Winamp Logo
Augnablik í iðnaði Cover
Augnablik í iðnaði Profile

Augnablik í iðnaði

Icelandic, Finance, 1 season, 134 episodes, 2 days, 13 hours, 22 minutes
About
Podcast by IÐAN fræðsluetur
Episode Artwork

Maí er mánuður nýsköpunar á Íslandi

Edda Konráðsdóttir framkvæmdastjóri og einn stofnenda Iceland Innovation Week er viðmælandi okkar í Augnablik í iðnaði. Hún segir frá dagskránni í ár sem er mjög viðamikil. Von er á metfjölda fjárfesta á viðburðinn í ár sem fer fram 14.-16.maí í Kolaportinu og er haldin í fimmta sinn. Hvert ár hafa Edda og hennar teymi aðlagað sig að aðstæðum í samfélaginu hverju sinni. Edda segir frá reynslu sinni og mikilvægi nýsköpunar.
5/10/202416 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Fræðslustjóri að láni, með Guðrúnu Blandon mannauðsstjóra VHE

VHE fór því nýlega í gegnum verkefnið Fræðslustjóri að láni. „Helstu markmið með verkefninu var að fá heildaryfirsýn yfir fræðsluþörfina og skipuleggja fræðslustarf framtíðarinnar“ segir Guðrún Blandon mannauðsstjóri. Hún mælir aukna starfsánægju hjá starfsfólki sem hún vill tengja beint við verkefnið. Þetta og margt fleira í þessu fræðandi og skemmtilega spjalli
4/15/202435 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Erasmus+ ævintýri í Tallin, með Ástrósu Elísu Eyþórsdóttur bakara hjá Bláa lóninu

Við útskrift úr bakaraiðn fann Ástrós fyrir faglegri þreytu og langaði í nýja reynslu sem myndi styrkja hana sem fagmann. Hún kynnti sér því Erasmus+ fyrir nýsveina og setti stefnuna á Kaupmannahöfn. Málin þróuðust þó þannig að hún endaði á því að fara til Tallin í Eistlandi og sér ekki eftir þeirri ákvörðun. Helen Gray leiðtogi alþjóðaverkefna hjá Iðunni spjallar hér við Ástrósu um reynsluna af því að fara út til Tallin.
4/3/202421 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Fræðslumál hjá Samkaupum, með Guðna Erlendssyni mannauðsstjóra

Eva Karen Þórðardóttir hjá Effect ræðir hér við Guðna Erlendsson mannauðsstjóra Samkaupa. Mikil saga og menning er fyrir fræðslu hjá Samkaupum. Kaupmannsskólinn var rekinn eins og hefðbundinn skóli með staðbundnum námskeiðum sem nú hafa verið færð mikið til yfir í rafræna fræðslu. Covid hjálpaði til við að ýta undir umbreytinguna þó að vissulega hafi sú vinna verið hafin áður. Guðni segir Samkaup einnig vera í góðum samskiptum við Bifröst hvað varðar námsleiðir fyrir starfsfólk.
3/22/202436 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Fræðslumál hjá Isavia, með Gerði Pétursdóttur fræðslustjóra

Alþjóðaflugvöllurinn í Keflavík fær til sín margar milljónir gesta ár hvert. Það kallar á að starfsfólk viti nákvæmleg til hvers er ætlast af því og hlotið viðeigandi þjálfun. Gerður Pétursdóttir fræðslustjóri Isavia er hér í skemmtilegu og fræðandi spjalli en hún hefur ásamt öflugu teymi byggt upp Isavia skólann síðan árið 2016.
3/15/202452 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Tilskipun ESB um upplýsingagjöf í sjálfbærni, með Jennifer Schwalbenberg lögfræðingi

Ásgeir Valur Einarsson leiðtogi sjálfbærnimála hjá Iðunni ræðir hér við Jennifer Schwalbenberg lögfræðing um tilskipun ESB um sjálfbærniupplýsingagjöf og hvernnig hún á eftir að hafa áhrif á lítil og meðalstór fyrirtæki. Upplýsingagjöf í sjálfbærni felur í sér hvernig við komum á framfæri þeim upplýsingum sem við erum að safna um sjálfbærniþætti og tilgreinir þau markmið og stefnur sem settar eru varðandi m.a. kolefnisspor, loftlagsmál og starfsmannastefnu.
2/22/202421 minutes, 51 seconds
Episode Artwork

Starfsemi Tækniseturs og nýsköpun, með Guðbjörgu H. Óskarsdóttur framkvæmdastjóra Tækniseturs

Guðbjörg Hrönn Óskarsdóttir framkvæmdastjóri Tækniseturs er hér í afar fróðlegu spjalli við Kristjönu Guðbrandsdóttur leiðtoga nýsköpunar hjá Iðunni. Tæknisetur byggir á fjögurra áratuga reynslu á sviði efnistækni, lífvísinda og orkumála. Það er öflugur samstarfsaðili í hagnýtum rannsóknar og þróunarverkefnum og býr yfir sérhæfðum búnaði og aðstöðu sem er gagnast sprotafyrirtækjum á sviði hátækni.
2/21/202427 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Umferðaröryggi, með Ólafi Guðmundssyni sérfræðingi í umferðaröryggismálum

Ólafur Guðmundsson sérfræðingur í umferðaröryggismálum er hér í fróðlegu spjalli um umferðaröryggi, innviði og bifreiðar. Þeir Sigurður Svavar Indriðason, leiðtogi bílgreina hjá Iðunni, fara m.a. yfir hvað er vel gert í þeim efnum og hvað má betur fara.
2/9/202438 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Fræðslumál hjá Vatnajökulsþjóðgarði, með Rangheiði Björgvinsdóttur mannauðsstjóra

Ragnheiður Björgvinsdóttir er hér í léttu og skemmtilegu spjalli við Evu Karen Þórðardóttur um fræðslumál hjá Vatnajökulsþjóðgarði. Vatnajökulsþjóðgarður er stærsti þjóðgarður í vestur Evrópu og nær yfir 15% af Íslandi. Þjóðgarðurinn nær til átta sveitafélaga. Um 50 starfsmenn starfa við þjóðgarðinn allan ársins hring. Sumarið er svo mjög annasamur tími með 120 starfsmenn, sem dreifast út um allt land. Fræðslan er því ákveðin áskorun.
2/2/202426 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Ævintýri í Evrópu í gegnum Erasmus+, með Ingu Birnu Antonsdóttur hjá Iðunni

Inga Birna Antonsdóttir alþjóðafulltrúi hjá Iðunni er hér í skemmtilegu spjalli um möguleika Erasmus+ styrkjakerfinsins sem er ætlað að auka möguleika á skiptinámi og lærdómi erlendis í gegnum Erasmus+.
1/26/202435 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Sketchup, með Birni Jóhannssyni landslagsarkitekt hjá Urban Beat Design

Hér spjalla þeir Óskar Grétarsson leiðtogi málm- og véltæknigreina hjá Iðunni og Björn Jóhannsson landslagsarkitekt um notkunarmöguleika SketchUp forritsins fyrir iðnaðinn. Þeir fjalla sérstaklega um námskeið sem Björn heldur hjá Iðunni þar sem farið er í grunninn á forritinu, Sketchup pro og Layout og Twinmotion og sýndarveruleika. Sérstakar vinnubúðir eru einnig í boði þar sem fólk getur unnið að raunverulegum verkefnum.
1/16/202419 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Fræðslukerfi fyrir fyrirtæki, með Sóloni Guðmundssyni eiganda Avia

Það er að mörgu að hyggja þegar velja á fræðslukerfi fyrirtækja. Eitt er að velja rétta kerfið og hitt er að hanna og setja upp viðeigandi fræðslu sem þjónar þörfum fyrirtækisins. Sólon Guðmundsson eigandi Avia er hér í skemmtilegu og fræðandi spjalli en fyrirtæki hans sérhæfir sig í hönnun fræðslukerfis sem og framleiðslu á efni inn í kerfið.
12/18/202336 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Rafvæðing stærri bíla, með Agli Jóhannssyni forstjóra Brimborgar

Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar er hér í skemmtilegu og fróðlegu spjalli um rafvæðingu stærri bíla bæði með tilliti til stöðunnar í dag en einnig þá möguleika sem framtíðin býr yfir. Sigurður Svavar Indirðason, leiðtogi bílgreina hjá Iðunni stýrir þættinum.
12/12/202341 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Erno Viitanen from Stadin AO in Finland

In this episode we learn about the Finnish impression on the Icelandic workplace, vocational educational systems, and the importance of international collaboration. Helen Gray, leader of international projects at Iðan talks to Erno who visited us through Erasmus+
12/6/202313 minutes, 29 seconds
Episode Artwork

Fræðslugreiningar í fyrirtækjum, með Evu Karen Þórðardóttur eiganda Effect

Eva Karen Þórðardóttir eigandi Effect hefur þróað verkfæri sem greinir hæfni starfsfólks og skilar persónulegri fræðsluáætlun til fyrirtækis, niður á hvern starfsmann. Þannig fæst betri yfirsýn yfir hæfnigatið sem liggur innan fyrirtækisins. Starfsfólk sér þá hvar það er statt og hvar það stendur miðað við sitt teymi. Þarna er því verkfæri til að sjá betur hvar hver og einn stendur. Starfsfólk getur sett sér markmið um eigin fræðslu og haldið betur utan um fræðsluna sem það hefur lokið.
11/20/202331 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Filmun og húðun bíla, með Hjalta Halldórssyni bifreiðasmið hjá HS bílaréttingum og sprautun

Hjalti Halldórsson er bifreiðasmiður og einn af tveimur eigendum HS bílaréttingar og sprautun. Hann er hér í fróðlegu viðtali við Sigurð Svavar Indriðason, leiðtoga bílgreina hjá Iðunni um filmun og húðun á lakk bifreiða.
11/9/202329 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Tim Schaumburg from Kassel in Germany

"Mobility Beyond Borders" explores workplace culture, vocational education, and workplace inclusion with insights from Tim Schaumburg, a German public administration intern.
11/2/202316 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Gervigreind í sjálfvirknivæðingu véla, með Sindra Ólafssyni tæknistjóra gervigreindar hjá Marel

Sindri Ólafsson verkfræðingur er tæknistjóri gervigreindar hjá Marel. Hann er hér í skemmtilegu og fróðlegu spjalli við Kristjönu Guðbrandsdóttur leiðtoga nýsköpunar hjá Iðunni um starfið og helstu áskoranir framtíðarinnar.
10/26/202329 minutes, 52 seconds
Episode Artwork

Nýtt ráðuneyti og starfsmannamál, með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ráðherra

Í tilefni mannauðsdagsins 6. október 2023 ræddi Íris Sigtryggsdóttir við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Þær ræddu um þær áskoranir sem Áslaug Arna stóð frammi fyrir við myndun nýs ráðuneytis á gerbreyttum grunni. Áslaug Arna ræddi sérstaklega um hvernig hún stýrir starfsmannamálum í sínu ráðuneyti, leggur áherslu á að byggja upp sterka vinnumenningu og verkefnamiðað starfsumhverfi.
10/4/202344 minutes, 28 seconds
Episode Artwork

Rekstur prentsmiðju á Egilsstöðum, með Gunnhildi Ingvarsdóttur eiganda Héraðsprents

Hjónin Gunnhildur Ingvarsdóttir og Þráinn Skarphéðinsson hafa rekið Héraðsprent í rúm 50 ár. Gunnhildur er hér í afar skemmtilegu og fræðandi viðtali við Kristjönu Guðbrandsdóttur, leiðtoga prent- og miðlunar hjá Iðunni, um rekstur og þróun prentsmiðjunnar.
7/19/202323 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Ungt fólk í iðnaði, með Margréti Arnarsdóttur formanni IÐN-UNG

Margrét Arnarsdóttir rafvirki og formaður IÐN-UNG segir mikilvægt að hlusta á raddir ungs fólks í iðnaði. Margrét er hér í skemmtilegu og fróðlegu spjalli um IÐN-UNG, hlutverk þess og framtíðarplön.
7/13/202324 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Námið í matvælagreinum við MK, með Baldri Sæmundssyni mat- og framreiðslumeistara og kennara við MK

Hér er á ferðinni fjórði þáttur í röð hlaðvarpa sem eru lokaverkefni þeirra Dóru Svavarsdóttur og Þyrnis Hálfdánarsonar matreiðslumeistara og nema við Menntavísindasvið HÍ. Þættina unnu þau í samvinnu við Iðuna og fjalla um matreiðslunám, þá, nú og um alla framtíð. Fjórði þátturinn fjallar um námið í matvælagreinum í MK
6/29/202330 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Vaxtasprotar Orkuveitu Reykjavíkur, með Ellen Ýr Aðalsteinsdóttur framkvæmdastýru mannauðs OR

Orkuveita Reykjavíkur hlaut verðlaunin Menntasproti atvinnulífsins 2023 fyrir verkefnið Vaxtasproti OR. Verkfnið hefur verið í gangi í 3 ár en upphaflega var farið af stað með það til að hafa áhrif á menninguna og það má með sanni segja að það hafi tekist. Ellen Ýr bendir á að þeir aðilar sem hafa farið í gengum prógrammið eru sannkallaðir kyndilberar nýrra tíma og hafa áhrif beint inn á sín starfssvið og deildir.
6/14/202332 minutes, 16 seconds
Episode Artwork

Upplýsingagjöf í sjálfbærni, með Snjólaugu Ólafsdóttur sviðstjóra hjá Ernst & Young

Upplýsingagjöf í sjálfbærni felur í sér hvernig við komum á framfæri þeim upplýsingum sem við erum að safna um sjálfbærniþætti og tilgreinir þau markmið og stefnur sem settar eru varðandi m.a. kolefnisspor, loftlagsmál og starfsmannastefnu. Hér spjallar Ásgeir Valur Einarsson leiðtogi sjálfbærni hjá Iðunni við Snjólaugu Ólafsdóttur sviðstjóra sjálfbærniráðgjafar hjá Ernst & Young.
5/30/202320 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Þrengt að blaðaljósmyndun, með Vilhelm Gunnarssyni blaðaljósmyndara

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari ræðir um framtíð blaðaljósmyndunar og minnkandi aðgengi ljósmyndara að því að skrá söguna. Það sé hætta á því að lítið sé myndað af daglegu lífi fólks nú þegar Fréttablaðið er horfið af vettvangi. Hann ræðir einnig sannar og ósannar myndir, gervigreind og það sem stóð upp úr á liðnu ári í ljósmyndun.
5/10/202332 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Sveinspróf, með Guðfinnu Guðmundsdóttir matreiðslumeistara og kennara

Hér er á ferðinni þriðji þáttur í röð hlaðvarpa sem eru lokaverkefni þeirra Dóru Svavarsdóttur og Þyrnis Hálfdánarsonar matreiðslumeistara og nema við Menntavísindasvið HÍ. Þættina unnu þau í samvinnu við Iðuna og fjalla um matreiðslunám, þá, nú og um alla framtíð. Þriðji þátturinn fjallar um sveinspróf
5/4/202324 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Kennslufræði fyrir iðnmeistara, með Elsu Eiríksdóttur dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Háskóli Íslands býður upp á nám í kennsluréttindum sérhannað að þeim sem eru að fara að kenna starfsgrein í framhaldsskóla. Um er að ræða 60 eininga diplómanám á grunnstigi og geta þátttakendur sótt um leyfisbréf að hjá Menntamálastofnun að því loknu. Leyfisbréfið gildir í leik,- grunn- og framhaldsskóla.
4/25/202326 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Staðlar eru ferskvara, með Helgu Sigrúnu Harðardóttur framkvæmdastjóra Staðlaráðs

Staðlar eru allt í kringum okkur án þess að við höfum endilega hugmynd um það. Þeir fjalla um allt milli himins og jarðar og geta verið alþjóðlegir, evrópskir, íslenskir, danskir eða tilheyrt einstökum atvinnugreinum. Helga segir það enga tilviljun að kreditkortin okkar eða snjallgreiðslur virka alls staðar í heiminum, að snjalltækin okkar geta talað saman, að metrinn er alls staðar jafn langur og að við getum keypt staðlaðar stærðir af dekkjum. Þetta séu allt staðlar sem auðvelda okkur lífið. „Mikilvægi þeirra birtist í því fyrir almenning að við erum örugg, hlutirnir okkar virka og eru af lágmarksgæðum“ segir hún.
4/19/202346 minutes, 21 seconds
Episode Artwork

Þrívíddarprentun, með Þórdísi Björgvinsdóttur og Ágústi Bjarkarsyni hjá 3D Verk

Þórdís Björgvinsdóttir og Ágúst Bjarkarson reka fyrirtækið 3D verk og þó að það sé frekar nýtt af nálinni er nóg að gera hjá þeim. Í þessu fróðelga og skemmtilega spjalli fræða þau okkur um hvernig hægt er að nota þrívíddarprentun í íslenskum iðnaði og hverjir eru möguleikar og kostir við slíka notkun.
4/3/202328 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Formleg menntun matreiðslumanna á Íslandi, með Kristjáni Sæmundssyni matreiðslumeistara

Hér er á ferðinni annar þáttur í röð hlaðvarpa sem eru lokaverkefni þeirra Dóru Svavarsdóttur og Þyrnis Hálfdánarsonar matreiðslumeistara og nema við Menntavísindasvið HÍ. Þættina unnu þau í samvinnu við Iðuna og fjalla um matreiðslunám, þá, nú og um alla framtíð. Annar þátturinn fjallar um formlega menntun matreiðslumanna á Íslandi
3/23/202331 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Gervigreind og ástandskoðun búnaðar, með Jóhannesi Kristjánssyni þjónustustjóra hjá HD

Óskar Grétarsson leiðtogi málm- og véltæknigreina hjá Iðunni spjallar hér við Jóhannes Steinar Kristjánsson þjónustustjóra HD, en fyrirtækið er farið að nota gervigreind til að meta ástand á búnaði í stað þess að nota titringsmælingar.
3/10/202324 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Nýsköpun í iðnaði með Nönnu Elísu Jakobsdóttur, viðskiptastjóra á iðnaðar- og hugverkasviði SI

Nanna ræðir hér um mikilvægi nýsköpunar í íslenskum iðnaði, stuðning stjórnvalda og sýn Samtaka iðnaðarins á framtíðina. Fjárfesting í rannsóknum og þróun og sérfræðiþekkingu er lykill að aukinni nýsköpun í íslensku atvinnulífi.
2/28/202324 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Hugverk og einkaleyfi, með Magneu Lillý Friðgeirsdóttur og Eiríki Sigurðssyni hjá Hugverkastofu

Hugverk eru hugmyndir sem búið er að útfæra og eru verðmætar fyrir vöxt og velgengni fyrirtækja. Með því að vernda hugmyndirnar og nýta sér kosti markaðsetningar tengja viðskiptavinir vörumerki eða hönnun við t.d. vöruverð, gæði og góða þjónustu og skapa þannig traust til fyrirtækisins. Hér er á ferðinni mjög fróðlegt spjall um hugverk og einkaleyfi.
2/23/202319 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Saga veitingareksturs og matreiðslu á Íslandi, með Nönnu Rögnvaldardóttur

Hér er á ferðinni fyrsti þáttur í röð hlaðvarpa sem eru lokaverkefni þeirra Dóru Svavarsdóttur og Þyrnis Hálfdánarsonar matreiðslumeistara og nema við Menntavísindasvið HÍ. Þættina unnu þau í samvinnu við Iðuna og fjalla um matreiðslunám, þá, nú og um alla framtíð. Fyrsta hlaðvarpið fjallar um sögu veitingareksturs og matreiðslu á Íslandi.
2/20/202325 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Alþjóðleg bókahönnunarverðlaun, með Antoni J. Illugasyni grafískum hönnuði

Alþjóðleg bókahönnunarverðlaun, með Antoni J. Illugasyni grafískum hönnuði by IÐAN fræðsluetur
2/10/202317 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Umhverfisvæn framleiðsla á Metanóli, með Ómari Sigurbjörnssyni markaðsstjóra CRI

Ómar Sigurbjörnsson er markaðsstjóri CRI. Hann er hér í fróðlegu spjalli um fyrirtækið sem stofnað var árið 2006 af tveimur Íslendingum og tveimur Bandaríkjamönnum sem vildi láta á það reyna að framleiða Metanol með efnahvarfi koldíoxíðs við vetni. Íslenskt hugvit sem vakið hefur heimsathygli.
2/2/202321 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Geðheilbrigðismál á vinnustöðum, með Helenu Jónsdóttur sálfræðingi hjá Mental ráðgjöf

Helena Jónsdóttir sálfræðingur er hér í fróðlegu spjalli um geðheilgbriði á vinnustöðum og þann ómeðhöndlaða geðvanda sem gjarnar leiðir til kosnaðarsamra vandamála á borð við veikinda, minnkandi frmleiðni og aukna starfsmannaveltu. Þá er ótalin þjáning þeirra sem við vandann glíma og fjölskyldna þeirra. 25% af fólki þjáist af geðvanda, flestir þeirra fullorðnir og starfa á vinnumarkaði. Með því að kortleggja stöðuna á þínum vinnustað getur þú sett geðheilbriðgi í forgang.
1/17/202333 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Nýsköpun á vefhugbúnaði fyrir byggingariðnað, með Róberti Helgasyni framkvæmdastjóra KOT

Fyrsti gestur Kristjönu í nýrri seríu um nýsköpun er Róbert Helgason framkvæmdastjóri KOT sem er íslenskt fyrirtæki sem þróar leiðandi vefhugbúnað fyrir byggingariðnað og fasteignamarkaðinn. Markmið Róberts er að bjóða upp á gagnvirka lausn sem býður upp á góða yfirsýn við sölu stærri fasteignaverkefna hér heima og á erlendum mörkuðum.
1/17/202328 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Jafnlaunavottun með Lovísu Jónsdóttur, gæðastjóra launa og jafnlaunavottunar hjá Brimborg

Jafnlaunavottun er ætlað að vinna gegn kynbundnum launamun á íslenskum vinnumarkaði og stuðla þannig að jafnrétti kynjanna. Sigríður Lovísa Jónsdóttir, gæðastjóri launa og jafnlaunavottunar hjá Brimborg, er hér í fræðandi spjalli, en hún skrifaði BA ritgerð sina um jafnlaunavottun. Það sem kom á óvart var hve gagnleg vottunin er fyrir fyrirtækið ekki síður en stafsmenn þeirra.
12/19/202222 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Gæða- og öryggismál í byggingariðnaði með Eyjólfi Bjarnasyni, gæða- og öryggisstjóra Arnarhvols

Eyjólfur Baranson gæða- og öryggsistjóri Arnarhvols er hér í fróðlegu og skemmtilegu spjalli um gæða- og öryggismál í byggingariðnaði. Hann telur að stundum sé erfitt að koma auga á fjárhagslegan ávinning af notkun gæðakerfa en sé það notað sem stjórntæki t.d. við framkvæmd, kostnaðareftirlit, framkvæmdaeftirlit og verkáætlun, komi ávinningurinn fljótlega í ljós.
12/7/202233 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Er auðvelt að finna fyrirtækið þitt á netinu? Viðtal við Óla Jóns, framkvæmdastjóra MCM á Íslandi

Óli Jóns er með víðtæka reynslu þegar kemur að markaðsetningu og ráðgjöf. Hér útskýrir hann vel hvaða ávinningur felst í því að skrá fyrirtæki rétt á netinu. Það er afar mikilvægt að koma upp í leitinni þegar væntanlegur viðskiptavinur leitar að þjónustu á netinu og til þess eru ákveðnar leiðir farnar. Virkilega fróðlegt og skemmtilegt spjall.
12/2/202239 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Orkuskipti í bíliðnaði með Jónasi K. Eiríkssyni forstöðumanni vörustýringar hjá Öskju

Jónas Kári Eiríksson ræðir hér við Sigurð S. Indriðason um rafvæðingu bílaflota Íslensinga og stöðu markaðarins. Hann ræðir einnig um þróun rafhlaðna og hvert hún stefnir.
11/23/202237 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Umbrot er nátengt myndlist með Jóni Óskari myndlistarmanni

Jón Óskar myndlistarmaður er hér í fróðlegu spjalli við Grím Kolbeinsson. Jón Óskar segist hafa rambað í nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Þar fann hann þó fljótt sína fjöl og með náminu fór hann fljótt að vinna við umbrot dagblaða. Hann starfaði á Vísi og á Helgarpóstnum og hefur frá mörgu skemmtilegu að segja.
11/3/202234 minutes, 46 seconds
Episode Artwork

Vistvæn mannvirkjagerð, með Þóru M. Þorgeirsdóttur framkvæmdastjóra mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS

Byggjum grænni framtíð er samstarfsverkefni stjórnvalda og hagaðila byggingariðnaðarins um vistvænni mannvirkjagerð en það á meðal annars rætur sínar að rekja til aðgerðar C.3 í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS er hér í fróðlegu spjalli við Ólaf Ástgeirsson leiðtoga bygginga- og mannvirkjagreina hjá Iðunni. Hún fer ítarlega í vinnu samráðhóps og hvernig þau flokkuðu aðgerðir niður í sex flokka.
10/20/202234 minutes, 6 seconds
Episode Artwork

Flokkun og endurvinnsla málma með Högna Auðunssyni hjá Málma

"Það eru verðmæti í öllu brotajárni" segir Högni Auðunsson eigandi Málma sem er hér í fræðandi spjalli við Sigursvein Óskar, nýjan stjórnanda málm- og véltækni hluta Augnabliks í iðnaði. Fyritækið keppist við að kaupa málma af fólki sem oft áttar sig ekki á þeim verðmætum sem í þeim liggja.
10/14/202217 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Forvarnarstarf Virk með Ingibjörgu Loftsdóttur sviðstjóra forvarna hjá Virk

Ingibjörg Loftsdóttir sviðsstjóri forvarna hjá Virk er hér í mjög fræðandi viðtali um það hvernig starfsumhverfi hefur áhrif á líðan og afköst starfsmanna. Hvaða leiðir stjórnendur geta farið til að viðhalda trausti og opnum samskiptum og hvernig hægt er að bregðast við ef starfsmaður þarf stuðning til að takast á við erfiðleika.
10/6/202231 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Heimsmeistaramót ungra bakara, með Finni Ívarssyni og Haraldi Þorvaldssyni

Ísland átti tvo fulltrúa á heimsmeistaramóti ungra bakara, þá Finn Guðberg Ívarsson og Matthías Jóhannesson. Mótið fór fram í Berlín og höfnuðu þeir félagar í 4. sæti. Þetta var í fyrsta skipti sem Ísland tók þátt í mótinu. Ólafur Jónsson spjallar hér við Finn og þjálfara liðsins, Harald Árna Þorvaldsson fagkennara í bakaraiðn um tildrög keppninnar, undirbúning og gott gengi.
9/29/202232 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Myndlæsi, gervigreind og útgáfa bóka með Bergrúnu Írisi mynd- og rithöfundi

Bergrún Íris Sævarsdóttir mynd- og rithöfundur ræðir um blómlega útgáfu barna- og unglingabóka, gervigreind og list og skort á stuðningi stjórnvalda við íslenska teiknara. Myndlæsi sé afar mikilvægt vaxandi kynslóð í heimi þar sem úir og grúir af fölskum fréttum, myndskeiðum og upplýsingum.
9/22/202229 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Heimsmeistaramótið í kjötskurði með Jóni Gísla Jónssyni, kjötiðnaðarmanni

Landslið kjötiðnaðarmanna er nýkomið heim frá því að taka þátt í heimsmeistaramóti í kjötskurði sem fór fram í Sacaramento í Bandaríkjunum. Þrettán þjóðir keppa á mótinu og er íslenska liðið eina Norðurlandaþjóðin sem tekur þátt. Jón Gísli Jónsson landsliðamaður er hér í skemmtilegu og fræðandi viðtali um aðdraganda, keppnina sjálfa og þá möguleika sem hún gefur.
9/15/202226 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Hvernig nýtast giggarar iðnfyrirtækjum með Hörpu Magnúsdóttur framkvæmdastjóra Hoobla

Harpa Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Hoobla er hér í skemmtilegu og fræðandi spjalli um möguleika lítilla og meðalstórra iðnfyrirtækja að ráða til sín stjórnendur í tímabundið starf eða lágt starfshlutfall. Hún nefnir að studnum skapist álagspunktar í rekstri eða þörf fyrir tímabundna ráðningu og þá sé gott að geta leitað til þjónustu eins og Hoobla.
9/2/202242 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Netöryggi og öryggismat með Sigurmundi P. Jónssyni ráðgjafa hjá Origo

Það geta öll fyrirtæki orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótum segir Sigurmundur Páll Jónsson ráðgjafi hjá Origo, líka iðnfyrirtæki. Hann fer hér yfir af hverju mikilvægt er að hafa tölvuöryggsimál á hreinu og kynnir til sögunnar öryggismat sem metur stöðu hvers fyrirtækis. Með því fæst yfirsýn yfir tölvuöryggi og hvar mögulegir öryggisbrestir liggja. Tölvuþrjótar eru nefnilega, að hans sögn, ekkert að hugsa um stærð eða svið fyrirtækisins heldur bara hvar auðveldast er að brjótast inn.
7/4/202229 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Samtök íslenskra eimingarhúsa með Evu Maríu Sigurbjörnsdóttur formanni samtakanna

Samtök íslenskra eimingarhúsa voru stofnuð til að standa vörð um íslenska áfengisframleiðslu. Eva María Sigurbjörnsdóttir líffræðingur er formaður samtakanna og er hún hér í einkar fræðandi spjalli um tilburð samtakanna, markmið þeirra og íslenska áfengisframleiðslu. Einnig er Eva María mjög fróð um sögu áfengisframleiðslu og neyslu Íslendinga í gengum árin. Skemmtilegt og líflegt spjall.
6/23/202234 minutes, 40 seconds
Episode Artwork

Nýsköpun í málaraiðn - alþjóðaverkefni þrettán landa.

Þau Rakel Steinvör Hallgrímsdóttir náms- og starfsráðgjafi, Ólafur Ástgeirsson, leiðtogi bygginga- og mannvirkjagreina og Ásgeir Valur Einarsson verkefnastjóri á bygginga- og mannvirkjasviði eru fulltrúar alþjóðaverkefnis um nýsköpun í málariðan. Að verkefninu koma 23 aðilar frá 13 löndum. Hér fjalla þau um verkefnið og þá möguleika sem koma út úr slíku samstarfi.
6/13/202217 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Stafræn hæfni með Evu Karen Þórðardóttur framkvæmdastjóra Stafræna hæfniklasans

Eva Karen Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Stafræna hæfniklasans, er sannfærð um að stafrænar lausnir eigi erindi við fyrirtæki í iðnaði. Hún segir iðnaðinn mislangt á veg kominn í innleiðingu stafrænna lausna og bendir á að Stafræni hæfniklasinn bjóði iðnfyrirtækjum upp á að greina og koma auga á möguleika til innleiðingar, en einnig að greina stafræna hæfni starfsmanna.
5/31/202242 minutes, 41 seconds
Episode Artwork

Nám í bíliðngreinum með þeim Ólafi og Hreini fagstjórum í Borgarholtsskóla

Í þessum þætti ræðir Sigurður Svavar Indriðason leiðtogi bílgreina hjá Iðunni við þá félaga Hrein Á. Óskarsson og Ólaf G. Pétursson fagstjóra í bíliðngreinum við Borgarholtsskóla. Þeir hafa þurft að aðlaga sig gríðarlega að heftandi skipulagi síðustu ára og segja bíliðngreinarnar koma vel undan þeim tíma. Framundan séu spennandi tímar þar sem atvinnulifið og skólinn þurfa að taka heiðarlegt samtal um framtíðina. Þetta er skemmtilegt og fræðandi spjall þar sem þeir félagar tala af ástríðu um stöðuna og framtíðarhorfur í bíliðngreinum.
5/15/202250 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Stjórnendur sem horfa inn á við ná árangri, með Thor Ólafssyni eiganda Strategic Leadership

Thor Ólafsson er reynslumikill stjórnendaráðgjafi og stofnandi fyrirtækisins Strategic Leadership sem er með starfsemi víða um heim. Í þessu fróðlega viðtali kynnir Thor okkur fyrir hugmyndum sínum um stjórnun og mikilvægi þess að starfsmenn og stjórnendur geri sér grein fyrir eigin „egói“ og áhrifum þess. Thor er um þessar mundir að gefa út bókina Beyound Ego. The inner compass of counscious leadership. Bókin er aðgengileg á Amazon og dagana 12.-14. maí nk. verður hægt að sækja hana endurgjaldslaust í stafrænni útgáfu.
5/8/202241 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Notaði krísur til að efla reksturinn. Viðtal við Pál Ketilsson, útgefanda Víkurfrétta

Grímur Kolbeinsson ræðir við Pál Ketilsson útgefanda Víkurfrétta um ferilinn, fjölmiðlun og tækniþróun í útgáfu.
5/2/202236 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Er þín viðskiptalausn í skýinu? Viðtal við Andra Má Helgason vörustjóra hjá Advania

Andri Már Helgason, vörustjóri hjá viðskiptalausnum Advania, spjallar við okkur um viðskiptalausnir í skýinu.
4/22/202236 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

AutoDesk forritin með Finni Fróðasyni arkitekt hjá Cad teiknistofu

Í þessu hlaðvarpi ræðir Gústaf A. Hjaltason ábyrgðarmaður suðumála hjá IÐUNNI við Finn Fróðason arkitekt. Þeir ræða meðal annars um möguleika AutoDesk forritanna fyrir iðnaðinn og hvernig á að nýta möguleika hvers forrits sem best.
4/13/202224 minutes, 47 seconds
Episode Artwork

Rekstur og hönnun með Hjalta Karlssyni hönnuði í New York

Hjalti Karlsson fór til náms til Bandaríkjanna og rekur nú hönnunarfyrirtæki í New York. Hann er hér í spjalli við Grím Kolbeinsson um námið, fyrirtækjarekstur, búsetuna erlendis og þau tækifræri sem liggja í hönnun.
3/30/202227 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Rafeldsneyti með Jóni Heiðari Ríkharðssyni, vélaverkfræðingi hjá EFLU

Hér ræðir Sigurður Svavar Indriðason sviðstjóri bilgreinasviðs IÐUNNAR við Jón Heiðar Ríkharðsson vélaverkfræðingu um hvað rafeldsneyti er og hversu stóran þátt mun það eiga í orkuskiptum hér á landi. Umræðan hefur snúist mikið til um bíliðnaðinn og skiptin frá brunaheyfilsbílum yfir í rafbíla. En hvað með allar aðrar samgöngur og flutningsmáta og hver er framtíðin í þeim efnum?
3/24/202235 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Raki og mygla í húsum með Sylgju Dögg Sigurjónsdóttur líffræðingi

Í þessum þætti fjallar Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir um raka og myglu í húsum. Sylgja hefur starfað við byggingariðnaðinn í hartnær 16 ár og vinnur nú sem ráðgjafi hjá Eflu verkfræðistofu ásmt því að kenna á námskeiðum hjá Iðunni. Sylgja er sérfræðingur í raka- og mygluskemmdum og þekkir það af eigin raun að búa í rakaskemmdu húsnæði. Sú lífsreynsla varð m.a. til þess að hún sérhæfði sig á þessum vettvangi að eigin sögn.
3/13/202223 minutes, 44 seconds
Episode Artwork

Kjötiðn og landslið kjötiðnaðarmanna með Jóhanni Frey Sigurbjarnasyni landsliðsmanni

Hér ræðir Ólafur Jónsson, sviðstjóri Matvæla- og veitingasviðs IÐUNNAR, við Jóhann Frey Sigurbjarnason kjötiðnaðarmann, en hann á sæti í landsliði kjötiðnaðarmanna. Jóhann er bjartsýnn á gott gengi landsliðsins og telur iðngreinina vera í mikilli sókn. Hann leggur áherslu á samvinnu matreiðslumanna og kjötiðnaðarmanna og segir hana geta aukið vöruúrval þar sem viðskiptavinir eru alltaf að leita að spennandi nýjungum. Skemmtilegt og fróðlegt spjall um möguleikana í námi, starfi og keppnum.
3/11/202219 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Allt um sveinspróf með Svani K. Grjetarssyni formanni sveinsprófsnefndar í húsasmíði

Svanur Karl Grjetarsson framkvæmdastjóri Mótx er hér í fróðlegu spjalli við Ólaf Ástgeirsson sviðstjóra bygginga- og mannvirkjasviðs IÐUNNAR um sveinspróf. Svanur Karl er formaður sveinsprófsnefndar í húsasmíði og segir hér frá mikilvægum þáttum er varða prófið, undirbúning, framkvæmd og hvað hafa beri í huga þegar kemur að sveinsprófi. Þeir fara líka yfir hvaða möguleika nemi hefur ef tilskildum árangri í prófinu er ekki náð. Fróðlegt spjall í alla staði.
3/3/202226 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Persónuvernd með Dóru Sif Tynes lögfræðingi hjá Advel lögmanni

Dóra Sif Tynes lögmaður er sérfræðingur í persónuvernd. Hér er hún í spjalli við Augnablik í iðnaði um persónuvernd í stafrænum heimi með fókusinn á GDPR. Við ræddum m.a. um hvers vegna GDPR er mikilvægt og hvernig innleiðingin hefur gengið síðust ár hjá íslenskum fyrirtækjum.
2/25/202229 minutes, 22 seconds
Episode Artwork

Prentbransinn og fleiri spennandi verkefni með Birgi Jónssyni forstjóra Play

Birgir Jónsson forstjóri Play er prentari í grunninn. Hann sótti sér framhaldsmenntun í prentrekstrarfræði og telur að sú menntun hafi nýst sér mjög vel í þeim störfum sem hann hefur tekið sér fyrir hendi. „Ég er pönkari og segi því það sem þarf" segir Birgir í viðtalinu en hann hefur tekið að sér stór og flókin verkefni sem oft hafa reynt á. Birgir er einnig með skoðanir á prentun og prentiðnaðinum á Íslandi og úr þessu varð afar skemmtilegt spjall við Grím Kolbeinsson stjórnanda þáttarins.
2/18/202230 minutes, 31 seconds
Episode Artwork

Gas og gaslagnir með Þránni Sigurðssyni framkvæmdastjóra Gastec

Þráinn Sigurðsson er eigandi og framkvæmdastóri Gastec. Hann sérhæfir sig í flestu því sem tengist gasbúnaði, tengjum, gaslögnum og gasöryggi. Hér er hann í spjalli við Gústaf A. Hjaltason IWE og fagstjóra suðumála hjá IÐUNNI.
2/10/202232 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Endurvinnsla bifreiða með Aðalheiði Jakobsen hjá Netpörtum

Aðalheiður Jacobsen er eigandi og framkvæmdastjóri Netparta. Fyrirtækið sérhæfir sig í endurvinnslu bifreiða með umhverfisvænum hætti og endurnýtingu bílaparta.
2/4/202233 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Evrópukeppni Bocuse d‘Or með Sigurjóni B. Geirssyni matreiðslumanni

Hér er rætt við Sigurjón Braga Geirsson matreiðslumann, en hann verður fulltrúi Íslands í Evrópukeppni Bocuse d‘Or í Búdapest núna í mars. Tíu efstu sætin í Evrópukeppninni ávinna sér rétt til að keppa í aðalkeppninni í Lyon árið 2023. Sigurjón býr yfir gríðarlegri reynslu sem fulltrúi í kokkalandsliði Íslands, keppandi og þjálfari. Hér er á ferðinni fróðlegt og skemmtilegt spjall um leiðina til Lyon.
1/27/202221 minutes, 26 seconds
Episode Artwork

Útgáfa og sala á ljósmyndabókum með Marteini Jónassyni

Útgáfa og sala á ljósmyndabókum með Marteini Jónassyni by IÐAN fræðsluetur
1/23/202221 minutes, 49 seconds
Episode Artwork

Breytt landslag á prentmarkaðinum með Guðmundi R. Guðmundssyni eiganda Prentmets Odda

Guðmundur Ragnar Guðmundsson á og rekur prentsmiðjuna Prentmet Odda ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu Steinunni Ingjaldsdóttur. Þau hjónin hafa byggt upp fyrirtækið sem býður upp á fjölbreytta prentun og reka útibú á Selfossi og á Akureyri. Guðmundur segir mikil tækifæri liggja í umbúðaprentun og segir neytendur meðvitaða um umbúðir. Þá telur hann að bókaprentun muni ekki snúa aftur til Íslands í því formi sem hún var en segir tækifærin liggja í endurútgáfu í smærra upplagi. Skemmtilegt spjall um prentbransann á Íslandi í dag og hvernig það er að reka fyrirtæki á þeim vettvangi.
1/13/202221 minutes, 5 seconds
Episode Artwork

Talning á nýbyggingum með Friðriki Ólafssyni viðskiptastjóra hjá Samtökum iðnaðarins

Friðrik Ólafsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins, ræðir hér við Ólaf Ástgeirsson, sviðsstjóra hjá IÐUNNI um talningu á nýbyggingum og hvers vegna svo mikilvægt er að hafa slíka talningu rétta, sérstaklega með tilliti til fjármögnunar verka.
1/6/202230 minutes, 48 seconds
Episode Artwork

Stærsta byltingin er hljóðbókin en prentaða bókin heldur velli

Grímur Kolbeinsson ræðir við Halldór í nýjasta þætti Augnabliks í iðnaði um breytingar í bókaútgáfu, taugastríðið í jólabókaflóðinu og hvað íslenskar prentsmiðjur ættu að gera í samkeppni við erlendar prentsmiðjur.
12/21/202125 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Netspjall og snjallmenni með Yngva Tómassyni hjá Leikbreyti

Það eru mikil tækifæri í sjálfvirknivæðingu og notkun snjallmenna, m.a. til að svara endurteknum spurningum segir Yngvi. Við sérsníðum lausnir fyrir hvern og einn viðskiptavin með því að innleiða netspjall til að byrja með. Þannig söfnum við algengum spurningum til fyrirtækisins og þegar þeim hefur verið safnað saman er snjallmennið tilbúið með svörin.
12/20/202123 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Réttingar á bílum, staða og framtíð með Gunnlaugi Jónssyni og Vali Helgasyni bifreiðasmiðum

Hér ræða þeir Valur Helgason og Gunnlaugur Jónsson bifreiðasmiðir við Sigurð Svarar Indriðason um réttingabransann á Íslandi. Hvar hann stendur í dag og hvernig þeir félagar sjá framtíðina fyrir sér í faginu. Báðir eru þeir með áralanga reynslu og hafa komið að vottunum, endurmenntun og sveinsprófum í bifreiðasmíði.
12/9/202134 minutes, 56 seconds
Episode Artwork

Konur í iðnaði með Margréti Halldóru Arnarsdóttur, formanni Félags Fagkvenna

Margrét Halldóra Arnarsdóttir er formaður Félags fagkvenna en það er félag kvenna í karllægum iðngreinum. Sjálf er hún rafvirki og þekkir vel þær áskoranir sem fylgja því að starfa í iðngrein þar sem kynjahlutfall er ójafnt. Í viðtalinu fara þau Ólafur Ástgeirsson yfir víðan völl en þau ræða t.d. um val á námi, iðnnám, samningar, karllægt umhverfi og skort á kvenlægum fyrirmyndum í karllægum greinum.
11/25/202132 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Ábyrgðamaður suðumála með Gerry McCarthy, IWE.

Gerry McCarty hefur yfir þrjátíu ára reynslu í máliðnaðinum. Hann hefur unnið við kröfulýsingar, hönnun, suðu, rekstur og gæða- og CE merkingar auk þess að vera IWE (International Welding Engineer). Hér spjallar hann við Gústaf A. Hjaltason IWE um ábyrgðamann suðumála hjá fyrirtækum og námskeið sem hann kennir hjá IÐUNNI. Gerry á og rekur fyrirtækið Welding Quality Management Services Ltd á Írlandi.
11/18/202112 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Staða og framtíð íslenska eldhússins með Fanneyju Dóru Sigurjónsdóttur eiganda Hnoss

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir er matreiðslumaður með mikla ástríðu fyrir íslensku hráefni. Ragnar Wessman stjórnandi hlaðvarpsins fyrri matvæla- og veitingasvið fékk hana í spjall um stöðu og framtíð íslenska eldhússins. Fanney Dóra hefur nýopnað veitingastaðinn Hnoss í Hörpunni, ásamt Stefáni Viðarssyni. Fanney Dóra hefur verið í íslenska kokkalandsliðinu frá árinu 2017 og verið stjórnarmaður og varaforseti Klúbbs matreiðslumanna frá árinu 2018.
11/11/202134 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Prentlist, sköpun og hönnun með Goddi rannsóknarprófessor við LHÍ

Guðmundur Oddur Magnússon, eða Goddur, eins og hann er betur þekkur er rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands. Hann kom á dögunum í spjall til Gríms Kolbeinssonar um prentlistina, sköpun og hönnun og úr varð hið skemmtilegasa viðtal.
11/5/202129 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Vottunin Great Place to Work með Elínu Ólafsdóttur, sölu- og mannauðsstjóra hjá Flugger á Íslandi

Elín Ólafsdóttir er sölu- og mannauðsstjóri hjá Flugger á Íslandi, en Flugger er eitt af fáum fyrirtækjum á Íslandi sem hefur farið í gegnum og staðist Great Place to Work vottunina. Elín segir okkur allt um Great Place to Work og hvaða ávinning vottunin og allt ferlið i kringum hana hefur fyrir bæði lítil og stór fyrirtæki.
10/28/202122 minutes, 11 seconds
Episode Artwork

Íslenski prentiðnaðurinn með Díönu Sigurfinnsdóttur viðskiptastjóra hjá Prentmet Odda

Díana Sigurfinnsdóttir viðskiptastjóri hjá Prentmet Odda er reynslubolti í faginu. Hún segir stórar breytingar hafa átt sér stað í prentgeiranum á sínum starfsferli. Framtíðin er vissulega björt þar sem liggja tækifæri i umbúðaprentun en hún saknar vissulega bókaprentunarinnar. Skemmtilegt og fræðandi viðtal.
10/21/202119 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Rekstur trésmíðaverkstæðis með Dagmar Þorsteinsdóttur framkvæmdastjóra Tréborgar

Dagmar Þorsteinsdóttir er framkvæmdatstjóri Tréborgar. Hún hefur starfað í geiranum í mörg ár og uppgötvaði ástríðuna fyrir trésmíði eftir að hafa rekið hótel í útlöndum og verið í háskólanámi. Dagleg störf trésmíðaverkstæðis eru mörg og krefjandi og tryggja þarf næg verkefni allan ársins hring.
10/14/202129 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Stafræn umbreyting í bílgreinum og framleiðslu – reynsla GTC og Volvo

Kennarar og verkfræðingar frá GTC – Tækniskólanum í Gautaborg í námsferð hjá IÐUNNI fræðslusetri. Hópurinn heimsótti Borgarholtsskóla, Brimborg, Velti og Artic Trucks og fengu kynningu á starfsemi og nýjungum. Stafræn umbreyting virðist vera stóra áskorunin og hefur áhrif á bíliðnaðinn bæði hvað varðar framleiðslu, viðgerðir og þjónustuþætti . Sigurður sviðsstjóri bílgreinasviðs settist niður með þeim og spjallaði meðal annars um gæðamál í framleiðslu, fjórðu iðnbyltinguna og helstu áskoranir og tækifæri sem tengjast þeirri hröðu þróun sem nú er að eiga sér stað innan bílaiðnaðarins t.d. berst talið að “Smart Maintenence” sem er mjög áhugavert málefni. Hægt er að kynna sér ýmislegt í tengslum við stafræna umbreytingu í framleiðslu á heimasíðunni edig.nu sem GTC hefur unnið að.
10/7/202128 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Framtíð stafrænnar prentunar með Halldóri Ólafssyni hjá Pixel

Halldór Ólafsson annars eigandi PIXEL segir frá sýn sinni á framtíð stafrænnar prentunar og stofnun fyrirtækisins. Það þótti djarft að stofna fyrirtækið árið 2003 en í raun má rekja sögu fyrirtækisins til ársins 1998 og áhrifum sem Halldór varð fyrir í Bretlandi. Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt síðasta áratug og framtíðin er björt.
9/30/202121 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Eftirlit á málmsuðu með Haraldi Baldurssyni hjá HB tækniþjónustu og Unnari Víðissyni hjá Eflu

Hér ræðir Gústaf A. Hjaltason, fagstjóri suðumála hjá IÐUNNI fræðslusetri, við þá Haraldur Baldursson hjá HB tækniþjónustu og Unnar Víðisson frá Eflu um eftirlit á málmsuðu. Eftirlit með hönnun og framkvæmd á verkstað og hvernig gæðastöðlum er framfylgt. Þeir félagar ræða m.a. um skaðlausar prófanir á málmsuðu og hvað þarf til að sinna slíku eftirliti.
9/23/202130 minutes, 54 seconds
Episode Artwork

Námsstjórnunarkerfi með Aðalheiði Hreinsdóttur, framkvæmdastjóra LearnCove

Aðalheiður segir að grunnhugmyndin af kerfinu hafi byrjað sem lokaverkefni nema við HR. Sú hugmynd hefur þróast yfir í fyrirtæki sem býður upp á fjölhæft alþjóðlegt fræðslu- og þjálfunarkerfi.
9/16/202118 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Áttin, styrkir til starfsmenntunar með Lísbet Einarsdóttur framkvæmdastjóra Starfsafls

Lísbet Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsafls, kíkti til okkar í Augnablik í iðnaði til að ræða Áttina. Áttin er vefgátt, sem greiðir leið fyrirtækja að umsóknum að starfsmenntasjóðum og fræðslusetrum, Aðilar að Áttinni eru auk IÐUNNAR, Starfsafl, Landsmennt, Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks, Rafmennt og Samband stjórnendafélaga.
9/9/202117 minutes, 58 seconds
Episode Artwork

Allt um loftræstikerfi með Karli H. Karlssyni framkvæmdastjóra Blikksmiðsins

Kristján Kristjánsson sviðstjóri málm- og véltæknisviðs IÐUNNAR spjallar hér við Karl Hákon Karlsson framkvæmdastjóra Blikksmiðsins um hönnun, uppsetningu og rekstur loftræstikerfa.
6/11/202132 minutes
Episode Artwork

Allt um vottanir í kæli- og frystiiðnaði með Kristjáni Kristjánssyni sviðstjóra hjá IÐUNNI

Allt um vottanir í kæli- og frystiiðnaði með Kristjáni Kristjánssyni sviðstjóra hjá IÐUNNI by IÐAN fræðsluetur
6/3/202118 minutes, 7 seconds
Episode Artwork

Framleiðsla á Ólafsson gini með Arnari J. Agnarssyni, framkvæmdastjóra Eyland Spirits

Framleiðsla á Ólafsson gini með Arnari J. Agnarssyni, framkvæmdastjóra Eyland Spirits by IÐAN fræðsluetur
5/20/202119 minutes, 20 seconds
Episode Artwork

Af hverju eigum við að byggja grænt með Þóru Margréti Þorgeirsdóttur sérfræðingi hjá HMS

Af hverju eigum við að byggja grænt með Þóru Margréti Þorgeirsdóttur sérfræðingi hjá HMS by IÐAN fræðsluetur
5/13/202124 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Önnur hlið á bókaútgáfu með Júlíu og Gretu hjá Signatúra Books

Önnur hlið á bókaútgáfu með Júlíu og Gretu hjá Signatúra Books by IÐAN fræðsluetur
5/6/202123 minutes, 9 seconds
Episode Artwork

Stafrænar lausnir í skipulags- og byggingarmálum með Guðmundi K. Jónssyni hjá Planitor

Stafrænar lausnir í skipulags- og byggingarmálum með Guðmundi K. Jónssyni hjá Planitor by IÐAN fræðsluetur
4/29/202130 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Alþjóðlega vottuð rafbílanámskeið með Sigurði S. Indriðasyni bílaverkfræðingi

Spjall um rafbílanámskeið IÐUNNAR sem hefur hlotið alþjóðlega vottun með Sigurði Indriðasyni. Í þessu viðtali vörpum við ljósi á ferlið og ávinning vottunarinnar fyrir bíliðnaðinn og þá sem í honum starfa.
4/22/202129 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Fagháskólanámið í HR og hvernig það nýtist iðnmenntuðum með Lilju Björk Hauksdóttur

Lilja Björk Hauksdóttir er verkefnastjóri fagháskólanáms við HR þar sem fagaðilar með iðnmenntun stunda nám. Okkur lék fórvitni á að vita hvernig þetta nýttist fólki með iðnmenntun og fengum hana í heimsókn.
4/15/202119 minutes, 38 seconds
Episode Artwork

Allt um gluggaísetningar með Bergþóri Inga Sigurðssyni byggingatæknifræðingi

Bergþór Ingi er verkefnastjóri hjá Jáverk og skrifaði BSc ritgerð sína í byggingatæknifræði við Háskólann í Reykjavík um aðferðir til ísetnigar og þéttingar meðfram gluggum og hurðum. Þar fjallar hann sérstaklega um kröfur, leiðbeiningar, þróun, aðferðir og mistök.
3/26/202126 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

Gervigreind með Sveini Hannessyni hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Crayon

Gervigreind með Sveini Hannessyni hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Crayon by IÐAN fræðsluetur
3/18/202127 minutes, 17 seconds
Episode Artwork

Stafræn umbreyting með Þresti Sigurðssyni sérfræðingi í þjónustu og nýsköpun

Þröstur Sigurðsson, skrifstofustjóri hjá þjónustu- og nýsköpunarsvið hjá Reykjavíkurborg fræðir okkur um um stafræna umbreytingu. Hann útskýrir hvað er stafræn umbreyting, hvernig slíkt ferli byrjar og hvað getur mögulega farið úrskeiðis. Þetta eru hollráð fyrir þá sem vilja kynna sér málaflokkinn betur eða hyggja á starfræna umbreytingu í sínu vinnuumhverfi,
3/12/202124 minutes, 55 seconds
Episode Artwork

Stafrænar viðurkenningar gera þekkingu þína sýnilegri og verðmætari. Viðtal við Helen Gray

Stafrænar viðurkenningar gefa útskriftarskírteinum dýpri merkingu og nýja vídd. Þetta er mikil framför og snýst umræðan núna um notkunarmöguleikana, áreiðanleikann og virðið sem þetta gefur. Helen Gray, þróuanrstjóri IÐUNNAR er hér í fræðandi spjalli um stafrænar viðurkenningar og framtíð þeirra.
3/4/202124 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Hlutverk og starfsemi stéttarfélaga með Finnbirni Hermannssyni formanni Byggiðnar

Viðtal við Finnbjörn Hermansson formann Byggiðnar, félag byggingarmanna. Við ræðum lítilega sögu Byggiðn ásamt því að fræðast um hlutverk og starfsemi stréttarfélaga almennt.
2/25/202133 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Friðgeir Ingi Eiríksson hjá EIRIKSSON BRASSERIE ræðir um áskoranir í veitingarekstri

Spjall við Friðgeir Inga hjá EIRIKSSON BRASSERIE sem er nýr veitingastaður miðborgar Reykjavíkur, Í endurhönnuðu húsnæði sem flestir landsmenn þekkja vel – fyrrum Landsbanka Íslands við Laugaveg 77. Við ræðum við Friðgeir um matseldina hjá Bresseri, hugmyndafræðina, ræturnar og hráefni. Nám í matreiðslu á íslandi og margt fleira.
2/18/202127 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Konráð Jónsson hjá Litrófi ræðir um sameiningar í prentiðnaði og kiljubókaprentun á Íslandi

„Kiljan er vottuð alla leið,“ segir Konráð Ingi Jónsson framkvæmdastjóri og aðaleigandi Litrófs um umhverfisvæna bókaprentun og samkeppnishæfi prentiðnaðar við erlenda framleiðslu. Hann telur að bókaiðnaður ætti að koma sér saman um umhverfisvænni áherslur, prenta fleiri kiljur en harðspjaldabækur og auðvitað að létta kolefnissporið og prenta fleiri bækur heima. Íslenskur prentiðnaður sé sterkari í samkeppni við erlendan markað þegar kemur að kiljum en harðspjalda bókum og í þeirri staðreynd felist vonarglæta. Konráð Ingi ræðir um sameiningu Litrófs við Guðjón Ó og Prenttækni, eigin feril og sýn sína á framtíð íslensks prentiðnaðar.
2/11/202127 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvædastjóri Vök Baths, ræðir um tækifæri í ferðaþjónustu

Í þessu spjalli hittum við Aðalheiði Ósk Guðmundsdóttur sem nýverið tók við sem framkvæmdastjóri Vök Baths. Aðalheiður segir það gríðarlega mikilvægt að hlusta og skilja upplifun viðskiptavina. Þannig skapa fyrirtæki sér sérstöðu. Hún leggur líka áherslu á samvinnu aðila í ferðaþjónustunni.
2/8/202126 minutes, 36 seconds
Episode Artwork

Björn Ágúst Björnsson, pípulagningameistari, ræðir um votrými og stöðu Íslendinga í þeim efnum

Björn Ágúst Björnsson frá Tengi ræðir um votrými og stöðu Íslendinga í þeim efnum. Votrými eru td baðherbergi og þvottahús. Hann er nýlega búinn að kynna sér ferla og lagaumgjörð í kringum svona vinnu hjá Norðmönnum og eru þeir mjög framarlega í öllu regluverki og fagmennsku.
1/28/202125 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Allt um íslenska tölvuleikjaiðnaðinn með Vigni Guðmundssyni

Vignir Örn Guðmundsson er formaður Samtaka tölvuleikjaframleiðenda. Spurningar sem við lögðum fyrir Vigni voru meðal annars Hversu stór samtök eru þetta og hver eru markmið þeirra? Hversu viðamkill er leikjaiðnaðurinn á Íslandi? Er Ísland ákjósanlegur vettvangur fyrir leikjaframleiðslu, erum við t.d. með nóg framboð af tæknimenntuðu fólki á þessu sviði? Hvað tekur það langan tíma að framleiða einn tölvuleik og hvað koma margir að slíkri framleiðslu? Hverjir vinna við leikjaframleiðslu aðrir en forritarar?
1/21/202130 minutes, 8 seconds
Episode Artwork

Jeppabreytingar með Emil Grímssyni hjá Arctic Trucks

Emil Grímsson fer yfir sögu Arctic Trucks, segir okkur frá verkefnum þeirra erlendis og spáir í framtíðina í jeppabreytingum
12/22/202032 minutes, 3 seconds
Episode Artwork

Kaffispjall með Kristjáni Schram markaðsráðgjafa, um IKEA bæklinginn

Íslendingar halda sérstaklega upp á IKEA vörulistann. Hvers vegna hætti IKEA að prenta vörulista sinn sem hefur komið út frá árinu 1951? Kristján Schram markaðsmaður er gestur í kaffispjallinu að þessu sinni og rýnir í ákvörðun IKEA og þróun í útgáfu markaðsefnis.
12/15/202016 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Jökla, fyrsti áfengi drykkurinn úr íslenskri mjólk, með Pétri Pétursyni mjólkurfræðingi.

Pétur Pétursson framleiðir rjómalíkjör sem ber nafnið Jökla. Pétur sem er mjólkurfræðingur segir okkur frá hvernig hugmyndin kviknaði og frá ferlinu sem tók við.
12/10/202027 minutes, 37 seconds
Episode Artwork

Næringarfræðin í eldhúsi LSH með Fríðu Rún Þórðardóttur

Fríða svarar meðal annars þessum spuringum Hvernig er haldið utan um ofnæmis- og óþolsvalda í því hráefni sem notað er í eldhúsi LSH Hvaða reglur gilda fyrir birgja Hvað reglur gilda fyrir starfsfólk Hvernig er ofnæmis- og óþolsfæði skipulagt í eldhúsinu Hvaða hráefni er gott að eiga til að auðvelda sér matseðla- og matargerð Hvernig er starfsfólk Landspítala upplýst um matinn sem er í boði fyrir það í matsölum Umræða um innihaldslýsingar og helstu ofnæmisvaldana
12/3/202026 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Baráttan um íslenskuna

Það gustar um Eirík Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði, sem er gestur okkar í hlaðvarpinu Augnablik í iðnaði á degi íslenskrar tungu. Hann er óhræddur við að taka slagi og gagnrýna en vill gera það á uppbyggilegan hátt og af umburðarlyndi. Eiríkur segir okkur frá mikilvægi máltækni fyrir almenning og fyrirtæki. Máltækni er grunnur að notkun tungumáls í viðmóti tölva og ýmissa forrita. Það að forrit og tölvubúnaður geti notað íslensku er forsenda þess að tungumálið dafni og Eiríkur minnir á að ábyrgðin er okkar. Ef það er ekki vilji til að nota íslenskt tungumál þá sé orrustan töpuð.
11/16/202021 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Erasmus er eitthvað sem allir iðnnemar og nýsveinar ættu að kynna sér.

Augnablik í iðnaði – Í þessum þætti beinum við kastljósinu að Erasmus námsstyrkjum í tilefni Evrópskra starfsmennaviku. Í þáttinn spjalla Helen og Ási hjá IÐUNNI við Aðalstein Ásmundarson vélvirkja og nýsvein í húsasmíði. Aðalsteinn sótti um Erasmus styrk hjá IÐUNNI og fór til South West College í N-Írlandi. Hann sótti þar námskeið um Passive hús sem er forvitnileg og áhugaverð viðbót við umræðuna um sjálfbærni.
11/13/202025 minutes, 50 seconds
Episode Artwork

Fæðuóþol og fæðuofnæmi með Selmu Árnadóttur

Í þessum þætti ræðir Óli Jóns við Selmu Árnadóttur um fæðuóþol og fæðuofnæmi. Selma situr í stjórn Astma og ofnæmisfélags Íslands svarar spurningum líkt og hver munurinn á fæðuóþoli og fæðuofnæmi er.
11/5/202026 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Allt um hönnun á nýjum konfektmolum frá Nóa Síríus með auglýsingastofunni Vorar

Allt um hönnun á nýjum konfektmolum frá Nóa Síríus með auglýsingastofunni Vorar by IÐAN fræðsluetur
10/2/202014 minutes, 35 seconds
Episode Artwork

Hvað geta einyrkjar og lítil fyrirtæki í iðnaði gert í markaðsmálum?

Hvað geta einstaklingar og lítil fyrirtæki gert í markaðsmálum? Til að svara þessari spurningu er spilunum snúið við í þetta skiptið í Augnablik í iðnaði. Fjóla og Sigurður Fjalar sem starfa á markaðssviði IÐUNNAR spyrja Óla Jóns markaðsráðgjafa og umsjónarmanns þessa þátta spjörunum úr.
9/25/202023 minutes, 45 seconds
Episode Artwork

Leiðir stjórnenda til að efla sköpunargleði og nýsköpun með Birnu Dröfn

Birna Dröfn Birgisdóttir fjallar um sköpunargleði og þjónandi forystu.
9/17/202018 minutes, 10 seconds
Episode Artwork

Steypa er ekki bara steypa! Allt um steypu með Guðna Jónssyni byggingaverkfræðingi

Guðni Jónsson, byggingaverkfræðingur hjá EFLU fjallar um það sem brennur á mönnum varðandi steypu.
9/10/202026 minutes, 34 seconds
Episode Artwork

Ráðning starfsmanna með Katrínu Dóru

Gestur þáttarins er Katrín Dóra Þorsteinsdóttir stjórnunar- og rekstrarráðgjafi hjá Projects ráðgjöf og þjálfun. Hún fræðir okkur um hvernig best er að standa að ráðningum starfsmanna.
9/3/202018 minutes, 12 seconds
Episode Artwork

Eva Michelsen hjá Eldstæðinu, atvinnueldhús fyrir matarfrumkvöðla

Eva sem er með bakarablóð í æðum hefur tekið sér ýmislegt fyrir hendur. Hún er menntaður viðskiptafræðingur og hefur unnið meðal annars við Sjávarklasann og St. Jósefsspítala. Hún hefur er mikin áhuga á að ferðast og á ferðum sínum kynntist hún hugtakinu deilieldhús. Eldstæðið er deilieldhús sem Eva er að opna sem er fyrir litla matvælaframleiðendur sem eru að prófa sig áfram og geta leigt hjá henni aðstöðu.
 Eldstæðið er í stuttu máli atvinnueldhús fyrir matarfrumkvöðla og smáframleiðendur sem byggir á deilihagkerfi. Um er að ræða fullvottað eldhús með öllum helstu tækjum og tólum til matvælaframleiðslu, kæli- og þurrlager, skrifstofuaðstaða, fundaraðstaða og góður félagsskapur meðal matvæla unnenda.
8/27/202026 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Loftlagsmál með Dóru Svavarsdóttur matreiðslumeistara

Dóra Svavarsdóttir ræðir við okkur um loftlagsmál útfrá sjónarmiðum matreiðslunnar
7/2/202023 minutes, 39 seconds
Episode Artwork

Saga bílaviðgerða á Íslandi með Ingibergi Elíassyni

Saga bílaviðgerða á Íslandi með Ingibergi Elíassyni by IÐAN fræðsluetur
6/25/202056 minutes, 1 second
Episode Artwork

Matarsóun með Dóru Svavarsdóttur matreiðslumeistara

Matarsóun með Dóru Svavarsdóttur matreiðslumeistara by IÐAN fræðsluetur
6/16/202026 minutes, 53 seconds
Episode Artwork

Kaffispjall með Inga Rafni Ólafsssyni, framkvæmdastjóra WAN-IFRA

Ingi Rafn Ólafsson er fyrsti gesturinn í Kaffispjalli IÐUNNAR. Hann tók í byrjun árs við starfi framkvæmdastjóra yfir prenthluta starfsemi WAN-IFRA, alþjóðasamtaka dagblaða og fjölmiðlafyrirtækja. Samtökin starfa í Þýskalandi, Frakklandi, Singapore, Indlandi og Mexíkó. Meðlimir samtakanna eru um þrjú þúsund talsins.
6/9/202012 minutes, 4 seconds
Episode Artwork

Skaðlausar suðurprófanir með Haraldi Baldurssyni hjá HB tækniþjónustu

HB tækniþjónusta er rótgróið fyrirtæki í Hafnarfirði sem vinnur við eftirlit og skoðanir á málmsuðu. Haraldur Baldursson er framkvæmdistjóri og eigandi fyrirtækisins.
6/4/202017 minutes, 24 seconds
Episode Artwork

Nám í Upplýsingatækni í mannvirkjagerð með Ingibjörgu Kjartansdóttur

Nám í Upplýsingatækni í mannvirkjagerð með Ingibjörgu Kjartansdóttur by IÐAN fræðsluetur
6/2/202021 minutes, 1 second
Episode Artwork

Rafmagnsbílar og hleðslustöðvar með Sigurði Ástgeirssyni hjá Ísorku

Rafmagnsbílar og hleðslustöðvar með Sigurði Ástgeirssyni hjá Ísorku
5/28/202028 minutes, 42 seconds
Episode Artwork

María Jóna Magnúsdóttir fræðir okkur um gæðastaðal Bílgreinasambandsins

María Jóna Magnúsdóttir segir okkur frá Bílgreinasambandinu þar sem hún er framkvæmdastjóri. Hún segir okkur líka frá verkefninu Allir vinna sem snýr að endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við bílaviðgerðir.
5/21/202023 minutes, 19 seconds
Episode Artwork

Spjall við Árna Sigurjónsson sem er nýr formaður Samtaka iðnaðarins

Spjall við Árna Sigurjónsson sem er nýr formaður Samtaka iðnaðarins by IÐAN fræðsluetur
5/14/202025 minutes, 33 seconds
Episode Artwork

Hvað er suðuþjarkur? Kristján Þórarinsson hjá RST net segir okkur frá Cowelder suðuróbot.

Hvað er suðuþjarkur? Kristján Þórarinsson hjá RST net segir okkur frá Cowelder suðuróbot. by IÐAN fræðsluetur
5/7/202013 minutes, 23 seconds
Episode Artwork

Slow food menningin með matreiðslumeistaranum og kennaranum Hinriki Carl Ellertssyni

Slow food menningin með matreiðslumeistaranum og kennaranum Hinriki Carl Ellertssyni by IÐAN fræðsluetur
4/30/202023 minutes, 13 seconds
Episode Artwork

Heimsókn í Prentsögusetrið með Hauki Má Haraldssyni setjara

Haukur Már Haraldsson tekur á móti okkur á Prentsögusafninu á Laugarvegi í Reykjavík. Haukur sem starfaði í mörg ár við prentiðnaðinn ásamt því að kenna fagið leiðir segir okkur frá tilkomu þessa safns ástamt því að fara í stuttu máli yfir sögu prentiðnaðarins á Íslandi
4/23/202022 minutes, 1 second
Episode Artwork

LEAN á bílaverkstæði, Guðmundur Ingi Skúlason hjá Kistufelli

LEAN á bílaverkstæði, Guðmundur Ingi Skúlason hjá Kistufelli by IÐAN fræðsluetur
4/16/202022 minutes, 30 seconds
Episode Artwork

Raunfærnimat og akstursíþróttir með Valdimar Jóni Sveinssyni hjá Bílapunktinum Reykjanesbæ

Valdimar Jón Sveinsson segir okkur frá raunfærnimati IÐUNNAR í þessum þriðjudagsþætti IÐUNNAR fræðsluseturs. Valdimar hefur unnið í 20 ár við bílamálun, bílaréttingar og viðgerðir ásamt því að keppa í rallí, torfæru og drifti.
4/14/202026 minutes, 15 seconds
Episode Artwork

Garðahönnun og margt fleira með landslagsarkitektinum Birni Jóhannssyni

Björn hefur aðstoðað garðeigendur við útfærslur garða sinna síðan hann kom frá námi í landslagsarkitektúr á Englandi 1993. Einnig hefur hann hannað sumarhúsa-, stofnana-, fyrirtækja- og fjölbýlishúsagarða en í þeirri vinnu hafa orðið til margvíslegar hugmyndir.
4/9/202025 minutes, 18 seconds
Episode Artwork

Þrautsegja í lífi og starfi með Sigríði Huldu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra SHJ ráðgjafar.

Sigríður Hulda er eigandi og framkvæmdastjóri SHJ ráðgjafar sem sérhæfir sig í fræðslu og ráðgjöf fyrir vinnustaði með áherslu á starfsmannamál og stjórnun, s.s. starfsánægju og starfsárangur, stjórnendaþjálfun, stefnumótun, vinnustaðamenningu, samskipti og samskiptasáttmála, álag og krefjandi aðstæður. Sigríður Hulda sérhæfir sig í færniþáttum atvinnulífs á 21. öldinni í tengslum við þróun vinnumarkaðar og starfshæfni einstaklinga. Hún vinnur með hópa frá Virk og Vinnumálastofnun með áherslu á starfshæfni, persónlega stefnumörkun, áhrifaþætti á sjálfstraust, áhugasvið, þjálfun í atvinnuviðtali, gerð ferilskrár, styrkleikagreiningar, úrvinnslu kulnunar og áfalla með áherslu á valdeflingu, seiglu, bjargráð, lífsviðhorf og trú á eigin getu.
4/1/202026 minutes, 12 seconds