Bogi Ágústsson ræðir um heimsmálin í þættinum Morgunvaktin á Rás 1 á hverjum fimmtudegi.
Vetrarveður, Mið-Austurlönd og kosningar á árinu
Í fyrsta Heimsglugga ársins á Morgunvakt Rásar-1 ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir, Björn Þór Sigbjörnsson við Boga Ágústsson um vetrarveður á Norðurlöndum og í norðanverðri Evrópu, ástandið í Mi ð-Austurlöndum og kosningar sem verða á árinu.
1/4/2024 • 0
Vetrarveður, Mið-Austurlönd og kosningar á árinu
Í fyrsta Heimsglugga ársins á Morgunvakt Rásar-1 ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir, Björn Þór Sigbjörnsson við Boga Ágústsson um vetrarveður á Norðurlöndum og í norðanverðri Evrópu, ástandið í Mið-Austurlöndum og kosningar sem verða á árinu.
1/4/2024 • 25 minutes, 2 seconds
Úkraína, Serbía, Níkaragúa og forsetakosningar í Finnlandi
Björn Þór Sigbjörnsson og Eyrún Magnúsdóttir ræddu við Boga Ágústsson um leiðtogafund ESB þar sem málefni Úkraínu verða á dagskrá, þingkosningar í Serbíu, ungfrú alheim sem er í ónáð stjórnvalda í Níkaragúa og komandi forsetakosningar í Finnlandi. Leiðtogafundur Evrópusambandsins í dag snýst að miklu leyti um málefni Úkraínu, annars vegar áframhaldandi fjárhagslegan og hernaðarlegan stuðning, hins vegar tillögu framkvæmdastjórnar ESB um að bjóða Úkraínu að hefja aðildarviðræður. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, er því andsnúinn og getur hindrað stuðning og aðildarviðræður þar sem samþykki allra þarf. Þingkosningar verða í Serbíu á sunnudaginn og útlit er fyrir að stjórnarflokkurinn haldi völdum. Það yrði enn einn sigur popúlista því landið hefur verið á stöðugri leið til hins verra frá 2012 er Framfaraflokkurinn komst til valda. Þar hefur þróun orðið svipuð og í Ungverjalandi, vegið að sjálfstæði dómstóla, fjölmiðla og annarra lýðræðislegra stofnana, spilling hefur stóraukist undir forystu forsetans Aleksandar Vucic. Að auki hafa Serbar troðið illsakir við granna sína á Balkanskaga. Annað einræðisríki er Níkargúa og kjör Miss Universe hefur hrætt Daniel Ortega einræðisherra sem ekki hefur þolað fjöldasamkomur frá því að hann barði niður lýðræðiskröfur almennings 2018 þar sem hundruð manna voru myrt. Sheynnis Alondra Palacio, Ungfrú Níkargúa, var kjörinn ungfrú alheimur í nóvember og þá þusti mannfjöldi út á götur og fagnaði. Bláhvítum fána landsins var veifað en Ortega og Sandinstahreyfing hans vill ekki að þeir litir séu notaðir, rautt og svart eru litir Sandinista og þá vill forsetinn sjá. Þess vegna virðist hann og ættarveldi hans líta á það sem pólitísk mótmæli að fegurðardrottningin var í hvítum kjól með ljósbláa slá um herðarnar þegar hún var krýnd. Í lokin var fjallað um forsetakosningarnar í Finnlandi þar sem Alexander Stubb nýtur mests fylgis. Stubb er fyrrverandi forsætis-, utanríkis- og fjármálaráðherra. Hann er 55 ára, nam stjórnmálafræði í Bandaríkjunum, Evrópuháskólanum í Belgíu og við Sorbonne háskóla í París. Hann varði svo doktorsritgerð í Evrópufræðum frá London School of Economics. Hann starfaði í finnska utanríkisráðuneytinu og fyrir Evrópusambandið uns hann settist á Evrópuþingið 2004. Stubb dró sig út úr finnskum stjórnmálum 2016 þegar hann tapaði leiðtogakosningum í flokki sínum, Kokoomus/Samlingspartiet, fyrir Petteri Orpo núverandi forsætisráðherra. Stubb er mikill íþróttaáhugamaður, lék íshokkí í æsku og var um tíma í finnska golflandsliðinu og ætlaði að verða atvinnumað
12/14/2023 • 0
Úkraína, Serbía, Níkaragúa og forsetakosningar í Finnlandi
Björn Þór Sigbjörnsson og Eyrún Magnúsdóttir ræddu við Boga Ágústsson um leiðtogafund ESB þar sem málefni Úkraínu verða á dagskrá, þingkosningar í Serbíu, ungfrú alheim sem er í ónáð stjórnvalda í Níkaragúa og komandi forsetakosningar í Finnlandi.
Leiðtogafundur Evrópusambandsins í dag snýst að miklu leyti um málefni Úkraínu, annars vegar áframhaldandi fjárhagslegan og hernaðarlegan stuðning, hins vegar tillögu framkvæmdastjórnar ESB um að bjóða Úkraínu að hefja aðildarviðræður. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, er því andsnúinn og getur hindrað stuðning og aðildarviðræður þar sem samþykki allra þarf.
Þingkosningar verða í Serbíu á sunnudaginn og útlit er fyrir að stjórnarflokkurinn haldi völdum. Það yrði enn einn sigur popúlista því landið hefur verið á stöðugri leið til hins verra frá 2012 er Framfaraflokkurinn komst til valda. Þar hefur þróun orðið svipuð og í Ungverjalandi, vegið að sjálfstæði dómstóla, fjölmiðla og annarra lýðræðislegra stofnana, spilling hefur stóraukist undir forystu forsetans Aleksandar Vucic. Að auki hafa Serbar troðið illsakir við granna sína á Balkanskaga.
Annað einræðisríki er Níkargúa og kjör Miss Universe hefur hrætt Daniel Ortega einræðisherra sem ekki hefur þolað fjöldasamkomur frá því að hann barði niður lýðræðiskröfur almennings 2018 þar sem hundruð manna voru myrt. Sheynnis Alondra Palacio, Ungfrú Níkargúa, var kjörinn ungfrú alheimur í nóvember og þá þusti mannfjöldi út á götur og fagnaði. Bláhvítum fána landsins var veifað en Ortega og Sandinstahreyfing hans vill ekki að þeir litir séu notaðir, rautt og svart eru litir Sandinista og þá vill forsetinn sjá. Þess vegna virðist hann og ættarveldi hans líta á það sem pólitísk mótmæli að fegurðardrottningin var í hvítum kjól með ljósbláa slá um herðarnar þegar hún var krýnd.
Í lokin var fjallað um forsetakosningarnar í Finnlandi þar sem Alexander Stubb nýtur mests fylgis. Stubb er fyrrverandi forsætis-, utanríkis- og fjármálaráðherra. Hann er 55 ára, nam stjórnmálafræði í Bandaríkjunum, Evrópuháskólanum í Belgíu og við Sorbonne háskóla í París. Hann varði svo doktorsritgerð í Evrópufræðum frá London School of Economics. Hann starfaði í finnska utanríkisráðuneytinu og fyrir Evrópusambandið uns hann settist á Evrópuþingið 2004. Stubb dró sig út úr finnskum stjórnmálum 2016 þegar hann tapaði leiðtogakosningum í flokki sínum, Kokoomus/Samlingspartiet, fyrir Petteri Orpo núverandi forsætisráðherra.
Stubb er mikill íþróttaáhugamaður, lék íshokkí í æsku og var um tíma í finnska golflandsliðinu og ætlaði að verða atvinnumað
12/14/2023 • 23 minutes, 49 seconds
Glundroði í Íhaldsflokknum og Boris Johnson ver ráðstafanir sínar
Bresk stjórnmál voru á dagskrá þegar Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu við Boga Ágústsson í vikulegu Heimsgluggaspjalli. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, sat fyrir svörum í gær hjá nefnd sem rannsakar viðbrögð við COVID-19 faraldrinum. Johnson var auðmjúkur og byrjaði á að biðjast afsökunar, sagði að með því að horfa í baksýnisspegil mætti sjá að mistök hefðu verið gerð. Johnson ber áfram vitni í dag. Íhaldsflokkurinn, sem Boris Johnson veitti forystu uns hann hrökklaðist frá í fyrra, er í verulegum vandræðum vegna innri deilna. Suella Braverman, sem var rekin úr embætti innanríkisráðherra í nóvember, veittist harkalega að Rishi Sunak forsætisráðherra í neðri málstofu breska þingsins í gær. Hún sagði að Íhaldsflokkurinn stæði frammi fyrir að vera þurrkaður út í kosningum á allra næstu mánuðum ef hann leggi fram enn eitt frumvarpið um málefni hælisleitenda sem ekki nái tilgangi sínum. Íhaldsflokkurinn vill senda hælisleitendur til Rúanda og hafa gert samning við stjórnvöld þar. Hæstiréttur Bretlands dæmdi samninginn ólöglegan því Rúanda væri ekki öruggur staður fyrir hælisleitendur. Rishi Sunak boðaði þá nýja lagasetningu og frumvarpið var kynnt í gærkvöld. Braverman taldi upp skilyrði sem hún (og væntanlega harðasti hægrikjarni Íhaldsflokksins) setji fyrir að styðja frumvarpið. Lögin yrðu að tryggja að yfirvöld gætu handtekið fólk og flutt úr landi án þess að mannréttindalög, mannréttindasáttmáli Evrópu, flóttamannasáttmálinn eða nokkur önnur alþjóðalög gætu stöðvað það. Braverman spurði hver stjórnar Bretlandi, hvar liggur endanlegt úrskurðarvald í málefnum Breta? Er það breska þjóðin sem ræður og kjörnir fulltrúar hennar eða eru það óljós, breytileg og óábyrg hugmynd um alþjóðleg lög? Braverman sagði að mannréttindalög sem hefðu verið þanin út frá mannréttindasáttmálanum og endurtekin í mannréttindalögum sem Verkamannaflokkurinn hefði komið í gegn, væru túlkuð afar teygjanlega bæði innlendum og útlendum og kæmu bókstaflega í veg fyrir að Rúanda-stefnan hefði orðið að veruleika. Svo virðist sem hægriarmur Íhaldsflokksins sætti sig ekki við frumvarpið sem kynnt var í gærkvöld því Robert Jenrick, ráðherra málefna flóttamanna, sagði af sér embætti og sagðist ekki telja það ganga nægilega langt.
12/7/2023 • 0
Glundroði í Íhaldsflokknum og Boris Johnson ver ráðstafanir sínar
Bresk stjórnmál voru á dagskrá þegar Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu við Boga Ágústsson í vikulegu Heimsgluggaspjalli. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, sat fyrir svörum í gær hjá nefnd sem rannsakar viðbrögð við COVID-19 faraldrinum. Johnson var auðmjúkur og byrjaði á að biðjast afsökunar, sagði að með því að horfa í baksýnisspegil mætti sjá að mistök hefðu verið gerð. Johnson ber áfram vitni í dag.
Íhaldsflokkurinn, sem Boris Johnson veitti forystu uns hann hrökklaðist frá í fyrra, er í verulegum vandræðum vegna innri deilna. Suella Braverman, sem var rekin úr embætti innanríkisráðherra í nóvember, veittist harkalega að Rishi Sunak forsætisráðherra í neðri málstofu breska þingsins í gær. Hún sagði að Íhaldsflokkurinn stæði frammi fyrir að vera þurrkaður út í kosningum á allra næstu mánuðum ef hann leggi fram enn eitt frumvarpið um málefni hælisleitenda sem ekki nái tilgangi sínum. Íhaldsflokkurinn vill senda hælisleitendur til Rúanda og hafa gert samning við stjórnvöld þar. Hæstiréttur Bretlands dæmdi samninginn ólöglegan því Rúanda væri ekki öruggur staður fyrir hælisleitendur. Rishi Sunak boðaði þá nýja lagasetningu og frumvarpið var kynnt í gærkvöld.
Braverman taldi upp skilyrði sem hún (og væntanlega harðasti hægrikjarni Íhaldsflokksins) setji fyrir að styðja frumvarpið. Lögin yrðu að tryggja að yfirvöld gætu handtekið fólk og flutt úr landi án þess að mannréttindalög, mannréttindasáttmáli Evrópu, flóttamannasáttmálinn eða nokkur önnur alþjóðalög gætu stöðvað það. Braverman spurði hver stjórnar Bretlandi, hvar liggur endanlegt úrskurðarvald í málefnum Breta? Er það breska þjóðin sem ræður og kjörnir fulltrúar hennar eða eru það óljós, breytileg og óábyrg hugmynd um alþjóðleg lög?
Braverman sagði að mannréttindalög sem hefðu verið þanin út frá mannréttindasáttmálanum og endurtekin í mannréttindalögum sem Verkamannaflokkurinn hefði komið í gegn, væru túlkuð afar teygjanlega bæði innlendum og útlendum og kæmu bókstaflega í veg fyrir að Rúanda-stefnan hefði orðið að veruleika.
Svo virðist sem hægriarmur Íhaldsflokksins sætti sig ekki við frumvarpið sem kynnt var í gærkvöld því Robert Jenrick, ráðherra málefna flóttamanna, sagði af sér embætti og sagðist ekki telja það ganga nægilega langt.
12/7/2023 • 23 minutes, 50 seconds
Kissinger, netöryggi og ógnin af Rússum, dr. Sigurður Emil Pálsson
Heimsgluggi vikunnar hófst á umræðu um Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem er látinn 100 ára að aldri. Kissinger var ótvírætt meðal mestu áhrifamanna í alþjóðamálum á seinni hluta 20. aldar, hann var það sem kallað hefur verið realpolitiker, hafði lítinn áhuga á að tengja utanríkispólitík við mannréttindi eða skilyrða samskipti við aðrar þjóðir. Hann hafði frumkvæði að bættum samskiptum við Kínverja og þýðu í samskiptum við Sovétríkin. Kissinger var afar umdeildur, hann var þjóðaröryggisráðgjafi Richards Nixons Bandaríkjaforseta er Bandaríkjamenn færðu út hernað sinn í Víetnam-stríðinu. Kissinger hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 1973 ásamt Norður-Víetnamanum Le Duc Tho, fyrir að semja um frið í stríðinu. Sá síðarnefndi afþakkaði verðlaunin og Kissinger fór ekki til Óslóar til að taka við verðlaununum. Aðalefni Heimsgluggans var viðtal við dr. Sigurð Emil Pálsson. Hann er sérfræðingur í netöryggi og fjölþáttaógnum og starfar á vegum íslenska utanríkisráðuneytisins í Eistlandi hjá Öndvegissetri NATO um netvarnir. Bogi Ágústsson ræddi við hann um Öndvegissetrið; öryggismál; ógnina frá Rússum, innrás þeirra í Úkraínu; Eistland og breytingar sem hafa orðið þar. Sigurður Emil þekkir afar vel til í Eistlandi.
11/30/2023 • 0
Kissinger, netöryggi og ógnin af Rússum, dr. Sigurður Emil Pálsson
Heimsgluggi vikunnar hófst á umræðu um Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem er látinn 100 ára að aldri. Kissinger var ótvírætt meðal mestu áhrifamanna í alþjóðamálum á seinni hluta 20. aldar, hann var það sem kallað hefur verið realpolitiker, hafði lítinn áhuga á að tengja utanríkispólitík við mannréttindi eða skilyrða samskipti við aðrar þjóðir. Hann hafði frumkvæði að bættum samskiptum við Kínverja og þýðu í samskiptum við Sovétríkin. Kissinger var afar umdeildur, hann var þjóðaröryggisráðgjafi Richards Nixons Bandaríkjaforseta er Bandaríkjamenn færðu út hernað sinn í Víetnam-stríðinu. Kissinger hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 1973 ásamt Norður-Víetnamanum Le Duc Tho, fyrir að semja um frið í stríðinu. Sá síðarnefndi afþakkaði verðlaunin og Kissinger fór ekki til Óslóar til að taka við verðlaununum.
Aðalefni Heimsgluggans var viðtal við dr. Sigurð Emil Pálsson. Hann er sérfræðingur í netöryggi og fjölþáttaógnum og starfar á vegum íslenska utanríkisráðuneytisins í Eistlandi hjá Öndvegissetri NATO um netvarnir. Bogi Ágústsson ræddi við hann um Öndvegissetrið; öryggismál; ógnina frá Rússum, innrás þeirra í Úkraínu; Eistland og breytingar sem hafa orðið þar. Sigurður Emil þekkir afar vel til í Eistlandi.
11/30/2023 • 22 minutes, 51 seconds
Þetta verða erfið fjögur ár, Milei kosinn forseti Argentínu
Þetta verða erfið fjögur ár, sagði Helgi Hrafn Guðmundsson sagnfræðingur um Argentínu eftir að Javier Milei var kjörinn forseti um síðustu helgi. Þeir Bogi Ágústsson ræddu saman um land og þjóð. Helgi Hrafn bjó í Argentínu í um áratug, lærði og starfaði þar. Hann segir efnahagsstefnuna lengi hafa einkennst af skammtímahugsun. Ástandið sé afar slæmt, verðbólga um 200 prósent, mjög ströng gjaldeyrishöft og gjaldmiðillinn nánast verðlaus. Helgi Hrafn segir Milei fyrst og fremst frjálshyggjumann af austurríska skólanum, hann sé öfgakenndur, vilji einkavæða allt til að koma í veg fyrir að ríkið eyði um of og leggja niður þann vísi að velferðarkerfi sem er í landinu. Fjörutíu og fimm milljónir búa í Argentínu, landið er ríkt af náttúruauðlindum, millistéttin er stór, margir starfa hjá hinu opinbera en 40 prósent landsmanna teljast vera undir fátæktarmörkum og þá má spyrja af hverju þetta fólk kjósi mann sem vill leggja niður velferðarkerfið. Helgi Hrafn segir að þegar fólk sé orðið langþreytt á ástandi sem virðist engan enda ætla að taka þá sé freisting að kjósa mann sem tali tæpitungulaust og lofi að hefja landið til vegs og virðingar og bæta efnahaginn. Milei hafi verið álitsgjafi í fjölmiðlum og boðið fram skyndilausnir sem eigi að laga ástandið.
11/23/2023 • 0
Þetta verða erfið fjögur ár, Milei kosinn forseti Argentínu
Þetta verða erfið fjögur ár, sagði Helgi Hrafn Guðmundsson sagnfræðingur um Argentínu eftir að Javier Milei var kjörinn forseti um síðustu helgi. Þeir Bogi Ágústsson ræddu saman um land og þjóð. Helgi Hrafn bjó í Argentínu í um áratug, lærði og starfaði þar. Hann segir efnahagsstefnuna lengi hafa einkennst af skammtímahugsun. Ástandið sé afar slæmt, verðbólga um 200 prósent, mjög ströng gjaldeyrishöft og gjaldmiðillinn nánast verðlaus. Helgi Hrafn segir Milei fyrst og fremst frjálshyggjumann af austurríska skólanum, hann sé öfgakenndur, vilji einkavæða allt til að koma í veg fyrir að ríkið eyði um of og leggja niður þann vísi að velferðarkerfi sem er í landinu.
Fjörutíu og fimm milljónir búa í Argentínu, landið er ríkt af náttúruauðlindum, millistéttin er stór, margir starfa hjá hinu opinbera en 40 prósent landsmanna teljast vera undir fátæktarmörkum og þá má spyrja af hverju þetta fólk kjósi mann sem vill leggja niður velferðarkerfið.
Helgi Hrafn segir að þegar fólk sé orðið langþreytt á ástandi sem virðist engan enda ætla að taka þá sé freisting að kjósa mann sem tali tæpitungulaust og lofi að hefja landið til vegs og virðingar og bæta efnahaginn. Milei hafi verið álitsgjafi í fjölmiðlum og boðið fram skyndilausnir sem eigi að laga ástandið.
11/23/2023 • 23 minutes, 25 seconds
Sunak í ólgusjó, sviptingar í Portúgal
Heimsglugginn á Morgunvaktinni á Rás 1 fjallaði um átök í stjórnmálum á Bretlandi og í Portúgal. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands gerði verulegar breytingar á ríkisstjórn sinni á mánudag. Suella Braverman innanríkisráðherra var rekin, James Cleverly tók við embætti hennar og David Cameron varð utanríkisráðherra í stað Cleverlys. Braverman birti afar harðort bréf daginn eftir brottreksturinn, þar sem hún sakaði Sunak um svik við sig, hann væri huglaus, óhæfur og umboðslaus. Fréttaskýrendur sögðu bréf hennar illgjarnt, grimmilegt og ofsafengið. Einar Logi Vignisson var svo gestur Heimsgluggans og sagði frá sviptingum í stjórnmálum í Portúgal. Einar Logi er framkvæmdastjóri RÚV Sölu en hefur búið í Portúgal og þekkir afar vel til þar. Forsætisráðherra Portúgals, Antonio Costa, sagði af sér í síðustu viku, eftir að einn nánasti ráðgjafi hans var handtekinn í tengslum við spillingarrannsókn. Forseti Portúgals, Marcelo Rebelo de Sousa, ákvað að efna yrði til nýrra þingkosninga en ekki fyrr en á næsta ári. Hann skipaði Costa forsætisráðherra fram að kosningum.
11/16/2023 • 0
Sunak í ólgusjó, sviptingar í Portúgal
Heimsglugginn á Morgunvaktinni á Rás 1 fjallaði um átök í stjórnmálum á Bretlandi og í Portúgal.
Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands gerði verulegar breytingar á ríkisstjórn sinni á mánudag. Suella Braverman innanríkisráðherra var rekin, James Cleverly tók við embætti hennar og David Cameron varð utanríkisráðherra í stað Cleverlys. Braverman birti afar harðort bréf daginn eftir brottreksturinn, þar sem hún sakaði Sunak um svik við sig, hann væri huglaus, óhæfur og umboðslaus. Fréttaskýrendur sögðu bréf hennar illgjarnt, grimmilegt og ofsafengið.
Einar Logi Vignisson var svo gestur Heimsgluggans og sagði frá sviptingum í stjórnmálum í Portúgal. Einar Logi er framkvæmdastjóri RÚV Sölu en hefur búið í Portúgal og þekkir afar vel til þar. Forsætisráðherra Portúgals, Antonio Costa, sagði af sér í síðustu viku, eftir að einn nánasti ráðgjafi hans var handtekinn í tengslum við spillingarrannsókn. Forseti Portúgals, Marcelo Rebelo de Sousa, ákvað að efna yrði til nýrra þingkosninga en ekki fyrr en á næsta ári. Hann skipaði Costa forsætisráðherra fram að kosningum.
11/16/2023 • 23 minutes, 56 seconds
Skandalar í Bretlandi og Danmörku
Tveir pólitískir skandalar í grannlöndum okkar voru til umræðu í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1. Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu við Boga Ágústsson. Annars vegar ráðvillt bresk ríkisstjórn og fálmkennd viðbrögð í upphafi COVID-faraldursins eins og komið hefur fram í vitnaleiðslum nefndar sem falið var að rannsaka viðbrögð breskra stjórnvalda við farsóttinni. Hins vegar njósnamálið í Danmörku þar sem Claus Hjort Frederiksen, fyrrverandi varnarmálaráðherra; Lars Findsen, sem var yfirmaður leyniþjónustunnar; og fleiri voru ákærðir fyrir landráð. Ákæruvaldið hefur fellt málið niður og Mette Frederiksen og ráðherrar í stjórnum hennar mega sitja undir mjög harðri gagnrýni stjórnarandstöðunnar vegna þess hvernig haldið var á málinu.
11/2/2023 • 0
Skandalar í Bretlandi og Danmörku
Tveir pólitískir skandalar í grannlöndum okkar voru til umræðu í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1. Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu við Boga Ágústsson.
Annars vegar ráðvillt bresk ríkisstjórn og fálmkennd viðbrögð í upphafi COVID-faraldursins eins og komið hefur fram í vitnaleiðslum nefndar sem falið var að rannsaka viðbrögð breskra stjórnvalda við farsóttinni.
Hins vegar njósnamálið í Danmörku þar sem Claus Hjort Frederiksen, fyrrverandi varnarmálaráðherra; Lars Findsen, sem var yfirmaður leyniþjónustunnar; og fleiri voru ákærðir fyrir landráð. Ákæruvaldið hefur fellt málið niður og Mette Frederiksen og ráðherrar í stjórnum hennar mega sitja undir mjög harðri gagnrýni stjórnarandstöðunnar vegna þess hvernig haldið var á málinu.
11/2/2023 • 22 minutes, 19 seconds
Átök popúlista og lýðræðissinna
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu að þessu sinni við Boga Ágústsson um átök popúlista og lýðræðissinna víða um heim. Þau ræddu um Argentínu, Venesúela, Bandaríkjaþing, Slóvakíu, Ítalíu, Pólland og Bretland. Í Argentínu má segja að tveir popúlistar takist á um forsetaembættið. Annar er hagfræðingurinn Javier Milei, sem hefur verið lýst sem pólitískum utangarðsmanni, jafnvel hægrisinnuðum anarkista. Hinn er Sergio Massa efnahagsráðherra úr Perónistaflokknum Union por la Patria. Öllum á óvart fékk Massa fleiri atkvæði en Milei í fyrri umferð kosninganna. Þeir tveir verða í framboði í seinni umferð forsetakosninganna 19. nóvember. Argentínumenn glíma við mikinn efnahagsvanda, verðbólga er 140 prósent, skuldir ríkisins gríðarlegar og lífskjör fara versnandi. Milei segir að Argentína geti að nýju komist í hóp ríkustu landa heims eins og var á 19. öld með stórkostlegum niðurskurði ríkisútgjalda, taka upp dollar og afnema reglur og höft. Í Venesúla er efnahagsástandið enn verra, þar er verðbólga 700 prósent. Tæplega átta milljónir manna hafa flúið Venesúela frá 2014 og er talið að eftir séu í landinu um 28 milljónir manna. Stjórn og stjórnarandstaða gerðu samkomulag í síðustu viku um lýðræðislegar forsetakosningar á næsta ári og var hluti samkomulagsins að stjórnarandstæðingar fengju að velja sér forsetaframbjóðanda í forvali. Þrátt fyrir samkomulagið gerðu stjórnvöld stjórnarandstæðingum erfitt fyrir er efnt var til forvals um helgina. Fjölmiðlum var bannað að fjalla um það, ekki var leyft að kjósa í opinberum byggingum eins og skólum, vefsíður með upplýsingum um kjörstaði og forvalið voru teknar niður. Engu að síður tókst að halda forvalið og María Corina Machado vann afgerandi sigur. Hún hefur lengi verið stjórnvöldum erfiður andstæðingur, bæði Hugo Chavez og Nicolás Maduro núverandi forseta. Í Evrópu hefur Giorgia Melone verið forsætisráðherra Ítalíu í eitt ár, vikuritið Stern í Þýskalandi sagði Meloni hættulegustu konu Evrópu, Economist segir Marine Le Pen miklu hættulegri. Við valdatöku hægristjórnar Melones veltu margir fyrir sér hvaða stefnu hún tæki í utanríkismálum. Það hefur komið á óvart að stjórn hennar hefur ekki gert neinar stórar breytingar, hvorki gagnvart NATO eða ESB. Francesco Battistini, blaðamaður Corriere della Sera, sagði í viðtali við SVT að Melone hefði verið mjög gagnrýnin á ESB í stjórnarandstöðu en tekið allt aðra afstöðu sem forsætisráðherra, hún hafi náð góðu sambandi við Joe Biden og farið að ráðum Bandaríkjanna að minnka samstarf við Kínverja og hætt við að leyf
10/26/2023 • 0
Átök popúlista og lýðræðissinna
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu að þessu sinni við Boga Ágústsson um átök popúlista og lýðræðissinna víða um heim. Þau ræddu um Argentínu, Venesúela, Bandaríkjaþing, Slóvakíu, Ítalíu, Pólland og Bretland.
Í Argentínu má segja að tveir popúlistar takist á um forsetaembættið. Annar er hagfræðingurinn Javier Milei, sem hefur verið lýst sem pólitískum utangarðsmanni, jafnvel hægrisinnuðum anarkista. Hinn er Sergio Massa efnahagsráðherra úr Perónistaflokknum Union por la Patria. Öllum á óvart fékk Massa fleiri atkvæði en Milei í fyrri umferð kosninganna. Þeir tveir verða í framboði í seinni umferð forsetakosninganna 19. nóvember. Argentínumenn glíma við mikinn efnahagsvanda, verðbólga er 140 prósent, skuldir ríkisins gríðarlegar og lífskjör fara versnandi. Milei segir að Argentína geti að nýju komist í hóp ríkustu landa heims eins og var á 19. öld með stórkostlegum niðurskurði ríkisútgjalda, taka upp dollar og afnema reglur og höft.
Í Venesúla er efnahagsástandið enn verra, þar er verðbólga 700 prósent. Tæplega átta milljónir manna hafa flúið Venesúela frá 2014 og er talið að eftir séu í landinu um 28 milljónir manna. Stjórn og stjórnarandstaða gerðu samkomulag í síðustu viku um lýðræðislegar forsetakosningar á næsta ári og var hluti samkomulagsins að stjórnarandstæðingar fengju að velja sér forsetaframbjóðanda í forvali. Þrátt fyrir samkomulagið gerðu stjórnvöld stjórnarandstæðingum erfitt fyrir er efnt var til forvals um helgina. Fjölmiðlum var bannað að fjalla um það, ekki var leyft að kjósa í opinberum byggingum eins og skólum, vefsíður með upplýsingum um kjörstaði og forvalið voru teknar niður. Engu að síður tókst að halda forvalið og María Corina Machado vann afgerandi sigur. Hún hefur lengi verið stjórnvöldum erfiður andstæðingur, bæði Hugo Chavez og Nicolás Maduro núverandi forseta.
Í Evrópu hefur Giorgia Melone verið forsætisráðherra Ítalíu í eitt ár, vikuritið Stern í Þýskalandi sagði Meloni hættulegustu konu Evrópu, Economist segir Marine Le Pen miklu hættulegri. Við valdatöku hægristjórnar Melones veltu margir fyrir sér hvaða stefnu hún tæki í utanríkismálum. Það hefur komið á óvart að stjórn hennar hefur ekki gert neinar stórar breytingar, hvorki gagnvart NATO eða ESB. Francesco Battistini, blaðamaður Corriere della Sera, sagði í viðtali við SVT að Melone hefði verið mjög gagnrýnin á ESB í stjórnarandstöðu en tekið allt aðra afstöðu sem forsætisráðherra, hún hafi náð góðu sambandi við Joe Biden og farið að ráðum Bandaríkjanna að minnka samstarf við Kínverja og hætt við að leyf
10/26/2023 • 21 minutes, 51 seconds
Martti Ahtisaari minnst og stríð Hamas og Ísraels
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu að þessu sinni við Boga Ágústsson um Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseta Finnlands, sem lést fyrr í vikunni. Ahtisaari hlaut friðarverðlaun Nóbels 2008 fyrir áratuga starf í mörgum heimshlutum þar sem hann reyndi að setja niður deilur og sætta stríðandi fylkingar. Alexander Stubb, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands og forsetaframbjóðandi, sagði um Ahtisaari: Heimurinn hefur hugsanlega aldrei þurft eins mikið á manni eins og honum að halda. Ahtisaari vann meðal annars að friði á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna. Hann gagnrýndi stærstu ríki heims og hvernig þau beittu sér í deilunni þar sem hugur fylgdi ekki máli. Hann sagði að friður væri spurning um vilja. Allar deilur væri hægt að leysa. Það virðist ekki mikill friðarvilji fyrir botni Miðjarðarhafs þessa stundina. Eftir skelfilega hermdarverkaárás Hamas á Ísrael og þau hryllilegu grimmdarverk sem þá voru framin hefur herafli Ísraels ráðist af mikilli hörku gegn Gasa-svæðinu þar sem á þriðju milljón Palestínumanna býr á svæði sem er á stærð við höfuðborgarsvæðið. Síðasta voðaverkið var árás á Al Ahli Arab Babtista-sjúkrahúsið á norðurhluta Gasa þar sem allt að 500 manns biðu bana. Ísraelsstjórn og Hamas kenna hvorir öðrum um. Ómögulegt virðist að slá föstu hver ber ábyrgð en ólíklegt virðist að þetta hafi verið viljaverk
10/19/2023 • 0
Martti Ahtisaari minnst og stríð Hamas og Ísraels
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu að þessu sinni við Boga Ágústsson um Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseta Finnlands, sem lést fyrr í vikunni. Ahtisaari hlaut friðarverðlaun Nóbels 2008 fyrir áratuga starf í mörgum heimshlutum þar sem hann reyndi að setja niður deilur og sætta stríðandi fylkingar. Alexander Stubb, fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands og forsetaframbjóðandi, sagði um Ahtisaari: Heimurinn hefur hugsanlega aldrei þurft eins mikið á manni eins og honum að halda.
Ahtisaari vann meðal annars að friði á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna. Hann gagnrýndi stærstu ríki heims og hvernig þau beittu sér í deilunni þar sem hugur fylgdi ekki máli. Hann sagði að friður væri spurning um vilja. Allar deilur væri hægt að leysa.
Það virðist ekki mikill friðarvilji fyrir botni Miðjarðarhafs þessa stundina. Eftir skelfilega hermdarverkaárás Hamas á Ísrael og þau hryllilegu grimmdarverk sem þá voru framin hefur herafli Ísraels ráðist af mikilli hörku gegn Gasa-svæðinu þar sem á þriðju milljón Palestínumanna býr á svæði sem er á stærð við höfuðborgarsvæðið. Síðasta voðaverkið var árás á Al Ahli Arab Babtista-sjúkrahúsið á norðurhluta Gasa þar sem allt að 500 manns biðu bana. Ísraelsstjórn og Hamas kenna hvorir öðrum um. Ómögulegt virðist að slá föstu hver ber ábyrgð en ólíklegt virðist að þetta hafi verið viljaverk
10/19/2023 • 22 minutes, 38 seconds
Norðurlönd, Eystrasaltsríkin og Visegrád löndin
Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, var gestur Heimsgluggans á Morgunvakt Rásar-1. Bogi Ágústsson ræddi við hann um bók hans sem kom út fyrr á árinu, The Nordic, Baltic and Visegrád Small Powers in Europe. Visegrád ríkin er Pólland, Slóvakía, Tékkland og Ungverland, sem öll voru í Varsjárbandalaginu og leppríki Sovétríkjanna en eru núna í Evrópusambandinu og NATO. Hilmar segir að óttinn við Rússland hafi verið ein meginástæða þess að löndin kusu náinn samruna við Evrópu og samvinnu við Bandaríkin með NATO aðild. Bogi og Hilmar ræddu einkum stöðuna í Austur-Evrópu og Úkraínu.
10/12/2023 • 0
Norðurlönd, Eystrasaltsríkin og Visegrád löndin
Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, var gestur Heimsgluggans á Morgunvakt Rásar-1. Bogi Ágústsson ræddi við hann um bók hans sem kom út fyrr á árinu, The Nordic, Baltic and Visegrád Small Powers in Europe. Visegrád ríkin er Pólland, Slóvakía, Tékkland og Ungverland, sem öll voru í Varsjárbandalaginu og leppríki Sovétríkjanna en eru núna í Evrópusambandinu og NATO. Hilmar segir að óttinn við Rússland hafi verið ein meginástæða þess að löndin kusu náinn samruna við Evrópu og samvinnu við Bandaríkin með NATO aðild. Bogi og Hilmar ræddu einkum stöðuna í Austur-Evrópu og Úkraínu.
10/12/2023 • 23 minutes, 36 seconds
Björgun danskra gyðinga
Í Heimsglugganum ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir við Boga Ágústsson um dramatíska atburði sem gerðust í Danmörku fyrir réttum 80 árum er langflestum gyðingum var bjargað frá handtöku og flutningi í fangabúiðir nasista. Við heyrðum brot úr dönskum sjónvarpsþætti með viðtölum við nokkur þeirra sem upplifðu þessa atburði. Við heyrðum einnig um Hans Walter Rothenborg, sem var 16 ára þegar fjölskylda hans komst yfir Eyrarsund eftir að hafa verið í felum í nokkra daga í Danmörku. Rothenborg giftist seinna Guðrúnu Sigríði Jakobsdóttur, systur Svövu, Jökuls, Þórs og Jóns Einars Jakobsbarna. Daniel Hans Erlendsson, dóttursonur Rothenborgs, ræddi nýlega við afa sinn um þessa atburði og við heyrðum brot úr því viðtali.
10/5/2023 • 0
Björgun danskra gyðinga
Í Heimsglugganum ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir við Boga Ágústsson um dramatíska atburði sem gerðust í Danmörku fyrir réttum 80 árum er langflestum gyðingum var bjargað frá handtöku og flutningi í fangabúiðir nasista. Við heyrðum brot úr dönskum sjónvarpsþætti með viðtölum við nokkur þeirra sem upplifðu þessa atburði. Við heyrðum einnig um Hans Walter Rothenborg, sem var 16 ára þegar fjölskylda hans komst yfir Eyrarsund eftir að hafa verið í felum í nokkra daga í Danmörku. Rothenborg giftist seinna Guðrúnu Sigríði Jakobsdóttur, systur Svövu, Jökuls, Þórs og Jóns Einars Jakobsbarna. Daniel Hans Erlendsson, dóttursonur Rothenborgs, ræddi nýlega við afa sinn um þessa atburði og við heyrðum brot úr því viðtali.
10/5/2023 • 23 minutes, 10 seconds
State of Chaos-Ríki í ringulreið Bresk stjórnmál 2016-2023
BBC hefur gert þriggja þátta röð um bresk stjórnmál frá 2016. Mikil upplausn hefur ríkt og fimm forsætisráðherrar hafa verið á sex árum. Laura Kuenssberg, sem var stjórnmálaritstjóri BBC á þessum tíma, fer í gegnum atburðarásina og nefnir þættina State of Chaos sem þýða sem Ríki í ringulreið eða Upplausnarástand. Kuenssberg ræðir við fjölda fólks og dregur upp mynd af því sem gerðist og ekki síður hvað var að gerast á bak við tjöldin. Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu þessa þætti í Heimsglugga vikunnar.
9/28/2023 • 0
State of Chaos-Ríki í ringulreið Bresk stjórnmál 2016-2023
BBC hefur gert þriggja þátta röð um bresk stjórnmál frá 2016. Mikil upplausn hefur ríkt og fimm forsætisráðherrar hafa verið á sex árum. Laura Kuenssberg, sem var stjórnmálaritstjóri BBC á þessum tíma, fer í gegnum atburðarásina og nefnir þættina State of Chaos sem þýða sem Ríki í ringulreið eða Upplausnarástand. Kuenssberg ræðir við fjölda fólks og dregur upp mynd af því sem gerðist og ekki síður hvað var að gerast á bak við tjöldin. Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu þessa þætti í Heimsglugga vikunnar.
9/28/2023 • 24 minutes, 8 seconds
Glæpagengi í Svíþjóð, vandræði Ernu Solberg og Take the money and run
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu einkum norræn málefni við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar 1. Fyrst um ofbeldisölduna í Svíþjóð þar sem 37 hafa verið myrtir í skotárásum á árinu, langflestir í átökum glæpagengja eða innbyrðis uppgjöri eins og í Foxtrott-glæpaklíkunni þessa dagana. Þá var rætt um vandræði norskra stjórnmálamanna, tveir ráðherrar hafa þurft að segja af sér og tveir aðrir eru í vandræðum. Bæði Anniken Hvitfelt, utanríkisráðherra, og Erna Solberg, fyrrverandi forsætisráðherra, eru í vandræðum vegna hlutabréfaviðskipa eiginmanna sinna. Take the Money and Run, hirtu peningana og forðaðu þér, er heiti á listaverki sem danski myndlistamaðurinn Jens Haaning gerði fyrir Kunsten Museum of Modern Art í Álaborg. Safnið sendi listamanninum 538 þúsund danskar krónur í seðlum því listamaðurinn hugðist líma seðlana við strigann á málverkum sem áttu að tákna meðallaun í Danmörku og Austurríki. En Haaning hirti peningana og sendi safninu tvo tóma ramma. Lasse Andersen, forstöðumaður Kunsten, taldi listamanninn hafa brotið samning sem gerður var um verkin. Safnið fór því í mál við Haaning og bæjarréttur Kaupmannahafnar dæmdi í vikunni að listamaðurinn ætti að skila peningunum. Af þessu tilefni lauk Heimsglugganum með lagi Steve Miller Band, Take the Money and Run.
9/21/2023 • 0
Glæpagengi í Svíþjóð, vandræði Ernu Solberg og Take the money and run
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu einkum norræn málefni við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar 1. Fyrst um ofbeldisölduna í Svíþjóð þar sem 37 hafa verið myrtir í skotárásum á árinu, langflestir í átökum glæpagengja eða innbyrðis uppgjöri eins og í Foxtrott-glæpaklíkunni þessa dagana. Þá var rætt um vandræði norskra stjórnmálamanna, tveir ráðherrar hafa þurft að segja af sér og tveir aðrir eru í vandræðum. Bæði Anniken Hvitfelt, utanríkisráðherra, og Erna Solberg, fyrrverandi forsætisráðherra, eru í vandræðum vegna hlutabréfaviðskipa eiginmanna sinna.
Take the Money and Run, hirtu peningana og forðaðu þér, er heiti á listaverki sem danski myndlistamaðurinn Jens Haaning gerði fyrir Kunsten Museum of Modern Art í Álaborg. Safnið sendi listamanninum 538 þúsund danskar krónur í seðlum því listamaðurinn hugðist líma seðlana við strigann á málverkum sem áttu að tákna meðallaun í Danmörku og Austurríki. En Haaning hirti peningana og sendi safninu tvo tóma ramma. Lasse Andersen, forstöðumaður Kunsten, taldi listamanninn hafa brotið samning sem gerður var um verkin. Safnið fór því í mál við Haaning og bæjarréttur Kaupmannahafnar dæmdi í vikunni að listamaðurinn ætti að skila peningunum.
Af þessu tilefni lauk Heimsglugganum með lagi Steve Miller Band, Take the Money and Run.
9/21/2023 • 23 minutes, 32 seconds
Efnahagsmál og breska samveldið
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu að þessu sinni við Boga Ágústsson um stöðu efnahagsmála í Evrópu, verðbólga fer minnkandi, litlum hagvexti er spáð og vextir eru enn háir. Í mörgum Evrópulöndum er skortur á vinnuafli og jafnvel ríkisstjórn Ítalíu undir forsæti Giorgiu Meloni hefur rætt við Afríkuríki að fólk til starfa. Meloni og stjórn hennar eru annars afar andvíg innflutningi fólks. Í Danmörku hefur vinnuveitendasambandið beðið stjórnvöld um að fá 50 þúsund útlendinga til starfa. Meginumræðuefni Heimsgluggans var þó staða Samveldis þjóða, sem áður var þekkt sem breska samveldið. Ástralskur prófessor í breskri sögu við Kaupmannahafnarháskóla segir að samveldið sé í vanda, það sé eiginlega ekki til neins og langt sé síðan að það hafi haft einhverja pólitíska eða efnahagslega þýðingu. Sennilega lifi það þó áfram af því enginn vilji verða til þess að leggja það niður.
9/14/2023 • 0
Efnahagsmál og breska samveldið
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu að þessu sinni við Boga Ágústsson um stöðu efnahagsmála í Evrópu, verðbólga fer minnkandi, litlum hagvexti er spáð og vextir eru enn háir. Í mörgum Evrópulöndum er skortur á vinnuafli og jafnvel ríkisstjórn Ítalíu undir forsæti Giorgiu Meloni hefur rætt við Afríkuríki að fólk til starfa. Meloni og stjórn hennar eru annars afar andvíg innflutningi fólks. Í Danmörku hefur vinnuveitendasambandið beðið stjórnvöld um að fá 50 þúsund útlendinga til starfa.
Meginumræðuefni Heimsgluggans var þó staða Samveldis þjóða, sem áður var þekkt sem breska samveldið. Ástralskur prófessor í breskri sögu við Kaupmannahafnarháskóla segir að samveldið sé í vanda, það sé eiginlega ekki til neins og langt sé síðan að það hafi haft einhverja pólitíska eða efnahagslega þýðingu. Sennilega lifi það þó áfram af því enginn vilji verða til þess að leggja það niður.
9/14/2023 • 24 minutes, 56 seconds
Vestnorræn málefni og valdarán í Afríku
Steinunn Þóra Árnadóttir fráfarandi formaður Vestnorræna ráðsins var gestur Heimsgluggans á Morgunvakt Rásar-1. Hún lýsti starfi ráðsins og áhuga á að efla samvinnu Færeyja, Grænlands og Íslands. Þá ræddi Bogi Ágústsson undir lokin um valdarán í Afríku sem hafa verið mörg að undanförnu. Síðast tók herinn í Gabon völdin og steypti Ali Bongo forseta af stóli. Bongo ættin hefur farið með völd í Gabon frá því 1967 og safnað miklum auðævum. Miklar olíulindir er að finna undan ströndum Gabons en tekjum af olíuvinnslu er mjög misskipt. Þá var einnig rætt um nýlegar kosningar í Simbabve sem erlendum eftirlitsmönnum ber saman um að hafi ekki verið heiðarlegar. Emmerson Mnangagwa var endurkjörinn forseti, hann varð forseti 2017 eftir valdarán.
8/31/2023 • 0
Vestnorræn málefni og valdarán í Afríku
Steinunn Þóra Árnadóttir fráfarandi formaður Vestnorræna ráðsins var gestur Heimsgluggans á Morgunvakt Rásar-1. Hún lýsti starfi ráðsins og áhuga á að efla samvinnu Færeyja, Grænlands og Íslands.
Þá ræddi Bogi Ágústsson undir lokin um valdarán í Afríku sem hafa verið mörg að undanförnu. Síðast tók herinn í Gabon völdin og steypti Ali Bongo forseta af stóli. Bongo ættin hefur farið með völd í Gabon frá því 1967 og safnað miklum auðævum. Miklar olíulindir er að finna undan ströndum Gabons en tekjum af olíuvinnslu er mjög misskipt. Þá var einnig rætt um nýlegar kosningar í Simbabve sem erlendum eftirlitsmönnum ber saman um að hafi ekki verið heiðarlegar. Emmerson Mnangagwa var endurkjörinn forseti, hann varð forseti 2017 eftir valdarán.
8/31/2023 • 23 minutes, 48 seconds
Prígósjín, BRIKS og stuldur úr British Museum
Jón Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands segir tíðindi af dauðsfalli Jevgenís Prígósjíns, leiðtoga Wagner-málaliðahersins, ekki þurfa að koma á óvart. Það hefði mátt búast við því að eitthvað svona gerðist. Prígósín fórst í gær þegar flugvél hans virðist hafa verið skotin niður. Flestir ganga út frá því að einkaþota Prígósjíns hafi verið grandað að fyrirskipan Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Jón telur líklegt að Pútín hafi styrkt stöðu sína. Þá ræddu Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson um fund svonefndra BRIKS ríkja í Suður-Afríku og að lokum um rán muna úr British Museum.
8/24/2023 • 0
Prígósjín, BRIKS og stuldur úr British Museum
Jón Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands segir tíðindi af dauðsfalli Jevgenís Prígósjíns, leiðtoga Wagner-málaliðahersins, ekki þurfa að koma á óvart. Það hefði mátt búast við því að eitthvað svona gerðist. Prígósín fórst í gær þegar flugvél hans virðist hafa verið skotin niður. Flestir ganga út frá því að einkaþota Prígósjíns hafi verið grandað að fyrirskipan Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Jón telur líklegt að Pútín hafi styrkt stöðu sína.
Þá ræddu Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson um fund svonefndra BRIKS ríkja í Suður-Afríku og að lokum um rán muna úr British Museum.
8/24/2023 • 23 minutes, 53 seconds
Styrjöldin í Úkraínu
Gestur Heimsgluggans í þessari viku var Erlingur Erlingsson. Hann er hernaðarsagnfræðingur að mennt og með meistaragráðu frá Oxford háskóla í Bretlandi. Hann er sjálfstætt starfandi sérfræðingur í Lundúnum og hefur þar meðal annars unnið fyrir alþjóðlegar samskiptaveitur eins og Facebook og Google. Hann starfaði að varnarmálum í utanríkisráðuneyti Íslands í meir en áratug, meðal annars í sendiráðinu í Washington. Erlingur fylgist vel með styrjöldinni í Úkraínu og hefur skrifað greinar í alþjóðlega miðla um stríðið, meðal annars með Friðriki Jónssyni, sem oft hefur verið gestur okkar á Morgunvaktinni. Bogi Ágústsson ræddi við Erling um gang styrjaldarinnar í Úkraínu og þeir ræddu meðal annars um gagnsókn sem Úkraínumenn hófu fyrr í sumar en hefur ekki borið mikinn árangur enn, hvort upp væri komið þrátefli þar sem hvorugt ríki hefði burði til að vinna sigur. Erlingur telur að vestræn ríki verði að vera staðföst í stuðningi við Úkraínumenn. Þau hafi verið of treg og sein til að senda Úkraínumönnum nauðsynleg hergögn, sumir hafi sagt að Úkraínumenn hafi fengið nægilega mikið af hergögnum til að tapa ekki en ekki nóg til að geta unnið stríðið. Hann segir að áframhaldandi stuðningur vestrænna ríkja geti ráðist af úrslitum forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári, Donald Trump hafi vilji ekki styðja Úkraínu eins og núverandi stjórn.
8/17/2023 • 0
Styrjöldin í Úkraínu
Gestur Heimsgluggans í þessari viku var Erlingur Erlingsson. Hann er hernaðarsagnfræðingur að mennt og með meistaragráðu frá Oxford háskóla í Bretlandi. Hann er sjálfstætt starfandi sérfræðingur í Lundúnum og hefur þar meðal annars unnið fyrir alþjóðlegar samskiptaveitur eins og Facebook og Google. Hann starfaði að varnarmálum í utanríkisráðuneyti Íslands í meir en áratug, meðal annars í sendiráðinu í Washington. Erlingur fylgist vel með styrjöldinni í Úkraínu og hefur skrifað greinar í alþjóðlega miðla um stríðið, meðal annars með Friðriki Jónssyni, sem oft hefur verið gestur okkar á Morgunvaktinni.
Bogi Ágústsson ræddi við Erling um gang styrjaldarinnar í Úkraínu og þeir ræddu meðal annars um gagnsókn sem Úkraínumenn hófu fyrr í sumar en hefur ekki borið mikinn árangur enn, hvort upp væri komið þrátefli þar sem hvorugt ríki hefði burði til að vinna sigur. Erlingur telur að vestræn ríki verði að vera staðföst í stuðningi við Úkraínumenn. Þau hafi verið of treg og sein til að senda Úkraínumönnum nauðsynleg hergögn, sumir hafi sagt að Úkraínumenn hafi fengið nægilega mikið af hergögnum til að tapa ekki en ekki nóg til að geta unnið stríðið. Hann segir að áframhaldandi stuðningur vestrænna ríkja geti ráðist af úrslitum forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári, Donald Trump hafi vilji ekki styðja Úkraínu eins og núverandi stjórn.
8/17/2023 • 17 minutes, 33 seconds
Af færeyskum fótbolta og írskum ríkisfjármálum
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu mest öskubuskuævintýri færeyska knattspyrnuliðsins KÍ í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Klaksvíkar Ítróttarfelag hefur slegið út ungversku meistarana Ferencváros og sænsku meistarana BF Häcken í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þeir unnu fyrri leik sinn við norsku meistarana í Molde og hvernig sem fer þá hefur KÍ tryggt sér þátttökurétt í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Í lokin var rætt um blómlegt efnahagslíf á Írlandi þar sem stefnir í mikinn afgang á rekstri ríkissjóðs næstu árin. Írar fóru illa út úr efnahagskreppunni 2008 en hafa heldur betur rétt úr kútnum. Ein helsta tekjulind ríkissjóðs Írlands eru skattar af alþjóðlegum fyrirtækjum eins og Facebook eða Meta, Google, Airbnb og Twitter. En þrátt fyrir blómlegan ríkisrekstur eiga Írar við ýmis vandamál að stríða, verulegur húsnæðisskortur og misskipting auðæva er meðal helstu vandamála. Í lokin heyrðum við Dubliners flytja lagið A nation once again sem var samið um miðja 19. öld þegar Írland var hluti Stóra-Bretlands en Írar létu sig dreyma um að verða sjálfstæð þjóð að nýju.
8/10/2023 • 0
Af færeyskum fótbolta og írskum ríkisfjármálum
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu mest öskubuskuævintýri færeyska knattspyrnuliðsins KÍ í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Klaksvíkar Ítróttarfelag hefur slegið út ungversku meistarana Ferencváros og sænsku meistarana BF Häcken í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þeir unnu fyrri leik sinn við norsku meistarana í Molde og hvernig sem fer þá hefur KÍ tryggt sér þátttökurétt í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Í lokin var rætt um blómlegt efnahagslíf á Írlandi þar sem stefnir í mikinn afgang á rekstri ríkissjóðs næstu árin. Írar fóru illa út úr efnahagskreppunni 2008 en hafa heldur betur rétt úr kútnum. Ein helsta tekjulind ríkissjóðs Írlands eru skattar af alþjóðlegum fyrirtækjum eins og Facebook eða Meta, Google, Airbnb og Twitter. En þrátt fyrir blómlegan ríkisrekstur eiga Írar við ýmis vandamál að stríða, verulegur húsnæðisskortur og misskipting auðæva er meðal helstu vandamála.
Í lokin heyrðum við Dubliners flytja lagið A nation once again sem var samið um miðja 19. öld þegar Írland var hluti Stóra-Bretlands en Írar létu sig dreyma um að verða sjálfstæð þjóð að nýju.
8/10/2023 • 23 minutes, 53 seconds
Fótbolti, hlaðvörp og ákærur gegn Trump
Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir ræddu ýmis mál við Boga Ágústsson í Heimsgluggaspjalli vikunnar á Morgunvakt Rásar 1. Á dagskrá voru norrænn fótbolti, ekki síst það afrek Færeyjarmeistara KÍ Klakksvíkur að slá BF Häcken Svíþjóðarmeistarana út úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Áður höfðu Klakksvíkingar lagt ungversku meistarana í hinu fornfræga liði Ferencváros. Þá ræddu þau formannskjör í grænlenska jafnaðarmannaflokknum Siumut en Erik Jensen var endurkjörinn. Aki-Matilda Høegh-Dam og Kim Kielsen buðu sig fram gegn Jensen en hann vann afgerandi sigur, fékk 39 atkvæði, Høegh-Dam 16 og Kielsen 13. Þá ræddu þau áhugaverða hlaðvarpsþætti en meginumræðan var um ákærur gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
8/3/2023 • 0
Fótbolti, hlaðvörp og ákærur gegn Trump
Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir ræddu ýmis mál við Boga Ágústsson í Heimsgluggaspjalli vikunnar á Morgunvakt Rásar 1. Á dagskrá voru norrænn fótbolti, ekki síst það afrek Færeyjarmeistara KÍ Klakksvíkur að slá BF Häcken Svíþjóðarmeistarana út úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Áður höfðu Klakksvíkingar lagt ungversku meistarana í hinu fornfræga liði Ferencváros. Þá ræddu þau formannskjör í grænlenska jafnaðarmannaflokknum Siumut en Erik Jensen var endurkjörinn. Aki-Matilda Høegh-Dam og Kim Kielsen buðu sig fram gegn Jensen en hann vann afgerandi sigur, fékk 39 atkvæði, Høegh-Dam 16 og Kielsen 13.
Þá ræddu þau áhugaverða hlaðvarpsþætti en meginumræðan var um ákærur gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
8/3/2023 • 23 minutes, 51 seconds
Af erlendum hlaðvörpum
Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir ræddu aftur við Boga Ágústsson um erlend hlaðvörp sem fjalla um fréttir og alþjóðamál. Rætt var um The rest is politics sem fjallar mikið um breska pólitík en líka um alþjóðamál. Umsjónarmenn The Rest is Politics eru Alastair Campbell og Rory Stewart. Þeir eru báðir vel þekktir úr breskum stjórnmálum og umræðum. https://alastaircampbell.org/podcast/ Þeir félagar eru einnig með ítarleg viðtöl í hliðarhlaðvarpi sem heitir Leading. Bogi minntist sérstaklega á viðtal þeirra við Mary McAleese, fyrrverandi forseta Írlands. Það hefði verið átakanlegt en jafnframt bráðfyndið og mannlegt og sýndi þá hlið á átökunum á Norður-Írlandi. https://podcasts.apple.com/gb/podcast/mary-mcaleese-building-bridges-as-the-president-of-ireland/id1665265193?i=1000615646233 Eitt þekktasta hlaðvarpið er The Daily sem New York Times er með fimm sinnum í viku. This is how the news should sound. Twenty minutes a day, five days a week, hosted by Michael Barbaro and Sabrina Tavernise https://www.nytimes.com/column/the-daily Af norrænum hlaðvörpum mælti Bogi með Verden ifølge Gram, sem væri eins konar Heimsgluggi DR í umsjón Steffen Grams, sem er gamalreyndur erlendur fréttamaður Danmarks Radio. https://www.dr.dk/lyd/p1/verden-ifoelge-gram Genstart sem er einnig frá Danmarks Radio fjallar oft um alþjóðleg málefni, https://www.dr.dk/lyd/special-radio/genstart Stjerner og striber er líka um alþjóðamál og sérstaklega bandarísk málefni. https://www.dr.dk/lyd/p1/stjerner-og-striber-podcast NRK er með Urix, sem er jafnframt fréttaskýringarþáttur í sjónvarpi. https://radio.nrk.no/podkast/verden_paa_loerdag Sænska ríkisútvarpið SR er til dæmis með Studio Ett, þar sem mikið er fjallað um erlend málefni https://sverigesradio.se/studioett SR er líka með fína umfjöllun um erlend málefni á sunnudagsmorgnum í Godmorgon världen https://sverigesradio.se/godmorgon-varlden Þá nefndi Bogi vikulegt hlaðvarp, Norsken Svensken og Dansken þar sem rætt er um ýmis málefni sem eru ofarlega á baugi í norrænu ríkjunum. Umsjónarmenn eru Hilde Sandvik (N), Åsa Linderborg (S) og Hassan Preisler (DK). https://radio.nrk.no/serie/norsken-svensken-og-dansken
7/27/2023 • 0
Af erlendum hlaðvörpum
Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir ræddu aftur við Boga Ágústsson um erlend hlaðvörp sem fjalla um fréttir og alþjóðamál. Rætt var um The rest is politics sem fjallar mikið um breska pólitík en líka um alþjóðamál. Umsjónarmenn The Rest is Politics eru Alastair Campbell og Rory Stewart. Þeir eru báðir vel þekktir úr breskum stjórnmálum og umræðum.
https://alastaircampbell.org/podcast/
Þeir félagar eru einnig með ítarleg viðtöl í hliðarhlaðvarpi sem heitir Leading. Bogi minntist sérstaklega á viðtal þeirra við Mary McAleese, fyrrverandi forseta Írlands. Það hefði verið átakanlegt en jafnframt bráðfyndið og mannlegt og sýndi þá hlið á átökunum á Norður-Írlandi.
https://podcasts.apple.com/gb/podcast/mary-mcaleese-building-bridges-as-the-president-of-ireland/id1665265193?i=1000615646233
Eitt þekktasta hlaðvarpið er The Daily sem New York Times er með fimm sinnum í viku. This is how the news should sound. Twenty minutes a day, five days a week, hosted by Michael Barbaro and Sabrina Tavernise
https://www.nytimes.com/column/the-daily
Af norrænum hlaðvörpum mælti Bogi með Verden ifølge Gram, sem væri eins konar Heimsgluggi DR í umsjón Steffen Grams, sem er gamalreyndur erlendur fréttamaður Danmarks Radio.
https://www.dr.dk/lyd/p1/verden-ifoelge-gram
Genstart sem er einnig frá Danmarks Radio fjallar oft um alþjóðleg málefni,
https://www.dr.dk/lyd/special-radio/genstart
Stjerner og striber er líka um alþjóðamál og sérstaklega bandarísk málefni.
https://www.dr.dk/lyd/p1/stjerner-og-striber-podcast
NRK er með Urix, sem er jafnframt fréttaskýringarþáttur í sjónvarpi.
https://radio.nrk.no/podkast/verden_paa_loerdag
Sænska ríkisútvarpið SR er til dæmis með Studio Ett, þar sem mikið er fjallað um erlend málefni
https://sverigesradio.se/studioett
SR er líka með fína umfjöllun um erlend málefni á sunnudagsmorgnum í Godmorgon världen
https://sverigesradio.se/godmorgon-varlden
Þá nefndi Bogi vikulegt hlaðvarp, Norsken Svensken og Dansken þar sem rætt er um ýmis málefni sem eru ofarlega á baugi í norrænu ríkjunum. Umsjónarmenn eru Hilde Sandvik (N), Åsa Linderborg (S) og Hassan Preisler (DK).
https://radio.nrk.no/serie/norsken-svensken-og-dansken
7/27/2023 • 22 minutes, 29 seconds
Bóluefni gegn malaríu, hlaðvörp um alþjóðamál
Í lok árs verður tekið í notkun nýtt bóluefni gegn malaríu, Mosquirix. Búist er við að bólusetning geti bjargað tugþúsundum barna í Afríku þó að Mosquirix verji aðeins um 30 prósent. Vonir standa til að annað bóluefni, R21/Matrix-M, verði tilbúið innan fárra missera en tilraunir benda til þess að það verji í 77 prósentum tilfella. Malaría verður allt að hálfri milljón barna undir fimm ára aldri að aldurtila árlega í Afríku. Illa hefur gengið að þróa bóluefni gegn malaríu en engu að síður hefur náðst verulegur árangur á undanförnum árum í baráttunni við sjúkdóminn, ekki síst með því að fækka moskító-flugum sem dreifa smitinu. Þannig hefur Kínverjum tekist að útrýma malaríu og dauðsföllum í heiminum fækkaði um 60 af hundraði frá árinu 2000 til 2015. Þetta var meðal þess sem Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir ræddu við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar. Þau ræddu einnig aukakosningar í Bretlandi í þremur kjördæmum. Hart er sótt að Íhaldsflokknum í þeim öllum, Verkamannaflokkurinn gæti unnið í tveimur og líklegt er að Frjálslyndir demókratar vinni í því þriðja. Þá ræddu þau að Rússar vildu ekki endurnýja samning um kornútflutning og hafa byrjað að ráðast á Odesa, helstu hafnarborg Úkraínu, og hafa eyðilagt hafnarmannvirki og 60 þúsund tonn af korni sem biðu útflutnings. Pútín hefur sagt að Rússar áskilji sér rétt til að ráðast á öll fragtskip sem eru á leiðinni til Úkraínu, því Rússar telji þau styðja Úkraínustjórn og hugsanlega vera að flytja vopn til Úkraínu. Í lokin var rætt um hlaðvarpsþætti sem fjalla um erlend málefni. Bogi nefndi The Intelligence sem er daglegt hlaðvarp um þrennt sem er efst á baugi í heiminum. Þá nefndi hann Newscast og Americast frá BBC og the News Agents frá bresku útvarpssamsteypunni Global.
7/20/2023 • 0
Bóluefni gegn malaríu, hlaðvörp um alþjóðamál
Í lok árs verður tekið í notkun nýtt bóluefni gegn malaríu, Mosquirix. Búist er við að bólusetning geti bjargað tugþúsundum barna í Afríku þó að Mosquirix verji aðeins um 30 prósent. Vonir standa til að annað bóluefni, R21/Matrix-M, verði tilbúið innan fárra missera en tilraunir benda til þess að það verji í 77 prósentum tilfella. Malaría verður allt að hálfri milljón barna undir fimm ára aldri að aldurtila árlega í Afríku. Illa hefur gengið að þróa bóluefni gegn malaríu en engu að síður hefur náðst verulegur árangur á undanförnum árum í baráttunni við sjúkdóminn, ekki síst með því að fækka moskító-flugum sem dreifa smitinu. Þannig hefur Kínverjum tekist að útrýma malaríu og dauðsföllum í heiminum fækkaði um 60 af hundraði frá árinu 2000 til 2015.
Þetta var meðal þess sem Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir ræddu við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar. Þau ræddu einnig aukakosningar í Bretlandi í þremur kjördæmum. Hart er sótt að Íhaldsflokknum í þeim öllum, Verkamannaflokkurinn gæti unnið í tveimur og líklegt er að Frjálslyndir demókratar vinni í því þriðja. Þá ræddu þau að Rússar vildu ekki endurnýja samning um kornútflutning og hafa byrjað að ráðast á Odesa, helstu hafnarborg Úkraínu, og hafa eyðilagt hafnarmannvirki og 60 þúsund tonn af korni sem biðu útflutnings. Pútín hefur sagt að Rússar áskilji sér rétt til að ráðast á öll fragtskip sem eru á leiðinni til Úkraínu, því Rússar telji þau styðja Úkraínustjórn og hugsanlega vera að flytja vopn til Úkraínu.
Í lokin var rætt um hlaðvarpsþætti sem fjalla um erlend málefni. Bogi nefndi The Intelligence sem er daglegt hlaðvarp um þrennt sem er efst á baugi í heiminum. Þá nefndi hann Newscast og Americast frá BBC og the News Agents frá bresku útvarpssamsteypunni Global.
7/20/2023 • 21 minutes, 28 seconds
Svíþjóð í NATO og norræn samvinna
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson byrjuðu spjall sitt um erlend málefni á að minnast á að verðbólga í Bandaríkjunum er komin niður í þrjú prósent en ræddu svo fund þjóðarleiðtoga Norðurlanda í Helsinki með Joe Biden, Bandaríkjaforseta. Þeir rifjuðu upp að síðasti sambærilegi fundur var í Hvíta húsinu 2016 þegar Barack Obama var forseti og Sigurður Ingi forsætisráðherra. Sauli Niniistö, forseti Finnlands, er sá eini frá þeim fundi sem er á Helsinki-fundinum í dag. Þeir ræddu breytingar á norrænni samvinnu með inngöngu Finna og Svía í NATO. Þar með rætist gamall draumur margra áhugamanna um norræna samvinnu og norrænt varnarbandalag. Í lokin var rætt um ástæður þess að Orkneyjar hættu að vera norrænar, gengu undan Kalmarsambandinu og voru innlimaðar í Skotland.
7/13/2023 • 0
Svíþjóð í NATO og norræn samvinna
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson byrjuðu spjall sitt um erlend málefni á að minnast á að verðbólga í Bandaríkjunum er komin niður í þrjú prósent en ræddu svo
fund þjóðarleiðtoga Norðurlanda í Helsinki með Joe Biden, Bandaríkjaforseta. Þeir rifjuðu upp að síðasti sambærilegi fundur var í Hvíta húsinu 2016 þegar Barack Obama var forseti og Sigurður Ingi forsætisráðherra. Sauli Niniistö, forseti Finnlands, er sá eini frá þeim fundi sem er á Helsinki-fundinum í dag. Þeir ræddu breytingar á norrænni samvinnu með inngöngu Finna og Svía í NATO. Þar með rætist gamall draumur margra áhugamanna um norræna samvinnu og norrænt varnarbandalag. Í lokin var rætt um ástæður þess að Orkneyjar hættu að vera norrænar, gengu undan Kalmarsambandinu og voru innlimaðar í Skotland.
7/13/2023 • 22 minutes, 42 seconds
NATO, Skotland og Orkneyjar
Jens Stoltenberg verður áfram framkvæmdastjóri NATO í ár í viðbót og ljóst að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tekur ekki við því embætti fyrr en í fyrsta lagi eftir rúmt ár. Raunar herma fréttir að Bandaríkjastjórn vilji að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, verði þá eftirmaður Stoltenbergs. Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir ræddu þetta við Boga Ágústsson í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1. Þau ræddu einnig stöðu mála í Skotlandi. Karl konungur III tók í gær formlega við skosku krúnudjásnunum við hátíðlega athöfn í St. Giles-dómkirkjunni í Edinborg. Talsverður hópur lýðveldissinna mótmælti í grennd við kirkjuna. Kannanir benda til þess að um þriðjungur Skota sé andvígur konungdæminu en tæpur helmingur styður það. Þá vill um helmingur Skota að landið verði sjálfstætt ríki og það hefur ekki breyst þó að Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, eigi í margvíslegum vandræðum um þessar mundir. Nýjasta áfallið er að Mhairi Black, ein helsta vonarstjarna flokksins, tilkynnti í gær að hún ætlaði að hætta þingmennsku, hún hefði fengið sig fullsadda af stjórnmálum. Black lenti í orðaskaki við Oliver Dowden varaforsætisráðherra í fyrirspurnartíma forsætisráðherra í neðri málstofu breska þingsins. Dowden minnti á að þau hefðu bæði verið kjörin á þing 2015 og hann væri viss um að hún tæki undir árnaðaróskir til konungs. Dowden vildi með þessu stríða Black sem er lýðveldissinni. Hún svaraði með því að þakka Dowden fyrir að minnast þess að þau hefðu komið á þing á sama tíma og hún væri þess fullviss að þau hættu á sama tíma. Þingheimur hló hátt og lengi. Undir lok Heimsgluggans var rætt um óskir Orkneyinga um aukið sjálfræði og breytingar á tengslum þeirra við Bretland. Ýmsir hafa rætt um möguleika á að endurvekja tengsl eyjanna við Noreg og Norðurlönd.
7/6/2023 • 0
NATO, Skotland og Orkneyjar
Jens Stoltenberg verður áfram framkvæmdastjóri NATO í ár í viðbót og ljóst að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tekur ekki við því embætti fyrr en í fyrsta lagi eftir rúmt ár. Raunar herma fréttir að Bandaríkjastjórn vilji að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, verði þá eftirmaður Stoltenbergs. Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir ræddu þetta við Boga Ágústsson í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1.
Þau ræddu einnig stöðu mála í Skotlandi. Karl konungur III tók í gær formlega við skosku krúnudjásnunum við hátíðlega athöfn í St. Giles-dómkirkjunni í Edinborg. Talsverður hópur lýðveldissinna mótmælti í grennd við kirkjuna. Kannanir benda til þess að um þriðjungur Skota sé andvígur konungdæminu en tæpur helmingur styður það. Þá vill um helmingur Skota að landið verði sjálfstætt ríki og það hefur ekki breyst þó að Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, eigi í margvíslegum vandræðum um þessar mundir. Nýjasta áfallið er að Mhairi Black, ein helsta vonarstjarna flokksins, tilkynnti í gær að hún ætlaði að hætta þingmennsku, hún hefði fengið sig fullsadda af stjórnmálum. Black lenti í orðaskaki við Oliver Dowden varaforsætisráðherra í fyrirspurnartíma forsætisráðherra í neðri málstofu breska þingsins. Dowden minnti á að þau hefðu bæði verið kjörin á þing 2015 og hann væri viss um að hún tæki undir árnaðaróskir til konungs. Dowden vildi með þessu stríða Black sem er lýðveldissinni. Hún svaraði með því að þakka Dowden fyrir að minnast þess að þau hefðu komið á þing á sama tíma og hún væri þess fullviss að þau hættu á sama tíma. Þingheimur hló hátt og lengi.
Undir lok Heimsgluggans var rætt um óskir Orkneyinga um aukið sjálfræði og breytingar á tengslum þeirra við Bretland. Ýmsir hafa rætt um möguleika á að endurvekja tengsl eyjanna við Noreg og Norðurlönd.
7/6/2023 • 23 minutes, 47 seconds
Pútín og Prigozhin
Heimsgluggi vikunnar fjallaði um Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Yevgeny Prigozhin foringja Wagner-málaliðasveitanna. Prigozhin gerði uppreisn um síðustu helgi sem mistókst. Báðir standa veikari eftir. Þetta var aðalumræðuefnið er Þórunn Elísabet Bogadóttir, Vera Illugadóttir og Bogi Ágústsson ræddu erlend málefni í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar-1. Þau ræddu þó í upphafi um kóran-brennu í Stokkhólmi og afleiðingar fyrir NATO-umsókn Svía.
6/29/2023 • 0
Pútín og Prigozhin
Heimsgluggi vikunnar fjallaði um Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Yevgeny Prigozhin foringja Wagner-málaliðasveitanna. Prigozhin gerði uppreisn um síðustu helgi sem mistókst. Báðir standa veikari eftir. Þetta var aðalumræðuefnið er Þórunn Elísabet Bogadóttir, Vera Illugadóttir og Bogi Ágústsson ræddu erlend málefni í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar-1. Þau ræddu þó í upphafi um kóran-brennu í Stokkhólmi og afleiðingar fyrir NATO-umsókn Svía.
6/29/2023 • 22 minutes, 22 seconds
Verðbólga, bílar og Bangladess
Í Heimsglugga vikunnar var hugað að verðbólgu sem víðast er á undanhaldi, þó ekki í Bretlandi og á Íslandi. Efnahagsmál og vextir í Svíþjóð bar á góma sem og vandræði þýskra og evrópskra bílaframleiðenda sem eiga í harðri samkeppni við kínverska bíla. Kínverjar þykja hafa náð góðum tökum á framleiðslu rafmagnsbíla. Þá ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir við Boga Ágústsson um Indland og Bangladess. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er í heimsókn í Bandaríkjunum en gagnkvæmur áhugi virðist á að efla samskipti þjóðanna. Modi nýtur mikilla vinsælda heima fyrir, 77% landsmanna kveðast ánægð með störf hans. Í grannríkinu Bangladess hefur forsætisráðherrann Sheikh Hasina Wazed setið lengur að völdum en nokkur kona sem er núverandi valdhafi. Bangladess var annað fátækasta ríki heims er landið varð til 1971 eftir blóðug átök. Á undanförnum árum hafa orðið stórstígar efnahagslegar framfarir og hagvöxtur meiri en í nokkru ríki í Suður-Asíu en á öðrum sviðum er ýmislegt að. Bangladess er sagt spilltasta land í suður-Asíu og lýðræði á undir högg að sækja, aðrir stjórnmálaflokkar en stjórnarflokkurinn Awami-bandalagið eiga erfitt uppdráttar og að þeim er sótt, lögregla og dómstólar eru undir áhrifum eða jafnvel beinni stjórn yfirvalda. Í lokin heyrðum við George Harrison flytja lag sitt Bangla Desh, en Harrison og vinur hans indverski sítarleikarinn Ravi Shankar efndu til tvennra tónleika sama daginn, 1. ágúst 1971, til að safna fé fyrir fórnarlömb borgarastyrjaldar og blóðugra átaka í Bangladess. Tónleikarnir voru í Madison Square Garden í New York og þá sóttu 40 þúsund manns og upptökur af tónleikunum voru gefnar út á þremur breiðskífum og gerð var heimildarmynd. Allur ágóði fór til UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, til björgunarstarfs í Bangladess.
6/22/2023 • 0
Verðbólga, bílar og Bangladess
Í Heimsglugga vikunnar var hugað að verðbólgu sem víðast er á undanhaldi, þó ekki í Bretlandi og á Íslandi. Efnahagsmál og vextir í Svíþjóð bar á góma sem og vandræði þýskra og evrópskra bílaframleiðenda sem eiga í harðri samkeppni við kínverska bíla. Kínverjar þykja hafa náð góðum tökum á framleiðslu rafmagnsbíla.
Þá ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir við Boga Ágústsson um Indland og Bangladess. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er í heimsókn í Bandaríkjunum en gagnkvæmur áhugi virðist á að efla samskipti þjóðanna. Modi nýtur mikilla vinsælda heima fyrir, 77% landsmanna kveðast ánægð með störf hans. Í grannríkinu Bangladess hefur forsætisráðherrann Sheikh Hasina Wazed setið lengur að völdum en nokkur kona sem er núverandi valdhafi. Bangladess var annað fátækasta ríki heims er landið varð til 1971 eftir blóðug átök. Á undanförnum árum hafa orðið stórstígar efnahagslegar framfarir og hagvöxtur meiri en í nokkru ríki í Suður-Asíu en á öðrum sviðum er ýmislegt að. Bangladess er sagt spilltasta land í suður-Asíu og lýðræði á undir högg að sækja, aðrir stjórnmálaflokkar en stjórnarflokkurinn Awami-bandalagið eiga erfitt uppdráttar og að þeim er sótt, lögregla og dómstólar eru undir áhrifum eða jafnvel beinni stjórn yfirvalda.
Í lokin heyrðum við George Harrison flytja lag sitt Bangla Desh, en Harrison og vinur hans indverski sítarleikarinn Ravi Shankar efndu til tvennra tónleika sama daginn, 1. ágúst 1971, til að safna fé fyrir fórnarlömb borgarastyrjaldar og blóðugra átaka í Bangladess. Tónleikarnir voru í Madison Square Garden í New York og þá sóttu 40 þúsund manns og upptökur af tónleikunum voru gefnar út á þremur breiðskífum og gerð var heimildarmynd. Allur ágóði fór til UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, til björgunarstarfs í Bangladess.
6/22/2023 • 22 minutes, 35 seconds
Góðkunningjar Heimsgluggans
Óðinn Jónsson nefndi þá "góðkunningja Heimsgluggans", Donald Trump, Boris Johnson og Silvio Berlusconi sem allir hafa verið í fréttum í vikunni. Þeir voru til umræðu í Heimsglugga dagsins er Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir ræddu við Boga Ágústsson um erlend málefni. Trump hefur verið ákærður fyrir brot á lögum um njósnir og meðferð trúnaðargagna. Ákæran er í 37 liðum. Hann er sakaður um að hafa tekið hundruð trúnaðargagna með sér úr Hvíta húsinu og geymt á heimili sínu í Mar-a-Lago í Flórída. William Barr, sem var dómsmálaráðherra í stjórn Trumps, telur ekki leika vafa á sekt Trumps. Bogi telur samt ólíklegt að hann verði sakfelldur. Bresk þingnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi blekkt breska þingið vísvitandi þegar hann neitaði því að reglur um samkomutakmarkanir hefðu verið brotnar í veisluhöldum í Downing-stræti. Skýrslan hafði ekki verið birt þegar Vera, Þórunn og Bogi ræddu málið. Johnson sagði af sér þingmennsku eftir að hann fékk að sjá skýrsluna. Yfirlýsingar hans þá voru mikill reiðilestur og hann sakaði þingnefndina um óheiðarleika og kallaði hana ,,kangaroo court". Vandræði SNP, Skoska þjóðarflokksins, voru einnig til umræðu. Nicola Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra, var handtekin og yfirheyrð vegna rannsóknar á fjármálum flokksins. Að lokum var Silvio Berlusconi til umræðu. Hann var borinn til grafar í Mílanó í gær. Við heyrðum Meno male che Silvio c'è, lofsöng frá 2010 um Berlusconi sem var kosningastef hans í þingkosningunum. Í textanum segir meðal annars: "Lifi Ítalía sem hefur kosið að trúa á þennan draum, forseti við stöndum með þér, guði sé lof fyrir Silvio".
6/15/2023 • 0
Góðkunningjar Heimsgluggans
Óðinn Jónsson nefndi þá "góðkunningja Heimsgluggans", Donald Trump, Boris Johnson og Silvio Berlusconi sem allir hafa verið í fréttum í vikunni. Þeir voru til umræðu í Heimsglugga dagsins er Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir ræddu við Boga Ágústsson um erlend málefni.
Trump hefur verið ákærður fyrir brot á lögum um njósnir og meðferð trúnaðargagna. Ákæran er í 37 liðum. Hann er sakaður um að hafa tekið hundruð trúnaðargagna með sér úr Hvíta húsinu og geymt á heimili sínu í Mar-a-Lago í Flórída. William Barr, sem var dómsmálaráðherra í stjórn Trumps, telur ekki leika vafa á sekt Trumps. Bogi telur samt ólíklegt að hann verði sakfelldur.
Bresk þingnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi blekkt breska þingið vísvitandi þegar hann neitaði því að reglur um samkomutakmarkanir hefðu verið brotnar í veisluhöldum í Downing-stræti. Skýrslan hafði ekki verið birt þegar Vera, Þórunn og Bogi ræddu málið. Johnson sagði af sér þingmennsku eftir að hann fékk að sjá skýrsluna. Yfirlýsingar hans þá voru mikill reiðilestur og hann sakaði þingnefndina um óheiðarleika og kallaði hana ,,kangaroo court".
Vandræði SNP, Skoska þjóðarflokksins, voru einnig til umræðu. Nicola Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra, var handtekin og yfirheyrð vegna rannsóknar á fjármálum flokksins.
Að lokum var Silvio Berlusconi til umræðu. Hann var borinn til grafar í Mílanó í gær. Við heyrðum Meno male che Silvio c'è, lofsöng frá 2010 um Berlusconi sem var kosningastef hans í þingkosningunum. Í textanum segir meðal annars: "Lifi Ítalía sem hefur kosið að trúa á þennan draum, forseti við stöndum með þér, guði sé lof fyrir Silvio".
6/15/2023 • 24 minutes, 39 seconds
Danska ríkissambandið, 500 ára afmæli Svíþjóðar og dönsk íþróttalýsing
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir ræddu að venju erlend málefni á fimmtudegi við Boga Ágústsson. Athyglin beindist að þessu sinni að danska ríkissambandinu, Rigsfællesskabet. Það er talsverð spenna á milli Grænlendinga og Dana. Grænlendingar eru óánægðir með að Dani var skipaður sendiherra norðurslóða, segja að grænlenskur diplómat eigi að gegna embættinu, Grænland sé norðurslóðasvæðið í ríkissambandinu. Þau ræddu einnig að Svíar minnast þess að 500 ár eru liðin frá stofnun núverandi ríkis í Svíþjóð og formlegum lokum Kalmar-sambandsins. Það var þegar Gústaf Eiríksson Vasa var kjörinn konungur 6. júní 1523. Afkomendur hans sátu einvaldir á valdastóli þangað til 1809 er Svíar fengu nýja stjórnarskrá sem takmarkaði vald konungs. Gustav IV Adolf var settur af við sama tækifæri og föðurbróðir hans Karl XIII tók við. Sá átti ekki börn og Svíar buðu því frönskum hershöfðingja, Jean Bernadotte, að verða ríkisarfi og hann varð svo Karl XIV Johan. Afkomendur hans hafa verið konungar Svíþjóðar síðan. Í lokin heyrðum við er Mads Thyrsted, íþróttafréttamaður Danmarks Radio, lýsti jöfnunarmarki Árósaliðsins AGF gegn Brøndy í lokaumferð dönsku knattspyrnunnar. AGF þurfti að ná jafntefli til að fá bronsverðlaun í efstu deild og komast í Evrópukeppni. Thyrsted fór með himinskautum í lýsingu sinni.
6/8/2023 • 0
Danska ríkissambandið, 500 ára afmæli Svíþjóðar og dönsk íþróttalýsing
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir ræddu að venju erlend málefni á fimmtudegi við Boga Ágústsson. Athyglin beindist að þessu sinni að danska ríkissambandinu, Rigsfællesskabet. Það er talsverð spenna á milli Grænlendinga og Dana. Grænlendingar eru óánægðir með að Dani var skipaður sendiherra norðurslóða, segja að grænlenskur diplómat eigi að gegna embættinu, Grænland sé norðurslóðasvæðið í ríkissambandinu.
Þau ræddu einnig að Svíar minnast þess að 500 ár eru liðin frá stofnun núverandi ríkis í Svíþjóð og formlegum lokum Kalmar-sambandsins. Það var þegar Gústaf Eiríksson Vasa var kjörinn konungur 6. júní 1523. Afkomendur hans sátu einvaldir á valdastóli þangað til 1809 er Svíar fengu nýja stjórnarskrá sem takmarkaði vald konungs. Gustav IV Adolf var settur af við sama tækifæri og föðurbróðir hans Karl XIII tók við. Sá átti ekki börn og Svíar buðu því frönskum hershöfðingja, Jean Bernadotte, að verða ríkisarfi og hann varð svo Karl XIV Johan. Afkomendur hans hafa verið konungar Svíþjóðar síðan.
Í lokin heyrðum við er Mads Thyrsted, íþróttafréttamaður Danmarks Radio, lýsti jöfnunarmarki Árósaliðsins AGF gegn Brøndy í lokaumferð dönsku knattspyrnunnar. AGF þurfti að ná jafntefli til að fá bronsverðlaun í efstu deild og komast í Evrópukeppni. Thyrsted fór með himinskautum í lýsingu sinni.
6/8/2023 • 22 minutes, 50 seconds
Rannsóknir á norðurslóðum
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, lýsti áhyggjum af framhaldi rannsóknasamstarfs á norðurslóðum á málþingi sem haldið var í Háskóla Íslands fyrr í vikunni. Málþingið var um mikilvægi samstarfsins. Ólafur Ragnar benti á að það hefði lengst af verið laust við afskipti alþjóðastjórnmála, vísindamenn hefðu lengi starfað í þeim anda að vísindin skipti öllu, stjórnmál ættu ekki að flækjast fyrir. En nú væri staðan önnur og Ólafur Ragnar velti fyrir sér hver áhrif innrásarinnar í Úkraínu yrðu, hvort samstarfið geti haldið áfram án Rússa og aðgangs að rannsóknarniðurstöðum þeirra í til dæmis í loftslagsmálum. Öllu samstarfi við Rússa var rift eftir innrásina í Úkraínu og engar horfur á að vísindasamstarf við þá verði tekið upp að nýju í bráð. Bogi Ágústsson ræddi þessi mál við Gunnar Stefánsson, prófessor í verkfræði við Háskóla Íslands, sem er að taka við stöðu aðstoðarrektors vísinda hjá Háskóla norðurslóða, sem hefur verið vettvangur vísindarannsókna á norðurslóðum. Að auki ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir við Boga um loftárásir í Úkraínu og hvort líklegt væri að Erdogan léti af andstöðu við inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið eftir að hann var endurkjörinn forseti Tyrklands.
6/1/2023 • 0
Rannsóknir á norðurslóðum
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, lýsti áhyggjum af framhaldi rannsóknasamstarfs á norðurslóðum á málþingi sem haldið var í Háskóla Íslands fyrr í vikunni. Málþingið var um mikilvægi samstarfsins. Ólafur Ragnar benti á að það hefði lengst af verið laust við afskipti alþjóðastjórnmála, vísindamenn hefðu lengi starfað í þeim anda að vísindin skipti öllu, stjórnmál ættu ekki að flækjast fyrir. En nú væri staðan önnur og Ólafur Ragnar velti fyrir sér hver áhrif innrásarinnar í Úkraínu yrðu, hvort samstarfið geti haldið áfram án Rússa og aðgangs að rannsóknarniðurstöðum þeirra í til dæmis í loftslagsmálum.
Öllu samstarfi við Rússa var rift eftir innrásina í Úkraínu og engar horfur á að vísindasamstarf við þá verði tekið upp að nýju í bráð. Bogi Ágústsson ræddi þessi mál við Gunnar Stefánsson, prófessor í verkfræði við Háskóla Íslands, sem er að taka við stöðu aðstoðarrektors vísinda hjá Háskóla norðurslóða, sem hefur verið vettvangur vísindarannsókna á norðurslóðum.
Að auki ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir við Boga um loftárásir í Úkraínu og hvort líklegt væri að Erdogan léti af andstöðu við inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið eftir að hann var endurkjörinn forseti Tyrklands.
6/1/2023 • 24 minutes, 19 seconds
Njósnir á norðurslóðum
Rasmus Gjedsø Bertelsen var gestur Heimsgluggans. Rasmus er Dani sem talar íslensku og er prófessor í norðurslóðafræðum í Tromsø og Nansen-prófessor við Háskólann á Akureyri. Þeir Bogi Ágústsson ræddu stöðu Norðurskautsráðsins og samskipti þjóða á norðurslóðum. Rasmus segir að Norðurskautsráðið sé nánast í dauðadái. Björn Þór Sigbjörnsson, Guðrún Hálfdánardóttir og Bogi ræddu svo þættina Skuggastríð, sem norrænu almannaþjónustustöðvarnar í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hafa unnið í sameiningu. Þættirnir fjalla um njósnir Rússa. Í síðustu viku var sagt frá njósnum í Eystrasalti og Norðursjó með svokölluðum rannsóknarskipum og fiskiskipum. Í þáttunum hefur verið afhjúpað að ekki færri en þrjátíu og átta Rússar sem hafa starfað í sendiráðum Rússlands hafa haft njósnir að aðalstarfi. Þeir eru nafngreindir í þáttunum. Eftir að sýning þáttanna hófst hafa norsk stjórnvöld vísað fimmtán rússneskum sendiráðsstarfsmönnum úr landi og Svíar fimm. Danir ráku 15 úr landi í fyrra. Rússar hafa svarað með því að reka tíu starfsmenn sendiráðs Noregs úr landi. Georg Lárusson, forstjóri íslensku Landhelgisgæslunnar, segir ekki hafa komið á óvart að rússnesk skip stundi njósnir og kortleggi sæstrengi og vindmyllur, Nokkur athygli hefur beinst að Færeyjum vegna rússneskra skipa sem koma mjög oft til hafnar þar. Færeyingar hafa verið með fiskveiðisamning við Rússland síðan 1977 og er hann endurnýjaður árlega. Mikill þrýstingur er á Færeyinga að rifta þessum samningi. Færeyingar hafa á hagnast verulega á útflutningi fisks til Rússlands á undanförnum árum eftir að Rússar svöruðu refsiaðgerðum vestrænna þjóða með því að banna innflutning frá ríkjunum. Færeyingar hafa hins vegar mátt selja fisk í Rússlandi. Færeyingar eru að endurskoða fiskveiðisamninginn og lögmaður hefur boðað ákvörðun innan tíðar. Málið hefur valdið spennu í samskiptum Færeyinga og Dana og vakið spurningar um hver eigi að taka ákvarðanir þegar málefni skarast innan danska ríkissambandsins. Ákvarðanir í sjávarútvegs- og efnahagsmálum eru á ábyrgð færeysku stjórnarinnar en Danir fara með utanríkis- og varnarmál.
4/27/2023 • 0
Njósnir á norðurslóðum
Rasmus Gjedsø Bertelsen var gestur Heimsgluggans. Rasmus er Dani sem talar íslensku og er prófessor í norðurslóðafræðum í Tromsø og Nansen-prófessor við Háskólann á Akureyri. Þeir Bogi Ágústsson ræddu stöðu Norðurskautsráðsins og samskipti þjóða á norðurslóðum. Rasmus segir að Norðurskautsráðið sé nánast í dauðadái.
Björn Þór Sigbjörnsson, Guðrún Hálfdánardóttir og Bogi ræddu svo þættina Skuggastríð, sem norrænu almannaþjónustustöðvarnar í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hafa unnið í sameiningu. Þættirnir fjalla um njósnir Rússa. Í síðustu viku var sagt frá njósnum í Eystrasalti og Norðursjó með svokölluðum rannsóknarskipum og fiskiskipum. Í þáttunum hefur verið afhjúpað að ekki færri en þrjátíu og átta Rússar sem hafa starfað í sendiráðum Rússlands hafa haft njósnir að aðalstarfi. Þeir eru nafngreindir í þáttunum. Eftir að sýning þáttanna hófst hafa norsk stjórnvöld vísað fimmtán rússneskum sendiráðsstarfsmönnum úr landi og Svíar fimm. Danir ráku 15 úr landi í fyrra. Rússar hafa svarað með því að reka tíu starfsmenn sendiráðs Noregs úr landi.
Georg Lárusson, forstjóri íslensku Landhelgisgæslunnar, segir ekki hafa komið á óvart að rússnesk skip stundi njósnir og kortleggi sæstrengi og vindmyllur,
Nokkur athygli hefur beinst að Færeyjum vegna rússneskra skipa sem koma mjög oft til hafnar þar. Færeyingar hafa verið með fiskveiðisamning við Rússland síðan 1977 og er hann endurnýjaður árlega. Mikill þrýstingur er á Færeyinga að rifta þessum samningi. Færeyingar hafa á hagnast verulega á útflutningi fisks til Rússlands á undanförnum árum eftir að Rússar svöruðu refsiaðgerðum vestrænna þjóða með því að banna innflutning frá ríkjunum. Færeyingar hafa hins vegar mátt selja fisk í Rússlandi. Færeyingar eru að endurskoða fiskveiðisamninginn og lögmaður hefur boðað ákvörðun innan tíðar. Málið hefur valdið spennu í samskiptum Færeyinga og Dana og vakið spurningar um hver eigi að taka ákvarðanir þegar málefni skarast innan danska ríkissambandsins. Ákvarðanir í sjávarútvegs- og efnahagsmálum eru á ábyrgð færeysku stjórnarinnar en Danir fara með utanríkis- og varnarmál.
4/27/2023 • 22 minutes, 39 seconds
Efnahagsspá og norrænt varnarsamstarf
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu heimsókn Bandaríkjaforseta til Írlands í Heimsglugganum. Joe Biden rekur ættir til eyjarinnar grænu eins og 40 milljónir annarra Bandaríkjamanna og honum verður tíðrætt um írskan uppruna sinn. Biden hélt ræðu í Belfast þar sem hann hvatti Norður-Íra til að halda friðinn en tilefni heimsóknar hans er að 25 ár eru frá því að gert var friðarsamkomulag sem kennt er við föstudaginn langa. Þá ræddu Björn og Bogi útlit í efnahagsmálum heimsins. Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins stendur í Washington og samkvæm spá sjóðsins verður hagvöxtur innan við þrjú prósent í ár og mestur á Indlandi og í Kína. Stöðnun er víða á Vesturlöndum og jafnvel samdráttur í Svíþjóð, Þýskalandi og Bretlandi. Sjóðurinn spáir 2,3% hagvexti á Íslandi. Dag Henriksen, prófessor við háskóla norska hersins og ofursti í flughernum, hefur lagt fram hugmyndir um náið samstarf flugherja Norðurlanda, sameiginlega ráði þjóðirnar fjórar yfir 250 fullkomnum orrustuþotum. Henriksen bendir á að með sameiginlegri upplýsinga- og stjórnstöð sé hægt að nýta varnarmáttinn betur, ógni Rússar til dæmis Finnum sé í raun hægt að þrefalda styrk loftvarna Finnlands með slíkri samvinnu. Hann nefnir einnig að Norðmenn hafi núna tvo aðalherflugvelli en ef mögulegt sé að nota herflugvelli í hinum ríkjunum geri það árásir á norska flugherinn miklu erfiðari. Loftvarnir þar sem herforingjar ráði yfir 250 fullkomnum orrustuþotum séu mun öflugri en þegar þeir hafi aðeins nokkrum tugum véla yfir að ráða.
4/13/2023 • 0
Efnahagsspá og norrænt varnarsamstarf
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu heimsókn Bandaríkjaforseta til Írlands í Heimsglugganum. Joe Biden rekur ættir til eyjarinnar grænu eins og 40 milljónir annarra Bandaríkjamanna og honum verður tíðrætt um írskan uppruna sinn. Biden hélt ræðu í Belfast þar sem hann hvatti Norður-Íra til að halda friðinn en tilefni heimsóknar hans er að 25 ár eru frá því að gert var friðarsamkomulag sem kennt er við föstudaginn langa.
Þá ræddu Björn og Bogi útlit í efnahagsmálum heimsins. Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins stendur í Washington og samkvæm spá sjóðsins verður hagvöxtur innan við þrjú prósent í ár og mestur á Indlandi og í Kína. Stöðnun er víða á Vesturlöndum og jafnvel samdráttur í Svíþjóð, Þýskalandi og Bretlandi. Sjóðurinn spáir 2,3% hagvexti á Íslandi.
Dag Henriksen, prófessor við háskóla norska hersins og ofursti í flughernum, hefur lagt fram hugmyndir um náið samstarf flugherja Norðurlanda, sameiginlega ráði þjóðirnar fjórar yfir 250 fullkomnum orrustuþotum. Henriksen bendir á að með sameiginlegri upplýsinga- og stjórnstöð sé hægt að nýta varnarmáttinn betur, ógni Rússar til dæmis Finnum sé í raun hægt að þrefalda styrk loftvarna Finnlands með slíkri samvinnu. Hann nefnir einnig að Norðmenn hafi núna tvo aðalherflugvelli en ef mögulegt sé að nota herflugvelli í hinum ríkjunum geri það árásir á norska flugherinn miklu erfiðari. Loftvarnir þar sem herforingjar ráði yfir 250 fullkomnum orrustuþotum séu mun öflugri en þegar þeir hafi aðeins nokkrum tugum véla yfir að ráða.
4/13/2023 • 23 minutes, 57 seconds
25 frá friðarsamningum á Norður-Írlandi
Þáttaskil urðu í sögu Norður-Írlands þegar friðarsamkomulag var undirritað á föstudaginn langa 1998. Það er jafnan kennt við daginn þegar það var undirritað og kallað Good Friday Agreement. Friðarsamkomulagið batt að langmestu leyti enda á áratuga blóðug átök sambandssinna og lýðveldissinna, eða mótmælenda og kaþólikka. Átökin, sem hófust rétt fyrir 1970, kostuðu þúsundir mannslífa. Sólveig Jónsdóttir, stjórnmálafræðingur og rithöfundur, þekkir vel til á Norður-Írlandi. Hún bjó á Írlandi um skeið, lauk meistaranámi í þjóðernishyggju og þjóðernisátökum frá Edinborgarháskóla í Skotlandi og hefur starfað sem blaðamaður og pistlahöfundur. Sólveig gerði tvo útvarpsþætti í fyrra ásamt Gunnari Hanssyni um blóðuga sunnudaginn í Derry eða Londonderry. Þá voru fimmtíu ár frá einum afdrifaríkasta atburði The Troubles, óaldarinnar. Þann 30. janúar 1972 efndu kaþólikkar til friðsamlegrar mannréttindagöngu í borginni þar sem þeir kröfðust aukinna borgaralegra réttinda og andmæltu lögum sem höfðu tekið gildi hálfu ári áður og heimiluðu yfirvöldum að fangelsa fólk um óákveðinn tíma, án réttarhalda. Við ræddum við Sólveigu í Heimsglugganum um hvernig til hefði tekist á Norður-Írlandi, ástandið þar nú, stjórnmál, trúarbrögð, mannleg samskipti og framtíðina.
3/30/2023 • 0
25 frá friðarsamningum á Norður-Írlandi
Þáttaskil urðu í sögu Norður-Írlands þegar friðarsamkomulag var undirritað á föstudaginn langa 1998. Það er jafnan kennt við daginn þegar það var undirritað og kallað Good Friday Agreement. Friðarsamkomulagið batt að langmestu leyti enda á áratuga blóðug átök sambandssinna og lýðveldissinna, eða mótmælenda og kaþólikka. Átökin, sem hófust rétt fyrir 1970, kostuðu þúsundir mannslífa.
Sólveig Jónsdóttir, stjórnmálafræðingur og rithöfundur, þekkir vel til á Norður-Írlandi. Hún bjó á Írlandi um skeið, lauk meistaranámi í þjóðernishyggju og þjóðernisátökum frá Edinborgarháskóla í Skotlandi og hefur starfað sem blaðamaður og pistlahöfundur.
Sólveig gerði tvo útvarpsþætti í fyrra ásamt Gunnari Hanssyni um blóðuga sunnudaginn í Derry eða Londonderry. Þá voru fimmtíu ár frá einum afdrifaríkasta atburði The Troubles, óaldarinnar. Þann 30. janúar 1972 efndu kaþólikkar til friðsamlegrar mannréttindagöngu í borginni þar sem þeir kröfðust aukinna borgaralegra réttinda og andmæltu lögum sem höfðu tekið gildi hálfu ári áður og heimiluðu yfirvöldum að fangelsa fólk um óákveðinn tíma, án réttarhalda.
Við ræddum við Sólveigu í Heimsglugganum um hvernig til hefði tekist á Norður-Írlandi, ástandið þar nú, stjórnmál, trúarbrögð, mannleg samskipti og framtíðina.
3/30/2023 • 22 minutes, 12 seconds
Einangraðir Rússar þurfa á Kínverjum að halda
Jón Ormur Halldórsson var gestur Morgunvaktarinnar og ræddi við Boga Ágústsson um breytta stöðu í alþjóðamálum, að heimurinn sé að skiptast með nýjum hætti í óstöðug og takmörkuð bandalög margra stórvelda og að nýjar ógnir séu að birtast. Jón Ormur segir að staða Evrópu hafi breyst eftir Brexit og innrás Rússa í Úkraínu, meiri samstaða sé innan Evrópusambandsins og í löndum þess, fáar raddist heyrist sem berjist fyrir útgöngu úr sambandinu. Jón Ormur segir Rússa einangraða á alþjóðavettvangi eftir innrásina í Úkraínu, listi ríkja sem fylgi þeim að málum sé heldur sorglegur, þetta séu ólýðræðisleg skúrkríki eins og Norður-Kórea, Níkaragúa og Sýrland. Rússar þurfi á Kínverjum að halda en Kínverjum sé engin nauðsyn að halda góðu sambandi við Rússa. Sambúð ríkjanna sé eins og húsbónda og leiguliða og Kínverjar séu hinn sterki. Jón Ormur segir að Xi Jinping sé valdamesti leiðtogi Kína frá Maó. Jón Ormur Halldórsson er einn helsti sérfræðingur landsins á sviði alþjóðastjórnmála. Jón Ormur hefur í áratugi búið og unnið í löndum Asíu og Evrópu, stundað kennslu og fengist við rannsóknir á margvíslegum þáttum alþjóðamála og uppgangi nokkurra af stærstu ríkjum Asíu, átökunum í Mið-Austurlöndum, þróun alþjóðakerfisins og áhrifum heimsvæðingarinnar á atvinnulíf, stjórnmál og menningu í heiminum. Jón Ormur hefur ritað margar bækur um alþjóðamál.
3/23/2023 • 0
Einangraðir Rússar þurfa á Kínverjum að halda
Jón Ormur Halldórsson var gestur Morgunvaktarinnar og ræddi við Boga Ágústsson um breytta stöðu í alþjóðamálum, að heimurinn sé að skiptast með nýjum hætti í óstöðug og takmörkuð bandalög margra stórvelda og að nýjar ógnir séu að birtast. Jón Ormur segir að staða Evrópu hafi breyst eftir Brexit og innrás Rússa í Úkraínu, meiri samstaða sé innan Evrópusambandsins og í löndum þess, fáar raddist heyrist sem berjist fyrir útgöngu úr sambandinu.
Jón Ormur segir Rússa einangraða á alþjóðavettvangi eftir innrásina í Úkraínu, listi ríkja sem fylgi þeim að málum sé heldur sorglegur, þetta séu ólýðræðisleg skúrkríki eins og Norður-Kórea, Níkaragúa og Sýrland. Rússar þurfi á Kínverjum að halda en Kínverjum sé engin nauðsyn að halda góðu sambandi við Rússa. Sambúð ríkjanna sé eins og húsbónda og leiguliða og Kínverjar séu hinn sterki.
Jón Ormur segir að Xi Jinping sé valdamesti leiðtogi Kína frá Maó.
Jón Ormur Halldórsson er einn helsti sérfræðingur landsins á sviði alþjóðastjórnmála. Jón Ormur hefur í áratugi búið og unnið í löndum Asíu og Evrópu, stundað kennslu og fengist við rannsóknir á margvíslegum þáttum alþjóðamála og uppgangi nokkurra af stærstu ríkjum Asíu, átökunum í Mið-Austurlöndum, þróun alþjóðakerfisins og áhrifum heimsvæðingarinnar á atvinnulíf, stjórnmál og menningu í heiminum. Jón Ormur hefur ritað margar bækur um alþjóðamál.
3/23/2023 • 19 minutes, 56 seconds
Pia Hanson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar
Pia Hanson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, var gestur Morgunvaktarinnar á þeim tíma sem Heimsglugginn er venjulega. Alþjóðamálastofnunin býður til samtals ásamt Þjóðaröryggisráði um þjóðaröryggi og alþjóðasamstarf í Hörpu í næstu viku. Athyglinni verður beint að stöðu Íslands og í fundarboði segir að stjórnvöld þurfi að takast á við samfélagslegar og alþjóðlegar áskoranir á sviði þjóðaröryggis með nýjum áherslum. Rætt var við Piu um þennan fund og viðsjárverða tíma í alþjóðamálum og samskiptum þjóða.
3/16/2023 • 0
Pia Hanson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar
Pia Hanson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, var gestur Morgunvaktarinnar á þeim tíma sem Heimsglugginn er venjulega. Alþjóðamálastofnunin býður til samtals ásamt Þjóðaröryggisráði um þjóðaröryggi og alþjóðasamstarf í Hörpu í næstu viku. Athyglinni verður beint að stöðu Íslands og í fundarboði segir að stjórnvöld þurfi að takast á við samfélagslegar og alþjóðlegar áskoranir á sviði þjóðaröryggis með nýjum áherslum. Rætt var við Piu um þennan fund og viðsjárverða tíma í alþjóðamálum og samskiptum þjóða.
3/16/2023 • 19 minutes, 45 seconds
Árni Snævarr upplýsingafulltrúi SÞ
Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, var gestur Morgunvaktarinnar. Rætt var við hann um fjölmörg viðfangsefni samtakanna, aukið kjarnaframlag Íslendinga til UNICEF, Barnahjálparsjóðs Sameinuðu þjóðanna, Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) og UN Women, en Ísland hefur lagt áherslu á stuðning við þær í þróunarsamvinnu innan Sameinuðu þjóðanna. Rætt var um mannfjöldaþróun, fátækt og baráttuna gegn hlýnun loftslagsins en Árni segir að þessi mál tengist öll.
3/9/2023 • 0
Árni Snævarr upplýsingafulltrúi SÞ
Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, var gestur Morgunvaktarinnar. Rætt var við hann um fjölmörg viðfangsefni samtakanna, aukið kjarnaframlag Íslendinga til UNICEF, Barnahjálparsjóðs Sameinuðu þjóðanna, Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) og UN Women, en Ísland hefur lagt áherslu á stuðning við þær í þróunarsamvinnu innan Sameinuðu þjóðanna.
Rætt var um mannfjöldaþróun, fátækt og baráttuna gegn hlýnun loftslagsins en Árni segir að þessi mál tengist öll.
3/9/2023 • 22 minutes, 41 seconds
Varnarmálaráðherra Danmerkur ákærður fyrir landráð
Claus Hjort Frederiksen, fyrrverandi fjármála- og varnarmálaráðherra Danmerkur og þungavigtarmaður í stjórnarflokknum Venstre, hefur verið ákærður fyrir brot á hegningarlagaákvæðinu um landráð. Saksóknarar hafa ekkert gefið upp um sakargiftir. Fréttaskýrendur telja líklegast að Frederiksen sé talinn hafa brotið lög þegar hann staðfesti í sjónvarpsviðtali að fréttir um hleranir bandarísku njósnastofnunarinnar NSA hefðu átt við rök að styðjast. Frederiksen vísar því algerlega á bug að hafa ljóstrað upp um ríkisleyndarmál eða skaðað Danmörku. Gísli Tryggvason, landsdómslögmaður, hefur jafnframt málflutningsréttindi í Danmörku, er menntaður að hluta þar í landi og fylgist mjög vel með dönskum stjórnmálum. Og þegar saman fer athyglisvert dómsmál og stjórnmál vekur það sérstaka athygli Gísla. Mál Claus Hjorts Frederiksens er slíkt mál. Gísli var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1 á þeim tíma sem Heimsglugginn er venjulega. Umsjónarmaður Heimsgluggans, Bogi Ágústsson og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu við Gísla um mál Claus Hjorts Frederiksens. Að loknu viðtalinu við Gísla þótti við hælfi að leika Du er ikke alene (Þú ert ekki einn) með danska tónlistarmanninum Sebastian.
3/2/2023 • 0
Varnarmálaráðherra Danmerkur ákærður fyrir landráð
Claus Hjort Frederiksen, fyrrverandi fjármála- og varnarmálaráðherra Danmerkur og þungavigtarmaður í stjórnarflokknum Venstre, hefur verið ákærður fyrir brot á hegningarlagaákvæðinu um landráð. Saksóknarar hafa ekkert gefið upp um sakargiftir. Fréttaskýrendur telja líklegast að Frederiksen sé talinn hafa brotið lög þegar hann staðfesti í sjónvarpsviðtali að fréttir um hleranir bandarísku njósnastofnunarinnar NSA hefðu átt við rök að styðjast. Frederiksen vísar því algerlega á bug að hafa ljóstrað upp um ríkisleyndarmál eða skaðað Danmörku.
Gísli Tryggvason, landsdómslögmaður, hefur jafnframt málflutningsréttindi í Danmörku, er menntaður að hluta þar í landi og fylgist mjög vel með dönskum stjórnmálum. Og þegar saman fer athyglisvert dómsmál og stjórnmál vekur það sérstaka athygli Gísla. Mál Claus Hjorts Frederiksens er slíkt mál. Gísli var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1 á þeim tíma sem Heimsglugginn er venjulega. Umsjónarmaður Heimsgluggans, Bogi Ágústsson og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu við Gísla um mál Claus Hjorts Frederiksens.
Að loknu viðtalinu við Gísla þótti við hælfi að leika Du er ikke alene (Þú ert ekki einn) með danska tónlistarmanninum Sebastian.
3/2/2023 • 21 minutes, 3 seconds
Eitt ár frá innrás Rússa í Úkraínu
Ingólfur Bjarni Sigfússon og Ingvar Haukur Guðmundsson eru í Úkraínu til að vinna umfjöllun fyrir Kveik sem verður sýnd á þriðjudaginn. Þeir eru búnir að fara víða en eru núna í Kænugarði. Bogi Ágústsson og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu við Ingólf Bjarna í Heimsglugga þessa morguns.
2/23/2023 • 0
Eitt ár frá innrás Rússa í Úkraínu
Ingólfur Bjarni Sigfússon og Ingvar Haukur Guðmundsson eru í Úkraínu til að vinna umfjöllun fyrir Kveik sem verður sýnd á þriðjudaginn. Þeir eru búnir að fara víða en eru núna í Kænugarði. Bogi Ágústsson og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu við Ingólf Bjarna í Heimsglugga þessa morguns.
2/23/2023 • 23 minutes, 33 seconds
Arne Treholt látinn og afsögn Nicolu Sturgeon
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu um Arne Treholt sem var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir njósnir 1985 en hann lést á sunnudaginn. Treholt var á laun í sambandi við sovésku leyniþjónustuna KGB og lét fulltrúa hennar upplýsingar í té og þáði fé fyrir. Hann neitaði þó alltaf að hann hefði upplýst um ríkisleyndarmál og ógnað öryggi Noregs. Þá ræddu þeir fjölmiðlafrelsi á Indlandi en forsætisráðherra landsins, Narendra Modi, hefur ekki mikið umburðarlyndi gagnvart fjölmiðlum sem gagnrýna hann. Skattalögreglunni var sigað á breska ríkisútvarpið BBC vegna heimildarmyndar sem indverska forsætisráðherranum er ekki að skapi. Modi hefur á undanförnum árum þrengt mjög að fjölmiðlum og Indland hefur fallið niður í 150. sæti á lista samtaka blaðamanna án landamæra yfir fjölmiðlafrelsi. Þá ræddu Björn Þór og Bogi um Nicolu Sturgeon, sem tilkynnti óvænt í gær að hún ætlaði að hætta sem fyrsti ráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, SNP. Allir eru sammála um að sjónarsviptir verði að henni og að andstæðingar hennar fagni brotthvarfi hennar því hún hefur verið öflugur leiðtogi, mælsk, rökföst og með mestu skörungum í stjórnmálabaráttunni á Bretlandi.
2/16/2023 • 0
Arne Treholt látinn og afsögn Nicolu Sturgeon
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu um Arne Treholt sem var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir njósnir 1985 en hann lést á sunnudaginn. Treholt var á laun í sambandi við sovésku leyniþjónustuna KGB og lét fulltrúa hennar upplýsingar í té og þáði fé fyrir. Hann neitaði þó alltaf að hann hefði upplýst um ríkisleyndarmál og ógnað öryggi Noregs. Þá ræddu þeir fjölmiðlafrelsi á Indlandi en forsætisráðherra landsins, Narendra Modi, hefur ekki mikið umburðarlyndi gagnvart fjölmiðlum sem gagnrýna hann. Skattalögreglunni var sigað á breska ríkisútvarpið BBC vegna heimildarmyndar sem indverska forsætisráðherranum er ekki að skapi. Modi hefur á undanförnum árum þrengt mjög að fjölmiðlum og Indland hefur fallið niður í 150. sæti á lista samtaka blaðamanna án landamæra yfir fjölmiðlafrelsi.
Þá ræddu Björn Þór og Bogi um Nicolu Sturgeon, sem tilkynnti óvænt í gær að hún ætlaði að hætta sem fyrsti ráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, SNP. Allir eru sammála um að sjónarsviptir verði að henni og að andstæðingar hennar fagni brotthvarfi hennar því hún hefur verið öflugur leiðtogi, mælsk, rökföst og með mestu skörungum í stjórnmálabaráttunni á Bretlandi.
2/16/2023 • 23 minutes, 10 seconds
Gagnrýni á Erdogan eftir jarðskjálfta, Mary Queen of Scots
Kosningar verða í Tyrklandi í maí og jarðskjálftarnir skelfilegu og afleiðingar þeirra kunna að hafa áhrif. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt yfirvöld fyrir að bregðast seint við en sjálfur segir Erdogan forseti að allt hafi verið gert sem var mögulegt og í heimsókn á jarðskjálftasvæðunum í gær sagði hann að yfirvöld hefðu fullkomna stjórn á ástandinu. Engu að síður er fólk á hamfarasvæðunum yfirvöldum reitt fyrir slæleg viðbrögð. Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu þetta i Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1. Þeir voru einnig á sagnfræðilegum nótum, ræddu listsköpun Neandertalsmanna, fjölluðu um ,,stríð" Dana og Spánverja sem danska þjóðminjasafnið rifjaði upp þegar þjóðirnar mættust í HM í handbolta. Það ,,stríð" stóð í 172 ár, friður var ekki saminn fyrr en 1981. Þeir ræddu einnig um Maríu Stúart Skotadrottningu, Mary Queen of Scots, sem var hálshöggvin 1587 - fyrir 436 árum. Í gær, 8. febrúar, var tilkynnt að tekist hefði að ráða dulmál á 57 bréfum sem hún skrifaði í tveggja áratuga fangavist sinni. Sagnfræðingar lýsa þessu sem miklum tíðindum, í bréfunum kvartar María yfir einangrun sinni og lýsir áhyggjum af velferð Jakobs sonar síns. Hann varð Jakob 6. Skotakonungur og eftir dauða Elísabetar fyrstu Englandsdrottningar varð hann jafnframt Jakob fyrsti, konungur Englands. Spjallið endaði á undurfögru lagi Fairport Convention um Maríu Skotadrottningu. Lagið heitir Fotheringhay eftir kastalanum þar sem María var fangelsuð og tekin af lífi.
2/9/2023 • 0
Gagnrýni á Erdogan eftir jarðskjálfta, Mary Queen of Scots
Kosningar verða í Tyrklandi í maí og jarðskjálftarnir skelfilegu og afleiðingar þeirra kunna að hafa áhrif. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt yfirvöld fyrir að bregðast seint við en sjálfur segir Erdogan forseti að allt hafi verið gert sem var mögulegt og í heimsókn á jarðskjálftasvæðunum í gær sagði hann að yfirvöld hefðu fullkomna stjórn á ástandinu. Engu að síður er fólk á hamfarasvæðunum yfirvöldum reitt fyrir slæleg viðbrögð.
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu þetta i Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1. Þeir voru einnig á sagnfræðilegum nótum, ræddu listsköpun Neandertalsmanna, fjölluðu um ,,stríð" Dana og Spánverja sem danska þjóðminjasafnið rifjaði upp þegar þjóðirnar mættust í HM í handbolta. Það ,,stríð" stóð í 172 ár, friður var ekki saminn fyrr en 1981. Þeir ræddu einnig um Maríu Stúart Skotadrottningu, Mary Queen of Scots, sem var hálshöggvin 1587 - fyrir 436 árum. Í gær, 8. febrúar, var tilkynnt að tekist hefði að ráða dulmál á 57 bréfum sem hún skrifaði í tveggja áratuga fangavist sinni. Sagnfræðingar lýsa þessu sem miklum tíðindum, í bréfunum kvartar María yfir einangrun sinni og lýsir áhyggjum af velferð Jakobs sonar síns. Hann varð Jakob 6. Skotakonungur og eftir dauða Elísabetar fyrstu Englandsdrottningar varð hann jafnframt Jakob fyrsti, konungur Englands.
Spjallið endaði á undurfögru lagi Fairport Convention um Maríu Skotadrottningu. Lagið heitir Fotheringhay eftir kastalanum þar sem María var fangelsuð og tekin af lífi.
2/9/2023 • 23 minutes, 21 seconds
Norður-Írland, rottur og svarti dauði
Björn Þór Sigbjörnsson og Gígja Hólmgeirsdóttir ræddu við Boga Ágústsson um aukna bjartsýni um lausn á deilu um framkvæmd Brexit-samningsins á Norður-Írlandi og við heyrðum í Michelle O'Neill, leiðtoga Sinn Fein, sem er stærsti flokkur lýðveldissinna. Sinn Fein vann kosningasigur í fyrra og ætti O'Neill að vera fyrsti ráðherra en sambandssinnar í DUP-flokknum neita að taka þátt í stjórn Norður-Írlands vegna óánægju með Brexit-samninginn. Þá ræddu þau um rannsóknir tveggja skoskra sagnfræðinga sem draga mjög í efa þá kenningu sem lengst af hefur verið ríkjandi að rottur hafi breitt út svarta dauða í Evrópu á 14. öld. Það hefur verið algeng skoðun að flær á rottum hafi borið pestina, en skosku sagnfræðingarnir eru ekki þeirrar skoðunar. Svarti dauði gekk á Íslandi hálfri öld síðar og talið er að allt að helmingur þjóðarinnar hafi látist í þeim faraldri. Margt bendir til þess að engar rottur hafi verið á Íslandi og þær því ekki getað breitt farsóttina út hér á landi.
2/2/2023 • 0
Norður-Írland, rottur og svarti dauði
Björn Þór Sigbjörnsson og Gígja Hólmgeirsdóttir ræddu við Boga Ágústsson um aukna bjartsýni um lausn á deilu um framkvæmd Brexit-samningsins á Norður-Írlandi og við heyrðum í Michelle O'Neill, leiðtoga Sinn Fein, sem er stærsti flokkur lýðveldissinna. Sinn Fein vann kosningasigur í fyrra og ætti O'Neill að vera fyrsti ráðherra en sambandssinnar í DUP-flokknum neita að taka þátt í stjórn Norður-Írlands vegna óánægju með Brexit-samninginn.
Þá ræddu þau um rannsóknir tveggja skoskra sagnfræðinga sem draga mjög í efa þá kenningu sem lengst af hefur verið ríkjandi að rottur hafi breitt út svarta dauða í Evrópu á 14. öld. Það hefur verið algeng skoðun að flær á rottum hafi borið pestina, en skosku sagnfræðingarnir eru ekki þeirrar skoðunar. Svarti dauði gekk á Íslandi hálfri öld síðar og talið er að allt að helmingur þjóðarinnar hafi látist í þeim faraldri. Margt bendir til þess að engar rottur hafi verið á Íslandi og þær því ekki getað breitt farsóttina út hér á landi.
2/2/2023 • 23 minutes, 13 seconds
Skriðdrekar til Úkraínu og vandræði Rishi Sunaks
Fréttaskýrendur telja margir að ákveðin skil hafi orðið í stuðningi vestrænna ríkja við Úkraínu þegar ákveðið var að Úkraínumenn fengju fullkomna nútímaskriðdreka. Bretar riðu á vaðið er þeir tilkynntu að Úkraínumenn fengju Challenger 2-skriðdreka og svo ætla Bandaríkjamenn og Þjóðverjar að láta Úkraínu í té Abrams- og Leopard 2-skriðdreka. Úkraínumenn hafa beðið um 300 skriðdreka en óvíst er hversu marga þeir fá. Í síðari hluta Heimsgluggans var fjallað um bresk stjórnmál. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir þegar hann tók við völdum að spilling yrði ekki liðin og að í stjórnartíð hans skyldi ríkja heiðarleiki og gagnsæi. Hann gaf í skyn að sú óstjórn og rugl sem einkenndi síðustu mánuði Borisar Johnsons í embætti og allan stjórnartíma Liz Truss væri liðin tíð. Á undanförnum vikum hafa hins vegar komið upp mál sem hafa valdið honum og stjórn hans verulegum vandræðum. Ekki að breska stjórnin hafi ekki nóg á sinni könnu fyrir, þar sem hún tekst á við dýrtíð og versnandi efnahag og krísu í heilbrigðismálum.
1/26/2023 • 0
Skriðdrekar til Úkraínu og vandræði Rishi Sunaks
Fréttaskýrendur telja margir að ákveðin skil hafi orðið í stuðningi vestrænna ríkja við Úkraínu þegar ákveðið var að Úkraínumenn fengju fullkomna nútímaskriðdreka. Bretar riðu á vaðið er þeir tilkynntu að Úkraínumenn fengju Challenger 2-skriðdreka og svo ætla Bandaríkjamenn og Þjóðverjar að láta Úkraínu í té Abrams- og Leopard 2-skriðdreka. Úkraínumenn hafa beðið um 300 skriðdreka en óvíst er hversu marga þeir fá.
Í síðari hluta Heimsgluggans var fjallað um bresk stjórnmál. Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir þegar hann tók við völdum að spilling yrði ekki liðin og að í stjórnartíð hans skyldi ríkja heiðarleiki og gagnsæi. Hann gaf í skyn að sú óstjórn og rugl sem einkenndi síðustu mánuði Borisar Johnsons í embætti og allan stjórnartíma Liz Truss væri liðin tíð. Á undanförnum vikum hafa hins vegar komið upp mál sem hafa valdið honum og stjórn hans verulegum vandræðum. Ekki að breska stjórnin hafi ekki nóg á sinni könnu fyrir, þar sem hún tekst á við dýrtíð og versnandi efnahag og krísu í heilbrigðismálum.
1/26/2023 • 23 minutes, 7 seconds
Arden hættir, þungavopn til Úkraínu og deila Breta og Skota
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson fjölluðu um erlend málefni að venju á fimmtudagsmorgni í Heimsglugganum. Fyrst ræddu þeir óvænta tilkynningu Jacindu Ardern um að hún ætlaði að láta af embætti forsætisráðherra Nýja-Sjálands. Þá ræddu þeir fund sem verður á morgun í Þýskalandi meðal fulltrúa þeirra ríkja sem hafa sent vopn eða aðstoð til Úkraínu. Búist er við að tilkynnt verði að Úkraínumenn fái þungavopn eins og fullkomna skriðdreka frá vestrænum ríkjum. Björn Þór og Bogi ræddu einnig deilu sem komin er upp á milli stjórnanna í Lundúnum og Edinborg eftir að breska stjórnin tilkynnti að skosk lög um kynrænt sjálfræði fengju ekki staðfestingu konungs. Breska stjórnin segir lögin ganga í berhögg við bresk jafnréttislög, skoska stjórnin segir það fyrirslátt og að Lundúnastjórnin sé að efna til ?menningarstríðs?. Skoska stjórnin bendir á að Lundúnastjórnin hafi haft ótal tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum þegar málið var til meðferðar í skoska þinginu, leitað hafi verið eftir umsögnum mjög margra en ekkert heyrst frá Westminster fyrr en nú. Í lokin var rætt um mögulegan titil væntanlegrar minningarbókar Borisar Johnsons um forsætisráðherratíð hans. Blaðamaðurinn Henri Mance á Financial Times bað um tillögur í tísti og þúsundir hafa brugðist við og flestar tillögurnar hæðast að Johnson fyrir lygar og óheiðarleika.
1/19/2023 • 0
Arden hættir, þungavopn til Úkraínu og deila Breta og Skota
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson fjölluðu um erlend málefni að venju á fimmtudagsmorgni í Heimsglugganum. Fyrst ræddu þeir óvænta tilkynningu Jacindu Ardern um að hún ætlaði að láta af embætti forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Þá ræddu þeir fund sem verður á morgun í Þýskalandi meðal fulltrúa þeirra ríkja sem hafa sent vopn eða aðstoð til Úkraínu. Búist er við að tilkynnt verði að Úkraínumenn fái þungavopn eins og fullkomna skriðdreka frá vestrænum ríkjum.
Björn Þór og Bogi ræddu einnig deilu sem komin er upp á milli stjórnanna í Lundúnum og Edinborg eftir að breska stjórnin tilkynnti að skosk lög um kynrænt sjálfræði fengju ekki staðfestingu konungs. Breska stjórnin segir lögin ganga í berhögg við bresk jafnréttislög, skoska stjórnin segir það fyrirslátt og að Lundúnastjórnin sé að efna til ?menningarstríðs?. Skoska stjórnin bendir á að Lundúnastjórnin hafi haft ótal tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum þegar málið var til meðferðar í skoska þinginu, leitað hafi verið eftir umsögnum mjög margra en ekkert heyrst frá Westminster fyrr en nú.
Í lokin var rætt um mögulegan titil væntanlegrar minningarbókar Borisar Johnsons um forsætisráðherratíð hans. Blaðamaðurinn Henri Mance á Financial Times bað um tillögur í tísti og þúsundir hafa brugðist við og flestar tillögurnar hæðast að Johnson fyrir lygar og óheiðarleika.
1/19/2023 • 23 minutes, 59 seconds
Svartsýnn á ástandið í Íran
Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams-háskóla í Bandaríkjunum, var gestur Morgunvaktarinnar í stað hefðbundins Heimsglugga á fimmtudegi. Magnús er svartsýnn á breytingar í Íran. Víðtæk mótmæli hafa verið í landinu frá því um miðjan september í fyrra. Kveikja þeirra var dauði ungrar konu, Mahsa Amini, í haldi siðgæðislögreglu landsins. Hún var handtekin fyrir meint brot á reglum um höfuðslæðu; fyrir að hafa ekki hulið hár sitt nægilega vel. Talið er að Amini hafi verið barin til bana í haldi lögreglunnar. Magnús segir engin merki um að klerkastjórnin ætli að slaka á harðstjórn sinni, þvert á móti færist harðneskjan í vöxt og mótmælendur hafi verið teknir af lífi opinberlega. Litlar vonir séu um breytingar.
1/12/2023 • 0
Svartsýnn á ástandið í Íran
Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Williams-háskóla í Bandaríkjunum, var gestur Morgunvaktarinnar í stað hefðbundins Heimsglugga á fimmtudegi. Magnús er svartsýnn á breytingar í Íran. Víðtæk mótmæli hafa verið í landinu frá því um miðjan september í fyrra. Kveikja þeirra var dauði ungrar konu, Mahsa Amini, í haldi siðgæðislögreglu landsins. Hún var handtekin fyrir meint brot á reglum um höfuðslæðu; fyrir að hafa ekki hulið hár sitt nægilega vel. Talið er að Amini hafi verið barin til bana í haldi lögreglunnar.
Magnús segir engin merki um að klerkastjórnin ætli að slaka á harðstjórn sinni, þvert á móti færist harðneskjan í vöxt og mótmælendur hafi verið teknir af lífi opinberlega. Litlar vonir séu um breytingar.
1/12/2023 • 21 minutes, 59 seconds
Staðan í Úkraínu og litið yfir nokkur mál ársins 2022
Hlaðvarp Heimsgluggans er tvöfalt að þessu sinni, í fyrri hlutanum er viðtal sem Þórunn Elísabet Bogadóttir átti við Albert Jónsson og Boga Ágústsson um stöðuna í Úkraínu eftir innrás Rússa í febrúar. Fyrirætlun Pútíns Rússlandsforseta um að sigrast snarlega á her Úkraínu og skipta um stjórn í Kænugarði fóru algerlega út um þúfur, Úkraínumenn hafa varist af mikill hörku og nú virðist að mestu um kyrrstöðuhernað að ræða og að hvorki Rússar né Úkraínumenn hafi bolmagn til að sigrast á andstæðingnum. Síðari hluti Heimsgluggans var hefðbundnari og þar fór Bogi yfir ýmis mál sem voru efst á baugi í erlendum fréttum á árinu 2022.
12/29/2022 • 0
Staðan í Úkraínu og litið yfir nokkur mál ársins 2022
Hlaðvarp Heimsgluggans er tvöfalt að þessu sinni, í fyrri hlutanum er viðtal sem Þórunn Elísabet Bogadóttir átti við Albert Jónsson og Boga Ágústsson um stöðuna í Úkraínu eftir innrás Rússa í febrúar. Fyrirætlun Pútíns Rússlandsforseta um að sigrast snarlega á her Úkraínu og skipta um stjórn í Kænugarði fóru algerlega út um þúfur, Úkraínumenn hafa varist af mikill hörku og nú virðist að mestu um kyrrstöðuhernað að ræða og að hvorki Rússar né Úkraínumenn hafi bolmagn til að sigrast á andstæðingnum.
Síðari hluti Heimsgluggans var hefðbundnari og þar fór Bogi yfir ýmis mál sem voru efst á baugi í erlendum fréttum á árinu 2022.
12/29/2022 • 39 minutes, 15 seconds
Færeyjar, Úkraína, Argentína og Faiytale of New York
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu nýja stórn í Færeyjum og heimsókn Volodymyrs Zelenskys forseta Úkraínu til Bandaríkjanna. Þá ræddu þeir bágborið efnahagsástand í Argentínu, þar hafa landsmenn glímt við versnandi lífskjör, vaxandi fátækt og 100 prósent verðbólgu. Argentínumenn vona margir að heimsmeistaratitillinn í knattspyrnu efli þjóðinni dáð. Þá var viðhaldið þeirri venju að leika Fairytale of New York í síðasta þætti fyrir jólahátíðina. Þetta lag ensk-írsku hljómsveitarinnar The Pogues og Kirsty MacColl fjallar um brostnar vonir og ást sem snúist hefur upp í andhverfu sína. MacColl og Shane MacGowan fara á kostum í túlkun sinni í laginu sem seint verður kallað hefðbundið jólalag.
12/22/2022 • 0
Færeyjar, Úkraína, Argentína og Faiytale of New York
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu nýja stórn í Færeyjum og heimsókn Volodymyrs Zelenskys forseta Úkraínu til Bandaríkjanna. Þá ræddu þeir bágborið efnahagsástand í Argentínu, þar hafa landsmenn glímt við versnandi lífskjör, vaxandi fátækt og 100 prósent verðbólgu. Argentínumenn vona margir að heimsmeistaratitillinn í knattspyrnu efli þjóðinni dáð. Þá var viðhaldið þeirri venju að leika Fairytale of New York í síðasta þætti fyrir jólahátíðina. Þetta lag ensk-írsku hljómsveitarinnar The Pogues og Kirsty MacColl fjallar um brostnar vonir og ást sem snúist hefur upp í andhverfu sína. MacColl og Shane MacGowan fara á kostum í túlkun sinni í laginu sem seint verður kallað hefðbundið jólalag.
12/22/2022 • 23 minutes, 29 seconds
Danmörk, Færeyjar og kjarnasamruni
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu nýja stjórn í Danmörku, stjórnarmyndunartilraunir í Færeyjum viku eftir kosningar þar, kjarnasamruna og að framleiðslu Boeing 747 Júmbó-flugvéla hefur verið hætt.
12/15/2022 • 0
Danmörk, Færeyjar og kjarnasamruni
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu nýja stjórn í Danmörku, stjórnarmyndunartilraunir í Færeyjum viku eftir kosningar þar, kjarnasamruna og að framleiðslu Boeing 747 Júmbó-flugvéla hefur verið hætt.
12/15/2022 • 22 minutes, 33 seconds
Kosningar í Færeyjum og Georgíu og Cristina Kirchner dæmd
Kosið er í Færeyjum í dag og búist er við að stjórnarandstöðuflokkar bæti við sig fylgi. Boðað var til kosninga eftir að Miðflokkurinn gekk úr stjórninni þegar formaður flokksins, Jenis av Rana, var rekinn vegna afstöðu hans til réttinda hinsegin fólks. Ekki reyndist unnt að mynda meirihlutastjórn án Miðflokksins og því var boðað til kosninga næstum ári áður en kjörtímabilinu er lokið. Björn Þór Sigbjörnsson og Gígja Hólmgeirsdóttir ræddu færeysk stjórnmál við Boga Ágústsson í Heimsglugganum. Þá var einnig rætt um niðurstöðu endurtekinna kosninga til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Georgíu-ríki og dóm yfir Cristinu Kirchner, varaforseta Argentínu.
12/8/2022 • 0
Kosningar í Færeyjum og Georgíu og Cristina Kirchner dæmd
Kosið er í Færeyjum í dag og búist er við að stjórnarandstöðuflokkar bæti við sig fylgi. Boðað var til kosninga eftir að Miðflokkurinn gekk úr stjórninni þegar formaður flokksins, Jenis av Rana, var rekinn vegna afstöðu hans til réttinda hinsegin fólks. Ekki reyndist unnt að mynda meirihlutastjórn án Miðflokksins og því var boðað til kosninga næstum ári áður en kjörtímabilinu er lokið.
Björn Þór Sigbjörnsson og Gígja Hólmgeirsdóttir ræddu færeysk stjórnmál við Boga Ágústsson í Heimsglugganum. Þá var einnig rætt um niðurstöðu endurtekinna kosninga til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Georgíu-ríki og dóm yfir Cristinu Kirchner, varaforseta Argentínu.
12/8/2022 • 22 minutes, 53 seconds
Orrustan um Bakmút, norsk málefni, Brexit og afstæð tímaskynjun
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu erlend málefni í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 á nýjum tíma og verður vikulegt spjall þeirra nú eftir fréttayfirlit klukkan hálf átta. Umræðuefni að þessu sinni voru hörð átök um borgina Bakmút í austurhluta Úkraínu, norsk málefni, Brexit-umræður í breska þinginu og afstæð tímaskynjun. Samkvæmt rannsókn John Moores-háskólans í Liverpool skynjar fólk tímann mismunandi eftir aldri, eftir sem fólk eldist finnst því tíminn líða hraðar.
12/1/2022 • 0
Orrustan um Bakmút, norsk málefni, Brexit og afstæð tímaskynjun
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu erlend málefni í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 á nýjum tíma og verður vikulegt spjall þeirra nú eftir fréttayfirlit klukkan hálf átta. Umræðuefni að þessu sinni voru hörð átök um borgina Bakmút í austurhluta Úkraínu, norsk málefni, Brexit-umræður í breska þinginu og afstæð tímaskynjun. Samkvæmt rannsókn John Moores-háskólans í Liverpool skynjar fólk tímann mismunandi eftir aldri, eftir sem fólk eldist finnst því tíminn líða hraðar.
12/1/2022 • 23 minutes, 2 seconds
Færeyingar kjósa vegna deilna um réttindi samkynhneigðra
Aðalefni Heimsgluggans að þessu sinni var umfjöllun um kosningabaráttu í Færeyjum. Lögmaður, sem er forsætisráðherra Færeyja, rak Jenis av Rana úr stjórninni vegna andstöðu hans við aukin réttindi samkynhneigðra. Miðflokkur Jenis hætti þá stuðningi við stjórnina og Færeyingar ganga því til kosninga ári áður en kjörtímabilið er á enda. Hjálmar Árnason var gestur Heimsgluggans og ræddi við Björn Þór Sigbjörnsson og Boga Ágústsson um færeysk stjórnmál.
11/24/2022 • 0
Færeyingar kjósa vegna deilna um réttindi samkynhneigðra
Aðalefni Heimsgluggans að þessu sinni var umfjöllun um kosningabaráttu í Færeyjum. Lögmaður, sem er forsætisráðherra Færeyja, rak Jenis av Rana úr stjórninni vegna andstöðu hans við aukin réttindi samkynhneigðra. Miðflokkur Jenis hætti þá stuðningi við stjórnina og Færeyingar ganga því til kosninga ári áður en kjörtímabilið er á enda. Hjálmar Árnason var gestur Heimsgluggans og ræddi við Björn Þór Sigbjörnsson og Boga Ágústsson um færeysk stjórnmál.
11/24/2022 • 19 minutes, 38 seconds
Bækur, Bandaríkin og Brasilía
Ljóst er að Repúblikanar verða í meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings næstu tvö árin. Sá meirihluti verður þó naumur og mun minni en vonir Repúblikana stóðu til fyrir kosningar. Þeir töldu að stórsigur væri í vændum en niðurstaðan varð að Demókratar halda völdum í öldungadeildinni og þeim gekk betur í ýmsum öðrum kosningum svo sem til embætta í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Þetta var meðal umræðuefna er Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu við Boga Ágústsson um erlend málefni í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1. Þau ræddu einnig nýjar og nýlegar íslenskar bækur um erlend málefni og um stöðu mála í Brasílíu þar sem ýmis erfið verkefni bíða.
11/17/2022 • 0
Bækur, Bandaríkin og Brasilía
Ljóst er að Repúblikanar verða í meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings næstu tvö árin. Sá meirihluti verður þó naumur og mun minni en vonir Repúblikana stóðu til fyrir kosningar. Þeir töldu að stórsigur væri í vændum en niðurstaðan varð að Demókratar halda völdum í öldungadeildinni og þeim gekk betur í ýmsum öðrum kosningum svo sem til embætta í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Þetta var meðal umræðuefna er Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu við Boga Ágústsson um erlend málefni í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1.
Þau ræddu einnig nýjar og nýlegar íslenskar bækur um erlend málefni og um stöðu mála í Brasílíu þar sem ýmis erfið verkefni bíða.
11/17/2022 • 20 minutes, 31 seconds
Kosningar í Bandaríkjunum og Færeyjum
Aðalaumræðuefni Björns Þórs Sigbjönrssonar og Boga Ágústssonar í Heimsglugganum þessa vikuna voru nýafstaðnar kosningar í Bandaríkjunum. Demókrötum gekk betur en þeir höfðu óttast en Bogi lagði áherslu á að Repúblikanar hefðu samt unnið því allar líkur væru á að þeir fengju meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Meiri óvissa ríkir um úrslitin í öldungadeildinni. Þeir ræddu einnig stjórnmálastöðuna í Færeyjum þar sem boðað hefur verið til kosninga eftir að Miðflokkurinn hætti í samsteypustjórn hægriflokka.
11/10/2022 • 0
Kosningar í Bandaríkjunum og Færeyjum
Aðalaumræðuefni Björns Þórs Sigbjönrssonar og Boga Ágústssonar í Heimsglugganum þessa vikuna voru nýafstaðnar kosningar í Bandaríkjunum. Demókrötum gekk betur en þeir höfðu óttast en Bogi lagði áherslu á að Repúblikanar hefðu samt unnið því allar líkur væru á að þeir fengju meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Meiri óvissa ríkir um úrslitin í öldungadeildinni. Þeir ræddu einnig stjórnmálastöðuna í Færeyjum þar sem boðað hefur verið til kosninga eftir að Miðflokkurinn hætti í samsteypustjórn hægriflokka.
11/10/2022 • 20 minutes, 10 seconds
Öryggismál á Grænlandi og Evert Taube
Múte B. Egede, formaður grænlensku landstjórnarinnar, segir mikilvægt að lítil hernaðarspenna verði áfram á norðurslóðum. Egede segir Grænlendinga vera að móta stefnu í öryggismálum og að mikilvægt sé að hlustað sé á fólkið sem býr á heimskautasvæðunum. Hann segir augljóst að allar aðstæður í öryggis- og varnarmálum hafi gjörbreyst við innrás Rússa í Úkraínu í febrúar. Egede segir að raunar hafi verið ljóst fyrir innrásina að heimskautasvæðið veki sífellt meiri áhuga og stórveldi séu farin að skipta sér af málum þar. Nauðsynlegt sé að efla viðbragðsmátt á Grænlandi. Hann segir að Grænlendingar og Danir hafi gert samkomulag um þjálfun viðbragðsliða á Grænlandi, þannig fengi ungt fólk menntun til viðbragða við ógn en grænlenska ríkisstjórnin ætlaði að marka nýja stefnu í öryggis- og varnarmálum. Danska stjórnin gaf út í vor nýja skýrslu, Dansk sikkerhed og forsvar til 2035, þar sem augunum var ekkí síst beint að öryggis- og varnarmálum á norðurslóðum, við Færeyjar og Grænland. Í viðtali við Carsten Fjord-Larsen, flotaforinga og yfirmann danska flotans kom fram að nauðsynlegt væri að endurnýja skipin sem eiga að annast eftirlit á svæðinu. Þetta eru skip sem eru Íslendingum að góðu kunnug, Thetis, Triton, Hvítabjörnin og Vædderen, en þau eru tíðir gestir í Reykjavík, taka vistir og skipta um áhafnir á Íslandi.
11/3/2022 • 0
Öryggismál á Grænlandi og Evert Taube
Múte B. Egede, formaður grænlensku landstjórnarinnar, segir mikilvægt að lítil hernaðarspenna verði áfram á norðurslóðum. Egede segir Grænlendinga vera að móta stefnu í öryggismálum og að mikilvægt sé að hlustað sé á fólkið sem býr á heimskautasvæðunum. Hann segir augljóst að allar aðstæður í öryggis- og varnarmálum hafi gjörbreyst við innrás Rússa í Úkraínu í febrúar.
Egede segir að raunar hafi verið ljóst fyrir innrásina að heimskautasvæðið veki sífellt meiri áhuga og stórveldi séu farin að skipta sér af málum þar. Nauðsynlegt sé að efla viðbragðsmátt á Grænlandi. Hann segir að Grænlendingar og Danir hafi gert samkomulag um þjálfun viðbragðsliða á Grænlandi, þannig fengi ungt fólk menntun til viðbragða við ógn en grænlenska ríkisstjórnin ætlaði að marka nýja stefnu í öryggis- og varnarmálum.
Danska stjórnin gaf út í vor nýja skýrslu, Dansk sikkerhed og forsvar til 2035, þar sem augunum var ekkí síst beint að öryggis- og varnarmálum á norðurslóðum, við Færeyjar og Grænland. Í viðtali við Carsten Fjord-Larsen, flotaforinga og yfirmann danska flotans kom fram að nauðsynlegt væri að endurnýja skipin sem eiga að annast eftirlit á svæðinu. Þetta eru skip sem eru Íslendingum að góðu kunnug, Thetis, Triton, Hvítabjörnin og Vædderen, en þau eru tíðir gestir í Reykjavík, taka vistir og skipta um áhafnir á Íslandi.
11/3/2022 • 19 minutes, 42 seconds
Þingumræður í Bretland og Svíþjóð, kosningar í Danmörku
Nýtt fólk hefur tekið við stjórn í Bretlandi og Svíþjóð, Rishi Sunak kom í stað Liz Truss sem forsætisráðherra Bretlands, í Svíþjóð hefur hægri stjórn tekið við af ríkisstjórn Jafnaðarmanna. Nýir leiðtogar voru í eldlínunni í þingumræðum. Í Bretlandi þótti Sunak standa sig vel í fyrsta fyrirspurnatíma forsætisráðherra. Þingmenn Íhaldsflokksins studdu vel við bakið á honum. Í sænska þinginu var meiri ró yfir umræðum. Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu þessi mál í Heimsglugganum, minntust einnig á kosningar í Brasilíu á sunnudag og í Danmörku næsta þriðjudag þar sem margt bendir til þess að gamli pólitíski refurinn Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, geti verið í lykilstöðu og ráðið hvort hægri- eða vinstristjórn taki við.
10/27/2022 • 0
Þingumræður í Bretland og Svíþjóð, kosningar í Danmörku
Nýtt fólk hefur tekið við stjórn í Bretlandi og Svíþjóð, Rishi Sunak kom í stað Liz Truss sem forsætisráðherra Bretlands, í Svíþjóð hefur hægri stjórn tekið við af ríkisstjórn Jafnaðarmanna. Nýir leiðtogar voru í eldlínunni í þingumræðum. Í Bretlandi þótti Sunak standa sig vel í fyrsta fyrirspurnatíma forsætisráðherra. Þingmenn Íhaldsflokksins studdu vel við bakið á honum. Í sænska þinginu var meiri ró yfir umræðum.
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu þessi mál í Heimsglugganum, minntust einnig á kosningar í Brasilíu á sunnudag og í Danmörku næsta þriðjudag þar sem margt bendir til þess að gamli pólitíski refurinn Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra, geti verið í lykilstöðu og ráðið hvort hægri- eða vinstristjórn taki við.
10/27/2022 • 19 minutes, 49 seconds
Pólitísk krísa í Bretlandi
Glundroði, óstjórn og óreiða eru orð sem eru mikið notuð í Bretlandi um ríkisstjórn Liz Truss. Hvert áfallið af öðru hefur dunið yfir og svo er komið að fæstir búast við því að Truss sitji mikið lengur í stóli forsætisráðherra. Hún geti þakkað áframhaldandi setu að Íhaldsflokkurinn getur ekki komið sér saman um eftirmann og að flokkurinn vilji forðast kosningar því kannanir benda til þess að flokkurinn yrði fyrir þungu áfalli. Þetta var umræðuefni Heimsgluggans þegar Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu við Boga Ágústsson.
10/20/2022 • 0
Pólitísk krísa í Bretlandi
Glundroði, óstjórn og óreiða eru orð sem eru mikið notuð í Bretlandi um ríkisstjórn Liz Truss. Hvert áfallið af öðru hefur dunið yfir og svo er komið að fæstir búast við því að Truss sitji mikið lengur í stóli forsætisráðherra. Hún geti þakkað áframhaldandi setu að Íhaldsflokkurinn getur ekki komið sér saman um eftirmann og að flokkurinn vilji forðast kosningar því kannanir benda til þess að flokkurinn yrði fyrir þungu áfalli. Þetta var umræðuefni Heimsgluggans þegar Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu við Boga Ágústsson.
10/20/2022 • 18 minutes, 49 seconds
Sjálfstæði Skotlands fyrir hæstarétti Bretlands
Hæstiréttur Breta hefur til meðferðar kröfu skosku stjórnarinnar að fá að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands í trássi við vilja bresku stjórnarinnar. Meirihluti skoska þingsins vill halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu en breska stjórnin harðneitar, segir að allir hafi skilið málið svo að langur tími yrði að líða frá síðustu atkvæðagreiðslu uns efnt yrði til nýrrar. Skotar felldu tillögu um að lýsa yfir sjálfstæði 2014, 55% vildu halda sambandinu óbreyttu. Sjálfstæðissinnar segja að allar forsendur hafi breyst við útgöngu Bretlands úr ESB í trássi við skýran vilja meirihluta Skota. Dorothy Bain, aðallögmaður skosku stjórnarinnar segir að lög séu ekki skýr. Skoska stjórnin segir að hún þurfi ekki að fá leyfi bresku stjórnarinnar vegna þess að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði ekki bindandi heldur ráðgefandi og skosku stjórninni eigi að vera heimilt að leita ráða hjá skosku þjóðinni. Það sé mál þingsins í Holyrood í Edinborg að ákveða. Breska stjórnin segir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um samband Bretlands og Skotlands og gildandi lög séu skýr um að það sé málefni stjórnarinnar og þingsins í Westminster. Þar að auki sé ekki hægt að biðja Hæstarétt um að taka afstöðu til gildis laga um þjóðaratkvæðagreiðslu sem ekki hafa verið samþykkt. Breska stjórnin krefst þess að málinu verði vísað frá. Ekki er búist við niðurstöðu hæstaréttar Bretlands á næstunni. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 og einnig erfiða stjórnarmyndun í Svíþjóð og kosningabaráttuna í Danmörku þar sem kosið verður til þings 1. nóvember.
10/13/2022 • 0
Sjálfstæði Skotlands fyrir hæstarétti Bretlands
Hæstiréttur Breta hefur til meðferðar kröfu skosku stjórnarinnar að fá að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands í trássi við vilja bresku stjórnarinnar. Meirihluti skoska þingsins vill halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu en breska stjórnin harðneitar, segir að allir hafi skilið málið svo að langur tími yrði að líða frá síðustu atkvæðagreiðslu uns efnt yrði til nýrrar. Skotar felldu tillögu um að lýsa yfir sjálfstæði 2014, 55% vildu halda sambandinu óbreyttu.
Sjálfstæðissinnar segja að allar forsendur hafi breyst við útgöngu Bretlands úr ESB í trássi við skýran vilja meirihluta Skota. Dorothy Bain, aðallögmaður skosku stjórnarinnar segir að lög séu ekki skýr. Skoska stjórnin segir að hún þurfi ekki að fá leyfi bresku stjórnarinnar vegna þess að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði ekki bindandi heldur ráðgefandi og skosku stjórninni eigi að vera heimilt að leita ráða hjá skosku þjóðinni. Það sé mál þingsins í Holyrood í Edinborg að ákveða.
Breska stjórnin segir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um samband Bretlands og Skotlands og gildandi lög séu skýr um að það sé málefni stjórnarinnar og þingsins í Westminster. Þar að auki sé ekki hægt að biðja Hæstarétt um að taka afstöðu til gildis laga um þjóðaratkvæðagreiðslu sem ekki hafa verið samþykkt. Breska stjórnin krefst þess að málinu verði vísað frá. Ekki er búist við niðurstöðu hæstaréttar Bretlands á næstunni.
Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 og einnig erfiða stjórnarmyndun í Svíþjóð og kosningabaráttuna í Danmörku þar sem kosið verður til þings 1. nóvember.
10/13/2022 • 19 minutes, 58 seconds
Mótmæli í Íran, vandræði breska Íhaldsflokksins og kosningar í Danmörk
Tugir, ef ekki hundruð, liggja í valnum eftir mótmæli í Íran síðustu vikur. Mótmælin beinast meðal annars að hörðum reglum klerkastjórnarinnar um klæðaburð kvenna. Kveikjan að mótmælunum er andlát Mahsa Amini, ungrar kúrdískar konu í höndum siðgæðislögreglu, sem þótti hún ekki bera höfuðslæðu sína rétt. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson í Heimsglugga vikunnar. Þeir ræddu einnig stöðuna í breskum stjórnmálum eftir landsfund Íhaldsflokksins og kosningabaráttu í Danmörku sem er hafin fyrir þingkosningar sem Mette Frederiksen forsætisráðherra boðaði 1. nóvember.
10/6/2022 • 0
Mótmæli í Íran, vandræði breska Íhaldsflokksins og kosningar í Danmörk
Tugir, ef ekki hundruð, liggja í valnum eftir mótmæli í Íran síðustu vikur. Mótmælin beinast meðal annars að hörðum reglum klerkastjórnarinnar um klæðaburð kvenna. Kveikjan að mótmælunum er andlát Mahsa Amini, ungrar kúrdískar konu í höndum siðgæðislögreglu, sem þótti hún ekki bera höfuðslæðu sína rétt.
Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson í Heimsglugga vikunnar. Þeir ræddu einnig stöðuna í breskum stjórnmálum eftir landsfund Íhaldsflokksins og kosningabaráttu í Danmörku sem er hafin fyrir þingkosningar sem Mette Frederiksen forsætisráðherra boðaði 1. nóvember.
10/6/2022 • 19 minutes, 56 seconds
Efnahags- og stjórnmálakrísa í Bretlandi, gasleki í Eystrasalti
Ný ríkisstjórn Liz Truss í Bretlandi stendur í stórræðum. Breyttri efnahagsstefnu hefur verið illa tekið, pundið hefur snarfallið og verðgildi ríkisskuldabréfa sömuleiðis. Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, þurfti í gær að grípa til neyðaraðgerða og kaupa ríkisskuldabréf til að halda uppi verði þeirra. Þetta var aðalefni Heimsglugga vikunnar en í lokin ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson um skemmdarverk á gasleiðslunum Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti og svokallaða þjóðaratkvæðagrei ðslu í fjórum héruðum Úkraínu.
9/29/2022 • 0
Efnahags- og stjórnmálakrísa í Bretlandi, gasleki í Eystrasalti
Ný ríkisstjórn Liz Truss í Bretlandi stendur í stórræðum. Breyttri efnahagsstefnu hefur verið illa tekið, pundið hefur snarfallið og verðgildi ríkisskuldabréfa sömuleiðis. Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, þurfti í gær að grípa til neyðaraðgerða og kaupa ríkisskuldabréf til að halda uppi verði þeirra. Þetta var aðalefni Heimsglugga vikunnar en í lokin ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson um skemmdarverk á gasleiðslunum Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti og svokallaða þjóðaratkvæðagreiðslu í fjórum héruðum Úkraínu.
9/29/2022 • 19 minutes, 13 seconds
Ítalía og Íran, kosningar og mótmæli
Kosningar verða á Ítalíu á sunnudag og kannanir benda til sigurs hægri flokka. Fari svo verður Giorgia Meloni næsti forsætisráðherra. Hún er leiðtogi Fratelli d'Italia, flokks sem á ættir að rekja til fasistahreyfingarinnar á Ítalíu. Fratelli d'Italia, Bræður Ítalíu eða Bræðralag Ítalíu, er í bandalagi með tveimur öðrum hægriflokkum, Lega og Forza Italia. Leiðtogar þeirra eru Matteo Salvini og Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra. Þetta ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar. Víðtæk mótmæli í Íran voru einnig til umræðu. Þau hófust eftir að lát ungrar konu spurðist í síðustu viku. Hún var í haldi ,,siðgæðislögreglu" klerkastjórnarinnar í landinu. Yfirvöld segja að konan, Mahsa Amini, hafi fengið hjartaáfall en allt bendir til þess að hún hafi verið barin til bana. Guardian segir sneiðmyndir af höfði Amini sýna beinbrot, blæðingu inn á heila og heilabjúg. Amini var handtekin fyrir meint brot á ströngum lögum klerkastjórnarinnar um klæðaburð kvenna, slæða hennar hafi ekki verið í samræmi við reglurnar að mati ,,siðgæðislögreglunnar". Mótmælt hefur verið í flestum borgum og bæjum landsins og samstaða kvenna virðist mikil. Margir óttast að klerkastjórnin eigi eftir að bregðast við af mikilli grimmd eins og hún hefur gert áður. Þannig voru víðtæk mótmæli 2009 brotin á bak aftur með mikilli hörku þar sem tugir manna féllu og þúsundir voru hnepptar í fangelsi.
9/22/2022 • 0
Ítalía og Íran, kosningar og mótmæli
Kosningar verða á Ítalíu á sunnudag og kannanir benda til sigurs hægri flokka. Fari svo verður Giorgia Meloni næsti forsætisráðherra. Hún er leiðtogi Fratelli d'Italia, flokks sem á ættir að rekja til fasistahreyfingarinnar á Ítalíu. Fratelli d'Italia, Bræður Ítalíu eða Bræðralag Ítalíu, er í bandalagi með tveimur öðrum hægriflokkum, Lega og Forza Italia. Leiðtogar þeirra eru Matteo Salvini og Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra.
Þetta ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar. Víðtæk mótmæli í Íran voru einnig til umræðu. Þau hófust eftir að lát ungrar konu spurðist í síðustu viku. Hún var í haldi ,,siðgæðislögreglu" klerkastjórnarinnar í landinu. Yfirvöld segja að konan, Mahsa Amini, hafi fengið hjartaáfall en allt bendir til þess að hún hafi verið barin til bana. Guardian segir sneiðmyndir af höfði Amini sýna beinbrot, blæðingu inn á heila og heilabjúg. Amini var handtekin fyrir meint brot á ströngum lögum klerkastjórnarinnar um klæðaburð kvenna, slæða hennar hafi ekki verið í samræmi við reglurnar að mati ,,siðgæðislögreglunnar". Mótmælt hefur verið í flestum borgum og bæjum landsins og samstaða kvenna virðist mikil. Margir óttast að klerkastjórnin eigi eftir að bregðast við af mikilli grimmd eins og hún hefur gert áður. Þannig voru víðtæk mótmæli 2009 brotin á bak aftur með mikilli hörku þar sem tugir manna féllu og þúsundir voru hnepptar í fangelsi.
9/22/2022 • 18 minutes, 17 seconds
Sænsk stjórnmál eftir kosningar og Úkraína
Magdalena Anderson, forsætisráðherra Svíþjóðar, baðst lausnar í morgun. Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, fól henni að sitja áfram uns ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Ulf Kristersson, leiðtogi hægri flokksins Moderaterna, fær tækifæri til að mynda stjórn sem nýtur stuðnings meirihluta sænska þingsins. Fjallað var um sænsk stjórnmál í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Einnig var rætt um stöðuna í Úkraínu þar sem her landsins hefur stökkt Rússum á flótta á stórum svæðum í Kharkiv-héraði í norðausturhluta landsins.
9/15/2022 • 0
Sænsk stjórnmál eftir kosningar og Úkraína
Magdalena Anderson, forsætisráðherra Svíþjóðar, baðst lausnar í morgun. Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, fól henni að sitja áfram uns ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Ulf Kristersson, leiðtogi hægri flokksins Moderaterna, fær tækifæri til að mynda stjórn sem nýtur stuðnings meirihluta sænska þingsins. Fjallað var um sænsk stjórnmál í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Einnig var rætt um stöðuna í Úkraínu þar sem her landsins hefur stökkt Rússum á flótta á stórum svæðum í Kharkiv-héraði í norðausturhluta landsins.
9/15/2022 • 18 minutes, 59 seconds
Liz Truss tekin við í Bretlandi
Liz Truss þykir hafa staðið sig vel er hún stóð fyrir svörum í fyrsta sinn sem forsætisráðherra í neðri málstofu breska þingsins. Skemmtanagildi fyrirspurnatímans þótti þó minna en þegar Boris Johnson var forsætisráðherra. Þau Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, tókust mest á um skattamál en Truss staðfesti það sem hún sagði í kosningabaráttunni í Íhaldsflokknum að hún ætlaði að lækka skatta og örva efnahagslífið þannig. Truss kynnir í dag umfangsmiklar ráðstafanir vegna gífurlegra hækkana á orkuverði, verðbólgu og þrenginga fólks vegna þess. Ráðstafanirnar verða fjármagnaðar með lántökum. Rishi Sunak keppinautur hennar um leiðtogaembættið í Íhaldsflokknum sagði að efnahagsstefna Truss og fyrirhugaðar skattalækkanir væru algerlega ábyrgðarlausar. Stjórnarandstaðan vill að efnahagsráðstafanir verði fjármagnaðar með hvalrekaskatti á orkufyrirtæki sem flest skila ofurhagnaði. Truss hefur verið núið um nasir að andstaða hennar við hvalrekaskatt færi milljarða til hinna ríkustu og fyrirtækja sem græði á tá og fingri, fyrirtækja eins og Shell, og það hefur verið rifjað upp að Liz Truss starfaði fyrir Shell. Hún varði þessar fyrirhuguðu skattalækkanir með því að segja að ekki væri hægt að skattleggja sig til hagvaxtar, vöxtur fengist með því að laða að fjárfestingar, hafa lága skatta og breyta kerfinu svo hlutir gengju hraðar fyrir sig, þannig væri hægt að skapa störf og tækifæri um allt landið. Þórunn Elísabet Bogadóttir og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu bresk stjórnmál við Boga Ágústsson í Heimsglugganum. Þau ræddu einnig Noura al-Qahtani, sem var dæmd í 45 ára fangelsi í Sádí-Arabíu fyrir að flekka mannorð Mohammed bin Salmans krónprins og Salmans konungs og taka þátt í athöfnum sem „grafa undan öryggi og stöðugleika ríkisins“. Henni var einnig gefið að sök að hafa lýst stuðningi við fólk sem hefur „að markmiði að veikja konungdæmið“ og fylgja þeim á Youtube. Hún var einnig dæmd fyrir að hafa lítilsvirt tákn ríkisins, hafa farið fram á að handtekið fólk yrði leyst úr haldi og hindrað rannsókn með því að eyðileggja og fela farsíma sem hún hafi notað við glæpi sína. Svo var hún dæmd fyrir að eiga bannaða bók. Að lokum var minnst á að skoðanakannanir í Svíþjóð benda til þess að hnífjafnt sé á milli fylkinga hægri og vinstri blokkanna í landinu. Þar verður kosið á sunnudag. Nýjustu kannanir spá mið- og vinstriflokkum örlítið meira fylgi og að þeir fái 177 þingsæti en hægriflokkarnir 172. Munurinn er innan skekkjumarka og undanfarna daga hafa fylkingarnar skipst á að hafa meirihluta.
9/8/2022 • 0
Liz Truss tekin við í Bretlandi
Liz Truss þykir hafa staðið sig vel er hún stóð fyrir svörum í fyrsta sinn sem forsætisráðherra í neðri málstofu breska þingsins. Skemmtanagildi fyrirspurnatímans þótti þó minna en þegar Boris Johnson var forsætisráðherra. Þau Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, tókust mest á um skattamál en Truss staðfesti það sem hún sagði í kosningabaráttunni í Íhaldsflokknum að hún ætlaði að lækka skatta og örva efnahagslífið þannig. Truss kynnir í dag umfangsmiklar ráðstafanir vegna gífurlegra hækkana á orkuverði, verðbólgu og þrenginga fólks vegna þess. Ráðstafanirnar verða fjármagnaðar með lántökum. Rishi Sunak keppinautur hennar um leiðtogaembættið í Íhaldsflokknum sagði að efnahagsstefna Truss og fyrirhugaðar skattalækkanir væru algerlega ábyrgðarlausar. Stjórnarandstaðan vill að efnahagsráðstafanir verði fjármagnaðar með hvalrekaskatti á orkufyrirtæki sem flest skila ofurhagnaði.
Truss hefur verið núið um nasir að andstaða hennar við hvalrekaskatt færi milljarða til hinna ríkustu og fyrirtækja sem græði á tá og fingri, fyrirtækja eins og Shell, og það hefur verið rifjað upp að Liz Truss starfaði fyrir Shell. Hún varði þessar fyrirhuguðu skattalækkanir með því að segja að ekki væri hægt að skattleggja sig til hagvaxtar, vöxtur fengist með því að laða að fjárfestingar, hafa lága skatta og breyta kerfinu svo hlutir gengju hraðar fyrir sig, þannig væri hægt að skapa störf og tækifæri um allt landið.
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu bresk stjórnmál við Boga Ágústsson í Heimsglugganum. Þau ræddu einnig Noura al-Qahtani, sem var dæmd í 45 ára fangelsi í Sádí-Arabíu fyrir að flekka mannorð Mohammed bin Salmans krónprins og Salmans konungs og taka þátt í athöfnum sem „grafa undan öryggi og stöðugleika ríkisins“. Henni var einnig gefið að sök að hafa lýst stuðningi við fólk sem hefur „að markmiði að veikja konungdæmið“ og fylgja þeim á Youtube. Hún var einnig dæmd fyrir að hafa lítilsvirt tákn ríkisins, hafa farið fram á að handtekið fólk yrði leyst úr haldi og hindrað rannsókn með því að eyðileggja og fela farsíma sem hún hafi notað við glæpi sína. Svo var hún dæmd fyrir að eiga bannaða bók.
Að lokum var minnst á að skoðanakannanir í Svíþjóð benda til þess að hnífjafnt sé á milli fylkinga hægri og vinstri blokkanna í landinu. Þar verður kosið á sunnudag. Nýjustu kannanir spá mið- og vinstriflokkum örlítið meira fylgi og að þeir fái 177 þingsæti en hægriflokkarnir 172. Munurinn er innan skekkjumarka og undanfarna daga hafa fylkingarnar skipst á að hafa meirihluta.
9/8/2022 • 19 minutes, 37 seconds
Kosningar í Brasilíu og Svíþjóð og vindorkuver
Jair Bolsonaro og Luiz Inacio Lula da Silva, alltaf kallaður Lula, takast á um forsetaembættið í Brasilíu. Fyrri umferð forestakosninganna þar verður í byrjun næsta mánaðar. Frambjóðendurnir eru afar ólíkir, kannski má líkja þeim við Donald Trump og Bernie Sanders í bandarískum stjórnmálum. Bolsonaro heitir hvorki meira né minna en Messias að millinafni en Lula er með meira fylgi samkvæmt könnunum núna. Það er hnífjafnt á milli fylkinga hægri og vinstri flokka í Svíþjóð en þar eru tíu dagar til kosninga. Langmest hefur verið rætt um gengjastríð og skotárásir og málefni innflytjenda og það hefur gagnast Svíþjóðardemókrötum sem spáð er mestu fylgi hægriflokka. Björn Þór Sigbjörnsson ræddi við Boga Ágústsson um þessi mál í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Þeir ræddu einnig í upphafi um Mikhail Gorbatsjov, síðasta forseta Sovétríkjanna, sem lést í vikunni. Einnig um vindorkuver. Samkomulag var undirritað í vikunni um nýtt vindorkuver í hafinu við Borgundarhólm. Sjöfalda á vindorkuframleiðsluna á þessu svæði og rafmagnið á að duga fyrir 20 milljónir heimila. Þá hafa Bretar tekið í notkun stærsta hafvindorkuver í heiminum í Norðursjó, 40 sjómílur undan strönd Jórvíkurskíris. Þarna eru 165 risastórar vindmyllur, hver þeirra er meira en tvisvar sinnum hærri en Hallgrímskirkja. Stjórnstöðin er í Grimsby og finnst mörgum tímanna tákn að gamli útgerðarbærinn skuli vera að breytast í miðstöð grænnar orku.
9/1/2022 • 0
Kosningar í Brasilíu og Svíþjóð og vindorkuver
Jair Bolsonaro og Luiz Inacio Lula da Silva, alltaf kallaður Lula, takast á um forsetaembættið í Brasilíu. Fyrri umferð forestakosninganna þar verður í byrjun næsta mánaðar. Frambjóðendurnir eru afar ólíkir, kannski má líkja þeim við Donald Trump og Bernie Sanders í bandarískum stjórnmálum. Bolsonaro heitir hvorki meira né minna en Messias að millinafni en Lula er með meira fylgi samkvæmt könnunum núna.
Það er hnífjafnt á milli fylkinga hægri og vinstri flokka í Svíþjóð en þar eru tíu dagar til kosninga. Langmest hefur verið rætt um gengjastríð og skotárásir og málefni innflytjenda og það hefur gagnast Svíþjóðardemókrötum sem spáð er mestu fylgi hægriflokka.
Björn Þór Sigbjörnsson ræddi við Boga Ágústsson um þessi mál í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Þeir ræddu einnig í upphafi um Mikhail Gorbatsjov, síðasta forseta Sovétríkjanna, sem lést í vikunni. Einnig um vindorkuver. Samkomulag var undirritað í vikunni um nýtt vindorkuver í hafinu við Borgundarhólm. Sjöfalda á vindorkuframleiðsluna á þessu svæði og rafmagnið á að duga fyrir 20 milljónir heimila. Þá hafa Bretar tekið í notkun stærsta hafvindorkuver í heiminum í Norðursjó, 40 sjómílur undan strönd Jórvíkurskíris. Þarna eru 165 risastórar vindmyllur, hver þeirra er meira en tvisvar sinnum hærri en Hallgrímskirkja. Stjórnstöðin er í Grimsby og finnst mörgum tímanna tákn að gamli útgerðarbærinn skuli vera að breytast í miðstöð grænnar orku.
9/1/2022 • 19 minutes, 28 seconds
Spennandi kosningar í Svíþjóð
Svíar kjósa 11. september og kannanir benda til þess að mjótt sé á mununum milli fylkinga hægri- og vinstrimanna. Nýjasta könnun Novus, sem birt var í sænska ríkissjónvarpinu í dag, bendir til þess að hægri flokkar hafi nauma forystu og fengju 179 þingmenn en flokkar til vinstri fengju 170. Í könnun Demoskop fyrir Aftonbladet frá því í fyrradag hafa vinstri flokkarnir hins vegar nauma forystu. Stjórnmálaskýrendur segja að munurinn sé svo lítill að erfitt sé að spá fyrir um úrslitin. Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu stöðuna í stjórnmálum í Svíþjóð við Boga Ágústsson í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar 1 í morgun.
8/25/2022 • 0
Spennandi kosningar í Svíþjóð
Svíar kjósa 11. september og kannanir benda til þess að mjótt sé á mununum milli fylkinga hægri- og vinstrimanna. Nýjasta könnun Novus, sem birt var í sænska ríkissjónvarpinu í dag, bendir til þess að hægri flokkar hafi nauma forystu og fengju 179 þingmenn en flokkar til vinstri fengju 170. Í könnun Demoskop fyrir Aftonbladet frá því í fyrradag hafa vinstri flokkarnir hins vegar nauma forystu. Stjórnmálaskýrendur segja að munurinn sé svo lítill að erfitt sé að spá fyrir um úrslitin. Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu stöðuna í stjórnmálum í Svíþjóð við Boga Ágústsson í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar 1 í morgun.
8/25/2022 • 20 minutes, 21 seconds
Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir endurtíst um mannréttindi
Salma al-Shehab hefur verið dæmd í 34 ára fangelsi í Sádi-Arabíu fyrir að endurtísta umfjöllun um mannréttindamál í landinu. Al-Shebab var handtekin við komuna til landsins frá Bretlandi þar sem hún var í doktorsnámi við háskólann í Leeds. Þessi harði dómur er til marks um hversu hart yfirvöld í landinu taka á allri mannréttindabaráttu undir forystu krónprinsins Mohammeds bin Salmans. Hann hefur þó lýst yfir að hann vilji breyta landinu og færa í átt að nútímanum en tekur samt af mikilli grimmd á allri andstöðu og má minnast þess að sádiarabískir leyniþjónustumenn myrstu blaðamanninn Jamal Kashoggi í Tyrklandi fyrir fjórum árum. Á sama tíma reyna Sádi-Arabar að hvítþvo sig á alþjóðavettvangi með því að ausa fé í íþróttaviðburði eins og röð golfmóta og þeir hafa einnig keypt enska knattspyrnufélagið Newcastle. Þetta var meðal þess sem Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar. Þau ræddu einnig stöðuna í sænskum stjórnmálum rúmum þremur vikum fyrir kosningar. Þar stefnir í mjög spennandi kosningar. Lítil spenna virðist hins vegar um leiðtogakjör í breska Íhaldsflokknum þar sem allt bendir til að Liz Truss beri sigurorð af Rishi Sunak. Þá var tveggja manna minnst í lokin með einu lagi. Þetta eru Elvis Presley og þýski leikstjórinn Wolfgang Petersen sem lést í vikunni. Í fyrradag voru 45 ár frá dauða Presleys. Petersen notaði þjóðlag frá Schwaben í Suðvestur-Þýskalandi, Muss i denn í kvikmynd sinni Das Boot. Textinn er á svabískri þýsku, muss i denn, muss i denn zum Städtele hinaus; verð ég þá að fara og skilja þig eftir, Und du, mein Schatz, bleibst hier? Það var mjög vinsælt að syngja lagið í upphafi ferðalaga og leiðangra, ekki síst meðal sjómanna, bæði í kaupskipaflotanum og herflotanum. Þannig er það notað í Das Boot. Lagið er meðal þekktustu þjóðlaga Þjóðverja, og það er til í mjög mörgum útgáfum, Marlene Dietrich, Mireille Mathieu og Nana Mouskouri hafa flutt það en þekktasta útgáfan í hinum enskumælandi heimi er án efa Wooden Heart sem Elvis Presley söng 1960 í kvikmyndinni G.I. Blues, sem fjallar um bandaríska hermenn í Þýskalandi. Presley var einmitt í hernum þar þegar hann gegndi tveggja ára herskyldu frá 1958-60. Lagið fór víða í efsta sæti á vinsældalistum.
8/18/2022 • 0
Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir endurtíst um mannréttindi
Salma al-Shehab hefur verið dæmd í 34 ára fangelsi í Sádi-Arabíu fyrir að endurtísta umfjöllun um mannréttindamál í landinu. Al-Shebab var handtekin við komuna til landsins frá Bretlandi þar sem hún var í doktorsnámi við háskólann í Leeds. Þessi harði dómur er til marks um hversu hart yfirvöld í landinu taka á allri mannréttindabaráttu undir forystu krónprinsins Mohammeds bin Salmans. Hann hefur þó lýst yfir að hann vilji breyta landinu og færa í átt að nútímanum en tekur samt af mikilli grimmd á allri andstöðu og má minnast þess að sádiarabískir leyniþjónustumenn myrstu blaðamanninn Jamal Kashoggi í Tyrklandi fyrir fjórum árum. Á sama tíma reyna Sádi-Arabar að hvítþvo sig á alþjóðavettvangi með því að ausa fé í íþróttaviðburði eins og röð golfmóta og þeir hafa einnig keypt enska knattspyrnufélagið Newcastle.
Þetta var meðal þess sem Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar. Þau ræddu einnig stöðuna í sænskum stjórnmálum rúmum þremur vikum fyrir kosningar. Þar stefnir í mjög spennandi kosningar. Lítil spenna virðist hins vegar um leiðtogakjör í breska Íhaldsflokknum þar sem allt bendir til að Liz Truss beri sigurorð af Rishi Sunak.
Þá var tveggja manna minnst í lokin með einu lagi. Þetta eru Elvis Presley og þýski leikstjórinn Wolfgang Petersen sem lést í vikunni. Í fyrradag voru 45 ár frá dauða Presleys.
Petersen notaði þjóðlag frá Schwaben í Suðvestur-Þýskalandi, Muss i denn í kvikmynd sinni Das Boot. Textinn er á svabískri þýsku, muss i denn, muss i denn zum Städtele hinaus; verð ég þá að fara og skilja þig eftir, Und du, mein Schatz, bleibst hier? Það var mjög vinsælt að syngja lagið í upphafi ferðalaga og leiðangra, ekki síst meðal sjómanna, bæði í kaupskipaflotanum og herflotanum. Þannig er það notað í Das Boot.
Lagið er meðal þekktustu þjóðlaga Þjóðverja, og það er til í mjög mörgum útgáfum, Marlene Dietrich, Mireille Mathieu og Nana Mouskouri hafa flutt það en þekktasta útgáfan í hinum enskumælandi heimi er án efa Wooden Heart sem Elvis Presley söng 1960 í kvikmyndinni G.I. Blues, sem fjallar um bandaríska hermenn í Þýskalandi. Presley var einmitt í hernum þar þegar hann gegndi tveggja ára herskyldu frá 1958-60. Lagið fór víða í efsta sæti á vinsældalistum.
8/18/2022 • 20 minutes, 28 seconds
Rússar sækja hermenn í fangelsi
Rússar bjóða föngum sakaruppgjöf ef þeir eru reiðubúnir til að berjast í Úkraínu, að því er samtök sem hjálpa föngum segja. Fangarnir ganga til liðs við ?Wagner-hópinn? sem eru samtök málaliða, að sögn tengd rússneskum stjórnvöldum. Talið er að allt að 3000 fangar hafi þegar gengið í Wagner-hópinn til að berjast í Úkraínu og tugir þúsunda bætist við á næstu mánuðum. Olga Romanova, stofnandi samtakanna ?Rússland á bak við rimla? sagði þetta í viðtali við SVT, sænska ríkissjónvarpið, í gærkvöld. Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu málefni Úkraínu, einnig stjórnmál í Svíþjóð og Danmörku, þurrka og hita í Evrópu og gjaldþrot Dominos-pitsu staðanna á Ítalíu.
8/11/2022 • 0
Rússar sækja hermenn í fangelsi
Rússar bjóða föngum sakaruppgjöf ef þeir eru reiðubúnir til að berjast í Úkraínu, að því er samtök sem hjálpa föngum segja. Fangarnir ganga til liðs við ?Wagner-hópinn? sem eru samtök málaliða, að sögn tengd rússneskum stjórnvöldum. Talið er að allt að 3000 fangar hafi þegar gengið í Wagner-hópinn til að berjast í Úkraínu og tugir þúsunda bætist við á næstu mánuðum. Olga Romanova, stofnandi samtakanna ?Rússland á bak við rimla? sagði þetta í viðtali við SVT, sænska ríkissjónvarpið, í gærkvöld.
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu málefni Úkraínu, einnig stjórnmál í Svíþjóð og Danmörku, þurrka og hita í Evrópu og gjaldþrot Dominos-pitsu staðanna á Ítalíu.
8/11/2022 • 21 minutes, 14 seconds
Rússland og Úkraína
Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu í Heimsglugganum við Boga Ágústsson um Matilde Kimer, fréttamann Danmarks Radio, sem rússnesk yfirvöld hafa rekið úr landi. Þau ræddu einnig stöðuna í stríðinu í Úkraínu. Svo virðist sem Úkraínumönnum hafi tekist að stöðva sókn Rússa með HIMARS-flugskeytum sem þeir hafa fengið frá Bandaríkjunum. Hernaðaraðferðir Rússa hafa hingað til verið að skjóta með fallbyssum og flugskeytum og leggja nánast allt í rúst áður en þeir senda hermenn til að leggja rústirnar undir sig. Nú hafa Úkraínumenn hins vegar fengið þessi langdrægu og nákvæmu flugskeyti frá Bandaríkjamönnum og geta svarað stórskotaliði Rússa og eyðilagt fallbyssur og skotpalla þeirra. Rússar hafa því að mestu leyti hætt stórskotaárásum nema frá einum stað af því að þeir vita að Úkraínumenn svara þeim árásum ekki. Það er Zaporizhzhia-kjarnorkuverið, hið stærsta í Evrópu. Úkraínumenn þora ekki að svara þeim árásum af ótta við valda kjarnorkuslysi. Þá var stuttlega rætt um stöðuna í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins áður en rifjuð var upp tölfræði Hans Roslings sem benti á að þrátt fyrir öll vandamál hefðu orðið miklar framfarir í heiminum undanfarna áratugi. Af því tilefni lauk Heimsglugganum með lagi Louis Armstrongs What a Wonderful World.
8/4/2022 • 0
Rússland og Úkraína
Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu í Heimsglugganum við Boga Ágústsson um Matilde Kimer, fréttamann Danmarks Radio, sem rússnesk yfirvöld hafa rekið úr landi. Þau ræddu einnig stöðuna í stríðinu í Úkraínu.
Svo virðist sem Úkraínumönnum hafi tekist að stöðva sókn Rússa með HIMARS-flugskeytum sem þeir hafa fengið frá Bandaríkjunum. Hernaðaraðferðir Rússa hafa hingað til verið að skjóta með fallbyssum og flugskeytum og leggja nánast allt í rúst áður en þeir senda hermenn til að leggja rústirnar undir sig. Nú hafa Úkraínumenn hins vegar fengið þessi langdrægu og nákvæmu flugskeyti frá Bandaríkjamönnum og geta svarað stórskotaliði Rússa og eyðilagt fallbyssur og skotpalla þeirra. Rússar hafa því að mestu leyti hætt stórskotaárásum nema frá einum stað af því að þeir vita að Úkraínumenn svara þeim árásum ekki. Það er Zaporizhzhia-kjarnorkuverið, hið stærsta í Evrópu. Úkraínumenn þora ekki að svara þeim árásum af ótta við valda kjarnorkuslysi.
Þá var stuttlega rætt um stöðuna í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins áður en rifjuð var upp tölfræði Hans Roslings sem benti á að þrátt fyrir öll vandamál hefðu orðið miklar framfarir í heiminum undanfarna áratugi. Af því tilefni lauk Heimsglugganum með lagi Louis Armstrongs What a Wonderful World.
8/4/2022 • 20 minutes, 46 seconds
Sótt að fjölmiðlum um allan heim
Fréttamenn án landamæra, RSF, segja í ársskýrslu sinni að fjölmiðlafrelsi hafi hafi ekki verið jafn lítið og nú frá því á tímum Kalda stríðsins. Sótt sé að frjálsum og óháðum fjölmiðlum í öllum heimshlutum, jafnvel í Evrópu þar sem mest frelsi hefur verið. RSF samtökin hafa í tuttugu ár gefið út World Press Freedom Index, lista yfir frelsi fjölmiðla í 180 ríkjum. Á nýjasta listanum sem birtur var í maí er Norðurlöndin í efstu sætunum nema Ísland, sem er í 15. sæti. Þetta var umræðuefni er Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu um erlend málefni í Heimsglugganum við Boga Ágústsson. Þau ræddu einnig um Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og ferð hans til nokkurra Afríkuríkja, þar á meðal Egyptalands. Það mátti skilja á máli Lavrovs eftir fund hans með forseta Egyptalands að stríðsmarkmið Rússa hefðu breyst og þeir vildu stjórnarskipti í Úkraínu. Lavrov sagði að Rússar vildu hjálpa Úkraínumönnum við að losna undan andlýðræðislegri stjórn.
7/28/2022 • 0
Sótt að fjölmiðlum um allan heim
Fréttamenn án landamæra, RSF, segja í ársskýrslu sinni að fjölmiðlafrelsi hafi hafi ekki verið jafn lítið og nú frá því á tímum Kalda stríðsins. Sótt sé að frjálsum og óháðum fjölmiðlum í öllum heimshlutum, jafnvel í Evrópu þar sem mest frelsi hefur verið. RSF samtökin hafa í tuttugu ár gefið út World Press Freedom Index, lista yfir frelsi fjölmiðla í 180 ríkjum. Á nýjasta listanum sem birtur var í maí er Norðurlöndin í efstu sætunum nema Ísland, sem er í 15. sæti.
Þetta var umræðuefni er Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu um erlend málefni í Heimsglugganum við Boga Ágústsson. Þau ræddu einnig um Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og ferð hans til nokkurra Afríkuríkja, þar á meðal Egyptalands. Það mátti skilja á máli Lavrovs eftir fund hans með forseta Egyptalands að stríðsmarkmið Rússa hefðu breyst og þeir vildu stjórnarskipti í Úkraínu. Lavrov sagði að Rússar vildu hjálpa Úkraínumönnum við að losna undan andlýðræðislegri stjórn.
7/28/2022 • 20 minutes, 43 seconds
Björn Bjarnason um öryggismál eftir innrás Rússa í Úkraínu
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, ræddi um stöðu öryggismála eftir innrás Rússa í Úkraínu. Athyglin beindist mest að norðurslóðum en Björn skrifaði fyrir tveimur árum skýrslu að beiðni norrænu utanríkisráðherranna um öryggissamstarf Norðulanda. Björn sagði í Heimsglugganum að Vladimír Pútín Rússlandsforseti legði gífurlega mikla áherslu á uppbyggingu á norðurslóðum, hann geri sér grein fyrir því að þar eru miklar auðlindir, jarðefnaeldsneyti, gas og fleiri auðlindir sem hægt sé að nálgast núna þegar loftslagsbreytingar hafi leitt til hlýnunar.
7/21/2022 • 0
Björn Bjarnason um öryggismál eftir innrás Rússa í Úkraínu
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, ræddi um stöðu öryggismála eftir innrás Rússa í Úkraínu. Athyglin beindist mest að norðurslóðum en Björn skrifaði fyrir tveimur árum skýrslu að beiðni norrænu utanríkisráðherranna um öryggissamstarf Norðulanda. Björn sagði í Heimsglugganum að Vladimír Pútín Rússlandsforseti legði gífurlega mikla áherslu á uppbyggingu á norðurslóðum, hann geri sér grein fyrir því að þar eru miklar auðlindir, jarðefnaeldsneyti, gas og fleiri auðlindir sem hægt sé að nálgast núna þegar loftslagsbreytingar hafi leitt til hlýnunar.
7/21/2022 • 21 minutes, 44 seconds
Bresk stjórnmál og lýðræðið í hættu
Í Heimsglugga vikunnar var rætt um mögulega eftirmenn Borisar Johnsons sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins og einnig talað um áhyggjur margra af því að Johnson hafi unnið verulegt tjón á lýðræðinu og stofnunum þess. Þar að auki hafi stjórn Johnsons skaðað orðstír Breta og sambúðina við hefðbundnar vina- og bandalagsþjóðir, einræðisríkjum til gleði. Þá ræddu Guðrún Hálfdánardóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir við Boga Ágústsson um hættuna sem margir telja að steðji að lýðræði í heiminum. Það eru liðnir þeir tímar þegar Francis Fukuyama sagði enda sögunnar; að frjálslynt, vestrænt lýðræði hlyti að vera framtíðarstjórnarform mannkyns. Við heyrðum í nokkrum málsmetandi mönnum sem hafa áhyggjur af framtíð lýðræðis, John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Breta; Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti; og Håkan Juholt, fyrrverandi leiðtogi sænskra jafnaðarmanna og sendiherra á Íslandi.
7/14/2022 • 0
Bresk stjórnmál og lýðræðið í hættu
Í Heimsglugga vikunnar var rætt um mögulega eftirmenn Borisar Johnsons sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins og einnig talað um áhyggjur margra af því að Johnson hafi unnið verulegt tjón á lýðræðinu og stofnunum þess. Þar að auki hafi stjórn Johnsons skaðað orðstír Breta og sambúðina við hefðbundnar vina- og bandalagsþjóðir, einræðisríkjum til gleði. Þá ræddu Guðrún Hálfdánardóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir við Boga Ágústsson um hættuna sem margir telja að steðji að lýðræði í heiminum. Það eru liðnir þeir tímar þegar Francis Fukuyama sagði enda sögunnar; að frjálslynt, vestrænt lýðræði hlyti að vera framtíðarstjórnarform mannkyns. Við heyrðum í nokkrum málsmetandi mönnum sem hafa áhyggjur af framtíð lýðræðis, John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Breta; Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti; og Håkan Juholt, fyrrverandi leiðtogi sænskra jafnaðarmanna og sendiherra á Íslandi.
7/14/2022 • 20 minutes, 12 seconds
Boris búinn að vera
Fréttir bárust af því í miðju Heimsgluggaspjalli vikunnar að Boris Johnson ætlaði að segja sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. Guðrún Hálfdánardóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu bresk stjórnmál við Boga Ágústsson.
7/7/2022 • 0
Boris búinn að vera
Fréttir bárust af því í miðju Heimsgluggaspjalli vikunnar að Boris Johnson ætlaði að segja sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. Guðrún Hálfdánardóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu bresk stjórnmál við Boga Ágústsson.
7/7/2022 • 20 minutes, 48 seconds
Sláandi vitnisburður í Washington, NATO-fundur í Madrid
Cassidy Hutchinson bar vitni fyrir nefnd Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið í Washington 6. janúar í fyrra. Frásögn hennar af hegðan Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þann dag hefur vakið mikla athygli. Hutchinson er sanntrúaður Repúblikani og starfaði í Hvíta húsinu í forsetatíð Trumps. Þetta ræddu Guðrún Hálfdánardóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir við Boga Ágústsson í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1. Þau ræddu líka leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Madrid þar sem Rússland var skilgreint sem óvinur sem bein hætta stafaði af. Finnum og Svíum var boðin þátttaka í bandalaginu eftir að Tyrkir féllu frá andstöðu við að þjóðirnar gengju í bandalagið.
6/30/2022 • 0
Sláandi vitnisburður í Washington, NATO-fundur í Madrid
Cassidy Hutchinson bar vitni fyrir nefnd Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið í Washington 6. janúar í fyrra. Frásögn hennar af hegðan Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þann dag hefur vakið mikla athygli. Hutchinson er sanntrúaður Repúblikani og starfaði í Hvíta húsinu í forsetatíð Trumps. Þetta ræddu Guðrún Hálfdánardóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir við Boga Ágústsson í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1.
Þau ræddu líka leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Madrid þar sem Rússland var skilgreint sem óvinur sem bein hætta stafaði af. Finnum og Svíum var boðin þátttaka í bandalaginu eftir að Tyrkir féllu frá andstöðu við að þjóðirnar gengju í bandalagið.
6/30/2022 • 20 minutes, 9 seconds
Norður-Írland, Skotland og Hans-eyja
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu erlend málefni í Heimsglugganum við Boga Ágústsson. Umræðuefni dagsins voru deilur um viðauka við Brexit-samning um Norður-Írland, tilraunir skosku stjórnarinnar til að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Skotland og friðarsamningar Dana og Grænlendinga við Kanadamenn um Hans-eyju, sem liggur milli Grænlands og Kanada. Breska stjórnin kynnti á mánudaginn frumvarp um einhliða breytingar á Norður-Írlandsákvæði útgöngusamnings Breta úr Evrópusambandinu. Ráðamenn ESB segja ákvæði frumvarpsins brot á samningnum og þar með alþjóðalögum. Sambandið hefur því ákveðið að draga Breta fyrir dóm. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur hrundið af stað nýrri tilraun til að efna til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Skotar samþykktu með 55-45 atkvæðum árið 2014 að vera áfram hluti af Stóra-Bretlandi, United Kingdom. Verulegur meirihluti Skota var andvígur Brexit og Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, segir að með útgöngunni úr ESB hafi forsendur breyst og því sé réttlætanlegt að kjósa að nýju um sjálfstæði. Ian Blackford, leiðtogi SNP í breska þinginu, tók þetta mál upp í gær og sagði: ?Ef þið horfið á lönd eins og Ísland, Írland, Noreg og Danmörku sjáið þið að þau standa sig mun betur en Bretland, þar er meiri jöfnuður, minni fátækt, meiri framleiðni, félagsleg tækifæri, meiri fjárfesting. Listinn er miklu lengri, það er óyggjandi að Bretland heldur aftur af Skotlandi, þessi lönd geta í krafti sjálfstæðis búið til ríkari, jafnari og grænni samfélög, af hverju mega Skotar það ekki líka?? Í vikunni var skrifað undir samning á milli Kanada og Dana og Grænlendinga um landamæri en áratugadeilur höfðu verið um hvar þau eiga að liggja um Hans-eyju, sem heitir Tartupaluk á máli ínúíta. Eyjan er óbyggð og óbyggileg, aðeins 1,2 ferkílómetrar að flatarmáli. Deilurnar, sem sumir nefndu kumpánlegt stríð, höfðu staðið áratugum saman, eins og segir í frétt sem Ævar Örn Jósepsson skrifaði á vef RÚV: ?Það byrjaði þegar þáverandi Grænlandsmálaráðherra Dana gaf fyrirmæli um að reisa danska fánann á eyjunni árið 1984, ellefu árum eftir að deila ríkjanna hófst og ?bardagarnir? sem fylgdu voru alltaf eins: Kanadískir dátar stigu á land, fjarlægðu danska fánann, reistu þann kanadíska í staðinn og skildu eftir flösku af kanadísku viskíi. Nokkru síðar stigu danskir dátar á land, fjarlægðu kanadíska fánann, reistu þann danska, og skildu eftir flösku af dönsku ákavíti. Og svo koll af kolli.?
6/16/2022 • 0
Norður-Írland, Skotland og Hans-eyja
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu erlend málefni í Heimsglugganum við Boga Ágústsson. Umræðuefni dagsins voru deilur um viðauka við Brexit-samning um Norður-Írland, tilraunir skosku stjórnarinnar til að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um Skotland og friðarsamningar Dana og Grænlendinga við Kanadamenn um Hans-eyju, sem liggur milli Grænlands og Kanada.
Breska stjórnin kynnti á mánudaginn frumvarp um einhliða breytingar á Norður-Írlandsákvæði útgöngusamnings Breta úr Evrópusambandinu. Ráðamenn ESB segja ákvæði frumvarpsins brot á samningnum og þar með alþjóðalögum. Sambandið hefur því ákveðið að draga Breta fyrir dóm.
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur hrundið af stað nýrri tilraun til að efna til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Skotar samþykktu með 55-45 atkvæðum árið 2014 að vera áfram hluti af Stóra-Bretlandi, United Kingdom. Verulegur meirihluti Skota var andvígur Brexit og Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, segir að með útgöngunni úr ESB hafi forsendur breyst og því sé réttlætanlegt að kjósa að nýju um sjálfstæði. Ian Blackford, leiðtogi SNP í breska þinginu, tók þetta mál upp í gær og sagði: ?Ef þið horfið á lönd eins og Ísland, Írland, Noreg og Danmörku sjáið þið að þau standa sig mun betur en Bretland, þar er meiri jöfnuður, minni fátækt, meiri framleiðni, félagsleg tækifæri, meiri fjárfesting. Listinn er miklu lengri, það er óyggjandi að Bretland heldur aftur af Skotlandi, þessi lönd geta í krafti sjálfstæðis búið til ríkari, jafnari og grænni samfélög, af hverju mega Skotar það ekki líka??
Í vikunni var skrifað undir samning á milli Kanada og Dana og Grænlendinga um landamæri en áratugadeilur höfðu verið um hvar þau eiga að liggja um Hans-eyju, sem heitir Tartupaluk á máli ínúíta. Eyjan er óbyggð og óbyggileg, aðeins 1,2 ferkílómetrar að flatarmáli. Deilurnar, sem sumir nefndu kumpánlegt stríð, höfðu staðið áratugum saman, eins og segir í frétt sem Ævar Örn Jósepsson skrifaði á vef RÚV: ?Það byrjaði þegar þáverandi Grænlandsmálaráðherra Dana gaf fyrirmæli um að reisa danska fánann á eyjunni árið 1984, ellefu árum eftir að deila ríkjanna hófst og ?bardagarnir? sem fylgdu voru alltaf eins: Kanadískir dátar stigu á land, fjarlægðu danska fánann, reistu þann kanadíska í staðinn og skildu eftir flösku af kanadísku viskíi. Nokkru síðar stigu danskir dátar á land, fjarlægðu kanadíska fánann, reistu þann danska, og skildu eftir flösku af dönsku ákavíti. Og svo koll af kolli.?
6/16/2022 • 20 minutes, 24 seconds
Spáir falli Pútíns, Boris Johnson stendur af sér vantraust
Breski leyniþjónustumaðurinn Christopher Steele spáir því að Vladimít Pútín Rússlandsforseti verði ekki við völd eftir þrjá til sex mánuði. Þetta var meðal efnis er Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu í Heimsglugganum í morgun. Þeir fjölluðu einnig um bresk og sænsk stjórnmál eftir að vantrauststillögur voru felldar. Þá voru vandræði SAS flugfélagsins til umræðu en sænska stjórnin hefur ákveðið að verja ekki meira fé til að styrkja félagið, sem stendur afar höllum fæti.
6/9/2022 • 0
Spáir falli Pútíns, Boris Johnson stendur af sér vantraust
Breski leyniþjónustumaðurinn Christopher Steele spáir því að Vladimít Pútín Rússlandsforseti verði ekki við völd eftir þrjá til sex mánuði. Þetta var meðal efnis er Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu í Heimsglugganum í morgun. Þeir fjölluðu einnig um bresk og sænsk stjórnmál eftir að vantrauststillögur voru felldar. Þá voru vandræði SAS flugfélagsins til umræðu en sænska stjórnin hefur ákveðið að verja ekki meira fé til að styrkja félagið, sem stendur afar höllum fæti.
6/9/2022 • 18 minutes, 42 seconds
Þjóðaratkvæðagreiðsla í Danmörku og flugvallarvandræði
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu í Heimsglugganum við Boga Ágústsson um niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Danmörku þar sem tveir þriðju hlutar kjósenda samþykktu að Danir tækju þátt í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. Þá ræddu þau einnig hátíðahöld í Bretlandi í tilefni þess að 70 ár eru frá því að Elísabet II varð drottning. Hátíðahöldin byrja í dag og standa alla helgina með hersýningum, útihátíðum um allt land og götuskemmtunum. Það er löng helgi í Bretlandi og skólafrí og þess vegna eru margir á faraldsfæti en hafa lent í miklum erfiðleikum. Miklar tafir og ringulreið er á mörgum flugvöllum. Svo virðist sem flugfélög og flugvellir víða í Evrópu hafi á engan hátt verið nægilega vel undirbúin fyrir fjölgun farþega og margar hryllingssögur sagðar. Helstu vandræðin eru skortur á starfsfólki til dæmis við öryggisleit. Fjölda var sagt upp í faraldrinum, margir hafa fundið sér betur launuð störf og það tekur talsverðan tíma að þjálfa og kanna bakgrunn nýrra starfsmanna. Þá ræddu þau um vandræði skandínavíska flugfélagsins SAS, sem er enn rekið með miklu tapi. Stjórnendur róa lífróður en margir efast um að félagið geti lifað af.
6/2/2022 • 0
Þjóðaratkvæðagreiðsla í Danmörku og flugvallarvandræði
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu í Heimsglugganum við Boga Ágústsson um niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Danmörku þar sem tveir þriðju hlutar kjósenda samþykktu að Danir tækju þátt í varnarsamstarfi Evrópusambandsins. Þá ræddu þau einnig hátíðahöld í Bretlandi í tilefni þess að 70 ár eru frá því að Elísabet II varð drottning. Hátíðahöldin byrja í dag og standa alla helgina með hersýningum, útihátíðum um allt land og götuskemmtunum. Það er löng helgi í Bretlandi og skólafrí og þess vegna eru margir á faraldsfæti en hafa lent í miklum erfiðleikum. Miklar tafir og ringulreið er á mörgum flugvöllum. Svo virðist sem flugfélög og flugvellir víða í Evrópu hafi á engan hátt verið nægilega vel undirbúin fyrir fjölgun farþega og margar hryllingssögur sagðar. Helstu vandræðin eru skortur á starfsfólki til dæmis við öryggisleit. Fjölda var sagt upp í faraldrinum, margir hafa fundið sér betur launuð störf og það tekur talsverðan tíma að þjálfa og kanna bakgrunn nýrra starfsmanna.
Þá ræddu þau um vandræði skandínavíska flugfélagsins SAS, sem er enn rekið með miklu tapi. Stjórnendur róa lífróður en margir efast um að félagið geti lifað af.
6/2/2022 • 20 minutes, 24 seconds
Mengun, verðbólga og skortur á grænlenskumælandi fréttamönnum
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu loftmengun, verðbólgu og skort á grænlenskumælandi fréttamönnum í Heimsglugga dagsins. Ný skýrsla the Lancet Commision bendir til þess að sjötta hvert dauðsfall í heiminum árið 2019 hafi verið vegna mengunar, langmest loftmengunar. Ástandið er verst í fátækari ríkjum heims en í ríkasta hlutanum er unnið að grænni orkuöflun. Í gær var undirritað í Esbjerg samkomulag um gríðarstóran vindmyllugarð í Norðursjónum. Þýskaland, Holland, Belgía, Danmörk og Evrópusambandið, sameinast um þessa framkvæmd og ætlunin er að þar verði helmingurinn af vindmyllurafmagni ESB á hafi framleiddur. Þetta er liður í því að lönd ESB verði kolefnishlutlaus árið 2050. Þá ræddu þeir um vandræði grænlenska ríkisútvarpsins, KNR, sem á í erfiðleikum með að ráða grænlenskumælandi fréttamenn. KNR hefur þurft að draga úr þjónustu vegna þessa. Ástæðan er að fyrirtæki og stjórnvöld greiða hærri laun en KNR. Við hlýddum að lokum á grænlensku hljómsveitina Nanook flytja lagið Ingerlaliinnaleqaagut. Nanook er skipuð þeim bræðrum Christian og Frederik Elsner auk þriggja annarra en bræðurnir eru leiðtogar hljómsveitarinnar, lagahöfundar, söngvarar og gítarleikarar. Nanook þýðir ísbjarnarguðinn og vísar í gamlar sögur úr inúítatrú enda eru Nanook bræður bæði með vísanir í grænlenskar hefðir og virðingu fyrir náttúrunni.
5/19/2022 • 0
Mengun, verðbólga og skortur á grænlenskumælandi fréttamönnum
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu loftmengun, verðbólgu og skort á grænlenskumælandi fréttamönnum í Heimsglugga dagsins. Ný skýrsla the Lancet Commision bendir til þess að sjötta hvert dauðsfall í heiminum árið 2019 hafi verið vegna mengunar, langmest loftmengunar. Ástandið er verst í fátækari ríkjum heims en í ríkasta hlutanum er unnið að grænni orkuöflun. Í gær var undirritað í Esbjerg samkomulag um gríðarstóran vindmyllugarð í Norðursjónum. Þýskaland, Holland, Belgía, Danmörk og Evrópusambandið, sameinast um þessa framkvæmd og ætlunin er að þar verði helmingurinn af vindmyllurafmagni ESB á hafi framleiddur. Þetta er liður í því að lönd ESB verði kolefnishlutlaus árið 2050.
Þá ræddu þeir um vandræði grænlenska ríkisútvarpsins, KNR, sem á í erfiðleikum með að ráða grænlenskumælandi fréttamenn. KNR hefur þurft að draga úr þjónustu vegna þessa. Ástæðan er að fyrirtæki og stjórnvöld greiða hærri laun en KNR. Við hlýddum að lokum á grænlensku hljómsveitina Nanook flytja lagið Ingerlaliinnaleqaagut. Nanook er skipuð þeim bræðrum Christian og Frederik Elsner auk þriggja annarra en bræðurnir eru leiðtogar hljómsveitarinnar, lagahöfundar, söngvarar og gítarleikarar. Nanook þýðir ísbjarnarguðinn og vísar í gamlar sögur úr inúítatrú enda eru Nanook bræður bæði með vísanir í grænlenskar hefðir og virðingu fyrir náttúrunni.
5/19/2022 • 20 minutes, 6 seconds
Niinistö og Marin vilja í NATO og fréttamaður veginn á Vesturbakkanum
Sigríður Halldórsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu yfirlýsingu forseta og forsætisráðherra Finnlands að þau styddu að Finnland gengi í NATO við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar. Þau ræddu afstöðu Finna og Svía til NATO-aðildar en fréttaskýrendur telja nánast fullvíst að báðar þjóðir sæki formlega um aðild á næstu dögum. Fréttakona Al Jazeera, Shireen Abu Akleh, var vegin í gærmorgun þegar hún var skotin í höfuðið í flóttamannabúðum í Jenin á Vesturbakkanum. Hún var þar að fylgjast með er ísraelskir hermenn réðust inn í búðirnar til að handtaka liðsmann Hamas-samtakanna. Abu Akleh var með hjálm og klædd í skothelt vesti sem var greinilega merkt PRESS er hún var skotin í höfuðið og lést samstundis. Talsmenn Al Jazeera og palestínsk stjórnvöld segja að ísraelsk leyniskytta hafi vísvitandi skotið Abu Akleh til bana, hún hafi verið myrt. Ísraelsk yfirvöld neita því og segja að Abu Akleh hafi líklega orðið fyrir skoti frá vopnuðum Palestínumönnum sem skutu á ísraelsku hermennina. Abu Akleh var mjög vel þekkt í heimshlutanum og naut mikillar virðingar og víg hennar hefur vakið mikinn óhug.
5/12/2022 • 0
Niinistö og Marin vilja í NATO og fréttamaður veginn á Vesturbakkanum
Sigríður Halldórsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu yfirlýsingu forseta og forsætisráðherra Finnlands að þau styddu að Finnland gengi í NATO við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar. Þau ræddu afstöðu Finna og Svía til NATO-aðildar en fréttaskýrendur telja nánast fullvíst að báðar þjóðir sæki formlega um aðild á næstu dögum.
Fréttakona Al Jazeera, Shireen Abu Akleh, var vegin í gærmorgun þegar hún var skotin í höfuðið í flóttamannabúðum í Jenin á Vesturbakkanum. Hún var þar að fylgjast með er ísraelskir hermenn réðust inn í búðirnar til að handtaka liðsmann Hamas-samtakanna. Abu Akleh var með hjálm og klædd í skothelt vesti sem var greinilega merkt PRESS er hún var skotin í höfuðið og lést samstundis. Talsmenn Al Jazeera og palestínsk stjórnvöld segja að ísraelsk leyniskytta hafi vísvitandi skotið Abu Akleh til bana, hún hafi verið myrt. Ísraelsk yfirvöld neita því og segja að Abu Akleh hafi líklega orðið fyrir skoti frá vopnuðum Palestínumönnum sem skutu á ísraelsku hermennina. Abu Akleh var mjög vel þekkt í heimshlutanum og naut mikillar virðingar og víg hennar hefur vakið mikinn óhug.
5/12/2022 • 18 minutes, 37 seconds
Kosningar á Norður-Írlandi og möguleg NATO-aðild Finna og Svía
Kosið er til þings Norður-Íra í dag og í fyrsta sinn í meir en aldargamalli sögu landshlutans eru möguleikar á því að lýðveldissinnar, sem vilja sameinast Írska lýðveldinu, verði stærsti flokkur á þingi. Hingað til hafa þeir flokkar sem vilja viðhalda sambandinu við Bretland verið í meirihluta á norður-írska þinginu. Sinn Fein, stærsta flokki lýðveldissinna, er spáð góðu gengi. Flokkurinn hefur þó ekki lagt neina sérstaka áherslu á stöðu Norður-Írlands, kosningabaráttan hefur meira fjallað um daglegt líf, slæmt heilbrigðiskerfi og verðbólgu. Sambandssinnar í Lýðræðislega sambandsflokknum, DUP, hafa lagt mesta áherslu á að losna verði við svokallaða Norður-Írlandsbók í Brexit-samningnum. Í henni er gert ráð fyrir að Norður-Írland verði hluti innri markaðar Evrópusambandsins en jafnframt hluti breska ríkisins, United Kingdom. Forsætisráðherrar Norðurlanda hittust í Kaupmannahöfn þar sem þeir áttu sameiginlegan fund með Narenda Modi, forsætisráðherra Indlands. Blaðamannafundur þeirra snerist þó mest um mögulega inngöngu Finna og Svía í NATO. Forsætisráðherrar NATO-ríkjanna Danmerkur, Íslands og Noregs lofuðu að styðja hraða afgreiðslu ákveði Finnar og Svíar að sækja um aðild.
5/5/2022 • 0
Kosningar á Norður-Írlandi og möguleg NATO-aðild Finna og Svía
Kosið er til þings Norður-Íra í dag og í fyrsta sinn í meir en aldargamalli sögu landshlutans eru möguleikar á því að lýðveldissinnar, sem vilja sameinast Írska lýðveldinu, verði stærsti flokkur á þingi. Hingað til hafa þeir flokkar sem vilja viðhalda sambandinu við Bretland verið í meirihluta á norður-írska þinginu. Sinn Fein, stærsta flokki lýðveldissinna, er spáð góðu gengi. Flokkurinn hefur þó ekki lagt neina sérstaka áherslu á stöðu Norður-Írlands, kosningabaráttan hefur meira fjallað um daglegt líf, slæmt heilbrigðiskerfi og verðbólgu. Sambandssinnar í Lýðræðislega sambandsflokknum, DUP, hafa lagt mesta áherslu á að losna verði við svokallaða Norður-Írlandsbók í Brexit-samningnum. Í henni er gert ráð fyrir að Norður-Írland verði hluti innri markaðar Evrópusambandsins en jafnframt hluti breska ríkisins, United Kingdom.
Forsætisráðherrar Norðurlanda hittust í Kaupmannahöfn þar sem þeir áttu sameiginlegan fund með Narenda Modi, forsætisráðherra Indlands. Blaðamannafundur þeirra snerist þó mest um mögulega inngöngu Finna og Svía í NATO. Forsætisráðherrar NATO-ríkjanna Danmerkur, Íslands og Noregs lofuðu að styðja hraða afgreiðslu ákveði Finnar og Svíar að sækja um aðild.
5/5/2022 • 20 minutes, 3 seconds
Úkraína og möguleg aðild Finna og Svía að NATO
Björn Þór Sigbjörnsson og Sigríður Halldórsdóttir ræddu við Boga Ágústsson í Heimsglugganum um stríðið í Úkraínu. Þau ræddu einnig mögulega aðild Finna og Svía að NATO en flestir fréttaskýrendur telja líklegt að þjóðirnar sækist eftir inngöngu í bandalagið á næstu vikum. Þá heyrðum við viðtal Boga við Rasmus Gjedssø Bertelsen. Rasmus er prófessor og alþjóðastjórnmálafræðingur og hann telur að aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu gæti aukið spennu og vígbúnaðarkapphlaup við Eystrasaltið. Æskilegt væri að Rússum fyndist sér ekki ógnað. Bertelsen minnir á að Danir og Norðmenn hafi lýst yfir er löndin voru meðal stofnaðila NATO að hvorki erlendur her né kjarnorkuvopn yrðu í löndunum. Slík yfirlýsing væri óraunhæf nú vegna ástandsins í alþjóðamálum.
4/28/2022 • 0
Úkraína og möguleg aðild Finna og Svía að NATO
Björn Þór Sigbjörnsson og Sigríður Halldórsdóttir ræddu við Boga Ágústsson í Heimsglugganum um stríðið í Úkraínu. Þau ræddu einnig mögulega aðild Finna og Svía að NATO en flestir fréttaskýrendur telja líklegt að þjóðirnar sækist eftir inngöngu í bandalagið á næstu vikum. Þá heyrðum við viðtal Boga við Rasmus Gjedssø Bertelsen. Rasmus er prófessor og alþjóðastjórnmálafræðingur og hann telur að aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu gæti aukið spennu og vígbúnaðarkapphlaup við Eystrasaltið. Æskilegt væri að Rússum fyndist sér ekki ógnað. Bertelsen minnir á að Danir og Norðmenn hafi lýst yfir er löndin voru meðal stofnaðila NATO að hvorki erlendur her né kjarnorkuvopn yrðu í löndunum. Slík yfirlýsing væri óraunhæf nú vegna ástandsins í alþjóðamálum.
4/28/2022 • 19 minutes, 42 seconds
Fjórar vikur frá innrás Rússa í Úkraínu
Fjórum vikum eftir innrás Rússa í Úkraínu virðist sem pattstaða sé í stríðinu og sókn Rússa hafi verið stöðvuð. Björn Þór Sigbjörnsson og Sigríður Halldórsdóttir ræddu stríðið í Úkraínu við Boga Ágústsson í Heimsglugganum. Þau ræddu einnig áhrif stríðsins á utanríkis- og varnarmálastefnu Finna og Svía. Bæði ríkin hafa staðið utan hernaðarbandalaga og hlutleysi verið mikilvægur þáttur í stefnu þeirra en eftir innrás Rússa hefur afstaða almennings í báðum ríkjunum breyst mikið og vill meirihluti ganga í Atlantshafsbandalagið.
3/24/2022 • 0
Fjórar vikur frá innrás Rússa í Úkraínu
Fjórum vikum eftir innrás Rússa í Úkraínu virðist sem pattstaða sé í stríðinu og sókn Rússa hafi verið stöðvuð. Björn Þór Sigbjörnsson og Sigríður Halldórsdóttir ræddu stríðið í Úkraínu við Boga Ágústsson í Heimsglugganum. Þau ræddu einnig áhrif stríðsins á utanríkis- og varnarmálastefnu Finna og Svía. Bæði ríkin hafa staðið utan hernaðarbandalaga og hlutleysi verið mikilvægur þáttur í stefnu þeirra en eftir innrás Rússa hefur afstaða almennings í báðum ríkjunum breyst mikið og vill meirihluti ganga í Atlantshafsbandalagið.
3/24/2022 • 20 minutes, 53 seconds
Danir efla varnir á norðurslóðum, kosningar í Ungverjalandi og Serbíu
Danir eru meðal þeirra NATO-þjóða sem hafa ákveðið að auka mjög útgjöld til varnarmála og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu þann 1. júní um hvort Danir verði áfram utan sameiginlegrar stefnu Evrópusambandsins í varnarmálum. Sú undanþága felur í sér meðal annars að Danir taka ekki þátt í sameiginlegum hernaðaraðgerðum eða varnaráætlunum sambandsins á nokkurn hátt - en að standa utan þýðir líka að þeir eru ekki með í ákvarðanatöku og hafa engin áhrif. Framlög til varnarmála verða aukin um 18 milljarða danskra króna og eiga að verða orðin tvö prósent af vergri landsframleiðslu árið 2033. Stærstu flokkar Danmerkur náðu samkomulagi um þetta í síðustu viku; Jafnaðarmenn, Venstre, Radikale Venstre, Íhaldsflokkurinn og Sósíalíski þjóðarflokkinn. Þetta gekk svo hratt fyrir sig að ekki virðist sem tími hafi verið til að ráðgast við hin löndin í danska ríkissambandinu, Færeyjar og Grænland. Aukinn varnarviðbúnaður verður þó án nokkurs efa að miklu leyti á Norður-Atlantshafinu. Þetta vakti gremju, ekki síst á Grænlandi. Þetta var meginumræðuefni Heimsgluggans þar sem Guðrún Hálfdánardóttir og Sigríður Halldórsdóttir ræddu erlend málefni við Boga Ágústsson. Þau ræddu líka kosningar sem verða í Ungverjalandi og Serbíu 3. apríl en þar er útlit fyrir að engar breytingar verði, Viktor Orbán og Aleksandar Vucic verði áfram leiðtogar Ungverjalands og Serbíu.
3/17/2022 • 0
Danir efla varnir á norðurslóðum, kosningar í Ungverjalandi og Serbíu
Danir eru meðal þeirra NATO-þjóða sem hafa ákveðið að auka mjög útgjöld til varnarmála og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu þann 1. júní um hvort Danir verði áfram utan sameiginlegrar stefnu Evrópusambandsins í varnarmálum. Sú undanþága felur í sér meðal annars að Danir taka ekki þátt í sameiginlegum hernaðaraðgerðum eða varnaráætlunum sambandsins á nokkurn hátt - en að standa utan þýðir líka að þeir eru ekki með í ákvarðanatöku og hafa engin áhrif. Framlög til varnarmála verða aukin um 18 milljarða danskra króna og eiga að verða orðin tvö prósent af vergri landsframleiðslu árið 2033.
Stærstu flokkar Danmerkur náðu samkomulagi um þetta í síðustu viku; Jafnaðarmenn, Venstre, Radikale Venstre, Íhaldsflokkurinn og Sósíalíski þjóðarflokkinn. Þetta gekk svo hratt fyrir sig að ekki virðist sem tími hafi verið til að ráðgast við hin löndin í danska ríkissambandinu, Færeyjar og Grænland. Aukinn varnarviðbúnaður verður þó án nokkurs efa að miklu leyti á Norður-Atlantshafinu. Þetta vakti gremju, ekki síst á Grænlandi.
Þetta var meginumræðuefni Heimsgluggans þar sem Guðrún Hálfdánardóttir og Sigríður Halldórsdóttir ræddu erlend málefni við Boga Ágústsson. Þau ræddu líka kosningar sem verða í Ungverjalandi og Serbíu 3. apríl en þar er útlit fyrir að engar breytingar verði, Viktor Orbán og Aleksandar Vucic verði áfram leiðtogar Ungverjalands og Serbíu.
3/17/2022 • 20 minutes, 39 seconds
Breytt heimsmynd eftir innrás Rússa í Úkraínu
Þriðju vikuna í röð var innrás Rússa í Úkraínu aðalumræðuefnið í Heimsglugganum. Guðrún Hálfdánardóttir og Sigríður Halldórsdóttir ræddu við Boga Ágústsson um stöðuna í styrjöldinni í Úkraínu, fólskulega árás Rússa á barnasjúkrahús í borginni Mariupol og önnur óhæfuverk innrásarliðsins. Á þriðju milljón Úkraínumanna hefur flúið land og öll lönd Evrópusambandsins hafa opnað landamæri sín. Hlutfallslega eru flestir flóttamenn frá Úkraínu í Moldóvu, sem er eitt fátækasta ríki Evrópu. Bretar skera sig úr hópi Vestur-Evrópu ríkja því þeir krefjast vegabréfsáritunar. Það hefur verið harðlega gagnrýnt af stjórnarandstöðu sem og mörgum þingmönnum Íhaldsflokksins. Samstaða vestrænna ríkja gegn Rússum er mikil og eru þeir beittir afar hörðum efnahagslegum refsiaðgerðum.
3/10/2022 • 0
Breytt heimsmynd eftir innrás Rússa í Úkraínu
Þriðju vikuna í röð var innrás Rússa í Úkraínu aðalumræðuefnið í Heimsglugganum. Guðrún Hálfdánardóttir og Sigríður Halldórsdóttir ræddu við Boga Ágústsson um stöðuna í styrjöldinni í Úkraínu, fólskulega árás Rússa á barnasjúkrahús í borginni Mariupol og önnur óhæfuverk innrásarliðsins. Á þriðju milljón Úkraínumanna hefur flúið land og öll lönd Evrópusambandsins hafa opnað landamæri sín. Hlutfallslega eru flestir flóttamenn frá Úkraínu í Moldóvu, sem er eitt fátækasta ríki Evrópu. Bretar skera sig úr hópi Vestur-Evrópu ríkja því þeir krefjast vegabréfsáritunar. Það hefur verið harðlega gagnrýnt af stjórnarandstöðu sem og mörgum þingmönnum Íhaldsflokksins.
Samstaða vestrænna ríkja gegn Rússum er mikil og eru þeir beittir afar hörðum efnahagslegum refsiaðgerðum.
3/10/2022 • 21 minutes, 6 seconds
Úkraína og Sofðu Jesú
Innrásins í Úkraínu var eina umræðuefni Heimsgluggans, aðra vikuna í röð. Að þessu sinni var samsending Rásar-1 og Rásar-2 vegna veikinda og fjarveru umsjónarmanna Rásar-1. Ingvar Þór Björnsson og Snærós Sindradóttir ræddu við Boga Ágústsson um stöðuna í Úkraínu og spjallinu lauk á upptöku frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu í gærkvöld. Þá var í upphafi leikinn sálmur sem ekki var á efnisskránni, Sofðu Jesú eftir úkraínska tónskáldið Valentyn Silvestrov. Halla Oddný Magnúsdóttir kynnti verkið en rétt að geta þess að þögn sem ríkti áður en Sinfónían hóf að leika var klippt út.
3/3/2022 • 0
Úkraína og Sofðu Jesú
Innrásins í Úkraínu var eina umræðuefni Heimsgluggans, aðra vikuna í röð. Að þessu sinni var samsending Rásar-1 og Rásar-2 vegna veikinda og fjarveru umsjónarmanna Rásar-1. Ingvar Þór Björnsson og Snærós Sindradóttir ræddu við Boga Ágústsson um stöðuna í Úkraínu og spjallinu lauk á upptöku frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu í gærkvöld. Þá var í upphafi leikinn sálmur sem ekki var á efnisskránni, Sofðu Jesú eftir úkraínska tónskáldið Valentyn Silvestrov. Halla Oddný Magnúsdóttir kynnti verkið en rétt að geta þess að þögn sem ríkti áður en Sinfónían hóf að leika var klippt út.
3/3/2022 • 21 minutes, 43 seconds
Innrás Rússa í Úkraínu
Heimsglugginn að þessu sinni fjallaði um innrás Rússa í Úkraínu, öllu öðru efni var ýtt til hliðar og útsendingin stóð lengur en venja er. Björn Þór Sigbjörnsson, Guðrún Hálfdánardóttir og Bogi Ágústsson ræddu hvað hefði gerst og hvers vegna. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggismálum, var með eftir klukkan hálf-níu. Áður en Friðrik slóst í hópinn var breska tónlistarmannsins Gary Brookers minnst. Hann var stofnandi Procul Harum og einn höfunda A Whiter Shade of Pale, sem er með allra þekktustu laga poppsögunnar.
2/24/2022 • 0
Innrás Rússa í Úkraínu
Heimsglugginn að þessu sinni fjallaði um innrás Rússa í Úkraínu, öllu öðru efni var ýtt til hliðar og útsendingin stóð lengur en venja er. Björn Þór Sigbjörnsson, Guðrún Hálfdánardóttir og Bogi Ágústsson ræddu hvað hefði gerst og hvers vegna. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggismálum, var með eftir klukkan hálf-níu. Áður en Friðrik slóst í hópinn var breska tónlistarmannsins Gary Brookers minnst. Hann var stofnandi Procul Harum og einn höfunda A Whiter Shade of Pale, sem er með allra þekktustu laga poppsögunnar.
2/24/2022 • 45 minutes, 24 seconds
Stjórnmál í Færeyjum
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu fyrst um dóm Evrópudómstólsins sem staðfestir að leyfilegt sé að skilyrða styrki úr bjargráðasjóði ESB vegna COVID. Það var samþykkt á sínum tíma að lönd yrðu að virða grundvallarreglur sambandsins til að fá þessa styrki. Þessu er stefnt gegn Ungverjalandi og Póllandi, sem ekki eru talin uppfylla lýðræðislegar skyldur sem fylgi Evrópusambandsaðild. Leiðtogar landanna saka Evrópusambandið um kúgunartilburði og pólitískan þrýsting. Meginefni þáttarins var umfjöllun um stjórnmál í Færeyjum og rætt var við Hjálmar Árnason, sem er formaður Færeysk-íslenska verslunarráðsins. Hann á að hluta ættir að rekja til Færeyja, dvaldi hjá ættingjum sem barn, hefur haldið góðum tengslum og fylgist vel með. Við fengum hann til að setjast við Heimsgluggann, horfa til Færeyja og skýra út færeysk stjórnmál. Fyrir jól munaði minnstu að færeyska stjórnin félli vegna deilna um frumvarp um réttindi samkynhneigðra mæðra og nú eru deilur um endurnýjun eftirlitsratsjár Atlantshafsbandalagsins.
2/17/2022 • 0
Stjórnmál í Færeyjum
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu fyrst um dóm Evrópudómstólsins sem staðfestir að leyfilegt sé að skilyrða styrki úr bjargráðasjóði ESB vegna COVID. Það var samþykkt á sínum tíma að lönd yrðu að virða grundvallarreglur sambandsins til að fá þessa styrki. Þessu er stefnt gegn Ungverjalandi og Póllandi, sem ekki eru talin uppfylla lýðræðislegar skyldur sem fylgi Evrópusambandsaðild. Leiðtogar landanna saka Evrópusambandið um kúgunartilburði og pólitískan þrýsting.
Meginefni þáttarins var umfjöllun um stjórnmál í Færeyjum og rætt var við Hjálmar Árnason, sem er formaður Færeysk-íslenska verslunarráðsins. Hann á að hluta ættir að rekja til Færeyja, dvaldi hjá ættingjum sem barn, hefur haldið góðum tengslum og fylgist vel með. Við fengum hann til að setjast við Heimsgluggann, horfa til Færeyja og skýra út færeysk stjórnmál. Fyrir jól munaði minnstu að færeyska stjórnin félli vegna deilna um frumvarp um réttindi samkynhneigðra mæðra og nú eru deilur um endurnýjun eftirlitsratsjár Atlantshafsbandalagsins.
2/17/2022 • 20 minutes, 14 seconds
Johnson söng ,,I will survive" og Úkraínudeilan
Heimsgluggi vikunnar fjallaði um Úkraínudeiluna, möguleika Emmanuels Macrons á endurkjöri, samdrátt í utanríkisviðskiptum Breta eftir Brexit og Boris Johnson. Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu við Boga Ágústsson um erlend málefni í Heimsglugganum eins og jafnan á fimmtudagsmorgnum. Staðan í deilu Rússa og vestrænna ríkja vegna Úkraínu var til umræðu. Mikið hefur verið um fundi til að reyna að finna friðsamlega lausn og meðal þeirra sem hafa gert sig gildandi í þeim tilraunum er Emmanuel Macron Frakklandsforseti. Honum þykir ekki síðra að vera á forsíðum en forsetakosningar verða í Frakklandi í apríl. Samkvæmt kosningahermi breska tímaritsins The Economist á Macron góða möguleika á endurkjöri. Bresk þingmannanefnd segir í skýrslu að samdráttur hafi orðið á viðskiptum við ríki Evrópusambandsins eftir útgöngu Breta úr sambandinu. Þjóðhagsstofnun Breta, Office of Budget Responsibility, telur að útgangan leiði til fjögurra prósenta samdráttar í þjóðarframleiðslu Breta. Á breska þinginu er enn hart vegið að Boris Johnson forsætisráðherra. Fjöldi starfsmanna í forsætisráðuneytinu hefur sagt upp störfum að undanförnu og Johnson mun hafa tekið á móti nýjum samskiptastjóra með því að syngja brot úr lagi Gloriu Gaynor I will survive, Ég lifi þetta af.
2/10/2022 • 0
Johnson söng ,,I will survive" og Úkraínudeilan
Heimsgluggi vikunnar fjallaði um Úkraínudeiluna, möguleika Emmanuels Macrons á endurkjöri, samdrátt í utanríkisviðskiptum Breta eftir Brexit og Boris Johnson.
Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu við Boga Ágústsson um erlend málefni í Heimsglugganum eins og jafnan á fimmtudagsmorgnum. Staðan í deilu Rússa og vestrænna ríkja vegna Úkraínu var til umræðu. Mikið hefur verið um fundi til að reyna að finna friðsamlega lausn og meðal þeirra sem hafa gert sig gildandi í þeim tilraunum er Emmanuel Macron Frakklandsforseti. Honum þykir ekki síðra að vera á forsíðum en forsetakosningar verða í Frakklandi í apríl. Samkvæmt kosningahermi breska tímaritsins The Economist á Macron góða möguleika á endurkjöri.
Bresk þingmannanefnd segir í skýrslu að samdráttur hafi orðið á viðskiptum við ríki Evrópusambandsins eftir útgöngu Breta úr sambandinu. Þjóðhagsstofnun Breta, Office of Budget Responsibility, telur að útgangan leiði til fjögurra prósenta samdráttar í þjóðarframleiðslu Breta. Á breska þinginu er enn hart vegið að Boris Johnson forsætisráðherra. Fjöldi starfsmanna í forsætisráðuneytinu hefur sagt upp störfum að undanförnu og Johnson mun hafa tekið á móti nýjum samskiptastjóra með því að syngja brot úr lagi Gloriu Gaynor I will survive, Ég lifi þetta af.
2/10/2022 • 21 minutes, 59 seconds
Mjanmar, Norður-Írland og San Quentin
Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu í Heimsglugganum við Boga Ágústsson um ástandið í Mjanmar, sem áður hét Búrma. Herforingjar rændu völdum þar fyrir ári og síðan hefur ástandið í landinun hríðversnað og svo er komið að óttast er að borgarastyrjöld brjótist út. Herforingjastjórnin hefur barið niður mótmæli og andstöðu af mikilli hörku. Vitað er um 1500 sem her og lögregla hafa orðið að bana en almennt er talið að miklu fleiri hafi verið drepnir. Víðtæk verkföll hafa lamað atvinnulífið og það hefur orðið mikið bakslag, svo mjög að hætta er á hungursneyð. Sameinuðu þjóðirnar áætla að þjóðarframleiðslan í Mjanmar hafi dregist saman um að minnsta kosti tíu prósent á síðasta ári. Alþjóðabankinn segir raunar að ástandið sé enn verra, efnahagssamdráttur vegna valdaránsins og áhrifa covid sé meira en 30 prósent. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur sagt að ástandið hafi breyst úr pólitískri krísu í mannlegar hamfarir. Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna taldi um mitt ár í fyrra að helmingur þjóðarinnar yrði undir fátækrarmörkum í byrjun þessa árs. Það eru meir en 25 milljónir manns. Framtíðin virðist mjög dökk, lítil von er um frið, fréttaskýrendur hafa sagt vopnaða baráttu gegn herforingjunum nánast vonlausa, hún verði tæpast sigruð á vígvelli. Það eru afar litlar líkur á að efnahagurinn nái sér, raunar margt sem bendir til þess að efnahagsástandið versni enn. Edwin Poots, landbúnaðarráðherra Norður-Írlands, fyrirskipaði í gærkvöld öllum að óvörum að tollverðir ættu að hætta eftirliti með vörum sem koma frá Bretlandi. Það er brot á Brexit-samningunum og getur sett samninga um framkvæmd þeirra í uppnám. Í lokin var rætt um San Quentin fangelsið alræmda í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hefur Gavin Newsom, ríkisstjóri, fyrirskipað að dauðaganginum í hinu alræmda San Quentin fangelsi verði lokað. Það eru nærri 700 fangar á dauðadeildinni og þeir verða fluttir í önnur fangelsi og þar verður farið með þá eins og aðra fanga sem dæmdir hafa verið í lífstíðarfangelsi án möguleika á að verða látnir lausir. San Quentin hefur komið fyrir mörgum kvikmyndum og sjónvarpsmyndum, margar bækur hafa verið skrifaðar þar sem fangelsið kemur við sögu og svo er náttúrulega hið fræga lag Johnny Cash, sem heitir einfaldlega San Quentin. Þekktasta útgáfa lagsins var tekin upp í fangelsinu sjálfu 1969 þar sem fangar voru áheyrendur. Cash syngur fyrir munn fanga um hversu ömurlegt fangelsið sé, lifandi helvíti og að hann hati hvern þumlung. Fangarnir taka vel undir þegar Johnny Cash bölvar San Quentin.
2/3/2022 • 0
Mjanmar, Norður-Írland og San Quentin
Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu í Heimsglugganum við Boga Ágústsson um ástandið í Mjanmar, sem áður hét Búrma. Herforingjar rændu völdum þar fyrir ári og síðan hefur ástandið í landinun hríðversnað og svo er komið að óttast er að borgarastyrjöld brjótist út.
Herforingjastjórnin hefur barið niður mótmæli og andstöðu af mikilli hörku. Vitað er um 1500 sem her og lögregla hafa orðið að bana en almennt er talið að miklu fleiri hafi verið drepnir. Víðtæk verkföll hafa lamað atvinnulífið og það hefur orðið mikið bakslag, svo mjög að hætta er á hungursneyð. Sameinuðu þjóðirnar áætla að þjóðarframleiðslan í Mjanmar hafi dregist saman um að minnsta kosti tíu prósent á síðasta ári. Alþjóðabankinn segir raunar að ástandið sé enn verra, efnahagssamdráttur vegna valdaránsins og áhrifa covid sé meira en 30 prósent. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur sagt að ástandið hafi breyst úr pólitískri krísu í mannlegar hamfarir. Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna taldi um mitt ár í fyrra að helmingur þjóðarinnar yrði undir fátækrarmörkum í byrjun þessa árs. Það eru meir en 25 milljónir manns. Framtíðin virðist mjög dökk, lítil von er um frið, fréttaskýrendur hafa sagt vopnaða baráttu gegn herforingjunum nánast vonlausa, hún verði tæpast sigruð á vígvelli. Það eru afar litlar líkur á að efnahagurinn nái sér, raunar margt sem bendir til þess að efnahagsástandið versni enn.
Edwin Poots, landbúnaðarráðherra Norður-Írlands, fyrirskipaði í gærkvöld öllum að óvörum að tollverðir ættu að hætta eftirliti með vörum sem koma frá Bretlandi. Það er brot á Brexit-samningunum og getur sett samninga um framkvæmd þeirra í uppnám.
Í lokin var rætt um San Quentin fangelsið alræmda í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hefur Gavin Newsom, ríkisstjóri, fyrirskipað að dauðaganginum í hinu alræmda San Quentin fangelsi verði lokað. Það eru nærri 700 fangar á dauðadeildinni og þeir verða fluttir í önnur fangelsi og þar verður farið með þá eins og aðra fanga sem dæmdir hafa verið í lífstíðarfangelsi án möguleika á að verða látnir lausir.
San Quentin hefur komið fyrir mörgum kvikmyndum og sjónvarpsmyndum, margar bækur hafa verið skrifaðar þar sem fangelsið kemur við sögu og svo er náttúrulega hið fræga lag Johnny Cash, sem heitir einfaldlega San Quentin. Þekktasta útgáfa lagsins var tekin upp í fangelsinu sjálfu 1969 þar sem fangar voru áheyrendur. Cash syngur fyrir munn fanga um hversu ömurlegt fangelsið sé, lifandi helvíti og að hann hati hvern þumlung. Fangarnir taka vel undir þegar Johnny Cash bölvar San Quentin.
2/3/2022 • 21 minutes, 29 seconds
Takmörkunum aflétt og Nannerl Mozart
Heimsglugginn hófst á stuttum umræðum um handbolta, Bloody Sunday og stöðuna í breskum stjórnmálum. Aðalumræðuefnin voru hins vegar aflétting sóttvarnartakmarkana víða í grannlöndum og svo voru ræddar tilgátur um að Maria Anna Mozart, eldri systir Wolfgangs, hefði í raun samið einhverja af fimm fiðlukonsertum austurríska snillingsins.
1/27/2022 • 0
Takmörkunum aflétt og Nannerl Mozart
Heimsglugginn hófst á stuttum umræðum um handbolta, Bloody Sunday og stöðuna í breskum stjórnmálum. Aðalumræðuefnin voru hins vegar aflétting sóttvarnartakmarkana víða í grannlöndum og svo voru ræddar tilgátur um að Maria Anna Mozart, eldri systir Wolfgangs, hefði í raun samið einhverja af fimm fiðlukonsertum austurríska snillingsins.
1/27/2022 • 22 minutes, 39 seconds
Eric Zemmour og Boris Johnson
Það verða forsetakosningar í Frakklandi í apríl, Emmanuel Macron ætlar að leita endurkjörs. Hann var kjörinn forseti 2017 og hafði þá betur í síðari umferðinni gegn Marine Le Pen, sem var þá lengst til hægri í frönskum stjórnmálum. Macron fékk 66% atkvæða og hún 34% svo þetta var stórsigur. En Macron er ekki nærri eins vinsæll núna og Le Pen hefur mátt sjá annan stjórnmálamann taka yfir hlutverkið sem mesti hægrimaðurinn í franskri pólitík. Það er Eric Zemmour, 63 ára blaðamaður sem var á Le Figaro þangað til í fyrra og jafnhliða með útvarpsþætti á RTL og fleiri stöðvum. Zemmour er þekktur fyrir mjög eindregnar hægriskoðanir sínar. Flokkur hans nefnist Reconquête sem mætti þýða sem ?endurheimt? og það vísar til þess að Frakkar eigi að endurheimta landið úr höndum múslima. Það vekur nokkra athygli að Eric Zemmour hefur látið í ljós mikla hrifningu á ýmsu í Danaveldi og sagt að Frakkar ættu að taka Dani sér til fyrirmyndar í stefnu í innflytjendamálum. Jafnaðarmenn í Danmörku eru sennilega lítt hrifnir af því að últrahægrimaður í Frakklandi sé mikill aðdáandi þeirra. Boris Johnson varð fyrir þungum áföllum og átti í vök að verjast í fyrirspurnatíma forsætisráðherra í breska þinginu í hádeginu í gær. Þingmaður yfirgaf Íhaldsflokkinn og David Davis, fyrrverandi Brexit-ráðherra og einn af þungavigtarmönnum flokksins, sagði að nú væri tími kominn fyrir Johnson að hætta. ?You have sat here too long for any good you have done. In the name of God, go!? Í guðs nafni hypjaðu þig! Davis var þarna að vitna í Leo Amery, sem var meðal forystumanna Íhaldsflokksins. Hann sagði þetta í neðri málstofunni í maí 1940 í umræðu um ófarir breska hersins í Noregi. Þessi umræða var til þess að Chamberlain hrökklaðist frá völdum og Winston Churchill tók við sem forsætisráðherra.
1/20/2022 • 0
Eric Zemmour og Boris Johnson
Það verða forsetakosningar í Frakklandi í apríl, Emmanuel Macron ætlar að leita endurkjörs. Hann var kjörinn forseti 2017 og hafði þá betur í síðari umferðinni gegn Marine Le Pen, sem var þá lengst til hægri í frönskum stjórnmálum. Macron fékk 66% atkvæða og hún 34% svo þetta var stórsigur. En Macron er ekki nærri eins vinsæll núna og Le Pen hefur mátt sjá annan stjórnmálamann taka yfir hlutverkið sem mesti hægrimaðurinn í franskri pólitík. Það er Eric Zemmour, 63 ára blaðamaður sem var á Le Figaro þangað til í fyrra og jafnhliða með útvarpsþætti á RTL og fleiri stöðvum.
Zemmour er þekktur fyrir mjög eindregnar hægriskoðanir sínar. Flokkur hans nefnist Reconquête sem mætti þýða sem ?endurheimt? og það vísar til þess að Frakkar eigi að endurheimta landið úr höndum múslima. Það vekur nokkra athygli að Eric Zemmour hefur látið í ljós mikla hrifningu á ýmsu í Danaveldi og sagt að Frakkar ættu að taka Dani sér til fyrirmyndar í stefnu í innflytjendamálum. Jafnaðarmenn í Danmörku eru sennilega lítt hrifnir af því að últrahægrimaður í Frakklandi sé mikill aðdáandi þeirra.
Boris Johnson varð fyrir þungum áföllum og átti í vök að verjast í fyrirspurnatíma forsætisráðherra í breska þinginu í hádeginu í gær. Þingmaður yfirgaf Íhaldsflokkinn og David Davis, fyrrverandi Brexit-ráðherra og einn af þungavigtarmönnum flokksins, sagði að nú væri tími kominn fyrir Johnson að hætta. ?You have sat here too long for any good you have done. In the name of God, go!? Í guðs nafni hypjaðu þig!
Davis var þarna að vitna í Leo Amery, sem var meðal forystumanna Íhaldsflokksins. Hann sagði þetta í neðri málstofunni í maí 1940 í umræðu um ófarir breska hersins í Noregi. Þessi umræða var til þess að Chamberlain hrökklaðist frá völdum og Winston Churchill tók við sem forsætisráðherra.
1/20/2022 • 21 minutes, 16 seconds
Framtíð Johnsons hangir á bláþræ?ði
Stjórnmálaástandið í Bretlandi var til umræðu er Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu við Boga Ágústsson í Heimsglugganum. Ný skoðanakönnun Yougov fyrir The Times bendir til þess að að 60 prósent kjósenda í Bretlandi vilji að Boris Johnson, forsætisráðherra, segi af sér. Óánægjuna má rekja til margra hneykslismála undanfarna mánuði. Síðast var upplýst á mánudag að garðveisla hefði verið haldin í embættisbústað forsætisráðherra í maí árið 2020 þegar afar strangar sóttvarnareglur voru í gildi og allar samkomur bannaðar, innan- sem utanhúss.
1/13/2022 • 0
Framtíð Johnsons hangir á bláþræ?ði
Stjórnmálaástandið í Bretlandi var til umræðu er Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu við Boga Ágústsson í Heimsglugganum. Ný skoðanakönnun Yougov fyrir The Times bendir til þess að að 60 prósent kjósenda í Bretlandi vilji að Boris Johnson, forsætisráðherra, segi af sér. Óánægjuna má rekja til margra hneykslismála undanfarna mánuði. Síðast var upplýst á mánudag að garðveisla hefði verið haldin í embættisbústað forsætisráðherra í maí árið 2020 þegar afar strangar sóttvarnareglur voru í gildi og allar samkomur bannaðar, innan- sem utanhúss.
1/13/2022 • 20 minutes, 45 seconds
Heimurinn um áramót
Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu við Boga Ágústsson um ástand heimsins í byrjun nýs árs. Í flestum ríkjum heims er til siðs að leiðtogar ávarpi landa sína og spiluð voru brot úr ræðum nokkurra ráðamanna. Það virðist sameiginlegt öllum að rætt var um kórónuveirufaraldurinn, en með mjög misjöfnum hætti. Bogi sagði og áhugavert hvað leiðtogarnir ræddu annað og hvað þeir ræddu ekki. Þá var rætt um forsetakosningar sem verða meðal annars í Frakklandi, Filippseyjum og Brasilíu og nokkrar aðrar áhugaverðar kosningar svo sem til þings Norður-Írlands. Þar eru horfur á að sambandssinnaðir mótmælendur missi meirihlutann sem þeir hafa haldið frá stofnun Norður-Írlands fyrir 100 árum. Bogi minnti í lokin á að þó að mörgum sýndist útlitið heldur svart hefði margt jákvætt gerst. Heimsglugginn endaði á því að leikið var Monty Python lagið góða um að við eigum alltaf að líta á björtu hliðarnar í lífinu, Always look on the bright side of life.
1/6/2022 • 0
Heimurinn um áramót
Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu við Boga Ágústsson um ástand heimsins í byrjun nýs árs. Í flestum ríkjum heims er til siðs að leiðtogar ávarpi landa sína og spiluð voru brot úr ræðum nokkurra ráðamanna. Það virðist sameiginlegt öllum að rætt var um kórónuveirufaraldurinn, en með mjög misjöfnum hætti. Bogi sagði og áhugavert hvað leiðtogarnir ræddu annað og hvað þeir ræddu ekki.
Þá var rætt um forsetakosningar sem verða meðal annars í Frakklandi, Filippseyjum og Brasilíu og nokkrar aðrar áhugaverðar kosningar svo sem til þings Norður-Írlands. Þar eru horfur á að sambandssinnaðir mótmælendur missi meirihlutann sem þeir hafa haldið frá stofnun Norður-Írlands fyrir 100 árum.
Bogi minnti í lokin á að þó að mörgum sýndist útlitið heldur svart hefði margt jákvætt gerst. Heimsglugginn endaði á því að leikið var Monty Python lagið góða um að við eigum alltaf að líta á björtu hliðarnar í lífinu, Always look on the bright side of life.
1/6/2022 • 23 minutes, 32 seconds
Stjórnmál í Færeyjum og Bretlandi og ójólalega jólalagið
Miklir erfiðleikar eru í stjórnarsamstarfinu í Færeyjum eftir að tveir þingmenn stjórnarflokka lýstu stuðningi við tillögu stjórnarandstöðunnar um réttindabætur fyrir samkynhneigðar mæður. Jenis af Rana og Miðflokkur hans ætla að slíta stjórnarsamstarfinu ef tillagan verður samþykkt. Bárður á Steig Nielsen reynir nú að finna málamiðlun áður en frumvarpið kemur til þriðju umræðu. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir við Boga Ágústsson í Heimsglugga dagsins og einnig andóf gegn Boris Johnson í breska Íhaldsflokknum. Á þriðjudagskvöld greiddu 100 þingmenn Íhaldsflokksins atkvæði gegn frumvarpi stjórnarinnar um bólusetningarpassa. Frumvarpið var samþykkt með stuðningi Verkamannaflokksins, en það er auðvitað afleitt fyrir forsætisráðherra að þurfa að leita á náðir stjórnarandstöðunnar til að fá mikilvægt stjórnarfrumvarp samþykkt. Þetta er langalvarlegast andófið sem Boris Johnson hefur fengið úr eigin flokki og til marks um að margir þingmenn efast alvarlega um forystu Johnsons.
12/16/2021 • 0
Stjórnmál í Færeyjum og Bretlandi og ójólalega jólalagið
Miklir erfiðleikar eru í stjórnarsamstarfinu í Færeyjum eftir að tveir þingmenn stjórnarflokka lýstu stuðningi við tillögu stjórnarandstöðunnar um réttindabætur fyrir samkynhneigðar mæður. Jenis af Rana og Miðflokkur hans ætla að slíta stjórnarsamstarfinu ef tillagan verður samþykkt. Bárður á Steig Nielsen reynir nú að finna málamiðlun áður en frumvarpið kemur til þriðju umræðu. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir við Boga Ágústsson í Heimsglugga dagsins og einnig andóf gegn Boris Johnson í breska Íhaldsflokknum.
Á þriðjudagskvöld greiddu 100 þingmenn Íhaldsflokksins atkvæði gegn frumvarpi stjórnarinnar um bólusetningarpassa. Frumvarpið var samþykkt með stuðningi Verkamannaflokksins, en það er auðvitað afleitt fyrir forsætisráðherra að þurfa að leita á náðir stjórnarandstöðunnar til að fá mikilvægt stjórnarfrumvarp samþykkt.
Þetta er langalvarlegast andófið sem Boris Johnson hefur fengið úr eigin flokki og til marks um að margir þingmenn efast alvarlega um forystu Johnsons.
12/16/2021 • 19 minutes, 6 seconds
Boris Johnson, Olaf Scholz og Let it be
Heimsglugginn þessa vikuna fjallaði að mestu leyti um vandræði breska forsætisráðherrans. Boris Johnson fékk að finna til tevatnsins í fyrirspurnatíma forsætisráðherra vegna jólasamkvæmis sem hann neitar að hafi verið haldið í Downing-stræti 10 í fyrra. Daily Mirror ljóstraði því upp í síðustu viku að jólasamkvæmi hefði verið haldið í bústað forsætisráðherra í desember í fyrra þegar mjög strangar sóttvarnareglur voru í gildi. Fólk mátti ekki hittast innanhúss, utanhúss máttu aðeins sex koma saman og jólaveislur voru sérstaklega bannaðar. Johnson, aðrir ráðherrar og þingmenn Íhaldsflokksins harðneituðu að þessi frétt væri rétt en svo sprakk sprengja á þriðjudagskvöld þegar sjónvarpsstöðin ITV birti í fréttum sínum klukkan tíu upptöku frá desember í fyrra þar sem starfsmenn í Downing-stræti 10 virðast gera grín og hafa veisluhöldin í flimtingum. Þetta var sett upp sem blaðamannafundur þar sem Allegra Stratton, þá verðandi talsmaður forsætisráðherra, var beðin um að svara fyrir um þetta jólapartý. Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu einng um nýja stjórn í Þýskalandi og þau tímamót að ,,Mutti" Merkel er hætt sem kanslari eftir 16 ár og Olaf Scholz tekinn við. Í lokin var aðeins rætt um Bítlana og Let it be, síðustu stóru plötu þeirra sem var útgefin. Platan er aftur komin á vinsældalista eftir að sýningar hófust á sjónvarpsþáttum sem Peter Jackson gerði úr upptökum sem frá því þegar Bítlarnir voru að taka plötuna upp 1969. Við heyrðum svo lagið Get back, sem er síðasta lagið á plötunni Let it be.
12/9/2021 • 0
Boris Johnson, Olaf Scholz og Let it be
Heimsglugginn þessa vikuna fjallaði að mestu leyti um vandræði breska forsætisráðherrans. Boris Johnson fékk að finna til tevatnsins í fyrirspurnatíma forsætisráðherra vegna jólasamkvæmis sem hann neitar að hafi verið haldið í Downing-stræti 10 í fyrra.
Daily Mirror ljóstraði því upp í síðustu viku að jólasamkvæmi hefði verið haldið í bústað forsætisráðherra í desember í fyrra þegar mjög strangar sóttvarnareglur voru í gildi. Fólk mátti ekki hittast innanhúss, utanhúss máttu aðeins sex koma saman og jólaveislur voru sérstaklega bannaðar. Johnson, aðrir ráðherrar og þingmenn Íhaldsflokksins harðneituðu að þessi frétt væri rétt en svo sprakk sprengja á þriðjudagskvöld þegar sjónvarpsstöðin ITV birti í fréttum sínum klukkan tíu upptöku frá desember í fyrra þar sem starfsmenn í Downing-stræti 10 virðast gera grín og hafa veisluhöldin í flimtingum. Þetta var sett upp sem blaðamannafundur þar sem Allegra Stratton, þá verðandi talsmaður forsætisráðherra, var beðin um að svara fyrir um þetta jólapartý.
Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu einng um nýja stjórn í Þýskalandi og þau tímamót að ,,Mutti" Merkel er hætt sem kanslari eftir 16 ár og Olaf Scholz tekinn við.
Í lokin var aðeins rætt um Bítlana og Let it be, síðustu stóru plötu þeirra sem var útgefin. Platan er aftur komin á vinsældalista eftir að sýningar hófust á sjónvarpsþáttum sem Peter Jackson gerði úr upptökum sem frá því þegar Bítlarnir voru að taka plötuna upp 1969. Við heyrðum svo lagið Get back, sem er síðasta lagið á plötunni Let it be.
12/9/2021 • 19 minutes, 52 seconds
Rómanska Ameríka og lagaval Angelu Merkel
Angela Merkel, fráfarandi kanslari Þýskalands, verður kvödd í kvöld með athöfn sem nefnist Der Großer Zapfenstreich. Það er formleg athöfn hermanna sem hafa lokið skyldustörfum dagsins og hverfa til herbúða sinna að kvöldi. Hún fær að velja þrjú lög sem lúðrasveit hersins leikur og mikla athygli hefur vakið að eitt laganna var sungið af erkipönkaranum Ninu Hagen, Du hast den Farbfilm vergessen eða þú gleymdi litfilmunni. Lagaval Angelu Merkel var til umræðu í Heimsglugga Morgunvaktarinnar á Rás 1. Þar var einnig rætt um stjórnmál í MIð- og Suður-Ameríku, Hondúras, Venesúela, Chile og Argentínu.
12/2/2021 • 0
Rómanska Ameríka og lagaval Angelu Merkel
Angela Merkel, fráfarandi kanslari Þýskalands, verður kvödd í kvöld með athöfn sem nefnist Der Großer Zapfenstreich. Það er formleg athöfn hermanna sem hafa lokið skyldustörfum dagsins og hverfa til herbúða sinna að kvöldi. Hún fær að velja þrjú lög sem lúðrasveit hersins leikur og mikla athygli hefur vakið að eitt laganna var sungið af erkipönkaranum Ninu Hagen, Du hast den Farbfilm vergessen eða þú gleymdi litfilmunni.
Lagaval Angelu Merkel var til umræðu í Heimsglugga Morgunvaktarinnar á Rás 1. Þar var einnig rætt um stjórnmál í MIð- og Suður-Ameríku, Hondúras, Venesúela, Chile og Argentínu.
12/2/2021 • 22 minutes, 8 seconds
Ný stjórn í Þýskalandi og staða COVID faraldursins
Sænska þingið staðfestir í dag að öllum likindum aftur tilnefningu Magdalenu Anderson í embætti forsætisráherra landsins. Hún þurfti að biðjast lausnar í gær aðeins rúmum sjö klukkustundum etir að hún tók við sem forsætisráðherra. Í Þýskalandi var tilkynnt að Jafnaðarmenn, Græningjar og Frjálsir demókratar hefðu náð samkomulagi um stjórnarmyndun. Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz verður kanslari í stað Angelu Merkel. Christian Lindner, leiðtogi Frjálsra demókrata, verður fjármálaráðherra og Annalena Baerbock, annar leiðtogi Græningja, verður líklega utanríkisráðherra. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar. Í seinni hluti Heimsgluggans ræddi Bogi við Ragnar Bjart Guðmundsson, stjórnmálafræðing og rekstrarhagfræðing, sem hefur fylgst náið með tölum um smit og andlát vegna kórónuveirunnar. Þeir spjölluðu um ástandið sem er núna aftur verst í Evrópu. Í mörgum Evrópuríkjum hefur á ný verið gripið til lokana og annarra ráðstafana til að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.
11/25/2021 • 0
Ný stjórn í Þýskalandi og staða COVID faraldursins
Sænska þingið staðfestir í dag að öllum likindum aftur tilnefningu Magdalenu Anderson í embætti forsætisráherra landsins. Hún þurfti að biðjast lausnar í gær aðeins rúmum sjö klukkustundum etir að hún tók við sem forsætisráðherra. Í Þýskalandi var tilkynnt að Jafnaðarmenn, Græningjar og Frjálsir demókratar hefðu náð samkomulagi um stjórnarmyndun. Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz verður kanslari í stað Angelu Merkel. Christian Lindner, leiðtogi Frjálsra demókrata, verður fjármálaráðherra og Annalena Baerbock, annar leiðtogi Græningja, verður líklega utanríkisráðherra. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar.
Í seinni hluti Heimsgluggans ræddi Bogi við Ragnar Bjart Guðmundsson, stjórnmálafræðing og rekstrarhagfræðing, sem hefur fylgst náið með tölum um smit og andlát vegna kórónuveirunnar. Þeir spjölluðu um ástandið sem er núna aftur verst í Evrópu. Í mörgum Evrópuríkjum hefur á ný verið gripið til lokana og annarra ráðstafana til að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.
11/25/2021 • 20 minutes, 23 seconds
Dönsk stjórnmála og verðbólga í heiminum
Sveitarstjórnarkosningar voru í Danmörku og dagblaðið Politiken skrifar að kosningarnar í ár séu minnisstæðar vegna margra stórtíðinda og kollhnís hafi verið í stjórnmálum í mörgum bæjarfélögum. Mesta athygli vekur að fylgi Danska þjóðarflokksins hrundi frá síðustu sveitarstjórnarkosningum. Danski þjóðarflokkurinn fékk kinnhest í síðustu þingkosningum árið 2019 og minnkar enn. Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu dönsk stjórnmál við Boga Ágústsson í Heimsglugganum og einnig verðbólgu sem er vaxandi vandamál í fjölmörgum löndum heims.
11/18/2021 • 0
Dönsk stjórnmála og verðbólga í heiminum
Sveitarstjórnarkosningar voru í Danmörku og dagblaðið Politiken skrifar að kosningarnar í ár séu minnisstæðar vegna margra stórtíðinda og kollhnís hafi verið í stjórnmálum í mörgum bæjarfélögum. Mesta athygli vekur að fylgi Danska þjóðarflokksins hrundi frá síðustu sveitarstjórnarkosningum. Danski þjóðarflokkurinn fékk kinnhest í síðustu þingkosningum árið 2019 og minnkar enn.
Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu dönsk stjórnmál við Boga Ágústsson í Heimsglugganum og einnig verðbólgu sem er vaxandi vandamál í fjölmörgum löndum heims.
11/18/2021 • 20 minutes, 11 seconds
30 tillögur um nánara samstarf Færeyja og Íslands
Starfshópur á vegum utanríkisráðuneytisins hefur lagt fram 30 tillögur um nánara samstarf Íslendinga og Færeyinga. Tillögurnar eru settar fram í skýrslu til utanríkisráðherra. Skýrslan var til umræðu á fundi Færeysk-íslenska viðskiptaráðsins. Meðal tillagna er að stofnað verði til samstarfsráðs milli Íslands og Færeyja, sem m.a. fái það hlutverk að vinna að framgangi tillagna hópsins. Bogi Ágústsson ræddi við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem skipaði starfshópinn, um skýrsluna, tillögurnar og samstarf og samvinnu þjóðanna. Um þetta var fjallað í Heimsglugga dagsins.
11/11/2021 • 0
30 tillögur um nánara samstarf Færeyja og Íslands
Starfshópur á vegum utanríkisráðuneytisins hefur lagt fram 30 tillögur um nánara samstarf Íslendinga og Færeyinga. Tillögurnar eru settar fram í skýrslu til utanríkisráðherra. Skýrslan var til umræðu á fundi Færeysk-íslenska viðskiptaráðsins. Meðal tillagna er að stofnað verði til samstarfsráðs milli Íslands og Færeyja, sem m.a. fái það hlutverk að vinna að framgangi tillagna hópsins. Bogi Ágústsson ræddi við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem skipaði starfshópinn, um skýrsluna, tillögurnar og samstarf og samvinnu þjóðanna. Um þetta var fjallað í Heimsglugga dagsins.
11/11/2021 • 19 minutes, 39 seconds
Minkavandræði Mette Frederiksen og bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu í Heimsglugga Morgunvaktarinnar við Boga Ágústsson um vandræði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, vegna horfinna smáskilaboða sem tengjast ákvörðun um að aflífa alla minka í Danmörku. Í síðari hlutanum var rætt um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Þau hlaut að þessu sinni Grænlendingurinn Niviaq Korneliussen fyrir bók sína Blómadalurinn.
11/4/2021 • 0
Minkavandræði Mette Frederiksen og bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu í Heimsglugga Morgunvaktarinnar við Boga Ágústsson um vandræði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, vegna horfinna smáskilaboða sem tengjast ákvörðun um að aflífa alla minka í Danmörku. Í síðari hlutanum var rætt um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Þau hlaut að þessu sinni Grænlendingurinn Niviaq Korneliussen fyrir bók sína Blómadalurinn.
11/4/2021 • 20 minutes, 30 seconds
Vandræði SAS, valdarán og vondar ríkisstjórnir
Kórónuveirufaraldurinn lék flugfélög heimsins grátt vegna mikils samdráttar í farþegaflugi. Skandínavíska flugfélagið SAS er eitt þeirra og segja sumir sérfræðingar að félagið fari í þrot takist ekki að endurskipuleggja reksturinn. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson í Heimsglugga vikunnar. Í síðari hluta þáttarins ræddu þeir valdarán en í ár hefur her velt ríkisstjórn í fimm löndum heims. Lýðræðið á í vök að verjast, jafnvel í Evrópu þar sem einræðistilburðir nokkurra ríkisstjórna hafa veikt grunnstoðir þess.
10/28/2021 • 0
Vandræði SAS, valdarán og vondar ríkisstjórnir
Kórónuveirufaraldurinn lék flugfélög heimsins grátt vegna mikils samdráttar í farþegaflugi. Skandínavíska flugfélagið SAS er eitt þeirra og segja sumir sérfræðingar að félagið fari í þrot takist ekki að endurskipuleggja reksturinn. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson í Heimsglugga vikunnar. Í síðari hluta þáttarins ræddu þeir valdarán en í ár hefur her velt ríkisstjórn í fimm löndum heims. Lýðræðið á í vök að verjast, jafnvel í Evrópu þar sem einræðistilburðir nokkurra ríkisstjórna hafa veikt grunnstoðir þess.
10/28/2021 • 20 minutes, 27 seconds
Nóbelsverðlaunin, ís og loft frá 1765 á loftslagsráðstenunni í Glasgow
Þessa vikuna er verið að tilkynna um þá sem fá Nóbelsverðlaunin, þau vekja alltaf mikla athygli en við leiðum ekki alltaf hugann að uppruna þeirra eða hvenær þau öðluðust þann virðingarsess sem þau hafa. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson, Bogi Ágústsson og Guðrún Hálfdánardóttir í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar-1. Þá var einnig talað um listaverk eftir Wayne Binitie sem verður á Loftslagsráðstefnunni í Glasgow. Verkið heitir ,,1765-Loft frá Suðurskautslandinu." Listamaðurinn sýnir þar ís og loft sem fengið var af 110 metra dýpi í jöklinum á Suðurskautslandinu. Einnig var stuttlega minnst á þann möguleika að allir forsætisráðherrar Norðurlanda gætu verið konur þegar Magdalena Anderson tekur við af Stefan Löfven í nóvember. Kona hefur aldrei fyrr gegnt embætti forsætisráðherra í Svíþjóð. Erna Solberg er enn forsætisráðherra í Noregi þó að búist sé við að Jonas Gahr Støre taki við innan tíðar. Katrín Jakobsdóttir er sömuleiðis enn forsætisráðherra Íslands. Í Danmörku er Mette Frederiksen forsætisráðherra og Sanna Marin í Finnlandi.
10/7/2021 • 0
Nóbelsverðlaunin, ís og loft frá 1765 á loftslagsráðstenunni í Glasgow
Þessa vikuna er verið að tilkynna um þá sem fá Nóbelsverðlaunin, þau vekja alltaf mikla athygli en við leiðum ekki alltaf hugann að uppruna þeirra eða hvenær þau öðluðust þann virðingarsess sem þau hafa. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson, Bogi Ágústsson og Guðrún Hálfdánardóttir í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar-1.
Þá var einnig talað um listaverk eftir Wayne Binitie sem verður á Loftslagsráðstefnunni í Glasgow. Verkið heitir ,,1765-Loft frá Suðurskautslandinu." Listamaðurinn sýnir þar ís og loft sem fengið var af 110 metra dýpi í jöklinum á Suðurskautslandinu.
Einnig var stuttlega minnst á þann möguleika að allir forsætisráðherrar Norðurlanda gætu verið konur þegar Magdalena Anderson tekur við af Stefan Löfven í nóvember. Kona hefur aldrei fyrr gegnt embætti forsætisráðherra í Svíþjóð. Erna Solberg er enn forsætisráðherra í Noregi þó að búist sé við að Jonas Gahr Støre taki við innan tíðar. Katrín Jakobsdóttir er sömuleiðis enn forsætisráðherra Íslands. Í Danmörku er Mette Frederiksen forsætisráðherra og Sanna Marin í Finnlandi.
10/7/2021 • 20 minutes, 36 seconds
Kosningar í Noregi og ráðherraskipti í Bretlandi
Vinstriflokkar unnu sigur í kosningum til Stórþingsins í Noregi á mánudaginn. Jonas Gahr Støre tekur því að öllum líkindum við forsætisráðherraembættinu af Ernu Solberg. Hún hefur verið forsætisráðherra síðan 2013. Støre hefur hafið viðræður um stjórnarmyndun við leiðtoga SV, Sósíalíska vinstriflokksins, og Senterpartiet, Miðflokksins. Þetta var aðalumfjöllunarefni Heimsgluggans á Morgunvakt Rásar-1. Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu einnig við Boga Ágústsson um ráðherraskipti í bresku ríkisstjórninni. Þar eru stærstu tíðindin að Dominic Raab, var rekinn úr embætti utanríkisráðherra og Liz Truss tekur við. Þá missti menntamálaráðherrann Gavin Williamsson einnig sitt embætti. Báðir hafa þessir ráðherrar setið undir mikilli gagnrýni.
9/16/2021 • 0
Kosningar í Noregi og ráðherraskipti í Bretlandi
Vinstriflokkar unnu sigur í kosningum til Stórþingsins í Noregi á mánudaginn. Jonas Gahr Støre tekur því að öllum líkindum við forsætisráðherraembættinu af Ernu Solberg. Hún hefur verið forsætisráðherra síðan 2013. Støre hefur hafið viðræður um stjórnarmyndun við leiðtoga SV, Sósíalíska vinstriflokksins, og Senterpartiet, Miðflokksins. Þetta var aðalumfjöllunarefni Heimsgluggans á Morgunvakt Rásar-1.
Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu einnig við Boga Ágústsson um ráðherraskipti í bresku ríkisstjórninni. Þar eru stærstu tíðindin að Dominic Raab, var rekinn úr embætti utanríkisráðherra og Liz Truss tekur við. Þá missti menntamálaráðherrann Gavin Williamsson einnig sitt embætti. Báðir hafa þessir ráðherrar setið undir mikilli gagnrýni.
9/16/2021 • 20 minutes, 17 seconds
Brasilía, Mexíkó og kosningabarátta í Noregi og Þýskalandi
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, stendur í stórræðum þessa dagana. Hæstiréttur landsins hefur fyrirskipað rannsókn vegna órökstuddra fullyrðinga um kosningasvindl. Forsetinn ítrekaði þessar yfirlýsingar á fjöldafundum með stuðningsmönnum sínum á þjóðhátíðardegi Brasilíu. Kannanir benda til þess að Bolsonaro tapi í forsetakosningum á næsta ári fyrir Lula da Silva, fyrrverandi forseta. Þetta var meðal þess sem Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu um við Boga Ágústsson í Heimsglugganum í Morgunavaktinni á Rás 1. Hæstiréttur Mexíkó hefur úrskurðað einróma að lög sem banna þungunarrof stangist á við stjórnarskrá ríkisins. Hingað til hefur þungunarrof fyrstu tólf vikur meðgöngu verið löglegt í Mexíkóborg og þremur öðrum fylkjum landsins. Annars staðar í Mexíkó hefur þungunarrof aðeins verið leyfilegt ef konunni var nauðgað. Kosningabarátta í Noregi og Þýskalandi Norðmenn kjósa til Stórþingsins á mánudag og kannanir benda til þess að vinstriflokkar fái meirihluta og Erna Solberg láti af völdum eftir að hafa verið forsætisráðherra í átta ár. Í Þýskalandi benda kannanir enn til þess að Jafnaðarmannaflokkurinn verði stærsti flokkurinn á þingi eftir kosningarnar 26. september.
9/9/2021 • 0
Brasilía, Mexíkó og kosningabarátta í Noregi og Þýskalandi
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, stendur í stórræðum þessa dagana. Hæstiréttur landsins hefur fyrirskipað rannsókn vegna órökstuddra fullyrðinga um kosningasvindl. Forsetinn ítrekaði þessar yfirlýsingar á fjöldafundum með stuðningsmönnum sínum á þjóðhátíðardegi Brasilíu. Kannanir benda til þess að Bolsonaro tapi í forsetakosningum á næsta ári fyrir Lula da Silva, fyrrverandi forseta.
Þetta var meðal þess sem Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir ræddu um við Boga Ágústsson í Heimsglugganum í Morgunavaktinni á Rás 1.
Hæstiréttur Mexíkó hefur úrskurðað einróma að lög sem banna þungunarrof stangist á við stjórnarskrá ríkisins. Hingað til hefur þungunarrof fyrstu tólf vikur meðgöngu verið löglegt í Mexíkóborg og þremur öðrum fylkjum landsins. Annars staðar í Mexíkó hefur þungunarrof aðeins verið leyfilegt ef konunni var nauðgað.
Kosningabarátta í Noregi og Þýskalandi
Norðmenn kjósa til Stórþingsins á mánudag og kannanir benda til þess að vinstriflokkar fái meirihluta og Erna Solberg láti af völdum eftir að hafa verið forsætisráðherra í átta ár. Í Þýskalandi benda kannanir enn til þess að Jafnaðarmannaflokkurinn verði stærsti flokkurinn á þingi eftir kosningarnar 26. september.
9/9/2021 • 19 minutes, 25 seconds
Kosningabaráttan í Noregi
Norðmenn ganga til kosninga 13. september og kannanir benda til sigurs vinstriflokka og að þeir fái meirihluta á Stórþinginu ásamt miðjuflokkum. Nýr forsætisráðherra tæki þá við af Ernu Solberg, sem hefur setið frá 2013. Þetta var umfjöllunarefni í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun og rætt var við Herdísi Sigurgrímsdóttur. Hún er stjórnmálafræðingur og fyrrverandi fréttamaður RÚV en er búsett í Noregi. Herdís segir að vatnaskil hafi orðið í kosningabaráttunni þegar ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar af manna völdum var birt í síðasta mánuði. Síðan hafi umhverfismál orðið aðalefni kosningabaráttunnar. Það hafi gagnast Umhverfisflokknum-græningjum og öðrum flokkum með róttæka stefnu í umhverfismálum.
9/2/2021 • 0
Kosningabaráttan í Noregi
Norðmenn ganga til kosninga 13. september og kannanir benda til sigurs vinstriflokka og að þeir fái meirihluta á Stórþinginu ásamt miðjuflokkum. Nýr forsætisráðherra tæki þá við af Ernu Solberg, sem hefur setið frá 2013. Þetta var umfjöllunarefni í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun og rætt var við Herdísi Sigurgrímsdóttur. Hún er stjórnmálafræðingur og fyrrverandi fréttamaður RÚV en er búsett í Noregi.
Herdís segir að vatnaskil hafi orðið í kosningabaráttunni þegar ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar af manna völdum var birt í síðasta mánuði. Síðan hafi umhverfismál orðið aðalefni kosningabaráttunnar. Það hafi gagnast Umhverfisflokknum-græningjum og öðrum flokkum með róttæka stefnu í umhverfismálum.
9/2/2021 • 21 minutes, 2 seconds
Kosningar í Þýskalandi og Stefan Löfven hættir
Það virðist flest benda til mjög spennandi þingkosninga í Þýskalandi og lítill munur á milli tveggja stærstu flokkanna, Kristilegra og Jafnaðarmanna. Raunar voru Jafnaðarmenn mældir með meira fylgi í könnun fyrr í vikunni en Kristilegir. Það er í fyrsta sinn í 15 ár, en munurinn er lítill og innan skekkjumarka. Kristilegir undir forystu Angelu Merkel hafa unnið fjórar kosningar í röð svo kannski breytist meira en að Merkel hætti sem kanslari. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti óvænt fyrr í vikunni að hann ætlaði að hætta stjórnmálaþátttöku. Við heyrum í Heimsglugganum í tveimur norrænum fréttaskýrendum sem leggja mat á Löfven og af hverju hann hættir núna.
8/26/2021 • 0
Kosningar í Þýskalandi og Stefan Löfven hættir
Það virðist flest benda til mjög spennandi þingkosninga í Þýskalandi og lítill munur á milli tveggja stærstu flokkanna, Kristilegra og Jafnaðarmanna. Raunar voru Jafnaðarmenn mældir með meira fylgi í könnun fyrr í vikunni en Kristilegir. Það er í fyrsta sinn í 15 ár, en munurinn er lítill og innan skekkjumarka. Kristilegir undir forystu Angelu Merkel hafa unnið fjórar kosningar í röð svo kannski breytist meira en að Merkel hætti sem kanslari.
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti óvænt fyrr í vikunni að hann ætlaði að hætta stjórnmálaþátttöku. Við heyrum í Heimsglugganum í tveimur norrænum fréttaskýrendum sem leggja mat á Löfven og af hverju hann hættir núna.
8/26/2021 • 20 minutes, 9 seconds
Bólusetningatregða, Líbanon og danska ríkissambandið
Víðast á Vesturlöndum er nú meira framboð af bóluefni gegn COVID-19 en eftirspurn. Mörg ríki hafa gripið til aðgerða til að hvetja almenning til að láta bólusetja sig, en í mörgum ríkjum er tortryggni á bólusetningar, einkum þar sem traust á stjórnvöldum er ekki jafn mikið og á Íslandi. Alls kyns samsæriskenningar um annarlegan tilgang bólusetninga lifa góðu lífi. Í Bandaríkjunum er áberandi að stuðningsmenn Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, eru tregari til að láta bólusetja sig en aðrir landsmenn. Joe Biden forseti hefur nú beðið ríkisstjóra í Flórída og Texas að láta af andstöðu við bólusetningar eða í það minnsta ekki flækjast fyrir. Í Ástralíu hafa aðeins um 20 prósent landsmanna verið bólusett en það er vegna skorts á bóluefnum. Áströlsk stjórnvöld lokuðu landinu í upphafi faraldursins og ætluðu að reyna að halda kórónuveirunni frá landinu, en það hefur ekki tekist. Víðtækar ráðstafanir eru í gildi til að reyna að hefta útbreiðslu COVID-19. Útgöngubann er í stærstu borg landsins, Sidney. Margir Ástralir eru orðnir þreyttir á ástandinu. Skelfilegt ástand ríkir í Líbanon ári eftir mikla sprengingu í höfuðborginni Beirút sem varð á þriðja hundrað manns að bana og lagði stóran hluta borgarinnar í rúst og var afar þungt högg fyrir efnahagslíf landsins. Verðmæti gjaldmiðils landsins hefur hrunið, skortur er á nauðsynjavörum, langar biðraðir eftir nauðsynjum eins og eldsneyti og rafmagnslaust er langtímum saman. Bilið milli ríkra og fátækra eykst stöðugt. Langvarandi óstjórn og spilling stendur í vegi uppbyggingar. Að lokum ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir við Boga Ágústsson um ríkissamband Dana, Færeyinga og Grænlendinga. Ný þáttaröð danska ríkissjónvarpsins fjallar um 300 ára sögu sambandsins og spyr hvort enn sé grundvöllur fyrir það.
8/5/2021 • 0
Bólusetningatregða, Líbanon og danska ríkissambandið
Víðast á Vesturlöndum er nú meira framboð af bóluefni gegn COVID-19 en eftirspurn. Mörg ríki hafa gripið til aðgerða til að hvetja almenning til að láta bólusetja sig, en í mörgum ríkjum er tortryggni á bólusetningar, einkum þar sem traust á stjórnvöldum er ekki jafn mikið og á Íslandi. Alls kyns samsæriskenningar um annarlegan tilgang bólusetninga lifa góðu lífi. Í Bandaríkjunum er áberandi að stuðningsmenn Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, eru tregari til að láta bólusetja sig en aðrir landsmenn. Joe Biden forseti hefur nú beðið ríkisstjóra í Flórída og Texas að láta af andstöðu við bólusetningar eða í það minnsta ekki flækjast fyrir.
Í Ástralíu hafa aðeins um 20 prósent landsmanna verið bólusett en það er vegna skorts á bóluefnum. Áströlsk stjórnvöld lokuðu landinu í upphafi faraldursins og ætluðu að reyna að halda kórónuveirunni frá landinu, en það hefur ekki tekist. Víðtækar ráðstafanir eru í gildi til að reyna að hefta útbreiðslu COVID-19. Útgöngubann er í stærstu borg landsins, Sidney. Margir Ástralir eru orðnir þreyttir á ástandinu.
Skelfilegt ástand ríkir í Líbanon ári eftir mikla sprengingu í höfuðborginni Beirút sem varð á þriðja hundrað manns að bana og lagði stóran hluta borgarinnar í rúst og var afar þungt högg fyrir efnahagslíf landsins. Verðmæti gjaldmiðils landsins hefur hrunið, skortur er á nauðsynjavörum, langar biðraðir eftir nauðsynjum eins og eldsneyti og rafmagnslaust er langtímum saman. Bilið milli ríkra og fátækra eykst stöðugt. Langvarandi óstjórn og spilling stendur í vegi uppbyggingar.
Að lokum ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir við Boga Ágústsson um ríkissamband Dana, Færeyinga og Grænlendinga. Ný þáttaröð danska ríkissjónvarpsins fjallar um 300 ára sögu sambandsins og spyr hvort enn sé grundvöllur fyrir það.
8/5/2021 • 21 minutes, 5 seconds
Túnis, efnahagshorfur og Norðurlandaófriðurinn mikli
Mikil spenna ríkir í Túnis eftir að Kais Saied, forseti, rak forsætisráðherrann og sendi þingið í leyfi. Andstæðingar forsetans saka hann um valdarán og einræðistilburði. Forsetinn, sem var prófessor í stjórnlagarétti, vísar því á bug að hann hafi rænt völdum og segir þá sem haldi því fram þurfa að læra lögfræði sína betur. Fréttaskýrendur segja ýmislegt benda til þess að forsetinn njóti verulegs stuðnings, hann var kjörinn fyrir tveimur árum og hafði þá enga reynslu af stjórnmálum og var ekki í neinum stjórnmálaflokki. Hann lagði höfuðáherslu á baráttu gegn landlægri spillingu og fékk 73% atkvæða. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að hagvöxtur í heiminum verði 6 prósent í ár en vaxandi munur sé á þróuðum ríkjum og þróunarríkjum. Sú misskipting haldi áfram á næsta ári en AGS spáir að hagvöxtur verði mun meiri í ríkum þróuðum löndum. Nýtt tveggja binda rit um Norðurlandaófriðinn mikla eftir danska sagnfræðinginn Dan H. Andersen hefur vakið nokkra athygli. Norðurlandaófriðurinn mikli var styrjöld sem stóð frá 1700-1721 á milli Svía og flestra granna þeirra sem sáu ofsjónum yfir veldi Svía. Þeir réðu þá löndum beggja megin Eystrasalts og einnig stórum hlutum í Póllandi og norðurhluta Þýskalands. Dan H. Andersen heldur því fram að ósigur Svía í stríðinu hafi lagt grunninn að þeim heimi sem fólk lifi í núna. Rússar hafi fengið aðgang að sjó sem var forsenda þess að þeir urðu stórveldi. Hann segir að uppgang Prússlands megi einnig rekja til Norðurlandaófriðarins mikla.
7/29/2021 • 0
Túnis, efnahagshorfur og Norðurlandaófriðurinn mikli
Mikil spenna ríkir í Túnis eftir að Kais Saied, forseti, rak forsætisráðherrann og sendi þingið í leyfi. Andstæðingar forsetans saka hann um valdarán og einræðistilburði. Forsetinn, sem var prófessor í stjórnlagarétti, vísar því á bug að hann hafi rænt völdum og segir þá sem haldi því fram þurfa að læra lögfræði sína betur. Fréttaskýrendur segja ýmislegt benda til þess að forsetinn njóti verulegs stuðnings, hann var kjörinn fyrir tveimur árum og hafði þá enga reynslu af stjórnmálum og var ekki í neinum stjórnmálaflokki. Hann lagði höfuðáherslu á baráttu gegn landlægri spillingu og fékk 73% atkvæða.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að hagvöxtur í heiminum verði 6 prósent í ár en vaxandi munur sé á þróuðum ríkjum og þróunarríkjum. Sú misskipting haldi áfram á næsta ári en AGS spáir að hagvöxtur verði mun meiri í ríkum þróuðum löndum.
Nýtt tveggja binda rit um Norðurlandaófriðinn mikla eftir danska sagnfræðinginn Dan H. Andersen hefur vakið nokkra athygli. Norðurlandaófriðurinn mikli var styrjöld sem stóð frá 1700-1721 á milli Svía og flestra granna þeirra sem sáu ofsjónum yfir veldi Svía. Þeir réðu þá löndum beggja megin Eystrasalts og einnig stórum hlutum í Póllandi og norðurhluta Þýskalands. Dan H. Andersen heldur því fram að ósigur Svía í stríðinu hafi lagt grunninn að þeim heimi sem fólk lifi í núna. Rússar hafi fengið aðgang að sjó sem var forsenda þess að þeir urðu stórveldi. Hann segir að uppgang Prússlands megi einnig rekja til Norðurlandaófriðarins mikla.
7/29/2021 • 19 minutes, 44 seconds
Suður-Afríka, Eswantini og Sweet Caroline
Mannskæð átök halda áfram í Suður-Afríku en minna hefur farið fyrir fréttum af mótmælum og óeirðum í grannríkinu Eswantini, sem áður hét Swaziland. Þar ríkir einvaldur konungur, Mswati þriðji, sem hefur tekið af hörku á allri andstöðu við alræðisstjórn landsins. Tugir hafa fallið í átökum þar sem lögregla hefur beitt mikilli hörku. Frans páfi og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áhyggjum af stöðunni. Í seinni hluta Heimsgluggaspjalls vikunnar ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir við Boga Ágústsson um drauma Englendinga um að sigra í Evrópumótinu í fótbolta sem snerust upp í martröð rasisma og illdeilna eftir tap í úrslitaleiknum gegn Ítalíu.
7/15/2021 • 0
Suður-Afríka, Eswantini og Sweet Caroline
Mannskæð átök halda áfram í Suður-Afríku en minna hefur farið fyrir fréttum af mótmælum og óeirðum í grannríkinu Eswantini, sem áður hét Swaziland. Þar ríkir einvaldur konungur, Mswati þriðji, sem hefur tekið af hörku á allri andstöðu við alræðisstjórn landsins. Tugir hafa fallið í átökum þar sem lögregla hefur beitt mikilli hörku. Frans páfi og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áhyggjum af stöðunni.
Í seinni hluta Heimsgluggaspjalls vikunnar ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir við Boga Ágústsson um drauma Englendinga um að sigra í Evrópumótinu í fótbolta sem snerust upp í martröð rasisma og illdeilna eftir tap í úrslitaleiknum gegn Ítalíu.
7/15/2021 • 19 minutes, 56 seconds
Svart útlit fyrir stjórnina í Afganistan og formennska Slóvena í ESB
Útlitið í Afganistan er sannarlega ekki gott fyrir stjórnina í Kabúl, Bandaríkjamenn ákváðu meðan Donald Trump var forseti að kalla her sinn heim frá landinu og þegar núverandi forseti, Joe Biden, staðfesti þá ákvörðun ákváðu bandamenn Bandaríkjanna í NATO að kalla sínar hersveitir heim. Talibanar, sem stjórnuðu Afganistan frá 1996-2001, eru í mikilli sókn og stjórnarherinn virðist vanbúinn til að veita þeim öflugt viðnám. Stjórnarherinn virðist einkum sakna stuðnings bandaríska flughersins. Þó að fjölþjóðaliðið hafi ekki verið mjög fjölmennt undir það síðasta, um 2500 bandarískir hermenn, þá var táknrænt hlutverk miklu mikilvægara, talibanar virðast líta á brottför þeirra núna sem upplagt tækifæri til að láta til skarar skíra og talibanar verið að gera nokkrar harðar árásir og náð yfirráðum í mörgum héruðum. Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir ræddu málefni Afganistans við Boga Ágústsson í Heimsglugganum og einnig formennsku Slóveníu í Evrrópusambandinu. Slóvenar tóku við henni 1. júlí en innan sambandsins eru margir sem efast um hæfi forsætisráðherra Slóveníu Janez Jansa. Hann er umdeildur stjórnmálamaður og er sakaður um aðför að frelsi fjölmiðla og sjálfstæði dómstóla, ekki ósvipað og stjórnvöld í Ungverjalandi og Póllandi. Jansa var fundinn sekur um spillingu og dæmdur í tveggja ára fangelsi 2013. Hann sat inni í nokkurn tíma uns áfrýjunardómstóll sneri dómnum við. Jansa er stundum líkt við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og víst er að Jan?a var eini leiðtogi Evrópusambandsríkis sem tók undir með Trump um að svindlað hafi verið í kosningunum í fyrra er Joe Biden var kjörinn Bandaríkjaforseti.
7/8/2021 • 0
Svart útlit fyrir stjórnina í Afganistan og formennska Slóvena í ESB
Útlitið í Afganistan er sannarlega ekki gott fyrir stjórnina í Kabúl, Bandaríkjamenn ákváðu meðan Donald Trump var forseti að kalla her sinn heim frá landinu og þegar núverandi forseti, Joe Biden, staðfesti þá ákvörðun ákváðu bandamenn Bandaríkjanna í NATO að kalla sínar hersveitir heim. Talibanar, sem stjórnuðu Afganistan frá 1996-2001, eru í mikilli sókn og stjórnarherinn virðist vanbúinn til að veita þeim öflugt viðnám. Stjórnarherinn virðist einkum sakna stuðnings bandaríska flughersins. Þó að fjölþjóðaliðið hafi ekki verið mjög fjölmennt undir það síðasta, um 2500 bandarískir hermenn, þá var táknrænt hlutverk miklu mikilvægara, talibanar virðast líta á brottför þeirra núna sem upplagt tækifæri til að láta til skarar skíra og talibanar verið að gera nokkrar harðar árásir og náð yfirráðum í mörgum héruðum.
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir ræddu málefni Afganistans við Boga Ágústsson í Heimsglugganum og einnig formennsku Slóveníu í Evrrópusambandinu. Slóvenar tóku við henni 1. júlí en innan sambandsins eru margir sem efast um hæfi forsætisráðherra Slóveníu Janez Jansa. Hann er umdeildur stjórnmálamaður og er sakaður um aðför að frelsi fjölmiðla og sjálfstæði dómstóla, ekki ósvipað og stjórnvöld í Ungverjalandi og Póllandi. Jansa var fundinn sekur um spillingu og dæmdur í tveggja ára fangelsi 2013. Hann sat inni í nokkurn tíma uns áfrýjunardómstóll sneri dómnum við. Jansa er stundum líkt við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og víst er að Jan?a var eini leiðtogi Evrópusambandsríkis sem tók undir með Trump um að svindlað hafi verið í kosningunum í fyrra er Joe Biden var kjörinn Bandaríkjaforseti.
7/8/2021 • 20 minutes, 18 seconds
Hitabylgja, COVID og fótboltaæði í Evrópu
Í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 var ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson um hitabylgju í Norður-Ameríku, um áskorun til Kínverja um fjölmiðla- og tjáningarfrelsi sem ritstjórar Aftenposten, Dagens Nyheter, Helsingin Sanomat og Politiken birta í blöðum sínum í dag á 100 ára afmæli kínverska kommúnistaflokksins. Kórónuveirufaraldurinn í nokkrum löndum var einnig til umræðu. Í lokin var rætt um fótboltaæði sem runnið hefur á þær Evrópuþjóðir sem eftir standa í úrslitakeppni EM. Við heyrðum svo í lokin Re-sepp-ten, eitt þekktasta fótboltalag allra tíma þegar danska landsliðið 1986 söng ,,Vi er røde, vi er hvide, vi står sammen side om side."
7/1/2021 • 0
Hitabylgja, COVID og fótboltaæði í Evrópu
Í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 var ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson um hitabylgju í Norður-Ameríku, um áskorun til Kínverja um fjölmiðla- og tjáningarfrelsi sem ritstjórar Aftenposten, Dagens Nyheter, Helsingin Sanomat og Politiken birta í blöðum sínum í dag á 100 ára afmæli kínverska kommúnistaflokksins. Kórónuveirufaraldurinn í nokkrum löndum var einnig til umræðu. Í lokin var rætt um fótboltaæði sem runnið hefur á þær Evrópuþjóðir sem eftir standa í úrslitakeppni EM. Við heyrðum svo í lokin Re-sepp-ten, eitt þekktasta fótboltalag allra tíma þegar danska landsliðið 1986 söng ,,Vi er røde, vi er hvide, vi står sammen side om side."
7/1/2021 • 20 minutes, 8 seconds
Vopnaskak á Svartahafi
Breska tundurspillinum HMS Defender var í gær siglt vísvitandi í gegnum hafsvæði sem Rússar telja sína lögsögu. Vestræn ríki viðurkenna ekki rússneska lögsögu því hafsvæðið er undan ströndum Krímskaga sem Rússar innlimuðu í trássi við alþjóðalög og -samninga 2014. Auk þess var fjallað um stöðu mála á Norður-Írlandi þar sem hart er deilt um framkvæmd viðauka við Brexit-samninginn. Stjórnarkreppan í Svíþjóð var einnig rædd. Þingið lýsti vantrausti á stjórn Stefans Lofvens á mánudag.
6/24/2021 • 0
Vopnaskak á Svartahafi
Breska tundurspillinum HMS Defender var í gær siglt vísvitandi í gegnum hafsvæði sem Rússar telja sína lögsögu. Vestræn ríki viðurkenna ekki rússneska lögsögu því hafsvæðið er undan ströndum Krímskaga sem Rússar innlimuðu í trássi við alþjóðalög og -samninga 2014. Auk þess var fjallað um stöðu mála á Norður-Írlandi þar sem hart er deilt um framkvæmd viðauka við Brexit-samninginn. Stjórnarkreppan í Svíþjóð var einnig rædd. Þingið lýsti vantrausti á stjórn Stefans Lofvens á mánudag.
6/24/2021 • 19 minutes, 50 seconds
,,Pylsustríð" Breta og ESB
Deila Breta og Evrópusambandsins um framkvæmd Brexit-samkomulagsins á Norður-Írlandi virðist komin í harðan hnút. Fundur í Lundúnum í gær var árangurslaus, Frost lávarður, samningamaður Breta, sagði engan árangur hafa orðið en viðræðum hefði ekki verið slitið. Maros Sefcovic, formaður saminganefndar ESB, sagði að þolinmæði sambandsins gagnvart Bretum væri orðin ansi lítil. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Þórhildur Þorkelsdóttir við Boga Ágústsson í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1. Frost segir ESB vilja túlka Brexit-samninginn afar bókstaflega, fulltrúar ESB segja Breta brjóta alþjóðalög með einhliða aðgerðum meðal annars með því að framlengja aðlögunartíma Norður-Íra. Samkvæmt Brexit-samningnum er Norður-Írland hluti af innri markaði Evrópusambandsins og þar eiga að gilda matvælareglur ESB. Þar með ættu matvæli framleidd í Bretlandi að sæta innflutningseftirliti, þar á meðal unnar kjötvörur eins og pylsur. Breska stjórnin segir að hún vilji tryggja að Norður-Írar hafi sama úrval í verslunum og aðrir Bretar. Fyrir meira en 30 árum gerði BBC firnavinsæla og góða seríu, Yes minister eða Já, ráðherra, sem var beitt satíra á pólitík, embættismenn og stjórnsýsluna. Þarna eru aðalhetjurnar ráðherrann Jim Hacker, ráðuneytisstjórinn sir Humphrey Appleby og Bernard Woolley, sérlegur aðstoðarmaður ráðherrans. Eitt ýktasta atriði seríunnar er þegar Hacker slær sig til riddara með því að fara í slag við ESB vegna meintrar tilraunar býrókratanna í Brussel til að banna bresku pylsuna. Ýmsum þykir sem veruleikinn sé líkur 30 ára gamalli gamanþáttaröð.
6/10/2021 • 0
,,Pylsustríð" Breta og ESB
Deila Breta og Evrópusambandsins um framkvæmd Brexit-samkomulagsins á Norður-Írlandi virðist komin í harðan hnút. Fundur í Lundúnum í gær var árangurslaus, Frost lávarður, samningamaður Breta, sagði engan árangur hafa orðið en viðræðum hefði ekki verið slitið. Maros Sefcovic, formaður saminganefndar ESB, sagði að þolinmæði sambandsins gagnvart Bretum væri orðin ansi lítil. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Þórhildur Þorkelsdóttir við Boga Ágústsson í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1.
Frost segir ESB vilja túlka Brexit-samninginn afar bókstaflega, fulltrúar ESB segja Breta brjóta alþjóðalög með einhliða aðgerðum meðal annars með því að framlengja aðlögunartíma Norður-Íra. Samkvæmt Brexit-samningnum er Norður-Írland hluti af innri markaði Evrópusambandsins og þar eiga að gilda matvælareglur ESB. Þar með ættu matvæli framleidd í Bretlandi að sæta innflutningseftirliti, þar á meðal unnar kjötvörur eins og pylsur. Breska stjórnin segir að hún vilji tryggja að Norður-Írar hafi sama úrval í verslunum og aðrir Bretar.
Fyrir meira en 30 árum gerði BBC firnavinsæla og góða seríu, Yes minister eða Já, ráðherra, sem var beitt satíra á pólitík, embættismenn og stjórnsýsluna. Þarna eru aðalhetjurnar ráðherrann Jim Hacker, ráðuneytisstjórinn sir Humphrey Appleby og Bernard Woolley, sérlegur aðstoðarmaður ráðherrans. Eitt ýktasta atriði seríunnar er þegar Hacker slær sig til riddara með því að fara í slag við ESB vegna meintrar tilraunar býrókratanna í Brussel til að banna bresku pylsuna. Ýmsum þykir sem veruleikinn sé líkur 30 ára gamalli gamanþáttaröð.
6/10/2021 • 19 minutes, 32 seconds
Der er noget galt i Danmark
,,Der er noget galt i Danmark," söng John Mogensen fyrir margt löngu og segja má með sanni að margt hafi gengið úrskeiðis hjá Dönum undanfarið, njósnaskandall þar sem Bandaríkjamenn nutu aðstoðar Dana við að hlera nána bandamenn eins og Norðmenn, Svía, Frakka og Þjóðverja. Þá var rætt um minka sem var lógað vegna ótta við kórónuveiruna, voru grafnir, grafnir upp og verða brenndir, bólusetningaráætlanir sem ekki standast, bóluefni sem ekki má nota en má svo kannski nota. Mette Frederiksen telur allt í lukkunnar velstandi þrátt fyrir reiði og pirring náinna bandamanna, neitar að svara spurningum um hleranir leyniþjónustu hersins, hið sama gerir Trine Bramsen varnarmálaráðherra. Hún fullvissaði þó Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í símtali í gær um að ekkert hefði verið njósnað um Íslendinga. Í lokin, allt of stutt, minntumst við Björn Þór Sigbjörnsson Pouls Schlüters, fyrrverandi forsætisráðherra, sem lést í síðustu viku. Schlüter hafði ríkulega kímnigáfu og það sem Danir nefna ,,glimt i øjet."
6/3/2021 • 0
Der er noget galt i Danmark
,,Der er noget galt i Danmark," söng John Mogensen fyrir margt löngu og segja má með sanni að margt hafi gengið úrskeiðis hjá Dönum undanfarið, njósnaskandall þar sem Bandaríkjamenn nutu aðstoðar Dana við að hlera nána bandamenn eins og Norðmenn, Svía, Frakka og Þjóðverja. Þá var rætt um minka sem var lógað vegna ótta við kórónuveiruna, voru grafnir, grafnir upp og verða brenndir, bólusetningaráætlanir sem ekki standast, bóluefni sem ekki má nota en má svo kannski nota.
Mette Frederiksen telur allt í lukkunnar velstandi þrátt fyrir reiði og pirring náinna bandamanna, neitar að svara spurningum um hleranir leyniþjónustu hersins, hið sama gerir Trine Bramsen varnarmálaráðherra. Hún fullvissaði þó Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í símtali í gær um að ekkert hefði verið njósnað um Íslendinga.
Í lokin, allt of stutt, minntumst við Björn Þór Sigbjörnsson Pouls Schlüters, fyrrverandi forsætisráðherra, sem lést í síðustu viku. Schlüter hafði ríkulega kímnigáfu og það sem Danir nefna ,,glimt i øjet."
6/3/2021 • 22 minutes, 12 seconds
Norðurskautsráðið og saga Gyðinga og stofnun Ísraels
Ráðherrafundur Norðurskautsráðsins er í Reykjavík í dag en hvaða fyrirbrigði er Norðurskautsráðið? Bogi Ágústsson og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu það í Heimsglugga Morgunvaktar Rásar 1. Þá ræddu þeir bakgrunn deilu Palestínumanna og Ísraelsmanna sem rekja má tvö þúsund ár aftur í tímann. Norðurskautsráðið er samstarfsvettvangur ríkisstjórna þeirra landa sem liggja á eða að Norðurheimskautinu. Aðaláherslan í starfi ráðsins er á umhverfismál og sjálfbærni. Drög að slíku samstarfi voru lögð 1991 með Rovaniemi-ferlinu sem gengur út á samstarf um umhverfismál á Norðurslóðum. Norðurskautsráðið var síðan stofnað með Ottawa-yfirlýsingunni 1996. Ályktanir ráðsins hafa fyrst og fremst gengið út á umhverfismál, einkum loftslagsbreytingar, en á síðustu árum hefur verið rætt um að ráðið fjalli líka um álitamál varðandi nýtingu auðlinda og landakröfur á Norðurslóðum. Björn Þór og Bogi ræddu hvernig samstarfið hefur gengið, hættuna á hernaðarátökum á svæðinu, yfirráð yfir svæðinu og hvernig Íslendingum hefur tekist til í tveggja ára formennsku í Norðurskautsráðinu. Bakgrunn átaka Ísraelsmanna og Palestínumanna má rekja 2000 ár aftur til þess tíma er Rómverjar gerðu Gyðinga brottræka frá því svæði sem nú er Ísrael. Gyðingar máttu alla tíð sæta ofsóknum í þeim löndum þar sem þeir bjuggu en með síonismanum á síðasta hluta 19. aldar kom upp hreyfing um að þeir eignuðust heimaland í Palestínu. Hundruð þúsunda gyðinga fluttust til Palestínu á 20. öld og þar sköpuðust deilur og átök við Palestínuaraba sem bjuggu fyrir í landinu. Gyðingar nutu almennrar samúðar í heiminum eftir útrýmingarherferð nasista í síðari heimsstyrjöldinni og það má heita höfuðorsök þess að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að skipta Palestínu í nóvember 1947. Það var lagalegur grundvöllur stofnunar Ísraelsríkis í maí 1948. Í æviminningum Abba Ebans, sem var einn helsti leiðtogi Gyðinga og lengi utanríkisráðherra Ísraels, segir að Thor Thors, sendiherra Íslendinga hjá SÞ, hafi með ræðu sinni, þegar skipting Palestínu var rædd, haft mikil áhrif á aðra þingfulltrúa.
5/20/2021 • 0
Norðurskautsráðið og saga Gyðinga og stofnun Ísraels
Ráðherrafundur Norðurskautsráðsins er í Reykjavík í dag en hvaða fyrirbrigði er Norðurskautsráðið? Bogi Ágústsson og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu það í Heimsglugga Morgunvaktar Rásar 1. Þá ræddu þeir bakgrunn deilu Palestínumanna og Ísraelsmanna sem rekja má tvö þúsund ár aftur í tímann.
Norðurskautsráðið er samstarfsvettvangur ríkisstjórna þeirra landa sem liggja á eða að Norðurheimskautinu. Aðaláherslan í starfi ráðsins er á umhverfismál og sjálfbærni. Drög að slíku samstarfi voru lögð 1991 með Rovaniemi-ferlinu sem gengur út á samstarf um umhverfismál á Norðurslóðum. Norðurskautsráðið var síðan stofnað með Ottawa-yfirlýsingunni 1996. Ályktanir ráðsins hafa fyrst og fremst gengið út á umhverfismál, einkum loftslagsbreytingar, en á síðustu árum hefur verið rætt um að ráðið fjalli líka um álitamál varðandi nýtingu auðlinda og landakröfur á Norðurslóðum.
Björn Þór og Bogi ræddu hvernig samstarfið hefur gengið, hættuna á hernaðarátökum á svæðinu, yfirráð yfir svæðinu og hvernig Íslendingum hefur tekist til í tveggja ára formennsku í Norðurskautsráðinu.
Bakgrunn átaka Ísraelsmanna og Palestínumanna má rekja 2000 ár aftur til þess tíma er Rómverjar gerðu Gyðinga brottræka frá því svæði sem nú er Ísrael. Gyðingar máttu alla tíð sæta ofsóknum í þeim löndum þar sem þeir bjuggu en með síonismanum á síðasta hluta 19. aldar kom upp hreyfing um að þeir eignuðust heimaland í Palestínu.
Hundruð þúsunda gyðinga fluttust til Palestínu á 20. öld og þar sköpuðust deilur og átök við Palestínuaraba sem bjuggu fyrir í landinu. Gyðingar nutu almennrar samúðar í heiminum eftir útrýmingarherferð nasista í síðari heimsstyrjöldinni og það má heita höfuðorsök þess að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að skipta Palestínu í nóvember 1947. Það var lagalegur grundvöllur stofnunar Ísraelsríkis í maí 1948.
Í æviminningum Abba Ebans, sem var einn helsti leiðtogi Gyðinga og lengi utanríkisráðherra Ísraels, segir að Thor Thors, sendiherra Íslendinga hjá SÞ, hafi með ræðu sinni, þegar skipting Palestínu var rædd, haft mikil áhrif á aðra þingfulltrúa.
5/20/2021 • 19 minutes, 34 seconds
Skotar kjósa til þings, 200 ára ártíð Napóleons
Spennandi kosningar eru á Bretlandi í dag þar sem kosið er til þings í Skotlandi og Wales og til fjölmargra bæjar- og sveitarstjórna. Þá eru aukakosningar um þingsæti í Hartlepool í norðausturhluta Englands. Því er spáð að Íhaldsflokkurinn vinni það sæti, en Verkamannaflokkurinn hefur átt þingmann kjördæmisins frá 1964. Spennan er mest í Skotlandi þar sem Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, gæti unnið hreinan meirihluta á skoska þinginu. Undir lok Heimsgluggans ræddu Þórhildur Þorkelsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir við Boga Ágústsson um 200 ára ártíð Napóleons Frakkakeisara. Hann lést í útlegð á smáeyjunni Sankti Helenu sem er útnári í miðju Suður-Atlantshafi. Arfleifð hans er afar umdeild í Frakklandi. Napóleon gerbreytti stjórnskipan Frakklands, vann mikla hernaðarsigra en var að lokum borinn ofurliði í orrustunni við Waterloo í Belgíu 1815. Frakkland nútímans ber enn svip af þeim breytingum sem Napóleon gerði. En hann skerti einnig réttindi kvenna og kom þrælahaldi á að nýju í nýlendum Frakka og þess vegna finnst mörgum ótilhlýðilegt að halda upp á ártíð hans. Emmanuel Macron Frakklandsforseti reyndi að skauta fram hjá deilunum í ræðu í gær en sagði að ekki væri hægt að þurrka út fortíðina vegna þess að hún passaði ekki við hugmyndir samtímans. Nei, Napóleon Bonaparte er hluti af okkur, sagði Macron.
5/6/2021 • 0
Skotar kjósa til þings, 200 ára ártíð Napóleons
Spennandi kosningar eru á Bretlandi í dag þar sem kosið er til þings í Skotlandi og Wales og til fjölmargra bæjar- og sveitarstjórna. Þá eru aukakosningar um þingsæti í Hartlepool í norðausturhluta Englands. Því er spáð að Íhaldsflokkurinn vinni það sæti, en Verkamannaflokkurinn hefur átt þingmann kjördæmisins frá 1964. Spennan er mest í Skotlandi þar sem Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, gæti unnið hreinan meirihluta á skoska þinginu.
Undir lok Heimsgluggans ræddu Þórhildur Þorkelsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir við Boga Ágústsson um 200 ára ártíð Napóleons Frakkakeisara. Hann lést í útlegð á smáeyjunni Sankti Helenu sem er útnári í miðju Suður-Atlantshafi. Arfleifð hans er afar umdeild í Frakklandi. Napóleon gerbreytti stjórnskipan Frakklands, vann mikla hernaðarsigra en var að lokum borinn ofurliði í orrustunni við Waterloo í Belgíu 1815. Frakkland nútímans ber enn svip af þeim breytingum sem Napóleon gerði. En hann skerti einnig réttindi kvenna og kom þrælahaldi á að nýju í nýlendum Frakka og þess vegna finnst mörgum ótilhlýðilegt að halda upp á ártíð hans. Emmanuel Macron Frakklandsforseti reyndi að skauta fram hjá deilunum í ræðu í gær en sagði að ekki væri hægt að þurrka út fortíðina vegna þess að hún passaði ekki við hugmyndir samtímans. Nei, Napóleon Bonaparte er hluti af okkur, sagði Macron.
5/6/2021 • 19 minutes, 33 seconds
Johnson í vandræðum og Arlene Foster segir af sér
Stjórnmál á Bretlandseyjum eru lífleg þessa dagana, kosningar verða eftir viku og þar beinist athyglin helst að Skotlandi. Hugsanlegt er að Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, fái hreinan meirihluta á skoska þinginu. Á Norður-Írlandi hefur Arlene Foster sagt af sér sem fyrsti ráðherra og leiðtogi DUP, Lýðræðislega sambandsflokksins. DUP er stærsti flokkur mótmælenda og að mörgu leyti afar íhaldssamur í félagsmálum, á móti hjónaböndum samkynhneigða og réttindum trans fólks og algjörlega andvígur þungunarrofi. Margir stuðningsmenn flokksins eru afar reiðir vegna þess að þeir töldu Foster ekki hafa staðið gegn lögum á þessum sviðum sem breska þingið samþykkti meðan þing Norður-Írlands sat ekki. Mest er óánægjan með Brexit-samningana, þar sem Norður-Írland er de facto enn hluti af innri markaði Evrópusambandsins, öfugt við aðra hluta Stóra-Bretlands. Líta margir svo á að Boris Johnson, forsætisráðaherra Breta, hafi svikið loforð um að Norður-Írland yrði áfram órjúfanlegur hluti Stóra-Bretlands. Sjálfur er Boris Johnson í verulegum vandræðum vegna efasemda um hver borgaði fyrir endurnýjun íbúðar Johnsons í Downing-stræti og vegna meintra ummæla í haust um að honum væri sama þó líkin hrönnuðust upp, hann myndi ekki loka Bretlandi aftur. Þetta var meginumræðuefni Þórunnar Elísabetar og Boga Ágústssonar í Heimsglugga vikunnar.
4/29/2021 • 0
Johnson í vandræðum og Arlene Foster segir af sér
Stjórnmál á Bretlandseyjum eru lífleg þessa dagana, kosningar verða eftir viku og þar beinist athyglin helst að Skotlandi. Hugsanlegt er að Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, fái hreinan meirihluta á skoska þinginu. Á Norður-Írlandi hefur Arlene Foster sagt af sér sem fyrsti ráðherra og leiðtogi DUP, Lýðræðislega sambandsflokksins. DUP er stærsti flokkur mótmælenda og að mörgu leyti afar íhaldssamur í félagsmálum, á móti hjónaböndum samkynhneigða og réttindum trans fólks og algjörlega andvígur þungunarrofi. Margir stuðningsmenn flokksins eru afar reiðir vegna þess að þeir töldu Foster ekki hafa staðið gegn lögum á þessum sviðum sem breska þingið samþykkti meðan þing Norður-Írlands sat ekki. Mest er óánægjan með Brexit-samningana, þar sem Norður-Írland er de facto enn hluti af innri markaði Evrópusambandsins, öfugt við aðra hluta Stóra-Bretlands. Líta margir svo á að Boris Johnson, forsætisráðaherra Breta, hafi svikið loforð um að Norður-Írland yrði áfram órjúfanlegur hluti Stóra-Bretlands.
Sjálfur er Boris Johnson í verulegum vandræðum vegna efasemda um hver borgaði fyrir endurnýjun íbúðar Johnsons í Downing-stræti og vegna meintra ummæla í haust um að honum væri sama þó líkin hrönnuðust upp, hann myndi ekki loka Bretlandi aftur. Þetta var meginumræðuefni Þórunnar Elísabetar og Boga Ágústssonar í Heimsglugga vikunnar.
4/29/2021 • 21 minutes, 6 seconds
Vandræði með bóluefni og Afganistan
Danir hafa hætt notkun AstraZeneca-bóluefnisins við kórónuveirunni vegna blóðtappa sem er sjaldgæf aukaverkun. Bandaríkjamenn hafa tímabundið hætt notkun Johnson & Johnson-bóluefnisins af sömu ástæðu. Bóluefnin byggjast á sömu veiruferjutækni og bæði hafa þau valdið lífshættulegum blóðtöppum, einkum hjá konum. Forstjóri Evrópsku lyfjastofnunarinnar segir að kostirnir við bóluefni AstraZeneca séu meiri en hættan á aukaverkunum. Anthony Fauci, sóttvarnalæknir í Bandaríkjunum, segir að sex tilfelli hafi fundist í nærri sjö milljónum sem hafi verið bólusett með Johnson & Johnson-bóluefninu. Þessar ráðstafanir hafa valdið því að áætlanir um bólusetningar eru í uppnámi. Aðalumfjöllunarefni Heimsgluggans var Afganistan, en Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt brottför bandarískra hermanna frá landinu fyrir 11. september. Þá verða liðin 20 ár frá hryðjuverkum al-Qaeda í Bandríkjunum sem voru tilefni innrásar Bandaríkjamanna í Afganistan. Með brottflutningnum lýkur lengsta stríði í sögu Bandaríkjanna þar sem hátt á þriðja þúsund hefur fallið. Bandamenn Bandaríkjanna ætla einnig að kalla hermenn sína á brott. Margir óttast að Talibanar nái aftur völdum í landinu en þeir fylgja harðlínutúlkun á islam.
4/15/2021 • 0
Vandræði með bóluefni og Afganistan
Danir hafa hætt notkun AstraZeneca-bóluefnisins við kórónuveirunni vegna blóðtappa sem er sjaldgæf aukaverkun. Bandaríkjamenn hafa tímabundið hætt notkun Johnson & Johnson-bóluefnisins af sömu ástæðu. Bóluefnin byggjast á sömu veiruferjutækni og bæði hafa þau valdið lífshættulegum blóðtöppum, einkum hjá konum. Forstjóri Evrópsku lyfjastofnunarinnar segir að kostirnir við bóluefni AstraZeneca séu meiri en hættan á aukaverkunum. Anthony Fauci, sóttvarnalæknir í Bandaríkjunum, segir að sex tilfelli hafi fundist í nærri sjö milljónum sem hafi verið bólusett með Johnson & Johnson-bóluefninu. Þessar ráðstafanir hafa valdið því að áætlanir um bólusetningar eru í uppnámi.
Aðalumfjöllunarefni Heimsgluggans var Afganistan, en Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt brottför bandarískra hermanna frá landinu fyrir 11. september. Þá verða liðin 20 ár frá hryðjuverkum al-Qaeda í Bandríkjunum sem voru tilefni innrásar Bandaríkjamanna í Afganistan. Með brottflutningnum lýkur lengsta stríði í sögu Bandaríkjanna þar sem hátt á þriðja þúsund hefur fallið. Bandamenn Bandaríkjanna ætla einnig að kalla hermenn sína á brott. Margir óttast að Talibanar nái aftur völdum í landinu en þeir fylgja harðlínutúlkun á islam.
4/15/2021 • 19 minutes, 3 seconds
Átök á Norður-Írlandi og úrslit kosninga á Grænlandi
Sjötta kvöldið í röð kom til óeirða á Norður-Írlandi í gærkvöld. Flóknar ástæður liggja að baki óánægju meðal sambandssinna í röðum mótmælenda. Ein ástæðan er reiði vegna þess að leiðtogar helsta flokks kaþólikka, Sinn Féin, voru ekki ákærðir fyrir brot á sóttvarnareglum þó að þau hafi brotið útivistarreglur með því að sækja útför IRA-skæruliðans Bobby Story í fyrra. Arlene Foster, fyrsti ráðherra Norður-Írlands og formaður stærsta flokks mótmælenda, hefur krafist afsagnar lögreglustjóra Norður-Írlands vegna málsins. Þá eru mótmælendur margir óánægðir með að Norður-Írland hefur breytta stöðu innan Sameinaða konungdæmisins, United Kingdom, eftir Brexit og í raun eiga að vera landamæri milli Norður-Írlands og annarra hluta Stóra-Bretlands. Naomi Long, formaður Alliance flokksins og dómsmálaráðherra Norður-Írlands, segir að hluti ástæðu óeirðanna sé að þeir sem vilji spilla friðinum séu í öfgasamtökum sambandssinna sem hafi verið í glæpastarfsemi og fíkniefnaviðskiptum og lögreglunni hafi tekist vel upp í baráttu gegn þessari glæpastarfsemi. Þá ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson niðurstöður þing- og sveitarstjórnakosninga á Grænlandi, þar sem stjórnarandstöðuflokkurinn Inuit Ataqatigiit, eða IA, vann stóran sigur. Ungur leiðtogi flokksins, Múte B. Egede, verður að öllum líkindum næsti formaður landstjórnarinnar eða forsætisráðherra. Hann verður aðeins annar IA-maðurinn til að gegn embættinu. Kupiik Kleist gegndi því frá 2009-2013 en annars hefur jafnaðarmannaflokkurinn Siumut veitt stjórnum Grænlands forystu frá því að fyrsta stjórnin var mynduð 1979.
4/8/2021 • 0
Átök á Norður-Írlandi og úrslit kosninga á Grænlandi
Sjötta kvöldið í röð kom til óeirða á Norður-Írlandi í gærkvöld. Flóknar ástæður liggja að baki óánægju meðal sambandssinna í röðum mótmælenda. Ein ástæðan er reiði vegna þess að leiðtogar helsta flokks kaþólikka, Sinn Féin, voru ekki ákærðir fyrir brot á sóttvarnareglum þó að þau hafi brotið útivistarreglur með því að sækja útför IRA-skæruliðans Bobby Story í fyrra. Arlene Foster, fyrsti ráðherra Norður-Írlands og formaður stærsta flokks mótmælenda, hefur krafist afsagnar lögreglustjóra Norður-Írlands vegna málsins. Þá eru mótmælendur margir óánægðir með að Norður-Írland hefur breytta stöðu innan Sameinaða konungdæmisins, United Kingdom, eftir Brexit og í raun eiga að vera landamæri milli Norður-Írlands og annarra hluta Stóra-Bretlands. Naomi Long, formaður Alliance flokksins og dómsmálaráðherra Norður-Írlands, segir að hluti ástæðu óeirðanna sé að þeir sem vilji spilla friðinum séu í öfgasamtökum sambandssinna sem hafi verið í glæpastarfsemi og fíkniefnaviðskiptum og lögreglunni hafi tekist vel upp í baráttu gegn þessari glæpastarfsemi.
Þá ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson niðurstöður þing- og sveitarstjórnakosninga á Grænlandi, þar sem stjórnarandstöðuflokkurinn Inuit Ataqatigiit, eða IA, vann stóran sigur. Ungur leiðtogi flokksins, Múte B. Egede, verður að öllum líkindum næsti formaður landstjórnarinnar eða forsætisráðherra. Hann verður aðeins annar IA-maðurinn til að gegn embættinu. Kupiik Kleist gegndi því frá 2009-2013 en annars hefur jafnaðarmannaflokkurinn Siumut veitt stjórnum Grænlands forystu frá því að fyrsta stjórnin var mynduð 1979.
4/8/2021 • 19 minutes, 53 seconds
Deilur um bóluefni, skosk stjórnmál og ráðstafanir Erdogans
Deilur um útflutning bóluefna frá ríkjum Evrópusambandsins hafa valdið titringi í sambúð ESB-ríkja við granna sína, einkum Breta. Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu þá flóknu stöðu sem upp er kominn eftir að framkvæmdastjórn ESB lagði til verulegar takmarkanir á útflutningi bóluefna. Upphaflega voru Ísland og Noregur á lista þeirra landa sem ekki fengju bóluefni en forystumenn sambandsins hafa fullvissað íslenska ráðamenn um að ákvörðun ESB hafi ekki áhrif á samninga um afhendingu bóluefna til Íslands. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins SNP, stóð af sér vantrauststillögu sem Íhaldsflokkurinn lagði fram vegna þess að flokkurinn telur Sturgeon ekki hafa skýrt þinginu rétt frá varðandi rannsókn á málefnum Alex Salmond, fyrrverandi leiðtoga SNP. Salmond hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi. Þó að þingið hafi lýst trausti á Sturgeon er ljóst að málið hefur skaðað hana og flokkinn aðeins rúmum mánuði fyrir kosningar til skoska þingsins. Erdogan forseti Tyrklands stendur í ströngu. Hann hefur rekið þriðja seðlabankastjórann á innan við tveimur árum vegna þess að hann var ósáttur við vaxtahækkun sem Erdogan segir kynda undir verðbólgu sem er alvarlegt vandamál í tyrknesku efnahagslífi. Þá eru víðtæk mótmæli í landinu vegna ákvörðuna forsetans um að segja Tyrkland frá Istanbúl-sáttmálanum, fyrsta bindandi alþjóðasáttmálanum sem gerður hefur verið með það að markmiði að draga úr kynbundnu ofbeldi. Tyrkneskar konur sem mótmæltu og stjórnarandstaðan segja að með því að segja Tyrkland frá sáttmálanum séu stjórnvöld í raun að senda ofbeldismönnum skilaboð um að heimilisofbeldi, nauðganir og jafnvel dráp á konum verði látin sitja á hakanum í réttarkerfinu.
3/25/2021 • 0
Deilur um bóluefni, skosk stjórnmál og ráðstafanir Erdogans
Deilur um útflutning bóluefna frá ríkjum Evrópusambandsins hafa valdið titringi í sambúð ESB-ríkja við granna sína, einkum Breta. Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu þá flóknu stöðu sem upp er kominn eftir að framkvæmdastjórn ESB lagði til verulegar takmarkanir á útflutningi bóluefna. Upphaflega voru Ísland og Noregur á lista þeirra landa sem ekki fengju bóluefni en forystumenn sambandsins hafa fullvissað íslenska ráðamenn um að ákvörðun ESB hafi ekki áhrif á samninga um afhendingu bóluefna til Íslands.
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands og leiðtogi Skoska þjóðarflokksins SNP, stóð af sér vantrauststillögu sem Íhaldsflokkurinn lagði fram vegna þess að flokkurinn telur Sturgeon ekki hafa skýrt þinginu rétt frá varðandi rannsókn á málefnum Alex Salmond, fyrrverandi leiðtoga SNP. Salmond hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi. Þó að þingið hafi lýst trausti á Sturgeon er ljóst að málið hefur skaðað hana og flokkinn aðeins rúmum mánuði fyrir kosningar til skoska þingsins.
Erdogan forseti Tyrklands stendur í ströngu. Hann hefur rekið þriðja seðlabankastjórann á innan við tveimur árum vegna þess að hann var ósáttur við vaxtahækkun sem Erdogan segir kynda undir verðbólgu sem er alvarlegt vandamál í tyrknesku efnahagslífi. Þá eru víðtæk mótmæli í landinu vegna ákvörðuna forsetans um að segja Tyrkland frá Istanbúl-sáttmálanum, fyrsta bindandi alþjóðasáttmálanum sem gerður hefur verið með það að markmiði að draga úr kynbundnu ofbeldi. Tyrkneskar konur sem mótmæltu og stjórnarandstaðan segja að með því að segja Tyrkland frá sáttmálanum séu stjórnvöld í raun að senda ofbeldismönnum skilaboð um að heimilisofbeldi, nauðganir og jafnvel dráp á konum verði látin sitja á hakanum í réttarkerfinu.
3/25/2021 • 18 minutes, 7 seconds
Illindi í alþjóðasamskiptum og flugslys á Fagradalsfjalli 1943
Úlfúð og illindi ríkja nú víða í alþjóðasamskiptum. Rússar hafa kallað sendiherra sinn heim frá Washington eftir að Bandaríkjaforseti svarað játandi spurningu um hvort Vladimír Pútín Rússlandsforseti væri morðingi. Þá sökuðu Bandaríkjamenn Rússa um afskipti af kosningunum vestra í fyrra. Í Evrópu ganga hnútur á milli Breta og Evrópusambandsins. ESB hefur kært bresku stjórnina fyrir brot á alþjóðalögum því Bretar frestuðu einhliða tolleftirliti á milli Norður-Írlands og Bretlands. Kveðið er á um slíkt eftirlit í Brexit-samningnum. Í lokin ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir við Boga Ágústsson um flugslys á Fagradalsfjalli árið 1943. Þá fórust 14 Bandaríkjamenn, en einn komst lífs af. Meðal hinna látnu var Frank M. Andrews, yfirhershöfðingi bandaríska heraflans í Evrópu. Hann var að öllum líkindum á leið til Washington til að verða útnefndur yfirhershöfðingi innrásar bandamanna í Evrópu. Að Andrew látnum var Dwight Eisenhower fenginn til þess.
3/18/2021 • 0
Illindi í alþjóðasamskiptum og flugslys á Fagradalsfjalli 1943
Úlfúð og illindi ríkja nú víða í alþjóðasamskiptum. Rússar hafa kallað sendiherra sinn heim frá Washington eftir að Bandaríkjaforseti svarað játandi spurningu um hvort Vladimír Pútín Rússlandsforseti væri morðingi. Þá sökuðu Bandaríkjamenn Rússa um afskipti af kosningunum vestra í fyrra. Í Evrópu ganga hnútur á milli Breta og Evrópusambandsins. ESB hefur kært bresku stjórnina fyrir brot á alþjóðalögum því Bretar frestuðu einhliða tolleftirliti á milli Norður-Írlands og Bretlands. Kveðið er á um slíkt eftirlit í Brexit-samningnum.
Í lokin ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir við Boga Ágústsson um flugslys á Fagradalsfjalli árið 1943. Þá fórust 14 Bandaríkjamenn, en einn komst lífs af. Meðal hinna látnu var Frank M. Andrews, yfirhershöfðingi bandaríska heraflans í Evrópu. Hann var að öllum líkindum á leið til Washington til að verða útnefndur yfirhershöfðingi innrásar bandamanna í Evrópu. Að Andrew látnum var Dwight Eisenhower fenginn til þess.
3/18/2021 • 19 minutes, 36 seconds
Efnahagsaðgerðir og kreppa vegna COVID-19
Bandaríkjaþing samþykkti í gærkvöld bjargráðapakka til að takast á við efnahagskreppuna sem fylgt hefur heimsfaraldrinum. Útgjöld vegna aðgerðanna eru áætluð upp á 1,9 billjónir dollara og er þeim einkum ætlað að koma fólki með meðal- og lágar tekjur til góða. Hver Bandaríkjamaður á að fá 1400 dollara ávísun. Þetta ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar. Spáð er hagvexti í flestum vestrænum ríkjum á þessu ári eftir mikinn samdrátt vegna COVID-19 í fyrra. Þrátt fyrir það segir Kenneth Rogoff, hagfræðiprófessor við Harvard og einn virtasti hagfræðingur veraldar, að kreppunni sé ekki lokið. Við heyrum í Rogoff, sem skrifaði ásamt Carmen Reinhart bók um efnahagskreppur í 800 ár sem ber heitið ,,Núna er þetta öðruvísi", (This time it's different), sem Rogoff segir vera kaldhæðni. Þá var rætt um kalda sambúð Breta og ríkja Evrópusambandsins. Írar saka Breta um að hafa í tvígang brotið útgöngusaminginn úr ESB um stöðu Norður-Írlands. Í Bandaríkjunum er ráðamönnum umhugað um að Brexit stefni ekki friði á Norður-Írlandi í hættu. Írar hafa veruleg ítök vestanhafs, þar sem tugmilljónir rekja ættir sínar til eyjunnar grænu, þar á meðal Joe Biden forseti.
3/11/2021 • 0
Efnahagsaðgerðir og kreppa vegna COVID-19
Bandaríkjaþing samþykkti í gærkvöld bjargráðapakka til að takast á við efnahagskreppuna sem fylgt hefur heimsfaraldrinum. Útgjöld vegna aðgerðanna eru áætluð upp á 1,9 billjónir dollara og er þeim einkum ætlað að koma fólki með meðal- og lágar tekjur til góða. Hver Bandaríkjamaður á að fá 1400 dollara ávísun. Þetta ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar.
Spáð er hagvexti í flestum vestrænum ríkjum á þessu ári eftir mikinn samdrátt vegna COVID-19 í fyrra. Þrátt fyrir það segir Kenneth Rogoff, hagfræðiprófessor við Harvard og einn virtasti hagfræðingur veraldar, að kreppunni sé ekki lokið. Við heyrum í Rogoff, sem skrifaði ásamt Carmen Reinhart bók um efnahagskreppur í 800 ár sem ber heitið ,,Núna er þetta öðruvísi", (This time it's different), sem Rogoff segir vera kaldhæðni.
Þá var rætt um kalda sambúð Breta og ríkja Evrópusambandsins. Írar saka Breta um að hafa í tvígang brotið útgöngusaminginn úr ESB um stöðu Norður-Írlands. Í Bandaríkjunum er ráðamönnum umhugað um að Brexit stefni ekki friði á Norður-Írlandi í hættu. Írar hafa veruleg ítök vestanhafs, þar sem tugmilljónir rekja ættir sínar til eyjunnar grænu, þar á meðal Joe Biden forseti.
3/11/2021 • 19 minutes, 35 seconds
Sturgeon í kröppum dansi, Frederiksen leggur land undir fót
Íhaldsflokkurinn í Skotlandi hefur lagt fram vantrauststillögu á Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands og leiðtoga Skoska þjóðarflokksins, SNP, vegna meintra ósanninda hennar um meðferð kærumála kvenna á Alex Salmond, fyrrverandi leiðtoga SNP. Sturgeon bar vitni fyrir þingnefnd í allan gærdag. Fréttaskýrendur telja hana hafa staðið af sér atlögu Íhaldsmanna sem þó segja spurningum ósvarað og ætla að halda vantrauststillögunni til streitu. Nicola Sturgeon og Alex Salmond voru nánir vinir og samstarfsmenn uns Salmond var ákærður fyrir kynferðislega áreitni árið 2018 en sú vinátta er fyrir bí og Salmond segir nú að Skoski þjóðarflokkurinn, undir forystu Sturgeon, standi að baki ofsóknum gegn sér. Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu skosk stjórnmál við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar og einnig ferð Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, til Ísraels í dag, ásamt Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis,. Þar leita þau samstarfs við Ísraelsmenn í bólusetningum. Hærra hlutfall Ísraelsmanna hefur verið bólusett en gengur og gerist í öðrum löndum vegna samnings sem ríkisstjórn landsins gerði við Pfizer um bólusetningar í landinu. Nú vill Frederiksen vita hvort Danir geti fengið bóluefni hjá Ísraelsmönnum gangi eitthvað af. Hún er gagnrýnd af fólki á vinstri kanti stjórnmálanna heima fyrir sem segir að Palestínumenn eigi að fá bóluefnið. Mai Villadsen, nýr leiðtogi Einingarlistans, segist hafa áhyggjur af samstarfi við ísraelsku stjórnina sem klárlega brjóti alþjóðarétt með því að bólusetja ekki íbúa hersetnu svæðanna.
3/4/2021 • 0
Sturgeon í kröppum dansi, Frederiksen leggur land undir fót
Íhaldsflokkurinn í Skotlandi hefur lagt fram vantrauststillögu á Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands og leiðtoga Skoska þjóðarflokksins, SNP, vegna meintra ósanninda hennar um meðferð kærumála kvenna á Alex Salmond, fyrrverandi leiðtoga SNP. Sturgeon bar vitni fyrir þingnefnd í allan gærdag. Fréttaskýrendur telja hana hafa staðið af sér atlögu Íhaldsmanna sem þó segja spurningum ósvarað og ætla að halda vantrauststillögunni til streitu. Nicola Sturgeon og Alex Salmond voru nánir vinir og samstarfsmenn uns Salmond var ákærður fyrir kynferðislega áreitni árið 2018 en sú vinátta er fyrir bí og Salmond segir nú að Skoski þjóðarflokkurinn, undir forystu Sturgeon, standi að baki ofsóknum gegn sér.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu skosk stjórnmál við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar og einnig ferð Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, til Ísraels í dag, ásamt Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis,. Þar leita þau samstarfs við Ísraelsmenn í bólusetningum. Hærra hlutfall Ísraelsmanna hefur verið bólusett en gengur og gerist í öðrum löndum vegna samnings sem ríkisstjórn landsins gerði við Pfizer um bólusetningar í landinu. Nú vill Frederiksen vita hvort Danir geti fengið bóluefni hjá Ísraelsmönnum gangi eitthvað af. Hún er gagnrýnd af fólki á vinstri kanti stjórnmálanna heima fyrir sem segir að Palestínumenn eigi að fá bóluefnið. Mai Villadsen, nýr leiðtogi Einingarlistans, segist hafa áhyggjur af samstarfi við ísraelsku stjórnina sem klárlega brjóti alþjóðarétt með því að bólusetja ekki íbúa hersetnu svæðanna.
3/4/2021 • 19 minutes, 24 seconds
Bóluefni til fátækra ríkja og staða heimsfaraldursins
Gana fékk í gær fyrst ríkja bóluefni við kórónuveirunni í gegnum COVAX-samstarfið, sem á að tryggja fátækum ríkjum bóluefni óháð efnahag, þeim sem ekki hafa efni á því að kaupa bóluefni. Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu þessa áætlun og stöðu heimsfaraldursins við Boga Ágústsson í Heimsgluggaspjallinu. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna, WHO og UNICEF, eru meðal þeirra sem standa að þessari áætlun. Til þessa hafa ríku þjóðirnar í heiminum keypt yfirgnæfandi meirihluta þess bóluefnis sem komið hefur á markað. Flestar þeirra hafa keypt bóluefni langt umfram þarfir og mörg ríki hafa lofað að bóluefni sem þau hafa ekki þörf fyrir verði dreift til fátækari ríkja í gegnum COVAX-áætlunina. Einnig kom til umræðu aðgerðir norrænna þjóða vegna kórónuveirufaraldursins. Danir hafa boðað tilslakanir á meðan Svíar herða aðgerðir. Ragnar Bjartur Guðmundsson, markaðsfræðingur, heldur úti ítarlegum gagnagrunni um heimsfaraldurinn. Sjá má greiningu hans á stöðunni á Norðurlöndum vefsíðunni https://datastudio.google.com/reporting/9d1f6b8e-0be9-48ac-b29a-eca1c5dc024a/page/2DgxB?s=pvAtffLIac8¶ms={"df41":"include%EE%80%803%EE%80%80T"} Í lokin ræddu þau stuttlega greiningu Alberts Jónssonar, fyrrverandi sendiherra í Washington og Moskvu, á stöðu Íslands í heiminum. Hann birtir skrif sín um þróun í alþjóðamálum út frá stöðu Íslands og spáir í þróunina næstu áratugi. Skrif hans má lesa á heimasíðu hans, https://albert-jonsson.com/
2/25/2021 • 0
Bóluefni til fátækra ríkja og staða heimsfaraldursins
Gana fékk í gær fyrst ríkja bóluefni við kórónuveirunni í gegnum COVAX-samstarfið, sem á að tryggja fátækum ríkjum bóluefni óháð efnahag, þeim sem ekki hafa efni á því að kaupa bóluefni. Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu þessa áætlun og stöðu heimsfaraldursins við Boga Ágústsson í Heimsgluggaspjallinu. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna, WHO og UNICEF, eru meðal þeirra sem standa að þessari áætlun. Til þessa hafa ríku þjóðirnar í heiminum keypt yfirgnæfandi meirihluta þess bóluefnis sem komið hefur á markað. Flestar þeirra hafa keypt bóluefni langt umfram þarfir og mörg ríki hafa lofað að bóluefni sem þau hafa ekki þörf fyrir verði dreift til fátækari ríkja í gegnum COVAX-áætlunina.
Einnig kom til umræðu aðgerðir norrænna þjóða vegna kórónuveirufaraldursins. Danir hafa boðað tilslakanir á meðan Svíar herða aðgerðir. Ragnar Bjartur Guðmundsson, markaðsfræðingur, heldur úti ítarlegum gagnagrunni um heimsfaraldurinn. Sjá má greiningu hans á stöðunni á Norðurlöndum vefsíðunni
https://datastudio.google.com/reporting/9d1f6b8e-0be9-48ac-b29a-eca1c5dc024a/page/2DgxB?s=pvAtffLIac8¶ms={"df41":"include%EE%80%803%EE%80%80T"}
Í lokin ræddu þau stuttlega greiningu Alberts Jónssonar, fyrrverandi sendiherra í Washington og Moskvu, á stöðu Íslands í heiminum. Hann birtir skrif sín um þróun í alþjóðamálum út frá stöðu Íslands og spáir í þróunina næstu áratugi. Skrif hans má lesa á heimasíðu hans, https://albert-jonsson.com/
2/25/2021 • 20 minutes, 44 seconds
Kosningar á Grænlandi og hlutverk NATO
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu í Heimsglugga vikunnar við Boga Ágústsson um stjórnmál á Grænlandi þar sem kosningar hafa verið boðaðar 6. apríl, sama dag og kjósa á til sveitarstjórna og safnaðarnefnda. Grænlensk stjórnmál eru flókin, það eru tíð skipti á flokkum í stjórn, þannig að þó að Kim Kielsen hafi verið formaður landsstjórnarinnar frá 2014 hefur hann verið í forystu fyrir fjölda samsteypustjórna og nú síðast minnihlutastjórn. Leiðtogar staldra gjarna stutt við í embætti, klofningur flokka er algengur, leiðtogar sem verða undir stofna iðulega nýja flokka og sumir flokkar lifa stutt. Ný skoðanakönnun bendir til þess að Inuit Ataqatigiit (IA) vinni sigur í kosningunum og fái 13 sæti af 31 á grænlenska Landsþinginu. Ef svo fer verður Múte B. Egede, formaður flokksins, næsti formaður landsstjórnarinnar eða forsætisráðherra Grænlands. Egede fæddist 1987 og þrátt fyrir ungan aldur hefur hann starfað lengi í pólitík, var formaður ungliðahreyfingar IA og formaður Stúdentaráðs Grænlandsháskóla. Hann hætti námi í sagnfræði til að taka við rekstri fjölskyldufyrirtækis. IA er vinstri flokkur sem kannski væri helst hægt að líkja við Vinstri græn á Íslandi. Aðalmál kosningabaráttunnar nú verða líklega ný fiskveiðilöggjöf, bygging þriggja flugvalla og námuvinnsla. Varnarmálaráðherrar ríkja Atlantshafsbandalagsins hittust á fjarfundi í gær. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði fyrir nokkrum dögum að bandalagið yrði að horfa til Kína í framtíðinni og margir telja að bandalagsríkjum kunni að stafa hætta af umsvifum Kínverja á netinu og í geimnum í framtíðinni. Stoltenberg segir að vissulega hafi NATO verið stofnað sem svæðisbundið varnarbandalag en ógnir við það séu ekki lengur bundnar við ákveðin svæði heimsins, allur heimurinn sé undir.
2/18/2021 • 0
Kosningar á Grænlandi og hlutverk NATO
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu í Heimsglugga vikunnar við Boga Ágústsson um stjórnmál á Grænlandi þar sem kosningar hafa verið boðaðar 6. apríl, sama dag og kjósa á til sveitarstjórna og safnaðarnefnda. Grænlensk stjórnmál eru flókin, það eru tíð skipti á flokkum í stjórn, þannig að þó að Kim Kielsen hafi verið formaður landsstjórnarinnar frá 2014 hefur hann verið í forystu fyrir fjölda samsteypustjórna og nú síðast minnihlutastjórn. Leiðtogar staldra gjarna stutt við í embætti, klofningur flokka er algengur, leiðtogar sem verða undir stofna iðulega nýja flokka og sumir flokkar lifa stutt.
Ný skoðanakönnun bendir til þess að Inuit Ataqatigiit (IA) vinni sigur í kosningunum og fái 13 sæti af 31 á grænlenska Landsþinginu. Ef svo fer verður Múte B. Egede, formaður flokksins, næsti formaður landsstjórnarinnar eða forsætisráðherra Grænlands. Egede fæddist 1987 og þrátt fyrir ungan aldur hefur hann starfað lengi í pólitík, var formaður ungliðahreyfingar IA og formaður Stúdentaráðs Grænlandsháskóla. Hann hætti námi í sagnfræði til að taka við rekstri fjölskyldufyrirtækis. IA er vinstri flokkur sem kannski væri helst hægt að líkja við Vinstri græn á Íslandi.
Aðalmál kosningabaráttunnar nú verða líklega ný fiskveiðilöggjöf, bygging þriggja flugvalla og námuvinnsla.
Varnarmálaráðherrar ríkja Atlantshafsbandalagsins hittust á fjarfundi í gær. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði fyrir nokkrum dögum að bandalagið yrði að horfa til Kína í framtíðinni og margir telja að bandalagsríkjum kunni að stafa hætta af umsvifum Kínverja á netinu og í geimnum í framtíðinni. Stoltenberg segir að vissulega hafi NATO verið stofnað sem svæðisbundið varnarbandalag en ógnir við það séu ekki lengur bundnar við ákveðin svæði heimsins, allur heimurinn sé undir.
2/18/2021 • 20 minutes, 11 seconds
Stjórnmál og námugröftur á Grænlandi
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, var sérstakur gestur Heimsgluggans og Bogi Ágústsson ræddi við hann um grænlensk stjórnmál, námugröft á Grænlandi, sjaldgæfa málma, stórveldapólitík, sveitarstjórnarkosningar og möguleika Ingu Dóru Guðmundsdóttur Markussen að verða borgarstjóri í Nuuk. Sveitastjórnarkosningar verða í landinu í apríl. Ólga er í stjórnmálum á Grænlandi, í síðustu viku fækkaði stjórnarflokkunum úr þremur í tvo er Demakratiit hætti stjórnarþátttöku. Kim Kielsen, formaður Landsstjórnarinnar, er því nú í forystu minnihlutastjórnar. Aðeins 11 af 31 þingmanni styður nú stjórnina. Rætt hefur verið um nýjar kosningar en Össur segir að ekki sé víst að kosið verði að nýju. Össur var formaður nefndar sem gerði skýrsluna ?Samstarf Íslands og Grænlands á nýjum Norðurslóðum? að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Skýrslunni var skilað í janúar. Í lokin bar afleiðingar Brexit á góma, en viðskipti með verðbréf eru nú meiri í kauphöllinni í Amsterdam en í Lundúnum sem lengi hefur verið miðstöð fjármálaviðskipta í Evrópu. Þetta er afleiðing þess að Brexit-saminngurinn nær ekki til þjónustuviðskipta. Douglas Alexander, fyrrverand Skotlandsmálaráðherra og viðskiptaráðherra í stjórn Verkamannaflokksins, segir að ensk þjóðernishyggja, Íhaldsflokkurinn og Boris Johnson hafi skaðað breska sambandið, UK, meir en skoskir þjóðernissinnar. Alexander sagði um Johnson að brunavargur væri væri jafn mikill brunavargur þó að hann heimsæki Skotland og þykist vera slökkviliðið.
2/11/2021 • 0
Stjórnmál og námugröftur á Grænlandi
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, var sérstakur gestur Heimsgluggans og Bogi Ágústsson ræddi við hann um grænlensk stjórnmál, námugröft á Grænlandi, sjaldgæfa málma, stórveldapólitík, sveitarstjórnarkosningar og möguleika Ingu Dóru Guðmundsdóttur Markussen að verða borgarstjóri í Nuuk. Sveitastjórnarkosningar verða í landinu í apríl. Ólga er í stjórnmálum á Grænlandi, í síðustu viku fækkaði stjórnarflokkunum úr þremur í tvo er Demakratiit hætti stjórnarþátttöku.
Kim Kielsen, formaður Landsstjórnarinnar, er því nú í forystu minnihlutastjórnar. Aðeins 11 af 31 þingmanni styður nú stjórnina. Rætt hefur verið um nýjar kosningar en Össur segir að ekki sé víst að kosið verði að nýju. Össur var formaður nefndar sem gerði skýrsluna ?Samstarf Íslands og Grænlands á nýjum Norðurslóðum? að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Skýrslunni var skilað í janúar.
Í lokin bar afleiðingar Brexit á góma, en viðskipti með verðbréf eru nú meiri í kauphöllinni í Amsterdam en í Lundúnum sem lengi hefur verið miðstöð fjármálaviðskipta í Evrópu. Þetta er afleiðing þess að Brexit-saminngurinn nær ekki til þjónustuviðskipta. Douglas Alexander, fyrrverand Skotlandsmálaráðherra og viðskiptaráðherra í stjórn Verkamannaflokksins, segir að ensk þjóðernishyggja, Íhaldsflokkurinn og Boris Johnson hafi skaðað breska sambandið, UK, meir en skoskir þjóðernissinnar. Alexander sagði um Johnson að brunavargur væri væri jafn mikill brunavargur þó að hann heimsæki Skotland og þykist vera slökkviliðið.
2/11/2021 • 19 minutes, 6 seconds
Mjanmar, Støjberg-málið og Dagur múrmeldýrsins
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu valdaránið í Mjanmar, landinu sem eitt sinn hét Búrma. Einnig var rætt um Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra útlendinga og innflytjenda í Danmörku. Þingið hefur ákært hana fyrir brot í starfi og hún þarf að svara til saka fyrir Rigsret eða Landsdómi í Danmörku. Eftir spjallið bárust fréttir af því að Støjberg hefði yfirgefið flokk sinn, Venstre. Í lokin var til umfjöllunar dagur múrmeldýrsins, Groundhog Day. Sá siður að hleypa múrmeldýri í veðurspá hefur gert smábæinn Punxsutawney í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum frægan um hinn vestræna heim. Groundhog Day er nánast orðið orðatiltæki í ensku um eitthvað sem endurtekur sig aftur og aftur og aftur. Þetta er auðvitað tilvísun í kvikmyndina Groundhog Day þar sem leikarinn Bill Murray er í hlutverki veðurfréttamannsins Phil Connors sem vaknar dag eftir dag eftir dag á hótelherbergi við sama lagið, I got you babe með Sonny og Cher.
2/4/2021 • 0
Mjanmar, Støjberg-málið og Dagur múrmeldýrsins
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu valdaránið í Mjanmar, landinu sem eitt sinn hét Búrma. Einnig var rætt um Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra útlendinga og innflytjenda í Danmörku. Þingið hefur ákært hana fyrir brot í starfi og hún þarf að svara til saka fyrir Rigsret eða Landsdómi í Danmörku. Eftir spjallið bárust fréttir af því að Støjberg hefði yfirgefið flokk sinn, Venstre.
Í lokin var til umfjöllunar dagur múrmeldýrsins, Groundhog Day. Sá siður að hleypa múrmeldýri í veðurspá hefur gert smábæinn Punxsutawney í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum frægan um hinn vestræna heim. Groundhog Day er nánast orðið orðatiltæki í ensku um eitthvað sem endurtekur sig aftur og aftur og aftur. Þetta er auðvitað tilvísun í kvikmyndina Groundhog Day þar sem leikarinn Bill Murray er í hlutverki veðurfréttamannsins Phil Connors sem vaknar dag eftir dag eftir dag á hótelherbergi við sama lagið, I got you babe með Sonny og Cher.
2/4/2021 • 21 minutes, 11 seconds
Helförin, arabíska vorið og uppruni haggis
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu minningardag um helförina, sem er 27. janúar. Þann dag árið 1945 frelsuðu sovéskar hersveitir Auschwitz-útrýmingarbúðirnar í Póllandi. Dagurinn er einnig fyrir mörgum baráttudagur gegn gyðingaandúð, hatri og hatursumræðu. Sex milljónir gyðinga voru myrtar af nasistum og milljónir annarra voru einnig myrtar, Rómafólk, samkynhneigðir, fatlað fólk og pólitískir andstæðingar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér bann við afneitun helfararinnar, að það verði refsivert að afneita helförinni. Þá ræddu þau hvaða breytingar hefðu fylgt arabíska vorinu svokallaða, en um þessar mundir eru tíu ár frá miklum mótmælum í Kaíró sem leiddu til falls Hosnis Mubaraks. En það hefur verið öfugþróun í flestum arabaríkjum, sérstaklega í Sýrlandi og Jemen. Fleira fólk í Arabalöndunum býr við fátækt, það er meira atvinnuleysi og fleiri pólitískir fangar sitja bak við lás og slá en fyrir áratug, Í lokin var rætt um áhyggjur margra í Bretlandi af upplausn United Kingdom, sameinaða konungdæmisins, sem varð til með sameiningu Englands og Skotlands árið 1707. Á sama tíma berast fregnir af því að þjóðarréttur Skota, haggis, sé alls ekki skoskur heldur enskur. Skotar og vinir þeirra um allan heim koma saman, kannski ekki í ár, til þess að minnast Roberts Burns, þjóðskálds Skota og hafa þar yfir ljóð hans um haggis. Í grein í fylgiriti Economist segir að ljóðið sé líklega frægasti skáldskapur um innmat í vestrænni menningu. Heimsglugginn endaði á því að leikið var lag með kanadísku hljómsveitinni Enter the Haggis.
1/28/2021 • 0
Helförin, arabíska vorið og uppruni haggis
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu minningardag um helförina, sem er 27. janúar. Þann dag árið 1945 frelsuðu sovéskar hersveitir Auschwitz-útrýmingarbúðirnar í Póllandi. Dagurinn er einnig fyrir mörgum baráttudagur gegn gyðingaandúð, hatri og hatursumræðu. Sex milljónir gyðinga voru myrtar af nasistum og milljónir annarra voru einnig myrtar, Rómafólk, samkynhneigðir, fatlað fólk og pólitískir andstæðingar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér bann við afneitun helfararinnar, að það verði refsivert að afneita helförinni.
Þá ræddu þau hvaða breytingar hefðu fylgt arabíska vorinu svokallaða, en um þessar mundir eru tíu ár frá miklum mótmælum í Kaíró sem leiddu til falls Hosnis Mubaraks. En það hefur verið öfugþróun í flestum arabaríkjum, sérstaklega í Sýrlandi og Jemen. Fleira fólk í Arabalöndunum býr við fátækt, það er meira atvinnuleysi og fleiri pólitískir fangar sitja bak við lás og slá en fyrir áratug,
Í lokin var rætt um áhyggjur margra í Bretlandi af upplausn United Kingdom, sameinaða konungdæmisins, sem varð til með sameiningu Englands og Skotlands árið 1707. Á sama tíma berast fregnir af því að þjóðarréttur Skota, haggis, sé alls ekki skoskur heldur enskur. Skotar og vinir þeirra um allan heim koma saman, kannski ekki í ár, til þess að minnast Roberts Burns, þjóðskálds Skota og hafa þar yfir ljóð hans um haggis. Í grein í fylgiriti Economist segir að ljóðið sé líklega frægasti skáldskapur um innmat í vestrænni menningu.
Heimsglugginn endaði á því að leikið var lag með kanadísku hljómsveitinni Enter the Haggis.
1/28/2021 • 21 minutes, 57 seconds
Litið yfir feril Trumps
Daginn eftir að Donald Trump lét af embætti Bandaríkjaforseta ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson skrautlegan feril hans. Áheyrendur fengu að heyra nokkur valin hljóðdæmi frá forsetatíð Trumps. Hann var afar umdeildur maður þegar hann tók við embætti fyrir fjórum árum. Ósannindaflaumur hans í embætti hófst strax þegar hann lýsti yfir að fleiri hefðu sótt embættistöku hans en forvera hans, Baracks Obama, átta árum fyrr. Myndir frá vettvangi sýndu glögglega að mun færri voru viðstödd embættistöku Trumps og aðstoðarkona forsetans, Kellyanne Conway, reyndi að segja að stuðst hefði verið við ,,annars konar staðreyndir" eða „alternative facts“. Trump og liði hans var afar uppsigað við fjölmiðla og forsetinn sagði þá verða lygamerði og óvini þjóðarinnar. Fjölmörg önnur dæmi um axarsköft og vitleysur Trumps voru nefnd og vitnað í Dan Rather, fyrrverandi fréttastjóra CBS í Bandaríkjunum, sem segir að Trump hafi þegar fengið skelfileg eftirmæli, sagan eigi eftir að dæma hann enn harðar.
1/21/2021 • 0
Litið yfir feril Trumps
Daginn eftir að Donald Trump lét af embætti Bandaríkjaforseta ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson skrautlegan feril hans. Áheyrendur fengu að heyra nokkur valin hljóðdæmi frá forsetatíð Trumps. Hann var afar umdeildur maður þegar hann tók við embætti fyrir fjórum árum. Ósannindaflaumur hans í embætti hófst strax þegar hann lýsti yfir að fleiri hefðu sótt embættistöku hans en forvera hans, Baracks Obama, átta árum fyrr. Myndir frá vettvangi sýndu glögglega að mun færri voru viðstödd embættistöku Trumps og aðstoðarkona forsetans, Kellyanne Conway, reyndi að segja að stuðst hefði verið við ,,annars konar staðreyndir" eða „alternative facts“.
Trump og liði hans var afar uppsigað við fjölmiðla og forsetinn sagði þá verða lygamerði og óvini þjóðarinnar. Fjölmörg önnur dæmi um axarsköft og vitleysur Trumps voru nefnd og vitnað í Dan Rather, fyrrverandi fréttastjóra CBS í Bandaríkjunum, sem segir að Trump hafi þegar fengið skelfileg eftirmæli, sagan eigi eftir að dæma hann enn harðar.
1/21/2021 • 18 minutes, 58 seconds
Trump ákærður og bólusetningar við kórónuveirunni
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu í Heimsglugga dagsins mest um stöðuna í stjórnmálum í Bandaríkjunum þar sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur nú ákært Donald Trump forseta til embættismissis. Þau ræddu einnig um bólusetningar gegn kórónuveirunni sem ganga afar misjafnlega.
1/14/2021 • 0
Trump ákærður og bólusetningar við kórónuveirunni
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu í Heimsglugga dagsins mest um stöðuna í stjórnmálum í Bandaríkjunum þar sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur nú ákært Donald Trump forseta til embættismissis. Þau ræddu einnig um bólusetningar gegn kórónuveirunni sem ganga afar misjafnlega.
1/14/2021 • 19 minutes, 10 seconds
Áhlaup á þinghúsið í Washington
Stuðningsmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta ruddust inn í þinghús Bandaríkjanna og stöðvuðu þingfundi um tíma. Trump hvatti fólk sem sótti fund til stuðnings honum til að marséra að þinghúsinu og espaði stuðningsmenn sína með margítrekuðum lygum um að svindl í forsetakosningunum í nóvember, sem hann tapaði. Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu þessi mál í lengdum Heimsglugga við Boga Ágústsson, Silju Báru Ómarsdóttur prófessor og Ragnheiði Elínu Árnadóttur fyrrverandi ráðherra.
1/7/2021 • 0
Áhlaup á þinghúsið í Washington
Stuðningsmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta ruddust inn í þinghús Bandaríkjanna og stöðvuðu þingfundi um tíma. Trump hvatti fólk sem sótti fund til stuðnings honum til að marséra að þinghúsinu og espaði stuðningsmenn sína með margítrekuðum lygum um að svindl í forsetakosningunum í nóvember, sem hann tapaði. Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu þessi mál í lengdum Heimsglugga við Boga Ágústsson, Silju Báru Ómarsdóttur prófessor og Ragnheiði Elínu Árnadóttur fyrrverandi ráðherra.
1/7/2021 • 1 hour, 8 minutes, 12 seconds
Heimurinn um áramót
Þórunn Elisabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu þau mál sem hæst bar í erlendum fréttum á árinu 2020. Þau reyndu einnig að skyggnast fram í tímann og spá fyrir um hvað verður á nýju ári. Farsóttin, Brexit, popúlismi voru meðal umræðuefna í síðasta Heimsglugga ársins.
12/31/2020 • 0
Heimurinn um áramót
Þórunn Elisabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu þau mál sem hæst bar í erlendum fréttum á árinu 2020. Þau reyndu einnig að skyggnast fram í tímann og spá fyrir um hvað verður á nýju ári. Farsóttin, Brexit, popúlismi voru meðal umræðuefna í síðasta Heimsglugga ársins.
12/31/2020 • 19 minutes, 41 seconds
Navalny og tvær norrænar skýrslu
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu að þessu sinni við Boga Ágústsson um niðurstöðu ítarlegrar rannsóknar sem birtist á vefsíðunni Bellingcat fyrr í vikunni þar sem því er slegið föstu að rússneska leyniþjónustan FSB hafi staðið að baki er eitrað var fyrir stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny í ágúst. Þá var rætt um Inger Støjberg málið í Danmörku. Støjberg er fyrrverandi ráðherra útlendinga og innflytjenda. Niðurstaða nefndar danska þingsins er að Støjberg hafi gefið út ólögleg fyrirmæli er hún fyrirskipaði að láta aðskilja gifta hælisleitendur undir átján ára. Málið fer nú til meðferðar hjá danska þinginu og svo gæti farið að Støjberg verði leidd fyrir Landsdóm. Sænsk stjórnvöld fá falleinkunn í skýrslu nefndar sem skipuð til að meta aðgerðir sóttvarnayfirvalda í baráttunni við kórónuveiruna. Nefndi segir að núverandi og fyrri ríkisstjórnir beri ábyrgð. Skýrslan er áfellisdómur yfir sænskum stjórnvöldum vegna viðbragða eða viðbragðsleysis við faraldrinum í vor.
12/17/2020 • 0
Navalny og tvær norrænar skýrslu
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu að þessu sinni við Boga Ágústsson um niðurstöðu ítarlegrar rannsóknar sem birtist á vefsíðunni Bellingcat fyrr í vikunni þar sem því er slegið föstu að rússneska leyniþjónustan FSB hafi staðið að baki er eitrað var fyrir stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny í ágúst.
Þá var rætt um Inger Støjberg málið í Danmörku. Støjberg er fyrrverandi ráðherra útlendinga og innflytjenda. Niðurstaða nefndar danska þingsins er að Støjberg hafi gefið út ólögleg fyrirmæli er hún fyrirskipaði að láta aðskilja gifta hælisleitendur undir átján ára. Málið fer nú til meðferðar hjá danska þinginu og svo gæti farið að Støjberg verði leidd fyrir Landsdóm.
Sænsk stjórnvöld fá falleinkunn í skýrslu nefndar sem skipuð til að meta aðgerðir sóttvarnayfirvalda í baráttunni við kórónuveiruna. Nefndi segir að núverandi og fyrri ríkisstjórnir beri ábyrgð. Skýrslan er áfellisdómur yfir sænskum stjórnvöldum vegna viðbragða eða viðbragðsleysis við faraldrinum í vor.
12/17/2020 • 18 minutes, 19 seconds
Brexit samningar á bláþræði, afsökun Frederiksen til grænlenskra barna
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu pattstöðuna í samningaviðræðum Breta og Evrópusambandsins. Kvöldverðarfundur Boris Johnsons og Ursulu von der Leyen skilaði engri niðurstöðu annarri en að viðræðum yrði haldið áfram til sunnudags. Mikið skilur enn í milli. Árið 1951 voru 22 framúrskarandi grænlensk börn send til Danmerkur þar sem þau áttu að læra dönsku, danska siði og háttu. Þau áttu síðan að vera í farabroddi við að þróa samfélagið til nútímahátta. Það datt engum í hug að spyrja Grænlendingana hvað þeir vildu, allir gengu út frá því að vestrænt nútímasamfélag væri á allan hátt betra en frumstætt veiðimannasamfélag. Nú hefur Mette Frederiksen beðið þau sex sem enn eru á lífi af börnunum 22 afsökunar fyrir hönd Danmerkur.
12/10/2020 • 0
Brexit samningar á bláþræði, afsökun Frederiksen til grænlenskra barna
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu pattstöðuna í samningaviðræðum Breta og Evrópusambandsins. Kvöldverðarfundur Boris Johnsons og Ursulu von der Leyen skilaði engri niðurstöðu annarri en að viðræðum yrði haldið áfram til sunnudags. Mikið skilur enn í milli.
Árið 1951 voru 22 framúrskarandi grænlensk börn send til Danmerkur þar sem þau áttu að læra dönsku, danska siði og háttu. Þau áttu síðan að vera í farabroddi við að þróa samfélagið til nútímahátta. Það datt engum í hug að spyrja Grænlendingana hvað þeir vildu, allir gengu út frá því að vestrænt nútímasamfélag væri á allan hátt betra en frumstætt veiðimannasamfélag. Nú hefur Mette Frederiksen beðið þau sex sem enn eru á lífi af börnunum 22 afsökunar fyrir hönd Danmerkur.
12/10/2020 • 18 minutes, 37 seconds
Grænland, fríverslun og Fairytale of New York
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir settust við Heimsgluggann með Boga Ágústssyni og beindu augunum að Grænlandi þar sem Kim Kielsen missti formennsku í stjórnarflokknum Siumut. Erik Jensen er nýr formaður, Vivian Motzfeldt varaformaður og Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen varaformaður með ábyrgð á skipulagsmálum flokksins. Þá var rætt um ,,Regional Comprehensive Economic Partnership" eða RCEP, sem er stærsta fríverslunarsvæði heims. 15 lönd í Asíu og við Kyrrahaf eru þátttakendur í því, þar á meðal Ástralía, Japan, Kína, Nýja-Sjáland og Suðu-Kórea. Þá var rætt um jólalagið „Fairytale of New York“ með hljómsveitinni The Pogues og Kirsty McCall. BBC hefur ákveðið að ekki megi spila upphaflegu útgáfuna á BBC Radio 1, en markhópur hennar er ungt fólk. Ástæðan er að í textanum segir: „You scumbag, you maggot. You cheap lousy faggot. Happy Christmas your arse, I pray God it's our last.“ Orðið „faggot“ þykir ekki boðlegt nú á tímum, þetta er niðrandi orð um homma. Það má spila upphaflegu útgáfuna á BBC Radio 2 og öðrum rásum BBC.
12/3/2020 • 0
Grænland, fríverslun og Fairytale of New York
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir settust við Heimsgluggann með Boga Ágústssyni og beindu augunum að Grænlandi þar sem Kim Kielsen missti formennsku í stjórnarflokknum Siumut. Erik Jensen er nýr formaður, Vivian Motzfeldt varaformaður og Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen varaformaður með ábyrgð á skipulagsmálum flokksins. Þá var rætt um ,,Regional Comprehensive Economic Partnership" eða RCEP, sem er stærsta fríverslunarsvæði heims. 15 lönd í Asíu og við Kyrrahaf eru þátttakendur í því, þar á meðal Ástralía, Japan, Kína, Nýja-Sjáland og Suðu-Kórea.
Þá var rætt um jólalagið „Fairytale of New York“ með hljómsveitinni The Pogues og Kirsty McCall. BBC hefur ákveðið að ekki megi spila upphaflegu útgáfuna á BBC Radio 1, en markhópur hennar er ungt fólk. Ástæðan er að í textanum segir: „You scumbag, you maggot. You cheap lousy faggot. Happy Christmas your arse, I pray God it's our last.“ Orðið „faggot“ þykir ekki boðlegt nú á tímum, þetta er niðrandi orð um homma. Það má spila upphaflegu útgáfuna á BBC Radio 2 og öðrum rásum BBC.
12/3/2020 • 22 minutes, 25 seconds
Utanríkisstefna nýrrar Bandaríkjastjórnar
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu um utanríkisstefnu Bandaríkjanna og írsk áhrif vestra. Þá ræddi Bogi við Friðjón R. Friðjónsson, framkvæmdastjóra, sem þekkir gjörla til bandarískra stjórnmála um verulegar breytingar sem búist er við að verði á stefnu Bandaríkjanna í utanríkis- og öryggismálum þegar Joe Biden tekur við sem forseti 20. janúar. Biden hefur tilkynnt um val nokkurra lykilráðherra. Utanríkisráðherraefni hans, Antony Blinken, er alþjóðsinni, eindreginn stuðningsmaður Atlantshafsbandalagsins og segir að Bandaríkjamenn geti ekki leyst öll heimsins vandamál einir, þeir verði að vinna með bandamönnum sínum. Joe Biden hefur lagt áherslu á írskan uppruna sinn og sagt að ekki mega stefna friði á Norður-Írlandi í hættu við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, landamæri Norður-Írlands og Írska lýðveldisins verði að vera opin áfram. Í lokin heyrðum við nokkra tóna frá írsku hljómsveitinni The Chieftains, sem Biden hefur boðið að spila við embættistöku sína.
11/26/2020 • 0
Utanríkisstefna nýrrar Bandaríkjastjórnar
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu um utanríkisstefnu Bandaríkjanna og írsk áhrif vestra. Þá ræddi Bogi við Friðjón R. Friðjónsson, framkvæmdastjóra, sem þekkir gjörla til bandarískra stjórnmála um verulegar breytingar sem búist er við að verði á stefnu Bandaríkjanna í utanríkis- og öryggismálum þegar Joe Biden tekur við sem forseti 20. janúar. Biden hefur tilkynnt um val nokkurra lykilráðherra. Utanríkisráðherraefni hans, Antony Blinken, er alþjóðsinni, eindreginn stuðningsmaður Atlantshafsbandalagsins og segir að Bandaríkjamenn geti ekki leyst öll heimsins vandamál einir, þeir verði að vinna með bandamönnum sínum.
Joe Biden hefur lagt áherslu á írskan uppruna sinn og sagt að ekki mega stefna friði á Norður-Írlandi í hættu við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, landamæri Norður-Írlands og Írska lýðveldisins verði að vera opin áfram. Í lokin heyrðum við nokkra tóna frá írsku hljómsveitinni The Chieftains, sem Biden hefur boðið að spila við embættistöku sína.
11/26/2020 • 19 minutes, 22 seconds
Boris skorar sjálfsmark, meira af minkamálinu í Danmörku
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu stjórnmál í Bretlandi og Danmörku. Boris Johnson komst óheppilega að orði um skosk sjálfstæðismál á fundi með þingmönnum Íhaldsflokksins í norðurhéruðum Englands fyrr í vikunni. Hann lýsti sjálfstjórn Skota sem stórslysi. Sjálfstæðissinnar í Skotlandi hafa hent þessi ummæli á lofti og fréttaskýrendur segja þau vatn á myllu þeirra, hálfu ári áður en kosið verður til skoska þingsins. Í Danmörku hefur Mogens Jensen, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, þurft að segja af sér vegna þess að ríkisstjórnin hafði ekki lagaheimild til þess að fyrirskipa að öllum minkum í landinu yrði lógað til að koma í veg fyrir að stökkbreytt kórónuveira bærist úr minkunum í fólk. Stjórnarandstaðan segir að öll ríkisstjórnin beri ábyrgð, ekki bara Jensen. Minkamálinu í Danmörku er langt í frá lokið.
11/19/2020 • 0
Boris skorar sjálfsmark, meira af minkamálinu í Danmörku
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu stjórnmál í Bretlandi og Danmörku. Boris Johnson komst óheppilega að orði um skosk sjálfstæðismál á fundi með þingmönnum Íhaldsflokksins í norðurhéruðum Englands fyrr í vikunni. Hann lýsti sjálfstjórn Skota sem stórslysi. Sjálfstæðissinnar í Skotlandi hafa hent þessi ummæli á lofti og fréttaskýrendur segja þau vatn á myllu þeirra, hálfu ári áður en kosið verður til skoska þingsins.
Í Danmörku hefur Mogens Jensen, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, þurft að segja af sér vegna þess að ríkisstjórnin hafði ekki lagaheimild til þess að fyrirskipa að öllum minkum í landinu yrði lógað til að koma í veg fyrir að stökkbreytt kórónuveira bærist úr minkunum í fólk. Stjórnarandstaðan segir að öll ríkisstjórnin beri ábyrgð, ekki bara Jensen. Minkamálinu í Danmörku er langt í frá lokið.
11/19/2020 • 18 minutes, 54 seconds
Minkamálið erfitt dönsku stjórninni, faraldurinn breiðist enn út
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu við Boga Ágústsson um minkamálið í Danmörku og stöðu kórónuveirufaraldursins í heiminum. Hart er sótt að dönsku stjórninni og aðallega Mogens Jensen, landbúnaðarráðherra, vegna þess að lög heimiluðu ráðherrum ekki að fyrirskipa að öllum minkum í landinu skyldi lógað. Þetta var vegna hættu af stökkbreyttri kórónaveiru í minkum. Stjórnmálaskýrendur í Danmörku segja hins vegar að margt bendi til þess að hinn raunverulegi skúrkur í málinu sé Mette Frederiksen. Hún hafi keyrt málið í gegn. Hennar staða er ekki talin í hættu, stuðningsflokkar stjórnarinnar á þingi vilji ekki hætta á að hún þurfi að hrökklast úr embætti því þar með félli stjórnin. Enginn hafi áhuga á þingrofi og nýjum kosningum Faraldurinn er enn í vexti í mörgum löndum heims en sums staðar virðist sem tekist hafi að ná böndum á kórónuveirunni. Ástandið heldur þó áfram að versna í Bandaríkjunum þar sem þeim fjölgar dag frá degi sem greinast og eru lagðir inn á sjúkrahús. Í Svíþjóð var Stefan Löfven, forsætisráðherra, svartsýnn í tali á fundi með fréttamönnum í gær.
11/12/2020 • 0
Minkamálið erfitt dönsku stjórninni, faraldurinn breiðist enn út
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu við Boga Ágústsson um minkamálið í Danmörku og stöðu kórónuveirufaraldursins í heiminum. Hart er sótt að dönsku stjórninni og aðallega Mogens Jensen, landbúnaðarráðherra, vegna þess að lög heimiluðu ráðherrum ekki að fyrirskipa að öllum minkum í landinu skyldi lógað. Þetta var vegna hættu af stökkbreyttri kórónaveiru í minkum. Stjórnmálaskýrendur í Danmörku segja hins vegar að margt bendi til þess að hinn raunverulegi skúrkur í málinu sé Mette Frederiksen. Hún hafi keyrt málið í gegn. Hennar staða er ekki talin í hættu, stuðningsflokkar stjórnarinnar á þingi vilji ekki hætta á að hún þurfi að hrökklast úr embætti því þar með félli stjórnin. Enginn hafi áhuga á þingrofi og nýjum kosningum
Faraldurinn er enn í vexti í mörgum löndum heims en sums staðar virðist sem tekist hafi að ná böndum á kórónuveirunni. Ástandið heldur þó áfram að versna í Bandaríkjunum þar sem þeim fjölgar dag frá degi sem greinast og eru lagðir inn á sjúkrahús. Í Svíþjóð var Stefan Löfven, forsætisráðherra, svartsýnn í tali á fundi með fréttamönnum í gær.
11/12/2020 • 21 minutes, 10 seconds
Veiran breiðist enn hratt út og staðan í Bandaríkjunum
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu að þessu sinni um COVID-19 faraldurinn sem er enn að breiðast úr. Mörg lönd hafa brugðist við með hörðum aðgerðum. Þá ræddu Björn og Bogi stöðuna í forsetakosningunum í Bandaríkjunum þar sem enn er ekki ljóst hvor vann, Joe Biden eða Donald Trump. Biden virðist þó vera í sterkari stöðu.
11/5/2020 • 0
Veiran breiðist enn hratt út og staðan í Bandaríkjunum
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu að þessu sinni um COVID-19 faraldurinn sem er enn að breiðast úr. Mörg lönd hafa brugðist við með hörðum aðgerðum. Þá ræddu Björn og Bogi stöðuna í forsetakosningunum í Bandaríkjunum þar sem enn er ekki ljóst hvor vann, Joe Biden eða Donald Trump. Biden virðist þó vera í sterkari stöðu.
11/5/2020 • 21 minutes, 34 seconds
Hröð útbreiðsla veirunnar og kosningabarátta í Bandaríkjunum
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu hertar aðgerðir í Evrópuríkjum vegna kórónuveirunnar við Boga Ágústsson í Heimsglugga dagsins. Bæði Frakkar og Þjóðverjar hafa gripið til lokana til að reyna að koma böndum á COVID-19 faraldurinn. Þá ræddu þau stöðuna í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum þegar fimm dagar eru til kosninga. Kannanir benda til sigurs Joe Biden og að Demókratar geti unnið meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. En kannanir spáðu ekki rétt fyrir um úrslit forsetakosninganna 2016, gæti það sama gerst aftur?
10/29/2020 • 0
Hröð útbreiðsla veirunnar og kosningabarátta í Bandaríkjunum
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu hertar aðgerðir í Evrópuríkjum vegna kórónuveirunnar við Boga Ágústsson í Heimsglugga dagsins. Bæði Frakkar og Þjóðverjar hafa gripið til lokana til að reyna að koma böndum á COVID-19 faraldurinn.
Þá ræddu þau stöðuna í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum þegar fimm dagar eru til kosninga. Kannanir benda til sigurs Joe Biden og að Demókratar geti unnið meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. En kannanir spáðu ekki rétt fyrir um úrslit forsetakosninganna 2016, gæti það sama gerst aftur?
10/29/2020 • 19 minutes, 22 seconds
Minningarathöfn í Frakklandi, MeToo í Danmörku og kosningar í Bandarík
Í Heimsglugganum var athyglinni beint að minningarathöfn í Frakklandi um Samuel Paty, sem myrtur var í hryðjuverkaárás í síðustu viku, #metoo í Danmörku og kosningunum í Bandaríkjunum. Þingmaður Íhaldsflokksins í Danmörku, Orla Østerby, var í gærkvöld sviptur trúnaðarstörfum í flokknum eftir að ljóst varð að hann hefði ítrekað klappað samþingmanni sínum, Brigitte Klintskov Jerkel, á rassinn. Hann er þriðji toppleiðtoginn í dönskum stjórnmálum sem þarf að gjalda þess að hafa farið út fyrir velsæmismörk í samskiptum við konur. Í Bandaríkjunum hefur Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, enn mikla forystu á Donald Trump, forseta, þegar 12 dagar eru til kosninga þó að staða forsetans hafi styrkst lítillega. Úrslitin ráðast í nokkrum ríkjum eins og Pennsylvaníu þar sem Trump vann 2016. Biden hefur forystu þar og báðir frambjóðendur leggja mikla áherslu á að reyna að sannfæra kjósendur í Pennsylvaníu um að styðja framboð sitt. Trump var með fund þar í fyrrakvöld og í gærkvöld flutti Barack Obama, fyrrverandi forseti, ræðu í Fíladelfíu, stærstu borg ríkisins.
10/22/2020 • 0
Minningarathöfn í Frakklandi, MeToo í Danmörku og kosningar í Bandarík
Í Heimsglugganum var athyglinni beint að minningarathöfn í Frakklandi um Samuel Paty, sem myrtur var í hryðjuverkaárás í síðustu viku, #metoo í Danmörku og kosningunum í Bandaríkjunum. Þingmaður Íhaldsflokksins í Danmörku, Orla Østerby, var í gærkvöld sviptur trúnaðarstörfum í flokknum eftir að ljóst varð að hann hefði ítrekað klappað samþingmanni sínum, Brigitte Klintskov Jerkel, á rassinn. Hann er þriðji toppleiðtoginn í dönskum stjórnmálum sem þarf að gjalda þess að hafa farið út fyrir velsæmismörk í samskiptum við konur.
Í Bandaríkjunum hefur Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, enn mikla forystu á Donald Trump, forseta, þegar 12 dagar eru til kosninga þó að staða forsetans hafi styrkst lítillega. Úrslitin ráðast í nokkrum ríkjum eins og Pennsylvaníu þar sem Trump vann 2016. Biden hefur forystu þar og báðir frambjóðendur leggja mikla áherslu á að reyna að sannfæra kjósendur í Pennsylvaníu um að styðja framboð sitt. Trump var með fund þar í fyrrakvöld og í gærkvöld flutti Barack Obama, fyrrverandi forseti, ræðu í Fíladelfíu, stærstu borg ríkisins.
10/22/2020 • 19 minutes, 40 seconds
Stjórnmál í Danmörku og Svíþjóð og meirihluti Skota vill sjálfstæði
Í Heimsglugganum að þessu sinni var rætt um stöðu sænsku ríkisstjórnarinnar en örlög hennar ráðast í viðræðum aðila vinnumarkaðarins um breytingar á vinnulöggjöfinni. Takist ekki samkomulag leggur Vinstriflokkurinn fram vantrauststillögu. Flokkurinn er algerlega andvígur hugmyndum um að slaka á reglum um ráðningarsamband eins og rætt er um. Hægri stjórnarandstöðuflokkar, Íhaldsmenn, Kristilegir og Svíþjóðardemókratar hafa lýst stuðningi við vantraust og þar með er ljóst að meirihluti þingmanna hyggst styðja vantrauststillögu frá Vinstri-flokknum. Í Danmörku eru miklar deilur innan Radikale Venstre. Morten Østergaard þurfti að segja af sér leiðtogaembætti eftir að hafa viðurkennt kynferðislega áreitni. Sofie Carsten Nielsen tók við af Østergaard en nú er hún sökuð um að hafa vitað af framferði hans en ekkert aðhafst. Í Skotlandi bendir ný könnun til þess að 58 prósent kjósenda óski þess að landið lýsi yfir sjálfstæði. Þetta er mesti stuðningur sem nokkru sinni hefur mælst við sjálfstæði Skotlands. Sex ár eru liðin frá því að Skotar höfnuðu sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú vilja sjálfstæðissinnar, undir forystu Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra skosku stjórnarinnar, að efnt verði til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu en breska ríkisstjórnin hefur hafnað því. Ein af ástæðum aukins fylgis við sjálfstæði er að nærri þrír fjórðu hlutar kjósenda á aldrinum 16-24 ára vilja sjálfstætt Skotland. Margt þessa fólks var of ungt til að kjósa 2014. Önnur ástæða er að Nicola Sturgeon nýtur mikils stuðnings vegna vasklegrar framgöngu í COVID-farsóttinni, ólíkt Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, sem er óvinsæll í Skotlandi.
10/15/2020 • 0
Stjórnmál í Danmörku og Svíþjóð og meirihluti Skota vill sjálfstæði
Í Heimsglugganum að þessu sinni var rætt um stöðu sænsku ríkisstjórnarinnar en örlög hennar ráðast í viðræðum aðila vinnumarkaðarins um breytingar á vinnulöggjöfinni. Takist ekki samkomulag leggur Vinstriflokkurinn fram vantrauststillögu. Flokkurinn er algerlega andvígur hugmyndum um að slaka á reglum um ráðningarsamband eins og rætt er um. Hægri stjórnarandstöðuflokkar, Íhaldsmenn, Kristilegir og Svíþjóðardemókratar hafa lýst stuðningi við vantraust og þar með er ljóst að meirihluti þingmanna hyggst styðja vantrauststillögu frá Vinstri-flokknum.
Í Danmörku eru miklar deilur innan Radikale Venstre. Morten Østergaard þurfti að segja af sér leiðtogaembætti eftir að hafa viðurkennt kynferðislega áreitni. Sofie Carsten Nielsen tók við af Østergaard en nú er hún sökuð um að hafa vitað af framferði hans en ekkert aðhafst.
Í Skotlandi bendir ný könnun til þess að 58 prósent kjósenda óski þess að landið lýsi yfir sjálfstæði. Þetta er mesti stuðningur sem nokkru sinni hefur mælst við sjálfstæði Skotlands. Sex ár eru liðin frá því að Skotar höfnuðu sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú vilja sjálfstæðissinnar, undir forystu Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra skosku stjórnarinnar, að efnt verði til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu en breska ríkisstjórnin hefur hafnað því. Ein af ástæðum aukins fylgis við sjálfstæði er að nærri þrír fjórðu hlutar kjósenda á aldrinum 16-24 ára vilja sjálfstætt Skotland. Margt þessa fólks var of ungt til að kjósa 2014. Önnur ástæða er að Nicola Sturgeon nýtur mikils stuðnings vegna vasklegrar framgöngu í COVID-farsóttinni, ólíkt Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, sem er óvinsæll í Skotlandi.
10/15/2020 • 20 minutes, 14 seconds
Varaforsetaefni takast á og njósnarar mega brjóta lög í Bretlandi
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson fjölluðu um kappræður varaforsetaefna stóru flokkanna í Bandaríkjunum. Þær eru venjulega ekki það sem vekur mesta athygli fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum en þegar forsetaefnin eru bæði á áttræðisaldri, Trump er 74 ára og Joe Biden 77 ára og heilsa forsetans nokkuð spurningamerki, hljóta kjósendur eðlilega að hafa áhuga á þeim sem yrðu mögulega eftirmenn þeirra. Hingað til hafa þessar umræður ekki haft afgerandi áhrif á kosningabaráttuna og ólíklegt er að svo verði að þessu sinni. Þá ræddu þau Þórunn Elísabet og Bogi um lagafrumvarp sem breska þingið hefur nú til meðferðar og leyfir leyniþjónustustofnunum að fara á svig við eða hreinlega brjóta lög. Þingmenn í neðri málstofunni samþykktu það í fyrstu umræðu. ,,The covert human intelligence resources bill" er nafn frumvarpsins. Það á að auðvelda starfsmönnum leyniþjónustunnar að smygla sér inn í hryðjuverka- og glæpasamtök. Auðvitað varð ýmsum hugsað til James Bond, sem samkvæmt bókum og kvikmyndum, hefur „license til kill“, leyfi til að drepa. James Brokenshire, sem er ábyrgur ráðherra í bresku ríkisstjórninni og mælti fyrir frumvarpinu, sagði að þessar aðferðir leyniþjónustunnar hefðu komið í veg fyrir hryðjuverkatilræði við Theresu May þáverandi forsætisráðherra árið 2017. Enginn fengi þó „license to kill“.
10/8/2020 • 0
Varaforsetaefni takast á og njósnarar mega brjóta lög í Bretlandi
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson fjölluðu um kappræður varaforsetaefna stóru flokkanna í Bandaríkjunum. Þær eru venjulega ekki það sem vekur mesta athygli fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum en þegar forsetaefnin eru bæði á áttræðisaldri, Trump er 74 ára og Joe Biden 77 ára og heilsa forsetans nokkuð spurningamerki, hljóta kjósendur eðlilega að hafa áhuga á þeim sem yrðu mögulega eftirmenn þeirra. Hingað til hafa þessar umræður ekki haft afgerandi áhrif á kosningabaráttuna og ólíklegt er að svo verði að þessu sinni.
Þá ræddu þau Þórunn Elísabet og Bogi um lagafrumvarp sem breska þingið hefur nú til meðferðar og leyfir leyniþjónustustofnunum að fara á svig við eða hreinlega brjóta lög. Þingmenn í neðri málstofunni samþykktu það í fyrstu umræðu. ,,The covert human intelligence resources bill" er nafn frumvarpsins. Það á að auðvelda starfsmönnum leyniþjónustunnar að smygla sér inn í hryðjuverka- og glæpasamtök. Auðvitað varð ýmsum hugsað til James Bond, sem samkvæmt bókum og kvikmyndum, hefur „license til kill“, leyfi til að drepa. James Brokenshire, sem er ábyrgur ráðherra í bresku ríkisstjórninni og mælti fyrir frumvarpinu, sagði að þessar aðferðir leyniþjónustunnar hefðu komið í veg fyrir hryðjuverkatilræði við Theresu May þáverandi forsætisráðherra árið 2017. Enginn fengi þó „license to kill“.
10/8/2020 • 19 minutes, 7 seconds
COVID-19 í Svíþjóð og brot Breta á útgöngusamningi
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir byrjuðu umræðurnar við Boga Ágústsson í Heimsglugganum á að tala um Nazanin Zaghari-Ratcliffe. Hún er bresk-írönsk kona, sem verið hefur í haldi í Íran síðastliðin fimm ár, var dæmd fyrir undirróðursstarfsemi. Hún verður innan tíðar búin að afplána þann dóm og þá hefur klerkastjórnin boðað nýjar ákærur. Fréttaskýrendur segja að klerkastjórnin ætli að halda henni í fangelsi, þeir vilji fá endurgreitt fé sem þeir borguðu Bretum fyrir skriðdreka sem þeir fengu aldrei. Þá var fjallað um grein sem birt er í nafni American Institute for Economic Research um skýringar á af hverju svo miklu fleiri Svíar hafa látist í kórónuveirufaraldrinum en Danir, Finnar og Norðmenn. Þar er því hafnað að dánartíðnin tengist því að Svíar hafi ekki lokað skólum og veitingahúsum á sama tíma og grannþjóðirnar gripu til umfangsmikilla samkomutakmarkana. Ein af ástæðum hárrar dauðatíðni í Svíþjóð segja höfundar greinarinnar að sé að færri hafi látist úr inflúensu á síðustu árum í Svíþjóð en í grannríkjunum og því hafi fleira fólk verið í áhættuhópi. Greinina má sjá hér: https://www.aier.org/article/swedens-high-covid-death-rates-among-the-nordics-dry-tinder-and-other-important-factors/?fbclid=IwAR1bYV0JV4Lo5_Q6JNJca_xDLHg-Vxy_zEs75iGcUoGfNMuitAPI5Xc65B0 Þá var rætt um lagafrumvarp bresku stjórnarinnar sem ráðherrar viðurkenna að feli í sér brot á alþjóðalögum og útgöngusamningi Breta við Evrópusambandið.
9/10/2020 • 0
COVID-19 í Svíþjóð og brot Breta á útgöngusamningi
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir byrjuðu umræðurnar við Boga Ágústsson í Heimsglugganum á að tala um Nazanin Zaghari-Ratcliffe. Hún er bresk-írönsk kona, sem verið hefur í haldi í Íran síðastliðin fimm ár, var dæmd fyrir undirróðursstarfsemi. Hún verður innan tíðar búin að afplána þann dóm og þá hefur klerkastjórnin boðað nýjar ákærur. Fréttaskýrendur segja að klerkastjórnin ætli að halda henni í fangelsi, þeir vilji fá endurgreitt fé sem þeir borguðu Bretum fyrir skriðdreka sem þeir fengu aldrei.
Þá var fjallað um grein sem birt er í nafni American Institute for Economic Research um skýringar á af hverju svo miklu fleiri Svíar hafa látist í kórónuveirufaraldrinum en Danir, Finnar og Norðmenn. Þar er því hafnað að dánartíðnin tengist því að Svíar hafi ekki lokað skólum og veitingahúsum á sama tíma og grannþjóðirnar gripu til umfangsmikilla samkomutakmarkana. Ein af ástæðum hárrar dauðatíðni í Svíþjóð segja höfundar greinarinnar að sé að færri hafi látist úr inflúensu á síðustu árum í Svíþjóð en í grannríkjunum og því hafi fleira fólk verið í áhættuhópi. Greinina má sjá hér:
https://www.aier.org/article/swedens-high-covid-death-rates-among-the-nordics-dry-tinder-and-other-important-factors/?fbclid=IwAR1bYV0JV4Lo5_Q6JNJca_xDLHg-Vxy_zEs75iGcUoGfNMuitAPI5Xc65B0
Þá var rætt um lagafrumvarp bresku stjórnarinnar sem ráðherrar viðurkenna að feli í sér brot á alþjóðalögum og útgöngusamningi Breta við Evrópusambandið.
9/10/2020 • 20 minutes, 58 seconds
Morðtilraun við Alexei Navalny og stjórnmál í Bretlandi
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu að þessu sinni við Boga Ágústsson um rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny, sem liggur fársjúkur á Charité-spítalanum í Berlín. Þýsk stjórnvöld segja hafið yfir allan vafa að veikindi hans séu afleiðingar eitrunar, honum hafi verið byrlað taugaeitrið novichok. Það var þróað og framleitt á rannsóknarstofum í Sovétríkjunum undir lok kalda stríðsins og hefur að minnsta kosti einu sinni áður verið notað gegn andstæðingi Rússlandsstjórnar. Það var þegar reynt var að ráða Sergei Skripal, fyrrverandi leyniþjónustumanna af dögum í Salisbury á Englandi. Hann og Yulia, dóttir hans, lágu um tíma á milli heims og helju en lifðu af. Bresk kona sem einnig komst í snertingu við eitrið lést. Angela Merkel, Þýskalandskanslari, og öll þýska stjórnin hafa fordæmt tilræðið við Navalny harðlega og Merkel verið óvenjuhvöss í tali. Þá var einnig rætt um bresk stjórnmál. Boris Johnson og ríkisstjórn hans sitja undir ásökunum um stöðugar stefnubreytingar, ein u-beygjan taki við af annarri. Við heyrðum frá orðaskaki Johnsons og sir Keir Starmers í fyrirspurnartíma forsætisráðherra.
9/3/2020 • 0
Morðtilraun við Alexei Navalny og stjórnmál í Bretlandi
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu að þessu sinni við Boga Ágústsson um rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny, sem liggur fársjúkur á Charité-spítalanum í Berlín. Þýsk stjórnvöld segja hafið yfir allan vafa að veikindi hans séu afleiðingar eitrunar, honum hafi verið byrlað taugaeitrið novichok. Það var þróað og framleitt á rannsóknarstofum í Sovétríkjunum undir lok kalda stríðsins og hefur að minnsta kosti einu sinni áður verið notað gegn andstæðingi Rússlandsstjórnar. Það var þegar reynt var að ráða Sergei Skripal, fyrrverandi leyniþjónustumanna af dögum í Salisbury á Englandi. Hann og Yulia, dóttir hans, lágu um tíma á milli heims og helju en lifðu af. Bresk kona sem einnig komst í snertingu við eitrið lést.
Angela Merkel, Þýskalandskanslari, og öll þýska stjórnin hafa fordæmt tilræðið við Navalny harðlega og Merkel verið óvenjuhvöss í tali.
Þá var einnig rætt um bresk stjórnmál. Boris Johnson og ríkisstjórn hans sitja undir ásökunum um stöðugar stefnubreytingar, ein u-beygjan taki við af annarri. Við heyrðum frá orðaskaki Johnsons og sir Keir Starmers í fyrirspurnartíma forsætisráðherra.
9/3/2020 • 20 minutes, 14 seconds
Njósnaskandall í Danmörku og bresk ættjarðarlög
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu við Boga Ágústsson í Heimsglugganum um hneykslismál sem skekur Danmörku. Þar hefur komið í ljós að leyniþjónusta hersins, Forsvarets Efterretningstjeneste, hefur brotið lög og reglur. Leyniþjónustunni er ætlað að starfa að upplýsingaöflun utan Danmerkur en forráðamenn eru grunaðir um að hafa látið grennslast fyrir um fólk í Danmörku. Þar á meðal er einstaklingur sem vinnur hjá stofnun sem á að hafa eftirlit með leyniþjónustunni. Forstöðumaður leyniþjónustunnar og fyrirrennari hans hafa verið reknir og tveir aðrir háttsettir í leyniþjónustunni. Einnig var rætt um að mænusótt eða lömunarveiki hefur verið útrýmt í Afríku eftir mikla bólusetningarherferð. Í lokin var rætt um deilur i Bretlandi sem spruttu upp þegar skýrt var frá því að breska ríkisútvarpið, BBC, ætlaði að sleppa því að láta syngja Land of Hope and Glory og Rule Britannia á lokakvöldi BBC Proms tónleikaraðarinnar. Last Night of the Proms er gríðarlega vinsæl útsending, sent er út frá Royal Albert Hall í Lundúnum og frá útisamkomum í Lundúnum, Cardiff, Belfast og Glasgow þar sem fjöldi manns safnast saman við stóra skjái til að fylgjast með útsendingunni. Þar hefur alltaf verið fullt út úr dyrum á lokakvöldinu, mikil stemning og tekið hraustlega undir þegar sálmurinn Jerúsalem er sunginn og ekki síður þegar Land of Hope and Glory og Rule Britannia eru leikin. Ýmsum þykir að lögin minni um of á nýlendustefnu og þrælahald og víst er að þau eru órjúfanleg tengd breska heimsveldinu. Vegna kórónuveirunnar verða engir gestir í Royal Albert Hall á lokakvöldinu.
8/27/2020 • 0
Njósnaskandall í Danmörku og bresk ættjarðarlög
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu við Boga Ágústsson í Heimsglugganum um hneykslismál sem skekur Danmörku. Þar hefur komið í ljós að leyniþjónusta hersins, Forsvarets Efterretningstjeneste, hefur brotið lög og reglur. Leyniþjónustunni er ætlað að starfa að upplýsingaöflun utan Danmerkur en forráðamenn eru grunaðir um að hafa látið grennslast fyrir um fólk í Danmörku. Þar á meðal er einstaklingur sem vinnur hjá stofnun sem á að hafa eftirlit með leyniþjónustunni. Forstöðumaður leyniþjónustunnar og fyrirrennari hans hafa verið reknir og tveir aðrir háttsettir í leyniþjónustunni.
Einnig var rætt um að mænusótt eða lömunarveiki hefur verið útrýmt í Afríku eftir mikla bólusetningarherferð.
Í lokin var rætt um deilur i Bretlandi sem spruttu upp þegar skýrt var frá því að breska ríkisútvarpið, BBC, ætlaði að sleppa því að láta syngja Land of Hope and Glory og Rule Britannia á lokakvöldi BBC Proms tónleikaraðarinnar. Last Night of the Proms er gríðarlega vinsæl útsending, sent er út frá Royal Albert Hall í Lundúnum og frá útisamkomum í Lundúnum, Cardiff, Belfast og Glasgow þar sem fjöldi manns safnast saman við stóra skjái til að fylgjast með útsendingunni. Þar hefur alltaf verið fullt út úr dyrum á lokakvöldinu, mikil stemning og tekið hraustlega undir þegar sálmurinn Jerúsalem er sunginn og ekki síður þegar Land of Hope and Glory og Rule Britannia eru leikin. Ýmsum þykir að lögin minni um of á nýlendustefnu og þrælahald og víst er að þau eru órjúfanleg tengd breska heimsveldinu.
Vegna kórónuveirunnar verða engir gestir í Royal Albert Hall á lokakvöldinu.
8/27/2020 • 20 minutes, 30 seconds
Ástandið í Hvíta-Rússlandi og flokksþing Demókrata í Bandaríkjunum
Björn Þór Sigurbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu að þessu sinni ástandið í Hvíta-Rússlandi og flokksþing Demókrata í Bandaríkjunum við Boga Ágústsson í Heimsglugganum. Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur boðað að hart verði tekið á mótmælum í landinu en undanfarna daga hafa landsmenn fengið að mótmæla meintu svindli í forsetakosningum tiltölulega óáreittir. Lögregla og öryggissveitir reyndu að berja fyrstu mótmælin niður af mikilli hörku og grimmd þar sem fólk, sem var handtekið, var pyntað og barið. Við heyrðum í fréttamanni sænska ríkissjónvarpsins í Rússlandi sem ekki gerir ráð fyrir að Lúkasjenkó geti haldið völdum til langframa en fari sennilega hvergi á næstu dögum. Á flokksþingi Demókrata hefur verið veist hart að Donald Trump forseta og hann sagður óhæfur á alla lund. Barack Obama, fyrrverandi forseti, var ómyrkur í máli er hann ræddi embættisfærslu eftirmanns síns.
8/20/2020 • 0
Ástandið í Hvíta-Rússlandi og flokksþing Demókrata í Bandaríkjunum
Björn Þór Sigurbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu að þessu sinni ástandið í Hvíta-Rússlandi og flokksþing Demókrata í Bandaríkjunum við Boga Ágústsson í Heimsglugganum. Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur boðað að hart verði tekið á mótmælum í landinu en undanfarna daga hafa landsmenn fengið að mótmæla meintu svindli í forsetakosningum tiltölulega óáreittir. Lögregla og öryggissveitir reyndu að berja fyrstu mótmælin niður af mikilli hörku og grimmd þar sem fólk, sem var handtekið, var pyntað og barið. Við heyrðum í fréttamanni sænska ríkissjónvarpsins í Rússlandi sem ekki gerir ráð fyrir að Lúkasjenkó geti haldið völdum til langframa en fari sennilega hvergi á næstu dögum.
Á flokksþingi Demókrata hefur verið veist hart að Donald Trump forseta og hann sagður óhæfur á alla lund. Barack Obama, fyrrverandi forseti, var ómyrkur í máli er hann ræddi embættisfærslu eftirmanns síns.
8/20/2020 • 20 minutes, 47 seconds
Réttarhneyksli í Noregi og Kamala Harris
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddi í Heimsglugganum við Boga Ágústsson um hneykslismál í Noregi. Tryggingarstofnun Noregs mistúlkaði reglur um ferðafrelsi innan EES svæðisins og krafði fólk sem þegið hafði bætur en ekki dvalist í Noregi um endurgreiðslur. Tryggingarstofnunin gekk svo hart fram að fólk var dæmt í fangelsi. Nú hefur norska ríkisstjórnin beðist afsökunar. Meginefni Heimsgluggans var spjall um Kamölu Harris, varaforsetaefni Demókrata fyrir kosningarnar í haust. Hún er fyrsta konan sem ekki er hvít sem annar hvor stóru flokkanna teflir fram í forsetakosningum.
8/13/2020 • 0
Réttarhneyksli í Noregi og Kamala Harris
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Björn Þór Sigbjörnsson ræddi í Heimsglugganum við Boga Ágústsson um hneykslismál í Noregi. Tryggingarstofnun Noregs mistúlkaði reglur um ferðafrelsi innan EES svæðisins og krafði fólk sem þegið hafði bætur en ekki dvalist í Noregi um endurgreiðslur. Tryggingarstofnunin gekk svo hart fram að fólk var dæmt í fangelsi. Nú hefur norska ríkisstjórnin beðist afsökunar.
Meginefni Heimsgluggans var spjall um Kamölu Harris, varaforsetaefni Demókrata fyrir kosningarnar í haust. Hún er fyrsta konan sem ekki er hvít sem annar hvor stóru flokkanna teflir fram í forsetakosningum.
8/13/2020 • 21 minutes, 35 seconds
Skelfilegt ástand í Líbanon eftir sprengingar
Bogi Ágústsson ræddi við Héðinn Halldórsson um ástandið í Líbanon eftir miklar sprengingar sem urðu í höfuðborginni Beirút í fyrradag. Að minnsta kosti 135 létu lífið og á fimmta þúsund manns slasaðist. Héðinn bjó í Beirút þegar hann starfaði fyrir UNICEF og segir líbönsku þjóðina alls ekki mega við frekari áföllum í miðjum COVID faraldri, pólitískum óróleika og efnahagsörðugleikum. Héðinn segir mikinn óróa vera í landinu og það hafi í raun verið á barmi algers efnahagshruns. Bogi og Héðinn ræddu meðal annars sögu landsins sem byggt er mörgum trúarhópum. Stjórnskipan Líbanons byggir á skiptingu valda milli þessara hópa, þannig er forsetinn ætíð úr hópi kristinna og forsætisráðherrann múslimi. Þessi skipan hefur leitt til spillingar og stöðnunar. Mikil mótmælaalda hófst í landinu í október á síðasta ári og almenningur er greinilega langþreyttur á ástandinu, mikilli verðbólgu, atvinnuleysi, lélegum innviðum og rótgróinni spillingu.
8/6/2020 • 0
Skelfilegt ástand í Líbanon eftir sprengingar
Bogi Ágústsson ræddi við Héðinn Halldórsson um ástandið í Líbanon eftir miklar sprengingar sem urðu í höfuðborginni Beirút í fyrradag. Að minnsta kosti 135 létu lífið og á fimmta þúsund manns slasaðist. Héðinn bjó í Beirút þegar hann starfaði fyrir UNICEF og segir líbönsku þjóðina alls ekki mega við frekari áföllum í miðjum COVID faraldri, pólitískum óróleika og efnahagsörðugleikum. Héðinn segir mikinn óróa vera í landinu og það hafi í raun verið á barmi algers efnahagshruns.
Bogi og Héðinn ræddu meðal annars sögu landsins sem byggt er mörgum trúarhópum. Stjórnskipan Líbanons byggir á skiptingu valda milli þessara hópa, þannig er forsetinn ætíð úr hópi kristinna og forsætisráðherrann múslimi. Þessi skipan hefur leitt til spillingar og stöðnunar. Mikil mótmælaalda hófst í landinu í október á síðasta ári og almenningur er greinilega langþreyttur á ástandinu, mikilli verðbólgu, atvinnuleysi, lélegum innviðum og rótgróinni spillingu.
8/6/2020 • 15 minutes
Mannfækkun, þröng staða Repúblikana og Bent Fabricius-Bjerre
Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir ræddu við Boga Ágústsson um skýrslu sem spáir því að búast megi við því að fólki í 23 vestrænum ríkjum fækki um helming á þessari öld. Ört dragi úr frjósemi í heiminum og Ítalir til dæmis verði aðeins 28 milljónir árið 2100 en nú búa yfir 60 milljónir á Ítalíu. Marvísleg vandamál fylgi fólksfækkun. Eldra fólki fjölgi um leið og börnum fækki og æ færri þurfi að standa undir allri verðmætasköpun. Ítalski rithöfundurinn Salvo Tuscani segir að fólk verði að gera sér grein fyrir að vandamálið sé ekki innflytjendur og flóttamenn heldur fólksfækkun og fólk sem flytur á brott, til dæmis frá heimabyggð hans á Sikiley. Í Bandaríkjunum stendur Repúblikanaflokkurinn illa í skoðanakönnunum og Donald Trump forseti sömuleiðis. Repúblikanar hafa áhyggjur af því að þeir missi hugsanlega meirihluta sinn í öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum í nóvember. Við heyrðum auglýsingu frá The Lincoln Project, hópi Repúblikana sem berst gegn endurkjöri Trumps. Þær auglýsingar eru sagðar fara mjög fyrir brjóstið á forsetanum og stuðningsfólki hans. Í lokin var Bents Fabricius-Bjerre minnst, hann var ástsælt tónskáld í Danmörku og samdi mikið af tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Við heyrðum titillagið úr hinni vinsælu þáttaröð Matador. Í útgáfunni sem var spiluð lék tónskáldið sjálft á píanó við undirleik LiveStrings, sem er strengjasveit ungra kvenna. Upptökustjóri var Íslendingurinn Ragnheiður Jónsdóttir.
7/30/2020 • 0
Mannfækkun, þröng staða Repúblikana og Bent Fabricius-Bjerre
Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir ræddu við Boga Ágústsson um skýrslu sem spáir því að búast megi við því að fólki í 23 vestrænum ríkjum fækki um helming á þessari öld. Ört dragi úr frjósemi í heiminum og Ítalir til dæmis verði aðeins 28 milljónir árið 2100 en nú búa yfir 60 milljónir á Ítalíu. Marvísleg vandamál fylgi fólksfækkun. Eldra fólki fjölgi um leið og börnum fækki og æ færri þurfi að standa undir allri verðmætasköpun. Ítalski rithöfundurinn Salvo Tuscani segir að fólk verði að gera sér grein fyrir að vandamálið sé ekki innflytjendur og flóttamenn heldur fólksfækkun og fólk sem flytur á brott, til dæmis frá heimabyggð hans á Sikiley.
Í Bandaríkjunum stendur Repúblikanaflokkurinn illa í skoðanakönnunum og Donald Trump forseti sömuleiðis. Repúblikanar hafa áhyggjur af því að þeir missi hugsanlega meirihluta sinn í öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum í nóvember. Við heyrðum auglýsingu frá The Lincoln Project, hópi Repúblikana sem berst gegn endurkjöri Trumps. Þær auglýsingar eru sagðar fara mjög fyrir brjóstið á forsetanum og stuðningsfólki hans.
Í lokin var Bents Fabricius-Bjerre minnst, hann var ástsælt tónskáld í Danmörku og samdi mikið af tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Við heyrðum titillagið úr hinni vinsælu þáttaröð Matador. Í útgáfunni sem var spiluð lék tónskáldið sjálft á píanó við undirleik LiveStrings, sem er strengjasveit ungra kvenna. Upptökustjóri var Íslendingurinn Ragnheiður Jónsdóttir.
7/30/2020 • 15 minutes
Trump hefur nýja sókn og bjargráðasjóður ESB
Vera Illugadóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu við Boga Ágústsson um bandarísk og evrópsk stjórnmál. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, skipti um kosningastjóra í síðustu viku og hefur breytt um áherslur í baráttunni fyrir forsetakosningarnar í haust. Joe Biden, keppinautur Trumps, hefur umtalsvert forskot í skoðanakönnunum og greinilegt er að forsetinn og lið hans ætla að hleypa nýju lífi í kosningabaráttuna. Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu um síðustu helgi stofnun bjargráðasjóðs sem koma á til aðstoðar þeim ríkjum sem vert hafa farið út úr COVID-19 farsóttinni. ESB ætlar að taka að láni upphæð sem svarar til útgjalda íslenska ríkisins í 120 ár. ESB ríki geta sótt um styrki eða lán á hagstæðum vöxtum úr bjargráðasjóðnum. Ýmsir segja að ákvörðunin um að ríkin beri sameiginlega ábyrgð á lánunum marki tímamót í sögu sambandsins.
7/23/2020 • 0
Trump hefur nýja sókn og bjargráðasjóður ESB
Vera Illugadóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu við Boga Ágústsson um bandarísk og evrópsk stjórnmál. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, skipti um kosningastjóra í síðustu viku og hefur breytt um áherslur í baráttunni fyrir forsetakosningarnar í haust. Joe Biden, keppinautur Trumps, hefur umtalsvert forskot í skoðanakönnunum og greinilegt er að forsetinn og lið hans ætla að hleypa nýju lífi í kosningabaráttuna.
Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu um síðustu helgi stofnun bjargráðasjóðs sem koma á til aðstoðar þeim ríkjum sem vert hafa farið út úr COVID-19 farsóttinni. ESB ætlar að taka að láni upphæð sem svarar til útgjalda íslenska ríkisins í 120 ár. ESB ríki geta sótt um styrki eða lán á hagstæðum vöxtum úr bjargráðasjóðnum. Ýmsir segja að ákvörðunin um að ríkin beri sameiginlega ábyrgð á lánunum marki tímamót í sögu sambandsins.
7/23/2020 • 19 minutes, 1 second
Bakslag í norrænu samstarfi og deilur vestrænna ríkja og Kína
Vera Illugadóttir og Bogi Ágústsson ræddu það bakslag sem komið hefur í norræna samvinnu með kórónuveirufaraldrinum þar sem lokun landamæra hefur valdið verulegum vandræðum og hleypt illu blóði í marga sem hafa orðið fyrir barðinu á ráðstöfunum stjórnvalda vegna farsóttarinnar. Engu að síður stendur norrænt samstarf djúpum rótum og stöðugt er hugað að nýjum samstarfssviðum. Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra og menntamálaráðherra, skilaði nýlega skýrslu þar sem augum var sérstaklega beint að loftslagsmálum, netöryggi og fjölþjóðasamstarfi. Þá ræddu þau Vera og Bogi um deilur og samskipti Kínverja við vestræn ríki og fleiri. Þar kemur til sögunnar hlutur kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei í 5G-uppbyggingunni. Bandaríkjamenn hafa lýst yfir að þeir sem leyfi aðkomu Huawei verði beittir refsiaðgerðum og breska stjórnin ákvað í vikunni að útiloka fyrirtækið frá aðkomu að 5G-uppbygginu í Bretlandi.
7/16/2020 • 0
Bakslag í norrænu samstarfi og deilur vestrænna ríkja og Kína
Vera Illugadóttir og Bogi Ágústsson ræddu það bakslag sem komið hefur í norræna samvinnu með kórónuveirufaraldrinum þar sem lokun landamæra hefur valdið verulegum vandræðum og hleypt illu blóði í marga sem hafa orðið fyrir barðinu á ráðstöfunum stjórnvalda vegna farsóttarinnar. Engu að síður stendur norrænt samstarf djúpum rótum og stöðugt er hugað að nýjum samstarfssviðum. Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra og menntamálaráðherra, skilaði nýlega skýrslu þar sem augum var sérstaklega beint að loftslagsmálum, netöryggi og fjölþjóðasamstarfi.
Þá ræddu þau Vera og Bogi um deilur og samskipti Kínverja við vestræn ríki og fleiri. Þar kemur til sögunnar hlutur kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei í 5G-uppbyggingunni. Bandaríkjamenn hafa lýst yfir að þeir sem leyfi aðkomu Huawei verði beittir refsiaðgerðum og breska stjórnin ákvað í vikunni að útiloka fyrirtækið frá aðkomu að 5G-uppbygginu í Bretlandi.
7/16/2020 • 20 minutes, 2 seconds
Hong Kong og formennska Þjóðverja í ESB
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir ræddu við Boga Ágústsson í Heimsglugganum um nýja löggjöf sem nánast innlimar Hong Kong í alþýðulýðveldið Kína. Bretar og alþjóðasamfélagið telja Kínverja brjóta samkomulag sem gert var áður en Bretar yfirgáfu þessa nýlendu sína 1997. Bresk yfirvöld hafa lofað allt að þremur milljónum Hong Kong-búa landvist og atvinnuleyfi. Aðalumræðuefnið í Heimsglugganum var formennska Þjóðverja í Evrópusambandinu. Þeirra bíða mörg erfið verkefni og efst á forgangslistanum eru björgunaraðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Áður er farsóttin braust út var talið líklegast að fjárlagarammi ESB næstu árin og Brexit yrðu helstu málin á dagskrá sambandsins næsta hálfa árið. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að hún vilji ná góðum samningum við Breta um framtíðarviðskipti en ESB og Þýskaland verði að búa sig undir að samningar takist ekki. Þjóðverjar hafa núna ásamt Frökkum lagt til 750 milljarða evra björgunarsjóð sem er ætlaður til að hjálpa þeim ríkjum ESB í suðurhluta Evrópu sem hafa orðið verst úti efnahagslega á síðustu mánuðum, einkum Ítalíu og Spáni. Fimm hundruð milljarðar verði styrkir, ekki lán. Þjóðverjar, Frakkar og framkvæmdastjórn ESB telja að verst settu ríkin séu svo skuldsett að frekari lán gætu sligað þau. Takist ekki að reisa efnahagslífið við geti það þýtt langvarandi kreppu, atvinnuleysi og samdrátt sem kæmi niður á öllum, aukin skuldabyrði verst stöddu ríkjanna gæti einnig leitt til vaxtahækkana sem ríkin stæðu ekki undir, hrun yrði og það bitnaði á öllum ríkjum ESB. Austurríki, Danmörk, Holland og Svíþjóð eru andvíg því að aðstoð við illa stödd ríki verði í formi styrkja, en Þjóðverjar og Frakkar vonast til að telja þeim hughvarf á leiðtogafundi síðar í júlí.
7/2/2020 • 0
Hong Kong og formennska Þjóðverja í ESB
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir ræddu við Boga Ágústsson í Heimsglugganum um nýja löggjöf sem nánast innlimar Hong Kong í alþýðulýðveldið Kína. Bretar og alþjóðasamfélagið telja Kínverja brjóta samkomulag sem gert var áður en Bretar yfirgáfu þessa nýlendu sína 1997. Bresk yfirvöld hafa lofað allt að þremur milljónum Hong Kong-búa landvist og atvinnuleyfi.
Aðalumræðuefnið í Heimsglugganum var formennska Þjóðverja í Evrópusambandinu. Þeirra bíða mörg erfið verkefni og efst á forgangslistanum eru björgunaraðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Áður er farsóttin braust út var talið líklegast að fjárlagarammi ESB næstu árin og Brexit yrðu helstu málin á dagskrá sambandsins næsta hálfa árið. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að hún vilji ná góðum samningum við Breta um framtíðarviðskipti en ESB og Þýskaland verði að búa sig undir að samningar takist ekki.
Þjóðverjar hafa núna ásamt Frökkum lagt til 750 milljarða evra björgunarsjóð sem er ætlaður til að hjálpa þeim ríkjum ESB í suðurhluta Evrópu sem hafa orðið verst úti efnahagslega á síðustu mánuðum, einkum Ítalíu og Spáni. Fimm hundruð milljarðar verði styrkir, ekki lán. Þjóðverjar, Frakkar og framkvæmdastjórn ESB telja að verst settu ríkin séu svo skuldsett að frekari lán gætu sligað þau. Takist ekki að reisa efnahagslífið við geti það þýtt langvarandi kreppu, atvinnuleysi og samdrátt sem kæmi niður á öllum, aukin skuldabyrði verst stöddu ríkjanna gæti einnig leitt til vaxtahækkana sem ríkin stæðu ekki undir, hrun yrði og það bitnaði á öllum ríkjum ESB.
Austurríki, Danmörk, Holland og Svíþjóð eru andvíg því að aðstoð við illa stödd ríki verði í formi styrkja, en Þjóðverjar og Frakkar vonast til að telja þeim hughvarf á leiðtogafundi síðar í júlí.
7/2/2020 • 19 minutes, 35 seconds
Grænland, hersýning í Moskvu
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu aðallega um sjálfstæðismál Grænlendinga en í vikunni var sýnd í bæði í Danmörku og Grænlandi ný mynd eftir danskan leikstjóra, Kenneth Sorrento, sem fjallar um ungt fólk á Grænlandi og viðhorf þeirra til samfélagsins og ekki síst til sjálfstæðis Grænlands. Einnig var rætt um mikla hersýningu í Moskvu í tilefni af því að 75 ár eru frá því að Þýskaland gafst upp í seinni heimsstyrjöldinni. Hátíðahöldin áttu að vera í maí en var frestað vegna kórónuveirunnar. Þó að farsóttin geisi enn í Rússlandi var hersýningin haldin í gær. Flestir telja að Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hafi vilja glæða þjóðernisvitundina rétt áður en Rússar ganga að kjörborðinu í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá. Ef breytingarnar verða samþykktar getur Pútín setið áfram sem forseti til ársins 2036.
6/25/2020 • 0
Grænland, hersýning í Moskvu
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu aðallega um sjálfstæðismál Grænlendinga en í vikunni var sýnd í bæði í Danmörku og Grænlandi ný mynd eftir danskan leikstjóra, Kenneth Sorrento, sem fjallar um ungt fólk á Grænlandi og viðhorf þeirra til samfélagsins og ekki síst til sjálfstæðis Grænlands.
Einnig var rætt um mikla hersýningu í Moskvu í tilefni af því að 75 ár eru frá því að Þýskaland gafst upp í seinni heimsstyrjöldinni. Hátíðahöldin áttu að vera í maí en var frestað vegna kórónuveirunnar. Þó að farsóttin geisi enn í Rússlandi var hersýningin haldin í gær. Flestir telja að Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hafi vilja glæða þjóðernisvitundina rétt áður en Rússar ganga að kjörborðinu í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá. Ef breytingarnar verða samþykktar getur Pútín setið áfram sem forseti til ársins 2036.
6/25/2020 • 18 minutes, 39 seconds
,,Black lives matter“ mótmæli halda áfram
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu í Heimsglugganum að þessu sinni mest um þá miklu mótmælaöldu sem risið hefur eftir að hvítur lögreglumaður varð George Floyd að bana í Minneapolis í Bandaríkjunum. Í Bretlandi var áletrunin ,,Black lives matter" á treyjum knattspyrnumanna í efstu deild í stað nafna þeirra þegar keppni hófst að nýju í gær. Þar hefur fótboltamanninum Marcus Rashford tekist að fá bresku stjórnina ofan af því að hætta að gefa skólabörnum mat þegar leyfi eru í skólanum. Marcus Rashford 1 Boris Johnson 0 voru fyrirsagnir í sumum blöðum. Í Bandaríkjunum hefur hvítur lögreglumaður, Gareth Roth, verið ákærður fyrir morð eftir að hafa skotið blökkumanninn Rayshard Brooks til bana. Verði Roth fundinn sekur gæti beðið hans lífstíðarfangelsi, jafnvel dauðarefsing. Þá ræddu Björn Þór og Bogi bók sem er að koma út í Bandaríkjunum eftir John Bolton, fyrrverandi öryggisráðgjafa Donalds Trumps forseta. Í bókinni segir Bolton að á meðan hann starfaði í Hvíta húsinu hafi allar ákvarðanir Trumps verið teknar með það að sjónarmiði að gagnast forsetanum í baráttu hans til að vera endurkjörinn í haust.
6/18/2020 • 0
,,Black lives matter“ mótmæli halda áfram
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu í Heimsglugganum að þessu sinni mest um þá miklu mótmælaöldu sem risið hefur eftir að hvítur lögreglumaður varð George Floyd að bana í Minneapolis í Bandaríkjunum. Í Bretlandi var áletrunin ,,Black lives matter" á treyjum knattspyrnumanna í efstu deild í stað nafna þeirra þegar keppni hófst að nýju í gær. Þar hefur fótboltamanninum Marcus Rashford tekist að fá bresku stjórnina ofan af því að hætta að gefa skólabörnum mat þegar leyfi eru í skólanum. Marcus Rashford 1 Boris Johnson 0 voru fyrirsagnir í sumum blöðum. Í Bandaríkjunum hefur hvítur lögreglumaður, Gareth Roth, verið ákærður fyrir morð eftir að hafa skotið blökkumanninn Rayshard Brooks til bana. Verði Roth fundinn sekur gæti beðið hans lífstíðarfangelsi, jafnvel dauðarefsing.
Þá ræddu Björn Þór og Bogi bók sem er að koma út í Bandaríkjunum eftir John Bolton, fyrrverandi öryggisráðgjafa Donalds Trumps forseta. Í bókinni segir Bolton að á meðan hann starfaði í Hvíta húsinu hafi allar ákvarðanir Trumps verið teknar með það að sjónarmiði að gagnast forsetanum í baráttu hans til að vera endurkjörinn í haust.
6/18/2020 • 18 minutes, 49 seconds
Stjórnmál á Grænlandi
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson hófu Heimsgluggann á umræðum um morðið á Olof Palme. Mörgum Svíum þykja niðurstöður sérstaks saksóknara, sem greint var frá í gær, heldur þunnur þrettándi og ekkert nýtt hafi þar komið fram. Saksóknarinn, Krister Petersson, telur fullvíst að morðinn hafi verið svokallaður Skandia-maður, Stig Engström. Margir draga þá niðurstöðu í efa. Flestir vonuðu að ráðgátan um morðið á Palme yrði úr sögunni með rannsókn Peterssons en viðbrögð benda til þess að svo verði ekki. En Heimsglugginn að þessu sinni fjallaði að mestu um stjórnmál á Grænlandi. Rætt er við Ingu Dóru Guðmundsdóttur Markussen, nýkjörinn formann jafnaðarmannaflokksins Siumut í höfuðstaðnum Nuuk. Inga Dóra á grænlenska móður og íslenskan föður, þau Benedikte Abelsdóttur og Guðmund Þorsteinsson. Inga Dóra var til skamms tíma framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins og bjó þá á Íslandi. Síðastliðin tvö ár hefur hún búið í Nuuk og starfað fyrir Royal Greenland, langstærsta sjávarútvegsfyrirtæki Grænlands.
6/11/2020 • 0
Stjórnmál á Grænlandi
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson hófu Heimsgluggann á umræðum um morðið á Olof Palme. Mörgum Svíum þykja niðurstöður sérstaks saksóknara, sem greint var frá í gær, heldur þunnur þrettándi og ekkert nýtt hafi þar komið fram. Saksóknarinn, Krister Petersson, telur fullvíst að morðinn hafi verið svokallaður Skandia-maður, Stig Engström. Margir draga þá niðurstöðu í efa. Flestir vonuðu að ráðgátan um morðið á Palme yrði úr sögunni með rannsókn Peterssons en viðbrögð benda til þess að svo verði ekki.
En Heimsglugginn að þessu sinni fjallaði að mestu um stjórnmál á Grænlandi. Rætt er við Ingu Dóru Guðmundsdóttur Markussen, nýkjörinn formann jafnaðarmannaflokksins Siumut í höfuðstaðnum Nuuk. Inga Dóra á grænlenska móður og íslenskan föður, þau Benedikte Abelsdóttur og Guðmund Þorsteinsson. Inga Dóra var til skamms tíma framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins og bjó þá á Íslandi. Síðastliðin tvö ár hefur hún búið í Nuuk og starfað fyrir Royal Greenland, langstærsta sjávarútvegsfyrirtæki Grænlands.
6/11/2020 • 19 minutes, 54 seconds
Alda mótmæla í Bandaríkjunum
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu um mótmælin í Bandaríkjunum í Heimsgluggaspjalli á Morgunvakt Rásar 1. Þetta eru alvarlegustu átök í mótmælum frá því 1968 þegar Martin Luther King var myrtur og miklar óeirðir urðu víða um Bandaríkin. Hlutur Donalds Trumps forseta hefur verið harðlega gagnrýndur, nú síðast gekk Jim Mathis, fyrrverandi varnarmálaráðherra, fram fyrir skjöldu og sagði Trump fyrsta forseta sem hann þekkti sem reyndi fremur að sundra þjóðinni en sameina. Ýmsir kirkjuleiðtogar hafa jafnframt gagnrýnt forsetann. Björn Þór og Bogi fjölluðu í lok Heimsgluggaspjallsins um pólitík á Grænlandi. Þar hafa Demókratar gengið til liðs við Kim Kielsen og ríkisstjórn hans og er þetta fjórða ráðuneyti hans frá síðustu kosningum! Siumut-flokkurinn veitir stjórninni forystu sem svo oft áður. Flokkurinn hefur fengið nýjan formann í höfuðstaðnum Nuuk. Það er Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen sem líklega verður borgarstjóraefni flokksins í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári.
6/4/2020 • 0
Alda mótmæla í Bandaríkjunum
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu um mótmælin í Bandaríkjunum í Heimsgluggaspjalli á Morgunvakt Rásar 1. Þetta eru alvarlegustu átök í mótmælum frá því 1968 þegar Martin Luther King var myrtur og miklar óeirðir urðu víða um Bandaríkin. Hlutur Donalds Trumps forseta hefur verið harðlega gagnrýndur, nú síðast gekk Jim Mathis, fyrrverandi varnarmálaráðherra, fram fyrir skjöldu og sagði Trump fyrsta forseta sem hann þekkti sem reyndi fremur að sundra þjóðinni en sameina. Ýmsir kirkjuleiðtogar hafa jafnframt gagnrýnt forsetann.
Björn Þór og Bogi fjölluðu í lok Heimsgluggaspjallsins um pólitík á Grænlandi. Þar hafa Demókratar gengið til liðs við Kim Kielsen og ríkisstjórn hans og er þetta fjórða ráðuneyti hans frá síðustu kosningum! Siumut-flokkurinn veitir stjórninni forystu sem svo oft áður. Flokkurinn hefur fengið nýjan formann í höfuðstaðnum Nuuk. Það er Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen sem líklega verður borgarstjóraefni flokksins í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári.
6/4/2020 • 20 minutes, 3 seconds
Viðspyrna ESB og rannsóknarnefnd í Danmörku
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson sátu við Heimsgluggann að venju á fimmtudagsmorgni og í þessari viku var Gísli Tryggvason lögmaður með þeim. Björn og Bogi ræddu tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem hefur lagt til að ESB veiti 750 milljarða evra í efnahagsaðstoð til aðildarríkja vegna kórónuveirufaraldursins. Urusula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, kynnti að 250 milljarðar yrðu í formi lána en 500 milljarðar styrkir. Þau ríki þar sem neyðin er mest fái hæstu styrkina. Von der Leyen segir að nú sé tími fyrir Evrópu að standa saman, ríkin hafi hagnast mjög á innri markaðnum og innbyrðis viðskiptum og verði ekki gripið til ráðstafana nú geti það allt hafa verið unnið fyrir gýg. Ráðamenn í Danmörku, Svíþjóð, Austurríki og Hollandi eru þessu andvígir. Þeir vilja ekki samþykkja stofnun sjóðs til að styrkja sum ríki og svo lendi á öllum ríkjunum að greiða jafnt til baka. Gísli Tryggvason upplýsti hlustendur um mál Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, en sérstök nefnd rannsakar nú hvort hún hafi brotið lög með því að fyrirskipa aðskilnað giftra hælisleitenda þar sem annar makinn var undir átján ára aldri. Støjberg segist hafa verið að vernda ungar stúlkur gegn þvinguðu hjónabandi. Meint lögbrot er að tilskipunin hafi verið algild, þau sem gagnrýna ráðherrann segja að rannsaka hefði átt hvert mál sérstaklega.
5/28/2020 • 0
Viðspyrna ESB og rannsóknarnefnd í Danmörku
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson sátu við Heimsgluggann að venju á fimmtudagsmorgni og í þessari viku var Gísli Tryggvason lögmaður með þeim. Björn og Bogi ræddu tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem hefur lagt til að ESB veiti 750 milljarða evra í efnahagsaðstoð til aðildarríkja vegna kórónuveirufaraldursins. Urusula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, kynnti að 250 milljarðar yrðu í formi lána en 500 milljarðar styrkir. Þau ríki þar sem neyðin er mest fái hæstu styrkina. Von der Leyen segir að nú sé tími fyrir Evrópu að standa saman, ríkin hafi hagnast mjög á innri markaðnum og innbyrðis viðskiptum og verði ekki gripið til ráðstafana nú geti það allt hafa verið unnið fyrir gýg.
Ráðamenn í Danmörku, Svíþjóð, Austurríki og Hollandi eru þessu andvígir. Þeir vilja ekki samþykkja stofnun sjóðs til að styrkja sum ríki og svo lendi á öllum ríkjunum að greiða jafnt til baka.
Gísli Tryggvason upplýsti hlustendur um mál Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, en sérstök nefnd rannsakar nú hvort hún hafi brotið lög með því að fyrirskipa aðskilnað giftra hælisleitenda þar sem annar makinn var undir átján ára aldri. Støjberg segist hafa verið að vernda ungar stúlkur gegn þvinguðu hjónabandi. Meint lögbrot er að tilskipunin hafi verið algild, þau sem gagnrýna ráðherrann segja að rannsaka hefði átt hvert mál sérstaklega.
5/28/2020 • 20 minutes, 37 seconds
Baráttan gegn COVID-19, Danir og Svíar breyta um áherslur
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu heimsfaraldurinn. Danir hafa breytt um aðferðafræði í baráttunni við kórónuveiruna. Nú ætla þeir að skima og rekja, ef faraldurinn blossar upp aftur. Svíar, sem sumir saka um að hafa tekið á veirunni með silkihönskum, eru hins vegar að herða aðgerðir að sumu leyti. Þannig ráða þeir fólki frá „ónauðsynlegum“ ferðalögum til útlanda þangað til eftir 15. júlí. Í Bretlandi er stjórnin harðlega gagnrýnd vegna fjölda sem hefur dáið úr COVID-19 á vistheimilum, málið var til umræðu í fyrirspurnartíma forsætisráðherra. Þar þarf Boris Johnson nú að takast á við Keir Starmer, sem er reyndur lögmaður og að sögn fréttaskýrenda miklu rökfastari málafylgjumaður en fyrirrennarinn Jeremy Corbyn. Eitt af því sem fylgir faraldrinum er að framboð fíkniefna hefur víða minnkað vegna þess að fólk ferðast nánast ekkert. Það gildir á Skáni þar sem Lars Bäckström, yfirmaður í landamæragæslunni, segir að smygl hafi minnkað um helming en ekki verði mögulegt að stöðva það alveg.
5/14/2020 • 0
Baráttan gegn COVID-19, Danir og Svíar breyta um áherslur
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu heimsfaraldurinn. Danir hafa breytt um aðferðafræði í baráttunni við kórónuveiruna. Nú ætla þeir að skima og rekja, ef faraldurinn blossar upp aftur. Svíar, sem sumir saka um að hafa tekið á veirunni með silkihönskum, eru hins vegar að herða aðgerðir að sumu leyti. Þannig ráða þeir fólki frá „ónauðsynlegum“ ferðalögum til útlanda þangað til eftir 15. júlí.
Í Bretlandi er stjórnin harðlega gagnrýnd vegna fjölda sem hefur dáið úr COVID-19 á vistheimilum, málið var til umræðu í fyrirspurnartíma forsætisráðherra. Þar þarf Boris Johnson nú að takast á við Keir Starmer, sem er reyndur lögmaður og að sögn fréttaskýrenda miklu rökfastari málafylgjumaður en fyrirrennarinn Jeremy Corbyn.
Eitt af því sem fylgir faraldrinum er að framboð fíkniefna hefur víða minnkað vegna þess að fólk ferðast nánast ekkert. Það gildir á Skáni þar sem Lars Bäckström, yfirmaður í landamæragæslunni, segir að smygl hafi minnkað um helming en ekki verði mögulegt að stöðva það alveg.
5/14/2020 • 19 minutes, 39 seconds
Dökkar horfur í efnahagsmálum Evrópu og frelsun fyrir 75 árum
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu svarta spá Evrópusambandsins um efnahagsþróun á árinu. Spáð er samdrætti og auknu atvinnuleysi. Þá ræddu þeir stöðuna í bandarískum stjórnmálum þar sem kosningar verða í haust. Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hefur forskot á Donald Trump forseta, en forsetinn var einnig undir í könnunum fyrir kosningarnar 2016 svo úrslit eru auðvitað hvergi ráðin. Sjötíu og fimm ár eru um þessar mundir frá því að Þjóðverjar gáfust upp fyrir bandamönnum í síðari heimsstyrjöldinni og lönd sem þeir höfðu hertekið urðu frjáls að nýju. Þess er minnst þessa dagana.
5/7/2020 • 0
Dökkar horfur í efnahagsmálum Evrópu og frelsun fyrir 75 árum
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu svarta spá Evrópusambandsins um efnahagsþróun á árinu. Spáð er samdrætti og auknu atvinnuleysi. Þá ræddu þeir stöðuna í bandarískum stjórnmálum þar sem kosningar verða í haust. Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hefur forskot á Donald Trump forseta, en forsetinn var einnig undir í könnunum fyrir kosningarnar 2016 svo úrslit eru auðvitað hvergi ráðin. Sjötíu og fimm ár eru um þessar mundir frá því að Þjóðverjar gáfust upp fyrir bandamönnum í síðari heimsstyrjöldinni og lönd sem þeir höfðu hertekið urðu frjáls að nýju. Þess er minnst þessa dagana.
5/7/2020 • 19 minutes, 57 seconds
Heimsbyggðin ekki söm fyrr en nánast allir hafa verið bólusettir
Bogi Ágústsson og Sigmar Guðmundsson ræddu ýmislegt varðandi kórónuveiruna, efnahagsleg áhrif og viðbrögð hlutabréfmarkaða sem hækkuðu óvænt í gær vegna frétta um að hugsanlega væri styttra í lyf sem gagnast gegn COVID-19 en talið var. Þetta gerist þrátt fyrir skuggalegar efnahagstölur frá Bandaríkjunum þar sem lengsta hagvaxtartímabili sögunnar hafi lokið mjög bratt. Lyfið nefnist remdesivir og prófanir á 1100 sjúklingum í Bandaríkjunum benda til þess að þeim sem hafa veikst af COVID-19 og fengið remdesivir batni 31% hraðar en þeim sem fengu lyfleysu. Breska viðskiptablaðið Financial Times ályktar að mun fleiri hafi látist af völdum COVID-19 en opinberar tölur segi. Financial Times hefur rýnt í tölur um látna í 14 ríkjum og telur að sennilega hafi 60% fleiri látist en opinberar tölur segja. Þetta gera blaðamenn Financial Times einfaldlega með því að bera saman hversu margir létust að jafnaði í þessum 14 löndum á árunum 2015-2019 og hversu margir hafa dáið í ár. New York Times hefur gert svipað í sjö ríkjum í Bandaríkjunum og komist að því að um 50% fleiri hafi dáið í ár en búast hefði mátt við samkvæmt meðaltali síðustu fimm ára. Bill Gates, stofnandi tölvufyrirtækisins Microsoft, sagði í viðtali við Financial Times meðal annars að efnahagsáfallið nú væri líklega versta höggið í sögunni, verra en kreppan mikla á fjórða áratug 20. aldar. Hann telur einnig að heimsbyggðin öll verði ekki söm fyrr en búið verður að bólusetja næstum allt mannkyn.
4/30/2020 • 0
Heimsbyggðin ekki söm fyrr en nánast allir hafa verið bólusettir
Bogi Ágústsson og Sigmar Guðmundsson ræddu ýmislegt varðandi kórónuveiruna, efnahagsleg áhrif og viðbrögð hlutabréfmarkaða sem hækkuðu óvænt í gær vegna frétta um að hugsanlega væri styttra í lyf sem gagnast gegn COVID-19 en talið var. Þetta gerist þrátt fyrir skuggalegar efnahagstölur frá Bandaríkjunum þar sem lengsta hagvaxtartímabili sögunnar hafi lokið mjög bratt. Lyfið nefnist remdesivir og prófanir á 1100 sjúklingum í Bandaríkjunum benda til þess að
þeim sem hafa veikst af COVID-19 og fengið remdesivir batni 31% hraðar en þeim sem fengu lyfleysu.
Breska viðskiptablaðið Financial Times ályktar að mun fleiri hafi látist af völdum COVID-19 en opinberar tölur segi. Financial Times hefur rýnt í tölur um látna í 14 ríkjum og telur að sennilega hafi 60% fleiri látist en opinberar tölur segja. Þetta gera blaðamenn Financial Times einfaldlega með því að bera saman hversu margir létust að jafnaði í þessum 14 löndum á árunum 2015-2019 og hversu margir hafa dáið í ár. New York Times hefur gert svipað í sjö ríkjum í Bandaríkjunum og komist að því að um 50% fleiri hafi dáið í ár en búast hefði mátt við samkvæmt meðaltali síðustu fimm ára.
Bill Gates, stofnandi tölvufyrirtækisins Microsoft, sagði í viðtali við Financial Times meðal annars að efnahagsáfallið nú væri líklega versta höggið í sögunni, verra en kreppan mikla á fjórða áratug 20. aldar. Hann telur einnig að heimsbyggðin öll verði ekki söm fyrr en búið verður að bólusetja næstum allt mannkyn.
4/30/2020 • 13 minutes, 11 seconds
Margrét Danadrottning áttræð
Bogi Ágústsson og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu um Margréti Þórhildi Danadrottningu sem er áttræð í dag 16. apríl. Hún fæddist nokkrum dögum eftir að Þjóðverjar hernámu Danmörku í síðari heimsstyrjöldinni. Foreldrar hennar, Friðrik krónprins og Ingiríður krónprinsessa, höfðu skömmu fyrir heimsstyrjöldina heimsótt Ísland, sem þá var enn í konungssambandi við Danmörku. Margrét var því líka íslensk prinsessa og var skírð íslenska nafninu Þórhildur. Í spjalli Björns Þórs og Boga er leikinn hluti úr viðtali við Margréti sem tekið var 1986 þar sem hún ræðir um þetta íslenska nafn sitt. Hátíðahöldin vegna afmælis drottningar verða með öðrum hætti en fyrirhugað var þar sem samkomubann er í Danmörku vegna kórónuveirufaraldursins. Engu að síður er hátíð í Danaveldi en drottningin og konungsfjölskyldan njóta mikillar hylli og stuðnings yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar.
4/16/2020 • 0
Margrét Danadrottning áttræð
Bogi Ágústsson og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu um Margréti Þórhildi Danadrottningu sem er áttræð í dag 16. apríl. Hún fæddist nokkrum dögum eftir að Þjóðverjar hernámu Danmörku í síðari heimsstyrjöldinni. Foreldrar hennar, Friðrik krónprins og Ingiríður krónprinsessa, höfðu skömmu fyrir heimsstyrjöldina heimsótt Ísland, sem þá var enn í konungssambandi við Danmörku. Margrét var því líka íslensk prinsessa og var skírð íslenska nafninu Þórhildur. Í spjalli Björns Þórs og Boga er leikinn hluti úr viðtali við Margréti sem tekið var 1986 þar sem hún ræðir um þetta íslenska nafn sitt.
Hátíðahöldin vegna afmælis drottningar verða með öðrum hætti en fyrirhugað var þar sem samkomubann er í Danmörku vegna kórónuveirufaraldursins. Engu að síður er hátíð í Danaveldi en drottningin og konungsfjölskyldan njóta mikillar hylli og stuðnings yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar.
4/16/2020 • 18 minutes, 57 seconds
Farsóttaraviðbrögð í Bandaríkjunum
Sigmar Guðmundsson og Bogi Ágústsson ræddu um viðbrögð vestanhafs, einkum þó Bandaríkjaforseta, við COVID-19 farsóttinni. Trump forseti hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að gera lítið út hættunni, segja að Bandaríkjamenn hefðu fulla stjórn, ekkert væri að óttast og þetta yrði allt í fínu lagi. Hann hefur og verið gagnrýndur fyrir aðgerðarleysi. Á síðustu dögum hefur Trump þó snúið við blaðinu og virðist nú fara eftir ráðleggingum vísindamanna. Þar er fremstur í flokki Anthony Fauci, forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Fauci er 79 ára gamall, læknir og sérfræðingur í ónæmisfræðum og hann hefur verið óhræddur við að leiðrétta og andmæla forsetanum þótt hann hafi gert það á penan hátt. Vinsældir Trumps hafa aukist síðustu daga en sumir stjórnmálaskýrendur telja að það eigi ekki eftir að gagnast forsetanum í kosningunum sem verða í nóvember. Aðrir segja að allt of snemmt sé að reyna að spá fyrir úrslit þeirra kosninga.
4/2/2020 • 0
Farsóttaraviðbrögð í Bandaríkjunum
Sigmar Guðmundsson og Bogi Ágústsson ræddu um viðbrögð vestanhafs, einkum þó Bandaríkjaforseta, við COVID-19 farsóttinni. Trump forseti hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að gera lítið út hættunni, segja að Bandaríkjamenn hefðu fulla stjórn, ekkert væri að óttast og þetta yrði allt í fínu lagi. Hann hefur og verið gagnrýndur fyrir aðgerðarleysi. Á síðustu dögum hefur Trump þó snúið við blaðinu og virðist nú fara eftir ráðleggingum vísindamanna. Þar er fremstur í flokki Anthony Fauci, forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Fauci er 79 ára gamall, læknir og sérfræðingur í ónæmisfræðum og hann hefur verið óhræddur við að leiðrétta og andmæla forsetanum þótt hann hafi gert það á penan hátt.
Vinsældir Trumps hafa aukist síðustu daga en sumir stjórnmálaskýrendur telja að það eigi ekki eftir að gagnast forsetanum í kosningunum sem verða í nóvember. Aðrir segja að allt of snemmt sé að reyna að spá fyrir úrslit þeirra kosninga.
4/2/2020 • 13 minutes, 23 seconds
Ágreiningur um stefnu í smitvörnum
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu varnir gegn kórónuveirufarsóttinni á Norðurlöndum. Finnar hafa sett höfuðborgina og nærsveitir í einangrun, Í Danmörku og Noregi heyrist gagnrýni sérfræðinga á lokun skóla og landamæra og togstreita milli þeirra og stjórnmálamanna er að koma í ljós.
3/26/2020 • 0
Ágreiningur um stefnu í smitvörnum
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu varnir gegn kórónuveirufarsóttinni á Norðurlöndum. Finnar hafa sett höfuðborgina og nærsveitir í einangrun, Í Danmörku og Noregi heyrist gagnrýni sérfræðinga á lokun skóla og landamæra og togstreita milli þeirra og stjórnmálamanna er að koma í ljós.
3/26/2020 • 15 minutes
Mismunandi viðbrögð Norðurlandanna við Covid-19
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu mismunandi viðbrögð Svía og Finna annars vegar og Dana og Norðmanna hins vegar við veirufaraldrinum. Marianne Sundholm, fréttamaður finnska ríkisútvarpsins YLE, skrifaði grein þar sem hún segir að skýring á mismunandi viðbrögðum geti að hluta verið sú að ríkin búi við mismunandi stjórnskipan, ráðherravald sé ekki jafn mikið í austnorrænni stjórnskipan. Þar sé vald stofnana og sérfræðinga meira. Í Danmörku og Noregi sé hlutverk kjörinna fulltrúa stærra og minni takmarkanir á valdi og ábyrgð ráðherra. Þá heyrðum við í konungbornum þjóðhöfðingjum Norðurlanda, Margréti 2. Danadrottningu, Haraldi 5. Noregskonungi og Karli 16. Gústaf Svíakonungi. Öll lögðu þau áherslu á að með samstöðu og ábyrgð gætu þjóðirnar sigrast á vágestinum sem nú herjar á heimsbyggðina. Í lokin var rætt um baráttuna um að verða forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum í haust. Þar virðist Joe Biden hafa töglin og hagldirnar og barátta Bernies Sanders virðist vonlítil. Biden hefur lýst yfir að varaforsetaefni hans verði kona og hafa þar nokkrar verið nefndar. Politico.com telur líklegast að Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, verði fyrir valinu.
3/19/2020 • 0
Mismunandi viðbrögð Norðurlandanna við Covid-19
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu mismunandi viðbrögð Svía og Finna annars vegar og Dana og Norðmanna hins vegar við veirufaraldrinum. Marianne Sundholm, fréttamaður finnska ríkisútvarpsins YLE, skrifaði grein þar sem hún segir að skýring á mismunandi viðbrögðum geti að hluta verið sú að ríkin búi við mismunandi stjórnskipan, ráðherravald sé ekki jafn mikið í austnorrænni stjórnskipan. Þar sé vald stofnana og sérfræðinga meira. Í Danmörku og Noregi sé hlutverk kjörinna fulltrúa stærra og minni takmarkanir á valdi og ábyrgð ráðherra.
Þá heyrðum við í konungbornum þjóðhöfðingjum Norðurlanda, Margréti 2. Danadrottningu, Haraldi 5. Noregskonungi og Karli 16. Gústaf Svíakonungi. Öll lögðu þau áherslu á að með samstöðu og ábyrgð gætu þjóðirnar sigrast á vágestinum sem nú herjar á heimsbyggðina.
Í lokin var rætt um baráttuna um að verða forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum í haust. Þar virðist Joe Biden hafa töglin og hagldirnar og barátta Bernies Sanders virðist vonlítil. Biden hefur lýst yfir að varaforsetaefni hans verði kona og hafa þar nokkrar verið nefndar. Politico.com telur líklegast að Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, verði fyrir valinu.
3/19/2020 • 18 minutes, 48 seconds
Trump bannar ferðir frá Evrópu, áhrif COVID-19
Heimsglugginn að þessu sinni fjallaði eingöngu um afleiðingar COVID-19 sem nú hefur verið skilgreindur sem heimsfaraldur. Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elisabet Bogadóttir ræddu við Boga Ágústsson um ferðabann sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsti yfir frá Evrópu, að undanskildu Bretlandi, til Bandaríkjanna í 30 daga frá og með miðnætti á föstudag. Trump sagði þetta aðgerð til að verjast „útlendri veiru“. Hann sagði og að Evrópusambandsríki hefðu ekki brugðist nægilega sköruglega við veirunni og því væri sett á algjört ferðabann frá Evrópu, að undanskildu Bretlandi. Í Danmörku hefur öllu skólastarfi verði aflýst og meirihluti ríkisstarfsmanna sendur heim næsta hálfa mánuðinn. Þá mælast dönsk stjórnvöld til þess að öllum viðburðum þar sem fleiri en hundrað koma saman verði aflýst í landinu. Mette Frederiksen, forsætisráðherra, tilkynnti þetta í gærkvöld. Þá mælast dönsk stjórnvöld til þess að öllum viðburðum þar sem fleiri en hundrað koma saman verði aflýst í landinu. Mun hertari útgöngu- og samkomureglur hafa tekið gildi á Ítalíu vegna COVID-19 faraldursins. Þegar hafði verið lýst yfir samkomu- og ferðabanni til 3. apríl. Verslunum verður lokað, að matvörubúðum og apótekum undanskildum.
3/12/2020 • 0
Trump bannar ferðir frá Evrópu, áhrif COVID-19
Heimsglugginn að þessu sinni fjallaði eingöngu um afleiðingar COVID-19 sem nú hefur verið skilgreindur sem heimsfaraldur. Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elisabet Bogadóttir ræddu við Boga Ágústsson um ferðabann sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsti yfir frá Evrópu, að undanskildu Bretlandi, til Bandaríkjanna í 30 daga frá og með miðnætti á föstudag. Trump sagði þetta aðgerð til að verjast „útlendri veiru“. Hann sagði og að Evrópusambandsríki hefðu ekki brugðist nægilega sköruglega við veirunni og því væri sett á algjört ferðabann frá Evrópu, að undanskildu Bretlandi.
Í Danmörku hefur öllu skólastarfi verði aflýst og meirihluti ríkisstarfsmanna sendur heim næsta hálfa mánuðinn. Þá mælast dönsk stjórnvöld til þess að öllum viðburðum þar sem fleiri en hundrað koma saman verði aflýst í landinu. Mette Frederiksen, forsætisráðherra, tilkynnti þetta í gærkvöld. Þá mælast dönsk stjórnvöld til þess að öllum viðburðum þar sem fleiri en hundrað koma saman verði aflýst í landinu.
Mun hertari útgöngu- og samkomureglur hafa tekið gildi á Ítalíu vegna COVID-19 faraldursins. Þegar hafði verið lýst yfir samkomu- og ferðabanni til 3. apríl. Verslunum verður lokað, að matvörubúðum og apótekum undanskildum.
3/12/2020 • 18 minutes, 16 seconds
Biden og Sanders berjast um útnefningu
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræða áfram um Geir Inge Sivertsen, norska sjávarútvegsráðherrann sem lenti í pólitískum vandræðum og hraktist að endingu úr embætti vegna þess að hann var í frímúrarastúku. Staðan í bandarískum stjórnmálum eftir „Super-Tuesday“. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur bætt stöðu sína verulega og líkur benda til þess að kapphlaupið um að verða forsetaefni Demókrata í haust standi á milli hans og Bernies Sanders. Þá er einnig rætt um kynferðisáreitni á Grænlandi, framkvæmdastjóri Siumut-flokksins var leystur frá störfum eftir að 10 konur rituðu bréf þar sem þær sökuðu hann um kynferðislega áreitni og óviðeigandi framkomu. Þá er minnst á gjaldþrot breska innanlandsflugfélagsins Flybe, en afbókanir vegna COVID 19 veirufaraldursins riðu félaginu að fullu.
3/5/2020 • 0
Biden og Sanders berjast um útnefningu
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræða áfram um Geir Inge Sivertsen, norska sjávarútvegsráðherrann sem lenti í pólitískum vandræðum og hraktist að endingu úr embætti vegna þess að hann var í frímúrarastúku. Staðan í bandarískum stjórnmálum eftir „Super-Tuesday“. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur bætt stöðu sína verulega og líkur benda til þess að kapphlaupið um að verða forsetaefni Demókrata í haust standi á milli hans og Bernies Sanders. Þá er einnig rætt um kynferðisáreitni á Grænlandi, framkvæmdastjóri Siumut-flokksins var leystur frá störfum eftir að 10 konur rituðu bréf þar sem þær sökuðu hann um kynferðislega áreitni og óviðeigandi framkomu. Þá er minnst á gjaldþrot breska innanlandsflugfélagsins Flybe, en afbókanir vegna COVID 19 veirufaraldursins riðu félaginu að fullu.
3/5/2020 • 17 minutes, 3 seconds
Stjórnmál á Norðurlöndunum
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu stjórnmál og efnahagsmál á Norðurlöndunum. Þeir hófu spjallið á umræðu um morðið á Olof Palme, sem var veginn á götu í Stokkhólmi 28. febrúar 1986. Á föstudag verða því 34 ár frá morðinu. Glæpurinn er enn óupplýstur en nú þykist sérstakur saksóknari vita hver hleypti af skotunum sem urðu Palme að bana. Svíþjóðardemókratar mælast nú stærsti flokkur Svíþjóðar, könnun Novus í febrúar mældi fylgi þeirra 23,9% en fylgi Jafnaðarmanna 23,2%. Í Noregi hefur það valdið norsku stjórninni vandræðum að upplýst var að sjávarútvegsráðherrann Geir Inge Sivertsen væri frímúrari. Fréttin olli uppnámi í Noregi, mörgum fannst ekki passa að ráðherra væri í samtökum sem alger leynd hvílir yfir. Erna Solberg forsætisráðherra tók af skarið og nú hefur Sivertsen, samflokkmaður hennar í Hægri-flokknum, sagt sig úr frímúrarareglunni. Í Danmörku varð Mette Frederiksen að biðjast auðmjúklega afsökunar á tölvupósti þar sem lagðar voru línur fyrir árásir á Venstre, helsta stjórnarandstöðuflokkinn, á sama tíma og samningaviðræður um fjármál sveitarfélaga áttu að vera við Venstre. Þetta átti að vera til innanflokksbrúks en svo óhönduglega vildi til að afrit fór til blaðmanns á Jyllandsposten. Þá hótar Radikale Venstre því að hætta stuðningi við stjórnina af því að Frederiksen vill ekki ráðgast við Radikale um stefnumótun í umhverfismálum. Radikale Venstre vill samkomulag um aðgerðaáætlun fyrir 5. júní þegar ár verður frá síðustu kosningum. Þá bætti Venstre raunar við sig fylgi en Danski þjóðarflokkurinn, stuðningsflokkur ríkisstjórnar Lars Løkkes Rasmussens, tapaði miklu fylgi svo stjórn Lars Løkkes féll og hann svo sjálfur síðar. Nú er Jakob Elleman-Jensen formaður Venstre. Á Grænlandi er mikill uppgangur í efnhagsmálum vegna byggingar flugvalla og skortur á vinnuafli.
2/27/2020 • 0
Stjórnmál á Norðurlöndunum
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu stjórnmál og efnahagsmál á Norðurlöndunum. Þeir hófu spjallið á umræðu um morðið á Olof Palme, sem var veginn á götu í Stokkhólmi 28. febrúar 1986. Á föstudag verða því 34 ár frá morðinu. Glæpurinn er enn óupplýstur en nú þykist sérstakur saksóknari vita hver hleypti af skotunum sem urðu Palme að bana.
Svíþjóðardemókratar mælast nú stærsti flokkur Svíþjóðar, könnun Novus í febrúar mældi fylgi þeirra 23,9% en fylgi Jafnaðarmanna 23,2%.
Í Noregi hefur það valdið norsku stjórninni vandræðum að upplýst var að sjávarútvegsráðherrann Geir Inge Sivertsen væri frímúrari. Fréttin olli uppnámi í Noregi, mörgum fannst ekki passa að ráðherra væri í samtökum sem alger leynd hvílir yfir. Erna Solberg forsætisráðherra tók af skarið og nú hefur Sivertsen, samflokkmaður hennar í Hægri-flokknum, sagt sig úr frímúrarareglunni.
Í Danmörku varð Mette Frederiksen að biðjast auðmjúklega afsökunar á tölvupósti þar sem lagðar voru línur fyrir árásir á Venstre, helsta stjórnarandstöðuflokkinn, á sama tíma og samningaviðræður um fjármál sveitarfélaga áttu að vera við Venstre. Þetta átti að vera til innanflokksbrúks en svo óhönduglega vildi til að afrit fór til blaðmanns á Jyllandsposten.
Þá hótar Radikale Venstre því að hætta stuðningi við stjórnina af því að Frederiksen vill ekki ráðgast við Radikale um stefnumótun í umhverfismálum. Radikale Venstre vill samkomulag um aðgerðaáætlun fyrir 5. júní þegar ár verður frá síðustu kosningum. Þá bætti Venstre raunar við sig fylgi en Danski þjóðarflokkurinn, stuðningsflokkur ríkisstjórnar Lars Løkkes Rasmussens, tapaði miklu fylgi svo stjórn Lars Løkkes féll og hann svo sjálfur síðar. Nú er Jakob Elleman-Jensen formaður Venstre.
Á Grænlandi er mikill uppgangur í efnhagsmálum vegna byggingar flugvalla og skortur á vinnuafli.
2/27/2020 • 20 minutes, 8 seconds
Bretar vilja fækka innflytjendum, barátta Demókrata og þingkosningar
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu kappræður þeirra sem stefna að því að verða forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins í Bandaríkjunum. Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York, tók í fyrsta skipti þátt í kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins sem fram fóru í Las Vegas í Nevada í gærkvöld. Aðrir frambjóðendur beindu að honum spjótum og öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren sagði að Demókratar myndu taka mikla áhættu ef þeir skiptu út einum hrokafullum milljarðamæringi fyrir annan. Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, kynnti nýjar og hertar reglur fyrir innflytjendur, sem eiga að taka gildi um næstu áramót. Þegnar ESB-ríkja mega ekki flytja til Bretlands skilyrðislaust frá næstu áramótum. Punktakerfi verður tekið upp. Margir óttast að erfitt verði að fá fólk í umönnunarstörf eða við uppskeru og berja- og ávaxtatínslu. Breska stjórnin segir að þetta sé mikilvægur hluti þess að taka stjórnina í sínar hendur frá Brussel. Klerkaráðið í Íran hefur bannað allt að níu þúsund manns að bjóða sig fram í þingkosningum og margir andstæðingar klerkastjórnarinnar ætla að hundsa kosningarnar og telja ekki að þær geti breytt neinu í stjórnarfari landsins. Írska þingið kemur saman til fyrsta fundar í dag eftir þingkosningar. Ekki hefur tekist að mynda nýja stjórn og fréttaskýrendur telja að það geti reynst erfitt í mjög breyttu landslagi. Tveir flokkar, Fianna Fáil og Fine Gael, hafa skipst á að fara með stjórnarforystu á Írlandi á þeirri um það bil öld sem liðin er frá því að Írland varð sjálfstætt ríki. En flokkarnir töpuðu báðir fylgi í kosningunum 8. febrúar, ótvíræður sigurvegari var Sinn Féin, þjóðernissinnaður félagshyggjuflokkur.
2/20/2020 • 0
Bretar vilja fækka innflytjendum, barátta Demókrata og þingkosningar
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu kappræður þeirra sem stefna að því að verða forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins í Bandaríkjunum. Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York, tók í fyrsta skipti þátt í kappræðum forsetaframbjóðenda Demókrataflokksins sem fram fóru í Las Vegas í Nevada í gærkvöld. Aðrir frambjóðendur beindu að honum spjótum og öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren sagði að Demókratar myndu taka mikla áhættu ef þeir skiptu út einum hrokafullum milljarðamæringi fyrir annan.
Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, kynnti nýjar og hertar reglur fyrir innflytjendur, sem eiga að taka gildi um næstu áramót. Þegnar ESB-ríkja mega ekki flytja til Bretlands skilyrðislaust frá næstu áramótum. Punktakerfi verður tekið upp. Margir óttast að erfitt verði að fá fólk í umönnunarstörf eða við uppskeru og berja- og ávaxtatínslu. Breska stjórnin segir að þetta sé mikilvægur hluti þess að taka stjórnina í sínar hendur frá Brussel.
Klerkaráðið í Íran hefur bannað allt að níu þúsund manns að bjóða sig fram í þingkosningum og margir andstæðingar klerkastjórnarinnar ætla að hundsa kosningarnar og telja ekki að þær geti breytt neinu í stjórnarfari landsins.
Írska þingið kemur saman til fyrsta fundar í dag eftir þingkosningar. Ekki hefur tekist að mynda nýja stjórn og fréttaskýrendur telja að það geti reynst erfitt í mjög breyttu landslagi. Tveir flokkar, Fianna Fáil og Fine Gael, hafa skipst á að fara með stjórnarforystu á Írlandi á þeirri um það bil öld sem liðin er frá því að Írland varð sjálfstætt ríki. En flokkarnir töpuðu báðir fylgi í kosningunum 8. febrúar, ótvíræður sigurvegari var Sinn Féin, þjóðernissinnaður félagshyggjuflokkur.
2/20/2020 • 20 minutes, 58 seconds
Írland, Evrópuþingið um samninga við Breta og forkosningar Demókrata
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu stjórnmálaástandið á Írlandi. Stjórnarmyndunarviðræður hófust formlega á Írlandi í gær þegar Sinn Féin ræddu við fulltrúa Græningja og flokks sem nefnir sig People before Profit, Fólk í fyrirrúmi. Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, segir það fyrsta valkost að mynda ríkisstjórn án Fianna Fáil og Fine Gael. Þeir flokkar hafa borið höfuð og herðar yfir aðra í írskum stjórnmálum frá því landið fékk sjálfstæði fyrir tæpri öld. McDonald segir úrslit kosninganna sýna að almenningur hafi hafnað þessum tveimur flokkum. Sinn Féin er næst stærsti flokkurinn á þingi en sá sem er klárlega sigurvegari í þingkosningunum. Flokkurinn var lengst af stjórnmálaarmur Írska lýðveldishersins, IRA, en hefur á síðustu árum slitið á þau tengsl. Evrópuþingið í Strassborg hefur samþykkt samningsmarkmið í viðræðum við Breta um framtíðarviðskiptasamning. Þær viðræður hefjast formlega í mars. Þingið herti nokkuð skilyrðin sem ESB setur fyrir samningi frá því sem Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, lýsti í yfirlýsingu fyrir nokkrum dögum. Búist er við að erfiðustu málin verði krafa ESB um að Bretar fari að leikreglum sambandsins varðandi skattamál og ríkisstyrki og svo fiskveiðimál. Bretar hafa lýst yfir að þeir ætli einir að veiða í lögsögu sinni. ESB hefur á móti sagt að án fiskveiðiheimilda í breskri lögsögu geti Bretar ekki flutt út sjávarafurðir tollfrjálst til bandalagsríkja. Bernie Sanders vann sigur í forkosningum Demókrata í New Hampshire fyrr í vikunni, en sigur hans yfir Pete Buttigieg, var naumur. Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar var óvænt í þriðja sæti. Úrslitin voru vonbrigði fyrir Elizabeth Warren og Joe Biden sem eiga nú á brattann að sækja. Óvíst er hins vegar hvernig Sanders og Buttigieg á eftir að ganga í næstu forkosningum í Nevada og Suður-Karólínu. Þar búa margir af rómönskum uppruna annars vegar og blökkufólk hins vegar og hvorugur nýtur mikils stuðnings meðal þeirra. Úrslitin eru því hvergi nærri ráðin í baráttunni um að verða frambjóðandi Demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember.
2/13/2020 • 0
Írland, Evrópuþingið um samninga við Breta og forkosningar Demókrata
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu stjórnmálaástandið á Írlandi. Stjórnarmyndunarviðræður hófust formlega á Írlandi í gær þegar Sinn Féin ræddu við fulltrúa Græningja og flokks sem nefnir sig People before Profit, Fólk í fyrirrúmi. Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, segir það fyrsta valkost að mynda ríkisstjórn án Fianna Fáil og Fine Gael. Þeir flokkar hafa borið höfuð og herðar yfir aðra í írskum stjórnmálum frá því landið fékk sjálfstæði fyrir tæpri öld. McDonald segir úrslit kosninganna sýna að almenningur hafi hafnað þessum tveimur flokkum. Sinn Féin er næst stærsti flokkurinn á þingi en sá sem er klárlega sigurvegari í þingkosningunum. Flokkurinn var lengst af stjórnmálaarmur Írska lýðveldishersins, IRA, en hefur á síðustu árum slitið á þau tengsl.
Evrópuþingið í Strassborg hefur samþykkt samningsmarkmið í viðræðum við Breta um framtíðarviðskiptasamning. Þær viðræður hefjast formlega í mars. Þingið herti nokkuð skilyrðin sem ESB setur fyrir samningi frá því sem Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, lýsti í yfirlýsingu fyrir nokkrum dögum. Búist er við að erfiðustu málin verði krafa ESB um að Bretar fari að leikreglum sambandsins varðandi skattamál og ríkisstyrki og svo fiskveiðimál. Bretar hafa lýst yfir að þeir ætli einir að veiða í lögsögu sinni. ESB hefur á móti sagt að án fiskveiðiheimilda í breskri lögsögu geti Bretar ekki flutt út sjávarafurðir tollfrjálst til bandalagsríkja.
Bernie Sanders vann sigur í forkosningum Demókrata í New Hampshire fyrr í vikunni, en sigur hans yfir Pete Buttigieg, var naumur. Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar var óvænt í þriðja sæti. Úrslitin voru vonbrigði fyrir Elizabeth Warren og Joe Biden sem eiga nú á brattann að sækja. Óvíst er hins vegar hvernig Sanders og Buttigieg á eftir að ganga í næstu forkosningum í Nevada og Suður-Karólínu. Þar búa margir af rómönskum uppruna annars vegar og blökkufólk hins vegar og hvorugur nýtur mikils stuðnings meðal þeirra. Úrslitin eru því hvergi nærri ráðin í baráttunni um að verða frambjóðandi Demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember.
2/13/2020 • 17 minutes, 28 seconds
Norsk stjórnmál, Davos og réttarhöldin yfir Trump
Bogi Ágústsson og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu stöðuna í norskum stjórnmálum eftir að Framfaraflokkurinn hætti þátttöku í stjórninni. Auk Hægriflokks Ernu Solberg, forsætisráðherra, eru Venstre og Kristilegi þjóðarflokkurinn eftir í ríkisstjórninni. Síðarnefndu flokkarnir takast nú á um það, hvor fái fjármálaráðuneytið í sinn hlut ráðuneyti Framfaraflokksins. Sá flokkur réði fjármálaráðuneyti, dómsmálaráðuneyti, samgönguráðuneyti, ráðuneyti olíu- og orkumála, sjávarútvegsráðuneyti, ráðuneyti almannavarna og ráðuneyti lýðheilsu- og öldrunarmála. Harðast er barist um fjármálaráðuneytið. Þá barst talið að efnahagsráðstefnunni í Davos sem nú er haldin í 50. skipti. Ráðstefnan sætir gagnrýni og hafði Washington Post eftir Erik Brynjolfsson, prófessor við MIT háskólann í Bandaríkjunum, að heimurinn væri ríkari en nokkru sinni en misskipting væri slík að allt of margir væru fátækir. Brynjólfsson er sonur Ara Brynjólfssonar, kjarneðlisfræðings, sem nam við Niels Bohr stofnunina í Danmörku eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri. Í Washington takast Demókratar og Repúblikanar á um fyrirkomulag og reglur í réttarhöldum yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem hófust í öldungadeild Bandaríkjaþings í gær. Enn er ekki ljóst hvort vitnaleiðslur verða leyfðar.
1/23/2020 • 0
Norsk stjórnmál, Davos og réttarhöldin yfir Trump
Bogi Ágústsson og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu stöðuna í norskum stjórnmálum eftir að Framfaraflokkurinn hætti þátttöku í stjórninni. Auk Hægriflokks Ernu Solberg, forsætisráðherra, eru Venstre og Kristilegi þjóðarflokkurinn eftir í ríkisstjórninni. Síðarnefndu flokkarnir takast nú á um það, hvor fái fjármálaráðuneytið í sinn hlut ráðuneyti Framfaraflokksins. Sá flokkur réði fjármálaráðuneyti, dómsmálaráðuneyti, samgönguráðuneyti, ráðuneyti olíu- og orkumála, sjávarútvegsráðuneyti, ráðuneyti almannavarna og ráðuneyti lýðheilsu- og öldrunarmála. Harðast er barist um fjármálaráðuneytið.
Þá barst talið að efnahagsráðstefnunni í Davos sem nú er haldin í 50. skipti. Ráðstefnan sætir gagnrýni og hafði Washington Post eftir Erik Brynjolfsson, prófessor við MIT háskólann í Bandaríkjunum, að heimurinn væri ríkari en nokkru sinni en misskipting væri slík að allt of margir væru fátækir. Brynjólfsson er sonur Ara Brynjólfssonar, kjarneðlisfræðings, sem nam við Niels Bohr stofnunina í Danmörku eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri.
Í Washington takast Demókratar og Repúblikanar á um fyrirkomulag og reglur í réttarhöldum yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem hófust í öldungadeild Bandaríkjaþings í gær. Enn er ekki ljóst hvort vitnaleiðslur verða leyfðar.
1/23/2020 • 17 minutes, 45 seconds
Írar kjósa og stjórnarkreppa í Noregi
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu stjórnmál á Írlandi en þar hefur verið boðað til kosninga 8. febrúar. Leo Varadkar, taoiseach eða forsætisráðherra, sagði að tími væri til að stokka spilin upp að nýju eftir séð væri fyrir enda á Brexit og heimastjórn væri komin á að nýju á Norður-Írlandi. Vandræði norsku stjórnarinnar voru einnig stuttlega til umfjöllunar í upphafi spjallsins. Framfaraflokkurinn hefur hóta að hætta stjórnarþátttöku vegna ákvörðunar um að kona, sem tengd er hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu, fái að koma heim til Noregs frá Sýrlandi ásamt tveimur börnum sínum. Norskir geta ekki leyst stjórnarkreppur með nýjum kosningum. Norðmenn kjósa á fjögurra ára fresti, ekki er hægt að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga eins og víðast annars staðar.
1/16/2020 • 0
Írar kjósa og stjórnarkreppa í Noregi
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu stjórnmál á Írlandi en þar hefur verið boðað til kosninga 8. febrúar. Leo Varadkar, taoiseach eða forsætisráðherra, sagði að tími væri til að stokka spilin upp að nýju eftir séð væri fyrir enda á Brexit og heimastjórn væri komin á að nýju á Norður-Írlandi.
Vandræði norsku stjórnarinnar voru einnig stuttlega til umfjöllunar í upphafi spjallsins. Framfaraflokkurinn hefur hóta að hætta stjórnarþátttöku vegna ákvörðunar um að kona, sem tengd er hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu, fái að koma heim til Noregs frá Sýrlandi ásamt tveimur börnum sínum. Norskir geta ekki leyst stjórnarkreppur með nýjum kosningum. Norðmenn kjósa á fjögurra ára fresti, ekki er hægt að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga eins og víðast annars staðar.
1/16/2020 • 17 minutes, 42 seconds
Spenna á milli Bandaríkjamanna og Írana
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræða aukna spennu á milli Bandaríkjamanna og Írana eftir að Bandaríkjamenn réðu Qassem Suleimani af dögum. Íranar hefndu með flugskeytaárás á bandarískar herstöðvar í Íran en svo virðist sem Donald Trump ætli ekki að láta verða af hótunum um frekari árásir. Þó að ögn friðvænlegra sé en fyrstu dagana eftir að Suleimani var ráðinn af dögum er enn mikil spenna og hætta á frekari átökum.
1/9/2020 • 0
Spenna á milli Bandaríkjamanna og Írana
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræða aukna spennu á milli Bandaríkjamanna og Írana eftir að Bandaríkjamenn réðu Qassem Suleimani af dögum. Íranar hefndu með flugskeytaárás á bandarískar herstöðvar í Íran en svo virðist sem Donald Trump ætli ekki að láta verða af hótunum um frekari árásir. Þó að ögn friðvænlegra sé en fyrstu dagana eftir að Suleimani var ráðinn af dögum er enn mikil spenna og hætta á frekari átökum.
1/9/2020 • 19 minutes, 26 seconds
Fréttir ársins 2020
Við upphaf nýs árs er vitað um margt sem á eftir að gerast. Það verða forsetakosningar í Bandaríkjunum í nóvember og kosningabaráttan á eftir að verða mikið í fréttum. Allar líkur eru á að loftslagsváin verði mikið til umræðu, sömuleiðis flóttamannavandamál og fólksflutningar. Þá er líklegt að milljónir Evrópubúa fylgist með úrslitum Evrópumótsins í karlaknattspyrnu og að hundruð milljóna um allan heim horfi á útsendingar frá Ólympíuleikunum í Japan. En auðvitað er ekki hægt að spá fyrir um óvænta atburði og líklega gerist eitthvað sem á eftir að koma öllum að óvörum. Um þetta var rætt í fyrsta Heimsglugga ársins 2020.
1/2/2020 • 0
Fréttir ársins 2020
Við upphaf nýs árs er vitað um margt sem á eftir að gerast. Það verða forsetakosningar í Bandaríkjunum í nóvember og kosningabaráttan á eftir að verða mikið í fréttum. Allar líkur eru á að loftslagsváin verði mikið til umræðu, sömuleiðis flóttamannavandamál og fólksflutningar. Þá er líklegt að milljónir Evrópubúa fylgist með úrslitum Evrópumótsins í karlaknattspyrnu og að hundruð milljóna um allan heim horfi á útsendingar frá Ólympíuleikunum í Japan. En auðvitað er ekki hægt að spá fyrir um óvænta atburði og líklega gerist eitthvað sem á eftir að koma öllum að óvörum. Um þetta var rætt í fyrsta Heimsglugga ársins 2020.
1/2/2020 • 19 minutes, 39 seconds
Trump kærður, Leroy Anderson og RÚV
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur kært Donald Trump forseta til embættismissis. Mál hans fer nú fyrir Öldungadeildina sem dæmir í kærumálinu, fréttaskýrendur telja afar ólíklegt að deildin svipti forsetann embætti. Bandaríska tónskáldið Leroy Anderson samdi mörg vinsæl lög. Meðal allra vinsælustu tónsmíða hans er Sleigh Ride, Sleðaferðin sem orðið hefur að jólalagi þó að hvergi sé minnst á jólin í textanum. Foreldrar Andersons voru sænskir innflytjendur og sænska var töluð á heimilinu og Leroy talaði því sænsku. Anderson nam við Harvard háskóla og vann þar að doktorsritgerð um þýsku og norræn tungumál. Þegar síðari heimsstyrjöldin hófst var hann kvaddur í herinn. Anderson var gerður að liðsforingja í gagn-njósnadeild hersins og sendur til Íslands. Vegna þekkingar hans á norrænum tungumálum fékk hann það hlutverk að lesa yfir fréttir Ríkisútvarpsins til að öruggt væri að ekki yrði sagt frá neinu sem gagnaðist Þjóðverjum. Jón Múli Árnason, síðar einn allra ástælasti útvarpsmaður þjóðarinnar, var fenginn til að kenna Anderson íslensku og tókst með þeim góð vinátta.
12/19/2019 • 0
Trump kærður, Leroy Anderson og RÚV
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur kært Donald Trump forseta til embættismissis. Mál hans fer nú fyrir Öldungadeildina sem dæmir í kærumálinu, fréttaskýrendur telja afar ólíklegt að deildin svipti forsetann embætti.
Bandaríska tónskáldið Leroy Anderson samdi mörg vinsæl lög. Meðal allra vinsælustu tónsmíða hans er Sleigh Ride, Sleðaferðin sem orðið hefur að jólalagi þó að hvergi sé minnst á jólin í textanum. Foreldrar Andersons voru sænskir innflytjendur og sænska var töluð á heimilinu og Leroy talaði því sænsku. Anderson nam við Harvard háskóla og vann þar að doktorsritgerð um þýsku og norræn tungumál. Þegar síðari heimsstyrjöldin hófst var hann kvaddur í herinn. Anderson var gerður að liðsforingja í gagn-njósnadeild hersins og sendur til Íslands. Vegna þekkingar hans á norrænum tungumálum fékk hann það hlutverk að lesa yfir fréttir Ríkisútvarpsins til að öruggt væri að ekki yrði sagt frá neinu sem gagnaðist Þjóðverjum. Jón Múli Árnason, síðar einn allra ástælasti útvarpsmaður þjóðarinnar, var fenginn til að kenna Anderson íslensku og tókst með þeim góð vinátta.
12/19/2019 • 19 minutes, 23 seconds
Kosningar í Bretlandi
Dugar einfaldur boðskapur Íhaldsmanna, Get Brexit done, klárum Brexit, til að þeir vinni meirihluta þingsæta í neðri-málstofu breska þingsins? Kosningabaráttan snerist í fyrstu að mestu um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en á síðari stigum hefur meira verið rætt um almenn samfélagsmál, ekki síst heilbrigðiskerfið, NHS, sem er nánast heilagt í augum margra Breta. Úrslitin ráða því hvort Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra eða hvort Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, verður húsbóndi í Downing stræti 10. Johnson þarf að vinna öruggan meirihluta, afar ólíklegt er að hann gæti fengið aðra flokka til stuðnings við sig. Corbyn ætti hins vegar meiri möguleika á að semja við SNP, Skoska þjóðarflokkinn, og/eða Frjálslynda demókrata. Upp til hópa telur breskur almenningur að hvorugur leiðtoga stóru flokkanna sé góður leiðtogi, Johnson er sakaður um að umgangast sannleikann af mikilli léttúð, Corbyn heillar fáa utan harðasta kjarna stuðningsmanna. Mörgum gremst hversu máttleysislega hann hefur tekið á gyðingaandúð innan Verkamannaflokksins. Kjörsókn er talin skipta miklu máli og kosningarnar geta orðið mjög spennandi þrátt fyrir forystu Íhaldsflokksins í skoðanakönnunum á landsvísu. Í raun eru þingkosningarnar 650 kosningar því Bretar búa við einmenningskjördæmi og lítil sveifla í einstökum kjördæmum getur breytt stóru myndinni. Stóru sjónvarpsstöðvarnar birta útgönguspá klukkan tíu og búast má við úrslitum úr lykilkjördæmum upp úr klukkan eitt í nótt. Mynd: Teikning Matts í Daily Telegraph í dag.
12/12/2019 • 0
Kosningar í Bretlandi
Dugar einfaldur boðskapur Íhaldsmanna, Get Brexit done, klárum Brexit, til að þeir vinni meirihluta þingsæta í neðri-málstofu breska þingsins? Kosningabaráttan snerist í fyrstu að mestu um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en á síðari stigum hefur meira verið rætt um almenn samfélagsmál, ekki síst heilbrigðiskerfið, NHS, sem er nánast heilagt í augum margra Breta.
Úrslitin ráða því hvort Boris Johnson verður áfram forsætisráðherra eða hvort Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, verður húsbóndi í Downing stræti 10. Johnson þarf að vinna öruggan meirihluta, afar ólíklegt er að hann gæti fengið aðra flokka til stuðnings við sig. Corbyn ætti hins vegar meiri möguleika á að semja við SNP, Skoska þjóðarflokkinn, og/eða Frjálslynda demókrata.
Upp til hópa telur breskur almenningur að hvorugur leiðtoga stóru flokkanna sé góður leiðtogi, Johnson er sakaður um að umgangast sannleikann af mikilli léttúð, Corbyn heillar fáa utan harðasta kjarna stuðningsmanna. Mörgum gremst hversu máttleysislega hann hefur tekið á gyðingaandúð innan Verkamannaflokksins.
Kjörsókn er talin skipta miklu máli og kosningarnar geta orðið mjög spennandi þrátt fyrir forystu Íhaldsflokksins í skoðanakönnunum á landsvísu. Í raun eru þingkosningarnar 650 kosningar því Bretar búa við einmenningskjördæmi og lítil sveifla í einstökum kjördæmum getur breytt stóru myndinni.
Stóru sjónvarpsstöðvarnar birta útgönguspá klukkan tíu og búast má við úrslitum úr lykilkjördæmum upp úr klukkan eitt í nótt.
Mynd: Teikning Matts í Daily Telegraph í dag.
12/12/2019 • 16 minutes, 14 seconds
Ísrael, órói í Suður-Ameríku og áhugi Bandaríkjamanna á Grænlandi
Bogi Ágústsson og Jóhann Hlíðar Harðarson byrjuðu á því að nefna að líklega verður tilkynnt í dag að tveimur af þremur gerðum veiru sem veldur lömunarveiki eða mænusótt hafi verið útrýmt. Þriðja gerð veirunnar finnst aðeins í Afganistan og Pakistan þar sem bólusetningar ganga illa vegna stríðsátaka. Benny Gantz, leiðtoga Blá-hvíta bandalagsins, hefur verið falin stjórnarmyndun í Ísrael eftir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, tókst ekki að afla sér fylgis til stjórnarmyndunar. Flokkur hans, Likud bandalagið, og Blá-hvíta bandalagið fengu báðir um þriðjung atkvæða í kosningum í september. Órói og mannskæðar óeirðir hafa verið í nokkrum ríkjum Suður-Ameríku að undanförnu, Síle, Ekvador og Bólivíu. Bandaríkjamenn hafa enn mikinn áhuga á Grænlandi þó að kauptilboði Donalds Trumps forseta í landið hafi verið hafnað. Þungavigtarsendinefnd frá Washington hefur verið í Nuuk og rætt við heimamenn. Formaður nefndarinnar, Thomas Ulrich Brechbuhl, hefur sagt að Bandaríkjamenn hafi ýmislegt að bjóða Grænlendingum.
10/24/2019 • 0
Ísrael, órói í Suður-Ameríku og áhugi Bandaríkjamanna á Grænlandi
Bogi Ágústsson og Jóhann Hlíðar Harðarson byrjuðu á því að nefna að líklega verður tilkynnt í dag að tveimur af þremur gerðum veiru sem veldur lömunarveiki eða mænusótt hafi verið útrýmt. Þriðja gerð veirunnar finnst aðeins í Afganistan og Pakistan þar sem bólusetningar ganga illa vegna stríðsátaka.
Benny Gantz, leiðtoga Blá-hvíta bandalagsins, hefur verið falin stjórnarmyndun í Ísrael eftir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, tókst ekki að afla sér fylgis til stjórnarmyndunar. Flokkur hans, Likud bandalagið, og Blá-hvíta bandalagið fengu báðir um þriðjung atkvæða í kosningum í september.
Órói og mannskæðar óeirðir hafa verið í nokkrum ríkjum Suður-Ameríku að undanförnu, Síle, Ekvador og Bólivíu.
Bandaríkjamenn hafa enn mikinn áhuga á Grænlandi þó að kauptilboði Donalds Trumps forseta í landið hafi verið hafnað. Þungavigtarsendinefnd frá Washington hefur verið í Nuuk og rætt við heimamenn. Formaður nefndarinnar, Thomas Ulrich Brechbuhl, hefur sagt að Bandaríkjamenn hafi ýmislegt að bjóða Grænlendingum.
10/24/2019 • 19 minutes, 41 seconds
Barnsfæðing í Færeyjum, banaslys á Englandi og Brexit
Í Færeyjum þurftu Rósa Heinesen og Niels Rødgaard, færeyskt par, búsett í Danmörku, að greiða hundruð þúsunda fyrir að fæða barn sitt í Færeyjum, þar sem þau teljast ekki vera með færeyska sjúkratryggingu. Þau vildu fæða barnið í Þórshöfn svo móðir Niels gæti séð fyrsta barnabarn sitt en hún er helsjúk af krabbameini. Í Bretlandi hefur banaslys í ágúst verið mikið í umræðu. Bandarísk kona, gift er diplómata varð 18 ára pilti að bana í bílslysi og flýði til Bandaríkjanna skömmu síðar. Ekki er hægt að krefjast framsals hennar þar eð hún nýtur diplómatískrar friðhelgi. Foreldrar piltsins eru nú í Bandaríkjunum að leita réttlætis og Trump Bandaríkjaforseti hitti þá í Hvíta húsinu. Brexit eina ferðina enn. Þegar þátturinn var sendur út var ekki vitað að samningar hefðu tekist milli ríkisstjórnar Bretlands og Evrópusambandsins um útgöngu Breta úr ESB. En það leikur vafi á því hvort Neðri-málstofa breska þingið samþykkti hann í atkvæðagreiðslu á laugardag. Sambandssinnar í DUP flokknum á Norður-Írlandi ætla ekki að styðja hann óbreyttan og stjórnarandstaðan leggst gegn honum.
10/17/2019 • 0
Barnsfæðing í Færeyjum, banaslys á Englandi og Brexit
Í Færeyjum þurftu Rósa Heinesen og Niels Rødgaard, færeyskt par, búsett í Danmörku, að greiða hundruð þúsunda fyrir að fæða barn sitt í Færeyjum, þar sem þau teljast ekki vera með færeyska sjúkratryggingu. Þau vildu fæða barnið í Þórshöfn svo móðir Niels gæti séð fyrsta barnabarn sitt en hún er helsjúk af krabbameini.
Í Bretlandi hefur banaslys í ágúst verið mikið í umræðu. Bandarísk kona, gift er diplómata varð 18 ára pilti að bana í bílslysi og flýði til Bandaríkjanna skömmu síðar. Ekki er hægt að krefjast framsals hennar þar eð hún nýtur diplómatískrar friðhelgi. Foreldrar piltsins eru nú í Bandaríkjunum að leita réttlætis og Trump Bandaríkjaforseti hitti þá í Hvíta húsinu.
Brexit eina ferðina enn. Þegar þátturinn var sendur út var ekki vitað að samningar hefðu tekist milli ríkisstjórnar Bretlands og Evrópusambandsins um útgöngu Breta úr ESB. En það leikur vafi á því hvort Neðri-málstofa breska þingið samþykkti hann í atkvæðagreiðslu á laugardag. Sambandssinnar í DUP flokknum á Norður-Írlandi ætla ekki að styðja hann óbreyttan og stjórnarandstaðan leggst gegn honum.
10/17/2019 • 21 minutes, 47 seconds
Vegabréfaskylda milli Danmerkur og Svíþjóðar, innrás Tyrkja í Sýrland
Bogi Ágústsson og Jóhann Hlíðar Harðarson ræddu um bókmenntaverðlaun Nóbels, afturför í norrænni samvinnu þegar vegabréfaskyldu verður komið á fyrir fólk á leið frá Svíþjóð til Danmerkur. Innrás Tyrkja í Sýrland og hernaður þeirra gegn Kúrdum var einnig til umræðu, sem og vandi Donalds Trumps. Hann telur Kúrda ekkert eiga inni hjá Bandaríkjamönnum, þeir hafi ekki hjálpað í síðari heimsstyrjöldinni né tekið þátt í innrásinni í Normandí. Minnst var á Brexit, en allt virðist í hnút milli Breta og Evrópusambandsins.
10/10/2019 • 0
Vegabréfaskylda milli Danmerkur og Svíþjóðar, innrás Tyrkja í Sýrland
Bogi Ágústsson og Jóhann Hlíðar Harðarson ræddu um bókmenntaverðlaun Nóbels, afturför í norrænni samvinnu þegar vegabréfaskyldu verður komið á fyrir fólk á leið frá Svíþjóð til Danmerkur. Innrás Tyrkja í Sýrland og hernaður þeirra gegn Kúrdum var einnig til umræðu, sem og vandi Donalds Trumps. Hann telur Kúrda ekkert eiga inni hjá Bandaríkjamönnum, þeir hafi ekki hjálpað í síðari heimsstyrjöldinni né tekið þátt í innrásinni í Normandí. Minnst var á Brexit, en allt virðist í hnút milli Breta og Evrópusambandsins.
10/10/2019 • 21 minutes, 55 seconds
Netníð
Bogi Ágústsson og Jóhann Hlíðar Harðarson ræddu um stjórnarkreppuna í Perú, netníð sem beinist gegn stjórnmálamönnum og þekktum persónum. Meirihluti kvenna sem taka þátt í stjórnmálum í Evrópulöndum verður fyrir árásum nettrölla. Þessar árásir eru oft grófar, einkennast af kvenhatri, athugasemdum um útlit og oft eru hótanir um kynferðislegt ofbeldi. Breska sjónvarpskona Rachel Riley sagði í viðtali í Newsnight í sjónvarpi BBC að árásir á sig væru skipulagðar í hópum á whatsapp. Í lokin var svo fjallað um stefnuræðu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, sem dró upp augnabliksmyndir af lífinu í Danmörku, ræddi samfélagstraust og notkun tungumálsins. Henni fannst sérkennilegt að sjá talað um PLC, pædagogisk lærecenter (uppeldisnámsmiðstöð) , sem einu sinni hefði heitið skólabókasafn.
10/3/2019 • 0
Netníð
Bogi Ágústsson og Jóhann Hlíðar Harðarson ræddu um stjórnarkreppuna í Perú, netníð sem beinist gegn stjórnmálamönnum og þekktum persónum. Meirihluti kvenna sem taka þátt í stjórnmálum í Evrópulöndum verður fyrir árásum nettrölla. Þessar árásir eru oft grófar, einkennast af kvenhatri, athugasemdum um útlit og oft eru hótanir um kynferðislegt ofbeldi. Breska sjónvarpskona Rachel Riley sagði í viðtali í Newsnight í sjónvarpi BBC að árásir á sig væru skipulagðar í hópum á whatsapp.
Í lokin var svo fjallað um stefnuræðu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, sem dró upp augnabliksmyndir af lífinu í Danmörku, ræddi samfélagstraust og notkun tungumálsins. Henni fannst sérkennilegt að sjá talað um PLC, pædagogisk lærecenter (uppeldisnámsmiðstöð) , sem einu sinni hefði heitið skólabókasafn.
10/3/2019 • 21 minutes, 37 seconds
Allt á suðupunkti í breskum og bandarískum stjórnmálum
Harkan í stjórnmálum í Bandaríkjunum og Bretlandi er slík að margir telja litla sem enga von um að andstæðar fylkingar geti sameinast um eitt eða neitt. Í Bandaríkjunum hefur fulltrúadeild þingsins hafið formlega rannsókn á embættisfærslu Donalds Trumps forseta með það að markmiði að ákæra hann fyrir brot í starfi. Í Bretlandi er þjóðin klofin í tvær fylkingar í afstöðunni til Brexit og andstæðurnar þar magnast. Orðræðan var svo harkaleg í þinginu í Westminster á fyrsta þingfundi eftir að hæstiréttur Bretlands dæmdi þinghlé ólöglegt, að reyndur pólitískur ritstjóri BBC segist aldrei hafa upplifað annan eins þingfund. Þetta var umræðuefnið þegar við Jóhann Hlíðar Harðarson sátum við heimsgluggann á Morgunvakt Rásar-1. Mynd af forsíðu Guardian.
9/26/2019 • 0
Allt á suðupunkti í breskum og bandarískum stjórnmálum
Harkan í stjórnmálum í Bandaríkjunum og Bretlandi er slík að margir telja litla sem enga von um að andstæðar fylkingar geti sameinast um eitt eða neitt. Í Bandaríkjunum hefur fulltrúadeild þingsins hafið formlega rannsókn á embættisfærslu Donalds Trumps forseta með það að markmiði að ákæra hann fyrir brot í starfi.
Í Bretlandi er þjóðin klofin í tvær fylkingar í afstöðunni til Brexit og andstæðurnar þar magnast. Orðræðan var svo harkaleg í þinginu í Westminster á fyrsta þingfundi eftir að hæstiréttur Bretlands dæmdi þinghlé ólöglegt, að reyndur pólitískur ritstjóri BBC segist aldrei hafa upplifað annan eins þingfund. Þetta var umræðuefnið þegar við Jóhann Hlíðar Harðarson sátum við heimsgluggann á Morgunvakt Rásar-1.
Mynd af forsíðu Guardian.
9/26/2019 • 22 minutes, 10 seconds
Trump og spennan við Persaflóa, ný stjórn í Færeyjum
Donald Trump Bandaríkjaforseta er vandi á höndum vegna hættulegrar spennu á milli Írans og Sádí-Arabíu. Stjórnvöld í Riyad og Washington telja sannað að Íranar hafi staðið að árásum á olíumannvirki í Sádi-Arabíu. Hvernig verður brugðist við? Trump hefur í raun hegðað sér þveröfugt við mottó fyrirrennara hans fyrir rúmri öld, Theodores Roosevelt, sem sagði: ,,Speak softly and carry a big stick.“ Það mætti útleggja að menn skyldu vera blíðmæltir en með vöndinn reiddan. Trump hefur talað digurbarkalega en verið afar tregur til hernaðarafskipta erlendis. Ný stjórn hefur tekið við völdum í Færeyjum. Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, er lögmaður, eða forsætisráðherra. Fólkaflokkurinn og Miðflokkurinn eiga einnig sæti í stjórninni. Miðflokkurinn, sem er kristilegur flokkur, á einn ráðherra, Jenis av Rana. Hann er mennta- og utanríkisráðherra. Jenis vakti athygli þegar hann neitaði að sitja kvöldverðarboð með Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra, og Jónínu Leósdóttur, eiginkonu hennar, þegar þær voru í opinberri heimsókn í Færeyjum. Hann sagði þá að heimsókn þeirra væri hrein ögrun og ekki í samræmi við boðskap Biblíunnar. Ný stjórnin hyggst breyta löggjöf um sjávarútvegsmál, hætta að bjóða upp fiskveiðikvóta og afnema bann við að útlendingar eigi hlut í færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Bannið var ein helsta ástæða þess að Færeyingar sögðu upp Hoyvíkursamningnum um fríverslun við Íslendinga. Að óbreyttu hefði samningurinn fallið úr gildi um áramót. Samningurinn er kenndur við bæinn Hoyvík í Færeyjum þar sem skrifað var undir hann í ágústlok árið 2005. Samningurinn er víðtækasti viðskiptasamningur beggja þjóða.
9/19/2019 • 0
Trump og spennan við Persaflóa, ný stjórn í Færeyjum
Donald Trump Bandaríkjaforseta er vandi á höndum vegna hættulegrar spennu á milli Írans og Sádí-Arabíu. Stjórnvöld í Riyad og Washington telja sannað að Íranar hafi staðið að árásum á olíumannvirki í Sádi-Arabíu. Hvernig verður brugðist við? Trump hefur í raun hegðað sér þveröfugt við mottó fyrirrennara hans fyrir rúmri öld, Theodores Roosevelt, sem sagði: ,,Speak softly and carry a big stick.“ Það mætti útleggja að menn skyldu vera blíðmæltir en með vöndinn reiddan. Trump hefur talað digurbarkalega en verið afar tregur til hernaðarafskipta erlendis.
Ný stjórn hefur tekið við völdum í Færeyjum. Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, er lögmaður, eða forsætisráðherra. Fólkaflokkurinn og Miðflokkurinn eiga einnig sæti í stjórninni. Miðflokkurinn, sem er kristilegur flokkur, á einn ráðherra, Jenis av Rana. Hann er mennta- og utanríkisráðherra. Jenis vakti athygli þegar hann neitaði að sitja kvöldverðarboð með Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra, og Jónínu Leósdóttur, eiginkonu hennar, þegar þær voru í opinberri heimsókn í Færeyjum. Hann sagði þá að heimsókn þeirra væri hrein ögrun og ekki í samræmi við boðskap Biblíunnar.
Ný stjórnin hyggst breyta löggjöf um sjávarútvegsmál, hætta að bjóða upp fiskveiðikvóta og afnema bann við að útlendingar eigi hlut í færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Bannið var ein helsta ástæða þess að Færeyingar sögðu upp Hoyvíkursamningnum um fríverslun við Íslendinga. Að óbreyttu hefði samningurinn fallið úr gildi um áramót. Samningurinn er kenndur við bæinn Hoyvík í Færeyjum þar sem skrifað var undir hann í ágústlok árið 2005. Samningurinn er víðtækasti viðskiptasamningur beggja þjóða.
9/19/2019 • 23 minutes, 39 seconds
Kosningar í Færeyjum
Lögþingskosningar verða í Færeyjum laugardaginn 31. ágúst . Kannanir benda til þess að ríkisstjórn Jafnaðarflokksins, Þjóðveldis og Framsóknar missi meirihluta á þingi. Fólkaflokknum og Sambandsflokknum er spáð fylgisaukningu. Líkur eru á að fjóra flokka þurfi til að ná meirihluta á þingi. Helstu mál kosningabaráttunnar hafa verið heilbrigðis- og velferðarmál, umdeild ný fiskveiðilöggjöf og húsnæðismál. Uppgangur er í færeysku efnahagslífi, verðbólga lítil og atvinnuleysi aðeins 1,2 prósent og skortur á vinnuafli. Færeysk stjórnmál snúast ekki bara um hægri og vinstri, heldur skiptir afstaðan til sambandsins við Dani miklu máli þó að sjálfstæðismál hafi lítt verið til umræðu í kosningabaráttunni að þessu sinni. Þá hafa trúarviðhorf og lífsskoðanir meira vægi í færeyskum stjórnmálum en á Íslandi. Þannig nefndu rúmlega 30 prósent kjósenda í könnun í apríl að miklu skipti að varðveita Færeyjar sem kristið land.
8/29/2019 • 0
Kosningar í Færeyjum
Lögþingskosningar verða í Færeyjum laugardaginn 31. ágúst . Kannanir benda til þess að ríkisstjórn Jafnaðarflokksins, Þjóðveldis og Framsóknar
missi meirihluta á þingi. Fólkaflokknum og Sambandsflokknum er spáð fylgisaukningu. Líkur eru á að fjóra flokka þurfi til að ná meirihluta á þingi. Helstu mál kosningabaráttunnar hafa verið heilbrigðis- og velferðarmál, umdeild ný fiskveiðilöggjöf og húsnæðismál. Uppgangur er í færeysku efnahagslífi, verðbólga lítil og atvinnuleysi aðeins 1,2 prósent og skortur á vinnuafli. Færeysk stjórnmál snúast ekki bara um hægri og vinstri, heldur skiptir afstaðan til sambandsins við Dani miklu máli þó að sjálfstæðismál hafi lítt verið til umræðu í kosningabaráttunni að þessu sinni. Þá hafa trúarviðhorf og lífsskoðanir meira vægi í færeyskum stjórnmálum en á Íslandi. Þannig nefndu rúmlega 30 prósent kjósenda í könnun í apríl að miklu skipti að varðveita Færeyjar sem kristið land.
8/29/2019 • 23 minutes, 16 seconds
Brexit, Grænland og eldarnir í Amazon
Boris Johnson fór í fyrstu utanlandsferðina sem forsætisráðherra Bretlands og leiðin lá til Berlínar þar sem hann ræddi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hætti við opinbera heimsókn til Danmerkur vegna þess að hann móðgaðist þegar Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, lýsti hugmynd Trumps um að kaupa Grænland sem fáránlegum, absurd. Danir hafa verið með tryggustu bandamanna Bandaríkjanna og vonast til að Grænlandsmálið verði ekki til þess að snurða hlaupi í þráðinn. Í viðtalið við TV2 færðist Frederiksen undan því að endurtaka orðið absurd. Gríðarlegir skógareldar í frumskóginum í Amazon valda fólki um allan heim miklum áhyggjum. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er ekki í hópi þeirra.
8/22/2019 • 0
Brexit, Grænland og eldarnir í Amazon
Boris Johnson fór í fyrstu utanlandsferðina sem forsætisráðherra Bretlands og leiðin lá til Berlínar þar sem hann ræddi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hætti við opinbera heimsókn til Danmerkur vegna þess að hann móðgaðist þegar Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, lýsti hugmynd Trumps um að kaupa Grænland sem fáránlegum, absurd. Danir hafa verið með tryggustu bandamanna Bandaríkjanna og vonast til að Grænlandsmálið verði ekki til þess að snurða hlaupi í þráðinn. Í viðtalið við TV2 færðist Frederiksen undan því að endurtaka orðið absurd. Gríðarlegir skógareldar í frumskóginum í Amazon valda fólki um allan heim miklum áhyggjum. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er ekki í hópi þeirra.
8/22/2019 • 23 minutes, 36 seconds
Grænland, Argentína og samdráttur á mörkuðum
Í Heimsglugga dagsins fjallar Bogi Ágústsson um innanmein í grænlenska stjórnarflokknum Siumat en nokkrir þingmenn krefjast afsagnar Kim Kielsen, flokksformanns og formanns grænlensku landsstjórnarinnar. Hann lætur óánægju með störf sín ekki á sig fá og ætlar að sitja sem fastast. Bogi segir líka frá óvæntum úrslit í forkjöri forsetakosninga í Argentínu og áhyggjum í bæði Bandaríkjunum og Þýskalandi af versnandi efnahagshorfum í heiminum.
8/15/2019 • 0
Grænland, Argentína og samdráttur á mörkuðum
Í Heimsglugga dagsins fjallar Bogi Ágústsson um innanmein í grænlenska stjórnarflokknum Siumat en nokkrir þingmenn krefjast afsagnar Kim Kielsen, flokksformanns og formanns grænlensku landsstjórnarinnar. Hann lætur óánægju með störf sín ekki á sig fá og ætlar að sitja sem fastast. Bogi segir líka frá óvæntum úrslit í forkjöri forsetakosninga í Argentínu og áhyggjum í bæði Bandaríkjunum og Þýskalandi af versnandi efnahagshorfum í heiminum.