Winamp Logo
Heimskviður Cover
Heimskviður Profile

Heimskviður

Icelandic, Political, 1 season, 374 episodes, 5 days, 4 hours, 2 minutes
About
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Umsjón: Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
Episode Artwork

167| Hvað er framundan árið 2024?

Í þessum síðasta þætti ársins 2023 horfa Heimskviður til framtíðar, nánar tiltekið til ársins 2024 sem er handan við hornið. Við förum yfir sviðið með góðkunningjum þáttarins, Birni Malmquist, Dagnýju Huldu Erlendsdóttur, Hallgrími Indriðasyni, Oddi Þórðarsyni og Ólöfu Ragnarsdóttur og skoðum flestar heimsálfurnar. Hvernig þróast átökin sem geisa í heiminum og hvaða áhrif hafa þau utan átakasvæða? Hvað verður efst á baugi á Norðurlöndunum og í Afríku? Verður tekist á um þátttöku Ísrael í Eurovision og á Ólympíuleikunum, eins og var með Rússland í fyrra? Hvernig lítur árið 2024 út utan Íslands? Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
12/16/20230
Episode Artwork

167| Hvað er framundan árið 2024?

Í þessum síðasta þætti ársins 2023 horfa Heimskviður til framtíðar, nánar tiltekið til ársins 2024 sem er handan við hornið. Við förum yfir sviðið með góðkunningjum þáttarins, Birni Malmquist, Dagnýju Huldu Erlendsdóttur, Hallgrími Indriðasyni, Oddi Þórðarsyni og Ólöfu Ragnarsdóttur og skoðum flestar heimsálfurnar. Hvernig þróast átökin sem geisa í heiminum og hvaða áhrif hafa þau utan átakasvæða? Hvað verður efst á baugi á Norðurlöndunum og í Afríku? Verður tekist á um þátttöku Ísrael í Eurovision og á Ólympíuleikunum, eins og var með Rússland í fyrra? Hvernig lítur árið 2024 út utan Íslands? Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
12/16/20230
Episode Artwork

167| Hvað er framundan árið 2024?

short_text=None long_text='Í þessum síðasta þætti ársins 2023 horfa Heimskviður til framtíðar, nánar tiltekið til ársins 2024 sem er handan við hornið. Við förum yfir sviðið með góðkunningjum þáttarins, Birni Malmquist, Dagnýju Huldu Erlendsdóttur, Hallgrími Indriðasyni, Oddi Þórðarsyni og Ólöfu Ragnarsdóttur og skoðum flestar heimsálfurnar. Hvernig þróast átökin sem geisa í heiminum og hvaða áhrif hafa þau utan átakasvæða? Hvað verður efst á baugi á Norðurlöndunum og í Afríku? Verður tekist á um þátttöku Ísrael í Eurovision og á Ólympíuleikunum, eins og var með Rússland í fyrra? Hvernig lítur árið 2024 út utan Íslands?\n\nUmsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.' language='is' valid_from=None
12/16/202341 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

166| Samningaborðið á COP28 og Úkraínumenn breyta jólunum

Heimskviður hefja leika í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, í Dubai þar sem COP28 stendur nú sem hæst. Og hún á að verða ráðstefna aðgerða, svo að þau markmið sem sett hafa verið í loftslagsmálum síðustu ár náist. En er það yfir höfuð hægt? Erum við ef til vill orðin of sein að grípa í taumana? Þau sem eru við samningaborðið í Dubai telja að svo sé ekki. Og eru reyndar mörg hver á því að lokasamþykktin gæti orðið söguleg, takist að koma inn ákvæði um framtíð jarðefnaeldsneytis - olíu og gass. Þar til fyrir aðeins örfáaum árum þögðu samningamenn þunnu hljóði á COP-ráðstefnum um áhrif jarðefnaeldsneytis. En er hægt að taka nokkuð mark á því sem þarna gerist? Loftslagsráðstefna í olíuríkinu Sameinuðu arabísku furstadæmunum hljómar eins og grín. Mörgum er reyndar ekki hlátur í huga og segja grafalvarlegt að svo mikilvæg ráðstefna sé haldin á viðlíka stað. Svo ekki sé nú minnst á manninn sem fer fyrir öllu klabbinu: Soldán sem gegnir framkvæmdastjórastöðu í ríkisolíufyrirtæki Abu Dhabi. Gagnaleki skömmu fyrir ráðstefnuna þótti sýna að gestgjafarnir hefðu aðrar meiningar með gestgjafahlutverkinu en að berjast gegn loftslagsvánni. Oddur Þórðarson ætlar með okkur að samningaborðinu í Dubai. Svo hugum við að jólahaldi í Úkraínu. Það hefur eðli málsins samkvæmt ótalmargt breyst í Úkraínu eftir innrás Rússa og þar á meðal jólin. Úkraínumenn vilja losa sig við allar hefðir sem tengjast Rússlandi og því verða jólin í ár og framvegis haldin 25. desember en ekki 7. janúar líkt og tíðkast í Rússlandi og hafði lengi tíðkast í Úkraínu. Dagný Hulda Erlendsdóttir kynnti sér málin og ræddi við Úkraínumenn í Kyiv og hér á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta BJörnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
12/9/20230
Episode Artwork

166| Samningaborðið á COP28 og Úkraínumenn breyta jólunum

short_text=None long_text='Heimskviður hefja leika í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, í Dubai þar sem COP28 stendur nú sem hæst. Og hún á að verða ráðstefna aðgerða, svo að þau markmið sem sett hafa verið í loftslagsmálum síðustu ár náist. En er það yfir höfuð hægt? Erum við ef til vill orðin of sein að grípa í taumana? Þau sem eru við samningaborðið í Dubai telja að svo sé ekki. Og eru reyndar mörg hver á því að lokasamþykktin gæti orðið söguleg, takist að koma inn ákvæði um framtíð jarðefnaeldsneytis - olíu og gass. Þar til fyrir aðeins örfáaum árum þögðu samningamenn þunnu hljóði á COP-ráðstefnum um áhrif jarðefnaeldsneytis. En er hægt að taka nokkuð mark á því sem þarna gerist? Loftslagsráðstefna í olíuríkinu Sameinuðu arabísku furstadæmunum hljómar eins og grín. Mörgum er reyndar ekki hlátur í huga og segja grafalvarlegt að svo mikilvæg ráðstefna sé haldin á viðlíka stað. Svo ekki sé nú minnst á manninn sem fer fyrir öllu klabbinu: Soldán sem gegnir framkvæmdastjórastöðu í ríkisolíufyrirtæki Abu Dhabi. Gagnaleki skömmu fyrir ráðstefnuna þótti sýna að gestgjafarnir hefðu aðrar meiningar með gestgjafahlutverkinu en að berjast gegn loftslagsvánni.\nOddur Þórðarson ætlar með okkur að samningaborðinu í Dubai. \n\nSvo hugum við að jólahaldi í Úkraínu. Það hefur eðli málsins samkvæmt ótalmargt breyst í Úkraínu eftir innrás Rússa og þar á meðal jólin. Úkraínumenn vilja losa sig við allar hefðir sem tengjast Rússlandi og því verða jólin í ár og framvegis haldin 25. desember en ekki 7. janúar líkt og tíðkast í Rússlandi og hafði lengi tíðkast í Úkraínu. Dagný Hulda Erlendsdóttir kynnti sér málin og ræddi við Úkraínumenn í Kyiv og hér á Íslandi. \n\nUmsjónarmenn þáttarins eru Birta BJörnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.' language='is' valid_from=None
12/9/202341 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

165| Framtíð Kristjaníu og forsetakosningar í Bandaríkjunum

Ein helsta sérstaða fríríkisins Kristjaníu í Kaupmannahöfn er gatan Pusherstræti, þar sem lengi fór fram sala á hassi fyrir opnum tjöldum án verulegra afskipta yfirvalda. Undanfarin ár hafa yfirvöld haft sífellt meiri afskipti af Pusherstræti og nú bendir allt til þess að þessi kannbissala hætti alfarið. Hallgrímur Indriðason skoðar hvað skýrir þessa breytingu og hvaða áhrif hún hefur á þróun og tilvist fríríkisins. Eins og staðan er núna er líklegast að tvö afar kunnugleg nöfn standi á kjörseðli Bandaríkjamanna á næsta ári þegar velja á nýjan forseta.En nýr verður forsetinn kannski ekki því flest bendir til þess að þeir Joe Biden og Donald Trump berjist aftur um búsetu í Hvíta húsinu næstu fjögur árin. En hvernig má það vera að í þessu fjölmenna og stóra landi standi valið aftur á milli núverandi forsetans, sem er nú þegar orðinn sá elsti til að gegna embættinu og þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum vilja ekki að bjóði sig aftur fram. Hinn valkosturinn er svo fyrrum forsetinn sem hefur verið í fullri vinnu síðan hann lét af embætti að svara fyrir ýmsar sakir í dómssölum. Eða eru þeir tveir kannski bara best til þess fallnir að stýra landinu? Birta og Bjarni Pétur spá í spilin nú þegar ár er til kosninga þar vestra. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
12/2/20230
Episode Artwork

165| Framtíð Kristjaníu og forsetakosningar í Bandaríkjunum

short_text=None long_text='Ein helsta sérstaða fríríkisins Kristjaníu í Kaupmannahöfn er gatan Pusherstræti, þar sem lengi fór fram sala á hassi fyrir opnum tjöldum án verulegra afskipta yfirvalda. Undanfarin ár hafa yfirvöld haft sífellt meiri afskipti af Pusherstræti og nú bendir allt til þess að þessi kannbissala hætti alfarið. Hallgrímur Indriðason skoðar hvað skýrir þessa breytingu og hvaða áhrif hún hefur á þróun og tilvist fríríkisins.\n\nEins og staðan er núna er líklegast að tvö afar kunnugleg nöfn standi á kjörseðli Bandaríkjamanna á næsta ári þegar velja á nýjan forseta.En nýr verður forsetinn kannski ekki því flest bendir til þess að þeir Joe Biden og Donald Trump berjist aftur um búsetu í Hvíta húsinu næstu fjögur árin. En hvernig má það vera að í þessu fjölmenna og stóra landi standi valið aftur á milli núverandi forsetans, sem er nú þegar orðinn sá elsti til að gegna embættinu og þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum vilja ekki að bjóði sig aftur fram. Hinn valkosturinn er svo fyrrum forsetinn sem hefur verið í fullri vinnu síðan hann lét af embætti að svara fyrir ýmsar sakir í dómssölum. Eða eru þeir tveir kannski bara best til þess fallnir að stýra landinu? Birta og Bjarni Pétur spá í spilin nú þegar ár er til kosninga þar vestra. \n\nUmsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.' language='is' valid_from=None
12/2/202340 minutes
Episode Artwork

164| Undirheimastríð í Svíþjóð og það besta og versta á Indlandi.

Svíar vonast til að glæpahrina haustsins sé á enda. Dregið hefur úr skot- og sprengjuárásum nærri sænsku höfuðborginni frá því mest var í september og október. Aðferðir glæpagengjanna sænsku og árásir eru óvenju hrottalegar. Börn og ungmenni eru fengin til að fremja voðaverkin og æðstu kónarnir hundelta hver annan um alla Evrópu eins og í mafíumyndum eða glæpasögum frá Hollywood. Sænsk yfirvöld eiga erfitt með að bregðast við og stjórnmálamenn að koma sér saman um leiðir. En hvers vegna er svona komið fyrir fyrirmyndarríkinu Svíþjóð? Hvernig gengur yfirvöldum að bregðast við og hvers vegna gerist þetta núna? Sváfu yfirvöld og Svíar á verðinum eða eru evrópsk glæpa- og eiturlyfjagengi að styrkjast og orðin ófeimnari við að heyja undirheimastríð sín fyrir augum almennings. Indverjar náðu þeim merka áfanga fyrr á þessu ári að verða fjölmennasta þjóð heims og mörg af efnuðustu löndum heims keppast við að koma á viðskiptum við Indland enda hvergi í heiminum jafn mikill hagvöxtur og þar. Það er ekki hægt að fullyrða eitt eða neitt varðandi Indland því þar er hægt að finna allt það besta og um leið það versta í einu og sama ríkinu. Land þar sem upplýsingaóreiða og um leið hatursorðræða í garð minnihlutahópa fær að blómstra og dafna í skugga þjóðernisflokks hindúa. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
11/25/20230
Episode Artwork

164| Undirheimastríð í Svíþjóð og það besta og versta á Indlandi.

short_text=None long_text='Svíar vonast til að glæpahrina haustsins sé á enda. Dregið hefur úr skot- og sprengjuárásum nærri sænsku höfuðborginni frá því mest var í september og október. Aðferðir glæpagengjanna sænsku og árásir eru óvenju hrottalegar. Börn og ungmenni eru fengin til að fremja voðaverkin og æðstu kónarnir hundelta hver annan um alla Evrópu eins og í mafíumyndum eða glæpasögum frá Hollywood. Sænsk yfirvöld eiga erfitt með að bregðast við og stjórnmálamenn að koma sér saman um leiðir. En hvers vegna er svona komið fyrir fyrirmyndarríkinu Svíþjóð? Hvernig gengur yfirvöldum að bregðast við og hvers vegna gerist þetta núna? Sváfu yfirvöld og Svíar á verðinum eða eru evrópsk glæpa- og eiturlyfjagengi að styrkjast og orðin ófeimnari við að heyja undirheimastríð sín fyrir augum almennings. \n\nIndverjar náðu þeim merka áfanga fyrr á þessu ári að verða fjölmennasta þjóð heims og mörg af efnuðustu löndum heims keppast við að koma á viðskiptum við Indland enda hvergi í heiminum jafn mikill hagvöxtur og þar. Það er ekki hægt að fullyrða eitt eða neitt varðandi Indland því þar er hægt að finna allt það besta og um leið það versta í einu og sama ríkinu. Land þar sem upplýsingaóreiða og um leið hatursorðræða í garð minnihlutahópa fær að blómstra og dafna í skugga þjóðernisflokks hindúa.\n\nUmsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.' language='is' valid_from=None
11/25/202340 minutes
Episode Artwork

163| Stjórnarkreppa á Spáni og sextugar samsæriskenningar

Stjórnarkreppan sem hefur verið á Spáni síðan í júlí leystist á fimmtudaginn þegar 179 þingmenn á spænska þinginu greiddu atkvæði með tillögu Pedros Sanchez, leiðtoga sósíalista, um meirihlutastjórn. Sanchez er þannig búinn að púsla saman átta flokka meirihluta og verður áfram forsætisráðherra Spánar - eftir umdeilt samkomulag við flokka aðskilnaðarsinna í Katalóníu. Það samkomulag snýst meðal annars um sakaruppgjöf fyrir þrjú til fjögur hundruð manns sem komu að atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. En hvernig lítur þetta samkomulag út, um hvað er deilt og hver er forsagan? Björn Malmquist ræddi spænsk stjórnmál við Jóhann Hlíðar Harðarson sem hefur búið á Spáni síðustu ár og Montserrat Riba Cunill, sem er yfirmaður sendinefndar Katalóníu fyrir Norðurlönd og Eystrasaltslöndin. Þann 22.nóvember verða 60 ár liðin frá því að John F. Kennedy, þá forseti Bandaríkjanna, var skotinn til bana í Dallas í Texas í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði fjölluðu flestir stærstu bandarísku fjölmiðlanna um nýja bók leyniþjónustumanns sem var á staðnum þegar Bandaríkjaforsetinn var myrtur. Hann ákvað að gefa út endurminningar sínar sex áratugum eftir atburðinn, en frásögnin hefur enn og aftur þyrlað upp umræðu og kenningum um hver eða hverjir voru að verki þennan örlagaríka dag í Dallas. En af hverju er enn verið að skrifa fréttir um sannarlega sviplegt andlát Kennedys? Alls konar kenningar og samsæriskenningar hafa í gegnum tíðina verið viðloðandi umfjöllun um málið, sem sextíu árum síðar virðist enn tilefni til að fjalla um. Og það gerir Birta Björnsdóttir í þættinum með aðstoð Magnúsar Sveins Helgasonar, sagnfræðings og sérfræðings í bandarískri sögu. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
11/18/20230
Episode Artwork

163| Stjórnarkreppa á Spáni og sextugar samsæriskenningar

short_text=None long_text='Stjórnarkreppan sem hefur verið á Spáni síðan í júlí leystist á fimmtudaginn þegar 179 þingmenn á spænska þinginu greiddu atkvæði með tillögu Pedros Sanchez, leiðtoga sósíalista, um meirihlutastjórn. Sanchez er þannig búinn að púsla saman átta flokka meirihluta og verður áfram forsætisráðherra Spánar - eftir umdeilt samkomulag við flokka aðskilnaðarsinna í Katalóníu. Það samkomulag snýst meðal annars um sakaruppgjöf fyrir þrjú til fjögur hundruð manns sem komu að atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. En hvernig lítur þetta samkomulag út, um hvað er deilt og hver er forsagan? Björn Malmquist ræddi spænsk stjórnmál við Jóhann Hlíðar Harðarson sem hefur búið á Spáni síðustu ár og Montserrat Riba Cunill, sem er yfirmaður sendinefndar Katalóníu fyrir Norðurlönd og Eystrasaltslöndin. \n\nÞann 22.nóvember verða 60 ár liðin frá því að John F. Kennedy, þá forseti Bandaríkjanna, var skotinn til bana í Dallas í Texas í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði fjölluðu flestir stærstu bandarísku fjölmiðlanna um nýja bók leyniþjónustumanns sem var á staðnum þegar Bandaríkjaforsetinn var myrtur. Hann ákvað að gefa út endurminningar sínar sex áratugum eftir atburðinn, en frásögnin hefur enn og aftur þyrlað upp umræðu og kenningum um hver eða hverjir voru að verki þennan örlagaríka dag í Dallas. En af hverju er enn verið að skrifa fréttir um sannarlega sviplegt andlát Kennedys? Alls konar kenningar og samsæriskenningar hafa í gegnum tíðina verið viðloðandi umfjöllun um málið, sem sextíu árum síðar virðist enn tilefni til að fjalla um. Og það gerir Birta Björnsdóttir í þættinum með aðstoð Magnúsar Sveins Helgasonar, sagnfræðings og sérfræðings í bandarískri sögu. \n\nUmsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.' language='is' valid_from=None
11/18/202340 minutes
Episode Artwork

11.11.2023

11/11/20230
Episode Artwork

162| Kynferðisofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar og körfuboltastjarna

short_text=None long_text='Fyrir fáeinum dögum loguðu fjölmiðlar á Spáni, vegna skýrslu sem leiddi í ljós umfang kynferðisbrota kaþólsku kirkjunnar þar í landi. Þolendur kirkjunnar manna frá því um miðbik síðustu aldra skipta hundruðum þúsunda. Kaþólska kirkjan hefur um áratugaskeið varist ásökunum um að hafa leyft ofbeldinu að þrífast innan veggja hennar, jafnvel þótt stöðugt væri kvartað. Hagur gerendanna, var nær alltaf tekinn framfyrir hag þolenda. Það er ljóst af þessari skýrslu og fleiri slíkum sem gefnar hafa verið út víða um heim. Alls staðar þar sem kaþólska kirkjan er, þar virðist ofbeldi gegn börnum hafa fengið að viðgangast. En hvers vegna loðir þetta svona við þessa aldagömlu og valdamiklu stofnun? Er kirkjunni fært að gera upp við þessa dökku fortíð sína?\n\nSvo kynnumst við betur nýjustu stjörnunni í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum. Hann heitir Victor Wembanyama, er nítján ára og 2,24 metrar á hæð. Hann er hæsti leikmaðurinn í deildinni og aldrei áður komið fram leikmaður sem er svona hávaxinn og getur hreyft sig eins og hann. Victor spilar fyrir San Antonio Spurs í Texas í Bandaríkjunum og þar eru miklar væntingar gerðar til hans, en Spurs er gamalt stórveldi sem ætlar aftur að komast á toppinn eins og eftir aldamótin. En Frakkar og franska landsliðið bindur líka miklar vonir við táninginn hávaxna sem hreyfir sig eins og ballerína, því Frakkar stefna að því að breyta silfrinu sem þeir unnu á Ólympíuleikunum í Tokyo í gull á leikunum í París næsta sumar. En það er spurning hvort að of miklar væntingar séu gerðar til franska táningsins.\n\nUmsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.' language='is' valid_from=None
11/11/202340 minutes
Episode Artwork

161| Stórstjarnan Taylor Swift og nýafstaðið Norðurlandaráðsþing

Sama hvort fylgst er með fréttum af menningu, viðskiptum eða öðru, nafn Taylor Swift kemur mjög víða við. Heimskviður gera hér tilraun til að kortleggja þessar um margt ótrúlegu fréttir af velgengni hennar og vinsældum. Það duga ekkert minna en þrír viðmælendur til að hjálpa til við að meta áhrif og stöðu stórstjörnunnar. Sérfræðingarnir í líkja henni við Lionel Messi eða við rúllandi snjóbolta sem sífellt hleður utan á sig. Segja hana venjulega stelpu sem mörg geti samsvarað sér við, stelpu sem átti alltaf þennan draum að verða kántrístjarna en er nú skærasta stjarnan af þeim öllum. Tónleikaferðalagið sem hún er nú á hafði merkjanleg áhrif á hagkerfi Bandaríkjanna, hvorki meira né minna. Þing Norðurlandaráðs fór fram í Ósló í vikunni og er óhætt að segja að öryggis- og varnarmál hafi aldrei haft meira vægi á þinginu en núna. En það voru þó fleiri mál rædd, sem ekki fóru eins hátt í umræðunni en geta þó reynst fyrirferðamikil á næstunni. Til að mynda eru ekki allar þjóðir jafn sáttar í norræna samstarfinu. Við ræðum við Hallgrím Indriðason sem fylgdist með þinginu í Ósló. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
11/4/20230
Episode Artwork

161| Stórstjarnan Taylor Swift og nýafstaðið Norðurlandaráðsþing

short_text=None long_text='Sama hvort fylgst er með fréttum af menningu, viðskiptum eða öðru, nafn Taylor Swift kemur mjög víða við. Heimskviður gera hér tilraun til að kortleggja þessar um margt ótrúlegu fréttir af velgengni hennar og vinsældum. Það duga ekkert minna en þrír viðmælendur til að hjálpa til við að meta áhrif og stöðu stórstjörnunnar. Sérfræðingarnir í líkja henni við Lionel Messi eða við rúllandi snjóbolta sem sífellt hleður utan á sig. Segja hana venjulega stelpu sem mörg geti samsvarað sér við, stelpu sem átti alltaf þennan draum að verða kántrístjarna en er nú skærasta stjarnan af þeim öllum. Tónleikaferðalagið sem hún er nú á hafði merkjanleg áhrif á hagkerfi Bandaríkjanna, hvorki meira né minna.\n\nÞing Norðurlandaráðs fór fram í Ósló í vikunni og er óhætt að segja að öryggis- og varnarmál hafi aldrei haft meira vægi á þinginu en núna. En það voru þó fleiri mál rædd, sem ekki fóru eins hátt í umræðunni en geta þó reynst fyrirferðamikil á næstunni. Til að mynda eru ekki allar þjóðir jafn sáttar í norræna samstarfinu. Við ræðum við Hallgrím Indriðason sem fylgdist með þinginu í Ósló.\n\nUmsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.' language='is' valid_from=None
11/4/202340 minutes
Episode Artwork

160| Stórveldið Kína og meint þjóðarmorð á Grænlandi

Kína er að verða öflugasta heimsveldið og átök þeirra við Bandaríkin um völd eiga sér margar birtingarmyndir, stríðsátökin á Gaza og spennan þar í kring gæti hæglega verið ein þeirra. Margir óttast líka sókn Kínverja á Norðurslóðum, sérstaklega Bandaríkjamenn. Við ræðum þær ógnir við Lisu Murkowski, öldungadeildarþingmann frá Alaska, og skoðum fleiri birtingarmyndir átaka Bandaríkjanna og Kína með Hilmari Hilmarssyni, prófessor við háskólann á Akureyri. Og hvort það sé ástæða til að óttast uppgang Kínverja eins og Bandaríkjamenn gera. Kína hefur vaxið á ógnarhraða og er eitt mesta, ef ekki mesta efnahagsveldi heims. Vöxturinn hefur verið hraður síðustu ár og teygt sig til margra heimsálfa og ekkert lát virðist á vextinum. Bjarni Pétur fer með okkur til Kína. Dönsk stjórnvöld komu getnaðarvarnarlykkjunni fyrir í líkömum kvenna og stúlkna á Grænlandi, án vitundar þeirra, til að hægja á fólksfjölgun og var tilrauninni lýst sem vel heppnaðri. Formaður mannréttindaráðs Grænlands segir mikilvægt að rannsaka málið ofan í kjölinn og skera úr um hvort þessi mannréttindabrot beri að skilgreina sem þjóðarmorð. Sumar stúlknanna hafi aðeins verið ellefu ára gamlar. Dagný Hulda Erlendsdóttir kynnti sér málið og ræddi meðal annars við formann mannréttindaráðs Grænlands. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
10/28/20230
Episode Artwork

160| Stórveldið Kína og meint þjóðarmorð á Grænlandi

short_text=None long_text='Kína er að verða öflugasta heimsveldið og átök þeirra við Bandaríkin um völd eiga sér margar birtingarmyndir, stríðsátökin á Gaza og spennan þar í kring gæti hæglega verið ein þeirra. Margir óttast líka sókn Kínverja á Norðurslóðum, sérstaklega Bandaríkjamenn. Við ræðum þær ógnir við Lisu Murkowski, öldungadeildarþingmann frá Alaska, og skoðum fleiri birtingarmyndir átaka Bandaríkjanna og Kína með Hilmari Hilmarssyni, prófessor við háskólann á Akureyri. Og hvort það sé ástæða til að óttast uppgang Kínverja eins og Bandaríkjamenn gera. Kína hefur vaxið á ógnarhraða og er eitt mesta, ef ekki mesta efnahagsveldi heims. Vöxturinn hefur verið hraður síðustu ár og teygt sig til margra heimsálfa og ekkert lát virðist á vextinum. Bjarni Pétur fer með okkur til Kína.\n\n\nDönsk stjórnvöld komu getnaðarvarnarlykkjunni fyrir í líkömum kvenna og stúlkna á Grænlandi, án vitundar þeirra, til að hægja á fólksfjölgun og var tilrauninni lýst sem vel heppnaðri. Formaður mannréttindaráðs Grænlands segir mikilvægt að rannsaka málið ofan í kjölinn og skera úr um hvort þessi mannréttindabrot beri að skilgreina sem þjóðarmorð. Sumar stúlknanna hafi aðeins verið ellefu ára gamlar. Dagný Hulda Erlendsdóttir kynnti sér málið og ræddi meðal annars við formann mannréttindaráðs Grænlands.\n\nUmsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.' language='is' valid_from=None
10/28/202340 minutes
Episode Artwork

159| Landamæri og kosningar í Póllandi og söguslóðir bardaga í Belgíu

Meðferð flóttafólks á landamærum Póllands og Belarús er eins og andstyggilegur borðtennisleikur, segir aðgerðarsinni sem hefur veitt mannúðaraðstoð á svæðinu. Við ætlum að fjalla um þetta ástand og nýafstaðnar kosningar í Póllandi sem fara líklega í sögubækurnar, ekki síst fyrir metkosningaþátttöku. Ólöf Ragnarsdóttir fór til Varsjár síðustu helgi og segir okkur frá. Stjórnvöld í velflestum ríkjum Evrópu hafa sameinast, undir hatti Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins, um að styðja úkraínsk stjórnvöld og milljónir flóttafólks frá Úkraínu hafa fengið skjól í öðrum ríkjum. Innrásin hefur líka haft víðtæk áhrif á hvernig íbúar og stjórnvöld í Evrópuríkjum líta á öryggismál, Finnland lét af áratugalangri stefnu um hlutleysi og fékk aðild að NATO, og Svíþjóð er á sömu vegferð þangað. Háværar raddir innan Evrópusambandsins þrýsta nú á um bjóða fleiri þjóðum, þar á meðal Úkraínu, í þennan klúbb sem upphaflega var stofnaður til að tryggja friðsamleg samskipti þjóða sem iðulega höfðu borist á banaspjótum, síðast fyrir um áttatíu árum. Að þeim tímapunkti ætlum við að beina sjónum okkar í þættinum í dag, nánar tiltekið til Belgíu, á vetrarmánuðum ársins 1944. Okkar maður í Brussel, Björn Malmquist, fór á söguslóðir einnar stærstu einstöku orystu Bandamanna í Evrópu, sem háð var í suðurhluta Belgíu, um það leyti sem jólin voru að ganga í garð fyrir sjötíu og níu árum. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
10/21/20230
Episode Artwork

159| Landamæri og kosningar í Póllandi og söguslóðir bardaga í Belgíu

short_text=None long_text='Meðferð flóttafólks á landamærum Póllands og Belarús er eins og andstyggilegur borðtennisleikur, segir aðgerðarsinni sem hefur veitt mannúðaraðstoð á svæðinu. Við ætlum að fjalla um þetta ástand og nýafstaðnar kosningar í Póllandi sem fara líklega í sögubækurnar, ekki síst fyrir metkosningaþátttöku. Ólöf Ragnarsdóttir fór til Varsjár síðustu helgi og segir okkur frá. \nStjórnvöld í velflestum ríkjum Evrópu hafa sameinast, undir hatti Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins, um að styðja úkraínsk stjórnvöld og milljónir flóttafólks frá Úkraínu hafa fengið skjól í öðrum ríkjum. Innrásin hefur líka haft víðtæk áhrif á hvernig íbúar og stjórnvöld í Evrópuríkjum líta á öryggismál, Finnland lét af áratugalangri stefnu um hlutleysi og fékk aðild að NATO, og Svíþjóð er á sömu vegferð þangað. Háværar raddir innan Evrópusambandsins þrýsta nú á um bjóða fleiri þjóðum, þar á meðal Úkraínu, í þennan klúbb sem upphaflega var stofnaður til að tryggja friðsamleg samskipti þjóða sem iðulega höfðu borist á banaspjótum, síðast fyrir um áttatíu árum. Að þeim tímapunkti ætlum við að beina sjónum okkar í þættinum í dag, nánar tiltekið til Belgíu, á vetrarmánuðum ársins 1944. Okkar maður í Brussel, Björn Malmquist, fór á söguslóðir einnar stærstu einstöku orystu Bandamanna í Evrópu, sem háð var í suðurhluta Belgíu, um það leyti sem jólin voru að ganga í garð fyrir sjötíu og níu árum.\n\nUmsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.' language='is' valid_from=None
10/21/202340 minutes
Episode Artwork

158| Áratuga átök Ísraels og Palestínu

Heimskviður í dag verða helgaðar stríðsátökunum í Ísrael og Palestínu. Við ætlum að fara yfir atburðarás síðastliðinnar viku, alveg frá árásinni hrottafengnu á Ísrael að morgni laugardagsins síðasta, stríðsyfirlýsingu Ísraelsmanna og blóðbaðið sem fylgdi á Gaza. Við heyrum sögur fólks sem hefur orðið fyrir árásum, unnið á vígvellinum, þá sem hafa misst ættingja og vini og þá sem sérhæfa sig í að ráða í þessa fornu og flóknu deilu. Þá rýnum við sömuleiðis í sögubækurnar og skoðum bakgrunn átakanna. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
10/14/20230
Episode Artwork

158| Áratuga átök Ísraels og Palestínu

short_text=None long_text='Heimskviður í dag verða helgaðar stríðsátökunum í Ísrael og Palestínu. Við ætlum að fara yfir atburðarás síðastliðinnar viku, alveg frá árásinni hrottafengnu á Ísrael að morgni laugardagsins síðasta, stríðsyfirlýsingu Ísraelsmanna og blóðbaðið sem fylgdi á Gaza. Við heyrum sögur fólks sem hefur orðið fyrir árásum, unnið á vígvellinum, þá sem hafa misst ættingja og vini og þá sem sérhæfa sig í að ráða í þessa fornu og flóknu deilu. Þá rýnum við sömuleiðis í sögubækurnar og skoðum bakgrunn átakanna. \n\nUmsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.' language='is' valid_from=None
10/14/202340 minutes
Episode Artwork

157| Blaðamenn í hættu á afmæli Pútíns og áhrif verkfalla í Hollywood

Eftir innrásina í Úkraínu hefur verið hert enn frekar að fjölmiðlafrelsi í Rússlandi og í sérstakri hættu eru þeir sem fjalla um hernað Rússlandshers í Úkraínu. Allir stærstu sjálfstætt starfandi fjölmiðlarnir hafa flutt starfsemi sína úr landi. Dagný Hulda ræddi við rússnesku fréttakonuna Sofiu Rusova, sem einnig er formaður stéttarfélags blaðamanna og starfsmanna fjölmiðla. Hún leiðir okkur í allan sannleika um fjölmiðlalandslagið þarna, sem er ekki nýtt af nálinni. Það var til tæmis tekið hart á þeim blaðamönnum sem fjölluðu um hernað Rússa í Tétsníu um síðustu aldamót. Sex blaðamenn eins stærsta dagblaðs landsins hafa verið myrtir. Og ein þeirra var Anna Politkovskaya sem var skotin til bana við heimili sitt í Moskvu þennan dag, 7. október, fyrir sautján árum. Dagurinn sem er einnig afmælisdagur Vladimírs Pútíns. Næstum fimm mánaða verkfalli handritshöfunda í kvikmyndum og sjónvarpið er nýlokið og náðu þeir ýmsum umbótum fram. Umbæturnar voru til að bregðast við breytingum sem hafa átt sér stað í dreifingu efnisins. En samningurinn er líklegur til að hafa mun víðtækari áhrif og jafnvel umbylta því umhverfi sem kvikmyndir og sjónvarpsefni eru framleidd í núna. Hallgrímur Indriðason skoðar þetta með aðstoð Sigurjóns Sighvatssonar, sem lengi var framleiðandi í Hollywood. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
10/7/20230
Episode Artwork

157| Blaðamenn í hættu á afmæli Pútíns og áhrif verkfalla í Hollywood

short_text=None long_text='Eftir innrásina í Úkraínu hefur verið hert enn frekar að fjölmiðlafrelsi í Rússlandi og í sérstakri hættu eru þeir sem fjalla um hernað Rússlandshers í Úkraínu. Allir stærstu sjálfstætt starfandi fjölmiðlarnir hafa flutt starfsemi sína úr landi. Dagný Hulda ræddi við rússnesku fréttakonuna Sofiu Rusova, sem einnig er formaður stéttarfélags blaðamanna og starfsmanna fjölmiðla. Hún leiðir okkur í allan sannleika um fjölmiðlalandslagið þarna, sem er ekki nýtt af nálinni. Það var til tæmis tekið hart á þeim blaðamönnum sem fjölluðu um hernað Rússa í Tétsníu um síðustu aldamót. Sex blaðamenn eins stærsta dagblaðs landsins hafa verið myrtir. Og ein þeirra var Anna Politkovskaya sem var skotin til bana við heimili sitt í Moskvu þennan dag, 7. október, fyrir sautján árum. Dagurinn sem er einnig afmælisdagur Vladimírs Pútíns. \n\nNæstum fimm mánaða verkfalli handritshöfunda í kvikmyndum og sjónvarpið er nýlokið og náðu þeir ýmsum umbótum fram. Umbæturnar voru til að bregðast við breytingum sem hafa átt sér stað í dreifingu efnisins. En samningurinn er líklegur til að hafa mun víðtækari áhrif og jafnvel umbylta því umhverfi sem kvikmyndir og sjónvarpsefni eru framleidd í núna. Hallgrímur Indriðason skoðar þetta með aðstoð Sigurjóns Sighvatssonar, sem lengi var framleiðandi í Hollywood.\n\nUmsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.' language='is' valid_from=None
10/7/202340 minutes
Episode Artwork

156| Kjördagur í Slóvakíu og mistök lögreglu við leit að raðmorðingja

Af öllum þeim kosningum sem fara fram í Evrópu í ár - og þær eru þó nokkrar - eru kosningarnar í Slóvakíu í dag með þeim áhugaverðustu. Skoðanakannanir benda til þess að fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Robert Fico sem hrökklaðist úr embætti fyrir fimm árum, geti núna komist aftur til valda, og jafnvel tekið með sér öfgahægriflokka í samsteypustjórn. Í kosningabaráttunni hefur Fico ítrekað tekið upp málstað Rússa gagnvart Úkraínu og margt bendir til þess að utanríkisstefna Slóvaíku gæti tekið afdrifaríkum breytingum og jafnvel rofið skarð í samstöðu aðildarríkja Evrópusambandsins gagnvart innrás Rússa í Úkraínu. Kosningabaráttan í Slóvakíu hefur einnig markast af því sem kallað hefur verið upplýsingaóreiða - hundruð netmiðla í landinu pumpa út fölskum upplýsingum, og upplognum sögum og samsæriskenningum sem til dæmis styðja málstað Rússa. Margir leiðtogar stjórnmálaflokka hafa gripið þessar sögur á lofti og blásið þær upp - ekki síst vegna þess að stór hluti kjósenda er móttækilegur. Björn Malmquist hefur verið að fylgjast með kosningabaráttunni í Slóvakíu. Í vikunni voru frumsýndir í Bretlandi nýjir þættir sem fjalla um leit af raðmorðingja á áttunda áratugnum, leit sem er ein sú tímafrekasta og dýrasta í sögu lögreglunnar í Bretlandi. Þrátt fyrir ómælda vinnu lögreglunnar hefur hún verið harðlega gagnrýnd fyrir framgöngu sína í þessu máli, að hafa ekki tekið raðmorðingjann úr umferð fyrr. Hann var kallaður til yfirheyrslu níu sinnum á þeim fimm árum sem rannsóknin stóð yfir. Og það er ekki það eina sem lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir í þessu máli eins og við heyrum hér á eftir og rannsóknaraðferðum í Bretlandi var breytt eftir niðurstöðu skýrslu sem rannsakaði vinnubrögð lögreglu í þessu máli. Birta kynnti sér málið. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
9/30/20230
Episode Artwork

156| Kjördagur í Slóvakíu og mistök lögreglu við leit að raðmorðingja

short_text=None long_text='Af öllum þeim kosningum sem fara fram í Evrópu í ár - og þær eru þó nokkrar - eru kosningarnar í Slóvakíu í dag með þeim áhugaverðustu. Skoðanakannanir benda til þess að fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Robert Fico sem hrökklaðist úr embætti fyrir fimm árum, geti núna komist aftur til valda, og jafnvel tekið með sér öfgahægriflokka í samsteypustjórn. Í kosningabaráttunni hefur Fico ítrekað tekið upp málstað Rússa gagnvart Úkraínu og margt bendir til þess að utanríkisstefna Slóvaíku gæti tekið afdrifaríkum breytingum og jafnvel rofið skarð í samstöðu aðildarríkja Evrópusambandsins gagnvart innrás Rússa í Úkraínu. Kosningabaráttan í Slóvakíu hefur einnig markast af því sem kallað hefur verið upplýsingaóreiða - hundruð netmiðla í landinu pumpa út fölskum upplýsingum, og upplognum sögum og samsæriskenningum sem til dæmis styðja málstað Rússa. Margir leiðtogar stjórnmálaflokka hafa gripið þessar sögur á lofti og blásið þær upp - ekki síst vegna þess að stór hluti kjósenda er móttækilegur. Björn Malmquist hefur verið að fylgjast með kosningabaráttunni í Slóvakíu. \n\nÍ vikunni voru frumsýndir í Bretlandi nýjir þættir sem fjalla um leit af raðmorðingja á áttunda áratugnum, leit sem er ein sú tímafrekasta og dýrasta í sögu lögreglunnar í Bretlandi. Þrátt fyrir ómælda vinnu lögreglunnar hefur hún verið harðlega gagnrýnd fyrir framgöngu sína í þessu máli, að hafa ekki tekið raðmorðingjann úr umferð fyrr. Hann var kallaður til yfirheyrslu níu sinnum á þeim fimm árum sem rannsóknin stóð yfir. Og það er ekki það eina sem lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir í þessu máli eins og við heyrum hér á eftir og rannsóknaraðferðum í Bretlandi var breytt eftir niðurstöðu skýrslu sem rannsakaði vinnubrögð lögreglu í þessu máli. Birta kynnti sér málið.\n\nUmsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.' language='is' valid_from=None
9/30/202340 minutes
Episode Artwork

155| Líf í geimnum og ólíft á ferðamannastöðum

Við reynum að svara erfiðum spurningum í Heimskviðum í dag, um líf á öðrum hnöttum og hvers vegna við hópumst öll á sömu örfáu ferðamannastaðina. Geimrannsóknarstofnun Bandaríkjanna - NASA - vill breyta umræðu um fljúgandi furðuhluti og færa á hærra plan. Nær vísindum og frá æsingu og samsæriskenningum. Og liður í því er einmitt að hætta að kalla þessi óþekktu fyrirbæri fljúgandi furðuhluti. NASA birti nýverið skýrslu um þessi óútskýrðu fyrirbæri, Ólöf Ragnarsdóttir kafaði ofan í hana og við spyrjum; Er sannleikurinn þarna úti. Svo fjöllum við afleiðingar massatúrisma og hvaða leiðir yfirvöld á vinsælustu ferðamannastöðunum eru að skoða til að bregðast við honum. Borgaryfirvöld í Feneyjum ætla á næsta ári að byrja að rukka ferðamenn fyrir að koma. Þar hefur íbúum fækkað hratt síðustu áratugi á meðan ferðamönnum sem koma til borgarinnar bara fjölgar. Viðkomustaðirnir eru fleiri en Feneyjar, meðal annars alpaþorpið Hallstatt. Þar búa átta hundruð manns en þangað koma stundum rúmlega tíu þúsund ferðamenn á dag yfir sumarið. Heimamenn hafa haft horn í síðu ferðamanna lengi, því þorpið er lítið og þolir illa þennan mikla áhuga og áganginn sem honum fylgir. Og þar er líka verið að grípa til aðgerða. En það þarf að finna milliveg því margir íbúar lifi á ferðaþjónustunni, og án hennar myndi harðna á dalnum í Hallstatt og í Feneyjum og fleiri vinsælum ferðamannastöðum um allan heim. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
9/23/20230
Episode Artwork

155| Líf í geimnum og ólíft á ferðamannastöðum

short_text=None long_text='Við reynum að svara erfiðum spurningum í Heimskviðum í dag, um líf á öðrum hnöttum og hvers vegna við hópumst öll á sömu örfáu ferðamannastaðina. Geimrannsóknarstofnun Bandaríkjanna - NASA - vill breyta umræðu um fljúgandi furðuhluti og færa á hærra plan. Nær vísindum og frá æsingu og samsæriskenningum. Og liður í því er einmitt að hætta að kalla þessi óþekktu fyrirbæri fljúgandi furðuhluti. NASA birti nýverið skýrslu um þessi óútskýrðu fyrirbæri, Ólöf Ragnarsdóttir kafaði ofan í hana og við spyrjum; Er sannleikurinn þarna úti. \n\nSvo fjöllum við afleiðingar massatúrisma og hvaða leiðir yfirvöld á vinsælustu ferðamannastöðunum eru að skoða til að bregðast við honum. Borgaryfirvöld í Feneyjum ætla á næsta ári að byrja að rukka ferðamenn fyrir að koma. Þar hefur íbúum fækkað hratt síðustu áratugi á meðan ferðamönnum sem koma til borgarinnar bara fjölgar. Viðkomustaðirnir eru fleiri en Feneyjar, meðal annars alpaþorpið Hallstatt. Þar búa átta hundruð manns en þangað koma stundum rúmlega tíu þúsund ferðamenn á dag yfir sumarið. Heimamenn hafa haft horn í síðu ferðamanna lengi, því þorpið er lítið og þolir illa þennan mikla áhuga og áganginn sem honum fylgir. Og þar er líka verið að grípa til aðgerða. En það þarf að finna milliveg því margir íbúar lifi á ferðaþjónustunni, og án hennar myndi harðna á dalnum í Hallstatt og í Feneyjum og fleiri vinsælum ferðamannastöðum um allan heim. \n\nUmsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.' language='is' valid_from=None
9/23/202340 minutes
Episode Artwork

154| Náttúruhamfarir í Afríku, kosningar í Póllandi og Novo Nordisk

Í Heimskviðum í dag förum við víða eins og venjulega, náttúruhamfarir í Afríku, pólitík í Póllandi og fjöllum svo um verðmætasta fyrirtæki Evrópu. Íbúar Norður-Afríku máttu þola tvenns konar náttúruhamfarir á þremur dögum um síðustu helgi. Mikið manntjón varð eftir jarðskjálfta í Marokkó og flóð í Líbíu og íbúar kvarta undan því að neyðaraðstoð berist ekki nógu hratt. Bjarni Pétur ræddi við Jóhann Thoroddsen sálfræðing sem fór á vettvang jarðskjálftanna í Bam í Íran í byrjun aldarinnar og svo aftur á Haítí. Og hann þekkir vel þessa vinnu sem fer af stað þegar svona hamfarir verða, hvernig unnið er úr áföllunum og hvernig líðan fólks við þessar aðstæður. Við fjöllum um verðmætasta fyrirtækið í Evrópu. Það er danskt en er þó hvorki LEGO né Carlsberg. Það heitir Novo Nordisk og hagvöxtur danska ríkisins var á fyrri helmingi ársins keyrður áfram á þessu eina fyrirtæki. Fyrirtæki sem er metið með hærra markaðsvirði en heildarvirði danska hagkerfisins. Birta kynnti sér sögu Novo Nordisk. Svo förum við til Póllands. Vaxandi skautun og óvægin umræða um pólitíska andstæðinga einkennir kosningabaráttuna í Póllandi, þar sem þingkosningar verða haldnar fimmtánda október. Stjórnarflokkurinn, sem á pólsku kallast Lög og réttlæti, hefur verið við völd frá 2015. Nái flokkurinn aftur meirihluta, yrði það í fyrsta skipti síðan 1989, þegar kommúnistar létu af völdum í Póllandi, að sami flokkur haldi um stjórnartaumana þrjú kjörtímabil í röð. Það verður spennandi að sjá hvort það takist því skoðanakannanir benda til þess að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Borgaravettvangur - gæti unnið nauman sigur og mögulega púslað saman meirihlutastjórn með smærri flokkum. Björn Malmquist, fréttaritari RÚV í Brussel, var í Póllandi á dögunum. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
9/16/20230
Episode Artwork

154| Náttúruhamfarir í Afríku, kosningar í Póllandi og Novo Nordisk

short_text=None long_text='Í Heimskviðum í dag förum við víða eins og venjulega, náttúruhamfarir í Afríku, pólitík í Póllandi og fjöllum svo um verðmætasta fyrirtæki Evrópu.\nÍbúar Norður-Afríku máttu þola tvenns konar náttúruhamfarir á þremur dögum um síðustu helgi. Mikið manntjón varð eftir jarðskjálfta í Marokkó og flóð í Líbíu og íbúar kvarta undan því að neyðaraðstoð berist ekki nógu hratt. Bjarni Pétur ræddi við Jóhann Thoroddsen sálfræðing sem fór á vettvang jarðskjálftanna í Bam í Íran í byrjun aldarinnar og svo aftur á Haítí. Og hann þekkir vel þessa vinnu sem fer af stað þegar svona hamfarir verða, hvernig unnið er úr áföllunum og hvernig líðan fólks við þessar aðstæður. \nVið fjöllum um verðmætasta fyrirtækið í Evrópu. Það er danskt en er þó hvorki LEGO né Carlsberg. Það heitir Novo Nordisk og hagvöxtur danska ríkisins var á fyrri helmingi ársins keyrður áfram á þessu eina fyrirtæki. Fyrirtæki sem er metið með hærra markaðsvirði en heildarvirði danska hagkerfisins. Birta kynnti sér sögu Novo Nordisk.\nSvo förum við til Póllands. Vaxandi skautun og óvægin umræða um pólitíska andstæðinga einkennir kosningabaráttuna í Póllandi, þar sem þingkosningar verða haldnar fimmtánda október. Stjórnarflokkurinn, sem á pólsku kallast Lög og réttlæti, hefur verið við völd frá 2015. Nái flokkurinn aftur meirihluta, yrði það í fyrsta skipti síðan 1989, þegar kommúnistar létu af völdum í Póllandi, að sami flokkur haldi um stjórnartaumana þrjú kjörtímabil í röð. Það verður spennandi að sjá hvort það takist því skoðanakannanir benda til þess að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Borgaravettvangur - gæti unnið nauman sigur og mögulega púslað saman meirihlutastjórn með smærri flokkum. Björn Malmquist, fréttaritari RÚV í Brussel, var í Póllandi á dögunum.\n\nUmsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.' language='is' valid_from=None
9/16/202340 minutes
Episode Artwork

153| Heimsreisa án flugvéla og tíð valdarán í Afríku

?Yfir 13 þúsund manns hafa hjólað Tour de France. Fleiri en sex þúsund sem hafa komist á tind Everest. Yfir 550 hafa komist út í geim. En það innan við 300 manns hafa heimsótt öll lönd heimsins. Þau eru fjögur sem hafa heimsótt öll lönd í heiminum tvisvar. Tveir hafa komið til allra landa í heiminum í einni og sömu ferðinni, það er án þess að fara heim á milli. Daninn Torbjørn Pedersen er annar þeirra og hann er jafnframt sá eini sem hef farið til allra landa í heiminum án þess að fara með flugi. Ókunnugir eru vinir sem þú átt eftir að kynnast, var yfirskrift tíu ára heimsreisu Pedersens. Við heyrum ferðasögun Pedersens í þættinum. Á síðustu þremur árum hefur valdarán verið framið í sex löndum í Vestur-Afríku, þar af í tveimur löndum á síðustu tveimur mánuðum. Oftast er það herinn sem rænir völdum. Valdarán höfðu verið algeng í þessum heimshluta á seinni hluta síðustu aldar en ekkert slíkt átti sér stað á fyrstu tuttugu árum þessarar aldar. Þessi skyndilega fjölgun valdarána á sér margvíslegar skýringar, sem Hallgrímur Indriðason fer yfir með aðstoð sérfræðings hjá norrænu Afríkustofnuninni. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
9/9/20230
Episode Artwork

153| Heimsreisa án flugvéla og tíð valdarán í Afríku

?Yfir 13 þúsund manns hafa hjólað Tour de France. Fleiri en sex þúsund sem hafa komist á tind Everest. Yfir 550 hafa komist út í geim. En það innan við 300 manns hafa heimsótt öll lönd heimsins. Þau eru fjögur sem hafa heimsótt öll lönd í heiminum tvisvar. Tveir hafa komið til allra landa í heiminum í einni og sömu ferðinni, það er án þess að fara heim á milli. Daninn Torbjørn Pedersen er annar þeirra og hann er jafnframt sá eini sem hef farið til allra landa í heiminum án þess að fara með flugi. Ókunnugir eru vinir sem þú átt eftir að kynnast, var yfirskrift tíu ára heimsreisu Pedersens. Við heyrum ferðasögun Pedersens í þættinum. Á síðustu þremur árum hefur valdarán verið framið í sex löndum í Vestur-Afríku, þar af í tveimur löndum á síðustu tveimur mánuðum. Oftast er það herinn sem rænir völdum. Valdarán höfðu verið algeng í þessum heimshluta á seinni hluta síðustu aldar en ekkert slíkt átti sér stað á fyrstu tuttugu árum þessarar aldar. Þessi skyndilega fjölgun valdarána á sér margvíslegar skýringar, sem Hallgrímur Indriðason fer yfir með aðstoð sérfræðings hjá norrænu Afríkustofnuninni. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
9/9/20230
Episode Artwork

153| Heimsreisa án flugvéla og tíð valdarán í Afríku

short_text=None long_text='?Yfir 13 þúsund manns hafa hjólað Tour de France. Fleiri en sex þúsund sem hafa komist á tind Everest. Yfir 550 hafa komist út í geim. En það innan við 300 manns hafa heimsótt öll lönd heimsins. Þau eru fjögur sem hafa heimsótt öll lönd í heiminum tvisvar. Tveir hafa komið til allra landa í heiminum í einni og sömu ferðinni, það er án þess að fara heim á milli. Daninn Torbjørn Pedersen er annar þeirra og hann er jafnframt sá eini sem hef farið til allra landa í heiminum án þess að fara með flugi. Ókunnugir eru vinir sem þú átt eftir að kynnast, var yfirskrift tíu ára heimsreisu Pedersens. Við heyrum ferðasögun Pedersens í þættinum. \n\nÁ síðustu þremur árum hefur valdarán verið framið í sex löndum í Vestur-Afríku, þar af í tveimur löndum á síðustu tveimur mánuðum. Oftast er það herinn sem rænir völdum. Valdarán höfðu verið algeng í þessum heimshluta á seinni hluta síðustu aldar en ekkert slíkt átti sér stað á fyrstu tuttugu árum þessarar aldar. Þessi skyndilega fjölgun valdarána á sér margvíslegar skýringar, sem Hallgrímur Indriðason fer yfir með aðstoð sérfræðings hjá norrænu Afríkustofnuninni.\n\nUmsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.' language='is' valid_from=None
9/9/202342 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

152| Uppgjör við fortíðina í Chile og óspennandi kosningar í Rússlandi

Líkt og fjallað hefur verið töluvert um í fréttum verða forsetakosningar í Bandaríkjunum eftir rúmt ár. Bandaríkin eru þó ekki eina stórveldið sem heldur slíkar kosningar á næsta ári því að í mars verða forsetakosningar í Rússlandi. Það er óhætt að segja að það ríki ekki mikil spenna varðandi það hver hljóti flest atkvæði í Rússlandi. Það eru ekki aðeins við fréttamenn sem fylgjumst spennt með því hvernig kosningarnar í Bandaríkjunum fara. Sérfræðingar telja að það geri Rússlandsforseti líka. Fari svo að Trump hafi betur, þá er mögulegt að hann dragi úr stuðningi við Úkraínu - og það er það sem stjórnvöld í Rússlandi vona að gerist. Dagný Hulda Erlendsdóttir tekur nú við og ræðir við prófessor í stjórnmálafræði frá Rússlandi um klæki Pútíns og elítunnar í kringum hann sem hefur verið við völd í Rússlandi alla þessa öld. Á miðvikudaginn hófu stjórnvöld í Síle stórt og sögulegt verkefni. Að komast að því hvað varð um þúsundir manna sem hurfu í stjórnartíð einræðisherrans Augustos Pinochet. Hingað til hafa fjölskyldur, ættingjar og vinir enga aðstoð fengið frá yfirvöldum í þessari leit, þrátt fyrir að rétt tæp 50 ár séu frá valdaráninu. Fjölskyldur fórnarlambanna vonast eftir bótum frá ríkinu og nýr forseti, einn af þeim yngstu sem gegna því embætti á heimsvísu, segir að réttlætið sé loksins í augsýn - fjölskyldurnar eigi rétt á að vita um afdrif ástvina. En hvers vegna er það fyrst núna, hálfri öld síðar, sem stjórnvöld í Síle eru tilbúin til að horfast í augu við fortíðina. Bjarni Pétur Jónsson skoðaði málið. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
9/2/20230
Episode Artwork

152| Uppgjör við fortíðina í Chile og óspennandi kosningar í Rússlandi

Líkt og fjallað hefur verið töluvert um í fréttum verða forsetakosningar í Bandaríkjunum eftir rúmt ár. Bandaríkin eru þó ekki eina stórveldið sem heldur slíkar kosningar á næsta ári því að í mars verða forsetakosningar í Rússlandi. Það er óhætt að segja að það ríki ekki mikil spenna varðandi það hver hljóti flest atkvæði í Rússlandi. Það eru ekki aðeins við fréttamenn sem fylgjumst spennt með því hvernig kosningarnar í Bandaríkjunum fara. Sérfræðingar telja að það geri Rússlandsforseti líka. Fari svo að Trump hafi betur, þá er mögulegt að hann dragi úr stuðningi við Úkraínu - og það er það sem stjórnvöld í Rússlandi vona að gerist. Dagný Hulda Erlendsdóttir tekur nú við og ræðir við prófessor í stjórnmálafræði frá Rússlandi um klæki Pútíns og elítunnar í kringum hann sem hefur verið við völd í Rússlandi alla þessa öld. Á miðvikudaginn hófu stjórnvöld í Síle stórt og sögulegt verkefni. Að komast að því hvað varð um þúsundir manna sem hurfu í stjórnartíð einræðisherrans Augustos Pinochet. Hingað til hafa fjölskyldur, ættingjar og vinir enga aðstoð fengið frá yfirvöldum í þessari leit, þrátt fyrir að rétt tæp 50 ár séu frá valdaráninu. Fjölskyldur fórnarlambanna vonast eftir bótum frá ríkinu og nýr forseti, einn af þeim yngstu sem gegna því embætti á heimsvísu, segir að réttlætið sé loksins í augsýn - fjölskyldurnar eigi rétt á að vita um afdrif ástvina. En hvers vegna er það fyrst núna, hálfri öld síðar, sem stjórnvöld í Síle eru tilbúin til að horfast í augu við fortíðina. Bjarni Pétur Jónsson skoðaði málið. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
9/2/20230
Episode Artwork

152| Uppgjör við fortíðina í Chile og óspennandi kosningar í Rússlandi

short_text=None long_text='Líkt og fjallað hefur verið töluvert um í fréttum verða forsetakosningar í Bandaríkjunum eftir rúmt ár. Bandaríkin eru þó ekki eina stórveldið sem heldur slíkar kosningar á næsta ári því að í mars verða forsetakosningar í Rússlandi. Það er óhætt að segja að það ríki ekki mikil spenna varðandi það hver hljóti flest atkvæði í Rússlandi. Það eru ekki aðeins við fréttamenn sem fylgjumst spennt með því hvernig kosningarnar í Bandaríkjunum fara. Sérfræðingar telja að það geri Rússlandsforseti líka. Fari svo að Trump hafi betur, þá er mögulegt að hann dragi úr stuðningi við Úkraínu - og það er það sem stjórnvöld í Rússlandi vona að gerist. Dagný Hulda Erlendsdóttir tekur nú við og ræðir við prófessor í stjórnmálafræði frá Rússlandi um klæki Pútíns og elítunnar í kringum hann sem hefur verið við völd í Rússlandi alla þessa öld.\n\nÁ miðvikudaginn hófu stjórnvöld í Síle stórt og sögulegt verkefni. Að komast að því hvað varð um þúsundir manna sem hurfu í stjórnartíð einræðisherrans Augustos Pinochet. Hingað til hafa fjölskyldur, ættingjar og vinir enga aðstoð fengið frá yfirvöldum í þessari leit, þrátt fyrir að rétt tæp 50 ár séu frá valdaráninu. Fjölskyldur fórnarlambanna vonast eftir bótum frá ríkinu og nýr forseti, einn af þeim yngstu sem gegna því embætti á heimsvísu, segir að réttlætið sé loksins í augsýn - fjölskyldurnar eigi rétt á að vita um afdrif ástvina. En hvers vegna er það fyrst núna, hálfri öld síðar, sem stjórnvöld í Síle eru tilbúin til að horfast í augu við fortíðina. Bjarni Pétur Jónsson skoðaði málið. \n\nUmsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.' language='is' valid_from=None
9/2/202340 minutes
Episode Artwork

151| Áhrif kjarnorkusprengjunnar og arfleið Megan Rapinoe

Bíóaðsókn fór fram úr björtustu vonum í sumar þegar fólk víða um heim flykktist í kvikmyndahús til að sjá bæði Barbie, sem við heyrðum í áðan og svo myndina um ævi og uppfinningar Oppenheimers, föður kjarnorkusprengjunnar. Myndin hverfist um eðlisfræðinginn J. Robert Oppenheimer, sem fór fyrir Manhattan-verkefni Bandaríkjastjórnar. Myndinni verður ekki spillt þó að hér sé sagt, að ætlunarverkið tókst ? kjarnorkusprengjan leit dagsins ljós. Og við erum ekki að skemma fyrir neinum þó rakinn sé sá hryllingur sem beið íbúa Hiroshima og Nagasaki, skömmu síðar. Það er vegna þess, að það er alls ekkert rakið í myndinni. Sennilega er það ástæðan fyrir því að stórmyndin Oppenheimer hefur ekki enn verið frumsýnd í Japan og verður það mögulega aldrei. Japanar eru margir óánægðir með hve lítið myndin fjallar um þær hörmungar sem Bandaríkjamenn ollu með kjarnorkuvopnum sínum. Það fór líka fyrir brjóstið á þeim þegar Oppenheimer var auglýst samhliða Barbie, þá af miklum gáska og húmor. Frásagnir eftirlifenda frá Hiroshima og Nagasaki, þeirra einu sem þekkja áhrif kjarnavopna á eigin skinni, eru enda ekkert til að hlæja að eins og við heyrum í þessari umfjöllun Odds Þórðarsonar. Heimsmeistaramótið í knattspyrnu kláraðist síðastliðinn sunnudag þegar Spánverjar unnu Englendinga. Þær spænsku tóku við keflinu af bandaríska liðinu sem vann mótið í síðustu tvö skipti þar á undan. Þótt bandaríska liðið hafi ekki riðið eins feitum hesti frá þessu heimsmeistaramóti var athyglin, eðli málsins samkvæmt, á þeim framan af móti, bæði vegna gengis á síðustu tveimur heimsmeistaramótum og vegna þess að þeirra skærasta stjarna undanfarin ár, Megan Rapinoe, boðaði fyrir mótið að það yrði hennar síðasta. Birta kynnti sér afrek og arfleifð Megan Rapinoe. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
8/26/20230
Episode Artwork

151| Áhrif kjarnorkusprengjunnar og arfleið Megan Rapinoe

Bíóaðsókn fór fram úr björtustu vonum í sumar þegar fólk víða um heim flykktist í kvikmyndahús til að sjá bæði Barbie, sem við heyrðum í áðan og svo myndina um ævi og uppfinningar Oppenheimers, föður kjarnorkusprengjunnar. Myndin hverfist um eðlisfræðinginn J. Robert Oppenheimer, sem fór fyrir Manhattan-verkefni Bandaríkjastjórnar. Myndinni verður ekki spillt þó að hér sé sagt, að ætlunarverkið tókst ? kjarnorkusprengjan leit dagsins ljós. Og við erum ekki að skemma fyrir neinum þó rakinn sé sá hryllingur sem beið íbúa Hiroshima og Nagasaki, skömmu síðar. Það er vegna þess, að það er alls ekkert rakið í myndinni. Sennilega er það ástæðan fyrir því að stórmyndin Oppenheimer hefur ekki enn verið frumsýnd í Japan og verður það mögulega aldrei. Japanar eru margir óánægðir með hve lítið myndin fjallar um þær hörmungar sem Bandaríkjamenn ollu með kjarnorkuvopnum sínum. Það fór líka fyrir brjóstið á þeim þegar Oppenheimer var auglýst samhliða Barbie, þá af miklum gáska og húmor. Frásagnir eftirlifenda frá Hiroshima og Nagasaki, þeirra einu sem þekkja áhrif kjarnavopna á eigin skinni, eru enda ekkert til að hlæja að eins og við heyrum í þessari umfjöllun Odds Þórðarsonar. Heimsmeistaramótið í knattspyrnu kláraðist síðastliðinn sunnudag þegar Spánverjar unnu Englendinga. Þær spænsku tóku við keflinu af bandaríska liðinu sem vann mótið í síðustu tvö skipti þar á undan. Þótt bandaríska liðið hafi ekki riðið eins feitum hesti frá þessu heimsmeistaramóti var athyglin, eðli málsins samkvæmt, á þeim framan af móti, bæði vegna gengis á síðustu tveimur heimsmeistaramótum og vegna þess að þeirra skærasta stjarna undanfarin ár, Megan Rapinoe, boðaði fyrir mótið að það yrði hennar síðasta. Birta kynnti sér afrek og arfleifð Megan Rapinoe. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
8/26/20230
Episode Artwork

151| Áhrif kjarnorkusprengjunnar og arfleifð Megan Rapinoe

short_text=None long_text='Bíóaðsókn fór fram úr björtustu vonum í sumar þegar fólk víða um heim flykktist í kvikmyndahús til að sjá bæði Barbie, sem við heyrðum í áðan og svo myndina um ævi og uppfinningar Oppenheimers, föður kjarnorkusprengjunnar. Myndin hverfist um eðlisfræðinginn J. Robert Oppenheimer, sem fór fyrir Manhattan-verkefni Bandaríkjastjórnar. Myndinni verður ekki spillt þó að hér sé sagt, að ætlunarverkið tókst ? kjarnorkusprengjan leit dagsins ljós. Og við erum ekki að skemma fyrir neinum þó rakinn sé sá hryllingur sem beið íbúa Hiroshima og Nagasaki, skömmu síðar. Það er vegna þess, að það er alls ekkert rakið í myndinni. Sennilega er það ástæðan fyrir því að stórmyndin Oppenheimer hefur ekki enn verið frumsýnd í Japan og verður það mögulega aldrei. Japanar eru margir óánægðir með hve lítið myndin fjallar um þær hörmungar sem Bandaríkjamenn ollu með kjarnorkuvopnum sínum. Það fór líka fyrir brjóstið á þeim þegar Oppenheimer var auglýst samhliða Barbie, þá af miklum gáska og húmor. Frásagnir eftirlifenda frá Hiroshima og Nagasaki, þeirra einu sem þekkja áhrif kjarnavopna á eigin skinni, eru enda ekkert til að hlæja að eins og við heyrum í þessari umfjöllun Odds Þórðarsonar. \n\nHeimsmeistaramótið í knattspyrnu kláraðist síðastliðinn sunnudag þegar Spánverjar unnu Englendinga. Þær spænsku tóku við keflinu af bandaríska liðinu sem vann mótið í síðustu tvö skipti þar á undan. Þótt bandaríska liðið hafi ekki riðið eins feitum hesti frá þessu heimsmeistaramóti var athyglin, eðli málsins samkvæmt, á þeim framan af móti, bæði vegna gengis á síðustu tveimur heimsmeistaramótum og vegna þess að þeirra skærasta stjarna undanfarin ár, Megan Rapinoe, boðaði fyrir mótið að það yrði hennar síðasta. Birta kynnti sér afrek og arfleifð Megan Rapinoe. \n\nUmsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.' language='is' valid_from=None
8/26/202340 minutes
Episode Artwork

19.08.2023

8/19/20230
Episode Artwork

Argentína og Óperudraugurinn

Fjallað um stjórnmálaástandið í Argentínu og síðustu sýningar söngleiksins Óperudraugsins (Phanton of the Opera) á Broadway.
8/19/20230
Episode Artwork

Argentína og Óperudraugurinn

short_text=None long_text='Fjallað um stjórnmálaástandið í Argentínu og síðustu sýningar söngleiksins Óperudraugsins (Phanton of the Opera) á Broadway.' language='is' valid_from=None
8/19/202342 minutes, 1 second
Episode Artwork

150 | Mansal og söngleikir

Mansal og söngleikir eiga fátt ef nokkuð sameiginlegt, kannski annað en það en að vera umfjöllunarefni þáttarins í dag. Evrópulögreglan, Europol, greindi frá því í fyrradag að rúmlega 200 hafi verið handtekin í aðgerð gegn skipulögðum glæpahópum sem tengjast mansali. Um 13 þúsund lögreglumenn leituðu í fjörutíu og fjórum löndum, í íbúðarhúsum, lestarstöðvum, flugvöllum og víðar. Rúmlega 14 hundruð mögulegum fórnarlömbum mansals var bjargað. Flest þeirra voru börn. Ólögráða börn eru þolendur mansals. Þau eru seld mansali til kynlífsmisnotkunar og neydd til að betla eða fremja margskonar glæpi. Arnar Björnsson fjallar um málið. Þegar ellefu hljóðfæraleikarar tóku að sér hlutverk í hljómsveitinni fyrir söngleikinn um óperudrauginn á Broadway árið 1988 grunaði þá líklega fæsta að þarna væri ævistarfið komið. Þrjátíu og fimm árum, og hátt í fjórtán þúsund sýningum síðar, var komið að lokasýningunni. Þetta var í apríl. Vinsældir söngleikja eru stundum samofnar því sem er að gerast í samfélaginu. Til dæmis þótti söngleikurinn Mamma Mia kærkominn þegar hann var frumsýndur í New York stuttu eftir hryðjuverkaárásirnar þar í borg. Birta skoðaði sögu söngleikja, ástæður vinsælda þeirra og framtíðarhorfur. Umsjónarmenn þáttarins eru: Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
6/3/20230
Episode Artwork

150 | Mansal og söngleikir

Mansal og söngleikir eiga fátt ef nokkuð sameiginlegt, kannski annað en það en að vera umfjöllunarefni þáttarins í dag. Evrópulögreglan, Europol, greindi frá því í fyrradag að rúmlega 200 hafi verið handtekin í aðgerð gegn skipulögðum glæpahópum sem tengjast mansali. Um 13 þúsund lögreglumenn leituðu í fjörutíu og fjórum löndum, í íbúðarhúsum, lestarstöðvum, flugvöllum og víðar. Rúmlega 14 hundruð mögulegum fórnarlömbum mansals var bjargað. Flest þeirra voru börn. Ólögráða börn eru þolendur mansals. Þau eru seld mansali til kynlífsmisnotkunar og neydd til að betla eða fremja margskonar glæpi. Arnar Björnsson fjallar um málið. Þegar ellefu hljóðfæraleikarar tóku að sér hlutverk í hljómsveitinni fyrir söngleikinn um óperudrauginn á Broadway árið 1988 grunaði þá líklega fæsta að þarna væri ævistarfið komið. Þrjátíu og fimm árum, og hátt í fjórtán þúsund sýningum síðar, var komið að lokasýningunni. Þetta var í apríl. Vinsældir söngleikja eru stundum samofnar því sem er að gerast í samfélaginu. Til dæmis þótti söngleikurinn Mamma Mia kærkominn þegar hann var frumsýndur í New York stuttu eftir hryðjuverkaárásirnar þar í borg. Birta skoðaði sögu söngleikja, ástæður vinsælda þeirra og framtíðarhorfur. Umsjónarmenn þáttarins eru: Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
6/3/20230
Episode Artwork

150 | Mansal og söngleikir

short_text=None long_text='Mansal og söngleikir eiga fátt ef nokkuð sameiginlegt, kannski annað en það en að vera umfjöllunarefni þáttarins í dag. Evrópulögreglan, Europol, greindi frá því í fyrradag að rúmlega 200 hafi verið handtekin í aðgerð gegn skipulögðum glæpahópum sem tengjast mansali. Um 13 þúsund lögreglumenn leituðu í fjörutíu og fjórum löndum, í íbúðarhúsum, lestarstöðvum, flugvöllum og víðar. Rúmlega 14 hundruð mögulegum fórnarlömbum mansals var bjargað. Flest þeirra voru börn. Ólögráða börn eru þolendur mansals. Þau eru seld mansali til kynlífsmisnotkunar og neydd til að betla eða fremja margskonar glæpi. Arnar Björnsson fjallar um málið. \n\nÞegar ellefu hljóðfæraleikarar tóku að sér hlutverk í hljómsveitinni fyrir söngleikinn um óperudrauginn á Broadway árið 1988 grunaði þá líklega fæsta að þarna væri ævistarfið komið. Þrjátíu og fimm árum, og hátt í fjórtán þúsund sýningum síðar, var komið að lokasýningunni. Þetta var í apríl. Vinsældir söngleikja eru stundum samofnar því sem er að gerast í samfélaginu. Til dæmis þótti söngleikurinn Mamma Mia kærkominn þegar hann var frumsýndur í New York stuttu eftir hryðjuverkaárásirnar þar í borg. Birta skoðaði sögu söngleikja, ástæður vinsælda þeirra og framtíðarhorfur.\n\nUmsjónarmenn þáttarins eru: Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
6/3/202340 minutes
Episode Artwork

149 |Skuldaþakið og barneignir

Stífar samningaviðræður um hækkun skuldaþaksins í Bandaríkjunum hafa staðið yfir undanfarið. Oddur Þórðarson rýndi í þetta fyrirbæri, hvað er skuldaþak og til hvers er það? Og hvers vegna er settur á svið samkvæmisleikur og samningaviðræður þegar kemur að nauðsynlegri hækkun skuldaþaksins. Fólk í dag eignast töluvert færi börn nú en fyrir 50 árum. Fæðingartíðnin í löndum OECD er nú komin niður fyrir það sem stofnunin telur nauðsynlegt til að viðhalda mannkyninu og yfir 100 þjóðir eru undir þeim mörkum, þar á meðal Ísland. Hverjar eru skýringarnar og hvað er hægt að gera til að breyta þessu? Hallgrímur Indriðason skoðar málið með aðstoð Ara Klængs Jónssonar, doktors í mannfjöldafræði. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
5/27/20230
Episode Artwork

149 |Skuldaþakið og barneignir

short_text=None long_text='Stífar samningaviðræður um hækkun skuldaþaksins í Bandaríkjunum hafa staðið yfir undanfarið. Oddur Þórðarson rýndi í þetta fyrirbæri, hvað er skuldaþak og til hvers er það? Og hvers vegna er settur á svið samkvæmisleikur og samningaviðræður þegar kemur að nauðsynlegri hækkun skuldaþaksins. \n\nFólk í dag eignast töluvert færi börn nú en fyrir 50 árum. Fæðingartíðnin í löndum OECD er nú komin niður fyrir það sem stofnunin telur nauðsynlegt til að viðhalda mannkyninu og yfir 100 þjóðir eru undir þeim mörkum, þar á meðal Ísland. Hverjar eru skýringarnar og hvað er hægt að gera til að breyta þessu? Hallgrímur Indriðason skoðar málið með aðstoð Ara Klængs Jónssonar, doktors í mannfjöldafræði.\n\nUmsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
5/27/202340 minutes
Episode Artwork

147|Gjaldþrot VICE og hryllingurinn í Shakahola skógi

Fjölmiðlahrun í Ameríku og fjöldamorð í Afríku eru á dagskrá í Heimskviðuþætti vikunnar. Bandarísk/kanadíska fjölmiðlafyrirtækið Vice Media er gjaldþrota og söluferlið er hafið. Þótt Vice hafi upp á síðkastið verið virt vörumerki í fréttaheiminum, fyrir sína beinskeittu vettvangsblaðamennsku kemur gjaldþrotið ekki alveg á óvart. Fyrirtækið hefur í nokkurn tíma barist í bökkum í breyttu landslagi stafrænnar fjölmiðlunar, samfélagsmiðla og auglýsinga og skuldir þess safnast upp. Jóhannes Ólafsson fjallar um hrun þessa brautryðjandi miðils og fær til sín tvo blaðamenn til að leggja mat á fjölmiðlalandslag heimsins. Sunna Valgerðardóttir fjallar um sétrúarsöfnuðinn Good News International Church í síðari hluta þáttarins og skoðar fleiri dæmi úr sögunni. Meira en 200 lík hafa nú fundist í Shakahola-skóginum í Kenía. Leiðtoginn, séra Paul Mackenzie, hefur verið handtekinn. Þau voru látin svelta sig í hel til að komast til himna á dómsdegi. Börn safnaðarmeðlima voru látin sitja meðvitundarlítil undir steikjandi Afríkusólinni til að flýta dauðaferlinu á þessu hrikalega fórnaraltari. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
5/20/20230
Episode Artwork

147|Gjaldþrot VICE og hryllingurinn í Shakahola skógi

Fjölmiðlahrun í Ameríku og fjöldamorð í Afríku eru á dagskrá í Heimskviðuþætti vikunnar. Bandarísk/kanadíska fjölmiðlafyrirtækið Vice Media er gjaldþrota og söluferlið er hafið. Þótt Vice hafi upp á síðkastið verið virt vörumerki í fréttaheiminum, fyrir sína beinskeittu vettvangsblaðamennsku kemur gjaldþrotið ekki alveg á óvart. Fyrirtækið hefur í nokkurn tíma barist í bökkum í breyttu landslagi stafrænnar fjölmiðlunar, samfélagsmiðla og auglýsinga og skuldir þess safnast upp. Jóhannes Ólafsson fjallar um hrun þessa brautryðjandi miðils og fær til sín tvo blaðamenn til að leggja mat á fjölmiðlalandslag heimsins. Sunna Valgerðardóttir fjallar um sétrúarsöfnuðinn Good News International Church í síðari hluta þáttarins og skoðar fleiri dæmi úr sögunni. Meira en 200 lík hafa nú fundist í Shakahola-skóginum í Kenía. Leiðtoginn, séra Paul Mackenzie, hefur verið handtekinn. Þau voru látin svelta sig í hel til að komast til himna á dómsdegi. Börn safnaðarmeðlima voru látin sitja meðvitundarlítil undir steikjandi Afríkusólinni til að flýta dauðaferlinu á þessu hrikalega fórnaraltari. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
5/20/20230
Episode Artwork

148 |Gjaldþrot VICE og hryllingurinn í Shakahola skógi

short_text=None long_text='Fjölmiðlahrun í Ameríku og fjöldamorð í Afríku eru á dagskrá í Heimskviðuþætti vikunnar. Bandarísk/kanadíska fjölmiðlafyrirtækið Vice Media er gjaldþrota og söluferlið er hafið. Þótt Vice hafi upp á síðkastið verið virt vörumerki í fréttaheiminum, fyrir sína beinskeittu vettvangsblaðamennsku kemur gjaldþrotið ekki alveg á óvart. Fyrirtækið hefur í nokkurn tíma barist í bökkum í breyttu landslagi stafrænnar fjölmiðlunar, samfélagsmiðla og auglýsinga og skuldir þess safnast upp. Jóhannes Ólafsson fjallar um hrun þessa brautryðjandi miðils og fær til sín tvo blaðamenn til að leggja mat á fjölmiðlalandslag heimsins. Sunna Valgerðardóttir fjallar um sétrúarsöfnuðinn Good News International Church í síðari hluta þáttarins og skoðar fleiri dæmi úr sögunni. Meira en 200 lík hafa nú fundist í Shakahola-skóginum í Kenía. Leiðtoginn, séra Paul Mackenzie, hefur verið handtekinn. Þau voru látin svelta sig í hel til að komast til himna á dómsdegi. Börn safnaðarmeðlima voru látin sitja meðvitundarlítil undir steikjandi Afríkusólinni til að flýta dauðaferlinu á þessu hrikalega fórnaraltari. \n\nUmsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
5/20/202340 minutes
Episode Artwork

146|Úkraínska moldin og argentínska silfrið

Við komum við í Úkraínu og Argentínu í Heimskviðum þessa vikuna. Innrás Rússa hefur ekki aðeins lagt líf fólks í rúst, heldur líka náttúruna og auk allra morðanna sem Rússar eru sakaðir um eru þeir einnig sakaðir um vistmorð. Alveg eins og það er óljóst hvort fólkið í Úkraínu eigi nokkurn tíma eftir að jafna sig eftir voðaverk Rússa, þá gildir það sama um náttúruna. Vegna sprengjubrota, sprengjugíga, skriðdrekaumferðar og hernaðarúrgangs gæti farið svo að unnar hafi verið óafturkræfar skemmdir á jarðveginum. Á jarðvegi sem stór hluti heimsins reiðir sig á. Argentína er enn og aftur komin á vonarvol efnahagslega en verðbólga þar er yfir eitt hundrað prósent og lífskjarakreppan, sem herjar á stóran hluta heimsbyggðarinnar, þrengir sérstaklega að Argentínumönnum. Kosið verður til þings og forseta í haust en svo gæti farið að upp úr sjóði fyrir þann tíma. Frjálshyggjumaður og piparsveinn frá Buenos aires mælist með mest fylgi í skoðanakönnunum, og við rýnum í feril hans og áherslur, en hann vill meðal annars banna þungunarrof og slaka mjög á byssulöggjöf. Einna mesta athygli fær hann vegna útlitsins, en hann er með mikið og úfið hár og þykka barta, og hefur fengið viðurnefnið El Peluca, hárkollan. Og hún hylur ekki vandamálin, heldur ræðst á þau með keðjusög, eins og kollan sjálf kemst að orði. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
5/13/20230
Episode Artwork

146|Úkraínska moldin og argentínska silfrið

Við komum við í Úkraínu og Argentínu í Heimskviðum þessa vikuna. Innrás Rússa hefur ekki aðeins lagt líf fólks í rúst, heldur líka náttúruna og auk allra morðanna sem Rússar eru sakaðir um eru þeir einnig sakaðir um vistmorð. Alveg eins og það er óljóst hvort fólkið í Úkraínu eigi nokkurn tíma eftir að jafna sig eftir voðaverk Rússa, þá gildir það sama um náttúruna. Vegna sprengjubrota, sprengjugíga, skriðdrekaumferðar og hernaðarúrgangs gæti farið svo að unnar hafi verið óafturkræfar skemmdir á jarðveginum. Á jarðvegi sem stór hluti heimsins reiðir sig á. Argentína er enn og aftur komin á vonarvol efnahagslega en verðbólga þar er yfir eitt hundrað prósent og lífskjarakreppan, sem herjar á stóran hluta heimsbyggðarinnar, þrengir sérstaklega að Argentínumönnum. Kosið verður til þings og forseta í haust en svo gæti farið að upp úr sjóði fyrir þann tíma. Frjálshyggjumaður og piparsveinn frá Buenos aires mælist með mest fylgi í skoðanakönnunum, og við rýnum í feril hans og áherslur, en hann vill meðal annars banna þungunarrof og slaka mjög á byssulöggjöf. Einna mesta athygli fær hann vegna útlitsins, en hann er með mikið og úfið hár og þykka barta, og hefur fengið viðurnefnið El Peluca, hárkollan. Og hún hylur ekki vandamálin, heldur ræðst á þau með keðjusög, eins og kollan sjálf kemst að orði. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
5/13/20230
Episode Artwork

147|Úkraínska moldin og argentínska silfrið

short_text=None long_text='Við komum við í Úkraínu og Argentínu í Heimskviðum þessa vikuna. Innrás Rússa hefur ekki aðeins lagt líf fólks í rúst, heldur líka náttúruna og auk allra morðanna sem Rússar eru sakaðir um eru þeir einnig sakaðir um vistmorð. Alveg eins og það er óljóst hvort fólkið í Úkraínu eigi nokkurn tíma eftir að jafna sig eftir voðaverk Rússa, þá gildir það sama um náttúruna. Vegna sprengjubrota, sprengjugíga, skriðdrekaumferðar og hernaðarúrgangs gæti farið svo að unnar hafi verið óafturkræfar skemmdir á jarðveginum. Á jarðvegi sem stór hluti heimsins reiðir sig á. \n\nArgentína er enn og aftur komin á vonarvol efnahagslega en verðbólga þar er yfir eitt hundrað prósent og lífskjarakreppan, sem herjar á stóran hluta heimsbyggðarinnar, þrengir sérstaklega að Argentínumönnum. Kosið verður til þings og forseta í haust en svo gæti farið að upp úr sjóði fyrir þann tíma. Frjálshyggjumaður og piparsveinn frá Buenos aires mælist með mest fylgi í skoðanakönnunum, og við rýnum í feril hans og áherslur, en hann vill meðal annars banna þungunarrof og slaka mjög á byssulöggjöf. Einna mesta athygli fær hann vegna útlitsins, en hann er með mikið og úfið hár og þykka barta, og hefur fengið viðurnefnið El Peluca, hárkollan. Og hún hylur ekki vandamálin, heldur ræðst á þau með keðjusög, eins og kollan sjálf kemst að orði. \n\nUmsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
5/13/202339 minutes
Episode Artwork

146|Kosningar í Póllandi og Ólympíuleikar í París

Við byrjum þáttinn í Póllandi, þar sem þingkosningar verða haldnar í haust, kosningar sem gætu verið afdrifaríkar. Stærsti stjórnmálaflokkurinn, sem á pólsku kallast Lög og réttlæti, hefur ráðið lögum og lofum í Póllandi undanfarin átta ár en togstreita innan flokksins, og gagnvart smærri samstarfsflokkum á hægri vængnum, hefur að vissu leyti veikt stöðu pólsku ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan er að sameina krafta sína undir forystu Donalds Tusk fyrrum forsætisráðherra, sem nú leiðir stærsta flokkinn á vinstri vængnum og skoðanakannanir benda til þess að það gætu orðið valdaskipti eftir kosningarnar. Björn Malmquist fer með okkur til Póllands. Ólympíuleikarnir í París á næsta ári verða haldnir í skugga innrásar Rússa í Úkraínu. Margar þjóðir íhuga að mæta ekki til keppni verði íþróttamönnum frá Rússlandi og Belarúss leyfð þátttaka. Alþjóða ólympíunefndinni er vandi á höndum, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem pólitík og átök setja svip sinn á Ólympíuleikana. Arnar Björnsson fjallar um málið og ræðir meðal annars við Lárus Blöndal, formann Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
5/6/20230
Episode Artwork

146|Kosningar í Póllandi og Ólympíuleikar í París

Við byrjum þáttinn í Póllandi, þar sem þingkosningar verða haldnar í haust, kosningar sem gætu verið afdrifaríkar. Stærsti stjórnmálaflokkurinn, sem á pólsku kallast Lög og réttlæti, hefur ráðið lögum og lofum í Póllandi undanfarin átta ár en togstreita innan flokksins, og gagnvart smærri samstarfsflokkum á hægri vængnum, hefur að vissu leyti veikt stöðu pólsku ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan er að sameina krafta sína undir forystu Donalds Tusk fyrrum forsætisráðherra, sem nú leiðir stærsta flokkinn á vinstri vængnum og skoðanakannanir benda til þess að það gætu orðið valdaskipti eftir kosningarnar. Björn Malmquist fer með okkur til Póllands. Ólympíuleikarnir í París á næsta ári verða haldnir í skugga innrásar Rússa í Úkraínu. Margar þjóðir íhuga að mæta ekki til keppni verði íþróttamönnum frá Rússlandi og Belarúss leyfð þátttaka. Alþjóða ólympíunefndinni er vandi á höndum, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem pólitík og átök setja svip sinn á Ólympíuleikana. Arnar Björnsson fjallar um málið og ræðir meðal annars við Lárus Blöndal, formann Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
5/6/20230
Episode Artwork

146|Kosningar í Póllandi og Ólympíuleikar í París

short_text=None long_text='Við byrjum þáttinn í Póllandi, þar sem þingkosningar verða haldnar í haust, kosningar sem gætu verið afdrifaríkar. Stærsti stjórnmálaflokkurinn, sem á pólsku kallast Lög og réttlæti, hefur ráðið lögum og lofum í Póllandi undanfarin átta ár en togstreita innan flokksins, og gagnvart smærri samstarfsflokkum á hægri vængnum, hefur að vissu leyti veikt stöðu pólsku ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan er að sameina krafta sína undir forystu Donalds Tusk fyrrum forsætisráðherra, sem nú leiðir stærsta flokkinn á vinstri vængnum og skoðanakannanir benda til þess að það gætu orðið valdaskipti eftir kosningarnar. Björn Malmquist fer með okkur til Póllands. \n\nÓlympíuleikarnir í París á næsta ári verða haldnir í skugga innrásar Rússa í Úkraínu. Margar þjóðir íhuga að mæta ekki til keppni verði íþróttamönnum frá Rússlandi og Belarúss leyfð þátttaka.\xa0Alþjóða ólympíunefndinni er vandi á höndum, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem pólitík og átök setja svip sinn á Ólympíuleikana. Arnar Björnsson fjallar um málið og ræðir meðal annars við Lárus Blöndal, formann Íþrótta- og ólympíusambands Íslands.\n\nUmsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
5/6/202340 minutes
Episode Artwork

145| Borgarastríð og misskilinn Dalai Lama

Í þættinum í dag eru umfjöllunarefnin tvö, annars vegar borgarastyrjaldir og hins vegar meintur misskilningur á hvað átti sér stað þegar trúarleiðtoginn Dalai Lama bað ungan dreng að sjúga á sér tunguna á dögunum. Nokkur óeining hefur ríkt síðustu misseri um framtíðarstjórnskipan eins stærsta og fjölmennasta ríkis Afríku, Súdan. Súdanar eru því vanir, enda eru valdarán og stríðsátök reglulegir viðburðir í landinu. Þó voru fáir sem spáðu því að ágreiningur tveggja herforingja í Súdan um framtíð landsins myndi þróast á versta veg. Því miður gengu svörtustu spár eftir um miðjan mánuðinn, þegar íbúar í höfuðborginni Khartoum vöknuðu við sprengjugný og skothvelli. Oddur Þórðarson fjallar um ástandið í Súdan og um borgarastyrjaldir almennt. Hver er skilgreiningin á borgarastyrjöld og hvar geysa þær í heiminum? Beiðni hins næstum níræða Dalai Lama við lítinn dreng nýverið um að sleikja á sér tunguna vöktu hörð viðbrögð víða en atvikið náðist á myndband. Þegar allt varð vitlaust, baðst hann afsökunar en sagði gagnrýnendur vera að misskilja. Þarna væri á ferðinni góðlátlegur brandari, sem vesturlöndin skilja ekki vegna menningarmunar. Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem menningarlegur misskilningur er sögð ástæða gagnrýni á umdeild ummæli þessa merkilega trúarleiðtoga. Sunna Valgerðardóttir setti sig í lótusstellingar og skoðaði Dalai Lama, búddismann og það sem er sagt vera útbreiddur misskilningur almennings. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
4/29/20230
Episode Artwork

145| Borgarastríð og misskilinn Dalai Lama

Í þættinum í dag eru umfjöllunarefnin tvö, annars vegar borgarastyrjaldir og hins vegar meintur misskilningur á hvað átti sér stað þegar trúarleiðtoginn Dalai Lama bað ungan dreng að sjúga á sér tunguna á dögunum. Nokkur óeining hefur ríkt síðustu misseri um framtíðarstjórnskipan eins stærsta og fjölmennasta ríkis Afríku, Súdan. Súdanar eru því vanir, enda eru valdarán og stríðsátök reglulegir viðburðir í landinu. Þó voru fáir sem spáðu því að ágreiningur tveggja herforingja í Súdan um framtíð landsins myndi þróast á versta veg. Því miður gengu svörtustu spár eftir um miðjan mánuðinn, þegar íbúar í höfuðborginni Khartoum vöknuðu við sprengjugný og skothvelli. Oddur Þórðarson fjallar um ástandið í Súdan og um borgarastyrjaldir almennt. Hver er skilgreiningin á borgarastyrjöld og hvar geysa þær í heiminum? Beiðni hins næstum níræða Dalai Lama við lítinn dreng nýverið um að sleikja á sér tunguna vöktu hörð viðbrögð víða en atvikið náðist á myndband. Þegar allt varð vitlaust, baðst hann afsökunar en sagði gagnrýnendur vera að misskilja. Þarna væri á ferðinni góðlátlegur brandari, sem vesturlöndin skilja ekki vegna menningarmunar. Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem menningarlegur misskilningur er sögð ástæða gagnrýni á umdeild ummæli þessa merkilega trúarleiðtoga. Sunna Valgerðardóttir setti sig í lótusstellingar og skoðaði Dalai Lama, búddismann og það sem er sagt vera útbreiddur misskilningur almennings. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
4/29/20230
Episode Artwork

145| Borgarastríð og misskilinn Dalai Lama

Í þættinum í dag eru umfjöllunarefnin tvö, annars vegar borgarastyrjaldir og hins vegar meintur misskilningur á hvað átti sér stað þegar trúarleiðtoginn Dalai Lama bað ungan dreng að sjúga á sér tunguna á dögunum. Nokkur óeining hefur ríkt síðustu misseri um framtíðarstjórnskipan eins stærsta og fjölmennasta ríkis Afríku, Súdan. Súdanar eru því vanir, enda eru valdarán og stríðsátök reglulegir viðburðir í landinu. Þó voru fáir sem spáðu því að ágreiningur tveggja herforingja í Súdan um framtíð landsins myndi þróast á versta veg. Því miður gengu svörtustu spár eftir um miðjan mánuðinn, þegar íbúar í höfuðborginni Khartoum vöknuðu við sprengjugný og skothvelli. Oddur Þórðarson fjallar um ástandið í Súdan og um borgarastyrjaldir almennt. Hver er skilgreiningin á borgarastyrjöld og hvar geysa þær í heiminum? Beiðni hins næstum níræða Dalai Lama við lítinn dreng nýverið um að sleikja á sér tunguna vöktu hörð viðbrögð víða en atvikið náðist á myndband. Þegar allt varð vitlaust, baðst hann afsökunar en sagði gagnrýnendur vera að misskilja. Þarna væri á ferðinni góðlátlegur brandari, sem vesturlöndin skilja ekki vegna menningarmunar. Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem menningarlegur misskilningur er sögð ástæða gagnrýni á umdeild ummæli þessa merkilega trúarleiðtoga. Sunna Valgerðardóttir setti sig í lótusstellingar og skoðaði Dalai Lama, búddismann og það sem er sagt vera útbreiddur misskilningur almennings. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
4/29/20230
Episode Artwork

145| Borgarastríð og misskilinn Dalai Lama

Í þættinum í dag eru umfjöllunarefnin tvö, annars vegar borgarastyrjaldir og hins vegar meintur misskilningur á hvað átti sér stað þegar trúarleiðtoginn Dalai Lama bað ungan dreng að sjúga á sér tunguna á dögunum. Nokkur óeining hefur ríkt síðustu misseri um framtíðarstjórnskipan eins stærsta og fjölmennasta ríkis Afríku, Súdan. Súdanar eru því vanir, enda eru valdarán og stríðsátök reglulegir viðburðir í landinu. Þó voru fáir sem spáðu því að ágreiningur tveggja herforingja í Súdan um framtíð landsins myndi þróast á versta veg. Því miður gengu svörtustu spár eftir um miðjan mánuðinn, þegar íbúar í höfuðborginni Khartoum vöknuðu við sprengjugný og skothvelli. Oddur Þórðarson fjallar um ástandið í Súdan og um borgarastyrjaldir almennt. Hver er skilgreiningin á borgarastyrjöld og hvar geysa þær í heiminum? Beiðni hins næstum níræða Dalai Lama við lítinn dreng nýverið um að sleikja á sér tunguna vöktu hörð viðbrögð víða en atvikið náðist á myndband. Þegar allt varð vitlaust, baðst hann afsökunar en sagði gagnrýnendur vera að misskilja. Þarna væri á ferðinni góðlátlegur brandari, sem vesturlöndin skilja ekki vegna menningarmunar. Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem menningarlegur misskilningur er sögð ástæða gagnrýni á umdeild ummæli þessa merkilega trúarleiðtoga. Sunna Valgerðardóttir setti sig í lótusstellingar og skoðaði Dalai Lama, búddismann og það sem er sagt vera útbreiddur misskilningur almennings. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
4/29/20230
Episode Artwork

145| Borgarastríð og misskilinn Dalai Lama

short_text=None long_text='Í þættinum í dag eru umfjöllunarefnin tvö, annars vegar borgarastyrjaldir og hins vegar meintur misskilningur á hvað átti sér stað þegar trúarleiðtoginn Dalai Lama bað ungan dreng að sjúga á sér tunguna á dögunum. \n\nNokkur óeining hefur ríkt síðustu misseri um framtíðarstjórnskipan eins stærsta og fjölmennasta ríkis Afríku, Súdan. Súdanar eru því vanir, enda eru valdarán og stríðsátök reglulegir viðburðir í landinu. Þó voru fáir sem spáðu því að ágreiningur tveggja herforingja í Súdan um framtíð landsins myndi þróast á versta veg. Því miður gengu svörtustu spár eftir um miðjan mánuðinn, þegar íbúar í höfuðborginni Khartoum vöknuðu við sprengjugný og skothvelli. Oddur Þórðarson fjallar um ástandið í Súdan og um borgarastyrjaldir almennt. Hver er skilgreiningin á borgarastyrjöld og hvar geysa þær í heiminum?\n\nBeiðni hins næstum níræða Dalai Lama við lítinn dreng nýverið um að sleikja á sér tunguna vöktu hörð viðbrögð víða en atvikið náðist á myndband. Þegar allt varð vitlaust, baðst hann afsökunar en sagði gagnrýnendur vera að misskilja. Þarna væri á ferðinni góðlátlegur brandari, sem vesturlöndin skilja ekki vegna menningarmunar. Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem menningarlegur misskilningur er sögð ástæða gagnrýni á umdeild ummæli þessa merkilega trúarleiðtoga. Sunna Valgerðardóttir setti sig í lótusstellingar og skoðaði Dalai Lama, búddismann og það sem er sagt vera útbreiddur misskilningur almennings.\n\nUmsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
4/29/202340 minutes
Episode Artwork

144| Flóttamannavandi Ítala og ofbeldi í kvennafangelsum Bandaríkjanna

Flóttamannastraumurinn frá Norður-Afríku, yfir Miðjarðarhafið og til Ítalíu hefur fjórfaldast síðan í fyrra og kostað gífurlegan fjölda mannslífa. Orsakar straumsins er að leita í verra ástandi í þessum löndum, einkum Túnis. Og þetta allt saman veldur miklum vandræðum á Ítalíu. Stjórnvöld þar, sem hafa á stefnuskránni að draga úr þessum flóttamannastraumi, hafa lýst yfir neyðarástandi og segjast ekki ráða við þennan mikla fjölda. Almenningur á Ítalíu er klofinn í afstöðu til þess hvort flóttamennirnir eigi að fara eða vera. Í fyrri hluta þáttarins skoðar Hallgrímur Indriðason málið með aðstoð þeirra sem til þekkja, bæði út frá stöðu flóttamannanna, en líka landsins sem þarf að taka við þeim. Rúmlega 172 þúsund konur og stúlkur sitja inni í fangelsum Bandaríkjanna. Innan veggja eins þeirra, í Dublin alríkisfangelsinu í Kaliforníu, hafa fjölmargar konur sagt frá hrikalegri meðferð og ítrekuðu kynferðisofbeldi af hendi fangavarða. Dublin fangelsið er oft kallað nauðgunarklúbburinn af bæði föngum og fangavörðum. Misnotkun á föngum og þöggun þar um hefur staðið yfir um árabil en flóðgáttirnar hafa verið að opnast undanfarna mánuði. En það sem bíður margra þeirra kvenna sem hafa sagt frá, sem eru flestar innflytjendur eða konur án bandarísks ríkisfangs, er að vera vísað úr landi. Jóhannes Ólafsson fjallar um konur í fangelsum í Bandaríkjunum í síðari hluta þáttarins.
4/22/20230
Episode Artwork

144| Flóttamannavandi Ítala og ofbeldi í kvennafangelsum Bandaríkjanna

Flóttamannastraumurinn frá Norður-Afríku, yfir Miðjarðarhafið og til Ítalíu hefur fjórfaldast síðan í fyrra og kostað gífurlegan fjölda mannslífa. Orsakar straumsins er að leita í verra ástandi í þessum löndum, einkum Túnis. Og þetta allt saman veldur miklum vandræðum á Ítalíu. Stjórnvöld þar, sem hafa á stefnuskránni að draga úr þessum flóttamannastraumi, hafa lýst yfir neyðarástandi og segjast ekki ráða við þennan mikla fjölda. Almenningur á Ítalíu er klofinn í afstöðu til þess hvort flóttamennirnir eigi að fara eða vera. Í fyrri hluta þáttarins skoðar Hallgrímur Indriðason málið með aðstoð þeirra sem til þekkja, bæði út frá stöðu flóttamannanna, en líka landsins sem þarf að taka við þeim. Rúmlega 172 þúsund konur og stúlkur sitja inni í fangelsum Bandaríkjanna. Innan veggja eins þeirra, í Dublin alríkisfangelsinu í Kaliforníu, hafa fjölmargar konur sagt frá hrikalegri meðferð og ítrekuðu kynferðisofbeldi af hendi fangavarða. Dublin fangelsið er oft kallað nauðgunarklúbburinn af bæði föngum og fangavörðum. Misnotkun á föngum og þöggun þar um hefur staðið yfir um árabil en flóðgáttirnar hafa verið að opnast undanfarna mánuði. En það sem bíður margra þeirra kvenna sem hafa sagt frá, sem eru flestar innflytjendur eða konur án bandarísks ríkisfangs, er að vera vísað úr landi. Jóhannes Ólafsson fjallar um konur í fangelsum í Bandaríkjunum í síðari hluta þáttarins.
4/22/20230
Episode Artwork

144| Flóttamannavandi Ítala og ofbeldi í kvennafangelsum Bandaríkjanna

short_text=None long_text='Flóttamannastraumurinn frá Norður-Afríku, yfir Miðjarðarhafið og til Ítalíu hefur fjórfaldast síðan í fyrra og kostað gífurlegan fjölda mannslífa. Orsakar straumsins er að leita í verra ástandi í þessum löndum, einkum Túnis. Og þetta allt saman veldur miklum vandræðum á Ítalíu. Stjórnvöld þar, sem hafa á stefnuskránni að draga úr þessum flóttamannastraumi, hafa lýst yfir neyðarástandi og segjast ekki ráða við þennan mikla fjölda. Almenningur á Ítalíu er klofinn í afstöðu til þess hvort flóttamennirnir eigi að fara eða vera. Í fyrri hluta þáttarins skoðar Hallgrímur Indriðason málið með aðstoð þeirra sem til þekkja, bæði út frá stöðu flóttamannanna, en líka landsins sem þarf að taka við þeim. \nRúmlega 172 þúsund konur og stúlkur sitja inni í fangelsum Bandaríkjanna. Innan veggja eins þeirra, í Dublin alríkisfangelsinu í Kaliforníu, hafa fjölmargar konur sagt frá hrikalegri meðferð og ítrekuðu kynferðisofbeldi af hendi fangavarða. Dublin fangelsið er oft kallað nauðgunarklúbburinn af bæði föngum og fangavörðum. Misnotkun á föngum og þöggun þar um hefur staðið yfir um árabil en flóðgáttirnar hafa verið að opnast undanfarna mánuði. En það sem bíður margra þeirra kvenna sem hafa sagt frá, sem eru flestar innflytjendur eða konur án bandarísks ríkisfangs, er að vera vísað úr landi. Jóhannes Ólafsson fjallar um konur í fangelsum í Bandaríkjunum í síðari hluta þáttarins.' language='is' valid_from=None
4/22/202340 minutes
Episode Artwork

143| Gagnaleki og Biden á Írlandi og sambúð Moldóvu og Rússlands

Fjögurra daga heimsókn Joe Bidens bandaríkjaforseta til Írlands og Norður-Írlands lauk í gær en afar óvenjulegt er að bandaríkjaforsetar staldri svo lengi við í opinberum erindagjörðum. Biden hefur svo gott sem staðfest að hann ætli að berjast fyrir endurkjöri eftir rúmt ár og tímasetning heimsóknarinnar heppileg til að afla vinsælda í kosningabaráttunni, en friðarsamkomulagið á Írlandi, sem bandaríkjastjórn hafði milligöngu um árið 1998, er eitt af því fáa sem andstæðir pólar í bandarískum stjórnmálum líta sömu augum, og það þykir afar vel heppnað. Írskar rætur liggja víða í bandaríkjunum og því hafa þarlendir forsetar ítrekað heimsótt eyjuna grænu þegar líða fer að kosningum, en það sem hefði átt að vera vika Bidens, þar sem hann gæti hossað sér á hlut sínum og Bandaríkjanna í friðarsamkomulaginu og reynt að miðla málum að nýju, reyndist heldur vandræðaleg vegna gagnaleka sem staðfesti njósnir bandaríkjastjórnar um samherja sína og vantrú á sókn úkraínuhers gegn Rússum. Bjarni Pétur fjallar um málið. Sem stendur er Moldóva á berangri. Rússar vilja halda landinu á sínu áhrifasvæði en stjórnvöld í Moldóvu stefna óhikað að því að verða eitt af aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þá er Moldóva það ríki utan Úkraínu, sem hefur fundið hvað mest fyrir afleiðingum innrásar Rússa. Eins óttast stjórnvöld í Moldóvu að vera næst á lista Pútíns Rússlandsforseta og segja Rússa með ýmsum ráðum reyna að seilast til áhrifa. Dagný Hulda Erlendsdóttir fjallar um málið. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
4/15/20230
Episode Artwork

143| Gagnaleki og Biden á Írlandi og sambúð Moldóvu og Rússlands

Fjögurra daga heimsókn Joe Bidens bandaríkjaforseta til Írlands og Norður-Írlands lauk í gær en afar óvenjulegt er að bandaríkjaforsetar staldri svo lengi við í opinberum erindagjörðum. Biden hefur svo gott sem staðfest að hann ætli að berjast fyrir endurkjöri eftir rúmt ár og tímasetning heimsóknarinnar heppileg til að afla vinsælda í kosningabaráttunni, en friðarsamkomulagið á Írlandi, sem bandaríkjastjórn hafði milligöngu um árið 1998, er eitt af því fáa sem andstæðir pólar í bandarískum stjórnmálum líta sömu augum, og það þykir afar vel heppnað. Írskar rætur liggja víða í bandaríkjunum og því hafa þarlendir forsetar ítrekað heimsótt eyjuna grænu þegar líða fer að kosningum, en það sem hefði átt að vera vika Bidens, þar sem hann gæti hossað sér á hlut sínum og Bandaríkjanna í friðarsamkomulaginu og reynt að miðla málum að nýju, reyndist heldur vandræðaleg vegna gagnaleka sem staðfesti njósnir bandaríkjastjórnar um samherja sína og vantrú á sókn úkraínuhers gegn Rússum. Bjarni Pétur fjallar um málið. Sem stendur er Moldóva á berangri. Rússar vilja halda landinu á sínu áhrifasvæði en stjórnvöld í Moldóvu stefna óhikað að því að verða eitt af aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þá er Moldóva það ríki utan Úkraínu, sem hefur fundið hvað mest fyrir afleiðingum innrásar Rússa. Eins óttast stjórnvöld í Moldóvu að vera næst á lista Pútíns Rússlandsforseta og segja Rússa með ýmsum ráðum reyna að seilast til áhrifa. Dagný Hulda Erlendsdóttir fjallar um málið. Umsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
4/15/20230
Episode Artwork

143| Gagnaleki og Biden á Írlandi og sambúð Moldóvu og Rússlands

short_text=None long_text='Fjögurra daga heimsókn Joe Bidens bandaríkjaforseta til Írlands og Norður-Írlands lauk í gær en afar óvenjulegt er að bandaríkjaforsetar staldri svo lengi við í opinberum erindagjörðum. Biden hefur svo gott sem staðfest að hann ætli að berjast fyrir endurkjöri eftir rúmt ár og tímasetning heimsóknarinnar heppileg til að afla vinsælda í kosningabaráttunni, en friðarsamkomulagið á Írlandi, sem bandaríkjastjórn hafði milligöngu um árið 1998, er eitt af því fáa sem andstæðir pólar í bandarískum stjórnmálum líta sömu augum, og það þykir afar vel heppnað. Írskar rætur liggja víða í bandaríkjunum og því hafa þarlendir forsetar ítrekað heimsótt eyjuna grænu þegar líða fer að kosningum, en það sem hefði átt að vera vika Bidens, þar sem hann gæti hossað sér á hlut sínum og Bandaríkjanna í friðarsamkomulaginu og reynt að miðla málum að nýju, reyndist heldur vandræðaleg vegna gagnaleka sem staðfesti njósnir bandaríkjastjórnar um samherja sína og vantrú á sókn úkraínuhers gegn Rússum. Bjarni Pétur fjallar um málið. \n\nSem stendur er Moldóva á berangri. Rússar vilja halda landinu á sínu áhrifasvæði en stjórnvöld í Moldóvu stefna óhikað að því að verða eitt af aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þá er Moldóva það ríki utan Úkraínu, sem hefur fundið hvað mest fyrir afleiðingum innrásar Rússa. Eins óttast stjórnvöld í Moldóvu að vera næst á lista Pútíns Rússlandsforseta og segja Rússa með ýmsum ráðum reyna að seilast til áhrifa. Dagný Hulda Erlendsdóttir fjallar um málið.\n\nUmsjónarmenn Heimskviða eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
4/15/202340 minutes
Episode Artwork

141| Bankar í vandræðum og spennandi kosningar í Finnlandi

Það kerfishrun, sem varð á alþjóðlegum fjármálamörkuðum haustið 2008, er með því stærsta orðið hefur síðastliðna öld. Hrun bankakerfisins hér á landi í framhaldinu er síðan einn afdrifaríkasti atburður í Íslandssögunni. Það hefur löngum verið deilt um áhrif erlendis frá, á þá atburðarás sem leiddi til hruns íslenskra banka 2008, og þá hversu mikil þau voru. Það verður hins vegar ekki um það deilt að kreppan 2008 hófst í Bandaríkjunum og dreifðist síðan um heimsbyggðina. Það rann því mörgum kalt vatn milli skinns og hörunds í byrjun síðasta mánaðar, þegar tveir bankar féllu vestanhafs ? svo að segja í einu vetfangi ? og þegar krísan virtist hafa smitast nokkrum dögum síðar til Sviss og fest klærnar í 167 ára gamlan, sögufrægan banka með þeim afleiðingum að hann hrundi. En hvað er að gerast? Hversu alvarlegt er ástandið? Römbum við á barmi alþjóðlegs fjármálahruns, eins og 2008, eða er ekkert að óttast? Svo fjöllum við um þingkosningar í Finnlandi sem verða á sunnudaginn. Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands berst þar fyrir pólitísku lífi sínu. Hún varð yngsti forsætisráðherra heims eftir síðustu kosningar og nýtur enn mikilla vinsælda, en þrátt fyrir það gæti ríkisstjórnin fallið, því fylgi flokksins hennar heldur ekki í við persónufylgið. Búist er við erfiðum stjórnarmyndunarviðræðum en þrír flokkar eru hnífjafnir samkvæmt skoðanakönnunum og því er mikil spenna fyrir því hverjum þeirra tekst að tryggja sér mest fylgi og þar með umboð til að mynda nýja stjórn. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
4/1/20230
Episode Artwork

142| Bankar í vandræðum og spennandi kosningar í Finnlandi

short_text=None long_text='Það kerfishrun, sem varð á alþjóðlegum fjármálamörkuðum haustið 2008, er með því stærsta orðið hefur síðastliðna öld. Hrun bankakerfisins hér á landi í framhaldinu er síðan einn afdrifaríkasti atburður í Íslandssögunni. Það hefur löngum verið deilt um áhrif erlendis frá, á þá atburðarás sem leiddi til hruns íslenskra banka 2008, og þá hversu mikil þau voru. Það verður hins vegar ekki um það deilt að kreppan 2008 hófst í Bandaríkjunum og dreifðist síðan um heimsbyggðina. Það rann því mörgum kalt vatn milli skinns og hörunds í byrjun síðasta mánaðar, þegar tveir bankar féllu vestanhafs ? svo að segja í einu vetfangi ? og þegar krísan virtist hafa smitast nokkrum dögum síðar til Sviss og fest klærnar í 167 ára gamlan, sögufrægan banka með þeim afleiðingum að hann hrundi. En hvað er að gerast? Hversu alvarlegt er ástandið? Römbum við á barmi alþjóðlegs fjármálahruns, eins og 2008, eða er ekkert að óttast? \nSvo fjöllum við um þingkosningar í Finnlandi sem verða á sunnudaginn. Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands berst þar fyrir pólitísku lífi sínu. Hún varð yngsti forsætisráðherra heims eftir síðustu kosningar og nýtur enn mikilla vinsælda, en þrátt fyrir það gæti ríkisstjórnin fallið, því fylgi flokksins hennar heldur ekki í við persónufylgið. Búist er við erfiðum stjórnarmyndunarviðræðum en þrír flokkar eru hnífjafnir samkvæmt skoðanakönnunum og því er mikil spenna fyrir því hverjum þeirra tekst að tryggja sér mest fylgi og þar með umboð til að mynda nýja stjórn. \nUmsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
4/1/202340 minutes
Episode Artwork

141| Uppgangur Kína og framtíðarborg byggð á sandi

Xi Jinping varð nýlega sá fyrsti í áratugi til að vera kjörinn forseti Kína þriðja kjörtímabilið í röð. Stefna hans í utanríkismálum hefur verið að berjast gegn því sem hann hefur talið vera viðleitni Bandaríkjamanna til að halda aftur af Kína. Og til að einangrast ekki frá Vesturlöndum er mikilvægt fyrir Kína að vera í tengslum við Rússland. Kínverjar hafa reynt að tala fyrir friði í Úkraínu en líklega hentar þeim best að stríðið standi sem lengst, segir Helgi Steinar Gunnlaugsson sérfræðingur í málefnum Kína en Hallgrímur Indriðason ræddi við hann og fjallar um stöðu Kína og Xi forseta. Á valdatíma sínum hefur Xi hert tökin heima fyrir en heimsóknin til Rússlands í vikunni bendir til að hann ætli að láta enn frekar að sér kveða á alþjóðavettvangi. Í síðari hluta þáttarins ætlum við að skoða hvernig Sádar nýta olíuauðinn en sádí-arabíska ríkisolíufyrirtækið Aramco skilaði methagnaði í fyrra, sem var jafnvirði 22.500 milljarða íslenskra króna. Það er næstum helmingi meiri hagnaður en í fyrra og hefur aldrei verið meiri. Og eitt af því sem Sádar áforma að reisa er framtíðarborg, 170 kílómetra löng samfelld lína háhýsa og skýjakljúfa þar sem verða engar götur og engir bílar en alls um níu milljónir íbúa. Sunna Valgerðardóttir leit á framtíðaráform olíuþjóðarinnar miklu og ræddi við arkitekt með brennandi áhuga á borgarskipulagi, um línuborgina í eyðimörkinni, sem hljómar eiginlega frekar eins og uppkast að vísindaskáldsögu, heldur en raunhæf áætlun um framtíðarborg þar sem allt á að ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
3/25/20230
Episode Artwork

141| Uppgangur Kína og framtíðarborg byggð á sandi

short_text=None long_text='Xi Jinping varð nýlega sá fyrsti í áratugi til að vera kjörinn forseti Kína þriðja kjörtímabilið í röð. Stefna hans í utanríkismálum hefur verið að berjast gegn því sem hann hefur talið vera viðleitni Bandaríkjamanna til að halda aftur af Kína. Og til að einangrast ekki frá Vesturlöndum er mikilvægt fyrir Kína að vera í tengslum við Rússland. Kínverjar hafa reynt að tala fyrir friði í Úkraínu en líklega hentar þeim best að stríðið standi sem lengst, segir Helgi Steinar Gunnlaugsson sérfræðingur í málefnum Kína en Hallgrímur Indriðason ræddi við hann og fjallar um stöðu Kína og Xi forseta. Á valdatíma sínum hefur Xi hert tökin heima fyrir en heimsóknin til Rússlands í vikunni bendir til að hann ætli að láta enn frekar að sér kveða á alþjóðavettvangi. \n\nÍ síðari hluta þáttarins ætlum við að skoða hvernig Sádar nýta olíuauðinn en sádí-arabíska ríkisolíufyrirtækið Aramco skilaði methagnaði í fyrra, sem var jafnvirði 22.500 milljarða íslenskra króna. Það er næstum helmingi meiri hagnaður en í fyrra og hefur aldrei verið meiri. Og eitt af því sem Sádar áforma að reisa er framtíðarborg, 170 kílómetra löng samfelld lína háhýsa og skýjakljúfa þar sem verða engar götur og engir bílar en alls um níu milljónir íbúa. Sunna Valgerðardóttir leit á framtíðaráform olíuþjóðarinnar miklu og ræddi við arkitekt með brennandi áhuga á borgarskipulagi, um línuborgina í eyðimörkinni, sem hljómar eiginlega frekar eins og uppkast að vísindaskáldsögu, heldur en raunhæf áætlun um framtíðarborg þar sem allt á að ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum.\n\nUmsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
3/25/202340 minutes
Episode Artwork

140| Ferðasögur frá Úkraínu

Við helgum þáttinn Úkraínu og stríðsátökunum rúmu ári eftir að Rússar réðust þar inn. Jón Björgvinsson fréttamaður hefur dvalið þar mánuðum saman á þessu ári. Hann er nýkominn frá Lviv í vesturhlutanum og segir að þar sé að verða til einhvers konar stríðstúrismi, þar sem kaffibollar í úkraínsku fánalitunum og skeinipappír með myndum af Pútín rússlandsforseta selst eins og heitar lummur, og söluágóðinn rennur allur í stríðsreksturinn. Jón lýsir því sem hann hefur heyrt og séð á sex ferðum sínum til Úkraínu og ástæðum þess að Rússar réðust þar inn, og samskiptum Rússa og Úkraínumanna sem hann lýsir svo skemmtilega. ?Rússar hafa áður sýnt það í Georgíu að þeir þola ekki að þessi tvö ríki á landamærum þeirra færi sig í vestur og þegar ég hlustaði á síðustu ræðu Pútíns var það eins og að hlusta á, hvað eigum við að segja, afbrýðissaman eiginmann úthúða nýja unnustanum í þessu ofbeldissambandi hans við sína fyrrverandi.? Og er náttúrulega með því að þrýsta henni enn fastar í faðminn á þessum kviðmági sínum.? Við heyrum einnig frá Dagnýju Huldu Erlendsdóttur fréttamanni en hún er nýkomin heim frá Kiyv þar sem hún fylgdi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Þar kynntu þær sér skelfilegar afleiðingar innrásar Rússa og ræddu við Volodomyr Zelensky, en vonast er til að hann sæki leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn verður í Reykjavík í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
3/18/20230
Episode Artwork

140| Ferðasögur frá Úkraínu

short_text=None long_text='Við helgum þáttinn Úkraínu og stríðsátökunum rúmu ári eftir að Rússar réðust þar inn. Jón Björgvinsson fréttamaður hefur dvalið þar mánuðum saman á þessu ári. Hann er nýkominn frá Lviv í vesturhlutanum og segir að þar sé að verða til einhvers konar stríðstúrismi, þar sem kaffibollar í úkraínsku fánalitunum og skeinipappír með myndum af Pútín rússlandsforseta selst eins og heitar lummur, og söluágóðinn rennur allur í stríðsreksturinn. Jón lýsir því sem hann hefur heyrt og séð á sex ferðum sínum til Úkraínu og ástæðum þess að Rússar réðust þar inn, og samskiptum Rússa og Úkraínumanna sem hann lýsir svo skemmtilega. ?Rússar hafa áður sýnt það í Georgíu að þeir þola ekki að þessi tvö ríki á landamærum þeirra færi sig í vestur og þegar ég hlustaði á síðustu ræðu Pútíns var það eins og að hlusta á, hvað eigum við að segja, afbrýðissaman eiginmann úthúða nýja unnustanum í þessu ofbeldissambandi hans við sína fyrrverandi.? Og er náttúrulega með því að þrýsta henni enn fastar í faðminn á þessum kviðmági sínum.? Við heyrum einnig frá Dagnýju Huldu Erlendsdóttur fréttamanni en hún er nýkomin heim frá Kiyv þar sem hún fylgdi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Þar kynntu þær sér skelfilegar afleiðingar innrásar Rússa og ræddu við Volodomyr Zelensky, en vonast er til að hann sæki leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn verður í Reykjavík í maí. \n\nUmsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
3/18/202340 minutes
Episode Artwork

139| Konurnar og ISIS liðarnir og háleynilegur hálsmenafundur

Hvernig má það vera að samtök sem eru einna helst þekkt fyrir hrottalegt ofbeldi, hryðjuverk og illa meðferð á konum heilli konur sem búa á Vesturlöndum? Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, hið alræmda ISIS, lokkuðu til sín metfjölda kvenna frá vestrænum ríkjum - miðað við sambærilega hópa. En hvaða konur voru þetta? Voru þetta upp til hópa ungar áhrifagjarnar konur sem létu gelpjast af áróðursmaskínu samtakanna eða kannski harðsvíraðir hryðjuverkamenn? Ólöf Ragnarsdóttir fjallar um málið. Í síðari hluta þáttarins fáum við að heyra af hálsmeni úr skíragulli sem fannst í jörðu í Warvíkurskíri í Bretlandi fyrir rúmum þremur árum. Gullmenið er merkt Hinriki áttunda Englandskonungi og fyrstu eiginkonu hans, hinni spænskættuðu Katrínu af Aragorn. Þau voru gift í yfir tuttugu ár og skilnaður þeirra var afdrifaríkur fyrir breska menningarsögu. Sérfræðingar hjá Þjóðminjasafni Bretlands, British Museum, hafa legið yfir þessum dýrgrip síðan hann fannst og hafa nú rakið uppruna hans til hátíðahalda sem Hinrik áttundi hélt í febrúar annað hvort 1520, eða 1521. Það ríkti svo mikil leynd yfir rannsókninni að Rachel King, sérfræðingurinn sem stjórnaði henni mátti ekki einu sinni segja eiginmanni sínum af þessu. Björn Malmquist ræddi við Rachel og einnig Önnu Agnarsdóttur, prófessor í sagnfræði, um ævi, ástir og eiginkonur Hinriks áttunda. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
3/11/20230
Episode Artwork

139| Konurnar og ISIS liðarnir og háleynilegur hálsmenafundur

short_text=None long_text='Hvernig má það vera að samtök sem eru einna helst þekkt fyrir hrottalegt ofbeldi, hryðjuverk og illa meðferð á konum heilli konur sem búa á Vesturlöndum? Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, hið alræmda ISIS, lokkuðu til sín metfjölda kvenna frá vestrænum ríkjum - miðað við sambærilega hópa. En hvaða konur voru þetta? Voru þetta upp til hópa ungar áhrifagjarnar konur sem létu gelpjast af áróðursmaskínu samtakanna eða kannski harðsvíraðir hryðjuverkamenn? Ólöf Ragnarsdóttir fjallar um málið. \n\nÍ síðari hluta þáttarins fáum við að heyra af hálsmeni úr skíragulli sem fannst í jörðu í Warvíkurskíri í Bretlandi fyrir rúmum þremur árum. Gullmenið er merkt Hinriki áttunda Englandskonungi og fyrstu eiginkonu hans, hinni spænskættuðu Katrínu af Aragorn. Þau voru gift í yfir tuttugu ár og skilnaður þeirra var afdrifaríkur fyrir breska menningarsögu. Sérfræðingar hjá Þjóðminjasafni Bretlands, British Museum, hafa legið yfir þessum dýrgrip síðan hann fannst og hafa nú rakið uppruna hans til hátíðahalda sem Hinrik áttundi hélt í febrúar annað hvort 1520, eða 1521. Það ríkti svo mikil leynd yfir rannsókninni að Rachel King, sérfræðingurinn sem stjórnaði henni mátti ekki einu sinni segja eiginmanni sínum af þessu. Björn Malmquist ræddi við Rachel og einnig Önnu Agnarsdóttur, prófessor í sagnfræði, um ævi, ástir og eiginkonur Hinriks áttunda. \n\nUmsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
3/11/202340 minutes
Episode Artwork

138| Kosningar í Nígeríu og umsvif Rússa í Afríku

Nígeríumenn fá líklega ekki þær breytingar og endurnýjun sem svo margir höfðu kallað eftir. Bola Tinubu var sigurvegari kosninganna þar í vikunni, en hann er úr sama flokki og Buhari fráfarandi forseti. Tinubu hefur verið lengi í stjórnmálum og slagorð hans í kosningabaráttunni var - nú er komið að mér. Átti að vera tákn mikilla breytinga en það er mjög ólíklegt að af þeim verði. Nígería er eitt fjölmennasta ríki heims og hefur átt í miklum efnahagserfiðleikum, þó það stefni að því að verða stærsta hagkerfi Afríku. Þar, eins og víða í Afríku, er búist við mikilli mannfjölgun á næstu áratugum. Því er spáð að árið 2070 taki Nígería fram úr Kína í fjölda barnsfæðinga. Árið 2100 verður Nígería sömuleiðis þriðja fjölmennasta land heimsins, á eftir Indlandi, sem verður í fyrsta sæti, og svo Kína. Svo fjöllum við um umsvif Rússa í Afríku. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur á síðustu árum gert hernaðarlegt samkomulag við um tuttugu Afríkuríki og samkomulag við enn fleiri um hvers kyns auðlindavinnslu, svo sem gull- og úrangröft. En sækist Pútín eftir fleiru? Við ræddum við Steven Gruzd en hann er álitsgjafi suðurafríska ríkissjónvarpsins í alþjóðamálum. Hann segir að þær upphæðir sem Rússar fjárfesta fyrir í álfunni séu ekkert svimandi háar í samanburði við önnur lönd, en Rússar fari sínar eigin leiðir til að seilast til áhrifa. Umsjón með Heimskviðum hafa Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
3/4/20230
Episode Artwork

138| Kosningar í Nígeríu og umsvif Rússa í Afríku

short_text=None long_text='Nígeríumenn fá líklega ekki þær breytingar og endurnýjun sem svo margir höfðu kallað eftir. Bola Tinubu var sigurvegari kosninganna þar í vikunni, en hann er úr sama flokki og Buhari fráfarandi forseti. Tinubu hefur verið lengi í stjórnmálum og slagorð hans í kosningabaráttunni var - nú er komið að mér. Átti að vera tákn mikilla breytinga en það er mjög ólíklegt að af þeim verði. Nígería er eitt fjölmennasta ríki heims og hefur átt í miklum efnahagserfiðleikum, þó það stefni að því að verða stærsta hagkerfi Afríku. Þar, eins og víða í Afríku, er búist við mikilli mannfjölgun á næstu áratugum. Því er spáð að árið 2070 taki Nígería fram úr Kína í fjölda barnsfæðinga. Árið 2100 verður Nígería sömuleiðis þriðja fjölmennasta land heimsins, á eftir Indlandi, sem verður í fyrsta sæti, og svo Kína. \n\nSvo fjöllum við um umsvif Rússa í Afríku. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur á síðustu árum gert hernaðarlegt samkomulag við um tuttugu Afríkuríki og samkomulag við enn fleiri um hvers kyns auðlindavinnslu, svo sem gull- og úrangröft. En sækist Pútín eftir fleiru? Við ræddum við Steven Gruzd en hann er álitsgjafi suðurafríska ríkissjónvarpsins í alþjóðamálum. Hann segir að þær upphæðir sem Rússar fjárfesta fyrir í álfunni séu ekkert svimandi háar í samanburði við önnur lönd, en Rússar fari sínar eigin leiðir til að seilast til áhrifa. \n\nUmsjón með Heimskviðum hafa Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
3/4/202340 minutes
Episode Artwork

137| Plastmengun á Norðurslóðum og málsókn Nígeríumanna gegn Shell

Þó plastmengun í hafi sé heldur lítil á Norðurslóðum miðað við til dæmis Miðjarðarhafið þá er hún að aukast. Og hvaðan kemur þessi plastmengun á svæðinu sem sárafáir búa á? Það er mikið til úr sjávarútveginum, en sömuleiðis áhrif frá okkur, til dæmis úr dekkjakurli og í plastþráðum úr útivistarfatnaði sem losna úr þeim við þvott og komast þannig út í umhverfið. Hallgrímur Indriðason var á ráðstefnu Arctic frontiers á dögunum, þar sem plastmengun á Norðurslóðum var meðal annars til umfjöllunar. Tæplega fjórtán þúsund íbúar Nígeríu hafa höfðað mál fyrir dómstólum í London gegn olíurisanum Shell fyrir gengdarlausa og áratuga langa olíuvinnslu í landinu með tilheyrandi mengunarslysum og lekum. Íbúarnir tilheyra Ogale og Billie sem eru landbúnaðar- og veiðisamfélög sem búa við ósa Nígerfljóts í suðurhluta landsins. Þeir saka Shell um gríðarlega mengun í vatnsuppsprettum og eyðileggingu á vistkerfum, sem hefur dregið úr lífsgæðum og umturnað lífinu á svæðinu. Kröfurnar eru settar fram bæði í nafni einstaklinga en einnig stofnana eins og kirkna og skóla. Fólkið krefst þess að olíufyrirtækið axli ábyrgð og sjái um það umfangsmikla hreinsunarstarf sem nauðsynlegt er til þess að endurheimta sómasamlegt líf við ósana. Einnig gerir fólk kröfu um skaðabætur fyrir hörmungarnar sem olíuvinnslan hefur valdið fyrir fiskveiðar og landbúnað. Forystumenn Shell halda fast í þá skoðun að kröfurnar séu tilhæfulausar. Það segist ekki bera ábyrgð á þjófnaði og skemmdarverkum skipulagðrar glæpastarfsemi sem það segir hafi valdið stórum hluta slysanna. Þessi átök teygja sig eins og svo víða annars staðar í Afríku aftur til nýlendutímans og málaferlin eru aðeins einn kafli í flókinni sögu olíuvinnslu Shell í Nígeríu, sem nú hyggst hætta vinnslu þar eftir langa viðveru. Jóhannes Ólafsson fjallar um málið. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
2/25/20230
Episode Artwork

137| Plastmengun á Norðurslóðum og málsókn Nígeríumanna gegn Shell

short_text=None long_text='Þó plastmengun í hafi sé heldur lítil á Norðurslóðum miðað við til dæmis Miðjarðarhafið þá er hún að aukast. Og hvaðan kemur þessi plastmengun á svæðinu sem sárafáir búa á? Það er mikið til úr sjávarútveginum, en sömuleiðis áhrif frá okkur, til dæmis úr dekkjakurli og í plastþráðum úr útivistarfatnaði sem losna úr þeim við þvott og komast þannig út í umhverfið. Hallgrímur Indriðason var á ráðstefnu Arctic frontiers á dögunum, þar sem plastmengun á Norðurslóðum var meðal annars til umfjöllunar. \n\nTæplega fjórtán þúsund íbúar Nígeríu hafa höfðað mál fyrir dómstólum í London gegn olíurisanum Shell fyrir gengdarlausa og áratuga langa olíuvinnslu í landinu með tilheyrandi mengunarslysum og lekum. Íbúarnir tilheyra Ogale og Billie sem eru landbúnaðar- og veiðisamfélög sem búa við ósa Nígerfljóts í suðurhluta landsins. Þeir saka Shell um gríðarlega mengun í vatnsuppsprettum og eyðileggingu á vistkerfum, sem hefur dregið úr lífsgæðum og umturnað lífinu á svæðinu. Kröfurnar eru settar fram bæði í nafni einstaklinga en einnig stofnana eins og kirkna og skóla. Fólkið krefst þess að olíufyrirtækið axli ábyrgð og sjái um það umfangsmikla hreinsunarstarf sem nauðsynlegt er til þess að endurheimta sómasamlegt líf við ósana. Einnig gerir fólk kröfu um skaðabætur fyrir hörmungarnar sem olíuvinnslan hefur valdið fyrir fiskveiðar og landbúnað. Forystumenn Shell halda fast í þá skoðun að kröfurnar séu tilhæfulausar. Það segist ekki bera ábyrgð á þjófnaði og skemmdarverkum skipulagðrar glæpastarfsemi sem það segir hafi valdið stórum hluta slysanna. Þessi átök teygja sig eins og svo víða annars staðar í Afríku aftur til nýlendutímans og málaferlin eru aðeins einn kafli í flókinni sögu olíuvinnslu Shell í Nígeríu, sem nú hyggst hætta vinnslu þar eftir langa viðveru. Jóhannes Ólafsson fjallar um málið. \n\nUmsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
2/25/202340 minutes
Episode Artwork

136| Stjórnmálakonur hætta og framtíð eyríkis í sýndarveruleika

Þemaþættir Heimskviða halda áfram og að þessu sinni er sjónum beint að svæði sem er hinum megin á jarðkringlunni, Nýja Sjálandi og eyríkinu Tuvalu. Stjórnmálakonur sem hafa notið mikillar hylli alþjóðlega hverfa nú á braut ein af annarri, og segja álagið og atganginn sem fylgi nútímastjórnmálum helstu ástæðuna. Við ætlum að rýna í stöðu kvenleiðtoga og ástæður þess að aðeins tíu prósent þjóðarleiðtoga eru konur. Jacinda Ardern lét af embætti forsætisráðherra Nýja-Sjálands í síðustu viku. Afsögnin setur allt á hliðina í nýsjálenskum stjórnmálum, en kosið verður í haust og þegar ljóst að eftirmaður hennar og félagar hans ná aldrei að fara með flokkinn nærri þeim hæðum sem Jacinda Ardern gerði, en hún naut gríðarlega vinsælda, bæði í Nýja-Sjálandi en líka alþjóðlega. Bjarni Pétur Jónsson fjallar um málið. Eyríkið Tuvalu í Kyrrahafi er eitt friðsælasta land í heimi. Þrátt fyrir það eru miklar líkur á að á næstu áratugum verði hver og einn einasti íbúi eyjanna að leggja á flótta. Gangi verstu spár um hækkandi sjávarmál eftir flæðir yfir eyjarnar og þær verða óbyggilegar. Túvalúar eru samheldnir og þó að þeir eigi líklega eftir að setjast að víða um heim ætla þeir að reyna að halda hópinn. Það ætla þeir að gera í sýndarveruleika, því hugmyndin er að endurskapa eyríkið þar og að hver og einn Túvalúi verði persóna í sýndarveruleikanum. Dagný Hulda Erlendsdóttir segir okkur frá þessum áhugaverðu framtíðarplönum.
2/18/20230
Episode Artwork

136| Stjórnmálakonur hætta og framtíð eyríkis í sýndarveruleika

short_text=None long_text='Þemaþættir Heimskviða halda áfram og að þessu sinni er sjónum beint að svæði sem er hinum megin á jarðkringlunni, Nýja Sjálandi og eyríkinu Tuvalu. \n\nStjórnmálakonur sem hafa notið mikillar hylli alþjóðlega hverfa nú á braut ein af annarri, og segja álagið og atganginn sem fylgi nútímastjórnmálum helstu ástæðuna. Við ætlum að rýna í stöðu kvenleiðtoga og ástæður þess að aðeins tíu prósent þjóðarleiðtoga eru konur. Jacinda Ardern lét af embætti forsætisráðherra Nýja-Sjálands í síðustu viku. Afsögnin setur allt á hliðina í nýsjálenskum stjórnmálum, en kosið verður í haust og þegar ljóst að eftirmaður hennar og félagar hans ná aldrei að fara með flokkinn nærri þeim hæðum sem Jacinda Ardern gerði, en hún naut gríðarlega vinsælda, bæði í Nýja-Sjálandi en líka alþjóðlega. Bjarni Pétur Jónsson fjallar um málið. \n\nEyríkið Tuvalu í Kyrrahafi er eitt friðsælasta land í heimi. Þrátt fyrir það eru miklar líkur á að á næstu áratugum verði hver og einn einasti íbúi eyjanna að leggja á flótta. Gangi verstu spár um hækkandi sjávarmál eftir flæðir yfir eyjarnar og þær verða óbyggilegar. Túvalúar eru samheldnir og þó að þeir eigi líklega eftir að setjast að víða um heim ætla þeir að reyna að halda hópinn. Það ætla þeir að gera í sýndarveruleika, því hugmyndin er að endurskapa eyríkið þar og að hver og einn Túvalúi verði persóna í sýndarveruleikanum. Dagný Hulda Erlendsdóttir segir okkur frá þessum áhugaverðu framtíðarplönum.' language='is' valid_from=None
2/18/202340 minutes
Episode Artwork

135 | Sprenging í Líbanon og jarðskjálftar í Tyrklandi og Sýrlandi

Í næstu þáttum ætlum við að einbeita okkur að ákveðnum svæðum á kortinu, hafa eins konar þemu, sem eru annað hvort landfræðileg eða hugmyndafræðileg. Þetta er fyrsti Þema-þáttur Heimskviða og við færum okkur suðaustur á bóginn. Til miðausturlanda, þar sem óútreiknanleg plánetan sýndi ógurlega krafta sína í byrjun vikunnar, með skelfilegum afleiðingum. Við förum til Tyrklands, Sýrlands, Sádí Arabíu og Líbanon í þætti dagsins. Við byrjum í nágrannaríkinu Líbanon, um fimm hundruð kílómetra suður af upptökum stóru skjálftanna. Í höfuðborginni Beirút fann fólk vel fyrir skjálftunum og þeir vöktu upp slæmar minningar af sprengingunni miklu fyrir einu og hálfu ári. Yfir 200 létust og þúsundir slösuðust en ekki er enn ljóst hvað gerðist nákvæmlega þennan dag. Ólöf Ragnarsdóttir fræðir okkur um Líbanon og þá algjöru pattstöðu sem er komin upp í rannsókn málsins. Í síðari hluta þáttarins fjallar Sunna Valgerðardóttir um jarðskjálftana stóru sem skóku Tyrkland og Sýrland fyrr í vikunni. Hún ræddi skjálftana og afleiðingar þeirra við Sigurjón Jónsson, prófessor í jarðeðlisfræði.
2/11/20230
Episode Artwork

135 | Sprenging í Líbanon og jarðskjálftar í Tyrklandi og Sýrlandi

short_text=None long_text='Í næstu þáttum ætlum við að einbeita okkur að ákveðnum svæðum á kortinu, hafa eins konar þemu, sem eru annað hvort landfræðileg eða hugmyndafræðileg. Þetta er fyrsti Þema-þáttur Heimskviða og við færum okkur suðaustur á bóginn. Til miðausturlanda, þar sem óútreiknanleg plánetan sýndi ógurlega krafta sína í byrjun vikunnar, með skelfilegum afleiðingum. Við förum til Tyrklands, Sýrlands, Sádí Arabíu og Líbanon í þætti dagsins. \n\nVið byrjum í nágrannaríkinu Líbanon, um fimm hundruð kílómetra suður af upptökum stóru skjálftanna. Í höfuðborginni Beirút fann fólk vel fyrir skjálftunum og þeir vöktu upp slæmar minningar af sprengingunni miklu fyrir einu og hálfu ári. Yfir 200 létust og þúsundir slösuðust en ekki er enn ljóst hvað gerðist nákvæmlega þennan dag. Ólöf Ragnarsdóttir fræðir okkur um Líbanon og þá algjöru pattstöðu sem er komin upp í rannsókn málsins. \n\nÍ síðari hluta þáttarins fjallar Sunna Valgerðardóttir um jarðskjálftana stóru sem skóku Tyrkland og Sýrland fyrr í vikunni. Hún ræddi skjálftana og afleiðingar þeirra við Sigurjón Jónsson, prófessor í jarðeðlisfræði.' language='is' valid_from=None
2/11/202340 minutes
Episode Artwork

134 | Erdogan í kosningaslag og saga LEGO

Erdogan Tyrklandsforseti ætlar sér að ná aftur kjöri í kosningum í maí, en stjórnarandstaðan hefur enn ekki komið sér saman um frambjóðanda gegn honum. Erdogan hefur verið forseti síðan 2014, var áður forsætisráðherra í ellefu ár, og þar áður borgarstjóri í Istanbúl, Arftaki hans þar, gæti orðið hans helsti keppinautur í kosningunum í maí. Flokkur hans hefur dalað í skoðanakönnunum en Erdogan er slyngur stjórnmálamaður, hefur sigrað í tólf kosningum í röð og veit upp á hár hvernig á að heyja kosningabaráttu. Björn Malmquist fjallar um málið. Árið 2012 var það reiknað út að þá væru til 86 LEGÓ kubbar fyrir hvern einasta jarðarbúa. Það eru 11 ár síðan svo þó að jarðarbúum hafi fjölgað síðan þá hefur LEGO kubbunum líklega fjölgað enn meira. Einn LEGÓ kassi er seldur á hverri sekúndu í heiminum. Sem þýðir að á meðan Heimskviður eru í loftinu eru seld 2400 LEGO sett. Ef LEGO kubbarnir sem seldir eru á hverju ári væru lagðir í röð næðu þeir fimm hringi í kringum jörðina. Saga LEGO er um margt áhugaverð. LEGO kubbar voru til dæmis framleiddir hér á landi yfir um tuttugu ára tímabil á sérstakri undanþágu vegna innflutningsbanns á leikföngum. Það var tilkomið vegna samstarfs LEGO og SÍBS, en kubbarnir hétu um tíma SÍBS kubbar hér á landi. Birta skoðaði sögu LEGO. Umsjón með Heimskviðum hafa Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Birta Björnsdóttir.
2/4/20230
Episode Artwork

134 | Erdogan í kosningaslag og saga LEGO

short_text=None long_text='Erdogan Tyrklandsforseti ætlar sér að ná aftur kjöri í kosningum í maí, en stjórnarandstaðan hefur enn ekki komið sér saman um frambjóðanda gegn honum. Erdogan hefur verið forseti síðan 2014, var áður forsætisráðherra í ellefu ár, og þar áður borgarstjóri í Istanbúl, Arftaki hans þar, gæti orðið hans helsti keppinautur í kosningunum í maí. Flokkur hans hefur dalað í skoðanakönnunum en Erdogan er slyngur stjórnmálamaður, hefur sigrað í tólf kosningum í röð og veit upp á hár hvernig á að heyja kosningabaráttu. Björn Malmquist fjallar um málið. \n\nÁrið 2012 var það reiknað út að þá væru til 86 LEGÓ kubbar fyrir hvern einasta jarðarbúa. Það eru 11 ár síðan svo þó að jarðarbúum hafi fjölgað síðan þá hefur LEGO kubbunum líklega fjölgað enn meira. Einn LEGÓ kassi er seldur á hverri sekúndu í heiminum. Sem þýðir að á meðan Heimskviður eru í loftinu eru seld 2400 LEGO sett. Ef LEGO kubbarnir sem seldir eru á hverju ári væru lagðir í röð næðu þeir fimm hringi í kringum jörðina. Saga LEGO er um margt áhugaverð. LEGO kubbar voru til dæmis framleiddir hér á landi yfir um tuttugu ára tímabil á sérstakri undanþágu vegna innflutningsbanns á leikföngum. Það var tilkomið vegna samstarfs LEGO og SÍBS, en kubbarnir hétu um tíma SÍBS kubbar hér á landi. Birta skoðaði sögu LEGO. \n\nUmsjón með Heimskviðum hafa Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
2/4/202340 minutes
Episode Artwork

133 | Mótmæli í Perú og sívaxandi spenna Armeníu og Aserbaísjan

Það hefur verið glundroði í stjórnmálunum í Perú undanfarin ár. Spilling hefur verið landlæg og mótmæli tíð. Eftir misheppnaða tilraun forseta til að leysa upp þingið í desember, og brottrekstur þessa sama forseta í kjölfarið, hefur hins vegar soðið upp úr. Fjölmenn mótmæli hafa verið barin niður af hörku og á fimmtug tug hefur látið lífið. Ástæðu þessara átaka má hins vegar rekja áratugi og jafnvel aldir aftur í tímann. Hallgrímur Indriðason fer nú yfir málið með blaðamanni í Perú og prófessor í stjórnmálafræði sem hefur skrifað fjölda bóka um stjórnmálin í landinu. 9. nóvember árið 2020 var samið um vopnahlé milli Armeníu og Aserbaísjan. Ríkin höfðu þá háð sex vikna langt stríð, það blóðugasta í áratugi, en með aðkomu Rússa náðist samkomulag um að leggja niður vopn. Nú hefur spennan aukist á ný í samskiptum Kákasus-þjóðanna tveggja. Aserar hafa sett upp vegatálma á mikilvægan veg sem liggur frá Armeníu inn í hið umdeilda Nagorno Karabakh sem hefur skapað skort á matvælum, lyfjum og orku fyrir íbúa svæðisins sem eru tæplega 150 þúsund og hætta á mikilli hungursneyð. Þeir sem standa að vegatálmunum eru umhverfisaðgerðasinnar sem mótmæla kolavinnslu á svæðinu en þegar betur er að gáð gæti málið verið flóknara en svo. Jóhannes Ólafsson tekur nú við. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
1/28/20230
Episode Artwork

133 | Mótmæli í Perú og sívaxandi spenna Armeníu og Aserbaísjan

short_text=None long_text='Það hefur verið glundroði í stjórnmálunum í Perú undanfarin ár. Spilling hefur verið landlæg og mótmæli tíð. Eftir misheppnaða tilraun forseta til að leysa upp þingið í desember, og brottrekstur þessa sama forseta í kjölfarið, hefur hins vegar soðið upp úr. Fjölmenn mótmæli hafa verið barin niður af hörku og á fimmtug tug hefur látið lífið. Ástæðu þessara átaka má hins vegar rekja áratugi og jafnvel aldir aftur í tímann. Hallgrímur Indriðason fer nú yfir málið með blaðamanni í Perú og prófessor í stjórnmálafræði sem hefur skrifað fjölda bóka um stjórnmálin í landinu.\n\n9. nóvember árið 2020 var samið um vopnahlé milli Armeníu og Aserbaísjan. Ríkin höfðu þá háð sex vikna langt stríð, það blóðugasta í áratugi, en með aðkomu Rússa náðist samkomulag um að leggja niður vopn. Nú hefur spennan aukist á ný í samskiptum Kákasus-þjóðanna tveggja. Aserar hafa sett upp vegatálma á mikilvægan veg sem liggur frá Armeníu inn í hið umdeilda Nagorno Karabakh sem hefur skapað skort á matvælum, lyfjum og orku fyrir íbúa svæðisins sem eru tæplega 150 þúsund og hætta á mikilli hungursneyð. Þeir sem standa að vegatálmunum eru umhverfisaðgerðasinnar sem mótmæla kolavinnslu á svæðinu en þegar betur er að gáð gæti málið verið flóknara en svo. Jóhannes Ólafsson tekur nú við.\n\nUmsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
1/28/202340 minutes
Episode Artwork

132| Munchausen by proxy og kokkur Pútíns

Heggur sá er hlífa skyldi er líklega orðatiltækið sem passar hvað best við fyrra umfjöllunarefni þáttarins. Heilkennið og hegðunarmynstrið Munchausen by proxy er notað um fólk, oftast foreldra, sem ýkja eða einfaldlega framkalla veikindi hjá börnum sínum til að fá athygli ást og umhyggju. Sérfræðingar eru flestir sammála um að þó að þetta sé ekki algengt fyrirfinnist þetta mjög víða, einnig hér á landi. Hvergi í Bandaríkjunum koma upp fleiri tilvik af Munchausen by proxy en í sýslu einni í Texas. Það er ekki þar með sagt að þar búi hlutfallslega fleiri sem veikja börn sín viljandi heldur er þar starfandi þverfaglegt teymi sem hefur það eitt að markmiði að taka á málum sem þessum. Í seinni hluta þáttarins fjöllum við um Rússa sem hefur verið töluvert í fréttum síðustu mánuði. Hann er með einkarekinn her á sínum snærum sem í eru margir harðsvíraðir glæpamenn sem berjast í styrjöldum, þar á meðal í Úkraínu. Auk þess rekur hann svokallaða tröllaverksmiðju þar sem framleiddar eru falsfréttir í stórum stíl. Það er engu líkara en hér sé verið að lýsa sögupersónu í kvikmynd en svo er ekki. Þessi lýsing á við mann af holdi og blóði. Hann býr í Rússlandi, heitir Yevgeny Prígozhín - og er betur þekktur sem kokkur Pútíns. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
1/21/20230
Episode Artwork

132| Munchausen by proxy og kokkur Pútíns

Heggur sá er hlífa skyldi er líklega orðatiltækið sem passar hvað best við fyrra umfjöllunarefni þáttarins. Heilkennið og hegðunarmynstrið Munchausen by proxy er notað um fólk, oftast foreldra, sem ýkja eða einfaldlega framkalla veikindi hjá börnum sínum til að fá athygli ást og umhyggju. Sérfræðingar eru flestir sammála um að þó að þetta sé ekki algengt fyrirfinnist þetta mjög víða, einnig hér á landi. Hvergi í Bandaríkjunum koma upp fleiri tilvik af Munchausen by proxy en í sýslu einni í Texas. Það er ekki þar með sagt að þar búi hlutfallslega fleiri sem veikja börn sín viljandi heldur er þar starfandi þverfaglegt teymi sem hefur það eitt að markmiði að taka á málum sem þessum. Í seinni hluta þáttarins fjöllum við um Rússa sem hefur verið töluvert í fréttum síðustu mánuði. Hann er með einkarekinn her á sínum snærum sem í eru margir harðsvíraðir glæpamenn sem berjast í styrjöldum, þar á meðal í Úkraínu. Auk þess rekur hann svokallaða tröllaverksmiðju þar sem framleiddar eru falsfréttir í stórum stíl. Það er engu líkara en hér sé verið að lýsa sögupersónu í kvikmynd en svo er ekki. Þessi lýsing á við mann af holdi og blóði. Hann býr í Rússlandi, heitir Yevgeny Prígozhín - og er betur þekktur sem kokkur Pútíns. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
1/21/20230
Episode Artwork

132| Munchausen by proxy og kokkur Pútíns

Heggur sá er hlífa skyldi er líklega orðatiltækið sem passar hvað best við fyrra umfjöllunarefni þáttarins. Heilkennið og hegðunarmynstrið Munchausen by proxy er notað um fólk, oftast foreldra, sem ýkja eða einfaldlega framkalla veikindi hjá börnum sínum til að fá athygli ást og umhyggju. Sérfræðingar eru flestir sammála um að þó að þetta sé ekki algengt fyrirfinnist þetta mjög víða, einnig hér á landi. Hvergi í Bandaríkjunum koma upp fleiri tilvik af Munchausen by proxy en í sýslu einni í Texas. Það er ekki þar með sagt að þar búi hlutfallslega fleiri sem veikja börn sín viljandi heldur er þar starfandi þverfaglegt teymi sem hefur það eitt að markmiði að taka á málum sem þessum. Í seinni hluta þáttarins fjöllum við um Rússa sem hefur verið töluvert í fréttum síðustu mánuði. Hann er með einkarekinn her á sínum snærum sem í eru margir harðsvíraðir glæpamenn sem berjast í styrjöldum, þar á meðal í Úkraínu. Auk þess rekur hann svokallaða tröllaverksmiðju þar sem framleiddar eru falsfréttir í stórum stíl. Það er engu líkara en hér sé verið að lýsa sögupersónu í kvikmynd en svo er ekki. Þessi lýsing á við mann af holdi og blóði. Hann býr í Rússlandi, heitir Yevgeny Prígozhín - og er betur þekktur sem kokkur Pútíns. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
1/21/20230
Episode Artwork

132| Munchausen by proxy og kokkur Pútíns

short_text=None long_text='Heggur sá er hlífa skyldi er líklega orðatiltækið sem passar hvað best við fyrra umfjöllunarefni þáttarins. Heilkennið og hegðunarmynstrið Munchausen by proxy er notað um fólk, oftast foreldra, sem ýkja eða einfaldlega framkalla veikindi hjá börnum sínum til að fá athygli ást og umhyggju. Sérfræðingar eru flestir sammála um að þó að þetta sé ekki algengt fyrirfinnist þetta mjög víða, einnig hér á landi. Hvergi í Bandaríkjunum koma upp fleiri tilvik af Munchausen by proxy en í sýslu einni í Texas. Það er ekki þar með sagt að þar búi hlutfallslega fleiri sem veikja börn sín viljandi heldur er þar starfandi þverfaglegt teymi sem hefur það eitt að markmiði að taka á málum sem þessum. \n\nÍ seinni hluta þáttarins fjöllum við um Rússa sem hefur verið töluvert í fréttum síðustu mánuði. Hann er með einkarekinn her á sínum snærum sem í eru margir harðsvíraðir glæpamenn sem berjast í styrjöldum, þar á meðal í Úkraínu. Auk þess rekur hann svokallaða tröllaverksmiðju þar sem framleiddar eru falsfréttir í stórum stíl. Það er engu líkara en hér sé verið að lýsa sögupersónu í kvikmynd en svo er ekki. Þessi lýsing á við mann af holdi og blóði. Hann býr í Rússlandi, heitir Yevgeny Prígozhín - og er betur þekktur sem kokkur Pútíns. \n\nUmsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
1/21/202341 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

131| Dauðarefsingar og harðlínustjórn í Ísrael

Bann við palestínska fánanum á almannafæri, fleiri landtökubyggðir á landsvæði Palestínumanna og umdeild yfirhalning á dómskerfinu eru á meðal þess sem ný ríkisstjórn í Ísrael hefur boðað. Benjamín Netanjahú er snúinn aftur sem forsætisráðherra í ríkisstjórn sem er sögð mesta harðlínustjórn í sögu Ísraels. Ólöf Ragnarsdóttir ræddi við Magnús Þorkel Bernharðsson, prófessor í sögu Miðausturlanda, um áherslur nýrrar ríkisstjórnar. Og við sérfræðing í málefnum Ísraels og Palestínu og stjórnmálaskýranda í Tel Aviv sem er ekki bjartsýn á friðarferlið og segir að draumurinn um sjálfstæða Palestínu hafi aldrei verið jafn fjarlægur. Svo fjöllum við líka um dauðarefsingar. Íranska ríkið hefur verið harðlega gagnrýnt af alþjóðasamfélaginu síðan mótmælin gegn klerkastjórninni brutust þar út í september. Og þeir sem stjórna í Íran hika ekki við að taka fólk af lífi. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandið fordæma aftökurnar sem eru sagðar byggja á ósanngjörnum réttarhöldum og þvinguðum játningum. Ríkisstjórnir hinna ýmsu vestrænu ríkja hafa sömuleiðis fordæmt aftökurnar, meðal annars ríkisstjórn Bandaríkjanna, en Bandaríkin eru einmitt eitt af löndum heims þar sem dauðarefsingar eru enn uppi á borðinu. Að minnsta kosti 579 fangar í 18 löndum voru teknir af lífi árið 2021, samkvæmt skýrslu Amnesty International. Samtökin benda á að dauðadómum og aftökum hafi fjölgað í ríkjum sem hafa beitt henni mikið hingað til. 108 lönd heimsins hafa afnumið dauðarefsingar. En hvað réttlætir dauðarefsingar, hvernig er þeim beitt í heiminum og hver eru rökin á móti þeim? Sunna Valgerðardóttir ræddi við heimspekiprófessorinn og siðfræðinginn Salvöru Nordal - um fortíð, nútíð og mögulega framtíð, þessarar refsingar refsinganna, hinn óaftturkræfa dauða, sem enn er við lýði í 55 löndum heimsins. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
1/14/20230
Episode Artwork

131| Dauðarefsingar og harðlínustjórn í Ísrael

short_text=None long_text='Bann við palestínska fánanum á almannafæri, fleiri landtökubyggðir á landsvæði Palestínumanna og umdeild yfirhalning á dómskerfinu eru á meðal þess sem ný ríkisstjórn í Ísrael hefur boðað. Benjamín Netanjahú er snúinn aftur sem forsætisráðherra í ríkisstjórn sem er sögð mesta harðlínustjórn í sögu Ísraels. Ólöf Ragnarsdóttir ræddi við Magnús Þorkel Bernharðsson, prófessor í sögu Miðausturlanda, um áherslur nýrrar ríkisstjórnar. Og við sérfræðing í málefnum Ísraels og Palestínu og stjórnmálaskýranda í Tel Aviv sem er ekki bjartsýn á friðarferlið og segir að draumurinn um sjálfstæða Palestínu hafi aldrei verið jafn fjarlægur. \n\nSvo fjöllum við líka um dauðarefsingar. Íranska ríkið hefur verið harðlega gagnrýnt af alþjóðasamfélaginu síðan mótmælin gegn klerkastjórninni brutust þar út í september. Og þeir sem stjórna í Íran hika ekki við að taka fólk af lífi. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandið fordæma aftökurnar sem eru sagðar byggja á ósanngjörnum réttarhöldum og þvinguðum játningum. Ríkisstjórnir hinna ýmsu vestrænu ríkja hafa sömuleiðis fordæmt aftökurnar, meðal annars ríkisstjórn Bandaríkjanna, en Bandaríkin eru einmitt eitt af löndum heims þar sem dauðarefsingar eru enn uppi á borðinu. Að minnsta kosti 579 fangar í 18 löndum voru teknir af lífi árið 2021, samkvæmt skýrslu Amnesty International. Samtökin benda á að dauðadómum og aftökum hafi fjölgað í ríkjum sem hafa beitt henni mikið hingað til. 108 lönd heimsins hafa afnumið dauðarefsingar. En hvað réttlætir dauðarefsingar, hvernig er þeim beitt í heiminum og hver eru rökin á móti þeim? Sunna Valgerðardóttir ræddi við heimspekiprófessorinn og siðfræðinginn Salvöru Nordal - um fortíð, nútíð og mögulega framtíð, þessarar refsingar refsinganna, hinn óaftturkræfa dauða, sem enn er við lýði í 55 löndum heimsins. \n\nUmsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
1/14/202340 minutes
Episode Artwork

130| Goðsögnin Pelé og árið framundan í Úkraínu

Brasilíumenn kvöddu sinn dáðasta son í vikunni. Knattspyrnugoðsögnin Pelé lést rétt fyrir áramót og var borinn til grafar á fimmtudaginn. Kóngurinn sem átti svo stóran þátt í að móta sjálfsmynd brasilísku þjóðarinnar og sameina hana er af mörgum talinn besti fótboltamaður sem stundað hefur íþróttina fögru. Bjarni Pétur Jónsson fer með okkur til Brasilíu. Tuttugasta og fjórða febrúar verður eitt ár liðið frá því Rússar réðust inn í Úkraínu. Innrásin hófst að morgni dags með stórsókn meðal annars að Kyiv, höfuðborg Úkraínu, en rússneskar hersveitir sóttu einnig fram í austur og suðurhluta landsins. Þeim varð nokkuð ágengt í upphafi, en undanfarna mánuði hafa átökin markast af undanhaldi Rússa á stórum svæðum í Kharkiv héraði í norðausturhluta landsins og Kherson héraði í suðri - og nokkurs konar kyrrstöðuhernaði í héruðunum Donetsk og Luhansk í austri. Rússar hafa gert ítrekaðar eldflauga- og drónaárásir á borgir og bæi; árásir sem beinst hafa að innviðum á borð við raforkukerfi Úkraínu - markvisst í því skyni að draga úr baráttuvilja almennings og valda efnahagslegum skaða. En hvernig er útlitið fyrir næstu vikur og mánuði? Björn Malmquist ræddi við úkraínsku þingkonuna Kiru Rudik, Ben Hodges, fyrrverandi yfirmann bandaríska heraflans í Evrópu og Albert Jónsson sérfræðing í öryggis og utanríkismálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
1/7/20230
Episode Artwork

130| Goðsögnin Pelé og árið framundan í Úkraínu

Brasilíumenn kvöddu sinn dáðasta son í vikunni. Knattspyrnugoðsögnin Pelé lést rétt fyrir áramót og var borinn til grafar á fimmtudaginn. Kóngurinn sem átti svo stóran þátt í að móta sjálfsmynd brasilísku þjóðarinnar og sameina hana er af mörgum talinn besti fótboltamaður sem stundað hefur íþróttina fögru. Bjarni Pétur Jónsson fer með okkur til Brasilíu. Tuttugasta og fjórða febrúar verður eitt ár liðið frá því Rússar réðust inn í Úkraínu. Innrásin hófst að morgni dags með stórsókn meðal annars að Kyiv, höfuðborg Úkraínu, en rússneskar hersveitir sóttu einnig fram í austur og suðurhluta landsins. Þeim varð nokkuð ágengt í upphafi, en undanfarna mánuði hafa átökin markast af undanhaldi Rússa á stórum svæðum í Kharkiv héraði í norðausturhluta landsins og Kherson héraði í suðri - og nokkurs konar kyrrstöðuhernaði í héruðunum Donetsk og Luhansk í austri. Rússar hafa gert ítrekaðar eldflauga- og drónaárásir á borgir og bæi; árásir sem beinst hafa að innviðum á borð við raforkukerfi Úkraínu - markvisst í því skyni að draga úr baráttuvilja almennings og valda efnahagslegum skaða. En hvernig er útlitið fyrir næstu vikur og mánuði? Björn Malmquist ræddi við úkraínsku þingkonuna Kiru Rudik, Ben Hodges, fyrrverandi yfirmann bandaríska heraflans í Evrópu og Albert Jónsson sérfræðing í öryggis og utanríkismálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
1/7/20230
Episode Artwork

130| Goðsögnin Pelé og árið framundan í Úkraínu

Brasilíumenn kvöddu sinn dáðasta son í vikunni. Knattspyrnugoðsögnin Pelé lést rétt fyrir áramót og var borinn til grafar á fimmtudaginn. Kóngurinn sem átti svo stóran þátt í að móta sjálfsmynd brasilísku þjóðarinnar og sameina hana er af mörgum talinn besti fótboltamaður sem stundað hefur íþróttina fögru. Bjarni Pétur Jónsson fer með okkur til Brasilíu. Tuttugasta og fjórða febrúar verður eitt ár liðið frá því Rússar réðust inn í Úkraínu. Innrásin hófst að morgni dags með stórsókn meðal annars að Kyiv, höfuðborg Úkraínu, en rússneskar hersveitir sóttu einnig fram í austur og suðurhluta landsins. Þeim varð nokkuð ágengt í upphafi, en undanfarna mánuði hafa átökin markast af undanhaldi Rússa á stórum svæðum í Kharkiv héraði í norðausturhluta landsins og Kherson héraði í suðri - og nokkurs konar kyrrstöðuhernaði í héruðunum Donetsk og Luhansk í austri. Rússar hafa gert ítrekaðar eldflauga- og drónaárásir á borgir og bæi; árásir sem beinst hafa að innviðum á borð við raforkukerfi Úkraínu - markvisst í því skyni að draga úr baráttuvilja almennings og valda efnahagslegum skaða. En hvernig er útlitið fyrir næstu vikur og mánuði? Björn Malmquist ræddi við úkraínsku þingkonuna Kiru Rudik, Ben Hodges, fyrrverandi yfirmann bandaríska heraflans í Evrópu og Albert Jónsson sérfræðing í öryggis og utanríkismálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
1/7/20230
Episode Artwork

130| Goðsögnin Pelé og árið framundan í Úkraínu

short_text=None long_text='Brasilíumenn kvöddu sinn dáðasta son í vikunni. Knattspyrnugoðsögnin Pelé lést rétt fyrir áramót og var borinn til grafar á fimmtudaginn. Kóngurinn sem átti svo stóran þátt í að móta sjálfsmynd brasilísku þjóðarinnar og sameina hana er af mörgum talinn besti fótboltamaður sem stundað hefur íþróttina fögru. Bjarni Pétur Jónsson fer með okkur til Brasilíu.\n\nTuttugasta og fjórða febrúar verður eitt ár liðið frá því Rússar réðust inn í Úkraínu. Innrásin hófst að morgni dags með stórsókn meðal annars að Kyiv, höfuðborg Úkraínu, en rússneskar hersveitir sóttu einnig fram í austur og suðurhluta landsins. Þeim varð nokkuð ágengt í upphafi, en undanfarna mánuði hafa átökin markast af undanhaldi Rússa á stórum svæðum í Kharkiv héraði í norðausturhluta landsins og Kherson héraði í suðri - og nokkurs konar kyrrstöðuhernaði í héruðunum Donetsk og Luhansk í austri. Rússar hafa gert ítrekaðar eldflauga- og drónaárásir á borgir og bæi; árásir sem beinst hafa að innviðum á borð við raforkukerfi Úkraínu - markvisst í því skyni að draga úr baráttuvilja almennings og valda efnahagslegum skaða. En hvernig er útlitið fyrir næstu vikur og mánuði? Björn Malmquist ræddi við úkraínsku þingkonuna Kiru Rudik, Ben Hodges, fyrrverandi yfirmann bandaríska heraflans í Evrópu og Albert Jónsson sérfræðing í öryggis og utanríkismálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi. \n\nUmsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
1/7/202340 minutes
Episode Artwork

129| Heimskviður ársins 2022

Í þessum síðasta Heimskviðu-þætti ársins rifjum við upp allt það helsta sem gerðist úti í heimi á árinu sem senn er á enda. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
12/17/20220
Episode Artwork

129| Heimskviður ársins 2022

short_text=None long_text='Í þessum síðasta Heimskviðu-þætti ársins rifjum við upp allt það helsta sem gerðist úti í heimi á árinu sem senn er á enda. \nUmsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
12/17/202240 minutes
Episode Artwork

128| Afskipti af fjölmiðlum í Rússlandi og ástandið í Suður Súdan

Við byrjum þáttinn á því að skoða rússneska fjölmiðla og hvernig þarlendir miðlar hafa fjallað um innrás Rússa í Úkraínu. BBC, Breska ríkisútvarpið rekur sérstaka deild sem fylgist með fjölmiðlum í ýmsum löndum, þar á meðal í Rússlandi - Heimskviður ræddu á dögunum við einn af sérfræðingum þessarar deildar, Francis Scarr. Hann bjó í Rússlandi og horfir á hverjum degi á sjónvarpsfréttir þar og greinir umræðuna - hann segir okkur meðal annars frá því hvernig fréttastjórar stóru sjónvarpsstöðvanna taka við leiðbeiningum frá Kreml um hvernig á að segja fréttir. Björn Malmquist fjallar um málið. Stjórnvöld í Suður Súdan nota svelti og hungur sem vopn í átökum við uppreisnarhópa í landinu, samkvæmt nýrri skýrslu. Þessi skýrsla fer í bunkann með annarri samantekt Sameinuðu þjóðanna þar sem skorað er á stjórnvöld í Suður Súdan að bregðast við úbreiddu kynferðisofbeldi í innalandshernaði sem einkennt hefur stutta sögu landsins. Saga þessa yngsta sjálfstæða ríkis heims er að mörgu leyti harmsaga átaka og ofbeldis, sem bitnar mest á almennum borgurum. Íslenskur barnalæknir er nú stödd í Suður Súdan á vegum Lækna án landamæra og segir að okkur hætti til að gleyma svæðum þar sem átök hafi staðið yfir í langan tíma. Birta fer með okkur til Suður Súdan. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
12/10/20220
Episode Artwork

128| Afskipti af fjölmiðlum í Rússlandi og ástandið í Suður Súdan

Við byrjum þáttinn á því að skoða rússneska fjölmiðla og hvernig þarlendir miðlar hafa fjallað um innrás Rússa í Úkraínu. BBC, Breska ríkisútvarpið rekur sérstaka deild sem fylgist með fjölmiðlum í ýmsum löndum, þar á meðal í Rússlandi - Heimskviður ræddu á dögunum við einn af sérfræðingum þessarar deildar, Francis Scarr. Hann bjó í Rússlandi og horfir á hverjum degi á sjónvarpsfréttir þar og greinir umræðuna - hann segir okkur meðal annars frá því hvernig fréttastjórar stóru sjónvarpsstöðvanna taka við leiðbeiningum frá Kreml um hvernig á að segja fréttir. Björn Malmquist fjallar um málið. Stjórnvöld í Suður Súdan nota svelti og hungur sem vopn í átökum við uppreisnarhópa í landinu, samkvæmt nýrri skýrslu. Þessi skýrsla fer í bunkann með annarri samantekt Sameinuðu þjóðanna þar sem skorað er á stjórnvöld í Suður Súdan að bregðast við úbreiddu kynferðisofbeldi í innalandshernaði sem einkennt hefur stutta sögu landsins. Saga þessa yngsta sjálfstæða ríkis heims er að mörgu leyti harmsaga átaka og ofbeldis, sem bitnar mest á almennum borgurum. Íslenskur barnalæknir er nú stödd í Suður Súdan á vegum Lækna án landamæra og segir að okkur hætti til að gleyma svæðum þar sem átök hafi staðið yfir í langan tíma. Birta fer með okkur til Suður Súdan. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
12/10/20220
Episode Artwork

128| Afskipti af fjölmiðlum í Rússlandi og ástandið í Suður Súdan

Við byrjum þáttinn á því að skoða rússneska fjölmiðla og hvernig þarlendir miðlar hafa fjallað um innrás Rússa í Úkraínu. BBC, Breska ríkisútvarpið rekur sérstaka deild sem fylgist með fjölmiðlum í ýmsum löndum, þar á meðal í Rússlandi - Heimskviður ræddu á dögunum við einn af sérfræðingum þessarar deildar, Francis Scarr. Hann bjó í Rússlandi og horfir á hverjum degi á sjónvarpsfréttir þar og greinir umræðuna - hann segir okkur meðal annars frá því hvernig fréttastjórar stóru sjónvarpsstöðvanna taka við leiðbeiningum frá Kreml um hvernig á að segja fréttir. Björn Malmquist fjallar um málið. Stjórnvöld í Suður Súdan nota svelti og hungur sem vopn í átökum við uppreisnarhópa í landinu, samkvæmt nýrri skýrslu. Þessi skýrsla fer í bunkann með annarri samantekt Sameinuðu þjóðanna þar sem skorað er á stjórnvöld í Suður Súdan að bregðast við úbreiddu kynferðisofbeldi í innalandshernaði sem einkennt hefur stutta sögu landsins. Saga þessa yngsta sjálfstæða ríkis heims er að mörgu leyti harmsaga átaka og ofbeldis, sem bitnar mest á almennum borgurum. Íslenskur barnalæknir er nú stödd í Suður Súdan á vegum Lækna án landamæra og segir að okkur hætti til að gleyma svæðum þar sem átök hafi staðið yfir í langan tíma. Birta fer með okkur til Suður Súdan. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
12/10/20220
Episode Artwork

128| Afskipti af fjölmiðlum í Rússlandi og ástandið í Suður Súdan

short_text=None long_text='Við byrjum þáttinn á því að skoða rússneska fjölmiðla og hvernig þarlendir miðlar hafa fjallað um innrás Rússa í Úkraínu. BBC, Breska ríkisútvarpið rekur sérstaka deild sem fylgist með fjölmiðlum í ýmsum löndum, þar á meðal í Rússlandi - Heimskviður ræddu á dögunum við einn af sérfræðingum þessarar deildar, Francis Scarr. Hann bjó í Rússlandi og horfir á hverjum degi á sjónvarpsfréttir þar og greinir umræðuna - hann segir okkur meðal annars frá því hvernig fréttastjórar stóru sjónvarpsstöðvanna taka við leiðbeiningum frá Kreml um hvernig á að segja fréttir. Björn Malmquist fjallar um málið. \n\nStjórnvöld í Suður Súdan nota svelti og hungur sem vopn í átökum við uppreisnarhópa í landinu, samkvæmt nýrri skýrslu. Þessi skýrsla fer í bunkann með annarri samantekt Sameinuðu þjóðanna þar sem skorað er á stjórnvöld í Suður Súdan að bregðast við úbreiddu kynferðisofbeldi í innalandshernaði sem einkennt hefur stutta sögu landsins. Saga þessa yngsta sjálfstæða ríkis heims er að mörgu leyti harmsaga átaka og ofbeldis, sem bitnar mest á almennum borgurum. Íslenskur barnalæknir er nú stödd í Suður Súdan á vegum Lækna án landamæra og segir að okkur hætti til að gleyma svæðum þar sem átök hafi staðið yfir í langan tíma. Birta fer með okkur til Suður Súdan.\n\nUmsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
12/10/202240 minutes
Episode Artwork

127| Fjölmiðlakeisarinn Murdoch og milliríkjadeila um númeraplötur

Donald Trump ætlar að reyna að verða aftur forseti Bandaríkjanna. Hann tilkynnti þetta með pompi og prakt á heimilinu sínu í Florida, Mar-O-Lago, um miðjan síðasta mánuð. Marolago er muniði sama hús og alríkislögreglan réðst inn í á dögunum og tók fullt af skjölum sem Trump hafði tekið heldur ófrjálsri hendi í forsetatíð sinni. En, það sem vakti ekki síður athygli þegar Trump lét vita af áformum sínum fyrir þarnæsta ár, var formúlering nokkurra fjölmiðla á þeirri tilkynningu. Nánar tiltekið fjölmiðla sem eru í eigu manns sem studdi forsetann áður, og styður alla jafna frambjóðendur á hægri væng stjórnmálanna, einfaldlega vegna þess að það hentar honum og fyrirtækjum hans vel. Florida man makes anouncement, Maður í Flórída gefur út tilkynningu, sjá blaðsíðu 26, var slengt á bláan borða neðst á forsíðu New York Post, eitt aðalslúðurblað í eigu hins ríflega níræða Ruperts Murdoch. Fjölmiðlakeisarinn, sem á mörg hundruð fjölmiðla um allan heim, gerði með þessu eins lítið úr framboði Trumps og hugsast gat og þessi litli forsíðuborði varð eiginlega stærri frétt en framboðið sjálft. Sem endurspeglast líka í þessum þætti hér, sem fjallar ekki um forsetaframboð Trumps, heldur manninn sem átti stóran þátt í því að greiða götu hans sem forseta hér áður fyrr. Og hann er hættur því. Sunna Valgerðardóttir og Andrés Jónsson almannatengill grófu sig ofan í veruleika þessa merkilega risa, Ruperts Murdoch, og þau áhrif sem hann hefur haft á lýðræðið í hinum vestræna heimi. Hvernig getur deila um númeraplötur næstum því leitt til stríðsátaka? Litlu munaði að það hefði gerst í deilu um þennan að því er virðist hversdagslega hlut milli Serbíu og Kósóvó, áður en samningar afstýrðu því að sinni. Deilan er þó birtingarmynd af mun djúpstæðari vanda í samskiptum þessara þjóða. Hallgrímur Indriðason rýnir í það með aðstoð Urðar Gunnarsdóttur, fyrrverandi starfsmanns ÖSE í Kosovo. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
12/3/20220
Episode Artwork

127| Fjölmiðlakeisarinn Murdoch og milliríkjadeila um númeraplötur

short_text=None long_text='Donald Trump ætlar að reyna að verða aftur forseti Bandaríkjanna. Hann tilkynnti þetta með pompi og prakt á heimilinu sínu í Florida, Mar-O-Lago, um miðjan síðasta mánuð. Marolago er muniði sama hús og alríkislögreglan réðst inn í á dögunum og tók fullt af skjölum sem Trump hafði tekið heldur ófrjálsri hendi í forsetatíð sinni. En, það sem vakti ekki síður athygli þegar Trump lét vita af áformum sínum fyrir þarnæsta ár, var formúlering nokkurra fjölmiðla á þeirri tilkynningu. Nánar tiltekið fjölmiðla sem eru í eigu manns sem studdi forsetann áður, og styður alla jafna frambjóðendur á hægri væng stjórnmálanna, einfaldlega vegna þess að það hentar honum og fyrirtækjum hans vel. Florida man makes anouncement, Maður í Flórída gefur út tilkynningu, sjá blaðsíðu 26, var slengt á bláan borða neðst á forsíðu New York Post, eitt aðalslúðurblað í eigu hins ríflega níræða Ruperts Murdoch. Fjölmiðlakeisarinn, sem á mörg hundruð fjölmiðla um allan heim, gerði með þessu eins lítið úr framboði Trumps og hugsast gat og þessi litli forsíðuborði varð eiginlega stærri frétt en framboðið sjálft. Sem endurspeglast líka í þessum þætti hér, sem fjallar ekki um forsetaframboð Trumps, heldur manninn sem átti stóran þátt í því að greiða götu hans sem forseta hér áður fyrr. Og hann er hættur því. Sunna Valgerðardóttir og Andrés Jónsson almannatengill grófu sig ofan í veruleika þessa merkilega risa, Ruperts Murdoch, og þau áhrif sem hann hefur haft á lýðræðið í hinum vestræna heimi. \n\nHvernig getur deila um númeraplötur næstum því leitt til stríðsátaka? Litlu munaði að það hefði gerst í deilu um þennan að því er virðist hversdagslega hlut milli Serbíu og Kósóvó, áður en samningar afstýrðu því að sinni. Deilan er þó birtingarmynd af mun djúpstæðari vanda í samskiptum þessara þjóða. Hallgrímur Indriðason rýnir í það með aðstoð Urðar Gunnarsdóttur, fyrrverandi starfsmanns ÖSE í Kosovo.\n\nUmsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
12/3/202243 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

126| Jarðsprengjur í Úkraínu, kókaínfjall í Evrópu og ofbeldi í Afríku

Rússar eru sagðir hafa breytt kornökrum víða um Úkraínu í jarðsprengjuakra. Talið er að svæði sem er jafnstórt og rúmlega eitt og hálft Ísland sé þakið þessum skaðræðisvopnum. Sérfræðingur segir að það eigi eftir að taka tuttugu ár að hreinsa jarðveginn. Dagný Hulda Erlendsdóttir fjallar um málið og ræðir meðal annars við Alistair Moir sem hefur yfir tíu ára reynslu af umsjón með sprengjuleit, svo sem í Suður-Súdan, Sómalíu, Kambódíu, Mjanmar og Sri Lanka og Kataryna Templeton, verkefnastjóra yfir Úkraínu hjá MAG eða The Mines Advisory Group, sem eru samtök sem sérhæfa sig í leit að jarðsprengjum og fræðslu fyrir íbúa stríðshrjáðra svæða. Morð, mútugreiðslur og óöld áratuganna fyrir aldamót í mörgum ríkjum Suður-Ameríku eru orðin hluti daglegs lífs í sumum hafnarborgum Evrópu. Kókaíni er smyglað til meginlandsins sem aldrei fyrr og uppgjafar gætir í stríðinu gegn eiturlyfjum, sem enn er háð beggja vegna Atlantshafsins, þar sem flestir hafa þegar játað ósigur. Nýr forseti Kólumbíu vill hætta stríðsrekstrinum sem hafi litlu skilað. Eiturlyfjaiðnaðurinn sé orðinn öflugri nú en á tímum kókaínbarónsins Pablos Escobars. Bjarni Pétur segir okkur frá. Albínismi er algengari í Afríku en víða annars staðar en fólk með þetta genafrávik er mjög útsett fyrir ofbeldi og áreitni víða í álfunni. Því er enn trúað að bein þeirra hafi lækningarmátt og færi lukku. Birta skoðaði málið. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
11/26/20220
Episode Artwork

126| Jarðsprengjur í Úkraínu, kókaínfjall í Evrópu og ofbeldi í Afríku

short_text=None long_text='Rússar eru sagðir hafa breytt kornökrum víða um Úkraínu í jarðsprengjuakra. Talið er að svæði sem er jafnstórt og rúmlega eitt og hálft Ísland sé þakið þessum skaðræðisvopnum. Sérfræðingur segir að það eigi eftir að taka tuttugu ár að hreinsa jarðveginn. Dagný Hulda Erlendsdóttir fjallar um málið og ræðir meðal annars við Alistair Moir sem hefur yfir tíu ára reynslu af umsjón með sprengjuleit, svo sem í Suður-Súdan, Sómalíu, Kambódíu, Mjanmar og Sri Lanka og Kataryna Templeton, verkefnastjóra yfir Úkraínu hjá MAG eða The Mines Advisory Group, sem eru samtök sem sérhæfa sig í leit að jarðsprengjum og fræðslu fyrir íbúa stríðshrjáðra svæða. \n\nMorð, mútugreiðslur og óöld áratuganna fyrir aldamót í mörgum ríkjum Suður-Ameríku eru orðin hluti daglegs lífs í sumum hafnarborgum Evrópu. Kókaíni er smyglað til meginlandsins sem aldrei fyrr og uppgjafar gætir í stríðinu gegn eiturlyfjum, sem enn er háð beggja vegna Atlantshafsins, þar sem flestir hafa þegar játað ósigur. Nýr forseti Kólumbíu vill hætta stríðsrekstrinum sem hafi litlu skilað. Eiturlyfjaiðnaðurinn sé orðinn öflugri nú en á tímum kókaínbarónsins Pablos Escobars. Bjarni Pétur segir okkur frá. \n\nAlbínismi er algengari í Afríku en víða annars staðar en fólk með þetta genafrávik er mjög útsett fyrir ofbeldi og áreitni víða í álfunni. Því er enn trúað að bein þeirra hafi lækningarmátt og færi lukku. Birta skoðaði málið.\n\nUmsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
11/26/202240 minutes
Episode Artwork

125| Heimsmeistaramótið í Katar

Það hefur líklega ekki farið fram hjá nokkrum einsta manni að heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst á morgun. Þátturinn í dag verður helgaður Katar og mótinu sem þau halda. Jón Björgvinsson fer með okkur til Katar, þessarar 300 þúsund manna þjóðar í harðbýlu en vellauðugu landi. Þá segir Arnar Björnsson okkur frá upplifun sinni af Katar og hvaða veruleika leikmennirnir standa frammi fyrir, að taka þátt í móti sem skuggi mannréttindabrota hvílir yfir. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
11/19/20220
Episode Artwork

125| Heimsmeistaramótið í Katar

short_text=None long_text='Það hefur líklega ekki farið fram hjá nokkrum einsta manni að heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst á morgun. Þátturinn í dag verður helgaður Katar og mótinu sem þau halda. Jón Björgvinsson fer með okkur til Katar, þessarar 300 þúsund manna þjóðar í harðbýlu en vellauðugu landi. Þá segir Arnar Björnsson okkur frá upplifun sinni af Katar og hvaða veruleika leikmennirnir standa frammi fyrir, að taka þátt í móti sem skuggi mannréttindabrota hvílir yfir. \n\nUmsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
11/19/202240 minutes
Episode Artwork

124| Framtíðarhorfur í loftslagsmálum og kosningar í Bandaríkjunum

27. loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna er yfirstandandi en henni lýkur í lok næstu viku. Og þar fer eins og venjulega mikið fyrir háleitum markmiðum um að draga úr losun og aðgerðir kynntar til að svo verði en þetta skilar sér ekki. Losun er enn að aukast og hefur aukist frá því Parísarsamkomulagið var samþykkt 2015. En er fólk að missa trú á þessi markmið náist? Bjarni Pétur Jónsson ræddi við Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra sem er á ráðstefnunni og Stefán Jón Hafstein sem skrifaði í ár bók um þessi risastóru mál og þau voru eiginlega bæði á því að þetta næðist ekki. Enda er aðaláherslan núna hjá Egyptum sem fara með formennskuna ekki á að stöðva það sem ekki verður umflúið, heldur að reyna að gera sem mest og fá alla að borðinu til að reyna að bregðast við og aðlagast þessum breytingum. Í síðari hluta þáttarins fjallar Björn Malmquist um niðurstöður nýafstaðinna þingkosninga í Bandaríkjunum. Það er að segja þær niðurstöður sem þegar liggja fyrir. Spár um rauða bylgju Repúblikanaflokksins gengu ekki eftir og það verður kosið aftur í Georgíuríki. Björn ræðir við Magnús Þorkel Bernhardsson, prófessor við Williams College í Massachussets og Birnu Önnu Björnsdóttir, rithöfund og blaðamann sem býr í New York um kosningarnar. Í Heimskviðum er fjallað um það sem gerist ekki á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
11/12/20220
Episode Artwork

124| Framtíðarhorfur í loftslagsmálum og kosningar í Bandaríkjunum

short_text=None long_text='27. loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna er yfirstandandi en henni lýkur í lok næstu viku. Og þar fer eins og venjulega mikið fyrir háleitum markmiðum um að draga úr losun og aðgerðir kynntar til að svo verði en þetta skilar sér ekki. Losun er enn að aukast og hefur aukist frá því Parísarsamkomulagið var samþykkt 2015. En er fólk að missa trú á þessi markmið náist? Bjarni Pétur Jónsson ræddi við Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra sem er á ráðstefnunni og Stefán Jón Hafstein sem skrifaði í ár bók um þessi risastóru mál og þau voru eiginlega bæði á því að þetta næðist ekki. Enda er aðaláherslan núna hjá Egyptum sem fara með formennskuna ekki á að stöðva það sem ekki verður umflúið, heldur að reyna að gera sem mest og fá alla að borðinu til að reyna að bregðast við og aðlagast þessum breytingum. \n\nÍ síðari hluta þáttarins fjallar Björn Malmquist um niðurstöður nýafstaðinna þingkosninga í Bandaríkjunum. Það er að segja þær niðurstöður sem þegar liggja fyrir. Spár um rauða bylgju Repúblikanaflokksins gengu ekki eftir og það verður kosið aftur í Georgíuríki. Björn ræðir við Magnús Þorkel Bernhardsson, prófessor við Williams College í Massachussets og Birnu Önnu Björnsdóttir, rithöfund og blaðamann sem býr í New York um kosningarnar.\n\nÍ Heimskviðum er fjallað um það sem gerist ekki á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
11/12/202240 minutes
Episode Artwork

123| Mannskæður troðningur í Seúl og kosningar í Danmörku

Meira en 150 manns, lang mest ungt fólk, krömdust til dauða í miðborg Seúl, höfuðborgar Suður Kóreu, um síðustu helgi. Fólkið var að fagna hrekkjavökunni, höfðu klætt sig upp í búninga að því tilefni og planið var að vera þar sem stuðið var mest. Itaewon hverfið í Seúl er lifandi djammsuðupottur, stútfullt af börum, skemmtistöðum og veitingastöðum - þar eru líka þröngar og sjarmerandi götur eins. Það var seint á aðfaranótt sunnudagsins síðasta, 29. október, sem þessar götur breyttust í dauðagildru. Hátt í hundrað þúsund manns söfnuðust saman á allt of litlu svæði í miðborginni, með hræðilegum afleiðingum. Lögreglan í Seúl hefur beðist afsökunar á því að hafa ekki brugðist rétt við, hafa ekki búið sig undir þennan fjölda, hafa ekki tekið til greina allan þann fjölda neyðarsímtala sem þeim barst frá því snemma um kvöldið um að þarna væri allt að stefna í óefni. Hátt í 200 mann særðust, sum lífshættulega. Þetta er mannskæðasta slys í Suður Kóreu síðan MV Sewol ferjan sökk 2014 með hátt í 500 farþega innanborðs, þar af létust yfir þrjú hundruð manns, mest ungt fólk. Sunna Valgerðardóttir fjallar um málið. Hallgrímur Indriðason er nýkominn frá Danmörku þar sem hann fylgdist með æsispennandi þingkosningum sem fram fóru á þriðjudag. Hallgrímur segir okkur frá kosningabaráttunni, kjördeginum og úrslitum kosninganna, þar sem má finna nokkra sigurvegara og aðra sem riðu ekki jafn feitum hesti frá kosningunum. Í Heimskviðum er fjallað um það sem gerist ekki á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta BJörnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
11/5/20220
Episode Artwork

123| Mannskæður troðningur í Seúl og kosningar í Danmörku

short_text=None long_text='Meira en 150 manns, lang mest ungt fólk, krömdust til dauða í miðborg Seúl, höfuðborgar Suður Kóreu, um síðustu helgi. Fólkið var að fagna hrekkjavökunni, höfðu klætt sig upp í búninga að því tilefni og planið var að vera þar sem stuðið var mest. Itaewon hverfið í Seúl er lifandi djammsuðupottur, stútfullt af börum, skemmtistöðum og veitingastöðum - þar eru líka þröngar og sjarmerandi götur eins. Það var seint á aðfaranótt sunnudagsins síðasta, 29. október, sem þessar götur breyttust í dauðagildru. Hátt í hundrað þúsund manns söfnuðust saman á allt of litlu svæði í miðborginni, með hræðilegum afleiðingum. Lögreglan í Seúl hefur beðist afsökunar á því að hafa ekki brugðist rétt við, hafa ekki búið sig undir þennan fjölda, hafa ekki tekið til greina allan þann fjölda neyðarsímtala sem þeim barst frá því snemma um kvöldið um að þarna væri allt að stefna í óefni. Hátt í 200 mann særðust, sum lífshættulega. Þetta er mannskæðasta slys í Suður Kóreu síðan MV Sewol ferjan sökk 2014 með hátt í 500 farþega innanborðs, þar af létust yfir þrjú hundruð manns, mest ungt fólk. Sunna Valgerðardóttir fjallar um málið. \n\nHallgrímur Indriðason er nýkominn frá Danmörku þar sem hann fylgdist með æsispennandi þingkosningum sem fram fóru á þriðjudag. Hallgrímur segir okkur frá kosningabaráttunni, kjördeginum og úrslitum kosninganna, þar sem má finna nokkra sigurvegara og aðra sem riðu ekki jafn feitum hesti frá kosningunum.\n\nÍ Heimskviðum er fjallað um það sem gerist ekki á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta BJörnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
11/5/202240 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

122| Lobbíistar, pólitík og Kanye West

Í Svíþjóð hafa nokkrir fyrrverandi stjórnmálmenn og áhrifamenn í stjórnmálum hagnast gríðarlega undanfarin ár, með því að staðsetja sig á mörkum stjórnmála og atvinnulífs. Sumir hafa grætt á einkavæðingu sem þeir stóðu sjálfir að. Aðrir hafa farið að starfa sem lobbýistar nær strax og þeir hættu í stjórnmálum. Óljós mörk stjórnmálaþátttöku, hagsmunagæslu og fyrirtækjareksturs hafa verið gagnrýnd í Svíþjóð, líkt og í Danmörku, Þýskalandi og víðar. Líkt og Kári Gylfason, tíðindamaður okkar í Gautaborg, fjallar um. Instagram- og Twitterreikningum Kanye West var lokað fyrr í mánuðinum. Ástæðan er hatursorðræða tónlistargoðsagnarinnar, nánar tiltekið það sem fjölmiðlar kalla gyðingahatur. West, sem hefur nú breytt nafni sínu í Ye, var gagnrýndur harðlega fyrir ummæli sín sem hann lét falla bæði á samfélagsmiðlum og í viðtölum um miðjan mánuðinn. NBC greindi frá færslu, sem West eyddi reyndar, þar sem hann deildi skilaboðum á milli sín og rapparans Sean Combs, betur þekktur sem Puff Daddy eða P Diddy, þar sem West fullyrti að Combs væri undir stjórn gyðinga og vitnaði síðan í kenningar sem eru byggðar á gyðingafordómum, andúð og jafnvel hatri. Sunna Valgerðardóttir skoðaði það nýjasta, og smávegis af því gamla, sem er að frétta af furðufuglinum og tónlistargoðsögninni Kanye "Ye" West. Í Heimskviðum er fjallað um það sem gerist ekki á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
10/29/20220
Episode Artwork

122| Lobbíistar, pólitík og Kanye West

short_text=None long_text='Í Svíþjóð hafa nokkrir fyrrverandi stjórnmálmenn og áhrifamenn í stjórnmálum hagnast gríðarlega undanfarin ár, með því að staðsetja sig á mörkum stjórnmála og atvinnulífs. Sumir hafa grætt á einkavæðingu sem þeir stóðu sjálfir að. Aðrir hafa farið að starfa sem lobbýistar nær strax og þeir hættu í stjórnmálum. Óljós mörk stjórnmálaþátttöku, hagsmunagæslu og fyrirtækjareksturs hafa verið gagnrýnd í Svíþjóð, líkt og í Danmörku, Þýskalandi og víðar. Líkt og Kári Gylfason, tíðindamaður okkar í Gautaborg, fjallar um.\n\nInstagram- og Twitterreikningum Kanye West var lokað fyrr í mánuðinum. Ástæðan er hatursorðræða tónlistargoðsagnarinnar, nánar tiltekið það sem fjölmiðlar kalla gyðingahatur. West, sem hefur nú breytt nafni sínu í Ye, var gagnrýndur harðlega fyrir ummæli sín sem hann lét falla bæði á samfélagsmiðlum og í viðtölum um miðjan mánuðinn. NBC greindi frá færslu, sem West eyddi reyndar, þar sem hann deildi skilaboðum á milli sín og rapparans Sean Combs, betur þekktur sem Puff Daddy eða P Diddy, þar sem West fullyrti að Combs væri undir stjórn gyðinga og vitnaði síðan í kenningar sem eru byggðar á gyðingafordómum, andúð og jafnvel hatri. Sunna Valgerðardóttir skoðaði það nýjasta, og smávegis af því gamla, sem er að frétta af furðufuglinum og tónlistargoðsögninni Kanye "Ye" West. \n\nÍ Heimskviðum er fjallað um það sem gerist ekki á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
10/29/202241 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

121| Flóttafólk á TikTok og mögleg yfirvofandi kjarnorkuógn

Það eru fá, eða jafnvel engin, atvinnutækifæri fyrir fólk sem hefst við í flóttamannabúðum í norðvesturhluta Sýrlands. En fólk hefur fundið leið til þess að afla tekna í gegnum samfélagsmiðilinn TikTok. Margir notendur miðilsins hafa tekið eftir sýrlenskum fjölskyldum biðja um gjafir í beinu streymi á TikTok sem þau geta svo leyst út í peningum. En breska ríkisútvarpið afhjúpaði á dögunum að aðeins lítill hluti fjárhæðarinnar skilar sér til fólksins. TikTok tekur nefnilega um 70 prósent af því sem fólk telur sig vera gefa til flóttafólksins. Ólöf Ragnarsdóttir ræddi við einn af fréttamönnum BBC sem vörpuðu ljósi á þessa svikamyllu samfélagsmiðilsins. Rússar hóta því að beita kjarnorkuvopnum í stríðinu í Úkraínu en á sama tíma eru þeir sakaðir um hryðjuverk og stríðsglæpi. Svo virðist sem stríðið stigmagnist í viku hverri, en eru einhverjar líkur á því að kjarnorkuvopnum verði beitt, eða er því aðeins hótað í pólitískum tilgangi? Nú eru sextíu ár frá Kúbudeilunni, þegar heimsbyggðin er talin hafa komist næst kjarnorkustríði, í það minnsta þar til nú. Bjarni Pétur Jónsson fjallar um málið. Í Heimskviðum er fjallað um það sem gerist ekki á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
10/22/20220
Episode Artwork

121| Flóttafólk á TikTok og mögleg yfirvofandi kjarnorkuógn

short_text=None long_text='Það eru fá, eða jafnvel engin, atvinnutækifæri fyrir fólk sem hefst við í flóttamannabúðum í norðvesturhluta Sýrlands. En fólk hefur fundið leið til þess að afla tekna í gegnum samfélagsmiðilinn TikTok. Margir notendur miðilsins hafa tekið eftir sýrlenskum fjölskyldum biðja um gjafir í beinu streymi á TikTok sem þau geta svo leyst út í peningum. En breska ríkisútvarpið afhjúpaði á dögunum að aðeins lítill hluti fjárhæðarinnar skilar sér til fólksins. TikTok tekur nefnilega um 70 prósent af því sem fólk telur sig vera gefa til flóttafólksins. Ólöf Ragnarsdóttir ræddi við einn af fréttamönnum BBC sem vörpuðu ljósi á þessa svikamyllu samfélagsmiðilsins. \n\nRússar hóta því að beita kjarnorkuvopnum í stríðinu í Úkraínu en á sama tíma eru þeir sakaðir um hryðjuverk og stríðsglæpi. Svo virðist sem stríðið stigmagnist í viku hverri, en eru einhverjar líkur á því að kjarnorkuvopnum verði beitt, eða er því aðeins hótað í pólitískum tilgangi? Nú eru sextíu ár frá Kúbudeilunni, þegar heimsbyggðin er talin hafa komist næst kjarnorkustríði, í það minnsta þar til nú. Bjarni Pétur Jónsson fjallar um málið. \n\nÍ Heimskviðum er fjallað um það sem gerist ekki á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
10/22/202240 minutes
Episode Artwork

120 | Stríðið í Úkraínu, upplýsingaóreiða og flugslys í Andes-fjöllum

Nú þegar næstum átta mánuðir eru liðnir frá því Rússar réðust inn í Úkraínu ætlum við að fjalla um þessa innrás út frá tveimur ólíkum sjónarhornum. Við ætlum að fara yfir hvernig staðan er á vígvellinum og hvernig þetta gæti litið út næstu mánuði og við ætlum líka að velta fyrir okkur annarri hlið á þessum átökum. Hvernig baráttan fer fram á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Björn Malmqust ræðir við Friðrik Jónsson, sérfræðing í öryggis- og varnarmálum og Elfu Ýr Gylfadóttur framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar. Á fimmtudaginn var voru fimmtíu ár liðin frá flugslysi í Andes-fjallgarðinum. Í vélinn var rugby lið á leið í keppnisferð ásamt fjölskyldum sínum og vinum. Af þeim 45 sem voru um borð í vélini lifðu 16 af þegar þeim var bjargað 72 dögum eftir slysið. Hópurinn hafði löngu verið talinn af og það eina sem þau sem lifðu af gátu gert til að halda sér á lífi á ísköldu fjallinu var að leggja sér til munns líkamsleifar félaga sinna sem létust í slysinu. Birta rifjar upp þessa merkilegu sögu. Í Heimskviðum er fjallað um það sem gerist ekki á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
10/15/20220
Episode Artwork

120 | Stríðið í Úkraínu, upplýsingaóreiða og flugslys í Andes-fjöllum

short_text=None long_text='Nú þegar næstum átta mánuðir eru liðnir frá því Rússar réðust inn í Úkraínu ætlum við að fjalla um þessa innrás út frá tveimur ólíkum sjónarhornum. Við ætlum að fara yfir hvernig staðan er á vígvellinum og hvernig þetta gæti litið út næstu mánuði og við ætlum líka að velta fyrir okkur annarri hlið á þessum átökum. Hvernig baráttan fer fram á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Björn Malmqust ræðir við Friðrik Jónsson, sérfræðing í öryggis- og varnarmálum og Elfu Ýr Gylfadóttur framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar.\n\nÁ fimmtudaginn var voru fimmtíu ár liðin frá flugslysi í Andes-fjallgarðinum. Í vélinn var rugby lið á leið í keppnisferð ásamt fjölskyldum sínum og vinum. Af þeim 45 sem voru um borð í vélini lifðu 16 af þegar þeim var bjargað 72 dögum eftir slysið. Hópurinn hafði löngu verið talinn af og það eina sem þau sem lifðu af gátu gert til að halda sér á lífi á ísköldu fjallinu var að leggja sér til munns líkamsleifar félaga sinna sem létust í slysinu. Birta rifjar upp þessa merkilegu sögu. \n\nÍ Heimskviðum er fjallað um það sem gerist ekki á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
10/15/202240 minutes
Episode Artwork

119 | Mannréttindabrot í Katar og kosningar í Danmörku

Rúmur mánuður er í að heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefjist í Katar. Mótið er haldið í skugga ásakana um gróf mannréttindabrot þarlendra stjórnvalda gegn farandverkafólki. Opinberum tölum stjórnvalda í Katar yfir þá sem hafa látist við uppbyggingu fyrir heimsmeistaramótið ber alls ekki saman við tölur sem fjölmiðlar og mannréttindasamtök hafa. Þau síðarnefndu segja þúsundir farandverkamanna hafa látist frá áriu 2010 þegar Katar var valið sem mótshaldari árið 2022. Stjórnvöld í Katar skrá hins vegar andlát langflestra verkamanna af náttúrulegum orsökum. Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson fjalla um heimsmeistaramótið í skugga mannréttindabrota og ræða við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamann og Bryndísi Bjarnadóttur, herferðastjóra Íslandsdeildar Amnesty International. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði til kosninga fyrr í þessari viku. Þær fara fram fyrr en áætlað var, nánar tiltekið 1. nóvember. Fjórir danskir stjórnmálaflokkar hafa skipt um forystu á kjörtímabilinu sem sömuleiðis hefur einkennst af ýmsum hneykslismálum. Hallgrímur Indriðason fer yfir pólitíkina í Danaveldi og nýtur aðstoðar Boga Ágústssonar í yfirferð sinni. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur um erlend málefni, um allt það sem gerist ekki ekki á Íslandi. Umsjón með þættinum hafa Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
10/8/20220
Episode Artwork

119 | Mannréttindabrot í Katar og kosningar í Danmörku

short_text=None long_text='Rúmur mánuður er í að heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefjist í Katar. Mótið er haldið í skugga ásakana um gróf mannréttindabrot þarlendra stjórnvalda gegn farandverkafólki. Opinberum tölum stjórnvalda í Katar yfir þá sem hafa látist við uppbyggingu fyrir heimsmeistaramótið ber alls ekki saman við tölur sem fjölmiðlar og mannréttindasamtök hafa. Þau síðarnefndu segja þúsundir farandverkamanna hafa látist frá áriu 2010 þegar Katar var valið sem mótshaldari árið 2022. Stjórnvöld í Katar skrá hins vegar andlát langflestra verkamanna af náttúrulegum orsökum. Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson fjalla um heimsmeistaramótið í skugga mannréttindabrota og ræða við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamann og Bryndísi Bjarnadóttur, herferðastjóra Íslandsdeildar Amnesty International.\n\nMette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði til kosninga fyrr í þessari viku. Þær fara fram fyrr en áætlað var, nánar tiltekið 1. nóvember. Fjórir danskir stjórnmálaflokkar hafa skipt um forystu á kjörtímabilinu sem sömuleiðis hefur einkennst af ýmsum hneykslismálum. Hallgrímur Indriðason fer yfir pólitíkina í Danaveldi og nýtur aðstoðar Boga Ágústssonar í yfirferð sinni. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur um erlend málefni, um allt það sem gerist ekki ekki á Íslandi. Umsjón með þættinum hafa Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
10/8/202241 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

118 | Andóf gegn yfirvöldum í Íran og Hvíta Rússlandi

Fjölmenn mótmæli hafa staðið yfir í Íran undanfarinn hálfa mánuðinn. Ein þeirra sem tekið hefur þátt í þeim vill ekki láta nafn síns getið af ótta við afleiðingarnar ef stjórnvöld í Íran fengju veður af því að hún væri að tala við erlenda fjölmiðla. Í viðtali við Bjarna Pétur Jónsson segir konan að lögregla hafi barið og handtekið tugi kvenna fyrir að taka af sér slæðurnar og brenna þær, en þeim er skylt að hylja sig með höfuðslæðum. Og hún segir að Íranskar konur hafi fengið sig fullsaddar af kúgun yfirvalda, og þær hugsi með sér, ef lífið verður svona þá er ég tilbúin til að deyja. Í síðari hluta þáttarins förum við til Hvíta Rússlands. Yfir þrettán hundruð pólitískir fangar eru í haldi þar í landi. Fjöldi í viðbót, eða hátt í fjörutíu þúsund, hefur síðustu ár setið inni í lengri eða skemmri tíma fyrir skoðanir sínar. Einn þeirra er Anatoly Liabedzka, sem hefur verið í stjórnmálum síðan á Sovéttímanum. Hann líkir fangelsum í Hvíta-Rússlandi samtímans við fangelsi Stalíns. Liabedzka kom hingað til lands á dögunum og þá náðu Heimskviður tali af honum. Hann er nú í útlegð í Litáen þar sem hann, ásamt stjórnarandstöðu Hvíta-Rússlands, skipuleggur evrópska framtíð Hvíta-Rússlands. Dagný Hulda Erlendsdóttir fjallar um málið. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur um erlend málefni, um allt sem gerist ekki á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
10/1/20220
Episode Artwork

118 | Andóf gegn yfirvöldum í Íran og Hvíta Rússlandi

short_text=None long_text='Fjölmenn mótmæli hafa staðið yfir í Íran undanfarinn hálfa mánuðinn. Ein þeirra sem tekið hefur þátt í þeim vill ekki láta nafn síns getið af ótta við afleiðingarnar ef stjórnvöld í Íran fengju veður af því að hún væri að tala við erlenda fjölmiðla. Í viðtali við Bjarna Pétur Jónsson segir konan að lögregla hafi barið og handtekið tugi kvenna fyrir að taka af sér slæðurnar og brenna þær, en þeim er skylt að hylja sig með höfuðslæðum. Og hún segir að Íranskar konur hafi fengið sig fullsaddar af kúgun yfirvalda, og þær hugsi með sér, ef lífið verður svona þá er ég tilbúin til að deyja. \n\nÍ síðari hluta þáttarins förum við til Hvíta Rússlands. Yfir þrettán hundruð pólitískir fangar eru í haldi þar í landi. Fjöldi í viðbót, eða hátt í fjörutíu þúsund, hefur síðustu ár setið inni í lengri eða skemmri tíma fyrir skoðanir sínar. Einn þeirra er Anatoly Liabedzka, sem hefur verið í stjórnmálum síðan á Sovéttímanum. Hann líkir fangelsum í Hvíta-Rússlandi samtímans við fangelsi Stalíns. Liabedzka kom hingað til lands á dögunum og þá náðu Heimskviður tali af honum. Hann er nú í útlegð í Litáen þar sem hann, ásamt stjórnarandstöðu Hvíta-Rússlands, skipuleggur evrópska framtíð Hvíta-Rússlands. Dagný Hulda Erlendsdóttir fjallar um málið. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur um erlend málefni, um allt sem gerist ekki á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
10/1/202240 minutes
Episode Artwork

117 | Serial og flóttinn frá Afganistan

Aðalpersónunni í hlaðvarpsþáttunum Serial, Adnan Syed, rúmlega fertugum Bandaríkjamanni, var sleppt úr fangelsi á mánudag, eftir 23 ára vist á bak við lás og slá. Syed var 17 ára þegar hann var handtekinn í Baltimore í Bandaríkjunum 1999, grunaður um að hafa myrt fyrrverandi kærustuna sína. Hann var fundinn sekur, þó að rannsókn lögreglu á morðinu hafi verið afar hroðvirknisleg, segja margir, og sönnunargögnin gegn drengnum í besta falli vafasöm. Syed er mjög líklega ekki eini maðurinn sem situr í steininum í Bandaríkjunum á grundvelli vafasamra sönnunargagna. Svo ég tali nú ekki um maður sem er dökkur á hörund. Talið er að um fimm prósent fanga í Bandaríkjunum séu saklausir af þeim glæp sem þeir sitja inni fyrir. Og í dag eru tvær komma ein milljón fangar þar í landi, sem þýðir að um 105 þúsund manns sitja saklausir í fangelsi. Sunna Valgerðardóttir fjallar um málið. Lygilegt er fyrsta orðið sem kemur upp í huga Árna Arnþórssonar, aðstoðarrektors Ameríska háskólans í Afganistan, um atburðarásina sem fór af stað þegar Talibanar náðu völdum. Hann stjórnar aðgerðunum um að koma fólki úr landi og í ágúst á fyrra leituðu vel á annað þúsund manns til hans dag og nótt. Rúmu ári eftir valdatöku Talibana vinna þau enn að því að koma burt, í síðasta mánuði var tæplega 70 konum snúið við á flugvellunum í Kabúl því þær höfðu ekki karlkyns fylgdarmann. Ólöf Ragnarsdóttir ræddi við Árna. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar um það sem gerist ekki á Íslandi. Umsjón: Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
9/24/20220
Episode Artwork

117 | Serial og flóttinn frá Afganistan

Aðalpersónunni í hlaðvarpsþáttunum Serial, Adnan Syed, rúmlega fertugum Bandaríkjamanni, var sleppt úr fangelsi á mánudag, eftir 23 ára vist á bak við lás og slá. Syed var 17 ára þegar hann var handtekinn í Baltimore í Bandaríkjunum 1999, grunaður um að hafa myrt fyrrverandi kærustuna sína. Hann var fundinn sekur, þó að rannsókn lögreglu á morðinu hafi verið afar hroðvirknisleg, segja margir, og sönnunargögnin gegn drengnum í besta falli vafasöm. Syed er mjög líklega ekki eini maðurinn sem situr í steininum í Bandaríkjunum á grundvelli vafasamra sönnunargagna. Svo ég tali nú ekki um maður sem er dökkur á hörund. Talið er að um fimm prósent fanga í Bandaríkjunum séu saklausir af þeim glæp sem þeir sitja inni fyrir. Og í dag eru tvær komma ein milljón fangar þar í landi, sem þýðir að um 105 þúsund manns sitja saklausir í fangelsi. Sunna Valgerðardóttir fjallar um málið. Lygilegt er fyrsta orðið sem kemur upp í huga Árna Arnþórssonar, aðstoðarrektors Ameríska háskólans í Afganistan, um atburðarásina sem fór af stað þegar Talibanar náðu völdum. Hann stjórnar aðgerðunum um að koma fólki úr landi og í ágúst á fyrra leituðu vel á annað þúsund manns til hans dag og nótt. Rúmu ári eftir valdatöku Talibana vinna þau enn að því að koma burt, í síðasta mánuði var tæplega 70 konum snúið við á flugvellunum í Kabúl því þær höfðu ekki karlkyns fylgdarmann. Ólöf Ragnarsdóttir ræddi við Árna. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar um það sem gerist ekki á Íslandi. Umsjón: Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
9/24/20220
Episode Artwork

117 | Serial og flóttinn frá Afganistan

Aðalpersónunni í hlaðvarpsþáttunum Serial, Adnan Syed, rúmlega fertugum Bandaríkjamanni, var sleppt úr fangelsi á mánudag, eftir 23 ára vist á bak við lás og slá. Syed var 17 ára þegar hann var handtekinn í Baltimore í Bandaríkjunum 1999, grunaður um að hafa myrt fyrrverandi kærustuna sína. Hann var fundinn sekur, þó að rannsókn lögreglu á morðinu hafi verið afar hroðvirknisleg, segja margir, og sönnunargögnin gegn drengnum í besta falli vafasöm. Syed er mjög líklega ekki eini maðurinn sem situr í steininum í Bandaríkjunum á grundvelli vafasamra sönnunargagna. Svo ég tali nú ekki um maður sem er dökkur á hörund. Talið er að um fimm prósent fanga í Bandaríkjunum séu saklausir af þeim glæp sem þeir sitja inni fyrir. Og í dag eru tvær komma ein milljón fangar þar í landi, sem þýðir að um 105 þúsund manns sitja saklausir í fangelsi. Sunna Valgerðardóttir fjallar um málið. Lygilegt er fyrsta orðið sem kemur upp í huga Árna Arnþórssonar, aðstoðarrektors Ameríska háskólans í Afganistan, um atburðarásina sem fór af stað þegar Talibanar náðu völdum. Hann stjórnar aðgerðunum um að koma fólki úr landi og í ágúst á fyrra leituðu vel á annað þúsund manns til hans dag og nótt. Rúmu ári eftir valdatöku Talibana vinna þau enn að því að koma burt, í síðasta mánuði var tæplega 70 konum snúið við á flugvellunum í Kabúl því þær höfðu ekki karlkyns fylgdarmann. Ólöf Ragnarsdóttir ræddi við Árna. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar um það sem gerist ekki á Íslandi. Umsjón: Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
9/24/20220
Episode Artwork

117 | Serial og flóttinn frá Afganistan

short_text=None long_text='Aðalpersónunni í hlaðvarpsþáttunum Serial, Adnan Syed, rúmlega fertugum Bandaríkjamanni, var sleppt úr fangelsi á mánudag, eftir 23 ára vist á bak við lás og slá. Syed var 17 ára þegar hann var handtekinn í Baltimore í Bandaríkjunum 1999, grunaður um að hafa myrt fyrrverandi kærustuna sína. Hann var fundinn sekur, þó að rannsókn lögreglu á morðinu hafi verið afar hroðvirknisleg, segja margir, og sönnunargögnin gegn drengnum í besta falli vafasöm. Syed er mjög líklega ekki eini maðurinn sem situr í steininum í Bandaríkjunum á grundvelli vafasamra sönnunargagna. Svo ég tali nú ekki um maður sem er dökkur á hörund. Talið er að um fimm prósent fanga í Bandaríkjunum séu saklausir af þeim glæp sem þeir sitja inni fyrir. Og í dag eru tvær komma ein milljón fangar þar í landi, sem þýðir að um 105 þúsund manns sitja saklausir í fangelsi. Sunna Valgerðardóttir fjallar um málið.\n\nLygilegt er fyrsta orðið sem kemur upp í huga Árna Arnþórssonar, aðstoðarrektors Ameríska háskólans í Afganistan, um atburðarásina sem fór af stað þegar Talibanar náðu völdum. Hann stjórnar aðgerðunum um að koma fólki úr landi og í ágúst á fyrra leituðu vel á annað þúsund manns til hans dag og nótt. Rúmu ári eftir valdatöku Talibana vinna þau enn að því að koma burt, í síðasta mánuði var tæplega 70 konum snúið við á flugvellunum í Kabúl því þær höfðu ekki karlkyns fylgdarmann. Ólöf Ragnarsdóttir ræddi við Árna. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar um það sem gerist ekki á Íslandi. Umsjón: Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
9/24/202243 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

116 | Bill Browder og Elísabet Englandsdrottning

Það eru næstum sjö mánuðir liðnir síðan Rússar réðust inn í Úkraínu og það eru allskonar afleiðingar að koma betur og betur í ljós. Orkukreppan og verðbólgan í mörgum ríkjum Evrópu er til dæmis bein og óbein afleiðing af þessum átökum, orkukreppan vegna þeirra viðskiptaþvingana og refsiaðgerða sem Evrópusambandið og önnur vestræn ríki, Ísland þar með talið, hafa sett, bæði á stjórnvöld í Rússlandi og líka á ákveðna einstaklinga sem taldir eru sekir um mannréttindabrot og spillingu. Slíkar aðgerðir, gegn einstaklingum, eru margar hverjar byggðar á löggjöf sem kennd eru við rússneskan lögfræðing sem hét Sergei Magnitsky og maðurinn sem barist hefur fyrir því óslitið síðan 2009 við að koma þessari löggjöf á koppinn víða um heim, heitir Bill Browder. Hann er orðinn heimsþekktur fyrir þessa baráttu sína. Björn Malmquist ræddi við Browder. Þegar kistu Elísabetar Englandsdrottningar var flogið frá Skotlandi yfir til Lundúna á miðvikudag var fóru sex milljónir inn á vefsíðuna Flightradar24 til að fylgjast með ferðalaginu. Aldrei í sögu vefsíðunnar hafa fleiri fylgst jafn grannt með ferðalagi einnar flugvéla. Áhorfið á sjónvarpsþættina The Crown gegnum streymisveituna Netflix hefur aukist um 800 prósent frá því að Elísabet lést. Þá hafa verið fluttar óteljandi fréttir af öllu sem tengist andláti Elísabetar og valdaskiptum í Bretlandi, fréttir um allt frá nýlendustefnu til samloka með marmelaði. Birta Björnsdóttir fjallar um andlát Elísabetar. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur um allt sem gerist ekki á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
9/17/20220
Episode Artwork

116 | Bill Browder og Elísabet Englandsdrottning

short_text=None long_text='Það eru næstum sjö mánuðir liðnir síðan Rússar réðust inn í Úkraínu og það eru allskonar afleiðingar að koma betur og betur í ljós. Orkukreppan og verðbólgan í mörgum ríkjum Evrópu er til dæmis bein og óbein afleiðing af þessum átökum, orkukreppan vegna þeirra viðskiptaþvingana og refsiaðgerða sem Evrópusambandið og önnur vestræn ríki, Ísland þar með talið, hafa sett, bæði á stjórnvöld í Rússlandi og líka á ákveðna einstaklinga sem taldir eru sekir um mannréttindabrot og spillingu. Slíkar aðgerðir, gegn einstaklingum, eru margar hverjar byggðar á löggjöf sem kennd eru við rússneskan lögfræðing sem hét Sergei Magnitsky og maðurinn sem barist hefur fyrir því óslitið síðan 2009 við að koma þessari löggjöf á koppinn víða um heim, heitir Bill Browder. Hann er orðinn heimsþekktur fyrir þessa baráttu sína. Björn Malmquist ræddi við Browder.\n\nÞegar kistu Elísabetar Englandsdrottningar var flogið frá Skotlandi yfir til Lundúna á miðvikudag var fóru sex milljónir inn á vefsíðuna Flightradar24 til að fylgjast með ferðalaginu. Aldrei í sögu vefsíðunnar hafa fleiri fylgst jafn grannt með ferðalagi einnar flugvéla. Áhorfið á sjónvarpsþættina The Crown gegnum streymisveituna Netflix hefur aukist um 800 prósent frá því að Elísabet lést. Þá hafa verið fluttar óteljandi fréttir af öllu sem tengist andláti Elísabetar og valdaskiptum í Bretlandi, fréttir um allt frá nýlendustefnu til samloka með marmelaði. Birta Björnsdóttir fjallar um andlát Elísabetar. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur um allt sem gerist ekki á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
9/17/202237 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

115 | Kosningar í Svíþjóð og sambúðin við Rússa.

Það verður gengið til kosninga í Svíþjóð á morgun. Afar mjótt verður á mununum ef marka má skoðanakannanir. Kosið er í þremur kosningum í einu - þingkosningum, sveitarstjórnarkosningum og kosningum til héraðsstjórna. Og því er allt undir - frá heilbrigðis- og menntakerfinu til aðgerða í loftslagsmálum, hvernig stemma eigi stigu við glæpum, afstöðu í utanríkismálum, innflytjendamálum og svo mætti lengi telja. Lítið hefur þó farið fyrir flestum þessum málum í kosningabaráttunni. En mun meira fyrir upphrópunum, ásökunum og skömmum vegna eins af stjórnmálaflokkunum. Flokksins sem allt bendir til að verði næst stærstur í kosningunum á morgun. Kári Gylfason fjallar um kosningarnar frá Gautaborg. Eystrasaltsríkin. Eistland, Lettland og Litáen, háðu harða sjálfstæðisbaráttu fyrir rúmum þrjátíu árum. Á þeim þrjátíu árum sem liðinu eru hafa þau verið áverandi vör við nágrannann í Rússlandi og ávallt búist við að hann láti til skarar skríða, þó að oft hafi verið talað fyrir daufum eyrum. Þessar áhyggjur hafa vaxið til muna eftir innrás Rússa í Úkraínu, eins og heyra mátti á forsetum og utanríkisráðherrum landanna þegar þeir voru staddir hér á landi. Hallgrímur Indriðason ræddi návistina við Rússa við þessa þjóðarleiðtoga. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur um erlend málefni. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
9/10/20220
Episode Artwork

115 | Kosningar í Svíþjóð og sambúðin við Rússa.

short_text=None long_text='Það verður gengið til kosninga í Svíþjóð á morgun. Afar mjótt verður á mununum ef marka má skoðanakannanir. Kosið er í þremur kosningum í einu - þingkosningum, sveitarstjórnarkosningum og kosningum til héraðsstjórna. Og því er allt undir - frá heilbrigðis- og menntakerfinu til aðgerða í loftslagsmálum, hvernig stemma eigi stigu við glæpum, afstöðu í utanríkismálum, innflytjendamálum og svo mætti lengi telja. Lítið hefur þó farið fyrir flestum þessum málum í kosningabaráttunni. En mun meira fyrir upphrópunum, ásökunum og skömmum vegna eins af stjórnmálaflokkunum. Flokksins sem allt bendir til að verði næst stærstur í kosningunum á morgun. Kári Gylfason fjallar um kosningarnar frá Gautaborg. \n\nEystrasaltsríkin. Eistland, Lettland og Litáen, háðu harða sjálfstæðisbaráttu fyrir rúmum þrjátíu árum. Á þeim þrjátíu árum sem liðinu eru hafa þau verið áverandi vör við nágrannann í Rússlandi og ávallt búist við að hann láti til skarar skríða, þó að oft hafi verið talað fyrir daufum eyrum. Þessar áhyggjur hafa vaxið til muna eftir innrás Rússa í Úkraínu, eins og heyra mátti á forsetum og utanríkisráðherrum landanna þegar þeir voru staddir hér á landi. Hallgrímur Indriðason ræddi návistina við Rússa við þessa þjóðarleiðtoga.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur um erlend málefni. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
9/10/202240 minutes
Episode Artwork

114 | Vígbúnaðarkapphlaup til tunglsins og Kevin Spacey

NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna, ætlar síðar í dag að skjóta á loft geimflaug, þeirri lang öflugustu sem smíðuð hefur verið, og þar með má segja að Artemis verkefnið sé komið á fullt en helsta markmið þess er að koma mönnuðu geimfari til tunglsins og síðar til Mars. Tólf karlmenn stigu fæti á tunglið á aðeins tæpum fjórum árum, frá 1969 til 1972. Og nú á að endurtaka leikinn. Eða það átti að gera það á mánudaginn en jómfrúargeimskotinu var frestað og verður síðdegis í dag ef allt gengur að óskum. Bandaríkin leggja mikið kapp á að vel takist til af því að Rússar eða sérstaklega Kínverjar eru komnir langt fram úr þeim í geimrannsóknum. Og þrátt fyrir alla umræðu um uppgötvanir mannsins í geimnum, ferðir til Mars og aukin þekking á alheiminum, þá er þetta líka vígbúnaðarkapphlaup. Einna mikilvægustu hergögn dagsins í dag eru úti í geimnum, og það er mjög mikið undir fyrir stórveldin að verða fyrst í mark. Bjarni Pétur Jónsson fjallar um málið. Þeir hafa allnokkrir fallið af stallinum í Hollywood eftir metoo-byltinguna þar. Harvey Weinstein, R. Kelly, Michael Jackson, Bill Cosby, Roman Polanski, Woody Allen, Bryan Singer, Luc Beson, Marilyn Manson? svo einhver nöfn séu nefnd, voru allir opinberaðir sem kynferðisbrotamenn og níðingar eftir að hafa fengið að áreita hina og þessa ítrekað í áraraðir. Sumir eru í fangelsi, aðrir misstu bara vinnuna og æruna. Og auðvitað er þessi listi ekki tæmandi. Það vantar til dæmis eitt stórt nafn - Kevin Spacey - mál hans hefur verið kallað eitt stærsta og dramatískasta fallið í Hollywood. Ein skærasta og virtasta stjarna Bandaríkjanna er nú svo eitraður að hann getur hvergi verið, enginn vill vinna með honum og enginn trúir honum. Tugir hafa stigið fram og sakað Spacey um áreitni og ofbeldi í gegnum tíðina, þrjú hafa fallið frá áður en til málaferla kom, honum hefur verið gert að greiða óheyrilega háar fjárhæðir í bætur til Netflix vegna House of Cards og þetta virðist hvergi nærri hætt. Málin halda bara áfram að koma. Sunna Valgerðardóttir sló á þráðinn vestur um haf og tók púlsinn á Hollywood með dyggri aðstoð Drafnar Aspar Snorradóttur Rozas, leikmyndahönnuðar, framleiðanda og Hollywood-fréttaritara sem þekkir mál Spaceys út og inn. Í Heimskviðum er fjallað um allt það sem gerist ekki á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
9/3/20220
Episode Artwork

114 | Vígbúnaðarkapphlaup til tunglsins og Kevin Spacey

short_text=None long_text='NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna, ætlar síðar í dag að skjóta á loft geimflaug, þeirri lang öflugustu sem smíðuð hefur verið, og þar með má segja að Artemis verkefnið sé komið á fullt en helsta markmið þess er að koma mönnuðu geimfari til tunglsins og síðar til Mars. Tólf karlmenn stigu fæti á tunglið á aðeins tæpum fjórum árum, frá 1969 til 1972. Og nú á að endurtaka leikinn. Eða það átti að gera það á mánudaginn en jómfrúargeimskotinu var frestað og verður síðdegis í dag ef allt gengur að óskum. Bandaríkin leggja mikið kapp á að vel takist til af því að Rússar eða sérstaklega Kínverjar eru komnir langt fram úr þeim í geimrannsóknum. Og þrátt fyrir alla umræðu um uppgötvanir mannsins í geimnum, ferðir til Mars og aukin þekking á alheiminum, þá er þetta líka vígbúnaðarkapphlaup. Einna mikilvægustu hergögn dagsins í dag eru úti í geimnum, og það er mjög mikið undir fyrir stórveldin að verða fyrst í mark. Bjarni Pétur Jónsson fjallar um málið. \n\nÞeir hafa allnokkrir fallið af stallinum í Hollywood eftir metoo-byltinguna þar. Harvey Weinstein, R. Kelly, Michael Jackson, Bill Cosby, Roman Polanski, Woody Allen, Bryan Singer, Luc Beson, Marilyn Manson? svo einhver nöfn séu nefnd, voru allir opinberaðir sem kynferðisbrotamenn og níðingar eftir að hafa fengið að áreita hina og þessa ítrekað í áraraðir. Sumir eru í fangelsi, aðrir misstu bara vinnuna og æruna. Og auðvitað er þessi listi ekki tæmandi. Það vantar til dæmis eitt stórt nafn - Kevin Spacey - mál hans hefur verið kallað eitt stærsta og dramatískasta fallið í Hollywood. Ein skærasta og virtasta stjarna Bandaríkjanna er nú svo eitraður að hann getur hvergi verið, enginn vill vinna með honum og enginn trúir honum. Tugir hafa stigið fram og sakað Spacey um áreitni og ofbeldi í gegnum tíðina, þrjú hafa fallið frá áður en til málaferla kom, honum hefur verið gert að greiða óheyrilega háar fjárhæðir í bætur til Netflix vegna House of Cards og þetta virðist hvergi nærri hætt. Málin halda bara áfram að koma. Sunna Valgerðardóttir sló á þráðinn vestur um haf og tók púlsinn á Hollywood með dyggri aðstoð Drafnar Aspar Snorradóttur Rozas, leikmyndahönnuðar, framleiðanda og Hollywood-fréttaritara sem þekkir mál Spaceys út og inn. \n\nÍ Heimskviðum er fjallað um allt það sem gerist ekki á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
9/3/202240 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

113 | Sundrung í Bandaríkjunum og Mormónar í Utah

Ótal fréttir hafa verið sagðar undanfarin misseri af sundrungu í bandarískum stjórnmálum og samfélagi. Skotvopnaeign, löggjöf um þungunarrof, lögregluofbeldi gegn svörtum, brottflutningur bandaríska hersins frá Afganistan, innrásin í þinghúsið í Washington og um það bil allt sem Donald Trump segir og gerir. Já þau hafa verið ófá þrætueplin þar vestra. Sundrung í Bandaríkjunum hins vegar er ekki ný af nálinni, heldur á sér miklu lengri sögu sem Donald Trump ber sannarlega ekki einn ábyrgð á, segir Leonard Steinhorn sem er stjórnmálaskýrandi hjá CBS sjónvarpsstöðinni. Birta Björnsdóttir hitti Steinhorn á dögunum. Safnaðarmeðlimir Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, mormónarnir bandarísku, hafa ekki beint átt sjö dagana sæla undanfarið. Þó að sértrúarsöfnuðir undan Mormónakirkjunni hafi lengi verið undir smásjánni hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum, reyndar í um það bil 130 ár, þá er eins og fjölmiðlar vestanhafs hafi núverið tekið til við að dusta rykið af gömlu hneykslismálunum, kynferðisbrotunum, sértrúarsafnaðarleiðtogunum og ógeðinu sem fékk að grassera undir niðri, eins og svo oft, í nafni trúar. Nú tróna sjónvarpsseríur um mormóna á toppum vinsældarlista streymisveita, fréttastofan AP afhjúpaði gróft kynferðisbrotamál gegn börnum innan mormónakirkjunnar fyrr í mánuðinum og lög sem bönnuðu fjölkvæni verið milduð all verulega í Utah, heimaríki þeirra sem vilja eiga fleiri en eina eiginkonu, eða eiginmann eftir atvikum. Þetta hjúskaparform hefur þó lengi fengið að viðgangast undir rós, nokkuð lengi verandi eiginlega tvær aldir. Sunna Valgerðardóttir kynnti sér málið. Í Heimskviðum er fjallað um allt það sem gerist ekki á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
8/27/20220
Episode Artwork

113 | Sundrung í Bandaríkjunum og Mormónar í Utah

short_text=None long_text='Ótal fréttir hafa verið sagðar undanfarin misseri af sundrungu í bandarískum stjórnmálum og samfélagi. Skotvopnaeign, löggjöf um þungunarrof, lögregluofbeldi gegn svörtum, brottflutningur bandaríska hersins frá Afganistan, innrásin í þinghúsið í Washington og um það bil allt sem Donald Trump segir og gerir. Já þau hafa verið ófá þrætueplin þar vestra. Sundrung í Bandaríkjunum hins vegar er ekki ný af nálinni, heldur á sér miklu lengri sögu sem Donald Trump ber sannarlega ekki einn ábyrgð á, segir Leonard Steinhorn sem er stjórnmálaskýrandi hjá CBS sjónvarpsstöðinni. Birta Björnsdóttir hitti Steinhorn á dögunum. \n\nSafnaðarmeðlimir Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, mormónarnir bandarísku, hafa ekki beint átt sjö dagana sæla undanfarið. Þó að sértrúarsöfnuðir undan Mormónakirkjunni hafi lengi verið undir smásjánni hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum, reyndar í um það bil 130 ár, þá er eins og fjölmiðlar vestanhafs hafi núverið tekið til við að dusta rykið af gömlu hneykslismálunum, kynferðisbrotunum, sértrúarsafnaðarleiðtogunum og ógeðinu sem fékk að grassera undir niðri, eins og svo oft, í nafni trúar. Nú tróna sjónvarpsseríur um mormóna á toppum vinsældarlista streymisveita, fréttastofan AP afhjúpaði gróft kynferðisbrotamál gegn börnum innan mormónakirkjunnar fyrr í mánuðinum og lög sem bönnuðu fjölkvæni verið milduð all verulega í Utah, heimaríki þeirra sem vilja eiga fleiri en eina eiginkonu, eða eiginmann eftir atvikum. Þetta hjúskaparform hefur þó lengi fengið að viðgangast undir rós, nokkuð lengi verandi eiginlega tvær aldir. Sunna Valgerðardóttir kynnti sér málið.\n\nÍ Heimskviðum er fjallað um allt það sem gerist ekki á Íslandi. Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
8/27/202243 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

112 Sádarnir og golfið og kosningar í Kenía

Í þessum fyrsta Heimskviðuþætti nýrrar þáttaraðar verður komið víða við. Framtíð keppnisgolfs er í mikilli óvissu eftir að ný mótaröð, sem Sádar fjármagna, kom fram á sjónarsviðið. Þeir ausa fé í íþróttir um allan heim og vonast til að morð og mannréttindabrot gleymist í stjörnufans og allsnægtum íþróttanna. Bjarni Pétur Jónsson kynnti sér málið. Niðurstöður nýafstaðinna forsetakosninga í Kenía voru tilkynntar fyrr í vikunni. Varaforseti landsins stóð uppi sem sigurvegari en sá þurfti að svara til saka fyrir Alþjóðasakamáladómstólnum í kjölfar kosninga árið 2007 þegar hann var sakaður um glæpi gegn mannkyni. Fráfarandi forseti landsins studdi hins vegar mótframbjóðanda hans, en sá beið nú ósigur í fimmta sinn í röð forsetakosningum í landinu. Líkt og í öll hin skiptin er óvíst hvort hann muni lúta niðurstöðunni. Birta Björnsdóttir fjallar um kosningarnar og skrautlega sögu frambjóðendanna. Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Umsjón: Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.
8/20/20220
Episode Artwork

112 Sádarnir og golfið og kosningar í Kenía

short_text=None long_text='Í þessum fyrsta Heimskviðuþætti nýrrar þáttaraðar verður komið víða við.\n\nFramtíð keppnisgolfs er í mikilli óvissu eftir að ný mótaröð, sem Sádar fjármagna, kom fram á sjónarsviðið. Þeir ausa fé í íþróttir um allan heim og vonast til að morð og mannréttindabrot gleymist í stjörnufans og allsnægtum íþróttanna. Bjarni Pétur Jónsson kynnti sér málið.\n\nNiðurstöður nýafstaðinna forsetakosninga í Kenía voru tilkynntar fyrr í vikunni. Varaforseti landsins stóð uppi sem sigurvegari en sá þurfti að svara til saka fyrir Alþjóðasakamáladómstólnum í kjölfar kosninga árið 2007 þegar hann var sakaður um glæpi gegn mannkyni. Fráfarandi forseti landsins studdi hins vegar mótframbjóðanda hans, en sá beið nú ósigur í fimmta sinn í röð forsetakosningum í landinu. Líkt og í öll hin skiptin er óvíst hvort hann muni lúta niðurstöðunni. Birta Björnsdóttir fjallar um kosningarnar og skrautlega sögu frambjóðendanna.\n\nFréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.\nUmsjón: Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.' language='is' valid_from=None
8/20/202240 minutes
Episode Artwork

111 | Lokaþáttur - Jón Björgvinsson

Það er komið að lokaþætti Heimskviða þetta misserið. Viðmælandi þáttarins er ekki af verri endanum. Sjónvarpsáhorfendur hafa séð fréttir frá Jóni Björgvinssyni frá öllum heimshornum. Jón hefur flutt fréttir frá Sómalíu, Írak, Afganistan, Kólumbíu, Nepal, Íran, Mið-Afríkulýðveldinu, Pakistan, Sýrlandi, Indónesíu, Mexíkó, Úganda, Rúanda og Líbanon, svo fátt eitt sé nefnt. Jón og félagar hans voru þeir fyrstu til að mynda fjöldagrafirnar í Bucha í Úkraínu eftir að rússneski herinn fór úr borginni. Þá var hann sömuleiðis sá fysti sem myndaði líkið af einræðisherranum Gaddafi í Líbíu árið 2011. Í viðtalinu svarar Jón því einnig hvernið það sé fyrir fréttamann að koma á stað sem allir aðrir eru að reyna að flýja frá og einnig hvernig það sé að fylgjast með og tala við fólk sem er að upplifa sínar erfiðustu stundir í lífinu. Ritstjórar og umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.
6/4/20220
Episode Artwork

111 | Lokaþáttur - Jón Björgvinsson

short_text=None long_text='Það er komið að lokaþætti Heimskviða þetta misserið. Viðmælandi þáttarins er ekki af verri endanum. Sjónvarpsáhorfendur hafa séð fréttir frá Jóni Björgvinssyni frá öllum heimshornum. Jón hefur flutt fréttir frá Sómalíu, Írak, Afganistan, Kólumbíu, Nepal, Íran, Mið-Afríkulýðveldinu, Pakistan, Sýrlandi, Indónesíu, Mexíkó, Úganda, Rúanda og Líbanon, svo fátt eitt sé nefnt. Jón og félagar hans voru þeir fyrstu til að mynda fjöldagrafirnar í Bucha í Úkraínu eftir að rússneski herinn fór úr borginni. Þá var hann sömuleiðis sá fysti sem myndaði líkið af einræðisherranum Gaddafi í Líbíu árið 2011. Í viðtalinu svarar Jón því einnig hvernið það sé fyrir fréttamann að koma á stað sem allir aðrir eru að reyna að flýja frá og einnig hvernig það sé að fylgjast með og tala við fólk sem er að upplifa sínar erfiðustu stundir í lífinu. \n\nRitstjórar og umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.' language='is' valid_from=None
6/4/202243 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Leyndarmálin í Herlufsholm og mun nýr Albenese bjarga Ástralíu?

Anthony Albanese varð ljóst á sunnudag að hann yrði næsti forsætisráðherra Ástralíu, en hvað þýða stjórnarskiptin fyrir framtíð Ástralíu? Níu ára valdatíð bandalags Frjálslyndra og Þjóðarflokksins er lokið, og hinn umdeildi Scott Morrison, sem hefur gengt embætti forsætisráðherra síðastliðin fjögur ár, stígur til hliðar. Albanese hefur boðað tíma framfara og breytinga, og þá einna helst í loftslagsmálum - og ekki er vanþörf á, enda hafa Ástralir dregið lappirnar í baráttunni gegn hlýnun jarðar undanfarin ár; svo vægt sé til orða tekið. Nýleg heimildarmynd dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 varð til þess að skólastjóri eins virtasta heimavistarskóla Danmerkur sagði af sér og til stendur að breyta fjölda hefða og siða innan skólans. Herlufsholm skólinn er bæði elsti og stærsti heimavistaskóli landsins, og hefur verið starfræktur frá því á sextándu öld. Uppljóstrunin hefur þó skaðað orðspor skólans til muna, en þar greina fyrrum nemendur við skólan frá einelti og ofbeldi sem hafi verið látið viðgangast árum saman. Danska konungsfjölskyldan kemur þarna líka við sögu, en tvö elstu börn krónprinsins eru núverandi og verðandi nemendur við skólann. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.
5/28/20220
Episode Artwork

Leyndarmálin í Herlufsholm og mun nýr Albenese bjarga Ástralíu?

short_text=None long_text='Anthony Albanese varð ljóst á sunnudag að hann yrði næsti forsætisráðherra Ástralíu, en hvað þýða stjórnarskiptin fyrir framtíð Ástralíu? Níu ára valdatíð bandalags Frjálslyndra og Þjóðarflokksins er lokið, og hinn umdeildi Scott Morrison, sem hefur gengt embætti forsætisráðherra síðastliðin fjögur ár, stígur til hliðar. Albanese hefur boðað tíma framfara og breytinga, og þá einna helst í loftslagsmálum - og ekki er vanþörf á, enda hafa Ástralir dregið lappirnar í baráttunni gegn hlýnun jarðar undanfarin ár; svo vægt sé til orða tekið.\n\nNýleg heimildarmynd dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 varð til þess að skólastjóri eins virtasta heimavistarskóla Danmerkur sagði af sér og til stendur að breyta fjölda hefða og siða innan skólans. Herlufsholm skólinn er bæði elsti og stærsti heimavistaskóli landsins, og hefur verið starfræktur frá því á sextándu öld. Uppljóstrunin hefur þó skaðað orðspor skólans til muna, en þar greina fyrrum nemendur við skólan frá einelti og ofbeldi sem hafi verið látið viðgangast árum saman. Danska konungsfjölskyldan kemur þarna líka við sögu, en tvö elstu börn krónprinsins eru núverandi og verðandi nemendur við skólann. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.' language='is' valid_from=None
5/28/202230 minutes
Episode Artwork

Lesia Vasylenko og breytt heimsmynd eftir Covid-19

Við byrjum Heimskviður þessa vikuna á því að fara til Úkraínu, nánar tiltekið til Kiev. Úkraínska þingkona Lesia Vasylenko hefur verið áberandi í heimspressunni bæði í aðdraganda innrásar Rússa í Úkraínu, og eins eftir. Hún er í stjórnarandstöðu og var áður ötull gagnrýnandi stijandi forseta, Volodymir Zelenskys, en síðustu vikur hefur úkraínskur þingheimur allur fylgt sér á bakvið forsetann. Guðmundur Björn ræddi við Vasylenko í vikunni um framtíðarhorfur í Úkraínu. Mun Úkraína neyðast til þess að gefa Rússum eftir landsvæði? Mun Úkraína bera sigur úr býtum, og geta nágrannarnir Rússar og Úkraínumenn nokkurn tímann lifað í sátt og samlyndi, ef og þegar þessu stríði lýkur? Í síðari hluta þáttarins fjallar Magnús Geir Eyjólfsson, um breytta heimsmynd eftir Covid-19 faraldurinn. Í upphafi árs glitti í endalokin á Covid-19 faraldrinum og sáu fjármálaráðherrar heimsins í hillingum að varpa fram háum hagvaxtartölum eftir botn síðustu ára. En svo hófst innrás Rússa í Úkraínu og má segja að Pútín hafi ekki eingöngu varpað sprengju á úkraínskar borgir heldur einnig sprengjum á heimshagkerfið. Í stað betri tíðar með blómum í haga róa fjármálaráðherrar heims nú lífróður í baráttu við síhækkandi hrávöruverð, áður óséða verðbólgu og versnandi lífskjör. Rétt eins og faraldurinn á þetta að heita tímabundið ástand en nú eru málsmetandi menn farnir að tala um að áhrif þessara heimssögulegu viðburða verði varanleg. Magnús Geir ræðir við Björn Berg Gunnarsson, hagfræðing, Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.
5/21/20220
Episode Artwork

Lesia Vasylenko og breytt heimsmynd eftir Covid-19

short_text=None long_text='Við byrjum Heimskviður þessa vikuna á því að fara til Úkraínu, nánar tiltekið til Kiev. Úkraínska þingkona Lesia Vasylenko hefur verið áberandi í heimspressunni bæði í aðdraganda innrásar Rússa í Úkraínu, og eins eftir. Hún er í stjórnarandstöðu og var áður ötull gagnrýnandi stijandi forseta, Volodymir Zelenskys, en síðustu vikur hefur úkraínskur þingheimur allur fylgt sér á bakvið forsetann. Guðmundur Björn ræddi við Vasylenko í vikunni um framtíðarhorfur í Úkraínu. Mun Úkraína neyðast til þess að gefa Rússum eftir landsvæði? Mun Úkraína bera sigur úr býtum, og geta nágrannarnir Rússar og Úkraínumenn nokkurn tímann lifað í sátt og samlyndi, ef og þegar þessu stríði lýkur?\n\nÍ síðari hluta þáttarins fjallar Magnús Geir Eyjólfsson, um breytta heimsmynd eftir Covid-19 faraldurinn. Í upphafi árs glitti í endalokin á Covid-19 faraldrinum og sáu fjármálaráðherrar heimsins í hillingum að varpa fram háum hagvaxtartölum eftir botn síðustu ára. En svo hófst innrás Rússa í Úkraínu og má segja að Pútín hafi ekki eingöngu varpað sprengju á úkraínskar borgir heldur einnig sprengjum á heimshagkerfið. Í stað betri tíðar með blómum í haga róa fjármálaráðherrar heims nú lífróður í baráttu við síhækkandi hrávöruverð, áður óséða verðbólgu og versnandi lífskjör. Rétt eins og faraldurinn á þetta að heita tímabundið ástand en nú eru málsmetandi menn farnir að tala um að áhrif þessara heimssögulegu viðburða verði varanleg. Magnús Geir ræðir við Björn Berg Gunnarsson, hagfræðing,\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.' language='is' valid_from=None
5/21/202230 minutes
Episode Artwork

108 | Eftirspurn eftir úkraínskum konum og dauðarefsingar í Íran

Þar sem er stríð, þar er kynferðislegu ofbeldi sömuleiðis beitt. Það virðist því miður vera einhverskonar lögmál, meira að segja enn þann dag í dag þrátt fyrir að aðgerðir gegn kynferðisofbeldi séu meira í umræðunni. Hluti af hjálparstarfi vegna stríðsins í Úkraínu miðar eingöngu að því að hjálpa konum á flótta undan mögulegu mansali, vændi eða öðru kynferðisofbeldi, og alveg ljóst að ekki er vanþörf á. Leit af úkraínskum konum í kynferðislegum tilgangi á netinu jókst um 200-600% strax eftir innrás Rússa í Úkraínu. Mjög víða, meira að segja hér á landi, hafa einhleypir karlmenn boðist til að hýsa ungar og huggulegar konur á flótta undan stríðsátökum í heimalandinu. Birta ræddi við Valiant Richie, sérfræðing hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, sem fer fyrir þeirri deild stofnunarinnar sem berst gegn mansali og kynferðisofbeldi í stríði. Læknirinn og fræðimaðurinn Ahmadreza Djalali, sem hefur verið í haldi í Íran frá árinu 2016, getur á hverri stundu búist við því að vera tekinn af lífi fyrir sakir sem mannréttindasamtök telja að eigi ekki við rök að styðjast. Djalali, sem er með íranskt og sænskt ríkisfang, er einn af fjölmörgum í haldi íranskra stjórnvalda sem eru með tvöfalt ríkisfang, annað þeirra íranskt. Þessir fangar virðast flestir nýttir til að beita pólitískum þrýstingi á önnur lönd. Hallgrímur Indriðason fjallar um málið. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.
5/14/20220
Episode Artwork

108 | Eftirspurn eftir úkraínskum konum og dauðarefsingar í Íran

short_text=None long_text='Þar sem er stríð, þar er kynferðislegu ofbeldi sömuleiðis beitt. Það virðist því miður vera einhverskonar lögmál, meira að segja enn þann dag í dag þrátt fyrir að aðgerðir gegn kynferðisofbeldi séu meira í umræðunni. Hluti af hjálparstarfi vegna stríðsins í Úkraínu miðar eingöngu að því að hjálpa konum á flótta undan mögulegu mansali, vændi eða öðru kynferðisofbeldi, og alveg ljóst að ekki er vanþörf á. Leit af úkraínskum konum í kynferðislegum tilgangi á netinu jókst um 200-600% strax eftir innrás Rússa í Úkraínu. Mjög víða, meira að segja hér á landi, hafa einhleypir karlmenn boðist til að hýsa ungar og huggulegar konur á flótta undan stríðsátökum í heimalandinu.\nBirta ræddi við Valiant Richie, sérfræðing hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, sem fer fyrir þeirri deild stofnunarinnar sem berst gegn mansali og kynferðisofbeldi í stríði.\n\nLæknirinn og fræðimaðurinn Ahmadreza Djalali, sem hefur verið í haldi í Íran frá árinu 2016, getur á hverri stundu búist við því að vera tekinn af lífi fyrir sakir sem mannréttindasamtök telja að eigi ekki við rök að styðjast. Djalali, sem er með íranskt og sænskt ríkisfang, er einn af fjölmörgum í haldi íranskra stjórnvalda sem eru með tvöfalt ríkisfang, annað þeirra íranskt. Þessir fangar virðast flestir nýttir til að beita pólitískum þrýstingi á önnur lönd. Hallgrímur Indriðason fjallar um málið. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.' language='is' valid_from=None
5/14/202238 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

107 | Neyðarástand á Sri Lanka og Transnistría

Rétt rúmur mánuður er líðinn frá því að neyðarástandi var lýst yfir á Srí Lanka í Indlandshafi vegna fjölmennrar mótmælaöldu. Þar er sögð dýpsta efnahagskreppa frá því að eyjan fékk sjálfstæði frá bretum árið 1948. Þau sem mótmæla krefjast þess að forseti landsins, Gotabaya Rajapaksa, ásamt ríkisstjórn segi af sér vegna meintrar spillingar og vanhæfni. Mótmælin hafa verið afar hörð. Lögreglan beitti í þónokkur skipti táragasi á mótmælendur sem köstuðu múrsteinum á móti og kveiktu í bílum. Forsetinn lét loka fyrir samfélagsmiðla og gaf her og lögreglu rýmri heimild til að handtaka mótmælendur og fangelsa án dóms og laga eftir að reynt hafði verið brjótast inn í forsetahöllina. Rajapaksa hefur nú samþykkt að nefnd fari fyrir því að stofna til bráðabirgðastjórnar í landinu, að allir þingflokkar taki sig saman til þess að vinna saman að því eina markmiði að halda ríkiskassanum á floti og tryggja efnahagslegt öryggi landsins til framtíðar. Jóhannes Ólafsson rýnir í stöðu Srí Lanka og ræðir við Ásgeir Brynjar Torfason og Guðbjörgu Ríkey Th. Hauksdóttur. Hefur þú heyrt um Transnistríu? Við láum þér það ekki, hafirðu aldrei um þetta litla hérað í vesturhluta Moldóvu. Moldóva er nú á milli tanna fréttafólks og stjórnmálamanna, endar hefur landið - og nánar tiltekið Transnistría, landamæri að Úkraínu í austri. Atburðir síðustu vikna í Transnistríu hafi valdið nokkrum áhyggjum, og óttast ráðamenn í Moldóvu og víðar að Rússar ætli sér ekki láta sér það nægja, að ráðast inn í Úkraínu. Guðmundur Björn fjallar um málið. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.
5/7/20220
Episode Artwork

107 | Neyðarástand á Sri Lanka og Transnistría

short_text=None long_text='Rétt rúmur mánuður er líðinn frá því að neyðarástandi var lýst yfir á Srí Lanka í Indlandshafi vegna fjölmennrar mótmælaöldu. Þar er sögð dýpsta efnahagskreppa frá því að eyjan fékk sjálfstæði frá bretum árið 1948. Þau sem mótmæla krefjast þess að forseti landsins, Gotabaya Rajapaksa, ásamt ríkisstjórn segi af sér vegna meintrar spillingar og vanhæfni. Mótmælin hafa verið afar hörð. Lögreglan beitti í þónokkur skipti táragasi á mótmælendur sem köstuðu múrsteinum á móti og kveiktu í bílum. Forsetinn lét loka fyrir samfélagsmiðla og gaf her og lögreglu rýmri heimild til að handtaka mótmælendur og fangelsa án dóms og laga eftir að reynt hafði verið brjótast inn í forsetahöllina. Rajapaksa hefur nú samþykkt að nefnd fari fyrir því að stofna til bráðabirgðastjórnar í landinu, að allir þingflokkar taki sig saman til þess að vinna saman að því eina markmiði að halda ríkiskassanum á floti og tryggja efnahagslegt öryggi landsins til framtíðar. Jóhannes Ólafsson rýnir í stöðu Srí Lanka og ræðir við Ásgeir Brynjar Torfason og Guðbjörgu Ríkey Th. Hauksdóttur.\n\nHefur þú heyrt um Transnistríu? Við láum þér það ekki, hafirðu aldrei um þetta litla hérað í vesturhluta Moldóvu. Moldóva er nú á milli tanna fréttafólks og stjórnmálamanna, endar hefur landið - og nánar tiltekið Transnistría, landamæri að Úkraínu í austri. Atburðir síðustu vikna í Transnistríu hafi valdið nokkrum áhyggjum, og óttast ráðamenn í Moldóvu og víðar að Rússar ætli sér ekki láta sér það nægja, að ráðast inn í Úkraínu. Guðmundur Björn fjallar um málið.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.' language='is' valid_from=None
5/7/202230 minutes
Episode Artwork

106 | Operation Mincemeat og Elon Musk

Hvað eiga Adolf Hitler, heimilislaus maður sem lést eftir að hafa innbyrt rottueitur, augnhár og Ian Flemming, höfundur James Bond, sameiginlegt? Þau koma öll við sögu hernaðaraðgerð sem er talin ein sú best heppnaða í sögu síðari heimsstyrjaldarinnar. Nýlega var frumsýnd bíómyndin Operation Mincemeat, sem byggir á þessari sögu. Sögu sem á eiginlega meira skylt við kvikmyndir heldur en raunveruleikann sjálfan. Þó skiptar skoðanir séu um hvort hernaðaraðgerðin hafi breytt miklu um framgang heimsstyrjalfarinnar er hún það áhugaverð að hún á alveg skilið að vera rifjuð hér upp. Og það gerir Birta í þættinum. Ríkasti maður heims, Elon Musk, lagði á dögunum fram yfirtökutilboð í samfélagsmiðilinn Twitter. Tilboðið var samþykkt, og bíður nú samþykktar samkeppnisyfirvalda. Þessi viðskipti hafa vakið heimsathygli, en hvers vegna? Guðmundur Björn kynnti sér málið. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.
4/30/20220
Episode Artwork

106 | Operation Mincemeat og Elon Musk

short_text=None long_text='Hvað eiga Adolf Hitler, heimilislaus maður sem lést eftir að hafa innbyrt rottueitur, augnhár og Ian Flemming, höfundur James Bond, sameiginlegt? Þau koma öll við sögu hernaðaraðgerð sem er talin ein sú best heppnaða í sögu síðari heimsstyrjaldarinnar. Nýlega var frumsýnd bíómyndin Operation Mincemeat, sem byggir á þessari sögu. Sögu sem á eiginlega meira skylt við kvikmyndir heldur en raunveruleikann sjálfan. Þó skiptar skoðanir séu um hvort hernaðaraðgerðin hafi breytt miklu um framgang heimsstyrjalfarinnar er hún það áhugaverð að hún á alveg skilið að vera rifjuð hér upp. Og það gerir Birta í þættinum. \n\n Ríkasti maður heims, Elon Musk, lagði á dögunum fram yfirtökutilboð í samfélagsmiðilinn Twitter. Tilboðið var samþykkt, og bíður nú samþykktar samkeppnisyfirvalda. Þessi viðskipti hafa vakið heimsathygli, en hvers vegna? Guðmundur Björn kynnti sér málið. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.' language='is' valid_from=None
4/30/202239 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

105 | Símtalið frá Maríupol og hvað einkennir góða forsetafrú?

Við hefjum Heimskviður í dag í hinni stríðshrjáðu Maríupol, og ræðum við Sergej Artamonov, sem ólst upp í Maríupol en hefur verið búsettur í Reykjavík undanfarinn áratug. Systir Sergejs, Natasha, varð eftir í Maríupol þegar rússneski herinn réðist inn í borgina og heyrði Sergej ekkert frá systur sinni í 56 daga. Þrjár bandarískar forsetafrúr eru í sviðsljósinu í nýrri þáttaröð úr smiðju danska leikstjórans Susanne Bier. Leikstjórinn segir áhugaverða togstreitu einkenna hlutverk forsetafrúarinnar, kröfurnar séu miklar í starfi sem þær sóttu ekki um sjálfar. Þær hafa þó margar sett eftirminnilegan svip sinn á embættið og nýtt tækifærið til að berjast fyrir málefnum sem þeim þykja mikilvæg. Birta skoðaði sögu forsetafrúa Bandaríkjanna. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.
4/23/20220
Episode Artwork

105 | Símtalið frá Maríupol og hvað einkennir góða forsetafrú?

short_text=None long_text='Við hefjum Heimskviður í dag í hinni stríðshrjáðu Maríupol, og ræðum við Sergej Artamonov, sem ólst upp í Maríupol en hefur verið búsettur í Reykjavík undanfarinn áratug. Systir Sergejs, Natasha, varð eftir í Maríupol þegar rússneski herinn réðist inn í borgina og heyrði Sergej ekkert frá systur sinni í 56 daga. \n\nÞrjár bandarískar forsetafrúr eru í sviðsljósinu í nýrri þáttaröð úr smiðju danska leikstjórans Susanne Bier. Leikstjórinn segir áhugaverða togstreitu einkenna hlutverk forsetafrúarinnar, kröfurnar séu miklar í starfi sem þær sóttu ekki um sjálfar. Þær hafa þó margar sett eftirminnilegan svip sinn á embættið og nýtt tækifærið til að berjast fyrir málefnum sem þeim þykja mikilvæg. Birta skoðaði sögu forsetafrúa Bandaríkjanna.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.' language='is' valid_from=None
4/23/202230 minutes
Episode Artwork

104 | Ferðasaga frá Póllandi og hæstráðendur í Serbíu og Ungverjalandi

Arnar Þór Ingólfsson, fréttamaður hjá Kjarnanum, fór á dögunum í fréttaferð til Póllands til að milja sögum af vettvangi, frá flóttafólki frá Úkraínu og sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum til að taka vel á móti þeim. Við heyrum áhugaverða ferðasögu Arnars Þórs í þættinum. Þeir Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands og Alexander Vucic, forseti Serbíu, gleðjast þessa dagana. Síðastliðna helgi fengu þeir báðir endurnýjað umboð til áframhaldandi setu í embætti eftir kosningar í heimalöndum sínum. Þeir eiga margt sameiginlegt, til dæmis í stjórnarháttum og í samskiptum við stjórnvöld í Rússlandi. Birta og Guðmundur Björn skoða sögu þeirra Orbans og Vucic. Heismkviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.
4/9/20220
Episode Artwork

104 | Ferðasaga frá Póllandi og hæstráðendur í Serbíu og Ungverjalandi

short_text=None long_text='Arnar Þór Ingólfsson, fréttamaður hjá Kjarnanum, fór á dögunum í fréttaferð til Póllands til að milja sögum af vettvangi, frá flóttafólki frá Úkraínu og sjálfboðaliðum sem leggja sitt af mörkum til að taka vel á móti þeim. Við heyrum áhugaverða ferðasögu Arnars Þórs í þættinum. \n\nÞeir Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands og Alexander Vucic, forseti Serbíu, gleðjast þessa dagana. Síðastliðna helgi fengu þeir báðir endurnýjað umboð til áframhaldandi setu í embætti eftir kosningar í heimalöndum sínum. Þeir eiga margt sameiginlegt, til dæmis í stjórnarháttum og í samskiptum við stjórnvöld í Rússlandi. Birta og Guðmundur Björn skoða sögu þeirra Orbans og Vucic. \n\nHeismkviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.' language='is' valid_from=None
4/9/202230 minutes
Episode Artwork

103 | Kvenréttindi í Afganistan og forsetakosningar í Frakklandi

Heimskviður halda í dag til Afganistan og Frakklands. Talibanar skerða nú réttindi kvenna í Afganistan með reglulegum lagabreytingum, þvert á loforð um hið gagnsstæða þegar þeir náðu aftur völdum í landinu í ágúst í fyrra. Stúlknaskólum hefur verið lokað og konur mega ekki lengur ferðast með flugvélum án þess að hafa karlkyns ættingja með í ferð. Þróunin er einmitt í þær áttir sem mörg óttuðust, að kvenréttindi yrðu fótum troðin á nýjan leik kæmust Talibanar aftur til valda í Afganistan. Þegar Emannuel Jean-Michel Fréderic Macron tók við embætti Frakklandsforseta í maí 2017, var hann yngsti forsetinn í sögu lýðveldisins, aðeins 39 ára gamall. Hann kom eins og stormsveipur inn í franska pólitík, en það hefur gengið á ýmsu á forsetatíð hans. Nýverið tilkynnti Macron að hann sæktist eftir endurkjöri, en fyrri umferð forsetakosninganna fer fram á sunnudaginn eftir viku. Macron þykir eiga sigurinn næsta vísan - en vika er langur tími í pólitík og nýtt hneykslismál tengt forsetanum er í uppsiglingu - mál sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir Macron. Við ræðum við Torfa Túliníus, prófessor við Háskóla Íslands, um kosningarnar sem eru framundan. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar og umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.
4/2/20220
Episode Artwork

103 | Kvenréttindi í Afganistan og forsetakosningar í Frakklandi

short_text=None long_text='Heimskviður halda í dag til Afganistan og Frakklands.\n\nTalibanar skerða nú réttindi kvenna í Afganistan með reglulegum lagabreytingum, þvert á loforð um hið gagnsstæða þegar þeir náðu aftur völdum í landinu í ágúst í fyrra. Stúlknaskólum hefur verið lokað og konur mega ekki lengur ferðast með flugvélum án þess að hafa karlkyns ættingja með í ferð. Þróunin er einmitt í þær áttir sem mörg óttuðust, að kvenréttindi yrðu fótum troðin á nýjan leik kæmust Talibanar aftur til valda í Afganistan. \n\nÞegar Emannuel Jean-Michel Fréderic Macron tók við embætti Frakklandsforseta í maí 2017, var hann yngsti forsetinn í sögu lýðveldisins, aðeins 39 ára gamall. Hann kom eins og stormsveipur inn í franska pólitík, en það hefur gengið á ýmsu á forsetatíð hans. Nýverið tilkynnti Macron að hann sæktist eftir endurkjöri, en fyrri umferð forsetakosninganna fer fram á sunnudaginn eftir viku. Macron þykir eiga sigurinn næsta vísan - en vika er langur tími í pólitík og nýtt hneykslismál tengt forsetanum er í uppsiglingu - mál sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir Macron. Við ræðum við Torfa Túliníus, prófessor við Háskóla Íslands, um kosningarnar sem eru framundan.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar og umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.' language='is' valid_from=None
4/2/202230 minutes
Episode Artwork

102 | Af húðhvíttun og sögu Úkraínu

Húðhvíttun á sér afar langa sögu þó aðferðir og áherslur í því að láta húð verða ljósari hafi tekið breytingum í gegnum aldirnar. Enn þann dag í dag er þetta iðnðaður upp á um átta milljarða Bandaríkjadala ár hvert og gangi spár sérfróðra eftir verður umfangið enn meira á næstu árum. En fórnarkostnaðurinn er umtalsverður, mikið af kremunum sem notuð eru í húðhvíttunarskyni innihalda hætturleg eiturefni sem geta valdið varanlegum skaða. Í síðasta þætti fórum við yfir hugmyndafræðilegar og trúarlegar hugmyndir sem gætu legið að baki innrás Rússa, en í dag ætlum við að skoða aðeins sögu Úkraínu, og njótum leiðsagnar Vals Gunnarssonar sagnfræðings. Við heyrum stuttlega í Jóni Ólafssyni, prófessor og sérfræðingi í málefnum Rússlands, sömuleiðis. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar og umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.
3/26/20220
Episode Artwork

102 | Af húðhvíttun og sögu Úkraínu

short_text=None long_text='Húðhvíttun á sér afar langa sögu þó aðferðir og áherslur í því að láta húð verða ljósari hafi tekið breytingum í gegnum aldirnar. Enn þann dag í dag er þetta iðnðaður upp á um átta milljarða Bandaríkjadala ár hvert og gangi spár sérfróðra eftir verður umfangið enn meira á næstu árum. En fórnarkostnaðurinn er umtalsverður, mikið af kremunum sem notuð eru í húðhvíttunarskyni innihalda hætturleg eiturefni sem geta valdið varanlegum skaða. \n\nÍ síðasta þætti fórum við yfir hugmyndafræðilegar og trúarlegar hugmyndir sem gætu legið að baki innrás Rússa, en í dag ætlum við að skoða aðeins sögu Úkraínu, og njótum leiðsagnar Vals Gunnarssonar sagnfræðings. Við heyrum stuttlega í Jóni Ólafssyni, prófessor og sérfræðingi í málefnum Rússlands, sömuleiðis.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar og umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.' language='is' valid_from=None
3/26/202240 minutes
Episode Artwork

101 |Dúgín, hið heilaga Rússland og bann við hinseginfræðslu í Flórída

Stríðið í Úkraínu er sem fyrr helsta fréttaefni dagsins í dag. Mikið hefur verið rætt og ritað um afleiðingar þess og þær milljónir úkraínumanna sem hrakist hafa frá heimilum sínum, sem og að er virðist þá óskiljanlegu ákvörðun Rússlandsforseta að ráðast inn í fullvalda ríki. Minna hefur verið rætt þá menningarlegu, sögulegu, og ekki síst trúarlegu hugmyundafræði sem kann að liggja hér að baki. Guðmundur Björn ræðir meðal annars við Rósu Magnúsdóttur, prófessor í sagnfræði og sérfræðing í sögu Rússlands. Líklegt þykir að ríkisstjóri Flórída, Ron DeSantis, muni á næstunni skrifa undir lagabreytingu sem meirihluti þingmanna ríkisins hefur þegar samþykkt. Breytingarnar banna alla umræðu og fræðslu um málefni hinsegin- og transfólks í leikskólum og yngstu bekkjum grunnskóla. Banninu hefur verið mótmælt víða og nú síðast steig Disney samsteypan upp á afturlappirnar og hótar að draga úr fjárstuðningi við Repúblikanaflokkinn í Flórída nái bannið fram að ganga. Birta fjallar um þetta mál og ræðir við Silju Báru Ómrsdóttur, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar og umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.
3/19/20220
Episode Artwork

101 |Dúgín, hið heilaga Rússland og bann við hinseginfræðslu í Flórída

short_text=None long_text='Stríðið í Úkraínu er sem fyrr helsta fréttaefni dagsins í dag. Mikið hefur verið rætt og ritað um afleiðingar þess og þær milljónir úkraínumanna sem hrakist hafa frá heimilum sínum, sem og að er virðist þá óskiljanlegu ákvörðun Rússlandsforseta að ráðast inn í fullvalda ríki. Minna hefur verið rætt þá menningarlegu, sögulegu, og ekki síst trúarlegu hugmyundafræði sem kann að liggja hér að baki. Guðmundur Björn ræðir meðal annars við Rósu Magnúsdóttur, prófessor í sagnfræði og sérfræðing í sögu Rússlands.\n\nLíklegt þykir að ríkisstjóri Flórída, Ron DeSantis, muni á næstunni skrifa undir lagabreytingu sem meirihluti þingmanna ríkisins hefur þegar samþykkt. \nBreytingarnar banna alla umræðu og fræðslu um málefni hinsegin- og transfólks í leikskólum og yngstu bekkjum grunnskóla. Banninu hefur verið mótmælt víða og nú síðast steig Disney samsteypan upp á afturlappirnar og hótar að draga úr fjárstuðningi við Repúblikanaflokkinn í Flórída nái bannið fram að ganga. Birta fjallar um þetta mál og ræðir við Silju Báru Ómrsdóttur, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar og umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.' language='is' valid_from=None
3/19/202242 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

100 | Hringferð um heiminn

Í hundraðasta þætti Heimskviða höldum við í hringferð um heiminn, Við förum frá Skandinavíu til Suður-Ameríku, frá Ástralíu til Mið-Austurlanda, til Rússlands og Bretlands, og til Afríku og Asíu. Og fjöllum sem fyrr, um það sem gerist ekki á Íslandi. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar og umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.
3/12/20220
Episode Artwork

100 | Hringferð um heiminn

short_text=None long_text='Í hundraðasta þætti Heimskviða höldum við í hringferð um heiminn, Við förum frá Skandinavíu til Suður-Ameríku, frá Ástralíu til Mið-Austurlanda, til Rússlands og Bretlands, og til Afríku og Asíu.\n\nOg fjöllum sem fyrr, um það sem gerist ekki á Íslandi. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar og umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.' language='is' valid_from=None
3/12/202240 minutes
Episode Artwork

99 | Herskylda og staðgöngumæður í Úkraínu og danskur njósnaskandall

Rúmlega vikulangt stríðið í Úkraínu tekur eðlilega yfir flestallar fréttir þessa dagana. Innrás Rússa og afleiðingar hennar koma einnig við sögu í þættinum í dag. Frá innrás rússneskra herliðsins í Úkraínu hafa ótal Úkraínumenn rifið sig upp með rótum og lagt á flótta. En leiðir margra fjölskyldna hafa skilið vegna þess að stríðið kallar á hermenn. Víða hafa ættingjar þurft að kveðja nákominn karlmann á herskyldualdri. Samkvæmt herlögum, sem nú eru í gildi í landinu, eru karlmenn á aldrinum 18-60 ára skyldaðir til að vera eftir í Úkraínu og verjast. Jóhannes Ólafsson fjallar um málið. Stríðið í Úkraínu hefur margvísleg önnur áhrif. Staðgöngumæðrun er óvíða jafn aðgengileg og í Úkraínu. Þúsundir úkraínskra kvenna ganga ár hvert með börn foreldra um allan heim. Ferlið er bæði flókið og því fylgja ýmsar siðferðisspurningar. Aðstæður staðgöngmæðra og foreldra barnanna sem þær ganga með verða síst einfaldari þegar stríð brýst út í landinu. Birta Björnsdóttir fjallar um þetta. Og síðast en ekki síst eru það danskir njósnaskandalar. Nokkur hneyklismál tengd dönsku leyniþjónustunni hafa komið upp á undanförnum árum. Bandalags- og eða vinaþjóðir urðu Dönum gramar er upp komst að þeir hefðu leyft bandarísku leyniþjónustufólki aðgang að dönskum fjarskiptaköplum í þeim tilgangi að hlera æðstu ráðamenn. Bogi Ágústsson segir okkur allt um þetta. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar og umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.
3/5/20220
Episode Artwork

99 | Herskylda og staðgöngumæður í Úkraínu og danskur njósnaskandall

Rúmlega vikulangt stríðið í Úkraínu tekur eðlilega yfir flestallar fréttir þessa dagana. Innrás Rússa og afleiðingar hennar koma einnig við sögu í þættinum í dag. Frá innrás rússneskra herliðsins í Úkraínu hafa ótal Úkraínumenn rifið sig upp með rótum og lagt á flótta. En leiðir margra fjölskyldna hafa skilið vegna þess að stríðið kallar á hermenn. Víða hafa ættingjar þurft að kveðja nákominn karlmann á herskyldualdri. Samkvæmt herlögum, sem nú eru í gildi í landinu, eru karlmenn á aldrinum 18-60 ára skyldaðir til að vera eftir í Úkraínu og verjast. Jóhannes Ólafsson fjallar um málið. Stríðið í Úkraínu hefur margvísleg önnur áhrif. Staðgöngumæðrun er óvíða jafn aðgengileg og í Úkraínu. Þúsundir úkraínskra kvenna ganga ár hvert með börn foreldra um allan heim. Ferlið er bæði flókið og því fylgja ýmsar siðferðisspurningar. Aðstæður staðgöngmæðra og foreldra barnanna sem þær ganga með verða síst einfaldari þegar stríð brýst út í landinu. Birta Björnsdóttir fjallar um þetta. Og síðast en ekki síst eru það danskir njósnaskandalar. Nokkur hneyklismál tengd dönsku leyniþjónustunni hafa komið upp á undanförnum árum. Bandalags- og eða vinaþjóðir urðu Dönum gramar er upp komst að þeir hefðu leyft bandarísku leyniþjónustufólki aðgang að dönskum fjarskiptaköplum í þeim tilgangi að hlera æðstu ráðamenn. Bogi Ágústsson segir okkur allt um þetta. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar og umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.
3/5/20220
Episode Artwork

99 | Herskylda og staðgöngumæður í Úkraínu og danskur njósnaskandall

short_text=None long_text='Rúmlega vikulangt stríðið í Úkraínu tekur eðlilega yfir flestallar fréttir þessa dagana. Innrás Rússa og afleiðingar hennar koma einnig við sögu í þættinum í dag. Frá innrás rússneskra herliðsins í Úkraínu hafa ótal Úkraínumenn rifið sig upp með rótum og lagt á flótta. En leiðir margra fjölskyldna hafa skilið vegna þess að stríðið kallar á hermenn. Víða hafa ættingjar þurft að kveðja nákominn karlmann á herskyldualdri. Samkvæmt herlögum, sem nú eru í gildi í landinu, eru karlmenn á aldrinum 18-60 ára skyldaðir til að vera eftir í Úkraínu og verjast. Jóhannes Ólafsson fjallar um málið. \n\nStríðið í Úkraínu hefur margvísleg önnur áhrif. Staðgöngumæðrun er óvíða jafn aðgengileg og í Úkraínu. Þúsundir úkraínskra kvenna ganga ár hvert með börn foreldra um allan heim. Ferlið er bæði flókið og því fylgja ýmsar siðferðisspurningar. Aðstæður staðgöngmæðra og foreldra barnanna sem þær ganga með verða síst einfaldari þegar stríð brýst út í landinu. Birta Björnsdóttir fjallar um þetta. \n\nOg síðast en ekki síst eru það danskir njósnaskandalar. Nokkur hneyklismál tengd dönsku leyniþjónustunni hafa komið upp á undanförnum árum. Bandalags- og eða vinaþjóðir urðu Dönum gramar er upp komst að þeir hefðu leyft bandarísku leyniþjónustufólki aðgang að dönskum fjarskiptaköplum í þeim tilgangi að hlera æðstu ráðamenn. Bogi Ágústsson segir okkur allt um þetta. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar og umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.' language='is' valid_from=None
3/5/202240 minutes
Episode Artwork

98 | Innrás Rússa í Úkraínu

Heimskviður heilsa laugardaginn 26. febrúar. Þetta er 98. þáttur Heimskviðna, sem hófu göngu sína haustið 2019 - og er eins og segir í kynningu þáttarins - þáttur sem fjallar um það sem gerist ekki á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem þátturinn er sendur út í beinni útsendingu hér úr Efstaleitinu, enda er tilefnið ærið. Rússar hafa ráðist inn í nágrannaríki sitt í vestri, Úkraínu - og staðan breytist ört með hvejrum klukkutímanum sem líður. Vikum saman - og jafnvel mánuðum - óttaðist alþjóðasamfélagið - og ekki síst íbúar og stjórnvöld í Úkraínu, að nákvæmlega þetta myndi gerast. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur síðustu vikur aukið stórlega við herlið Rússa við úkraínsku landamærin úr suðri, austri og norðri - en hélt því þó alltaf fram að þetta væru aðeins heræfingar og að íbúar Úkraínu sem og ríki vesturlanda, þyrftu ekkert að óttast. Í sjónvarpsávarpi til rússnesku þjóðarinnar á fimmtudagsmorgun sagði Pútín að hann hefði ákveðið að hefja sérstaka hernaðaraðgerð til þess fallna að verja fólk, sem hefðu mátt þola þjóðarmorð og væru fórnarlömb ofsókna af hálfu úkraínska stjórnvalda, síðastliðin átta ár. Með þessum aðgerðum vildi Pútín draga úr herstyrk Úkraínu, og það sem meira er - draga úr nasistatilburðum úkraínustjórnar - stórnvalda sem hafa framið óteljandi stríðsglæpi gegn almennum borgurum, þar á meðal íbúum Rússlands. Talið er að minnsta kosti 200 Úkraínumenn hafi látið lífið frá því Rússar réðust inn í landið, en Rússar réðust inn í Úkraínu úr norðri, suðri og austri - meðal annars á höfuðborgina Kiev eða Kænugarð. Upphaflega var talið að Pútín myndi einblína á að veikja hernaðarlega innviði Úkraínu en nýjustu fregnir herma þó, að saklausir borgarar hafi einnig fallið. Vlodomyr Zelensky forseti Úkraínu hefur líst yfir herlögum í landinu,og þúsundir Úkraínumanna flýja nú land unnvörpum. Til að ræða þetta hræðilega stírð sem nú er nýhafið, eru þauFriðrik Jónsson, sérfræðingurí öryggis- og varnarmálum og fyrrum fulltrúi Íslands í hermálanefnd NATÓ, Jón Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í rússneskum stjórnmálum, og Dagný Hulda Erlendsdóttir fréttamaður á RÚV og sérstakur sérfræðingur okkar hér innanhúss um Rússland. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.
2/26/20220
Episode Artwork

98 | Innrás Rússa í Úkraínu

short_text=None long_text='Heimskviður heilsa laugardaginn 26. febrúar. Þetta er 98. þáttur Heimskviðna, sem hófu göngu sína haustið 2019 - og er eins og segir í kynningu þáttarins - þáttur sem fjallar um það sem gerist ekki á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem þátturinn er sendur út í beinni útsendingu hér úr Efstaleitinu, enda er tilefnið ærið. Rússar hafa ráðist inn í nágrannaríki sitt í vestri, Úkraínu - og staðan breytist ört með hvejrum klukkutímanum sem líður. Vikum saman - og jafnvel mánuðum - óttaðist alþjóðasamfélagið - og ekki síst íbúar og stjórnvöld í Úkraínu, að nákvæmlega þetta myndi gerast. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur síðustu vikur aukið stórlega við herlið Rússa við úkraínsku landamærin úr suðri, austri og norðri - en hélt því þó alltaf fram að þetta væru aðeins heræfingar og að íbúar Úkraínu sem og ríki vesturlanda, þyrftu ekkert að óttast. \n\nÍ sjónvarpsávarpi til rússnesku þjóðarinnar á fimmtudagsmorgun sagði Pútín að hann hefði ákveðið að hefja sérstaka hernaðaraðgerð til þess fallna að verja fólk, sem hefðu mátt þola þjóðarmorð og væru fórnarlömb ofsókna af hálfu úkraínska stjórnvalda, síðastliðin átta ár. Með þessum aðgerðum vildi Pútín draga úr herstyrk Úkraínu, og það sem meira er - draga úr nasistatilburðum úkraínustjórnar - stórnvalda sem hafa framið óteljandi stríðsglæpi gegn almennum borgurum, þar á meðal íbúum Rússlands. Talið er að minnsta kosti 200 Úkraínumenn hafi látið lífið frá því Rússar réðust inn í landið, en Rússar réðust inn í Úkraínu úr norðri, suðri og austri - meðal annars á höfuðborgina Kiev eða Kænugarð. Upphaflega var talið að Pútín myndi einblína á að veikja hernaðarlega innviði Úkraínu en nýjustu fregnir herma þó, að saklausir borgarar hafi einnig fallið. Vlodomyr Zelensky forseti Úkraínu hefur líst yfir herlögum í landinu,og þúsundir Úkraínumanna flýja nú land unnvörpum.\n\nTil að ræða þetta hræðilega stírð sem nú er nýhafið, eru þauFriðrik Jónsson, sérfræðingurí öryggis- og varnarmálum og fyrrum fulltrúi Íslands í hermálanefnd NATÓ, Jón Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í rússneskum stjórnmálum, og Dagný Hulda Erlendsdóttir fréttamaður á RÚV og sérstakur sérfræðingur okkar hér innanhúss um Rússland. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.' language='is' valid_from=None
2/26/202240 minutes
Episode Artwork

97 | Lúgansk, Donetsk og skaðabætur skotvopnaframleiðanda

Neðri deild rússneska þingsins ákvað á þriðjudag að samþykkja ályktun sem viðurkennir sjálfstæði alþýðulýðveldanna Lúgansk og Donetsk í Donbas-héraði í austurhluta Úkraínu. Ályktunin fer nú inn á borð Vladimírs Pútíns forseta. En hvað þýðir þetta? Hvers vegna ætti Rússland að viðurkenna sjálfstæði tveggja nágrannaríkja, ríkja sem eru innan landamæra Úkraínu? Guðmundur Björn ræðir við Val Gunnarsson sagnfræðing, og fjallar um hvort það sé í raun hagur Pútíns að innlima þessi ríki inn í Rússland. Skotvopnaframleiðandinn Remington Arms hefur samþykkt að greiða bætur til aðstandenda þeirra sem skotin voru til bana í Sandy Hook barnaskólanum árið 2012. Þetta er í fyrsta sinn sem skotvopnaframleiðandi gerir viðlíka samning vegna skotárásar. Samningurinn gæti verið fordæmisgefandi fyrir aðra sem misst hafa ættingja í skotárásum. Og þau eru ekki sérlega fá þar vestra. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.
2/19/20220
Episode Artwork

97 | Lúgansk, Donetsk og skaðabætur skotvopnaframleiðanda

short_text=None long_text='Neðri deild rússneska þingsins ákvað á þriðjudag að samþykkja ályktun sem viðurkennir sjálfstæði alþýðulýðveldanna Lúgansk og Donetsk í Donbas-héraði í austurhluta Úkraínu. Ályktunin fer nú inn á borð Vladimírs Pútíns forseta. En hvað þýðir þetta? Hvers vegna ætti Rússland að viðurkenna sjálfstæði tveggja nágrannaríkja, ríkja sem eru innan landamæra Úkraínu? Guðmundur Björn ræðir við Val Gunnarsson sagnfræðing, og fjallar um hvort það sé í raun hagur Pútíns að innlima þessi ríki inn í Rússland.\n\nSkotvopnaframleiðandinn Remington Arms hefur samþykkt að greiða bætur til aðstandenda þeirra sem skotin voru til bana í Sandy Hook barnaskólanum árið 2012. Þetta er í fyrsta sinn sem skotvopnaframleiðandi gerir viðlíka samning vegna skotárásar. Samningurinn gæti verið fordæmisgefandi fyrir aðra sem misst hafa ættingja í skotárásum. Og þau eru ekki sérlega fá þar vestra.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.' language='is' valid_from=None
2/19/202238 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

96 | Loddarar í Lundúnum og New York: Bókaþjófurinn og geðlæknirinn

Það er loddaraþema í Heimskviðum í dag. Við hefjum þáttinn á umfjöllun um bókaþjófinn alræmda, sem herjað hefur á rithöfunda og útgefendur undanfarin fimm ár, og fengið hundurði óútgefinna handrita upp í hendurnar. 29 ára gamall Ítali, Filippo Bernardini, hefur nú verið handtekinn grunaður um þjófnaðinn. Guðmundur Björn fjallar um málið og ræðir við Fríðu Ísberg rithöfund, sem var ein þeirra fjölmörgu höfunda sem bókaþjófurinn herjaði á. Bandaríkjamaðurinn Marty Markowitz lagðist inn á sjúkrahús árið 2010. Þegar maðurinn sem hafði verið aðalleikari í lífi hans lengst af kom ekki að heimsækja hann á spítalann byrjaði smám saman að rakna upp flókinn vefur í þrjátíu ára sambands. Sambands sem nú hafa verið gerð skil í vinsælum sjónvarps- og hlaðvarpsþáttum, sem nefnast Geðlæknirinn í næsta húsi. Birta fjallar um málið og ræðir við Margréti Valdimarsdóttur, doktor í afbrotafræði, meðal annars um aðferðafræði þeirra sem einangra þolendur sína frá umheiminum. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.
2/12/20220
Episode Artwork

96 | Loddarar í Lundúnum og New York: Bókaþjófurinn og geðlæknirinn

short_text=None long_text='Það er loddaraþema í Heimskviðum í dag.\n\nVið hefjum þáttinn á umfjöllun um bókaþjófinn alræmda, sem herjað hefur á rithöfunda og útgefendur undanfarin fimm ár, og fengið hundurði óútgefinna handrita upp í hendurnar. 29 ára gamall Ítali, Filippo Bernardini, hefur nú verið handtekinn grunaður um þjófnaðinn. Guðmundur Björn fjallar um málið og ræðir við Fríðu Ísberg rithöfund, sem var ein þeirra fjölmörgu höfunda sem bókaþjófurinn herjaði á.\n\nBandaríkjamaðurinn Marty Markowitz lagðist inn á sjúkrahús árið 2010. Þegar maðurinn sem hafði verið aðalleikari í lífi hans lengst af kom ekki að heimsækja hann á spítalann byrjaði smám saman að rakna upp flókinn vefur í þrjátíu ára sambands. Sambands sem nú hafa verið gerð skil í vinsælum sjónvarps- og hlaðvarpsþáttum, sem nefnast Geðlæknirinn í næsta húsi. Birta fjallar um málið og ræðir við Margréti Valdimarsdóttur, doktor í afbrotafræði, meðal annars um aðferðafræði þeirra sem einangra þolendur sína frá umheiminum.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.' language='is' valid_from=None
2/12/202240 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

95 | Ofbeldi gegn konum í Kanada og mótmæli gegn sóttvarnaraðgerðum

94 | Þó konur af frumbyggjaættum séu einungis um 4% kvenna í Kanana þá eru þær 16% allra kvenna sem eru myrtar í landinu ár hvert. Þá eru ótaldar allar þær konur úr þeirra röðum sem hverfa sporlaust ár hvert. Illa gengur að rekja upp það munstur er ofbeldi gegn konum af frumbyggjaættum er í Kananda, þrátt fyrir fögur fyrirheit virðist viljinn til að bæta ástandið ekki nógur til að ráðast í aðgerðir. Ofbeldið er enn ein birtingarmynd þeirrar ójöfnu stöðu sem fólk af frumbyggjaættum er í, og hefur verið í hátt í 500 ár. Birta fjallar um málið. Frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hafa stjórnvöld um allan heim , í öllum löndum, viðhaft sóttvarnaraðgerðir sem eðli málsins samkvæmt koma niður á almennum borgurum. Þessar reglur eru misstrangar eftir löndum, en eiga það þó sameiginlegt að með einum eða öðrum hætti hefta þær frelsi fólks, þótt tilgangur þeirra sé auðvitað að vernda borgaranna. Undanfarnar vikur og mánuði hafa mótmæli almennings gegn stjórnvöldum og aðgerðum þeirra til sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar færst í aukanna. Guðmundur Björn ræðir við Sigrúnu Ólafsdóttur, prófessor í félagsfræði. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.
2/5/20220
Episode Artwork

95 | Ofbeldi gegn konum í Kanada og mótmæli gegn sóttvarnaraðgerðum

short_text=None long_text='94 | Þó konur af frumbyggjaættum séu einungis um 4% kvenna í Kanana þá eru þær 16% allra kvenna sem eru myrtar í landinu ár hvert. Þá eru ótaldar allar þær konur úr þeirra röðum sem hverfa sporlaust ár hvert. Illa gengur að rekja upp það munstur er ofbeldi gegn konum af frumbyggjaættum er í Kananda, þrátt fyrir fögur fyrirheit virðist viljinn til að bæta ástandið ekki nógur til að ráðast í aðgerðir. Ofbeldið er enn ein birtingarmynd þeirrar ójöfnu stöðu sem fólk af frumbyggjaættum er í, og hefur verið í hátt í 500 ár. Birta fjallar um málið. \n\nFrá því kórónuveirufaraldurinn hófst hafa stjórnvöld um allan heim , í öllum löndum, viðhaft sóttvarnaraðgerðir sem eðli málsins samkvæmt koma niður á almennum borgurum. Þessar reglur eru misstrangar eftir löndum, en eiga það þó sameiginlegt að með einum eða öðrum hætti hefta þær frelsi fólks, þótt tilgangur þeirra sé auðvitað að vernda borgaranna. Undanfarnar vikur og mánuði hafa mótmæli almennings gegn stjórnvöldum og aðgerðum þeirra til sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar færst í aukanna. Guðmundur Björn ræðir við Sigrúnu Ólafsdóttur, prófessor í félagsfræði. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.' language='is' valid_from=None
2/5/202240 minutes
Episode Artwork

94 | Danir útvista fangelsun og milljónir íbúa Afríku án rafmagns

Undir lok síðasta árs gerðu dönsk yfirvöld samkomulag við yfirvöld í Kósóvó um að leigja rými fyrir hundruði fanga frá Danmörku og fjárfesta um leið í grænni orkuþróun í Kósóvó. Engir fangaflutningar eru hafnir enn og málið ekki farið mjög hátt en það vekur upp stórar og flóknar spurningar um samvinnu Evrópuríkja, valdaójafnvægi og innflytjendamál. Er danska ríkið að útvista sínum vandamálum til annars ríkis eða hagnast allir? Jóhannes Ólafsson segir okkur frá þessu áhugaverða máli og ræðir bæði við Magneu Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðing og sérfræðing í jafnréttismálum og Guðmund Inga Þóroddsson, formann Afstöðu, félags fanga. Um 600 milljónir Afríkumanna, fleiri en búa í tíu fjölmennustu Evrópuríkjunum, eru án rafmagns. Það hefur fjölgað í þessum hópi um tæplega tuttugu prósent frá aldamótum, þrátt fyrir allar þær tækniframfarir sem orðið hafa á þessum tíma. Orkuskipti í flestum afríkuríkjunum ganga hægt en þau sem búa vel, hafa á síðustu mánuðum tekið fram úr Íslandi þegar kemur að raforkuframleiðslu með jarðvarma. En þrátt fyrir fjölbreyttar grænar auðlindir eiga sum ríkjanna, eins og Suður-Afríka, erfitt með að tryggja íbúum rafmagn en þar er það nær allt framleitt með kolum. Þróuðustu afríkuríkin hafa komist á þann stall, með því að framleiða óhreina orku og mikið af henni, og nýta aðallega til þess kol og mengandi jarðefnaeldsneyti. Kolafíklar, eru stærstu ríkin eins og til dæmis Suður-Afrika kölluð, og afvötnun gengur bæði hægt og illa, Við förum til eins helsta kolaríkis heims, í fylgd Bjarna Péturs Jónssonar. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.
1/29/20220
Episode Artwork

94 | Danir útvista fangelsun og milljónir íbúa Afríku án rafmagns

short_text=None long_text='Undir lok síðasta árs gerðu dönsk yfirvöld samkomulag við yfirvöld í Kósóvó um að leigja rými fyrir hundruði fanga frá Danmörku og fjárfesta um leið í grænni orkuþróun í Kósóvó. Engir fangaflutningar eru hafnir enn og málið ekki farið mjög hátt en það vekur upp stórar og flóknar spurningar um samvinnu Evrópuríkja, valdaójafnvægi og innflytjendamál. Er danska ríkið að útvista sínum vandamálum til annars ríkis eða hagnast allir? Jóhannes Ólafsson segir okkur frá þessu áhugaverða máli og ræðir bæði við Magneu Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðing og sérfræðing í jafnréttismálum og Guðmund Inga Þóroddsson, formann Afstöðu, félags fanga. \n\nUm 600 milljónir Afríkumanna, fleiri en búa í tíu fjölmennustu Evrópuríkjunum, eru án rafmagns. Það hefur fjölgað í þessum hópi um tæplega tuttugu prósent frá aldamótum, þrátt fyrir allar þær tækniframfarir sem orðið hafa á þessum tíma. Orkuskipti í flestum afríkuríkjunum ganga hægt en þau sem búa vel, hafa á síðustu mánuðum tekið fram úr Íslandi þegar kemur að raforkuframleiðslu með jarðvarma. En þrátt fyrir fjölbreyttar grænar auðlindir eiga sum ríkjanna, eins og Suður-Afríka, erfitt með að tryggja íbúum rafmagn en þar er það nær allt framleitt með kolum. Þróuðustu afríkuríkin hafa komist á þann stall, með því að framleiða óhreina orku og mikið af henni, og nýta aðallega til þess kol og mengandi jarðefnaeldsneyti. Kolafíklar, eru stærstu ríkin eins og til dæmis Suður-Afrika kölluð, og afvötnun gengur bæði hægt og illa, Við förum til eins helsta kolaríkis heims, í fylgd Bjarna Péturs Jónssonar.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.' language='is' valid_from=None
1/29/202241 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

93 | Rússar og Úkraína og garðpartý Borisar Johnson

Með falli Sovétríkjanna og lokum kalda stríðsins var almennt litið svo á að Rússar væru ekki lengur ógn við frið í Evrópu. Dregið var úr útgjöldum til varnarmála, sverðunum breytt í plóga. En í Rússlandi fannst mörgum að þeir hefðu verið niðurlægðir, Eystrasaltsríkin lýstu yfir sjálfstæði, Varsjárbandalagið hrundi með Sovétríkjunum og fyrrverandi bandalagsþjóðir Rússa gengu andstæðingunum á hönd og og seinna bæði í NATO og Evrópusambandið. Bogi Ágústsson fjallar um spennuna sem er á milli Rússa og vestrænna ríkja og Úkraínu og ræðir meðal annars við Jón Ólafsson. Í maí 2020 komu starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands saman í garðpartýi í Downingstræti 10. Á fimmta tug starfsmanna sótti veislunna, þeirra á meðal forsætisráðherrann Boris Johnson. Veislan er í frásögur færandi vegna þess að á þessum tíma giltu afar strangar samkomutakmarkanir í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins klukkustund fyrir samkomuna þann 20. maí hélt menningarmálaráðherrann Oliver Dowden til að mynda blaðamannafund þar sem hann áréttaði við bresku þjóðina að fólk mætti aðeins hitta einn utan heimilis síns utandyra, og gæta tveggja metra fjarlægðar. Fjölmiðlar fengu veður af hátíðahöldunum núna í upphafi árs og síðan þá hefur hart verið sótt að Boris Johnson, bæði af stjórnarandstæðingum en eins innan Íhaldsflokksins. Sigrún Davíðsdóttir, fréttaritari RÚV í Lundúnum, segir okkur frá stöðu Johnsons eftir að upp komst um garðpartýið góða. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.
1/22/20220
Episode Artwork

93 | Rússar og Úkraína og garðpartý Borisar Johnson

short_text=None long_text='Með falli Sovétríkjanna og lokum kalda stríðsins var almennt litið svo á að Rússar væru ekki lengur ógn við frið í Evrópu. Dregið var úr útgjöldum til varnarmála, sverðunum breytt í plóga. En í Rússlandi fannst mörgum að þeir hefðu verið niðurlægðir, Eystrasaltsríkin lýstu yfir sjálfstæði, Varsjárbandalagið hrundi með Sovétríkjunum og fyrrverandi bandalagsþjóðir Rússa gengu andstæðingunum á hönd og og seinna bæði í NATO og Evrópusambandið. Bogi Ágústsson fjallar um spennuna sem er á milli Rússa og vestrænna ríkja og Úkraínu og ræðir meðal annars við Jón Ólafsson. \n\nÍ maí 2020 komu starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands saman í garðpartýi í Downingstræti 10. Á fimmta tug starfsmanna sótti veislunna, þeirra á meðal forsætisráðherrann Boris Johnson. Veislan er í frásögur færandi vegna þess að á þessum tíma giltu afar strangar samkomutakmarkanir í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins klukkustund fyrir samkomuna þann 20. maí hélt menningarmálaráðherrann Oliver Dowden til að mynda blaðamannafund þar sem hann áréttaði við bresku þjóðina að fólk mætti aðeins hitta einn utan heimilis síns utandyra, og gæta tveggja metra fjarlægðar. Fjölmiðlar fengu veður af hátíðahöldunum núna í upphafi árs og síðan þá hefur hart verið sótt að Boris Johnson, bæði af stjórnarandstæðingum en eins innan Íhaldsflokksins. Sigrún Davíðsdóttir, fréttaritari RÚV í Lundúnum, segir okkur frá stöðu Johnsons eftir að upp komst um garðpartýið góða. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Birta Björnsdóttir og Guðmundur Björn Þorbjörnsson.' language='is' valid_from=None
1/22/202240 minutes
Episode Artwork

92 | Óöldin í Kasakstan er sagan að endurtaka sig í Bosníu?

Við hefjum þáttinn í Kasakstan. Þetta dularfulla land Kasakstan náði nefnilega að fanga athygli umheimsins um stund í vikunni sem leið. Það er nefnilega svo að frá áramótum hafa að minnsta kostið 164 Kazakar, mest megnis almennir borgarar, látið lífið í átökum milli mótmælenda og öryggissveita, og tæplega tíu þúsund manns hafa verið handtekin. Þessum mótmælum, sem er nú er lokið, eru mestu átök sem brotist hafa út í landinu frá því Sovétríkin liðuðust í sundur og landið öðlaðist sjálfstæði árið 1991. Frasinn frægi, að það sé víða pottur brotinn einhversstaðar, á nefnilega vel við um Kasakstan. Við ræðum við Yerzhönu Akhtmezhanovu, sem hefur búið á Íslandi frá árinu 1997. Fyrir tæpum þrjátíu árum frömdu Bosníuserbar hryllileg voðaverk í stríðinu í Bosníu-Herzegóvínu - meðal annars fjöldamorð á þúsundum manna í bænum Srebrenica. Stríðið endaði á því að þeir urðu hluti af Bosníu, en með sjálfsstjórn. Nú eru Bosníu-Serbar með þjóðernissinnaðan leiðtoga sem hefur dregið þá úr sameiginlegum stofnum Bosníu-Herzegóvínu. Er sagan frá því fyrir tæpum þrjátíu árum að endurtaka sig? Hallgrímur Indriðason fjallar um málið og spyrMagneu Marinósdóttur alþjóðastjórnmálafræðing að því, og hvaða áhrif þetta getur haft á framtíð landsins. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
1/15/20220
Episode Artwork

92 | Óöldin í Kasakstan er sagan að endurtaka sig í Bosníu?

short_text=None long_text='Við hefjum þáttinn í Kasakstan. Þetta dularfulla land Kasakstan náði nefnilega að fanga athygli umheimsins um stund í vikunni sem leið. Það er nefnilega svo að frá áramótum hafa að minnsta kostið 164 Kazakar, mest megnis almennir borgarar, látið lífið í átökum milli mótmælenda og öryggissveita, og tæplega tíu þúsund manns hafa verið handtekin. Þessum mótmælum, sem er nú er lokið, eru mestu átök sem brotist hafa út í landinu frá því Sovétríkin liðuðust í sundur og landið öðlaðist sjálfstæði árið 1991. Frasinn frægi, að það sé víða pottur brotinn einhversstaðar, á nefnilega vel við um Kasakstan. Við ræðum við Yerzhönu Akhtmezhanovu, sem hefur búið á Íslandi frá árinu 1997. \n\nFyrir tæpum þrjátíu árum frömdu Bosníuserbar hryllileg voðaverk í stríðinu í Bosníu-Herzegóvínu - meðal annars fjöldamorð á þúsundum manna í bænum Srebrenica. Stríðið endaði á því að þeir urðu hluti af Bosníu, en með sjálfsstjórn. Nú eru Bosníu-Serbar með þjóðernissinnaðan leiðtoga sem hefur dregið þá úr sameiginlegum stofnum Bosníu-Herzegóvínu. Er sagan frá því fyrir tæpum þrjátíu árum að endurtaka sig? Hallgrímur Indriðason fjallar um málið og spyrMagneu Marinósdóttur alþjóðastjórnmálafræðing að því, og hvaða áhrif þetta getur haft á framtíð landsins.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
1/15/202240 minutes
Episode Artwork

91 | Ár frá árásinni á þinghúsið. Hvað svo?

Fyrir ári sínu ruddu dundruðir stuðingsmanna Donalds Trump sér leið inn í þinghúsið í Washington D.C. þar sem þau freistuðu þess að koma í veg fyrir að öldungadeildin staðfesti kjör Joe Bidens til Bandaríkjaforseta. Síðan hefur liðið heilt ár, en eftirköst þessara atburða marka djúp spor í bandarísku samfélagi, atburða sem hefðu þótt óhugsandi að gætu gerst. Donald Trump þáverandi forseti var í kjölfarið ákærður fyrir embættisbrot í starfi fyrir að hafa hvatt stuðningsmenn sína til að taka kjöri Bidens - sem hann taldi ólögmætt - ekki þegjandi og hljóðalaust. Sérstök nefnd á vegum Bandaríkjaþings rannsakar nú aðild Trumps og hans nánustu samstarfsmanna að árásinni, en alls létust fimm manns í átökunum og yfir sjö hundruð hafa verið ákærð fyrir þáttöku í þeim. Það var alla tíð ljóst að Joe Biden ætti erfitt verkefni framundan á forsetastóli í Bandaríkjunum, kórónuveiran hafði leikið þjóðina grátt. brottflutningur herliðs Bandaríkjanna frá Afganistan var yfirvofandi, og bandarískt þjóð var klofin í tvennt eftir forsetatíð Trumps. Sem er hvergi af baki dottinn og virðist ótrauður stefna á forsetaframboð að þremur árum liðnum. Svo eru kosningar í báðum deildum bandaríska þingsins í haust, fulltrúadeildinni og öldungadeildinni. Þar hafa demókratar nauman meirihluta, en sagan segir okkur að yfirleitt tapar flokkur sitjandi forseta í fyrstu þingkosningum eftir forsetakjör. Þátturinn í dag er tileinkaður Bandaríkjunum og því mikla umróti sem á sér stað í bandarísku samfélagi. Guðmundur Björn settist niður með þeim Silju Báru Ómarsdóttur prófessor í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og Guðmundi Hálfdánarsyni sagnfræðingi og forseta hugvísindasviðs sama skóla og ræddi við þau um hvernig Joe Biden hefur vegnað á sínu fyrsta ári í embætti, hvað Donald Trump sér, og hvaða þýðingu atburðirnir þann sjötta janúar í fyrra höfðu fyrir bandarískt samfélag? Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
1/8/20220
Episode Artwork

91 | Ár frá árásinni á þinghúsið. Hvað svo?

short_text=None long_text='Fyrir ári sínu ruddu dundruðir stuðingsmanna Donalds Trump sér leið inn í þinghúsið í Washington D.C. þar sem þau freistuðu þess að koma í veg fyrir að öldungadeildin staðfesti kjör Joe Bidens til Bandaríkjaforseta. Síðan hefur liðið heilt ár, en eftirköst þessara atburða marka djúp spor í bandarísku samfélagi, atburða sem hefðu þótt óhugsandi að gætu gerst. Donald Trump þáverandi forseti var í kjölfarið ákærður fyrir embættisbrot í starfi fyrir að hafa hvatt stuðningsmenn sína til að taka kjöri Bidens - sem hann taldi ólögmætt - ekki þegjandi og hljóðalaust. Sérstök nefnd á vegum Bandaríkjaþings rannsakar nú aðild Trumps og hans nánustu samstarfsmanna að árásinni, en alls létust fimm manns í átökunum og yfir sjö hundruð hafa verið ákærð fyrir þáttöku í þeim.\n\nÞað var alla tíð ljóst að Joe Biden ætti erfitt verkefni framundan á forsetastóli í Bandaríkjunum, kórónuveiran hafði leikið þjóðina grátt. brottflutningur herliðs Bandaríkjanna frá Afganistan var yfirvofandi, og bandarískt þjóð var klofin í tvennt eftir forsetatíð Trumps. Sem er hvergi af baki dottinn og virðist ótrauður stefna á forsetaframboð að þremur árum liðnum. Svo eru kosningar í báðum deildum bandaríska þingsins í haust, fulltrúadeildinni og öldungadeildinni. Þar hafa demókratar nauman meirihluta, en sagan segir okkur að yfirleitt tapar flokkur sitjandi forseta í fyrstu þingkosningum eftir forsetakjör.\n\nÞátturinn í dag er tileinkaður Bandaríkjunum og því mikla umróti sem á sér stað í bandarísku samfélagi. Guðmundur Björn settist niður með þeim Silju Báru Ómarsdóttur prófessor í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og Guðmundi Hálfdánarsyni sagnfræðingi og forseta hugvísindasviðs sama skóla og ræddi við þau um hvernig Joe Biden hefur vegnað á sínu fyrsta ári í embætti, hvað Donald Trump sér, og hvaða þýðingu atburðirnir þann sjötta janúar í fyrra höfðu fyrir bandarískt samfélag?\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
1/8/202243 minutes, 32 seconds
Episode Artwork

90 | Svíþjóðardemókratar, Tikhanovsky og arfleið Angelu Merkel

Eftir áratugi úti í kuldanum, virðist stjórnmálaflokkurinn Svíþjóðardemókratarnir nú smám saman vera að komast inn í hlýjuna í sænskum stjórnmálum. Flokkurinn, sem lengst af hafði nær ekkert mælanlegt fylgi, mælist nú ýmist annar eða þriðji stærsti flokkur landisins. Aðrir flokkar hunsuðu Svíþjóðardemókratana lengi, þar sem flokksmenn voru sakaðir um útlendingaandúð, jafnvel rasisma og hægriöfgastefnu. Það breyttist þó á kjörtímabilinu sem nú stendur yfir, þegar aðrir flokkar hófu samstarf við Svíþjóðardemókratana. Hvernig stendur á þessari breytingu og hvernig varð hún? Og hvað þýðir hún fyrir Jafnaðarmannaflokkinn sem undanfarin hundrað ár hefur verið langstærsti og áhrifamesti flokkur Svíþjóðar? Kári Gylfason í Gautaborg ætlar að segja okkur frá því. Í vikunni var hvít-rússneski stjórnarandstæðingurinn Serghei Tsikanousky dæmdur í átján ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi. Tsikanousky, sem er þekktur bloggari, andófsmaður og ötull gagnrýnandi Alexanders Lúkasjenka forseta landsins, var handtekinn í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi vorið 2020. Tsikanousky hafið þá boðað forsetaframboð, þar sem hugðist steypa Lukasjenka af stóli, en sá síðarnefndi hefur setið þar síðan árið 1994 og er þaulsetnasti kjörni þjóðarleitogi Evrópu. Þann áttunda desember tók Olof Scholz, sextíu og þriggja ára lögfræðingur frá Hamborg við embætti Þýskalandskanslara, sá fjórði frá sameingu austur- og vestur Þýskalands, ef með er talinn Helmut Kohl sem sat á kanslarastóli í Vestur-Þýskalandi frá 1982 og fram yfir sameiningu, eða til 1998. Helmut Kohl var þaulsetnasti kanslari Þýskalands, en í heil sextán ár og 26 daga. En fyrirrennari Olof Scholz skorti aðeins 10 daga í viðbót á kanslarastóli til að slá það met. Það er Angela Merkel, sem kveður nú hið pólitíska sjónarsvið. En hver er þessi kona, sem stundum hefur verið kölluð valdamesta kona í heimi? Og hvernig verður hennar stjórnartíðar minnst? Guðmundur Björn kynnti sér Angelu Merkel og ræddi við Jóhönnu Ýr Bjarnadóttur, doktorsnema við Humboldt háskóla í Berlína. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
12/18/20210
Episode Artwork

90 | Svíþjóðardemókratar, Tikhanovsky og arfleið Angelu Merkel

short_text=None long_text='Eftir áratugi úti í kuldanum, virðist stjórnmálaflokkurinn Svíþjóðardemókratarnir nú smám saman vera að komast inn í hlýjuna í sænskum stjórnmálum. Flokkurinn, sem lengst af hafði nær ekkert mælanlegt fylgi, mælist nú ýmist annar eða þriðji stærsti flokkur landisins. Aðrir flokkar hunsuðu Svíþjóðardemókratana lengi, þar sem flokksmenn voru sakaðir um útlendingaandúð, jafnvel rasisma og hægriöfgastefnu. Það breyttist þó á kjörtímabilinu sem nú stendur yfir, þegar aðrir flokkar hófu samstarf við Svíþjóðardemókratana. Hvernig stendur á þessari breytingu og hvernig varð hún? Og hvað þýðir hún fyrir Jafnaðarmannaflokkinn sem undanfarin hundrað ár hefur verið langstærsti og áhrifamesti flokkur Svíþjóðar? Kári Gylfason í Gautaborg ætlar að segja okkur frá því.\n\nÍ vikunni var hvít-rússneski stjórnarandstæðingurinn Serghei Tsikanousky dæmdur í átján ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi. Tsikanousky, sem er þekktur bloggari, andófsmaður og ötull gagnrýnandi Alexanders Lúkasjenka forseta landsins, var handtekinn í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi vorið 2020. Tsikanousky hafið þá boðað forsetaframboð, þar sem hugðist steypa Lukasjenka af stóli, en sá síðarnefndi hefur setið þar síðan árið 1994 og er þaulsetnasti kjörni þjóðarleitogi Evrópu.\n\nÞann áttunda desember tók Olof Scholz, sextíu og þriggja ára lögfræðingur frá Hamborg við embætti Þýskalandskanslara, sá fjórði frá sameingu austur- og vestur Þýskalands, ef með er talinn Helmut Kohl sem sat á kanslarastóli í Vestur-Þýskalandi frá 1982 og fram yfir sameiningu, eða til 1998. Helmut Kohl var þaulsetnasti kanslari Þýskalands, en í heil sextán ár og 26 daga. En fyrirrennari Olof Scholz skorti aðeins 10 daga í viðbót á kanslarastóli til að slá það met. Það er Angela Merkel, sem kveður nú hið pólitíska sjónarsvið. En hver er þessi kona, sem stundum hefur verið kölluð valdamesta kona í heimi? Og hvernig verður hennar stjórnartíðar minnst? Guðmundur Björn kynnti sér Angelu Merkel og ræddi við Jóhönnu Ýr Bjarnadóttur, doktorsnema við Humboldt háskóla í Berlína.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
12/18/202135 minutes
Episode Artwork

89 | Havana-heilkennið og tyrkneska lýran í frjálsu falli

Havana heilkennið eru veikindi sem fyrst varð vart árið 2016. Ólikt flestum öðrum sjúkdómum virðast veikindin fara í manngreiningarálit. Um 200 tilkynningar um veikindin hafa borist bandarískum yfirvöldum. Um helmingur þess hóps eru starfsmenn leyniþjónustu Bandarikjanna og fjölskyldur þeirra, hinn helmingurinn dreifist jafnt á milli starfsmanna varnarmálaráðuneytis og utanríkisráðnuneytis Bandaríkjanna. Þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir hefur enn ekki tekist að rekja orsakir veikindanna, sem bandarískir diplómatar hafa fundið fyrir víða um heim. Þó að hagvöxtur í Tyrklandi hafi verið sjö og hálft prósent á þriðja ársfjórðungi í ár hafa kjör almennings orðið lakari. Ástæðan er mikið gengisfall tyrkneska gjaldmiðilsins og mikil verðbólga. Almenningur á í sífellt meiri vandræðum með að ná endum saman. Bogi Ágústsson fjallar um Erdogan Tyrklandsforseta og þær efnahagsþrengingar sem landið stendur nú frammi fyrir. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
12/11/20210
Episode Artwork

89 | Havana-heilkennið og tyrkneska lýran í frjálsu falli

short_text=None long_text='Havana heilkennið eru veikindi sem fyrst varð vart árið 2016. Ólikt flestum öðrum sjúkdómum virðast veikindin fara í manngreiningarálit. Um 200 tilkynningar um veikindin hafa borist bandarískum yfirvöldum. Um helmingur þess hóps eru starfsmenn leyniþjónustu Bandarikjanna og fjölskyldur þeirra, hinn helmingurinn dreifist jafnt á milli starfsmanna varnarmálaráðuneytis og utanríkisráðnuneytis Bandaríkjanna. Þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir hefur enn ekki tekist að rekja orsakir veikindanna, sem bandarískir diplómatar hafa fundið fyrir víða um heim. \n\nÞó að hagvöxtur í Tyrklandi hafi verið sjö og hálft prósent á þriðja ársfjórðungi í ár hafa kjör almennings orðið lakari. Ástæðan er mikið gengisfall tyrkneska gjaldmiðilsins og mikil verðbólga. Almenningur á í sífellt meiri vandræðum með að ná endum saman. Bogi Ágústsson fjallar um Erdogan Tyrklandsforseta og þær efnahagsþrengingar sem landið stendur nú frammi fyrir. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
12/11/202140 minutes
Episode Artwork

88 | Frystar eignir Afgana og ferðalag Sómalíu til lýðræðis

Hryðjuverkin 11. september árið 2001 breyttu sannarlega heimsmyndinni og nú 20 árum síðar eru eftirmálar þeirra enn í fréttum. Fyrir utan ástandið í Afganistan eftir að bandaríkjaher yfirgaf landið og Talíbanar tóku völd er líka margt ennþá óuppgert í Bandaríkjunum. Ættingjar fórnarlamba hryðjuverkanna höfðuðu skaðabótamál fyrir 20 árum sem hafa ekki verið útkljáð. Um 150 ættingjar krefjast þess nú að það verði gert fyrst Talíbanar séu mættir aftur til leiks. Í New York á afganska ríkið milljarða dollara sjóð sem fólkið segist eiga kröfu í. En það gera Talíbanar reyndar líka. Það er hægara sagt en gert að nálgast þessa peninga. Það ríkir viðskiptabann milli Bandaríkjanna og Talíbana sem eru flokkuð sem hryðjuverkasamtök og allar afganskar ríkiseignir erlendis eru kyrrsettar. Til þess að opna þennan sjóð þurfa Bandaríkjamenn að viðurkenna Talíbana sem réttmæta ríkisstjórn Afganistans og því fylgja alls kyns pólitískir hnútar. Jóhannes Ólafsson fjallar um málið. Í síðari hluta þáttarins höldum við til Sómalíu. Í þessu gríðrarstóra landi búa þó ekki nema rétt rúmlega 15 milljónir, aðeins færri en í Hollandi. Svipaður íbúafjöldi er þó líklega það eina sem Holland og Sómalía eiga sameiginlegt. Síðustu ár og hafa málefni Sómalíu helst borið á góma í vestrænum fjölmiðlum í tengslum við sjóræningja, en sómaliskir sjóræningjar hafa frá aldamótum tekið erlend skip og sjómenn í gíslingu á Adenflóa og krafist lausnargjalds af þeim. Þessi sjóræningjastarfsemi er aðeins ein birtingarmynd hins gamla orðatiltækis, neyðin kennir naktri konu að spinna. Borgarastyrjöld hefur geysað í landinu - meira og minna - í þrjá áratugi, sem hefur gert það að verkum að hryðjuverkahópar hafa hreiðrað um sig í landinu, fátækt er mikil og fólki allar bjargir bannaðar. Þá er lítil líðræðishefð í landinu, og illa gengur að halda fyrirhugaðar forsetakosnignar. Helen María Ólafsdóttir, sem býr og starfar í Mogadishu, ræðir við okkur um Sómalíu. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
12/4/20210
Episode Artwork

88 | Frystar eignir Afgana og ferðalag Sómalíu til lýðræðis

short_text=None long_text='Hryðjuverkin 11. september árið 2001 breyttu sannarlega heimsmyndinni og nú 20 árum síðar eru eftirmálar þeirra enn í fréttum. Fyrir utan ástandið í Afganistan eftir að bandaríkjaher yfirgaf landið og Talíbanar tóku völd er líka margt ennþá óuppgert í Bandaríkjunum. Ættingjar fórnarlamba hryðjuverkanna höfðuðu skaðabótamál fyrir 20 árum sem hafa ekki verið útkljáð. Um 150 ættingjar krefjast þess nú að það verði gert fyrst Talíbanar séu mættir aftur til leiks. Í New York á afganska ríkið milljarða dollara sjóð sem fólkið segist eiga kröfu í. En það gera Talíbanar reyndar líka. Það er hægara sagt en gert að nálgast þessa peninga. Það ríkir viðskiptabann milli Bandaríkjanna og Talíbana sem eru flokkuð sem hryðjuverkasamtök og allar afganskar ríkiseignir erlendis eru kyrrsettar. Til þess að opna þennan sjóð þurfa Bandaríkjamenn að viðurkenna Talíbana sem réttmæta ríkisstjórn Afganistans og því fylgja alls kyns pólitískir hnútar. Jóhannes Ólafsson fjallar um málið.\n\nÍ síðari hluta þáttarins höldum við til Sómalíu. Í þessu gríðrarstóra landi búa þó ekki nema rétt rúmlega 15 milljónir, aðeins færri en í Hollandi. Svipaður íbúafjöldi er þó líklega það eina sem Holland og Sómalía eiga sameiginlegt. Síðustu ár og hafa málefni Sómalíu helst borið á góma í vestrænum fjölmiðlum í tengslum við sjóræningja, en sómaliskir sjóræningjar hafa frá aldamótum tekið erlend skip og sjómenn í gíslingu á Adenflóa og krafist lausnargjalds af þeim. Þessi sjóræningjastarfsemi er aðeins ein birtingarmynd hins gamla orðatiltækis, neyðin kennir naktri konu að spinna. Borgarastyrjöld hefur geysað í landinu - meira og minna - í þrjá áratugi, sem hefur gert það að verkum að hryðjuverkahópar hafa hreiðrað um sig í landinu, fátækt er mikil og fólki allar bjargir bannaðar. Þá er lítil líðræðishefð í landinu, og illa gengur að halda fyrirhugaðar forsetakosnignar. Helen María Ólafsdóttir, sem býr og starfar í Mogadishu, ræðir við okkur um Sómalíu. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
12/4/202140 minutes
Episode Artwork

87 | Grænlensku tilraunabörnin og hvar er Peng Shuai?

Við hefjum Heimskviður í dag í Kína. Kínverska tennisstjarnan Peng Shuai greindi frá því í upphafi mánaðar að hátt settur kínverskur ráðamaður og fyrrum varaforseti landsins, hefði brotið á henni kynferðislega. Peng greindi frá þessu á samfélagsmiðlinum Weibo, og einungis 30 mínútum síðar var færsla hennar horfin. Ekkert spurðist til Peng svo vikum skipti. Í fyrri hluta þáttarins er rætt við Öldu Elísu Andersen, alþjóðastjórnmálafræðing um ritskoðun í Kína, mál Peng Shuai og hvers vegna #meToo byltingin á undir högg að sækja í þessa fjölmennasta ríki heims. Í síðari hluta þáttarins bregðum við okkur til Grænlands. Árið 1951 voru 22 grænlensk börn tekin frá fjölskyldum sínum og flutt til Danmerkur. Tilgangurinn var að kenna þeim dönsku svo þau gætu snúið aftur heim og hjálpað dönskum stjórnvöldum að færa Grænland nær nútímanum. Tilraunin mistókst og börnin hafa flest liðið mikið fyrir tilraunina. Í fyrra baðst Mette Frederiksen afsökunar á þessari tilraun fyrir hönd dönsku stjórnarinnar. Nú hafa sex af grænlensku tilraunabörnunum svokölluðu farið fram á bætur frá danska ríkinu vegna vistaskiptanna. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
11/27/20210
Episode Artwork

87 | Grænlensku tilraunabörnin og hvar er Peng Shuai?

short_text=None long_text='Við hefjum Heimskviður í dag í Kína. Kínverska tennisstjarnan Peng Shuai greindi frá því í upphafi mánaðar að hátt settur kínverskur ráðamaður og fyrrum varaforseti landsins, hefði brotið á henni kynferðislega. Peng greindi frá þessu á samfélagsmiðlinum Weibo, og einungis 30 mínútum síðar var færsla hennar horfin. Ekkert spurðist til Peng svo vikum skipti. Í fyrri hluta þáttarins er rætt við Öldu Elísu Andersen, alþjóðastjórnmálafræðing um ritskoðun í Kína, mál Peng Shuai og hvers vegna #meToo byltingin á undir högg að sækja í þessa fjölmennasta ríki heims. \n\nÍ síðari hluta þáttarins bregðum við okkur til Grænlands. Árið 1951 voru 22 grænlensk börn tekin frá fjölskyldum sínum og flutt til Danmerkur. Tilgangurinn var að kenna þeim dönsku svo þau gætu snúið aftur heim og hjálpað dönskum stjórnvöldum að færa Grænland nær nútímanum. Tilraunin mistókst og börnin hafa flest liðið mikið fyrir tilraunina. Í fyrra baðst Mette Frederiksen afsökunar á þessari tilraun fyrir hönd dönsku stjórnarinnar. Nú hafa sex af grænlensku tilraunabörnunum svokölluðu farið fram á bætur frá danska ríkinu vegna vistaskiptanna. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
11/27/202140 minutes
Episode Artwork

86 | Þingmaður sem öllu ræður, ráðist á fótboltakonu, konur í myndlist

Hver hefur raunverulega völdin í Hvíta húsinu í Bandaríkjunum? Þó að Joe Biden sé forseti hefur einn af flokksbræðrum hans í öldungadeildinni, Joe Manchin, verið ötull við að nýta sér þann nauma meirihluta sem Demókratar hafa þar til að knýja fram ýmsar breytingar á málum sem forsetinn hefur lagt fyrir þingið - og jafnvel stoppa þau. Eitt af þeim eru miklar umbætur í loftslagsmálum sem núna virðast stranda á Manchin og gefið hefur verið í skyna að skýringanna sé að leita í hagsmunum hans sjálfs. Hallgrímur Indriðason fjallar um málið. Ein besta knattspyrnukona Frakklands varð fyrir fólskulegri líkamsárás á dögunum. Fljótlega beindist grunur að liðsfélaga hennar bæði í landsliði og félagsliði, og gerðu fjölmargir evrópskir fjölmiðlar að því skóna að afbryðissemi og óhófleg metnaðargirnd væru ástæður árásarinnar og báru málið saman við það þegar fyrrum eiginmaður listskautadansarans Tonyu Harding slasaði keppinaut hennar, Nancy Kerrrigan um miðbik tíunda áratugs síðustu aldar, með þeim afleiðingum að Harrigan varð að draga sig úr keppni á bandaríska meistaramótinu. En þetta forvitnilega mál er víst ekki alveg svo einfalt, eins og Guðmundur Björn Þorbjörnsson komst að. Sjálfsportrett eftir mexíkósku listakonuna Fridu Kahlo seldist fyrir metfré á uppboði í Bandaríkjunum á dögunum. Kahlo var einn þekktasti málari síðastliðinnar aldar, en önnur eldri málverk eftir konur seljast nú mun betur og fyrir talsvert hærra verð en nokkru sinni áður. Þessa breytingu má merkja í flestum uppboðshúsum heims. Enn munar þó miklu sé verðmiðinn borinn saman við listaverk eftir karla. Sama þróun er að verða þegar hlutur kvenna í fastasýningum á stórum söfnum er annars vegar. Árið 1997 voru verk kvenna að meðaltali 1% af fastasýningum á stórum alþjóðlegum söfnum. Árið 2020 var hlutfallið 25%. Birta Björnsdóttir fjallar um málið og ræðir meðal annars við Ólöfu Kristínu Sigurðardóttur, forstöðumann Listasafns Reykjavíkur. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
11/20/20210
Episode Artwork

86 | Þingmaður sem öllu ræður, ráðist á fótboltakonu, konur í myndlist

short_text=None long_text='Hver hefur raunverulega völdin í Hvíta húsinu í Bandaríkjunum? Þó að Joe Biden sé forseti hefur einn af flokksbræðrum hans í öldungadeildinni, Joe Manchin, verið ötull við að nýta sér þann nauma meirihluta sem Demókratar hafa þar til að knýja fram ýmsar breytingar á málum sem forsetinn hefur lagt fyrir þingið - og jafnvel stoppa þau. Eitt af þeim eru miklar umbætur í loftslagsmálum sem núna virðast stranda á Manchin og gefið hefur verið í skyna að skýringanna sé að leita í hagsmunum hans sjálfs. Hallgrímur Indriðason fjallar um málið. \n\nEin besta knattspyrnukona Frakklands varð fyrir fólskulegri líkamsárás á dögunum. Fljótlega beindist grunur að liðsfélaga hennar bæði í landsliði og félagsliði, og gerðu fjölmargir evrópskir fjölmiðlar að því skóna að afbryðissemi og óhófleg metnaðargirnd væru ástæður árásarinnar og báru málið saman við það þegar fyrrum eiginmaður listskautadansarans Tonyu Harding slasaði keppinaut hennar, Nancy Kerrrigan um miðbik tíunda áratugs síðustu aldar, með þeim afleiðingum að Harrigan varð að draga sig úr keppni á bandaríska meistaramótinu. En þetta forvitnilega mál er víst ekki alveg svo einfalt, eins og Guðmundur Björn Þorbjörnsson komst að. \n\nSjálfsportrett eftir mexíkósku listakonuna Fridu Kahlo seldist fyrir metfré á uppboði í Bandaríkjunum á dögunum. Kahlo var einn þekktasti málari síðastliðinnar aldar, en önnur eldri málverk eftir konur seljast nú mun betur og fyrir talsvert hærra verð en nokkru sinni áður. Þessa breytingu má merkja í flestum uppboðshúsum heims. Enn munar þó miklu sé verðmiðinn borinn saman við listaverk eftir karla. Sama þróun er að verða þegar hlutur kvenna í fastasýningum á stórum söfnum er annars vegar. Árið 1997 voru verk kvenna að meðaltali 1% af fastasýningum á stórum alþjóðlegum söfnum. Árið 2020 var hlutfallið 25%. Birta Björnsdóttir fjallar um málið og ræðir meðal annars við Ólöfu Kristínu Sigurðardóttur, forstöðumann Listasafns Reykjavíkur. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
11/20/202140 minutes
Episode Artwork

85 | Göngutúr í Addis Ababa og sár í norrænu samstarfi

Þann 3. nóvember í fyrra brutust út átök á milli stjórnarhersins í Eþíópíu og frelsishers Tigray, TPLF, í Tigray héraði. Átökin hafa því staðið í heilt ár. Þúsundir hafa látið lífið í átökum síðastliðin árs og yfir tvær milljónir hrakist fráa heimilum sínum, hluti íbúa landsins glímir nú við mikla hungursneyð. Á þessu ári sem hefur liðið frá því átökin hófust hafa fregnir borist af hræðilegum mannréttindabrotum, fjöldamorðum og hópnauðgunum. Nú eru það uppreisnarmennirnir sem virðast hafa yfirhöndina. Síðustu vikur færst harkalega í aukanna. Við bregðum okkur í göngutúr í Addis Ababa með Geir Konráð Theodórssyni, sem þar býr ásamt unnustu sinni og ræðum sömuleiðis við Bjarna Gíslason, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar og Helen Maríu Ólafsdóttur hjá þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu, um þessu miklu átök og framtíð Eþíópíu. Norrænt samstarf hefur löngum verið talið til fyrirmyndar í samvinnu sjálfstæðra og fullvalda ríkja. Í meginatriðum gengur það út á að borgarar ríkjanna fimm njóti sama réttar í öllum löndunum og heimamenn, vinnumarkaðurinn hefur verið sameiginlegur í meira en sextíu ár, fólk getur ferðast á milli án þess að sýna vegabréf og sótt skóla. Á nýafstöðnu Norðurlandaráðsþingi urðu fulltrúar Norðurlandanna sammála um að vilja græða sár og leysa deilur og illindi sem upp komu í kórónuveirufaraldrinun þegar þjóðirnar skelltu í lás og lokuðu landamærum án samráðs við grannþjóðirnar. Vonir standa til þess að þeirri öfugþróun sem hefur verið í norrænu samstarfi á undanförnum árum hafi verið snúið við á þingi Norðurlandaráðs. Bogi Ágústsson flytur okkur þennan pistil. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
11/13/20210
Episode Artwork

85 | Göngutúr í Addis Ababa og sár í norrænu samstarfi

short_text=None long_text='Þann 3. nóvember í fyrra brutust út átök á milli stjórnarhersins í Eþíópíu og frelsishers Tigray, TPLF, í Tigray héraði. Átökin hafa því staðið í heilt ár. Þúsundir hafa látið lífið í átökum síðastliðin árs og yfir tvær milljónir hrakist fráa heimilum sínum, hluti íbúa landsins glímir nú við mikla hungursneyð. Á þessu ári sem hefur liðið frá því átökin hófust hafa fregnir borist af hræðilegum mannréttindabrotum, fjöldamorðum og hópnauðgunum. Nú eru það uppreisnarmennirnir sem virðast hafa yfirhöndina. Síðustu vikur færst harkalega í aukanna. Við bregðum okkur í göngutúr í Addis Ababa með Geir Konráð Theodórssyni, sem þar býr ásamt unnustu sinni og ræðum sömuleiðis við Bjarna Gíslason, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar og Helen Maríu Ólafsdóttur hjá þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu, um þessu miklu átök og framtíð Eþíópíu.\n\nNorrænt samstarf hefur löngum verið talið til fyrirmyndar í samvinnu sjálfstæðra og fullvalda ríkja. Í meginatriðum gengur það út á að borgarar ríkjanna fimm njóti sama réttar í öllum löndunum og heimamenn, vinnumarkaðurinn hefur verið sameiginlegur í meira en sextíu ár, fólk getur ferðast á milli án þess að sýna vegabréf og sótt skóla. Á nýafstöðnu Norðurlandaráðsþingi urðu fulltrúar Norðurlandanna sammála um að vilja græða sár og leysa deilur og illindi sem upp komu í kórónuveirufaraldrinun þegar þjóðirnar skelltu í lás og lokuðu landamærum án samráðs við grannþjóðirnar. Vonir standa til þess að þeirri öfugþróun sem hefur verið í norrænu samstarfi á undanförnum árum hafi verið snúið við á þingi Norðurlandaráðs. Bogi Ágústsson flytur okkur þennan pistil.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
11/13/202135 minutes
Episode Artwork

84 | Assange, Kína og American Pie

Við hefjum Heimskviður á umfjöllun um réttarhöldin yfir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en þau héldu áfram í síðustu viku á millidómstigi í Bretlandi. Bandarísk stjórnvöld freista þess að fá Assange framseldan. Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, blaðamaður, var viðstaddur réttarhöldin. Frá Bretlandi höldum við til Bandaríkjanna. Lagið American Pie eftir Don McLean, varð 50 ára á dögunum. Lagið er langt, telur meira en 8 mínútur. Textinn við lagið hefur valdið vangaveltum margra í áratugi. Höfundurinn hefur á móti verið spar á ítarlegar útskýringar á við hvað og hverja er átt í textanum. Höfundurinn, Don McLean, elskar lagið sitt samt jafn heitt og hann gerði þegar hann samdi það fyrir hálfri öld og ætlar í tónleikaferðalag á næsta ári til að fagna tímamótunum. Stórveldin Kína og Bandaríkin hafa lengi eldað grátt silfur saman. Ríkin búa nú yfir tveimur stærstu hagkerfum heims, og vilja bæði vera aðal. Sjórnarfar í löndunum tveimur byggir á afar ólíkri hugmyndafræði og bandaríski stjórnmálafræðingurinn John Mearsheimer er einn þeirra sem telur að nýtt kalt stríð sé í raun skollið á milli ríkjanna tveggja og að það sé hatramara en hið fyrra kalda stríð sem við þekkjum svo vel. Gunnar Hrafn Jónsson kynnti sér kenningar Mearsheimers og stöðuna í þessu nýja kalda stríði. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
11/6/20210
Episode Artwork

84 | Assange, Kína og American Pie

short_text=None long_text='Við hefjum Heimskviður á umfjöllun um réttarhöldin yfir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en þau héldu áfram í síðustu viku á millidómstigi í Bretlandi. Bandarísk stjórnvöld freista þess að fá Assange framseldan. Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, blaðamaður, var viðstaddur réttarhöldin.\n\nFrá Bretlandi höldum við til Bandaríkjanna. Lagið American Pie eftir Don McLean, varð 50 ára á dögunum. Lagið er langt, telur meira en 8 mínútur. Textinn við lagið hefur valdið vangaveltum margra í áratugi. Höfundurinn hefur á móti verið spar á ítarlegar útskýringar á við hvað og hverja er átt í textanum. Höfundurinn, Don McLean, elskar lagið sitt samt jafn heitt og hann gerði þegar hann samdi það fyrir hálfri öld og ætlar í tónleikaferðalag á næsta ári til að fagna tímamótunum.\n\nStórveldin Kína og Bandaríkin hafa lengi eldað grátt silfur saman. Ríkin búa nú yfir tveimur stærstu hagkerfum heims, og vilja bæði vera aðal. Sjórnarfar í löndunum tveimur byggir á afar ólíkri hugmyndafræði og bandaríski stjórnmálafræðingurinn John Mearsheimer er einn þeirra sem telur að nýtt kalt stríð sé í raun skollið á milli ríkjanna tveggja og að það sé hatramara en hið fyrra kalda stríð sem við þekkjum svo vel. Gunnar Hrafn Jónsson kynnti sér kenningar Mearsheimers og stöðuna í þessu nýja kalda stríði.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
11/6/202143 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

83 | Sviptingar í Súdan, Gop26 og útför Elísabetar Englandsdrottningar

Súdanski herinn tók völdin í þessu stríshjráða Afríkuríku á sunndag, og tóku nokkra stjórnarliða höndum, þar á meðal forsætisráðherran Abdalla Hamdok, sem nú hefur verið sleppt. Stjórnskipanin í Súdan er nokkuð ólík því sem við eigum að venjast, en þar hafa herinn og fulltrúar almennra borgara deilt völdum síðastliðin tvö ár - og áttu að gera það fram að kosningum á næsta ári. Nú er allt önnur staða komin upp og hún breytist hratt. Guðmundur Björn rýndi í sögu Súdan og leit í baksýnisspegilinn, hvað olli því að herinn tók völdin á mándudag? Allra augu beinast að Glasgow í Skotlandi frá og með sunnudegi. Þar verður haldin 26. loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna. Þangað mæta þjóðarleiðtogar með ekkert sérstaklega jákvæðar fréttir í farangrinum. Miðað við nýja skýrslu Umhverfismálasjóðs SÞ eru þjóðir heims hvergi nálægt því að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Við ræðum við Halldór Þorgeirsson, formann Loftslagsráðs, um hvaða væntingar sé raunhæft að hafa til ráðstefnunnar í Glasgow. Politico birti á dögunum í fyrsta sinn opinberlega ítarlega dagskrána sem þegar liggur fyrir og tekur gildi þegar Elísabet Engandsdrottning fellur frá. Við fjöllum um dagskrána í þeirri fullvissu að langt sé enn í það að nýtast þurfi við þessi áform. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
10/30/20210
Episode Artwork

83 | Sviptingar í Súdan, Gop26 og útför Elísabetar Englandsdrottningar

short_text=None long_text='Súdanski herinn tók völdin í þessu stríshjráða Afríkuríku á sunndag, og tóku nokkra stjórnarliða höndum, þar á meðal forsætisráðherran Abdalla Hamdok, sem nú hefur verið sleppt. Stjórnskipanin í Súdan er nokkuð ólík því sem við eigum að venjast, en þar hafa herinn og fulltrúar almennra borgara deilt völdum síðastliðin tvö ár - og áttu að gera það fram að kosningum á næsta ári. Nú er allt önnur staða komin upp og hún breytist hratt. Guðmundur Björn rýndi í sögu Súdan og leit í baksýnisspegilinn, hvað olli því að herinn tók völdin á mándudag? \nAllra augu beinast að Glasgow í Skotlandi frá og með sunnudegi. Þar verður haldin 26. loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna. Þangað mæta þjóðarleiðtogar með ekkert sérstaklega jákvæðar fréttir í farangrinum. Miðað við nýja skýrslu Umhverfismálasjóðs SÞ eru þjóðir heims hvergi nálægt því að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Við ræðum við Halldór Þorgeirsson, formann Loftslagsráðs, um hvaða væntingar sé raunhæft að hafa til ráðstefnunnar í Glasgow. \nPolitico birti á dögunum í fyrsta sinn opinberlega ítarlega dagskrána sem þegar liggur fyrir og tekur gildi þegar Elísabet Engandsdrottning fellur frá. Við fjöllum um dagskrána í þeirri fullvissu að langt sé enn í það að nýtast þurfi við þessi áform. \nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
10/30/202140 minutes
Episode Artwork

82 | Drónaárásir Bandaríkjahers og arfleið Colins Powell

Stríðið gegn hryðjuverkum sem George W. Bush lýsti yfir í kjölfar hryðjuverkaárásanna þann 11. september 2001 hefur gengið forseta á milli alla tíð síðan. Drónahernaður hefur gegnt lykilhlutverki í því stríði. Hundruð almennra borgara hafa verið drepin í drónaárásum Bandaríkjahers, árásum sem herinn hefur oft reynt að afneita þar til rannsóknarblaðamenn hafa leitt sannleikann í ljós. Ólöf Ragnarsdóttir fjallar um málið í Heimskviðum í dag. Colin Powell, fyrrum utanríkisráðherra lést af völdum Covid-19 í síðustu viku, 84 ára að aldri. Powell var utanríkissráðherra í síðari ríkisstjórn George W. Bush og var fyrsti svarti bandaríkjamaðurinn til að gegna embætti utanríkisráðherra. En fer sagan mildum höndum um arfleið Powells, sem var við völd þegar Bandaríkin réðust inn í Írak? Guðmundur Björn leitast við að svara þeirri spurningu. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
10/23/20210
Episode Artwork

82 | Drónaárásir Bandaríkjahers og arfleið Colins Powell

short_text=None long_text='Stríðið gegn hryðjuverkum sem George W. Bush lýsti yfir í kjölfar hryðjuverkaárásanna þann 11. september 2001 hefur gengið forseta á milli alla tíð síðan. Drónahernaður hefur gegnt lykilhlutverki í því stríði. Hundruð almennra borgara hafa verið drepin í drónaárásum Bandaríkjahers, árásum sem herinn hefur oft reynt að afneita þar til rannsóknarblaðamenn hafa leitt sannleikann í ljós. Ólöf Ragnarsdóttir fjallar um málið í Heimskviðum í dag. \n\nColin Powell, fyrrum utanríkisráðherra lést af völdum Covid-19 í síðustu viku, 84 ára að aldri. Powell var utanríkissráðherra í síðari ríkisstjórn George W. Bush og var fyrsti svarti bandaríkjamaðurinn til að gegna embætti utanríkisráðherra. En fer sagan mildum höndum um arfleið Powells, sem var við völd þegar Bandaríkin réðust inn í Írak? Guðmundur Björn leitast við að svara þeirri spurningu. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
10/23/202140 minutes
Episode Artwork

81 | Christina Lamb og vafasöm kaup Sáda á Newcastle United

Þrátt fyrir að kynferðisofbeldi sé beitt í nær öllum hernaðarátökum hafa sárafáir dómar fallið fyrir slíka glæpi. Christina Lamb, yfirmaður erlendra frétta hjá The Sunday Times, hefur ferðast um allan heim og heyrt frásagnir þessara kvenna. Hún segir að lítið sem ekkert breytist í þessum efnum fyrr en stjórnvöld um allan heim láti sig málið varða, hingað til virðist þó alltaf eitthvað annað þykja mikilvægara. Við viljum taka það fram að í umfjölluninni hér á eftir að fjallað um kynferðisofbeldi og nauðganir, frásagnirnar geta verið erfiðar áheyrnar. Í síðari pistli Heimskviða fjöllum við um kaup fjárfestingasjóðsins PIF á enska úrvalsdeildarliðnu Newcastle United. Sjóðurinn er einn sá stærsti í heimi og með kaupunum er Newcastle orðið langríkasta knattspyrnufélag veraldar. Stjórnarformaður PIF er Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og einn valdamesti maður heims. Hann er ríkisarfi strangasta og siðvandasta ríki heims. Kaupin á Newcastle verða seint talin stafa af áhuga krónprinsins á enskum fóbolta, því eins og aðdragandi þessara kaupa sýnir okkur, er þetta hápólitískt mál; mál sem staðfestir að það eru peningar sem stjórna heiminum; og peningar - ef þú vissir það ekki - eru víst verðmæti en bæði mannréttindi og mannslíf. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
10/16/20210
Episode Artwork

81 | Christina Lamb og vafasöm kaup Sáda á Newcastle United

short_text=None long_text='Þrátt fyrir að kynferðisofbeldi sé beitt í nær öllum hernaðarátökum hafa sárafáir dómar fallið fyrir slíka glæpi. Christina Lamb, yfirmaður erlendra frétta hjá The Sunday Times, hefur ferðast um allan heim og heyrt frásagnir þessara kvenna. Hún segir að lítið sem ekkert breytist í þessum efnum fyrr en stjórnvöld um allan heim láti sig málið varða, hingað til virðist þó alltaf eitthvað annað þykja mikilvægara. Við viljum taka það fram að í umfjölluninni hér á eftir að fjallað um kynferðisofbeldi og nauðganir, frásagnirnar geta verið erfiðar áheyrnar.\n\nÍ síðari pistli Heimskviða fjöllum við um kaup fjárfestingasjóðsins PIF á enska úrvalsdeildarliðnu Newcastle United. Sjóðurinn er einn sá stærsti í heimi og með kaupunum er Newcastle orðið langríkasta knattspyrnufélag veraldar. Stjórnarformaður PIF er Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og einn valdamesti maður heims. Hann er ríkisarfi strangasta og siðvandasta ríki heims. Kaupin á Newcastle verða seint talin stafa af áhuga krónprinsins á enskum fóbolta, því eins og aðdragandi þessara kaupa sýnir okkur, er þetta hápólitískt mál; mál sem staðfestir að það eru peningar sem stjórna heiminum; og peningar - ef þú vissir það ekki - eru víst verðmæti en bæði mannréttindi og mannslíf. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
10/16/202140 minutes
Episode Artwork

80 | Rodrigo Duterte og blóðsýni Elizabeth Holmes

Í þessum þætti er fjallað um komandi baráttu um forsetastólinn á Filippseyjum og manninn sem ætlar að láta af embættinu eftir sex ára skrautlega valdatíð. Rodrigo Roa Duterte fæddist í mars árið 1945 í borginni Maasin á eyjunni Suður-Leite, einni af þeirri ríflega sjö þúsund og sex hundruð eyjum sem teljast til Filippseyja. Hann hefur verið forseti landsins í fimm ár af þeim sex sem kjörtímabil í landinu telja. Dauðasveitirnar, DDS, eða Davao Death Squat, sem Duterte kom á laggirnar í landinu áttu upphaflega berjast gegn skæruliðasamtökum kommúnista í Davao-héraði, en með tíð og tíma, og með blessun Dutertes, fór athyglin að beinast að þeim sem hann taldi óæskileg, smákrimmar, fíkniefnasalar og götubörn.. Það átti að hreinsa upp Davao, og samkvæmt rannsókn Amnesty International tóku dauðasveitirnar í Davao yfir 300 manns af lífi á árunum 1998 til 2005. Á árunum 2005 til 2008 jukust þessar aftökur svo til muna, en yfir 700 voru myrt af dauðasveitunum þar í borg á þessum þremur árum. Þá hafa ýmis ummæli Dutertes vakið heimsathylgi og litla hrifningu, hann hefur meðal annars líkt sjálfum sér við Adolf Hitler. En nú segist Duterte ætla að láta af embætti, ein þeirra sem orðuð er við forsetaembættið er dóttir hans, Sara Duterte-Carpio. Svo gæti farið að mótframbjóðandi hennar væri maður að nafni Ferdinand Marcos yngri, faðir hans, Ferdinand Marcos eldri fór með völdin á Filippseyjum í um tuttugu ár áður en honum var steypt af stóli árið 1986 eftir stjórnartíð sem einkenndist af grimmd og spillingu. Fyrir um sex árum var bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elizabeth Holmes ein skærasta stjarnan meðal framafólks Kísildalsins. Fyrirtæki hennar, Theranos, var í þann mund að gjörbylta læknavísindum með nýrri tækni til að greina sjúkdóma með blóðsýni. Aðeins þyrfti lítinn blóðdropa úr fingri og lítið tæki til þess að greina allt frá kólestrólmagni til krabbameins á örskotsstundu og það heima í stofu. Margir af helstu og ríkustu fjárfestum Bandaríkjanna höfðu galopnað veski sín og lagt fram fleiri hundruð milljónir dollara í starfsemi Theranos en virði fyrirtækisins var á tímabili rúmlega 9 milljarða dollara virði. Bak við tjöldin var þó allt önnur saga. Tæknibylting Theranos reyndist vera svikamylla og nú sex árum frá hátindi sínum situr Elizabeth Holmes í réttarsal og á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm fyrir fjársvik. En hvernig gat blekking Holmes gengið svona langt og hvers er að vænta úr réttarhöldunum? Jóhannes Ólafsson fjallar um málið. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um h
10/9/20210
Episode Artwork

80 | Rodrigo Duterte og blóðsýni Elizabeth Holmes

short_text=None long_text='Í þessum þætti er fjallað um komandi baráttu um forsetastólinn á Filippseyjum og manninn sem ætlar að láta af embættinu eftir sex ára skrautlega valdatíð. Rodrigo Roa Duterte fæddist í mars árið 1945 í borginni Maasin á eyjunni Suður-Leite, einni af þeirri ríflega sjö þúsund og sex hundruð eyjum sem teljast til Filippseyja. Hann hefur verið forseti landsins í fimm ár af þeim sex sem kjörtímabil í landinu telja. \nDauðasveitirnar, DDS, eða Davao Death Squat, sem Duterte kom á laggirnar í landinu áttu upphaflega berjast gegn skæruliðasamtökum kommúnista í Davao-héraði, en með tíð og tíma, og með blessun Dutertes, fór athyglin að beinast að þeim sem hann taldi óæskileg, smákrimmar, fíkniefnasalar og götubörn.. Það átti að hreinsa upp Davao, og samkvæmt rannsókn Amnesty International tóku dauðasveitirnar í Davao yfir 300 manns af lífi á árunum 1998 til 2005. Á árunum 2005 til 2008 jukust þessar aftökur svo til muna, en yfir 700 voru myrt af dauðasveitunum þar í borg á þessum þremur árum. Þá hafa ýmis ummæli Dutertes vakið heimsathylgi og litla hrifningu, hann hefur meðal annars líkt sjálfum sér við Adolf Hitler. En nú segist Duterte ætla að láta af embætti, ein þeirra sem orðuð er við forsetaembættið er dóttir hans, Sara Duterte-Carpio. Svo gæti farið að mótframbjóðandi hennar væri maður að nafni Ferdinand Marcos yngri, faðir hans, Ferdinand Marcos eldri fór með völdin á Filippseyjum í um tuttugu ár áður en honum var steypt af stóli árið 1986 eftir stjórnartíð sem einkenndist af grimmd og spillingu. \n\nFyrir um sex árum var bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elizabeth Holmes ein skærasta stjarnan meðal framafólks Kísildalsins. Fyrirtæki hennar, Theranos, var í þann mund að gjörbylta læknavísindum með nýrri tækni til að greina sjúkdóma með blóðsýni. Aðeins þyrfti lítinn blóðdropa úr fingri og lítið tæki til þess að greina allt frá kólestrólmagni til krabbameins á örskotsstundu og það heima í stofu. Margir af helstu og ríkustu fjárfestum Bandaríkjanna höfðu galopnað veski sín og lagt fram fleiri hundruð milljónir dollara í starfsemi Theranos en virði fyrirtækisins var á tímabili rúmlega 9 milljarða dollara virði. Bak við tjöldin var þó allt önnur saga. Tæknibylting Theranos reyndist vera svikamylla og nú sex árum frá hátindi sínum situr Elizabeth Holmes í réttarsal og á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm fyrir fjársvik. En hvernig gat blekking Holmes gengið svona langt og hvers er að vænta úr réttarhöldunum? Jóhannes Ólafsson fjallar um málið. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um h' language='is' valid_from=None
10/9/202143 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

79 | Kúbverjar vilja breytingar og er hetjan frá Rúanda skúrkur?

Í upphafsþætti haustsins höldum við Kúbu og Rúanda. Þann ellefta júlí síðastliðinn braust út röð mótmæla á eyjunni Kúbu, en þar eru mótmæli almennings gegn stjórnvöldum fátið. Frá árinu 1959 hafa kommúnistar verið við völd á Kúbu og hvers kyns andóf gegn stjórnvöldum kyrfilega barið niður. Kúba er eins og tímavél, fátt hefur breyst eftir að þeir Fidel Castro og Che Geuvara komstu valda eftir byltinguna á sjötta áratugnum og tíminn virðist standa í stað. En tímarnir breytast nú samt og mennirnir með. Með tilkomu internetsins og snjalltækni er Kúba að breytast og svo virðist sem langþreyttur almenningur þori loks að bjóða stjórnvöldum byrginn. Guðmundu Björn ræðir við Alberto Borges Moreno, Kúbverja sem man tímanna tvenna. Þá fjöllum við um Paul Rusesabagina. Hetjuleg framganga hans á hörmungartímum þjóðar hans, Rúanda, varð hráefni í Hollywood-myndina Hotel Rwanda. Hann var á mánudaginn var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir hryðjuverkastarfsemi. Sjálfur segist hann fórnarlamb pólitískra ofsókna, aðrir segja hann sannarlega bara ábyrgð á árásum vopnaðra andspyrnuhrefinga sem hafa kostað níu mannslíf. Birta fjallar um þessi forvitnilegu réttarhöld. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
10/2/20210
Episode Artwork

79 | Kúbverjar vilja breytingar og er hetjan frá Rúanda skúrkur?

short_text=None long_text='Í upphafsþætti haustsins höldum við Kúbu og Rúanda.\n\nÞann ellefta júlí síðastliðinn braust út röð mótmæla á eyjunni Kúbu, en þar eru mótmæli almennings gegn stjórnvöldum fátið. Frá árinu 1959 hafa kommúnistar verið við völd á Kúbu og hvers kyns andóf gegn stjórnvöldum kyrfilega barið niður. Kúba er eins og tímavél, fátt hefur breyst eftir að þeir Fidel Castro og Che Geuvara komstu valda eftir byltinguna á sjötta áratugnum og tíminn virðist standa í stað. En tímarnir breytast nú samt og mennirnir með. Með tilkomu internetsins og snjalltækni er Kúba að breytast og svo virðist sem langþreyttur almenningur þori loks að bjóða stjórnvöldum byrginn. Guðmundu Björn ræðir við Alberto Borges Moreno, Kúbverja sem man tímanna tvenna.\n\nÞá fjöllum við um Paul Rusesabagina. Hetjuleg framganga hans á hörmungartímum þjóðar hans, Rúanda, varð hráefni í Hollywood-myndina Hotel Rwanda. Hann var á mánudaginn var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir hryðjuverkastarfsemi. Sjálfur segist hann fórnarlamb pólitískra ofsókna, aðrir segja hann sannarlega bara ábyrgð á árásum vopnaðra andspyrnuhrefinga sem hafa kostað níu mannslíf. Birta fjallar um þessi forvitnilegu réttarhöld.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
10/2/202140 minutes
Episode Artwork

78 | G7, Rússland, Bandaríkin og litið um öxl

Í lokaþætti þessa misseris af Heimskviðum förum við um víðan völl. Í fyrri hluta þáttarins tekur Bogi Ágústsson til máls. Joe Biden Bandaríkjaforseti fór í vikunni í fyrstu utanlandsferð sína frá því að hann tók við embætti í janúar. Hann situr fund leiðtoga G7-ríkjanna á Englandi um helgina. G7-ríkin eru stærstu efnahagsveldi heims í hinum svokallaða vestræna heimi, Rússum var hent út úr þessum félagsskap eftir innrás og innlimun Krímskaga 2014. Ríkin sem eiga aðild að þessum óformlega klúbbi ráða um sextíu af hundraði heimsframleiðslu. Bogi ræðir við Bjarna Braga Kjartansson, alþjóðastjórnmálafræðing. Í síðari hluta þáttarins líta Birta og Guðmundur um öxl og fara yfir nokkur af helstu fréttamálum ársins. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
6/12/20210
Episode Artwork

78 | G7, Rússland, Bandaríkin og litið um öxl

short_text=None long_text='Í lokaþætti þessa misseris af Heimskviðum förum við um víðan völl. Í fyrri hluta þáttarins tekur Bogi Ágústsson til máls. Joe Biden Bandaríkjaforseti fór í vikunni í fyrstu utanlandsferð sína frá því að hann tók við embætti í janúar. Hann situr fund leiðtoga G7-ríkjanna á Englandi um helgina. G7-ríkin eru stærstu efnahagsveldi heims í hinum svokallaða vestræna heimi, Rússum var hent út úr þessum félagsskap eftir innrás og innlimun Krímskaga 2014. Ríkin sem eiga aðild að þessum óformlega klúbbi ráða um sextíu af hundraði heimsframleiðslu. Bogi ræðir við Bjarna Braga Kjartansson, alþjóðastjórnmálafræðing. \n\nÍ síðari hluta þáttarins líta Birta og Guðmundur um öxl og fara yfir nokkur af helstu fréttamálum ársins.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
6/12/202130 minutes
Episode Artwork

77 | Eitthvað er rotið í Danaveldi og endalok Netanyahus

Í Heimskviðum vikunnar höldum við til Danmerkur og Ísraels. Það eru ekki bara minnkar sem rotna í Danaveldi, ó nei; það er fleira rotið í Danaveldi. Á sunnudagskvöld fyrir viku greindi danska ríkisútvarpið frá því að leyniþjónusta danska hersins, Forsvartes Efterretningstjeneste eða FE, hefði aðstoðað þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, við njósnir á háttsettum stjórnmála- og embættismönnum í Frakklandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi; þar á meðal njósnir á Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og Emannuel Macron, Frakklandsforseta. Borgþór Arngrímsson, fyrrum fréttaritari RÚV í Danmörku, ræðir um þetta forvitnilega mál. Átta stjórnmálaflokkar í Ísrael undirrituðu í vikunni stjórnarmyndunarsamkomulag. Í næstu viku greiðir ísraelska þingið svo atkvæði um hvort þessi átta flokka stjórn verið nýja ríkisstjórnin í Ísrael. Flokkarnir átta skilgreina sig mjög víða á hinu pólitíska litrófi, og virðast fljótt á litið eiga fátt sameiginlegt. Eitt hafa þau þó komið sér saman um, það sem er í raun drifkrafturinn í þessu nýja stjórnarsamstarfi er að halda Benjamin Netanyahu frá völdum. En af hverju liggur þeim svona á að losna við manninn sem hefur verið forsætisráðherra landsins í tólf ár? Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
6/5/20210
Episode Artwork

77 | Eitthvað er rotið í Danaveldi og endalok Netanyahus

short_text=None long_text='Í Heimskviðum vikunnar höldum við til Danmerkur og Ísraels.\n\nÞað eru ekki bara minnkar sem rotna í Danaveldi, ó nei; það er fleira rotið í Danaveldi. Á sunnudagskvöld fyrir viku greindi danska ríkisútvarpið frá því að leyniþjónusta danska hersins, Forsvartes Efterretningstjeneste eða FE, hefði aðstoðað þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, við njósnir á háttsettum stjórnmála- og embættismönnum í Frakklandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi; þar á meðal njósnir á Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og Emannuel Macron, Frakklandsforseta. Borgþór Arngrímsson, fyrrum fréttaritari RÚV í Danmörku, ræðir um þetta forvitnilega mál. \n\nÁtta stjórnmálaflokkar í Ísrael undirrituðu í vikunni stjórnarmyndunarsamkomulag. Í næstu viku greiðir ísraelska þingið svo atkvæði um hvort þessi átta flokka stjórn verið nýja ríkisstjórnin í Ísrael. Flokkarnir átta skilgreina sig mjög víða á hinu pólitíska litrófi, og virðast fljótt á litið eiga fátt sameiginlegt. Eitt hafa þau þó komið sér saman um, það sem er í raun drifkrafturinn í þessu nýja stjórnarsamstarfi er að halda Benjamin Netanyahu frá völdum. En af hverju liggur þeim svona á að losna við manninn sem hefur verið forsætisráðherra landsins í tólf ár?\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
6/5/202130 minutes
Episode Artwork

76 | Framtíð Afganistan og lífseig metsölubók

Í fyrri hluta Heimskviða verður rætt við Brynju Huld Óskarsdóttur, öryggis- og varnarmálafræðing um framtíð Afganistan, en í september næstkomandi verður herlið Bandaríkjanna og NATÓ að fullu horfið frá þessu stríðshrjáða landi, eftir 20 ára viðveru. Margir Afganar óttast að Talíbanir eflist við brotthvarf herliðsins eru þegar farin að flýja land. Ein af mest seldu skáldsögunum í Bretlandi í síðustu viku er bók sem var skrifuð árið 1938. Höfundur bókarinnar lést aðeins 27 ára gamall og bókin hans féll í gleymskunnar dá. Minni frænku höfundarins og fundvísi þýsks bókaútgefanda urðu svo til þess að bókin hefur nú verið gefin út á yfir 20 tungumálum og hefur fengið mjög góða dóma, 83 árum eftir að hún var skrifuð. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
5/29/20210
Episode Artwork

76 | Framtíð Afganistan og lífseig metsölubók

short_text=None long_text='Í fyrri hluta Heimskviða verður rætt við Brynju Huld Óskarsdóttur, öryggis- og varnarmálafræðing um framtíð Afganistan, en í september næstkomandi verður herlið Bandaríkjanna og NATÓ að fullu horfið frá þessu stríðshrjáða landi, eftir 20 ára viðveru. Margir Afganar óttast að Talíbanir eflist við brotthvarf herliðsins eru þegar farin að flýja land.\n\nEin af mest seldu skáldsögunum í Bretlandi í síðustu viku er bók sem var skrifuð árið 1938. Höfundur bókarinnar lést aðeins 27 ára gamall og bókin hans féll í gleymskunnar dá. Minni frænku höfundarins og fundvísi þýsks bókaútgefanda urðu svo til þess að bókin hefur nú verið gefin út á yfir 20 tungumálum og hefur fengið mjög góða dóma, 83 árum eftir að hún var skrifuð. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
5/29/202130 minutes
Episode Artwork

75 | Blinken, Jón Ormur og vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafs

Heimskviður vikunnar eru undirlagðar af fréttum frá Ísrael og Palestínu, en samningar um vopnahlé náðust í vikunni eftir 10 daga af hörðum átökum. Birta ræðir við Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um hvernig Bandaríkin hyggjast beita sér fyrir friði við botn Miðjararhafs. Í síðari hluta þáttarins ræðir Guðmundur Björn við Jón Orm Halldórsson, stjórnmálafræðing og sérfræðingum málefni Mið-austurlanda, um hið stóra alþjóðlega pólitíska samhengi í kringum þessa flóknu og langvinnu deilu. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
5/22/20210
Episode Artwork

75 | Blinken, Jón Ormur og vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafs

short_text=None long_text='Heimskviður vikunnar eru undirlagðar af fréttum frá Ísrael og Palestínu, en samningar um vopnahlé náðust í vikunni eftir 10 daga af hörðum átökum. Birta ræðir við Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um hvernig Bandaríkin hyggjast beita sér fyrir friði við botn Miðjararhafs. Í síðari hluta þáttarins ræðir Guðmundur Björn við Jón Orm Halldórsson, stjórnmálafræðing og sérfræðingum málefni Mið-austurlanda, um hið stóra alþjóðlega pólitíska samhengi í kringum þessa flóknu og langvinnu deilu.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
5/22/202130 minutes
Episode Artwork

Sagan endalausa í Palestínu og Ísrael, og pólitískar hliðar Eurovision

Það liggur mis beint við hvað við veljum til umfjöllunar í þessum vikulega þætti. En í þessari viku var valið ekki mjög erfitt, eftir stöðugar fréttir frá Palstínu og Ísrael þar sem staðan er síst að batna vildum við beina kastljósinu þangað. Og þá erum við svo heppin að vinna með konu sem er sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda. Hún er góðkunningi þáttarins svo ekki sé meira sagt, og heitir Ólöf Ragnarsdóttir. Ólöf fjallar um harkaleg átök Ísraela og Palestínumanna og ræðir meðal annars við Magnús Þorkel Bernhaðrsson, prófessor í Mið-Austurlandafræðum. Í síðari hluta þáttarins förum við yfir í aðra sálma og fjöllum stuttlega um Eurovision, en keppnin fræga verður haldin í Rotterdam í Hollandi í næstu viku. Við ætlum þó ekki að fjalla um keppnina sjálfa, heldur pólitíska anga hennar í ár. Keppandi Rússa hefur orðið fyrir harðri gagnrýni heima fyrir, og Armenar eru fjarri góðu gamni. Hvers vegna? Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
5/15/20210
Episode Artwork

Sagan endalausa í Palestínu og Ísrael, og pólitískar hliðar Eurovision

short_text=None long_text='Það liggur mis beint við hvað við veljum til umfjöllunar í þessum vikulega þætti. En í þessari viku var valið ekki mjög erfitt, eftir stöðugar fréttir frá Palstínu og Ísrael þar sem staðan er síst að batna vildum við beina kastljósinu þangað. Og þá erum við svo heppin að vinna með konu sem er sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda. Hún er góðkunningi þáttarins svo ekki sé meira sagt, og heitir Ólöf Ragnarsdóttir. Ólöf fjallar um harkaleg átök Ísraela og Palestínumanna og ræðir meðal annars við Magnús Þorkel Bernhaðrsson, prófessor í Mið-Austurlandafræðum. \n\nÍ síðari hluta þáttarins förum við yfir í aðra sálma og fjöllum stuttlega um Eurovision, en keppnin fræga verður haldin í Rotterdam í Hollandi í næstu viku. Við ætlum þó ekki að fjalla um keppnina sjálfa, heldur pólitíska anga hennar í ár. Keppandi Rússa hefur orðið fyrir harðri gagnrýni heima fyrir, og Armenar eru fjarri góðu gamni. Hvers vegna?\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
5/15/202130 minutes
Episode Artwork

73 | Óeirðir í Kólumbíu og ástarsambönd við fanga

Í Heimskviðum vikunnar höldum við Kólumbíu og Danmerkur. Gríðarleg mótmæli hafa geysað í Kólumbíu síðustu daga og tugir látist í átökum við lögreglu og herinn. Uppspretta mótmælanna eru umdeildar breytingar á skattalöggjöf og heilbrigðiskerfi landsins. Forseti landsins, Ivan Duque, hefur dregið lagafrumvörpin til baka, en skaðinn er skeður og ekkert lát virðist á mótmælaöldunni sem teygir sig út allt land. Í síðari hluta þáttarins fjöllum við um ástarsambönd við fanga. Danski þjóðarflokkurinn hefur lagt fram frumvarp sem myndi banna lífstíðardæmdum föngum að stofna til ástarsambanda við fólk utan veggja fangelsisins. Meðal þeirra sem mæla með slíkri lagasetningu er ung kona sem átti í sambandi við Peter Madsen þegar hún var sautján ára. Madsen sat þá í gæsluvarðhaldi fyrir morðið á blaðakonunni Kim Wall. Talsfólki fanga líst illa á tillöguna og segja hana geta aukið á vanlíðan fanga. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
5/8/20210
Episode Artwork

73 | Óeirðir í Kólumbíu og ástarsambönd við fanga

short_text=None long_text='Í Heimskviðum vikunnar höldum við Kólumbíu og Danmerkur.\n\nGríðarleg mótmæli hafa geysað í Kólumbíu síðustu daga og tugir látist í átökum við lögreglu og herinn. Uppspretta mótmælanna eru umdeildar breytingar á skattalöggjöf og heilbrigðiskerfi landsins. Forseti landsins, Ivan Duque, hefur dregið lagafrumvörpin til baka, en skaðinn er skeður og ekkert lát virðist á mótmælaöldunni sem teygir sig út allt land.\n\nÍ síðari hluta þáttarins fjöllum við um ástarsambönd við fanga. Danski þjóðarflokkurinn hefur lagt fram frumvarp sem myndi banna lífstíðardæmdum föngum að stofna til ástarsambanda við fólk utan veggja fangelsisins. Meðal þeirra sem mæla með slíkri lagasetningu er ung kona sem átti í sambandi við Peter Madsen þegar hún var sautján ára. Madsen sat þá í gæsluvarðhaldi fyrir morðið á blaðakonunni Kim Wall. Talsfólki fanga líst illa á tillöguna og segja hana geta aukið á vanlíðan fanga.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
5/8/202130 minutes
Episode Artwork

73 | Fyrstu 100 dagar Bidens og þjóðarmorðið á Armenum

Í Heimskviðum vikunnar höldum við til Tyrklands, Armeníu og Bandaríkjanna. Joe Biden Bandaríkjaforseti er fyrirferðamikill í Heimskviðum þessa vikuna. Síðustu vikuna hafa verið skrifaðar ófáar fréttir af því að títtnefndur Biden, breytti orðalagi forvera sinna í starfi og kalla framgöngu Tyrkja gegn Armenum árið 1915 þjóðarmorð. Á laugardaginn kom boðuð yfirlýsing frá Bandaríkjaforseta þar sem segir meðal annars að þennan dag ár hvert minnumst við þeirra sem létust í þjóðarmorðum á Armenum á tímum Ottómana. ?Við heitum þess að reyna að gera allt til að koma í veg fyrir að svona grimmdarverk endurtaki sig,? sagði Biden. En hvaða atburður er þetta sem Biden minnist á, þjóðarmorð á Armenum á tímum Ottómana? Eitt hundrað dagar voru á fimmtudag frá því að Joe Biden tók við embætti Bandaríkjaforseta. Stjórnmálaskýrendur segja gjarna að þessir fyrstu mánuðir séu mikilvægasti tími hverrar embættistíðar. Hvernig hefur tekist til, Bogi Ágústsson reynir að svara þeirri spurningu og nýtur liðsinni Sigríðar Rutar Júlíusdóttur, hæstaréttalögmanns, en hún stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum og fylgist gjörla með stjórnmálum vestra. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
5/1/20210
Episode Artwork

73 | Fyrstu 100 dagar Bidens og þjóðarmorðið á Armenum

short_text=None long_text='Í Heimskviðum vikunnar höldum við til Tyrklands, Armeníu og Bandaríkjanna.\n\nJoe Biden Bandaríkjaforseti er fyrirferðamikill í Heimskviðum þessa vikuna. Síðustu vikuna hafa verið skrifaðar ófáar fréttir af því að títtnefndur Biden, breytti orðalagi forvera sinna í starfi og kalla framgöngu Tyrkja gegn Armenum árið 1915 þjóðarmorð. Á laugardaginn kom boðuð yfirlýsing frá Bandaríkjaforseta þar sem segir meðal annars að þennan dag ár hvert minnumst við þeirra sem létust í þjóðarmorðum á Armenum á tímum Ottómana. ?Við heitum þess að reyna að gera allt til að koma í veg fyrir að svona grimmdarverk endurtaki sig,? sagði Biden. En hvaða atburður er þetta sem Biden minnist á, þjóðarmorð á Armenum á tímum Ottómana?\n\nEitt hundrað dagar voru á fimmtudag frá því að Joe Biden tók við embætti Bandaríkjaforseta. Stjórnmálaskýrendur segja gjarna að þessir fyrstu mánuðir séu mikilvægasti tími hverrar embættistíðar. Hvernig hefur tekist til, Bogi Ágústsson reynir að svara þeirri spurningu og nýtur liðsinni Sigríðar Rutar Júlíusdóttur, hæstaréttalögmanns, en hún stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum og fylgist gjörla með stjórnmálum vestra. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
5/1/202130 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

72 | Chauvin dæmdur og Rússland Pútíns

Í Heimskviðum þessa vikuna höldum við til Bandaríkjanna og Rússlands. Eitt stærsta fréttamál vikunnnar er án efa dómurinn sem féll yfir fyrrverandi lögreglumanninum Derek Chauvin á þriðjudag, sem myrti George Floyd í maí síðastliðnum. Tólf manna kviðdómur úrskurðaði Chauvin sekan í öllum þremur ákæruatriðunum. Ákæruatriðin voru þrjú, annarar gráðu morð, morð af þriðju gráðu og svo manndráp. Stöldrum aðeins við þarna, hvað þýðir þetta og af hverju er þetta svona flókið? Birta ræðir við afbrotafræðinginn Margréti Valdimarsdóttur. Síðustu vikur hefur spennan á landamærum Rússlands og Úkraínu magnast, en Rússar hernámu Krímskaga árið 2014 og síðan þá hafa átök geysað á svæðinu. Á fimmtudag tilkynntu stjórnvöld í Rússlandi hinsvegar að þau myndu draga herlið sitt til baka, og á flutningunum að vera lokið fyrir fyrsta maí. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur boðið Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á leiðtogafund. En Krímskagi er áfram hernuminn af Rússum og þótt spenna síðustu vikna hafi nú minnkað, er engin skortur á fréttum frá Rússlandi. Guðmundur Björn ræddi við Val Gunnarsson, sagnfræðing, um Rússland Pútíns og hvað framtíðin ber í skauti sér. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
4/24/20210
Episode Artwork

72 | Chauvin dæmdur og Rússland Pútíns

short_text=None long_text='Í Heimskviðum þessa vikuna höldum við til Bandaríkjanna og Rússlands. Eitt stærsta fréttamál vikunnnar er án efa dómurinn sem féll yfir fyrrverandi lögreglumanninum Derek Chauvin á þriðjudag, sem myrti George Floyd í maí síðastliðnum. Tólf manna kviðdómur úrskurðaði Chauvin sekan í öllum þremur ákæruatriðunum. Ákæruatriðin voru þrjú, annarar gráðu morð, morð af þriðju gráðu og svo manndráp. Stöldrum aðeins við þarna, hvað þýðir þetta og af hverju er þetta svona flókið? Birta ræðir við afbrotafræðinginn Margréti Valdimarsdóttur.\n\nSíðustu vikur hefur spennan á landamærum Rússlands og Úkraínu magnast, en Rússar hernámu Krímskaga árið 2014 og síðan þá hafa átök geysað á svæðinu. Á fimmtudag tilkynntu stjórnvöld í Rússlandi hinsvegar að þau myndu draga herlið sitt til baka, og á flutningunum að vera lokið fyrir fyrsta maí. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur boðið Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á leiðtogafund. En Krímskagi er áfram hernuminn af Rússum og þótt spenna síðustu vikna hafi nú minnkað, er engin skortur á fréttum frá Rússlandi. Guðmundur Björn ræddi við Val Gunnarsson, sagnfræðing, um Rússland Pútíns og hvað framtíðin ber í skauti sér.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
4/24/202130 minutes
Episode Artwork

71 | Skuggahliðar Amazon og skuldasöfnun Afríku

Í Heimskviðum vikunnar fjöllum við um tæknirisann Amazon og hin ýmsu vandamál sem steðja að ríkjum Afríku, þá sér í lagi Kenýa. Jeff Bezos ætlar síðar á þessu ári að hætta sem forstjóri bandaríska bók- og tæknirisans Amazon. Hann verður þó áfram stjórnarformaður fyrirtækisins, en Bezos hefur hagnast gríðarlega síðustu tvo áratugi og er í dag ríkasti maður heims. Stafsmenn Amazon eru 750 þúsund. Starfsfólkið, eða hluti af þeim hóp, er einmitt ástæða þess að við settum Amazon á dagskrá í þættinum í dag. Í bandarískum miðlum, og reyndar víðar, hefur grannt verið fylgst með stéttabaráttu starfsfólks Amazon. Starfsfólk Amazon er ekki í stéttarfélagi, en því vildu mörg þeirra breyta. Töldu til dæmis hag sínum betur borgið inann vébanda stéttarfélags sem hefði umboð og vald til að semja um hærri laun fyrir þau. Öld Afríku er vel á veg komin en afríkuríkjunum miðar hægt að því marki sínu að bæta lífskjör almennings. Eftir stöðugan vöxt síðustu áratuga eru erfiðleikar framundan. En það er ekki vegna faraldursins, því kreppur síðustu áratuga hafa lítið snert afríkuríkin, hvort sem þær tengjast veirum eða bönkum og bólum sem springa. Skuldum hlaðin eru mörg þeirra að þrotum komin. Keníumenn hvetja nú til þess að hætt verði að lána stjórnvöldum í landinu, því þau hafi farið fram úr sér í innviðauppbyggingu, spillingin grasseri, og stjórnvöld leiti nú til Kínverja til að bjarga sér. Förum til Keníu með Bjarna Pétri Jónssyni. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
4/17/20210
Episode Artwork

71 | Skuggahliðar Amazon og skuldasöfnun Afríku

short_text=None long_text='Í Heimskviðum vikunnar fjöllum við um tæknirisann Amazon og hin ýmsu vandamál sem steðja að ríkjum Afríku, þá sér í lagi Kenýa.\n\nJeff Bezos ætlar síðar á þessu ári að hætta sem forstjóri bandaríska bók- og tæknirisans Amazon. Hann verður þó áfram stjórnarformaður fyrirtækisins, en Bezos hefur hagnast gríðarlega síðustu tvo áratugi og er í dag ríkasti maður heims. Stafsmenn Amazon eru 750 þúsund. Starfsfólkið, eða hluti af þeim hóp, er einmitt ástæða þess að við settum Amazon á dagskrá í þættinum í dag. Í bandarískum miðlum, og reyndar víðar, hefur grannt verið fylgst með stéttabaráttu starfsfólks Amazon. Starfsfólk Amazon er ekki í stéttarfélagi, en því vildu mörg þeirra breyta. Töldu til dæmis hag sínum betur borgið inann vébanda stéttarfélags sem hefði umboð og vald til að semja um hærri laun fyrir þau. \n\nÖld Afríku er vel á veg komin en afríkuríkjunum miðar hægt að því marki sínu að bæta lífskjör almennings. Eftir stöðugan vöxt síðustu áratuga eru erfiðleikar framundan. En það er ekki vegna faraldursins, því kreppur síðustu áratuga hafa lítið snert afríkuríkin, hvort sem þær tengjast veirum eða bönkum og bólum sem springa. Skuldum hlaðin eru mörg þeirra að þrotum komin. Keníumenn hvetja nú til þess að hætt verði að lána stjórnvöldum í landinu, því þau hafi farið fram úr sér í innviðauppbyggingu, spillingin grasseri, og stjórnvöld leiti nú til Kínverja til að bjarga sér. Förum til Keníu með Bjarna Pétri Jónssyni.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
4/17/202130 minutes
Episode Artwork

70 | Boko Haram sækir í sig veðrið og 27 ár án Kurt Cobain

Í Heimskviðum þessa vikuna fjöllum við um hrðyjuverk, og tónlist. Að minnsta kosti áttatíu saklausir borgarar hafa verið myrtir af íslömsku hryðjuverkasamtökunum Boko Haram í norðurhluta Kamerún síðan í desember á síðasta ári. Samtökin komust í heimsfréttirnar fyrir nokkrum árum þegar liðsmenn þeirra rændu tæplega þrjúhundruð skólastúlkum í Chibok héraði í Nígeríu í apríl 2014. Frá 2013 hafa yfir tvær milljónir hrakist frá heimilum sínum af ótta við samtökin, og yfir 20 þúsund manns verið myrt af liðsmönnum samtakanna. Stjórnvöld hafa síðustu ár haldið því fram að samtökin væru að syngja sitt síðasta, en morðalda síðustu mánaða bendir til annars. Hvað er Boko Haram og hvers vegna gengur svona illa að kveða samtökin í kútinn? Í síðari hluta þáttarins fjallar Birta um tónlistarmanninn Kurt Cobain, en í vikunni eru 27 ár frá því hann lést, aðeins 27 ára gamall. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
4/10/20210
Episode Artwork

70 | Boko Haram sækir í sig veðrið og 27 ár án Kurt Cobain

short_text=None long_text='Í Heimskviðum þessa vikuna fjöllum við um hrðyjuverk, og tónlist. \n\nAð minnsta kosti áttatíu saklausir borgarar hafa verið myrtir af íslömsku hryðjuverkasamtökunum Boko Haram í norðurhluta Kamerún síðan í desember á síðasta ári. Samtökin komust í heimsfréttirnar fyrir nokkrum árum þegar liðsmenn þeirra rændu tæplega þrjúhundruð skólastúlkum í Chibok héraði í Nígeríu í apríl 2014. Frá 2013 hafa yfir tvær milljónir hrakist frá heimilum sínum af ótta við samtökin, og yfir 20 þúsund manns verið myrt af liðsmönnum samtakanna. Stjórnvöld hafa síðustu ár haldið því fram að samtökin væru að syngja sitt síðasta, en morðalda síðustu mánaða bendir til annars. Hvað er Boko Haram og hvers vegna gengur svona illa að kveða samtökin í kútinn? \n\nÍ síðari hluta þáttarins fjallar Birta um tónlistarmanninn Kurt Cobain, en í vikunni eru 27 ár frá því hann lést, aðeins 27 ára gamall. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
4/10/202130 minutes
Episode Artwork

69 | Stíflaður Suesskurður og Grænlendingar að kjörborðinu

Í Heimskviðum vikunnar förum við til Egyptalands og Grænlands. Við byrjum í Súes-skurðinum, þar sem flennistórt flutningaskip strandaði í vikunni. Það er umtalsvert vesen, sérstaklega ef það dregst eitthvað á langinn að losa skipið. Við fjöllum um sögu Súes-skurðsins og mikilvægi hans. Grænlendingar ganga að kjörborðinu þriðjudaginn eftir páska. Boðað var til kosninga þó að kjörtímabilið renni ekki út fyrr en eftir rúmt ár, síðast var kosið á vormánuðum 2018. Bogi Ágússtsson fjallar um grænlensk stjórnmál og ræðir meðal annars við Kristjönu Guðmundsdóttur Motzfeldt sem þekkir afar vel til. Hún er ekkja Jonathans Motzfeldts, sem var einn af helstu leiðtogum Grænlendinga og meðal annars fyrsti formaður Landsstjórnar Grænlands eftir að Grænlendingar fengu að hluta til stjórn eigin mála árið 1979. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
3/27/20210
Episode Artwork

69 | Stíflaður Suesskurður og Grænlendingar að kjörborðinu

short_text=None long_text='Í Heimskviðum vikunnar förum við til Egyptalands og Grænlands. Við byrjum í Súes-skurðinum, þar sem flennistórt flutningaskip strandaði í vikunni. Það er umtalsvert vesen, sérstaklega ef það dregst eitthvað á langinn að losa skipið. Við fjöllum um sögu Súes-skurðsins og mikilvægi hans.\n\nGrænlendingar ganga að kjörborðinu þriðjudaginn eftir páska. Boðað var til kosninga þó að kjörtímabilið renni ekki út fyrr en eftir rúmt ár, síðast var kosið á vormánuðum 2018. Bogi Ágússtsson fjallar um grænlensk stjórnmál og ræðir meðal annars við Kristjönu Guðmundsdóttur Motzfeldt sem þekkir afar vel til. Hún er ekkja Jonathans Motzfeldts, sem var einn af helstu leiðtogum Grænlendinga og meðal annars fyrsti formaður Landsstjórnar Grænlands eftir að Grænlendingar fengu að hluta til stjórn eigin mála árið 1979.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
3/27/202130 minutes
Episode Artwork

68 | Áratugur af stríði í Sýrlandi og March 4 Justice

Í Heimskviðum vikunnar höldum við til Ástralíu og Sýrlands. Fjölmenn mótmæli fóru fram í Ástralíu og á Bretlandi fyrr í vikunni. Þó að sitthvort málið hafi verið mótmælendum innblástur þá eiga þau það sameiginlegt að snúast um ofbeldi gegn konum. réttlæti. Í um 40 borgum vítt og breitt um hina víðfemu Ástralíu komu konur saman og tóku þátt í hinni boðuðu samstöðu. Kveikjan nú eru tvö mál sem mikið hefur verið fjallað um í áströlskum miðlum undanfarið. Birta Björnsdóttir segir frá. Í síðari hluta þáttarins höldum við til Sýrlands. Þar hefur stríð geysað í áratug, en í vikunni voru tíu síðan frá atburðum borginni Deraa í suðurhluta landsins sem oft er talað um sem upphafið af þessari blóðugu styrjöld sem hefur dregið hundruð þúsunda ofan í gröfina og hrakið milljónir manna frá heimilum sínum. Og þessu stríði er hvergi nærri lokið. Guðmundur Björn fjallar nú um átökin í Sýrlandi, hvaða afleiðingar þau hafa haft og hvað framtíðin ber í skauti sér. Ólöf Ragnarsdóttir, sérlegur sérfræðingur okkar um Mið-Austurlönd, lítur við. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
3/20/20210
Episode Artwork

68 | Áratugur af stríði í Sýrlandi og March 4 Justice

short_text=None long_text='Í Heimskviðum vikunnar höldum við til Ástralíu og Sýrlands.\n\nFjölmenn mótmæli fóru fram í Ástralíu og á Bretlandi fyrr í vikunni. Þó að sitthvort málið hafi verið mótmælendum innblástur þá eiga þau það sameiginlegt að snúast um ofbeldi gegn konum. réttlæti. Í um 40 borgum vítt og breitt um hina víðfemu Ástralíu komu konur saman og tóku þátt í hinni boðuðu samstöðu. Kveikjan nú eru tvö mál sem mikið hefur verið fjallað um í áströlskum miðlum undanfarið. Birta Björnsdóttir segir frá.\n\nÍ síðari hluta þáttarins höldum við til Sýrlands. Þar hefur stríð geysað í áratug, en í vikunni voru tíu síðan frá atburðum borginni Deraa í suðurhluta landsins sem oft er talað um sem upphafið af þessari blóðugu styrjöld sem hefur dregið hundruð þúsunda ofan í gröfina og hrakið milljónir manna frá heimilum sínum. Og þessu stríði er hvergi nærri lokið. Guðmundur Björn fjallar nú um átökin í Sýrlandi, hvaða afleiðingar þau hafa haft og hvað framtíðin ber í skauti sér. Ólöf Ragnarsdóttir, sérlegur sérfræðingur okkar um Mið-Austurlönd, lítur við.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
3/20/202130 minutes
Episode Artwork

67 | Réttað yfir Derek Chauvin og landamærabörnin í Bandaríkjunum

Heimskviður staldra við í Bandaríkjunum þessa vikuna. Réttarhöldin yfir Derek Chauvin, lögregluþjóninum sem myrti George Floyd í maí í fyrra, hófust í vikunni. Guðmundur og Birta ræða um hvað gerðist í kjölfar morðsins á Floyd, Black Lives Matter, og sjálf réttarhöldin, í fyrri hluta þáttarins. Á síðasta ári hefur fylgdarlausum börnum, sem freista þess að komast yfir landamærin frá Mexíkó til Bandaríkjanna, fjölgað gríðarlega. Í janúar á þessu ári voru þau tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti fór ekki leynt með andúð sína á nágrönnum sínum í suðri í forsetatíð sinni, og hóf meðal annars að reisa vegg á landamærunum. En þúsundir barna, fylgdarlausra, reyna eftir sem áður að komast til Bandaríkjanna í hverjum mánuði. Kemur þetta til með að breytast með nýjum forseta? Og hvað verður um þessi börn? Jóhannes Ólafsson ætlar að segja okkur nánar frá þessu í síðari hluta þáttarins. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
3/13/20210
Episode Artwork

67 | Réttað yfir Derek Chauvin og landamærabörnin í Bandaríkjunum

short_text=None long_text='Heimskviður staldra við í Bandaríkjunum þessa vikuna. Réttarhöldin yfir Derek Chauvin, lögregluþjóninum sem myrti George Floyd í maí í fyrra, hófust í vikunni. Guðmundur og Birta ræða um hvað gerðist í kjölfar morðsins á Floyd, Black Lives Matter, og sjálf réttarhöldin, í fyrri hluta þáttarins. \n\nÁ síðasta ári hefur fylgdarlausum börnum, sem freista þess að komast yfir landamærin frá Mexíkó til Bandaríkjanna, fjölgað gríðarlega. Í janúar á þessu ári voru þau tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti fór ekki leynt með andúð sína á nágrönnum sínum í suðri í forsetatíð sinni, og hóf meðal annars að reisa vegg á landamærunum. En þúsundir barna, fylgdarlausra, reyna eftir sem áður að komast til Bandaríkjanna í hverjum mánuði. Kemur þetta til með að breytast með nýjum forseta? Og hvað verður um þessi börn? Jóhannes Ólafsson ætlar að segja okkur nánar frá þessu í síðari hluta þáttarins. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
3/13/202130 minutes
Episode Artwork

66 | Bin Salman, morðið á Khashoggi og eldsvoðinn í Grenfell

Í Heimskviðum vikunnar höldum við Tyrklands, Sádí-Arabíu og Lundúna. Tæp tvo og hálft ár eru síðan Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur í sendiráði Sádí-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi. Khashoggi hafði talað opinskátt fyrir opnara og gagnsærra stjórnkerfi í heimalandinu, og gagnrýnt krónprinsinn Mohammed bin Salman fyrir spillingu og mannréttindabrot. Prinsinn hefur ítrekað þvertekið fyrir að hafa skipulagt, eða vitað, um morðið á Khashoggi. Það verður að teljast ólíklegt að að hæstráðandi landsins hafi ekkert vitað, og því eru bandarísk stjórnvöld sammála. Þetta kemur fram í skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar CIA um morðið á Khashoggi, sem var gerð opinber á dögunum. En hvað hún felur hún í sér? Munu Bandaríkin geta beita refsiaðgerðum gegn einum mikilvægasta bandamanni sínum í Mið-Austurlöndum? Guðmundur Björn kynnti sér málið. Flestum er eldsvoðinn í Grenfell fjölbýlishúsinu í Lundúnum sumarið 2017 enn í fersku minni en sjötíu og tvö létust þegar blokkin varð alelda á skömmum tíma. Tæpum fjórum árum eftir brunann búa um 650 þúsund Lundúnabúar búa enn í húsnæði með samskonar klæðningu og fuðraði upp í eldsvoðanum. Örvænting hefur gripið um sig í stað reiði, því þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda hefur lítið verið gert fyrir þennan hóp. Birta Björnsdóttir fjallan um eldsvoðann í Grenfell og ræðir við Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara RÚV í Lundúnum. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
3/6/20210
Episode Artwork

66 | Bin Salman, morðið á Khashoggi og eldsvoðinn í Grenfell

short_text=None long_text='Í Heimskviðum vikunnar höldum við Tyrklands, Sádí-Arabíu og Lundúna. \n\nTæp tvo og hálft ár eru síðan Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur í sendiráði Sádí-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi. Khashoggi hafði talað opinskátt fyrir opnara og gagnsærra stjórnkerfi í heimalandinu, og gagnrýnt krónprinsinn Mohammed bin Salman fyrir spillingu og mannréttindabrot. Prinsinn hefur ítrekað þvertekið fyrir að hafa skipulagt, eða vitað, um morðið á Khashoggi. Það verður að teljast ólíklegt að að hæstráðandi landsins hafi ekkert vitað, og því eru bandarísk stjórnvöld sammála. Þetta kemur fram í skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar CIA um morðið á Khashoggi, sem var gerð opinber á dögunum. En hvað hún felur hún í sér? Munu Bandaríkin geta beita refsiaðgerðum gegn einum mikilvægasta bandamanni sínum í Mið-Austurlöndum? Guðmundur Björn kynnti sér málið.\n\nFlestum er eldsvoðinn í Grenfell fjölbýlishúsinu í Lundúnum sumarið 2017 enn í fersku minni en sjötíu og tvö létust þegar blokkin varð alelda á skömmum tíma. Tæpum fjórum árum eftir brunann búa um 650 þúsund Lundúnabúar búa enn í húsnæði með samskonar klæðningu og fuðraði upp í eldsvoðanum. Örvænting hefur gripið um sig í stað reiði, því þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda hefur lítið verið gert fyrir þennan hóp. Birta Björnsdóttir fjallan um eldsvoðann í Grenfell og ræðir við Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara RÚV í Lundúnum.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
3/6/202130 minutes
Episode Artwork

65 | Fótboltamót í skugga mannréttindabrota og verkefni Joe Bidens

Í Heimskviðum vikunnar er meðal annars að fjalla um mannréttindabrot í Katar og helstu verkefni nýkjörins Bandaríkjaforseta, Joe Biden. Tæp tvö eru þar til heimsmeistaramót karla í fótbolta verður haldið í þessu smáríki á Arabíuskaganum. Íslendingar vonast til að vera þar meðal þátttökuþjóða, en undankeppni HM hefst í næsta mánuði þegar Íslendingar mæta Þjóðverjum ytra. Þetta er í fyrsta sinn sem heimsmeistaramótið fer fram í Arabalandi og í fyrsta sinn í landi þar sem múslimar eru í meirihluta. Þar sem hitinn á sumrin í Katar fer vel yfir fjörutíu gráður og stundum yfir fimmtíu, verður leikið frá miðjum nóvember fram í miðjan desember. En við ætlum ekki að tala um fótbolta hér, heldur þá staðreynd að það að Katarar hafi ákveðið að halda eitt stykki fótboltamót, hafi gert það að verkum að um sex þúsund og fimm hundruð farandverkavenn frá Indlandi, Pakistan, Nepal, Bangladesh og Sri Lanka hafa dáið við uppbyggingu á íþróttamannvirkjum og öðru sem tengist undirbúningi mótsins, á síðastliðnum áratug. Þetta kom fram í úttekt breska blaðsins Guardian í síðustu viku, og byggir hún á upplýsingum frá stjórnvöldum þessara landa. Þá er einnig farið yfir stöðu mála í Bandaríkjunum. Eða ekki við, Bogi nokkur Ágústsson ætlar að gera það, enda fáir betur til þess fallnir að fara yfir sviðsmyndina þar vestra. Hann ætlar meðal annars að segja okkur frá fystu verkefnum Bidens bæði í innanríkis- og utanríkismálum, stöðuna á Bandaríkjaþingi og líka áhrif fyrrum forseta Donalds Trumps, á Repúblikanaflokkinn. Á fyrsta degi í embætti undirritaði Joe Biden fjölda tilskipana til að afnema ákvarðanir fyrirrennara síns. Biden hyggst gerbreyta stefnu Bandaríkjastjórnar bæði í innanríkis- og utanríkismálum. Demókratar ráða báðum deildum þingsins, en það getur samt reynst þrautin þyngri að hrinda stefnumálum í framkvæmd og uppfylla loforð úr kosningabaráttunni. Bogi Ágústsson veltir fyrir sér við hverju megi búast í bandarískum stjórnmálum á næstunni og ræðir við Silju Báru Ómarsdóttur, prófessor í stjórnmálafræði. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
2/27/20210
Episode Artwork

65 | Fótboltamót í skugga mannréttindabrota og verkefni Joe Bidens

short_text=None long_text='Í Heimskviðum vikunnar er meðal annars að fjalla um mannréttindabrot í Katar og helstu verkefni nýkjörins Bandaríkjaforseta, Joe Biden. \n\nTæp tvö eru þar til heimsmeistaramót karla í fótbolta verður haldið í þessu smáríki á Arabíuskaganum. Íslendingar vonast til að vera þar meðal þátttökuþjóða, en undankeppni HM hefst í næsta mánuði þegar Íslendingar mæta Þjóðverjum ytra. Þetta er í fyrsta sinn sem heimsmeistaramótið fer fram í Arabalandi og í fyrsta sinn í landi þar sem múslimar eru í meirihluta. Þar sem hitinn á sumrin í Katar fer vel yfir fjörutíu gráður og stundum yfir fimmtíu, verður leikið frá miðjum nóvember fram í miðjan desember. En við ætlum ekki að tala um fótbolta hér, heldur þá staðreynd að það að Katarar hafi ákveðið að halda eitt stykki fótboltamót, hafi gert það að verkum að um sex þúsund og fimm hundruð farandverkavenn frá Indlandi, Pakistan, Nepal, Bangladesh og Sri Lanka hafa dáið við uppbyggingu á íþróttamannvirkjum og öðru sem tengist undirbúningi mótsins, á síðastliðnum áratug. Þetta kom fram í úttekt breska blaðsins Guardian í síðustu viku, og byggir hún á upplýsingum frá stjórnvöldum þessara landa. \n\nÞá er einnig farið yfir stöðu mála í Bandaríkjunum. Eða ekki við, Bogi nokkur Ágústsson ætlar að gera það, enda fáir betur til þess fallnir að fara yfir sviðsmyndina þar vestra. Hann ætlar meðal annars að segja okkur frá fystu verkefnum Bidens bæði í innanríkis- og utanríkismálum, stöðuna á Bandaríkjaþingi og líka áhrif fyrrum forseta Donalds Trumps, á Repúblikanaflokkinn. Á fyrsta degi í embætti undirritaði Joe Biden fjölda tilskipana til að afnema ákvarðanir fyrirrennara síns. Biden hyggst gerbreyta stefnu Bandaríkjastjórnar bæði í innanríkis- og utanríkismálum. Demókratar ráða báðum deildum þingsins, en það getur samt reynst þrautin þyngri að hrinda stefnumálum í framkvæmd og uppfylla loforð úr kosningabaráttunni. Bogi Ágústsson veltir fyrir sér við hverju megi búast í bandarískum stjórnmálum á næstunni og ræðir við Silju Báru Ómarsdóttur, prófessor í stjórnmálafræði.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
2/27/202130 minutes
Episode Artwork

64 | Dyatlov-leiðangurinn og lokun Guantanamo fangabúðanna

Í Heimskviðum vikunnar förum við til Rússlands og Kúbu, en fjöllum þó ekkert um sósíalisma. Ráðgátan um örlög níu ungra Rússa sem fundust látin í Úralfjöllum árið 1959 gæti verið ráðin. Vinnsla við eina þekktustu Disney mynd síðari tíma virðist hafa hjálpað til við að leysa þessa lífseigu ráðgátu. Þá leituðu rannsakendur sömuleiðis í gagnabanka þekkts bílaframleiðanda við uppljóstrun málsins. Birta Björnsdóttir fjallar um málið. Þá segir Guðmundur Björn okkur frá því að til stendur að fangabúðum Bandaríkjastjórnar við Guantanamo-flóa á Kúbu verði lokað í stjórnartíð Joe Bidens. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í vikunni. 780 fangar hafa dvalið í búðunum frá því George Bush tilkynnti um opnun þeirra árið 2002. Margir vistmenn í Guantanamo voru fluttir þangað án þess að hljóta réttláta málsmeðferð, og þurft að sæta þar pyntingum. Mannréttindasamtök hafa lengi barist fyrir því að fangabúðunum yrði lokað, og meðal annars bent á að stangist á við ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Barack Obama hét því að loka fangabúðunum í stjórnartíð sinni, en hafði ekki erindi sem erfiði. Donald Trump vildi halda þeim opnum, en nú ætlar Joe Biden að reyna að loka þeim. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
2/20/20210
Episode Artwork

64 | Dyatlov-leiðangurinn og lokun Guantanamo fangabúðanna

short_text=None long_text='Í Heimskviðum vikunnar förum við til Rússlands og Kúbu, en fjöllum þó ekkert um sósíalisma.\n\nRáðgátan um örlög níu ungra Rússa sem fundust látin í Úralfjöllum árið 1959 gæti verið ráðin. Vinnsla við eina þekktustu Disney mynd síðari tíma virðist hafa hjálpað til við að leysa þessa lífseigu ráðgátu. Þá leituðu rannsakendur sömuleiðis í gagnabanka þekkts bílaframleiðanda við uppljóstrun málsins. Birta Björnsdóttir fjallar um málið.\n\nÞá segir Guðmundur Björn okkur frá því að til stendur að fangabúðum Bandaríkjastjórnar við Guantanamo-flóa á Kúbu verði lokað í stjórnartíð Joe Bidens. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í vikunni. 780 fangar hafa dvalið í búðunum frá því George Bush tilkynnti um opnun þeirra árið 2002. Margir vistmenn í Guantanamo voru fluttir þangað án þess að hljóta réttláta málsmeðferð, og þurft að sæta þar pyntingum. Mannréttindasamtök hafa lengi barist fyrir því að fangabúðunum yrði lokað, og meðal annars bent á að stangist á við ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Barack Obama hét því að loka fangabúðunum í stjórnartíð sinni, en hafði ekki erindi sem erfiði. Donald Trump vildi halda þeim opnum, en nú ætlar Joe Biden að reyna að loka þeim.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
2/20/202130 minutes
Episode Artwork

63 | Mannréttindabrot í Téteníu og kjarnorkuver í Hvíta-Rússlandi

Í síðasta þætti fjölluðum við um nágrannaríkin Mjanmar og Bangladesh. Í þættinum í dag ætlum við að dvelja í Austur-Evrópu. Við fjöllum um jafn ólíka hluti og kjarorku annars vegar og svo ofsóknir gegn samkynhneigðum hins vegar. Við byrjum í Téténíu. Mál tveggja tétenskra karlmanna komst í hámæli í vikunni, en þeir voru teknir höndum í Rússlandi þar sem þeir voru grunaðir um samkynhneigð, að er virðist. Þaðan voru þeir fluttir til Téteníu og gætu átt yfir höfði sér langa fangelsisvist. Forseti Téténíu, Ramzan Kadyrov, þvertekur fyrir að til séu samkynhneigðir Téténar, og að mannréttindabrot hafi verið fram á samkynhneigðum þar í landi. En því eru samtök á borð við Amnesty International hreint ekki sammála, kannski eðlilega. Það hefur verið ráðist í alls kyns herferðir til að reyna að vekja máls á þessu, að þau skipti hundruðum og jafnvel þúsundum fólkið sem er handtekið, pynta, dæmt og jafnvel drepið fyrir það eitt að vera samkynhneigt í Téténíu. Það er erfitt að rannsaka þessi mál, aðgengi að upplýsingum er ekki gott og þegar leiðtogi landsins er á þessari vegferð er enn erfiðara að fá heildarmyndina. En rannsóknir mannúðarsamtaka og frásagnir þeirra sem flúið hafa frá Téténíu eru meðal þess sem hægt er að styðjast við og það eru ekki fallegar frásagnir. Það er eins og þetta komi í bylgjum, aðgerðir stjórnvalda. Það sé farið í svona rassíur og fjöldi fólks handtekinn hverju sinni. Frásagnir af pyntingum eru mjög margar og ófá dæmi þess að fólk hafi hreinlega dáið við slíkar aðstæður. Alls kyns trúaratafnir til að lækna samkynhneigð eru sömuleiðis vinsælar. Kjarnorkuver hóf starfsemi í Hvíta-Rússlandi í nóvember en því var valin staður örstutt frá Vilníus höfuðborg Litáen. Stjórnvöld þar og Evrópusambandið hafa áhyggjur af að kjarnorkuver sé reist á þessum stað, og ekki bætir úr skák að óhöpp bæði við framkvæmdir og framleiðslu hafa verið býsna tíð. Þetta hefur valdið áhyggjum af því að slys geti átt sér stað, en þau hafa afdrifaríkar afleiðingar þegar þau eiga sér stað í kjarnorkuverum eins og dæmin sanna. Hallgrímur Indriðason segir frá. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
2/13/20210
Episode Artwork

63 | Mannréttindabrot í Téteníu og kjarnorkuver í Hvíta-Rússlandi

short_text=None long_text='Í síðasta þætti fjölluðum við um nágrannaríkin Mjanmar og Bangladesh. Í þættinum í dag ætlum við að dvelja í Austur-Evrópu. Við fjöllum um jafn ólíka hluti og kjarorku annars vegar og svo ofsóknir gegn samkynhneigðum hins vegar. \n\nVið byrjum í Téténíu. Mál tveggja tétenskra karlmanna komst í hámæli í vikunni, en þeir voru teknir höndum í Rússlandi þar sem þeir voru grunaðir um samkynhneigð, að er virðist. Þaðan voru þeir fluttir til Téteníu og gætu átt yfir höfði sér langa fangelsisvist. Forseti Téténíu, Ramzan Kadyrov, þvertekur fyrir að til séu samkynhneigðir Téténar, og að mannréttindabrot hafi verið fram á samkynhneigðum þar í landi. En því eru samtök á borð við Amnesty International hreint ekki sammála, kannski eðlilega. Það hefur verið ráðist í alls kyns herferðir til að reyna að vekja máls á þessu, að þau skipti hundruðum og jafnvel þúsundum fólkið sem er handtekið, pynta, dæmt og jafnvel drepið fyrir það eitt að vera samkynhneigt í Téténíu. Það er erfitt að rannsaka þessi mál, aðgengi að upplýsingum er ekki gott og þegar leiðtogi landsins er á þessari vegferð er enn erfiðara að fá heildarmyndina. En rannsóknir mannúðarsamtaka og frásagnir þeirra sem flúið hafa frá Téténíu eru meðal þess sem hægt er að styðjast við og það eru ekki fallegar frásagnir. Það er eins og þetta komi í bylgjum, aðgerðir stjórnvalda. Það sé farið í svona rassíur og fjöldi fólks handtekinn hverju sinni. Frásagnir af pyntingum eru mjög margar og ófá dæmi þess að fólk hafi hreinlega dáið við slíkar aðstæður. Alls kyns trúaratafnir til að lækna samkynhneigð eru sömuleiðis vinsælar. \n\nKjarnorkuver hóf starfsemi í Hvíta-Rússlandi í nóvember en því var valin staður örstutt frá Vilníus höfuðborg Litáen. Stjórnvöld þar og Evrópusambandið hafa áhyggjur af að kjarnorkuver sé reist á þessum stað, og ekki bætir úr skák að óhöpp bæði við framkvæmdir og framleiðslu hafa verið býsna tíð. Þetta hefur valdið áhyggjum af því að slys geti átt sér stað, en þau hafa afdrifaríkar afleiðingar þegar þau eiga sér stað í kjarnorkuverum eins og dæmin sanna. Hallgrímur Indriðason segir frá.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
2/13/202130 minutes
Episode Artwork

62 | Valdarán í Mjanmar og spilling í Bangladess

Í Heimskviðum vikunnar förum við til Bangladess og Mjanmar, nágrannaríkja sem eiga sér ólíka sögu. Og sögur vikunnar frá þessum ríkjum eru einnig ólíkar. Við greinum frá nýlegri uppljóstrun Al-Jazeera fréttastofunnar, sem leiddi í ljós samvinnu glæpasamtaka við öryggissveitir ríkisins í Bangladess. Aðalleikarar þessa sögu eru auk forsætisráðherra landsins fjórir bræður, sem eru ýmist hátt settir embættismenn eða ótýndir glæpamenn. Aðfaranótt mánudags framdi herinn í Mjanmar valdarán. Þann fyrsta febrúar stóð til að mjanmarska þingið yrði sett, en kosningar fóru fram í landinu í nóvember þar sem NLD-flokkurinn, eða Lýðræðislega þjóðardeildin, hlaut yfirburða kosningu eða 80% prósent atkvæði. Í skjóli nætur handtóku hermenn mjanmarska hersins helstu þingmenn og leiðtoga flokksins. Þar á meðal Aung San Suu Kyi, stofnanda flokksins og valdamestu konu landsins. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
2/6/20210
Episode Artwork

62 | Valdarán í Mjanmar og spilling í Bangladess

short_text=None long_text='Í Heimskviðum vikunnar förum við til Bangladess og Mjanmar, nágrannaríkja sem eiga sér ólíka sögu. Og sögur vikunnar frá þessum ríkjum eru einnig ólíkar.\n\nVið greinum frá nýlegri uppljóstrun Al-Jazeera fréttastofunnar, sem leiddi í ljós samvinnu glæpasamtaka við öryggissveitir ríkisins í Bangladess. Aðalleikarar þessa sögu eru auk forsætisráðherra landsins fjórir bræður, sem eru ýmist hátt settir embættismenn eða ótýndir glæpamenn.\n\nAðfaranótt mánudags framdi herinn í Mjanmar valdarán. Þann fyrsta febrúar stóð til að mjanmarska þingið yrði sett, en kosningar fóru fram í landinu í nóvember þar sem NLD-flokkurinn, eða Lýðræðislega þjóðardeildin, hlaut yfirburða kosningu eða 80% prósent atkvæði. Í skjóli nætur handtóku hermenn mjanmarska hersins helstu þingmenn og leiðtoga flokksins. Þar á meðal Aung San Suu Kyi, stofnanda flokksins og valdamestu konu landsins. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
2/6/202130 minutes
Episode Artwork

61 | Bobi Wine, fjölmiðlar, og Covid-19 gagnagrunnur

Í Heimskviðum vikunnar er fjallað um forsetakosningarnar í Úganda, sem fram fóru 14. janúar síðastliðinn. Tónlistarmaðurinn Bobi Wine hlaut einungis 38% atkvæða og því heldur forsetinn Yoweri Musveni velli, en hann hefur setið á forsetastóli síðastliðin 35 ár. Bobi Wine hef véfengt niðurstöður kosninganna og það hafa alþjóðleg mannréttindasamtök gert líka. Guðmundur Björn segir frá. Care International eru hjálparsamtökin voru stofnuð árið 1945, og eru því ein elstu starfandi hjálparsamtök í heiminum. Þau berjast fyrir því að uppræta fátækt í heiminum og beita alls kyns meðölum í baráttunni. Þau gáfu út áhugaverða skýrslu á dögunum þar sem umfjöllun í fjölmiðlum er rýnd. Niðurstaða skýrslunar sýnir að ýmsar fréttir á síðasta ári hafi skyggt allhressilega á fregnir af vestu mannúðarkrísunum sem ríkja í heiminum. Birta Björnsdóttir fjallar um málið Í vikunni fór tala staðfestra kórónuveirusmita í heiminum yfir eitt hundrað milljónir. Ragnar Bjartur Guðmundsson, markaðssérfræðingur hjá Marel, sem heldur úti ítarlegum gagnagrunni um heimsfaraldurinn, telur að raunveruleg tala smita sé á fimmta hundrað milljóna. Bogi Ágústsson ræðir við hann um farsóttina, mismunandi leiðir þjóða til að verjast veirunni, sænsku aðferðina svonefndu og fleira um COVID-19. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
1/30/20210
Episode Artwork

61 | Bobi Wine, fjölmiðlar, og Covid-19 gagnagrunnur

short_text=None long_text='Í Heimskviðum vikunnar er fjallað um forsetakosningarnar í Úganda, sem fram fóru 14. janúar síðastliðinn. Tónlistarmaðurinn Bobi Wine hlaut einungis 38% atkvæða og því heldur forsetinn Yoweri Musveni velli, en hann hefur setið á forsetastóli síðastliðin 35 ár. Bobi Wine hef véfengt niðurstöður kosninganna og það hafa alþjóðleg mannréttindasamtök gert líka. Guðmundur Björn segir frá.\n\nCare International eru hjálparsamtökin voru stofnuð árið 1945, og eru því ein elstu starfandi hjálparsamtök í heiminum. Þau berjast fyrir því að uppræta fátækt í heiminum og beita alls kyns meðölum í baráttunni. Þau gáfu út áhugaverða skýrslu á dögunum þar sem umfjöllun í fjölmiðlum er rýnd. Niðurstaða skýrslunar sýnir að ýmsar fréttir á síðasta ári hafi skyggt allhressilega á fregnir af vestu mannúðarkrísunum sem ríkja í heiminum. Birta Björnsdóttir fjallar um málið\n\nÍ vikunni fór tala staðfestra kórónuveirusmita í heiminum yfir eitt hundrað milljónir. Ragnar Bjartur Guðmundsson, markaðssérfræðingur hjá Marel, sem heldur úti ítarlegum gagnagrunni um heimsfaraldurinn, telur að raunveruleg tala smita sé á fimmta hundrað milljóna. Bogi Ágústsson ræðir við hann um farsóttina, mismunandi leiðir þjóða til að verjast veirunni, sænsku aðferðina svonefndu og fleira um COVID-19.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
1/30/202135 minutes
Episode Artwork

60 |Stormasamar vikur í Bandaríkjunum og réttað yfir mafíósum á Ítalíu

Í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Heimskviða er atburðarrás síðustu vikna í Bandaríkjunum í forgrunni. Símtalið í Georgíuríki, árásin á þinghúsið og nýr Bandaríkjaforseti. Já, vika, eða nokkrar, eru sannarlega langur tími í pólitík. Þá er einnig fjallað um ein umfangsmestu réttarhöldum í sögu Ítalíu. Það þarf að fara áratugi aftur í tímann til að finna hliðstæðu í umfangi. Sakborningarnir eru á fjórða hundruð og vitnin hátt í þúsund talsins. Og þau sem verma munu sakamannabekkina eru öll talin tengjast með einum eða öðrum hætti mafíunni. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
1/23/20210
Episode Artwork

60 |Stormasamar vikur í Bandaríkjunum og réttað yfir mafíósum á Ítalíu

short_text=None long_text='Í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar Heimskviða er atburðarrás síðustu vikna í Bandaríkjunum í forgrunni. Símtalið í Georgíuríki, árásin á þinghúsið og nýr Bandaríkjaforseti. Já, vika, eða nokkrar, eru sannarlega langur tími í pólitík.\n\nÞá er einnig fjallað um ein umfangsmestu réttarhöldum í sögu Ítalíu. Það þarf að fara áratugi aftur í tímann til að finna hliðstæðu í umfangi. Sakborningarnir eru á fjórða hundruð og vitnin hátt í þúsund talsins. Og þau sem verma munu sakamannabekkina eru öll talin tengjast með einum eða öðrum hætti mafíunni.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
1/23/202135 minutes
Episode Artwork

59 | Lokaþáttur: Stóri gagnalekinn og kynlífshneyksli þingmanns

Í fimmtugasta og níunda og síðasta þætti Heimskviða fjöllum við meðal annars um aðför ungverskra stjórnvalda að fjölmiðlafrelsi og Evrópuþingmanninn sem sótti kynlífspartý með öðrum karlmönnum á meðan hann freistar þess að takmarka réttindi hinsegin fólks. Þá segjum við frá raunverulegum möguleikum þess stóra gagnalekans, áhyggjur sem mörg viðruðu eftir að þjónusta Facebook og Google bilaði á dögunum. Þá fjöllum við um viðburðaríkt ár á erlendum vettvangi og mikilvægi erlendra frétta. Það þótti heldur neyðarlegt þegar ungverskur Evrópuþingmaður þurfti að segja af sér eftir að greint var frá því að hann hafi brotið sóttvarnarreglur með því að sækja kynlífspartý með 20 öðrum karlmönnum í Brüssel - maður sem talinn er höfundur stjórnarskrár sem takmarkar réttindi hinseginfólks. Þetta mál er hins vegar ein af birtingarmyndum slæmrar lýðræðisþróunar í Ungverjalandi. Ríkisstjórnin hefur tekið til sín sífellt meiri völd og stjórnar nú meðal annars fjölmiðlum og dómskerfi . En hefur mál þingmannsins einhverjar afleiðingar? Við skoðum það með Eiríki Bergmann stjórnmálafræðingi og Szabolcs Panyi rannsóknarblaðamanni í Ungverjalandi. Flest okkar höfum á einhverjum tímapunkti óttast að persónulegar upplýsingar um okkur leki á netið. Í það minnsta leitt hugann að því. Almennir netnotendur vita þó sjaldnast hvar þessar upplýsingar þeirra eru í raun niður komnar. Eru þær grafnar í eitthvað gagnaver eða svífandi um í skýinu? Þegar upp koma vandræði hjá tæknirisum á borð við Facebook eða Google sem varða gagnaöryggi naga margir neglurnar og spyrja sig hvort nú sé komið að stóra gagnalekanum. Hvort núna loksins verði helt úr stóra upplýsingapottinum. Það urðu einmitt bilanir í þjónustum þessara fyrirtækja, Facebook og Google nú á dögunum, með stuttu millibili. Áhyggjur af stóra lekanum eru eflaust óþarfar í bili. En hann vofir alltaf yfir og hvað gerist þá veit enginn. Fer samfélagið á hliðina eða verða hreinlega ný siðaskipti meðal manna? Jóhannes Ólafsson fjallar um málið og ræðir við Brynjólf Borgar Jónsson, hjá Data lab á Íslandi og Þröst Jónasson hjá Miracle. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
12/18/20200
Episode Artwork

59 | Lokaþáttur: Stóri gagnalekinn og kynlífshneyksli þingmanns

short_text=None long_text='Í fimmtugasta og níunda og síðasta þætti Heimskviða fjöllum við meðal annars um aðför ungverskra stjórnvalda að fjölmiðlafrelsi og Evrópuþingmanninn sem sótti kynlífspartý með öðrum karlmönnum á meðan hann freistar þess að takmarka réttindi hinsegin fólks. Þá segjum við frá raunverulegum möguleikum þess stóra gagnalekans, áhyggjur sem mörg viðruðu eftir að þjónusta Facebook og Google bilaði á dögunum. Þá fjöllum við um viðburðaríkt ár á erlendum vettvangi og mikilvægi erlendra frétta. \n\nÞað þótti heldur neyðarlegt þegar ungverskur Evrópuþingmaður þurfti að segja af sér eftir að greint var frá því að hann hafi brotið sóttvarnarreglur með því að sækja kynlífspartý með 20 öðrum karlmönnum í Brüssel - maður sem talinn er höfundur stjórnarskrár sem takmarkar réttindi hinseginfólks. Þetta mál er hins vegar ein af birtingarmyndum slæmrar lýðræðisþróunar í Ungverjalandi. Ríkisstjórnin hefur tekið til sín sífellt meiri völd og stjórnar nú meðal annars fjölmiðlum og dómskerfi . En hefur mál þingmannsins einhverjar afleiðingar? Við skoðum það með Eiríki Bergmann stjórnmálafræðingi og Szabolcs Panyi rannsóknarblaðamanni í Ungverjalandi.\n\n Flest okkar höfum á einhverjum tímapunkti óttast að persónulegar upplýsingar um okkur leki á netið. Í það minnsta leitt hugann að því. Almennir netnotendur vita þó sjaldnast hvar þessar upplýsingar þeirra eru í raun niður komnar. Eru þær grafnar í eitthvað gagnaver eða svífandi um í skýinu? Þegar upp koma vandræði hjá tæknirisum á borð við Facebook eða Google sem varða gagnaöryggi naga margir neglurnar og spyrja sig hvort nú sé komið að stóra gagnalekanum. Hvort núna loksins verði helt úr stóra upplýsingapottinum. Það urðu einmitt bilanir í þjónustum þessara fyrirtækja, Facebook og Google nú á dögunum, með stuttu millibili. Áhyggjur af stóra lekanum eru eflaust óþarfar í bili. En hann vofir alltaf yfir og hvað gerist þá veit enginn. Fer samfélagið á hliðina eða verða hreinlega ný siðaskipti meðal manna? Jóhannes Ólafsson fjallar um málið og ræðir við Brynjólf Borgar Jónsson, hjá Data lab á Íslandi og Þröst Jónasson hjá Miracle.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
12/18/202050 minutes
Episode Artwork

58 | Njósnaskandall í Bretlandi og fá fátækustu ríkin bóluefni?

Í Heimskviðum í dag er fjallað um eina flóknustu og dýrustu opinberu rannsókn í sögu Bretlands, um stöðu fátækustu ríkja heims þegar bóluefni gegn Covid 19 eru annars vegar og um framtíð orkugjafa nú þegar reynt er að draga úr brennslu kola. Þegar upp komst að breski umhverfisaðgerðasinninn Mark Stone væri í raun leynilögreglumaðurinn Mark Kennedy óraði fáa fyrir því að uppgötvunin myndi leiða af sér einhverja flóknustu og dýrustu opinberu rannsókn í sögu Bretlands. Áratug síðar hefur komið í ljós að að minnsta kosti 139 lögreglumenn störfuðu um lengri tíma sem njósnarar inni í hinum ýmsu hópum aðgerðasinna. Tugir njósnaranna áttu í ástarsamböndum við aðgerðasinna sem þeir njósnuðu um, og minnst þrír feðruðu börn. Rannsóknin heldur áfram næstu árin og enn er margt á huldu. Þórunn Elísabet Bogadóttir segir frá. Um fátt annað er talað þessa dagana en bóluefni gegn COVID-19. Bóluefnið er líklega eina raunhæfa leið okkar úr úr faraldrinum sem hefur haft áhrif á líf nær allra jarðarbúa á árinu. Um tvö hundruð bóluefni hafa verið í þróun og í haust fóru að berast fréttir af því að nokkur hefðu gefið góða raun. Sums staðar er annaðhvort byrjað að bólusetja eða þá að slíkt ferli er á næsta leiti. En hvernig verður staða fátækustu ríkja heims í kapphlaupinu um bóluefnin? Dagný Hulda Erlendsdóttir fjallar um málið. Enginn af orkugjöfum mannkyns mengar jafn mikið og kol. Það skiptir því miklu máli í baráttunni við hamfarahlýnun að draga úr og helst hætta brennslu kola. Hvernig gengur það og getur alþjóðleg samvinna í baráttunni við kórónuveiruna vísað veginn? Bogi Ágústsson ræðir við Halldór Þorgeirsson, formann Loftslagsráðs. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
12/11/20200
Episode Artwork

58 | Njósnaskandall í Bretlandi og fá fátækustu ríkin bóluefni?

short_text=None long_text='Í Heimskviðum í dag er fjallað um eina flóknustu og dýrustu opinberu rannsókn í sögu Bretlands, um stöðu fátækustu ríkja heims þegar bóluefni gegn Covid 19 eru annars vegar og um framtíð orkugjafa nú þegar reynt er að draga úr brennslu kola. \n\nÞegar upp komst að breski umhverfisaðgerðasinninn Mark Stone væri í raun leynilögreglumaðurinn Mark Kennedy óraði fáa fyrir því að uppgötvunin myndi leiða af sér einhverja flóknustu og dýrustu opinberu rannsókn í sögu Bretlands. Áratug síðar hefur komið í ljós að að minnsta kosti 139 lögreglumenn störfuðu um lengri tíma sem njósnarar inni í hinum ýmsu hópum aðgerðasinna. Tugir njósnaranna áttu í ástarsamböndum við aðgerðasinna sem þeir njósnuðu um, og minnst þrír feðruðu börn. Rannsóknin heldur áfram næstu árin og enn er margt á huldu. Þórunn Elísabet Bogadóttir segir frá. \n\nUm fátt annað er talað þessa dagana en bóluefni gegn COVID-19. Bóluefnið er líklega eina raunhæfa leið okkar úr úr faraldrinum sem hefur haft áhrif á líf nær allra jarðarbúa á árinu. Um tvö hundruð bóluefni hafa verið í þróun og í haust fóru að berast fréttir af því að nokkur hefðu gefið góða raun. Sums staðar er annaðhvort byrjað að bólusetja eða þá að slíkt ferli er á næsta leiti. En hvernig verður staða fátækustu ríkja heims í kapphlaupinu um bóluefnin? Dagný Hulda Erlendsdóttir fjallar um málið.\n\nEnginn af orkugjöfum mannkyns mengar jafn mikið og kol. Það skiptir því miklu máli í baráttunni við hamfarahlýnun að draga úr og helst hætta brennslu kola. Hvernig gengur það og getur alþjóðleg samvinna í baráttunni við kórónuveiruna vísað veginn? Bogi Ágústsson ræðir við Halldór Þorgeirsson, formann Loftslagsráðs.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
12/11/202050 minutes
Episode Artwork

57 | Minnkaklúðrið, norðurslóðir og Fairytale of New York

Í Heimskviðum í dag er fjallað um framtíð samstarfs á Norðurslóðum og áhrif kórónuveirufaraldursins á þau sem þar búa, um framtíð loðdýraræktar og svo segjum við frá sögu jólalagsins sem nú er búið að ritskoða fyrir eina af útvarpsrásum BBC. Loftslagsbreytingum hefur fylgt vaxandi áhugi á málefnum Norðurslóða, en Ísland er nú í forystu þeirra ríkja sem vinna saman á svæðinu þar sem Bandaríkin og Rússland starfa meðal annars í mesta bróðerni. En hvernig hefur þessi samvinna gengið? Má búast við breytingum með nýrri stjórn í Bandaríkjunum, og hvaða áhrif COVID-19 haft á samfélög Norðurslóða? Andri Yrkill Valsson þreytir hér frumraun sína í Heimskviðum. Danir eru með eina umfangsmestu minkarækt í heimi og ef aðeins er litið Evrópu er ræktunin langmest í Danmörku. Síðastliðinn mánuð hafa fjölmiðlar þar í landi sem og víðar fjallað um Stóra minkamálið svokallaða. Milljónum minka í Danmörku hefur verið lógað eftir tilskipun frá stjórnvöldum um að fella ætti allan minkastofn landsins. Ástæðan var kórónuveirusmit í minkum eða möguleg smit. Ákvörðunin hefur vakið miklar deilur og minkabændur mótmælt af krafti, sérstaklega eftir að í ljós kom að lagaheimild hafi skort til að ráðast í aðgerðirnar.Þessir atburðir í Danmörku hafa sett umræðu um loðdýrarækt á kortið en einnig um stærra vandamál. Vandamál sem kom kórónuveirunni af stað til að byrja með, það sem snertir heilu vistkerfin og samband manns og náttúru. Jóhannes Ólafsson fjallar um málið. Eitt vinsælasta jólalag Breta, og þó víðar væri leitað, er nú leikið í örlítið breyttri útgáfu á aðal útvarpsstöð Breska ríkisútvarpsins. Ekki eru allir sáttir við ritskoðun BBC sem klipptu út úr jólalaginu orð sem hæstráðendur þar segja særandi og meiðandi. Ástralski tónlistarmaðurinn Nick Cave hefur meðal annars blandað sér í umræðuna og segir breska ríkisútvarpið vera að rústa listaverkinu sem Fairytale of New York sé. Málið á sér ekki mörg fordæmi, enda kannski ekki mörg jólalögin sem orðn faggi og drusla koma fyrir í. Birta Björnsdóttir fjallar um jólalagið og ræðir meðal annars við Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands, og tónistarfræðing með meiru. Arnar Eggert segist skilja vel að orð á borð við faggi og drusla komi illa við marga, en á meðan sé það dálítið eins og að krassa á Mónu Lísu að ritskoða lög með þessum hætti. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
12/4/20200
Episode Artwork

57 | Minnkaklúðrið, norðurslóðir og Fairytale of New York

short_text=None long_text='Í Heimskviðum í dag er fjallað um framtíð samstarfs á Norðurslóðum og áhrif kórónuveirufaraldursins á þau sem þar búa, um framtíð loðdýraræktar og svo segjum við frá sögu jólalagsins sem nú er búið að ritskoða fyrir eina af útvarpsrásum BBC. \n\nLoftslagsbreytingum hefur fylgt vaxandi áhugi á málefnum Norðurslóða, en Ísland er nú í forystu þeirra ríkja sem vinna saman á svæðinu þar sem Bandaríkin og Rússland starfa meðal annars í mesta bróðerni. En hvernig hefur þessi samvinna gengið? Má búast við breytingum með nýrri stjórn í Bandaríkjunum, og hvaða áhrif COVID-19 haft á samfélög Norðurslóða? Andri Yrkill Valsson þreytir hér frumraun sína í Heimskviðum.\n\nDanir eru með eina umfangsmestu minkarækt í heimi og ef aðeins er litið Evrópu er ræktunin langmest í Danmörku. Síðastliðinn mánuð hafa fjölmiðlar þar í landi sem og víðar fjallað um Stóra minkamálið svokallaða. Milljónum minka í Danmörku hefur verið lógað eftir tilskipun frá stjórnvöldum um að fella ætti allan minkastofn landsins. Ástæðan var kórónuveirusmit í minkum eða möguleg smit. Ákvörðunin hefur vakið miklar deilur og minkabændur mótmælt af krafti, sérstaklega eftir að í ljós kom að lagaheimild hafi skort til að ráðast í aðgerðirnar.Þessir atburðir í Danmörku hafa sett umræðu um loðdýrarækt á kortið en einnig um stærra vandamál. Vandamál sem kom kórónuveirunni af stað til að byrja með, það sem snertir heilu vistkerfin og samband manns og náttúru. Jóhannes Ólafsson fjallar um málið.\n\nEitt vinsælasta jólalag Breta, og þó víðar væri leitað, er nú leikið í örlítið breyttri útgáfu á aðal útvarpsstöð Breska ríkisútvarpsins. Ekki eru allir sáttir við ritskoðun BBC sem klipptu út úr jólalaginu orð sem hæstráðendur þar segja særandi og meiðandi. Ástralski tónlistarmaðurinn Nick Cave hefur meðal annars blandað sér í umræðuna og segir breska ríkisútvarpið vera að rústa listaverkinu sem Fairytale of New York sé. Málið á sér ekki mörg fordæmi, enda kannski ekki mörg jólalögin sem orðn faggi og drusla koma fyrir í. Birta Björnsdóttir fjallar um jólalagið og ræðir meðal annars við Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands, og tónistarfræðing með meiru. Arnar Eggert segist skilja vel að orð á borð við faggi og drusla komi illa við marga, en á meðan sé það dálítið eins og að krassa á Mónu Lísu að ritskoða lög með þessum hætti. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
12/4/202050 minutes
Episode Artwork

56 | Átökin í Tigray, yfirgefin Palestína og var Maradona guðlegur?

Í Heimskviðum í dag er fjallað um hálfguðinn Diego Armando Maradona, sem lést í vikunni, um framtíðarhorfur í Palestínu og átök í Tigray héraði í Eþíópíu. Einn dáðasti knattspyrnumaður sögunnar, Diego Armando Maradona, lést á miðvikudag, sextugur að aldri. Guðmundur Björn Þorbjörnsson fjallar um skrautlegan æviferil Maradona með aðstoð Helga Hrafns Guðmundssonar, sagnfræðings, sem bjó lengi í Argentínu og þekkir vel þann stall sem Maradona var á hjá þjóð sinni. Átök hafa nú geisað í Tigray héraði í Eþíópíu í þrjár vikur. Hundruð hafa látist, í það minnsta, og tugþúsundir flúiðheimili sín. Forsætisráðherrann hlaut friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir að binda endi á stríð en nú, innan við ári síðar, á hann í stríði innan eigin ríkis. Ef átökin dragast á langinn eða breiðast út er voðinn vís í Austur-Afríku. Þórunn Elísabet Bogadóttir fjallar um málið. Áratugum saman hafa Palestínumenn barist fyrir sjálfstæði sínu. Þeim hefur orðið lítið ágengt og í valdatíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta virðist draumurinn um sjálfstætt ríki jafnvel orðinn fjarlægri. Eru Palestínumenn orðnir einir í baráttunni? Er tveggja ríkja lausn úr myndinni? Ólöf Ragnarsdóttir reynir að svara þessum spurningum og fleirum með aðstoð Honeidu Ghanim, fræðikonu frá Ramallah sem segir að Palestínumenn verði að halda í vonina, það sé ekki valkostur að gefast upp. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
11/27/20200
Episode Artwork

56 | Átökin í Tigray, yfirgefin Palestína og var Maradona guðlegur?

short_text=None long_text='Í Heimskviðum í dag er fjallað um hálfguðinn Diego Armando Maradona, sem lést í vikunni, um framtíðarhorfur í Palestínu og átök í Tigray héraði í Eþíópíu.\n\nEinn dáðasti knattspyrnumaður sögunnar, Diego Armando Maradona, lést á miðvikudag, sextugur að aldri. Guðmundur Björn Þorbjörnsson fjallar um skrautlegan æviferil Maradona með aðstoð Helga Hrafns Guðmundssonar, sagnfræðings, sem bjó lengi í Argentínu og þekkir vel þann stall sem Maradona var á hjá þjóð sinni.\n\nÁtök hafa nú geisað í Tigray héraði í Eþíópíu í þrjár vikur. Hundruð hafa látist, í það minnsta, og tugþúsundir flúiðheimili sín. Forsætisráðherrann hlaut friðarverðlaun Nóbels í fyrra fyrir að binda endi á stríð en nú, innan við ári síðar, á hann í stríði innan eigin ríkis. Ef átökin dragast á langinn eða breiðast út er voðinn vís í Austur-Afríku. Þórunn Elísabet Bogadóttir fjallar um málið.\n\nÁratugum saman hafa Palestínumenn barist fyrir sjálfstæði sínu. Þeim hefur orðið lítið ágengt og í valdatíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta virðist draumurinn um sjálfstætt ríki jafnvel orðinn fjarlægri. Eru Palestínumenn orðnir einir í baráttunni? Er tveggja ríkja lausn úr myndinni? Ólöf Ragnarsdóttir reynir að svara þessum spurningum og fleirum með aðstoð Honeidu Ghanim, fræðikonu frá Ramallah sem segir að Palestínumenn verði að halda í vonina, það sé ekki valkostur að gefast upp.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
11/27/202050 minutes
Episode Artwork

55 | Nagorno-Karabakh, norræn krísa og bjargvætturinn Dolly Parton

Í Heimskviðum í dag verður fjallað um aðdraganda ástandsins í Nagorno-Karabakh héraði, um bresti í norrænu samstarfi á tímum kórónuveirunnar og gleðigjafann Dolly Parton og hlutverk hennar í þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni. Nagorno-Karabakh, lítið hérað í Suður-Kákasusfjöllunum, hefur verið bitbein Armeníu og Aserbaísjan áratugum saman. Nýlega kom til harðra átaka þar, sem endaði með friðarsamkomulagi, sem ekki allir eru ánægðir með. Síðasta friðarsamkomulag entist í 26 ár. Að baki ófriðnum eru flókin pólitísk átök sem fleiri þjóðir hafa dregist í. Hallgrímur Indriðason rýnir, með aðstoð sérfræðinga, í ástæður þessara átaka og hvaða líkur séu á varanlegum friði í héraðinu. Öfugþróun hefur verið í norrænu samstarfi undanfarin ár, landamærum sem höfðu verið opin frá því 1952 var lokað. Forsætisráðherrar ríkjanna samþykktu í fyrra að Norðurlönd yrðu samofnasta og sjálfbærasta svæði veraldar, sá draumur virðist fjarlægjast. Kórónuveiran sýkti ekki bara fólk heldur líka norrænt samstarf, upp er komin tortryggni og jafnvel ótti, ,,við og þeir" hugsun hefur skotið upp kollinum. En það er ekki bara veiran sem á sök á þessu segir kennari við Helsinki-háskóla, andúð á hnattvæðingu og ný-þjóðernishyggja leika einnig hlutverk. Nýverið bárust fregnir af því að bóluefni gegn Covid 19 frá bandaríska lyfjafyrirtækinu Moderna, hafi sýnt allt að 95% virkni. Þetta eru gleðitíðindi og um svipað leyti eru aðrir lyfjaframleiðendur einnig að koma fram með bóluefni gegn kórónuveirunni sem hefur lagt heiminn á hliðina á þessu ári. En þróun bóluefnisins frá Moderna hefði líklega aldrei náð neinu flugi ef ekki hefði verið fyrir rausnarlega peningagjöf eins ástsælasta gleðigjafa samtímans, kántrísöngkonunnar Dolly Parton. Guðmundur Björn segir okkur frá þessari skemmtilegu staðreynd og hvað það er við Dolly Parton, sem fær okkur til að elska hana. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
11/20/20200
Episode Artwork

55 | Nagorno-Karabakh, norræn krísa og bjargvætturinn Dolly Parton

short_text=None long_text='Í Heimskviðum í dag verður fjallað um aðdraganda ástandsins í Nagorno-Karabakh héraði, um bresti í norrænu samstarfi á tímum kórónuveirunnar og gleðigjafann Dolly Parton og hlutverk hennar í þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni.\n\nNagorno-Karabakh, lítið hérað í Suður-Kákasusfjöllunum, hefur verið bitbein Armeníu og Aserbaísjan áratugum saman. Nýlega kom til harðra átaka þar, sem endaði með friðarsamkomulagi, sem ekki allir eru ánægðir með. Síðasta friðarsamkomulag entist í 26 ár. Að baki ófriðnum eru flókin pólitísk átök sem fleiri þjóðir hafa dregist í. Hallgrímur Indriðason rýnir, með aðstoð sérfræðinga, í ástæður þessara átaka og hvaða líkur séu á varanlegum friði í héraðinu.\n\nÖfugþróun hefur verið í norrænu samstarfi undanfarin ár, landamærum sem höfðu verið opin frá því 1952 var lokað. Forsætisráðherrar ríkjanna samþykktu í fyrra að Norðurlönd yrðu samofnasta og sjálfbærasta svæði veraldar, sá draumur virðist fjarlægjast. Kórónuveiran sýkti ekki bara fólk heldur líka norrænt samstarf, upp er komin tortryggni og jafnvel ótti, ,,við og þeir" hugsun hefur skotið upp kollinum. En það er ekki bara veiran sem á sök á þessu segir kennari við Helsinki-háskóla, andúð á hnattvæðingu og ný-þjóðernishyggja leika einnig hlutverk.\n\nNýverið bárust fregnir af því að bóluefni gegn Covid 19 frá bandaríska lyfjafyrirtækinu Moderna, hafi sýnt allt að 95% virkni. Þetta eru gleðitíðindi og um svipað leyti eru aðrir lyfjaframleiðendur einnig að koma fram með bóluefni gegn kórónuveirunni sem hefur lagt heiminn á hliðina á þessu ári. En þróun bóluefnisins frá Moderna hefði líklega aldrei náð neinu flugi ef ekki hefði verið fyrir rausnarlega peningagjöf eins ástsælasta gleðigjafa samtímans, kántrísöngkonunnar Dolly Parton. Guðmundur Björn segir okkur frá þessari skemmtilegu staðreynd og hvað það er við Dolly Parton, sem fær okkur til að elska hana.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
11/20/202057 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

54 | Ofsóknir Kínverja á Úígúrum og sjálfstæðisbarátta Skotlands

Í Heimskviðum í dag stöndum við við gefin loforð og fjöllum ekkert um bandarísk stjórnmál svona til tilbreytingar. Margt annað kemur þó við sögu í þættinum, til að mynda orð ársins 2020 og ný þáttaröð af The Crown. Þá segjum við frá stöðu Úígúra í Kína og fjöllum um sjálfstæðisbaráttu Skota. Stjórnvöld i Kína eru sökuð um að reyna að eyða menningu Úígúra og að hafa í því skyni lokað eina milljón manns inni í fangabúðum. Þar er fólk neytt til að láta af trú sinni, læra að tala kínversku og er refsað fyrir að eignast mörg börn. Þá eru dæmi um að eftir vistina þar sé fólk sent í þrælkunarvinnu í verksmiðjum. Dagný Hulda Erlendsdóttir fjallar um málið. Skotar ákváðu að halda sig við stöðugleikann þegar kosið var gegn sjálfstæði ríkisins fyrir sex árum. Stöðugleiki er hins vegar ekki orð sem margir myndu nota um bresk stjórnmál síðan þá. Staðan er gjörbreytt og krafan um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæðið hefur aldrei verið háværari. Þórunn Elísabet Bogadóttir segir frá. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
11/13/20200
Episode Artwork

54 | Ofsóknir Kínverja á Úígúrum og sjálfstæðisbarátta Skotlands

short_text=None long_text='Í Heimskviðum í dag stöndum við við gefin loforð og fjöllum ekkert um bandarísk stjórnmál svona til tilbreytingar. Margt annað kemur þó við sögu í þættinum, til að mynda orð ársins 2020 og ný þáttaröð af The Crown. Þá segjum við frá stöðu Úígúra í Kína og fjöllum um sjálfstæðisbaráttu Skota. \n\nStjórnvöld i Kína eru sökuð um að reyna að eyða menningu Úígúra og að hafa í því skyni lokað eina milljón manns inni í fangabúðum. Þar er fólk neytt til að láta af trú sinni, læra að tala kínversku og er refsað fyrir að eignast mörg börn. Þá eru dæmi um að eftir vistina þar sé fólk sent í þrælkunarvinnu í verksmiðjum. Dagný Hulda Erlendsdóttir fjallar um málið.\n\nSkotar ákváðu að halda sig við stöðugleikann þegar kosið var gegn sjálfstæði ríkisins fyrir sex árum. Stöðugleiki er hins vegar ekki orð sem margir myndu nota um bresk stjórnmál síðan þá. Staðan er gjörbreytt og krafan um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæðið hefur aldrei verið háværari. Þórunn Elísabet Bogadóttir segir frá.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
11/13/202050 minutes
Episode Artwork

53 | Er Biden að vinna? Kosningarnar sögulegu og stjórnartíð Trumps

Heimskviður vikunnar eru helgaðar nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. Þó úrslitin liggi ekki fyrir þegar þátturinn er tekinn upp, er um margt að ræða. Þótt flestir séu sammála um að kosningarnar á þriðjudag séu fordæmalausar rétt eins og síðustu mánuðir má ekki gleyma því að sagan á það til að endurtaka sig. Margir hafa rifjað upp kosningarnar árið 2000 enda er óhætt að segja að þar hafi allt hafi farið í bál og brand líkt og nú. Þá voru kosningarnar mjög tvísýnar og niðurstöðurnar vógu salt allt þar til endurtalning fór fram sem síðan fór fyrir dómstóla. Það var ekki fyrr en að hæstiréttur skarst í leikinn að George Bush var réttkjörinn forseti fram yfir Al Gore. Fólk úr lagateymi Bush á sínum tíma er nú komið í valdamiklar stöður innan stjórnkerfisins og fari það svo að niðurstöður kosninganna á þriðjudag fari í hart sjáum við líklega skuggann af hinum örlagaríku aldamótakosningum. Er Trump búinn að vera að skipuleggja þessa fléttu í tvö ár? Jóhannes Ólafsson leitast við að svara þeirri spurningu. Donald Trump hefur verið einn umdeildasti forseti Bandaríkjanna fyrr og síðar. Það virðist þó ekki hafa komið niður á vinsældum hans ef marka má stuðning við hann í embætti. Ingvar Þór Björnsson flytur í þættinum sinn fyrsta Heimskviðupistil og ræðir við Marc Fisher, ritstjóra hjá The Washington Post, um forsetatíð Donalds Trump sem hefur einkennst af átökum og sundrungu. Fisher segir Trump hafa verið forseta fyrir þann hóp sem kaus hann - en aðra ekki. Hann hafi ekki gert neitt til að sameina þjóðina. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
11/6/20200
Episode Artwork

53 | Er Biden að vinna? Kosningarnar sögulegu og stjórnartíð Trumps

short_text=None long_text='Heimskviður vikunnar eru helgaðar nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. Þó úrslitin liggi ekki fyrir þegar þátturinn er tekinn upp, er um margt að ræða.\n\nÞótt flestir séu sammála um að kosningarnar á þriðjudag séu fordæmalausar rétt eins og síðustu mánuðir má ekki gleyma því að sagan á það til að endurtaka sig. Margir hafa rifjað upp kosningarnar árið 2000 enda er óhætt að segja að þar hafi allt hafi farið í bál og brand líkt og nú. Þá voru kosningarnar mjög tvísýnar og niðurstöðurnar vógu salt allt þar til endurtalning fór fram sem síðan fór fyrir dómstóla. Það var ekki fyrr en að hæstiréttur skarst í leikinn að George Bush var réttkjörinn forseti fram yfir Al Gore. Fólk úr lagateymi Bush á sínum tíma er nú komið í valdamiklar stöður innan stjórnkerfisins og fari það svo að niðurstöður kosninganna á þriðjudag fari í hart sjáum við líklega skuggann af hinum örlagaríku aldamótakosningum. Er Trump búinn að vera að skipuleggja þessa fléttu í tvö ár? Jóhannes Ólafsson leitast við að svara þeirri spurningu. \n\nDonald Trump hefur verið einn umdeildasti forseti Bandaríkjanna fyrr og síðar. Það virðist þó ekki hafa komið niður á vinsældum hans ef marka má stuðning við hann í embætti. Ingvar Þór Björnsson flytur í þættinum sinn fyrsta Heimskviðupistil og ræðir við Marc Fisher, ritstjóra hjá The Washington Post, um forsetatíð Donalds Trump sem hefur einkennst af átökum og sundrungu. Fisher segir Trump hafa verið forseta fyrir þann hóp sem kaus hann - en aðra ekki. Hann hafi ekki gert neitt til að sameina þjóðina.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
11/6/202050 minutes
Episode Artwork

52 | Q-Anon, uppnám í Póllandi og efnahagsáhrif Covid-19

Í Heimskviðum í dag er fjallaðum mótmæli í Póllandi, samsæriskenningasmiði í Bandaríkjunum og framtíðarhorfur í efnahagsmálum heimsins á tímum heimsfaraldurs. Pólskt samfélag er í uppnámi. Ekki aðeins eru sett met í fjölda kórónuveirusmita og dauðsfalla dag hvern heldur hefur úrskurður stjórnarskrárdómstóls þar í landi um þungunarrof valdið misklíð. Þúsundir hafa virt samkomutakmarkanir að vettugi og mótmælt á hverjum einasta degi síðustu vikuna. Þórunn Elísabet Bogadóttir segir frá. Enginn endi virðist í sjónmáli kórónuveirufaraldrinum og þar með efnahagskreppunni sem fylgdi farsóttinni. Hagfræðingar töldu að efnahagslífið rétti hratt úr kútnum þegar faraldurinn hefði gengið yfir, nú eru tvær grímur farnar að renna á þá og margir spá mun langvinnari kreppu. Bogi Ágústsson fjallar um farsóttarkreppuna og ræðir meðal annars við Jón Daníelsson, prófessor við London School of Economics. Samsæriskenningar lifa góðu lífi á samfélagsmiðlum. Ein þeirra hin svokallaða QAnon sem gengur út á það að Bandaríkjunum - jafnvel heiminum öllum - sé að mestu stjórnað af djöfladýrkandi barnaníðingum - og Donald Trump forseti sé bjargvætturinn. Talið er að milljónir séu hallar undir þennan boðskap og fólk úr þeirra röðum nái jafnvel inn á þing í kosningunum vestanhafs á þriðjudaginn. Ólöf Ragnarsdóttir fjallar um málið. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
10/30/20200
Episode Artwork

52 | Q-Anon, uppnám í Póllandi og efnahagsáhrif Covid-19

short_text=None long_text='Í Heimskviðum í dag er fjallaðum mótmæli í Póllandi, samsæriskenningasmiði í Bandaríkjunum og framtíðarhorfur í efnahagsmálum heimsins á tímum heimsfaraldurs. \n\nPólskt samfélag er í uppnámi. Ekki aðeins eru sett met í fjölda kórónuveirusmita og dauðsfalla dag hvern heldur hefur úrskurður stjórnarskrárdómstóls þar í landi um þungunarrof valdið misklíð. Þúsundir hafa virt samkomutakmarkanir að vettugi og mótmælt á hverjum einasta degi síðustu vikuna. Þórunn Elísabet Bogadóttir segir frá.\n\nEnginn endi virðist í sjónmáli kórónuveirufaraldrinum og þar með efnahagskreppunni sem fylgdi farsóttinni. Hagfræðingar töldu að efnahagslífið rétti hratt úr kútnum þegar faraldurinn hefði gengið yfir, nú eru tvær grímur farnar að renna á þá og margir spá mun langvinnari kreppu. Bogi Ágústsson fjallar um farsóttarkreppuna og ræðir meðal annars við Jón Daníelsson, prófessor við London School of Economics.\n\nSamsæriskenningar lifa góðu lífi á samfélagsmiðlum. Ein þeirra hin svokallaða QAnon sem gengur út á það að Bandaríkjunum - jafnvel heiminum öllum - sé að mestu stjórnað af djöfladýrkandi barnaníðingum - og Donald Trump forseti sé bjargvætturinn. Talið er að milljónir séu hallar undir þennan boðskap og fólk úr þeirra röðum nái jafnvel inn á þing í kosningunum vestanhafs á þriðjudaginn. Ólöf Ragnarsdóttir fjallar um málið. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
10/30/202050 minutes
Episode Artwork

51 | Krísan í Kirgistan og hneykslismál sænsku Nóbelsakademíunnar

Í Heimskviðum í dag er fjallað um kjörsókn í Bandaríkjunum nú þegar forsetakosningar eru handan við hornið. Við segjum frá mótmælaöldu í Kirgistan eftir þingkosningar þar í landi. Þá veltum við upp þeirri spurningu hvort bókmenntaverðlaun Nóbels séu í raun ónýt, eftir að illa hefur gengið að gera upp fortíðina eftir MeToo bylgjuna. Nóbelsverðlaun í bókmenntum hafa staðið á krossgötum frá árinu 2017 eftir hneykslismál og spillingu. Félagi í sænsku akademíunni var sakaður um gróf kynferðisbrot í kjölfar metoo-byltingarinnar og einnig gert að hafa brotið ýmsar aðrar reglur akademíunnar. Upp frá þessu hefur verið pressa á því að reyna að lægja öldurnar og endurheimta traust. Það gekk ekki árið 2019 eftir að tveir höfundar voru valdir, annar með mjög umdeildar pólitískar skoðanir og söguskoðun. Í ár hafa jafnvel sumir kallað eftir því að Louise Glück, handhafi nóbelsverðlaunanna 2020, taki ekki við verðlaununum í desember. Það er sem sagt enn allt í hnút í akademíunni og það veltur á næstu skrefum hvort hann verði leystur. Eru bókmenntaverðlaun Nóbels ónýt? Jóhannes Ólafsson leitast við að svara þeirri spurningu. Úrslit þingkosninganna í Kirgistan sem fóru fram 4. október voru ógilt tveimur dögum síðar. Kosningarnar leiddu af sér mikla mótmælaöldu sem steypti af stóli ríkisstjórn og forseta. Þessir atburðir áttu sér nokkurn aðdraganda og reyndar var þetta alls ekki í fyrsta sinn sem mótmæli almennings leiddu til stjórnarskipta í þessu fyrrum Sovétlýðveldi. Hallgrímur Indriðason rýnir í ástæður þessara atburða, þar sem meðal annars kemur við sögu embættismaður sem stundaði ólöglega fjármagnsflutninga, skoðar hvað taki nú við hjá þessari þjóð. Þá ræðum við við Elizabeth Rosen, sem starfar fyrir samtökin Next Gen America í Bandaríkjunum. Meðal annars um þá staðreynd að yfir 40 milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar kosið í kosningunum og hvaða áhrif það hefur á fylgi frambjóðenda. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
10/23/20200
Episode Artwork

51 | Krísan í Kirgistan og hneykslismál sænsku Nóbelsakademíunnar

short_text=None long_text='Í Heimskviðum í dag er fjallað um kjörsókn í Bandaríkjunum nú þegar forsetakosningar eru handan við hornið. Við segjum frá mótmælaöldu í Kirgistan eftir þingkosningar þar í landi. Þá veltum við upp þeirri spurningu hvort bókmenntaverðlaun Nóbels séu í raun ónýt, eftir að illa hefur gengið að gera upp fortíðina eftir MeToo bylgjuna. \n\nNóbelsverðlaun í bókmenntum hafa staðið á krossgötum frá árinu 2017 eftir hneykslismál og spillingu. Félagi í sænsku akademíunni var sakaður um gróf kynferðisbrot í kjölfar metoo-byltingarinnar og einnig gert að hafa brotið ýmsar aðrar reglur akademíunnar. Upp frá þessu hefur verið pressa á því að reyna að lægja öldurnar og endurheimta traust. Það gekk ekki árið 2019 eftir að tveir höfundar voru valdir, annar með mjög umdeildar pólitískar skoðanir og söguskoðun. Í ár hafa jafnvel sumir kallað eftir því að Louise Glück, handhafi nóbelsverðlaunanna 2020, taki ekki við verðlaununum í desember. Það er sem sagt enn allt í hnút í akademíunni og það veltur á næstu skrefum hvort hann verði leystur. Eru bókmenntaverðlaun Nóbels ónýt? Jóhannes Ólafsson leitast við að svara þeirri spurningu. \n\nÚrslit þingkosninganna í Kirgistan sem fóru fram 4. október voru ógilt tveimur dögum síðar. Kosningarnar leiddu af sér mikla mótmælaöldu sem steypti af stóli ríkisstjórn og forseta. Þessir atburðir áttu sér nokkurn aðdraganda og reyndar var þetta alls ekki í fyrsta sinn sem mótmæli almennings leiddu til stjórnarskipta í þessu fyrrum Sovétlýðveldi. Hallgrímur Indriðason rýnir í ástæður þessara atburða, þar sem meðal annars kemur við sögu embættismaður sem stundaði ólöglega fjármagnsflutninga, skoðar hvað taki nú við hjá þessari þjóð.\n\nÞá ræðum við við Elizabeth Rosen, sem starfar fyrir samtökin Next Gen America í Bandaríkjunum. Meðal annars um þá staðreynd að yfir 40 milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar kosið í kosningunum og hvaða áhrif það hefur á fylgi frambjóðenda.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
10/23/202050 minutes
Episode Artwork

50 | Proud Boys, Indland og „Johatsu“ í Japan

Í fimmtugasta þætti Heimskviða er fjallað um vopnaða hópa sem bandaríska alríkislögreglan telur eina mestu ógn sem steðji að landsmönnum, um hópnauðganir á Indlandi og baráttu fyrir afleiðingum slíkra ofbeldisverka og svo er sagt frá sístækkandi hópi fólks sem ákveður að láta sig hverfa í Japan. Hópar vopnaðra manna í Bandaríkjunum verja miklum tíma í að búa sig undir þann möguleika að þurfa á einhverjum tímapunkti að taka upp vopnin gegn sínum eigin stjórnvöldum. Þeir eru hluti af því sem bandaríska alríkislögreglan FBI telur mestu ógnina sem steðjar að Bandaríkjunum - meiri en öll þau erlendu hryðjuverkasamtök sem við þekkjum nöfnin á. Í síðustu viku komust hópar af þessu tagi í fréttirnar þegar upp komst um áform þeirra um að ræna ríkisstjóranum í Michigan. Nýr liðsmaður Heimskviða, Þórunn Elísabet Bogadóttir, fjallar um málið. Undanfarinn mánuðinn hefur fjöldi fólks tekið þátt í mótmælum á Indlandi. Mótmælum gegn viðhorfum og aðgerðum, eða aðgerðaleysi, löggæslumanna þegar kynferðisofbeldi er annars vegar. Tvær ungar konur hafa verið drepnar við samskonar aðstæður þar undanfarnar vikur, nauðgað af fleiri en einum manni svo illa að þær lifðu það ekki af. Konurnar tilheyrðu báðar lægstu stéttum samfélagsins, fólkinu sem er á Indlandi kallað hin ósnertanlegu. Birta Björnsdóttir fjallar um málið. Talið er að þúsundir Japana láti sig hverfa á ári hverju - segi skilið við fyrra líf og byrji upp á nýtt annars staðar. Stundum er þetta leið kvenna út úr ofbeldissamböndum og stundum telur fólk, af ýmsum ástæðum, betra að það fari að eilífu frekar en að kalla einhvers konar skömm yfir fjölskyldu sína. Stofnuð hafa verið svokölluð nætur-flutningafyrirtæki þar sem fólk getur fengið aðstoð við að hverfa sporlaust yfir nótt. Dagný Hulda Erlendsdóttir segir okkur frá. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
10/16/20200
Episode Artwork

50 | Proud Boys, Indland og „Johatsu“ í Japan

short_text=None long_text='Í fimmtugasta þætti Heimskviða er fjallað um vopnaða hópa sem bandaríska alríkislögreglan telur eina mestu ógn sem steðji að landsmönnum, um hópnauðganir á Indlandi og baráttu fyrir afleiðingum slíkra ofbeldisverka og svo er sagt frá sístækkandi hópi fólks sem ákveður að láta sig hverfa í Japan. \n\nHópar vopnaðra manna í Bandaríkjunum verja miklum tíma í að búa sig undir þann möguleika að þurfa á einhverjum tímapunkti að taka upp vopnin gegn sínum eigin stjórnvöldum. Þeir eru hluti af því sem bandaríska alríkislögreglan FBI telur mestu ógnina sem steðjar að Bandaríkjunum - meiri en öll þau erlendu hryðjuverkasamtök sem við þekkjum nöfnin á. Í síðustu viku komust hópar af þessu tagi í fréttirnar þegar upp komst um áform þeirra um að ræna ríkisstjóranum í Michigan. Nýr liðsmaður Heimskviða, Þórunn Elísabet Bogadóttir, fjallar um málið. \n\nUndanfarinn mánuðinn hefur fjöldi fólks tekið þátt í mótmælum á Indlandi. Mótmælum gegn viðhorfum og aðgerðum, eða aðgerðaleysi, löggæslumanna þegar kynferðisofbeldi er annars vegar. Tvær ungar konur hafa verið drepnar við samskonar aðstæður þar undanfarnar vikur, nauðgað af fleiri en einum manni svo illa að þær lifðu það ekki af. Konurnar tilheyrðu báðar lægstu stéttum samfélagsins, fólkinu sem er á Indlandi kallað hin ósnertanlegu. Birta Björnsdóttir fjallar um málið.\n\nTalið er að þúsundir Japana láti sig hverfa á ári hverju - segi skilið við fyrra líf og byrji upp á nýtt annars staðar. Stundum er þetta leið kvenna út úr ofbeldissamböndum og stundum telur fólk, af ýmsum ástæðum, betra að það fari að eilífu frekar en að kalla einhvers konar skömm yfir fjölskyldu sína. Stofnuð hafa verið svokölluð nætur-flutningafyrirtæki þar sem fólk getur fengið aðstoð við að hverfa sporlaust yfir nótt. Dagný Hulda Erlendsdóttir segir okkur frá.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
10/16/202050 minutes
Episode Artwork

49|Loftslagsváin í skugga Covid-19 og Black Speaks Back

Í Heimskviðum dagsins er fjallað um kappræður, kórónuveiru, loftslagsmál og afleiðingar kynþáttahyggju í Belgíu og Hollandi. Það er á brattann að sækja í loftslagsmálum. Kórónuveirufaraldur hefur varpað skugga á það nauðsynlega samtal sem þjóðir heims þurfa að eiga um aðgerðir, nú þegar 5 ár eru liðin frá undirritun Parísarsáttmálans. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna átti að fara fram í Glasgow en var frestað til næsta árs og ómögulegt er að spá fyrir um hvað verður rætt þar. Að mati Fionu Harvey, verðlaunablaðamanns breska blaðsins Guardian sem sérhæfir sig í umhverfismálum, verða Parísarmarkmiðin þó aðalmál á dagskrá og hvert heimurinn stefnir. Áhrif veirunnar á heimshagkerfið hljóta þó að bera á góma enda þótt áhrif hennar á loftslagið hafi verið skammvinnari en talið var í fyrstu. Jóhannes Ólafsson, sem er nýr liðsmaður Heimskviða, fjallar um málið og ræðir einnig við Svein Atla Gunnarsson, annan ritstjóra loftslag.is. Hvað situr eftir að loknu sögulegu mótmælasumri í Bandaríkjunum? Talið er að um tuttugu milljónir hafi tekið þátt í mótmælum Black Lives Matter-hreyfingarinnar, en vinsældir hennar hafa dalað síðustu mánuði. En helsta markmiðið náðist, að vekja athygli á kerfisbundnu ofbeldi gegn þeldökkum Bandaríkjamönnum. En það var einnig mótmælt í Evrópu, þar sem krafist var réttlætis en lítið hefur áunnist, að sögn belgískrar baráttukonu og stofnanda Black Speaks Back, sem voru stofnuð til að vekja athygli á afleiðingum kynþáttahyggju í Belgíu og Hollandi. Bjarni Pétur Jónsson fjallar um málið. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
10/9/20200
Episode Artwork

49|Loftslagsváin í skugga Covid-19 og Black Speaks Back

short_text=None long_text='Í Heimskviðum dagsins er fjallað um kappræður, kórónuveiru, loftslagsmál og afleiðingar kynþáttahyggju í Belgíu og Hollandi.\n\n Það er á brattann að sækja í loftslagsmálum. Kórónuveirufaraldur hefur varpað skugga á það nauðsynlega samtal sem þjóðir heims þurfa að eiga um aðgerðir, nú þegar 5 ár eru liðin frá undirritun Parísarsáttmálans. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna átti að fara fram í Glasgow en var frestað til næsta árs og ómögulegt er að spá fyrir um hvað verður rætt þar. Að mati Fionu Harvey, verðlaunablaðamanns breska blaðsins Guardian sem sérhæfir sig í umhverfismálum, verða Parísarmarkmiðin þó aðalmál á dagskrá og hvert heimurinn stefnir. Áhrif veirunnar á heimshagkerfið hljóta þó að bera á góma enda þótt áhrif hennar á loftslagið hafi verið skammvinnari en talið var í fyrstu. Jóhannes Ólafsson, sem er nýr liðsmaður Heimskviða, fjallar um málið og ræðir einnig við Svein Atla Gunnarsson, annan ritstjóra loftslag.is.\n\n Hvað situr eftir að loknu sögulegu mótmælasumri í Bandaríkjunum? Talið er að um tuttugu milljónir hafi tekið þátt í mótmælum Black Lives Matter-hreyfingarinnar, en vinsældir hennar hafa dalað síðustu mánuði. En helsta markmiðið náðist, að vekja athygli á kerfisbundnu ofbeldi gegn þeldökkum Bandaríkjamönnum. En það var einnig mótmælt í Evrópu, þar sem krafist var réttlætis en lítið hefur áunnist, að sögn belgískrar baráttukonu og stofnanda Black Speaks Back, sem voru stofnuð til að vekja athygli á afleiðingum kynþáttahyggju í Belgíu og Hollandi. Bjarni Pétur Jónsson fjallar um málið.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
10/9/202050 minutes
Episode Artwork

48 | Sænsku ISIS-börnin, ofbeldið í Hvíta-Rússlandi og Barrett & Ginsb

Í Heimskviðum Í dag er fjallað um börn liðsmanna hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríksins, sem mörg eru geymd í al Hol fangabúðunum í Sýrlandi. Þá segjum við frá grófu ofbeldi sem mótmælendur í Hvíta Rússlandi segja lögreglu beita sig. Auk þess fjöllum við um nýjan hæstaréttadómara í Bandaríkjunum og konuna sem hún tekur við embættinu af. Í al Hol fangabúðunum í Sýrlandi hafast við um 60 þúsund konur og börn sem tengjast hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Þar af eru nær 35 þúsund börn undir 12 ára aldri, hverra foreldrar hafa eða höfðu tengsl við samtökin. Ástandið í búðunum er hræðilegt, þar lést 331 barn í fyrra. En hvaða framtíð bíður þessarra barna, sem mörg eru fædd eða eiga ættir að rekja utan Sýrlands. Meðal annars til Norðulandanna. Kári Gylfason fjallar um málið frá Gautaborg. Það hafa borist fréttir af grófu ofbeldi lögreglu í Hvíta-Rússlandi gegn mótmælendum síðan forsetakosningar fóru fram 9. ágúst. Dagný Hulda Erlendsdóttir ræddi við sérfræðing hjá Mannréttindavaktinni sem var nýlega í landinu og ræddi við fólk sem hefur verið beitt ofbeldi af lögreglu. Ofbeldið hefur tekið á sig margar myndir samkvæmt frásögnunum, það er líkamlegt, kynferðislegt og andlegt. Svo hafa stjórnvöld beitt konur í stjórnmálum sérstökum kúgunaraðferðum, það er að hóta þeim því að ef þær hætti ekki stjórnmálaþátttöku þá verði börnin þeirra tekin af þeim. Amy Coney Barrett tekur við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Birta og Guðmundur fjalla um konurnar tvær, og einnig um skrautlegar kappræður Joe Biden og Donald Trump í vikunni. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
10/2/20200
Episode Artwork

48 | Sænsku ISIS-börnin, ofbeldið í Hvíta-Rússlandi og Barrett & Ginsb

short_text=None long_text='Í Heimskviðum Í dag er fjallað um börn liðsmanna hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríksins, sem mörg eru geymd í al Hol fangabúðunum í Sýrlandi. Þá segjum við frá grófu ofbeldi sem mótmælendur í Hvíta Rússlandi segja lögreglu beita sig. Auk þess fjöllum við um nýjan hæstaréttadómara í Bandaríkjunum og konuna sem hún tekur við embættinu af.\n\nÍ al Hol fangabúðunum í Sýrlandi hafast við um 60 þúsund konur og börn sem tengjast hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Þar af eru nær 35 þúsund börn undir 12 ára aldri, hverra foreldrar hafa eða höfðu tengsl við samtökin. Ástandið í búðunum er hræðilegt, þar lést 331 barn í fyrra. En hvaða framtíð bíður þessarra barna, sem mörg eru fædd eða eiga ættir að rekja utan Sýrlands. Meðal annars til Norðulandanna. Kári Gylfason fjallar um málið frá Gautaborg.\n\n Það hafa borist fréttir af grófu ofbeldi lögreglu í Hvíta-Rússlandi gegn mótmælendum síðan forsetakosningar fóru fram 9. ágúst. Dagný Hulda Erlendsdóttir ræddi við sérfræðing hjá Mannréttindavaktinni sem var nýlega í landinu og ræddi við fólk sem hefur verið beitt ofbeldi af lögreglu. Ofbeldið hefur tekið á sig margar myndir samkvæmt frásögnunum, það er líkamlegt, kynferðislegt og andlegt. Svo hafa stjórnvöld beitt konur í stjórnmálum sérstökum kúgunaraðferðum, það er að hóta þeim því að ef þær hætti ekki stjórnmálaþátttöku þá verði börnin þeirra tekin af þeim.\n\n Amy Coney Barrett tekur við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Birta og Guðmundur fjalla um konurnar tvær, og einnig um skrautlegar kappræður Joe Biden og Donald Trump í vikunni.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
10/2/202050 minutes
Episode Artwork

47 | Mannréttindi í Egyptalandi, uppgjörið við Franco og Covid-19

Í Heimskviðum í dag er fjallað um mannréttindií Egyptalandi, uppgjörið við stjórnartíð Francos á Spáni og seinni bylgju Covid-19. Mál egypskar fjölskyldu sem sótti um alþjóðlega vernd hér á Íslandi vakti mikla athygli og reiði almennings eftir að greint var frá því að það ætti að vísa þeim úr landi - aftur til Egyptalands. Þau segjast eiga hættu á ofsóknum þar vegna pólitískrar þátttöku föðurins. Í gær bárust þær að fréttir að þeim hafi verið veitt alþjóðleg vernd en þó ekki á grundvelli þess að þeim sé hætt búin í heimalandinu. En hvernig er staðan í Egyptalandi? Getur verið að fólk sé raunverulega í hættu eingöngu vegna stjórnmálaskoðana sinna? Ólöf Ragnarsdóttir segir frá. Í fyrra voru 80 ár frá lokum borgarastríðsins á Spáni. Það stóð í þrjú ár og var blóðugt og sorglegt. Við tók 36 ára valdatíð Francos einsræðisherra, sem var ekki síður blóðug. Þjóðinni hefur tekist vel að feta einstigið frá einræði til lýðræðis, en svo virðist sem mikið uppgjör eigi sér nú stað við valdatíð Francos. Jóhann Hlíðar Harðarson, fréttaritari okkar á Spáni, segir frá. Þá fjalla Birta og Guðmundur um seinni bylgju Covid-19 og áhrif hennar á heiminn. Covid-þreyta og staðan í Afríku er meðal efnis. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
9/25/20200
Episode Artwork

47 | Mannréttindi í Egyptalandi, uppgjörið við Franco og Covid-19

short_text=None long_text='Í Heimskviðum í dag er fjallað um mannréttindií Egyptalandi, uppgjörið við stjórnartíð Francos á Spáni og seinni bylgju Covid-19.\n\nMál egypskar fjölskyldu sem sótti um alþjóðlega vernd hér á Íslandi vakti mikla athygli og reiði almennings eftir að greint var frá því að það ætti að vísa þeim úr landi - aftur til Egyptalands. Þau segjast eiga hættu á ofsóknum þar vegna pólitískrar þátttöku föðurins. Í gær bárust þær að fréttir að þeim hafi verið veitt alþjóðleg vernd en þó ekki á grundvelli þess að þeim sé hætt búin í heimalandinu. En hvernig er staðan í Egyptalandi? Getur verið að fólk sé raunverulega í hættu eingöngu vegna stjórnmálaskoðana sinna? Ólöf Ragnarsdóttir segir frá.\n\nÍ fyrra voru 80 ár frá lokum borgarastríðsins á Spáni. Það stóð í þrjú ár og var blóðugt og sorglegt. Við tók 36 ára valdatíð Francos einsræðisherra, sem var ekki síður blóðug. Þjóðinni hefur tekist vel að feta einstigið frá einræði til lýðræðis, en svo virðist sem mikið uppgjör eigi sér nú stað við valdatíð Francos. Jóhann Hlíðar Harðarson, fréttaritari okkar á Spáni, segir frá.\n\nÞá fjalla Birta og Guðmundur um seinni bylgju Covid-19 og áhrif hennar á heiminn. Covid-þreyta og staðan í Afríku er meðal efnis.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
9/25/202050 minutes
Episode Artwork

46 | Brexit, #MeToo og Julian Assange

Í Heimskviðum í dag erfjallað um næsta kafla í sögunni endalausu, úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Julian Assange og #MeToo í Danmörku. Brexit-sagan endalausa tók á sig nýja mynd í síðustu viku þegar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands lagði fram nýtt frumvarp, sem brýtur í bága við alþjóðalög og útgöngusamning Breta við Evrópusambandið. Margir hafa brugðist ókvæða við, þar á meðal Evrópusambandið, sem er einmitt í viðræðum við Bretland um fríverslunarsamning. Hallgrímur Indriðason skoðar þessa nýju stöðu og möguleg áhrif hennar á útgöngu Breta. Önnur MeToo bylgja ríður nú yfir í Danmörku. Á annað þúsund konur í fjölmiðlum þar í landi lýsa yfir stuningi við nýlega frásögn Sofie Linde af áreitni og misrétti í starfi sínu. Allir virðast sammála um að kynbundið misrétti og áreitni eigi ekki að viðgangast í Danmörku, en það virðist hægara sagt en gert að uppræta það. Birta Björnsdóttir fjallar um málið. Málsmeðferð Julian Assange, stofnanda Wikileaks, hófst að nýju í Lundúnum í síðustu viku. Bandaríkjastjórn hefur farið fram á að Assange verði framseldur til Bandaríkjanna vegna birtingar á gögnum sem sína fram á stríðsglæpi Bandaríkjanna í Afganistan og Írak. Nýir ákæruliðir hafa litið dagsins ljós en málið er á lægsta dómstigi í Bretlandi. Guðmundur Björn ræðir við Kristinn Hrafnsson, ristjóra Wikileaks og nánasta eins nánasta samstarfsmanns Assange. Kristinn segir ljóst að ef Assange verður framseldur til Bandaríkjanna, breyti dómurinn blaðamennsku til framtíðar, þar sem þeir sem fjalli um málefni Bandaríkjastjórnar geti hvergi um frjálst höfuð strokið. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
9/18/20200
Episode Artwork

46 | Brexit, #MeToo og Julian Assange

short_text=None long_text='Í Heimskviðum í dag erfjallað um næsta kafla í sögunni endalausu, úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Julian Assange og #MeToo í Danmörku. \n \nBrexit-sagan endalausa tók á sig nýja mynd í síðustu viku þegar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands lagði fram nýtt frumvarp, sem brýtur í bága við alþjóðalög og útgöngusamning Breta við Evrópusambandið. Margir hafa brugðist ókvæða við, þar á meðal Evrópusambandið, sem er einmitt í viðræðum við Bretland um fríverslunarsamning. Hallgrímur Indriðason skoðar þessa nýju stöðu og möguleg áhrif hennar á útgöngu Breta.\n\n Önnur MeToo bylgja ríður nú yfir í Danmörku. Á annað þúsund konur í fjölmiðlum þar í landi lýsa yfir stuningi við nýlega frásögn Sofie Linde af áreitni og misrétti í starfi sínu. Allir virðast sammála um að kynbundið misrétti og áreitni eigi ekki að viðgangast í Danmörku, en það virðist hægara sagt en gert að uppræta það. Birta Björnsdóttir fjallar um málið.\n\nMálsmeðferð Julian Assange, stofnanda Wikileaks, hófst að nýju í Lundúnum í síðustu viku. Bandaríkjastjórn hefur farið fram á að Assange verði framseldur til Bandaríkjanna vegna birtingar á gögnum sem sína fram á stríðsglæpi Bandaríkjanna í Afganistan og Írak. Nýir ákæruliðir hafa litið dagsins ljós en málið er á lægsta dómstigi í Bretlandi. Guðmundur Björn ræðir við Kristinn Hrafnsson, ristjóra Wikileaks og nánasta eins nánasta samstarfsmanns Assange. Kristinn segir ljóst að ef Assange verður framseldur til Bandaríkjanna, breyti dómurinn blaðamennsku til framtíðar, þar sem þeir sem fjalli um málefni Bandaríkjastjórnar geti hvergi um frjálst höfuð strokið.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
9/18/202050 minutes
Episode Artwork

45 | Leitin að bóluefni, Navalny og Tyrkland Erdogans

Í Heimskviðum í dag segjum við frá kapphlaupinu að bóluefni gegn Covid-19, kynnum okkur stöðuna í Rússlandi í aðdraganda héraðskosninga þar um helgina, og segjum frá ferli eins þekktasta stjórnarandstæðings landsins, Navalny. Þá segjum við frá mannréttindum í Tyrklandi í sögulegu samhengi. Heimsmet í bóluefnaframleiðslu er handan við hornið en þúsundir vísindamanna keppast nú um að verða fyrstir til að koma á markað bóluefni við Covid-19. Það er kraftaverki næst því þróun bóluefna tekur jafnan ár og jafnvel áratugi. Og það er mikið undir, líf og heilsa milljóna, heilu efnahagskerfin og margir stærstu lyfjarisa heims keppast um að verða fyrstir. En er kappið og samkeppnin of mikil? Bjarni Pétur Jónsson kynnti sér bóluefnakapphlaupið. Héraðskosningar fara fram í Rússlandi um helgina í skugga mikilla mótmæla í nágrannaríkinu Hvíta-Rússlandi, og einnig í skugga eitrunar helsta andstæðings forsetans, Alexey Navalny Það er því loft lævi blandið og margir nýir flokkar sem hafa viljað bjóða fram en ekki fengið blessun stjórnvalda. Dagný Hulda Erlendsdóttir fjallar um málið og segir okkur einnig frá stjórnmálaferli Navalnys, sem spannar yfir tuttugu ár. Upp varð fótur og fit í síðustu viku þegar Róbert Ragnar Spanó, forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, fór í opinbera heimsókn til Tyrklands og veitti þar viðtöku heiðursdoktorsnafnbót við Háskólann í Istanbúl. Róbert var gagnrýndur harðlega fyrir að taka við slíkri nafnbót úr hendi Erdogans Tyrklandsforseta. Hvers vegna? Jú vegna þess að mannréttindi, þau sömu dómstóll Róberts Spanós stendur vörð um, hafa í stjórnartíð Erdogans verið víða fótum troðin, ekki bara í landinu sjálfu heldur einnig í nágrannaríkjum, meðal annars Sýrlandi. Guðmundur Björn Þorbjörnsson fjallar um Tyrkland og mannréttindi. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
9/11/20200
Episode Artwork

45 | Leitin að bóluefni, Navalny og Tyrkland Erdogans

short_text=None long_text='Í Heimskviðum í dag segjum við frá kapphlaupinu að bóluefni gegn Covid-19, kynnum okkur stöðuna í Rússlandi í aðdraganda héraðskosninga þar um helgina, og segjum frá ferli eins þekktasta stjórnarandstæðings landsins, Navalny. Þá segjum við frá mannréttindum í Tyrklandi í sögulegu samhengi.\n\nHeimsmet í bóluefnaframleiðslu er handan við hornið en þúsundir vísindamanna keppast nú um að verða fyrstir til að koma á markað bóluefni við Covid-19. Það er kraftaverki næst því þróun bóluefna tekur jafnan ár og jafnvel áratugi. Og það er mikið undir, líf og heilsa milljóna, heilu efnahagskerfin og margir stærstu lyfjarisa heims keppast um að verða fyrstir. En er kappið og samkeppnin of mikil? Bjarni Pétur Jónsson kynnti sér bóluefnakapphlaupið.\n\nHéraðskosningar fara fram í Rússlandi um helgina í skugga mikilla mótmæla í nágrannaríkinu Hvíta-Rússlandi, og einnig í skugga eitrunar helsta andstæðings forsetans, Alexey Navalny Það er því loft lævi blandið og margir nýir flokkar sem hafa viljað bjóða fram en ekki fengið blessun stjórnvalda. Dagný Hulda Erlendsdóttir fjallar um málið og segir okkur einnig frá stjórnmálaferli Navalnys, sem spannar yfir tuttugu ár.\n\nUpp varð fótur og fit í síðustu viku þegar Róbert Ragnar Spanó, forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, fór í opinbera heimsókn til Tyrklands og veitti þar viðtöku heiðursdoktorsnafnbót við Háskólann í Istanbúl. Róbert var gagnrýndur harðlega fyrir að taka við slíkri nafnbót úr hendi Erdogans Tyrklandsforseta. Hvers vegna? Jú vegna þess að mannréttindi, þau sömu dómstóll Róberts Spanós stendur vörð um, hafa í stjórnartíð Erdogans verið víða fótum troðin, ekki bara í landinu sjálfu heldur einnig í nágrannaríkjum, meðal annars Sýrlandi. Guðmundur Björn Þorbjörnsson fjallar um Tyrkland og mannréttindi.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
9/11/202050 minutes
Episode Artwork

44 | Öryggi fréttamanna, hin pólitíska NBA deild og Hvíta-Rússland

Í Heimskviðum í dag er fjallað um öryggi blaðamanna í heiminum, sem víða er verulega ábótavant og segjum frá samblandi íþrótta og aktívsima eftir að leikmenn NBA neituðu að spila leiki á dögunum í mótmælaskyni vegna kynþáttamisréttis í Bandaríkjunum. Og svo fáum við nýjustu fréttir frá ástandinu í Hvíta-Rússlandi. Í vikunni hófust í París réttarhöld yfir mönnum sem sakaðir eru um aðild að skotárás á ritstjórnarskrifstofu franska blaðsins Charlie Hebdo fyrir fimm árum. Þau ellefu sem voru myrt í vinnunni þennan janúardag í París eru ekki einu blaðamennirnir sem ekki fá að snúa aftur heim eftir vinnu. Bara í ár hafa 17 fréttamenn látist vegna vinnu sinnar, meirihluti þeirra var myrtur. Birta Björnsdóttir fjallar um málið og ræðir við dr.Courtney Radsch, talskonu samtakanna Committee Protecting Journalists, sem jafnframt er fyrrum blaðamaður hjá The New York Times. Þá heyrum við einnig í Önnu Lúðvíksdóttur, framkvæmdastjóra Amnesty á Íslandi, en meðal verkefna samtakanna er að standa vörð um tjáningarfrelsið. Báðir voru viðmælendur sammála um að árásir, hótanir og lögsóknir á hendur blaðamönnum hafi aukist á tímum kórónuveirufaraldursins. Það varð uppi fótur og fit í síðustu viku þegar liðsmenn Milwuakee Bucks mættu ekki til leiks í einvígi sínu við Orlando Magic í NBA-deildinni í körfubolta. Með þessu vildu leikmenn mótmæla því kerfisbundna óréttlæti sem svartir Bandaríkjamenn eru beittir. NBA-deildin er orðin pólitísk, sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti, og lét sér fátt um finnast og það andar köldu milli leikmanna deildarinnar og forsetans. En hvaða áhrif hafa íþróttamenn á samfélagslegur umbætur? Guðmundur Björn talar um aktivisma og íþróttir. Þá rifjum við upp hvað hefur gest undanfarnar vikur í Hvíta-Rússlandi, og spjöllum við góðkunningja Heimskviða, Sofyu Orlosky. Í Hvíta-Rússlandi situr Lúkasjenka forseti enn við völd þrátt fyrir mikil mótmæli almennings. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
9/4/20200
Episode Artwork

44 | Öryggi fréttamanna, hin pólitíska NBA deild og Hvíta-Rússland

short_text=None long_text='Í Heimskviðum í dag er fjallað um öryggi blaðamanna í heiminum, sem víða er verulega ábótavant og segjum frá samblandi íþrótta og aktívsima eftir að leikmenn NBA neituðu að spila leiki á dögunum í mótmælaskyni vegna kynþáttamisréttis í Bandaríkjunum. Og svo fáum við nýjustu fréttir frá ástandinu í Hvíta-Rússlandi.\n\nÍ vikunni hófust í París réttarhöld yfir mönnum sem sakaðir eru um aðild að skotárás á ritstjórnarskrifstofu franska blaðsins Charlie Hebdo fyrir fimm árum. Þau ellefu sem voru myrt í vinnunni þennan janúardag í París eru ekki einu blaðamennirnir sem ekki fá að snúa aftur heim eftir vinnu. Bara í ár hafa 17 fréttamenn látist vegna vinnu sinnar, meirihluti þeirra var myrtur. Birta Björnsdóttir fjallar um málið og ræðir við dr.Courtney Radsch, talskonu samtakanna Committee Protecting Journalists, sem jafnframt er fyrrum blaðamaður hjá The New York Times. Þá heyrum við einnig í Önnu Lúðvíksdóttur, framkvæmdastjóra Amnesty á Íslandi, en meðal verkefna samtakanna er að standa vörð um tjáningarfrelsið. Báðir voru viðmælendur sammála um að árásir, hótanir og lögsóknir á hendur blaðamönnum hafi aukist á tímum kórónuveirufaraldursins.\n\n Það varð uppi fótur og fit í síðustu viku þegar liðsmenn Milwuakee Bucks mættu ekki til leiks í einvígi sínu við Orlando Magic í NBA-deildinni í körfubolta. Með þessu vildu leikmenn mótmæla því kerfisbundna óréttlæti sem svartir Bandaríkjamenn eru beittir. NBA-deildin er orðin pólitísk, sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti, og lét sér fátt um finnast og það andar köldu milli leikmanna deildarinnar og forsetans. En hvaða áhrif hafa íþróttamenn á samfélagslegur umbætur? Guðmundur Björn talar um aktivisma og íþróttir. \n\nÞá rifjum við upp hvað hefur gest undanfarnar vikur í Hvíta-Rússlandi, og spjöllum við góðkunningja Heimskviða, Sofyu Orlosky. Í Hvíta-Rússlandi situr Lúkasjenka forseti enn við völd þrátt fyrir mikil mótmæli almennings.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
9/4/202050 minutes
Episode Artwork

43 | #FreeBritney, sýn Repúblikana og sjálfsvíg á Grænlandi

Í þriðja þætti haustsins er fjallað um sjálfsvíg ungs fólks á Grænlandi, sýn Repúblikana á Donald Trump og um hreyfinguna FreeBritney, sem er mönnuð stuðningsfólki tónlistarkonunnar Britney Spears. Er Britney Spears fangi föður síns? Þessu trúa þau sem fylgja #FreeBritney-hreyfingunni. Í tólf ár hefur þessi heimsfræga tónlistarkona, sem er oft kölluð prinsessa poppsins, ekki haft yfirráð yfir fjármálum sínum né öðrum hlutum í sínu lífi. Faðir hennar hefur verið lögráðamaður Britney og nýjustu fregnir herma að hún vilji binda endi á það fyrirkomulag. Ólöf Ragnarsdóttir kafaði ofan í málið og ræddi við Lauru Newberry, blaðakonu hjá Los Angeles Times og Frey Gígju Gunnarsson, fréttamann RÚV. Donald Trump var formlega útnefndur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í kosningunum í nóvember á flokksþingi Repúblikana í Charlotte. Óhætt er að segja að flokksþingið hafi verið með óhefðbundnu sniði. Guðmundur Björn Þorbjörnsson ræðir við repúblikanann Michael Johns, sem er fyrrum ræðuhöfundur George W. Bush og einn af stofnendum Teboðshreyfingarinnar, um landsþingið og sigurmöguleika Trumps í haust. Hvergi í heiminum eru sjálfsvíg tíðari en á Grænlandi, og hvergi á Grænlandi algengari en á austurströndinni. Ólíkt öðrum löndum þar sem tíðni sjálfsmorða hækkar með aldrinum er hlutfall ungs fólks mjög hátt á Grænlandi. Tilraunir til að bæta úr hafa aðeins borið lítinn árangur. Bogi Ágústsson fjallar um málið. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
8/28/20200
Episode Artwork

43 | #FreeBritney, sýn Repúblikana og sjálfsvíg á Grænlandi

short_text=None long_text='Í þriðja þætti haustsins er fjallað um sjálfsvíg ungs fólks á Grænlandi, sýn Repúblikana á Donald Trump og um hreyfinguna FreeBritney, sem er mönnuð stuðningsfólki tónlistarkonunnar Britney Spears.\n\nEr Britney Spears fangi föður síns? Þessu trúa þau sem fylgja #FreeBritney-hreyfingunni. Í tólf ár hefur þessi heimsfræga tónlistarkona, sem er oft kölluð prinsessa poppsins, ekki haft yfirráð yfir fjármálum sínum né öðrum hlutum í sínu lífi. Faðir hennar hefur verið lögráðamaður Britney og nýjustu fregnir herma að hún vilji binda endi á það fyrirkomulag. Ólöf Ragnarsdóttir kafaði ofan í málið og ræddi við Lauru Newberry, blaðakonu hjá Los Angeles Times og Frey Gígju Gunnarsson, fréttamann RÚV. \n\nDonald Trump var formlega útnefndur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í kosningunum í nóvember á flokksþingi Repúblikana í Charlotte. Óhætt er að segja að flokksþingið hafi verið með óhefðbundnu sniði. Guðmundur Björn Þorbjörnsson ræðir við repúblikanann Michael Johns, sem er fyrrum ræðuhöfundur George W. Bush og einn af stofnendum Teboðshreyfingarinnar, um landsþingið og sigurmöguleika Trumps í haust.\n\nHvergi í heiminum eru sjálfsvíg tíðari en á Grænlandi, og hvergi á Grænlandi algengari en á austurströndinni. Ólíkt öðrum löndum þar sem tíðni sjálfsmorða hækkar með aldrinum er hlutfall ungs fólks mjög hátt á Grænlandi. Tilraunir til að bæta úr hafa aðeins borið lítinn árangur. Bogi Ágústsson fjallar um málið. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
8/28/202050 minutes
Episode Artwork

42 | Flóttinn yfir Ermasund, morðið á Hariri og hin nýja Múlan

Í öðrum þætti haustins er fjallað um flóttann yfir Ermasundið. Þúsundir flóttamanna hafa það sem af er ári farið frá Frakklandi til Bretlands yfir Ermasundið á misgóðum bátum, rétt eins og gerðist við Miðjarðarhaf fyrir fimm árum, til að óska eftir hæli í Bretlandi. Þegar hefur orðið eitt dauðsfall af þessum sökum. Stjórnmálamenn kenna glæpagengjum og öðrum stjórnmálamönnum um, en hjálparstofnanir segja sökina kerfislæga, meðal annars í samevrópsku hælisleitendakerfi. Hallgrímur Indriðason fjallar um málið og ræðir meðal annars við Bridget Chapman, talsmann Kent Refugee Assistance Network, samtaka sem taka við fylgdarlausum börnum á flótta. Heimskviður halda áfram að fjalla um málefni Líbanon. Tveggja vikna útgöngubann tekur gildi í landinu í dag, vegna kórónuveirufaraldursins. En Covid-19 er aðeins ein af áhyggjum Líbana um þessar mundir. Ríkisstjórn landsins sagði nýverið af sér í kjölfar sprengingarinnar í Beirút í upphafi mánaðar þar sem 180 létu lífið. Óðaverðbólga er í landinu og atvinnuleysi mikið. Og ef þetta er ekki nóg, þá féll loks dómur í máli fjögurra sakborninga sem gefið var að sök að hafa myrt forsætisráðherra landsins árið 2005. Rannsóknin er sú umfangsmesta í sögu landsins, og óhætt er að segja að dómurinn hafi komið nokkuð á óvart. Guðmundur Björn Þorbjörnsson ræðir við arabískukennarann Ala'a Burjas sem er búsettur í Beirút, um það stormviðri sem líbanska þjóðir gengur nú í gegnum. Kvikmyndin um kínversku hetjuna Mulan verður frumsýnd fljótlega. Myndin, og sögupersónan, hafa hins vegar blandast nokkuð óvænt inn í mótmæli sem staðið hafa yfir í Hong Kong síðan í fyrra. Nú hefur þeim nefnilega verið stillt upp sem andstæðum, konunni sem mótmælir stjórnvöldum í Kína, og leikkonunni, sem leikur hetjuna Mulan í nýrri kvikmynd. Birta Björnsdóttir segir okkur frá hinni nýju Múlan. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
8/21/20200
Episode Artwork

42 | Flóttinn yfir Ermasund, morðið á Hariri og hin nýja Múlan

short_text=None long_text="Í öðrum þætti haustins er fjallað um flóttann yfir Ermasundið. Þúsundir flóttamanna hafa það sem af er ári farið frá Frakklandi til Bretlands yfir Ermasundið á misgóðum bátum, rétt eins og gerðist við Miðjarðarhaf fyrir fimm árum, til að óska eftir hæli í Bretlandi. Þegar hefur orðið eitt dauðsfall af þessum sökum. Stjórnmálamenn kenna glæpagengjum og öðrum stjórnmálamönnum um, en hjálparstofnanir segja sökina kerfislæga, meðal annars í samevrópsku hælisleitendakerfi. Hallgrímur Indriðason fjallar um málið og ræðir meðal annars við Bridget Chapman, talsmann Kent Refugee Assistance Network, samtaka sem taka við fylgdarlausum börnum á flótta. \n\nHeimskviður halda áfram að fjalla um málefni Líbanon. Tveggja vikna útgöngubann tekur gildi í landinu í dag, vegna kórónuveirufaraldursins. En Covid-19 er aðeins ein af áhyggjum Líbana um þessar mundir. Ríkisstjórn landsins sagði nýverið af sér í kjölfar sprengingarinnar í Beirút í upphafi mánaðar þar sem 180 létu lífið. Óðaverðbólga er í landinu og atvinnuleysi mikið. Og ef þetta er ekki nóg, þá féll loks dómur í máli fjögurra sakborninga sem gefið var að sök að hafa myrt forsætisráðherra landsins árið 2005. Rannsóknin er sú umfangsmesta í sögu landsins, og óhætt er að segja að dómurinn hafi komið nokkuð á óvart. Guðmundur Björn Þorbjörnsson ræðir við arabískukennarann Ala'a Burjas sem er búsettur í Beirút, um það stormviðri sem líbanska þjóðir gengur nú í gegnum. \n\nKvikmyndin um kínversku hetjuna Mulan verður frumsýnd fljótlega. Myndin, og sögupersónan, hafa hins vegar blandast nokkuð óvænt inn í mótmæli sem staðið hafa yfir í Hong Kong síðan í fyrra. Nú hefur þeim nefnilega verið stillt upp sem andstæðum, konunni sem mótmælir stjórnvöldum í Kína, og leikkonunni, sem leikur hetjuna Mulan í nýrri kvikmynd. Birta Björnsdóttir segir okkur frá hinni nýju Múlan.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir." language='is' valid_from=None
8/21/202050 minutes
Episode Artwork

41| Trump í vanda, æfir Hvítrússar og framtíð Líbanon

Í fyrsta þætti annarrar þáttaráðar Heimskviða er komið við í Bandaríkjunum, Hvíta-Rússlandi og Líbanon. „Donald Trump og Repúblikanaflokkurinn eru í miklum vandræðum,“ segir stjórnmálaprófessorinn James Thurber, í viðtali við Bjarna pétur Jónsson. Thurber segir sömuleiðis að fyrirhugaðar forsetakosningar í Bandaríkjunum verði mikil prófraun fyrir lýðræðið þar í landi. Svo gæti farið að eftir 80 daga nái Demókratar forsetaembættinu og meirihluta í báðum deildum þingsins. Kórónuveirufaraldurinn hefur geisað nánast óáreittur í Bandaríkjunum því eins og veiran skæða hefur aðgerða- og andvaraleysi forsetans smitast út í samfélagið. Þar er faraldurinn hvergi eins útbreiddur og setur allt í senn í uppnám, efnahag Bandaríkjanna, kosningarnar sjálfar og forsetatíð Donalds Trump. Aldrei áður hafa jafn harkaleg átök brotist út milli almennings og lögregluyfirvalda í Hvíta-Rússlandi og nú, en svo virðist sem almenningur sé endanlega búinn að fá nóg af Aleksander Lukasjenka, forseta landsins. Fullvíst þykir að forsetinn hafi hagrætt úrslitum forsetakosninga síðastliðinn sunnudag, ekki í fyrsta sinn heldur það fimmta. Guðmundur Björn ræðir við blaðakonuna Sofyu Orlosky um átökin í landinu og þrá Hvítrússa eftir réttlæti. Orlosky segir meðal annars að forsetinn sé í algerri afneitun gagnvart vilja almennings og það sé ljóst að Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Lukasjenkas, hafi hlotið yfirburðakosningu á sunnudag - þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda um annað. Ólöf Ragnarsdóttir, fréttamaður, segir frá því hvernig ástandið í Líbanon blasir við íbúum landsins. Ólöf heimsótti landið síðast í mars og þekkir marga sem þar búa. Hún segir íbúum landsins stillt upp við vegg. Margir séu búnir að fá nóg en það er ekki að miklu að hverfa fyrir þau sem berjast gegn spillingu stjórnvalda. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
8/14/20200
Episode Artwork

41| Trump í vanda, æfir Hvítrússar og framtíð Líbanon

short_text=None long_text='Í fyrsta þætti annarrar þáttaráðar Heimskviða er komið við í Bandaríkjunum, Hvíta-Rússlandi og Líbanon.\n\n„Donald Trump og Repúblikanaflokkurinn eru í miklum vandræðum,“ segir stjórnmálaprófessorinn James Thurber, í viðtali við Bjarna pétur Jónsson. Thurber segir sömuleiðis að fyrirhugaðar forsetakosningar í Bandaríkjunum verði mikil prófraun fyrir lýðræðið þar í landi. Svo gæti farið að eftir 80 daga nái Demókratar forsetaembættinu og meirihluta í báðum deildum þingsins. Kórónuveirufaraldurinn hefur geisað nánast óáreittur í Bandaríkjunum því eins og veiran skæða hefur aðgerða- og andvaraleysi forsetans smitast út í samfélagið. Þar er faraldurinn hvergi eins útbreiddur og setur allt í senn í uppnám, efnahag Bandaríkjanna, kosningarnar sjálfar og forsetatíð Donalds Trump.\n\nAldrei áður hafa jafn harkaleg átök brotist út milli almennings og lögregluyfirvalda í Hvíta-Rússlandi og nú, en svo virðist sem almenningur sé endanlega búinn að fá nóg af Aleksander Lukasjenka, forseta landsins. Fullvíst þykir að forsetinn hafi hagrætt úrslitum forsetakosninga síðastliðinn sunnudag, ekki í fyrsta sinn heldur það fimmta. Guðmundur Björn ræðir við blaðakonuna Sofyu Orlosky um átökin í landinu og þrá Hvítrússa eftir réttlæti. Orlosky segir meðal annars að forsetinn sé í algerri afneitun gagnvart vilja almennings og það sé ljóst að Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Lukasjenkas, hafi hlotið yfirburðakosningu á sunnudag - þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda um annað.\n\nÓlöf Ragnarsdóttir, fréttamaður, segir frá því hvernig ástandið í Líbanon blasir við íbúum landsins. Ólöf heimsótti landið síðast í mars og þekkir marga sem þar búa. Hún segir íbúum landsins stillt upp við vegg. Margir séu búnir að fá nóg en það er ekki að miklu að hverfa fyrir þau sem berjast gegn spillingu stjórnvalda.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
8/14/202050 minutes
Episode Artwork

Sumarútgáfa: Mið-Austurlönd

Í sumar verða áhugaverðir og tímalausir pistlar úr Heimskviðum vetrarins endurfluttir. Hver þáttur hefur sitt sérstaka þema, og þemað í áttunda og síðasta sumarþættinum er Mið-Austurlönd. Fjallað er um dauða Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki, eða ISIS. Samtökin eru ekki svipur hjá sjón í dag miðað við það sem áður var. Langur vegur er þó frá því að samtökin leggi upp laupanna. Þá voru tveir af hæst settu mönnum konungsfjölskyldunnar í Sádi-Arabíu voru handteknir í vetur, en. báðir eiga þeir tilkall til krúnunnar samkvæmt hefðum og annar þeirra er bróðir sjálfs Salmans konungs. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
8/7/20200
Episode Artwork

Sumarútgáfa: Mið-Austurlönd

short_text=None long_text='Í sumar verða áhugaverðir og tímalausir pistlar úr Heimskviðum vetrarins endurfluttir. Hver þáttur hefur sitt sérstaka þema, og þemað í áttunda og síðasta sumarþættinum er Mið-Austurlönd.\n\nFjallað er um dauða Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki, eða ISIS. Samtökin eru ekki svipur hjá sjón í dag miðað við það sem áður var. Langur vegur er þó frá því að samtökin leggi upp laupanna.\n\nÞá voru tveir af hæst settu mönnum konungsfjölskyldunnar í Sádi-Arabíu voru handteknir í vetur, en. báðir eiga þeir tilkall til krúnunnar samkvæmt hefðum og annar þeirra er bróðir sjálfs Salmans konungs.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
8/7/202050 minutes
Episode Artwork

Sumarútgáfa: Deilur og átök

Í sumar verða áhugaverðir og tímalausir pistlar úr Heimskviðum vetrarins endurfluttir. Hver þáttur hefur sitt sérstaka þema, og þemað í sjöunda sumarþættinum eru deilur og átök. Fjallað er umdeilda friðaráætlun Bandaríkjastjórnar og Ísraelsstjórnar fyrir Palestínu, af hverju svo margir Bandaríkjamenn falli ár hvert í skotárásum, og nýja heimastjórn á Norður-Írlandi. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
7/31/20200
Episode Artwork

Sumarútgáfa: Deilur og átök

short_text=None long_text='Í sumar verða áhugaverðir og tímalausir pistlar úr Heimskviðum vetrarins endurfluttir. Hver þáttur hefur sitt sérstaka þema, og þemað í sjöunda sumarþættinum eru deilur og átök.\n\nFjallað er umdeilda friðaráætlun Bandaríkjastjórnar og Ísraelsstjórnar fyrir Palestínu, af hverju svo margir Bandaríkjamenn falli ár hvert í skotárásum, og nýja heimastjórn á Norður-Írlandi.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
7/31/202050 minutes
Episode Artwork

Sumarútgáfa: Suður-Ameríka

Í sumar verða áhugaverðir og tímalausir pistlar úr Heimskviðum vetrarins endurfluttir. Hver þáttur hefur sitt sérstaka þema, og þemað í sjötta sumarþættinum er Suður-Ameríka. Fjallað er um þá vaxandi óánægju sem gætir meðal almennings út í ríkjandi stjórnvöld víða í álfunni, morðið á argentíska saksóknaranum Alberto Nisman, og bræðraþjóðirnar Kólumbíu og Venesúela. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
7/24/20200
Episode Artwork

Sumarútgáfa: Suður-Ameríka

short_text=None long_text='Í sumar verða áhugaverðir og tímalausir pistlar úr Heimskviðum vetrarins endurfluttir. Hver þáttur hefur sitt sérstaka þema, og þemað í sjötta sumarþættinum er Suður-Ameríka.\n\nFjallað er um þá vaxandi óánægju sem gætir meðal almennings út í ríkjandi stjórnvöld víða í álfunni, morðið á argentíska saksóknaranum Alberto Nisman, og bræðraþjóðirnar Kólumbíu og Venesúela.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
7/24/202050 minutes
Episode Artwork

Sumarútgáfa: Spilling

Í sumar verða áhugaverðir og tímalausir pistlar úr Heimskviðum vetrarins endurfluttir. Hver þáttur hefur sitt sérstaka þema, og þemað í fimmta sumarþættinum er spilling. Fjallað er um spillingu í Suður-Afríku, Líbanon og morð á virtum blaðamanni á Möltu. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
7/17/20200
Episode Artwork

Sumarútgáfa: Spilling

short_text=None long_text='Í sumar verða áhugaverðir og tímalausir pistlar úr Heimskviðum vetrarins endurfluttir. Hver þáttur hefur sitt sérstaka þema, og þemað í fimmta sumarþættinum er spilling.\n\nFjallað er um spillingu í Suður-Afríku, Líbanon og morð á virtum blaðamanni á Möltu.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
7/17/202050 minutes
Episode Artwork

Sumarútgáfa: Glæpir og sakamál

Í sumar verða áhugaverðir og tímalausir pistlar úr Heimskviðum vetrarins endurfluttir. Hver þáttur hefur sitt sérstaka þema, og þemað í fjórða sumarþættinum er glæpir og sakamál. Fjallað verður um morðið á Olof Palme, servéttu sem varð morðingja að falli í Bandaríkjunum, hvarf Önnu Elisabeth Hagen og almennan áhuga fólks á sakamálum. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
7/10/20200
Episode Artwork

Sumarútgáfa: Glæpir og sakamál

short_text=None long_text='Í sumar verða áhugaverðir og tímalausir pistlar úr Heimskviðum vetrarins endurfluttir. Hver þáttur hefur sitt sérstaka þema, og þemað í fjórða sumarþættinum er glæpir og sakamál.\n\nFjallað verður um morðið á Olof Palme, servéttu sem varð morðingja að falli í Bandaríkjunum, hvarf Önnu Elisabeth Hagen og almennan áhuga fólks á sakamálum.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
7/10/202050 minutes
Episode Artwork

Sumarútgáfa: Karlar

Í sumar verða áhugaverðir og tímalausir pistlar úr Heimskviðum vetrarins endurfluttir. Hver þáttur hefur sitt sérstaka þema, og þemað í öðrum sumarþættinum er karlar. Fjallað er um andlát Kobe Bryant, eins besti körfuboltamanns allra tíma, hefði farist í hörmulegu þyrluslysi í janúar. Kobe var ekki dæmigerður íþróttamaður. Hann var líka skáld, og óskarsverðlaunahafi, sem var í stöðugri leit að fullkomnun. Sú leit mótaði hann, og rakst Kobe á ófáa veggi á leiðinni. Þá er einnig fjallað um Andrés Brétaprins, næstelsta son Elísabetar Englandsdrottningar, sem stóð í ströngu í vetur vegna ásakana um að hafa misnotað stúlku undir lögaldri skömmu eftir aldamót. Og svo er það John Bercow, hinn litríki forseti neðri málstofu breska þingsins. Bercow hætti síðasta haust, en setti mark sitt á embættið. Ekki bara með líflegri framkomu í þingsalnum, heldur einnig með því að auka vægi þingsins. En hver er þessi maður, og hvaða þýðingu hefur embættið sem hann ætlar að hætta að gegna? Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
6/26/20200
Episode Artwork

Sumarútgáfa: Karlar

short_text=None long_text='Í sumar verða áhugaverðir og tímalausir pistlar úr Heimskviðum vetrarins endurfluttir. Hver þáttur hefur sitt sérstaka þema, og þemað í öðrum sumarþættinum er karlar. \n\nFjallað er um andlát Kobe Bryant, eins besti körfuboltamanns allra tíma, hefði farist í hörmulegu þyrluslysi í janúar. Kobe var ekki dæmigerður íþróttamaður. Hann var líka skáld, og óskarsverðlaunahafi, sem var í stöðugri leit að fullkomnun. Sú leit mótaði hann, og rakst Kobe á ófáa veggi á leiðinni. Þá er einnig fjallað um Andrés Brétaprins, næstelsta son Elísabetar Englandsdrottningar, sem stóð í ströngu í vetur vegna ásakana um að hafa misnotað stúlku undir lögaldri skömmu eftir aldamót. Og svo er það John Bercow, hinn litríki forseti neðri málstofu breska þingsins. Bercow hætti síðasta haust, en setti mark sitt á embættið. Ekki bara með líflegri framkomu í þingsalnum, heldur einnig með því að auka vægi þingsins. En hver er þessi maður, og hvaða þýðingu hefur embættið sem hann ætlar að hætta að gegna?\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
6/26/202050 minutes
Episode Artwork

Sumarútgáfa: Konur

Í sumar verða áhugaverðir og tímalausir pistlar úr Heimskviðum vetrarins endurfluttir. Hver þáttur hefur sitt sérstaka þema, og þemað í fyrsta sumarþættinum er konur. Við fjöllum um Aung San Su Kiy leiðtoga Mjanmar, belgísku íþróttakonuna Marieke Vervoort og líknardráp í Belgíu, og deilu eiginkvenna tveggja af þekktustu fótboltamönnum Bretlands, Rebeccu Vardy og Coleen Rooney. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
6/19/20200
Episode Artwork

Sumarútgáfa: Konur

short_text=None long_text='Í sumar verða áhugaverðir og tímalausir pistlar úr Heimskviðum vetrarins endurfluttir. Hver þáttur hefur sitt sérstaka þema, og þemað í fyrsta sumarþættinum er konur. Við fjöllum um Aung San Su Kiy leiðtoga Mjanmar, belgísku íþróttakonuna Marieke Vervoort og líknardráp í Belgíu, og deilu eiginkvenna tveggja af þekktustu fótboltamönnum Bretlands, Rebeccu Vardy og Coleen Rooney.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
6/19/202050 minutes
Episode Artwork

40 | Lokaþáttur: Sögurnar sem ekki voru sagðar

Í fertugasta og síðasta þætti Heimskviða veturinn 2019-2020 fara þáttastjórnendur yfir víðan völl. Hvaða fréttir frestuðust vegna Covid-19? Hvaða fréttir voru ekki sagðar? Eurovision-keppnin, sigur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, Brexit, staða flóttamanna, engisprettufaraldur í Afríku, staðan á Vesturbakkanum, og fleira. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
6/12/20200
Episode Artwork

40 | Lokaþáttur: Sögurnar sem ekki voru sagðar

short_text=None long_text='Í fertugasta og síðasta þætti Heimskviða veturinn 2019-2020 fara þáttastjórnendur yfir víðan völl. Hvaða fréttir frestuðust vegna Covid-19? Hvaða fréttir voru ekki sagðar? Eurovision-keppnin, sigur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, Brexit, staða flóttamanna, engisprettufaraldur í Afríku, staðan á Vesturbakkanum, og fleira. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
6/12/202050 minutes
Episode Artwork

39 | Morðið á George Floyd og gleymda stríðið í Jemen

Í þrítugasta og níunda þætti Heimskviða er fjallað um morðið á George Floyd og afleiðingar þess fyrir bandarískt samfélag. Guðmundur Björn ræðir við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrum utanríkisráðherra og nú forstjóra Lýðræðis- og Mannréttindastofnunar ÖSE, sem er öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, um stöðu lýðræðis og mannréttindamála í Bandaríkjunum. Þá verður einnig rætt við Guðmund Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði og forseta Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, um ofbeldi lögreglu í garð svartra, sem hægt er að rekja alla leið aftur til tíma þrælahaldsins. Milljónir Jemena eru á barmi hungurdauða eftir fimm ára stríðsátök sem ekki sér fyrir endann á. En hvernig hófst þetta hörmulega stríð og hvers vegna? Eiga vesturlönd jafnvel sinn þátt í því að átökin halda stöðugt áfram þrátt fyrir að þar geisi ein versta mannúðarkrísa heims. Ólöf Ragnarsdóttir svarar þessum spurningum og fleirum. Hún ræðir við Guðrúnu Margréti Guðmundsdóttir mannfræðing, sem þekkir Jemen vel enda bjó hún þar um tíma. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
6/5/20200
Episode Artwork

39 | Morðið á George Floyd og gleymda stríðið í Jemen

short_text=None long_text='Í þrítugasta og níunda þætti Heimskviða er fjallað um morðið á George Floyd og afleiðingar þess fyrir bandarískt samfélag. Guðmundur Björn ræðir við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrum utanríkisráðherra og nú forstjóra Lýðræðis- og Mannréttindastofnunar ÖSE, sem er öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, um stöðu lýðræðis og mannréttindamála í Bandaríkjunum. Þá verður einnig rætt við Guðmund Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði og forseta Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, um ofbeldi lögreglu í garð svartra, sem hægt er að rekja alla leið aftur til tíma þrælahaldsins.\n\nMilljónir Jemena eru á barmi hungurdauða eftir fimm ára stríðsátök sem ekki sér fyrir endann á. En hvernig hófst þetta hörmulega stríð og hvers vegna? Eiga vesturlönd jafnvel sinn þátt í því að átökin halda stöðugt áfram þrátt fyrir að þar geisi ein versta mannúðarkrísa heims. Ólöf Ragnarsdóttir svarar þessum spurningum og fleirum. Hún ræðir við Guðrúnu Margréti Guðmundsdóttir mannfræðing, sem þekkir Jemen vel enda bjó hún þar um tíma. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
6/5/202054 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

38 | Afvopnunarsamningar, Bolsonaro og Inger Støjberg

Í þrítugasta og áttunda þætti Heimskviða er fjallað um afvopnunarsamninga, og þá staðreynd að Donald Trump dró nýverið Bandaríkin út úr samningi um svokallaða gagnkvæma loftelgi. Þetta er þriðji alþjóðasamningurinn sem Trump dregur Bandaríkin út úr á kjörtímabilinu. Hallgrímur Indriðason rýnir í hvaða afleiðingar úrsagnir frá þessum samningum geta haft á alþjóðasamfélagið, ásamt Alberti Jónssyni, fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og Rússlandi, og áður ráðgjafa utanríkisráðherra í öryggismálum. Þá fjallar Guðmundur Björn um um hinn umdeilda forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, en hann hefur staðið í ströngu síðustu vikurnar, ekki aðeins vegna örar útbreiðslu Covid-19 þar í landi heldur einnig vegna rannsóknar á málum sona hans sem eru grunaðir um spillingu, en þeir eru báðir stjórnamálamenn. Vildi hann fá að sjá gögnin sem væru til rannsóknar hjá alríkislögreglunni en fékk þvert nei frá yfirmanni hennar. Hvað gerði hann þá? Jú, hann rak hann. Loks fjallar Birta Björnsdóttir um Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála í Danmörku, sem tók umdeilda ákvörðun á sínum tíma um að heimilt væri að skilja að hjón hælisleitenda. Vitað mál var að slíkt væri ekki löglegt, en hún tók ákvörðunina samt. Og það hefur dregið dilk á eftir sér. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
5/29/20200
Episode Artwork

38 | Afvopnunarsamningar, Bolsonaro og Inger Støjberg

short_text=None long_text='Í þrítugasta og áttunda þætti Heimskviða er fjallað um afvopnunarsamninga, og þá staðreynd að Donald Trump dró nýverið Bandaríkin út úr samningi um svokallaða gagnkvæma loftelgi. Þetta er þriðji alþjóðasamningurinn sem Trump dregur Bandaríkin út úr á kjörtímabilinu. Hallgrímur Indriðason rýnir í hvaða afleiðingar úrsagnir frá þessum samningum geta haft á alþjóðasamfélagið, ásamt Alberti Jónssyni, fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og Rússlandi, og áður ráðgjafa utanríkisráðherra í öryggismálum.\n\nÞá fjallar Guðmundur Björn um um hinn umdeilda forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, en hann hefur staðið í ströngu síðustu vikurnar, ekki aðeins vegna örar útbreiðslu Covid-19 þar í landi heldur einnig vegna rannsóknar á málum sona hans sem eru grunaðir um spillingu, en þeir eru báðir stjórnamálamenn. Vildi hann fá að sjá gögnin sem væru til rannsóknar hjá alríkislögreglunni en fékk þvert nei frá yfirmanni hennar. Hvað gerði hann þá? Jú, hann rak hann.\n\nLoks fjallar Birta Björnsdóttir um Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála í Danmörku, sem tók umdeilda ákvörðun á sínum tíma um að heimilt væri að skilja að hjón hælisleitenda. Vitað mál var að slíkt væri ekki löglegt, en hún tók ákvörðunina samt. Og það hefur dregið dilk á eftir sér.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
5/29/202050 minutes
Episode Artwork

37 | Sinnuleysið í Ischgl, ríkisstjórn í Ísrael og barnarán í Kína

Í þrítugasta og sjöunda þætti Heimskviða er fjallað um skíðabæinn alræmda, Ischgl í Austurríki. Stjórnarandanstæðingar í Austurríki segja að hagsmunatengsl ferðaþjónustunnar í Tírol og yfirvalda í Austurríki skýra sinnuleysi gagnvart útbreiðslu Covid-19 í bænum. Þúsundir taka nú þátt í hópmálsókn og fara fram á bætur frá Austurríska ríkinu vegna veikindanna en ýmislegt bendir til þess að ferðamálayfirvöld á skíðasvæðunum hafi leynt veikindum bæði starfsmanna og ferðamanna frá því í byrjun febrúar, löngu áður en íslensk yfirvöld vöruðu við smitum sem voru rakin til skíðasvæða alpanna. Bjarni Pétur Jónsson fjallar um málið. Eftir þrennar kosningar á innan við ári, er loks komin ný ríkisstjórn í Ísrael. Í forsetisráðherrastólnum situr þó áfram gamall refur, Benjamín Netanjahú. Að minnsta kosti næsta hálfa árið eða svo, þar til Benny Gantz tekur við stjórnartaumunum. Gantz hefur verið harður andstæðingur Netanjahús en þeir hafa loks tekist að sættast á að mynda saman ríkisstjórn. En hvers vegna hefur þetta tekið svona langan tíma? Hvers vegna ná þessir ólíku stjórnmálamenn saman núna og hvaða áhrif mun þessi ríkisstjórn hafa á frekari landtökubyggðir á Vesturbakkanum? Guðmundur Björn segir frá. Fjölmiðlar í Kína fylgdust í vikunni með langþráðum endurfundum ungs manns og foreldra hans. Þau höfðu ekki hist í 32 ár eða frá því að syninum var rænt þegar hann var tveggja ára gamall. Þúsundum barna er rænt á ári hverju í Kína, og þau ganga kaupum og sölum. Birta Björnsdóttir fjallar um kínversk barnarán. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
5/22/20200
Episode Artwork

37 | Sinnuleysið í Ischgl, ríkisstjórn í Ísrael og barnarán í Kína

short_text=None long_text='Í þrítugasta og sjöunda þætti Heimskviða er fjallað um skíðabæinn alræmda, Ischgl í Austurríki. Stjórnarandanstæðingar í Austurríki segja að hagsmunatengsl ferðaþjónustunnar í Tírol og yfirvalda í Austurríki skýra sinnuleysi gagnvart útbreiðslu Covid-19 í bænum. Þúsundir taka nú þátt í hópmálsókn og fara fram á bætur frá Austurríska ríkinu vegna veikindanna en ýmislegt bendir til þess að ferðamálayfirvöld á skíðasvæðunum hafi leynt veikindum bæði starfsmanna og ferðamanna frá því í byrjun febrúar, löngu áður en íslensk yfirvöld vöruðu við smitum sem voru rakin til skíðasvæða alpanna. Bjarni Pétur Jónsson fjallar um málið.\n\nEftir þrennar kosningar á innan við ári, er loks komin ný ríkisstjórn í Ísrael. Í forsetisráðherrastólnum situr þó áfram gamall refur, Benjamín Netanjahú. Að minnsta kosti næsta hálfa árið eða svo, þar til Benny Gantz tekur við stjórnartaumunum. Gantz hefur verið harður andstæðingur Netanjahús en þeir hafa loks tekist að sættast á að mynda saman ríkisstjórn. En hvers vegna hefur þetta tekið svona langan tíma? Hvers vegna ná þessir ólíku stjórnmálamenn saman núna og hvaða áhrif mun þessi ríkisstjórn hafa á frekari landtökubyggðir á Vesturbakkanum? Guðmundur Björn segir frá.\n\nFjölmiðlar í Kína fylgdust í vikunni með langþráðum endurfundum ungs manns og foreldra hans. Þau höfðu ekki hist í 32 ár eða frá því að syninum var rænt þegar hann var tveggja ára gamall. Þúsundum barna er rænt á ári hverju í Kína, og þau ganga kaupum og sölum. Birta Björnsdóttir fjallar um kínversk barnarán.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
5/22/202050 minutes
Episode Artwork

36 | Biden í bobba, ný heimsmynd og ópólitískur Jordan

Í þrítugasta og sjötta þætti Heimskviða er fjallað um ásakanir á hendur Joe Biden, frambjóðanda Demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Nýverið var hann ásakður um alvarlegt kynferðisofbeldi af konu sem var aðstoðarmaður hans snemma á tíunda áratugnum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Biden er ásakaður um óviðeigandi framkomu í garð kvenna, en þetta er í fyrsta sinn sem hann er sakaður um kynferðisofbeldi. En þrátt fyrir þessar alvarlegu ásakanir, er lítið fjallað um málið í fjölmiðum vestra, þ.e. í þeim fjölmiðlum sem þykja hliðhollir demókrötum. Hið sama má segja um flokksmenn Demókrata. Getur verið að þörfin fyrir að koma Trump úr embætti í haust, sé meiri en krafan um að hlustað verði á konu sem telji sig hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi? Guðmundur Björn fjallar um málið og ræðir meðal annars við Silju Báru Ómarsdóttur. - Heimurinn stendur á tímamótum vegna veirufaraldurs og ný heimsmynd er að verða til. Enginn veit ennþá hvernig hún verður en ekki er víst að það heimsskipulag sem reis úr rústum stríðshrjáðrar veraldar um miðja síðustu öld verði áfram við lýði. Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna, og Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, velta fyrir sér nýrri heimsmynd í viðtölum við Bergljótu Baldursdóttur. - Hvað gerði Michael Jordan að stærstu stjörnu bandaríska körfuboltans og íþrótta um allan heim, og hvað hefði breyst ef Jordan hefði nýtt þau völd og áhrif sem í þessu fólust til að bæta heiminn, og styðja til dæmis við réttindabaráttu svartra af krafti, sama krafti og gerði hann að þeim langbesta á vellinum, í stað þess að sitja á hliðarlínunni. Bjarni Pétur Jónsson fjallar um síðasta dans Jordans. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
5/15/20200
Episode Artwork

36 | Biden í bobba, ný heimsmynd og ópólitískur Jordan

short_text=None long_text='Í þrítugasta og sjötta þætti Heimskviða er fjallað um ásakanir á hendur Joe Biden, frambjóðanda Demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Nýverið var hann ásakður um alvarlegt kynferðisofbeldi af konu sem var aðstoðarmaður hans snemma á tíunda áratugnum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Biden er ásakaður um óviðeigandi framkomu í garð kvenna, en þetta er í fyrsta sinn sem hann er sakaður um kynferðisofbeldi. En þrátt fyrir þessar alvarlegu ásakanir, er lítið fjallað um málið í fjölmiðum vestra, þ.e. í þeim fjölmiðlum sem þykja hliðhollir demókrötum. Hið sama má segja um flokksmenn Demókrata. Getur verið að þörfin fyrir að koma Trump úr embætti í haust, sé meiri en krafan um að hlustað verði á konu sem telji sig hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi? Guðmundur Björn fjallar um málið og ræðir meðal annars við Silju Báru Ómarsdóttur.\n\n- Heimurinn stendur á tímamótum vegna veirufaraldurs og ný heimsmynd er að verða til. Enginn veit ennþá hvernig hún verður en ekki er víst að það heimsskipulag sem reis úr rústum stríðshrjáðrar veraldar um miðja síðustu öld verði áfram við lýði. Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna, og Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, velta fyrir sér nýrri heimsmynd í viðtölum við Bergljótu Baldursdóttur.\n\n- Hvað gerði Michael Jordan að stærstu stjörnu bandaríska körfuboltans og íþrótta um allan heim, og hvað hefði breyst ef Jordan hefði nýtt þau völd og áhrif sem í þessu fólust til að bæta heiminn, og styðja til dæmis við réttindabaráttu svartra af krafti, sama krafti og gerði hann að þeim langbesta á vellinum, í stað þess að sitja á hliðarlínunni. Bjarni Pétur Jónsson fjallar um síðasta dans Jordans.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
5/15/202050 minutes
Episode Artwork

35 | Hagen-málið, heilsuleysi Kim Jong-un, og söguleg réttarhöld

Í þrítugasta og fimmta þætti Heimskviða er fjallað um glæpasögur. Hver urðu örlög Anne-Elisabeth Hagen? Stóð maðurinn hennar á bak við morðið á henni og reyndi að villa um fyrir lögreglunni með því að láta líta út fyrir að henni hafi verið rænt. Ef ekki er þegar búið að því verður án efa mjög bráðlega ráðist í gerð hlaðvarpa eða heimildaþátta um örlög Anne-Elisabeth Hagen. Því hvort sem við viðurkennum það eða ekki hafa flest afar mikinn áhuga á öllu sem tengist umfjöllun um alvöru glæpi. Fræðimenn hafa sett fram kenningar um þennan áhuga, eins og Margrét Valdimarsdóttir, dotkor í afbrotafræði, segir okkur frá. Birta Björnsdóttir fjallar um áhuga okkar á glæpum og gagnrýni sem þættir sem fjalla um morð og misþyrmingar hafa fengið, meðal annars frá ættingjum þolenda. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu er við hestaheilsu. Eða, það segir norður-kóreski ríkisfjölmiðillinn allavega. Kim sást ekki opinberlega svo vikum skipti en dúkkaði svo allt í einu upp á baráttudegi verkalýðsins fyrr í þessum mánuði. Spurningar um heilsu Kims vöknuðu í kjölfarið, en hann þykir í áhættuhópi vegna ofþyngdar og sökum þess að hann er stórreykingarmaður. En falli Kim frá, hver tekur við af honum sem leiðtoga þessa leyndardómsfylsta ríkis heims? Verður það systir hans? Guðmundur Björn Þorbjörnsson segir okkur frá. Á dögunum hófust réttarhöld í Þýskalandi yfir tveimur mönnum frá Sýrlandi. Ákæruskjalið telur hundrað blaðsíður og eru mennirnir meðal annars ákærðir fyrir pyntingar á almennum borgurum sem tóku þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum. Þetta eru fyrsta sinn sem réttað er yfir fulltrúum sýrlenskra stjórnvalda sem hafa margoft verið sökuð um stríðsglæpi. Ólöf Ragnarsdóttir fjallar um málið. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
5/8/20200
Episode Artwork

35 | Hagen-málið, heilsuleysi Kim Jong-un, og söguleg réttarhöld

short_text=None long_text='Í þrítugasta og fimmta þætti Heimskviða er fjallað um glæpasögur. Hver urðu örlög Anne-Elisabeth Hagen? Stóð maðurinn hennar á bak við morðið á henni og reyndi að villa um fyrir lögreglunni með því að láta líta út fyrir að henni hafi verið rænt. Ef ekki er þegar búið að því verður án efa mjög bráðlega ráðist í gerð hlaðvarpa eða heimildaþátta um örlög Anne-Elisabeth Hagen. Því hvort sem við viðurkennum það eða ekki hafa flest afar mikinn áhuga á öllu sem tengist umfjöllun um alvöru glæpi. Fræðimenn hafa sett fram kenningar um þennan áhuga, eins og Margrét Valdimarsdóttir, dotkor í afbrotafræði, segir okkur frá. Birta Björnsdóttir fjallar um áhuga okkar á glæpum og gagnrýni sem þættir sem fjalla um morð og misþyrmingar hafa fengið, meðal annars frá ættingjum þolenda. \n\nKim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu er við hestaheilsu. Eða, það segir norður-kóreski ríkisfjölmiðillinn allavega. Kim sást ekki opinberlega svo vikum skipti en dúkkaði svo allt í einu upp á baráttudegi verkalýðsins fyrr í þessum mánuði. Spurningar um heilsu Kims vöknuðu í kjölfarið, en hann þykir í áhættuhópi vegna ofþyngdar og sökum þess að hann er stórreykingarmaður. En falli Kim frá, hver tekur við af honum sem leiðtoga þessa leyndardómsfylsta ríkis heims? Verður það systir hans? Guðmundur Björn Þorbjörnsson segir okkur frá. \n\nÁ dögunum hófust réttarhöld í Þýskalandi yfir tveimur mönnum frá Sýrlandi. Ákæruskjalið telur hundrað blaðsíður og eru mennirnir meðal annars ákærðir fyrir pyntingar á almennum borgurum sem tóku þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum. Þetta eru fyrsta sinn sem réttað er yfir fulltrúum sýrlenskra stjórnvalda sem hafa margoft verið sökuð um stríðsglæpi. Ólöf Ragnarsdóttir fjallar um málið.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
5/8/202049 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

34 | Sænska leiðin, matarskortur í heiminum, og hver á Grænland?

Í þrítugasta og fjórða þætti Heimskviðna bregðum við okkur til Svíþjóðar, nánar tiltekið til Gautaborgar, þar sem Kári Gylfason fréttamaður býr. Kári flytur sinn fyrsta pistil fyrir Heimskviður og fjallar um það hvernig Svíar hafa brugðist við kórónuveirufaraldrinum. Nálgun Svía er þvert á það sem gert er í öllum sambærilegum samfélögum og hefur verið harðlega gagnrýnd. Dauðsföll í Svíþjóð af völdum Covid-19 eru margfalt fleiri en í grannlöndunum, þrefalt fleiri en í Danmörku, miðað við mannfjölda; sexfalt fleiri en í Noregi eða Finnlandi; og áttfalt fleiri en á Íslandi. Af hverju fara þau þessa leið og hvernig hefur það gengið? Hundrað þrjátíu og fimm milljónir manna þjást af hungri í heiminum í dag og þau sem svelta á eftir að fjölga hratt á næstu misserum vegna COVID-19 faraldursins. Verð á matvælum er hluti af vandanum því það endurspeglar ekki allan framleiðslukostnað þeirra. Umhverfisáhrif eru bara að óverulegu leyti inn í verðinu segir Daði Már Kristofersson, umhverfishagfræðingur við Háskóla Íslands og Ragnhildur Helga Jónsdóttir, umhverfisfræðingur við Landbúnaðarháskólann tekur undir þetta. Bergljót Baldursdóttir fjallar um hvernig hægt sé að leysa það vandamál sem blasir við heimsbyggðinni að matarskortur er í sumum löndum en ofgnótt matar í öðrum. Fyrir viku var tilkynnt að Bandaríkjastjórn ætlaði að veita Grænlendingum fjárstyrk sem nemur 12,1 milljón Bandaríkjadala, jafnvirði um 1,8 milljarðs króna. Bandaríska utanríkisráðuneytið sagði að styrkurinn ætti að nýtast við þróun efnahagsmála, sér í lagi hvað varðar náttúruauðlindir og menntun. Bogi Ágústsson fjallar um áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi og ræðir meðal annars við Albert Jónsson, sérfræðing í öryggismálum sem hefur verið sendiherra bæði í Washington og Moskvu. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
5/1/20200
Episode Artwork

34 | Sænska leiðin, matarskortur í heiminum, og hver á Grænland?

short_text=None long_text='Í þrítugasta og fjórða þætti Heimskviðna bregðum við okkur til Svíþjóðar, nánar tiltekið til Gautaborgar, þar sem Kári Gylfason fréttamaður býr. Kári flytur sinn fyrsta pistil fyrir Heimskviður og fjallar um það hvernig Svíar hafa brugðist við kórónuveirufaraldrinum. Nálgun Svía er þvert á það sem gert er í öllum sambærilegum samfélögum og hefur verið harðlega gagnrýnd. Dauðsföll í Svíþjóð af völdum Covid-19 eru margfalt fleiri en í grannlöndunum, þrefalt fleiri en í Danmörku, miðað við mannfjölda; sexfalt fleiri en í Noregi eða Finnlandi; og áttfalt fleiri en á Íslandi. Af hverju fara þau þessa leið og hvernig hefur það gengið? \n\nHundrað þrjátíu og fimm milljónir manna þjást af hungri í heiminum í dag og þau sem svelta á eftir að fjölga hratt á næstu misserum vegna COVID-19 faraldursins. Verð á matvælum er hluti af vandanum því það endurspeglar ekki allan framleiðslukostnað þeirra. Umhverfisáhrif eru bara að óverulegu leyti inn í verðinu segir Daði Már Kristofersson, umhverfishagfræðingur við Háskóla Íslands og Ragnhildur Helga Jónsdóttir, umhverfisfræðingur við Landbúnaðarháskólann tekur undir þetta. Bergljót Baldursdóttir fjallar um hvernig hægt sé að leysa það vandamál sem blasir við heimsbyggðinni að matarskortur er í sumum löndum en ofgnótt matar í öðrum. \n\nFyrir viku var tilkynnt að Bandaríkjastjórn ætlaði að veita Grænlendingum fjárstyrk sem nemur 12,1 milljón Bandaríkjadala, jafnvirði um 1,8 milljarðs króna. Bandaríska utanríkisráðuneytið sagði að styrkurinn ætti að nýtast við þróun efnahagsmála, sér í lagi hvað varðar náttúruauðlindir og menntun. Bogi Ágústsson fjallar um áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi og ræðir meðal annars við Albert Jónsson, sérfræðing í öryggismálum sem hefur verið sendiherra bæði í Washington og Moskvu.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
5/1/202050 minutes
Episode Artwork

33 | Trú og heimsfaraldur, krísa í Barcelona og framtíð sjónvarps

Í þrítugasta og þriðja þætti Heimskviðna er fjallað um trúarbrögð á tímum heimsfaraldurs. Fjölmargar kirkjur og trúfélög víða um heim hafa óhlýðnast yfirvöldum og virt samkomubann að vettugi, sem getur haft alvarlegar afleiðingar. En svo getur virkt trúarlíf fólks líka haft jákvæð áhrif, bæði á andlega líðan, og auðvitað með því að hlýða yfirvöldum en um leið hjálpa öðrum. Guðmundur Björn Þorbjörnsson segir frá. Þótt eigendur streymisveitna á borð við Netflix hafi það gott um þessar mundir og horfi á áskriftartölur hækka, sitja leikarar, leikstjórar, kvikmyndatökumenn, hljóðmenn heima í stofu og bíða eftir því að hjólin geti farið að snúast að nýju. Búið er að fresta fjölmörgum frumsýningum stórmynda á borð við nýju Batman-myndina og segja má að Hollywood skjálfi og nötri. En faraldurinn hefur þó ekki stöðvað göngu eins langlífasta sjónvarpsþáttar sögunnar, eins og Hallgrímur Indriðason segir okkur frá. Á Spáni má færa rök fyrir því að fótbolti sé ígildi trúarbragða, guðirnir sem tilbeðnir eru ýmist undir merkjum Barcelona eða Real Madrid. Það hefur hins vegar ekki ríkt nein lognmolla í herbúðum Barcelona undanfarið, og ásakanir um spillingu og óstjórn farið nokkuð hátt. Pálmi Jónasson ætlar að segja okkur frá því og sögu liðsins, og nýtur þar liðsinnis Einars Arnar Jónssonar, íþróttafréttamanns. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
4/24/20200
Episode Artwork

33 | Trú og heimsfaraldur, krísa í Barcelona og framtíð sjónvarps

short_text=None long_text='Í þrítugasta og þriðja þætti Heimskviðna er fjallað um trúarbrögð á tímum heimsfaraldurs. Fjölmargar kirkjur og trúfélög víða um heim hafa óhlýðnast yfirvöldum og virt samkomubann að vettugi, sem getur haft alvarlegar afleiðingar. En svo getur virkt trúarlíf fólks líka haft jákvæð áhrif, bæði á andlega líðan, og auðvitað með því að hlýða yfirvöldum en um leið hjálpa öðrum. Guðmundur Björn Þorbjörnsson segir frá. \n\nÞótt eigendur streymisveitna á borð við Netflix hafi það gott um þessar mundir og horfi á áskriftartölur hækka, sitja leikarar, leikstjórar, kvikmyndatökumenn, hljóðmenn heima í stofu og bíða eftir því að hjólin geti farið að snúast að nýju. Búið er að fresta fjölmörgum frumsýningum stórmynda á borð við nýju Batman-myndina og segja má að Hollywood skjálfi og nötri. En faraldurinn hefur þó ekki stöðvað göngu eins langlífasta sjónvarpsþáttar sögunnar, eins og Hallgrímur Indriðason segir okkur frá.\n\nÁ Spáni má færa rök fyrir því að fótbolti sé ígildi trúarbragða, guðirnir sem tilbeðnir eru ýmist undir merkjum Barcelona eða Real Madrid. Það hefur hins vegar ekki ríkt nein lognmolla í herbúðum Barcelona undanfarið, og ásakanir um spillingu og óstjórn farið nokkuð hátt. Pálmi Jónasson ætlar að segja okkur frá því og sögu liðsins, og nýtur þar liðsinnis Einars Arnar Jónssonar, íþróttafréttamanns. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
4/24/202050 minutes
Episode Artwork

32 | Kórónuveira í Rússlandi, Trump í basli, og tígrisdýr í haldi mann

Í þrítugasta og öðrum þætti Heimskviðna er áfram fjallað um áhrif Covid-19 víða um heim. Fjölmörg ríki hafa slakað á aðgerðum sem miða að því að hindra útbreiðslu veirunnar, á meðan önnur ríki herða aðgerðir enn frekar, þar á meðal Kína. Og hver er staðan í stærsta landi heims, Rússlandi? Forseti Bandaríkjanna hefur nú verið gagnrýndur fyrir að bregðast seint og illa við yfirvofandi heimsfaraldri. En eins og honum einum er lagið snýr Donald Trump vörn í sókn og segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina bera mestu ábyrgðina. Og í refsingarskyni ætlar hann að hætta að styrkja stofnunina í bili, ákvörðun sem hefur verið harðlega gagnrýnd víða. Pálmi Jónasson segir okkur frá Trump, Covid og pólitíkinni. Það hefðu líklega ekki margir velt fyrir sér eignarhaldi á tígrisdýrum ef það væri ekki fyrir heimildaþættina Tiger king sem hafa notið gífurlegra vinsælda á streymisveitu Netflix undanfarnar vikur. Þættirnir njóta góðs af samkomubanni og fólk víðar en á Íslandi virðist gleypa þá í sig enda efnistökin lygileg; samfélag fólks í Bandaríkjunum sem heldur tugi og hundruð tígrisdýra, ljóna og annarra stórkatta. Þótt dýrin spili lykilhlutverk í þáttunum sjö þá hverfast þættirnir fljótlega um atferli mannskepnunnar. Halla Ólafdsóttir segir okkur nánar frá þessu og ræðir við Þorkel Heiðarsson líffræðing og deildarstjóra Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og Ester Rut Unnsteinsdóttur spendýravistfræðing. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
4/17/20200
Episode Artwork

32 | Kórónuveira í Rússlandi, Trump í basli, og tígrisdýr í haldi mann

short_text=None long_text='Í þrítugasta og öðrum þætti Heimskviðna er áfram fjallað um áhrif Covid-19 víða um heim. Fjölmörg ríki hafa slakað á aðgerðum sem miða að því að hindra útbreiðslu veirunnar, á meðan önnur ríki herða aðgerðir enn frekar, þar á meðal Kína. Og hver er staðan í stærsta landi heims, Rússlandi? \n\nForseti Bandaríkjanna hefur nú verið gagnrýndur fyrir að bregðast seint og illa við yfirvofandi heimsfaraldri. En eins og honum einum er lagið snýr Donald Trump vörn í sókn og segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina bera mestu ábyrgðina. Og í refsingarskyni ætlar hann að hætta að styrkja stofnunina í bili, ákvörðun sem hefur verið harðlega gagnrýnd víða. Pálmi Jónasson segir okkur frá Trump, Covid og pólitíkinni.\n\nÞað hefðu líklega ekki margir velt fyrir sér eignarhaldi á tígrisdýrum ef það væri ekki fyrir heimildaþættina Tiger king sem hafa notið gífurlegra vinsælda á streymisveitu Netflix undanfarnar vikur. Þættirnir njóta góðs af samkomubanni og fólk víðar en á Íslandi virðist gleypa þá í sig enda efnistökin lygileg; samfélag fólks í Bandaríkjunum sem heldur tugi og hundruð tígrisdýra, ljóna og annarra stórkatta. Þótt dýrin spili lykilhlutverk í þáttunum sjö þá hverfast þættirnir fljótlega um atferli mannskepnunnar. Halla Ólafdsóttir segir okkur nánar frá þessu og ræðir við Þorkel Heiðarsson líffræðing og deildarstjóra Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og Ester Rut Unnsteinsdóttur spendýravistfræðing.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
4/17/202050 minutes
Episode Artwork

31 | Öfgar á tímum COVID19, áhrif veirunnar á umhverfið og Inter Miami

Í þrítugasta og fyrsta þætti Heimskviðna fjalla Guðmundur Björn og Birta um ólík viðbrögð þjóðarleiðtoga um veröld víða við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID19. Forseti Filippseyja vill skjóta þá sem rjúfa sóttkví, en forseti Brasilíu segir fólki að hundskast í vinnuna. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands er nánast orðinn einvaldur, og í Hvíta-Rússlandi gengur lífið sinn vanagang, líkt og enginn heimsfaraldur gangi nú yfir. Þá grassera falsfréttir, streymisveitur hafa aldrei verið jafn vinsælar og við erum hætt að taka í höndina á hvort öðru. Þá fjallar Bergljót Baldursdóttir um áhrif COVID19 á umhverfið og loftslagsmál. Það er nefnilega svo að útbreiðsla veirunnar virðist hafa ansi hreint jákvæð áhrif á umhverfið, enda eru helstu skaðvaldar þess - mennirnir - að menga töluvert minna en venjulega. En fer allt aftur í sama farið þegar faraldurinn hefur runnið sitt skeið? Svo segir Hallgrímur Indriðason okkur frá nýju fótboltaliði Davids Beckham, Inter Miami, sem hóf nýverið leik í bandarísku atvinnumannadeildinni í fótbolta. Þá rekur hann einnig sögu atvinnumannadeildarinnar í Bandaríkjunum, en fótbolti hefur ekki notið mikilla vinsælda vestanhafs. Á því hefur þó verið nokkur breyting síðustu ár, ekki síst vegna Beckhams. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
4/3/20200
Episode Artwork

30 | Spænska veikin, HABL, og mun Afríka gleymast einu sinni enn?

Í þrítugasta þætti Heimskviðna er fjallað um hvaða áhrif kórónuveiran COVID19 kemur til með að hafa á Afríku, fátækustu og vanþróuðustu álfu heims. Hvernig tekst heilbrigðiskerfi álfunnar á við sjúkdóminn, nái hann viðlíka útbreiðslu og í Evrópu? Hver verða efnahagsleg og samfélagsleg áhrif faraldursins? Guðmundur Björn ræðir við Geir Gunnlaugsson, fyrrum landlækni og prófessor í hnattrænni heilsu við Háskóla Íslands, en hann starfaði árum saman í Gíneu-Bissá. Þá er einnig rætt við Unni Orradóttur Ramette, sendirherra Íslands í Úganda. COVID19 er sennilega alvarlegasta farsótt sem hefur herjað á mannkynið í rúmlega öld eða frá því að spænska veikin svokallaða varð tugum milljóna að aldurtila 1918-19. Hún átti að öllum líkindum uppruna sinn í Bandaríkjunum, en var kölluð spænska veikin vegna þess að þar var fjallað opinskátt um hana í fjölmiðlum, öfugt við þau ríki sem bárust á banaspjót í fyrri heimsstyrjöldinni. Fjölmiðlar styrjaldarríkjanna sættu strangri ritskoðun og ekkert var birt sem gæti gefið óvininum upplýsingar um ástand mála. Bogi Ágústsson setur sig í stellingar sagnfræðingsins, rifjar upp spænsku veikina og skoðar HABL (SARS) farsóttina sem gekk yfir árið 2003. Hvernig var sá faraldur ólíkur þeim sem nú geysar? Bogi ræðir við Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
3/27/20200
Episode Artwork

30 | Spænska veikin, HABL, og mun Afríka gleymast einu sinni enn?

short_text=None long_text='Í þrítugasta þætti Heimskviðna er fjallað um hvaða áhrif kórónuveiran COVID19 kemur til með að hafa á Afríku, fátækustu og vanþróuðustu álfu heims. Hvernig tekst heilbrigðiskerfi álfunnar á við sjúkdóminn, nái hann viðlíka útbreiðslu og í Evrópu? Hver verða efnahagsleg og samfélagsleg áhrif faraldursins? Guðmundur Björn ræðir við Geir Gunnlaugsson, fyrrum landlækni og prófessor í hnattrænni heilsu við Háskóla Íslands, en hann starfaði árum saman í Gíneu-Bissá. Þá er einnig rætt við Unni Orradóttur Ramette, sendirherra Íslands í Úganda.\n\nCOVID19 er sennilega alvarlegasta farsótt sem hefur herjað á mannkynið í rúmlega öld eða frá því að spænska veikin svokallaða varð tugum milljóna að aldurtila 1918-19. Hún átti að öllum líkindum uppruna sinn í Bandaríkjunum, en var kölluð spænska veikin vegna þess að þar var fjallað opinskátt um hana í fjölmiðlum, öfugt við þau ríki sem bárust á banaspjót í fyrri heimsstyrjöldinni. Fjölmiðlar styrjaldarríkjanna sættu strangri ritskoðun og ekkert var birt sem gæti gefið óvininum upplýsingar um ástand mála. Bogi Ágústsson setur sig í stellingar sagnfræðingsins, rifjar upp spænsku veikina og skoðar HABL (SARS) farsóttina sem gekk yfir árið 2003. Hvernig var sá faraldur ólíkur þeim sem nú geysar? Bogi ræðir við Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
3/27/202051 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

29 | Trump að missa tökin, Biden gefur í og ókyrrð í S-Arabíu

Í tuttugasta og níunda þætti Heimskviðna verður fjallað um helstu vendingar tengdar heimsfaraldri COVID19, og þá sér í lagi áhrif faraldursins í Evrópu. Vinnsla þáttarins var með nokkuð óhefðbundnu sniði þar sem þáttastjórnendur máttu ekki hittast vegna smithættu, og þá var einn fréttamaður í sóttkví. Í Bandaríkjunum hefur faraldurinn einnig sín áhrif. Þar stendur nú forseti landsins, Donald Trump, í strönguenda sætir hann harðri gagnrýni fyrir viðbrögð sín við útbreiðslu faraldursins. Og í ofanálag, þá eru forsetakosningar í landinu í næsta haust. Þá virðist forvali Demókrata svo gott sem lokið, en Joe Biden hefur örugga forystu á Bernie Sanders. Guðmundur Björn fjallar um áhrif þessa heimsfaraldurs á bandarísk stjórnmál, sem og forval demókrata, og spjallar við Silju Báru Ómarsdóttur, dósent í stjórnmálafræði. Tveir af hæst settu mönnum konungsfjölskyldunnar í Sádi-Arabíu voru handteknir á dögunum. Báðir eiga þeir tilkall til krúnunnar samkvæmt hefðum og annar þeirra er bróðir sjálfs Salmans konungs. Og á sama tíma eiga Sádar í olíuverðstríði við Rússa, ríkin eru í eins konar störukeppni sem gæti haft víðtækar afleiðingar. Ólöf Ragnarsdóttir segir okkur frá. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
3/20/20200
Episode Artwork

29 | Trump að missa tökin, Biden gefur í og ókyrrð í S-Arabíu

short_text=None long_text='Í tuttugasta og níunda þætti Heimskviðna verður fjallað um helstu vendingar tengdar heimsfaraldri COVID19, og þá sér í lagi áhrif faraldursins í Evrópu. Vinnsla þáttarins var með nokkuð óhefðbundnu sniði þar sem þáttastjórnendur máttu ekki hittast vegna smithættu, og þá var einn fréttamaður í sóttkví. \n\nÍ Bandaríkjunum hefur faraldurinn einnig sín áhrif. Þar stendur nú forseti landsins, Donald Trump, í strönguenda sætir hann harðri gagnrýni fyrir viðbrögð sín við útbreiðslu faraldursins. Og í ofanálag, þá eru forsetakosningar í landinu í næsta haust. Þá virðist forvali Demókrata svo gott sem lokið, en Joe Biden hefur örugga forystu á Bernie Sanders. Guðmundur Björn fjallar um áhrif þessa heimsfaraldurs á bandarísk stjórnmál, sem og forval demókrata, og spjallar við Silju Báru Ómarsdóttur, dósent í stjórnmálafræði.\n \nTveir af hæst settu mönnum konungsfjölskyldunnar í Sádi-Arabíu voru handteknir á dögunum. Báðir eiga þeir tilkall til krúnunnar samkvæmt hefðum og annar þeirra er bróðir sjálfs Salmans konungs. Og á sama tíma eiga Sádar í olíuverðstríði við Rússa, ríkin eru í eins konar störukeppni sem gæti haft víðtækar afleiðingar. Ólöf Ragnarsdóttir segir okkur frá. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
3/20/202042 minutes
Episode Artwork

28 | Áhrif COVID19, Britta Nielsen og er stríðið í Afganistan á enda?

Í tuttugasta og áttunda þætti Heimskviðna verður ekki komist hjá því að ræða um áhrif COVID19 veirunnar á samfélög og þjóðir heims. Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um ferðabann frá Evrópu, fjármálamarkaðir voru í frjálsu falli, Danir skelltu í lás og íþróttaheimurinn og skemmtanaiðnaðurinn fer ekki varhluta af áhrifum veirunnar. En þá er einnig fjallað um aðra hluti, enda hætta hjól heimsins ekki að snúast. Í lok síðasta mánuðar var sögulegt samkomulag undirritað milli Bandaríkjastjórnar og Talíbana, sem kveður á um að herlið Bandaríkjanna og Nató yfirgefi landið eftir rúmlega átján ára viðveru. Er friður í augsýn, eða eru Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra að ganga burt frá rjúkandi rústum? Guðmundur Björn fjallar um málið og ræðir við Brynju Huld Óskarsdóttur, varnarmálafræðing og fyrrum starfsmann NATÓ í Afganistan. Hin danska Britta Nielsen var á dögunum dæmd til rúmlega sex ára fangelsisvistar fyrir umfangsmikinn fjárdrátt úr sjóðum danska félagasmálaráðuneytisins. En málinu er ekki lokið. Nú er verið að rétta yfir þremur börnum Nielsen. Málið snýst um hvort þau hafi vitað hvaðan illa fengna féð kom, eða hvort þau hafi einfaldlega verið saklausir þjófsnautar. Birta Björnsdóttir segir frá. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
3/13/20200
Episode Artwork

28 | Áhrif COVID19, Britta Nielsen og er stríðið í Afganistan á enda?

short_text=None long_text='Í tuttugasta og áttunda þætti Heimskviðna verður ekki komist hjá því að ræða um áhrif COVID19 veirunnar á samfélög og þjóðir heims. Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um ferðabann frá Evrópu, fjármálamarkaðir voru í frjálsu falli, Danir skelltu í lás og íþróttaheimurinn og skemmtanaiðnaðurinn fer ekki varhluta af áhrifum veirunnar.\n\nEn þá er einnig fjallað um aðra hluti, enda hætta hjól heimsins ekki að snúast. Í lok síðasta mánuðar var sögulegt samkomulag undirritað milli Bandaríkjastjórnar og Talíbana, sem kveður á um að herlið Bandaríkjanna og Nató yfirgefi landið eftir rúmlega átján ára viðveru. Er friður í augsýn, eða eru Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra að ganga burt frá rjúkandi rústum? Guðmundur Björn fjallar um málið og ræðir við Brynju Huld Óskarsdóttur, varnarmálafræðing og fyrrum starfsmann NATÓ í Afganistan.\n\nHin danska Britta Nielsen var á dögunum dæmd til rúmlega sex ára fangelsisvistar fyrir umfangsmikinn fjárdrátt úr sjóðum danska félagasmálaráðuneytisins. En málinu er ekki lokið. Nú er verið að rétta yfir þremur börnum Nielsen. Málið snýst um hvort þau hafi vitað hvaðan illa fengna féð kom, eða hvort þau hafi einfaldlega verið saklausir þjófsnautar. Birta Björnsdóttir segir frá.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
3/13/202050 minutes
Episode Artwork

27 | Julian Assange, átök á Indlandi og ógnir á Norður-Atlantshafi

Í tuttugasta og sjöunda þætti Heimskviðna er fjallað um Julian Assange, stofnanda Wikileaks, og framsalskröfu Bandaríkjanna á hendur honum. Assange heldur nú uppi vörnum í Bretlandi, en bresk stjórnvöld hafa fallist á framsalskröfu Bandaríkjanna. Kristinn Hranfsson, ritstjóri Wikileaks, ræðir um réttarhöldin og hvernig niðurstaða þeirra gæti haft áhrif á framtíð blaðamennsku og tjáningarfrelsis í heiminum. Guðmundur Björn fjallar um málið. Mannskæðar óeirðir hafa verið í Delí, höfuðborg Indlands, undanfarnar vikur vegna nýrra laga sem gera ólöglegum innflytjendum kleift að fá ríkisborgararétt - ef þeir eru ekki múslimar. Þeir hafa lengi verið jaðarsettir í landinu. Lagasetningin tengist líka sögulegum flótta múslima frá nágrannaríkjunum og baráttu núverandi stjórnvalda til að halda löndum. Hallgrímur Indriðason skoðar málið nánar. Norður Atlantshaf hefur ætíð haft mikla hernaðarlega þýðingu. Á tímum kalda stríðsins óttuðust þjóðir Atlantshafsbandalagsins mjög að sovéski flotinn réðist á flutningaleiðir frá Bandaríkjunum til Evrópu. Þetta var ein höfuðástæða viðveru bandaríska flotans á Íslandi. Bogi Ágústsson ræddi við bandaríska flota- og herfræðinginn Magnus Nordenman um breytta ógn á Norður-Atlantshafinu. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
3/6/20200
Episode Artwork

27 | Julian Assange, átök á Indlandi og ógnir á Norður-Atlantshafi

short_text=None long_text='Í tuttugasta og sjöunda þætti Heimskviðna er fjallað um Julian Assange, stofnanda Wikileaks, og framsalskröfu Bandaríkjanna á hendur honum. Assange heldur nú uppi vörnum í Bretlandi, en bresk stjórnvöld hafa fallist á framsalskröfu Bandaríkjanna. Kristinn Hranfsson, ritstjóri Wikileaks, ræðir um réttarhöldin og hvernig niðurstaða þeirra gæti haft áhrif á framtíð blaðamennsku og tjáningarfrelsis í heiminum. Guðmundur Björn fjallar um málið.\n\nMannskæðar óeirðir hafa verið í Delí, höfuðborg Indlands, undanfarnar vikur vegna nýrra laga sem gera ólöglegum innflytjendum kleift að fá ríkisborgararétt - ef þeir eru ekki múslimar. Þeir hafa lengi verið jaðarsettir í landinu. Lagasetningin tengist líka sögulegum flótta múslima frá nágrannaríkjunum og baráttu núverandi stjórnvalda til að halda löndum. Hallgrímur Indriðason skoðar málið nánar.\n\nNorður Atlantshaf hefur ætíð haft mikla hernaðarlega þýðingu. Á tímum kalda stríðsins óttuðust þjóðir Atlantshafsbandalagsins mjög að sovéski flotinn réðist á flutningaleiðir frá Bandaríkjunum til Evrópu. Þetta var ein höfuðástæða viðveru bandaríska flotans á Íslandi. Bogi Ágústsson ræddi við bandaríska flota- og herfræðinginn Magnus Nordenman um breytta ógn á Norður-Atlantshafinu.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
3/6/202050 minutes
Episode Artwork

26 | COVID-19, morðingi Olof Palme og trúarleiðtogi Trumps

Í tuttugasta og sjötta þætti Heimskviðna er fjallað COVID-19, kórónaveiruna sem fer sem eldur í sinu um heimsbyggðina. Fleiri en 80 þúsund manns hafa sýkst af henni og tæplega þrjú þúsund látið lífið af völdum hennar. Er heimsfaraldur í vændum eða er COVID-19 stormur í vatnsglasi? Guðmundur Björn fjallar um málið. Í dag eru 34 ár frá því forsætisráðherra Svíþjóðar, Olof Palme, var myrtur í miðborg Stokkhólms. Við tók ein umfangsmesta lögreglurannsókn sögunnar sem hefur litlu sem engu skilað. Saksóknarar segjast vita hver myrti Palme og boða ákæru á næstu vikum, en talið er að glæpasagnahöfundurinn Stieg Larsson, sem rannsakaði morðið í tæp tuttugu ár, hafi komið lögreglu á slóðina, Suðurafríkuslóðina eins og Larsson kallaði hana. Bjarni Pétur Jónsson rifjar upp söguna og segir frá nýjum vísbendingum í málinu. Sjónvarpsprédikarinn Paula White er náinn samstarfsmaður og ráðgjafi Bandaríkjaforseta í trúmálum, og fyrsta konan sem flutt hefur bænina þegar Bandaríkjaforseti sver embættiseiðinn. En White er umdeild, alveg eins og maðurinn sem hún vinnur fyrir. Birta Björnsdóttir segir okkur meðal annars hvers vegna. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
2/28/20200
Episode Artwork

26 | COVID-19, morðingi Olof Palme og trúarleiðtogi Trumps

short_text=None long_text='Í tuttugasta og sjötta þætti Heimskviðna er fjallað COVID-19, kórónaveiruna sem fer sem eldur í sinu um heimsbyggðina. Fleiri en 80 þúsund manns hafa sýkst af henni og tæplega þrjú þúsund látið lífið af völdum hennar. Er heimsfaraldur í vændum eða er COVID-19 stormur í vatnsglasi? Guðmundur Björn fjallar um málið. \n\n Í dag eru 34 ár frá því forsætisráðherra Svíþjóðar, Olof Palme, var myrtur í miðborg Stokkhólms. Við tók ein umfangsmesta lögreglurannsókn sögunnar sem hefur litlu sem engu skilað. Saksóknarar segjast vita hver myrti Palme og boða ákæru á næstu vikum, en talið er að glæpasagnahöfundurinn Stieg Larsson, sem rannsakaði morðið í tæp tuttugu ár, hafi komið lögreglu á slóðina, Suðurafríkuslóðina eins og Larsson kallaði hana. Bjarni Pétur Jónsson rifjar upp söguna og segir frá nýjum vísbendingum í málinu.\n\nSjónvarpsprédikarinn Paula White er náinn samstarfsmaður og ráðgjafi Bandaríkjaforseta í trúmálum, og fyrsta konan sem flutt hefur bænina þegar Bandaríkjaforseti sver embættiseiðinn. En White er umdeild, alveg eins og maðurinn sem hún vinnur fyrir. Birta Björnsdóttir segir okkur meðal annars hvers vegna.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
2/28/202050 minutes
Episode Artwork

25 | Umskurður kvenna, Ástralía og Extinction Rebellion

Í tuttugasta og fimmta þætti Heimskviðna er fjallað um umskurð kvenna, en á hverjum fimmtán sekúndum eru kynfæri stúlku limlest einhvers staðar í heiminum og um 200 milljónir núlifandi stúlkna og kvenna lifa með afleiðingum slíkra aðgerða. Umskurður er gjarnan notað fyrir þennan verknað en þau sem til þekkja vilja frekar tala um limlestingu á kynfærum kvenna. Áform eru um að útrýma þessum aldagamla sið, en það er ekki auðunnið verkefni. Birta Björnsdóttir fjallar um málið. Dýralæknir hefur áhyggjur af afkomu villtra dýra eftir fordæmalausa skógarelda í Ástralíu. Talið er að yfir milljarður viltra dýra hafi drepist á síðustu mánuðum, þar með talið dýr sem voru þá þegar í útrýmingarhættu. Eftir langvarandi ágang manna á búsvæði dýra í Ástralíu gætu eldarnir hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Halla Ólafsdóttir, fréttamaður sem er nú búsett í Sydney kynnti sér málið. Getur borgaraleg óhlýðni haft þau áhrif að stjórnvöld teki til hendinni í loftslagsaðgerðum. Grasrótarsamtökin Exitinction Rebellion eru ekki nema rétt tæplega tveggja ára gömul en hafa þegar náð að festa sig í sessi í yfir fimmtíu löndum. Samtökin fordæma ofbeldi, en það þýðir þó ekki að meðlimir þeirra hafi ekki komist í kast við lögin. Guðmundur Björn Þorbjörnsson segir frá. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
2/21/20200
Episode Artwork

25 | Umskurður kvenna, Ástralía og Extinction Rebellion

short_text=None long_text='Í tuttugasta og fimmta þætti Heimskviðna er fjallað um umskurð kvenna, en á hverjum fimmtán sekúndum eru kynfæri stúlku limlest einhvers staðar í heiminum og um 200 milljónir núlifandi stúlkna og kvenna lifa með afleiðingum slíkra aðgerða. Umskurður er gjarnan notað fyrir þennan verknað en þau sem til þekkja vilja frekar tala um limlestingu á kynfærum kvenna. Áform eru um að útrýma þessum aldagamla sið, en það er ekki auðunnið verkefni. Birta Björnsdóttir fjallar um málið. \n\nDýralæknir hefur áhyggjur af afkomu villtra dýra eftir fordæmalausa skógarelda í Ástralíu. Talið er að yfir milljarður viltra dýra hafi drepist á síðustu mánuðum, þar með talið dýr sem voru þá þegar í útrýmingarhættu. Eftir langvarandi ágang manna á búsvæði dýra í Ástralíu gætu eldarnir hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Halla Ólafsdóttir, fréttamaður sem er nú búsett í Sydney kynnti sér málið.\n\nGetur borgaraleg óhlýðni haft þau áhrif að stjórnvöld teki til hendinni í loftslagsaðgerðum. Grasrótarsamtökin Exitinction Rebellion eru ekki nema rétt tæplega tveggja ára gömul en hafa þegar náð að festa sig í sessi í yfir fimmtíu löndum. Samtökin fordæma ofbeldi, en það þýðir þó ekki að meðlimir þeirra hafi ekki komist í kast við lögin. Guðmundur Björn Þorbjörnsson segir frá. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
2/21/202050 minutes
Episode Artwork

24 | AfD skekur Þýskaland, bræðraþjóðir í S-Ameríku, og flóttafólk

Í tuttugasta og fjórða þætti Heimskviðna er fjallað um upplausnarástand í þýskum stjórnmálum, eftir að flokkur þjóðernissinna, AfD, studdi nýjan forsætisráðherra í sambandsríkinu Thuringen. Kristilegir demókratar og frjálslyndir og taldir hafa gengið á bak þeirra orða sinna um að vinna aldrei með flokkum þjóðernissinna. Þá hefur formaður Kristilegra demókrata sagt af sér formennsku. Það kom mörgum á óvart því hún var af mörgum talinn ótvíræður arftaki Angelu Merkel sem næsti kanslari. Guðmundur Björn ræðir við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, fréttamann, og Vanessu Moniku Isenmann, doktorsnema við Háskóla Íslands. Flóttamenn frá Venesúela streyma í þúsundatali yfir til Kólumbíu á hverjum einasta degi. Þar er þeim tekið opnum örmum enda eru þetta bræðraþjóðir frá fornu fari og voru í raun á fyrrihluta 19. aldar ein og sama þjóðin. En það gæti breyst á næstu misserum, nú eru efnahagsþrengingar í Kólumbíu og þá eru flóttamenn frá Venesúela ekki jafn vel séðir og áður. Jóhann Hlíðar Harðarson segir frá. Þá fjallar Ólöf Ragnarsdóttir um stöðu flóttafólks í heiminum. Á einni viku núna í febrúar neyddust yfir hundrað þúsund manns til þess að flýja heimili sín í Idlib-héraði í Sýrlandi. Það sem af er þessu ári hafa nærri tveir á dag drukknað á Miðjarðarhafinu á leið sinni til Evrópu. Frá því Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna tók til starfa fyrir sjötíu árum, hafa aldrei verið fleiri á flótta. Hvaðan er fólk að flýja og hvert flýr það? Hver er munurinn á flóttamanni og hælisleitanda? Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
2/14/20200
Episode Artwork

24 | AfD skekur Þýskaland, bræðraþjóðir í S-Ameríku, og flóttafólk

short_text=None long_text='Í tuttugasta og fjórða þætti Heimskviðna er fjallað um upplausnarástand í þýskum stjórnmálum, eftir að flokkur þjóðernissinna, AfD, studdi nýjan forsætisráðherra í sambandsríkinu Thuringen. Kristilegir demókratar og frjálslyndir og taldir hafa gengið á bak þeirra orða sinna um að vinna aldrei með flokkum þjóðernissinna. Þá hefur formaður Kristilegra demókrata sagt af sér formennsku. Það kom mörgum á óvart því hún var af mörgum talinn ótvíræður arftaki Angelu Merkel sem næsti kanslari. Guðmundur Björn ræðir við Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, fréttamann, og Vanessu Moniku Isenmann, doktorsnema við Háskóla Íslands. \n\nFlóttamenn frá Venesúela streyma í þúsundatali yfir til Kólumbíu á hverjum einasta degi. Þar er þeim tekið opnum örmum enda eru þetta bræðraþjóðir frá fornu fari og voru í raun á fyrrihluta 19. aldar ein og sama þjóðin. En það gæti breyst á næstu misserum, nú eru efnahagsþrengingar í Kólumbíu og þá eru flóttamenn frá Venesúela ekki jafn vel séðir og áður. Jóhann Hlíðar Harðarson segir frá.\n\nÞá fjallar Ólöf Ragnarsdóttir um stöðu flóttafólks í heiminum. Á einni viku núna í febrúar neyddust yfir hundrað þúsund manns til þess að flýja heimili sín í Idlib-héraði í Sýrlandi. Það sem af er þessu ári hafa nærri tveir á dag drukknað á Miðjarðarhafinu á leið sinni til Evrópu. Frá því Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna tók til starfa fyrir sjötíu árum, hafa aldrei verið fleiri á flótta. Hvaðan er fólk að flýja og hvert flýr það? Hver er munurinn á flóttamanni og hælisleitanda? \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
2/14/202047 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

23 | Framtíð Trumps, friðaráætlun Ísrael og Palestínu, og Óskarinn

Í tuttugasta og þriðja þætti Heimskviðna er fjallað er um réttarhöldin yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, en þeim lauk í vikunni. Forsetinn var sem kunnugt er ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir embættisglöp í starfi; fyrir að misnota völd sín sem forseti annars vegar, og fyrir að hindra framgang rannsóknar fulltrúadeildarinnar hins vegar. Hvernig fór þetta allt saman, og hvernig kemur forsetinn út úr þessu, nú þegar um níu mánuðir eru þangað til forsetakosningar fara fram Vestanhafs? Rætt er við Silju Báru Ómarsdóttur, dósent í stjórnmálafræði. Bandaríkjaforseti og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels kynntu á dögunum nýja friðaráætlun fyrir Palestínu. Hún hefur fallið í grýttan jarðveg þar. Er áætlunin raunveruleg leið til friðar eftir áratuga átök milli Ísraelsmanna og Palestínumanna eða gerir hún í raun illt verra? Hallgrímur Indriðason skoðaði áætlunina og ræddi við Magnús Þorkel Bernharðsson um næstu skref í þessari langvinnu deilu. Þá fer Birta Björnsdóttir yfir og rifjar upp samspil pólitíkur og Óskarsverðlauna, um umdeilda verðlaunahafa og hvernig sum þeirra hafa nýtt sviðsljósið til að koma málefnum í umræðuna. Og hvort að það hafi einhver áhrif. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
2/7/20200
Episode Artwork

23 | Framtíð Trumps, friðaráætlun Ísrael og Palestínu, og Óskarinn

short_text=None long_text='Í tuttugasta og þriðja þætti Heimskviðna er fjallað er um réttarhöldin yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, en þeim lauk í vikunni. Forsetinn var sem kunnugt er ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir embættisglöp í starfi; fyrir að misnota völd sín sem forseti annars vegar, og fyrir að hindra framgang rannsóknar fulltrúadeildarinnar hins vegar. Hvernig fór þetta allt saman, og hvernig kemur forsetinn út úr þessu, nú þegar um níu mánuðir eru þangað til forsetakosningar fara fram Vestanhafs? Rætt er við Silju Báru Ómarsdóttur, dósent í stjórnmálafræði.\n\nBandaríkjaforseti og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels kynntu á dögunum nýja friðaráætlun fyrir Palestínu. Hún hefur fallið í grýttan jarðveg þar. Er áætlunin raunveruleg leið til friðar eftir áratuga átök milli Ísraelsmanna og Palestínumanna eða gerir hún í raun illt verra? Hallgrímur Indriðason skoðaði áætlunina og ræddi við Magnús Þorkel Bernharðsson um næstu skref í þessari langvinnu deilu.\n\nÞá fer Birta Björnsdóttir yfir og rifjar upp samspil pólitíkur og Óskarsverðlauna, um umdeilda verðlaunahafa og hvernig sum þeirra hafa nýtt sviðsljósið til að koma málefnum í umræðuna. Og hvort að það hafi einhver áhrif.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
2/7/202051 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

22 | Spilling í Argentínu, Brexit og leit Kobes að fullkomnun

Í tuttugasta og öðrum þætti Heimskviðna er fjallað er um AMIA-sprengjuárásina í landinu árið 1994, versta gyðingahatursglæp frá helförinni og saksóknarann Alberto Nisman. Nisman var líklega myrtur degi áður en hann ætlaði að greina opinberlega frá ásökunum um að þáverandi forseti og núverandi varaforseti hefði hylmt yfir með árásarmönnum í skiptum fyrir viðskiptasamninga við Íran. Dauði saksóknarans er til umfjöllunar í nýrri þáttaröð á Netflix, sem vakið hefur mikil viðbrögð í Argentínu. Brexit er orðið að veruleika, þremur og hálfu ári eftir þjóðaratkvæðagreiðslu sem klauf bresku þjóðina og Bretar hafa loks yfirgefið Evrópusambandið. En þótt Bretar séu á leið út, er enn langur vegur fram undan og nú taka við ellefu mánaða samningaviðræður við Evrópusambandið um framtíðar samskipti þeirra. Dóra Sif Tynes er gestur Heimskviðna í síðustu Brexit umfjöllun þáttarins, Í bili. Einn besti körfuboltamaður allra tíma, Kobe Bryant, lést á sunnudagskvöld, aðeins 41 árs. Hver var Kobe Bryant og hver verður arfleið hans? Guðmundur Björn ræðir við Svala Björgvinsson, sálfræðing og körfuboltaspekúlant, um manninn að baki goðsögunni Kobe og linnulausa leit hans að fullkomnun. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
1/31/20200
Episode Artwork

22 | Spilling í Argentínu, Brexit og leit Kobes að fullkomnun

short_text=None long_text='Í tuttugasta og öðrum þætti Heimskviðna er fjallað er um AMIA-sprengjuárásina í landinu árið 1994, versta gyðingahatursglæp frá helförinni og saksóknarann Alberto Nisman. Nisman var líklega myrtur degi áður en hann ætlaði að greina opinberlega frá ásökunum um að þáverandi forseti og núverandi varaforseti hefði hylmt yfir með árásarmönnum í skiptum fyrir viðskiptasamninga við Íran. Dauði saksóknarans er til umfjöllunar í nýrri þáttaröð á Netflix, sem vakið hefur mikil viðbrögð í Argentínu.\n\nBrexit er orðið að veruleika, þremur og hálfu ári eftir þjóðaratkvæðagreiðslu sem klauf bresku þjóðina og Bretar hafa loks yfirgefið Evrópusambandið. En þótt Bretar séu á leið út, er enn langur vegur fram undan og nú taka við ellefu mánaða samningaviðræður við Evrópusambandið um framtíðar samskipti þeirra. Dóra Sif Tynes er gestur Heimskviðna í síðustu Brexit umfjöllun þáttarins, Í bili.\n\nEinn besti körfuboltamaður allra tíma, Kobe Bryant, lést á sunnudagskvöld, aðeins 41 árs. Hver var Kobe Bryant og hver verður arfleið hans? Guðmundur Björn ræðir við Svala Björgvinsson, sálfræðing og körfuboltaspekúlant, um manninn að baki goðsögunni Kobe og linnulausa leit hans að fullkomnun.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
1/31/202048 minutes, 14 seconds
Episode Artwork

21 | Megxit, ráðabrugg Pútíns og ný samsæriskenning um dauða Tupacs

Í tuttugasta og fyrsta þætti Heimskviðna er fjallað um málið sem skekur bresku pressuna um þessar mundir: Megxit. Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan, vilja draga sig í hlé, draga úr embættisverkum á vegum bresku konungsfjölskyldunnar og standa á eigin fótum. Það gera þau meðal annars til að forða sér og sínum undan vökulum augum fjölmiðla. En er víst að ákvörðun þeirra verði til þess að draga úr áhuga fjölmiðla og almennings á þeim Harry og Meghan? Birta Björnsdóttir segir okkur frá Megxit. Ríkisstjórn Rússlands fór frá völdum í síðustu viku og nýr forsætisráðherra tók af Dimitry Medvedev. Það er þó engin stjórnarkreppa í landinu, og en þessi óvænta uppstokun ríkisstjórnarinnar tengist fyrirhuguðum, og viðamiklum breytingum á stjórnarskrá landsins. Fjögur ár eru þangað til Vladimír Pútín forseti þarf að láta að völdum, og talið er að nú ætli hann tryggja áframhaldandi völd sín, eftir að forsetatíð hans lýkur. Þrátt fyrir þetta þykja fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar einnig benda til þess að Rússland sé að styrkjast sem lýðræðisríki. Guðmundur Björn fjallar um málið og ræðir við Dagnýju Huldu Erlendsdóttur, fréttamann, um nýjasta útspil Pútíns. Þá fjallar Hallgrímur Indriðason um rapparann Tupac Shakur, sem var myrtur í september 1996. Eða hvað? Samsæriskenningar um að hann hafi sviðsett dauða sinn hafa verið lífseigar - og nú fyrir skömmu fengu þær enn meiri byr á óhefðbundinn hátt, svo ekki sé meira sagt. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
1/24/20200
Episode Artwork

21 | Megxit, ráðabrugg Pútíns og ný samsæriskenning um dauða Tupacs

short_text=None long_text='Í tuttugasta og fyrsta þætti Heimskviðna er fjallað um málið sem skekur bresku pressuna um þessar mundir: Megxit. Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan, vilja draga sig í hlé, draga úr embættisverkum á vegum bresku konungsfjölskyldunnar og standa á eigin fótum. Það gera þau meðal annars til að forða sér og sínum undan vökulum augum fjölmiðla. En er víst að ákvörðun þeirra verði til þess að draga úr áhuga fjölmiðla og almennings á þeim Harry og Meghan? Birta Björnsdóttir segir okkur frá Megxit. \n\nRíkisstjórn Rússlands fór frá völdum í síðustu viku og nýr forsætisráðherra tók af Dimitry Medvedev. Það er þó engin stjórnarkreppa í landinu, og en þessi óvænta uppstokun ríkisstjórnarinnar tengist fyrirhuguðum, og viðamiklum breytingum á stjórnarskrá landsins. Fjögur ár eru þangað til Vladimír Pútín forseti þarf að láta að völdum, og talið er að nú ætli hann tryggja áframhaldandi völd sín, eftir að forsetatíð hans lýkur. Þrátt fyrir þetta þykja fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar einnig benda til þess að Rússland sé að styrkjast sem lýðræðisríki. Guðmundur Björn fjallar um málið og ræðir við Dagnýju Huldu Erlendsdóttur, fréttamann, um nýjasta útspil Pútíns. \n\nÞá fjallar Hallgrímur Indriðason um rapparann Tupac Shakur, sem var myrtur í september 1996. Eða hvað? Samsæriskenningar um að hann hafi sviðsett dauða sinn hafa verið lífseigar - og nú fyrir skömmu fengu þær enn meiri byr á óhefðbundinn hátt, svo ekki sé meira sagt. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
1/24/202049 minutes, 27 seconds
Episode Artwork

20 | Átök Bandaríkjanna og Írans og ný heimastjórn á Norður-Írlandi

Í tuttugasta þætti Heimskviðna, og þeim fyrsta á nýju ári, er fjallað um samskipti Bandaríkjanna og Íran, en í upphafi árs hitnaði heldur betur í kolunum. Þann þriðja janúar síðastliðinn var Qasem nokkur Soleimani, yfirhershöfðingi í íranska hernum, myrtur í drónaárás bandaríska hersins í Bagdad í Írak. Árásin naut samþykkis Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, sem sagði hana nauðsynlega til að koma í veg fyrir hryðjuverk. Morðið á Soleimani vakti strax mikla reiði í Íran, enda Soleimani einn af valdamestu mönnum landsins. Og Íranir létu morðið ekki óátalið. En hver er baksaga þessara átaka og hvað gerist næst? Ólöf Ragnarsdóttir og Guðmundur Björn fjalla um málið. Rætt er við Magnús Þorkel Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams háskóla í Massachusetts. Þá fjallar Bogi Ágústsson um sögulega samninga á Norður-Írlandi. Um helgina tókust samningar um að endurreisa heimastjórn í landinu. Þá voru liðin þrjú ár frá því að Sinn Féin, flokkur lýðveldissinna sem nýtur stuðnings flestra kaþólikka á Norður-Írlandi, sleit samstarfi við stærsta flokk sambandssinna, Democratic Unionist Party. Bogi ræðir meðal annars við Sólveigu Jónsdóttur, sem þekkir vel til á Norður-Írlandi. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
1/17/20200
Episode Artwork

20 | Átök Bandaríkjanna og Írans og ný heimastjórn á Norður-Írlandi

short_text=None long_text='Í tuttugasta þætti Heimskviðna, og þeim fyrsta á nýju ári, er fjallað um samskipti Bandaríkjanna og Íran, en í upphafi árs hitnaði heldur betur í kolunum. Þann þriðja janúar síðastliðinn var Qasem nokkur Soleimani, yfirhershöfðingi í íranska hernum, myrtur í drónaárás bandaríska hersins í Bagdad í Írak. Árásin naut samþykkis Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, sem sagði hana nauðsynlega til að koma í veg fyrir hryðjuverk. Morðið á Soleimani vakti strax mikla reiði í Íran, enda Soleimani einn af valdamestu mönnum landsins. Og Íranir létu morðið ekki óátalið. En hver er baksaga þessara átaka og hvað gerist næst? Ólöf Ragnarsdóttir og Guðmundur Björn fjalla um málið. Rætt er við Magnús Þorkel Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams háskóla í Massachusetts.\n\n Þá fjallar Bogi Ágústsson um sögulega samninga á Norður-Írlandi. Um helgina tókust samningar um að endurreisa heimastjórn í landinu. Þá voru liðin þrjú ár frá því að Sinn Féin, flokkur lýðveldissinna sem nýtur stuðnings flestra kaþólikka á Norður-Írlandi, sleit samstarfi við stærsta flokk sambandssinna, Democratic Unionist Party. Bogi ræðir meðal annars við Sólveigu Jónsdóttur, sem þekkir vel til á Norður-Írlandi.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
1/17/202048 minutes, 25 seconds
Episode Artwork

19 | Eftirmálar bresku þingkosninganna, íþróttakona sem ákvað að deyja

Í nítjánda þætti Heimskviðna er fjallað um eftirmála bresku þingkosningnanna. Breski Íhaldsflokkurinn, leiddur af Boris Johnsson forsætisráðherra, vann sögulegan sigur í þingkosningunum í síðustu viku. Helsti keppinauturinn, Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins, beið afhroð. En hvað þýða þessi úrslit fyrir Breta? Sumir hafa áhyggjur af því að sameinaða konungsríkið Bretland liðist í sundur og jafnvel að það komi til átaka á Norður-Írlandi að nýju. Ólöf Ragnarsdóttir segir okkur frá. Þá verður dánaraðstoð í Belgíu og víðar til umfjöllunar. Aðeins fertug að aldri ákvað afreksíþróttakonan Marieke Vervoort nefnilega að yfirgefa þessa jarðvist og verða sér út um aðstoð við að binda enda á líf sitt. Það gat hún, vegna þess að hún er Belgi. Guðmundur Björn Þorbjörnsson fjallar um íþróttakonuna Vervoort og dánaraðstoð. Að síðustu eru samskitpi Rússa og Norðmanna til umfjöllunar. Rússar eru víða að færa sig upp á skaftið í vígbúnaði. Einn staðurinn er Kólaskagi, sem er skammt frá Norður-Noregi. Norðmenn, sem hingað til hafa lifað í góðri sátt við þessa granna sína, eru órólegir yfir þessari þróun. En uppbygging stafar af þáttum sem Norðmenn ráða illa við. Við skoðum ástæðurnar fyrir uppbyggingunni, stöðu Norðmanna hennar vegna og hvert framhaldið gæti orðið. Hallgrímur Indriðason segir frá.
12/20/20190
Episode Artwork

19 | Eftirmálar bresku þingkosninganna, íþróttakona sem ákvað að deyja

short_text=None long_text='Í nítjánda þætti Heimskviðna er fjallað um eftirmála bresku þingkosningnanna. Breski Íhaldsflokkurinn, leiddur af Boris Johnsson forsætisráðherra, vann sögulegan sigur í þingkosningunum í síðustu viku. Helsti keppinauturinn, Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins, beið afhroð. En hvað þýða þessi úrslit fyrir Breta? Sumir hafa áhyggjur af því að sameinaða konungsríkið Bretland liðist í sundur og jafnvel að það komi til átaka á Norður-Írlandi að nýju. Ólöf Ragnarsdóttir segir okkur frá.\n\nÞá verður dánaraðstoð í Belgíu og víðar til umfjöllunar. Aðeins fertug að aldri ákvað afreksíþróttakonan Marieke Vervoort nefnilega að yfirgefa þessa jarðvist og verða sér út um aðstoð við að binda enda á líf sitt. Það gat hún, vegna þess að hún er Belgi. Guðmundur Björn Þorbjörnsson fjallar um íþróttakonuna Vervoort og dánaraðstoð. \n\nAð síðustu eru samskitpi Rússa og Norðmanna til umfjöllunar. Rússar eru víða að færa sig upp á skaftið í vígbúnaði. Einn staðurinn er Kólaskagi, sem er skammt frá Norður-Noregi. Norðmenn, sem hingað til hafa lifað í góðri sátt við þessa granna sína, eru órólegir yfir þessari þróun. En uppbygging stafar af þáttum sem Norðmenn ráða illa við. Við skoðum ástæðurnar fyrir uppbyggingunni, stöðu Norðmanna hennar vegna og hvert framhaldið gæti orðið. Hallgrímur Indriðason segir frá.' language='is' valid_from=None
12/20/201953 minutes, 59 seconds
Episode Artwork

18 | Stórsigur Íhaldsflokksins, Aung San Suu Kyi og verkföll Frakka

Í átjánda þætti Heimskviðna er fjallað um stórsigur Íhaldsflokksins í bresku þingkosningunum á fimmtudag. Boris Johnson tókst ætlunarverk sitt, en hvort hann komi Brexit í gegnum breska þingið, er áfram óleyst ráðgáta. Hann hefur allavega sterkara vopnabúr en áður. Hallgrímur Indriðason um þau mótmæli og verkföll sem hafa staðið yfir í Frakklandi undanfarna viku, og þau áhrif sem þau hafa haft á franskt atvinnu- og þjóðlíf. Frakkar eru mun duglegri að mótmæla en flestar aðrar Evrópuþjóðir og það má rekja til ýmiss konar sérstöðu í franska kerfinu. Við skoðum hana nánar, og rýnum jafnframt í áhrif núverandi mótmæla og ástæðuna fyrir þeim, sem og fyrirhugaðar breytingar á eftirlaunakerfi Frakka. Þá er einnig fjallað um frelsishetjuna og friðarverðlaunahafann Aung San Suu Kyi, valdamestu konu Mjanmar. Hún mætti fyrir Alþjóðadómstóllinn í Haag í vikunni. Stjórnvöld þar í landi eru ásökuð um þjóðarmorð og þjóðernishreinsari á Róhingjum í Rakhine héraði í vesturhluta Mjanmar. Fjallað er um Suu Kyi, baráttu hennar fyrir mannréttindum í Mjanmar, hvernig hún komst til valda, og hvernig hún virðist nú bera ábyrgð á dauða þúsunda saklausra borgara. Guðmundur Björn ræðir við Ingólf Bjarna Sigfússon, fréttamann, sem fór til Rakhine héraðs á síðasta ári. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
12/13/20190
Episode Artwork

18 | Stórsigur Íhaldsflokksins, Aung San Suu Kyi og verkföll Frakka

short_text=None long_text='Í átjánda þætti Heimskviðna er fjallað um stórsigur Íhaldsflokksins í bresku þingkosningunum á fimmtudag. Boris Johnson tókst ætlunarverk sitt, en hvort hann komi Brexit í gegnum breska þingið, er áfram óleyst ráðgáta. Hann hefur allavega sterkara vopnabúr en áður. \n\nHallgrímur Indriðason um þau mótmæli og verkföll sem hafa staðið yfir í Frakklandi undanfarna viku, og þau áhrif sem þau hafa haft á franskt atvinnu- og þjóðlíf. Frakkar eru mun duglegri að mótmæla en flestar aðrar Evrópuþjóðir og það má rekja til ýmiss konar sérstöðu í franska kerfinu. Við skoðum hana nánar, og rýnum jafnframt í áhrif núverandi mótmæla og ástæðuna fyrir þeim, sem og fyrirhugaðar breytingar á eftirlaunakerfi Frakka. \n\nÞá er einnig fjallað um frelsishetjuna og friðarverðlaunahafann Aung San Suu Kyi, valdamestu konu Mjanmar. Hún mætti fyrir Alþjóðadómstóllinn í Haag í vikunni. Stjórnvöld þar í landi eru ásökuð um þjóðarmorð og þjóðernishreinsari á Róhingjum í Rakhine héraði í vesturhluta Mjanmar. Fjallað er um Suu Kyi, baráttu hennar fyrir mannréttindum í Mjanmar, hvernig hún komst til valda, og hvernig hún virðist nú bera ábyrgð á dauða þúsunda saklausra borgara. Guðmundur Björn ræðir við Ingólf Bjarna Sigfússon, fréttamann, sem fór til Rakhine héraðs á síðasta ári. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
12/13/201947 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

17 | Morðið á Möltu, þinkosningar í Bretlandi og endalok The Simpsons

Í sautjánda þætti Heimskviðna er fjallað um morðið á Daphne Galizia, blaðakonu á Möltu, árið 2017. Dagný Hulda Erlendsdóttir ræðir við vinkonu Galizia, Dóru Blöndal Mizzi og Renete Schroeder, framkvæmdastjóra Evrópusamtaka blaðamanna. Rannsókn málsins hafði lítið miðað áfram þangað til leigubílstjóri var handtekinn á flugvelli á Möltu um miðjan síðasta mánuð. Hann var tengiliður milli leigumorðingjanna sem myrtu blaðakonuna og þeirra sem vildu hana feiga. Þingkosningar fara fram í Bretlandi í næstu viku, þann 12. desember. Vanalega fara kosningar fram á fimm ára fresti í Bretlandi, en líkt og alþjóð veit hefur ýmislegt gengið á í breskum stjórnmálum undanfarin ár. Brexit er sem fyrr í forgrunni, en það er einnig önnur mál sem eru kjósendum hugleikin. Guðmundur Björn segir frá. Í vikunni var ýjað að því að þættirnir um Simpson fjölskylduna renni bráðum sitt skeið á enda, þrjátíu þáttaröðum frá því að fyrsti þátturinn var sýndur. Aðdáendur þáttanna eru miður sín, eða hvað? Einn af eldheitustu aðdáendum þáttanna segir að þetta sé komið gott og að í raun hefði átt að loka Simpson-sjoppunni fyrir löngu. Hvernig ætli standi á því? Birta kannaði málið. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
12/6/20190
Episode Artwork

17 | Morðið á Möltu, þinkosningar í Bretlandi og endalok The Simpsons

short_text=None long_text='Í sautjánda þætti Heimskviðna er fjallað um morðið á Daphne Galizia, blaðakonu á Möltu, árið 2017. Dagný Hulda Erlendsdóttir ræðir við vinkonu Galizia, Dóru Blöndal Mizzi og Renete Schroeder, framkvæmdastjóra Evrópusamtaka blaðamanna. Rannsókn málsins hafði lítið miðað áfram þangað til leigubílstjóri var handtekinn á flugvelli á Möltu um miðjan síðasta mánuð. Hann var tengiliður milli leigumorðingjanna sem myrtu blaðakonuna og þeirra sem vildu hana feiga. \n\n Þingkosningar fara fram í Bretlandi í næstu viku, þann 12. desember. Vanalega fara kosningar fram á fimm ára fresti í Bretlandi, en líkt og alþjóð veit hefur ýmislegt gengið á í breskum stjórnmálum undanfarin ár. Brexit er sem fyrr í forgrunni, en það er einnig önnur mál sem eru kjósendum hugleikin. Guðmundur Björn segir frá.\n\nÍ vikunni var ýjað að því að þættirnir um Simpson fjölskylduna renni bráðum sitt skeið á enda, þrjátíu þáttaröðum frá því að fyrsti þátturinn var sýndur. Aðdáendur þáttanna eru miður sín, eða hvað? Einn af eldheitustu aðdáendum þáttanna segir að þetta sé komið gott og að í raun hefði átt að loka Simpson-sjoppunni fyrir löngu. Hvernig ætli standi á því? Birta kannaði málið.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
12/6/201950 minutes
Episode Artwork

16 | Skógareldar í Ástralíu, forval Demókrata og baráttan við Trump

Í sextánda þætti Heimskviðna förum við til Ástralíu. Halla Ólafsdóttir, fréttamaður, er búsett þar um þessar mundir og flytur hún okkur pistil um fordæmalausa skógarelda sem hafa geisað í landinu síðustu vikur, og ekkert lát er á. Það er ekki síst umfang eldanna og tímasetningin sem er fordæmalaus en í Ástralíu er sumarið rétt að byrja og og heitasti og þurrasti tíminn fram undan. Halla fór á stúfanna og ræddi við heimamenn um ástandið, og Íslendinga sem eru búsettir í nágrenni Sydney. Þann 3. nóvember á næsta ári fara fram forsetakosningar í Bandaríkjunum. Þau eru þó nokkur sem ætla að freista þess að ná embættinu af sitjandi forseta fyrir hönd Demókrata. En tölfræðin er Trump í hag, meirihluti þeirra Bandaríkjaforseta sem sóst hafa eftir endurkjöri hafa haft erindi sem erfiði. En hvaða fólk er þetta sem vill verða keppinautar Trumps? Eiga þau möguleika? Og hvernig verður kosningabaráttan? Birta og Guðmundur Björn fjalla um málið. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
11/29/20190
Episode Artwork

16 | Skógareldar í Ástralíu, forval Demókrata og baráttan við Trump

short_text=None long_text='Í sextánda þætti Heimskviðna förum við til Ástralíu. Halla Ólafsdóttir, fréttamaður, er búsett þar um þessar mundir og flytur hún okkur pistil um fordæmalausa skógarelda sem hafa geisað í landinu síðustu vikur, og ekkert lát er á. Það er ekki síst umfang eldanna og tímasetningin sem er fordæmalaus en í Ástralíu er sumarið rétt að byrja og og heitasti og þurrasti tíminn fram undan. Halla fór á stúfanna og ræddi við heimamenn um ástandið, og Íslendinga sem eru búsettir í nágrenni Sydney.\n\nÞann 3. nóvember á næsta ári fara fram forsetakosningar í Bandaríkjunum. Þau eru þó nokkur sem ætla að freista þess að ná embættinu af sitjandi forseta fyrir hönd Demókrata. En tölfræðin er Trump í hag, meirihluti þeirra Bandaríkjaforseta sem sóst hafa eftir endurkjöri hafa haft erindi sem erfiði. En hvaða fólk er þetta sem vill verða keppinautar Trumps? Eiga þau möguleika? Og hvernig verður kosningabaráttan? Birta og Guðmundur Björn fjalla um málið.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
11/29/201950 minutes
Episode Artwork

15 | Líbanon, Andrés Bretaprins og dauðadómur Rodney Reed

Í fimmtánda þætti Heimskviðna er fjallað um vaxandi óánægju íbúa í Líbanon með stjórnvöld í landinu. Síðustu daga hefur landinu verið lýst sem sökkvandi skipi og það komið ofan í djúpa holu sem erfitt verður að komast upp úr. Hundruð þúsunda hafa flykkst út á götur síðastliðnar fimm vikur til þess að mótmæla bágum efnahagi og vanhæfum gjörspilltum stjórnmálamönnum. En afhverju er þetta að gerast núna og hvers vegna gengur hægt að leysa málin? Ólöf Ragnarsdóttir ræðir við Héðinn Halldórsson, upplýsingafulltrúa hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni í Tyrklandi, en bjó um tíma í Líbanon. Þá ræðir Ólöf einnig við Lama Fakih, forstöðukonu Human Rights Watch í Beirút. Andrés Brétaprins, næstelsti sonur Elísabetar Englandsdrottningar, stendur í ströngu þessa daganna og hefur dregið sig í hlé frá opinberum skyldum sínum, vegna ásakanna um að hafa misnotað stúlku undir lögaldri skömmu eftir aldamót. Stúlkunni kynntist hann í gegnum bandaríska fjárfestinn og barnaníðinginn Jeffery Epstein. Viðtal sem Breska ríkisútvarpið BBC tók við Andrés í síðustu viku hefur farið eins og eldur í sinu um netheima, en þar þótti Andrés gera stöðu sína enn verri. Guðmundur Björn fjallar um Andrés Bretaprins. Þá segir Birta Björnsdóttir okkur frá því að dauðarefsingu yfir bandarískum manni var frestað í vikunni eftir að hávær mótmæli náðu eyrum ríkisstjóra Texas. Mótmælin snerust um að ný sönnunargögn bentu til að maðurinn væri alls ekki sekur um glæpinn sem átti að lífláta hann fyrir. Kim Kardashian og Bernie Sanders eru meðal þeirra sem fagna því að Rodney Reed sé enn á meðal vor og að mál hans verði rannsakað á nýjan leik. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
11/22/20190
Episode Artwork

15 | Líbanon, Andrés Bretaprins og dauðadómur Rodney Reed

short_text=None long_text='Í fimmtánda þætti Heimskviðna er fjallað um vaxandi óánægju íbúa í Líbanon með stjórnvöld í landinu. Síðustu daga hefur landinu verið lýst sem sökkvandi skipi og það komið ofan í djúpa holu sem erfitt verður að komast upp úr. Hundruð þúsunda hafa flykkst út á götur síðastliðnar fimm vikur til þess að mótmæla bágum efnahagi og vanhæfum gjörspilltum stjórnmálamönnum. En afhverju er þetta að gerast núna og hvers vegna gengur hægt að leysa málin? Ólöf Ragnarsdóttir ræðir við Héðinn Halldórsson, upplýsingafulltrúa hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni í Tyrklandi, en bjó um tíma í Líbanon. Þá ræðir Ólöf einnig við Lama Fakih, forstöðukonu Human Rights Watch í Beirút.\n \nAndrés Brétaprins, næstelsti sonur Elísabetar Englandsdrottningar, stendur í ströngu þessa daganna og hefur dregið sig í hlé frá opinberum skyldum sínum, vegna ásakanna um að hafa misnotað stúlku undir lögaldri skömmu eftir aldamót. Stúlkunni kynntist hann í gegnum bandaríska fjárfestinn og barnaníðinginn Jeffery Epstein. Viðtal sem Breska ríkisútvarpið BBC tók við Andrés í síðustu viku hefur farið eins og eldur í sinu um netheima, en þar þótti Andrés gera stöðu sína enn verri. Guðmundur Björn fjallar um Andrés Bretaprins.\n\nÞá segir Birta Björnsdóttir okkur frá því að dauðarefsingu yfir bandarískum manni var frestað í vikunni eftir að hávær mótmæli náðu eyrum ríkisstjóra Texas. Mótmælin snerust um að ný sönnunargögn bentu til að maðurinn væri alls ekki sekur um glæpinn sem átti að lífláta hann fyrir. Kim Kardashian og Bernie Sanders eru meðal þeirra sem fagna því að Rodney Reed sé enn á meðal vor og að mál hans verði rannsakað á nýjan leik.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
11/22/201957 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

14 | Er vor í Rómönsku-Ameríku? Stríðsástand í Malmö og The Crown

Í fjórtánda þætti Heimskviðna er fjallað um vaxandi óánægju almennings út í ríkjandi stjórnvöld víða í Rómönsku-Ameríku. Fjölmenn mótmæli eru orðin daglegt brauð í morgun löndum. Á meðan einhverjir ráðamenn hafa hrökklast frá völdum, halda aðrir enn fastar í þau. Að baki þessari óánægju liggur rótgróið vantraust almennings á stjórnmálamönnum, enda er spilling meðal stjórnmálastéttarinnar í Rómönsku-Ameríku mjög algeng. En er það óskhyggja að vor sé í vændum í álfunni? Höfum við ekki séð þetta allt saman áður? Guðmundur Björn ræðir við Hólmfríði Garðarsdóttur, prófessor í spænsku, en hún er stödd í Síle um þessar mundir þar sem mikil óánægja gætir með forseta landsins, Sebastián Piñera. Sprengju- og skotárásir eru algengari í Svíþjóð en í nokkru öðru Evrópulandi. Árásirnar hafa verið tíðari á þessu ári en undanfarin ár - og síðustu vikur hafa þær orðið harðari og valdið meira manntjóni en áður hefur þekkst. Ástandið er séstaklega slæmt í Malmö. Sænsk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi en ástæðan fyrir þessum tíðu árásum á rætur sem má rekja djúpt inni í samfélaginu. Hallgrímur Indriðason fjallar um málið og ræðir meðal annars við Gunnhildi Lilý Magnúsdóttur, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Malmö. Á sunnudaginn kemur verður þriðja þáttaröðinn af The Crown aðgengileg á streymisveitunni Netflix. Í þáttaröðinni er sagt frá valdatíð Elísabetar Englandsdrottningar. Ævisaga drottningarinnar eru næst dýrustu sjónvarpsþættir sögunnar, enda er engu til sparað við að sviðsetja ævi konungsfjölskyldunnar. Ekki eru þó allir ánægðir með uppátækið, á meðan sum gagnrýna umfjöllun um persónuleg málefni tengd fjölskyldunni segja aðrir að söguleg ónákvæmni á köflum rýri heimildagildi þáttanna. Birta Björnsdóttir segir frá The Crown. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
11/15/20190
Episode Artwork

14 | Er vor í Rómönsku-Ameríku? Stríðsástand í Malmö og The Crown

short_text=None long_text='Í fjórtánda þætti Heimskviðna er fjallað um vaxandi óánægju almennings út í ríkjandi stjórnvöld víða í Rómönsku-Ameríku. Fjölmenn mótmæli eru orðin daglegt brauð í morgun löndum. Á meðan einhverjir ráðamenn hafa hrökklast frá völdum, halda aðrir enn fastar í þau. Að baki þessari óánægju liggur rótgróið vantraust almennings á stjórnmálamönnum, enda er spilling meðal stjórnmálastéttarinnar í Rómönsku-Ameríku mjög algeng. En er það óskhyggja að vor sé í vændum í álfunni? Höfum við ekki séð þetta allt saman áður? Guðmundur Björn ræðir við Hólmfríði Garðarsdóttur, prófessor í spænsku, en hún er stödd í Síle um þessar mundir þar sem mikil óánægja gætir með forseta landsins, Sebastián Piñera. \n\nSprengju- og skotárásir eru algengari í Svíþjóð en í nokkru öðru Evrópulandi. Árásirnar hafa verið tíðari á þessu ári en undanfarin ár - og síðustu vikur hafa þær orðið harðari og valdið meira manntjóni en áður hefur þekkst. Ástandið er séstaklega slæmt í Malmö. Sænsk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi en ástæðan fyrir þessum tíðu árásum á rætur sem má rekja djúpt inni í samfélaginu. Hallgrímur Indriðason fjallar um málið og ræðir meðal annars við Gunnhildi Lilý Magnúsdóttur, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Malmö. \n\nÁ sunnudaginn kemur verður þriðja þáttaröðinn af The Crown aðgengileg á streymisveitunni Netflix. Í þáttaröðinni er sagt frá valdatíð Elísabetar Englandsdrottningar. Ævisaga drottningarinnar eru næst dýrustu sjónvarpsþættir sögunnar, enda er engu til sparað við að sviðsetja ævi konungsfjölskyldunnar. Ekki eru þó allir ánægðir með uppátækið, á meðan sum gagnrýna umfjöllun um persónuleg málefni tengd fjölskyldunni segja aðrir að söguleg ónákvæmni á köflum rýri heimildagildi þáttanna. Birta Björnsdóttir segir frá The Crown.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
11/15/201951 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

13 | Suður-Afríka, nasista-neyðarástand, og keisarafjölskyldan í Japan

Í þrettánda þætti Heimskviðna er fjallað um Suður-Afríku, sem fyrir nokkrum árum var stærsta efnahagsveldi Afríku og fánaberi mannréttinda og lýðræðis. Þessa stöðu hefur landið misst þessa titla vegna óstjórnar og spillingar. Nýjum forseta gengur hægt að komast úr djúpri efnahagslægð og óánægja íbúa með vaxandi ójöfnuð og mikið atvinnuleysi brýst út í mikilli andúð á útlendingum en ofbeldi á djúpar rætur í menningu Suður-Afríku og er arfur frá aðskilnaðarstefnunni. Bjarni Pétur Jónsson ræðir við Sigríði Dúnu Kristsmundsdóttur prófessor í mannfræði. Það er ekki bara í Suður-Afríku sem illa gengur að kveða niður drauga fortíðar. Í síðustu viku lýstu borgaryfirvöld í þýsku borginni Dresden yfir neyðarástandi vegna uppgangs nýnasista-hópa í borginni. Nasista-neyðarásand, var það kallað. Öfgafullar þjóðernishreyfingar, hafa sótt í sig veðrið í Þýskalandi síðustu ár. En hvað veldur því að slík hugmyndafræði virðist njóta vinsælda einmitt í því landi sem ber byrði nasismans og afleiðinga síðari heimsstyrjaldarinnar? Guðmundur Björn Þorbjörnsson fjallar um málið. Þá er mikill þrýstingur er á stjórnvöldum í Japan að breyta lögum um keisarafjölskylduna þannig að keisaraembættið geti erfst bæði til kvenna og karla. Eins og staðan er í dag erfist embættið aðeins í beinan karllegg. Japanska þingið fjallar líklega um málið á næstunni og þá gæti dregið til tíðinda. Dagný Hulda Erlendsdóttir fjallar um þetta flókna mál, sem varpað hefur ljósi stöðu kvenna í japönsku samfélagi. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
11/8/20190
Episode Artwork

13 | Suður-Afríka, nasista-neyðarástand, og keisarafjölskyldan í Japan

short_text=None long_text='Í þrettánda þætti Heimskviðna er fjallað um Suður-Afríku, sem fyrir nokkrum árum var stærsta efnahagsveldi Afríku og fánaberi mannréttinda og lýðræðis. Þessa stöðu hefur landið misst þessa titla vegna óstjórnar og spillingar. Nýjum forseta gengur hægt að komast úr djúpri efnahagslægð og óánægja íbúa með vaxandi ójöfnuð og mikið atvinnuleysi brýst út í mikilli andúð á útlendingum en ofbeldi á djúpar rætur í menningu Suður-Afríku og er arfur frá aðskilnaðarstefnunni. Bjarni Pétur Jónsson ræðir við Sigríði Dúnu Kristsmundsdóttur prófessor í mannfræði.\n\nÞað er ekki bara í Suður-Afríku sem illa gengur að kveða niður drauga fortíðar. Í síðustu viku lýstu borgaryfirvöld í þýsku borginni Dresden yfir neyðarástandi vegna uppgangs nýnasista-hópa í borginni. Nasista-neyðarásand, var það kallað. Öfgafullar þjóðernishreyfingar, hafa sótt í sig veðrið í Þýskalandi síðustu ár. En hvað veldur því að slík hugmyndafræði virðist njóta vinsælda einmitt í því landi sem ber byrði nasismans og afleiðinga síðari heimsstyrjaldarinnar? Guðmundur Björn Þorbjörnsson fjallar um málið.\n\nÞá er mikill þrýstingur er á stjórnvöldum í Japan að breyta lögum um keisarafjölskylduna þannig að keisaraembættið geti erfst bæði til kvenna og karla. Eins og staðan er í dag erfist embættið aðeins í beinan karllegg. Japanska þingið fjallar líklega um málið á næstunni og þá gæti dregið til tíðinda. Dagný Hulda Erlendsdóttir fjallar um þetta flókna mál, sem varpað hefur ljósi stöðu kvenna í japönsku samfélagi.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
11/8/201953 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

12 | Brexit „bömmer“ í Bretlandi, dauði al-Baghdadi og framtíð ÍSIS

Í tólfta þætti Heimskviðna er fjallað um Brexit söguna endalausu, útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Bretar eru nefnilega ekki enn farnir úr Evrópusambandinu, þó að enn einn fresturinn til þess hafi runnið út í gær. En þyki fólki það taka langan tíma fyrir Breta að komast úr Evrópusambandinu má hafa það í huga að það tók líka þó nokkur ár fyrir þá að komast í sambandið. Það togast nefnilega á í mörgum Bretum viljinn til að tilheyra og hagnast á veru innan Evrópusambandsins og minningin um heimsveldið sem þeir eitt sinn voru. Og nú eru Bretar margir hverjir dauðleiðir á allri umræðu um Brexit, umræðu sem er engu að síður hvergi nærri lokið. Birta Björnsdóttir ræðir við Eirík Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, og Þóru Helgadóttur Frost, hagfræðing og íbúa í Lundúnum. Þá fjallar Guðmundur Björn um fallinn leiðtoga Íslamska ríkisins, eða ÍSIS, Abu Bakr al-Baghdadi. Hann lést í síðustu viku þegar bandarískir sérsveitarmenn réðust inn á heimili hans í norðurhluta Sýrlands. Samtökin réðu á tíma yfir nær þriðjungi Íraks, en eru ekki svipur hjá sjón í dag miðað við það sem áður var. Langur vegur er þó frá því að samtökin leggi upp laupanna. Rætt er við Gunnar Hrafn Jónsson, sem starfaði um hríð sem fréttamaður á erlendu deild fréttastofu RÚV, um al-Baghdadi, hugmyndafræði samtakanna og rótina að baki þeirri hugmyndafræði sem mótar herskáa íslamista. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
11/1/20190
Episode Artwork

12 | Brexit „bömmer“ í Bretlandi, dauði al-Baghdadi og framtíð ÍSIS

short_text=None long_text='Í tólfta þætti Heimskviðna er fjallað um Brexit söguna endalausu, útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Bretar eru nefnilega ekki enn farnir úr Evrópusambandinu, þó að enn einn fresturinn til þess hafi runnið út í gær. En þyki fólki það taka langan tíma fyrir Breta að komast úr Evrópusambandinu má hafa það í huga að það tók líka þó nokkur ár fyrir þá að komast í sambandið. Það togast nefnilega á í mörgum Bretum viljinn til að tilheyra og hagnast á veru innan Evrópusambandsins og minningin um heimsveldið sem þeir eitt sinn voru. Og nú eru Bretar margir hverjir dauðleiðir á allri umræðu um Brexit, umræðu sem er engu að síður hvergi nærri lokið. Birta Björnsdóttir ræðir við Eirík Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði, og Þóru Helgadóttur Frost, hagfræðing og íbúa í Lundúnum.\n\nÞá fjallar Guðmundur Björn um fallinn leiðtoga Íslamska ríkisins, eða ÍSIS, Abu Bakr al-Baghdadi. Hann lést í síðustu viku þegar bandarískir sérsveitarmenn réðust inn á heimili hans í norðurhluta Sýrlands. Samtökin réðu á tíma yfir nær þriðjungi Íraks, en eru ekki svipur hjá sjón í dag miðað við það sem áður var. Langur vegur er þó frá því að samtökin leggi upp laupanna. Rætt er við Gunnar Hrafn Jónsson, sem starfaði um hríð sem fréttamaður á erlendu deild fréttastofu RÚV, um al-Baghdadi, hugmyndafræði samtakanna og rótina að baki þeirri hugmyndafræði sem mótar herskáa íslamista.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
11/1/201951 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

11 | Kosningar í Póllandi, krísa í Katalóníu og falsfréttir

Í ellefta þætti Heimskviðna er fjallað um nýafstaðnar þingkosningar í Póllandi, þar sem þjóðernissinnaði hægriflokkurinn Lög og réttur vann stórsigur. Flokkurinn hefur gert umtalsverðar breytingar í landinu frá því hann tók við völdum 2015. Pólland er á hættulegri leið út af braut lýðræðis og frelsis - segja sumir. Pólverjar eiga rétt á því að ákveða sjálfir hvernig þeir vilja haga sínu samfélagi og gera það í frjálsum lýðræðislegum kosningum - segja aðrir. Ólöf Ragnarsdóttir fór til Póllands, fylgdist með kosningunum og ræddi við fólk. Þá er sömuleðis fjallað um stöðuna í Katalóníu, en síðustu viku voru níu katalónskir stjórnmálamenn dæmdir í 9 til 12 ára fangelsi fyrir aðkomu sína að þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tveimur árum þar sem greidd voru atkvæði um sjálfstæði Katalóníu. Sjálfsstæðissinnar höfðu betur og í kjölfarið lýsti Katalónía yfir sjálfstæði. Spænsk stjórnvöld tóku vægast sagt illa í þann gjörning eins og fólk kannski man, og sem fyrr segir féllu þessir hörðu dómar í síðustu viku. Mótmæli hafa færst í aukanna í þessari viku og erfitt er að segja til um hvað gerist. Guðmundur Björn fjallar um málið og ræðir við hinn katalónska Ramon Flavia Piera, sem er búsettur á Patreksfirði. Þá fjallar Birta Björnsdóttir um baráttuna við falsfréttir, og bætur sem bandarískum manni voru dæmdar í síðastliðinni viku. Bæturnar fær maðurinn frá samsæriskenningasmiðum sem halda því fram að dauði sex ára sonar mannsins hafi verið sviðsettur. Að skotárásin sem framin var í Sandy Hook barnaskólanum 2012, þar sem 20 börn voru myrt, hafi í raun aldrei átt sér stað. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
10/25/20190
Episode Artwork

11 | Kosningar í Póllandi, krísa í Katalóníu og falsfréttir

short_text=None long_text='Í ellefta þætti Heimskviðna er fjallað um nýafstaðnar þingkosningar í Póllandi, þar sem þjóðernissinnaði hægriflokkurinn Lög og réttur vann stórsigur. Flokkurinn hefur gert umtalsverðar breytingar í landinu frá því hann tók við völdum 2015. Pólland er á hættulegri leið út af braut lýðræðis og frelsis - segja sumir. Pólverjar eiga rétt á því að ákveða sjálfir hvernig þeir vilja haga sínu samfélagi og gera það í frjálsum lýðræðislegum kosningum - segja aðrir. Ólöf Ragnarsdóttir fór til Póllands, fylgdist með kosningunum og ræddi við fólk.\n\nÞá er sömuleðis fjallað um stöðuna í Katalóníu, en síðustu viku voru níu katalónskir stjórnmálamenn dæmdir í 9 til 12 ára fangelsi fyrir aðkomu sína að þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tveimur árum þar sem greidd voru atkvæði um sjálfstæði Katalóníu. Sjálfsstæðissinnar höfðu betur og í kjölfarið lýsti Katalónía yfir sjálfstæði. Spænsk stjórnvöld tóku vægast sagt illa í þann gjörning eins og fólk kannski man, og sem fyrr segir féllu þessir hörðu dómar í síðustu viku. Mótmæli hafa færst í aukanna í þessari viku og erfitt er að segja til um hvað gerist. Guðmundur Björn fjallar um málið og ræðir við hinn katalónska Ramon Flavia Piera, sem er búsettur á Patreksfirði. \n\nÞá fjallar Birta Björnsdóttir um baráttuna við falsfréttir, og bætur sem bandarískum manni voru dæmdar í síðastliðinni viku. Bæturnar fær maðurinn frá samsæriskenningasmiðum sem halda því fram að dauði sex ára sonar mannsins hafi verið sviðsettur. Að skotárásin sem framin var í Sandy Hook barnaskólanum 2012, þar sem 20 börn voru myrt, hafi í raun aldrei átt sér stað.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
10/25/201950 minutes
Episode Artwork

10 | Innrás Tyrkja í Sýrland, ris Huawei og frú Rooney og frú Vardy

Í tíunda þætti Heimskviðna er fjallað um stutta, en afdrifaríka innrás Tyrkja inn í Sýrland, nánar tiltekið á landsvæði í norðurhluta landsins hvar Kúrder eru í meirihluta. Svæðið hefur verið undir stjórn Kúrda síðustu misseri, Erdogan Tyrklandsforseta til gremju. Vopnin hafa verið lögð til hliðar, að minnsta kosti um stundarsakir - þar sem samningar náðust um vopnahlé á fimmtudag. En þessi innrás varpar ljósi á stormasamt samband Tyrkja og Kúrda. Augu heimsbyggðarinnar hafa verið á Tyrklandi í vikunni - og verða það líklega áfram, þótt vopnin hafi verið lögð til hliðar um sinn. Kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei er orðið það stærsta í heimi. Þeir ætla að hasla sér völl í þjónustu á 5G farsímaneti - en aðrar þjóðir, einkum Bandaríkjamenn, óttast að kínversk stjórnvöld muni misnota aðstöðu fyrirtækisins til njósna og jafnvel meiri óskunda. Evrópusambandið hefur líka áhyggjur en þó ekki öll Evrópulönd. Hallgrímur Indriðason skoðar þennan mikla vöxt Huawei, áhrifin sem hann hefur, óttann sem hann vekur og mögulegar blikur á lofti í rekstri fyrirtækisins. Margir af stærstu og virtustu fjölmiðlum vesturlanda hafa undanfarið fjallað um deilu milli tveggja eiginkvenna breskra knattspyrnumanna. Um hvað snýst þessi deila? Birta Björnsdóttir segir okkur af hverju miðlarnir að fjalla um það - að tveimur konum út í heimi hafi sinnast. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
10/18/20190
Episode Artwork

10 | Innrás Tyrkja í Sýrland, ris Huawei og frú Rooney og frú Vardy

short_text=None long_text='Í tíunda þætti Heimskviðna er fjallað um stutta, en afdrifaríka innrás Tyrkja inn í Sýrland, nánar tiltekið á landsvæði í norðurhluta landsins hvar Kúrder eru í meirihluta. Svæðið hefur verið undir stjórn Kúrda síðustu misseri, Erdogan Tyrklandsforseta til gremju. Vopnin hafa verið lögð til hliðar, að minnsta kosti um stundarsakir - þar sem samningar náðust um vopnahlé á fimmtudag. En þessi innrás varpar ljósi á stormasamt samband Tyrkja og Kúrda. Augu heimsbyggðarinnar hafa verið á Tyrklandi í vikunni - og verða það líklega áfram, þótt vopnin hafi verið lögð til hliðar um sinn. \n\nKínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei er orðið það stærsta í heimi. Þeir ætla að hasla sér völl í þjónustu á 5G farsímaneti - en aðrar þjóðir, einkum Bandaríkjamenn, óttast að kínversk stjórnvöld muni misnota aðstöðu fyrirtækisins til njósna og jafnvel meiri óskunda. Evrópusambandið hefur líka áhyggjur en þó ekki öll Evrópulönd. Hallgrímur Indriðason skoðar þennan mikla vöxt Huawei, áhrifin sem hann hefur, óttann sem hann vekur og mögulegar blikur á lofti í rekstri fyrirtækisins.\n\n Margir af stærstu og virtustu fjölmiðlum vesturlanda hafa undanfarið fjallað um deilu milli tveggja eiginkvenna breskra knattspyrnumanna. Um hvað snýst þessi deila? Birta Björnsdóttir segir okkur af hverju miðlarnir að fjalla um það - að tveimur konum út í heimi hafi sinnast.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
10/18/201954 minutes, 57 seconds
Episode Artwork

9 | Vandræði Trumps, Kína fer í hart við NBA, og Danir á norðurslóðum

Í níunda þætti Heimskviðna er fjallað um hvernig Bandaríkjaforseti nýtir sér innrás Tyrkja inn í Sýrland til draga athyglina frá vandræðum heima fyrir, þar sem hann á yfir höfði sér ákæru fyrir embættisglöp. Bjarni Pétur Jónsson fjallar um forsetann, en ólíklegt er að heitasta ósk Demókrata, um að koma forsetanum frá völdum, rætist. Svo er það körfuboltinn og pólitíkin. Það fór allt á hvolf í Kína eftir að aðalframkvæmdastjóri NBA liðsins Houston Rockets lýsti yfir stuðningi við mótmælendur í Hong Kong. Yfirlýsing hans hefur dregið dilk á eftir sér og ljóst er að NBA deildin verður af umtalsverðum tekjum vegna þessa. Deilan varpar ljósi á flókið samband íþrótta og kapítalisma. Danir hafa aukið viðveru herafla við Grænland, enda fáir meðvitaðari um mikilvægi Grænlands á Norðurslóðum. Það er viðeigandi umfjöllunarefni nú þegar Arctic Circle þingið stendur sem hæst hér á landi. Bogi Ágústsson ræðir við danska sagnfræðinginn Rasmus Dahlberg. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
10/11/20190
Episode Artwork

9 | Vandræði Trumps, Kína fer í hart við NBA, og Danir á norðurslóðum

short_text=None long_text='Í níunda þætti Heimskviðna er fjallað um hvernig Bandaríkjaforseti nýtir sér innrás Tyrkja inn í Sýrland til draga athyglina frá vandræðum heima fyrir, þar sem hann á yfir höfði sér ákæru fyrir embættisglöp. Bjarni Pétur Jónsson fjallar um forsetann, en ólíklegt er að heitasta ósk Demókrata, um að koma forsetanum frá völdum, rætist.\n\nSvo er það körfuboltinn og pólitíkin. Það fór allt á hvolf í Kína eftir að aðalframkvæmdastjóri NBA liðsins Houston Rockets lýsti yfir stuðningi við mótmælendur í Hong Kong. Yfirlýsing hans hefur dregið dilk á eftir sér og ljóst er að NBA deildin verður af umtalsverðum tekjum vegna þessa. Deilan varpar ljósi á flókið samband íþrótta og kapítalisma.\n\nDanir hafa aukið viðveru herafla við Grænland, enda fáir meðvitaðari um mikilvægi Grænlands á Norðurslóðum. Það er viðeigandi umfjöllunarefni nú þegar Arctic Circle þingið stendur sem hæst hér á landi. Bogi Ágústsson ræðir við danska sagnfræðinginn Rasmus Dahlberg. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
10/11/201950 minutes
Episode Artwork

8 | Stórafmæli Kína, blæðingaskömm og langþráð neðanjarðarlest í Köben

Í áttunda þætti Heimskviðna er fjallað um sjötíu ára afmæli Alþýðulýðveldisins Kína, en árið 1949 komst kommúnistaflokkur Maós formanns til valda. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá, og þetta stórveldi - sem gerir sig sífellt meira gildandi á alþjóðavettvangi - er gjörbreytt frá því fyrir 70 árum. Guðmundur Björn ræðir við Magnús Björnsson, forstöðumann Konfúsíusarstofnunarinnar á Íslandi, um fortíð, nútíð og framtíð Kína. Blæðingaskömm er hugtak sem er kannski ekki á allra vörum daglega, en hún getur verið dauðans alvara. Unglingsstúlka í Kenýa fyrirfór sér á dögunum eftir að kennarinn hennar hafði smánað hana fyrir að vera á blæðingum. Og víðar um heim blasir viðlíka smánun mörgum konum um það bil einu sinni í mánuði. Birta Björnsdóttir ræðir við Sigríði Dögg Arnardóttur, kynfræðing. Eitt þúsund beinagrindum, 6750 kvörtunum og 569 vinnuslysum síðar var ný metró leið opnuð með pompi og prakt í Kaupmannahöfn síðastliðna helgi. Framkvæmdirnar eru þær umfangsmestu í borginni í ein 400 ár. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
10/4/20190
Episode Artwork

8 | Stórafmæli Kína, blæðingaskömm og langþráð neðanjarðarlest í Köben

short_text=None long_text='Í áttunda þætti Heimskviðna er fjallað um sjötíu ára afmæli Alþýðulýðveldisins Kína, en árið 1949 komst kommúnistaflokkur Maós formanns til valda. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá, og þetta stórveldi - sem gerir sig sífellt meira gildandi á alþjóðavettvangi - er gjörbreytt frá því fyrir 70 árum. Guðmundur Björn ræðir við Magnús Björnsson, forstöðumann Konfúsíusarstofnunarinnar á Íslandi, um fortíð, nútíð og framtíð Kína.\n\nBlæðingaskömm er hugtak sem er kannski ekki á allra vörum daglega, en hún getur verið dauðans alvara. Unglingsstúlka í Kenýa fyrirfór sér á dögunum eftir að kennarinn hennar hafði smánað hana fyrir að vera á blæðingum. Og víðar um heim blasir viðlíka smánun mörgum konum um það bil einu sinni í mánuði. Birta Björnsdóttir ræðir við Sigríði Dögg Arnardóttur, kynfræðing.\n\nEitt þúsund beinagrindum, 6750 kvörtunum og 569 vinnuslysum síðar var ný metró leið opnuð með pompi og prakt í Kaupmannahöfn síðastliðna helgi. Framkvæmdirnar eru þær umfangsmestu í borginni í ein 400 ár. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
10/4/201950 minutes
Episode Artwork

7 | Loftslagsfundur SÞ, rannsókn á Trump, og hinn eftirlýsti al-Bashir

Í sjöunda þætti Heimskviðna komumst við að því hvað fór fram á sérstökum fundi Sameinuðu þjóðanna í New York í vikunni, þar sem loftslagsmál voru til umræðu. Ríki heims voru krafin um skýr svör um hvernig þau ætli að sporna við hlýnun jarðar, og uppfylla ákvæði Parísarsamningsins. Greta Thunberg sagði ráðamönnum til syndanna, og vísaði sem fyrr í vísindalegar rannsóknir. Rætt er við Halldór Þorbergsson, formann Loftslagsráðs, og Elínu Björk Jónsdóttur veðurfræðing. Þá halda Heimskviður til Súdan. Forsetanum Omar al-Bashir var steypt af stóli fyrr á þessu ári eftir margra mánaða mótmæli í landinu. Hann er einmitt eftirlýstur af Alþjóðaglæpadómstólunum í Haag fyrir aðild að þjóðarmorði. Ólöf Ragnarsdóttir fjallar um þennan umdeilda forseta og stöðuna í þessu stríðshrjáða landi. Ekki verður komist hjá því að ræða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Demókratar ætla að hefja formlega rannsókn á því hvort forsetinn hafi gerst brotlegur í starfi þegar hann óskaði eftir því við yfirvöld í Úkraínu myndu rannsaka mál Joe Bidens, sem þykir líklegur til að verða forsetaefni Demókrataflokksins í forsetakosningunum á næsta ári. Við hlýðum á samtal Boga Ágústssonar og Silju Báru Ómarsdóttur, dósents í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um þetta merkilega mál og sýn hennar á hvernig Donald Trump hefur tekist að breyta bandarískum stjórnmálum. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
9/27/20190
Episode Artwork

7 | Loftslagsfundur SÞ, rannsókn á Trump, og hinn eftirlýsti al-Bashir

short_text=None long_text='Í sjöunda þætti Heimskviðna komumst við að því hvað fór fram á sérstökum fundi Sameinuðu þjóðanna í New York í vikunni, þar sem loftslagsmál voru til umræðu. Ríki heims voru krafin um skýr svör um hvernig þau ætli að sporna við hlýnun jarðar, og uppfylla ákvæði Parísarsamningsins. Greta Thunberg sagði ráðamönnum til syndanna, og vísaði sem fyrr í vísindalegar rannsóknir. Rætt er við Halldór Þorbergsson, formann Loftslagsráðs, og Elínu Björk Jónsdóttur veðurfræðing. \n\nÞá halda Heimskviður til Súdan. Forsetanum Omar al-Bashir var steypt af stóli fyrr á þessu ári eftir margra mánaða mótmæli í landinu. Hann er einmitt eftirlýstur af Alþjóðaglæpadómstólunum í Haag fyrir aðild að þjóðarmorði. Ólöf Ragnarsdóttir fjallar um þennan umdeilda forseta og stöðuna í þessu stríðshrjáða landi. \n\nEkki verður komist hjá því að ræða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Demókratar ætla að hefja formlega rannsókn á því hvort forsetinn hafi gerst brotlegur í starfi þegar hann óskaði eftir því við yfirvöld í Úkraínu myndu rannsaka mál Joe Bidens, sem þykir líklegur til að verða forsetaefni Demókrataflokksins í forsetakosningunum á næsta ári. Við hlýðum á samtal Boga Ágústssonar og Silju Báru Ómarsdóttur, dósents í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um þetta merkilega mál og sýn hennar á hvernig Donald Trump hefur tekist að breyta bandarískum stjórnmálum. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
9/27/201950 minutes
Episode Artwork

6 | Deilur Bandaríkjanna og Íran, Amazon-eldar og Abbey Road

Í sjötta þætti Heimskviðna er fjallað drónaárásir Írana, eða Jemena, það fer eftir því hverjum þið trúið - á olíuvinnslustöðvar í Sádí Arabíu. Málið er sem olía á eld milliríkjadeilu Bandaríkjanna og Írana. Þá fjallar Hallgrímur Indriðason um elda í regnskógum Amazon í Suður-Ameríku - aðallega Brasilíu - sem hafa vakið meiri athygli nú en oft áður. Eldar hafa reyndar brunnið í skógunum árum saman, ýmist af mannavöldum eða af náttúrulegum orsökum. En nú eru áhyggjur manna meiri af áhrifum eldanna á loftslag heimsins. Og svo er það pólitíkin, forseti Brasilíu er harðlega gagnrýndur fyrir að hafa dregið úr aðgerðum stjórnvalda til að vernda skóginn. Svo er það Abbey Road, síðasta platan sem Bítlarnir hljóðritðu allir saman. Samband Bítlanna hafði oft verið betra, og Yoko Ono lá í hjónarúmi inni í hljóðverinu á meðan platan var tekin upp. Ásgeir Tómasson rifjar þessa sögu upp því í næstu viku verða 50 ár liðin frá því Abbey Road kom út. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
9/20/20190
Episode Artwork

6 | Deilur Bandaríkjanna og Íran, Amazon-eldar og Abbey Road

short_text=None long_text='Í sjötta þætti Heimskviðna er fjallað drónaárásir Írana, eða Jemena, það fer eftir því hverjum þið trúið - á olíuvinnslustöðvar í Sádí Arabíu. Málið er sem olía á eld milliríkjadeilu Bandaríkjanna og Írana.\n\nÞá fjallar Hallgrímur Indriðason um elda í regnskógum Amazon í Suður-Ameríku - aðallega Brasilíu - sem hafa vakið meiri athygli nú en oft áður. Eldar hafa reyndar brunnið í skógunum árum saman, ýmist af mannavöldum eða af náttúrulegum orsökum. En nú eru áhyggjur manna meiri af áhrifum eldanna á loftslag heimsins. Og svo er það pólitíkin, forseti Brasilíu er harðlega gagnrýndur fyrir að hafa dregið úr aðgerðum stjórnvalda til að vernda skóginn. \n\nSvo er það Abbey Road, síðasta platan sem Bítlarnir hljóðritðu allir saman. Samband Bítlanna hafði oft verið betra, og Yoko Ono lá í hjónarúmi inni í hljóðverinu á meðan platan var tekin upp. Ásgeir Tómasson rifjar þessa sögu upp því í næstu viku verða 50 ár liðin frá því Abbey Road kom út.\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
9/20/201950 minutes
Episode Artwork

5 | Flokkur Pútíns í vandræðum, John Bercow kveður, og Facebook-dating

Í fimmta þætti Heimskviðna er fjallað um borgarstjórnarkosningar í Rússlandi, sem alla jafna rata ekki í heimsfréttirnar. Á því varð þó breyting í vikunni. Grasrótarhreyfingum hefur vaxið fiskur um hrygg og þrátt fyrir að margir fulltrúar hafi ekki fengið að bjóða fram í borgarstjórnarkosningum í Moskvu um síðustu helgi þá tókst stjórnarandstæðingum ætlunarverk sitt; að fækka fulltrúum flokksins Sameinaðs Rússlands, flokks Pútíns forseta. Samfélagsmiðlar reyndust stjórnarandstæðingum vel í kosningabaráttunni. Dagný Hulda Erlendsdóttir fjallar um pólitíska landslagið í Rússlandi í aðdraganda og kjölfar kosninganna, og ræðir við Jón Ólafsson prófessor, sem hefur búið í Rússlandi og fylgist vel með þróun mála þar í landi. Við segjum ykkur frá hinum litríka John Bercow, sem tilkynnti í vikunni að hann ætli að hætta sem forseti neðri málstofu breska þingsins. Hann hefur sett mark sitt á embættið. Ekki bara með líflegri framkomu í þingsalnum, heldur einnig með því að auka vægi þingsins, líkt og Bogi Ágústsson segir okkur frá. Nýtt stefnumótaforrit leit dagsins ljós í Bandaríkjunum í síðustu viku. Þetta er þó ekkert nýsköpunarföndur, heldur kemur það frá samfélagsmiðlarisanum Facebook. En spurt er, er hægt að treysta Facebook fyrir jafn viðkæmum upplýsingum um einkalíf fólks? Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
9/13/20190
Episode Artwork

5 | Flokkur Pútíns í vandræðum, John Bercow kveður, og Facebook-dating

short_text=None long_text='Í fimmta þætti Heimskviðna er fjallað um borgarstjórnarkosningar í Rússlandi, sem alla jafna rata ekki í heimsfréttirnar. Á því varð þó breyting í vikunni. Grasrótarhreyfingum hefur vaxið fiskur um hrygg og þrátt fyrir að margir fulltrúar hafi ekki fengið að bjóða fram í borgarstjórnarkosningum í Moskvu um síðustu helgi þá tókst stjórnarandstæðingum ætlunarverk sitt; að fækka fulltrúum flokksins Sameinaðs Rússlands, flokks Pútíns forseta. Samfélagsmiðlar reyndust stjórnarandstæðingum vel í kosningabaráttunni. Dagný Hulda Erlendsdóttir fjallar um pólitíska landslagið í Rússlandi í aðdraganda og kjölfar kosninganna, og ræðir við Jón Ólafsson prófessor, sem hefur búið í Rússlandi og fylgist vel með þróun mála þar í landi. \n\nVið segjum ykkur frá hinum litríka John Bercow, sem tilkynnti í vikunni að hann ætli að hætta sem forseti neðri málstofu breska þingsins. Hann hefur sett mark sitt á embættið. Ekki bara með líflegri framkomu í þingsalnum, heldur einnig með því að auka vægi þingsins, líkt og Bogi Ágústsson segir okkur frá. \n\nNýtt stefnumótaforrit leit dagsins ljós í Bandaríkjunum í síðustu viku. Þetta er þó ekkert nýsköpunarföndur, heldur kemur það frá samfélagsmiðlarisanum Facebook. En spurt er, er hægt að treysta Facebook fyrir jafn viðkæmum upplýsingum um einkalíf fólks?\n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
9/13/201946 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

4 | Lífið í landinu helga, forsetakrísa í Venesúela, og Jókerinn

Í fjórða þætti Heimskviðna er fjallað um komandi þingkosningar í Ísrael, aðrar kosningarnar á þessu ári. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, mistókst að mynda ríkisstjórn eftir að hafa fengið umboð til þess eftir kosningarnar í vor, og því þarf að kjósa að nýju. En staðan er snúin fyrir Netanyahu, þar sem allt bendir til þess að niðurstöður kosninganna verði þær sömu. Björn Malmquist ferðaðist til landsins helga fyrr á þessu ári og ræddi við heimamenn um hið flókna samlífi Ísraela og Palestínumanna í landinu helga. Um síðustu helgi var mynd Todd Phillips, Jókerinn, frumsýnd á kvikmyndahátíð í Feneyjum. Flest okkar kannast við þennan vansæla karakter, Jókerinn, sem felur sig á bakvið breitt brosið. Birta Björnsdóttir segir okkur frá merkilegri sögu Jókersins, illmennisins sem leikarinn Joaquin Phoenix þykir hafa gert góð skil á hvíta tjaldinu. Landið Venesúela var eitt sinn það ríkasta í Suður-Ameríku. Alvarleg kreppa síðustu ára hefur breytt því en í landinu er hungursneyð, þar er óðaverðbólga, og milljónir hafa flúið til nágrannaríkja síðustu ár. Önnur kreppa hefur fylgt í kjölfarið, nokkurs konar forsetakreppa. Í landinu sitja nú tveir forsetar, sem ekki viðurkenna hvorn annan. Fjallað er um þessa flóknu stöðu í Venesúela - fátækasta landi Suður-Ameríku. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
9/6/20190
Episode Artwork

4 | Lífið í landinu helga, forsetakrísa í Venesúela, og Jókerinn

short_text=None long_text='Í fjórða þætti Heimskviðna er fjallað um komandi þingkosningar í Ísrael, aðrar kosningarnar á þessu ári. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, mistókst að mynda ríkisstjórn eftir að hafa fengið umboð til þess eftir kosningarnar í vor, og því þarf að kjósa að nýju. En staðan er snúin fyrir Netanyahu, þar sem allt bendir til þess að niðurstöður kosninganna verði þær sömu. Björn Malmquist ferðaðist til landsins helga fyrr á þessu ári og ræddi við heimamenn um hið flókna samlífi Ísraela og Palestínumanna í landinu helga.\n\nUm síðustu helgi var mynd Todd Phillips, Jókerinn, frumsýnd á kvikmyndahátíð í Feneyjum. Flest okkar kannast við þennan vansæla karakter, Jókerinn, sem felur sig á bakvið breitt brosið. Birta Björnsdóttir segir okkur frá merkilegri sögu Jókersins, illmennisins sem leikarinn Joaquin Phoenix þykir hafa gert góð skil á hvíta tjaldinu.\n\nLandið Venesúela var eitt sinn það ríkasta í Suður-Ameríku. Alvarleg kreppa síðustu ára hefur breytt því en í landinu er hungursneyð, þar er óðaverðbólga, og milljónir hafa flúið til nágrannaríkja síðustu ár. Önnur kreppa hefur fylgt í kjölfarið, nokkurs konar forsetakreppa. Í landinu sitja nú tveir forsetar, sem ekki viðurkenna hvorn annan. Fjallað er um þessa flóknu stöðu í Venesúela - fátækasta landi Suður-Ameríku. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
9/6/201948 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

3 | Sýrland, Brexit og heimilisofbeldi í Rússlandi

Í þriðja þætti Heimskviðna fjallar Ólöf Ragnarsdóttir um borgarastyrjöldina í Sýrlandi, sem hefur staðið yfir í tæpan áratug. Hundruð þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín og enginn veit hvað átökin hafa kostað mörg mannslíf. Birta Björnsdóttir fjallar um heimilisofbeldi í Rússlandi. Mál þriggja systra sem myrtu föður sinn hefur vakið heimsathygli og beint kastljósinu að heimilisofbeldi í landinu. Elísabet Bretadrottning féllst í vikunni á beiðni forsætisráðherra landsins, Boris Johnson, um að gera hlé á þingstörfum í landinu. Allt leikur á reiðiskjálfi í breskum stjórnmálum, tveimur mánuðum fyrir fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. En af hverju vilja Bretar út, og hvað gerist ef ekki nást útgöngusamningar við Evrópusambandið? Guðmundur Björn Þorbjörnsson ræðir við Julie Smith, fulltrúa í lávarðadeild breska þingsins og lektor við Cambridge-háskóla í evrópskum stjórnmálum. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
8/30/20190
Episode Artwork

3 | Sýrland, Brexit og heimilisofbeldi í Rússlandi

short_text=None long_text='Í þriðja þætti Heimskviðna fjallar Ólöf Ragnarsdóttir um borgarastyrjöldina í Sýrlandi, sem hefur staðið yfir í tæpan áratug. Hundruð þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín og enginn veit hvað átökin hafa kostað mörg mannslíf. \n\nBirta Björnsdóttir fjallar um heimilisofbeldi í Rússlandi. Mál þriggja systra sem myrtu föður sinn hefur vakið heimsathygli og beint kastljósinu að heimilisofbeldi í landinu. \n\nElísabet Bretadrottning féllst í vikunni á beiðni forsætisráðherra landsins, Boris Johnson, um að gera hlé á þingstörfum í landinu. Allt leikur á reiðiskjálfi í breskum stjórnmálum, tveimur mánuðum fyrir fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. En af hverju vilja Bretar út, og hvað gerist ef ekki nást útgöngusamningar við Evrópusambandið? Guðmundur Björn Þorbjörnsson ræðir við Julie Smith, fulltrúa í lávarðadeild breska þingsins og lektor við Cambridge-háskóla í evrópskum stjórnmálum. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
8/30/201954 minutes, 1 second
Episode Artwork

2 | Arfleið Angelu Merkel, Grænland Trump og DNA rannsóknir

Í öðrum þætti Heimskviðna er fjallað um feril valdamestu konu heims, Angelu Merkel Þýskalandskanslara, en hún sótti Ísland heim í vikunni. Rætt er við Lisbeth Kirk, stofnanda EU Obsverer og Eirík Bergmann Einarsson um Merkel og helstu áskoranir hennar í embætti. Þá ræðir Björn Malmquist um komandi kosningar í tveimur fylkjum í austurhluta Þýskalands, þar sem búist er við því að þjóðernisflokkar fái góða kosningu. Donald Trump ætlar kaupa Grænland. Eða ætlaði, þar til hann komst að því að landið er ekki til sölu. Málefni Norðurslóða eru nú á hvers manns vörum. Bogi Ágústsson segir okkur frá landinu sem Bandaríkin ásælast, og ræðir meðal annars við Kim Kielsen, formann grænlensku landsstjórnarinnar. Kielsen, sem legið undir gagnrýni samflokksmanna sinna, virðist hafa styrkt stöðu sína í kjölfar ummæla Trumps. Í Bandaríkjunum eru lögregluyfirvöld farin að nýta sér framfarir í erfðavísindum til að leysa gömul sakamál. Þar er ýmsum meðulum beitt. Birta Björnsdóttir segir okkur meðal annars frá því hvernig notuð servíetta nýttist við að upplýsa morð, sem framið var fyrir hátt í þrjátíu árum síðan. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.
8/23/20190
Episode Artwork

2 | Arfleið Angelu Merkel, Grænland Trump og DNA rannsóknir

short_text=None long_text='Í öðrum þætti Heimskviðna er fjallað um feril valdamestu konu heims, Angelu Merkel Þýskalandskanslara, en hún sótti Ísland heim í vikunni. Rætt er við Lisbeth Kirk, stofnanda EU Obsverer og Eirík Bergmann Einarsson um Merkel og helstu áskoranir hennar í embætti. Þá ræðir Björn Malmquist um komandi kosningar í tveimur fylkjum í austurhluta Þýskalands, þar sem búist er við því að þjóðernisflokkar fái góða kosningu. \n\nDonald Trump ætlar kaupa Grænland. Eða ætlaði, þar til hann komst að því að landið er ekki til sölu. Málefni Norðurslóða eru nú á hvers manns vörum. Bogi Ágústsson segir okkur frá landinu sem Bandaríkin ásælast, og ræðir meðal annars við Kim Kielsen, formann grænlensku landsstjórnarinnar. Kielsen, sem legið undir gagnrýni samflokksmanna sinna, virðist hafa styrkt stöðu sína í kjölfar ummæla Trumps.\n\nÍ Bandaríkjunum eru lögregluyfirvöld farin að nýta sér framfarir í erfðavísindum til að leysa gömul sakamál. Þar er ýmsum meðulum beitt. Birta Björnsdóttir segir okkur meðal annars frá því hvernig notuð servíetta nýttist við að upplýsa morð, sem framið var fyrir hátt í þrjátíu árum síðan. \n\nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.' language='is' valid_from=None
8/23/201944 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

1 | Skotvopnalöggjöf í BNA, mótmæli í Hong Kong og giftir prestir

Í fyrsta þætti Heimskviðna er rætt um skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum, sístækanndi mótmæli í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong, og tillögur rómversk-kaþólsku kirkjunnar um að vígja gifta menn til prestsþjónustu. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir
8/14/20190
Episode Artwork

1 | Skotvopnalöggjöf í BNA, mótmæli í Hong Kong og giftir prestir

short_text=None long_text='Í fyrsta þætti Heimskviðna er rætt um skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum, sístækanndi mótmæli í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong, og tillögur rómversk-kaþólsku kirkjunnar um að vígja gifta menn til prestsþjónustu. \n \nHeimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir' language='is' valid_from=None
8/14/201952 minutes, 26 seconds