingar og Gaza Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við gesti. Að þessi sinni koma Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og ráða í stöðuna. Þeir bræður munu líka greina ástandið á þinginu og á eftir vindum við okkur í Háskólabíó og hlýðum á stórfund til stuðningi Palestínu.
2/18/20243 hours, 25 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Steinunn Sigurðardóttir

Laugardagurinn 17. febrúar Helgi-spjall: Steinunn Sigurðardóttir Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Steinunn Sigurðardóttir skálf og rithöfundur okkur frá lífi sínu, uppvexti og mótun, baráttu og sigrum en líka frá okkur Íslendingum, hvernig við stöndum okkur sem hópur.
2/17/20242 hours, 25 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 07

Föstudagurinn 16. febrúar Vikuskammtur: Vika 07 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Jovana Pavlović mannfræðingur, Margrét Örnólfsdóttir leikstjóri, Gunnar Helgason rithöfundur og Árni Pétur Guðjónsson leikari og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af afrekum sjálfboðaliða og járnsuðumanna, deilum og átökum, viðsnúningi, hótunum og uppkaupum á Grindavík.
2/16/20241 hour, 43 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Mannbjörg, ríkissjóður, stríð og enginn friður

Fimmtudagurinn 15. febrúar Mannbjörg, ríkissjóður, stríð og enginn friður Við sláum á þráðinn til Kairó þar sem Sema Erla Serdaroglu, formaður hjálparsamtakanna Solaris, vinnur með hópi fólks sem bjarga fólki frá Gaza sem hefur dvalarleyfi á Íslandi. Nú þegar hefur tekist að bjarga átta manns og von er á tólf til viðbótar á nstu dögum. Við förum yfir stöðu og getu ríkissjóðs með Ásgeiri Brynjari Torfasyni ritstjóra Vísbendingar. Höfum við efni á aðgerðum á Reykjanesi, vegna kjarasamninga og til að leysa húsnæðiskreppuna, svo dæmi séu tekin. Og hversu lengi er hægt að reka ríkissjóð með halla? Úkraínustríðið heldur fram að boðaður sigur Úkraínu og Vesturveldanna á vígvellinum er orðin fjarlægur draumur. Hvað tekur þá við? Við ræðum við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor á Akureyri um stríðið í Evrópu og hver er áhrif þess á Úkraínu, Evrópu og heimsmálin.
2/15/20243 hours, 22 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Saknaðarilmur, lestarsamgöngur, mótmæli og biskupskjör

Miðvikudagurinn 14. febrúar Saknaðarilmur, lestarsamgöngur, mótmæli og biskupskjör Unnur Ösp Stefánsdóttir hefur skrifað leikgerð upp úr tveimur bókum Elísabetar Jökulsdóttur og leikur í henni aðalhlutverkið, eina hlutverkið. Við fáum Unni og Elísabetu til að ræða Saknaðarilm og öll þau mál sem þetta magnaða verk snertir. Björn Þorláksson ræðir við Elliða Vignisson bæjarstjóra í Ölfuss um áhrif Reykjaneselda á uppbyggingu nágrannasveitarfélaganna. Á laugardaginn verður stórfundur um Palestínu í Háskólabíói, sem Samstöðin mun senda út beint. Salvör Gullbrá Þórarinsson er ein þeirra sem skipuleggur fundinn og hún mun segja okkur frá honum, en ekki síður þeim fjölbreytilegu stjórnmálum götunnar sem orðið hafa til vegna andstöðu almennings við árásir Ísraels á Gaza. Í lokin kemur Bjarni Karlsson, prestur og guðfræðingur hjá sálgæslu- og sálfræðistofunni Haf og segir okkur hvers vegna hann vill verða biskup og hvert erindi Krists og kirkju er við samtímann.
2/14/20244 hours, 16 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Kjaraviðræður, laskaðir innviðir, biskupskjör og Vaðlaheiðargöng

Þriðjudagurinn 13. febrúar Kjaraviðræður, laskaðir innviðir, biskupskjör og Vaðlaheiðargöng Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins skýrir stöðuna í kjarasamningum. Á hverju strandar og hvers vegna? Verða verkföll eða ekki? Björn Þorláksson tekur á móti þingkonunni Hönnu Katrínu Friðriksson frá Viðreisn og ræðir við hana um hrörnandi innviði, einkum í heilbrigðiskerfinu. Ninna Sif Svavarsdóttir, prestur í Hveragerði, vill verða í biskup. Hún segir okkur hvers vegna. Leikhópurinn Verkfræðingarnir hafa sett saman sýningu um Vaðalheiðargöngin, verk sem fjallar um göngin og reyndar miklu meira til. Leikararnir Kolbeinn Arnbjörnsson og Hilmir Jensson segja okkur hvers vegna þessi göngu eru svona merkileg og saga þeirra fjarstæðukennd.
2/13/20243 hours, 15 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Flóttafólk, hugvíkkandi efni, biskupskjör og deilurnar um MÍR

Mánudagurinn 12. febrúar Flóttafólk, hugvíkkandi efni, biskupskjör og deilurnar um MÍR Við fáum Helen Ólafsdóttur Öryggisráðgjafa til að draga upp mynd af flóttafólki, hvaða fólk þetta er, hvar það er, hvert það ætlar og til hvers? Og hvaða áhrif fólkið hefur á löndin sem það sækir heim. Lilja Sif Þorsteinsdóttir sálfræðingur fjallar um það sem hún kallar hugbirtandi lyf, sem nú eru í mikilli tísku á Íslandi þótt notkun þeirra stangist á við lög. Guðmundur Karl Brynjarsson prestur í Lindakirkju er einn þeirra presta sem vill verða biskup. Við ræðum við hann um samfélagið, kirkjuna og kristni og hvers konar biskup hann vill verða. Það er deilt um MÍR fyrir héraðsdómi eins og við fjölluðum um í viðtali um daginn við fólk sem var ósátt um ákvarðanir stjórnar. Í kvöld mæta stjórnarmenn í MÍR, Sigurður H. Einarsson og Einar Bragason, og svara fyrir sig.
2/12/20243 hours, 5 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Synir Egils: Náttúrhamfarir, hælisleitendur og staða ríkissjóðs

Sunnudagurinn 11. febrúar Synir Egils: Náttúrhamfarir, hælisleitendur og staða ríkissjóðs Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við gesti. Að þessi sinni koma Ingvar Smári Birgisson lögmaður, Erna Bjarnadóttir hagfræðingur og Jóhann Páll Jóhansson þingmaður og ræða fréttir vikunnar en líka stöðuna í stjórnmálunum. Þeir bræður taka stöðuna á þingi og fá svo Hrafnkel Ásólf Proppé skipulagsfræðing, Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing og Pál Einarsson jarðfræðing til að ræða áhrif náttúrvár á skipulagsmál.
2/11/20242 hours, 13 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall - Magnús Skarphéðinsson

Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Magnús Skarphéðinsson frá lífi sínu og baráttu, uppvexti og mótun, átökum, sigrum og töpum.
2/10/20242 hours, 16 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 06

Föstudagurinn 9. febrúar Vikuskammtur: Vika 06 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Dóra Ísleifsdóttir grafískur hönnuður, Hallveig Rúnarsdóttir söngkona, Eyrún Magnúsdóttir blaðakona og Björn Brynjúlfur Björnsson leikstjóri og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af hamförum, hetjulegri björg, sigrum, harðnandi deilum, ógnargróða og kulda.
2/9/20241 hour, 41 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Reykjaneseldar

Fimmtudagurinn 8. febrúar Reykjaneseldar Rauða borð kvöldsins verður tileinkað að mestu eldsumbrotum á Reykjanesi og afleiðingum þeirra. Við ræðum við Pál Þorbjörnsson fasteignasala frá Grindavík sem nú býr í Reykjanesbæ, þar sem er heitavatnslaust. Páll Valur Björnsson hefur líka verið á flótta frá í nóvember og segir okkur hvaða áhrif Reykjaneseldar hafa á fólk. Við fáum Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing til að greina stöðuna og sláum á þráðinn til fólks í Reykjanesbæ: Hilmar Braga Bárðarson fréttastjóra Víkurfrétta og Sigurjóns Magnúsar Egilsson blaðamanns sem býr í Njarðvík. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri kemur í þáttinn eftir fund með almannavörnum og lýsir áföllum dagsins og til hvaða aðgerða verður gripið. Vilhjálmur Árnason þingmaður Grindvíkinga fer yfir hvað pólitíkin og stjórnvöld þurfa að gera.
2/8/20242 hours, 27 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Björgun barna, útlendingaandúð, mislingar og Ástþór

Miðvikudagurinn 7. febrúar Björgun barna, útlendingaandúð, mislingar og Ástþór Við byrjum á því að slá á þráðinn til Kairó þar sem rithöfundarnir Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristín Eiríksdóttir og blaðakonan María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp hafa heimt móður og þrjú börn hennar af Gaza. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði ræðir áhrif hælisleitenda og innflytjenda á stjórnmál í Evrópu og hér hema. Erla Dóris Halldórsdóttir sagnfræðingur og hjúkrunarfræðingur segir okkur síðan frá mislingum, berklum, holdsveiki og öðrum skæðum pestum. Í lokin kemur Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi að Rauða borðinu og segir frá sér, framboði sínu, stefnu og sýnum.
2/7/20243 hours, 38 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Reykjavíkurflugvöllur, heilabilun, bændur og frjálshyggja

Þriðjudagurinn 6. febrúar Reykjavíkurflugvöllur, heilabilun, bændur og frjálshyggja Örn Sigurðsson arkitekt og Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafa ólíkar hugmyndir um Reykjavíkurflugvöll og Vatnsmýrina. Björn Þorláksson stýrir samræðum þeirra um þetta hitamál. Leikritið Með Guð í vasanum fjallar um heilabilun, áhrif hennar á einstaklinginn og fjölskyldu hans. María Reyndal höfundur og leikstjóri og Katla Margrét Þorgeirsdóttir aðalleikkona koma að Rauða borðinu og ræða verkið, erindi þess og reynslu sína af veikindum aldraðs fólks. Trausti Hjálmarsson sauðfjárbóndi Austur-Hlíð í Biskupstungum vill verða formaður Bændasamtakanna, hefur boðið sig fram gegn sitjandi formanni, Gunnari Þorgeirssyni garðyrkjubónda í Ártanga í Grímsnesi. Hvað vill Trausti með samtökin? Hvernig sér hann íslenskan landbúnað þróast. Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur hefur skrifað greinar um frjálshyggjuna. Við grípum tækifærið og ræðum við hann um þennan landsins forna fjanda.
2/6/20243 hours, 53 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Palestína, stjórnarskrá, biskup og fíknisjúkir

Mánudagurinn 5. febrúar Palestína, stjórnarskrá, biskup og fíknisjúkir Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur, Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur og Helen Ólafsdóttir öryggisráðgjafi hafa allar reynslu og þekkingu af málefnum Palestínu og Mið-Austurlanda og draga upp fyrir okkur hver staðan er í dag, hver er ástæða hennar og hvernig hún getur þróast. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði veltir fyrir sér mikilvægi stjórnarskráa og hvers vegna svona sein t gengur að breyta núgildandi stjórnarskrá. Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju vill verða biskup og ræðir við okkur um erindi Krists, kristni og kirkju og hlutverk biskups. Kristinn Magnússon og Jón K Jacobsen aka Nonni Lobo eru fíklar í bata sem þekkja heimilisleysi, fangelsi og veruleika uppkominna barna alkóhólista. Þeir ræða við okkur um stöðu fíknisjúkra í samfélagi sem hefur fordóma gagnvart fíklum.
2/5/20244 hours, 9 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Synir Egils: Hrun ríkisstjórnar, átök, rasismi og Íslamófóbía

Sunnudagurinn 4. febrúar Synir Egils: Hrun ríkisstjórnar, átök, rasismi og Íslamófóbía Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við gesti. Að þessi sinni koma Eyjólfur Ármannsson þingmaður Flokks fólksins, Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar og Margrét Tryggvadóttir rithöfundur og ræða fréttir vikunnar en ekki síst stöðuna í stjórnmálunum, hrun í trausti til ríkisstjórnar og flokkanna sem mynda hana. Þeir bræður taka stöðuna á þingi. Mahdya Malik háskólanemi, Zahra Mesbah starfskona í samræmdri móttöku flóttafólk hjá Reykjavíkurborg og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi koma síðan og ræða reynslu sína og þekkingu á fordómum í íslensku samfélagi, rasisma og Íslamófóbíu.
2/4/20242 hours, 40 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Lára Martin

Laugardagurinn 3. febrúar Helgi-spjall: Lára Martin Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Lára Marteinsdóttir frá lífi sínu, hugmyndum og baráttu; hvernig það var að koma út úr skápnum fyrst lesbía og hvernig stjörnur, erkitúpur og lófalestur getur veitt okkur leiðsögn.
2/3/20243 hours, 18 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 05

Föstudagurinn 2. febrúar Vikuskammtur: Vika 05 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson blaðamaður, Harpa Kristbergsdóttir aðgerðarsinni, Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir uppistandari og handritshöfundur og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af óveðri, ósætti og óróa, framboðum og óljósri eftirspurn, hávaða og þöggun.
2/2/20241 hour, 43 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Kristni, MÍR, æxli og fátækt

Fimmtudagurinn 1. febrúar Kristni, MÍR, æxli og fátækt Við höldum áfram að ræða við biskupsefni um samfélagið okkar og erindi kristni og kirkju við það. Nú er komið að Elínborgu Sturludóttur dómkirkjupresti. Það er deilt um MÍR, Menningartengsl Íslands og Rússlands, fyrir héraðsdómi. Alexandra Argunova aka listakonan Kjurigej, Sigurður Þórðarson eftirlaunamaður og Hilmar Garðars Þorsteinsson lögmaður koma að Rauða borðinu og segja okkur hvers vegna stór hópur félagsmanna er ósáttur við ákvörðun stjórnar að leggja niður félagið. Hrafnkell Karlsson organisti segir okkur sjúkrasögu sína en hann fékk æxli innan hryggjarsúlunnar fyrir fáeinum árum og er að komast til fullrar heilsu. Í lokin kemur Sæmundur Þór Helgason myndlistarmaður og segir okkur frá sýningu sinni: Af hverju er Ísland svona fátækt?
2/1/20242 hours, 44 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Leigjendur, Gaza, sjúkrasaga og biskupskjör

Miðvikudagurinn 31. janúar Leigjendur, Gaza, sjúkrasaga og biskupskjör Við ræðum stöðu leigjenda í kjarasamningum við Ragnar Þór Ingólfsson formann VR og Guðmund Hrafn Arngrímsson formann Leigjendasamtakanna. Allar kjarabætur leigjenda á undanförnum árum hafa runnið til leigusala. Verður það svo áfram? Elín Jakobína Oddsdóttir hjúkrunarfræðingur starfaði á skurðstofum á Gaza og tók á móti fórnarlömbum aðgerða Ísraelshers. Hún segir okkur frá sárum þessa fólks og raunum. Yngvi Ómar Sighvatsson kemur og segir okkur sjúkrasögu þriggja ættliða, hans sjálfs, móður hans og sonar, og reynslu þeirra af heilbrigðiskerfinu. Sem er ekki góð. Í lokin kemur Helga Soffía Konráðsdóttir prestur í Háteigskirkju og prófastur í Reykjavikurprófastdæmi vestra, ein þeirra sem rétt hafa upp hönd og boðið sig fram til biskups, og ræðir um erindi kristni og kirkju til samfélagsins og einstaklinganna innan þess.
1/31/20243 hours, 1 minute, 5 seconds
Episode Artwork

Spilling, Kína og hinir fátæku sem munu landið erfa

Þriðjudagurinn 30. janúar Spilling, Kína og hinir fátæku sem munu landið erfa Transparency International sendi frá sér spillingarvísitölu fyrir öll lönd heims í morgun og þá kom í ljós að vísitala Íslands lækka enn. Við fáum Atla Þór Fanndal framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Transparency til segja okkur hvers vegna. Kjartan Pétur Sigurðsson fjarskiptatæknifræðingur hefur búið lengi í Kína og við fáum hann að Rauða borðinu til að lýsa sinni upplifun af samfélaginu þar og hvert það stefnir. Sigurvin Lárus Jónsson fríkirkjuprestur hefur skrifað greinar um kirkjuna sem pólitíska hreyfingu. Við fáum hann til að segja okkur frá pólitík kirkjunnar.
1/30/20242 hours, 53 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Trump, Grindavík, biskup og mannát

Mánudagurinn 29. janúar Trump, Grindavík, biskup og mannát Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur kemur að Rauða borðinu og ræðir um sigurgöngu Donald Trump, hvaða hann kemur og hvert hann ætlar og hvað veldur því að bandarísk stjórnmál snúast um þennan mann. Pétur Rúrik Guðmundsson er einn þeirra Grindvíkinga sem hefur farið fram á að bæjarstjórnin boði til íbúafundar. Við spyrjum hann hvers vegna. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti er einn þeirra presta sem vilja verða næsti biskup. Við ræðum við hann um kirkju og kristni og hlutverk þessa í samfélaginu í dag. Kannibalen er leikrit um mannát og einmanaleika sem sýnt er í Tjarnarbíói. Leikararnir Fjölnir Gíslason og Adolf Smári Unnarsson og leikstjórinn Adolf Smári Unnarsson segja okkur hvers vegna maður sem vill éta annan mann og annar sem vill verða étinn eiga erindi við okkur í dag.
1/30/20243 hours, 29 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Synir Egils: Þjóðarmorð, stjórnarkreppa og kjarabarátta

Sunnudagurinn 28. janúar Synir Egils: Þjóðarmorð, stjórnarkreppa og kjarabarátta Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við gesti. Að þessi sinni koma Bjarni Karlsson guðfræðingur, Drífa Snædal talskona Stígamóta og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingkona og ræða stórar fréttir, mikil tíðindi og eldfimt ástand hér heima og innanlands. Þeir bræður munu meta stöðuna í pólitíkinni og svo sláum við á þráðinn til Helenar Ólafsdóttur öryggisráðgjafa og berum undir hana ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að frysta framlög til Hjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna á Gaza. Í lokin fáum við Þórdís Ingadóttir lagaprófessor og segir okkur frá Alþjóðadómstólnum og túlkar úrskurð hans um þjóðarmorð Ísraelsstjórnar á Gaza.
1/28/20242 hours, 48 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 04

Föstudagurinn 26. janúar Vikuskammtur: Vika 04 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Birgir Þórarinsson aka Biggi veira tónlistamaður, Esther Bíbí Ásgeirsdóttir tónlistarkona, Freyr Eyjólfsson upplýsingafulltrúi og Karen Kjartansdóttir almannatengill og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af jarðhræringum, skjálfta í stjórnmálum, óvæntum tíðindum, deilum, stríði og vonbrigðum.
1/28/20241 hour, 28 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Stéttabarátta og hælisleitendur

Fimmtudagurinn 25. janúar Stéttabarátta og hælisleitendur Sólveig Anna Jónsdóttir kemur að Rauða borðinu og lýsir stöðunni í kjaraviðræðum. Hafa fyrirtækjaeigendur skipt um kúrs? Eru verkföll fram undan? Vilja stjórnvöld nota Grindavík til að draga úr launakröfum? Við höldum áfram að ræða málefni hælisleitenda og innflytjenda af gefnu tilefni. Nú koma þau Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur, og Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður og skiptast á skoðunum um stöðu hælisleitenda, umræðuna um málaflokkinn, stöðu innviða og grunnkerfa, glæpi og allskonar sem blandast þeirri umræðu.
1/25/20242 hours, 32 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Hælisleitendur, Gaza og auðlindirnar okkar

Miðvikudagurinn 24. janúar Hælisleitendur, Gaza og auðlindirnar okkar Þingmennirnir Jón Gunnarsson frá Sjálfstæðisflokknum og Björn Leví Gunnarsson Pírati deila við Rauða borðið um hælisleitendur og innflytjendur, en líklega eru þeir sitthvor endinn á deilunum í þingsal um þessi mál. Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur lýsir stöðunni á Gaza og metur hvert sú hörmung getur leitt. Í lokin kemur Indriði Þorláksson og fjallar um Auðlindina okkar, nefndarvinnu sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra stóð fyrir.
1/24/20242 hours, 13 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Innflytjendamál, háskólar og Bíó Palestína

Þriðjudagurinn 23. janúar Innflytjendamál, háskólar og bíó Palestína Innflytjendamál er sannarlega komin á dagskrá þjóðmálanna, ofan á öll óleystu vandamálin. Þingfólkið Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Pírati, Bergþór Ólason frá Miðflokknum og Sigmar Guðmundsson frá Viðreisn koma að Rauða borðinu og ræða málin. Það gera líka Guðbjörn Guðbjörnsson, formaður Tollstjórafélagsins og stjórnsýslufræðingur, Hallur Magnússon sem rekur fyrirtæki í byggingabransanum og Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International. Þeir spá í áhrifin af útspili Bjarna Benediktssonar á stjórnmálin. Það stendur til að sameina háskólana á Bifröst og Akureyri og um það eru ekki allir sáttir. Grétar Þór Eyþórsson deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir deildarforseti félagsvísindadeildar á Bifröst skiptast á skoðunum. Í lokin kemur Esther Bíbí Ásgeirsdóttir umsjónarkona Bíóteks Kvikmyndasafnsins og segir okkur frá palestínskum bíómyndum sem hún ætlar að sýna í Bíó Paradís.
1/23/20242 hours, 49 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Aðgerðaáætlun, rasismi og útlendir fangar

Mánudagurinn 22. janúar Aðgerðaáætlun, rasismi og útlendir fangar Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur og Páll Valur Björnsson kennari koma að Rauða borðinu og gera upp aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar til að tryggja öryggi Grindvíkinga. Er þetta nóg? Eða nógu skýrt? Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur ræðir um rasisma á Íslandi í tilefni af Facebook-færslu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins þar sem hann sagði mótmælastöðu fólks frá Palestínu á Austurvelli vera hörmungin ein. Í lokin kemur Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur og fjallar um erlenda fanga í íslenskum fangelsum, en um fjölda þeirra hefur verið fjallað í umræðunni og bent á sem dæmi um varasamar afleiðingar fjölgunar innflytjenda
1/22/20242 hours, 48 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Synir Egils: Hamfarir, stjórnarkreppa og samfélag

Sunnudagurinn 21. janúar Synir Egils: Hamfarir, stjórnarkreppa og samfélag Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við gesti. Að þessi sinni koma Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir starfsmaður Alþýðusambandsins og Þórður Pálsson, forstöðumaður fjárfestinga hjá Sjóvá og ræða fordæmalausa stöðu. Ríkisstjórn með innanmein frammi fyrir risastórum verkefnum; hamförum, flóttafólki, kjarasamningum, húsnæðiskreppu, verðbólgu og efnahagslegri óvissu. Þeir bræður munu taka stöðuna á pólitíkinni en á eftir munu þeir fá til sín gesti til að ræða stöðuna í Grindavík út frá öðrum sjónarhornum en jarðfræðilegum og verkfræðilegum. Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur og íbúi í Grindavík, Sigrún Ólafsdóttir prófessor í félagsfræði og Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði ræða Grindavík, samfélag í upplausn, stöðu fjölskyldna og getu og vilja ríkisvaldsins til að finna réttar lausnir og fylgja þeim eftir.
1/22/20242 hours, 20 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Tyrfingur Tyrfingsson

Laugardagurinn 20. janúar Helgi-spjall: Tyrfingur Tyrfingsson Í Helgi-spjalli við Rauða borðið skýrir Tyrfingur Tyrfingsson út hvers vegna hann er eins og hann er, hvað mótaði hann og hvert han stefnir.
1/20/20242 hours, 21 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Upplausn í kjaraviðræðum, flóttabörn og Grindavík

Fimmtudagurinn 18. janúar Upplausn í kjaraviðræðum, flóttabörn og Grindavík Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir okkur frá snúinni stöðu í kjaraviðræðum. Hanna Símonardóttir fósturmóðir palestínska drengsins Yazan segir okkar frá stöðu drengsins og frænda hans, hryllingnum á Gaza en einnig frá sér og reynslu sinni sem fósturmóðir margra barna. Fjórir þingmenn Suðurlandskjördæmis koma að Rauða borðinu og ræða Grindavík: Oddný Harðardóttir frá Samfylkingu, Jóhann Friðrik Friðriksson frá Framsókn, Guðbrandur Einarsson frá Viðreisn og Birgir Þórarinsson frá Sjálfstæðisflokknum. Í lokin fer Páll Baldvin Baldvinsson leikstjóri, fyrrum leiklistargagnrýnandi og dagskrárstjóri, yfir íbúafund Grindvíkinga í Laugardalshöll sem var sögulegur og dramatískur.
1/18/20242 hours, 53 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Opinberir starfsmenn, Grindvíkingar, Orban og handboltinn

Miðvikudagurinn 17. janúar Opinberir starfsmenn, Grindvíkingar, Orban og handboltinn Við ræðum kjaramál opinberra starfsmanna við Þórarinn Eyfjörð formann Sameykis, Magnús Þór Jónsson formann Kennarasambandsins og Steinunni Bergmann formann Félagsráðgjafafélags Íslands. Hvernig meta þau stöðuna í yfirstandandi viðræðum og hvaða áhrif þær muni hafa á samningaviðræður opinberra starfsmanna. Íbúafundur Grindvíkinga í Laugardalshöllinni var stórmerkur. Petra Rós Ólafsdóttir skrifstofustjóri, stjórnarkona knattspyrnudeildarinnar og slysavarnarkona, Sigríður María Eyþórsdóttir tónlistarkona, kirkjuvörður og tónmenntakennari, Páll Valur Björnsson kennari og Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélagsins koma til okkar og gera upp fundinn. Við sláum svo á þráðinn til Budapest í tilefni af því að Ungverska landsliðið niðurlægði það íslenska í gær. Freyr Rögnvaldsson blaðamaður segir okkur frá íþróttastefnu Viktors Orban og hvernig hún tengist stjórnarmálaviðhorfum hans. Í lokin spilum við svo raddir Grindvíkinga, eins og þær birtust á íbúafundinum í Laugardalshöll.
1/17/20243 hours, 9 seconds
Episode Artwork

RÚV, forseti, Grindavík og Vestmannaeyjagosið

Þriðjudagurinn 16. janúar RÚV, forseti, Grindavík og Vestmannaeyjagosið Það hefur verið deilt um fréttaþjónustu Rúv undanfarið og tengist skyldum Ríkisútvarpsins og öryggishlutverki - ekki síst í náttúruhamförum. Björn Þorláks ræðir nú við Boga Ágústsson fréttaþul og fyrrum fréttastjóra Rúv um ýmis álitaefni. Sigríður Hrund Pétursdóttir vill verða forseti og ætlar í framboð. Við spyrjum hvers vegna. Dagmar Valsdóttir rak gistiheimili í Grindavík og vann á leikskólanum. Líf hennar er nú í upplausn eins og samfélagið í Grindavík. Við fáum hana til að segja reynslu sína. Eftir gosið í Vestmannaeyjum voru þeir bræður Gísli og Arnþór Helgasynir með þáttinn Eyjapistill í Ríkisútvarpinu, fjölluðu þar um samfélag á flótta undan náttúruhamförum og límdu að að mörgu leyti saman. Gísli rifjar upp þessa tíð við Rauða borðið.
1/16/20243 hours, 20 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Grindavík, náttúruvá, Mútter Courage og kratabærinn

Mánudagurinn 15. janúar Grindavík, náttúruvá, Mútter Courage og kratabærinn Feðgarnir Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur og Einar Hannes Harðarson formaður Sjómannafélags Grindavíkur koma til okkar og segja okkur frá baráttu Grindvíkinga fyrir að fá frið fyrir lánardrottnum, til að hafa öruggt húsnæði og losna við afkomukvíða meðan náttúran rífur bæinn þeirra í tvennt. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur ræðir Reykjaneselda og hvernig draga má úr hættunni af þeim. Þjóðleikhúsið setti upp stríðsádeiluna Mútter Courage á vorum tímum, þegar flestir landsmanna líta á Úkraínustríðið sem heilagt stríð. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Una Þorleifsdóttir leikstjóri segja okkur hvers vegna og ræða um erindi verksins og uppfærslunnar. Í lokin kemur Sigurður Pétursson sagnfræðingur segir okkur frá kratabænum Ísafirði, risi hans, blómatíma og falli, en líka því hvort að þar hafi grasserað spilling, eins og oft er haldið fram um þær stofnanir og félög sem alþýðan byggir upp.
1/15/20243 hours, 16 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Synir Egils 14. jan - Eldgos, átök, ráðherrakapall og orkuskipti

Sunnudagurinn 14. janúar Eldgos, átök, ráðherrakapall og orkuskipti Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við gesti. Að þessi sinni koma Katrín Oddsdóttir lögmaður, Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður og formaður Blaðamannafélagsins og Þórður Gunnarsson hagfræðingur og ræða átök innan ríkisstjórnar, innan Blaðamannafélagsins, hvalveiðar, orkuskipti og önnur átakamál. Við byrjum þáttinn hins vegar á rapporti frá Þorvaldi Þórðarsyni eldfjallafræðingi og heyrum svo í tveimur Grindvíkingum: Hilmar Freyr Gunnarsson og Páll Valur Björnsson koma til okkar. Í lokin kemur Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og fer yfir orku- og auðlindamál og ekki síst stöðuna á Reykjanesi.
1/14/20242 hours, 34 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Dr. Gunni

Laugardagurinn 13. janúar Helgi-spjall: Dr. Gunni Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Gunnar Lárus Hjálmarsson og segir okkur hvaðan hann kom, hvað mótaði hann og hvers vegna hann er eins og hann er.
1/13/20241 hour, 50 minutes, 1 second
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 02

Föstudagurinn 12. janúar Vikuskammtur: Vika 02 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Magga Stína tónlistarkona, Björn Kristjánsson kennari og tónlistarmaður, Máni Pétursson umboðsmaður og útvarpsmaður og Rósa María Hjörvar bókmenntafræðingur og kennari og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af átökum og upphafningu, dómum og ásökunum, von og vonbrigðum.
1/12/20241 hour, 22 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Ástandið á stjórnarheimilinu og hugrekki almennings

Fimmtudagurinn 11. janúar Ástandið á stjórnarheimilinu og hugrekki almennings Við ræðum ástandið á stjórnarheimilinu og pólitíkina við fólk sem hvert um sig á pólitískar rætur í einum af fjórflokknum: Andrés Skúlason, Jón Kristinn Snæhólm, Helga Vala Helgadóttir og Hallur Magnússon greina stöðuna fyrir okkur og spá fyrir um framhaldið. Björn Þorláksson blaðamaður fer svo með ávarp sitt og óskar landsmönnum hugrekkis á næsta ári.
1/11/20241 hour, 31 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Lekamálið, heimilislæknar og Edda

Miðvikudagurinn 10. janúar Lekamálið, heimilislæknar og Edda Blaðamennirnir Atli Þór Fanndal og Jón Bjarki Magnússon fjölluðu um leikamálið á sínum tíma og koma að Rauða borðinu til að rifja það upp í tilefni af frásögnum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um áhrif þessa máls á sig persónulega. Margrét Ólafía Tómasdóttir formaður Félags íslenskra heimilislækna kemur til okkar og ræðir um heilbrigðiskerfið og ágalla þess. Í lokin kemur Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri og ræðir um Eddu og erindi hennar til samtímans.
1/10/20243 hours, 3 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Mið-Austurlönd, dauðalisti fíkla og norræna samningslíkanið

Þriðjudagurinn 9. janúar Mið-Austurlönd, dauðalisti fíkla og norræna samningslíkanið Magnús Bernharðsson prófessor kemur til okkar og skýrir stöðuna í Mið-Austurlöndum og hættuna á að átökin þar breiðist út. Dagbjört Ósk Steindórsdóttir, Anna Steindórsdóttir og Þröstur Ólafsson eru öll aðstandendur sem taka þátt í aðgerðarhópi til að berjast fyrir rétti fíkla til heilbrigðisþjónustu og mannvirðingu. Þau segja okkur frá baráttunni. Sonur Guðmundu Guðmundsdóttur hefur verið lengi á bið eftir meðferð. Hún segir okkur frá stöðu sonar síns og barnabarn hennar, María Mist Þórs Sigursteinsdóttir, segir okkur frá reynslu sinni sem barn fíkils. Í lokin fer Magnús Norðdahl lögmaður Alþýðusambandsins yfir norræna vinnumarkaðsmódelið, hvað þarf til að það virki og hvers vegna Íslendingar hafa farið aðra leið.
1/9/20242 hours, 39 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Kjaraviðræður, forsetaframboð og gervigreind

Mánudagurinn 8. janúar Kjaraviðræður, forsetaframboð og gervigreind Við fáum Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar til að segja okkur hver staðan í kjaraviðræðunum er, hvort verið sé að semja og þá um hvað. Eða það sem hún má segja um þetta. Arnar Þór Jónsson lögmaður var fyrstur til að tilkynna framboð til forseta. Við spyrjum hann um hvernig forseti hann vill verða og hvernig hann metur stöðuna í samfélaginu og stjórnmálunum. Í lokin kemur Þórhallur Magnússon prófessor við tónlistardeild Sussex háskóla og segir okkur frá skapandi gervigreind og öllum þeim álitamálum sem hún dregur fram.
1/8/20242 hours, 13 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Synir Egils, 7. jan - Forsetinn, samfélagið, stríðsglæpir og vandi Sjálfstæðisflokksins

Sunnudagurinn 7. janúar Synir Egils: Forsetinn, samfélagið, stríðsglæpir og vanda Sjálfstðisflokksins Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við gesti. Að þessi sinni koma Erla Hlynsdóttir blaðakona á Heimildinni, Finnbjörn A. Hermannsson forseti Alþýðusambandsins og Róbert Marshall blaðamaður og útivistarfrömuður og ræða komandi forsetakjör, kjaraviðræður og ástandið í samfélaginu. Þeir bræður munu meta stöðu þingflokkanna en síðan heyrum við í Helen Ólafsdóttur öryggisráðgjafa sem heldur því fram að íslensk stjórnvöld ættu að styðja kæru stjórnar Suður Afríku um stríðsglæpi Ísrael. Í lokin tökum við stöðuna á Sjálfstæðisflokknum, sem aldrei hefur mælst veikari. Vilhjálmur Árnason ritari og þingmaður flokksins, Vilhjálmur Bjarnason fyrrum þingmaður og Stefán Einar Stefánsson blaðamaður velta fyrir sér styrkleika, veikleika, tækifærum og ógnum Sjálfstæðisflokksins.
1/7/20242 hours, 21 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Sveinn Rúnar

Laugardagurinn 6. janúar Helgi-spjall: Sveinn Rúnar Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Sveinn Rúnar Hauksson okkur frá sjálfum sér, æsku og uppruna, veikindum og sigrum, samferðafólki og baráttu.
1/6/20244 hours, 7 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 01

Föstudagurinn 5. janúar Vikuskammtur: Vika 01 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Árni Sveinsson kvikmyndagerðarmaður, Týr Þórarinsson aka Mummi í Mótorsmiðjunni, Imur Kristjánsdóttir leikkona og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sviðshöfundur og ræða fréttir fyrstu viku ársins sem einkenndust af óvæntum tilkynningum, tilraunum til fyndni, flensu, kjaraviðræðum, mótmælum og meðmælum.
1/5/20241 hour, 28 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Forsetaframboð, Siggi hakkari og áhrif loftslagsbreytinga á heilsu

Fimmtudagurinn 4. janúar Forsetaframboð, Siggi hakkari og áhrif loftslagsbreytinga á heilsu Við fáum Andri Snær Magnason rithöfund til að lýsa því fyrir okkur hevr sú raun er að ganga í gegnum forsetakosningar. Hann segir okkur frá eigin reynslu og hvers vegna hann var svona lengi að jafna sig eftir hana. Stöð 2 er að fara að sýna heimildarmyndina A Dangerous Boy um Sigurður Ingi Þórðarson aka Sigga hakkara. Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson blaðamaður kemur og segir okkur frá þessum manni, en Bjartmar afhjúpaði að flest það sem Siggi sagði FBI, og sem síðan varð límið í ákærunni gegn Julian Assange, var lygi. Síðan kemur Hjalti Már Björnsson bráðalæknir og segir okkur frá áhrifum loftslagsbreytinga á heilsu okkar, en líka frá slæmum afleiðingum einkabílsins á líkamlega, andlega og félagslega heilsu okkar.
1/4/20242 hours, 43 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 3. jan - Efnahagurinn 2024, heimsmálin og Soviet Barbara

Miðvikudagurinn 3. janúar Efnahagurinn 2024, heimsmálin og Soviet Barbara Við byrjum á að fá tvö ritstjóra til að horfa fram á árið 2024. Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar spáir í efnahaginn og Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks spáir í heimsmálin, stríð, átök og veikleika lýðræðisins. Í lokin förum við svo til Moskvu. Gaukur Úlfarsson kvikmyndagerðarmaður og Guðni Tómasson útvarpsmaður gerðu heimildarmynd um Bjarmalandsför Ragnars Kjartanssonar myndlistarmanns, sem fékk skjótan endi þegar Pútín réðst inn í Úkraínu. Við spyrjum þá hvers konar mynd þetta eiginlega var, Soviet Barbara.
1/3/20243 hours, 18 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Ársuppgjör

Föstudagurinn 29. desember Vikuskammtur: Ársuppgjör Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri Transparency International á Íslandi, Elín Oddný Sigurðardóttir verkafnastýra, Jökull Sólberg Auðunsson forritari og Mar­grét Hug­rún Gúst­avs­dótt­ir blaðamaður og mannfræðinemi og ræða fréttir ársins sem einkenndust af átökum, stríði, óróa, jarðskjálftum, hneykslum, verðbólgu, vitlíki og veseni.
1/2/20241 hour, 42 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Synir Egils, 30. des - Áramótaþáttur

Laugardagurinn 30. desember Synir Egils: Áramótaþáttur Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða fréttir liðins árs, ástand mála og horfur á nýju ári við góðan hóp gesta. Fyrst kemur fólk úr verkalýðshreyfingunni: Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Þá þrautreyndir blaðamenn: Lára Zulima Ómarsdóttir, Jakob Bjarnar Grétarsson og Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar. Og einnig fólk úr baráttusamtökum: Árni Múli Jónasson formaður Transparency International á Íslandi og framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar og Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna. Síðan munu þeir bræður spá fyrir um komandi ár
1/2/20243 hours, 26 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Heimsmálin, nýfrjálshyggja, Islam, evran

Þriðjudagurinn 19. desember Heimsmálin, nýfrjálshyggja, Islam, evran Jón Ormur Halldórsson kemur að Rauða borðinu og æðir heimsmálin. Kristin Vala Ragnarsdóttir kemur og ræðir um nýfrjálshyggju. Kristján Þór Sigurðsson kemur og segir okkur frá samfélagi múslima á Íslandi. Og Thomas Möller kemur til að halda því fram að evran muni leysa öll vandamáli Íslands.
12/19/20234 hours, 53 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Lífeyrissjóðir og fyrirtæki, búseti og endalok vaxtar

Mánudagurinn 18. desember Lífeyrissjóðir og fyrirtæki, búseti og endalok vaxtar Við fáum góðan gest frá Danmörku, Guðrúnu Johnsen, sem starfar við danska Seðlabankann. Hún hefur rannsakað fyrirtækjarekstur á Norðurlöndunum og ekki síst með tilliti til þess hversu stórir eftirlaunasjóðirnir eru. Hún segir okkur frá völdunum í atvinnulífinu, þar sem við störfum og lifum stóran hluta vökutímans. Páll Gunnlaugsson arkitekt hefur skrifað bók um Búseta, húsnæðissamvinnufélagið sem tókst að byggja upp fyrir fjörutíu árum. Við fáum hann til að segja okkur þá sögu. Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur sem sinnt hefur umhverfishugvísundum á liðnum árum segir okkur frá hag­fræði, þekkingu, verð­leikum og vist­kerfi.
12/18/20233 hours, 11 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Synir Egils, 17. des - Aðventa, átök og álitamál

Sunnudagurinn 17. desember Synir Egils: Aðventa, átök og álitamál Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við gesti. Að þessi sinni koma Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur og Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri. Síðan munu bræðurnir greina stöðuna í þinginu, í stjórnmálunum, á ríkisstjórninni og í kjaradeilum.
12/17/20231 hour, 32 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Páll Biering

Laugardagurinn 16. desember Helgi-spjall: Páll Biering Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Páll Biering geðhjúkrunarfræðingur, skáld og eftirlaunamaður frá uppvexti sínum og ætt, uppreisnum og áföllum, starfi með unglingum og flóttafólki og því sem mótaði hann og leiddi.
12/16/20231 hour, 45 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 50

Föstudagurinn 15. desember Vikuskammtur: Vika 50 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Aldís Yngvadóttir keramiker, Eyrún Björk Jóhannsdóttir varaformaður Flugfreyjufélagsins, Helgi Steinar Gunnlaugsson blaðamaður og Þórdís Gísladóttir rithöfundur og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af átökum, stríði og verkföllum en líka af aðdraganda jóla, samkomulagi og leit að lausnum.
12/15/20231 hour, 14 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Píratar, dönskukennsla, kvenlöggan, verkalýðsflokkar og samfélagsleg ábyrgð

Fimmtudagurinn 14. desember Píratar, dönskukennsla, kvenlöggan, verkalýðsflokkar og samfélagsleg ábyrgð Þórhildur Sunna Ævarsdóttur þingflokksformaður Pírata segir okkur fyrir hvað Píratar standa, hvað þeir vilja og hvernig þeir ætla að ná því í gegn. Kennararnir Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Árnadóttir köstuðu því upp að kannski ættum við að hætta að kenna dönsku. Við spyrjum hvort þær meina það í alvöru. Eyrún Eyþórsdóttir lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri segir okkur frá kvenlögreglunni frá því á árum áður. Kjartan Valgarðsson vill halda því fram að Samfylkingin sé verkalýðsflokkur. Við fáum hann til að rökstyðja það. Í lokin segir Eiríkur Smári Sigurðarson, rannsóknarstjóri hugvísindasviðs Háskóla Íslands, okkur frá samfélagsábyrgð háskóla.
12/14/20234 hours, 4 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Efnahagsleg krísa, andkristur, skólar og lífrænn landbúnaður

Miðvikudagurinn 13. desember Efnahagsleg krísa, andkristur, skólar og lífrænn landbúnaður Við fáum Ásgeir Brynjar Torfason sérfræðing í fjármálum til að segja okkur frá minnkandi hagvexti, mikill verðbólgu, háum vöstum og fallandi krónu. Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor segir okur frá Andkristi um Nietzsche, Jesús og Páli postula og konunum sem hafa bætt hugsun þeirra allra. Benedikt Sigurðarson fyrrverandi skólastjóri segir okkur frá sínu mati á niðurstöðum Pisa og Kristján Oddsson bóndi á Neðri-Hálsi í Kjós segir okkur frá hvernig hann stundar sinn lífræna búskap.
12/13/20232 hours, 55 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Fíklar, Úkraína, Grindavík, borgir og skólinn okkar

Þriðjudagurinn 12. desember Fíklar, Úkraína, Grindavík, borgir og skólinn okkar Við ræðum við fíkla og aðstandendur þeirra um undirheimanna og lítið aðgengi fíkla að heilbrigðis- og félagsþjónustu. Þröstur Ólafsson, Hilma Dögg Hávarðardóttir og Halla Björg Albertsdóttir segja okkur frá sinni reynslu. Við ræðum við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor um Úkraínu, minnkandi stuðning og verri stöðu á vígvellinum. Feðgarnir Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur og Einar Hannes Harðarson formaður Sjómannafélags Grindavíkur koma til okkar og fara yfir stöðu fólks á flótta undan náttúruöflunum. Haraldur Sigurðsson skipulagsfræðingur segir okkur frá hugmyndum fólks um hina góðu borg. Og þá illu. Í lokin kemur Björn Pétursson fyrrum skólastjóri Melaskóla að rauða borðinu og segir okkur frá því hvernig hann myndi vilja byggja upp skólakerfið.
12/12/20234 hours, 1 minute, 1 second
Episode Artwork

Skólinn, pólitík í USA, samfélagið, Samfylkingin og loftslagið

Mánudagurinn 11. desember Skólinn, pólitík í USA, samfélagið, Samfylkingin og loftslagið Við höldum áfram að greina skólakerfið. Ragnar Þór Pétursson kennari í Norðlingaskóla kemur og greinir vanda kerfisins, orsök og leiðir út. Við ræðum við Guðmund Hálfdanarson sagnfræðing um stjórnmál í Bandaríkjunum og hvaða áhrif þau hafa á stríð og frið í heiminum. Vigdís Grímsdóttir rithöfundur var að senda frá sér ævintýri um ójöfnuð og segir okkar hvernig samfélagið virkar á hana. Það er komið að Samfylkingunni í viðtölum okkar við þingflokksformenn. Logi Einarsson segir okkur frá því fyrir hvað hún stendur og hvað hún vill. Í lokin kemur Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, og greinir stöðuna á Cop28.
12/11/20234 hours, 15 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Synir Egils, 10. des - Glimmer, Gaza, Pisa og póltík

Sunnudagurinn 10. desember Synir Egils: Glimmer, Gaza, Pisa og póltík Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við gesti. Að þessi sinni koma Benedikt Erlingsson leikstjóri, Karen Kjartansdóttir almannatengill og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor og ræða fréttir vikunnar og ástand samfélagsins. Þeir bræður draga saman stöðuna í pólitíkinni en snúa sér síðan að skólamálum. Slá á þráðinn til Nichole Leigh Mosty, leikskólastjóra í Vík í Mýrdal og doktorsnema, og spyrja um stöðu innflytjenda í skólakerfinu. Síðan koma Anna Kristín Sigurðardóttir prófessor við HÍ, Björn Kristjánsson kennari í Laugarlækjarskóla og Hulda Dögg Proppé kennari í Sæmundarskóla og skiptast á reynslu og þekkingu af skólakerfinu.
12/10/20232 hours, 45 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 49

Föstudagurinn 8. desember Vikuskammtur: Vika 49 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna, Flosi Eiríksson trésmiður og formaður Breiðabliks, Mar­grét Hug­rún Gúst­avs­dótt­ir blaðamaður og mannfræðinemi og Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af svörtum skýrslum, harðnandi stríðum, upplausn, mótmælum og því að jólin eru í nánd.
12/8/20231 hour, 26 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Skólinn, Viðreisn og heiðinn siður

Fimmtudagurinn 7. desember Skólinn, Viðreisn og heiðinn siður Við höldum áfram umfjöllun um skólamál. Fyrst sláum við á þráðinn til Þorláks Axels Jónssonar aðjunkts við kennaradeild Háskólans á Akureyri og ræðum próf sem tæki gegn stéttaskiptingu. Síðan fáum við Jón Torfa Jónasson prófessor til að lýsa skólakerfinu og átökunum um það, en fáir hafa betri innsýn inn í þróun þess á liðnum áratugum. Það er komið að Viðreisn í viðtölum við þingflokksformenn. Hanna Katrín Friðriksson segir okkur frá Viðreisn, fyrir hvað hún stendur og hvað hún vill. Í lokin kemur Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og ræðir um aðventuna og heiðinn sið, andlega stöðu okkar og samfélagsins.
12/7/20234 hours, 2 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Sárafátækt, skólar, sænska leiðin, næstum-Reykjavík, trú og spilling

Miðvikudagurinn 6. desember Sárafátækt, skólar, sænska leiðin, næstum-Reykjavík, trú og spilling Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ og Kristín Heba Gísladóttir framkvæmdastjóri Vörðu lýsa fyrir okkur kolsvartri skýrslu um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi. Þórdís Sigurðardóttir forstjóri Menntamálstofnunar bregst við niðurstöðum Pisa-könnunarinnar og Gunnlaugur Magnússon dósent í uppeldisfræði við Uppsalaháskóla segir okkur frá sænsku leiðinni í skólamálum, leið markaðs- og einkavæðingar. Hjónin Guðni Valberg arkitekt og Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur segja okkur frá Reykjavík sem ekki varð og Örn Bárður Jónsson prestur ræðir við okkur um spillingu í ljósi trúar og lífsgilda.
12/6/20233 hours, 31 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Pisa, Flokkur fólksins, kynþáttahyggja og Islam

Þriðjudagurinn 5. desember Pisa, Flokkur fólksins, kynþáttahyggja og Islam Við fáum Magnús Þór Jónsson formann Kennarasambandsins til að skýra hvers vegna íslenskir nemendur standa sig illa og æ verr í samanburði við evrópska nemendur. Við fáum Guðmund Inga Kristinsson þingflokksformann Flokks fólksins til að útskýra þann flokk, stefnu og markmið. Við fáum Kristínu Loftsdóttur mannfræðing til að segja okkur frá kynþáttahyggju nýlendutímans og hvernig hún tengist rasisma okkar tíma. Og við fáum Sverri Agnarsson til að segja okkur frá Islam á aðventunni, innihaldi trúarinnar en líka átökum milli hins kristna heims og Islam.
12/5/20233 hours, 37 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Miðflokkurinn, himinn & haf, undirgefni og ástin

Mánudagurinn 4. desember Miðflokkurinn, himinn & haf, undirgefni og ástin Við viljum fá þingflokksformenn í viðtal til okkar á aðventunni, sem er pólitísk tíð með átökum á Alþingi. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, kemur fyrstur og segir okkur hvað sá flokkur fyrirstendur og hvað hann vill. Birna Sigrún Hallsdóttir umhverfisverkfræðingur heldur úti mögnuðum vef, Himin & haf, um loftlagsmál. Við kynnumst vefnum og fáum Birnu til að leggja mat á stöðuna og ráða í hvers vegna íslensk stjórnvöld standa sig svona illa. Við veltum fyrir okkur hvers vegna Íslendingar láta allt yfir sig ganga með Öldu Sigmundsdóttur rithöfundi, sem segir okkur undirgefin vegna aldalangrar kúgunar vinnufólks í vistarböndum. Í lokin kemur Sigurður Árni Þórðarson, fyrrum prestur, og segir okkur frá ástinni, trú og tilgangi lífsins.
12/4/20233 hours, 6 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Synir Egils, 3. des - Pólitíkin, stéttabarátta, dánaraðstoð, fullveldi

Sunnudagurinn 3. desember Pólitíkin, stéttabarátta, dánaraðstoð, fullveldi Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við gesti. Að þessi sinni koma Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri Transparency International á Íslandi, Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar pg ræða ástandið á þingi, í ríkisstjórn og í stéttabaráttunni. Lagt hefur verið fram frumvarp um dánaraðstoð. Í tilefni af því koma til okkur frá félaginu Lífsvirðingu þær Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi og Sylviane Lecoultre iðjuþjálfi. Í lokin flytjum við viðtal við Guðna Th. Jóhannesson forseta um fullveldið í tilefni af fullveldisdeginum.
12/3/20233 hours, 8 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 48

Föstudagurinn 1. desember Vikuskammtur: Vika 48 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur, Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Aðstöðu félags fanga, Ingimar Karl Helgason grunnskólakennari og fyrrum fréttamaður og Lóa Björk Björnsdóttir uppistandari og útvarpskona og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af vopnahlé, afnámi hættuástands, handtöku og alls kyns átökum.
12/2/20231 hour, 27 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall : Ólafur Haukur

Laugardagurinn 2. desember Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Ólafur Haukur Símonarson frá sjálfum sér, fjölskyldu, samferðafólki og tímanum sem hann hefur lifað.
12/2/20232 hours, 42 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Synir Egils – aukaþáttur: Fullveldisviðtal við forsetann

Föstudagurinn 1. desember Synir Egils – aukaþáttur: Fullveldisviðtal við forsetann Guðni Th. Jóhannesson forseti ræðir við þá bræður, Gunnar Smára og Sigurjón Magnús Egilssonar, um fullveldið, samfélag árið 1918 þegar Ísland var fullvalda og um reynsluna af fullveldinu síðan þá. Og veltir fyrir sér fullveldi hverra, hafa allir náð auknum áhrifum í samfélaginu og aukin völd yfir eigin lífi.
12/1/20231 hour, 15 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Kvótinn, loftslagið, kvennabaráttan og maturinn

Fimmtudagurinn 30. nóvember Kvótinn, loftslagið, kvennabaráttan og maturinn Við höldum áfram að ræða kvótann í tilefni af sjávarútvegsstefnu Svandísar Svavarsdóttur. Nú koma þingmennirnir Oddný Harðardóttir frá samfylkingu, Hanna Katrín Friðriksson frá Viðreisn og Björn Leví Gunnarsson Pírati og segja sitt álit á tillögum Svandísar og hvernig þau myndu vilja hafa sjávarútvegsstefnuna. Í tilefni af COP28, loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna kemur Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor og segir okkur hver staðan er og hvað þarf að gera. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri og Hjördís Hjartardóttir félagsráðgjafi segja okkur frá Guðrúnu Jónsdóttur, stofnanda Stígamóta og fyrrum borgarfulltrúa, í tilefni þess að Ingibjörg skrifaði bók um Guðrúnu. Og í lokin höldum við áfram umræðu um matarræktun í borgarlandinu. Dóra Svavarsdóttir formaður Slow Food á Íslandi ræðir við okkur um matvælaframleiðslu, dreifingu og sölu.
11/30/20232 hours, 40 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Félagslegir töfrar, Kolkrabbinn og matur landnámsaldar

Miðvikudagurinn 29. nóvember Félagslegir töfrar, Kolkrabbinn og matur landnámsaldar Við byrjum á ferðalagi í leit að félagslegum töfrum með Viðari Halldórssyni, fáum hann til að lesa í nokkrar ljósmyndir og ráða í félagslegt heilbrigði okkar tíma. Þá kemur Örnólfur Árnason til okkar og segir okkur frá bókinni Á lóð kolkrabbans, sem fjallaði um þá sem áttu Íslandi fyrir þrjátíu árum og eiga að mestu enn. Og um vanhelgt samlífi viðskipta og stjórnmála. Í lokin förum við í ferð aftur á landnámsöld og fáum þá Kristbjörn Helgi Björnsson og Úlfar Finnbjörnsson til að segja okkur hvað var þá í matinn.
11/29/20232 hours, 18 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Fátækin, íslenskan, neyslan og sauðkindin

Þriðjudagurinn 28. nóvember Fátækin, íslenskan, neyslan og sauðkindin Elísabet Kjárr er föst á milli tveggja kerfa, féll af endurhæfingarlífeyri og kemst ekki á örorku, og er tekjulaus, fallin í gegnum möskvana á öryggisnetinu í samfélaginu. Hún segir okkur sína sögu. Það sama gerir Jakub Stachowiak, hommi sem flúði Pólland og yrkir og skrifar á íslensku. Daði Jónsson kvikmyndagerðarmaður kemur til okkar og segir okkur frá menningarsjokkinu sem hann varð fyrir þegar hann flutti heim til Íslands og enduruppgötvaði hvað við vinnum mikið, neytum mikið og sóum miklu. Og líklega gæti Ólafur Dýrmundsson tekið undir það, búvísindamaður og sauðfjárbóndi í Breiðholti. Hann ræðir um þörfina fyrir ræktun og búskap í borgarlandinu.
11/28/20233 hours, 42 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Skammtímaleiga, kvóti, sorp, launavinna og Venesúela á Flateyri

Mánudagurinn 27. nóvember Skammtímaleiga, kvóti, sorp, launavinna og Venesúela á Flateyri Við ræðum Airbnb og skammtímaleigu til ferðafólks: Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Sigrún Tryggvadóttir formaður Íbúasamtaka miðborgarinnar og Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna greina stöðuna og benda á lausnir. Hvað finnst Sigurjóni Þórðarsyni varaþingsmanns um nýja sjávarútvegsstefnu Svandísar Svavarsdóttur? Hvers vegna eru höfuðborgarbúa langt á eftir öðrum í flokkun sorps, langt á eftir fólki í öðrum löndum? Kjartan Valgarðsson segir okkur hvers vegna. Við ræðum við Ævar Kjartansson um sósíalisma ’68-kynslóðarinnar og þá sérstaklega um áþján launavinnunnar og þörf á lýðræðisvæðingu atvinnulífsins. Í lokin kemur Helen Cova og segir okkur frá þremur bókum sem hún tengist á þessu ári,. hvernig það er að yrkja og semja á íslensku fyrir konu á Flateyri sem ættuð er frá Venesúela.
11/27/20233 hours, 26 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Synir Egils, 26. nóv - Hamfarir. stríð, húsnæðiskreppa og kvóti

Sunnudagurinn 26. nóvember Hamfarir. stríð, húsnæðiskreppa og kvóti Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við gesti. Að þessi sinni koma Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingkona, Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og Úlfar Hauksson vélstjóri og stjórnmálafræðingur. Þá draga þeir saman stöðuna í pólitíkinni og slá á þráðinn til Kjartans Sveinssonar formanns Strandveiðimanna um tillögur Svandísar Svavarsdóttur í sjávarútvegsmálum. Og fá Arnar Atlason, formann Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, til að draga saman um hvað gagnrýnin á kvótakerfið hefur snúist og hvers vegna tillögur Svandísar ná ekki að svara henni, en kvótinn er líklega stærsta réttlætismál íslenskrar sögu, hvernig fiskimiðin voru færð úr almannaeign og einkavædd.
11/26/20232 hours, 8 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Þorvaldur Friðriksson

Laugardagurinn 25. nóvember Helgi-spjall: Þorvaldur Friðriksson Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Þorvaldur Friðriksson okkur frá fólkinu sínu, æskunni og áhugamálunum sem segja má að séu öll á jaðrinum, skrímsl, lækningajurtir og keltnesk áhrif á íslenska menningu. Hvers vegna er Þorvaldur svona skrítin og sérstök áhugamál? Eða eru það kannski frekar við hin sem eru skrítin og takmörkuð?
11/25/20232 hours, 4 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 47

Föstudagurinn 24. nóvember Vikuskammtur: Vika 47 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Atli Bollason listamaður, Helga Arnardóttir fjölmiðlakona, Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður og Þóra Karitas Árnadóttir leikstjóri og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af Grindavík, Gaza og öðrum hættusvæðum.
11/24/20231 hour, 23 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Furðulegur forseti, nýir þættir á Samstöðinni

Fimmtudagurinn 23. nóvember Furðulegur forseti, nýir þættir á Samstöðinni Við fáum Helga Hrafn Guðmundsson til að segja okkur frá Javier Milei, nýkjörnum forseta Argentínu, sem sannarlega bindur bagga sína ekki sömu hnútum og stjórnmálafólk almennt. Síðan ræðum við nýja þætti á samstöðinni. Miðjuna á miðvikudegi og Syni Egils sem Sigurjón Magnús Egilsson sér um, Mótmæli í morgunmat sem Oddný Eir Ævarsdóttir heldur utan um, Grimma & Snar sem frænkurnar Ingibjörg Magnadóttir og Kara Guðmundsdóttir eru að byrja með, Maður lifandi sem feðgarnir Björn Þorláksson og Starkaður Björnsson halda utan um og Heimsmyndir sem Kristinn Theódórsson verður með.
11/23/20231 hour, 58 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Hommar, Rómafólk og stjörnuspeki

Miðvikudagurinn 22. nóvember Hommar, Rómafólk og stjörnuspeki Böðvar Bragason hefur skrifað bók um strákana sem komu úr skugganum, frelsisbaráttu gay-samfélagsins á Íslandi. Við fáum hann til að segja okkur þessa sögu. Marco Solimene, mannfræðingur og lektor við félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands segir okkur frá afar áhugaverðri Rannís-rannsókn á sögu og etnógrafíu Rómafólks á Íslandi. Og í lokin er óskalag frá dyggum hlustanda, viðtal við Gunnlaug Guðmundsson stjörnuspeking um breytingarnar sem verða þegar Plútó fer inn í vatnsbera.
11/22/20232 hours, 37 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Grænþvottur, hraðtíska og villta vinstrið

Rauða borðið 21. nóvember, 2023. Grænþvottur, hraðtíska og villta vinstrið Oddný Eir ræðir við Finn Ricart Andrason forseta Ungra umhverfissinna um Tunglið sem er tilraun Ungra umhverfissinna til að sannreyna loforð stjórnarflokka um umhverfismálin, hann ræðir líka um grænþvottinn og heildrænu nálgunina. Sigrún Sandra Ólafsdóttir sem nýverið lauk við rannsókn á neikvæðum áhrifum textílframleiðslu og fataiðnaðar ræðir einnig um grænþvottinn og svörtu tilboðsdagana, skuggahliðar fataiðnaðarins og óhóflega tískuneyslu Íslendinga. Gunnar Smári heldur síðan áfram að rifja upp villta vinstrið og fær Pétur Tyrfingsson til að fara yfir sína pólitísku baráttusögu, segja frá Fylkinguna og sósíalískri verkalýðsbaráttu í aðdraganda nýfrjálshyggjunnar.
11/21/20232 hours, 24 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Ástandið & kynþáttahyggja

Mánudagurinn 20. nóvember Ástandið & kynþáttahyggja Við ræðum um ástandsstúlkur við þrjá sagnfræðinga: Báru Baldursdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur og Láru Magnúsardóttur. Og einn lögmann, Katrínu Theodórsdóttur. Er möguleiki á að þær stórkostlegu persónunjósnir geti endurtekið sig? Síðan kemur Hallfríður Þórarinsdóttir og segir okkur frá rasisma, kynþáttahyggju og þjóðrembu í samhengi við fjölda innflytjenda á Íslandi.
11/20/20232 hours, 31 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Synir Egils, 12 nóv - Fréttir, pólítík og hamfarir

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við gesti. Að þessi sinni koma Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi, Erna Bjarnadóttir hagfræðingur og Björn Þorláksson blaðamaður. Þá draga þeir saman stöðuna í pólitíkinni en fá í loki Aðalgeir Johansen, Alla á Eyri, til að segja okkur frá samfélagi og sögu Grindavíkur.
11/19/20232 hours, 37 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Steindór J. Erlingsson - Endurflutt

Laugardagurinn 18. nóvember Helgi-spjall: Steindór J. Erlingsson Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Steindór J. Erlingsson frá áratuga langri reynslu sinni af þunglyndi og sjálfsvígshugsunum, frá áföllum, sálarháska, raflostmeðferðum, lyfjum og annarri læknismeðferð sem hann hefur mátt þola. En líka frá sigrum, von og gjöfum lífsins. Þrátt fyrir erfið veikindi hefur Steindór verið ötull baráttumaður fyrir réttindum og mannvirðingu. Endurtekinn þáttur frá því í vor.
11/18/20231 hour, 51 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 46

Vika 46 Föstudagurinn 17. nóvember Vikuskammtur: Vika 46 Vikuskammtur í dag litast af náttúruhamförum í Grindavík. Við flytjum Rauða borðið í huganum á Olís í Grindavík, þar sem karlar koma á morgnanna, fá sér kaffi og ræða landsins gagn og nauðsynjar. Það koma til okkar þrír fastagestir frá Olís í Grindavík: Sigurður Óli Þorleifsson, Páll Valur Björnsson og Ingibergur Þór Jónsson.
11/17/202356 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Kjördæmið, heimsmálin, Greindavík og ungt fólk á glæpabraut

Fimmtudagurinn 16. nóvember Kjördæmið, heimsmálin, Greindavík og ungt fólk á glæpabraut Við byrjum á fundi með þingmönnum Sunnlendinga: Oddný Harðardóttir frá Samfylkingu, Ásta Lóa Þórsdóttir frá Flokki fólksins, Guðbrandur Einarsson frá Viðreisn og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokki ræða stöðuna í og við Grindavík. Hvernig á ríkisvaldið að bregðast við? Ögmundur Jónasson kemur til okkar og ræðir háskann í heimsmálunum og hver stefna íslenskra stjórnmála ætti að vera gagnvart honum. Sigríður María Eyþórsdóttir tónlistarkona, kirkjuvörður og tónmenntakennari kemur til okkar og segir okkur frá hamförunum í Grindavík, óvissunni og vonbrigðum með svör banka og fjármálastofnana til Grindvíkinga. í lokin ræðum við svo við Davíð Bergmann Davíðsson um glæpi ungmenna en hann hefur áratuga reynslu af starfi með ungmennum.
11/16/20233 hours, 50 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Óvissan, rasismi og réttlát umskipti

Miðvikudagurinn 15. nóvember Óvissan, rasismi og réttlát umskipti Við ræðum við Hörð Guðbrandsson formann Verkalýðsfélags Grindvíkinga um hvað þurfi að gera til að slá afkomukvíða Grinvíkinga. Og við hann og Einar Dagbjartsson um hamfarirnar og hvernig lifa má við endalausa óvissuna. Við höfum verið að ræða rasisma við Rauða borðið, um áhrif hans á samfélagið og höldum því áfram í kvöld. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur ræðir kynþáttahyggja í undirheimum og í réttarkerfinu sjálfu. Í lokin koma þær Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM og Auður Alfa Ólafsdóttir sérfræðingur hjá Alþýðusambandinu og segja okkur frá kröfum verkalýðshreyfingarinnar um réttlát umskipti í loftlagsmálum.
11/15/20232 hours, 13 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Grindavík, jarðsig, leigjendur og Fylkingin

Þriðjudagurinn 14. nóvember Grindavík, jarðsig, leigjendur og Fylkingin Við höldum áfram að fá Grindvíkinga til okkar svo þeir geti lýst stöðu flóttafólks undan ógnum jarðar. Í kvöld kemur Páll Valur Björnsson og segir okkur frá bænum sínum, bæjarlífinu og stöðu sinni og annarra bæjarbúa. Við erum öll lent í jarðfræðitíma, skiljanlega, því við verðum að vita hvað það er sem er að móta líf okkar. Halldór Gíslason jarðeðlisfræðingur ætlar í kvöld að lýsa öflunum sem skekja Grindavík og hvers þau eru megnug. Það ganga hræringar yfir Leigumarkaðinn þar sem tug þúsundir fjölskyldna eru innikróaðar og komast ekki út þótt þær glaðar vildu. Már Wolfgang Mixa viðskiptafræðingur hefur kannað stöðu leigjenda og möguleika þeirra á að brjótast út af leigumarkaði og segir okkur frá niðurstöðunum í kvöld. Í lokin kemur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur og rekur fyrir okkur sögu Fylkingarinnar, félags byltingarsinnaðra sósíalista á síðustu öld.
11/14/20233 hours, 57 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Grindavík, rasismi og eldsumbrot

Páll Erlingsson kennari kemur til okkar og segir okkur frá stöðu Grindvíkinga sem eru á flótta undan landinu. Hvaða framtíð sjá þeir? Hverjar eru vonirnar, hvað óttast fólk mest og hvaðan kemur stuðningurinn? Við fáum Eirík Örn Norðdahl til að ræða við okkur um hversu rasísk utanríkisstefna stjórnvalda er og hversu mikið kynþáttahyggja litar stofnanir samfélagsins. Erum við blind fyrir þessu? Eða bara sátt? Í lokin kemur Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur og segir okkur frá Reykjaneseldum fortíðar og þeim nýju sem nú eru hafnir og munu líklega halda áfram næstu áratugina.
11/13/20232 hours, 47 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Synir Egils, 12. nóv - Grindavík, Gaza, stríð og ógnir

Sunnudagurinn 12. nóvember Grindavík, Gaza, stríð og ógnir Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssyni taka á móti gestum í þætti sínum Synir Egils, og fá fyrst fólk á flótta frá eldsumbrotum í Grindavík: Anna Sigríður Sigurjónsdóttir myndhöggvari og björgunarsveitarmaður, Eiríkur Óli Dagbjartsson útgerðarstjóri hjá Þorbirni, Páll Erlingsson kennari og fyrrum formaður Gólfklúbbsins og Petra Rós Ólafsdóttir skrifstofustjóri, stjórnarkona knattspyrnudeildarinnar og slysavarnarkona. Síðan ræða þeir helstu fréttir og pólitík við Guðmund Hrafn Arngrímsson formann Leigjendasamtakanna, Guðmund Hálfdanarson sagnfræðiprófessor og Jódísi Skúladóttur þingkonu. Þá draga þeir saman stöðuna í pólitíkinni en fá í lokin Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing til að segja okkur frá ógnunum frá landinu og hverju það breytir að við getum núna mælt hreyfingu kviku á miklu dýpi.
11/12/20232 hours, 15 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Margrét Ákadóttir

Laugardagurinn 11. nóvember Helgi-spjall: Margrét Ákadóttir Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Margrét Ákadóttir frá uppvexti sínum í Bergþórugötunni, átökum og spennu á heimilinu, útskúfun föður hennar, uppreisn æsku sinnar, hippaárunum, heilunaráhrifum leiklistar, áföllum, sólargeislum og skuggabrekkum.
11/11/20232 hours, 14 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 45

Föstudagurinn 10. nóvember Vikuskammtur: Vika 45 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Andrean Sigurgeirsson dansari, Anna Sigrún Baldursdóttir hjúkrunarfræðingur og skrifstofustjóri öldrunarmála hjá Reykjavíkurborg, Jóna Benediktsdóttir skólastjóri og formaður Stjórnarskrárfélagsins og Sólveig Arnarsdóttir leikkona og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af óróa ofan jarðar sem neðan, risi og falli, vonum og vonbrigðum.
11/10/20231 hour, 31 minutes
Episode Artwork

Gaza, húsnæðiskreppa og fátækt

Fimmtudagurinn 9. nóvember Gaza, húsnæðiskreppa og fátækt Við fáum Erling Erlingsson hernaðarsagnfræðing og Helen Ólafsdóttur öryggisfulltrúa til að ráða í ástandið á Gaza, hvert það getur leitt og hvernig það á að enda. Síðan koma þær Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsstarfs Hjálparstarfs kirkjunnar, María Pétursdóttir, formaður húsnæðismálahóps ÖBÍ réttindasamtaka og Þórdís Bjarnleifsdóttir úr stjórn Leigjendasamtakanna og segja okkur frá húsnæðiskreppu hinna fátækustu, en eins og öllum má vera ljóst bitna afleiðingar gjaldþrota húsnæðisstefnu helst á þeim sem ekki geta keypt sig frá hörmungunum. Í lokin segir Sanna Magdalena Mörtudóttir okkur frá fólkinu sem er á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna, hefur ekki í önnur hús að leita.
11/9/20232 hours, 25 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Utanríkismálanefnd, spillt samfélag, grimmd og heimska

Miðvikudagurinn 8. nóvember Utanríkismálanefnd, spillt samfélag, grimmd og heimska Við fáum kjarna úr utanríkismálanefnd að Rauða borðinu til að ræða stöðuna í Gaza og Úkraínu og stöðu Íslands í háskalegum heimi. Hvernig sér fólkið í nefndinni stöðu heimsmála: Diljá Mist Einarsdóttir frá Sjálfstæðisflokki, Logi Einarsson frá Samfylkingu og Logi Einarsson frá Samfylkingu. Við höldum áfram að kortleggja Kolkrabbann, Bláu höndina, Skuggabaldur og Eimreiðina. Nú er komið að Sigmundi Erni Rúnarssyni blaðamanni að segja frá sinni reynslu. Í lokin ræðum við lífsgátuna sjálfa við Bjarna Karlsson guðfræðing, hvers vegna við erum svona grimm og heimsk. Hann hefur skrifað bók, Bati frá tilgangsleysi, þar sem hann greinir hjörtu okkar, félagslega umhverfi og samfélagi og bíður upp á lausn.
11/8/20233 hours, 14 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 7. nóv - Skammir Ásgeirs, hefnd bláu handarinnar og húsnæðismál aldraðra

Þriðjudagurinn 7. nóvember Skammir Ásgeirs, hefnd bláu handarinnar og húsnæðismál aldraðra Við fáum Ragnar Þór Ingólfsson formann VR og Ástu Lóu Þórsdóttur formann hagsmunasamtaka heimilanna til að rökstyðja kröfur sínar um að Ásgeir Jónsson bankastjóri Seðlabankans verði rekinn. Hvað gerði hann af sér? Má reka hann? Næst kemur Þór Saari og segir okkur frá kynnum sínum af Bláu höndinni, Eimreiðarklíkunni og fjórflokknum. Og í lokin segir Gísli Jafetsson, formaður öldungaráðs VR, okkur frá húsnæðiseklu aldraðra, hver er þörfin og hvers vegna er svona lítið gert.
11/7/20232 hours, 23 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Synir Egils - Pólítík, átök og fréttir

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssyni taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við Björt Ólafsdóttir fyrrum umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar, Margrét Sanders, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi Vg. Þeir fara síðan yfir stöðuna í pólitíkinni en skipta svo yfir í Háskólabíó á Stórfund um Palestínu.
11/5/20231 hour, 24 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Jasmina

Laugardagurinn 4. nóvember Helgi-spjall: Jasmina Jasmina Vajzović Crnac er uppkomið flóttabarn frá stríðsátökum í fyrrum Júgóslavíu. Hún segir frá ætt sínum og uppruna, fjölskyldu og flóttanum frá stríði og ofbeldi, áföllunum og minningunum og hvernig þetta hefur litað líf hennar.
11/4/20231 hour, 45 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 44

Föstudagurinn 3. nóvember Vikuskammtur: Vika 44 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Ása Björk Ólafsdóttir prestur, Askur Hrafn Hannesson aðgerðarsinni, Benjamín Júlían starfsmaður ASÍ og Kristján Þór Sigurðsson mannfræðingur og ræða fréttir vikunnar sem eru af stríðsmönnum og flóttafólki, basli og átökum, hræringum, átökum og deilum.
11/3/20231 hour, 15 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Fílinn í stofunni, efnahagsstefna Valhallar og ójöfnuður á Íslandi

Fimmtudagurinn 2. nóvember Fílinn í stofunni, efnahagsstefna Valhallar og ójöfnuður á Íslandi Við höldum áfram að kortleggja Einreiðarklíkuna, kolkrabbann og bláu höndina. Nú er komið að Ólafi Jónssyni skipstjóra að segja okkur frá fílnum í stofunni. Við fáum síðan Guðmund Auðunsson hagfræðing til að bera saman efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins og breska Íhaldsflokksins. Í lokin kemur Guðmundur Jónsson sagnfræðingur og segir okkur frá ójöfnuði á Íslandi, á átjándu öld.
11/2/20232 hours, 28 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Palestína, Kleppur, inngilding og Bláa höndin

Miðvikudagurinn 1. nóvember Palestína, Kleppur, inngilding og Bláa höndin Þeir koma að Rauða borðinu Yousef Ingi Tamimi og Qussay Odeh og lýsa sinni sýn á stríðið í Palestínu, fréttaflutning á Vesturlöndum og erfiðleika við að halda á lofti málstað Palestínu. Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir skrifaði skáldsögu um langömmu sína sem lögð var inn á Klepp og dó þar. Hún segir okkur frá langömmu sinni og hvers vegna hún vildi skrifa um hana. Fríða B. Jónsdóttir, fyrrum leikskólakennari og nú nýdoktor við HI, segir okkur frá því hvernig kennarar geta aðlagast breyttum bekkjum, hópi nemenda sem eru af ólíkari uppruna en áður var. Og í lokin segir Gunnar Smári Egilsson frá sínum kynnum af Bláu höndinni.
11/1/20233 hours, 43 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Blá hönd, kennaraverkfall, klúður, morð og lestarræningi

Við höldum áfram að tala um Eimreiðina, Kolkrabbann og bláu höndina. Hallgrímur Helgason rithöfundur kynntist bláu höndinni og skrifaði um hana. Við ræðum kjarabaráttu kennara við Elna Katrín Jónsdóttir fyrrum formann Hins íslenska kennarafélags, Magnús Þór Jónsson formann Kennarasambandsins og Sigurð Pétursson sagnfræðing og handritshöfundar Endurgjöf, heimildarmynd um kennaraverkföllin undir lok síðustu aldar. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir okkur frá Microsoft-klúður ríkisins og Sigríður Dúa Goldsworthy frá morðunum í Dillonshúsi. Í lokin kemur Lóa Björk Björnsdóttir frá Lestinni á rás eitt að Rauða borðinu, reynir að taka viðtal á sama tíma og við tökum viðtal við hana.
10/31/20233 hours, 27 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

SÞ, kolkrabbinn, samviska borgaranna og Gaza

Atkvæði Íslands á allsherjarþingi hefur valdið pólitísku átökum og tilfinningalegum viðbrögðum. Við ræðum við Helen Ólafsdóttir, sjálfstætt starfandi öryggisfulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum um atkvæðið og merkingu þess. Við skjótum síðan inn millikafla um ægivald bláu handarinnar á Íslandi, ræðum við Jóhann Hauksson sem hefur bæði persónulega reynslu af bláu höndinni og hefur rannsakað áhrif hennar í samfélaginu. Við ræðum síðan um stríðið í brjóstum okkar, hvaða áhrif Gaza hefur á okkur persónulega sem borgara. Gunnar Hersveinn heimspekingur, Magga Stína tónlistarkona og Ólafur Ólafsson myndlistarmaður ræða um áhrif stríðs á venjulegt fólk og um hvernig það getur brugðist við. Í lokin kemur Hilmar Þór Hilmarsson prófessor og ræðir um áhrif Gaza á heimspólitíkina og áhrif heimspólitíkurinnar á Gaza.
10/30/20232 hours, 59 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Synir Egils - Kynjastríð, ofbeldi, þjóðarmorð og Eimreiðin

Sunnudagurinn 29. október Kynjastríð, ofbeldi, þjóðarmorð og Eimreiðin Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við gesti. Að þessi sinni koma Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins og Svanborg Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar. Þeir bræður fara líka yfir daginn og veginn og fjalla síðan um Eimreiðarklíkuna og völd Valhallar. Sólveig Ólafsdóttir nýdoktor, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor og Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur ræða þau mál.
10/29/20232 hours, 13 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Guðmundur Hrafn

Laugardagurinn 28. október Helgi-spjall: Guðmundur Hrafn Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna frá ætt sinni og uppruna, hvað það merkir að vera Strandamaður, átökum við yfirvöld í æsku og á fullorðinsárum, leit sína af því hvernig maður hann vill verða og um þá baráttu sem hann hefur háð.
10/28/20233 hours, 13 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 43

Föstudagurinn 27. október Vikuskammtur: Vika 43 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Bragi Páll Sigurðsson rithöfundur, Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir sviðslistakona og handritshöfundur, Hrafn Jónsson pistlahöfundur og Jovana Pavlović mannfræðingur og ræða fréttir vikunnar sem spanna sigur og samstöðu, átök og hörmungar, uppljóstranir og umdeild mál.Vikuskammtur: Vika 43Vikuskammtur: Vika 43
10/27/20231 hour, 15 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Svigrúm, stríð, vinnandi fátækt, nemandi og Napóleon

Fimmtudagurinn 26. október Svigrúm, stríð, vinnandi fátækt, nemandi og Napóleon Við fáum þau Stefán Ólafsson sérfræðing Eflingar og Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins um svigrúmið svokallaða, verðbólguna, vextina og kaupmáttinn. Síðan koma til að ræða hið hörmulega ástand á Gaza þau Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur, Þórir Jónsson Hraundal miðaldafræðingur og Viðar Þorsteinsson heimspekingur. Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir okkur frá efnahagslegri stöðu stúdenta og fátækt meðal þeirra, og Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu segir okkur frá vinnandi fátækt, stöðu fólks sem er í fullri vinnu, jafnvel tveimur, en næst ekki að halda sig frá fátækt. Illugi Jökulsson kemur síðan og segir okkur frá Napóleon Bonaparte.
10/26/20233 hours, 45 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Kvennahreyfingin, íslenskan, Hamas og Hrunið

Miðvikudagurinn 25. október Kvennahreyfingin, íslenskan, Hamas og Hrunið Við fáum Sonju Þorbergsdóttur formann BSRB og eina af þeim sem blésu til kvennaverkfallsins til að meta stöðuna daginn eftir. Hvað merkir hin mikla þátttaka? Íslenskan er í hættu, um það er ekki deilt. En hvað ber að gera? Íslenskufræðingarnir og prófessorarnir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Eiríkur Rögnvaldsson vilja bregðast við, en með ólíkum hætti. Þau deila um stefnuna í kvöld. Sverrir Agnarsson er margfróður um frelsis- og sjálfstæðisbaráttu múslima. Hann fræðir okkur um Hamas. Hvað kemur Hamas, úr hvaða jarðveg sprettur hreyfingin og hvað vill hún? Það er deilt um söguna af Hruninu, merkingu þess og hver eru fórnarlömbin og hverjir gerendur. Við ræðum þetta við Vilhjálmur Árnason prófessor, einn höfunda siðferðiskafla rannsóknarskýrslu Alþingis.
10/25/20232 hours, 52 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Kvennaverkfall, Hvers vegna og fyrir hverja?

Kvennaverkfall, Hvers vegna og fyrir hverja? Við tökum á móti hópi kvenna til að ræða um kvennabaráttuna á þessum tímamótum. Oddný Eir tekur fyrst á móti fjórum konum, þeim Guðrúnu Ágútsdóttur, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, Önnu Kristínu Blöndal Jóhannesdóttur og Þorgerði Jennýjardóttur Einarsdóttur. María Pétursdóttir tekur svo við og heldur samræðunni áfram með öðrum fjórum gestum, þeim Ólöfu Bjarka Antons, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, Írisi Björk Ágústsdóttur og Margréti Lilju Aðalsteinsdóttur. Í lokin kemur síðan hópur af einstæðum mæðrum í stúdíó og á skjá, en það eru þær Elsa Maria Blöndal, Áslaug Saja Daviðsdottir, Glódis Björt Eyrúnardóttir, Laufey Lindal Ólafsdóttir og Elín Agla Briem sem ræða við Oddnýju um hlutskipti sitt.
10/24/20232 hours, 7 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Synir Egils - Stríð, átök og skuldastaða bænda

Sunnudagurinn 22. október Stríð, átök og skuldastaða bænda Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við Heimi Má Pétursson fréttamann, Þórarinn Eyfjörð formann Sameykis og Guðrúnu Margréti Guðmundsdóttur mannfræðing. Þeir bræður fara líka yfir daginn og veginn og fjalla síðan um háskalega stöðu bænda, slá á þráðinn til Þórarins Inga Péturssonar, bónda og þingmanns, og fá svo þau Gunnar Þorgeirsson, formann Bændasamtakanna og Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra samtakanna, til að kortleggja erfiða stöðu bænda.
10/22/20231 hour, 47 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall - Sigríður Gísladóttir

Laugardagurinn 21. október Helgi-spjall: Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Sigríður Gísladóttir formaður Geðhjálpar frá því hvernig geðsjúkdómur móður hennar mótaði æsku hennar og hvernig hennar eigin sjúldómur tók við. Og hvernig hún gat unnið úr þessum áföllum öllum, risið upp til að hjálpa börnum í svipaðri stöðu.
10/21/20231 hour, 21 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 42

Föstudagurinn 20. október Vikuskammtur: Vika 42 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður, Claudia Ashanie Wilson lögmaður, Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar Eflingar og Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir rithöfundur og ræða fréttir vikunnar sem sumar voru hryllilegar og uggvænlegar en aðrar léttvægari, jafnvel gleðilegar.
10/20/20231 hour, 15 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Evrópa, innflytjendur, Græn landamæri, narsissismi

Fimmtudagurinn 19. október Evrópa, innflytjendur, Græn landamæri, narsissismi Er Evrópa á dagskrá? Og hvaða Evrópa þá? Valur Ingimundarson prófessor og Ásgeir Brynjar Torfason sérfræðingur í fjármálum segja okkur frá stöðunni í Evrópu og hvert hún stefnir. Við höldum áfram að fjalla um fátækt og þá hópa sem eru útsettir fyrir henni. Nú er komið að innflytjendum. Karla Barralaga Ocón, Ian Mcdonald, Sherry Ruth og Natalie Scholtz segja okkur frá stöðu innflytjenda í samfélagi sem vill halda þeim niðri. Græn landamæri eftir Agnieszku Holland er magnað listaverk og stórkostleg samfélagsgreining á stöðu flóttafólks við landamæri Evrópu. Sema Erla Serdaroglu stofnandi Solaris og Jasmina Vajzović Crnac fóru á myndina og segja okkur frá henni og sinni upplifun. Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson kemur að Rauða borðinu og fræðir okkur um sameiginlegan narsissisma.
10/19/20232 hours, 53 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Börn, innflytjendur, öryrkjar, saga og morðgáta

Miðvikudagurinn 18. október Börn, innflytjendur, öryrkjar, saga og morðgáta Við ræðum við Sæunni Kjartansdóttur sálgreini um þarfir ungra barna og hvort þeim sé mætt í því kerfi sem við höfum smíðað í kringum þau; fæðingarorlof, leikskóla o.s.frv. Mun framtíðin horfa gagnrýnum augum á kerfin okkar? Hafije Zogaj læknir segir frá baráttu sinni, sem er lík baráttu margra innflytjenda við að fá menntun sína viðurkennda á Íslandi. Atli Þór Þorvaldsson, fyrrverandi formaður kjarahóps ÖBÍ, segir okkur frá fátækt öryrkja, en við erum að skoða fátækt þeirra hópa sem útsettir eru fyrir fátækt. Orri Vésteinsson fornleifafræðingur mætir og ræðir skaðsemi lokunar safna, sem ekki skaða aðeins fræðafólk heldur lýðræðið í samfélaginu, sem nærist á frjálsu aðgengi að upplýsingum. Og í lokin segir Guðjón Jensson okkur frá gamalli morðgátu eða meinti morðgátu öllu heldur.
10/18/20233 hours, 11 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Bruni, hrun, fátækt og ADHD

Þriðjudagurinn 17. október Bruni, hrun, fátækt og ADHD Við ræðum við formann Leigjendasamtakanna, Guðmund Hrafn Arngrímsson, um atburði dagsins, leigjenda sem fórst í bruna í iðnaðarhverfi upp á höfða. En einnig um hvernig leigumarkaðurinn dregur fólk niður í fátækt og heldur því þar. Við ræðum um myndina Baráttan um Ísland, en ekki síður um baráttuna um söguna af Hruninu við þá Þórð Snæ Júlíusson blaðamann, Jón Gunnar Bernburg félagsfræðing og Árna Daníel Júlíusson sagnfræðing. Þá koma félagar í Pepp, grasrót fólks í fátækt að Rauða borðinu, Laufey Líndal Ólafsdóttir, Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir og Elísabet Hauksdóttir, og segja okkur frá fátækt og baráttu fátæks fólks í tilefni af degi fátæktar, sem er í dag. Í lokin segir Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD-samtakanna okkur frá rannsóknum á ADHD og meðferð við því.
10/17/20233 hours, 26 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Pólland, fátæk, hryðjuverk og bresk stjórnmál

Mánudagurinn 16. október Pólland, fátæk, hryðjuverk og bresk stjórnmál Við ræðum við Jacek Godek stórþýðanda í Gdansk um pólsku kosningarnar og stjórnarskiptin sem virðast vera í nánd. Við ræðum við Kjartan Ólafsson félagsfræðing um fátækt, en hann er einn þeirra sem tók saman enn eina skýrsluna um fátækt fyrir stjórnvöld. Hver er byrði fátækar, ekki bara á þá einstaklinga og fjölskyldur sem verða fyrir henni, heldur samfélagið allt. Við heyrum í Helen Ólafsdóttur öryggissérfræðingi um Hamas, Palestínsku þjóðina og herinn í Ísrael. Hverir eru að fremja stríðsglæpi og með stuðningi hverra. Og við heyrum í Guðmundi Auðunssyni um stöðuna í breskum stjórnmálum, nú þegar flokkarnir hafa haldið sín flokksþing.
10/16/20231 hour, 59 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Synir Egils: Afsögn, spilling, stríð og mótmæli

Sunnudagurinn 15. október Synir Egils: Afsögn, spilling, stríð og mótmæli Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur þingkonu, Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar og Guðmund Andra Thorsson rithöfundur. Þeir bræður fara líka yfir daginn og veginn og Atli Þór Fanndal fer með pistilinn. Í lokin mæta í stúdíóið fólkið sem stóð fyrir mótmælunum Bjarna burt! og meta árangurinn: Hallfríður Þórarinsdóttir, Karl Héðinn Kristjánsson, Birgir Þórarinsson, Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Kári Jónsson.
10/16/20232 hours, 16 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Úrval - 14. Október

Laugardagurinn 14. október Úrval vikunnar á Samstöðinni Í úrvali vikunnar af Samstöðinni endurflytjum við sex viðtöl. Við heyrum Ásgeir Brynjar Torfason sérfræðing í fjármálum og Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræðing ræða afsögn Bjarna Benediktssonar. Við ræðum um hina nöpru stöðu Palestínsku þjóðarinnar við Hjálmtý Heiðdal formann félagsins Ísland-Palestína og þá Qussay Odeh og Fahad Jabali, sem báðir eru íslenskir Palestínumenn. Við ræðum við Selmu Hafsteinsdóttir og Elísabetu Hrund Salvarsdóttir, mæður ættleiddra barna, um vöggustofur og áhrif þeirra á börnin. Við ræðum við Darius Dilpsas, rafvirkja og innflytjanda frá Litháen, um stórfelld vinnumarkaðsbrot gagnvart innflytjendum. Við ræðum um kalda stríðið og menningarleg afskipti stórveldanna við Hauk Ingvarsson bókmenntafræðing og Rósu Magnúsdóttir sagnfræðing. Og í lokin heyrum við í íslenskum efnahagsflóttamönnum á Spáni: Elínu Gunnarsdóttur. Guðnýju Matthíasdóttur, Guðjóni Eiríkssyni, Karli Kristjáni Hafsteini Guðmundssyni og Sigurbjörgu Pétursdóttur. Hvað voru þau að flýja og hvað fundu þau?
10/14/20234 hours, 6 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall - Egill Sæbjörnsson

Laugardagurinn 14. október Helgi-spjall: Egill Sæbjörnsson Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Egill Sæbjörnsson myndlistarmaður og poppari frá lífi sínu, list, meðvirkni, samskiptum og samtíma en líka stöðu sinni í flæði tímans, þar sem hann er gestur á Hótel Jörð eins og við hin.
10/14/20231 hour, 27 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur : Vika 41

Föstudagurinn 13. október Vikuskammtur: Vika 41 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Borgar Magnason tónskáld, Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sviðslistakona og ræða fréttir vikunnar sem einkenndist stjórnarkreppu, hryðjuverkum, afsögn, átökum og ofbeldi.
10/13/20231 hour, 23 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Þjóðarmorð, innflytjendur, Græn landamæri og sósíalisminn í Svíþjóð

Fimmtudagurinn 12. október Þjóðarmorð, innflytjendur, Græn landamæri og sósíalisminn í Svíþjóð Við stöndum á þröskuldi þjóðarmorðs í Palestínu. Og svo virðist sem stjórnvöld á Vesturlöndum ætli að bæði að hvetja og styðja Ísraelsstjórn til þess. Við ræðum um þessa nöpru stöðu við Hjálmtý Heiðdal formann félagsins Ísland-Palestína og þá Qussay Odeh og Fahad Jabali, sem báðir eru íslenskir Palestínumenn. Darius Dilpsas, rafvirki og innflytjandi frá Litháen, segir okkur frá íslenskum vinnumarkaði í tilefni af nýrri skýrslu ASÍ um stórfelld vinnumarkaðsbrot gagnvart innflytjendum. Kvikmyndin Græn landamæri eftir Agnieszku Holland verður frumsýnd í Bíó Paradís um helgina. Valur Gunnarsson kemur til okkar og segir frá þessari mögnuðu mynd, bestu mynd sem Valur hefur séð um háa herrans tíð. Í lokin kemur Steingrímur Jónsson, bæjarfulltrúi Vinstriflokksins í Lundi, að Rauða borðinu og segir okkur frá stjórnmálum og sósíalisma í Svíþjóð.
10/12/20232 hours, 18 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Afsögn, íslenskt flóttafólk, vöggstofur, formaður ÖBÍ og heismmálin

Miðvikudagurinn 11. október Afsögn, íslenskt flóttafólk, vöggstofur, formaður ÖBÍ og heismmálin Páll Jóhannsson þingmaður kemur að Rauða borðinu og spáir í stjórnmálaástandið eftir afsögn Bjarna Benediktssonar. Við ræðum við íslenska efnahagsflóttamenn á Spáni: Elínu Gunnarsdóttur. Guðnýju Matthíasdóttur, Guðjón Eiríksson, Karl Kristján Hafsteins Guðmundsson og Sigurbjörgu Pétursdóttur. Hvað voru þau að flýja og hvað fundu þau. Við ræðum við Selma Hafsteinsdóttir og Elísabet Hrund Salvarsdóttir, mæður ættleiddra barna, um vöggustofur og áhrif þeirra á börnin. Alma Ýr Ingólfsdóttir er nýr formaður ÖBÍ og segir okkur hver verkefnin fram undan eru. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor kemur til okkar og spáir í heimsmálin, nú þegar stríð er skollið á í Palestínu.
10/11/20232 hours, 48 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Bjarni, Palestína, kalt stríð og flóttafólk

Þriðjudagurinn 10. október Bjarni, Palestína, kalt stríð og flóttafólk Við fáum Ásgeir Brynjar Torfason sérfræðing í fjármálum til að fjalla um afsögn Bjarna Benediktssonar út frá Íslandsbankasölunni og Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræðing til að meta afsögnina póilitískt. Magnús Bernharðsson prófessor reynir að meta stöðuna í Palestínu, sem er ill. Við ræðum síðan um kalda stríðið, sem margir segja að minni á nútímann. Haukur Ingvarsson bókmenntafræðingur og Rósa Magnúsdóttir sagnfræðingur segja frá menningarlegum afskipum stórveldanna á tímum kalda stríðsins. Í lokin koma Hjördís Kristinsdóttir kafteinn í Hjálpræðishernum, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir frá Geta-hjálparsamtökunum í Hafnarfjarðarkirkju og Helgi Guðnason prestur í Fíladelfíu og segja frá starfi sínu með flóttafólki frá Venesúela.
10/10/20232 hours, 41 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Aukaþáttur:Afsögn Bjarna

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssyni taka á móti gestum og ræða afsögn Bjarna Benediktssonar og stöðuna í pólitíkinni: Meðal gesta: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, Ólína Kerúld Þorvarðardóttir, Helga Vala Helgadóttir, Stefán Pálsson og Björn Leví Gunnarsson.
10/10/20231 hour, 24 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Palestína, kjaramál, Nóbel og loftlagsmál

Mánudagurinn 9. október Palestína, kjaramál, Nóbel og loftlagsmál Við ræðum við Falasteen Abu Libdeh um stríðið í Palestínu, fangabúðirnar á Gaza og hefndaraðgerðir Ísraelsstjórnar. Við ræðum við Ragnar Þór Ingólfsson formann VR um stöðuna í aðdraganda kjaraviðræðna. Við ræðum við Katrín Ólafsdóttir dósent um Claudia Goldin, sem fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði í morgun og sem hefur rannsakað margt um stöðu kvenna á vinnumarkaði. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kemur síðan og dregur upp mynd af stöðu loftlagsmála í fimm myndum.
10/9/20232 hours, 9 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Synir Egils: Pólitíkin, fréttirnar, söngur og fjölmiðlar

Sunnudagurinn 8. október Synir Egils: Pólitíkin, fréttirnar, söngur og fjölmiðlar Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssyni taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við Árna Múla Jónasson formann Transparency International á Íslandi, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur þingmann Viðreisnar og Vilhjálm Birgisson, formann Starfsgreinasambandsins. Þeir bræður fara líka yfir daginn og veginn og Þorsteinn Einarsson, aka Steini í Hjálmum, kemur við sem trúbador og leggur lag til málanna. Í lokin koma blaðamennirnir Eyrún Magnúsdóttir, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason og ræða við þá bræður um fjölmiðla og blaðamennsku á tímum þegar nánast allir geta reynt að vera sinn eigin fjölmiðill.
10/9/20232 hours, 51 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Gísli Pálsson

Laugardagurinn 7. október Helgi-spjall: Gísli Pálsson Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Gísli Pálsson mannfræðingur frá uppvexti sínum í Eyjum, uppreisn æskuáranna, rannsóknum sínum á mannfélaginu og ábyrgð fræðafólks í samfélaginu.
10/7/20232 hours, 17 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 40

Föstudagurinn 6. október Vikuskammtur: Vika 40 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Erling Ingvason tannlæknir, Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur, Hlín Agnarsdóttir leikstjóri og Sverrir Norland rithöfundur og ræða fréttir vikunnar sem einkenndist af skætingi, deilum, sorg og sárindum.
10/6/20231 hour, 12 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Miðbærinn, flóttafólk, jarðgöng, fræðimennska og sósíalismi

Í þættinum er rætt við Óðinn Jónsson blaðamann, Sigrúnu Tryggvadóttir formann íbúasamtaka miðborgarinnar og Björn Teitsson borgarfræðing um túrismann í miðbænum. Þá er rætt við flóttafjölskyldu upprunalega frá Sýrlandi en sem kom hingað frá Venesúela en hefur nú verið brottvísað. Ólöf Anna Jóhannsdóttir fræðikona segir okkur frá frelsandi kennsla en líka kjarabaráttu sjálfstætt starfandi fræðafólks. Í lokin kemur Þorvaldur Þorvaldsson formaður Alþýðufylkingarinnar og ræðir sósíalisma.
10/5/20232 hours, 58 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Mótmæli, hagráð verkalýðsins, hægrið og leikskólarnir

Miðvikudagurinn 4. október Mótmæli, hagráð verkalýðsins, hægrið og leikskólarnir Flóttafólk frá Venesúela tók sér þögla mótmælastöðu framan við Hallgrímskirkju í morgun. María og Oddný Eir fóru á staðinn og ræddu við fólkið sem stjórnvöld vilja vísa úr landi. Við fáum hagráð alþýðunnar til að spá í spilin á vaxtaákvörðunardegi: Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðing BSRB, Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðing BHM og Róbert Farestveit hagfræðing Alþýðusambandsins. Eiríkur Bergmann prófessor fjallar um uppgang ysta hægrisins í Evrópu og reynir að greina hvað veldur. Er Evrópa að verða meira normal en áratugina á undan, voru eftirstríðsárin undantekning í sögunni en ekki normið. Í lokin ræðum við um leikskólamálin við Huldu Ásgeirsdóttur og Halldóru Guðmundsdóttur skólastjóra um leikskólalífið, ástríðuna og áskoranirnar.
10/4/20232 hours, 58 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Spilling, efnahagsstefna, Venesúela og Eimreiðarklíkan

Þriðjudagurinn 3. október Spilling, efnahagsstefna, Venesúela og Eimreiðarklíkan Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Transparency International á Íslandi, kemur að Rauða borðinu og segir okkur frá fundi félagsins um samráð skipafélaganna, sem Samstöðin mun senda út. Stefán Ólafsson prófessor og sérfræðingur hjá Eflingu, kemur og reynir að ráða í efnahagsstefnu stjórnvalda. Hverjum þjóna stjórnvöld? Hinum fáu ríku? Eða fjöldanum. Við höldum áfram umfjöllun um flóttafólkið frá Venesúela. Gunnvör Rósa Eyvindardóttir stjórnmálafræðingur segir okkur hvers vegna það er kreppa í Venesúela, kreppan sem fólkið er að flýja. Og í lokin kemur Þorvaldur Logason heimspekingur og félagsfræðingur og segir okkur frá Eimreiðarhópnum sem náði völdum í Sjálfstæðisflokksins og í raun völdum yfir Íslandi, breytti landi eftir kenningum nýfrjálshyggjunnar. Aldrei hefur jafn fámennur hópur haft jafn mikil áhrif. Og vond, myndi einhver vilja bæta við.
10/3/20232 hours, 28 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Venesúela, Dögun, gervigreind og sósíalismi

Venesúela, Dögun, gervigreind og sósíalismi Við ræðum risastóra mannúðarkrísu við prest Fíladelfíu, Helga Guðnason. Hvað gerist þegar ríkisvaldið ætlar að senda fleiri en fimmtán hundruð flóttamenn frá Venesúela til síns heima? Fólk sem hélt að það væri sérstaklega boðið hingað af íslenskum stjórnvöldum. Við rifjum upp stjórnmálaaflið Dögun með Dögunarfólkinu Helgu Þórðardóttur, Benedikt Sigurðarsyni, Gísla Tryggvasyni og Andreu Ólafsdóttur. Fyrir hvað stóð Dögun? Hafði hún áhrif og þá hver? Margrét Tryggvadóttir formaður Rithöfundasambands Íslands segir okkur frá ógn sem stafar að höfundum frá gervigreind og Sigurður Pétursson sagnfræðingur ræðir við okkur um sósíalisma, út frá erindi Jeremy Corbyn.
10/2/20232 hours, 41 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Synir Egils 1.okt: Heitar umræður, pistill og kappræður

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssyni taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við Láru Ómarsdóttur blaðakonu, Gísla Martein Baldursson fjölmiðlamann og Helgu Jónsdóttur bæjarfulltrúa í Kópavogi. Benedikt Erlingsson leikstjóri stígur á stokk og flytur eldmessu um skógrækt. Þeir bræður fara yfir daginn og veginn áður en Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Finnbjörn A Hermannsson formaður Alþýðusambandsins koma og ræða stöðuna í aðdraganda kjaraviðræðna.
10/1/20232 hours, 32 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall - Þuríður Harpa

Laugardagurinn 30. september Helgi-spjall: Þuríður Harpa Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, fráfarandi formaður ÖBÍ, okkur frá æsku sinni og lífi, alvarlegu slysi, fötlun, áfalli og baráttu.
9/30/20231 hour, 32 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 39

Föstudagurinn 29. september Vikuskammtur: Vika 39 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Grímur Hákonarson leikstjóri, Guðbjörg Kristmundsdóttir formaður Verkalýðsfélags Keflavíkur, Halla Gunnarsdóttir blaðakona og Magnús Guðmundsson blaðamaður og ræða fréttir vikunnar sem einkenndist af stéttaátökum, menningarátökum og alls kyns átökum.
9/29/20231 hour, 17 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Skúringar, íslenskt flóttafólk, dauðinn og Útvarp Rót

Fimmtudagurinn 28. september Skúringar, íslenskt flóttafólk, dauðinn og Útvarp Rót Við ræðum við Kristínu Hebu Gísladóttur forstöðukonu Vörðu, rannsóknaseturs verkalýðsins, um stöðu ræstingarfólks. Sláum síðan á þráðinn til efnahagslegra flóttamanna frá Íslandi, fólks sem hefur flutt frá Íslandi til Norðurlandanna í leit að betra lífi: Þóra Dis Guðbjartsdóttir Odsgaard, Fríður Pétursdóttir, Haraldur Anton Árnason, Arnar Guðmundsson, Guðfinna Bjarnadóttir, Páll Birgis Pálsson og Gyða Björk Ágústsdóttir segja okkur frá lífinu á Íslandi og lífinu á hinum Norðurlöndunum. Björn Þorláksson blaðamaður hefur skrifað bók um dauðann og segir okkur frá kynnum sínum og annarra af honum. Í lokin rifja þau Soffía Sigurðardóttir, Jón Helgi Þórarinsson og Ragnar Stefánsson upp ris og fall Útvarps Rótar, alþýðuútvarps sem hér var rekið seint á níunda áratugnum.
9/28/20232 hours, 30 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Orkuþörf, Incel, mæðrun, Pólland, sósíalismi

Miðvikudagurinn 27. september Orkuþörf, Incel, mæðrun, Pólland, sósíalismi Þarf að virkja tvöfalt meira til að mæta orkuskiptum og bjarga loftslaginu? Eða eigum við að neyta minna og fara betur með þá orku sem til er? Andri Snær Magnason skáld og rithöfundur & Sigríður Mogensen sviðstjóri hjá Samtökum iðnaðarins koma að rauða borðinu og skiptast á skoðunum. Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson stjórnmálasálfræðingur fræðir okkur um menningarfyrirbrigðið Incel og þær Annadís Greta Rúdólfsdóttir dósent í aðferðafræði rannsókna og Auður Magndís Auðardóttir lektor í uppeldis- og menntunarfræðum segja okkur frá ákafri mæðrun. Við hringjum í Jacek Godek stórþýðanda og fáum hann til að fræða okkur um pólsku kosningar og hvað er í húsi. Í lokin kemur Björn Þorsteinsson prófessor og ræðir sósíalisma.
9/27/20233 hours, 3 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Strætó, sauðfé, SÁÁ og sósíalismi

Þriðjudagurinn 26. september Strætó, sauðfé, SÁÁ og sósíalismi Þær María Pétursdóttir og Oddný Eir Ævarsdóttir heimsækja strætóstoppistöðina í Mjóddinni og flytja okkur mannlífstúdíu þaðan. Við heyrum í Karólínu Elísabetardóttur sauðfjárbónda í Hvammshlíð, sem var hvatakona að leit að erfðaefnum sem geta varið fé fyrir riðu. Hún segir okkur þá sögu en líka frá ullinni og hvernig rétt ræktun og meðferð sauðfjár getur aukið verðmæti hennar. Þá heyrum við í þeim Ingunni Hansdóttur framkvæmdastjóri sálfélagslegra meðferðar og Önnu Hildi Guðmundsdóttur formanni SÁÁ um stöðu áfengismeðferðar, áfengis- og vímuefnaneyslu og versnandi fjárhag samtakanna. Í lokin höldum við áfram að kortleggja sósíalismans í tilefni af erindi Jeremy Corbyn um helgina. Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur segir sína sósíalísku sögu og greinir stöðu sósíalismans í dag.
9/26/20232 hours, 37 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 25.sept: Kvótinn, Sameinuðu þjóðirnar, Kamban og sósíalismi

Helgi Hlynur Ásgrímsson útvegsbóndi sest við rauða borðið og ræður sjávarútvegsstefnuna, kvótann og óréttlætið sem honum fylgir. Og metur hvort líkur séu á að Svandís Svavarsdóttir nái fram einhverjum breytingum á stefnunni. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna er í New York. Helen Ólafsdóttir hlustaði á ávörp þjóðarleiðtoga og greinir fyrir okkur þræðina í þeim ræðum. Banamaður Guðmundar Kambans hefur verið nefndur. Við fáum Jón Yngva Jóhannsson bókmenntafræðing til að segja okkur frá Kamban og öðrum höfundum sem tengdust þýskum yfirvöldum á nasistatímanum. Í lokin kemur Einar Ólafsson skáld og bókavörður og ræðir sósíalismann, sögu hans og sína reynslu. Og metur hvort þörf sé á sósíalisma.
9/25/20233 hours, 13 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Synir Egils 24.sept: Fréttir, pólitík, kvóti og stjórnarskrá

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við Jóhan Pál Jóhannsson þingmann, Sonju Þorbergsdóttur formann BSRB og Þóru Tómasdóttur. Við heyrum síðan í Jeremy Corbyn, fyrrum leiðtoga breska Verkamannaflokksins. Þeir bræður fara yfir daginn og veginn áður en Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði og Eiríkur Tómasson prófessor í lögfræði ræða um þörfina á að fá auðlindarákvæði í stjórnarskrána, hvað það ákvæði þarf að innihalda og hversu varasamt er að það sé ófullnægjandi.
9/24/20232 hours, 39 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Aukaþáttur - Hvers vegna þörf er á sósíalisma

Aukaþáttur af rauða borðinu í tilefni af fundi Jeremy Corbyn í Þjóðmenningarhúsinu undir yfirskriftinni: Hvers vegna þörf er á sósíalisma. Við fáum fólk sem var á fyrirlestrinum til að koma við og leggja út frá erindi Corbyn. Meðal þeirra sem koma eru: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Sólveig Anna Jónsdóttir, Ögmundur Jónasson, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir, Karl Héðinn Kristjánsson, Sara Stef Hildar, Jökull Sólberg Auðunsson o.fl.
9/23/20232 hours, 1 minute, 46 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall 23.sept: Guðrún Eva Mínervudóttir

Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Guðrún Eva Mínervudóttir frá sjálfri sér, sínu fólki, listinni og ástinni, en líka kynslóðavilltu fólki, viðkvæmum blómum í köldum heimi, voninni og mikilvægi þess að ganga mót lífinu með opið hjarta.
9/23/20231 hour, 51 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 38

Föstudagurinn 22. september Vikuskammtur: Vika 38 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Freyr Eyjólfsson upplýsingafulltrúi, Ingibjörg Magnadóttir myndlistarkona, María Hjálmtýsdóttir kynjafræðikennari og Stefán Pálsson sagnfræðingur og ræða fréttir vikunnar sem einkenndist af menningarstríði og allskyns deilum.
9/22/20231 hour, 17 minutes, 1 second
Episode Artwork

Rauða borðið 21.sept: Fjármálastöðugleiki, Seyðisfjörður, SÁÁ og umbreytingarmáttur

Við fáum Ásgeir Brynjar Torfason til að útskýra fyrir okkar hvaða fjármálastöðugleika Seðlabankinn er að innleiða og tala um. Við förum með Rauða borðið og ræðum um bæinn, öryggi, störf, laxa, göng og heilbrigðiskerfi við Hildi Þórisdóttur, Þóru Bergnýju Guðmundsdóttur, Snorra Emilsson og Benediktu Guðrúnu Svavarsdóttur. Sigmar Guðmundsson fór á Vog í sumar og upplifði afleiðingar af lokun SÁÁ á þjónustu yfir sumarið. Hann skilur ekki hvers vegna stjórnvöld efla ekki meðferðina. Oddný Eir Ævarsdóttir ræðir í lokin við Björgu Árnadóttur, rithöfund, blaðamann og kennara um umbreytingarmátt samfélagslista.
9/21/20232 hours, 17 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 19. september: Helvítis kvótinn, húsnæðiskreppan og kirkjan

Við höldum áfram að ræða kvótann og sjávarútvegsstefnuna, nú við manninn af götunni. Atli Hermansson hafnarvörður hefur starfað við sjó án þess að vera sjómaður og hefur margskonar reynslu af kvótakerfinu og séð spillinguna í kringum það. Ólafur Margeirsson hagfræðingur heldur úti rannsóknum á húsnæðismarkaðnum og bendir á veikleika hans. Við ræðum við hann um íbúðaþörfina og íbúðaskortinn. Þegar ríkisvaldið hendir fólki á götuna án bjarga særir það siðferðiskennd margra. Við spyrjum Hjalta Hugason guðfræðiprófessor hvað Jesús myndi gera og hvort kirkjan eigi að bregðast eins við. Og líka um hvers konar biskup kirkjan þarf á að halda.
9/19/20231 hour, 36 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 18.sept: Kvóti, hjólabúa, þari og Samtökin ’78

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var hjá Sonum Egils í gær að ræða breytingar á sjávarútvegsstefnunni. Við fáum á Kjartan Sveinsson formann Strandveiðifélasins, Arthúr Bogason, formann Landssambands smábátaeigenda og Arnar Atlason formann Samtaka fiskframleiðenda til að leggja mat á erindi ráðherrans og líkurnar á að einhverjar breytingar verði gerðar. Það er stríð í Reykjavík, milli borgaryfirvalda og fólks sem býr í hjólhýsum og húsbílum. Við ræðum við annan stríðsaðilann, hjólabúanna Bergþóru Pálsdóttur og Geirdísi Hönnu Kristjánsdóttur. Oddný Eir ræðir síðan við Guðrúnu Hallgrímsdóttur um þara og hvað hann getur gert fyrir okkur. Og í lokin kemur Hörður Torfason og segir okkur frá aðdragandanum að stofnun Samtökunum ’78.
9/18/20232 hours, 46 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Synir Egils 17.sept

Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssyni taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við Ragnheiði Ríkharðsdóttur fyrrverandi bæjarstjóra og þingmann, Ásgeir Brynjar Torfason sérfræðing í fjármálum og Marinó G. Njálsson tölvunarfræðing. Laufey Líndal Ólafsdóttir formaður Pepp, félags fólks í fátækt, flytur pistil dagsins og þeir bræður taka Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra til yfirheyrslu um sjávarútvegsmál, hvalveiðar og sambúðina á stjórnarheimilinu.
9/17/20232 hours, 15 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Helgispjall 16.sept: Kristinn Hrafnsson

Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Kristinn Hrafnsson frá sjálfum sér, blaðamennskunni og þeim öflum öllum sem vinna gegn þeim sem vilja upplýsa og fela fyrir almenningi hvernig heimurinn er.
9/16/20232 hours, 15 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 37

Föstudagurinn 15. september Vikuskammtur: Vika 37 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Hjördís Rut Sigurjónsdóttir upplýsingafulltrúi, Hrafn Jónsson pistlahöfundur, María Pétursdóttir formaður húsnæðishóps ÖBÍ og Þorvarður Bergmann Kjartansson stjórnarmaður í VR og ræða fréttir vikunnar sem markaðist af þingbyrjun, eldhúsdegi og fjárlagafrumvarpi en ekki síður kynfræðslu í skólum, löxum og hvölum.
9/15/20231 hour, 17 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Fákeppni, Framsókn og kalt stríð

Fimmtudagurinn 14. september Fákeppni, Framsókn og kalt stríð Við höfum áfram að ræða samkeppni og skort á henni á Íslandi, hinn beyglaða markað. Nú kemur Þórólfur Matthíasson prófessor og segir okkur frá hlutverki ríkisvaldsins til að koma í veg fyrir fákeppni, bæði í sögunni og í dag. Við ræðum við Benedikt Sigurðarson um Framsóknarflokkinn, sem hann telur vera á villigötum. Og Hilmar Þór Hilmarsson prófessor kemur við og ræðir heimsmálin, hvernig Úkraínustríðið er að breyta valdahlutföllum í heiminum.
9/14/20231 hour, 54 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 13 sept: Kjör, íslenska og geðheilbrigði

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, kemur að Rauða borðinu og fer yfir stöðuna. Stunda fyrirtækin samsæri gegn þjóðinni? Gætir ríkisstjórnin sérhagsmuna en ekki almennings? Er upplausn og ekkert samkomulag í sjónmáli? Aleksandra Leonardsdóttir starfsmaður Alþýðusambandsins kemur og ræðir um íslenskukennslu fyrir innflytjendur, íslensku sem þröskuld og jaðarsetningu innflytjenda. Þá kemur Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, og ræðir geðheilbrigðisstefnuna og skort á henni.
9/13/20232 hours, 19 minutes, 1 second
Episode Artwork

Rauða borðið 12.sept: Auðvaldið, mótmæli, markaður og stríðni

Við ræðum við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, um auðvaldið sem hefur við höfum séð berstrípað af samkeppniseftirlitinu síðustu daga. Við förum niður á Austurvöll og ræðum við mótmælendur, sem þar voru mættir af ýmsu tilefni vegna þingsetningar. Við höfum áfram að ræða um samkeppni eða skort á henni, nú við Ólaf Stephensen framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda og Margréti Kristmannsdóttur framkvæmdastjóra Pfaff. Í lokin ræðir Oddný Eir Ævarsdóttir við Birnu Bjarnadóttur og Friðrik Rafnsson um tvö látna rithöfunda, Milan Kundera og Guðberg Bergsson.
9/12/20232 hours, 16 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 11.sept: Fákeppni, flóttabörn, auðlindin og Chile 1973

Þær koma til okkar þingkonurnar Oddný Harðardóttir xS, Hanna Katrín Friðriksson xC og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir xV og ræða um samkeppni, fákeppni og okur. Þá kemur Morgane Priet-Mahéo frá samtökunum Réttur barna á flótta og segir frá stöðu flóttabarna. Við heyrum í Kjartani Páli Sveinssyni formanni Strandveiðifélagsins um gagnrýni hans á Auðlindina okkar, nefndarstarf Svandísar Svavarsdóttur um kvótakerfið. Í lokin segir Valdimar Þór Hrafnkelsson frá valdaráni hersins í Chile árið 1973, en í dag eru fimmtíu ár frá voðaverknaði sem átti eftir að kosta þúsundir lífið og kljúfa þjóðina.
9/11/20231 hour, 56 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Synir Egils 10.sept: Stóru málin

Nýr þáttur á Samstöðinni, Synir Egils. Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssyni taka á móti gestum og ræða helstu fréttir og pólitík við Dagbjörtu Hákonardóttur, nýjan þingmann, og blaðamennina Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur og Helga Seljan. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, mætir og fer með eldmessu. Og Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, kemur í sunnudagsviðtalið.
9/10/20232 hours, 18 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Helgispjall 8.sept: Haraldur Þorleifsson

Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Haraldur Þorleifsson frá sjálfum sér og þeim glímum sem hann hefur háð, átökunum innra með honum og áföllunum sem hann hefur orðið fyrir. Og auðvitað sigrunum líka.
9/9/20231 hour, 29 minutes
Episode Artwork

Vikuskammtur - Vika 36

Föstudagurinn 8. september Vikuskammtur: Vika 36 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri Transparency International á Íslandi, Axel Jón Ellenarson kynningarfulltrúi Sameykis, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir starfsmaður Alþýðusambandsins og Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur og ræða fréttir vikunnar sem markaðist af samráði, spillingu, mótmælum og því að bráðum kemur þing saman.
9/8/20231 hour, 22 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 7. september: Spilling, samráð og samkeppni

Við ræðum mál málanna í kvöld, skort á samkeppni á Íslandi, samráð og samsæri, í tilefni af úttekt Samkeppnisstofnunar á Samskipum og Eimskip. Fyrst kemur Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sem lengi hefur bent á spillingu í íslensku samfélagi og ekki síst þá spillingu sem lífeyrissjóðirnir styðja innan fyrirtækjanna. Síðan kemur Gylfi Magnússon prófessor og ræðir fákeppnismarkaði, skaðann af þeim og hvaða tæki stjórnvöld hafi til að koma í veg fyrir samráð og samkeppnisbresti.
9/7/20231 hour, 30 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 6.sept: Synir Egils og frelsi einstaklingsins

Sigurjón Magnús Egilsson kemur að Rauða borðinu og ræðir við bróður sinn, Gunnar Smára, um hvort þeir eigi að byrja með þátt á Samstöðinni á sunnudaginn. Og hvort sá þáttur eigi að kallast Synir Egils. Þegar hann fer koma þingkonurnar Diljá Mist Einarsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og ræða um einstaklingsfrelsi og mikilvægi þessi í pólitíkinni.
9/6/20231 hour, 22 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið: Hvalir, hælisleitendur og samkeppnishömlur

Við ræðum um þrjú deilumál við Rauða borðið í kvöld. Fyrstur kemur Benedikt Erlingsson leikstjóri, sem eitt sinn hlekkjaði sig við hvalabát, og ræðir við okkur um hvalveiðar og hvalveiðibann. Síðan heyrum við í Helen Ólafsdóttur, öryggisfulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, sem gagnrýnt hefur fyrirhugaðar flóttamannabúðir, sem stjórnvöld vilja kalla búsetuúrræði með takmörkunum. Og loks kemur Haukur Logi Karlsson lektor á Bifröst og doktor í samkeppnisrétti, og segir okkur frá úrræðum almannavaldsins til að koma í veg fyrir verðsamráð og fákeppni.
9/5/20231 hour, 59 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 4.sept: Fákeppni, okur og Samfylkingin

Sektir sem Samkeppniseftirlitið lagði á Samskip hafa dregið fram skaðsemi fákeppni á Íslandi. Við fáum þá Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, Stefán Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri VR og Ásgeir Brynjar Torfason sérfræðingur í fjármálum til að ræða skort á samkeppni á Íslandi, okur og fákeppni. Og hvað er til ráða? Kristrún Frostadóttir kemur svo að Rauða borðinu og ræðir stjórnmálaástandið, ríkisstjórnina, Samfylkinguna og hvað sá flokkur stendur fyrir.
9/5/20232 hours, 38 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Helgispjall 2.sept: Hlín Agnarsdóttir

Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Hlín Agnarsdóttir frá sjálfri sér, fjölskyldu, uppvexti, kynslóð og baráttu, en líka frá körlum sem hún hefur mikinn áhuga á.
9/2/20231 hour, 58 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur 1.sept: Vika 35

Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Margrét Erla Maack burlesque-drottning, Ester Bíbí Ásgeirsdóttir bassaleikari, Rósa María Hjörvar bókmenntafræðingur og Þór Saari hagfræðingur og leiðsögumaður og ræða fréttir vikunnar sem markaðist af hvölum og pólitískum hræringum, gróða hinna ríku og lífskjarakreppu hinna fátækari.
9/1/20231 hour, 10 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 31.ágúst: Innflytjendur, íslenskan og pólitíkin

Hallfríður Þórarinsdóttir kemur að Rauða borðinu og ræðir um erlent verkafólk á Íslandi, hvernig það er misnotað og haldið niðri. Eiríkur Rögnvaldsson lítur við og ræðir um íslenskuna, hvernig hún veikist og velkist í breyttum heimi. Í lokin verður ný liður, Synir Egils. Bræðurnir og blaðamennirnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka stöðuna á pólitíkinni.
9/1/20233 hours, 1 minute, 32 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 30.ágúst Efnahagur, flóttafólk og fullveldi

Ásgeir Brynjar Torfason kemur til okkar og reynir að ráða í hvaða efnahagsstefnu er verið að reka á Íslandi. Ingvi Kristinn Skjaldarson kapteinn í Hjálpræðishernum kemur og segir frá flóttafólkinu sem ríkið henti út á götu og reynir að ráða í þá flóttamannastefnu sem verið er að reka hér. Og Arnar Þór Jónsson segir okkur frá flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins og reynir að ráða í um hvað hin svokallaða sjálfstæðisstefna snýst. Og hvort honum sé vært í flokknum.
8/30/20232 hours, 30 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 29. ágúst: Vinstri áskoranir, réttleysi verkafólk. BRICS

Við fáum Ögmund Jónasson til að segja okkur frá áskorunum vinstrisins á vorum tíma. Og ræða það sem hann og vinstri menn eiga sameiginlegt með þeim hægri mönnum sem helst gagnrýna þróun samfélagsins í dag. Saga Kjartansdóttir vinnur við vinnustaðaeftirlit og segir okkur frá hvernig brotið er gegn starfsfólki í ört vaxandi ferðaþjónustu. Sem margir vara við að vaxi of hratt með slæmum afleiðingum. Þá kemur Valur Ingimundarson prófessor að Rauða borðinu og ræðir BRICS, samtakanna sem héldu ársfund í liðinni viku. Hvert þróast BRICS og hvers vegna er fjallað um fund þeirra af fálæti á Vesturlöndum.
8/29/20231 hour, 49 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 28. ágúst Efnahagur, spilling og pólitík

Þorvaldur Gylfason kemur að Rauða borðinu og ræðir um stöðu efnahagsmála en ekki síður spillingu. Kannski gengur ekki lengur að ræða efnahagsmálin án þess að taka spillinguna með í reikninginn. Ólafur Þ. Harðarson kemur síðan og ræðir um stjórnmál liðinni áratuga út frá hægri og vinstri, til dæmis snöggri hægri beygju VG á síðustu árum. Hægri og vinstri er ekki dautt, tilgangslaust að ræða stjórnmálin án þess að taka mið af þessum hugtökum.
8/28/20231 hour, 41 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Helgispjall26.ágúst: Sema Erla

Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Sema Erla Serdaroglu frá sjálfri sér, hvernig samfélagið tók við henni og hvernig hún hefur glímt við rasisma og útlendingaandúð, gæði því sem beinist að henni og bjargarlausu fólki.
8/26/20231 hour, 8 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 34

Föstudagurinn 25. ágúst Vikuskammtur: Vika 34 Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður, Jóna Fanney Friðriksdóttir formaður Félags leigsögumanna, Magga Stína tónlistarkona og Teitur Atlason starfsmaður HMS og ræða fréttir vikunnar sem litaðar eru af vaxtahækkunum og hælisleitendum, efnahagslegum og siðferðislegum álitamálum.
8/25/20231 hour, 19 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Flokkur fólksins, Jesús og nýfrjálshyggjan

Fimmtudagurinn 24. ágúst Flokkur fólksins, Jesús og nýfrjálshyggjan Við höldum áfram að tala við forystufólk þingflokkanna. Í dag kemur Inga Sæland að Rauða borðinu og segir okkur um hvað pólitík Flokks fólksins snýst. Þá kemur Davíð Þór Jónsson prestur að borðinu og greinir hver stefna Jesús Krists var í flóttamannamálum. Og í lokin segir Sigríður Á. Andersen okkur frá gagnrýni frjálshyggjufólks á Sjálfstæðisflokkinn.
8/24/20232 hours, 48 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 23.ágúst: Vextir, vond efnahagsstjórn og Alzheimer

Vextir voru hækkaðir í morgun við lítinn fögnuð landsmanna. Þau koma að Rauða borðinu hagfræðingar verkalýðshreyfingar til að ræða stöðuna: Róbert Farestveit frá Alþýðusambandinu, Vilhjálmur Hilmarsson frá BHM og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir frá BSRB. Er vit í peningamálastefnunni? En ríkisfjármálum? Ragna Þóra Ragnarsdóttir kemur síðan og segir okkur frá lífi sínu með alzheimer, en eiginmaður hennar Guðlaugur Níelsson greindist fyrir fimm árum. Ragna Þóra segir okkur frá áhrifum sjúkdómsins á Gulla, hana sjálfa, vini og vandamenn og hvernig samfélagið tekur veiku fólki.
8/23/20231 hour, 44 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 22. ágúst- Verkó, Viðreisn og félagslegur Darwinism

Vilhjálmur Birgisson ætlar að bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Starfsgreinasambandinu. Hann kemur að Rauða borðinu og ræðir komandi samninga, liðna samninga, svikin loforð, hvali, vaxtaokur og margt fleira. Við höldum áfram að ræða pólitík við forystufólk flokkanna. Í kvöld er röðin komin að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar. Hvað vill sá flokkur? Í lokin kemur Ástþór Óðinn Ólafsson grunnskólakennari á Ásbrú og segir okkur frá félagslegum Darwinisma sem hefur eitrað samfélagið og heldur niðri þeim sem helst þurfa að rísa upp.
8/22/20232 hours, 32 minutes, 1 second
Episode Artwork

Rauða borðið 21.ágúst - Braggahverfi nútímans, stjórnmálakreppa til hægri

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar kemur að Rauða borðinu og ræðir braggahverfi nútímans í tilefni af brunanum í Hafnarfirði. Erum við á leið í aftur á bak, hröðum skrefum? Arnar Þór Jónsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins líka og ræðir kreppu hægrisins og Sjálfstæðisflokksins, en hann hefur verið í opinni uppreisn gegn forystu flokksins? Hvers vegna líður hægrinu svona illa? spyrjum við Arnar Þór, eins og aðra hægrimenn sem koma að Rauða borðinu í haust.
8/21/20231 hour, 26 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur: Vika 33

Föstudagurinn 18. ágúst Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Arnar Eggert Thoroddsen blaðamaður og poppfræðingur, Jasmina Vajzović Crnac, sérfræðingur í málefnum flóttafólks og innflytjenda, Morgane Priet-Mahéo umhverfisfræðingur og Sigtryggur Ari Jóhannsson ljósmyndari og ræða fréttir vikunnar sem litaðar eru af hertri stenu í málefnum flóttamanna, umræðu um breytingar samfélagsins vegna fjölgunar ferðamanna og innflytjenda og framtíð íslenskunnar.
8/18/20231 hour, 13 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Píratar og óréttlátt dómskerfi

Fimmtudagurinn 17. ágúst Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mætir að Rauða borðinu og ræðir pólitík. Hverjir eru Píratar, hvaða mál eru mikilvægust og um hver eru helstu átökin í samfélaginu, Jörgen Ingimar Hansson þurfti að reka mál í gegnum dómskerfið og reynslan fékk hann til að skrifa bók um hversu höllum fæti almenningur stendur í réttarsölunum gagnvart hinum ríku og valdamiklu. Ingimar segir okkur þessa sögu við Rauða borðið.
8/17/20231 hour, 32 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 16. ágúst - Rót á hægrinu og óöld í Ekvador

Við byrjum að ráð ástandið á hægrinu á Íslandi, villikettina í Sjálfstæðisflokknum og óánægju íhaldsmanna með ríkisstjórnina við þá Björn Inga Hrafnsson & Gísla Frey Valdórsson. Spurningin er: Hvers vegna líður hægrinu svona illa? Við förum síðan til Ekvador í fylgd Alex Jativa Ramos sem lýsir fyrir okkur pólitískum morðum, auknum völdum glæpagengja og spillingu stjórnmálanna í þessu fallega landi.
8/16/20231 hour, 21 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Framlenging: Heimsveldaátök

Þriðjudagurinn 15. ágúst Við ræðum við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor um ólíka afstöðu Víetnam og Úkraínu í veröld sem stórveldin vilja stjórna. Hvor leiðin er heillavænlegri, varkár sigling Víetnama milli stórveldanna eða ákafi Úkraínu í að tengjast öðru hvoru liðinu. Við ræðum einnig vöxt Kína og hlutverk þess í breyttri heimsmynd, kalt stríð milli stórveldanna og McCarthyismann sem fylgir slíku stríði
8/15/20231 hour, 4 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Flóttafólk, eftirlaunafólk og samviskan

Þriðjudagurinn 15. ágúst Við ræðum við Nínu Helgadóttur teymisstjóra hjá Rauða krossinum um stöðu flóttamanna sem ríkisstjórnin hefur hent út á götu. Þá kemur Viðar Eggertsson til okkar og ræðir um hagsmunabaráttu eftirlaunafólks. Í lokin kemur Páll Baldvin Baldvinsson og segir okkur frá móttöku flóttafólks frá þriðja ríkinu á árunum fyrir seinna stríð, sem fæst fékk að dvelja hér.
8/15/20231 hour, 46 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Börn á leikskólum og vöggustofum og flóttafólk á götunni

Mánudagurinn 14. ágúst Við fáum þær Dagnýju Aradóttur Pind, lögfræðing BSRB, og Önnu Mjöll Guðmundsdóttur, formann samtakanna Fyrstu fimm, að Rauða borðinu að ræða leikskóla í tilefni af aðgerðum Kópavogsbæjar. Hvað er foreldrum fyrir bestu? Starfsfólkinu? Börnunum? Við ræðum við Helenu Ólafsdóttur, öryggisfulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, um flóttamannastefnu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem hún hefur gagnrýnt harðlega. Síðan kemur Árni H. Kristjánsson sagnfræðingur til okkar og segir okkur frá vöggustofum sem voru reknar í Reykjavík á síðustu öld, bæði sem sagnfræðingur sem skoðað hefur málið en líka sem uppkomið vöggustofubarn.
8/14/20232 hours, 20 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Ofbeldi gegn hommum og pólitíkin

Fimmtudagurinn 10. ágúst Í síðasta sumarþætti Rauða borðsins kemur Tryggvi Rúnar Brynjarsson sagnfræðingur og segir okkur frá hryllilegu ofbeldi gagnvart hommum, manndrápstilraun og morði, og hvernig ríkisvaldið brást við, fjölmiðlar og hinsegin samfélagið. Sigurjón Magnús Egilsson blaðamaður kemur síðan og ræðir pólitíska stöðu við bróður sinn Gunnar Smára.
8/10/20232 hours, 21 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Spilltir bankar og pólitík án trausts

Fimmtudagurinn 3. ágúst Spilltir bankar og pólitík án trausts Við fáum Ásgeir Brynjar Torfason til að útskýra fyrir okkur ágalla íslenska bankakerfisins í sumarþætti Rauða borðsins. Er spillingin inngróin og kerfislæg? Og Sigurjón Magnús Egilsson til að skýra stöðuna á pólitíkinni í vikulegu samtali við Gunnar Smára, bróður sinn. Ætlar ríkisstjórnin að hanga á völdunum þrátt fyrir að vera rúin trausti?
8/3/20232 hours, 5 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 27 júlí: HEILSA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS

Bræðurnir og blaðamennirnir Gunnar Smári og Sigurjón Magnús Egilssynir fara yfir stöðuna á ríkisstjórninni og einkum heilsuna á Sjálfstæðisflokknum. Mun Bjarni lifa uppreisnina af? En ríkisstjórnin?
7/27/20231 hour, 30 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 20.Júlí: VEIK, FROSIN EÐA STEINDAUÐ?

Í sumarþætti Rauða boðsins segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna okkur frá tillögum innviðaráðherra um húsaleigulög. Hann er ekki hress með þær. Síðan fara bræðurnir og blaðamennirnir Gunnar Smári og Sigurjón Magnús Egilssynir yfir stöðuna á ríkisstjórninni, forystufólkinu og flokkunum þeirra. Er stjórnin lifandi eða dauð, getur hún lafað mikið lengur?
7/20/20231 hour, 54 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Helgispjall 08 júlí: Helga Vala

Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Helga Vala Helgadóttir frá sér og sínu fólki og skýrir út hvers vegna hún er eins og hún er, hvaða áhrif uppeldið hafði á hana, leiklistin, lögfræðin, pólitíkin en líka allt hitt.
7/8/20232 hours, 16 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur 07 júlí: Vika 27

Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Erna Mist pistlahöfundur og myndlistarkona, Ýrr Baldursdóttir listamaður og mótmælandi, Kjartan Sveinsson trillukarl og formaður Strandveiðifélagsins og Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtaka og ræða fréttir vikunnar sem einkenndist af pólitískum skjálfum og hræringum.
7/7/20231 hour, 12 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 06. júlí; Spilling, pólitík og geðlyf

Eftir fréttayfirlit fáum við Atla Þór Fanndal framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Transparency International til að greina fyrir okkur Lindarhvolsskýrslu Sigurðar Þórðarsonar. Þá kemur Sigurjón Magnús Egilsson blaðamaður og greinir fyrir okkur lífslíkur ríkisstjórnarinnar. Í lokin ræðum við við Grím Atlason framkvæmdastjóra Geðhjálpar um geðlyfjanotkun barna.
7/6/20232 hours, 1 minute, 37 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 05 júlí: Samsæri og getuleysi stjórnvalda

Eftir fréttayfirlit kemur Hulda Þórisdóttir að Rauða borðinu og segir okkur frá samsæriskenningum og áhrif þeirra á umræðuna. Við ræðum síðan við Helen Ólafsdóttur um getuleysi stjórnvalda til að mæta mikilvægustu málunum, ójöfnuði og loftlagsvá.
7/6/20231 hour, 40 minutes, 1 second
Episode Artwork

Rauða borðið 4. júlí - Lifir ríkisstjórnin þetta af?

Eftir fréttayfirlit fáum við Ólaf Þ. Harðarson að Rauða borðinu og ræðum við hann um afleita stöðu Vg og Framsóknar í könnunum og lítið traust almennings á ríkisstjórninni. Mun stjórnin lifa sumarið af?
7/5/20232 hours, 7 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Ofbeldi gegn öryrkjum-Marx lifir

Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalgsins ræðir ofbeldi gegn fötluðum og þær Sara Stef Hildardóttir, María Pétursdótir og Layfey Líndal Ólafsdóttir ræða um Marxíska ráðstefnu sem þær sátu.
7/3/20231 hour, 22 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Helgispjall Þorvaldur Gylfason

Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Þorvaldur Gylfason frá sér og sínu fólki og skýrir út hvers vegna hann er eins og hann, hvers vegna hann skammar yfirstéttina og hvers vegna hann er fullur vonar þótt útlitið sé svart.
7/1/20231 hour, 46 minutes, 1 second
Episode Artwork

Rauða borðið 30 Júní - VIkuskammtur

Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður, Kolbrún Valvesdóttir verkakona, Guðbjörn Guðbjörnsson formaður Tollvarðafélagsins, óperusöngvari og stjórnsýslufræðingur og Valdimar Örn Flygenring leikari og leiðsegjari og ræða fréttir vikunnar sem einkennuist af spillingu, skandölum og pólirtískum skjálfta.
6/30/20231 hour, 42 minutes, 1 second
Episode Artwork

Rauða borðið 29. júní - Spilling, mannvirðing og pólitík

Eftir fréttir dagsins koma Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis og Henry Alexander Henrysson rannsóknasérfræðingur hjá Siðfræðistofnun og ræða mál vikunnar: Íslandsbankasöluna. Hvað segir þetta mál um okkar samfélag? Lærum við aldrei? Er samfélagið gerspillt? Í fyrri viku var hjúkrunarfræðingur sýknaður héraðsdómi fyrir manndráp á sjúklingi á geðdeild. Við ræðum við Sigríði Gísladóttur, formann Geðhjálpar, um þennan dóm. Merkir hann að líf sjúklinga á geðdeild er svo lítils virði að enginn ber ábyrgð þegar þeir deyja af völdum starfsfólks? Í lok þáttarins kemur Sigurjón Magnús Egilsson blaðamaður og ræðir um pólitíkina við bróður sinn, Gunnar Smára.
6/29/20232 hours, 32 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Breiðholtið sem staður, hugarástand og hugtak

Við tileinkum þátt kvöldsins Breiðholtinu. Eftir fréttir dagsins ræðum við þær Dýrfinnu Benitu Basalan, Melanie Ubaldo og Sönnu Magdalenu Mörtudóttur um Breiðholtið sem hverfi, sem hugarástand, sem slömm, sem skammaryrði og samfélag. Þær segja frá fátækt og vangetu kerfisins til að mæta fátækum börnum, frá fordómum sem dynja á þeim ekki eru hvít og frá samfélagi hinna fátæku og jaðarsettu. Og hvernig það er að ganga með Breiðholtið innra með sér þótt fólk sé flutt burt.
6/29/20231 hour, 20 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 27. júní - Auðvaldið, spillingin & líf sem er þess virði að lifa því

Þriðjudagurinn 27. júní Auðvaldið, spillingin & líf sem er þess virði að lifa því Við segjum fréttir dagsins og fáum svo Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar að Rauða borðinu og spyrjum hana um einmitt þetta, fréttir dagsins og hvað hún les úr þeim. Síðan kemur Ólafur Páll Jónsson prófessor og segir okkur frá lífi sem er þess virði að lifa því. Kannski ekki bókstaflega heldur frá kúrsum í Yale-háskóla þar sem nemendum er leiðbeint um akkúrat þetta, að finna lífsleið sem er þess virði.
6/28/20231 hour, 59 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Íslandsbankasalan, spilling og slúður

Við segjum fréttir dagsins og ræðum síðan Íslandsbankasöluna við þá Þorvald Gylfason, Atla Þór Fanndal og Ásgeir Brynjar Torfason. Hvernig gat þetta gerst? Hver ber ábyrgð? Hversu spillt er Ísland. Við fáum síðan Grétu Bergrúnu Jóhannesdóttur í heimsókn frá Þórshöfn, en hún hefur rannsakað slúður. Er stundum kölluð doktor Slúður.
6/26/20231 hour, 46 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Helgs-pjall: Magga Stína

Laugardagurinn 24. júní Helgi-spjall: Magga Stína Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Magga Stína frá sósíalísku uppeldi sínu, árunum á Hlemmi og öðru sem mótaði hana og gerði henni af því sem hún er í dag. Og um samfélagið sem hún ólst upp innan og hvernig það hefur breyst.
6/24/20231 hour, 51 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Palestína, pólitísk og efnahagsleg krísa

Fimmtudagurinn 22. júní Palestína, pólitísk og efnahagsleg krísa Við förum yfir fréttir dagsins og ræðum síðan við Ásgeir Brynjar Torfason um efnahagslega vandann sem ráðherrarnir virðast vera að flýja með umræðum um nánast allt annað. Gengur það að reka ríkissjóð með miklum halla í bullandi góðæri og verðbólgu? Hvernig ætlar ríkisstjórn sem lítið hefur gert, að mæta til kjaraviðræðna í haust, þar sem allt er undir? Það verður fundur um Palestínu og Ísrael í Safnahúsinu á laugardaginn. Hjálmtýr Heiðdal formaður félagsins Ísland-Palestína kemur að Rauða borðinu og segir okkur frá átökum innan Ísrael, kúgun á Palestínumönnum og hvernig íslensk stjórnvöld ættu að bregðast við.
6/22/20231 hour, 32 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Woke og ójöfnuður

Miðvikudagurinn 21. júní Við förum yfir fréttir dagsins en ræðum síðan við Helgi Eiríkur Eyjólfsson doktorsnema um aukinn ójöfnuð sem lesa má út úr Pisa-könnunum á hæfni íslenskra barna. Svo virðist sem stéttaskipting sé að aukast, að börn af heimilum verkafólks nái minni árangri í skólum í dag en fyrr á öldinni. Þá kemur Njörður Sigurjónsson prófessor um woke-bylgjuna og átökin samsvara henni í skautuðum heimi. Tilefni er uppfærsla óperunnar á Madame Butterfly og Þjóðleikhússins á Sem á himni.
6/22/20231 hour, 37 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Stjórnarslit og sjúkrasaga

Þriðjudagurinn 20. júní Stjórnarslit og sjúkrasaga Við förum yfir fréttir dagsins og höldum því áfram í samtali við Sigurjón Magnús Egilsson blaðamann og fyrrum þingfréttamanns. Er ríkisstjórnin að springa? Eru allir flokkarnir að gefast upp á þessu samstarfi? Þola ríkisstjórnarflokkarnir kosningar? Elísa Guðrún Brynjólfsdóttir hefur glímt við átröskun og segir okkur sjúkrasögu sína.
6/20/20231 hour, 47 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Gjáin, smálönd, flóttafólk & guðleysi

Mánudagurinn 19. júní Evu H. Önnudóttur prófessor um gjána, milli þings og þjóðar. Er hún til? Síðan kemur Þorvaldur Gylfason prófessor og heldur því að fram að Ísland sé alls ekki of lítið, að smá lönd standi sig betur en stór lönd. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins halda því fram að flóttamannastraumurinn sé að kaffæra grunnkerfi samfélagsins. Er þetta rétt? Voru grunnkerfin kannski veikluð fyrir? Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu Nína Helgadóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinum, Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins og Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna. Í lok þáttar kemur Kristinn Theódórsson tæknistjóri og segir frá átökum guðleysingja og kristinna fyrr á öldinni, sem oft voru hörð. Og hvers vegna hann er efins um að hann hafi alltaf haft rétt fyrir sér í þeim deilum.
6/20/20232 hours, 45 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Steindór J. Erlingsson

Laugardagurinn 17. júní Helgi-spjall: Steindór J. Erlingsson Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Steindór J. Erlingsson frá áratuga langri reynslu sinni af þunglyndi og sjálfsvígshugsunum, frá áföllum, sálarháska, raflostmeðferðum, lyfjum og annarri læknismeðferð sem hann hefur mátt þola. En líka frá sigrum, von og gjöfum lífsins. Þrátt fyrir erfið veikindi hefur Steindór verið ötull baráttumaður fyrir réttindum og mannvirðingu.
6/17/20231 hour, 51 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur - Vika 24

Vikuskammtur af fréttum - Föstudaginn 16. júní Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Elín Oddný Sigurðardóttir verkafnastýra, Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir tölvukona, Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri og Ísak Jónsson verkamaður og ræða fréttir vikunnar sem einkenndist af átökum, stríði, verðbólgu og versnandi kjörum.
6/16/20231 hour, 20 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Vopnaburður, ríkisborgararéttur og skautun

Rauða Borðið 15.06 2003: Vopnaburður, ríkisborgararéttur og skautun Eftir fréttir dagsins heyrum við í Helen Ólafsdóttur öryggisráðgjafa hjá Sameinuðu Þjóðunum um afleiðingar af vopnvæðingu lögreglunnar. Og ræðum á eftir við þau Margréti Valdimarsdóttur afbrotafræðing og Fjölnir Sæmundsson formann Lögreglufélagsins um vopnvæðinguna og eðli löggæslu. Victoria Bakshina fékk ríkisborgararétti á Íslandi um daginn og vegabréf í dag. Við ræðum við splunkunýjan Íslending. Í lok þáttarins kemur Arngrímur Vídalín bókmenntafræðingur og segir okkur frá útlendingaandúð sem nær langt aftur fyrir nýlendutímann.
6/15/20232 hours, 14 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Kynseginleiki og byltingar

Eftir fréttir dagsins kemur Þorgerður J. Einarsdóttir prófessor að Rauða borðinu og fjallar um kynseigin veruleika í skautuðu samfélagi, segir okkur frá baráttu og sigrum en líka viðhorfum almennings. Og spáir í hvers vegna mál tengd kynseginleika eru svona eldfim í skautuðu samfélagi. Þá kemur Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur að borðinu og segir okkur frá forræðiskreppunni í Evrópu eftir fyrra stríð og átökunum sem henni fylgdu. Og spáir í líkindi þess tíma við okkar tíma.
6/14/20231 hour, 43 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Sannar sögur - Popparar í gegnum járntjaldið og bylting pillunnar

Sannar sögur við Rauða borðið 13.06.2023 Sannar sögur við Rauða borðið er þáttur þar sem við rifjum upp sögubrot og reynum að læra af sögunni. Í kvöld kemur Rósa Magnúsdóttir prófessor og segir okkur frá poppurum sem fóru gegnum járntjaldið, annars vegar ferð Hljómsveitar Björgvins Halldórssonar til Sovétríkjanna og Strax til Kína. Og Björgvin segir frá sinni ferð og Jakob Frímann Magnússon sinni. Það er því sagnfræðingur og sögupersónur hans við Rauða borðið að segja sannar sögur. í lok þáttarinn kemur Ása Ester Sigurðardóttir sagnfræðingur og segir okkur frá komu pillunnar til landsins og þeim áhrifum sem hún hafði á samfélagið og hugmyndir fólks.
6/14/20231 hour, 29 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Julian Assange & Klausturmálið

Við förum yfir fréttir dagsins og fáum síðan Kristinn Hrafnsson ritstjóra Wikileaks til að skýra stöðuna í máli Julian Assange sem setið hefur í fangelsi árum saman og verður nú líklega framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Við ræðum síðan þetta mál við Ögmund Jónasson fyrrum þingmann og formann BSRB. Þorstein Siglaugsson hagfræðing og formann Málfrelsis, og Aðalstein Kjartansson blaðamann og varaformann Blaðamannafélagsins. Við fáum svo Báru Halldórsdóttur í heimsókn og ræðum við hana um Klausturmálið af gefnu tilefni.
6/14/20231 hour, 34 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 12. júní - Rauða borðið snýr aftur

Rauða borðið snýr aftur í kvöld eftir hlé vegna innbrots og þjófnaðar á tækjum Samstöðvarinnar. Eftir stutt fréttayfirlit koma að Rauða borðinu þau Sonju Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB, Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og ræða kjaramál, nýgerða samninga og þá sem fram undan eru. Hvað vill launafólk? Og hvernig ætla félögin að sækja það sem fólkið vill? Hafrannsóknarstofnun birti veiðiráðgjöf sína fyrir helgina, svo til óbreyttan afla frá fyrra ári. Jón Kristjánsson fiskifræðingur kemur að Rauða borðinu og gagnrýnir þessa ráðgjöf, en einkum þann grunn sem hún byggir á. Hann heldur því fram að við gætum veitt tvöfalt meira.
6/13/20231 hour, 51 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

AGS, Borgin, gervigreind, sjúkrasaga og félagskegir törfrar

Þriðjudagurinn 9. maí Í kvöld sendum við af veikum mætti, löskuð af innbrotinu í stúdíóið. Höfum stuttan inngang en notum síðan fjarfundabúnað til að ræða við Ásgeir Brynjar Torfason um úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Við hringjum líka í Sönnu Magdalenu Mörtudóttur borgarfulltrúa og heyrum af borgarstjórnarfundinum í dag og um stöðu sveitarfélaganna. Jón Guðnason er dósent við gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík og við fáum hann til að lýsa gervigreindinni og hættunni sem kann að stafa af henni. Þá endurflytjum við tvö viðtöl, annars vegar sjúkrasögu Margrétar Lilju Arnheiðardóttir og hins vegar útlistun Viðars Halldórssonar á félagslegum töfrum.
5/10/20232 hours, 30 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Eftir innbrotið: Brot af því besta

Mánudagurinn 8. maí Í kvöld sendum við af veikum mætti, höfum stuttan inngang en flytjum síðan fjögur mikilvæg viðtöl frá síðustu dögum sem draga vel fram aukna misskiptingu í samfélaginu: Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM ræðir um methagnað fyrirtækja á sama tíma og verðbólgan grefur undan lífskjörum almennings. Kristín Heba Gísladóttir framkvæmdastjóri Vörðu segir okkur frá rannsókn sinni sem sýnir að æ fleiri fjölskyldur ná ekki endum saman, æ fleiri falla í fátækt og þetta er fólk úr sömu hópunum og höfðu það skítt fyrir. Ásgeir Brynjar Torfason sérfræðingur í fjármálum ræðir um óstjórn ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir okkur hvers vegna hann vill mótmæla á næsta á laugardag.
5/8/20232 hours, 41 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Ragnar Aðalsteinsson

Laugardagurinn 6. maí Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Ragnar Aðalsteinsson baráttusögu sína, hvernig ofbeldi ríkisvaldsins gegn mótmælendur á Austurvelli 30. mars 1949 breytti stjórnmálahugmyndum hans, hversu erfiðlega hefur reynst að fá dómstóla til að viðurkenna félagsleg réttindi fólks, rétt til tjáningar og mótmæla. Ragnar ræðir samfélagið sem hann spratt úr og stöðuna í dag, hnignandi lýðræði, vaxandi ógn vegna ófriðar og loftlagsvár.
5/6/20231 hour, 41 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 18

Föstudagurinn 5. maí Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Birgir Þórarinsson aka Biggi veira, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Jóhann Dagur Þorleifsson og Þórhildur Þorleifsdóttir og ræða fréttir vikunnar sem einkenndist af fátækt, stríði, gróða og hræringum.
5/5/20231 hour, 32 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Fátækt barna, sjúkrasaga, ást og sveitarfélög

Fimmtudagurinn 4. maí 1. Fréttir dagsins. 2. Við ræðum um fátækt barna við Kolbeinn Stefánsson. 3. Atli Þór Þorvaldsson segir okkur sjúkrasögu sína. 4. Rósa Magnúsdóttir segir okkur frá ástum á tímum kalda stríðsins. 5. Eva Marín Hlynsdóttir fjallar um sveitarfélög, veikleika þeirra og styrk.
5/5/20232 hours, 51 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Ójöfnuður, hlaðvörp, verðbólga, óréttlæti og feminískar fréttir

1. Fréttir dagsins. 2. Varða, rannsóknarmiðstöð verkalýðsins, birti í dag ömurleg tíðindi, æ fleiri fjölskyldur ná ekki endum saman, æ fleiri falla í fátækt og þetta er fólk úr sömu hópunum og höfðu það skítt fyrir: Fjölskyldur einstæðra foreldra, leigjenda, innflytjenda og öryrkja. Kristín Heba Gísladóttir í Vörðu segir okkur frá stöðunni. 3. Í gegnum hlaðvörp er dregin mikil umræða, æ meiri í takt við veikingu fjölmiðla. Hlaðvarpsstjórarnir Gísli Freyr Valdórsson, Þórarinn Hjartarson og Guðmundur Hörður ræða við okkur um hlaðvörp. 4. Ólafur Margeirsson hagfræðingur segir að bankarnir kyndi undir verðbólgu með vitlausum lánveitingum. Hann skýrir hvers vegna og hvernig megi stoppa þetta. 5. Rannsóknir sýna að tilfinning fólks fyrir óréttlæti fari vaxandi meðal landsmanna. Jón Gunnar Bernburg hefur rannsakað afstöðu almennings og ræðir vaxandi tilfinningu fyrir óréttlæti og metur viljann til mótmæla. 6. María Pétursdóttir, Þórdís Bjarnleifsdóttir og Sara Stef. Hildar ræða fréttirnar út frá feminísku sjónarhorni.
5/3/20233 hours, 8 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Kjaradeilur, borgin, gróðaverðbólga og aldursfordómar

Þriðjudagurinn 2. maí 1. Fréttir dagsins. 2. Guðbjörg Kristmundsdóttir formaður Verkalýðsfélags Keflavíkur, Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins koma að Rauða borðinu og meta stöðuna. Hvað þurfa stjórnvöld að gera til að verja fólk fyrir skaðsemi verðbólgunnar. 3. Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur ræðir um methagnað fyrirtækja á sama tíma og verðbólgan grefur undan lífskjörum almennings. 4. Það var átakafundur í borgarstjórn. Sanna Magdalena Mörtudóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon koma að Rauða borðinu og gefa skýrslu. 5. Stefán Erlendsson vann mál gegn Menntaskólanum við Sund vegna mismunar vegna aldurs. Við ræðum við hann um aldursfordóma.
5/2/20232 hours, 54 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Egill Ólafsson

Laugardagurinn 29. apríl Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Egill Ólafsson okkur hvernig hann hefur það og hvernig hann hefur haft það, hvernig er að vera elskaður og sækjast eftir meiri ást, hverjir voru áar hans og frá fólki sem hefur haft áhrif á hann.
4/29/20231 hour, 36 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur - Vika 17

Föstudagurinn 28. apríl Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Helga Þórey Önnudóttir Jónsdóttir, Páll Ásgeir Ásgeirsson, Tryggvi Rúnar Brynjarsson og Þóra Kristín Þórsdóttir og ræða fréttir vikunnar sem einkenndist af glæpum, ofbeldi og dauða.
4/29/20231 hour, 37 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Dýrtíðin og óstjórn í efnahags- og loftlagsmálum

Fimmtudagurinn 27. apríl 1. Fréttir dagsins. 2. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna, Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ, Laufey Líndal Ólafsdóttir formaður Pepp, samtaka fólks í fátækt og og Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna ræða saman um stöðu almennings á tímum dýrtíðar, vaxtahækkana og lífskjarakreppu. 3. Ásgeir Brynjar Torfason ræðir um óstjórn ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. 4. Hjalti Hrafn Hafþórsson ræðir um óstjórn ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.
4/28/20232 hours, 49 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Verkfall BSRB, fangar, mótmæli og feminískar fréttir

Miðvikudagurinn 26. apríl 1. Fréttir dagsins. 2. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir frá strandi viðræðna við sveitarfélögin og boðuðum verkföllum. Og metur ástandið, dýrtíð og hækkandi vexti, skertan kaupmátt, grimma húsnæðiskreppu. Hvenær verður komið nóg? 3. Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Aðstöðu segir okkur frá stöðu fanga á Íslandi. 4. Við höldum áfram að ræða mótmæli, hvert er gagnið af þeim, að hverjum beinast þau. Nú kemur ungt fólk að Rauða borðinu: Guðni Öfjörð, Karl Héðinn Kristjánsson og Elí Hörpu- og Önundarbur. 5. Við segjum feminískar fréttir. Það gera María Pétursdóttir, Margrét Pétursdóttir, Sara Stef. Hildar og Hjálmar Friðriksson
4/27/20232 hours, 49 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Búsáhaldabyltingin, ASÍ, Súdan og geðlækningar

Þriðjudagurinn 25. apríl 1. Fréttir dagsins. 2. Ragnar Þór Ingólfsson. kallaði eftir mótmælum í gær, sagði þörf á annarri og árangursríkari Búsáhaldabyltingu. Við ræðum stöðuna við virka þátttakendur úr Búsáhaldabyltingunni, Árna Daníel Júlíusson, Hjört Hjartarson og Hallfríði Þórarinsdóttur. 3. Finnbjörn Hermannsson fyrrum formaður Byggiðnar býður sig fram sem forseta Alþýðusambandsins. Við spyrjum hann um átökin innan hreyfingarinnar og hvert hún eigi að stefna. 4. Súdan logar. Við fáum Helen Ólafsdóttir öryggisfulltrúa til að lýsa ástandinu. 5. Geðhjálp stendur fyrir ráðstefnu þar sem þekkt andófsfólk gegn meginstraums-geðlækningum mætir. Við spjöllum við Elínu Ebbu Ásmundsdóttur varaformann Geðhjálpar um erindi ráðstefnunnar, auka vanlíðan í samfélaginu og oftrú á lyfjum.
4/25/20233 hours, 14 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Mótmæli, húsnæðismál og ofbeldi

Mánudagurinn 24. apríl 1. Fréttir dagsins. 2. Ragnar Þór Ingólfsson vill mótmæla á götum úti. Hann skýrir fyrir okkur hvers vegna. 3. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ræddi húsnæðismál í Silfrinu. Guðmundur Hrafn Arngrímsson fer yfir ummæli Dags við Rauða borðið. 4. Það er aukið ofbeldi í samfélagi og uggur innan pólska samfélagsins. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur, Haukur Haraldsson sálfræðingur og Wiktoria Joanna Ginter aðgerðarsinni í málefnum innflytjenda ræða málin. 5. Sigurður Pétursson sagnfræðingur segir okkur frá aðkomu verkalýðshreyfingarinnar að húsnæðisuppbyggingu
4/24/20233 hours, 16 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið -Helgi-spjall: Jón Óskar og Hulda Hákon

Laugardagurinn 22. apríl Helgi-spjall: Jón Óskar og Hulda Hákon Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segja listahjónin Jón Óskar og Hulda Hákon frá sjálfum sér, hvort öðru, lífi sínu og samferðarfólkinu, samfélaginu sem þau eru sprottin úr og hvernig það hefur breyst.
4/22/20232 hours, 3 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Vikuskammtur

Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Helga Óskarsdóttir, Bogi Reynisson, Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, Guttormur Þorsteinsson og Steinunn Rögnvaldsdóttir og ræða fréttir vikunnar sem einkenndist af komu kjarnorkukafbáta, gervigreind og ömurlegs ástands á húsnæðismarkaði.
4/21/20231 hour, 8 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - 19. apríl 2023

Í Rauða borði dagsins verður fjallað um kvíða barna, rætt við kynegin unglinga, sögð sjúkrasaga og farið yfir feminískar fréttir. 1.Fréttayfirlit, María Pétursdóttir og Hjálmar Friðriksson fara yfir fréttir dagsins. 2.Kynsegin unglingar, María ræðir við káta kynsegin unglinga úr Borgarholtsskóla um kynjaða íslensku, kvíða og álag í námi, bílprófið og fleira. 3.LÍÐUR UNGA FÓLKINU EKKI VEL? Gunnar Smári ræðir við Hauk Haraldsson barna- og unglingasálfræðing um vanlíðan barna. 4.Sósíalískir femínistar fara yfir fréttir vikunnar. 5.Sjúkrasaga: Ásta Kristinsdóttir
4/19/20232 hours, 44 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - 18. mars 2023

Þriðjudagurinn 18. apríl Öryggismál, Grervigreind, Ljósleiðarinn einkavæddur hjá borginni 1. Fréttir dagsin 2. Borgarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon ræða um borgarmálin 3. Gunnar Smári Egilsson ræðir við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Silju Báru Ómarsdóttur um öryggismál 4. Þórhallur Magnússon kemur og ræðir um gervigreind.
4/18/20232 hours, 36 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Ríkið, verkalýðurinn, leigjendur, spilling, fiskur

Mánudagurinn 17. apríl 1. Fréttir dagsins. 2. Ásgeir Brynjar Torfason fer yfir fjármálaáætlun, stöðu ríkis og stöðu sveitarfélaga. 3. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis ræða verkalýðsmál í dýrtíð. 4. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda kynnir staðreyndir um íslenskan leigumarkað. 5. Helen Ólafsdóttir öryggisráðgjafi veltir fyrri sér hvers vegna Ísland hafi dregist aftur úr. 6. Jón Kristjánsson fiskifræðingur segir frá erindi sínu við sáttanefnd Svandísar Svavarsdóttur um sjávarútvegsstefnuna.
4/18/20233 hours, 21 minutes, 1 second
Episode Artwork

Helgi-spjall: Arnar Þór Jónsson

Laugardagurinn 15. apríl Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Arnar Þór Jónsson lögfræðingur og varaþingmaður frá sjálfum sér, hugmyndum sínum og stöðu óánægðra Sjálfstæðisflokksmanna.
4/16/20232 hours, 22 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur - Vika 15

Föstudagurinn 14. apríl Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Páll Baldvin Baldvinsson, Steinunn Ólína Hafliðadóttir og Eyjólfur B. Eyvindarson aka Sesar A ræða fréttir vikunnar sem einkenndist af upprisu og dauða.
4/14/20231 hour, 28 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Efling, flokksblöð, opið vinnurými og strandveiðar

Fimmtudagurinn 13. apríl 1. Fréttir dagsins. 2. Sólveig Anna Jónsdóttir fer yfir kosti þess og galla að Efling sé innan Starfsgreinasambandsins. 3. Hrafnkell Lárusson sagnfræðingur segir okkur frá tilurð, útgáfu og dauða flokksblaða á Austurlandi. 4. Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttir og Arngrímur Vídalín lýsa andstöðu háskólafólk við fyrirhuguð opin vinnurými. 5. Kjartan Sveinsson er formaður Strandveiðifélagsins og stendur í stríði við öflugasta auðvald landsins, stórútgerðina.
4/13/20233 hours, 50 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall - Hilmar Örn Hilmarsson

Laugardagurinn 1. apríl Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Hilmar Örn Hilmarsson, goði, kvikmyndatónskáld og galdramaður okkur frá sjálfum sér, fólki sem hafði áhrif hann, þessa heims og annars, draugum, álfum, forynjum; góðu fólki og skrítnu fólki.
4/9/20231 hour, 27 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Helgi-spjall - Haraldur Örn Erlendsson

Laugardagurinn 8. apríl Helgi-spjall: Haraldur Örn Erlendsson Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Haraldur Örn Erlingsson, geðlæknir og gúru, frá andlegu ferðalagi sínu og greinir hvað ami að samfélaginu okkar.
4/8/20231 hour, 54 minutes
Episode Artwork

Efnahagurinn, leigjendur, Finnland & háskólastefnan

Þriðjudagurinn 4. apríl 1. Fréttir dagsins. 2. Við förum yfir stöðuna á ríkisfjármálum og efnahagnum með Þorvaldi Gylfasyni og Ásgeiri Brynjari Torfasyni. Er hætta á kreppu, óðaverðbólgu, þenslu eða félagslegum óróa vegna ójöfnuðar? 3. Guðmundur Hrafn Arngrímsson segir okkur fréttir af baráttu leigjenda. 4. Við hringjum til Finnlands og fáum Reyni Þór Eggertsson til að skýra úrslit þingkosninganna. 5. Við höldum áfram að spyrja hvert háskólarnir eiga að stefna og hver á að ákveða það. Nú mætir Finnur Dellsén og ræðir tilgang háskóla og stöðu.
4/5/20232 hours, 46 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Efnahagur, fjölmiðlar og sjúkrasaga

Mánudagurinn 3. apríl Efnahagur, fjölmiðlar og sjúkrasaga 1. Fréttir dagsins. 2. Við fáum viðbrögð hagfræðingar samtaka launafólks til að meta fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar; Heiði Margréti Björnsdóttur frá BSRB og Róbert Farestveit frá ASÍ. 3. Hvaða afleiðingar hefur dauði Fréttablaðsins? Við fáum blaðafólkið Sigmund Erni Rúnarsson, Steinunni Stefánsdóttur og Sigríði Dögg Auðunsdóttur til að ráða í stöðuna. 4. Við heyrum sjúkrasögu Margrétar Lilju Aðalsteinsdóttur.
4/4/20232 hours, 40 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Vikuskammtur

Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Svavar Knútur, Jónmundur Grétarsson og Þórarinn Þórarinsson og ræða fréttir vikunnar sem einkenndist af vantrausti, hamförum og blaðadauða.
3/31/20231 hour, 13 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - 30. mars 2023

Fimmtudagurinn 30. mars Húsnæði, gervigreind, mannfórnir, söfn og háskólastefna 1. Fréttir dagsins. 2. það var rætt um húsnæðismál í Kastljósi í gær. Guðmundur Hrafn Arngrímsson fer yfir það sem þar var sagt. 3. Er gervigreindin kannski bara heimsk. Gauti Kristmannsson prófessor veltir fyrir sér hver áhrifin verða af aukinni gervigreind. 4. Jón Karl Stefansson ræðir það sem hann kallar bjarnargreiða Vesturlanda við Úkraínu. Mannfallið er orðið hryllilegt og eyðileggingin stórkostleg. 5. Þórdís Bjarnleifsdóttir, Sara Stef og María Pétursdóttir fara yfir feminískar fréttir vikunnar. 6. Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur ræðir um gildi safna. 7. Guðmundur Heiðar Frímannsson gagnrýnir háskólastefnu eins og hún birtist í yfirlýsingum háskólaráðherra.
3/30/20233 hours, 37 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Efnahagur, ópíóðafaraldur, þroskahömlun og háskólastefna

Þriðjudagurinn 28. mars Við byrjum á að fá Ásgeir Brynjar Torfason að Rauða borðinu til að leggja mat á efnahaginn, verðbólguna og bankakrísuna. Það geisar faraldur sem hefur fellt margt fólk, einkum ungmenni. Við ræðum við Jón Atla Jónasson leikskáld, en bróðir hans dó eftir að hafa tekið of stóran skammt af ópíóðalyfjum. Sunna Dögg Ágústsdóttir, Haukur Hákon Loftsson og Fabiana Morais eru ungt fólk sem glímir við þroskahamlanir og aðrar raskanir. Þau segja okkur frá þeim þröskuldum sem þau rekast á í menntakerfinu, atvinnulífinu og samfélaginu almennt. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra hefur boðað stefnubreytingu í málefnum háskóla. Við ræðum við Ingólf Ásgeir Jóhannesson prófessor um árekstra þessarar stefnu við háskólasamfélagið. Að venju förum við einnig yfir fréttir dagsins.
3/28/20232 hours, 40 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - 27. mars 2023

Við ræðum við Jónas Atli Gunnarsson hagfræðing um verðbólgu, vexti og efnahagskreppu í Bretlandi. Guðmundur Hrafn Arngrímsson segir okkur fréttir af leigjendum. Magnús Bernharðsson prófessor segir okkur frá ástandinu í Ísrael og Mið-Austurlöndum. Sævar Daníel Kolandavelu segir okkur sjúkrasögu sína. Við ræðum við Ársæll Már Arnarsson prófessor á menntavísindasviði um vanlíðan barna og ungmenni. Og við segjum fréttir dagsins.
3/27/20233 hours, 13 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið-Helgi spjall

Laugardagurinn 25. mars Helgi-spjall: Elísabet Jökulsdóttir Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Elísabet Jökulsdóttir frá sjálfri sér, uppvextinum sem eins konar Lína langsokkur, nýja nýranu frá sænskumj greifa og hvernig var að vera innilokuð í ofbeldissamböndum.
3/25/20231 hour, 36 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Vikuskammtur - 24. mars

Við Rauða borðið sitja í dag þau Benddikt Erlingsson, Óðinn Jónsson, Hrönn Sveinsdóttir og Íris Björk Ágústsdóttir og ræða fréttir vikunnar. Sem einkenndust af óróa og átökum.
3/24/20231 hour, 26 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Stjórnmálin, Neytó, sjúkrasaga, húsmæður & húsnæðismál

Fimmtudagurinn 23. mars Við byrjum að venju á að fara yfir helstu fréttir dagsins. Næst koma þeir Stefán Pálsson og Jóhann Hauksson og ræða um stjórnmálaástandið. Hvaða áhrif hefur verðbólgan á baráttuna, hvernig hafa flokkarnir og ríkisstjórnin það? Neytendasamtökin eru 70 ára í dag. Breki Karlsson formaður þeirra ræðir um neytendamál af því tilefni. Jón Örn Pálsson segir okkur sjúkrasögu sína, sem er saga læknamistaka. Þar næst kemur Ásgerður Magnúsdóttir og segir okkur frá húsmæðrum fyrri ára. Benedikt Sigurðarson er þaulkunnugur húsnæðiskerfinu. Hann greinir það, hvers vegna það virkar ekki og hvað þarf að gera til að bæta það.
3/24/20233 hours, 47 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Vextir, fjall, forsetinn, feminismi, landsbyggðir og sjúkrasaga

Miðvikudagurinn 22. mars Ásgeir Brynjar Torfason kemur að Rauða borðinu og ræðir um vaxtahækkanir, verðbólgu og bankakrísu. Þá kemur Ögmundur Jónasson og ræðir um sölu á fjalli og gjaldtöku á náttúrunni. Íris Björk Ágústsdóttir og Aníta Sóley Scheving Þórðardóttir koma einnig og segja okkur frá áskorun til forsetans um að skrifa ekki undir ný útlendingalög. Margrét Pétursdóttir, Sara Stef. Hildar og María Pétursdóttir flytja okkur feminískar fréttir. Þóroddur Bjarnason kemur og talar um áhrif tækni og túrisma á byggðaþróun og loks fáum við að heyra sjúkrasögu Gunnhildar Hlöðversdóttur. Að venju förum við einnig yfir fréttir dagsins.
3/22/20233 hours, 9 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Þriðjudagurinn 21. mars

Þriðjudagurinn 21. mars Leigjendur, leikskólar, vanlíðan vinnurými, heimsveldi Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda segir okkur fréttir af baráttu leigjenda. Og Sanna Magdalena Mörtudóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon borgarfulltrúar koma af borgarstjórnarfundi og segja okkur frá átökunum þar. Jóhannes Hraunfjörð Karlsson segir okkur frá stjórnarkreppunni í Frakklandi og hvað það er í eftirlaunalögunum sem þjóðin sættir sig ekki við. Viðar Halldórsson prófessor ræðir við okkur um einmanaleika og vanlíðan í nútímanum. Auður Magndís Auðardóttir lektor og Íris Ellenberger dósent koma og segja okkur frá óánægju starfsmanna Háskólans með opin vinnurými. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor ræðir um stöðu smáríkja í háskalegum heimi. Og við segjum fréttir dagsins.
3/21/20233 hours, 13 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Mánudagurinn 20. mars

Mánudagurinn 20. mars Verðbólga, námslán, gervigreind, Kína og Rússland Það eru víða vá í efnahags- og fjármálalífi. Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði kemur að Rauða borðinu og ræðir verðbólgu og fall banka. Alexandra Ýr van Erven forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta kemur til okkar og lýsir hrörnun námslánakerfisins. Fjöldi lántakenda hefir helmingast á aðeins tíu árum. Gervigreind sem talar íslensku var frétt síðustu viku. Þórarinn Stefánsson sem þekkir vel til tækniheimsins á vesturströnd Bandaríkjanna segir okkur frá hvaða fyrirbrigði OpenAI er og hvað talandi gervigreind getur. Og hvað ekki. Þeir Pútin og Xi Jinping snæddu kvöldverð saman í kvöld og munu funda á morgun. Við fáum Val Gunnarsson Rússlandssérfræðing og Geir Sigurðsson Kínasérfræðing til að ræða þennan fund og mikilvægi hans. Og svo segjum við fréttir dagsins.
3/20/20232 hours, 25 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Helgi spjall

Laugardagurinn 18. mars Helgi-spjall: Kári Stefánsson Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Kári Stefánsson frá sjálfum sér, uppvextinum og hvers vegna hann er svona skrítinn og hefur alltaf verið, um örlög og möguleikana að komast undan þeim, um sósíalisma, ójöfnuð og verkalýðsbaráttu Sólveigar Önnu.
3/18/20231 hour, 50 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Vikuskammtur

Við Rauða borðið sitja í dag þau Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, Atli Þór Fanndal, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir og Didda.
3/17/20231 hour, 39 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - 16. mars

Fimmtudagurinn 16. mars Formaður, börn, Kiljan, hamingja og peningar Ragnar Þór Ingólfsson nýendurkjörinn formaður VR kemur að Rauða borðinu og segir okkur frá stöðu VR, verkalýðshreyfingarinnar og efnahagsins. Baldvin Logi Einarsson sálfræðingur kemur og ræðir vanlíðan barna og ungmenna. Er hún cóvid um kenna, snjallsímum eða okkur fullorðna fólkinu? Svanur Már Snorrason bókmenntafræðingur segir okkur frá ægivald Kiljunnar, Egils Helgason og Kolbrúnar Bergþórsdóttur yfir bókmenntunum. Guðrún Svavarsdóttir doktorsnemi segir okkur frá tengslum peninga og hamingju og áhrif jafnaðar á velsæld. Og við segjum fréttir vikunnar.
3/16/20232 hours, 44 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - 15. mars 2023

Miðvikudagurinn 15. mars Bankahrun, Venesúela, femínistar, Brasilía og tíminn Enn falla bankar, nú er það svissneski stórbankinn Credit Suisse sem riðar til falls. Við fáum Ásgeir Brynjar Torfason til að útkýra hvað sé í gangi. Í tilefni afgreiðslu Alþingis á útlendingalögunum ræðum við við Danilo Nava sem er frá Venesúela og flutti til Íslands fyrir nokkrum árum. Er hér að verða til öflugt samfélag fólks frá Venesúela? María Pétursdóttir og Sara Stef. Hildar fara yfir femínskar fréttir vikunnar, Við höldum áfram ferð okkar um heimin, förum í kvöld til Brasilíu með Luciano Dutra. Njörður Sigurjónsson lektor við Háskólann á Bifröst segir okkur frá vinnu og tíma, meðal annars út frá hugmyndum Guðmundar Finnbogasonar. Og við segjum fréttir dagsins.
3/15/20232 hours, 58 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - 14. mars 2023

Þriðjudagurinn 14. mars Sjómenn, kuldi, Tyrkir, leigjendur og fyrsta skáldsagan Hvers vegna felldu sjómenn tíu ára kjarasamning sem forysta þeirra undirritaði? Við spyrjum Inga Þór Hafdísarson sem er á loðnuveiðum. Hvers vegna er svona kalt? Við spyrjum Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing. Mun Erdogan verða endurkjörinn forseti Tyrklands? Við spyrjum Þórir Jónsson Hraundal lektor að því og hverju það breytir fyrir Tyrki ef Erdogan fellur. Hvernig geta leigjendur bætt kjör sín og stöðu? Við spyrjum Guðmund Hrafn Arngrímsson um það. Hver var Eiríkur Laxdal og hversu merkileg er Ólafs saga Þórhallasonar? Við spyrjum Jón Karl Helgason bókmenntafræðing. Og hvað er í fréttum? Við svörum því við Rauða borðið.
3/14/20232 hours, 29 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - 13.mars 2023

Mánudagurinn 13. mars Bankahrun, hafnarverkamenn, heilbrigðiskerfið & Indland Silicon Valley bankinn hrundi um helgina og annar banki til. Hvað er að gerast? Erum við aftur að fá yfir okkur bankahrun? Þórarinn Stefánsson, sem þekkir til tæknigeirans í Silcon Valley, og Ásgeir Brynjar Torfason, sem þekkir til efnahagsreikninga banka, koma að Rauða borðinu og spá í stöðuna. Hópur hafnarverkamanna hjá Eimskip vilja út úr Eflingu og verða deild í Sjómannafélagi Íslands. Jón Arason formaður hópsins og Sverrir Fannberg Júlíusson varaformaður segja okkur hvers vegna? Svanur Sigurbjörnsson læknir hefur bent á að nýr Landspítali muni ekki uppfylla þörfina fyrir legurýmum þegar hann verður loksins risinn? Hvers vegna er heilbrigðiskerfið okkar á þessum vonda stað. Jón Ormur Halldórsson segir okkur frá Indland, því margbrotna og margræða ríki, og fer líka með okkur líka til Indónesíu, sem er ekki síðri ráðgáta. Og við segjum fréttir dagsins eins og venjulega.
3/14/20233 hours, 13 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið -Helgi-spjall

Laugardagurinn 11. mars Helgi-spjall: Bubbi Morthens Í Helgi-spjalli við Rauða borðið segir Bubbi Morthens frá mörgum Bubbum: Hinum misnotaða unga Bubba, reiða Bubba, Kókaín-bubba, Bólu-Bubba og mörgum öðrum sem hann hefur skilið eftir, en ekki síst sátta Bubba. Og svo fáum við að heyra í pólitíska Bubba sem sér mikið óréttlæti og ójöfnuð í samfélaginu, siðrof og peningafíkn.
3/11/20231 hour, 48 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið 9. mars

Fimmtudagurinn 9. mars Kókaínsmygl, Bandaríkin, Nató og sjúkrasaga Við reynum að skilja stóra kókaínmálið og fáum til þess tvær blaðakonur sem hafa setið yfir réttarhöldunum, þær Helenu Rós Sturludóttur á Fréttablaðinu og Margréti Björk Jónsdóttur á Vísi. Magnús Helgason kemur til okkar og reynir að skýra út stöðuna á Bandaríkjunum. Þórarinn Hjartarson er herstöðvaandstæðingur og vill Íslands úr Nató. Hann segir okkur frá sinni sín á stríðsvæðingu Nató út frá innrásinni í Úkraínu. Við heyrum síðan sjúkrasögu Kolbrúnar Ernu Pétursdóttur, kynnumst heilbrigðiskerfinu og samfélaginu út frá sjónarhóli hennar veikrar. Og við segjum fréttir dagsins.
3/9/20232 hours, 43 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

8. mars - Baráttudagur kvenna

Miðvikudagurinn 8. mars Við ræðum kvennabaráttuna í tilefni dagsins. Fyrst kvennabaráttu sem stéttabaráttu við Margréti Pétursdóttur, Andreu Helgadóttur, Söru Stef Hildar og Maríu Pétursdóttur og síðan um kvennabaráttu sem baráttu gegn ofbeldi við tvær úr Öfgum, Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur og Huldu Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttur. Þá kemur Hildur Hákonardóttir myndlistarkona að Rauða borðinu og Sigrún Inga Hrólfsdóttir, sömuleiðis myndlistaerkona, með henni en Sigrún er sýningarstjóri á yfirlitssýningu á verkum Hildar á Kjarvalsstöðum. Sýningu sem slegið hefur í gegn. Þá segir Rakel Adolphsdóttir okkur frá Dýrleifu Árnadóttur, kommúnista og kvenfrelsiskonu sem kynnti baráttudaginn 8. mars fyrir Íslendingum. Svo segjum við fréttum dagsins.
3/8/20233 hours, 11 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Borgin, mótmæli, verkföll, sjúkrasaga og böðlar

Þriðjudagurinn 7. mars Við heyrum fréttir úr borgarstjórn frá Trausta Breiðfjörð Magnússyni borgarfulltrúa. Og af mótmælum og verkföllum dagsins í Frakklandi frá Einari Má Jónssyni prófessor í París. Og af árangri verkfalla í Bretlandi af Guðmundi Auðunssyni. Þá kemur Guðröður Atli Jónsson að Rauða borðinu og segir sjúkrasögu sína, en við munum fá að heyra nokkar slíkar á næstu dögum. Þá kemur Lára Magnúsardóttir sagnfræðingur og segir okkur frá íslenskum böðlum. Og við segum fréttir dagsins.
3/7/20233 hours, 13 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Dýrtíð, leiga, kúgun, dauði & kvóti

Mánudagurinn 6. mars Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ kemur að Rauða borðinu og segir okkur frá kjörum öryrkja á dýrtíðartímum. Og Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna segir okkur frá baráttu leigjenda hér heima og erlendis. Hjálmtýr Heiðdal formaður Ísland Palestína ræðir um átökin í Ísrael. Við spyrjum Þórólf Guðnason smitsjúkdómalækni um umframsauðsföll og lækkandi lífslíkur vegna cóvid. Og við ræðum við Jón Pál Jakobsson sjómann um útgerð á Íslandi og í Noregi, þar sem hann gerir út í dag. Og við segjum fréttir dagsins.
3/7/20232 hours, 58 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Verkó, verðbólga, cóvid, saga og skógur

Fimmtudagurinn 2. mars Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar kemur til okkar á Rauða borðinu og gerir upp árangur af baráttu undanfarinna mánaða. Hvað náðist og hvað ekki. Haukur Már Helgason rithöfundur hefur gagnrýnt værukærð gagnvart cóvid. Við ræðum við hann um ótalin dauðsföll vegna cóvid í fyrra. Við förum síðan yfir Kastljósviðviðtalið við Bjarna Benediktsson frá í gær með hjá Ásgeirs Brynjars Torfasonar sérfræðings í fjármálum. Og höldum áfram að ræða verðbólguna við Ólaf Margeirsson hagfræðing. Auður Þóra Björgúlfsdóttir formaður Félags sögukennara í framhaldsskólum og Súsanna Margrét Gestsdóttir lektor við menntavísindasvið ræða við okkur um minnkandi sögukennslu í skólum og við ræðum við um sögukennslu Gunnlaug Guðjónsson um skógrækt sem tæki til kolefnisbindingar. Hann er algjörlega ósammála Jóni Gunnar Ottóssyni, sem sagði okkur um daginn að árangurinn af slíku væri stórlega ofmetinn. Og við segjum fréttir dagsins.
3/2/20233 hours, 2 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Efnahagurinn, kvennabarátta og verkalýðurinn

Miðvikudagurinn 1. mars Við ræðum við Jóhann Pál Jóhannsson þingmann um stöðu efnahagsins; verðbólgu, vexti, hallan á ríkissjóði og lífskjarakrísuna sem étið hefur upp kaupmáttinn. María Pétursdóttir, Sara Stef og Margrét Pétursdóttir segja feminískar fréttir. Í lok þessa dags, sem er einskonar komma í langri kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins við Eflingu, ræðum við Sumarliða R. Ísleifsson sagnfræðing um deiluna og fordæmi hennar í sögunni.
3/1/20232 hours, 20 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Helgi-spjall

Í Vikuskammti við Rauða borðið sitja í dag þau Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, Svavar Knútur, Jónmundur Grétarsson og Þórarinn Þórarinsson og ræða fréttir vikunnar sem einkenndist af vantrausti, hamförum og blaðadauða.
3/1/20231 hour, 27 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Dýrtíð, kolefnabinding, Konukot og Kína

Þriðjudagurinn 28. febrúar Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna kemur til okkar við Rauða borðið og segir okkur frá neytendavernd á tímum verðbólgunnar. Jón Gunnar Ottósson, fyrrum forstjóri Náttúrufræðistofnunar, segir okkur frá gagnrýni sinni á skógrækt sem kolefnabindingu. Kolbrún Kolbeinsdóttir kynjafræðingur segir okkur frá rannsókn sinni á Konukoti. Og Geir Sigurðsson prófessor segir okkur frá Kína og stöðu þess í heiminum. Og við segjum fréttir dagsins.
2/28/20232 hours, 49 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Verðbólga, borgarlína, stjórnmál og fíklar

Mánudagurinn 27. febrúar Verðbólgan glefsaði í morgun og við fáum Ásgeir Brynjar Torfason, sérfræðingur í fjármálum, til að skýra hvað gangi á. Hvers vegna virkar ekki vaxtahækkanir Seðlabankans? Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir okkur hvaða áhrif verðbólgu og vaxta hefur á launafólk og hvernig það ætti að bregðast við. Hilmar Þór Björnsson arkitekt ræðir við okkur um borgarlínuna, sem hann er ánægður með en þó ekki. Eva H. Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði fer með okkur yfir stöðu flokka og ríkisstjórnar, en líka flakk kjósenda og leit þeirra að álitlegum kosti. Og Kristín Davíðsdóttir hjúkrunarfræðingur segir okkur frá umönnun sprautufíkla og aðbúnað þessa veikstæða hóps. Og við segjum fréttir dagsins.
2/27/20233 hours, 3 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Átök, Suður Ameríka og feminismi

Fimmtudagurinn 23. febrúar Við ræðum stöðuna í samfélaginu við þau Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur þjóðfræðing, Árna Daníel Júlíusson sagnfræðing og Þorgeir Tryggvason altmuligmann. Hvað liggur að baki átökunum? Og hvernig enda þau, ef þau enda? Hólmfríður Garðarsdóttir kemur til okkar og við förum í ferð um Suður Ameríku. Hver eru átökin þar og hvert stefna þau? María Pétursdóttir og Sara Stef segja okkur feminískar fréttir og við förum yfir fréttir dagsins.
2/24/20232 hours, 26 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Ritskoðun, rasismi og auðlindir

Miðvikudagurinn 22. febrúar Endurskrif á bókum Roald Dahl hefur vakið upp mikla umræðu. Og andmæli. Þorsteinn Siglaugsson formaður Málfrelsis og Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður koma að Rauða borðinu og segja skoðanir sínar á þessu. Og hvaða hættu þeir sjá í þessum aðgerðum. Tryggvi Scheving Thorsteinsson og Snorri Sturluson koma síðan að borðinu og ræða um rasisma í skólum og getuleysi kerfisins að takast á við þann vanda. Indriði H. Þorláksson fer yfir möguleika þjóðarinnar á að ná til sín arðinum af öllu auðlindunum sem hún á. Og svo segjum við fréttir dagsins.
2/23/20232 hours, 17 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Verkbann, flóttafólk, borgin & kvótinn

Þriðjudagurinn 21. febrúar Við ræðum lögfræðina í verkalýðsbaráttunni við Magnús M Norðdahl lögfræðing Alþýðusambandsins, verkbönn, verkföll, miðlunartillögur og aðrar lögfræðilegar þrætur. Nú er ár frá innrásinni í Úkraínu. Af því tilefni kemur Natasha Stolyarova skáld til okkar og ræðir um flóttafólk undan stríðinu. Sanna Magdalena Mörtudóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon koma að rauða borðinu og segja fréttir af borgarmálum og við efnum til hringborðsumræðna um auðlindina okkar með þeim Arthúri Bogasyni, Jóni Kristjánssyni, Arnari Atlasyni og Sigurjóni Þórðarsyni. Og svo förum við yfri fréttir dagsins.
2/22/20232 hours, 57 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Verkbann, stéttabarátta, Tyrkland og leigjendur

Mánudagurinn 20. febrúar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar kemur til okkar við Rauða borðið og segir fréttir. Síðan koma þeir Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis, Sigurður Pétursson sagnfræðingur og Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ og ræða stöðuna í stéttabaráttunni eftir boðað verkbann Samtaka atvinnulífsins. Eru þetta straumhvörf? Erum við á svokölluðum fordæmalausum tímum. Íris Björg Kristjánsdóttir bjó í n okkur ár í Tyrklandi, á því landsvæði þar sem tugir þúsund hafa farist í jarðskjálftum. Hún segir okkur frá fólkinu sem þarna býr og þeim hörmungum sem það gengur í gegnum. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda kemur við og segir okkur frá baráttu leigjenda hér heima og erlendis. Og við förum yfir fréttir dagsins.
2/21/20231 hour, 47 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Samfélagið, neytendur og auðlindin

Fimmtudagurinn 16. febrúar Við reynum að átta okkur á samfélaginu og fáum til aðstoðar þau Ingunni Snædal, Halldór Auðar Svansson og Jökul Sólberg Auðunsson. Hvernig hefur samfélagið það? Eru átök og um hvað eru þau? Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna kemur og segir okkur fréttir af baráttu neytenda. Tillögur sáttanefndar Svandísar Svavarsdóttur um sjávarútveg fer misjafnlega í fólk. Jón Kristjánsson fiskifræðingur er til dæmis ekki ánægður. Hann segir okkur hvers vegna. Og svo förum við yfir fréttir dagsins.
2/17/20232 hours, 20 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Þjóðnýting, sjúkraþjálfun og feminismi

Miðvikudagurinn 15. febrúar Þorvaldur Gylfason prófessor lagði það til í grein að við ættum að þjóðnýta stóru útgerðarfyrirtækin. Hann kemur að Rauða borðinu til rökstyðja þessa hugmynd. Við fáum þá fréttir af verkfallsvakt Eflingar, glóðvolgar frá verkfallsvörðum. Gunnlaugur Már Briem er formaður sjúkraþjálfarafélagsins og segir okkur frá kjarabaráttu hópsins og hvernig staðan er á heilbrigðiskerfinu. María Pétursdóttir fer yfir feminískar fréttir með Söru Stef. Og við förum yfir fréttir dagsins.
2/15/20231 hour, 57 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Bankasala, verkföll og aldraðir

Þriðjudagurinn 14. febrúar Við fáum Marinó G. Njálsson að Rauða borðinu til að ræða sameiningu Kviku og Íslandsbanka, sem kynnt hefur verið sem mikil bót fyrir samfélagið. Er það svo? Gísli Tryggvason lögmaður kemur og ræðir við okkur um lögfræðina í vinnudeilu SA og Eflingar. Hvað merkir úrskurður Landsréttar? Er miðlunartillagan lögleg eða á eftir að fá úr því skorið. Anna Björg Jónsdóttir öldrunarlæknir segir okkur hvar skóinn kreppi í þjónustu við þá sem eru gamlir og lasnir. Og við segjum fréttir dagsins.
2/14/20232 hours, 9 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Sjómenn, verkföll, háskóli og leigjendur

Mánudagurinn 13. febrúar Þeir koma að Rauð borðinu þeir Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins og Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM og segja okkur frá nýgerðum tíu ára samningi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi við sjómenn. Sæþór Benjamín Randalsson og Sesar Logi Hreinsson koma og segja okkur frá verkfallsvörslu Eflingar. Geir Sigurðsson prófessor hefur gagnrýnt fjármögnun háskóla og ekki síst sjóð sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bjó til svo örva mætti samstarf háskóla. Guðmundur Hrafn Arngrímsson kemur við og segir okkur frá baráttu leigjenda hér heima og erlendis. Svo segjum við ykkur frá fréttum dagsins.
2/14/20232 hours
Episode Artwork

Ástandið, verkfallsvakt, aldursfordómar og há-aldraðir

Fimmtudagurinn 9. febrúar Við ræðum stöðuna í samfélaginu við þau Þórhildi Þorleifsdóttur, Ragnar Þór Ingólfsson og Birgi Þórarinsson aka Biggi veira. Eru línur að skerpast? Þarf hver að ákveða hvar hann stendur? Ísak Jónsson og Sæþór Benjamín Randalsson koma og sdegja okkur frá verkfallsvörslu Eflingar við Íslandshótel. Kári Kristinsson segir okkur frá aldursfordómum á vinnustöðum. Og þær Rannveig Ernudóttir og Jakobína Sigurðardóttir ræða við okkur um stöðu hinna allra elstu, hver er aðbúnaður þeirra og þjónusta. Og svo förum við yfir fréttir dagsins.
2/10/20232 hours, 10 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Hagkerfið, félagslega kerfið og feminismi

Miðvikudagurinn 8. febrúar Þau koma að Rauða borðinu Róbert Farestveit hagfræðingur ASÍ, Heiður Margrét Björnsdóttir hagfræðingur BSRB, og Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM og ræða stöðuna á þessu dimma degi vaxtahækkana. Síðan koma Þóra Leósdóttir formaður iðjuþjálfarafélags Íslands og Steinunn Bergmann formaður félagsráðgjafafélags Íslands og segja okkur frá ástandinu á heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Þá mæta þær Margrét Pétursdóttir og Andrea Helgadóttir og ræða feminískar fréttir við Maríu Pétursdóttur. Og við segjum fréttir dagsins.
2/8/20232 hours, 28 seconds
Episode Artwork

Vinnudeilur, umönnun aldraðra og borgarmálin

Þriðjudagurinn 7. febrúar Við fáum Ögmund Jónasson að Rauða borðinu að ræða héraðsdóm um miðlunartillögu ríkissáttasemjara og afleiðingar hans. Það er ef hann fær að standa. Sólveig Anna Jónsdóttir kemur við með tölur úr atkvæðagreiðslum um frekari verkföll. Þá höldum við áfram að skoða málefni aldraðra og ræðum við Sigrúnu Huld Þorgrímsdóttur hjúkrunarfræðing um þjónustu við aldraða. Og þau Sanna Magdalena Mörtudóttir og Trausti Breiðfjörð Magnússon líta við með fréttir af borgarstjórnarfundi. Og við segjum fréttir dagsins.
2/8/20232 hours, 16 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Dýrtíð, VR, leigjendur og aldraðir

Mánudagurinn 6. febrúar Ásgeir Brynjar Torfason lítur við á Rauða borðinu og ræðir við okkur um verðbólgu og vexti í aðdraganda vaxtaákvörðunar Seðlabankans? Eru engin önnur ráð gegn verðbólgu en að skrúfa upp vexti? Elva Hrönn Hjartardóttir bíður sig fram til formanns VR gegn Ragnari Þór Ingólfssyni. Hver er Elva Hrönn og hvað vll hún með VR og verkalýðshreyfinguna? Guðmundur Hrafn Arngrímsson kemur við og segir okkur fréttir af leigjendum. Haukur Arnþórsson hefur kynnt sér kjör aldraða undanfarin ár. Við ræðum við hann stöðu aldraða en ekki síður þær aðferðir sem þeir hafa notað í baráttu sinni. Og ættu að nota. Og við segjum ykkur fréttir dagsins.
2/7/20232 hours, 9 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Átök og konur

Miðvikudagur, 1. febrúar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar kemur að Rauða borðinu og lýsir stöðunni í baráttu félagsins við Samtök atvinnulífsins. Og stjórnvöld, ríkisstjórn og álitsgjafa valdastéttarinnar. Síðan fara María Pétursdóttir, Margrét Pétursdóttir og Sara Stef. yfir feminískar fréttir. Og við förum yfir fréttir dagsins.
2/5/20231 hour, 40 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Verðbólga, umræðan og Færeyjar

Þriðjudagurinn 31. janúar Auður Alfa Ólafsdóttir forstöðukona verðlagseftirlits Alþýðusambandsins kemur að Rauða borðinu og ræðir dýrtíðina. Atli Þór Fanndal og Jökull Sólberg Auðunsson koma síðan og ræða heitar umræður um stéttabaráttu Eflingar, ekki lögmæti verkfalls eða miðlunartillögu, heldur umræðuna í samfélaginu. Dávur í Dali mætir svo með fréttir frá Færeyjum. Og við förum yfir fréttir dagsins.
2/1/20232 hours, 13 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Verkalýðsbarátta, leigjendur og friður

Mánudagurinn 30. janúar Við ræðum við þá Sigurð Pétursson sagnfræðing og Gísla Tryggvason lögmann um miðlunartillögu Ríkissáttasemjara. Er hún í takt við lög og hefð? Er hún til að skapa sátt eða ósætti? Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda segir okkur fréttir af baráttu leigjenda hér heima og erlendis. Maurizio Tani er ítalskur Íslendingur sem fór til úkraínu í haust í von um að finna leið til friðar. Hann segir okkur frá ferð sinni. Og svo förum við yfir fréttir dagsins.
1/31/20231 hour, 51 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall - Konan í fjólubláa hjólastólnum

Rauða borðið - Helgi-spjall - Konan í fjólubláa hjólastólnum Ágústa Dröfn Guðmundsdóttir, móttökuritari hjá ÖBÍ, lenti í slysi þegar hún var 16 ára og hefur síðan þá notað hjólastól. Hún segir okkur frá lífi sínu og greinir einnig frá hvaða áskorunum hún hefur þurft að mæta vegna fötlunar sinnar af hálfu kerfisins og samfélagsins, þar sem við sögu kemur m.a. fjólublár hjólastóll.
1/28/202350 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Föstudagsviðtölin: Hagspeki & mygla

Föstudagurinn 27. janúar Föstudagsþáttur Rauða borðsins er með öðru sniði, tvö lengri viðtöl. Í dag ræðum við annars vegar við Gylfa Zoega um efnahaginn í heiminum en ekki síður verðbólguna hér heima. Hins vegar ræðum við við Grétu Ósk Óskarsdóttur um áhrif myglu á heilsuna, en hún og fjölskylda hennar hefur fengið að kenna á illum áhrifum myglu.
1/27/20231 hour, 57 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Verkó, kvóti, loftlagsskattar og borgin

Fimmtudagurinn 26. janúar Við ræðum við Ragnar Þór Ingólfsson formann VR um tíðindi dagsins, miðlunartillögu Aðalsteins Leifssonar, formannskosningar í VR og. stöðuna á ASÍ. Þá kemur Arnar Atlason formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda til okkar og segir sitt álit á tillögu sáttanefndar Svandísar Svavarsdóttur um sjávarútveg og kvóta. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB ræðir um skattlagningu vegna mengunar og loftslagsvár. Er reyndin sú að fyrirtækin mengi en almenningur borgi? Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi stoppar við og segir frá borgarpólitík og ekki bara í Reykjavík. Við fötum svo yfir fréttir dagsins.
1/27/20232 hours, 31 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

BSRB, læknar, hagkerfi, mygla og konur

Miðvikudagurinn 25. janúar Við byrjum á að ræða við Sonju Þorbergsdóttur formann BSRB um stöðu kjaraviðræðna opinberra starfsmanna og ekki síður um sveltistefnu og varnarstöðu grunnkerfa samfélagsins. Þá kemur Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins að Rauða borðinu og ræðir stöðu heilbrigðiskerfisins, sem Sonja hefur líka skoðun á. Ásgeir Brynjar Torfason fjarmálafræðingur bætist við umræðuna og við spyrjum hann út í togstreituna á milli útgjalda og tekna ríkissjóðs. Eftir spjall þeirra þriggja fer Breki Karlsson með okkur yfir nokkur neytendamál. Og síðan kemur Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir og segir okkur frá skaðvaldinum myglu. Og við förum yfir fréttir dagsins og sérstaklega yfir femínskar fréttir með Maríu Pétursdóttur, Margréti Pétursdóttur og Söru Stef.
1/26/20232 hours, 47 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Verkföll, bráðadeild, leigjendur og sveppir

Mánudagurinn 23. janúar - Verkföll, bráðadeild, leigjendur og sveppir Efling hefur boðað verkföll hjá Íslandshótelum á höfuðborgarsvæðinu. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar kemur að Rauða borðinu og lýsir stöðunni í kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins. Hvað er framundan? Eggert Eyjólfsson læknir sagði upp á bráðadeild Landspítalans og segir okkur frá ástæðum þess. Guðmundur Hrafn Arngrímsson segir okkur frá leiguverkföllum út í heimi og stöðu leigjenda hér heima. Og Guðmundur Ragnar Guðmundsson hefur notað hugvíkkandi efni árum saman og segir okkur frá reynslu sinni. Og við ræðum fréttir dagsins.
1/24/20232 hours, 48 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Sjúkraliðar, trillusjómenn og feministar

Miðvikudagurinn 18. janúar Við ræðum við Söndru B. Franks um heilbrigðiskerfið frá sjónarhóli sjúkraliða. Hvers vegna eru færri sjúkraliðar á landspítala nú en í Hruninu? Starfshópar Svandísar Svavarsdóttur um sjávarútveginn gera ekki tillögur um miklar breytingar. Hvað segir Arthúr Bogason, formaður Smábátaeigenda, um þá stöðu. Við förum yfir feminískar fréttir með Maríu Pétursdóttur, Margréti Pétursdóttur og Söru Stef. Og förum yfir fréttir dagsins.
1/19/20231 hour, 46 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

ASÍ, Perú, RVK, Kvóti & NHS

Þriðjudagurinn 17. janúar ASÍ, Perú, RVK, Kvóti & NHS Við byrjum á að ræða við Kristján Þórður Snæbjarnarson forseta Alþýðusambandsins um standið á verkalýðshreyfingunni. Förum síðan til Perú í fylgd Eyjólfs B. Eyvindarsonar aka Sesar A. Þar eru róstur og mótmæli eftir valdaskipti. Við tökum stöðuna á borgarmálum með Trausta Breiðfjörð Magnússyni borgarfulltrúa Sósíalista. Heyrum hvað Sigurjóni Þórðarsyni fyrrum þingmanni finnst um tillögur kvótanefndar Svandísar Svavarsdóttur. Og heyrum frá Guðmundi Auðunssyni um ástandið á breska heilbrigðiskerfinu. Sem er ekki gott. Og svo förum við yfir fréttir dagsins.
1/17/20231 hour, 57 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Gróði, verkföll & húsnæðiskreppa

Mánudagurinn 16. janúar Við ræðum við Vilhjálm Hilmarsson hagfræðing BHM um mikinn hagnað fyrirtækja á undanförnum árum. Við Sigurð Pétursson um komandi verkföll Eflingar, stöðuna innan Starfsgreinasambandsins og Alþýðusambandinu og nýja þætti um verkalýðsbaráttu á Samstöðinni. Við ræðum líka við Guðmund Hrafn Arngrímsson um leigjendamál, sem tengjast mjög kjarabaráttunni, og um þátt hans á Samstöðinni, Leigjandinn. Þá er rætt við Berglindi Ósk skáldkonu um erindi sem hún sendi inn í umræðuna fyrir jól og sem setti Facebook á hliðina, um kúltúrbörnin. Við förum einnig yfir fréttir dagsins.
1/17/20232 hours, 11 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Fátækt, jól og laxeldi

Fimmtudagurinn 15. desember - Fátækt, jól og laxeldi Við ræðum um fátækt í aðdraganda jóla og alla daga við Laufeyju Líndal Ólafsdóttur formann Pepp, samtaka fólks í fátækt, og Sönnu Magdalenu borgarfulltrúa. Og höldum áfram að ræða laxeldi, að þessu sinni kemur Jón Örn Pálsson fiskeldismaður að borðinu. Og við förum yfir fréttir dagsins. Þetta er síðasta þáttur Rauða borðsins fyrir jól.
12/16/20221 hour, 47 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Leigjendur, láglaunafólk, feministar og laxar

Miðvikudagurinn 14. desember Leigjendur, láglaunafólk, feministar og laxar Við ræðum við Guðmund Hrafn Arngrímsson formann Leigjendasamtakanna um niðurstöðu kjarasamninga og aðgerða ríkisstjórnarinnar. Fengu leigjendur eitthvað út úr þessu. Við ræðum líka við tvo Eflingarfélaga um stöðuna í kjaraviðræðum, þau Kolbrúnu Valvesdóttur og Sæþór Benjamín Randalsson. Sætta þau sig við skammtímasamning með litlum kjarabótum eða vilja þau átök. Við höldum áfram umfjöllun um laxeldi, nú kemur Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor að Rauða borðinu. Síðan segjum við feminískar fréttir og förum yfir fréttir dagsins.
12/14/20222 hours, 32 seconds
Episode Artwork

Samningar, verkföll, laxar og landsdómur

Þriðjudagurinn 13. desember - Samningar, verkföll, laxar og landsdómur Við ræðum við Ragnar Þór Ingólfsson formann VR um kjarasamninga sem hann undirritaði en segir ekki góða. Hver er staðan í stéttabaráttunni? Guðmundur Auðunsson segir okkur frá verkföllum og átökum í Bretlandi. Deilt er um laxeldi á Íslandi. Við förum yfir þau mál næstu kvöld, byrjum á Auði Önnu Magnúsdóttur hjá Landvernd. Við ræðum síðan við Jón Ólafsson prófessor um landsdómsmálið yfir Geir H. Haarde. Og förum yfir fréttir dagsins.
12/13/20222 hours, 6 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Vin, kosningar og stéttabarátta

Fimmtudagurinn 8. desember - Vin, kosningar og stéttabarátta Hörður Jónasson fastagestur á Vin á Hverfisgötu og Elsa Kr. Sigurðardóttir sem starfað hefur þar kom og segja okkur frá þessari vin, sem meirihlutinn í borgarstjórn hefur ákveðið að eyðileggja. Dávur í Dali fer yfir fyrstu tölur í kosningunum í Færeyjum með okkur og Sigurður Pétursson sagnfræðingur ræðir um umrótið í verkalýðshreyfingunni. Síðan förum við yfir fréttir vikunnar.
12/8/20221 hour, 38 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Kjaradeila og bandamenn

Miðvikudagurinn 7. desember - Kjaradeilda og Bandamenn Við ræðum stöðu kjaraviðræðna við Kristján Þórð Snæbjarnarson forseta Alþýðusambandsins, sem nú er í karphúsinu að semja fyrir hönd rafiðnaðarmanna. Hjálmar Minić Sigmarsson segir okkur frá Bandamönnum, námskeiði fyrir karla um kynferðisofbeldi. Og Guðmundur Auðunsson segir okkur frá verkfallshrinu í Bretlandi. Og við segjum fréttir dagsins.
12/8/20221 hour, 25 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Átök, okur, niðurskurður og hörmungar

Þriðjudagurinn 6. desember Átök, okur, niðurskurður og hörmungar Við ræðum við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar um stöðuna í kjaraviðræðum. Er ekki eftir meiru að slægjast en Starfsgreinasambandið fékk um helgina? Brynja Hrönn Bjarnadóttir leigjandi hjá Ölmu segir okkur frá svívirðilegri hækkun á leigu. Í niðurskurðartillögum meirihlutans í borginni er gert ráð fyrir að unglingasmiðjunum Stíg og Tröð verði loka. Belinda Karlsdóttir forstöðukona kemur að Rauða borðinu. Jón Kristinn Einarsson hefur skrifað bók um Jón Steingrímsson og Skaftárelda. Hann fer með okkur inn í veröld áfalla, fátæktar og harðinda. Við förum líka yfir fréttir dagsins.
12/6/20221 hour, 38 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Kjaradeilur, hommar og tukthús

Mánudagurinn 5. desember - Kjaradeilur, hommar og tukthús Það er hart deilt í verkalýðshreyfingunni um samning Starfsgreinasambandsins. Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur vildi ekki skrifa undir. Hann mætir að Rauða borðinu. Hommar voru sendir í gerðeyðingarbúðir nasista. Guðjón Ragnar Jónasson hefur þýtt bók um þá sögu og segir okkur frá bleika þríhyrningnum. Haukur Már Helgason hefur skrifað bók um tukthúsið þar sem stjórnarráðið er núna. Hann segir okkur sögu þess, sem jafnframt er saga þjóðar. Við segjum líka fréttir dagsins.
12/5/20221 hour, 47 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Ragnar Þór um stöðuna

Föstudagurinn 2. desember Helgi-spjall: Ragnar Þór um stöðuna Staðan í kjaraviðræðum er snúin. Hluti af fólkinu sem vildi efla Alþýðusambandið er í karphúsinu að reyna að klára samninga við SA, hluti genginn burt og hluti tók aldrei þátt. Við fáum Ragnar Þór Ingólfsson formann VR í helgi-spjall við Rauða borðið til að skýra stöðuna.
12/2/20221 hour, 8 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Danmörk, Íran og kristni að verða til

Fimmtudagurinn 1. desember Í Danmörku er verið að mynda yfir miðjuna eins og sagt er. Hverju breytir það? Gísli Tryggvason spá í það. Uppreisnin heldur áfram í Íran, mótmælendur gefast ekki upp og heldur ekki klerkastjórnin. Kjartan Orri Þórsson metur stöðuna. Helgi Ingólfsson hefur þýtt bók Anthony Burgess um fyrstu ár og áratugi kristninnar. Hann segir okkur frá henni. Við förum síðan yfir fréttir dagsins.
12/1/20221 hour, 44 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Komugjöld, femínismi og snillingar

Þriðjudagurinn 29. nóvember - Komugjöld, femínismi og snillingar Þar sem ríkisstjórnin hefur ekki samið við sérfræðilækna í fjögur ár hafa læknarnir hækkað hlut sjúklingsins fyrir aðgerðir. Það eru því eðlisbreytingar í gangi í heilbrigðisþjónustu, gjaldtaka að hækka. Til ræða þetta koma þeir Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD-félagsins og Ragnar Freyr Ingvarsson formaður Læknafélags Reykjavíkur. Soffía Auður Birgisdóttir heldur áfram að þýða Virginu Wolf. Hún kemur að Rauða borðinu og segir frá Virginu, femínisma hennar og hvers vegna hún er snillingur. Við segjum svo fréttir dagsins.
11/30/20222 hours, 6 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Björg Guðrún um Skeggja

Föstudagurinn 25. nóvember Í fyrri endurminningabók sinni, Hljóðin í nóttinni, sagði Björg Guðrún Gísladóttir frá glæpum Skeggja Ásbjarnarsonar, kennara í Laugalækjaskóla og umsjónarmanns barnatímans í Ríkisútvarpinu. Björg Guðrún kemur að Rauða borðinu og segir frá stöðu fátækra barna í hennar uppvexti, ofbeldinu sem þau voru beitt og áhrif þess að börnin. En líka um hvað gerist þegar sannleikurinn kemur í ljós.
11/25/20221 hour, 15 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Stýrivextir, gengjastríð og baráttan um bjargirnar

Miðvikudagurinn 23. nóvember - Stýrivextir, gengjastríð og baráttan um bjargirnar Í morgun sprengdi Seðlabankinn samningaviðræður í Karphúsinu í loft upp með stýrivaxtahækkun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fer yfir stöðuna. Undirheimar Reykjavíkur loga. Margrét Valdimarsdóttir ræðir um stöðuna. Stefán Ólafsson segir frá bók sinni um stjórnmál og stéttabarátta í mótun íslensks samfélags, Baráttuna um bjargirnar. „Meðvirknin með landinu: Um þjóðskáld 19. aldar, sjálfsmyndir og eldgos" heitir ritgerð eftir Atla Antonsson sem birtist í nýjasta hefti Skírnis. Atli kemur til okkar í lokin og segir okkur frá efni ritgerðarinnar. Einnig verður farið yfir fréttir dagsins að venju.
11/24/20222 hours, 42 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Gengi, fjármálakerfið & farsótt

Mánudagurinn 21. nóvember - Gengi, fjármálakerfið & farsótt Við ræðum ofbeldi í undirheimum við Helga Gunnlaugsson afbrotafræðing og hvort snjallt sé að lýsa yfir stríði gegn gengjunum. Andrés Magnússon geðlæknir var áberandi í uppgjörinu eftir Hrunið 2008. Nú hefur hann sjúkdómsgreind fjármálakerfið á bók og ræðir niðurstöður sínar við Rauða borðið. Kristín Svava Tómasdóttir hefur skrifað bók um Farsóttarhúsið við Þingholtsstræti og nær með því að segja sögu heilbrigðiskerfisins og samfélagsins alls. Hún segir okkur frá þessu í kvöld. Og svo förum við yfir fréttir dagsins.
11/23/20221 hour, 28 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Löggan, glæpagengi og fræðimaður

Þriðjudagurinn 22. nóvember - Löggan, glæpagengi og fræðimaður Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur lýst yfir stríði gegn skipulagðri glæpastarfsemi og vill breyta löggunni til að ráða við það. Hvað finnst Fjölni Sæmundssyni, formanni Félagi lögreglumanna, um það? En Tolla Morthens málara, sem mikið hefur starfað með föngum og afbrotamönnum. Bergsveinn Birgisson rithöfundur kemur í þáttinn og segir okkur frá Þormóði Torfasyni. Þá segjum við fréttir dagsins.
11/23/20222 hours, 22 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Guðrún Jónína

Föstudagurinn 18. nóvember Guðrún Jónína Magnúsdóttir hefur sett sögu móður sinnar Sigurbjargar Oddsdóttur á bók sem kallast Álfadalur. Það er saga er saga harðrar lífsbaráttu, hroðalegrar grimmdar og ofbeldis. En líka saga ótrúlegri þrautseigju og viljastyrks. Guðrún Jónína rekur þessa sögu í Helgi-spjalli við Rauða borðið.
11/18/20221 hour, 11 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Húsnæðiskreppa, krakkar og unglingar

Rauða borðiið fimmtudaginn 17. nóvember Húsnæðiskreppa, krakkar & unglingar Við ræðum við Gunnhildur Hlöðversdóttir um stöðu öryrkja á húsnæðismarkaði við Rau’ða borðið í kvöld. Þangað koma líka þær Guðný Elín Rós Sigurðardóttir og Þórdís Hrafntinna Þráinsdóttir sem unnu Skrekk með félögum sínum úr Réttarholtsskóla með atriði sem snerist um fordóma fullorðinna gagnvart unglingamenningu. Síðan koma krakkar úr Krakkaveldi og segja hverjar kröfur sínar eru, í stuttu máli vilja þau ráða meiru: Benóný Ingi Þorsteinsson, Birgir Logi Barkarson, Borghildur Lukka Kolbeinsdóttir, Brynja Steinunn Helgesson Danielsen, Jakob Friðrik Jakobsson, Leifur Ottó Þórarinsson, Margrét Aðalgeirsdóttir og Sóley Hulda Nielsen Viðarsdóttir. Svo segjum við fréttir dagsins og líka feminískar fréttir.
11/18/20221 hour, 37 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Bankasalan, Bandaríkin og Rússland

Við ræðum bankasöluna áfram við Rauða borðið, að þessu sinni koma að Rauða borðinu þeir Þorvaldur Gylfason prófessor og Ásta Lóa Þórsdóttir sem bæði héldu ræðu við mótmælin í vor. Magnús Helgason sagnfræðingur kemur og ræðir stöðuna í Bandaríkjunum nú þegar vika er liðin frá kosningunum. Valur Gunnarsson sagnfræðingur og Victoria Bakshina kennari koma ræða um Rússland hið vonda. Við förum líka yfir fréttir dagsins eins og vanalega.
11/17/20221 hour, 47 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Bankasala, Börn og Skeggi

Miðvikudagurinn 16. nóvember Bankasala, Krakkar og Skeggi Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Jóhann Páll Jóhannsson héldu ræður á mótmælum á Austurvelli gegn Íslandsbankasölunni í vor. Þau koma að Rauða borðinu og ræða skýrslu ríkisendurskoðunar um bankasöluna. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir segir okkur frá Krakkaveldi, sem er bæði gjörningahópur og pólitískur baráttu barna. Útvarpsþættirnir um Skeggja Ásbjarnarson hafa vakið athygli og óhug. Til að ræða þættina koma tvær konur að Rauða borðinu, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir og Sara Stef, Hildardóttir. Svo segjum við fréttir dagsins.
11/16/20221 hour, 29 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Bankasala, kjaraviðræður & fátækt

Þeir koma að Rauða borðinu Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri Transparency International á Íslandi og Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis, en þeir héldu ræður á mótmælunum á Austurvelli í vor gegn sölunni á Íslandsbanka. Hvað segja þeir um skýrslu ríkisendurskoðunar. Starfsgreinasambandið hefur vísað kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Vilhjálmur Birgisson formaður SGS segir hvað það merkir. Georg Jónasson segir okkur síðan frá fátækt og hvernig hann vill berjast gegn henni. Og við förum yfir fréttir vikunnar.
11/14/20222 hours, 36 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

BHM, Færeyjar, íslenska & brottvísanir

Friðrik Jónsson formaður BHM kemur að Rauða borðinu og segir hverjar kröfur háskólamenntaðra eru í komandi kjaraviðræðum. Dávur í Dali lítur við og fræðir okkur um Færeysk stjórnmál. Við höldum áfram umræðu um íslenskukennslu fyrir innflytjendur og ræðum nú við Sigurður Hermannsson. Palestínski flóttamaðurinn Mohammed Alkurd var fluttur úr landi í síðustu viku en er kominn aftur. Hann segir sögu sína við Rauða borðið. Síðan verður farið yfir fréttir dagsins.
11/10/20222 hours, 20 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Heimskreppa, flóttamannasaga og innflytjendur

Ásgeir Brynjar Torfason kemur að Rauða borðinu og fer yfir stöðu ríkisfjármála hér heima og efnahagsóvissuna út í heimi. Íris Ellenberger rekur flóttamannasögu Íslands og þær Jasmina Vajzović Crnac og Elínborg Kolbeinsdóttir segja okkur frá stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
11/9/20221 hour, 49 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið: Kröfur, kosningar og kvennabarátta

Við ræðum kröfugerð verkalýðsins við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar og stöðuna í kjaraviðræðum. Magnús Helgason segir okkur frá stjórnmálum í Bandaríkjunum á þessum kosningadegi. Og Hólmfríður Garðarsdóttir segir okkur frá kvennabaráttunni í Suður-Ameríku. Við förum einnig yfir fréttir dagsins.
11/8/20222 hours, 4 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Verðbólga, laun og vændi

Við ræðum um tengsl launa og verðbólgu við Ásgeir Daníelsson hagfræðing og við Gyðu Margréti Pétursdóttur og Sveinu Hjördísi Þorvaldsdóttur um úrræði til að hverfa frá vændi. Og förum yfir fréttir dagsins.
11/2/20221 hour, 18 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Öldrun, mannréttindi, hneyksli og ljóð

Gylfi Magnússon prófessor kemur að Rauða borðinu og segir okkur frá öldrun þjóðarinnar, áhrif hennar á efnahagslífið og hvaða áhrif innflytjendur hafa á öldrunina. Kári Hólmar Ragnarsson ræðir um húsnæðismarkaðinn frá sjónarhóli mannréttinda og Þorsteinn Sæmundsson um stórfellda íbúðasölu Íbúðalánasjóðs eftir Hrun og leyndina sem hvílir yfir sölunni. Loks kemur ljóðskáldið Natasha S og segir okkur frá ljóðum, innflytjendum og Rússlandi, hvernig þetta fléttast saman í nýju bókinni hennar. Við förum svo yfir fréttir dagsins eins og vanalega.
11/1/20221 hour, 40 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Siðrof, kvenmorð og fáviti

Við ræðu um siðrof í íslensku samfélagi við Jón Gunnar Bernburg, um kvenmorð við Freydísi Jónu Freysteinsdóttur og um Fávitann við Gunnar Pétursson. Engin froða á ferðinni. Og svo förum við yfir fréttir dagsins, þar er nokkur froða.
10/31/20221 hour, 38 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Þorvaldur um keltana í okkur

Þorvaldur Friðriksson kemur í helgi-spjall við Rauða borðið og segir okkur frá keltneskum uppruna Íslendinga og hvað hann merkir fyrir okkur, en líka frá Jóni Indíafara, gullskipinu, skrímslum og öðrum undrum.
10/28/20221 hour, 25 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Íslenskan, innflytjendur, Samfylkingin og fasisminn

Við ræðum komandi forsetakosningar í Brasilíu við Luciano Dutra. Við komandi landsþing Samfylkingarinnar við Mörð Árnason. Og ræðum íslenskuna frá sjónarhóli innflytjenda við Linu Hallberg og Victoriu Bakshina. Og við förum yfir fréttir dagsins.
10/27/20221 hour, 45 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Flóttafólk, Danmörk, innflytjendur og Geirfinnur

Atli Viðar Thorstensen kemur að Rauða borðinu og ræðir um flóttafólk og flóttabúðir. Gísli Tryggvason segir okkur frá kosningabaráttunni í Danmörku. Þóra Lind Halldórsdóttir segir okkur frá fordóma, mismunun vegna kynþáttar, tungumáls og trúarbragða. Og Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson segir okkur frá áhuga sínum á Geirfinnsmálinu og hvað hann telur að það snúist um.
10/26/20222 hours, 17 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Kreppa, stéttir og flóttafólk

Við ræðum við Gylfa Zoega um dýrtíðina og deilur um kaup og kjör við Rauða borðið, hækka ekki laun þegar það vantar vinnuafl? Þór Saari mætir og ræðir Íbúðalánasjóð. Kolbrún Birna HallgrímsdóttIr Bachmann og Benedikt Erlingsson setjast við borðið og ræða bíómyndina Triangle of Sadness eftir Ruben Östlund og þeir Atli Þór Fanndal og Birgir Þórarinsson aka Biggi veira ræða um flóttamannaumræðuna. Við förum svo yfir fréttir dagsins.
10/25/20222 hours, 19 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið: Kvennafrí 47 árum síðar / Hver er Rishi Sunak?

María Pétursdóttir og Sara Stef Hildardóttir ræða um 47 ára afmæli kvennafrídagsins og fara yfir framgang og stöðu mála og Guðmundur Auðunsson kemur að ræða um næsta forsætisráðherra Bretlands. Rishi Sunak
10/24/202250 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Rauður þráður Ögmundar

Ögmundur Jónasson hefur reynt að fylgja rauðum þræði i réttinda-, verkalýðs- og stjórnmálabaráttu áratugum saman, í gegnum baráttu vinstrifólks innan síðkapítalismans. Við munum rekja okkur eftir þessum þræði í Helgi-spjalli við Rauða borðið.
10/21/20221 hour, 50 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Fall Liz Truss, íslenskan & hryðjuverkaógn

Við fjöllum um fall Liz Truss við fréttaritara okkar í London, Guðmund Auðunsson. Ármann Jakobsson segir að baráttan um íslensku sé sjálfstæðisbaráttu og við ræðum við hann og Eirík Rögnvaldsson um stöðu íslenskunnar. Síðan kemur Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur og við ræðum við hana um hryðjuverkaógn, hatur og ofbeldi. Síðan segjum við frá fréttum dagsins og flytjum feminískar fréttir.
10/20/20222 hours, 23 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Stéttabarátta og stjórnarskrá

Við ræðum um verkalýðshreyfinguna og deilur innan hennar við Sigurður Pétursson sagnfræðing sem mikið hefur skrifað um verkalýðssögu og Guðmundur Ævar Oddsson félagsfræðing sem einbeitt hefur sér að stéttagreiningu. Við ræðum líka við Katrínu Oddsdóttur um hennar uppáhaldsmál, stjórnarskránna, en á morgun eru liðin tíu ár síðan þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að frumvarp stjórnlagaráðs yrði grunnur nýrrar stjórnarskrár. Svo förum við yfir fréttir dagsins eins og vanalega.
10/19/202258 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Bandaríkin og sérstæð sakamál

Við ræðum við Magnús Helgason um stöðuna á bandarískum stjórnmálum í aðdraganda mikilvægra þingkosninga. Við ræðum við Sigurstein Másson um það sérstæða sakamál sem Geirfinnsmálið er. Og við förum yfir fréttir vikunnar
10/18/20221 hour, 32 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Hægri sveifla, flóttafólk, verkó og geðraskanir

Þingmennirnir Vilhjálmur Árnason og Helga Vala Helgadóttir deila um flóttmananmál við Rauða borðið og eru ekki sammála um margt, nema að innviðir samfélagsins eru að bresta. Ágúst Bogason segir okkur frá nýrri ríkisstjórn í Svíþjóð og Héðinn Unnsteinsson frá miklum breytingar í greiningum og meðferð á geðröskunum. Við förum líka yfir fréttir dagsins.
10/17/20221 hour, 37 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall: Tryggvi Rúnar

Tryggvi Rúnar Brynjarsson er barnabarn Tryggva Rúnars Leifssonar, eins af sakborningum í Geirfinns- og Guðmundarmálum. Hann sest við Rauða borðið og segir frá sjálfum sér, fjölskyldu sinni og hvaða áhrif þessi mál hafa haft og hafa enn, bráðum hálfri öld eftir að þau hófust.
10/14/20221 hour, 26 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Kvennasamstaða með Erlu, útigangsmenn í uppreisn og útigangsmenn í uppreisn

Við ræðum við Sigrúnu Sif Jóelsdóttur um samstöðu með Erlu Bolladóttur. Við Karl Ólaf Hallbjörnsson um kosningarétt kvenna. Við Davíð Þór Jónsson og Ragnar Erling Hermannsson um setuverkfall útigangsmanna. Og við Jónas Atla Gunnarsson um verðbólgu, skatta og ríkisfjármála. Og svo förum við yfir fréttir dagsins og segjum líka feminískar fréttir.
10/14/20221 hour, 38 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Vetur í verkó, börn og skattar

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR kemur að Rauða borðinu og segir okkar hvað gerist svo í verkalýðshreyfingunni. Sæunn Kjartansdóttir ræðir um stöðu barna í samfélaginu, um hvort við tökum tillit til þeirra. Og Indriði Þorláksson ræðir um skatta fyrirtækja, hvers vegna þeir eru svona lágir og auðvelt að komast hjá þeim. Við förum yfir fréttir dagsins og reynum að átta okkur á þeim.
10/12/20221 hour, 40 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Upplausn í ASÍ, innheimtuokur og Geirfinnsmálið

Við ræðum upplausnina innan Alþýðusambandsins við Rauða borðið við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Hvað gekk á? Og spyrjum óbreyttan þingfulltrúa að því sama, Sæþór Benjamín Randalsson, sem sat sit fyrsta ASÍ-þing. Við ræðum við Breka Karlsson um innheimtuokur og Jón Daníelsson um Geirfinnsmálið. Við förum líka yfir aðrar fréttir dagsins.
10/11/20221 hour, 32 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall Sólveigar Önnu

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar er hættulegasta kona landsins, ef marka má umræðuna í samfélaginu. Skrifaðar eru greinar og sagðar fréttir um hættuna sem stafar að þvi að hún verði hluti af forystu Alþýðusambandsins. Sólveig Anna sest við Rauða borðið og metur stöðuna í aðdraganda þings Alþýðusambandsins sem hefst á mánudaginn.
10/8/202256 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Börn, fjöldamorð og hrun

Fimmtudagurinn 6. október Við ræðum við Önnu Mjöll Guðmundsdóttur formann Fyrsti fimm um stöðu barnafjölskyldna á Íslandi í Samanburði við Norðurlöndin. Ræðum síðan við Braga Páll rithöfund um fjöldamorð á kommúnistum í Indónesíu 1965, sem framin voru með vitund bandarísku leyniþjónustunnar, og afleiðinga þeirra. Við minnumst Hrunsins og segjum fréttir dagsins.
10/6/20221 hour, 13 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Leikskólar, Pútín, Geirfinnur og feminískar fréttir

Við ræðum við Kristínu Dýrfjörð dósent um leikskólakreppuna, sem hefur margar myndir. Og við Tryggvi Hübner tónlistarmann um Geirfinnsmálið, sem hefur líka margar hliðar. Og við Val Gunnarsson um Pútín, sem á kannski ekki marga daga eftir í embætti. Síðan segir María Pétursdóttir okkur feminískar fréttir og Karl Héðinn fréttir dagsins.
10/5/20221 hour, 45 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Íhaldið, Kópavogur og Rousseau

Við ræðum við Guðmund Auðunsson hagfræðing í London um breskt efnahagslíf og landsfund Íhaldsmanna. Ræðum við Tryggva Felixson um verktakaræði í Kópavogi, skipulag miðbæjarins og vonda samninga bæjaryfirvalda. Og ræðum við Pétur Gunnarsson um Jean-Jacques Rousseau og Játningar hans sem Pétur hefur þýtt. Auk þess verður farið yfir fréttir dagsins.
10/4/20221 hour, 18 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Leiguokur, barnafjölskyldur og börn í kirkjum

Við ræðum háa húsaleigu hjá Bríeti, leigufélagi í eigu ríkisins sem þó segist vera óhagnaðardrifið, við Guðmund Hrafn Arngrímsson, formann Samtaka leigjenda. Við ræðum áskorun Fimm fyrstu og fleiri samtaka til stjórnvalda um 18 mánaða fæðingarorlof við Ólaf Grétar Gunnarsson, einn af aðstandendum áskorunarinnar. Og við ræðum við Davíð Þór Jónsson prest um heimsóknir barna í kirkjur á aðventunni, hvort eigi að kannski að sleppa þeim. Og síðan förum við yfir fréttir dagsins.
10/3/20221 hour, 21 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall-Berglind Rós Magnúsdóttir

Berglind Rós Magnúsdóttir prófessor ræðir ástarkraft, stéttaskiptingu, skólakerfið, virkt lýðræði og fleira gott í helgi-spjall Rauða borðsins
10/1/20221 hour, 5 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Konur í vörn, útigangsfólk, Geirfinnur

Við ræðum um bakslag í kvennabaráttunni vestan hafs og austan og líka hér heima við Steinunni Rögnvaldsdóttur Spyrjum Örn Sigfússon hvernig það er að vera heimilislaus, en hann hefur verið á götunni í 25 ár. Og við ræðum við Hjálmtý Heiðdal um Geirfinnsmálið, en Hjálmtýr er mikill áhugamaður um það mál. Við förum einnig yfir fréttir dagsins og horfum til helgarinnar, ræðum við Luciano Dutra um brasilísku kosningarnar en fyrri umferð þeirra er á sunnudaginn.
9/29/20221 hour, 38 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Femínismi, velferðarríki, íslenskusvipan og barnafjölskyldur

Í kvöld verða sagðar feminískar fréttir. Það gerir Margrét Pétursdóttir. Guðmundur Jónsson safnfræðiprófessor kemur og segir okkur frá velferðarríkinu, sem hugmynd og framkvæmd, en líka sem týndir hugsjón. Agnieszka Sokolowska segir okkur hvernig íslenskuna getur verið eins og svipa á innflytjendum. Og Bóas Hallgrímsson kemur og ræðir um um leikskóla og barnafjölskyldur. Og svo segjum við auðvitað fréttir dagsins.
9/28/20221 hour, 49 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Verðleikar, íslenskan og vinstrið á Ítalíu

Vilhjálmur Árnason prófessor segir frá harðstjórn verðleikanna og jafnaðarstefnunni við rauða borðið í kvöld. Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir segir okkur frá harðstjórn íslenskunnar, hvernig hreintungustefnan getur verið kúgunartæki. Og Maurizio Tani segir okkur frá fasisma, kommúnisma og stjórnmálum Ítalíu. Og svo förum við yfir fréttir dagsins.
9/27/20221 hour, 35 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Ítalía, Geirfinnsmálið, uppreisn og Verkamannaflokkurinn

Hægrið vann stórsigur í ítölsku kosningunum í gær. Michele Rebora stjórnmálafræðingur kemur og metur hvers vegna og hvað þetta merkir. Soffía Sigurðardóttir kemur að Rauða borðinu og útskýrir hvers vegna hún telur að sýkna eigi Erlu Bolladóttur. Kjartan Orri Þórsson aðjúnkt segir okkur frá Íran og uppreisn almennings þar og Guðmundur Auðunsson segir okkur frá landsþingi breska Verkamannaflokksins og átökunum þar innan dyra. Síðan förum yfir fréttir dagsins að vanda.
9/27/20222 hours, 35 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall - Verður Kristrún næsti formaður Samfylkingarinnar?

Kristrún Frostadóttir þingkona er enn sem komið er ein í framboði til formanns Samfylkingarinnar. Hún kemur í Helgi-spjall Rauða borðsins og ræðir um flokkinn sinn, pólitíkina og sjálfa sig. Hver er Kristrún og hvað vill hún? Hverjar eru hennar skoðanir á sköttum, kvóta, einkavæðingu, verkalýðsbaráttu og öðrum átakamálum okkar tíma. Vill hún gera Samfylkinguna sósíalískari og draga úr identity stjórnmálum? Aukaefni: Dagbjört Rós Jónsdóttir fjallar um hægri öfgahópa á Norðurlöndunum í lok þáttar.
9/24/20222 hours, 5 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Skattsvik, hugvíkkandi efni, láglaunafólk

Sara María Júlíudóttir hefur stofnað samtök utan um hugvíkkandi efni til notkunar gegn áföllunum og geðröskunum, félag sem blása mun til stórrar ráðstefnu um þetta áhugaverða mál. Hún mætir að Rauða borðinu í kvöld. Þangað koma líka tveir hagfræðingar: Halldór Árnason sem færir rök fyrir að Hagstofan ætti að búa til sérstaka vísitölu fyrir neyslu láglaunafólks og Jóhannes Hraunfjörð Karlsson sem rannsakaði skattasögu Íslands og komst að því að það hefur verið stefna íslenskra stjórnvalda að hafa skatteftirlit veikt, sérstaklega gagnvart stærri fyrirtækjum og fjármagnseigendum. Auk þessa förum við yfir fréttir dagsins á viðburðaríkum degi.
9/22/20221 hour, 39 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Orkukreppa, Rússland, Innflytjendur, stríð & leikskólarnir

Við ræðum um Rússland við Victoria Bakshina, en þaðan eru engar góðar fréttir að fá. Við höldum áfram að ræða orkukreppuna í Evrópu og leikskólakreppuna við Rauða borðið. Bjarni Jonsson rafmagnsverkfræðingur segir okkur frá átökunum í Noregi og Guðrún Alda Harðardóttir leikskólafrömuður segir okkur hvernig góður leikskóli getur orðið. Í lok þáttar kemur Brynjólfur Þorvarðarson til okkar en hann býr í Eþíópíu þar sem stríð geisar sem litlar fréttir eru sagðar frá.
9/21/20222 hours, 2 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Leikskólar, skattar & Danmörk

Við höldum áfram að ræða vanda leikskólanna, Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir okkur hvers vegna er erfitt að manna, fjármagna og efla leikskólanna. Haukur Viðar Alfreðsson er doktorsnemi í skattahagfræði og við ræðum við hann um skattlagningu fyrirtækja og spyrjum: Er ekki hægt að hækka skatta á fyrirtækja- og fjármagnseigendur, munu þau þá flýja land? Það er næsta víst að það verður kosið til þings í Danmörku í haust. Gísli Tryggvason kemur að Rauða borðinu og fer yfir stöðuna í dönskum stjórnmálum þar sem nýir flokkar verða til og gamlir koðna niður. Auk þessa förum við yfir fréttir dagsins.
9/20/20221 hour, 19 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Bankaokur, Píratar, Brasilía og orkukreppa

Breki Karlsson kemur að Rauða borðinu og ræðir okur bankanna. Luciano Dutra segir okkur frá spennandi forsetakosningum í Brasilíu í haust og þau Halldóra Mogensen og Björn Leví Gunnarsson koma til að fara yfir tíu ára sögu Pírata. Og meta hvert þeir stefna. Við ræðum um orkukreppuna í Noregi við Eyjólf Ármannsson og undirskriftasöfnun til stuðning við baráttu Erlu Bolladóttur við Maríönnu Friðjónsdóttur. Við förum líka yfir fréttir dagsins og segjum skattafréttir.
9/19/20221 hour, 57 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Helgi-spjall - Ragnar Þór vill verða forseti ASÍ

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vill verða forseti Alþýðusambandsins. Hann kemur í helgi-spjall við Rauða borðið og segir okkur hvers vegna. Hvað vill hann með ASÍ? Við ræðum líka VR, verkalýðshreyfinguna, stéttabaráttuna og pólitíkina.
9/16/20221 hour, 31 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Gagnrýni á fjárlög, íbúðauppbygging, álag á innviði og heimsmálin

Hagfræðingar Alþýðusambandsins, BSRB og BHM gagnrýna fjárlögin harðlega við Rauða borðið, segja þau leggja byrðar dýrtíðarinnar á launafólk. Sóley Kaldal ræðir um álag af þéttingu byggðar á innviði hverfanna, einkum skólanna. Ólafur Margeirsson útskýrir hvers vegna lífeyrissjóðir eigi að byggja leiguhúsnæði í stórum stíl. Og Jón ormur Halldórsson fer með okkur um Rússland, Tyrkland, Indland og Kína. Auk þess sem við förum yfir fréttir dagsins.
9/15/20222 hours, 7 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Leiguþak, íslenskukennsla, bráðavaktin og Suður Ameríka

Guðmundur Hrafn Arngrímsson kemur að Rauða borðinu í kvöld með nýja könnun um afstöðu fólks til leigubremsu og leiguþak. Barbara Sawka, verkakona frá Póllandi, segir okkur frá mikilvægi íslenskukunnáttu fyrir verkafólk. Jón Magnús Kristjánsson, læknir á bráðavaktinni, ræðir stöðuna á Landspítala og metur framhaldið út frá fjárlagafrumvarpinu. Bræðurnir Sesar Afrikanus og Blaz Roca segja okkur frá pólitíkinni í Suður-Ameríku. Auk þess förum við yfir fréttir vikunnar, segjum fréttir frá Okurlandinu Íslandi og Verstöðinni Ísland.
9/14/20221 hour, 59 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Fjárlög, leikskólar, mótorhjól og ofskynjunarsveppir

Stjórnarandstaðan gagnrýnir fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar við Rauða borðið: Björn Leví Gunnarsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Jóhann Páll Jóhannsson. Er þetta gott frumvarp eða vont? Hættulegt eða skaðlaust? Hörður Svavarsson margreyndur leikskólamaður ræðir leikskólakreppuna, Árný Jóhannesdóttir læknir segir frá ofskynjunarsveppum sem gætu læknað þunglyndi og kvíða og þrír mótorhjólamenn segja frá okri tryggingarfélaganna. Við segjum líka frá pizzum í okurlandinu Íslandi, segjum frá hvernig skattur á lágmarkstekjur óx á nýfrjálshyggjuárunum og förum yfir helstu fréttir dagsins.
9/13/20221 hour, 56 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Átök í ASÍ, Ítalía, geðraskanir & okur

Rauða borðið, mánudaginn 12. september - Átök í ASÍ, Ítalía, geðraskanir & okur Ragnar Þór Ingólfsson kemur að Rauða borðinu og ræðir átök og valdahlutföll í Alþýðusambandinu. Við ræðum uppgang Bræðra Ítalíu við Roberto Luigi Pagani. Og veltum upp með Elínu Ebbu Ásmundsdóttur hvort rétt sé að reyna að lækna fólk vegna eðlilegra viðbragða við óréttlátu samfélagi? Væri ekki nær að lækna samfélagið? Við förum yfir réttir dagsins (fjárlagafrumvarp, sænskar kosningar, deilur um íslenska tungu o.fl.), tökum vond dæmi af okri og segjum frá því hvað afnám eignaskatta kostaði.
9/13/20221 hour, 52 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Helgi-spjall - Feðgarnir Ingvar og Ragnar

Ragnar Freyr Ingvarsson er formaður Læknafélags Reykjavíkur og hefur tekið þátt í umræðu um stöðu heilbrigðiskerfisins eftir að hann kom heim frá námi. Hann er líka læknirinn í eldhúsinu, mikill áhugamaður um mat, nánast dellukarl. Ragnar er sonur Ingvars Sigurgeirssonar prófessors og mikils menntafrömuðar. Þeir feðgar koma að Rauða borðinu í helgi-spjall og ræða hvað er að vera góður læknir og kennari, hvernig er gott heilbrigðiskerfi og menntakerfi, hvað er góður spítali og skóli. Hvernig standa þessi mikilvægu kerfi okkar og af hverju standa þau ekki betur?
9/10/20221 hour, 32 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið: Þingið, fatlaðir, framleiðni & húsaleiga

Að Rauða borðinu koma þær Helga Vala og Bjarkey Olsen og ræða pólitíkina og þingið fram undan, við ræðum um fatlað fólk á flótta og lélega framleiðni í byggingariðnaði. Auk þess förum við yfir fréttir dagsins, tökum dæmi af okrinu á leigumarkaði á Íslandi og segjum frá tapi sveitarfélaganna vegna fjármagnstekjuskatts.
9/10/20221 hour, 28 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - Stríð, sælukot, hommar & flóttafólk

Að Rauða borðinu koma mæður barna í Sælukoti sem gagnrýna rekstur dagheimilisins, við ræðum áhrif stríðsins á daglegt líf fólks í Úkraínu, fjöllum um ásetning Jóns dómsmálaráðherra um að þrengja að réttindum hælisleitenda og veltum fyrir okkur hvort Jörundur hundadagakonungur hafi verið hommi. Auk þess förum við yfir fréttir dagsins, tökum dæmi af okrinu á Íslandi og segjum frá sköttum hinna ríku. Sem eru lægri hér en annars staðar.
9/7/20221 hour, 45 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Rauða Borðið - Neyðarástand, kosningar, hommar

Við Rauða borðið fjöllum við um neyðarástand á bráðamóttökunni, sænsku kosningarnar og sögu homma á Íslandi frá landnámi fram yfir hernám. Auk þess ræðum við um okur og skatta.
9/7/20221 hour, 24 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Rauða Borðið: Helgi/Spjall - Stefán Jón Hafstein

Stefán Jón Hafstein var að gefa út bók um veröldina en líka sjálfan sig, um háskann sem heimurinn stendur frammi fyrir en líka um dauðann sem sækir að okkur hverju og einu. Það er því allt undir í helgispjalli við Stefán Jón. Samstöðin á vefnum: https://samstodin.is Samstöðin á YouTube: https://www.youtube.com/c/Samstöðin Samstöðin á Facebook: https://www.facebook.com/samstodin Samstöðinni er haldið úti með stuðningi almennings. Með því að ganga í Alþýðufélagið og greiða mánaðarleg félagsgjöld styrkir þú dagskrá Samstöðvarinnar, fjölgar þáttum og breikkar umfjöllunina. Ef Samstöðin skiptir þig máli ættir þú að ganga í Alþýðufélagið hér: https://samstodin.is/skraning/
9/7/20221 hour, 31 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið - 5. september

Kreppa og krísa
9/7/20221 hour, 43 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Helgi/Spjall - Stefán Jón Hafstein

Stefán Jón Hafstein var að gefa út bók um veröldina en líka sjálfan sig, um háskann sem heimurinn stendur frammi fyrir en líka um dauðann sem sækir að okkur hverju og einu. Það er því allt undir í helgispjalli við Stefán Jón.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn 
9/3/20221 hour, 32 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Héðinn um þung kerfi og vond

Héðinn Unnsteinsson formaður Geðhjálpar kemur að Rauða borðinu í kvöld og ræðir um illa meðferð á vistheimilum ríkis og sveitarfélaga á árum áður og enn í dag. Hvað veldur því að illa er farið með fólk? Héðinn ræðir líka hagsmunabaráttu fólks með geðraskanir og vald þess yfir eigin meðferð. En líka um kerfin á Íslandi, stór og smá. Hann hefur hugmyndir um hvernig má bæta samfélagið.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn
6/9/20221 hour, 34 minutes
Episode Artwork

Gylfi Zoega um efnahagshorfur

Gylfi Zoega prófessor í hagfræði kemur að Rauða borðinu og ræðir horfur í efnahagsmálum; vaxandi verðbólgu, ástæður hennar og möguleika á að berja hana niður; húsnæðismál, kjarasamninga og ójöfnuð. Auk þess ræðir Gylfi bólur og hrun, stríð og farsóttir, og áhrif þessa alls á hagfræðina á liðnum árum.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn
6/8/20221 hour, 40 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Guðrún Ágústsdóttir um rauðsokkur og borgarmál

Guðrún Ágústsdóttir rauðsokka og fyrrum borgarfulltrúi kemur að Rauða borðinu og ræðir um rauðsokkahreyfinguna, kvennapólitík og vinstrið; muninn á því að vera borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins eða R-listans, bandalags margra flokka. Hver er arfleið rauðsokka og R-lista og hvert mun kvennabaráttan og vinstrið þróast?Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn
6/2/20221 hour, 22 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Ragnar Þór um spillinguna

Ragnar Þór Ingólfsson kemur að Rauða borðinu í kvöld og ræðir um spillingu í stjórnkerfinu, stjórnmálum, fjármálakerfinu, hjá lífeyrissjóðum, í verkalýðshreyfingunni og víðar. Hversu mikil áhrif hefur spillingin á lífskjör almennings? Hvers konar samfélag væri hér ef við værum laus undan spillingunni? En við ræðum einnig verkalýðsbaráttu og stjórnmál almennt og hver markmið Ragnars eru. Hverju vill hann breyta og hvernig ætlar hann að fara að því? Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn
6/1/20222 hours, 7 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Þóroddur um byggðirnar

Þóroddur Bjarnason prófessor í félagsfræði kemur að Rauða borðinu í kvöld og ræðir byggðamál. Er einhver byggðastefna sem heitið getur rekin á Íslandi? Hver voru áhrif kvóta í landbúnaði og sjávarútvegi á byggðirnar, heilbrigðis- og menntakerfi? Hvaða áhrif mun fjórða iðnbyltingin hafa á byggðirnar? Er lausnin að bora fleiri jarðgöng, leggja ljósleiðara? Um þetta og margt fleira ræðum við við Þórodd í kvöld.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn
5/31/20221 hour, 31 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Guðmundur Hrafn um baráttuna

Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, kemur að Rauða borðinu í kvöld og ræðir baráttu hóps sem ekki hefur haft sterka rödd í samfélagsumræðunni. Við ræðum stöðu leigjenda en líka baráttu Guðmundar í tengslum við sjálfstæðisbaráttu Katalóníu, Hvalárvirkjun og frá þeim tíma að hann var formaður Íbúasamtaka Grafarvogs. Umhverfi, réttlæti, sjálfstæði og hagsmunabarátta.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn
5/30/20222 hours, 4 minutes
Episode Artwork

Ólafur Margeirsson um efnahaginn

Ólafur Margeirsson verður gestur Rauða borðsins í kvöld. Við ræðum um horfur í efnahagsmálum, verðbólgu, samdrátt í efnahagskerfi heimsins, hækkun hrávöru og hökt í alþjóðavæðingunni. Um krónuna og evruna og nútíma peningamálakenningu, um húsnæðismarkaðinn og um atvinnutryggingu.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn
5/25/20221 hour, 13 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

R-listinn

Við ræðum um R-listann við Rauða borðið í kvöld, sameiginlegt framboð Framsóknar, Alþýðuflokks, Alþýðubandalags, Nýs vettvangs og Kvennalista sem vann borgina í kosningunum 1994 og hélt henni í þrjú kjörtímabil. Hvaða fyrirbrigði var þetta og hvaða áhrif hafði R-listinn á Reykjavík og pólitíkina almennt? Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu fjórar konar sem sátu í borgarstjórn fyrir hönd R-listans eða störfuðu með honum með öðrum hætti: Sigrún Magnúsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Björk Vilhelmsdóttir.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn
5/23/202256 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Eftir kosningar

Við ræðum stjórnmálaástandið og heilsu stjórnmálaflokkanna að afloknum sveitastjórnarkosningum við Rauða borðið í kvöld. Hvernig hefur fjórflokkurinn það og nýrri flokkar. Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu Kristinn Már Ársælsson félagsfræðingur, Gísli Tryggvason lögfræðingur, Guðmundur Auðunsson hagfræðingur og Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn
5/16/20221 hour, 18 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Úttekt Stundarinnar á leigumarkaði

Við ræðum úttekt Stundarinnar á leigumarkaðnum við Rauða borðið í kvöld, en úttektin dregur vel fram okrið, braskið og ójafnvægið á markaðnum. Til að ræða úttektina og stöðuna koma að Rauða borðinu þau Margrét Marteinsdóttir blaðakona, Már Wolfgang Mixa lektor, Elín Ebba Ásmundsdóttir forstöðukona Hlutverkaseturs og Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn
5/11/20221 hour, 10 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Eftir bankasöluna

Við ræðum stjórnmálaástandið eftir bankasöluna og fyrir sveitarstjórnarkosningar í kvöld við Rauða borðið. Hver er staðan á flokkunum og forystufólkinu? Hver eru málefnin sem fólk er að taka afstöðu til þegar það verður haldinn einskonar aðalfundur í félögunum okkar á laugardaginn? Um hvað verður kosið?Til að spá og spekúlera um þetta mæta að Rauða borðinu þau Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri Fréttablaðsins, Snorri Másson fréttamaður á Stöð 2 og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrum blaða- og þingkona.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn
5/9/20221 hour, 16 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Dýrtíðin

Við ræðum verðbólguna við Rauða borðið í kvöld, vaxtahækkun Seðlabankans og afleiðingar hennar. Munu hærri stýrivextir slökkva á verðbólgunni? Eða valda fólki og fyrirtækjum skaða? Hvaðan kemur þessi verðbólgu og hvenær mun hún hverfa. Erum við að sigla inn í langt verðbólgutímabil, jafnvel samhliða efnahagslegum samdrætti í heiminum. Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu þau Róbert Farestveit hagfræðingur Alþýðusambandsins, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB, Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM og Sigurður Jóhannesson forstöðumaður Hagfræðastofnunar.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn
5/4/20221 hour, 6 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Afleiðingar bankasölunnar

Við ræðum um stjórnmálin og þjóðfélagið í kjölfar bankasölunnar. Hvað merkir það þegar stjórnvöld fara gegn vilja almennings í mikilvægu máli? Hefur það afleiðingar? Og hverjar þá? Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson xP og Helga Vala Helgadóttir xS og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur, sem bæði hafa talað á mótmælunum á Austurvelli á liðnum vikum. Þau velta fyrir sér hvort þjóðin muni læra að lifa við spillinguna eða stjórnvöld að starfa í takt við vilja og þol almennings.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn! 
5/3/20221 hour, 10 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Ólafur Þ. um breytt flokkakerfi

Ólafur Þ. Harðarson kemur að Rauða borðinu og ræðir stærð bankasölumálsins mælt í fylgistapi ríkisstjórnarflokkanna og minnkandi trausti á forystufólk þeirra. Hafa ráðherrarnir eyðilagt möguleika sinna flokka í sveitarstjórnarkosningunum? Auk þessa ræðum við um breytingarnar á flokkakerfinu frá aldamótum, einkum frá Hruni; áhrif faraldurs og spillingarmála á traust og hvernig flokkarnir hafa það; hverjir geta vaxið og hverjir þurfa að horfa upp á hrörnun fylgis.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
5/2/20221 hour, 28 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Stjórnmálaástandið

Við höldum áfram að ræða ástandið í pólitíkinni við Rauða borðið. Mun stjórnin springa? Mun Bjarni hætta? Munu stjórnarflokkarnir tapa í sveitarstjórnarkosningunum? Er hægt að vera í stjórn með Sjálfstæðisflokknum án þess að stórskaða sjálfan sig? Hafa mótmæli áhrif? Getur stjórn án trausts stjórnað? Eru fram undan formannsskipti í flokkum?Til að ræða þetta og fleira koma snjallir álitsgjafar að Rauða borðinu: Þórhildur Þorleifsdóttir, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir og Atli Þór Fanndal.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn
4/28/20221 hour, 19 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Stjórnarkreppa?

Við ræðum stjórnmálaástandið við Rauða borðið. Hvað er í gangi og hvernig mun þetta enda? Mun ríkisstjórnin falla, Bjarni eða Katrín? Hvað gerist þegar þjóðin vill eitt en ríkisstjórnin annað; hver ræður? Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu Mörður Árnason, Birgitta Jónsdóttir og Davíð Þór Jónsson og hjálpa okkur til að skilja.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn
4/27/20221 hour, 9 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Gylfi Magnússon: Efnahagur

Gylfi Magnússon prófessor kemur að Rauða borðinu og ræður straumhvörf í efnahagsmálum vegna fjármálahruns, faraldurs og stríðs í Evrópu. Hvað er framundan? verðbólga, samdráttur, bakslag í alþjóðaviðskiptum, hækkun orku, hráefna og fæðu? Hver verða áhrifin á Íslandi? Auk þess fjöllum við um lífeyrissjóðina, kvótakerfið, húsnæðiskerfið, bankakerfið … öll vondu kerfin okkar.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn
4/26/20221 hour, 30 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Húsnæðiskreppan

Við ræðum húsnæðismál, sem verða líklega mál málanna í sveitarstjórnarkosningunum eftir 19 daga. Við ætlum þó ekki að skoða stefnumál og loforð flokkanna að þessu sinni, gerum það síðar. Í kvöld ætlum við að skilja stöðuna og heyra hvaða lausnir eru í boði.Til að hjálpa okkur við þetta koma að Rauða borðinu þau Róbert Farestveit hagfræðingur Alþýðusambandsins, Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna, Rún Knútsdóttir lögfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Gunnsteinn R. Ómarsson skrifstofustjóri Sameyki og Lovísa Ósk Þrastardóttir yfirlögfræðingur hjá Umboðsmanni skuldara.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn
4/25/20221 hour, 7 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Ingibjörg Sólrún: Heimsmálin

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kemur að Rauða borðinu í kvöld og ræðir heimsmálin. Er alþjóðakerfið bilað eða brotið? Erum við að sigla inn í breytta heimsmynd? Meiri átök, fleiri stríð? Hvar á Ísland heima í slíkum heimi?Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn
4/20/20221 hour, 10 minutes
Episode Artwork

Er 2007 komið aftur?

Við ræðum um samfélagið í ljósi sölunnar á hlut almennings í Íslandsbanka við Rauða borðið. Er 2007 komið aftur? Eða fór það aldrei?Til að að ræða þetta koma að Rauða borðinu þau Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður, ráðherra og formaður BSRB, Marinó G. Njálsson, tölvunarfræðingur og einn af stofnendum Hagsmunasamtaka heimilanna, Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur og fyrrum þingkona Borgarahreyfingarinnar, og Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur og félagi í Attac Ísland.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn
4/19/20221 hour, 15 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Valur Ingimundarson: Öryggismál

Valur Ingimundarson prófessor í sagnfræði kemur að Rauða borðinu í kvöld og ræðir um öryggismál í Evrópu, frá því fyrir fall Sovétríkjanna fram yfir innrás Pútíns í Úkraínu. Búum við nú við meira óöryggi en í kalda stríðinu? Er núverandi ástand óhjákvæmilegt eða hefði mátt komast hjá því? Hvað er fram undan? Aukið stríð og minni friður? Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn
4/12/20221 hour, 14 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Þorvaldur Gylfason: Efnahagur og spilling

Þorvaldur Gylfason kemur að Rauða borðinu og ræðir efnahagsmál og spillingu í Rússlandi, Afríku og á Íslandi. Er óligarkismi á Íslandi, grefur spillingin undan þrótti efnahagslífsins og réttlæti samfélagsins? Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn
4/11/20221 hour, 6 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Salan á Íslandsbanka

Við ræðum söluna á Íslandsbanka við Rauða borðið í kvöld. Ásta Lóa Þórsdóttir þingkona og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, Benedikt Sigurðarson fyrrum skólastjóri, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur og einn af skipuleggjendum mótmæla á Austurvelli á laugardaginn. Hvað gerðist? Er það líðandi? Hvað getur almenningur gert?Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn 
4/7/20221 hour, 24 seconds
Episode Artwork

Oddný um stjórnmálin

Oddný Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar, fyrrum formaður flokksins og fjármálaráðherra sest við Rauða borðið og ræðir ástandið á Alþingi, átökin í stjórnmálunum og hvert samfélagið er að þróast. Erum við enn í eftirhrunsárastjórnmálunum eða erum við komin í nýjan kafla? Hver er framtíð Samfylkingarinnar, hver eru baráttumálin og hvernig ætlar flokkurinn að ná árangri?Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn 
4/5/20221 hour, 16 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Stríðstímar

Við Rauða borðið í kvöld ræðum við áfram sálir og samfélag á stríðstímum, ótta og ugg, eðli hins illa, vini og óvini, afmennskun og hrylling stríðs, samhug, samkennd og samstöðu, styrk og veikleika samfélags frammi fyrir erfiðleikum. Til að ræða þessi hvörf tímans koma að Rauða borðinu þau Gauti Kristmannsson prófessor í þýðingarfræðum, Eva Bjarnadóttir stjórnmálafræðingur, Anton Helgi Jónsson skáld og Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri Transparency International á Íslandi. Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn
4/4/20221 hour, 9 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Gylfi Zoega: Efnahagshorfur

Gylfi Zoega hagfræðiprófessor sest við Rauða borðið og ræðir efnahagslegar afleiðingar stríðs og refsiaðgerða á heimshagkerfið og okkar litla efnahagslíf. Hverju getum við átt von á, hvað eigum við óttast og hverju getum við varist? Mun langtíma lokun Rússlands breyta miklu? Munu Vesturlönd draga úr viðskiptum við Kína? Er lokið tímabili alþjóðavæðingar? Mun skella á okkur samdráttur, verðbólga, hækkun hrávöru? Munu aukin útgjöld til hervæðingar auka ójöfnuð. Og mun aukinn ójöfnuður skapa politískan óróa.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
3/30/20221 hour, 2 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

ESB eftir stríðið

Það verður rætt um ESB við Rauða Borðið í kvöld, ekki síst áhrif stríðsins í Úkraínu á sambandið og niðurstöðu leiðtogafundarins í dag. Við ræðum samstöðu innan ESB, hvað verði um átök milli norður og suðurs, austurs og vestur, hver verði samskiptin við Rússland, Tyrkland, viðbragðsher, vægi Bandaríkjanna í Evrópu, framtíð ESB og svo tengingu Íslands inn í bandalagið.  Til að ræða þessi mál koma þingkonurnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Kristrún Frostadóttir, Þorfinnur Ómarsson upplýsingastjóri EFTA í Brussel, Auðunn Arnórsson blaðamaður og stundakennari og Magnús Árni Skjöld Magnússon dósent á Bifröst.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
3/24/20221 hour, 1 minute, 21 seconds
Episode Artwork

Stefán Ólafsson: Lífskjör

Stefán Ólafsson kemur að Rauða borðinu í kvöld og ræðir um rannsóknir sínar á stöðu láglaunafólks, barnafólks, leigjenda, einstæðra foreldra og annara sem verða fyrir óréttlæti samfélagsins. Er öryggisnet samfélagsins að verða gisnara? Hvað veldur því að stuðningskerfin og endurgreiðslur út úr skattkerfinu hafa veikst? Hefur samfélagssáttmálinn brostið, um að verkefni ríkisins sé að lyft upp þeim sem verst standa? Var sá sáttmáli aldrei til? Þessum og öðrum spurningum mun Stefán leita svara við.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
3/23/20221 hour, 19 minutes
Episode Artwork

Ingimar Ingimarsson: Upphaf Pútíns

Ingimar Ingimarsson arkitekt stundaði viðskipti í Leningrad eftir hrun Sovét, eins og Pétursborg hét þá. Og þau sem voru í viðskiptum í borginni á þessum tíma gátu fátt gert nema með blessun fyrrum KGB-manna sem hreiðrað höfðu um sig í stjórnsýslu borgarinnar, kröfðust þóknunar fyrir öll viðvik og seldu fyrirtækjum öryggisþjónustu og vernd. Sá sem stýrði þessari starfsemi var Vladimir Pútín, sem Ingimar hitti oft bæði í selskap og vegna viðskipta. Pútín og klíkan í kringum hann náði síðar völdum í Rússlandi og stjórna landinu nú eins og þeir stýrðu glæpaklíkunni fyrir þrjátíu árum. Ingimar segir okkur þessa sögu við Rauða borðið í kvöld.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn! 
3/22/20221 hour, 8 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Stríðstímar

Við Rauða borðið í kvöld ræðum við áfram sálir og samfélag á stríðstímum, ótta og ugg, eðli hins illa, vini og óvini, afmennskun og hrylling stríðs, samhug, samkennd og samstöðu, styrk og veikleika samfélags frammi fyrir erfiðleikum. Til að ræða þessi hvörf tímans koma að Rauð’a borðinu þau Sigríður Guðmarsdóttir guðfræðingur, Guðmundur Ævar Oddsson félagsfræðingur, Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur, Berglind Rós Magnúsdóttir mennta- og uppeldisfræðingur og Auður Jónsdóttir rithöfundur.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
3/21/20221 hour, 29 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Pétur Gunnarsson: Heimshrun

Pétur Gunnarsson rithöfundur komst til vits og ára í kalda stríðinu miðju, var sautján ára þegar Leonid Breshnev tók við sem aðalritari sovéska kommúnistaflokksins. Óttinn um kjarnorkustyrjöld lá þá í loftinu og ógnarjafnvægið milli austur og vesturs mótuðu næstu áratugina, þar til múrinn féll þegar Pétur var 42 ára. Þá tók við nýtt tímabil sem nú hefur endað. Pétur verður 75 ára í sumar og horfir nú upp á heimshrun, ógnin sem tókst að einhverju leyti að halda í skefjum í kalda stríðinu virðist nú nær en nokkru sinni fyrr. Og bjargirnar færri og fjarlægari. Við förum í ferðalag með Pétri við Rauða borðið í kvöld, um heimsmálin um hans daga.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn! 
3/17/20221 hour, 7 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Verndar kvótinn fiskinn?

Við höldum áfram að skoða kvótakerfið við Rauða borðið. Nú er komið að spurningunni hvort kerfið hafa uppfyllt sitt helsta markmið, sem er að vernda og byggja upp fiskistofnana við landið? Hefur það verið raunin?  Um það ræða fiskifræðingarnir Jón Kristjánsson og Ólafur Sigurgeirsson, Sigurjón Þórðarson fyrrum þingmaður, Arthúr Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda og fyrrum sjómennirnir Sveinbjörn Jónsson og Ólafur Jónsson.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
3/16/20221 hour, 16 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Hinsegin barátta

Við Rauða borðið í kvöld ræðum við eina af stærri mannréttindabaráttu okkar tíma; baráttu samkynhneigðra, hinsegin og kynsegin fólks fyrir viðurkenningu og réttlæti. Hvaða sigrar hafa unnist og hver eru baráttumál dagsins og næstu ára? Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu þau Álfur Birkir Bjarnason nýkjörinn formaður Samtakanna 78, Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra samtakanna, Margrét Pála Ólafsdóttir leikskólakennari og Matthías Matthíasson sálfræðingur, sem bæði hafa verið formenn samtakanna og Einar Þór Jónsson, þroskaþjálfi og framkvæmdastjóri HIV Ísland.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
3/15/20221 hour, 3 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Stríðstímar

Við Rauða borðið í kvöld ræðum við sálir og samfélag á stríðstímum, ótta og ugg, eðli hins illa, vini og óvini, afmennskun og hrylling stríðs, samhug, samkennd og samstöðu, styrk og veikleika samfélags frammi fyrir erfiðleikum. Það verða því engir smáréttir á Rauða borðinu þetta kvöldið. Til að ræða hin stóru mál koma Sólveig Anna Bóasdóttir prófessor í guðfræði, Rósa Björk Brynjólfsdóttir stjórnmálakona, Ásmundur Ásmundsson myndlistarmaður og Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
3/14/20221 hour, 14 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Jón Ólafsson: Rússland

Jón Ólafsson prófessor í heimspeki sest við Rauða borðið og kvöld og segir frá Rússlandi á liðnum áratugum; ferðalagi þessa samfélags í gegnum Sovét, hrun, nýfrjálshyggju, hrun og Pútínárin. Hvað er að Rússlandi? Getur það læknast? Verður Rússland bráðlega samfélag líkt og samfélögin á Vesturlöndum eru eða alltaf eitthvað öðruvísi? Hvernig getur eitthvað gott komið út úr þessu hryllilega stríði fyrir Rússa?Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn! 
3/10/20221 hour, 30 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Verstöðin: Saga Samherja

Við höldum áfram að fjalla um kvótakerfið við Rauða borðið. Nú er komið að sögu Samherja, auðhrings sem varð til innan kerfisins og óx á eiginleikum þess. Við munum stikla á stóru: Ólafur Jónsson skipstjóri mun segja frá skipstjórakvóta Samherja, Tryggvi Harðarson fyrrum sveitarstjóri frá sölu á Bæjarútgerð Hafnarfjarðar til Samherja, Sigurður Pétursson sagnfræðingur mun segja frá Guggunni og áhrifum sölunnar á Ísafjörð, Benedikt Sigurðarson mun segja frá vexti Samherja á Eyjafjarðarsvæðinu, Bergsveinn Birgisson rithöfundur segir frá yfirtöku Samherja á skipi föður hans Arinbirni RE, Þórður Snær Júlíusson mun gefa mynd af innrás Samherja í aðrar atvinnugreinar hérlendis og Aðalsteinn Kjartansson af útrás Samherja til annarra landa, allt suður til Namibíu. Það verður sögustund við Rauða borðið í kvöld, saga átaka, auðs og valda.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
3/9/20221 hour, 4 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Barátta kvenna

Við Rauða borðið þann 8. mars ræðum við kvennabaráttuna. Hvernig hefur hún það? Hver eru brýnustu verkefnin framundan? Til að draga upp mynd af stöðunni og benda til framtíðar koma að Rauða borðinu sex konur: Hlín Agnarsdóttir leikstjóri og rithöfundur, Agnieszka Sokolowska þýðandi, Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir aktívisti og félagi í Öfgum, Lea María Lemarquis formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, Gyða Margrét Pétursdóttir prófessor í kynjafræði og Margrét Pétursdóttir verkakona.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn! 
3/8/20221 hour, 9 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Á stríðstímum

Við Rauða borðið í kvöld ræðum við sálir og samfélag á stríðstímum, ótta og ugg, eðli hins illa, vini og óvini, afmennskun og hrylling stríðs, samhug, samkennd og samstöðu, styrk og veikleika samfélags frammi fyrir erfiðleikum. Það verða því engir smáréttir á Rauða borðinu þetta kvöldið.  Til að ræða hin stóru mál koma Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona, Eyja Margrét Brynjarsdóttir prófessor í heimspeki, Benedikt Erlingsson leikstjóri, Finnur Dellsén prófessor í heimspeki og Þorsteinn Siglaugsson hagfræðingur.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
3/7/20221 hour, 11 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Stríðstímar

Þegar vika er liðin frá innrás rússneska hersins í Úkraínu sökkva þessi ótíðindi inn, fólk áttar sig á að líklega er engan góðan enda á finna á þessum hörmungum. Um samfélögin fara stríðsæsingar, hervæðing magnast og það er sem heimurinn ætli að mæta framtíðinni undir alvæpni. Hvað eru þessi átök að afhjúpa? Sýna þau veikleika okkar eða styrk? Um þetta ræðum við við Rauða borðið í kvöld við Birgi Þórarinsson aka Bigga veiru tónlistarmann, Birgittu Jónsdóttur aktívista og fyrrum þingskáld og Ólaf Gíslason listfræðing.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
3/3/20221 hour, 8 minutes
Episode Artwork

Verstöðin: Áhrif kvóta á sjávarbyggðir

Við höldum áfram að ræða kvótakerfið við Rauða borðið. Nú er komið að áhrifum kvótans á sjávarbyggðir. Sumar byggðir hafa dregið til sín kvóta en aðrar misst hann frá sér. Hvaða áhrif hefur þetta haft á fólk og samfélag? Er þetta nauðsynleg þróun til að auka skilvirkni, hagkvæmni og þjóðhagslegan ábata eða kannski þveröfugt; þróun sem leiðir til sóunar, óhagkvæmni og minni ábata.  Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu Unnur Dís Skaptadóttir prófessor í mannfræði, Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar á Húsavík, Sveinbjörn Jónsson fyrrverandi sjómaður, Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda og fyrrum þingmennirnir Ólína Þorvarðardóttir og Sigurjón Þórðarson.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
3/2/20221 hour, 20 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Jón Ormur

Jón Ormur Halldórsson kemur að Rauða borðinu og ræðir heimsmálin á hættutímum. Hvað gerðist í Úkraínu og hvers vegna, hvað mun gerast og hverjar verða afleiðingarnar? Er líklegt að stjórnarskipti verði í Rússlandi? Mun innrásin styrkja Nató eða veikja? Þolir Evrópusambandið stækkun? Mun ástandið efla Kína? Hver verða áhrifin í öðrum heimshlutum? Erum við að sigla inn í aukna hervæðingu, fleiri átök? Við ætlum sem sé í kringum hnöttinn með Jóni Ormi á minna en áttatíu mínútum.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn! 
3/1/20221 hour, 15 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Úkraína

Við ræðum innrás rússneska hersins í Úkraínu, orsök og afleiðingar. Getur eitthvað komið út þessu annað en botnlausar hörmungar? Munu átökin stigmagnast, refsiaðgerðir og hefndir? Mun þetta ástand breyta heimsmyndinni, valdahlutföllum í heiminum? Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu Hilmar Þór Hilmarsson prófessor við Háskólann á Akureyri, Helgi Steinar Gunnlaugsson stjórnmálafræðingur menntaður í Kína, Valur Gunnarsson rithöfundur sem búið hefur í Úkraínu, Victoria Bakshina, málvísindafræðingur og kennari og Guttormur Þorsteinsson, formaður hernaðarandstæðinga.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
2/28/20221 hour, 7 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Eftir cóvid

Að Rauða borðinu í kvöld kemur fólk sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda út frá ýmsum sjónarmiðum. Í hverju fólst sú gagnrýni? Gengu stjórnvöld of langt og brutu þau gegn borgurunum? Hver verða áhrifin af þessum aðgerðum? Eru þau varanleg, tapaðist eitthvað í kórónafaraldrinum. Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu Anna Tara Andrésdóttir tónlistarkona, Svala Magnea Ásdísardóttir blaðamaður, Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur og Þorsteinn Siglaugsson hagfræðingur.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
2/24/20221 hour, 13 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Verstöðin: Svindl í sjávarútvegi

Við ræðum víðtækt, rótgróið og alvarlegt svindl innan kvótakerfisins við Rauða borðið í kvöld; allt frá fiski sem er kastað fyrir borð, í gegnum svindl á vigt og sölu á undirvirði, gengum faktúrufölsun, skattsvik, undanskot frá launum, að földu fé í aflöndum, mútur og peningaþvætti. Hefur kvótakerfið magnað upp spillingu í sjávarútvegi? Var sú mynd sem Kveiksþættirnir um Samherja afhjúpuðu raunsönn mynd af íslenskri stórútgerð?  Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu Sigurjón Þórðarson fyrrum þingmaður, Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, Arnar Atlason formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, Kári Jónsson sjómaður, Benedikt Bjarnason fyrrum starfsmaður Fiskistofu, Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður og Þorvaldur Gylfason hagfræðingur.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
2/23/20221 hour, 15 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Frjótt ríkisvald og geldir markaðir

Við höldum áfram að fjalla um hugmyndir í hagfræði sem hafa haft mikil og mótandi áhrif á samfélagsumræðuna. Og gerum það út frá kvenhagfræðingum, sem fyrr. Röðin er komin að Marianu Mazzucato hefur hrist upp í hugmyndum fólks um hlutverk ríkisvaldsins með rannsóknum sínum á markaðsbrestum, rentusókn fjármálakerfisins, nýsköpun innan hins opinbera og fleiri þátta. Mariana Mazzucato er tvímælalaust meðal mest spennandi hugsuða samtímans.  Til að ræða hana, kenningar hennar og áhrif koma að Rauða borðinu Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur, Jóhann Páll Jóhannsson stjórnmálafræðingur og þingmaður, Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og þingkona og Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
2/22/20221 hour, 10 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Blaðamennska undir pressu

Við Rauða borðið ræðum við atburði síðustu daga, þegar lögreglustjórinn á Akureyri hefur rannsókn á blaðamönnum sem fjallað hafa um Samherjamálið. Hvað er að gerast? Skiptir máli að lögreglustjóri er innmúruð og innvígð Sjálfstæðisflokkskona? Er verið að þrengja að frelsi fjölmiðla eða hefur þetta alltaf verið svona? Er þetta sérstaklega slæmt hérlendis eða er frjáls blaðamennska í vörn um allan heim.  Til að ræða þetta mæta við Rauða borðið þaulvanir blaðamenn: Aðalsteinn Kjartansson, Atli Þór Fanndal, Kristinn Hrafnsson, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn! 
2/17/20221 hour, 21 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Nútíma peningamálastefna

Það er komið að Stephanie Kelton og nútíma peningastefnu í ferð okkar um áhrifamestu hagfræðinga samtímans. Nútíma peningastefna, Modern Monetary Theory MMT, er stefnt gegn ríkjandi peningamálastefnu sem hefur verið ríkjandi síðustu fjörutíu árin og hefur haft mikil áhrif á efnahagsaðgerðir stjórnvalda og Seðlabanka vegna kórónusamdráttarins. Sumir segja til góðs, aðrir segja að vaxandi verðbólga sé einmitt afleiðing af MMT.  Til að ræða Stephanie Kelton og nútíma peningastefnu koma að Rauða borðinu Ólafur Margeirsson hagfræðingur sem mikið hefur ritað um MMT, Oddný Helgadóttir stjórnmálafræðingur sem einkum hefur rannsakað hagsögu, Ásgeir Brynjar Torfason, hagfræðingur sem rannsakað hefur Seðlabanka, og Jökull Sólberg Auðunsson, áhugamaður um hagfræði.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
2/16/20221 hour, 15 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Kosningavaka - Baráttan um Eflingu

Við Rauða borðið í kvöld verður kosningavaka í tilefni af kosningunum í Eflingu. Fjöldi gesta kemur við og metur stöðuna fyrir og eftir að úrslit berast. Rætt verður við formannsefni listanna, Guðmundur Baldursson, Ólöf Helga Adolfsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir meta stöðuna eftir kosningabaráttuna og koma síðan með viðbrögð við úrslitunum. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur, Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur og höfundur sögu Dagsbrúnar og Pétur Tyrfingsson sálfræðingur og fyrrum Dagsbrúnarfélagi ræða um kosningar og átakasögu verkalýðshreyfingarinnar. Fólk úr verkalýðshreyfingunni mætir og metur mikilvægi þessara kosninga; t.d. Ragnar Þór Ingólfsson, Vilhjálmur Birgisson, Helga Ingólfsdóttir og fleiri.Fólk sem tók þátt í baráttu fyrir kosningar reka inn nefið, t.d. Kolbrún Valvesdóttir, Sigurður H. Einarsson o.fl. Þá spá í spilin fólk sem hefur fylgst með átökunum undanfarnar vikur og mánuði, t.d. Steinunn Olina Thorsteinsdottir, Andri Sigurðsson, Jökull Sólberg Auðunsson o.fl. Rætt verður við Agnieszka Sokolowska um mikilvægi þessara kosninga fyrir pólska samfélagið. Og þetta er bara hluti dagskrárinnar. Allt sem þið viljið vita um verkalýðsbaráttu og Eflingu, kosningarnar og áhrif þeirra, verður reifað við Rauða borðið í kvöld. Úrslit verða svo kynnt þegar þau liggja fyrir.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
2/15/20223 hours, 30 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Heilbrigðiskerfið

Að Rauða borðinu kemur starfsfólk úr heilbrigðiskerfinu og ræðir einmitt það kerfi. Er það gott, að versna eða batna. Og hvað er þá gott og hvað þarf að laga? Er vandinn peningar, stjórnun, rekstrarform, mannúð, völd, stefna eða hvað?  Til að ræða málin koma að Rauða borðinu læknarnir Árni Johnsen, Ragnar Freyr Ingvarsson, Súsanna Björg Ástvaldsdóttir og Theódór Skúli Sigurðsson; Unnur Berglind Friðriksdóttir ljósmóðir og formaður Ljósmæðrafélagsins og Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir krabbameinshjúkrunarfræðingur og aðjúnkt við hjúkrunarfræðideild háskólans.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
2/14/20221 hour, 9 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Rússarnir koma

Við ræðum um Rússland við Rauða borðið í kvöld. Hvers konar samfélag er þar eftir hrun Sovétríkjanna, byltingu nýfrjálshyggjunnar, ólígarkaveldið og undir Pútín? Stendur okkur ógn af Rússlandi? Er þetta stórveldi eða veikt ríki með of háar hugmyndir um sjálfa sig. Til að ræða þetta og fræða okkur um Rússland koma að Rauða borðinu Victoria Bakshina málvísindafræðingur og kennari, Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, Valur Gunnarsson sagnfræðingur og rithöfundur og Natasha Stolyarova skáld og þýðandi.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
2/10/20221 hour, 14 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Baráttan um Eflingu

Við Rauða borðið í kvöld setjast þau sem vilja verða formenn Eflingar, Guðmundur Baldursson, Ólöf Helga Adolfsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir og ræða stöðu láglaunafólks og baráttuaðferðir til að bæta stöðuna. Hver eru helstu baráttumálin? Hverjir eru bandamenn og hverjir óvinir? Það verður sullandi stéttabarátta við Rauða borðið í kvöld. Þau sem vilja spyrja formannsefnin geta sett spurningar sínar við þennan þráð.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
2/9/20221 hour, 18 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Hagfræði kleinuhringsins

Næstu þriðjudagskvöld munum við ræða kvennhagfræðinga sem hafa haft mikil áhrif á hugmyndir um hagfræði, efnahagsmál, ríkisfjármál og markaði: Kate Raworth, Stephanie Kelton og Mariana Mazzucato. Við byrjum á Kate Raworth og kleinuhringshagfræði hennar, þar sem leitað er jafnvægis milli sókn mannsins eftir lífsgæðum og marka  jarðar og umhverfis. Til að ræða þetta koma hagfræðingarnir Ólafur Margeirsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Daði Már Kristófersson, Steinunn Bragadóttir og Ásgeir Brynjar Torfason, auk Jóns Guðmundssonar plöntulíffræðingur og lektors við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
2/8/20221 hour, 7 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Andstaðan

Stjórnarandstaðan á þingi mætir að Rauða borðinu í kvöld og segir okkur hvað betur mætti fara hjá ríkisstjórninni. Hvað er að stefnunni í húsnæðismálum, heilbrigðismálum, innviðum og ríkisfjármálum? Hvernig mun ríkisstjórnin skila samfélaginu af sér; hver munu hafa það betra og hverjir verra? Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata, Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
2/7/20221 hour, 15 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Verbúðin Ísland

Við ræðum verbúðina Ísland við Rauða borðið, hvernig kvótakerfið hefur mótað samfélag og sjávarútveg í tilefni af sýningum á Verbúðinni í Ríkisútvarpinu. Að borðinu koma menn sem gagnrýnt hafa kvótakerfið áratugum saman: Arthúr Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda, Arnar Atlason, formaður Sam­taka fisk­fram­leiðenda og út­flytj­enda, Jón Kristjánsson fiskifræðingur, Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna og Ólafur Jónsson skipstjóri.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
2/3/20221 hour, 11 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Fólkið í Eflingu

Við Rauða borðið í kvöld ræðum við um stöðu láglaunafólks við fólkið í Eflingu, almenna félagsmenn. Hvernig upplifir láglaunafólk stöðu sína í samfélaginu, fjárhagslega stöðu og stöðu í umræðunni? Er almennt gengið út frá hagsmunum hinna láglaunuðu, þeirra sem vinna erfiðustu störfin fyrir lægstu launin. Að Rauða borðinu koma Sturla Freyr Magnússon, Kristjana Brynjólfsdóttir og Davíð Clausen Pétursson.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
2/2/202243 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Einkavæðing umræðunnar

Við Rauða borðið í kvöld ræðum við um áhrif auðvalds á hinn almenna umræðuvettvang blaðamennskunnar og á háskóla- og fræðisamfélagið, tvær stoðir hins borgaralega opna og lýðræðislega samfélags síðustu aldar. Hafa orðið breytingar þarna á tímum nýfrjálshyggjunnar, er hin almenna þekkingaröflun og hinn almenni umræðuvettvangur að gefa eftir; er hann keyptur, gleyptur eða þrengdur. Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu Bjarni Kristófer Kristjánsson prófessor á Hólum, Helgi Seljan rannsóknarritstjóri á Stundinni, Kristinn Már Ársælsson aðstoðarprófessor Duke háskólanum í Kunshan í Kína og Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn! 
2/1/20221 hour, 19 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Ung pólitík

Að Rauða borðinu kemur ungt fólk úr pólitík og hagsmunabaráttu ungs fólk og ræðir einmitt það; pólitík og hagsmunabaráttu ungs fólk. Við borðið sitja Katrín Björk Kristjánsdóttir formaður Röskvu, Gundega Jaunlinina formaður UNG-ASÍ, Huginn Þór Jóhannsson ungur Pírati, Bjarki Þór Grönfeldt ungur Vinstri grænn, Ólafur Kjaran Árnason ungur Samfylkingarmaður og Kristbjörg Eva Andersen Ramos ungur Sósíalisti.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
1/31/20221 hour, 2 minutes
Episode Artwork

Dagsbrún mannkyns

Við Rauða borðið í kvöld ræðum við bók mannfræðinmgsins David Graeber og fornleifafræðingsins David Wengrow The Dawn of Everything: A New History of Humanity þar sem þeir reyna að færa rök fyrir því að samkennd hafi fært mannkyninu meiri blessun en samkeppni, samstaða og samvinna fremur en vilji einstaklingsins til að bæta sinn persónulega hag.  Til að ræða þetta kemur hópur lærðra og leika að Rauða borðinu: Héðinn Unnsteinsson stefnumótunarfræðingur, Kristján Þór Sigurðsson mannfræðingur, Halldór Armand Ásgeirsson lögfræðingur og rithöfundur, Lárus Ýmir Óskarsson leikstjóri, Tjörvi Schiöth háskólanemi og Þórarinn Hjartarson podcastari.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
1/20/20221 hour, 15 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Verkamannabústaðirnir

Við ræðum um verkamannabústaði við fólk sem hefur reynslu af þessu kerfi, sem Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eyðilögðu stuttu fyrir aldamót. Hvernig var að alast upp í verkamannabústöðum, kaupa þar sem ungt fólk og búa þar sem verkamannabústaðirnir voru stofninn í hverfunum? Til að ræða þetta koma þau Albert Einarsson, Heiða Rúnarsdóttir, Reinhold Richter, Þórir Gíslason og Þuríður Herdís Sveinsdóttir, sem hafa reynslu af verkamannabústaðahverfinu sem börn og fullorðið fólk, í Reykjavík og úti á landi.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
1/19/202255 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Skólar og peningar

Við Rauða borðið verður farið yfir áhrif markaðshugsunar og nýfrjálshyggju á menntakerfið. Af hverju er samkeppni grunn- og framhaldsskóla um nemendur og kennara ekki endilega af hinu góða? Hvaða merki sjáum við um markaðsvæðingu menntunar hérlendis? Hver er tilgangur menntunar? Hvaða áhrif hefur markaðsvæðing menntunar á kynjajafnrétti? Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu Auður Magndís Auðardóttir nýdoktor við menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Gunnlaugur Magnússon aðstoðar-prófessor við Uppsalaháskóla og Magnús Þór Jónsson, nýkjörinn formaður Kennarasambandsins.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
1/18/20221 hour, 3 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Þjóðhagsráðið: Hver er stefnan?

Við ræðum fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar við Rauða borðið mánudagskvöldið 17. janúar eins og hún birtist í málefnasamningi, fjármálastefnu og fjárlögum. Erum við að sigla inn í uppbyggingartímabil eða niðurskurð? Hverju getur eftirlaunafólk og öryrkjar búist við á næstu misserum? Munu barnabætur og vaxtabætur halda áfram að hrörna? Stendur til að skattleggja hin ríku? Til að ræða þetta mæta að Rauða borðinu hagfræðingar verkalýðshreyfingarinnar: Sigríður Ingibjörg Ingadóttir frá BSRB og Róbert Farestveit frá Alþýðusambandinu, auk fastagesta Þjóðhagsráðs Rauða borðsins Ásgeirs Brynjars Torfasonar. Kristrún Frostadóttir þingkona forfallaðist úr þætti kvöldsins.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
1/17/20221 hour, 15 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Hin grimma fátækt

Við ræðum fátækt við Rauða borðið í kvöld. Hvaðan kemur fátæktin, hverja nær hún að bíta og buga, hvaða ráð eru til að halda henni niðri og hvers vegna er það ekki gert? Til að ræða þetta koma að borðinu konur sem allar hafa kynnst fátækt: Birna Kristín Sigurjónsdóttir, Geirdís Hanna EllýogKristjánsdóttir, Hildur Oddsdóttir, Laufey Líndal Ólafsdóttir og Sigurgyða Þrastardóttir. Þá ræðum við líka við Kolbein H. Stefánsson, sem manna mest hefur rannsakað fátækt á.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
1/13/20221 hour, 2 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Grín og alvara

Við Rauða borðið verður rætt um grín. Er grín nauðsynlegt fyrir samfélagið? Hverjum er gert grín að og hverjum ekki? Breytist grín eftir tíðaranda og því hverjir fara með völd í samfélaginu. Mátti eitthvað áður sem er illa séð nú? Til að ræða þetta mæta að Rauða borðinu fólk sem hefur grínast: Karl Ágúst Úlfsson, Saga Garðarsdóttir, Þórhallur Þórhallsson, Hugleikur Dagsson og Jakob Birgisson.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
1/12/202254 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Formannskjör í Eflingu

Efling er langstærsta verkalýðsfélag láglaunafólks á landinu. Þar standa fyrir dyrum formannskosningar sem munu marka stefnuna félagsins næstu tvö árin. Fyrsti kafli þessa kjörs er einskonar prófkjör um hver mun leiða A-lista trúnaðarráðs en til þess hafa tveir stjórnarmenn boðið sig fram: Guðmundur Baldursson og Ólöf Helga Adolfsdóttir. Þau koma að Rauða borðinu og ræða sig, hugsjónir sínar og baráttu, hvert Efling á að stefna og um stöðu félagsins í endurreisn verkalýðsbaráttunnar.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
1/11/202256 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Öfgar og ofbeldi

Við ræðum hina löngu baráttu gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi við Rauða borðið í kvöld. Að því koma Tanja M. Ísfjörð Magnúsdóttir og Hulda Hrund Sigmundsdóttir frá Öfgum, Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri Stundarinnar, Gyða Margrét Pétursdóttir prófessor í kynjafræði og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Írak. Eru straumhvörf að verða í þessum málum, mögulega sigur í augnsýn. Eða mun andstæðingurinn ná vopnum sínum og snúast til varna.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
1/10/20221 hour, 10 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Áramót á rauðu ljósi III

Við Rauða borðið er rætt um tímamót milli jóla og nýárs eins og er til siðs; í kvöld verður síðasti þátturinn af þremur. Fyrst var þráðurinn um úr sér gegnar sögurnar sem lifum innan og þörfina fyrir nýjar, um stjórnmál sem selja ótta en enga framtíð. Í öðrum þætti var umræðan þrædd upp á þráð um Við og Ég, hvers vegna Við-ið okkar væri svo veikt en Ég-ið svo hávaðasamt. Hver verður þráðurinn í kvöld? Kannski um mennskuna og dýrið, vélina og lífið?Til að ræða tímamót og áramót á fimmtudagskvöldi koma að Rauða borðinu þau Anita Da Silva Bjarnadóttir, varaformaður Samtaka leigjenda, Erpur Eyvindarson rappari, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir femínskur aðgerðarsinni, Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður, Unnur María Máney Bergsveinsdóttir sagnfræðingur og sirkuslistakona og Viðar Þorsteinsson heimspekingur og fyrrum framkvæmdastjóri Eflingar.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
12/30/20211 hour, 45 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Áramót á rauðu ljósi II

Við Rauða borðið er rætt um tímamót milli jóla og nýárs eins og er til siðs; í kvöld verður annar þátturinn af þremur. Það er allt undir: Hver erum við, hvaðan komum við, hvert förum við? Hvað kom fyrir okkur, munum við jafn okkur, læra eitthvað, skána eða versna? Og hvað er fram undan? Meira af því sama eða algjör umpólun og straumhvörf, eitthvað nýtt og fallegt eða bara eitthvað grátt og gamalt. Til að ræða þetta á miðvikudagskvöldoi koma að Rauða borðinu þau: Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins, Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur, Helga Vala Helgadóttir þingkona, Héðinn Unnsteinsson formaður Geðhjálpar, Natasha Stolyarova þýðandi, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir leikstjóri og uppistandari, Þórður Snær Júlíusson ritstjóri og Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
12/29/20211 hour, 42 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Áramót á rauðu ljósi

Rauða borð kvöldsins er óvenju veglegt. Það verður rætt um tímamót milli jóla og nýárs; hvaðan komum við og hvert förum við, hvað lærðum við og hvað alls ekki, hverju þurfum við að breyta, hvað að styrkja og hvað nauðsynlega að losna við? Og erum við fólk til þessa, í réttu hugarástandi, með skýra sýn og styrka hönd? Eða tilheyrum við kexruglaðri menningu og samfélagi sem er óhæft til að skynja aðalatriði nokkurs máls? Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu þau: Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur, Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, Halla Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, Jasmina Vajzović Crnac verkefnastjóri í fjölmenningu, Ólafur Margeirsson hagfræðingur, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn! 
12/28/20212 hours, 2 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Barátta Harðar

Við höldum áfram að ræða við baráttufólk á aðventunni við Rauða borðið. Nú er komið að Herði Torfasyni leikara og söngvaskáldi, en líf hans allt er mótað af baráttu fyrir réttlæti. Hann ræðir við Gunnar Smára um hvaða áhrif þessi barátta hefur haft á samfélagið og Hörð sjálfan en einnig um hvaða aðgerðir reynast aðgerðasinnum best og hvaðan þeir sækja umboð sitt til aðgerða.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
12/21/20211 hour, 7 minutes
Episode Artwork

Réttlætisbarátta Ragnars

Við höldum áfram að ræða við baráttufólk á aðventunni við Rauða borðið. Nú er komið að Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni sem hefur áratugum saman tekið þátt í baráttu fyrir félagslegum réttindum og mannréttinum hinna fátæku, undirokuðu og jaðarsettu. Í spjalli við Gunnar Smára mun hann rekja þessa baráttu, viðhorf sín til dómskerfis og stjórnvalda og velta fyrir sér hvers vegna réttur margra er svo veikur á meðan réttur hinna fáu eru svo sterkur og ráðandi.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
12/20/20211 hour, 1 minute, 15 seconds
Episode Artwork

Sema Erla

Sema Erla Serdar hefur lengi staðið lengi í baráttu gegn útlendingaandúð og rasisma á allskyns vettvangi, skipulögðum og sjálfsprottnum. Hún sest við Rauða borðið í kvöld og segir baráttusögu sína , metur árangur og álag, sigra og óunnin verk. Sema Erla mun ásamt öðrum aðgerðasinnum taka þátt í námskeiði Sósíalísku menntakommúnunnar eftir áramót, námskeiði sem er einskonar masterclass fyrir aðgerðarsinna og þau sem vilja beita sér meira í samfélaginu.Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
12/16/20211 hour, 8 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Blessuð ríkisfjármálin

Að Rauða borðinu koma hagfræðingarnir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Ásgeir Brynjar Torfason og Kristrún Frostadóttir og ræða fjárlögin fyrir 2022, fjáraukalög fyrir 2021 og fjármálaáætlun næstu ára, ekki síst í samhengi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Má lesa stefnu fyrir ríkisfjármálin út úr þessu? Hvert erum við að fara og hvaða hagsmunir ráða för? Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
12/15/20211 hour, 26 seconds
Episode Artwork

Listræn pólitík

Að Rauða borðinu koma Eydís Blöndal skáld, María Thelma Smáradóttir leikkona, Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur og Nína Hjálmarsdóttir sviðlistakona og gagnrýnandi. Þau ætla að ræða lífið, listin, pólitíkin og samfélagið, sem segja að sé allt og ekkert og allt þar á milli. Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
12/14/202150 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Aðgerðasinninn Sóley

Sóley Tómasdóttir hefur lengi staðið í femínski baráttu á allskyns vettvangi, skipulögðum og sjálfsprottnum. Hún sest við Rauða borðið í kvöld og segir baráttusögu sína, metur árangur og álag, sigra og óunnin verk. Sóley mun ásamt öðrum aðgerðasinnum taka þátt í námskeiði Sósíalísku menntakommúnunnar eftir áramót, námskeiði sem er einskonar masterclass fyrir aðgerðarsinna og þau sem vilja beita sér meira í samfélaginu. Samstöðin á FacebookSamstöðin á YouTubeSamstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
12/13/20211 hour
Episode Artwork

Hvað vill Villi?

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akranes, sest við Rauða borðið í kvöld og ræður sýn sína og áherslur. Vextir, stóriðja, kvóti, verkalýðsbarátta og margt fleira kemur við sögu. Hver er staðan á verkalýðshreyfingunni? En stjórnmálunum? Hversu hörð verða átökin á næsta ári? Samstöðin á Facebook Samstöðin á YouTube Samstöðin á vefnumAlþýðufélagið styrkir Samstöðina. Alþýðufélagið hefur það markmið að auðga og bæta umræðu í samfélaginu. Allir geta gengið í Alþýðufélagið og styrkt þar með efni og útbreiðslu Samstöðvarinnar. Takk fyrir stuðninginn!
12/9/20211 hour, 6 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Geðraskanir og fíkn

Að Rauða borðinu koma Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, og Einar Hermannsson, formaður SÁÁ og ræða stöðu fólks með geðraskanir og fíknisjúkdóma. Þessir sjúkdómar hafa keyrt margt fólk niður í fátækt og út á jaðar samfélagsins vegna fordóma og skilningsleysi. Þessir hópar hafa þurft að sækja hart á stjórnvöld til að njóta eðlilegs stuðnings. Hver er staðan í réttindabaráttu fólks með geðraskanir og fíknisjúkdóma? Það kemur í ljós við Rauða borðið. Samstöðin á Facebook:https://www.facebook.com/samstodin Samstöðin á YouTube:https://www.youtube.com/c/Samstöðin Samstöðin á vefnum: https://samstodin.is
12/8/202154 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

Hrörnandi barnabætur

Stefán Ólafsson, prófessor og sérfræðingur á skrifstofu Eflingar, hefur borið saman barnabætur hér og í helstu nágrannalöndum og hvernig bæturnar hafa þróast yfir lengri tíma. Niðurstaðan er að barnabætur eru hér lægri en víðast annars staðar og kerfið er að versna. Um þetta ræðir hann við Gunnar Smára við Rauða borðið í kvöld, um stuðning stjórnvalda við börn og barnafjölskyldur. Samstöðin á Facebook: https://www.facebook.com/samstodin Samstöðin á YouTube: https://www.youtube.com/c/Samstöðin Samstöðin á vefnum: https://samstodin.is
12/7/202134 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Stjórnarandstaðan á þingi

Að Rauða borðinu koma þingkonurnar Ásta Lóa Þórsdóttir í Flokki fólksins, Halldóra Mogensen Pírati og Oddný Harðardóttir Samfylkingarkona og ræða upphaf þings, nýja ríkisstjórn, markmið stjórnarandstöðunnar, drög að fjárlagafrumvarpi, hver sé stóru málin í samfélaginu og margt annað. Samstöðin á Facebook: https://www.facebook.com/samstodin Samstöðin á YouTube: https://www.youtube.com/c/Samstöðin Samstöðin á vefnum: https://samstodin.is
12/6/202157 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Spilafíklar & öryrkjar

Að Rauða borðinu koma tvær baráttukonur; Alma Björk Blöndal Hafsteinsdóttir, sem leitt hefur baráttu spilafíkla gegn spilasölum sem Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg reka, og Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Fyrir báðum er endurnýjuð ríkisstjórn viss kaflaskil; við hverju búast þær af nýjum ráðherrum þessara málaflokka? Hvernig er að heyja baráttu fyrir þá hópa sem veikast standa og þola þurfa mesta fordóma af þeim sem stjórna landinu? Samstöðin á Facebook: https://www.facebook.com/samstodin Samstöðin á YouTube: https://www.youtube.com/c/Samstöðin Samstöðin á vefnum: https://samstodin.is
12/2/202144 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Lífið listin og pólitíkin

Að Rauða borðinu í kvöld koma þau Natasha Stolyarova, þýðandi og ritstjóri ljóðasafns innflytjenda á Íslandi, Pólifónía af erlendum uppruna; Auður Jónsdóttir rithöfundur, Bragi Páll Sigurðsson, sem líka er rithöfundur, en þau tvö eru líka mikilvirkir pistlahöfundar; Mikael Torfason sem er rithöfundur og líka blaðamaður; og Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur og aktivisti. Umræðuefni er erindi listarinnar inn í samfélagið, pólitísk list og listin í pólitíkinni, en líka pólitíkin í lífinu. Samstöðin á Facebook: https://www.facebook.com/samstodin Samstöðin á YouTube: https://www.youtube.com/c/Samstöðin Samstöðin á vefnum: https://samstodin.is
12/1/20211 hour, 18 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Vextir og verðbólga

Gylfi Zoega hagfræðingur kemur að Rauða borðinu og ræðir vexti og verðbólgu, húsnæðisverð, innflutta verðbólgu og heimasmíðaða við Gunnar Smára og hagfræðingana Ásgeir Brynjar Torfason og Ólaf Margeirsson. Samstöðin á Facebook: https://www.facebook.com/samstodin Samstöðin á YouTube: https://www.youtube.com/c/Samstöðin Samstöðin á vefnum: https://samstodin.is
11/30/20211 hour, 16 seconds
Episode Artwork

Uppbygging og niðurbrot húsnæðiskerfa

Jón Rúnar Sveinsson, félagsfræðingur og helsti sérfræðingur landsins um sögu húsnæðiskerfsins, Benedikt Sigurðarson, fyrrum framkvæmdastjóri íbúðafélagsins Búfesti, og Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson, stjórnarmenn í Samtökum leigjenda ræða uppbyggingu húsnæðiskerfisins á eftirstríðsárunum og svo niðurbrot þess á nýfrjálshyggjutímunum. Hvernig væri kerfið ef uppbyggingin hefði haldið áfram? Hvernig getum við fundið hinn tapaða þráð? Samstöðin á Facebook: https://www.facebook.com/samstodin Samstöðin á YouTube: https://www.youtube.com/c/Samstöðin Samstöðin á vefnum: https://samstodin.is
11/25/202148 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Níðingsverkin á Hjalteyri

Steinar Immanuel Sörensson hefur frá 2007 reynt að vekja athygli á því ofbeldi sem börn máttu þola á barnaheimili sem Einar og Beverly Gíslason ráku á Hjalteyri. Steinar kemur að Rauða borðinu og kvöld og segir sögu sína, frá ofbeldinu og afleiðingum þess, og frá baráttu sinni fyrir því að draga níðingsverkin á Hjalteyri fram í dagsljósið. Samstöðin á Facebook: https://www.facebook.com/samstodin Samstöðin á YouTube: https://www.youtube.com/c/Samstöðin Samstöðin á vefnum: https://samstodin.is
11/24/202140 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Er einhvers að vænta af þinginu?

Að Rauða borðinu koma Helga Vala Helgasóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og ræða stjórnmálin og samfélagið í upphafi þings. Er einhvers að vænta að þessu þingi og endurnýjaðri ríkisstjórn? Verða breytingar eða einmitt alls ekki; tómur stöðugleiki á öllum sviðum. Samstöðin á Facebook: https://www.facebook.com/samstodin Samstöðin á YouTube: https://www.youtube.com/c/Samstöðin Samstöðin á vefnum: https://samstodin.is 
11/23/20211 hour, 8 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Klemma leigjenda

Að rauða borðinu kemur Kolbrún Arna Villadsen, stjórnandi leigjendaaðstoðar Neytendasamtakanna, og segir frá helstu umkvörunarefnum leigjenda; Bjarni Þór Sigurðsson, formaður húsnæðisnefndar ASÍ, og segir frá kröfum verkalýðshreyfringarinnar í húsnæðismálum; og Vilborg Bjarkardóttir, formaður Samtaka leigjenda, og segir frá 10 kröfum leigjenda um aukin réttindi leigjenda, lækkun leigu og fjölgun íbúða. Samstöðin á Facebook: https://www.facebook.com/samstodin Samstöðin á YouTube: https://www.youtube.com/c/Samstöðin Samstöðin á vefnum: https://samstodin.is
11/22/202151 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Stéttabaráttan fram undan

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, ræðir um vaxtahækkanir, kauphækkanir tengdar hagvexti, húsnæðismálin og annað tengt komandi stéttaátökum. Hverjar verða kröfur verkalýðsins í komandi samningum? Og hvað vilja andstæðingarnir? Samstöðin á Facebook: https://www.facebook.com/samstodin Samstöðin á YouTube: https://www.youtube.com/c/Samstöðin Samstöðin á vefnum: https://samstodin.is
11/18/202155 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Sögur af leigumarkaðnum

Bein lína á Rauða borðinu, leigjendur hringja inn og segja frá reynslu sinni. Samstöðin á Facebook: https://www.facebook.com/samstodin Samstöðin á YouTube: https://www.youtube.com/c/Samstöðin Samstöðin á vefnum: https://samstodin.is 
11/17/202157 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Hagfræði húsnæðiskreppunnar

Þjóðhagsráð Rauða borðsins ræðir hagfræði húsnæðisskorts, hverjir græða og hverjir tapa á ástandinu. Er það hagur almennings að íbúðaverð hækki eða lækki? Hvað þarf til að húsnæðiskerfið virki fyrir alla? Verða húsnæðismálin stóra mál næstu kjarasamninga. Ólafur Margeirsson starfar hjá fasteignafélagi og Ásgeir Brynjar Torfason starfaði hjá slíku félagi í Svíþjóð. Þeir hafa innsýn inn í hagfræði húsnæðismarkaðar og Róbert Farestveit hagfræðingur Alþýðusambandsins er að skoða stöðu leigjenda og óbreytts almennings á markaðnum í dag. Samstöðin á Facebook: https://www.facebook.com/samstodinSamstöðin á YouTube: https://www.youtube.com/c/SamstöðinSamstöðin á vefnum: https://samstodin.is 
11/16/20211 hour, 6 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Er félagslegt húsnæði nógu gott?

Hildur Gunnarsdóttir og Hilmar Þór Björnsson arkitektar ræða gæði félagslegt húsnæðis í dag og á fyrri tímum. Kristbjörg Lúðvíksdóttir, leigjandi hjá Bjargi, Þórdís Bjarnleifsdóttir, leigjandi hjá Félagsstofnun stúdenta og Svavar Kjarrval, leigjandi hjá Brynju, húsfélagi öryrkja, segja frá reynslu sinni af leigumarkaði og húsnæðinu sem þau búa í. Samstöðin á Facebook: https://www.facebook.com/samstodin Samstöðin á YouTube: https://www.youtube.com/c/Samstöðin Samstöðin á vefnum: https://samstodin.is
11/15/202156 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Húsnæðiseklan í Reykjavík

Mörg undanfarin ár hefur geisað húsnæðiskreppa í Reykjavík sem hefur farið illa með fjárhag leigjenda, haldið ungu fólki frá húsnæðismarkaðnum og valdi fjölda fjölskyldna armæðu. Til að ræða stöðuna koma að Rauða borðinu Laufey Ólafsdóttir, sem situr í stjórn Félagsbústaða ásamt því að leigja hjá félaginu, Vilborg Bjarkardóttir, formaður Samtaka leigjenda og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi.
11/11/202158 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Kjarabarátta kennara

Magnús Þór Jónsson nýkjörinn formaður Kennarasambandsins ræðir um kjarabaráttu kennara, starfsumhverfi þeirra, ástand skólakerfisins og þróun menntunar á liðnum árum. Er skólinn nemendum góður og kennurum, samfélagi og framtíðinni?
11/10/202151 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Ragnar Þór um komandi hrun

Ragnar Þór Ingólfsson kemur að Rauða borðinu og ræðir um næsta fjármálahrun og undirbúning verkalýðshreyfingarinnar vegna þess, um sölu á innviðum símafélaganna til útlána, stuðning lífeyrissjóða við óligarkisma og fleira.
11/9/20211 hour, 16 minutes
Episode Artwork

Endurreisn Leigjendasamtakanna

Nýkjörið stjórnarfólk í Samtökum leigjenda ræðir um komandi hagsmunabaráttu.
11/2/202136 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Nýfrjálshyggjan

Jóhann Helgi Heiðdal rekur sögu og einkenni nýfrjálshyggjunnar, sem segja má að hafi verið samfélagssáttmáli Vesturlanda síðustu áratugi, hugmyndakerfi sem dó í Hruninu 2008 en heldur samt áfram eins og zombie að éta upp samfélögin.
10/28/202155 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Þjóðhagsráð Rauða borðsins

Ásgeir Brynjar og Jónas Atli Gunnarsson ræða við Gunnar Smára um efnahagsmál.
10/27/20211 hour, 6 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Unga fólkið & pólitíkin

Kristbjörg Eva Andersen Ramons, Aníta Da Silva Bjarnadóttir, Karl Héðinn Kristjánsson og Úlfur Atlason ræða við Gunnar Smára Egilsson um fjárhagslega stöðu ungs fólks, stöðu þess á leigumarkaði og vinnumarkaði og virkni þess í umræðu og stjórnmálum.
10/26/202151 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Hinn skeflilegi leigumarkaður

Í kvöld höldum áfram að skoða íslenskan leigumarkað og illa stöðu leigjenda en lítum líka til nágrannalandanna og heyrum af hver réttur og staða leigjenda er þar. Við borðið sitja þau Guðrún Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Hrafn Arngrímsson, Guðmundur Óskarsson og Guðmundur Páll Guðmundsson.
10/20/20211 hour, 5 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Ástralia, Kína og Suður Ameríka

Rauða borðið fer í heimsreisu í kvöld, horfir á ástand mála frá Lima í Perú, Shanghæ í Kína og Sidney í Ástralíu undir leiðsögn manna sem búið hafa lengi á þessum stöðum: Páll Þórðarson í Ástralíu, Birgir Stefánsson í Kína og Valdimar Þór Hrafnkelsson í Perú.
10/20/20211 hour, 11 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Ungt fólk & pólitíkin

Rúnar Freyr Júlíusson, Ísabella Lena Borgarsdóttir og Atli Gíslason spjalla við Gunnar Smára
10/18/202151 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Hinn skelfilegi leigumarkaður

Hinn skelfilegi leigumarkaður Löggjöf um leigumarkaðinn og vernd leigjenda er mun lakari á Íslandi en í nokkru nágrannalandi okkar. Um þrjátíu þúsund fjölskyldur búa á leigumarkaði sem er nánast stjórnlaust og þar sem leigusalinn hefur öll völd og leigjandinn lítil sem engin. Til að ræða um þennan markað, hvernig er að búa við afleiðingar hans og hvað er til úrbóta koma nokkrir leigjendur að Rauða borðinu í kvöld: Haraldur Ingi Haraldsson, Laufey Ólafsdóttir, Fjóla Heiðdal, Tinna Ævarsdóttir, Vilborg Bjarkardóttir
10/14/202149 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Þjóðhagsráð Rauða borðsins

Þjóðhagsráð Rauða borðsins Ásgeir Brynjar Torfason, Kristrún Frostadóttir og Ólafur Margeirsson um vaxtahækkanir, fasteignamarkaðinn, verðbólgustöðnun, ríkisfjármál og önnur undur hagkerfisins. Hvað er framundan? Viðspyrna eða tómt vesen?
10/13/20211 hour, 6 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Verkalýðsbarátta og vinstri stjórnir

Þorleifur Friðriksson ræðir um hlutverk verkalýðshreyfingarinnar við mótun samfélagsins og Árni Daníel Júlíusson um árangurinn af stjórnarsetu vinstriflokka frá 1927 til 1983, en sagnfræðingarnir tveir verða með námskeið um þessi efni á vegum SMK, Sósíalísku menntakommúnunnar á næstu viku. SMK er merki um eflt starf Sósíalistaflokksins, en félagar hafa óskað eftir menntun og fræðslu um stéttabaráttu, sósíalisma og samfélagsmál.
10/12/20211 hour, 8 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Framtíð vinstrisins.

Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar ræðir við Gunnar Smára Egilsson um framtíð vinstri stjórnmála á Íslandi í kjölfar liðinna kosninga. Inn í umræðuna koma þau Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, sem ræðir um pólitíkina í verkalýðsbaráttunni og Guðmundur Auðunsson hagfræðingur, sem segir frá vanda breska Verkamannaflokksins og tengsl hans við verkalýðshreyfinguna.
10/12/20211 hour, 8 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Ungt fólk og pólitík

Að Rauða borðinu í kvöld kemur ungt fólk og ræðir hvernig pólitíkin birtist því í dag: Jökull Sólberg Auðunsson ráðgjafi, Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og Marselína Guðmundsdóttir, námskona í endurhæfingu. Eru stjórnmálin fyrir ungt fólk? Tekur það þátt, hefur það áhrif? Ætti það að taka þátt og hafa áhrif? Og hverju myndi það breyta?
1/27/202144 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Föstudagsþáttur Rauða borðsins

Það er bóndadagur við Rauða borðið í kvöld. Mikael Torfason rithöfundur og Biggi veira tónlistarmaður mæta að venju og sérstakur gestur er Sigmar Vilhjálmsson fjölmiðlamaður. Um hvað verður rætt? Hrútspunga og hrútspungaskýringar? Stöðu bóndans í samfélaginu; hver er í stöðu bóndans í dag?
1/27/20211 hour, 29 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

Húsnæðiskerfið: Undirstaða velferðar

Við Rauða borðið í kvöld ræðum við um húsnæðismál, sem snúast ekki um byggingaiðnaðinn heldur um velferð. Það er nefnilega sama hvað við reynum að byggja upp gott velferðarkerfi, ef það ríkir húsnæðisekla sem bítur hin lakar settu þá er það allt til einskis. Húsnæðisöryggi er grundvöllur velferðar. Í kvöld förum við yfir söguna frá því að verkalýðurinn í Reykjavík hírðist í vondu húsnæði snemma á síðustu öld, hvernig þá var brugðist við vandanum, í gegnum uppbyggingu verkamannabústaða og félagslegs húsnæðis, samvinnubyggingafélögin, að markaðsvæðingu húsnæðiskerfsins og niðurbroti verkamannabústaðanna, stöðnun hins félagslega kerfis og að stöðunni í dag, þegar stórir hópar komast í raun ekki inn á hinn svokallaða húsnæðismarkað, hvorki til að kaupa né leigja. Leiðsögumaður okkar í þessari ferð er Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur, sem rannsakað hefur húsnæðismálin áratugum saman.
1/27/20211 hour, 8 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Ofbeldi og öfgar?

Að Rauða borðinu í kvöld kemur fólk með rætur í Búsáhaldabyltingunni til að ræða muninn á henni og árásinni á þinghúsið í Washington. Tilefnið eru skrif fjölda Sjálfstæðisflokksmanna undanfarna daga, um að Búsáhaldabyltingin hafi í raun verið jafn alvarleg árás á lýðræðið og yfirtaka stuðningsmanna Donald Trump á Capitol Hill. Til að ræða þetta og annað þessu skylt koma að Rauða borðinu Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar, Lárus Páll Birgisson aka Lalli sjúkraliði, Birgitta Jónsdóttir fyrrum þingkona og Einar Steingrímsson stærðfræðingur.
1/20/20211 hour, 1 minute, 9 seconds
Episode Artwork

Bankasala í kreppu

Við Rauða borðið í kvöld ræðum við mál málanna í dag, fyrirhugaða sölu á Íslandsbanka, við Drífu Snædal forseta Alþýðusambandsins og þingfólkið Ingu Sæland, Björn Leví Gunnarsson og Oddnýju Harðardóttur. Hvers vegna vill ríkisstjórnin selja? Er það góð hugmynd, slæm eða arfavond?
1/20/20211 hour, 5 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Salan á Íslandsbanka

Að Rauða borðinu í kvöld koma hagfræðingarnir góðu; Guðrún Johnsen, Ólafur Margeirsson og Ásgeir Brynjar Torfason; og ræða sölu Íslandsbanka og efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar Joe Biden gagnvart kórónakreppunni og hversu ólíkar þær eru aðgerðum íslenskra stjórnvalda.
1/20/20211 hour, 7 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Samsæriskenningar

Að Rauða borðinu í kvöld kemur Hulda Þórisdóttir, dósent í stjórnmálafræði, og ræðir samsæriskenningar og áhrif þeirra á stjórnmálin í samtímanum. Þá ræða einnig þeir Guðmundur Auðunsson hagfræðingur í London og Helgi Steinar Gunnlaugsson, stjórnmálafræðingur menntaður í Kína, um samsæriskenningar í stjórnmálum Bretlands og Kína. Saman leitum við svo að íslenskum dæmum.
1/18/20211 hour, 7 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Föstudagsbandormurinn

Á föstudögum setjast við Rauða borðið þeir Biggi veira, Mikael Torfason og Bendikt Erlingsson, fá oft til sín góða gesti og glæða umræðu um stóra sem smá hluti lífi. Þannig verður það í kvöld þegar Erpur Eyvindarson lítur við.
1/18/20211 hour, 20 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Spilling á Íslandi

Við Rauða borðið í kvöld verður rætt um spillingu, umfang hennar og áhrif á íslenskt samfélag, hvernig við bregðumst við henni og hvaða tæki við höfum til að halda aftur af henni. Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu þau: Edda Kristjánsdóttir, mannréttindalögfræðingur og einn af stofnendum Gagnsæis, sem nú er orðin Íslandsdeild Transparency International; Árni Múli Jónasson, lögfræðingur og nýráðinn framkvæmdastjóri samtakanna; Áslaug Björgvinsdóttir, lögmaður og fyrrverandi héraðsdómari; og Kristinn Hrafnsson, blaðamaður og ritstjóri WikiLeaks.
1/18/20211 hour, 9 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Veikleikar lýðræðisins

Að Rauða borðinu í kvöld kemur Vilhjálmur Árnason prófessor heimspeki og ræðir um veikleika lýðræðis á Íslandi. Vilhjálmur er einn af höfundum Rannsóknarskýrslu Alþings eftir Hrun, sá um siðfræðihluta þeirrar úttektar og hefur skrifað margt um veikleika stjórnmála og stjórnsýslu, velt fyrir sér hvað af þeim vanda er vegna smæðar samfélagsins, hvað vegna skorts á góðum hefðum, hvað vegna veikleika í löggjöf og hvað vegna valdaójafnvægis; mikilla valda hinna ríkari en lítilla valda hinna fátækari.
1/18/20211 hour, 4 minutes, 1 second
Episode Artwork

Ofbeldi og öfgar

Að Rauða borðinu í kvöld kemur fólk með rætur í Búsáhaldabyltingunni til að ræða muninn á henni og árásinni á þinghúsið í Washington. Tilefnið eru skrif fjölda Sjálfstæðisflokksmanna undanfarna daga, um að Búsáhaldabyltingin hafi í raun verið jafn alvarleg árás á lýðræðið og yfirtaka stuðningsmanna Donald Trump á Capitol Hill. Til að ræða þetta og annað þessu skylt koma að Rauða borðinu Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar, Lárus Páll Birgisson aka Lalli sjúkraliði, Birgitta Jónsdóttir fyrrum þingkona og Einar Steingrímsson stærðfræðingur.
1/18/20211 hour, 1 minute, 9 seconds
Episode Artwork

Tímamót víða um heim

Við Rauða borðið í kvöld verður rætt um áramót og tímamót víða um heim við fólk með þekkingu á ólíkum deildum jaðrar. Magnús Helgason sagnfræðingur er sérfræðingur um bandarísk stjórnmál og bjó vestra um langt skeið, Helgi Steinar Gunnlaugsson stjórnmálafræðingur bjó lengi í Kína, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur bjó árum saman í Miðausturlöndum og þekkir vel til málefna ríkja Íslam, Einar Már Jónsson sagnfræðiprófessor hefur búið í París í meira en hálfa öld og Guðmundur Auðunsson hagfræðingur hefur tekið virkan þátt í stjórnmálum í London þar sem hann býr. Við munum taka stöðuna á heiminum með þessu fólki í kvöld.
1/9/20211 hour, 29 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Kaflaskipti í Íslandssögunni?

Að Rauða borðinu í kvöld verður rætt um áramót og tímamót, faraldur kreppu og kosningar. Erum við að upplifa kaflaskipti í sögunni? Og um hvað snýst þessi söguþráður sem við erum föst í; er þetta gleðileikur eða harmleikur, farsi eða hryllingsmynd? Gestirnir við rauða borðið eru Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingarinnar og Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingkona Pírata sem nú situr á þingi. Útsendingin hefst kl. 20 á síðum Samstöðvarinnar á Facebook og youtube og upptaka verður aðgengileg þar og á vef samstöðvarinnar, samstodin.is
1/6/20211 hour, 24 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Nýtt Baráttuár

Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins; Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB, Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins og Guðbjörg Kristmundsdóttir formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Hvað er framundan? Botn niðursveiflunnar og hvað svo? Mun allt verða eins og áður var og allir aftur glaðir eða mun aukinn ójöfnuður á krepputímum hafa varanleg áhrif á samfélagið?
1/6/20211 hour, 5 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

ÁR TVÖ Í KÓRÓNAKREPPUNNI

Í fyrsta þáttinn af Rauða borðinu á nýju ári koma hagfræðingarnir Gylfi Zoega, Ásgeir Brynjar Torfason, Guðrúnu Johnsen og Ólaf Margeirsson og ræða stöðuna við upphaf árs tvö í kórónakreppu. Á síðasta ári varð mesti efnahagssamdráttur í manna minnum, sá mesti í meira en hundrað ár. Hvað mun gerast á næsta ári? Verður allt eins og áður var strax í sumar eða haust? Eða mun kórónakreppan hafa varanlegar breytingar? Hverjar eru helstu hætturnar á leiðinni, geta stjórnvöld magnað upp kreppuna, misst af tækifærum til að stytta hana og grynnka? Munu allir ná sér jafn hratt og á sama augnabliki; allir geirar, allar stéttir, allar byggðir, öll lönd? Og svo hin knýjandi spurning: Er Ísland best í heimi í þessari kreppu sem og svo mörgu öðru?
1/4/20211 hour, 16 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Vandi lýðræðisins.

Að Rauða borðinu í kvöld kemur Kristinn Már Ársælsson doktorsnemi í félagsfræði og ræðir stöðu lýðræðisins í framhaldi af samtalinu við Sigurð Kristinsson í gær. Við erum sem sé í syrpu samtala um hin vondu stjórnmál: Hvers vegna ber fólk svona litla virðingu fyrir stjórnmálafólki og Alþingi? Eru stjórnmálin svona vond; stjórnmálamenningin, umræðuhefðin, vinnubrögðin eða er grunnur skakkur?
1/2/20211 hour, 11 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Siðfræði stjórnmálanna.

Að Rauða borðinu í kvöld kemur Sigurður Kristinsson prófessor á Akureyri og ræðir siðfræði stjórnmála. Hvers vegna ber fólk svona litla virðingu fyrir stjórnmálafólki og Alþingi? Eru stjórnmálin svona vond; stjórnmálamenningin, umræðuhefðin, vinnubrögðin? Eru stjórnmálin án tengsla við almenning eða er sökin kannski almennings; að sinna ekki stjórnmálum með virkri þátttöku? Er fulltrúalýðræðið kannski gallað?
1/2/20211 hour, 6 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Skattastefna hinna ríku og skattastefna almennings.

Að Rauða borðinu í kvöld kemur Stefán Ólafsson prófessor og sérfræðingur Eflingar til að ræða skattastefnu nýfrjálshyggjuáranna og hvaða áhrif hún hafði á lífskjör og samfélagsgerðina. Hann mun síðan ræða við hagfræðinga Ásgeir Brynjar Torfason, Guðrúnu Johnsen og Ólaf Margeirsson um hvernig skattar ættu frekar að vera. Þarf almenningur að borga hærri skatta til að standa undir aukinni velsæld og öryggi eða eru það fyrst og fremst hin auðugu sem þurfa að borga meira?
1/2/20211 hour, 17 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Evrópusambandið

3. Nóvember 2020 Að Rauða borðið í kvöld ræðum við Evrópusambandið. Hvað er ESB í dag og hvert stefnir það? Mun ESB eflast eða sundrast, verða að sambandsríki eða mun þróunin í átt að slíku ganga til baka? Er evran góð hugmynd, frelsandi eða handjárn? Til að ræða þetta og fleira tengt Evrópusambandinu, okkar stærsta og voldugasta nágranna, mæta að Rauða borðinu þau: Magnús Árni Skjöld, deildarforseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Bifröst, Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmálafræðingur og aðstoðarmaður formanns Samfylkingarinnar, Ásgeir Brynjar Torfason, hagfræðingur og Jökull Sólberg Auðunsson frumkvöðull.
12/5/20201 hour, 19 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Innflytjendaráð

5. Nóvember 2020 Við Rauða borðið í kvöld kemur innflytjendaráð þáttarins og ræðir stöðu innflytjenda í stjórnmálum, fjölmiðlum, verkalýðshreyfingu, menntakerfinu og víðar. Hefur þessi stóru hópur nógu sterka rödd sem heyrist nógu víða? Hefur hópurinn sömu hagsmuni og sömu markmið? Vantar öflugt félag innflytjenda svo innflytjendur sjálfir geti sett mál á dagskrá og barist fyrir þeim? Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu þær: Gundega Jaunlinina, listmálari, starfsmaður á leikskóla og formaður Ung-ASÍ og innflytjandi frá Lettlandi; Nancy Coumba Koné, danskennari og barn innflytjenda af afríkönskum uppruna; Lenya Rún Taha Karim, lögfræðinemi og barn Kúrdískra innflytjenda; Loubna Anbari félagsliði og barn innflytjenda frá Marokkó; Agnieszka Sokolowska túlkur og innflytjandi frá Póllandi; og Sabah Moukhliss túlkur, nemi á sjúkrabraut og barn innflytjenda frá Marokkó.
12/5/20201 hour, 8 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Föstudagsþátturinn 4. Desember

4. Desember 2020 Eins og önnur föstudagskvöld mæta við Rauða borðið fastagestir og fara yfir allt sem skiptir máli en líka það sem engu skiptir. Í kvöld byrjum við á spurningunni: Erum við ekki öll fasistar sem viljum ráðgast með annað fólk? Síðan berst samtalið út um allar koppa grundir. Gestir kvöldsins eru: Benedikt Erlingsson leikstjóri, Birgir Þórarinsson aka Biggi veira í Gusgus, Mikael Torfason rithöfundur og Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur.
12/5/20201 hour, 14 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Var Jesú sósíalisti?

3. Desember 2020 Við Rauða borðið í kvöld veltum við upp gamalli spurningu í tilefni aðventunnar: Var Jesús Kristur sósíalisti? Auðvitað varð sósíalisminn til löngu eftir að Jesús steig upp til himna, og því er spurningin kannski marklaus; en samt hefur henni verið kastað frá síðustu rúmu hundrað árin eða svo. var samstaða Jesús með hinum útskúfuðu, valdalausu og smáðu sósíalismi? Og andstaða hans gagnvart valdafólki sinnar tíðar og fullyrðing hans um hversu erfitt það myndi reynast ríkum manni að komast inn í himnaríki? Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu fjórir guðfræðingar og prestar: Kristín Þórunn Tómasdóttir, Örn Bárður Jónsson Ása Björk Ólafsdóttir og Davíð Þór Jónsson.
12/5/20201 hour, 14 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Stjórnarandstaða og verkó

2. Desember 2020 Við Rauða borðið í kvöld kemur fólk frá verkalýðshreyfingunni og stjórnarandstöðunni á þingi og ræðir stjórnmálaástandið í vetrarbyrjun, í kreppubyrjun og miðjum faraldi, þegar líða fer að kosningum. Þau sem setjast til borðs eru Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins, Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB, Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.
12/5/20201 hour, 18 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Fullveldi hverra?

1. Desember 2020 Við Rauða borðið í kvöld ræðum við um fullveldi og samfélag. Fullveldi hverra varð til 1. desember 1918? Erum við að fagna fullveldi valdastéttarinnar og þeirra sem fljóta ofan á eða er fullveldið eitthvað sem ætti að ná til allra landsmanna; líka hinna smáðu, fátæku, jaðarsettu og útilokuðu? Þegar við horfum aftur þessi 102 ár; er það svo að fullveldi okkar hafi verið gott og öllum til blessunar? Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu: Loubna Anbari, háskólanemi og innflytjandi af annarri kynslóð; Íris Ellenberger, lektor við menntavísindasvið sem rannsakað hefur stöðu hinsegin fólks í samfélaginu; Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins; Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur sem rannsakað hefur verkalýðssögu og stöðu hinna fátæku og valdalausu á fullveldistímanum.
12/5/20201 hour, 22 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Réttur almennings til uppreisnar

30. Nóvember 2020 Við Rauða borðið í kvöld verður rætt um rétt almennings til uppreisnar. Hvenær má fólk rísa upp gegn stjórnvöldum og gera allt til að fella þau, neita að beygja sig undir ákvarðanir þings og ríkisstjórnar, óhlýðnast, skemma eigur eða stöðva starfsemi? Til að ræða þetta koma að borðinu Ragnar Aðalsteinsson lögmaður; Jórunn Edda Helgadóttir lögfræðingur sem dæmd var fyrir brot gegn valdstjórninni fyrir mótmæli vegna brottvísunar hælisleitenda; Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og ein nímenninganna sem ákærðir voru í búsáhaldabyltingunni m.a. fyrir árás á sjálfræði Alþingis; og Ævar Kjartansson útvarpsmaður sem ákærður var fyrir spellvirki sem valdið hefði almannahættu þegar Mýetningar sprengdu stíflu í Laxá.
12/5/20201 hour, 9 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Föstudagsþátturinn 27. nóvember

27. Nóvember 2020 Í kvöld koma í kolsvartan föstudagsþátt Rauða borðsins þau Benedikt Erlingsson leikstjóri, Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur, Birgir Þórarinsson aka Biggi veira í Gusgus, Ísold Uggadóttir leikstjóri og Mikael Torfason rithöfundur. Síðast fór þátturinn um víðan völl, allt frá elítuklúbb hinna ríku og frægu í Austurstræti upp í bensínstöð N1 við Borgarfjarðarbrúnna. Og umræðan í föstudagsþáttum Rauða borðsins er hávær og djúp, glaðvær og ágeng, skörp og kærulaus allt í senn.
12/5/20201 hour, 35 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Ráð við kreppu og faraldri

26. Nóvember 2020 Við Rauða borðið í kvöld veður Gylfi Zoega sérstakur gestur í hagfræðingaspjalli með þeim Ásgeiri Brynjari Torfasyni og Ólafi Margeirssyni. Er hægt að draga úr skaðanum af faraldrinum með því að viðhafa strangar sóttvarnaraðgerðir eða magna aðgerðirnar upp vandann? Hvers vegna hækkar eignaverð í kreppu og er það gott? Er gott að laun hækki eða dýpkar það kreppuna og seinkar viðspyrnunni? Á Seðlabankinn að prenta peninga inn í ríkissjóð eða inn í bankakerfið? Til hvers ætti að nota það fé? Er krónan góð í kreppu eða eykur hún við vandann? Þessi og fleiri álitamál verða borin á borð fyrir hagfræðingana.
12/5/20201 hour, 20 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Er vit í pólitíkinni?

25. Nóvember 2020 Að Rauða borðinu í kvöld koma fyrrum þingfólkið Birgitta Jónsdóttir, Björt Ólafsdóttir, Ólína Kerjúlf Þorvarðardóttir og Þór Saari og ræða stjórnmálaástandið á svokölluðum kosningavetri, í miðjum kórónafaraldri frammi fyrir djúpri efnahagslægð. Um hvað snýst pólitíkin? Nær hún utan um vanda samfélagsins? Um hvað verður kosið í næstu kosningum? Hvernig heilsast flokkunum?
12/5/20201 hour, 11 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Ný sjávarútvegsstefna II

24. Nóvember 2020 Við Rauða borðinu í kvöld ræðum við sjávarútvegsstefnuna, hvort við þurfum að sætta okkur við óbreytta stefnu þótt mikill meirihluti landsmanna sé andsnúinn henni? Er ástæðan sú að engin samstaða er með þeim sem gagnrýna núverandi stefnu. Til að ræða þetta og annað tengt nýrri sjávarútvegsstefnu koma að Rauða borðinu: Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins, Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, og Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda.
12/5/20201 hour, 5 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Smáfyrirtæki í landi stórfyrirtækja

23. Nóvember 2020 Að Rauða borðinu í kvöld ræðum við stöðu smáfyrirtækja við þau Sóleyju Elíasdóttur í Sóley organics, Guðrúnu Jóhannesdóttur í Kokku, Sigurjón Magnús Egilsson útgefanda Heima er bezt og Elínu G. Ragnarsdóttur í bókaútgáfunni Drápu og Gráa kettinum. Hvernig er að reka fyrirtæki í samfélagi sem er mótað að kröfum stórfyrirtækja? Hafa smáfyrirtæki rödd í samfélaginu, er fólk meðvitað um að þar verða til flest störfin og hvernig ná aðgerðir stjórnvalda utan um stöðu smáfyrirtækja í kreppunni?
12/5/202055 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Föstudagsþátturinn 20. Nóvember

20. Nóvember 2020 Að Rauða borðinu í kvöld koma Benedikt Erlingsson leikstjóri, Oddný Eir Ævarsdóttir skáld og rithöfundur, Birgir Þórarinsson aka Biggi veira í Gusgus og Mikael Torfason leikskáld og rithöfundur og ræða um samtímann og stjórnmálin. Hvað er um að vera og um hvað snýst þetta eiginlega? Það kemur í ljós við Rauða borðið í kvöld.
12/5/20201 hour, 13 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Anspyrna og andstaða

19. Nóvember 2020 Við Rauða borðið í kvöld ræðum um stjórnmálaástandið á tímum faraldurs og kreppu. Eru aðgerðir ríkisstjórnar að ná utan um vandann? Er þingið að höndla stöðuna? Um hvað verður rætt á kosningavetri, -vori, -sumri og -hausti? Til að ræða þetta koma að rauða borðinu þingmennirnir Andrés Ingi Jónsson, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Viðar Eggertsson, stjórnarmaður í Félagi eldri borgara í Reykjavík.
12/5/20201 hour, 15 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Innflytjendur í skólakerfinu

18. Nóvember 2020 Við Rauða borðið í kvöld höldum við áfram að ræða stöðu innflytjenda í samfélaginu. Anh Dao Katrín Tran, aðjúnkt við menntavísindasvið Háskólans segir frá rannsóknum sínum á stöðu innflytjenda í skólakerfinu en Anh Dao er flóttamaður frá Víetnam, fór þaðan til Bandaríkjanna en síðar til Íslands. Auk hennar sitja við borðið og ræða stöðu innflytjenda þær Candice Michelle Goddard sem kom hingað sem ung kona frá Suður-Afríku, Jasmina Vajzović Crnac bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ sem kom hingað með fjölskyldu sinni á flótta frá stríðinum í Bosníu Hersegovinu; Mirabela Blaga lögfræðingur, túlkur og innflytjandi frá Rúmeníu; Gundega Jaunlinina, listmálari, starfsmaður á leikskóla og formaður Ung-ASÍ og innflytjandi frá Lettlandi og Loubna Anbari félagsliði og barn innflytjenda frá Marokkó.
12/5/20201 hour, 7 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Ný sjávarútvegsstefna

20. Nóvember 2020 Að Rauða borðinu í kvöld koma Benedikt Erlingsson leikstjóri, Oddný Eir Ævarsdóttir skáld og rithöfundur, Birgir Þórarinsson aka Biggi veira í Gusgus og Mikael Torfason leikskáld og rithöfundur og ræða um samtímann og stjórnmálin. Hvað er um að vera og um hvað snýst þetta eiginlega? Það kemur í ljós við Rauða borðið í kvöld.
12/5/20201 hour, 5 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Lífið á landsbyggðinni

16. Nóvember 2020 Við Rauða borðið í kvöld kemur fólk sem á það sameiginlegt að hafa flutt út á land; Unnur María Máney Bergsveinsdóttir, sirkuskona og sagnfræðingur á Ólafsfirði; Guðrún Ásta Tryggvadóttir, kennari á Seyðisfirði; William Óðinn Lefever, kennari, forstöðumaður félagsmiðstöðvar og sósuframleiðandi á Djúpavogi; Esther Ösp Valdimarsdóttir, mannfræðingur og tómstundafulltrúi á Hólmavík; og Oddný Anna Björnsdóttir, sjálfstæður ráðgjafi og bóndi á Gautavík í Djúpavogi. Hver eru gildi og gæði smærri samfélaga? Hver eru ágallar þorpsins og hverjir eru ókostir stærri byggða? En kostirnir? Getum við byggt upp samfélag sem nær að fanga kosti smærri samfélaga og gæði stærri byggða? Er nægt tillit tekið til þorpsins í mótun opinberrar stefnu í atvinnumálum, heilbrigðis- og menntamálum? Er litið á smærri byggðir sem gallaðar byggðir, eitthvað sem ekki stenst samanburð við stóru byggðina fyrir sunnan? Um þetta og fleira þessu skylt verður fjallað við Rauða borðið í kvöld.
12/5/20201 hour, 28 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Þjóðhagsráðið

12. Nóvember 2020 Við Rauða borðið í kvöld verður rætt um sektir sem Íslendingar þurfa að borga vegna þess að þeir hafa ekki efnt Kyoto-samkomulagið, um frumkvæði hins opinbera til atvinnusköpunar, hvort hækka eigi allar bætur og lægstu launa til að örva efnahagslífið og hvort mótefni í fulla dreifingu um mitt næsta ár muni valda því að allt hrökkvi í gírinn og allt verði eins og áður, meira að segja krónan. Til að ræða þetta koma hagfræðingarnir sem fylgt hafa Rauða borðinu fá upphafi; Ásgeir Brynjar Torfason og Ólafur Margeirsson, en Guðrún Johnsen forfallast að þessu sinni, þarf að sinna mikilvægari málum.
12/5/20201 hour, 20 seconds
Episode Artwork

Landbúnaður til framtíðar

11. Nóvember 2020 Við Rauða borðið í kvöld ræðum um landbúnað og horfum fram en ekki aftur. Hvernig verður matvælaframleiðslan hér innanlands eftir tíu eða tuttugu ár? Verða býlin stærri eða minni, framleiðslan víðar en samþjappaðri, byggðin strjálli eða mun breyttur landbúnaður og fjölbreytilegri atvinnumöguleikar til sveita vegna aukinna fjarskipta styrkja, efla og breyta strjálbýlli byggðum? Til að ræða landbúnað framtíðarinnar koma að Rauða borðinu: bændurnir Guðný Harðardóttir og Guðrún Sigríður Tryggvadóttir, Hafliði Halldórsson matreiðslumeistari og Sveinn Margeirsson sveitarstjóri Skútustaðahrepps og fyrrverandi forstjóri Matís.
12/5/20201 hour, 21 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Stjórnarandstaða og verkalýðshreyfing

10. Nóvember 2020 Að Rauða borðið í kvöld koma konur í stjórnarandstöðu og verkalýðshreyfingu og ræða ástand samfélagsins í miðjum faraldri og frammi fyrir kreppu. Hverja bítur kreppan fyrsts, hvaða hópar eru án bjarga og hverjum er ríkisvaldið að helst hjálpa? Mun kreppan auka ójöfnuð eða mun hún kalla fram virkari baráttu almennings fyrir auknum jöfnuði og réttlæti? Hver á að búa til störfin? Verður kosið um réttlæti eða verður sú barátta háð annars staðar? Til að ræða þetta og fleira setjast við rauða borðið þær Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs Starfsgreinafélags á Austurlandi; Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins; Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB; og þingkonurnar Oddný Harðardóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir.
12/5/20201 hour, 19 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Kosningarúrslit í Bandaríkjunum II

9. Nóvember 2020 Að Rauða borðið í kvöld höldum við áfram að ræða stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum eftir forseta- og þingkosningar. Hverju mun ríkisstjórn Biden ná fram? Verður Repúblikanaflokkurinn áfram flokkur Trump eða mun hann breytast? Hvert færast átökin? Í Hæstarétt, fylkisþingin, út á göturnar? Hverju breytir þetta fyrir okkur á Íslandi eða stjórnmálin í okkar heimshluta? Við fáum sama fólk og síðast til velta fyrri sér stöðu Bandaríkjanna: Helga Þórey Jónsdóttir, kennari og doktorsnemi í menningarfræði; Sveinn Máni Jóhannesson, nýdoktor í sagnfræði; Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar; og Magnús Helgason sagnfræðingur.
12/5/20201 hour, 17 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Föstudagsþátturinn 6. nóvember

6. Nóvember 2020 Við Rauða borðið í kvöld ræðum við ástand samfélags, fólks og sálarlífs; stjórnmála og heimsmála við þá Benedikt Erlingsson leikstjóra, Birgi Þórarinsson aka Biggi Veira í GusGus og Mikael Torfason rithöfund. Á hvaða leið erum við? Í átt að sundrung, átökum og upplausn eða erum við á komin leið lausna, uppbyggingar og betri tíðar?
12/5/20201 hour, 17 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Kosningarúrslit í Bandaríkjunum

4. Nóvember 2020 Við Rauða borðið í kvöld ræðum stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum degi eftir kosningar; hvað gerist, hvað breytist? Við Rauða borðið setjast: Helga Þórey Jónsdóttir, kennari og doktorsnemi í menningarfræði; Sveinn Máni Jóhannesson, nýdoktor í sögu Bandaríkjanna við Edinborgar-háskóla; Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar; og Magnús Helgason sagnfræðingur.
12/5/20201 hour, 17 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Stjórnarskrármálið

2. Nóvember 2020 Að Rauða borðið í kvöld ræðum við stjórnarskránna, bæði þá sem er í gildi og frumvarp stjórnlagaráðs (nýja stjórnarskráin) og hver munurinn er á þessum tveimur plöggum, hvaða réttarbætur eru í frumvarpinu sem ekki má finna í þeirri gömlu né í almennum lögum eða staðfestum sáttmálum. Við munum líka ræða hvernig leysa má þetta mál, hvernig hægt er að breyta stjórnarskránni eða setja nýja. Verður það gert með því að Alþingi samþykki frumvarpi, með smáskammtalækningum Katrínar Jakobsdóttur eða þarf að setja á laggirnar stjórnlagaþing og fela því að setja landinu stjórnarskrá? Til að ræða þetta og önnur mál er snerta stjórnarskránna koma að Rauða borðinu Ragnar Aðalsteinsson lögmaður, stjórnlagaráðsfólkið Gísli Tryggvason lögmaður og Arnfríður Guðmundsdóttir guðfræðiprófessor, Helga Baldvins Bjargar, lögmaður og formaður Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá, og Kristinn Már Ársælsson, félagsfræðingur og stofnandi lýðræðisfélagsins Öldu.
12/5/20201 hour, 7 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Bið eða breytingar

Að Rauða borðið í kvöld koma þau Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur, Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur, Birgitta Jónsdóttir skáld og Atli Þór Fanndal fyrrum blaðamaður og ræða ástandið; ástandið í stjórnmálum, ástandið í samfélaginu og sálarástand fólks undir faraldri og samkomubanni á barmi djúprar kreppu, vaxandi misskiptingar og aukinnar fátækar og bjargarleysi þeirra sem berskjaldaðastir eru. Getur eitthvað gott komið út úr þessu? Er eitthvað að fæðast eða erum við flest lömuð frammi fyrir vandanum, höfum ekki þrek í annað en vona að bráðum verði allt gott aftur.
11/29/20201 hour, 21 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Landbúnaður framtíðar

Við Rauða borðið í kvöld ræðum um landbúnað, ekki endilega landbúnað eins og hann hefur verið stundaður fram að þessu heldur miklu fremur hvernig landbúnaður verður á Íslandi í framtíðinni. Kórónafaraldurinn hefur dregið athygli að mikilvægi matvælaframleiðslu, kreppan að mikilvægi þess að búa til störf innanlands, loftslagsmálin að mikilvægi matvælaframleiðslu sem næst mörkuðum og fyrirsjáanleg lokun álvera að möguleikum á að nýta orku til að stóraukinna framleiðslu. Og svo er það svo að gömlu kerfin eru þung og þjóna kannski ekki neytendum, bændum eða nokkrum manni. Til að ræða landbúnað framtíðarinnar koma að Rauða borðinu Sveinn Margeirsson sveitarstjóri Skútustaðahrepps og fyrrverandi forstjóri Matís; Eygló Björk Ólafsdóttir bóndi í Vallanesi og eigandi matvælafyrirtækisins Móðir Jörð; og Oddný Anna Björnsdóttir framkvæmdastjóri at Samtök smáframleiðenda matvæla - fyrir neytendur.
11/29/20201 hour, 1 minute, 4 seconds
Episode Artwork

Stjórnarandstaðan innan og utan þings

Við Rauða borðið í kvöld ræðum um hvað beri að gera gagnvart kórónafaraldri og kórónakreppu og hvað er fram undan. Verða átök í samfélaginu þegar atvinnuleysið býtur fleiri og afleiðingar þess magna upp kreppuna og valda greiðsluvanda fjölskyldna og fyrirtækja? Mun fólk flykkja sér á bak við stjórnvöld á hættutímum? Mun ríkisstjórnarsamstarfið þola álagið? Er stjórnarandstaðan valkostur? Hvert er hlutverk verkalýðshreyfingar og hagsmunasamtaka almennings á óvissutímum? Til að ræða þetta koma að Rauða borðinu: Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB, Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins og Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata.
11/6/20201 hour, 10 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Samfélag fyrir aðflutta Íslendinga

Við Rauða borðið í kvöld koma ungar konur, sem allar eru innflytjendur af fyrstu eða annarri kynslóð. Þær munu ræða um hvernig samfélaginu hefur tekist að aðlaga sig að breyttri samsetningu þjóðarinnar, þegar 15% landsmanna eru innflytjendur, 20% fólk á vinnumarkaði. Við munum ekki ræða um aðlögun innflytjenda að samfélaginu, það er nóg gert af því; heldur um hvort samfélagið og stofnanir þess hafi náð að aðlagast tilvist þessa stóra hóps. Þær sem koma að Rauða borðinu eru: Lenya Rún Taha Karim, lögfræðinemi og barn Kúrdískra innflytjenda; Loubna Anbari félagsliði og barn innflytjenda frá Marokkó; Agnieszka Sokolowska þýðandi og innflytjandi frá Póllandi; Jovana Pavlović mannfræðinemi og barn serbneskra innflytjenda; og Sabah Moukhliss túlkur, nemi á sjúkrabraut og barn innflytjenda frá Marokkó. Alvöru umræða um alvörumál.
11/6/20201 hour, 4 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Bandaríkin

Við ræðum stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum við Rauða borðið í kvöld. Hvað gerist ef Trump tapar? En ef hann vinnur? Mun Repúblikanaflokkurinn jafna sig á Trump-tímanum? Er Bandarískt samfélag að klofna? Hvaða rullu mun vinstri armur Demókrataflokksins spila í ríkisstjórn Biden? Til að ræða þetta og annað sem tengist kosningunum eftir átta daga setjast við Rauða borðið stjórnmálafræðingarnir Indriði Indriðason og Silja Bára Ómarsdóttir, Magnús Helgason sagnfræðingur og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Þau hafa öll búið í Bandaríkjunum og þekkja stjórnmálin þar vel.
11/6/20201 hour, 18 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

Heimshornin

Rauða borðið fer í heimsreisu í kvöld og kannar stöðuna á kórónafaraldrinum, kórónakreppunni og þeim áhrifum sem þetta hefur á samfélögin, stjórnmálin og sálarlífið víða um heim. Við ræðum við Pál Þórðarson, efnafræðing og prófessor í Sydney í Ástralíu, Einar Már Jónsson, prófessor í sögu við Sorbonne í París í Frakklandi, Guðmundur Auðunsson, hagfræðing í London á Englandi, Einar Gunnar Einarsson leikara í New York í Bandaríkjunum og Valdimar Þór Hrafnkelsson, sem býr í Lima í Perú en er nú innlyksa vegna covid í höfuðborg Paraguay, Asunción. Á sumum þessara staða var ástandið vont en hefur skánað, en á öðrum er það verra en nokkru sinni, heyrum af því í kvöld.
11/6/20201 hour, 19 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Þjóðhagsmál

Er vit í tillögu Viðreisnar um tengingu krónunnar við evruna? Á ríkið að prenta peninga fyrir sveitarfélögin? Á ríkið að búa til störf eða má það aðeins styrkja einkafyrirtæki til þess? Ef konur, ungt fólk og innflytjendur verða fyrir þyngsta högginu í upphafi kreppu; hvað ber að gera í því?
11/6/202058 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Fólksflutningar

Við Rauða borðið í kvöld ræðum við hvernig samfélagið okkar er undirbúið undir fólksflutninga á tímum alþjóðavæðingar. Hvað breytist við að 15% landsmanna eru innflytjendur og 20% fólks á vinnumarkaði. Krafan er um að það fólk eigi að aðlagast samfélaginu en þarf samfélagið ekkert að gera til að aðlagast þessari stöðu? Til að ræða þetta setjast við rauða borðið Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur og starfsmaður Alþýðusambandsins, Margrét Valdimarsdóttir félagsfræðingur. Ólafur Páll Jónsson heimspekingur og Borgar Magnason tónlistarmaður og einn þeirra nágranna Bræðraborgarstígsbrunans sem beitti sér í umræðunni þegar sá harmleikur varð.
11/6/20201 hour, 6 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Stjórnmálaástandið

Við Rauða borðið í kvöld setjast Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, sem hefur sent frá sér bók um klíkusamfélagið og hvernig það útilokar fólk vegna skoðana; Unnur Regína Gunnarsdóttir, ung kona sem er ný orðin öryrki, sættir sig ekki við stöðu þeirra og hefur látið í sér heyra; Halldór Auðar Svansson, stjórnarmaður í Geðhjálp sem stendur nú fyrir vitundarvakningu um sjálfsmorð en margt bendir til þess að þeim fari fjölgandi; og Laufey Líndal Ólafsdóttir, stjórnarmanneskja í EAPN á Íslandi og meðlimur í Pepp Ísland grasrót fólks í fátækt. sem stóðu fyrir Alþjóðegum baráttudegi gegn fátækt á laugardaginn var. Það verður baráttufólk við Rauða borðið, fólk sem berst fyrir réttlæti og viðurkenningu, gegn þöggun og óréttlæti.
11/6/20201 hour, 3 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Gegn þöggun og óréttlæti

Við Rauða borðið í kvöld setjast Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, sem hefur sent frá sér bók um klíkusamfélagið og hvernig það útilokar fólk vegna skoðana; Unnur Regína Gunnarsdóttir, ung kona sem er ný orðin öryrki, sættir sig ekki við stöðu þeirra og hefur látið í sér heyra; Halldór Auðar Svansson, stjórnarmaður í Geðhjálp sem stendur nú fyrir vitundarvakningu um sjálfsmorð en margt bendir til þess að þeim fari fjölgandi; og Laufey Líndal Ólafsdóttir, stjórnarmanneskja í EAPN á Íslandi og meðlimur í Pepp Ísland grasrót fólks í fátækt. sem stóðu fyrir Alþjóðegum baráttudegi gegn fátækt á laugardaginn var. Það verður baráttufólk við Rauða borðið, fólk sem berst fyrir réttlæti og viðurkenningu, gegn þöggun og óréttlæti.
11/6/20201 hour, 4 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Vald og valdaleysi innan stóru kerfanna

Við Rauða borðið er rætt um hvernig stóru kerfin okkar hafa þróast, mennta- og heilbrigðiskerfin. Hvað ræður uppbyggingu kerfanna og hvert er vald stóru fagstéttanna yfir eigin störfum og vinnustað? Um þetta ræða Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur, Svandís Egilsdóttir skólastjóri og Benedikt Sigurðarson, fyrrverandi skólastjóri.
7/16/20201 hour, 11 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Er kreppan farin í sumarfrí?

Við Rauða borðið situr þjóðhagsráð þáttarins, hagfræðingarnir Guðrún Johnsen, Ólafur Margeirsson og Ásgeir Brynjar Torfason og ræða stöðu efnahagsmála. Hvert er kreppan að fara, hvað gerist ef ekki finnst bóluefni við kórónaveirunni og hvers konar tímar eru það þegar hagfræðingurinn Nouriel Roubini, dr. Doom, er farinn að skrifa hvatningu þess í Moggann að öreigar allra landa sameinist?
7/16/20201 hour, 22 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Valdleysi fagstéttanna

Við Rauða borðið í kvöld verður áfram rætt um stóru kerfin, heilbrigðis og mennta; hverjir taka ákvarðanir um uppbyggingu þeirra og þróun og út frá hverju. Hvaða völd hafa kennarar og hjúkrunarfólk, nemendur og sjúklingar um kerfin, vinnustaðina og þjónustuna? Guðrún Ásta Tryggvadóttir kennari; Helga Sif Friðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur og Hörður Svavarsson leikskólastjóri velta upp ýmsum hliðum þessara kerfa.
7/9/202057 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Gjallarhornið, 8. júlí

Orðið er laust, hvað segir þú? Opnar umræður við Rauða borið. Hlustendur hringdu inn og ræddu málin.
7/9/20201 hour, 8 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Vald í heilbrigðis- og menntakerfinu

Við Rauða borðið í kvöld verður rætt um stóru kerfin, heilbrigðis og mennta, og hverjir taka ákvarðanir um uppbyggingu þeirra og þróun og út frá hverju. Hvaða völd hafa kennarar og hjúkrunarfólk, nemendur og sjúklingar um kerfin, vinnustaðina og þjónustuna? Auður Magndís Auðardóttir, doktorsnemi í félagsfræði menntunar; Anna Kristín Blöndal Jóhannsdóttir hjúkrunarfræðingur; Kristinn Már Ársælsson doktorsnemi í félagsfræði; og Eiríksína Kr Ásgrímsdóttir, bókmenntafræðingur og kennari, velta upp ýmsum hliðum þessara kerfa.
7/7/20201 hour, 15 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Skjótið sendiboðann!

Við Rauða borðið í kvöld koma þrjár konur og ræða samfélagið á tímum kreppu, faraldurs og uppreisnar; ekki síst um fátækt, þöggun og þau sem ekki hafa rödd; Harpa Njáls félagsfræðingur, Herdís D. Baldvinsdóttir, doktor í stofnanalegu atferli, og Helga Baldvins Bjargar mannréttindalögfræðingur.
7/6/202058 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Þegar hin kúguðu fá rödd

Við Rauða borðið er rætt um afhjúpandi kraft stórra atburða og hvernig þeir geta ýtt undir frelsisbaráttu hinna kúguðu. Þau sem velta þessu fyrir sér eru Magdalena Kwiatkowska, starfsmaður Eflingar; Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, MA í hnattrænum tengslum; Kjartan Sveinsson, félagsfræðingur og nýdoktor; Bjarni Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri; Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og fyrrum þingkona; og Unnur María Máney Bergsveinsdóttir, sagnfræðingur og sirkuslistakona.
7/6/20201 hour, 18 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Mál og menning seld til Svíþjóðar

Við Rauða borðið sitja rithöfundar og bókmenntafólk og ræða stórtíðindi í menningarlífinu, sölu á ráðandi meirihluta í Forlaginu til Storytel, sænsks hljóðbókafélags. Eiríkur Örn Norðdahl, Oddný Eir Ævarsdóttir, Gauti Kristmannsson, Sverrir Norland og Margrét Tryggvadóttir velta fyrir sér hverju þetta breytir fyrir íslenskt mál og menningu, stöðu rithöfunda, sjálfstæði menningarinnar og samfélagsins.
7/6/20201 hour, 18 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Stjórnmálaástandið

Við Rauða borðið í kvöld setjast Andrés Ingi Jónsson þingmaður og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og ræða stjórnmálaástandið í ljósi atburða sem afhjúpað hafa samfélagið og hugmyndir okkar um það; faraldur, kreppa, uppreisn og húsbruni.
7/1/20201 hour, 8 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

Afjúpandi harmleikur

Við Rauða borðið í kvöld verður rætt um aafleiðingar húsbrunans við Bræðraborgarstíg, stéttaskiptingu, útlendingaandúð, fátækraandúð, hvenær og hvernig fólk mun rísa upp og margt fleira. Við borðið sitja Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona, Borgar Magnason tónskáld og Guðmundur Auðunsson hagfræðingur.
7/1/20201 hour, 15 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

Fallnar kenningar og aðrar sem fæðast

Við Rauða borðið í kvöld sest þjóðhagsráð þáttarins; hagfræðingarnir Guðrún Johnsen, Ólafur Margeirsson og Ásgeir Brynjar Torfason og ræða heimskreppuna. Verður þetta eins og kreppan mikla eða kreppan langa, verður þetta kreppan stutta eða kreppan djúpa? Þá ræða andlát ýmissa hugmynda; t.d. um að fyrirtæki eigi að reka með því eina markmiði að auka arðsemi og þar með arðgreiðslur og að ríkissjóð eigi ætíð að reka í jafnvægi og til lengri tíma með afgangi. Í tilefni af brunanum við Bræðraborgarstíg ræða þau um húsnæðismarkaðinn; hvaða afleiðingar ójafnvægi innan hans getur haft og hvers virði það er að stefna að traustum húsnæðismarkaði sem tryggir öllum ódýrt og öruggt húsnæði.
6/29/20201 hour, 12 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 26. júní

Við Rauða borðið í kvöld kemur fólk og ræðir sögu og sögutúlkun og áhrif þessa á samtímann og hugmyndir okkar um samfélagið. Og svo um áhrif samtímans á söguna, hvernig hún er túlkuð og hvernig hún birtist okkur. Þau sem ræða máli eru: Katla Kjartansdóttir, doktorsnemi í safnafræði, Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor á Árnastofnun og Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og Alþingismaður.
6/26/20201 hour, 8 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 25. júní

Við Rauða borðið í kvöld verður rætt um kjarabaráttu sjómanna og ekki síst um fiskverð, sem ræður mestu um afkomu sjómanna. Til að ræða það koma Ingi Þór Hafdísarson, stýrimaður á Berglín sem sigldi í land eftir deilur við útgerðina um fiskverð; Heiðveig María Einarsdóttir, sem bauð sig fram til formennsku í Sjómannafélagi Íslands; Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM; Aðalsteinn Pálsson sjómaður og Þórbergur Torfason, fyrrverandi sjómaður. Þau munu ræða um stöðu sjómanna gagnvart stórútgerðinni, sem er líklega sterkari andstæðingur en flestar stéttir standa gegn; auðugri og með betri tök á stjórnvöldum og stjórnmálaflokkum.
6/25/202059 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 24. júní

Við Rauða borðið í kvöld setjast þau Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur, Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður og Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur. Þau ætla að greina ástandið; hverskonar kreppa verður þetta sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir nú að verði dýpri en reiknað var með; hvers konar átök eru fram undan þegar kreppan fer að bíta; hvers konar aðgerðir eru það sem ríkisstjórnin hefur kynnt en sem fæstar eru komnar til framkvæmdar; hvers konar samfélag kemur út úr kreppunni; grænna eða ólífvænlegra, réttlátara eða byggt á enn meiri ójöfnuði, með sterkari sátt eða meiri félagslegri upplausn? Svörin við þessu liggja fyrir í kvöld.
6/24/20201 hour, 21 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 23. júní

Við Rauða borðið í kvöld kemur saman sumt af því fólki sem byggt hefur upp Samstöðina: María Pétursdóttir önnur þáttastýra Öryrkjaráðiðsins, Laufey Ólafsdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir sem halda úti Hinni Reykjavík, Andri Sigurðsson vefsmiður, Bogi Reynisson upptökustjóri og Gunnar Smári Egilsson, umsjónarmaður Rauða borðsins. Þau munu ræða um það umfjöllunarefni sem meginstraumsmiðlarnir sniðganga, þá hópa sem ekki hafa rödd né sess í umræðunni, hvers vegna sjónarhóllinn er svo smár og sjónarhornið skakkt.
6/23/20201 hour, 7 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 22. júní

Við Rauða borðið í kvöld setjast Akureyringar og ræða samfélagið, kórónafaraldurinn og kreppuna sem fylgir honum frá norðlenskum sjónarhól: Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri, Haraldur Ingi Haraldsson verkefnastjóri við listasafnið, Guðrún Þórsdóttir, sérfræðingur í atvinnumálum ungs fólks, og Benedikt Sigurðarson, fyrrum formaður KEA en eftirlaunamaður í dag.
6/23/20201 hour, 11 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 19. júní

Við Rauða borðið að kvöldi 19. júní setjast þrjár konur og ræða kvenfrelsi, kosningarétt og hvernig lýðræðisvettvangurinn hefur reynst konum og eignalausum körlum, sem fengu kosningarétt með takmörkunum fyrir 105 árum. Og hvað með þá hópa sem ekki fá að kjósa; börn, ungmenni og innflytjendur? Eða svarta í Bandaríkjunum, innlfytjendur og aðra veikstæða hópa sem kerfisbundið er haldið frá kosningum og áhrifum á samfélagið? Þetta og fleira munu þær Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Margrét Valdimarsdóttir félagsfræðingur og Þuríður harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
6/23/20201 hour, 2 minutes, 1 second
Episode Artwork

Rauða borðið, 18. júní

Að Rauða borðinu í kvöld kemur Ingi Þór Hafdísarson stýrimaður og segir frá uppreisninni á Berglín, en áhöfnin þar sætti sig ekki við einhliða lækkun útgerðarinnar á fiskverði og sigldi togaranum tómum í höfn. Er þetta upphaf uppreisnar sjómanna gegn ægivaldi útgerðarinnar eða verður uppreisnin á Berglín kveðin niður og áhöfnin rekin. Síðan koma að borðinu sviðslista- og tónlistarfólk og ræðir hvernig kórónafaraldurinn og kreppan hefur leikið sviðslistir og hvort kreppan breyti listinni. Að Rauða borðinu koma tónlistarkonurnar Katla Vigdís, í hljómsveitinni Between Mountains; og Bryndís Jónatansdóttir aka söngskáldið Febrúar; og sviðslistafólkið Nína Hjálmarsdóttir gjörninga- og sviðslistakona, Stefán Ingvar Vigfússon sviðshöfundur og grínisti og Andrea Vilhjálmsdóttir sviðshöfundur og dramatúrg.sviðshöfundur og grínisti og Andrea Vilhjálmsdóttir leikstjóri.
6/20/20201 hour, 13 minutes, 43 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 17. júní

Við rauða borðið í kvöld sest Einar Már Guðmundsson rithöfundur og skáld og ræðir við Gunnar Smára Egilsson um byltingarnar sem ýtt hafa Íslandssögunni áfram; '68-byltinguna, búsáhaldabyltinguna, kvennabyltinguna, verkalýðsbyltinguna, frelsisbyltingar samkynhneigðra og annarra kúgaðra hópa, lýðræðisbyltinguna; byltingu Jörundar hundadagakonungs og þrælauppreisnina í Hjörleifshöfða.
6/17/20201 hour, 24 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 16. júní

Við Rauða borðið í kvöld setjast ungar konur og ræða um hvernig íslenskt samfélag blasir við þeim sem eiga ættir að rekja til fjarlægra landa, í tilefni þess á að morgun er 17. júní, dagurinn sem ráðafólk talar gjarnan um sameiginlega sögu, tungu og samfélag. Við borðið setjast: Donna Cruz, samfélagsmiðlastjarna og leikkona Sema Erla Serdar, pólitískur aktívisti og stofnandi Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk Diana Rós Breckmann Jónatansdóttir stílisti Magdalena Kwiatkowska, starfsmaður Eflingar Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, sem nýverið lauk við nám í hnattrænum fræðum með ritgerðinni Hvenær er maður eig­in­lega orðinn Íslend­ing­ur? Kristín Ósk Wium Hjartardóttir, starfsmaður Verkalýðsfélags Keflavíkur; og Kristbjörg Eva Andersen Ramos háskólanemi. Í forföllum Gunnar Smára Egilssonar, sem séð hefur um Rauða borðið, tekur Lóa Björk Björnsdóttir, uppistandari og útvarspkona, á móti konunum og leiðir samtalið. Hvernig er að vera öðruvísi á Íslandi í dag? Er pláss fyrir alla þegar talað er um okkur Íslendinga? Hvernig lítur íslenskt samfélag út frá þeim sem eiga rætur sem langt annað og sem líta ekki út fyrir að vera úr ættaðar úr Þingeyjarsýslunum
6/16/20201 hour, 2 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 15. júní

Við Rauða borðið í kvöld sest hópur ungs fólks og ræðir samfélagið, kóróna og kreppuna: Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, sviðslistakona og uppistandari; Snorri Másson, blaðamaður og podcastari; Linus Orri Gunnarsson Cederborg, trésmiður og músikant; Tjörvi Schiöth námsmaður; Díana Katrín Þorsteinsdóttir, heimavinnandi móðir; og Þorvarður Bergmann Kjartansson, atvinnulaus tölvunarfræðingur og stjórnarmaður í VR. Hverja bítur kreppan fyrst og fastast? Hefur staða ungs fólks versnað? Hefur það trú á stjórnmálunum og samfélaginu?
6/15/20201 hour, 18 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 12. júní

Við Rauða borðið í kvöld setjast til að ræða vettvang dagsins þau Birgitta Jónsdóttir, skáld og aktívisti; Haukur Már Helgason, sjálfstætt starfandi blaðamaður; Guðrún Johnsen, hagfræðingur; og Gísli Tryggvason lögmaður. Hvað segja þau um það meðferð Bjarna Benediktssonar á valdi? Lífið í ríkisstjórninni? Um smitlaust samfélag og skimanir á Keflavíkurflugvelli? Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar? Rasisma og útlendingaandúð? Hvar kreppan slær niður og hverja hún bítur fastast?
6/15/20201 hour, 15 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 11. júní

Við Rauða borðið í kvöld koma Mikael Torfason rithöfundur; Andrés Ingi Jónsson þingmaður; Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur; María Thelma Smáradóttir leikkona; og Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur og ræða ástand samfélagsins í upphafi kreppu; Skoðanakúgun valdsins, verkfall hjúkrunarfræðinga, lífsgæði þess að lifa í smitlausu samfélagi, hverja kreppan bítur fyrst og fastast, fólk á jaðri vinnumarkaðar og húsnæðismarkaðar og annað óréttlæti sem brennur á fólki.
6/15/20201 hour, 17 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 10. júní

Miðvikudagar eru Rauðsokkadagar við Rauða borðið og þá er rætt um kvennabaráttu á tímum kóróna og kreppu, upplausnar og umróts. Í kvöld koma að samtalinu Anna Ólafsdóttir Björnsson, tölvunar- og sagnfræðingur og fyrrum þingkona Kvennalistans; Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Ísland; Helga Þórey Jónsdóttir, kennari og doktorsnemi í menningarfræðum; María Lilja Þrastardóttir Kemp, dagskrárgerðar -og fjölmiðlakona og stofnandi druslugöngunnar; Steinunn Ólína Hafliðadóttir, myndlistarkona og femínskur aðgerðasinni og Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og ein af stofnendum Kvennaframboðs og Kvennalista. Er kvennabaráttan að endurnýja verkalýðsbaráttuna? Er stéttabaráttan að endurnýja kvennabaráttuna? Getur kvennabaráttan lagað önnur sístem, stofnanir og kerfi? Mun kreppan styrkja feðraveldið eða fella, mýkja eða herða?
6/15/20201 hour, 19 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 9. júní

Við Rauða borðið í kvöld setjast myndlistarmennirnir Egill Sæbjörnsson og Georg Óskar Giannakoudakis og rithöfundarnir Sigurbjörg Þrastardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl og ræða stöðu listarinnar á tímum kórónafaraldurs og kreppu, uppreisna og samfélagsátaka. Eru hinir áhugaverðu tímar uppspretta listar eða mun kreppan og veik efnahagsleg staða listamanna fella hana og meiða?
6/15/20201 hour, 21 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 8. júní

Við Rauða borðið í kvöld sest ungt fólk og ræðir þessa undarlegu tíma sem við lifum; tíma kórónafaraldurs, tíma kreppu og tíma uppreisnar gegn ofbeldi og kúgun. Jóhanna Steina Matthíasdóttir, nýstúdent og formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema; Kristbjörg Eva Andersen Ramos háskólanemi; Lóa Björk Björnsdóttir uppistandari; Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður; og Benjamín Julian, starfsmaður Eflingar stéttarfélags.
6/15/20201 hour, 8 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 5. júní

Að Rauða borðinu í kvöld kemur þjóðhagsráð þáttarins, hagfræðingarnir Ólafur Margeirsson, Guðrún Johnsen og Ásgeir Brynjar Torfason og ræða hagfræði þrælahalds, rasisma og kúgunar; lífsgæði þess að lifa og starfa í samfélagi án smits; stöðu íslenska hagkerfisins án mikils túrisma; þróun eignaverð á tímum samdráttar og sitthvað fleira.
6/15/202058 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 4. júní

Við Rauða borðið í kvöld setjast og ræða okkar áhugaverður tíma Haukur Már Helgason, óháður blaðamaður, Helga Vala Helgadóttur þingkona, Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og Guðmundur Ævar Oddsson félagsfræðingur. Mun allt sem gerist í Bandaríkjunum koma til Íslands? Hafa stjórnvöld hér tekið hagkerfið fram yfir heilsuna? Hvers vegna mætti unga fólkið á Austurvöll í gær? Hvar fara stjórnmálin fram, á götunum eða innan kerfisins? Hvar brjótast breytingar fram?
6/15/20201 hour, 13 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 3. júní

Miðvikudagar eru rauðsokkudagar við Rauða borðið, þá ræðum við kvennabaráttu á krepputímum; hvort kreppan muni kæfa kvennabaráttuna eða kveikja enn frekar upp í henni. Í dag setjast við Rauða borðið og ræða þetta þær Áa Einarsdóttir, mannfræðingur, heimildamyndakona og framkvæmdastýra Stelpur rokka!; Helga Þórey Jónsdóttir, kennari og doktorsnemi í menningarfræðum; Helga Lind Mar, framkvæmdastýra Stúdentaráðs og fyrrum skipuleggjandi druslugöngunnar; Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og ein af stofnendum Kvennaframboðs og Kvennalista; Kristín Jónsdóttir, Parísardaman sem er ein af aðstandendum femínska vefritsins Knúz og Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi. Í síðasta þætti enduðum við á að ræða stéttabaráttu og kvennabaráttu og tengslin þar á milli og byrjum þar í dag, en siðan leiðir samtalið okkur víða um feðraveldið og nærliggjandi sveitir.
6/15/20201 hour, 12 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 2. júní

Við Rauða borðið í kvöld sest fólk sem bjó í Bandaríkjunum um langa stund og veltir fyrir sér ástandinu þar, séð frá Íslandi: Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar; Sólveig Ásta Sigurðardóttir, doktorsnemi í bókmenntum; Snorri Sturluson leikstjóri og Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur. Eru Bandaríkin að leysast upp, hvað getur haldið þeim saman? Hvaða áhrif hafa mótmælin nú á stjórnmálin og komandi kosningar?
6/15/20201 hour, 6 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 29. maí

Við Rauða borðið í kvöld setjast Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og fyrrum þingkona; Ásta Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna; Alma Björk Blöndal Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi og baráttukona gegn spilasölum; og Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins; og ræða okkar áhugaverðu tíma, kórónakreppuna sem er að skella á, viðbrögð og viðbragðaleysi við henni, baráttu og andstöðu, lýðræði og vald.
6/15/20201 hour, 18 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 28. maí

Baráttukonan Jóna Imsland sest fyrst við Rauða borðið í kvöld og segir frá baráttu sinni gegn landsölu til auðkýfinga. Síðan koma að Rauða borðinu Finnur Dellsén, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Héðinn Unnsteinsson stefnumótunarsérfræðingur og Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur og ræða kórónakreppuna og áhrif hennar á samfélagið og hugmyndir okkar um lýðræði, vald og hvað þarf að gerast til að það komi skárra samfélag út úr kreppunni en ekki verra.
6/15/20201 hour, 26 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 27. maí

Við Rauða borðið í kvöld setjast: Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, femínískur aktivisti Lóa Björk Björnsdóttir, femínískur uppistandari Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Þorbera Fjölnisdóttir, meðlimur í stýrihópi kvennahreyfingar ÖBÍ.
6/15/20201 hour, 12 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 26. maí

Við Rauða borðið í kvöld setjast: Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona, nKristinn Már Ársælsson doktorsnemi í félagsfræði og Atli Þór Fanndal ráðgjafi og fyrrum blaðamaður Þau ræða ástandi í samfélaginu við upphaf kreppu; ekki síst um lýðræðið og áhrif eða áhrifaleysi þess á aðgerðir og ákvarðanir stjórnvalda. Síðar í þættinum kemur Sigurður Pétursson sagnfræðingur og segir okkur frá tilraunum fyrirtækjaeigenda til að brjóta niður baráttu og samtök verkalýðsins fyrr á árum og hvort aðgerðirnar þá eigi eitthvað skylt við þær sem beitt er í dag.
6/15/20201 hour, 24 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 25. maí

Við Rauða borðið í kvöld verður rætt um umhverfismál og kreppu; spurt hvort kreppan ýti umhverfis- og loftslagsmálum aftur fyrir viðreisn atvinnu- og efnahagslífsins eða hvort þetta sé þvert á móti kreppan þar sem umhverfismál muni marka allar aðgerðir sem byggja munu upp samfélagið handa kreppu. Eða eigum við kannski að venja okkur við kreppuna, er hún góð? Mun lokun hagkerfa vegna kórónafaraldursins sanna að hægt sé að bregðast við loftslagsvánni með sama hætti eða þykir sú ógn ekki enn nógu yfirvofandi? Til að velta þessu fyrir sér, svara og spjalla setjast við Rauða borðið þau Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur, Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur, Björn Þorsteinsson heimspekingur, Hjalti Hrafn Hafþórsson heimspekingur og Ólafur Margeirsson hagfræðingur. Öll hafa þau fjallað um umhverfis- og loftslagsmál, sjálfbærni og átökin milli hagvaxtar og náttúrugæða.
6/15/20201 hour, 5 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 22. maí

Að Rauða borðinu í kvöld koma hagfræðingarnir Ólafur Margeirsson, Guðrún Johnsen og Ásgeir Brynjar Torfason. Þau munu ræða 1% stýrivexti Seðlabankans, forsendur þeirrar lækkunar og áhrif; erfðafjárskatt sem hagstjórnartæki í tilefni af fyrir fram greiddum arfi innan Samherjafjölskyldunnar; hlutafjárútboð Icelandair og það sem því fylgir (lækkun launa, skuldum breytt í hlutafé, eldra hlutafé fært niður, tap lífeyrissjóða o.s.frv.); risa styrktarsjóð Evrópusambandsins ef áætlun þeirra Macron og Merkel gengur eftir (tæplega 80 þúsund milljarðar íslenskra króna); og fleira. Síðan mætir Þorleifur Friðriksson sagnfræðingur við Rauða borðið og ræðir um stöðu verkalýðshreyfingarinnar í sögulegu ljósi, samspil kvennahreyfingarinnar og verkalýðsbaráttu, tilraunir fyrirtækjaeigenda og ríkisvaldsins til að brjóta niður samtakamátt verkalýðsins og margt annað.
6/15/20201 hour, 17 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 21. maí

Við Rauða borðið í kvöld sest stjórnmálafólk sem allt á það sameiginlegt að starfa á sveitarstjórnarstiginu sem fulltrúar lista sem ekki tilheyra hinu formlega flokkakerfi landsins. Þetta eru Christiane Leonor Bahner (x-L listi óháðra í Rangárþingi eystra), Guðmundur Egill Erlendsson (x-Ð Við öll á Skagaströnd), Hildur Þórisdóttir (x-L Seyðisfjarðarlistinn), Kristjana Sigurðardóttir (x-L Héraðslistinn), Arna Lára Jónsdóttir (x-Í Ísafjarðarlistinn) og Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir (x-I Betri Fjallabyggð). Þau munu ræða stjórnmálaþátttöku í nærsamfélaginu; valdið í þorpinu, hverfinu, bænum, landshlutanum og kjördæminu; um hvort landsbyggðarstjórnmálin þurfi endurnýjun; hvort stjórnmálin yfir höfuð þurfi endurnýjun og svo auðvitað um kórónakreppuna og hvernig hún mun leggjast á byggðirnar.
6/15/20201 hour, 16 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Kvótann heim, 20. maí

Við Rauða borðið í kvöld setjast femínistar af öllum gerðum og ræða áhrif kreppunnar á kvennabaráttuna og áhrif kvennabaráttunnar á hvernig við bregðumst við kreppunni. Gestir þáttarins eru: Elísabet Ýr Atladóttir, sósíalískur femínisti og aðgerðarsinni; Guðrún Ágústsdóttir, ein af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar, fyrrum borgarfulltrúi og stjórnmálakona; Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, femínískur aktivisti; María Lilja Þrastardóttir Kemp, dagskrárgerðar -og fjölmiðlakona og stofnandi druslugöngunnar; Steinunn Rögnvaldsdóttir, kynjafræðingur og allt mulig feminískur aktivisti; Þorbera Fjölnisdóttir, meðlimur í stýrihópi kvennahreyfingar ÖBÍ; og Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri, ein af stofnendum Kvennaframboðs og Kvennalista og fyrrum þingkona. Þær mættu flestar við Rauða borðið í síðustu viku og slógu í gegn.
6/15/20201 hour, 4 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 19. maí

Við Rauða borðið í kvöld setjast Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, uppistandari og handritshöfundur, Mikael Torfason blaðamaður og rithöfundur, Halldór Armand Ásgeirsson, rit- og pistlahöfundur, og Oddný Harðardóttir þingkona. Umræðuefnið er kreppan yfirvofandi, stjórnmálaástandið, flugfreyjur, atvinnuleysingjar, kvótaerfingjar og annað fólk.
6/15/20201 hour, 16 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 18. maí

Hættum allri sjálfsblekkingu: Óáreittir munu flestir stórir fjárfestar láta sér reisn þeirra sem leggja til vinnuaflið í léttu rúmi liggja og þeir munu ekki leiða baráttuna gegn umhverfishamförum. Við höfum annan valkost: Lýðræðisvæðum fyrirtæki, afmarkaðsvæðum vinnu, hættum að meðhöndla manneskjur sem auðlind og einbeitum okkur saman að því að viðhalda lífi á Jörðinni. Svona endar yfirlýsing sem þrjú þúsund háskólaborgarar um víðan heim sendu frá sér fyrir helgi. Við ræðum innihald þessarar yfirlýsingar við Rauða borðið í kvöld við nokkur þeirra sem skrifuðu undir; þau eru: Eyja Brynjarsdóttir heimspekingur, Íris Ellenberger sagnfræðingur, Gyða Margrét Pétursdóttir kynjafræðingur, Ólafur Páll Jónsson heimspekingur og Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur, öll við Háskóla Íslands og Elmar Geir Unnsteinsson heimspekingur við University College í Dyflinni.
6/15/20201 hour, 7 minutes, 2 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 15. maí

Við Rauða borðið í kvöld setjast þeir sem komu fyrst að borðinu þegar þátturinn byrjaði fyrir níu vikum; Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur og Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur. Þeir mun ræða ójöfnuð og hvernig hann eitrar allar stofnanir samfélagsins, um fjárlög í kreppu, um vanda alþýðuhreyfinga að ná afli á hinum pólitíska vettvangi og margt fleira.
6/15/20201 hour, 11 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 14. maí

Við Rauða borðið í kvöld setjast Drífa Snædal , forseti ASÍ, og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, og ræða það sem miðstjórn Alþýðusambandsins kallar réttu leiðina frá kreppu til lífsgæða. Hvað er ólíkt með greiningu og aðgerðum ASÍ og ríkisstjórnarinnar? Og mun einhver hlusta á ASÍ, mun ríkisstjórnin ekki móta aðgerðir sínar í samvinnu með hagsmunasamtökum fyrirtækja- og fjármagnseigenda. Síðan munu koma að Rauða borðinu ungt fólk og ræða kóróna og kreppuna og áhrif þessa á hugmyndir, samfélag og stjórnmálin: Linus Orri Gunnarsson Cederborg, trésmiður og músikant, Karl Ólafur Hallbjörnsson heimspekinemi, Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og Benjamín Julian, samskiptafulltrúi hjá Eflingu stéttarfélagi.
6/15/20201 hour, 2 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 13. maí

Við Rauða borðið í kvöld setjast nokkrar konur og ræða kvennabaráttu á tímum kóróna og yfirvofandi kreppu. Þær eru Elísabet Ýr Atladóttir, Gerður G. Óskarsdóttir, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, María Lilja Þrastardóttir Kemp, Steinunn Rögnvaldsdóttir, Þorbera Fjölnisdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir, sem allar hafa tekið þátt í kvennabaráttu með einum eða öðrum hætti yfir langt tímabil. Mun kreppan efla kvennabaráttuna eða draga mátt úr femínismanum? Hefur kórónafaraldurinn og tilheyrandi sóttvarnir bitnað harðar á konum og mun kreppan gera það líka? Þessu og miklu fleiru munu konurnar svara í kvöld.
6/15/20201 hour, 2 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 12. maí

Við Rauða borðið í kvöld setjast Sigrún Jónsdóttir, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, og Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, og ræða stöðu námsfólks frammi fyrir kórónakreppunni. Þá kemur að borðinu Sævar Finnbogason, félagi í lýðræðisfélagsins Öldu, og ræðir ástandið á lýðræðinu; er því ýtt til hliðar frammi fyrir háska? Loks kemur Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og ræðir lífeyrissjóðakerfið; er það hluti af vandanum eða hluti af lausninni?
6/15/20201 hour, 15 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 11. maí

Við Rauða borðið í kvöld setjast Pontus Järvstad, doktorsnemi og aktivisti, Jón Gísli Harðarson, rafvirki sem tók þátt í framboði ungs fólks til sveitastjórnar í Rangárþingi eystra, Andrés Ingi Jónsson, þingmaður sem gekk úr VG, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Umræðuefni kvöldsins er alþýðustjórnmál; hvað getur fólk gert til að hafa áhrif á samfélagið? Duga mótmæli vel? Er hægt að ná árangri með starfi í stjórnmálaflokkum eða með því að stofna ný framboð? Með starfi í verkalýðshreyfingunni eða öðrum skipulögðum almannasamtökum? Með því að rífa kjaft eða vera kurteis? Getum við breytt nærumhverfinu, stöðu okkar hóps eða getum við bjargað heiminum?
6/15/20201 hour, 37 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 8. maí

Við Rauða borðið í kvöld setjast hagfræðingarnir Ásgeir Brynjar Torfason, Guðrún Johnsen og Ólafur Margeirsson og ræða hvert eigi að senda reikninginn fyrir björgunaraðgerðum ríkisins. Og hvort eigi að senda hann. Líka áhrif niðurskurðarstefnu ríkissjóða á samfélögin eftir Hrunið 2008 og hvort almenningur geti búist við slíku næstu árin. Síðan sest Stefán Ólafsson prófessor við borðið og ræðir niðurskurðarstefnu nýfrjálshyggjunnar á tíunda áratugnum og fram að Hruni 2008, hvernig hún birtist og hvaða afleiðingar hún hafði á lífskjör almennings. Stefán ræðir einnig aðgerðir stjórnvalda eftir Hrun, hvað af þeim var í anda niðurskurðarstefnunnar og hvað ekki, og spáir í framtíðina; á hverju sé von þegar ríkissjóður hefur verið rekinn með 300-400 milljarða halla.
6/15/20201 hour, 37 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 7. maí

Við Rauða borðið í kvöld setjast Nanna Hlín Halldórsdóttir, doktor í heimspeki, Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur, Margrét Lilja Arnheiðardóttir háskólanemi, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir mannfræðingur og Ásta Jóhannsdóttir félagsfræðingur og ræða kreppuna sem fram undan er og hvernig hún mun breyta samfélaginu og hugmyndum okkar.
6/15/20201 hour, 10 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 6. maí

Við Rauða borðið í kvöld setjast Oddný Eir Ævarsdóttir skáldkona, Finnur Dellsén, prófessor í heimspeki, Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur við Háskólann á Akureyri, og Lara Hoffmann, doktorsnemi í félagsfræði við Háskólan á Akureyri. Þau ræða kórónakreppuna og áhrif hennar á samfélagið, stjórnmálin og ólíkar stéttir og samfélagshópa, m.a. innflytjendur. En líka um traust almennings á stofnanir samfélagsins, sérfræðinga og stjórnmálafólk.
6/15/20201 hour, 2 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 5. maí

Við rauða borðið í kvöld setjast Halldór Armand Ásgeirsson, rit- og pistlahöfundur, Auður Magndís Auðardóttir, doktorsnemi í félagsfræði menntunar, Unnur María Máney Bergsveinsdóttir, sagnfræðingur og sirkuskona, og Jóhann Helgi Heiðdal, doktorsnemi í stjórnmálaheimspeki, og ræða kóróna, kreppuna og kapítalismann, hvort við séum öll í sama bát, í sama vanda og hvort við stefnum öll í sömu átt. Og annað sem tilheyrir hinum spennandi tímum sem við erum svo óheppin að fá í hausinn.
6/15/20201 hour, 3 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 4. maí

Við Rauða borðið í kvöld setjast og ræða stjórnmálaástandið við upphaf djúprar kreppu þeir Jóhann Hauksson blaðamaður, Freyr Eyjólfsson, fjölmiðla- og tónlistarmaður, Guðmundur Auðunsson hagfræðingur og fyrrum þingmennirnir Mörður Árnason og Þór Saari. Þeir labba í gegnum litróf stjórnmálanna og meta heilsu stjórnmálaflokkanna, hvernig þeir eru undir kreppuna búnir og hvernig kreppan mun breyta stjórnmálunum og flokkunum.
6/15/20201 hour, 12 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 1. maí

Við Rauða borðið þennan 1. maí sest Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, og ræðir baráttudaginn og hreyfinguna, hvernig verkefnin hafa breyst og hvernig komandi kreppa kallar á enn frekari breytingar, hlutverk Alþýðusambandsins gagnvart komandi kreppu, átök innan hreyfingarinnar, lífeyrissjóðina og verkalýðshreyfinguna sem fjármagnseigenda og margt fleira.
6/15/202046 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 30. apríl

Að Rauða borðinu í kvöld koma Kristinn Hermansson, hagfræðingur við Glasgow-háskóla, Ísold Uggadóttir, kvikmyndaleikstjóri, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, og ræða kreppu, klípur og klemmur og lausnina við þessu; um veika fjárhagslega stöðu ungs fólks, von og ótta gagnvart framtíðinni og áhrif þessa alls á samfélagið og stjórnmálin.
6/15/202058 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 29. apríl

Við Rauða borðið mætir þjóðhagsráðið, hagfræðingarnir Guðrún Johnsen og Ásgeir Brynjar Torfason og greina stöðuna; samdráttinn, atvinnuleysið, fall gengis og hlutabréfa, seðlaprentunina, kaupmáttinn og aðgerðapakkana.
6/15/202058 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 28. apríl

Við Rauða borðið í kvöld setjast Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, útgefandi, leikkona og matjurtaræktandi, Birgitta Jónsdóttir, aðgerðarsinni og fyrrverandi þingskáld, Haukur Ingi Jónasson, lektor, ráðgjafi, sálgreinir og sérfræðingur í leiðtoga- og samskiptafærni, og Kristinn Már Ársælsson, doktorsnemi og einn stofnanda lýðræðisfélagsins Öldu. Þau ræða kóróna og kreppuna, samfélagið og stjórnmálin, samstöðuna og sundrungina, ugg, ótta og von.
6/15/20201 hour, 39 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 27. apríl

Við Rauða borðið í kvöld setjast Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík, en þeir hafa klofið sig frá Alþýðusambandinu og óskað eftir viðræðum við SA, samtök fyrirtækjaeigenda, um aðgerðir til að verja störf, kaupmátt og lífskjarasamninginn.
6/15/20201 hour, 4 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 24. apríl

Við Rauða borðið í kvöld setjast Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Elín Ebba Ásmundsdóttir iðjuþjálfi, Helga Vala Helgadóttir alþingiskona og Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði. Umræðuefni er kreppan og kórónavírusinn og áhrif þessa á samfélag, stjórnmál og stéttabaráttu.
6/15/20201 hour, 15 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 23. apríl

Við Rauða borðið í kvöld setjast hagfræðingarnir Guðrún Johnsen, Ásgeir Brynjar Torfason og Ólafur Margeirsson og ræða kreppuna sem er að skríða fram og aðgerðir ríkisstjórna og seðlabanka til að sporna við fallinu og undirbúa samfélagið fyrir upprisu, endurnýjun. Hvað verður kreppan stór, löng og grimm og á hverja leggst hún harðast? Og samfélagið handa kreppurnar, verður það skárra fyrir almenning eða verra? Hvernig er kórónakreppan að breyta hugmyndum hagfræðinga um peningamál og ríkisfjármál, hvernig breyta þær hugmyndir stjórnmálunum og hversu djúpstæðar eru þessar breytingar?
6/15/20201 hour, 10 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 22. apríl

Við Rauða borðið í kvöld setjast Atli Þór Fanndal, fyrrverandi blaðamaður, Benedikt Sigurðsson, framkvæmdastjóri Búfesti húsnæðissamvinnufélags og Jón Karl Stefánsson, MA í félagssálfræði, og ræða kórónakreppuna og áhrif hennar á hugmyndir og stjórnmál; ekki síst hlutverk ríkisvaldsins og opinberan rekstur en líka samvinnufélög og annan félagslegan rekstur. Þá kemur Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, og ræðir stöðu hinna fátækustu í harðnandi kreppu.
6/15/20201 hour, 8 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 21. apríl

Við Rauða borðið í kvöld setjast Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður og þingmennirnir Smári McCarthy og Ágúst Ólafur Ágústsson og ræða aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar nr. tvö, eðli og umfang kreppunnar sem er að skella á, hlutverk ríkisvaldsins í að bregðast við henni og hvort ríkisstjórnin sé á réttri leið. Að þessu sinni verður þátturinn sendur út klukkan níu í kvöld, stuttu eftir Kveik í Ríkissjónvarpinu.
6/15/20201 hour, 6 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 20. apríl

Við Rauða borðið í kvöld sitja þau Mikael Torfason rithöfundur, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og ræða mannúð og mannhatur á tímum kórónavírusins.
6/15/20201 hour, 14 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Rauða borðið, 17. apríl

Við Rauða borðið settust hagfræðingarnir Ólafur Margeirsson og Ásgeir Brynjar Torfason, sem hafa rætt þar undanfarnar vikur um komandi kreppu og aðgerðir stjórnvalda víða um heim til að mæta henni. Í kvöld halda þeir áfram að greina ástandið og velta fyrir sér afleiðingum kreppunnar fyrir heimshagkerfið, stöðu einstakra svæða, valdahlutföll í samfélögum, hlutverk ríkisins o.fl.
6/15/20201 hour, 10 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

20. Rauða borðið, 16. apríl

Við Rauða borðið setjast þau Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar, og Ásta Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Þau munu ræða hrun ferðaþjónustunnar og afleiðingar þess fyrir almenning, hvernig stjórnvöld ættu að bregðast við og hvernig líklegast er að þau muni bregðast við og hvað almenningur getur gert til að tryggja að hagsmunir hans verði ekki fyrir borð bornir.
5/3/20201 hour, 12 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

19. Rauða borðið, 15. apríl

Við Rauða borðið í kvöld setjast blaðamennirnir Gunnar Hrafn Jónsson og Kristinn Hrafnsson og ræða áhrif kórónafaraldursins og kreppunnar sem honum fylgir á heimsmálin, alþjóðapólitík, átök milli ríkja og svæða; en einnig innan ríkja, milli stétta og þjóðfélagshópa.
5/3/20201 hour, 6 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

18. Rauða borðið, 14. apríl

Við Rauða borðið í kvöld setjast Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður Verkalýðsfélags Suðurlands, Halldóra Mogensen alþingskona, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandið. Umræðuefnið er kreppan sem er að skella á, áhrif hennar á launafólk, fjölskyldur og ólíka og byggðarlög og til hvaða aðgerða þarf að grípa til að slá á þau áhrif.
5/3/202058 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

17. Rauða borðið, 10. apríl

Í gær náðu evruríkin samkomulagi um aðgerðir til bjargar þeim svæðum sem verst hafa orðið úti í kórónafaraldrinum og fjármálaráðuneyti Breta sagði Englandsbanka að fjármagna með seðlaprentun aðgerðir breskra stjórnvalda til að mæta faraldrinum og kreppunni sem fylgir. Hvort tveggja eru mikil tíðindi og marka straumhvörf í ríkisfjármálum sem munu hafa áhrif á hvernig stjórnvöld víða um heim munu mæta þessari kreppu og öðrum í framtíðinni. Til að skýra þetta sest Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur við Rauða borðið á Samstöðinni klukkan átta á föstudaginn langa og ræðir við Gunnar Smára Egilsson.
5/3/202049 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

16. Rauða borðið, 9. apríl

Við Rauða borðið setjast Sveinn Sigurðsson, einn eigenda að Smiðjunni brugghúsi í Vík í Mýrdal, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari og prímusmótor innan frjálsu leikhússenunnar, Elín G. Ragnarsdóttir og ræða stöðu smáfyrirtækja frammi fyrir dýpstu kreppu í manna minnum. Aðgerðir til bjargar smárekstri er lykilatriði í aðgerðapökkum ríkisstjórna um allan heim, en ekki hér. Hvað er það sem stjórnvöld ættu að gera til að tryggja að smáfyrirtæki, sem eru burðarvirki atvinnulífsins, lifi af og geti tekið þátt í viðspyrnunni að kreppunni lokinni?
5/3/202040 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

15. Rauða borðið, 8. apríl

Við Rauða borðið setjast hagfræðingarnir Ólafur Margeirsson og Ásgeir Brynjar Torfason. Ég ræddi við þá fyrir viku og síðan hafa efnahagshorfur breyst mikið, sem og hugmyndir manna um hvað það er sem er að skella á. Þeir Ólafur og Ásgeir Brynjar munu lýsa ástandinu og spá í spilin. Að því loknu kemur Jóhann Helgi Heiðdal doktorsnemi í stjórnmálaheimspeki og ræðir um samfélag og stjórnmál Danmerkur á tímum kórónafaraldursins og hvaða áhrif hann getur haft á hugmyndir okkar, stjórnmálabaráttu og valdahlutföll í samfélaginu.
5/3/20201 hour, 10 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

14. Rauða borðið, 7. apríl

Við Rauða borðið setjast Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi , Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, og ræða konur og kórónafaraldurinn og annað sem tengist okkar háskalegu tímum. Að því samtali loknu kemur Einar Már Jónsson sagnfræðiprófessor og ræður stöðuna í Frakklandi, þar sem kórónafaraldurinn geisar og hefur haft mikið áhrif á samfélagið og stjórnmálin. Streymt hér klukkan átta.
5/3/202057 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

13. Rauða borðið, 6. apríl

Rætt við Ólaf Gíslason um Ítalíu og Ragnar Þór Ingólfsson um málefni verkalýðshreyfingarinnar.
5/3/202057 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

12. Rauða borðið, 2. apríl

Við Rauða borðið sitja Kristinn Már Ársælsson, doktorsnemi í félagsfræði með lýðræði sem rannsóknarsvið, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Mikael Torfason, rithöfundur í Vín og Bára Halldórsdóttir, öryrki og upptakari. Þau munu ræða um hina fordæmalausu tíma, hvers kona tíma erum við að lifa, hvað er að hvolfast yfir okkur og hvers konar samfélag er handan kreppunnar; eitthvað skárra eða kannski eitthvað miklu verra?
5/3/20201 hour, 13 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

11. Rauða borðið, 1. apríl

Við Rauða borðið setjast hagfræðingarnir Ólafur Margeirsson og Ásgeir Brynjar Torfason.
5/3/202044 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

10. Rauða borðið, 31. mars

Við Rauða borðið koma Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, og segir frá svörtum horfum í atvinnulífi út á Reykjanesi. Þá koma þau Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og ræða um áhrif kórónavírusins á almenning og um stjórnarandstöðu á þingi og utan þings.
4/30/202039 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

9. Rauða borðið, 30. mars

Við Rauða borðið verða Védís Guðjónsdóttir, en hún er að ná sér eftir kórónaflensuna en er enn lokuð inni í sóttkví í einu herbergi á heimili sínu og síðan þeir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða, og ræða um hlutverk verkalýðshreyfingarinnar á háskatímum og hvort hreyfingin eigi að styrkja pólitíska stöðu sína.
4/30/202049 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

8. Rauða borðið, 28. mars

Við Rauða borðið ræða saman um okkar háskalegu tíma Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona sem nú dvelur á Ströndum, Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður á Stundinni, Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðingur, Þuríður Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, og Marinó G. Njálsson, tölvufræðingur með meiru. Þau hafa öll fjallað á samfélagsmiðlum um ástandið út frá ýmsum sjónarhornum og munu skiptast á skoðunum, viðhorfum og sögum.
4/30/202052 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

7. Rauða borðið, 26. mars

Við Rauða borið ræðir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, um áfallið sem er að ríða yfir sveitarfélagið, þar var atvinnuleysið þegar orðið rétt um 10% fyrir kreppu og gæti mögulega slegið í 20%, 30% eftir áhrif kórónavírusins á ferðaþjónustuna; Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, ræðir um hvernig sveitarfélögin gleymdust í aðgerðum ríkisvaldsins og hvernig borgin getur stutt þau sem standa verst og eru viðkvæmust fyrir kreppunni; Atli Þór Fanndal, fyrrverandi blaðamaður, ræðir um hvernig fjölmiðlar eru að standa sig gagnvart faraldrinum og kreppunni sem eltir hann og í lokin kynnir Sigurjón Magnús Egilsson, ritstjóri Miðjunnar, nýjan þátt á Samstöðinni; Morgunþátt Miðjunnar.
4/30/202047 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

6. Rauða borðið, 25. mars

Við Rauða borðið í þættinum sitja Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður og stofnandi Pírata, Ásta Dís Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri hjá Pepp á Íslandi, samtaka fólks í fátækt, og Heiða B. Heiðars sölustjóri. Allar voru þær virkar í búsáhaldabyltingunni og munu ræða lærdóm hennar og hvernig hann nýtist almenningi á bjargbrún nýrrar kreppu.
4/30/202051 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

5. Rauða borðið, 24. mars

Við Rauða borðið í þættinum sitja Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Akranes, Ásta Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, og ræða stöðu launafólks og heimilanna í landinu frammi fyrir komandi kreppu. Eftir það samtal heyrum við í Katrínu Baldursdóttur á Ítalíu og Guðmund Auðunsson í London, fólk sem býr við útgöngubann, um áhrif þess á samfélagið, stjórnmálin og þau sjálf.
4/30/202052 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

4. Rauða borðið, 23. mars

Rætt við Þuríði Hörpu Sigurðardóttur formann ÖBÍ, Aðalstein Árna Baldursson formann verkalýðsfélagsins Framsýnar, og Ragnar Þór Ingólfsson formann VR.
4/30/202038 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

3. Rauða borðið, 20. mars

Drífa Snædal um verkalýðshreyfinguna við upphaf kreppu.
4/28/202036 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

2. Rauða borðið, 19. mars

Ásgeir Brynjar hagfræðingur um viðbrögð erlendra ríkja við kórónakreppunni
4/28/202048 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

1. Rauða borðið, 18. mars

Rauða borðið hefur göngu sína; Rætt við Árni Daníel Júlíusson um lærdóm okkar af búsáhaldabyltingunni
4/27/202040 minutes, 45 seconds